54 minute read
2.17 Víðasel
Í [Laxd. bls. 89] er sagt að Víðasel hafi verið í byggð öðru hverju frá 1800. Í manntölum 1801-1860 er Víðasel ekki að finna.
Í Víðaseli eru húsbændur ekki taldir meðal bænda í manntalsbók þinggjalda, heldur eru þeir taldir í húsmennsku, meðal búlausra eða hús- og vinnumanna. Svo er enn við manntal 1920, þá er Árni Jakobsson sagður húsmaður þar.
og
1866 - 1874: Jón Einarsson
Jón og Ástríður koma 1863 „Búferlum frá Ljótsstöðum að Víðaseli“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.]. Ástríður deyr þar 21. júní 1866, en Jón er áfram árlegur gjaldandi til 1874, stundum með öðrum. Þá flytur hann „ , húsmaður frá Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.].
Jón var fæddur 28. einhvers mánaðar 1813 á Auðnum, sonur Einars Jónssonar (Einarssonar frá Reykjahlíð) og fyrstu k. h. Ólafar Vigfúsdóttur [Laxd. bls. 125]. Hann er á manntali á Auðnum 1816, einnig 1845 „ , 33, Ó, barn bóndans,“ faðir hans er þá kvæntur að nýju.
Ástríður var fædd 17. ([Kb. Vallas.] segir 19.) júní 1808 og voru foreldrar hennar Pétur Pétursson og k. h. Steinunn Einarsdóttir, sem bjuggu í Hólárkoti í Skíðadal [Laxd. bls. 125]. Við manntalið 1816 er hún „ , niðursetningur, 9,“ á Hamri í Vallnaprk. þar sem foreldrar hennar búa með fjórum börnum. Hún er fermd á uppstigningardag 27. maí 1824, þar er fæðingardagur hennar, 19. júní 1808, tilgreindur, en um fæðingu hennar finn ég enga skýrslu. Ástríður er sögð „frá Hamre“ við ferminguna og forsjármaður „Hennar fósturfaðir Þorsteinn Jónsson meðhjálpari á Hamre, ekkjumaður“, þá orðinn 76 ára, ef marka má aldur hans við mt. 1816. Ástríður fer 1832 úr Vallasókn „ , 25, vinnuhiú, Frá Hálse(?) að Syðrebæ í Hrísey, “ þar sem hún er á manntali 1835 „ , 26, Ó, vinnukona“.
Ástríður fer 1837 frá Syðstabæ að Svínárnesi og er á manntali á Grenívík 1840, á Sigríðarstöðum 1845 og 1850 á Hróarsstöðum. Þaðan fer hún 1851 aftur að Syðstabæ [Kb. Hálsþ.], [Kb. Stærra-Ársk.] og þaðan 1852 „42, vinnukona, frá Syðstabæ að Auðnum í Laxárdal Þingeyars“ [Kb. St. Ársk.], [Kb. Grenj.].
Jón og Ástríður voru gefin saman 22. okt. 1854, og er Jón sagður „við búhokur 41 árs á Auðnum“ en Ástríður „bústýra hans, 43 ára“ [Kb. Grenj.] og eru þau á manntali á Auðnum 1855 „húsmaður,“ „kona hans,“ og 1860 á Brettingsstöðum með sömu starfsheiti. Jón er á manntali á Árbakka 1880 „ , 65, Ó, húsmaður,“. Kemur 1881 „ , 68, húsm, úr Mývatnssveit að Hjalla“ [Kb. Ein.], þar sem hann deyr 30. mars 1885 [Laxd. bls. 125], [Kb. Ein.].
Eins og áður er getið deyr Ástríður 21. júní 1866 „kona gipt og búandi á Víðaseli, 58, landfarsótt og brjóstveiki“ [Kb. Ein.] (reyndar þar sögð Jónsdóttir).
Heimilisfólk í Víðaseli - aðrir en sjálfstæðir gjaldendur og þeirra fólk
– í búskapartíð Jóns 1863-1874:
Jóhann Einarsson kemur 1864 „ , 14, Ljettadr.,“ frá Presthvammi að Víðaseli. Óvíst er, hve lengi hann er þar, en hann fer 1870 „ , 20, vinnumaður, frá Márskoti ofan í Dalsmynni“ [Kb. Ein.]. Jóhann var sonur Einars Einarssonar og Guðnýjar Jónsdóttur. Hann er á manntali í Mánárseli 1860 með foreldrum og tveim systrum „ , 10, Ó, þeirra barn,“. Hann er þar sagður fæddur í Hofteigssókn, en ekki hefur mér tekist að finna fæðingu hans þar. Hann kemur 1861 með foreldrum sínum frá Mánárseli að Vallakoti „ , 11, þeirra börn“ ásamt þrem systkinum [Kb. Ein.].
Jón Jóelsson kemur 1869 ásamt Kristínu konu sinni, sjá hér næst á eftir, „hjón í húsmensku frá Brettingsstöðum að Víðaseli“ [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Ekki er vitað með vissu, hvenær hann fer úr Víðaseli, en á manntalsþingi 26. maí 1871 er Jón Einarsson eini íbúinn þar. Jón var fæddur á Daðastöðum 1. (eða 2.) apríl 1820, og voru foreldrar hans „Jóel Sveinsson og Guðrún Jónsdóttir hjón búandi á Darrstöðum“ (svo!) [Kb. Ein.]. Hann er á manntali þar 1835 „15, Ó, sonur hjónanna,“ en ekki 1840. Kynni að vera sá Jón Jóelsson, sem er á manntali í Baldvinshúsi í Reykjavík 1845 „ , 25, Ó, tjenestekarl og smed,“ reyndar þar sagður fæddur í „Skagef. s.“ Jón er burtvikinn úr Mývatnsþingum 1862 „ , 40, járnsmiður, Hofsstöðum að Engidal“ en kemur þaðan árið eftir að Hrauney [Kb. Mýv.]. Jón kvæntist Kristínu, sjá hér næst á eftir, 15. júlí 1865, þá bæði til heimilis í Álftagerði [Kb. Mýv.]. Hann fer 1872 „ , 58, Lausum kjala,“ (frá Hallbjarnarstöðum eða Máskoti) að Engidal [Kb. Ein.]. En í [Kb. Lund.] er sagt, að þau hjón komi 1872 „frá Mývatnssveit að Engidal“. Jón fer 1874 til Vesturheims frá Engidal „ , járnsmiður, 54,“ [Vfskrá], [Kb. Lund.].
Kristín Guðlaugsdóttir, kona Jóns hér næst á undan, kemur með honum 1869 frá Brettingsstöðum að Víðaseli. Hún fer þaðan 1871 „ , 56, gipt kona frá Víðaseli að Eingidal“ [Kb. Ein.]. Í [Kb. Lund.] þó sögð koma 1872 „frá Mývatnssveit að Engidal“. Kristín var fædd 22. sept. 1815 á Grænavatni, dóttir Guðlaugs Kolbeinssonar og Kristínar Helgadóttur [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Skútustöðum 1816 og í Álftagerði 1835, en 1845 og 1860 er hún vinnukona í Vindbelg. Hún kemur 1861 „ , 46, vinnukona, frá Mývatni að Engidal“ en þá voru aldraðir foreldrar hennar þangað komnir. Fer 1864 „ , 49, vinnuk., Engidal að Haganesi“ [Kb. Lund.]. Sjá um giftingu hennar hjá Jóni. Kristín andaðist í Engidal 5. júlí 1873 „kona frá Engidal, 57“ en athyglisvert er að greftrunardags er ekki getið. - Missögn er því í [Skú. bls. 15] að hún hafi farið til Vesturheims.
Sigríður Sigurðardóttir fer 1869 „ , 7, sveitarómagi“ með Jóni og Kristínu hér næst á undan frá Brettingsstöðum að Víðaseli [Kb. Ein.]. Hún virðist vera farin þaðan 1871, en veit ekki hvert. (Líklega sú sama Sigríður og fer 1876 „ , 13, léttast., frá Stafn: holti að Víðirdal“ (Kb. Ein.]). Ætla má, að þetta sé sú sama Sigríður og fædd var 23. ágúst 1862, voru foreldrar hennar Sigurður Hinriksson og Kristveg Gísladóttir „eginhjón á Brekku“ [Kb. Grenj.]. Foreldrar Sigríðar eru á manntali í Brekku 1860 ásamt fjórum ungum börnum. Sigríður fer 1867 „ , 5, sveitarbarn, frá Brekku í Gr.sts að Brett.st.“ [Kb. Grenj.] og fylgir svo Jóni og Kristínu 1869 í Víðasel. Hún er meðal innkominna í Hofteigssókn 1876 „ , 14, ljetta, frá Stafnsholti í Reikjadal að
Víðirdal“ og á manntali á Hákonarstöðum 1880 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Hún er burtvikin frá Hofteigi að Hallfreðarstöðum 1886-1888, en ekki hef ég reynt að eltast við hana frekar.
(Árni Kristjánsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir eignast soninn Jón í Víðaseli 7. febr. 1874; eru foreldrar Jóns þá sögð „hjón á Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Jón deyr 13. apríl 1874 „barn frá Máskoti, 9 vikna“ [Kb. Ein.]. Er þetta eina heimildin sem ég hef fundið um að þau hjón hafi verið í Víðaseli. En þau voru á sífelldum flækingi í Reykjadal o. v., eru t. d. „hjón í húsmennsku í Víðum“ við fæðingu barns 1871. Þeim kynni því að hafa verið troðið inn hjá Jóni í Víðaseli um stundarsakir vegna þrengsla í Víðum, e. t. v. með einhverjum börnum sínum. Um Árna og Guðbjörgu má lesa í [ÆÞ. V, bls. 218]. Sjá einnig um hann undir Einarsstaðasel, hann var þar með móður sinni 1864-65, þau fyrstu sem ég veit um að verið hafi þar til heimilis. Árni dó á Hólkoti 24. júlí 1890, en Guðbjörg í Vesturheimi 30. ágúst 1916, en hún fór 1903 frá Efrihólum til Vesturheims ásamt þrem börnum [Vfskrá].)
Jón Árnason, f. 7. febr. 1874 í Víðaseli, sonur Árna og Guðbjargar hér næst á undan [Kb. Ein.]. Dó 13. apríl 1874 „barn frá Máskoti, 9. vikna“ [Kb. Ein.].
1868 - 1869: Jónatan Eiríksson og Guðbjörg Eiríksdóttir
Jónatan er - ásamt Jóni Einarssyni - gjaldandi þinggjalda á manntalsþingi 24. maí 1869 fyrir Víðasel. Þykir því rétt að telja þau hjón hér sem ábúendur. Jónatan og Guðbjörg eru í Víðum í sept. 1867 en líklega fara þau úr Víðaseli 1869, þegar Jón Jóelsson og Kristín koma þangað.
Jónatan var fæddur 16. nóv. 1842 á Hallbjarnarstöðum og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Guðlaug Reinaldsdóttir [Kb. Ein.]. Jónatan er „tökubarn“ á Daðastöðum 1845, með foreldrum í Saltvík 1850, léttapiltur á Bjarnastöðum í Mýv. 1855, vinnumaður í Geitafelli 1860. Fer þaðan að Árbakka 1861 og þaðan með Sigurði bróður sínum og fjölskyldu hans að Víðum 1863.
Guðbjörg var fædd 12. febr. 1840 og voru foreldrar hennar Eiríkur Eiríksson og Guðrún Jónsdóttir hjón á Einarsstöðum [Kb. Ein.]. Guðbjörg er á manntali á Einarsstöðum 1840, 1845 og 1850, síðasta árið „fósturbarn þeirra“ Jóns Jónssonar bónda og Guðbjargar konu hans. Guðbjörg er vinnukona á Hallbjarnarstöðum við manntalið 1860, en hafði árið áður eignast soninn Jón Olgeirsson, síðar lengi bóndi á Höskuldsstöðum.
Jónatan og Guðbjörg voru gefin saman 29. júlí 1867 og eiga þá heima í Víðum, einnig í sept. s. á. við fæðingu Sigurbjarnar. Þau eru komin í Daðastaði í okt. 1870 þegar dóttir þeirra fæðist. Jónatan deyr 18. júní 1871 „húsmaður giptur á Daðastöðum, 29 ára, flogaveikur fannst dauður á Hvammsheiði“ [Kb. Ein.].
Guðbjörg giftist 1873 Jóhannesi Guðmundssyni bónda í Skógarseli og átti með honum fjögur börn, síðar Jóhanni Jóhannssyni og átti með honum einn son, er nánar greint frá því í kafla um Skógarsel. Guðbjörg andaðist 18. júní 1917 [Þjóðskrá].
Sigurbjörn Jónatansson. Ætla verður að sonur þeirra hafi verið með þeim hjónum í Víðaseli, enda kemur það heim við fjölda heimilisfólks í manntalsbók. Sigurbjörn var fæddur 24. sept. 1867 í Víðum. Hann er með foreldrum á Daðastöðum og móður sinni og stjúpfeðrum í Skógarseli, Presthvammi og í Parti. Kvæntist Jónu Steinunni Einarsdóttur frá Glaumbæjarseli, bjuggu í Höfðahverfi o. v. Sigurbjörn dó á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. okt. 1954 [Þjóðskrá].
Friðfinnur „ , 33, húsmaður,“ og Þuríður „ , 21, konuefni hans“ koma 1871 „frá Torfunesi að Víðaseli“ [Kb. Ein.] og er Friðfinnur gjaldandi þinggjalda í Víðaseli ásamt Jóni á manntalsþingi 28. maí 1872. Þau flytja með son sinn þ. á. „þetta fólk fór inn í Kræklingahl frá Víðaseli hvar þau giptust“ [Kb. Ein.].
Friðfinnur og Þuríður bjuggu í Víðaseli 1880-1883 og verður gerð nánari grein fyrir þeim síðar.
Sonur Friðfinns og Þuríðar í Víðaseli 1871-1872:
Jónas Guðni Friðfinnson, f. 15. okt. 1871 í Víðseli, voru foreldrar hans „ ( .. ) ógipt á Víðaseli, hans 2að hennar 1ta lausaleiksbrot“ [Kb. Ein.]. Jónas Guðni fer með foreldrum sínum 1872 „inn í Kræklingahlíð frá Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Hans finnst þó ekki getið með foreldrum sínum í [Kb. Glæs.], þegar þau koma að Mýrarlóni þ. á., né finnst hans getið meðal dáinna meðan þau eru þar, né hef ég fundið hann annars staðar.
1872 - 1873: Jóhann Jóhannsson og Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
Jóhann er gjaldandi þinggjalda í Víðaseli í manntalsbók 1873 ásamt Jóni Einarssyni, eru hjá Jóhanni 3 í heimili auk Jóns. Á manntalsþingi 1874 er Jón einn til heimilis í Víðaseli.
Ekki hef ég fundið annan Jóhann Jóhannsson líklegri búanda í Víðaseli þetta ár en þennan son Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur. Hann var fæddur 21. jan. 1843, voru foreldrar hans þá „búandi hjón á Hólmavaði“ [Kb. Ness.]. Jóhann er með foreldrum á manntali í Sýrnesi 1855 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“; kemur 1860 „ , 18, vinnumaður, Fótaskinni að Litlutungu“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á.
Guðrún Sigríður var fædd 25. júlí 1842 og voru foreldrar hennar Ólafur Ólafsson og Rannveig Sveinbjarnardóttir, þá búandi hjón í Landamótsseli [Kb.
Þór.]. Guðrún er með þeim á manntali þar 1855, en þau fluttu síðan að Hjalla og er Guðrún þar með þeim á manntali 1860.
Jóhann, þá „ýngismaður í Stafni, vinnum. 25 ára gamall“, og Guðrún, þá „ýngismær á Stafni vinnukona þar 27 ára gömul“, voru gefin saman 12. okt. 1868 [Kb. Ein.]. Þau eru „ , hjón í vinnumennsku á Hjalla“ við fæðingu dóttur þeirra 27. okt. 1870. Þau flytja 1878 til Vesturheims frá Ingjaldsstöðum ásamt Sigurveigu dóttur sinni [Kb. Ein.], [Vfskrá].
Jóhann deyr 12. júní 1917, 74 ára, sem Jóhann Jóhannsson Reykdal, á heimili sonar síns (Jóns Ásgríms Reykdal) í Vesturheimi [AlmÓTh. 1918, bls. 122].
Dóttir Jóhanns og Guðrúnar, líklega í Víðaseli 1872-1873:
Sigurveig Jóhannsdóttir. Gera má ráð fyrir að Sigurveig hafi verið með foreldrum í Víðaseli, enda kemur það heim við fjölda í heimili. Hún var fædd 27. okt. 1870 á Hjalla, þar sem foreldrar hennar eru „hjón í vinnumennsku“ [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum til Vesturheims frá Ingjaldsstöðum 1878 „dóttir þeirra, 8“ [Vfskrá], [Kb. Ein.].
Pétur („31, bóndi“) og Aðalbjörg („24, kona hs“) koma 1874 „Úr Möðrudalsheiði að Víðaseli“ ásamt syni sínum [Kb. Ein.]. Þau flytja 1880 með þrem börnum („bóndi, kona hs“) frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Pétur er eini gjaldandi þinggjalda fyrir Víðasel í manntalsbók 1875-1880, jafnan á skrá yfir búlausa.
Pétur var fæddur 1843, skírður 19. nóv., og voru foreldrar hans Guðmundur Tómasson og Kristín Jónsdóttir hjón á Kálfaströnd [Kb. Mýv.]. Pétur er með foreldrum sínum á manntali þar 1845 og 1855 og 1860 í Reykjahlíð, þar sem faðir hans er þá ráðsmaður. Hann fer 1865 „ , 23, vinnumaðr, Reykjahlíð að Grímsstöð. austr“ [Kb. Mýv.] og kemur inn í Hofteigssókn 1867 „ , 24, vmðr, frá Grímsstöðum að Víðid.“
Aðalbjörg var fædd 28. mars 1851 „Móðirin Kristín Gísladóttir Bakka lýsir föður að barninu Árna Sigurðsson vinnumann á Skeggjastöðum. Hann hefur géngið við Faðerninu beggja 2. brot.“ [Kb. Skeggj.]. Aðalbjörg er á manntali með móður sinni á Bakka 1855 og er þar enn 1860 á manntali „ , 10, Ó, tökubarn,“ en þá er móðir hennar gift og búandi í Höfn.
Aðalbjörg er sögð koma 1863 ásamt föður sínum og Ingibjörgu alsystur sinni „ , frá langan. að Vatnsd.“ (líkl. Vatnadal) [Kb. Skeggj.] og þaðan er Aðalbjörg fermd 1865. Hún fer úr Skeggjastaðasókn 1867 „ , 15, vinnuk, frá Bakka að Haga í Vopnaf.“ [Kb. Skeggj.]. Hún er burtvikin úr Hofssókn 1869 „ , 27, vst, Norðurskálan. að Gestreiðarst.“ (aldur hennar sýnilega rangur).
Pétur og Aðalbjörg voru gefin saman 18. sept. 1870, er Pétur sagður „bóndi að Gestreiðarstöðum“ en Aðalbjörg „bústýra samast.“ [Kb. Hoft.].
Pétur og Aðalbjörg eru á manntali í Álftagerði með fjórum börnum 1880. Þau flytja með börn sín 1887 að Svínadal [Kb. Garðss.] en koma þaðan 1889 að Árbakka [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali 1890 (bóndi, kona hans) með fjórum (ekki sömu, nema Metúsalem) börnum. Þau eru þar einnig á manntali 1901. Pétur er 1910 á manntali í Héðinsvík ásamt Sigurgeir og tengdamóður sinni, en Aðalbjörg er þá á manntali á Arnarvatni „HJ“ = hjú. Pétur fer 1912 „Gamalmenni, 69, Frá Brekku í Húsav. fram í Bárðardal“ [Kb. Hús.]. Aðalbjörg fer 1916 „ , vinnuk., 66, Grænavatn - Bangastaðir, Tjörnes“ [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um yngri börn þeirra í kafla um (Krák)Árbakka.
Börn Péturs og Aðalbjargar í Víðaseli 1874-1880:
Methúsalem (einnig ritað Matúsalem eða Metúsalem) Pétursson kemur með foreldrum sínum að Víðaseli 1874 „2, son þra“ og fer með þeim þaðan „til Mývatns“ 1880 [Kb. Ein.]. Metúsalem var fæddur 6. mars 1873, voru foreldrar hans þá „hjón á Gestreiðarstöðum“ [Kb. Hoft.], (var annað barn foreldra sinna). Hann er með foreldrum sínum á manntali í Álftagerði 1880 og á Krákárbakka 1890 „ , 17, Ó, sonur þeirra,“. Methúsalem („Sali“) var skáldmæltur.
Sigurgeir Pétursson, f. 19. apríl 1875 í Víðaseli. Fer þaðan með foreldrum „til Mývatns“ 1880 og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Sigurgeir fer með foreldrum sínum að Svínadal 1887 [Kb. Garðss.] og kemur þaðan að Kálfaströnd 1889 „ , 14, þeirra son, Frá Svínadal að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Þaðan fer hann 1890 að Litlulaugum þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Víðaseli, sem þá er sagt „(í eyði)“ í aths. Sigurgeir fer 1902 „ , trjesmiður, 28,“ frá Bakka (= Árbakka?) á Húsavík ásamt Kristínu ömmu sinni [Kb. Mýv.]. Sigurgeir kvæntist 2. ágúst 1908 Björgu Jónsdóttur á Höskuldsstöðum og flytja þau árið eftir að Héðinsvík [Kb. Ein.], [Kb. Hús.] og eru þau þar á manntali 1910. Mikill ættbálkur er út af þeim kominn.
Krístín Guðfinna Pétursdóttir var fædd í Víðaseli um 1877, en fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.] né [Kb. Mýv.]. Fer þaðan með foreldrum „til Mývatns“ 1880 og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. „ , 3, Ó, barn þeirra,“. Deyr þar 24. júní 1881 og var jarðsett 4. júlí ásamt systur sinni Hólmfríði Petrínu, sem fædd var 12. júlí 1880 í Álftagerði og andaðist þar 2. júlí 1881 [Kb. Mýv.].
Kristín Gísladóttir kemur 1875 „48, til dóttur sinnar, af Langanesströnd að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1880 „móðir konu“ með Pétri og Aðalbjörgu frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Kristín var fædd 6. júlí 1830 og voru foreldrar hennar Gísli Vilhjálmsson og Ólöf Jónsdóttir „hjón í Höfn“ í Skeggjastaðahreppi. Hún fer 1843 „ , 13, léttastúlka frá Höfn að Áslaugastöðm í Vopnafirði“ [Kb. Skeggj.]. Kristín eignaðist tvær dætur með Árna Sigurðssyni, Ingibjörgu f. 5. júní 1849 og Aðalbjörgu f. 28. mars 1851, þá á Bakka, en þar er hún á manntali 1850 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Hún er enn á manntali á Bakka 1855, þá með Aðalbjörgu dóttur sinni. Hinn 29. maí 1856 giftist Kristín, þá vinnukona á Bakka, Jóni Gunnarssyni, sem þá er „vinnumaður á Bakka, 31 ára“ [Kb. Skeggj.] og eru
Sigurgeir Pétursson
þau á manntali í Höfn 1860 ásamt þrem börnum sínum. Jón andaðist 6. febr. 1867 „ , 42, bóndi í Höfn“ [Kb. Skeggj.]. Kristín er með dóttur sinni og tengdasyni á manntali í Álftagerði 1880. Hún fer 1885 „ , 58, vkona Frá Reykjahl. í Grenjaðarst.“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Klömbur 1890 „ , 65, E, vinnukona,“. Er á Krákárbakka við húsvitjun í árslok 1892 og 1893 „ „gamla“ „branda“ “ [Sál. Mýv.]. Kemur 1900 „ , ekkja, 73,“ að „Bakka frá Klömbrum“ [Kb. Mýv.] og fer með Sigurgeir dóttursyni sínum 1902 frá „Bakka, á Húsavík“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.]. Fer 1906 „Gömul kona, 80,“ frá Prestsholti í Klömbur [Kb. Hús.] og 1908 „Frá Grenjaðarstað að Höskuldsstöðum“ [Kb. Grenj.] og þaðan 1910 „ , tökukona, 82,“ að Héðinsvík [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. ásamt Pétri tengdasyni sínum. Hún andaðist 16. júlí 1911 „Ekkja í Brekku Húsav., 88?,“ [Kb. Hús.].
Guðbrandur Jónsson, hálfbróðir Aðalbjargar húsfreyju, sonur Kristínar hér næst á undan, kemur með henni 1875 „ , 12, son har, af Langanesströnd að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Óvíst er, hve lengi hann er í Víðaseli, hann fer 1879 „ , 16, léttadr. frá Stafni til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. [Kb. Mýv.] segir hann koma 1879 „ , 17, vinnumaðr“ að Kálfaströnd. Guðbrandur var fæddur 8. jan. 1863 og voru foreldrar hans „Jón Gunnarsson og Kristín Gíslaóttir í Höfn“ [Kb. Skeggj.]. Eins og áður segir missti Guðbrandur föður sinn 1867. Ekki hef ég fundið hann burtvikinn úr Skeggjastaðasókn um þetta leyti. Guðbrandur er á manntali á Geiteyjarströnd 1880 „ , 17, Ó, léttadrengur,“ fer þaðan 1881 „ , 19, vimaðr, Frá G.strönd að Fagradal Fj.“ [Kb. Mýv.], en kemur þaðan árið eftir „20, vmaður“ í Grænavatn. Kvæntist 30. nóv. 1885, þá 23 ára vinnumaður í Reykjahlíð, Ólöfu Kristjánsdóttur, sem þá er 29 ára vinnukona samastaðar [Kb. Mýv.]. Ekki finn ég þau hjón í Mývatnssveit 1890, kynnu að hafa farið þaðan 1886 eða 1887, þá vantar skrá yfir burtvikna í [Kb. Mýv.].
Vandalausir í Víðaseli í búskapartíð Péturs og Aðalbjargar 1874-1880:
Sigurbjörg Kristjánsdóttir kemur 1874 ásamt Guðnýju Jakobínu dóttur sinni „vkona úr Laxárdal að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Hún fer þaðan 1875 að Holtakoti [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd 21. júní 1843, voru foreldrar hennar „Kristján Steffánss vinnupiltur árið sem leið á Halldórsstöðum í Laxárdal og Jóhanna Jónsd: vinnustúlka samastaðar bæði ógift beggja 1ta Brot. “ [Kb. Grenj.]. Hér verður ferill Sigurbjargar rakinn nokkuð, þó hvergi nærri tæmandi, en hann tók flestu fram að því er tíð bústaðaskipti snerti. Sigurbjörg fer að líkindum með móður sinni að Laxamýri 1844, þar eru foreldrar hennar gefin saman 28. ágúst þ. á. Fer með þeim þaðan að Reykjahlíð 1845, er þar með þeim á manntali um haustið. Fer þaðan 1848 að (Stóru)Reykjum og er með þeim þar á manntali 1850, en 1855 í Grímshúsum „ , 12, Ó, barn þeirra ,“. Sigurbjörg fer 1858 frá Skörðum að Hólum í Reykjadal, er á manntali í Skógarseli 1860, fer þaðan 1861 að Halldórsstöðum í Laxárdal, þaðan 1862 að Árbakka. Frá Sveinsströnd að Finnstöðum 1865, þaðan 1866 að Grímsnesi í Grýtubakkasókn með Jóhannesi Magnúsi Frímanni Jóhannessyni (JMFJ). Eignast þar með honum dótturina Sigríði Vilhelmínu 1. nóv. 1866, fer með JMFJ og dótturina frá Grímsnesi að Landamóti 1867. Eignast 13. júní 186(8?) dótturina Maríu Stefaníu með JMFJ, þá bæði á Ljósavatni. Fer (ein) 1871 frá Finnsstöðum að Auðnum, þar sem hún eignast þriðju dóttur þeirra JMFJ 21. júlí 1871. Sigurbjörg kemur að Víðaseli 1874 með dóttur sína Guðnýju Jakobínu (GJJ), fer með hana 1875 að Holtakoti í Ljósavatnssókn, þaðan 1876 að Hróarsstöðum, 1877 að Tungu á Svalbarðsströnd, þaðan 1878 að Ytri Skjaldarvík, þaðan 1879 að Krossastöðum
og þaðan 1880 að Hrauni í Öxnadal, og er GJJ jafnan með henni. Þær eru á manntali á Hrauni 1880. Sigurbjörg fæddi 7. júní 1881 dótturina Sigríði „á ferð sinni í Skógum, (38 ára) kennir föður Jónas hreppstjóra Jónatansson“ [Kb. Bægisárprk.]. En Jónas var húsbóndi Sigurbjargar á Hrauni „ , 50, G,“ við manntalið 1880. Sigurbjörg fer með dætur sínar 1881 „norður í Helgastaðasveit“ [Kb. Bægisárprk.] og er þeirra getið í [Kb. Ein.] þ. á., en ekki hvert þær fara. (Hreppstjóradótturinnar er að vísu ekki getið meðal burtvikinna úr Bægisárprk.). Sigríður dóttir Sigurbjargar deyr 17. ágúst 1882 „barn frá Hjalla, 1 árs, mislingar“ [Kb. Ein.], en sjálf fer hún 1884 frá Einarsstöðum að Halldórsstöðum í Laxárdal. Er á manntali í Kasthvammi 1890, en fer þaðan 1891 að Hálsi í Fnjóskadal, þaðan 1893 að Skarði og þaðan 1899 að Laxamýri, þar sem hún er hjú á manntalinu 1901. Sigurbjörg dó 22. febr. 1908 „Gömul kona í Prestsholti á Húsavík, 62 ára“ [Kb. Hús.].
Guðný Jakobína Jóhannesdóttir, dóttir Sigurbjargar hér næst á undan, kemur með henni að Víðaseli 1874 og fer með henni að Holtakoti árið eftir. Guðný Jakobína var fædd 21. júlí 1871. „Móðir Sigurbjörg Kristjánsdóttir lýsir barnsföður Jóhannes Jóhannesson (hét Jóhannes Magnús Frímann Jóhannesson) á Sandhaugum ógiptan vinnumann, sjálf er hún til heimilis á Auðnum, beggja 3. legorðsbrot“ [Kb. Grenj.]. Guðný Jakobína fylgir móður sinni á flækingi hennar, sjá hér næst á undan, og er aftur meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1881 „ , 10, sveitarb.“ en ekki er getið hvaðan eða hvert, hún er ekki á sama stað í skránni og móðir hennar og systir. Deyr 13. nóv. 1882 úr lungnatæringu „ , barn frá Kvígyndisdal, 11 ára,“ [Kb. Ein.].
Sigurjón Björnsson fer 1879, ásamt konu sinni hér næst á eftir, „ , 29, húsmaður“ frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Sigurjón var fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848, „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Guðrún móðir hans deyr 6. júní 1851 „ , kona frá Árbakka, 21, lángvinn höfuðpína“ en faðir hans er 1855 „ , 31, G, vinnumaður,“ á Grænavatni. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Sigurjón fer 1854 ásamt Hallfríði móðurömmu sinni og Kristjáni Sigurðssyni síðari manni hennar og þeirra skylduliði „öll frá Lásgerði að Tungugérði á Tjörnesi“ [Kb. Ein.]. Hallfríður deyr á Ísólfsstöðum 5. júlí 1855, en Sigurjón er þar á manntali með Kristjáni þ. á., en flytur með honum 1857 „frá Hóli norður í Axarfjörð“ [Kb. Hús.] og er með honum á manntali 1860 á Mel „(heiðarkot byggt í Sandfellshagalandareign)“ (skammt sunnan við Hrauntanga) „ , 11, Ó, fósturpiltur,“. Sigurjón kemur 1869 „ , 21, léttapiltr, frá Kaldbak að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnsveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.] þar sem hann kvænist Sigríði Kristínu 3. júlí 1876, sjá um hana hér næst á eftir. Ekki er vitað hve lengi þau hjón eru í Skógarseli, en þau eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Eins og áður segir fara þau Sigurjón og Kristín 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“. Þau koma 1880 með Jón son sinn að Stafnsholti og eru þar á manntali þ. á. en flytja 1881 „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er bóndi á Árbakka 1882-1883 á móti Sigtryggi skv. manntalsþingbók. Þau fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni“. Jón deyr 28. júlí 1884 „ ,
Sigurjón Björnsson
barn á Hrappstöðum, 4“ og þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. s. á. Þau flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ [Kb. Lund.] og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901 og Sigurjón 1920 í Holti á Húsavík.
Sigríður Kristín Einarsdóttir (ýmist skráð Sigríður, Kristín eða Kristín Sigríður) fer ásamt Sigurjóni manni sínum hér næst á undan 1879 frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „ , 11/2, fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848. En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 „26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) kemur 1876 „ , vkona, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.] og giftist Sigurjóni 3. júlí þ. á. „ , vkona sama staðar“ [Kb. Ein.], sjá ennfremur hjá Sigurjóni hér næst á undan.
Sigfús Sigurjónsson, sonur Sigurjóns og Sigríðar Kristínar hér næst á undan, deyr 30. sept. 1878 „ , barn frá Víðaseli, 1 árs“ [Kb. Ein.]. Sigfús var fæddur 16. ágúst 1877 og eru foreldrar hans þá sögð „hjón á Máskoti“ [Kb. Ein.].
Guðni Metúsalem Sigurðsson. Fer 1880 samtímis Pétri og Aðalbjörgu „ , 14, léttadr., “ frá Víðaseli að Bjarnastöðum [Kb. Ein.] (í Bárðardal, hann er þar á manntali 1880). Óvíst er hvenær hann kemur í Víðasel, en faðir hans dó á Litlulaugum 1876 og var heimilið þá leyst upp. Guðni var fæddur 11. maí 1866 á Litlulaugum, d. 4. nóv. 1903, sjá [ÆÞ. I, bls. 429 og 436].
1880 - 1883: Friðfinnur Þorkelsson og Þuríður
Jónasdóttir (í 2. sinn)
Friðfinnur og Þuríður koma að nýju 1880 ásamt þrem dætrum sínum frá „Birnustöðum að Víðaseli“ [Kb. Ein.] og eru þar á manntali það ár. Þau flytja 1883 ásamt þrem börnum „ , frá Víðaseli til Vesturheims“ [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Friðfinns er getið sem gjaldanda þinggjalda í Víðaseli í manntalsbók árin 18811883, á skrá yfir húsmenn og vinnumenn.
Í [Laxd. bls. 89] er Friðfinnur sagður fæddur 9. júlí 1843 í Laugaseli. Þessi fæðingardagur virðist bersýnilega rangur, því Friðfinnur var fermdur frá Einarsstaðakirkju 27. maí 1855, þá sagður 14 ára [Kb. Ein.], er því tæpast fæddur síðar en 1841. En fæðingu hans er ekki að finna í kirkjubókum Helgastaða-, Eyjardalsár- né Mývatnsprestakalla. Manntal 1845 segir hann 5 ára, mt. 1850 9 ára, mt. 1855 15 ára, mt. 1860 20 ára og mt. 1880 38 ára. ÆÞ. segir hann fæddan um 1842. Friðfinnur er á manntali með foreldrum í Laugaseli 1845, 1850 og 1855 og er í sálnaregistri þar við lok ársins 1857. Við árslok 1859 er hann vinnumaður á Stórulaugum en fer þaðan að Brettingsstöðum 1860 „ , 19, vinnum,“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Kemur þaðan aftur að Laugaseli 1863 „23, vinnum“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan
1870 „ , 32, vinnumaður, frá Laugaseli að Torfunesi“ [Kb. „Ein.], ([Kb. Þór.] segir „ , 28, vinnum,“), en ekki verður fullyrt að hann hafi þá verið í Laugaseli óslitið frá 1863.
Í [ÆÞ. I, bls. 438] er Þuríður sögð fædd 1. apríl 1852 á Núpufelli. Ekki hef ég fundið þá fæðingu í [Kb. Möðruv.], hinsvegar er þar Þuríður fædd 27. apríl 1850, dóttir Jónasar Guðmundssonar bónda og konu hans Guðrúnar Þorláksdóttur á Núpufelli [Kb. Möðruv.]. Þau hjón eru þar á manntali 1850, en Þuríðar ekki getið, en fyrir kom að hvítvoðungar voru ekki alltaf skráðir í manntöl á þessum tíma.
Á manntali í Fjósakoti í Möðruvallasókn 1855 er „Þuríður Jónasdóttir, 6, Ó, tökubarn,“ sögð fædd „hér í sókn“. En þá eru þau Jónas og Guðrún á bak og burt úr Núpufelli.
Þuríður er á manntali 1860 á Halldórsstöðum í Kinn „ , 11, Ó, tökubarn,“ sögð fædd í Möðruvallasókn. Húsmóðir hennar á Halldórsstöðum er þá Sigríður Guðrún Jónsdóttir, líka sögð fædd í Möðruvallasókn.
Eins og nokkru ofar er lýst, koma þau Friðfinnur og Þuríður fyrst að Víðaseli 1871, hann „ , 33, húsmaður,“ hún „ , 21, konuefni hans,“ „frá Torfunesi að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Þau fara árið eftir, ásamt Jónasi Guðna, „ , [ .. ] inn í Kræklingahl frá Víðaseli, hvar þau giftust“ [Kb. Ein.]. Þau eru meðal innkominna í Glæsibæjarprk. 1872 „hjón frá Víðirseli að Mýrarlóni“ [Kb. Glæs.], en Jónasar Guðna er þar ekki getið.
Friðfinnur og Þuríður eru gefin saman 12. okt. 1872 „frá Mýrarlóni“ og flytja 1874 „ , frá Hraukbæjarkoti að Mývatni“ [Kb. Glæs.]. Ekki er þar getið meðal burtvikinna Jónínu Guðrúnar dóttur þeirra, f. 6. maí 1873 á Mýrarlóni.
Enga skrá er að finna um innkomna í Mývatnssveit 1874, en þau hjón eignast dóttur 6. apríl 1875, þá „hjón í húsmennsku á Hóli“ [Kb. Þór.]. Þau eignast dótturina Kristbjörgu í Skriðuseli 27. des. 1877, sem deyr þar 3. jan. 1878 [Kb. Múl.]. Þau koma 1878 „frá Skriðuseli að Hólum“ í Laxárdal [Kb. Grenj.], eignast dóttur 29. des. 1879 „ hjón á Birnustöðum“ og flytja þaðan 1880 að Víðaseli með þrem dætrum [Kb. Grenj.], þar sem þau eru á manntali þ. á. Fóru til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá].
Friðfinnur dó í Manitoba 29. júlí 1915. Sjá nánar um þau hjón í [ÆÞ. I, bls. 438].
Börn Friðfinns og Þuríðar í Víðaseli 1880-1883:
Jónína Guðrún Friðfinnsdóttir kemur 1880 með foreldrum sínum að Víðaseli og fer með þeim til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Jónína Guðrún var fædd 6. maí 1873 og voru foreldrar hennar þá „hjón á Mýrarlóni“ [Kb. Glæs.]. Eins og áður segir er hennar ekki getið við flutning foreldra úr Glæsibæjarsókn 1874, en hún kemur með þeim frá Skriðuseli að Hólum í Laxárdal 1878 „5, barn þra“ [Kb. Grenj.]. Jónínu er getið í [ÆÞ. I, bls. 438], hún dó 12. sept. 1940.
Sigríður Helga Friðfinnsdóttir kemur 1880 með foreldrum að Víðaseli og fer með þeim til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Sigríður Helga var fædd
6. apríl 1875, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsmennsku á Hóli“ [Kb. Þór.]. Ekki er hennar getið með foreldrum er þau flytja frá Skriðuseli að Hólum í Laxárdal 1878, en fer með þeim frá Birningsstöðum að Víðaseli 1880 og er þar með þeim á manntali þ. á. Sigríður dó í Vesturheimi 21. febr. 1912, sjá um hana í [ÆÞ. I, bls. 438].
Sigrún Friðfinnsdóttir kemur 1880 með foreldrum að Víðaseli „ , á 1, börn þeirra,“ [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1880 „ , 0, Ó, barn hjónanna,“. Sigrún var fædd 29. des. 1879, voru foreldrar hennar þá „hjón á Birnustöðum“ [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali í Hólum í Laxárdal 1890 hjá Sigurði Eyjólfssyni og Arnbjörgu Kristjánsdóttur „ , 10, Ó, fósturdóttir hjóna,“ og fer þaðan til Vesturheims 1901 „ , vinnukona, 21,“ [Vfskrá], [Kb. Þverárs.]. Hennar er ekki getið í [ÆÞ.] meðal barna Friðfinns og Þuríðar.
Guðni Friðfinnson, f. í Víðaseli 15. apríl 1882 [Kb. Ein.]. Fór með foreldrum til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], sjá einnig [ÆÞ. I, bls. 438].
1883 - 1885: Sigvaldi Kristjánsson og Ingibjörg Sveinsdóttir
Sigvaldi er gjaldandi þinggjalda í Víðaseli í manntalsbók 1884 og 1885, fyrra árið á skrá yfir húsmenn og vinnumenn, síðara árið á skrá yfir búlausa. Sigvaldi og Ingibjörgflytja 1885 („bóndi“, „kona hs“) frá Víðaseli að Ystahvammi [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.] ásamt tveim dætrum.
Sigvaldi var fæddur 14. ágúst 1843 og voru foreldrar hans Kristján Sigmundsson og Elísabet Eiríksdóttir „búandi hjón á Hrauni í Grenjaðarstaðasókn“ [Kb. Grenj.]. Þar er hann með þeim á manntali 1845 og 1850, en 1855 á Arnarvatni „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann er fermdur frá Grenjaðarstað 1858, þá á Reykjum, og er á Laxamýri við manntalið 1860 „ , 18, Ó, vinnumaður,“.
Sigvaldi fer 1871 „27, vinnum,“ frá Gautlöndum að Sigurðarstöðum, kemur þaðan aftur 1872 „ , 18, Vinnum,“ (!) og fer aftur frá Gautlöndum að Bjarnastöðum í Bárðardal 1873 [Kb. Mýv.].
Ingibjörg var fædd 4. ágúst 1848, voru foreldrar hennar Sveinn Jóelsson og Bóthildur Jóhannesardóttir „hjón búandi á Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1850, einnig 1855 „ , 7, Ó, barn þeirra,“. Hún flytur með foreldrum frá Daðastöðum að Bjarnastöðum í Bárðardal 1858 og er með þeim þar á manntali 1860 „ , 13, Ó, tökubarn,“ en þar eru foreldrar hennar þá vinnuhjú.
Sigvaldi og Ingibjörg voru gefin saman 21. okt. 1875, þá bæði vinnuhjú á Bjarnastöðum [Kb. Lund.], en eru „vinnuhjú Stórutungu“ við fæðingu Aðalbjargar árið eftir, sjá síðar. Þau eru öll þrjú á manntali á Hofsstöðum 1880, Sigvaldi vinnumaður en Ingibjörg „ , kona hans, húskona,“. Þau flytja 1882 „Frá Hofstöðum í Mývatnssveit að Máskoti“ [Kb. Ein], er þar beggja dætra þeirra getið, en í [Kb. Mýv.] er einungis Kristínar Matthildar getið.
Sigvaldi og Ingibjörg eru á manntali í Ystahvammi 1890 ásamt þrem börnum og Elísabet móður Sigvalda. Þar eru þau einnig á manntali 1901 ásamt Kristjáni Karli syni þeirra.
Ingibjörg deyr 1. jan. 1905 „ , kona frá Yztahvammi, 55, Lungnabólga“ [Kb. Grenj.]. Sigvaldi er á manntali í Vesturhaga 1910 og deyr 17. des. 1911 „vinnumaður frá Syðrafjalli, 68, hjartaslag, dó í svefni“ [Kb. Grenj.].
Aðalbjörg Sigvaldadóttir kemur með foreldrum sínum að Máskoti 1882 „ , 6, börn þeirra,“ [Kb. Ein.] (ekki getið í [Kb. Mýv.]) og fer með þeim frá Víðaseli að Ystahvammi 1885 „ , 9, börn þra,“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.]. Aðalbjörg var fædd í Stórutungu 14. febr. 1876, þar sem foreldrar hennar voru þá vinnuhjú [Kb. Lund.]. Hún er með þeim á manntali á Hofsstöðum 1880 og í Ystahvammi 1890 „ , 15, Ó, dóttir þeirra,“.
Kristín Matthildur Sigvaldadóttir kemur með foreldrum sínum að Máskoti 1882 [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.] og fer með þeim frá Víðaseli að Ystahvammi 1885 „ , 3, börn þra,“ [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Kristín var fædd 9. maí 1882, eru foreldrar hennar þá „hjón Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún fer með foreldrum sínum fæðingarárið að Máskoti. Er með foreldrum á manntali í Ystahvammi 1890 „ , 8, Ó, dóttir þeirra,“.
1885 - 1886: Í eyði
Engan hef ég fundið í Víðaseli þetta ár, hefur þá lílega verið í eyði. Ekki er Víðasels heldur getið í manntalsþingbókinni 1886.
1886 - 1888: Sigurður Jónsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir
Sigurður og Sigurbjörg koma frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1886 („húsmaður, kona hs,“) [Kb. Ein.]. Þau flytja 1888 frá Víðaseli að Helluvaði ásamt dóttur sinni [Kb. Ein.]. Sigurður er á skrá yfir búlausa í Víðaseli í manntalsbók þinggjalda 1887 og 1888.
Sigurður var fæddur 15. mars 1844 og voru foreldrar hans Jón Magnússon b. í Hörgsdal og s. k. hans Guðbjörg Sigurðardóttir [Kb. Mýv.]. Ekki er hans getið í Hörgsdal við manntalið 1845, en þar er hann með foreldrum og systkinum 1850 „ , 6, Ó, barn hjónanna,“. Hann er þar einnig á manntali 1860 „ , 17, Ó, barn hjóna,“.
Sigurður fer 1865 „ , 22, vmðr,“ frá Stórutjörnum að Sigluvík (Sigurveig húsfreyja þar var hálfsystir hans) [Kb. Svalb. (Glæs.)], en [Kb. Hálss.] segir hann fara 1866 frá Stórutjörnum „inn á Strönd“. (Gæti verið sá sami Sigurður Jónsson, sem kemur 1864 „ , 21, vm, að Stórutjörnum frá Halldórst“ [Kb. Hálsþ.]). Þar kvænist hann, þá vinnumaður á Geldingsá, 1. okt. 1868 Sigurbjörgu Stefánsdóttur „vinnukona á Geldingsá 33 ára“ [Kb. Svalb. (Glæs.)].
Aðalbjörg Sigvaldadóttir
Sigurbjörg Stefánsdóttir
Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835 [Kb. Hálss.], dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem er þar „ógift hjú“. Hún kemur 1844 „ , 9, tökubarn,“ frá „Stórutj.“ að Fossseli, en fer árið eftir að Hjalla, þar sem hún er á manntali þ. á. „ , 12, Ó, systir bóndans,“ Árna Stefánssonar. Fermd 1849 á Einarsstöðum „frá Máskoti óekta“, en flytur s. á. frá Hjalla að Kálfborgará, þar sem hún er á manntali hjá Jóni og Herborgu 1850 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún flytur 1857 „ , 23, vinnukona“ frá Holti að Kálfaströnd [Kb. Mýv.], þar sem hún eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu (sjá síðar) með Guðna Jónssyni. Þær mæðgur eru á manntali í Syðri Neslöndum 1860, en flytja þaðan 1861 að „Jallstaðaseli“ [Kb. Skút.], árið eftir að Heiðarseli og 1863 að Arndísarstöðum. Árið 1868 flytja þær frá VestariKrókum að Geldingsá og þar eru þau Sigurður og Sigurbjörg vinnuhjú, þegar þau eru gefin saman í Svalbarðskirkju 1. okt. 1868 [Kb. Svalb. (Glæs.)] eins og áður segir.
Þau Sigurður og Sigurbjörg eignast dótturina Jónínu Ingbjörgu hinn 4. maí 1869 , þá enn vinnuhjú á Geldingsá [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Flytja ásamt henni 1871 frá „Sigluvík að Sveinströnd“ [Kb. Mýv.], en Guðrún Sigurlaug fer þá „12, niðurseta“ að Helluvaði. Sigurður og Sigurbjörg eru á Skútustöðum við fæðingu Stefáns 10. okt. 1873. Jónína Ingibjörg deyr 14. mars 1875 „ , barn á Bjarnastöðum, 6, úr barnaveiki“ [Kb. Mýv.]. Þau eru „vinnuhjú í Reykjahlíð“ við fæðingu Guðbjargar 9. mars 1876, á manntali á Sveinsströnd 1880 og flytja þaðan í Brettingsstaði 1884 („40, húsm“, „49, hs kona“) með tveim börnum [Kb. Mýv.].
Eftir Víðaselsdvölina fara þau 1889 frá Helluvaði að Litlulaugum ásamt Guðbjörgu, fara þaðan 1890 að Brettingsstöðum og eru þar á manntali þ. á., í vinnumennsku. Þau fara 1893 frá Brettingsstöðum að Máskoti [Kb. Ein.] og eru í árslok 1894 á fólkstali í Skógarseli [Sál. Helg.], og þaðan fer Sigurbjörg 1895 „ , 60, húsk,“ að Fremstafelli [Kb. Ein.].
Sigurður er vinnumaður á Litlulaugum við árslok 1895 og í Hólum R. við árslok 1896 [Sál. Helg.]. Fer 1897 „ , 53, vim, frá Hólum að Landamótsseli“ [Kb. Ein.] ([Kb. Þór.] segir þó „Að Landamótsseli frá Brettingsstöð“).
Sigurður og Sigurbjörg fara bæði 1898 frá Landamótsseli að Brettingsstöðum [Kb. Þór.]. Þaðan fer Sigurður 1901 að Fremstafelli [Kb. Þverárs.], þar sem hann er á manntali um haustið „hjú“, en Sigurbjörg fer að Helluvaði 1901 [Kb. Þverárs.], [Kb. Mýv.] og er þar á manntali um haustið „ , lausakona, 67“. Hún fer þaðan 1902 að Mýrarkoti [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.]. Líklega deyr Sigurður 4. jan. 1906 „Lausamaður frá Hriflu, Dó í Máskoti á ferð úr lungnabólgu. En var jarðsungin í R.hlíð af sóknarprestinum á Helgastöðum“ [Kb. Ein.]. Á fólkstali í Hriflu við árslok 1905 er „Sigurður Jónsson, 65,“ [Sál. Þór.]. Aldurinn stendur ekki heima. Ekki er Sigurð að finna meðal burtvikinna eða dáinna í [Kb. Þór.] um þetta leyti.
Sigurbjörg fer 1908 „ , Ekkja, 75, frá Héðinsvík að Barnafelli í Kinn“ [Kb. Hús.]. Er 1910 á manntali á Þóroddstað, þar sem Guðrún dóttir hennar og Sigfús eru þá. Hún kemur 1915 „ , 81, Hjeðinsvík að Kálfastr“ [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg dó 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.] hjá dótturdóttur sinni og nöfnu.
Haft var eftir Sigurbjörgu, þegar hún leit öldruð yfir æviveginn: „Fallegur maður var Guðni, það veit Guð.“ [Munnl. heim.]. Sigurbjörg hafði viðurnefnið „mæða“.
Stefán Sigurðsson kemur með foreldrum frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1886 „13, börn þra“ og fer þaðan aftur að Brettingsstöðum 1888 [Kb. Ein.]. Stefán var fæddur 1. okt. 1873, voru foreldrar hans þá „ , hjón á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum og systur á manntali á Sveinsströnd 1880 og fer með þeim þaðan 1884 að Brettingsstöðum. Þegar foreldrar Stefáns fara úr Víðaseli að Helluvaði 1888, fer hann að Brettingsstöðum með Sigfúsi og Guðrúnu hálfsystur sinni og er þar á manntali 1890 „ , 17, Ó, vinnumaður,“. Þar er þá einnig á manntali Guðrún Erlendsdóttir „ , 12, Ó, dóttir þeirra,“ hjónanna Erlends og Sigríðar. Stefán fer 1894 „ , 20, vinnum., frá Brettingsst. í Fremstafell“ [Kb. Þverárs.]. Stefán og Guðrún voru gefin saman 9. júní 1899 [Kb. Ein.]. og eignuðust þau dótturina Sigríði á Brettingsstöðum 6. ágúst 1900 [Laxd. bls. 99]. Stefán drukknaði í Laxá 28. apríl 1901 og með honum Guðjón Sigurgeirsson; er frá því greint í [Laxd. bls. 210]. Þar segir einnig, að Stefán hafi verið jarðsettur frá Þverá 13. maí 1901, svo er einnig sagt í [Kb. Grenj.] og [Kb. Þverárs.]. Í [Kb. Mýv.] sýnast báðir hinir drukknuðu hafa verið jarðsettir í Reykjahlíð s. d. „ , Drukknuðu sd. 1. í sumri af byttu í Laxá [ .. ]. Jarðsungnir í Rhlíð í viðurv. mesta mannfjölda“ [Kb. Mýv].
Guðbjörg Sigurðardóttir kemur með foreldrum frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1886 „10, börn þra“ og fer með þeim að Helluvaði 1888 [Kb. Ein.]. Guðbjörg var fædd 9. mars 1876 í Reykjahlíð þar sem foreldrar hennar voru vinnuhjú [Kb. Mýv.]. Hún er með þeim á manntali á Sveinsströnd 1880 og fer með þeim þaðan að Brettingsstöðum 1884. Eins og áður segir, fer Guðbjörg með foreldrum frá Víðaseli að Helluvaði 1888 og með þeim að Litlulaugum 1889. Hún fer þaðan 1890 „ , 14, dóttir þra,“ [Kb. Ein.] að Haganesi, þar sem hún er á manntali þ. á. Hún fer 1893 „ , vinnuk., 17,“ frá Geirastöðum í Skógarsel [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og er þar í fólkstali í árslok [Sál. Helg.], en er 1894 í Víðum og 1895 á Narfastöðum, á báðum stöðum „v. k.“ Guðbjörg eignaðist dótturina Láru (skírð Laura) með Pétri Péturssyni 4. jan. 1897 [Kb. Þór.], [ÆÞ. I, bls. 295], þá „húskona í Holtakoti“. [Kb. Þór.] (hefur líklega fengið húsaskjól hjá Guðrúnu Sigurlaugu hálfsystur sinni til að fæða barnið, sjá hjá Sigfúsi) og er meðal innkominna í Þóroddsstaðarprk. 1897 „Að Landamótsseli úr Reykjadalshr.“ [Kb. Þór.] ásamt föður sínum, sem kemur frá Hólum í R. eða Brettingsstöðum. Fer með dóttur sína ásamt foreldrum 1898 „Frá Landamótsseli að Brettingsstöðum“ [Kb. Þór.]. Þegar Stefán bróðir Guðbjargar drukknar 1901 (sjá hér næst á undan), fer hún ásamt Láru að Baldursheimi [Kb. Mýv.] og er þar með henni á manntali þ. á. Fer þaðan 1902 að Máná [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.], þar sem hún giftist 4. nóv. 1902 „lausakona á Máná, 26 ára“ Þórði Egilssyni (Þórður Vilhelm, sjá mt. 1910), sem þá er „lausamaður á Máná 39 ára“ [Kb. Hús.]. Guðbjörg og Þórður eru í Mýrarkoti 1903, á Héðinshöfða 1905 og 1907, í Héðinsvík 1909 við fæðingu barna [Kb. Hús.], og á manntali þar 1910 ásamt tveim dætrum og Láru. Þar eru þau einnig 1912 og 1917 við fæðingu barna [Kb. Hús.] og þar á manntali 1920 ásamt Laufeyju dóttur sinni.
Stefán Sigurðsson
Guðbjörg Sigurðardóttir
Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir, dóttir Sigurbjargar húsfreyju, kemur 1886 að Víðaseli, hún eignast þar son í desember. (Hennar er ekki getið meðal innkominna frá Brettingsstöðum með Sigfúsi manni hennar og móður hennar og fjölskyldu.) Hún fer með Sigfúsi manni sínum, sjá hér næst á eftir, frá Víðaseli að Brettingsstöðum 1888 „28, kona hs“ [Kb. Ein.]. Guðrún Sigurlaug var fædd 5. maí 1859 á Kálfaströnd, dóttir Sigurbjargar og Guðna Jónssonar frá Víðum sem þá voru þar ógift vinnuhjú. Guðrún er á hrakningi með móður sinni á ýmsum stöðum, sjá hjá henni. Hún kemur 1871 „ , 12, niðurseta, Sigluvík að Helluvaði“ og þaðan er hún fermd 1873 „sæmilega að sér og skikkanleg“ [Kb. Mýv.]. Fer 1879 (með Meth. Magn.) að Einarsstöðum „ , 21, vkona,“ og er þar á manntali 1880. Guðrún kemur 1886 „ , 26, vk., frá Reykjad að Brettingsst.“ [Kb. Grenj.]. Ekki er getið búferlaflutninga hennar í Víðasel í [Kb. Ein.] og í [Kb. Þverárs.] er ekki skrá um innkomna né burtvikna þennan ártug. En hún giftist 16. okt. 1886 Sigfúsi Þórarinssyni, þá sögð „ , vkona samast.“ (þ. e. á Brettingsstöðum) [Kb. Grenj.], sjá hjá Sigfúsi hér næst á eftir. Guðrún Sigurlaug deyr 28. nóv. 1951 „ekkja Skútustöðum, 92,“ [Kb. Mýv.].
Sigfús Þórarinsson, tengdasonur Sigurbjargar húsfreyju, kemur 1886 „ , 22 húsmaður, frá Flatey að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Í [Kb. Þöngl.] segir að hann fari það ár „frá Niðribæ í Brettingsst: í Þverársókn“ og í [Kb. Grenj.] er hann sagður koma 1886 „ , 22, vmðr frá Svalbarðsstr. að Brettingsst.“ Hann fer frá Víðaseli 1888 ásamt konu sinni og syni að Brettingsstöðum „ , 23, húsmaður“ [Kb. Ein.]. Sigfús var fæddur 15. ágúst 1864 og voru foreldrar hans Þórarinn Jónsson og Sigurveig Jónsdóttir (Magnússonar í Hörgsdal) „búandi hjón í Sigluvík“ [Kb. Glæs.]. Faðir hans drukknaði í júní 1875 „ , 44 ára, bóndi frá Litlusigluvík. Drukknuðu af hákarlaskipinu „Helluhafrenning“.“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Sigfús fer 1879 „smali, 15, frá Litlusigluvík að Hóli í Fjörðum“ og þaðan 1880 „16, vinnupiltur frá Hóli að Ytri-Grenivík í Grímsey“ [Kb. Þöngl.], þar sem hann er á manntali 1880. Fer þaðan 1881 vinnumaður að Neðribæ í Flatey, þaðan sem hann fer „22, vinnumaður“ að Brettingsstöðum (eða Víðaseli), sjá hér ofar. Eins og áður segir, kvænist hann Guðrúnu Sigurlaugu 16. okt. 1886, þá „vmðr á Brettingsst., 22 ára“ [Kb. Grenj.]. Eftir flutning úr Víðaseli að Brettingsstöðum 1888 fara þau þaðan að Sigluvíkurkoti 1889 og eru þau þar (Sigluvíkurkot, þurrabúð) á manntali 1890. Fara 1891 frá Sigluvík í Ljótsstaði [Kb. Þverárs.] og 1892 í Skógarsel, talinn bóndi þar við árslok 1894 [Sál. Helg.] á 2. búi. Fara þaðan 1895 aðHalldórsstöðum í Bárðardal, koma („bóndi“) 1897 frá Holtakoti aftur að Skógarseli [Kb. Þór.], en fara þaðan aftur 1898 að Hléskógum, koma 1901 í þriðja sinn að Skógarseli frá Þverá í Þönglabakkasókn. Þau eru á manntali í Skógarseli 1901 (Sigfús „húsmaður“) og á fólkstali þar við árslok 1902; eru við árslok 1903 í Glaumbæjarseli [Sál. Helg.], þaðan sem þau flytja að Barnafelli 1904 [Kb. Ein.]. Sigfús og Guðrún eru á Þóroddstað við manntalið 1910, hann hjú, hún húskona. Þau flytja frá Rauðá í Breiðumýri 1914 (Sigfús „vmaður, 50,“) [Kb. Grenj.], þar sem Sigfús annast búskap læknis, en flytja 1918 að Höfða í Mývatnssveit til dóttur sinnar og tengdasonar og eru þar á manntali 1920, hjú. Árið 1930 flytur Bárður frá Höfða með konu og 6 börnum að Krossanesi við Eyjafjörð, en Sigfús og Guðrún fara með þeim þangað frá Skútustöðum [Kb. Mýv.]. Þau koma þó fljótlega aftur að Eyjardalsá í Bárðardal, þar sem Sigfús deyr 12. nóv. 1932 „Húsm. á Eyjardalsá í Bárðardal, 68, Krabbamein“ [Kb. Mýv.]. Guðrún kemur 1933 „húsk., 74,“ frá Eyjardalsá í Skútustaði, þar sem hún deyr 28. nóv. 1951 „ekkja Skútustöðum, 92,“ [Kb. Mýv.].
Sigfús var fatlaður (hafði klumbufót) og var kallaður „Fúsi bægifótur“. [Munnl. heim.]
Karl Valdemar Sigfússon, dótturson Sigurbjargar húsfreyju, sonur Sigfúsar og Guðrúnar hér næst á undan, f. 9. des. 1886 í Víðaseli. Fer þaðan með foreldrum sínum 1888 að Brettingsstöðum [Kb. Ein.]. Karl kemur með foreldrum sínum frá Ljótsstöðum að Skógarseli 1892 [Kb. Ein.] og fer með þeim þaðan að Halldórsstöðum í Bárðardal 1895. Hann er ekki með foreldrum sínum þegar þau eru síðar í Skógarseli. Fer 1898 „ , tökud., 12, frá Ljósavatni að Hléskógum“ [Kb. Þór.], en það ár flytja foreldrar hans þangað frá Skógarseli [Kb. Ein.]. Hann er á Geldingsá við manntalið 1901 „smali, 14“ þangað sem hann kemur þ. á. úr Þönglabakkasókn, þegar foreldrar hans fara í þriðja sinn í Skógarsel. Vinnumaður á Landamóti við manntalið 1910. Fer 1917 „ , smiður, 31,“ frá Rauðá í Bárðardal að Höfða [Kb. Mýv.]. Er á manntali í Aðalstræti 18 á Akureyri 1930 með konu og þrem börnum.
Karl var þekktur rokkasmiður. Faðir Þráins Karlssonar leikara.
1888 - 1889: Kristján H. Þorsteinsson og Arnfríður
Björnsdóttir
Kristján er á skrá yfir gjaldendur á manntalsþingi 16. maí 1889 fyrir Víðasel, á skrá yfir búlausa eins og venja var um Víðaselsmenn.
Nokkra tortryggni mína vakti, að Kristján og Arnfríður eignast dótturina Elínu 12. febr. 1889; er þá samviskusamlega bókað að foreldrar hennar séu „hjón í húsmennsku á Narfastöðm“ [Kb. Ein.]. Hreiðar Karlsson sagði mér símleiðis 28. ágúst 2005 - eftir dagbókum Narfastaðabænda - að þau komi að Narfastöðum 20. jan. 1889 með eitt barn og daginn eftir er komið með 29 kindur úr Víðaseli í Narfastaði. 25. júní 1889 fara þau alfarin frá Narfastöðum í Litlulauga. Við árslok 1889 eru þau hjón með tveim börnum sínum á Litlulaugum, þar sem Kristján er „bóndi, 30,“ [Sál Helg.].
Kristján Hólmsteinn var fæddur 28. okt. 1860 á Öxará, sonur Þorsteins Arasonar og Guðrúnar Jónsdóttur [ÆÞ. II, bls. 172 og 175]. Hann var fatlaður, haltur af berklum í fæti. Albróðir Hólmgeirs í Vallakoti og Steingríms á Daðastöðum sem fór til Vesturheims. Kristján er á manntali á Skútustöðum 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“.
Arnfríður var fædd 15. júlí 1861 í Presthvammi, dóttir Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Hún er á manntali á Arnarvatni 1880 „ , 19, Ó, vinnukona“.
Kristján og Arnfríður voru gefin saman 25. okt. 1884, þá bæði í vinnumennsku á Arnarvatni [Kb. Mýv.]. Þau eru í Haganesi við fæðingu Hólmsteins í apríl 1886, en flytja það ár að Daðastöðum [Kb. Ein.], en þar bjó þá Steingrímur bróðir Kristjáns. Þau Kristján og Arnfríður bjuggu á Litlulaugum og í
Kar Valdemar Sigfússon
Grjótárgerði, en voru lengstum í húsmennsku, m. a. í Heiðarseli. Kristján dó á Gautlöndum 2. júní 1921 en Arnfríður í Álftagerði 24. ágúst 1936. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. II, bls. 172-178].
Sonur Kristjáns og Arnfríðar, líklega með þeim í Víðaseli 1888-1889, sbr. dagb. Narfastaðabænda, sjá hér nokkru ofar.
Hólmsteinn Kristjánsson var fæddur 28. apríl 1886 í Haganesi, þar sem foreldrar hans eru þá „ , gift hjú“ [Kb. Mýv.]. Dó 22. apríl 1920, lausamaður á Gautlöndum [ÆÞ. II, bls. 176], [Kb. Mýv.].
Bóthildur Jónsdóttir, móðir húsfreyju, deyr þar 9. okt.P 1888 „(kona), ekkja frá Víðaseli, 70 ára“ [Kb. Mýv.]. Bóthildur var fædd 10. okt. 1818 á Hofstöðum, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Maríu Sigurðardóttur [ÆÞ. VII, bls. 309]. Hún er með foreldrum og sjö systkinum á manntali á Arnarvatni 1835, en 1840 er hún „ , 23, Ó, vinnukona ,“ á Grænavatni. Hún er vinnukona á Draflastöðum 1841-1843, en kemur þá aftur að Arnarvatni og er þar á manntali 1845 „ , 28, Ó, þeirra barn“ ásamt Sigurgeir „ , 1, Ó, hennar son,“. Bóthildur giftist Birni Björnssyni 24. sept. 1847, þá bæði í Hólum í Laxárdal, og segir í athugasemd: „Þessar persónur hafa áður átt barn saman“ [Kb. Grenj.]. Þau flytja þaðan 1848 ásamt Sigurgeir syni þeirra að Geitafelli [Kb. Grenj.] og eru þar vinnuhjú á manntali 1850. Flytja þaðan þ. á. að Geirastöðum („vinnumaður“, „kona hs“) [Kb. Mýv.]. Þau eru í húsmennsku á Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1851-1852, sjá þar, en flytja þá að Presthvammi. Björn og Bóthildur búa í Presthvammi 1852-1862 og eru þar á manntali 1855 og 1860. Virðist heimilið að mestu leyst upp vegna fátæktar 1862, en þó munu þau hjón hafa átt þar heima þar til Björn andaðist 2. ágúst 1864. Hún fer 1866 „ , 49, ekkja frá Holtakoti að Geirastöðum“ ásamt börnum sínum Kristjáni og Arnfríði [Kb. Grenj.]. Hún er á manntali á Arnarvatni 1880 „ , 63, E, húskona,“. Ekki er andláts hennar getið í [Kb. Ein.]. Sjá um Bóthildi í [ÆÞ. VIII, bls. 147] og [ÆÞ. VII, bls. 309-332] um afkomendur.
1889 - 1897: Í eyði
Enginn er í Víðaseli í fókstali 1889-1896, verður að ætla að það hafi öll árin verið í eyði.
1897 - 1915: Baldvin Jónatansson og Anna Friðrika Eiríksdóttir
Baldvin og Anna koma 1897 („húsm,“, „kona hs“) frá Syðri-Skál í Víðasel [Kb. Þór.] (í [Kb. Ein.] er Baldvin sagður bóndi). Anna deyr í Víðaseli 7. mars 1915 og flytur þá Baldvin til Húsavíkur [Kb. Grenj.].
Baldvin Jónatansson
Baldvin var fæddur 30. sept. 1860 og voru foreldrar hans Jónatan Eiríksson og Guðrún Stefánsdóttir „hjón á Bergstöðum“ [Kb. Múl.]. Hann er þar á manntali um haustið ásamt foreldrum og 8 eldri systkinum. Fer 1862 „2, hreppsbarn, Bergstöðum að Vaði“ [Kb. Helg.], [Kb. Múl.] (þá fara foreldrar hans að Lásgerði með eitt barn [Kb. Múl.]) og 1864 „á hrepp að Hólum frá Vaði“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg.]. Baldvin er fermdur á hvítasunnudag 16. maí 1875, á þá heima í Glaumbæ [Kb. Ein.]. Við manntalið 1880 er hann á Þóroddstað „ , 19, Ó, vinnumaður,“.
Baldvin kemur 1882 „ , 24., v. m., frá Birningsst. í Laxárdal að Skógum“ [Kb. Hálss.], þar sem hann kynnist konuefni sínu. Fer 1883 „frá Skógum að Hamri í Laxárdal“ [Kb. Hálss.], [Kb. Grenj.].
Anna var fædd 7. febr. 1838 á Syðra-Hóli í Kaupangssókn og voru foreldrar hennar Eiríkur Pétursson og Sigríður Tómasdóttir, sem þá búa þar [Kb. Kaup.]. Anna er með þeim þar á manntali 1840 ásamt tveim eldri systkinum. Eiríkur deyr 17. ágúst 1841 [Kb. Kaup.] og við manntalið 1845 er Anna á Ytritjörnum „ , 8, Ó, tökubarn,“ ásamt eldri bróður sínum og móður, sem þar er „ , 48, E, vinnukona,“. Anna kemur 1849 „ , 11, léttastúlka“ frá Kolgrímastöðum að Borgarhóli [Kb. Munk.] og er á manntali 1850 á Munkaþverá, 3. heimili „ , 12, Ó, léttastúlka“ (Borgarhóll finnst þá ekki á manntali, hefur líkl. verið hjál. Munk.). Hún er á Ytri Tjörnum við fermingu 1852 hjá Kristjáni bróður sínum, fer þaðan 1854 að Tjörnum í Hólasókn, þar sem hún er á manntali 1855 „ , 18, Ó, vinnukona,“.
Anna fer 1859 frá Jórunnarstöðum að Ytritjörnum og 1860 að Bringu, þar sem hún er á manntali 1860. Hún kemur 1865 frá Öxnafelli að Syðritjörnum og þaðan 1866 að Syðrivarðgjá [Kb. Munk.]. Fer 1869 „ , 31, vinnukona, frá Litlaeyrarlandi að Grund í Ef.“ [Kb. Kaup.]. Fer 1874 frá Grund að Möðrufelli (sem er í Grundars.!), en kemur 1877 „ , 40, vinnukona,“ frá Hraungerði (í Grundarsókn) að Samkomugerði [Kb. Mikl.], þar sem hún er á manntali 1880.
Árið 1881 fer Anna frá Samkomugerði að Birningsstöðum [Kb. Mikl.], [Kb. Hálss.] og 1883 frá Skógum að Haganesi [Kb. Mýv.], [Kb. Hálss.].
Baldvin og Anna Friðrika voru gefin saman 16. des. 1883 [Kb. Mýv.], á Baldvin þá heima á „Hamri í Laxárdal 23.“ en Anna Friðrika er „vikona í Haganesi. 43.“ Baldvin fer 1884 „frá Hamri að Varðgjá“ [Kb. Grenj.], en Anna Friðrika fer s. á. „Úr Haganesi í Eyjafiorð“ [Kb. Mýv.]. Þau koma bæði inn í Kaupangssókn þ. á., að „Vargá ytri“ („húsm.“, „kona hans“), en fara 1886 „hjón“ frá „Ytri Varðgjá að Vallnakoti í Fnjóskadal“(svo). Ekki finnst þeirra þó getið í [Kb. Hálss.] um þessar mundir, en þau eru meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1886 „Frá Varðgjá að Hömrum“. Í manntalsþingbók 1888 er Baldvin sagður bóndi í Glaumbæjarseli á móti Jóni Björnssyni. Þau fara þ. á. „Frá Glaumbæjarseli að Hamri í Þverársókn“ [Kb. Ein.], en þeirra finnst hvergi getið í [Kb. Grenj.] eða [Kb. Þverárs.] þetta ár. Með þeim er sögð fara Baldvina Anna Hallgrímsdóttir „ , 1, fósturb. þra,“ [Kb. Ein.], virðist hún falla af himnum ofan, því ekki er hennar getið meðal fæddra eða innkominna í sóknina. Hún er hins vegar sögð koma það ár með foreldrum, Hallgrími Bjarnarsyni og Stefaníu Jónatansdóttur „ , þeirra barn, 2, Frá Göngustaðakoti í Urðasókn að Svalbarði“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. En Stefanía var systir Baldvins. Þau Hallgrímur og Stefanía fara 1890 frá Svalbarði að Laufási og eru þar á manntali þ. á. ásamt Önnu Baldviníu „ , 4, Ó, tökubarn,“ sem þá heitir svo í manntalinu.
Baldvin og Anna Friðrika eru sögð koma inn í Þóroddstaðarprk. 1890, hann „vm. 29“ hún „kona, 50“, bæði að Úlfsbæ, en ekki er getið hvaðan. Þar er Anna Friðrika á manntali þ. á. „ , 50, G, vinnukona,“ og Baldvin á viðaukaskýrslu B „ , 29, G, [ .. ], í Hrísey við fiskróðra“ og er hans einnig getið meðal vermanna í Stærra-Árskógssókn í viðaukaskýrslu A, í Syðstabæ.
Baldvin og Anna fara 1892 „hjón frá Arndísarstöðum að Stafnsholti“ [Kb. Þór.] og eru þar á fólkstali við árslok þ. á., er Baldvin þar „húsm, 31“ [Sál. Helg.]. Þau fara þaðan 1893 að Holtakoti [Kb. Ein.], [Kb. Þór.], fylgir þeim þá Baldvina Anna „ , tökub., 6, frá sama að sama“ skv. [Kb. Þór.]. Þau hjón fara, eins og áður segir 1897 frá Syðriskál í Víðasel, en þá fer „Baldvina A. Hallgrímsd., tökubarn, Frá sama inn á Svalbarðsströnd“ [Kb. Þór.].
Baldvin og Anna eru á manntali í Víðaseli 1901 og 1910. Þau eru einnig á fólkstali 1897-1910. 1897 og 1900-1910 er Baldvin sagður „bóndi“ en 1898 og 1899 „skáld“ [Sál. Helg.]. Er svo einnig skráð 1915 („skáld, 54“), þegar Baldvin fer „Frá Víðaseli á Húsavík“ [Kb. Grenj.], hygg ég það ekki algengt starfsheiti í opinberum skrám á þeim tíma.
Eins og fyr getur, deyr Anna Friðrika 7. mars 1915 „ , gipt kona frá Víðaseli, 76, Ellilasleiki?“ [Kb. Grenj.] og er vandséð, hvaða merkingu eigi að leggja í spurningarmerkið.
Baldvin kvæntist að nýju Elenóru Ágústu Símonardóttur og er hann með henni og börnum þeirra á manntali í Auðbrekku á Húsavík 1920 og 1930.
Árni og Sigríður koma frá Brettingsstöðum að Víðaseli 1915. Þau fara að Stafnsholti 1924, koma þaðan aftur 1925, en fara þangað að nýju frá Víðaseli 1927 [Ávf.].
[Ávf.] er ekki alveg sjálfri sér samkvæm í þessu efni. Á bls. 115 segir að þau hafi flutt 1923 að Stafnsholti. Þetta verður að draga í efa með hlíðsjón af eftirfarandi: Sigurjón fer frá Víðaseli til Húsavíkur 1924 og Guðný deyr í Stafnsholti 25. okt. þ. á. Þá segir á bls. 118, að dvöl þeirra í Stafnsholti hafi þá ekki verið nema eitt ár.
Árni var fæddur 20. mars 1891 og voru foreldrar hans Jakob Guðmundsson og Guðný Jónsdóttir „ , ógipt vinnuhjú á Arnarvatni.“ [Kb. Mýv.]. Árni er með foreldrum sínum 1901 á manntali á Hofstöðum og með móður sinni í Vindbelg 1910. Hann kemur 1914 „ , húsm, 23, frá Vindbelg að Brettingsstöðum“ [Kb. Grenj.].
Sigríður Kristín var fædd 13. nóv. 1872 og voru foreldrar hennar Sigurgeir Jónsson og Sigurborg Jónsdóttir „ , hjón í húsmennsku í Márskoti“ [Kb. Ein.], í aths. er sagt að hún var skírð á Skútustöðum. Sigríður er á manntali í Víðum 1880, 1890, 1901 og 1910.
Árni Jakobsson
Árni og Sigríður voru gefin saman 4. júlí 1914 í Þverárkirkju, hann „húsmaður Brettingsstöðum“ hún „bústýra hans“ [Kb. Grenj.]. Þau flytja 1915 frá Brettingsstöðum að Víðaseli. Þau eru í Stafnsholti 1927-1930, á Brettingsstöðum 1930-1932, en flytja þá í Reykjadal, fyrst í Þinghúsið en þá á býlið Grund, sem reist var fyrir þau við brekkuna ofan við Einarsstaði. Fluttu 1937 til Húsavíkur. Þar dó Sigríður 11. sept. 1955 og Árni 24. mars 1960 [Ávf. bls. 145].
Árni veiktist af lömunarveiki um áramótin 1914-15 og var farlama upp frá því. Æviferli hans og þeirra hjóna er lýst í sjálfsævisögunni [Ávf.]. Sjá einnig um Árna í [ÆÞ. V, bls. 244] og Sigríði Kristínu í [Laxd. bls. 92].
Skyldulið Árna og Sigríðar í Víðaseli 1915-1927:
Jakob Guðmundsson, faðir Árna, kemur 1915 „ , f. bónda, 57? Úr Fjöllum í Kelduhv. að Víðaseli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 „faðir húsbónda, vinnumaður, Ó,“ Fer með þeim að Stafnsholti 1927 [Ávf.]. Jakob var fæddur 9. júní 1858 og voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir (Brúnagerðisætt) „hjón búandi á Ytrafjalli“ [Kb. Múl.], en þau bjuggu um hríð í Vallakoti. Jakob fer 1872 með Árna föðurbróður sínum og fjölskyldu „ , 13, ættingi bónda“ frá Litlulaugum að Stöng [Kb. Ein.]. Hann kemur 1874 „ , 16, léttadr, úr Mývatnssveit að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer þaðan árið eftir með Guðna bróður sínum og fjölskyldu „ , 16, léttadr.“ frá „Laugas. til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. ([Kb. Grenj.] segir þó að hann komi 1874 „ , 16, ljettapiltur, frá Laugaseli að Birnustöðum“). Jakob er á manntali í Reykjahlíð 1880 „ , 21, Ó, vinnumaður,“ Hans er getið meðal innkominna í Mývatnsþing 1883 „ , 25, vimaðr, frá Eyjafirði í Grímsstaði“, þó í sviga. Hann er á manntali 1890 á Arnarvatni „ , 32, Ó, vinnumaður,“ þar sem Guðný barnsmóðir hans er þá einnig vinnukona, sjá hér neðar. Jakob er á manntali á Hofsstöðum 1901 ásamt barnsmóður sinni og syni. Fer 1910 „ , vm, 52, Grímsstöðum - Árnanes“ [Kb. Mýv.] og er á manntali 1910 á Ytri-Bakka, hjú. Hann er á manntali á Brettingsstöðum 1930 „faðir húsbónda“. Jakob var síðast hjá Árna syni sínum á býlinu Grund (Einarsstaðagrund), sem byggt var úr gömlu baðstofunni á Einarsstöðum. Þar dó hann 8. des. 1932, sjá [ÆÞ. V, bls. 244]. Um hann er einnig fjallað í [Ávf.].
Sigurður Jónsson á Einarsstöðum, f. 1920, d. 2003, var kunnugur Jakob sem nágranna, fór vel á með þeim. Sigurður er staddur inni, var fátt manna þar, þó einhver eldri bræðra hans, líklega Haraldur. Sigurður þykist heyra gengið um, fer fram og kemur að vörmu spori aftur. Spyr bróðir hans, hvort einhvar hafi þar verið. Sigurður svarar: já, það var Jakob að ná í húfuna sína. En Jakob var þá látinn og stóð lík hans uppi í kirkjunni, hafði farist fyrir að segja Sigurði frá láti Jakobs [Frásögn Sigurðar um 2002].
Guðný Jónsdóttir, móðir Árna, fer með honum að Víðaseli 1915 [Ávf., bls. 72] og er þar á manntali 1920 „móðir húsbónda, hjá syni sínum, Ó,“. Hún fer þaðan með syni sínum og tengdadóttur að Stafnsholti 1923 [Ávf., bls. 115] (líklega er 1924 réttara, sjá áður). Guðný var fædd 6. júlí 1844 á Hofstöðum, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1845 og 1860, en við manntalið 1890 er hún á Arnarvatni „ , 46, Ó, vinnukona,“ (á búi Meth. Magn.), þar sem Jakob er þá einnig, sjá hér ofar. Guðný er á manntali á Hofstöðum 1901 ásamt Jakob og Árna syni þeirra, en 1910 í Vindbelg ásamt Árna. Sjá nánar um hana í [Ávf.]. Guðný deyr 25. okt. 1924, „ , ógipt frá Stafnsholti, 80 ár, Hjartasjúkdómur“ [Kb. Grenj.], hún var systir Jóns Jónssonar í Stafnsholti.
Sigurborg Jónsdóttir, móðir Sigríðar húsfreyju, kemur að Víðaseli 1926[Ávf., bls. 119] og deyr þar 7. ágúst 1926 „ , ekkja frá Víðaseli, tæpra 90, Ellisjúkleiki ef til vill slag, dó í svefni“ [Kb. Grenj.], [Laxd. bls. 91]. Sigurborg var fædd 31. okt. 1836 á Hofstöðum, dóttir Jóns Eiríkssonar og f. k. h. Sigríðar Þorsteinsdóttur [Laxd. bls. 91], [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali þar 1840 og 1845, 1850 hjá föður sínum og stjúpmóður, og 1855 og 1860 er hún þar vinnukona hjá systur sinni og mági. Sigurborg giftist 11. okt. 1869 Sigurgeir Jónssyni, voru þá bæði í Reykjahlíð [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Víðum 1880, 1890 og 1901, en 1910 og1920 er Sigurborg ekkja þar. Sjá um hana, mann hennar og börn í [Laxd. bls. 91-92], einnig í [Ávf].
Vandalausir í Víðaseli í búskapartíð Árna og Sigríðar 1915-1927:
Sigurjón Hansson (Hansarson) kemur 1919 „ , v. p., 15“ frá Húsavík að Víðaseli [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 „ , vinnupiltur, smali, Ó,“. Hann fer 1924 „ , vinnum., 19, Frá Víðaseli að Húsavík“ [Kb. Grenj.]. Kemur aftur 1925 „ , vinnum, 21, frá Húsavík að Víðaseli“ [Kb. Grenj.]. Fer með Árna og Sigríði að Stafnsholti 1927. Sigurjón var fæddur 4. mars 1904 og voru foreldrar hans „Hans Stefánsson og Stefanía Friðbjarnardóttir hjón í Mói á Húsavík“ [Kb. Hús.]. Hann er fermdur á Húsavík 26. maí 1918 [Kb. Hús.]. Sigurjón kemur aftur 1929 „ , vinnum, 24, frá Stafnsholti til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1930 með móður sinni á Þorvaldsstöðum. Sjá nánar um dvöl Sigurjóns í Víðaseli og Stafnsholti í [Ávf.].
1. yfirferð lokið haustið 2005.
Endurskoðað 3. nóv. 2005.
Enn breytt í mars 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 28. jan. 2008. R. Á.
Sigurborg Jónsdóttir
Búendur í Víðaseli
Í Víðaseli eru húsbændur yfirleitt ekki taldir meðal bænda í manntalsbók þinggjalda (til 1899), heldur meðal búlausra eða hús- og vinnumanna.
og
1866 - 1874: Jón Einarsson
1868 - 1869: Jónatan Eiríksson og Guðbjörg Eiríksdóttir 1871 - 1872: Friðfinnur Þorkelsson og Þuríður Jónasdóttir
1872 - 1873: Jóhann Jóhannsson og Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
1874 - 1880: Pétur Guðmundsson og Aðalbjörg Árnadóttir
1883 - 1885: Sigvaldi Kristjánsson og Ingibjörg Sveinsdóttir
1885 - 1886: Í eyði
1886 - 1888: Sigurður Jónsson og Sigurbjörg Stefánsdóttir
1888 - 1889: Kristján Hólmsteinn Þorsteinsson og Arnfríður Björnsdóttir 1889 - 1897: Í eyði 1897 - 1915: Baldvin Jónatansson og Anna Friðrika Eiríksdóttir
1915 - 1924:
1925 - 1927:
Skammstafanir og skýringar:
[AlmÓTh.]: Almanak ÓlafsThorgeirssonar, Winnipeg.
[Ávf.]: Árni Jakobsson: Á völtum fótum, ævisaga. Ak. 1963.
[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.
[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.
[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.
[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.
[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.
[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.