71 minute read

2.7 Heiðarsel

Next Article
2.15 Stafnsholt

2.15 Stafnsholt

Um 1660: Samkvæmt [Jb.] virðist byrja hér búseta um 1660.

Um 1703: Við manntalið 1703 eiga þessir heima í Arndísarstaðaseli (hjáleiga):

Sveinn Jónsson bóndi, heill 40 ára Guðný Jónsdóttir húsfreyja, heil 44 Ingunn Sveinsdóttir barn, - 14 Þuríður Sveinsdóttir - 4 -

Undir Arndysarstader segir svo í [Jb.]: „Arndysarstada Sel, kallast af sumum Heidar Sel, hjáleiga af jörðunni. Bygt uppá heiðinni á selstæði heimajarðarinnar hjer um fyrir 50 árum, afdeilt einasta að túni og útslægjum, hefur nú í eyði legið. Dýrleikinn viijH, meðan bygðin varaði. ( ... )“ „Enginn brúkar nú þetta kot, nema hvað peningur heimabændanna gengur yfir landið, og tíunda þeir það því með heimajörðunni. Ekki þykir mönnum líklegt að þetta kot muni aftur byggjast fyrir heyskaparleysi og vetrarríki, þar með er túnið ekkert að kalla. Arndysarstada Sel kallast önnur selstaða jarðarinnar framarlega í landinu. ( ... )“

Svo virðist sem Heiðarsel hafi farið í eyði í bólunni. -Nafniðer liklega til komið til að greina það frá selinu í dalnum.

Um 1754: Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson er skráður í Heiðarseli við eins konar manntal 1754. Enginn er skráður í Heiðarseli við manntalið 1762 né 1801.

1811 - 1834 Benedikt Þorgrímsson og Anna Oddsdóttir

Benedikt og Anna eru í Heiðarseli við húsvitjun í mars 1812 ásamt tveim börnum sínum [Sál. Eyj.]. Þau eru á Hvarfi í sálnaregistri í apríl og maí 1810 [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1816, sem gert er eftir húsvitjun í mars 1815 eru þau í Heiðarseli með fjórum börnum og í sálnareg. í apríl 1819 með fjórum (ekki sömu) börnum [Sál. Eyj.]. Þau flytja með tveim sonum sínum að Hóli í Kinn 1834 [Kb. Þór.]. Í manntalsbók þinggjalda er Benedikt skráður gjaldandi fyrir Heiðarsel 1812-1834.

Benedikt var sonur Þorgríms Þorgrímsonar og Halldóru Benediktsdóttur, sem búa á Litluvöllum við manntalið 1801. Er Benedikt þar þá einnig „ , 23, ugivt,“ að hálfu vinnumaður á Mýri.

Anna er sögð 42 ára við húsvitjun í mars 1815. Hana er ekki að finna í nafnaskrá manntalsins 1801 og því erfitt að finna hvaðan hún er upp runnin, þar sem einnig vantar svo mikið í Eyjadalsárbókina frá þessum tíma.

Benedikt er „ , húsbóndi, 39“ í Heiðarseli við manntalið (húsvitjun í mars 1815) 1816. Þau hjón flytja eins og áður segir 1834 að Hóli í Kinn og eru þar á

manntali 1835. Anna deyr 2. apríl 1840 „ , kona á Hóli, 69“ en Benedikt er þar hjá Oddi syni sínum 1840 „ , 67, E, faðir bóndans“. Deyr á Hóli 14. ágúst 1843 [Kb. Þór.].

Börn Benedikts og Önnu í Heiðarseli:

Kristján Benediktsson, f. á Eyjardalsá 23. apríl 1803 [Kb. Eyj.]. Er með foreldrum í Heiðarseli við húsvitjun í mars 1812 og í mars 1815, einnig í apríl 1819. Kristján fer ekki með forerldrum að Hóli 1834. Hann er „ , 44, Ó, niðurseta,“ á Stóruvöllum við manntalið 1845 og í fólkstölu við nýár 1858 í Grjótárgerði er hann „ , 54, niðurseta, fer batnandi (um hegðun), viðunanlega eftir vananum“ (um kunnáttu). Kristján mun hafa verið blindur, var víða komið fyrir. T. d. fer hann 1881 „ , 79, hreppsómagi, frá Heiðarseli að Rauðá“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali á Sigurðarstöðum 1890 „ , 88, Ó, hreppsómagi,“ Kristján andaðist 21. mars 1891 „ , hreppsómagi, 88“ [Kb. Lund.], en ekki er getið hvar.

Sigurður Benediktsson, f. á Eyjardalsá 30. ágúst 1805 [Kb. Eyj.]. Hann er í Heiðarseli með foreldrum í mars 1815 (húsvitjun notuð við manntalið 1816), sagður 10 ára, en ekki 1812 né 1819. Sigurð er ekki að finna í registri manntalsins 1845.

Guðný Benediktsdóttir, f. 18. maí 1807 á Hvarfi [Kb. Eyj.], sögð 8 ára í mars 1815. Guðrún er í Heiðarseli í mars 1812, 1815 og í apríl 1819. Hennar er ekki getið, þagar foreldrar hennar flytja að Hóli 1834 og ekki er hana að finna í registri manntalsins 1845.

Oddur Benediktsson, f. 12. júní 1812 í Heiðarseli [Kb. Eyj.] og er þar á manntali 1816 (mars 1815). Hann er þar einnig í apríl 1819. Hann fer með foreldrum og Michael bróður sínum 1834 að Hóli í Kinn og er þar með þeim á manntali 1835 „ , 23, Ó, þeirra sonur“. Við manntölin 1840 og 1845 er Oddur bóndi á Hóli í Kinn ásamt konu sinni Guðrúnu Björnsdóttur, hið síðara árið „ , 31, G, kona hans,“ sögð fædd í Ljósavatnssókn. Með þeim eru 1845 fjögur börn þeirra. Þau flytja 1846 frá Þóroddstað að Jódísarstöðum [Kb. Múl.] og eru þar á manntali 1860 ásamt fimm börnum, þ. á m. Árna, sjá síðar.

Michael Benediktsson, f. 4. nóv. (líkl.)1815 í Heiðarseli, sagður 4 ára í sálnaregistri þar 1819. Hann fer með foreldrum að Hóli í Kinn 1834 og er þar á manntali með þeim 1835 „ , 20, Ó, þeirra sonur“. Hann er á manntali í Litlutungu 1840 „ , 25, Ó, vinnumaður“. Michael er meðal innkominna í Þverársókn 1843 „ , 29, vinnupiltur, að Ljótsstöðum frá Öxará í Bárðardal“ [Kb. Grenj.] og er „ , 32, Ó, matvinnungur,“ í Kasthvammi við manntalið 1845.

1834 - 1839: Ásmundur Jónsson og Kristín Ingveldur Ásmundsdóttir

Ásmundur og Kristín koma frá Hóli í Kinn að Heiðarseli 1834 [Kb. Þór.] og eru þar á manntali 2. febr. 1835 og við húsvitjun þar 1837 og 1839. Þau flytja 1839 með börnum sínum frá Heiðarseli að Þóroddstað [Kb. Þór]. Ásmundur er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1835-1839, síðasta árið á móti Halldóri Ólafssyni.

Ásmundur var fæddur 20. des. 1807 á Æsustöðum(?), segir í [ÆÞ. XI, bls. 43], en við manntalið 1816 er hann hjá föður sínum og stjúpmóður á Syðra-Hóli í Kaupangssókn „ , hans sonur, 9,“ og þar sagður fæddur á Krossi. Faðir hans var Jón Helgason. Ásmundur fer 1826 „ , 19, vinnupiltr, Frá Brekku í Kaupangssókn að Ólafsgerði“ [Kb. Garðss.].

Kristín Ingveldur var fædd í ágúst 1806 á Fjöllum [ÆÞ. XI, bls. 10]. Hún er þar með foreldrum sínum og sjö systkinum á manntali 1816 „ , þeirra barn, 11,“ sögð fædd þar. Foreldrar hennar voru Ásmundur Pálsson bóndi á Fjöllum og s. k. h. Kristín Stefánsdóttir. Við manntalið 1816 erfaðir hennar 83ára en móðirin 47 ára.

Ásmundur og Kristín Ingveldur voru gefin saman 3. okt. 1831, hann er þá „vinnumaður á Nýabæ 24 { . . . } ára“ en hún „vinnandi á búi móður sinnr 25 ára“ [Kb. Garðss.]. Þau koma 1832, og segir um Ásmund: „ , 26, Giptur, frá Njabæ í Kelduhverfi að Hóli að búa á helmingi þar“ og um Kristínu Ingveldi: „ , 27, hans kona frá sama og til sama bæar vikin“ [Kb. Þór.].

Ekki staðnæmast þau hjón lengi á Þóroddsstað eftir Heiðarselsdvölina, þau eru á Landamóti við fæðingu Kristrúnar 29. des. 1839 og flytja 1840 „ , frá Landam: til Vatnsenda“ [Kb. Svalb.] og eru þar („Vatnsendi, nýbýli, hjál.“) á manntali þ. á. með þrem börnum. Við manntalið 1845 eru þau komin að Bægisstöðum í sömu sókn í Þistilfirði, ásamt fimm börnum, þar eru þau einnig 1850 með sjö börnum en flytja þaðan þ. á. að Máná [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali 1855. Þau búa á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi við manntalið 1860, eru fjögur börn þeirra þá hjá þeim, en Kristján sonur þeirra býr þá á Máná.

Kristín Ingveldur dó 1. ágúst 1869 [ÆÞ. XI, bls. 43], sjá einnig um hana í [ÆÞ. XI, bls. 9-10]. Ásmundur dó 30. júní 1891 á Sævarlandi [ÆÞ. XI, bls. 43].

Börn Ásmundar og Kristínar Ingveldar í Heiðarseli:

Kristján Ásmundsson kemur með foreldrum frá Hóli að Heiðarseli 1834 og er þar á manntali 1835 „ , 3, Ó, þeirra barn“, þar er hann einnig við húsvitjun 1837 og 1839. Hann fer með foreldrum sínum sínum og systkinum að Þóroddstað 1839. Kristján var fæddur 7. sept. 1832 á Hóli [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Vatnsenda 1840 og 1845 á Bægisstöðum „ , 14, Ó, þeirra barn,“. Hann er bóndi á Máná við manntalið 1860.

Ingiríður Ásmundsdóttir kemur með foreldrum frá Hóli að Heiðarseli 1834 og er þar á manntali með þeim 1835 „ , 2, Ó, eins (þ. e. „þeirra barn“). Hún er þar einnig við húsvitjun 1837 og 1839 og fer að Þóroddstað 1839. Ingiríður var fædd á Hóli 23. jan. 1834 [Kb. Þór.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum og systkinum 1840 á Vatnsenda og 1845 á Bægisstöðum „ , 12, Ó, þeirra barn,“.

Helga Ásmundsdóttir, f. 7. mars 1836 í Heiðarseli [Kb. Eyj.], hún er þar við húsvitjun 1837 (1) og 1839. Hún fer með foreldrum að Þóroddstað 1839 [Kb. Þór.], en kemur aftur að Heiðarseli 1840 með Kristrúnu (sjá síðar) „ , 2, tökubarn,“ [Kb. Eyj.] og er þar á manntali 1840. Hún kemur 1845 „ , 9, tökubarn,“ með Sigurði Jóakimssyni og Kristrúnu frá Stafni að Heiðarseli [Kb. Ein.] og er „ , 10, tökustúlka“ við húsvitjun í Heiðarseli 1846 hjá Sigurði og Kristrúnu og fer með þeim 1846 „ 11, fósturdóttir, Frá Heiðarseli að

Kristján Ásmundsson

Ingiríður Ásmundsdóttir

Jallstöðum“ [Kb. Lund.]. Við manntalið 1850 er hún með foreldrum sínum og systkinum á Bægisstöðum „ , 14, Ó, barn hjóna,“.

Guðný Ásmundsdóttir, f. 29. mars 1837 í Heiðarseli [Kb. Eyj.], hún er þar við húsvitjun 1839, sögð 2ja ára. Hún fer með foreldrum sínum og systkinum að Þóroddstað 1839 og er með þeim á manntali á Vatnsenda 1840 og 1845 á Bægisstöðum „ , 9, Ó, þeirra barn,“.

Helgi Ásmundsson var fæddur í Heiðarseli um 1838, hann er þar við húsvitjun 1839 „ , þra sonur, 1“. Hann fer með foreldrum og systkinum að Þóroddstað 1839 og er á manntali með þeim 1845 á Bægisstöðum „ , 8, Ó, þeirra barn,“ sagður fæddur í Eyjardalsársókn.

Kristrún Ásmundsdóttir er í [Kb. Þór.] sögð koma með foreldrum og systkinum frá Heiðarseli að Þóroddstað 1839 [Kb. Þór.]. Þetta mun ekki rétt fært, því skv. sömu kb. er Kristrún fædd 29. des. 1839 á Landamóti.

Sjá í [ÆÞ. XI, bls. 43] um önnur börn Ásmundar og Kristínar.

Vandalausir í búskapartíð Ásmundar og Kristínar Ingveldar í Heiðarseli:

Oddur Ebenezerson kemur 1834 „24, vinnumaður, frá Hrappst með móður sinni að Heiðarseli“ [Kb. Þór.] og er þar á manntali 1835 „ , 25, Ó, vinnumaður“. Hann er þar ekki við húsvitjun 1837 né 1839. Oddur var fæddur 5. apríl 1810, voru foreldrar hans Ebenezer Helgason og Málfríður Oddsdóttir, þá í Fremstafelli [Kb. Þór.]. Hann er með þeim á manntali á Ófeigsstöðum 1816 „ , þeirra barn, 5,“. Hann er á Dæli í Draflastaðasókn við manntalið 1845 „ , 36, Ó, vinnumaður,“.

Sigríður Ebenezersdóttir kemur 1834 „ , 23, vinnukona, á og til sama bæjar á sama hátt vikin“ [Kb. Þór.] og bróðir hennar hér næst á undan, er á manntali í Heiðarseli 1835 „ , 23, Ó, vinnukona“. Hún er þar ekki við húsvitjun 1837 né 1839. Sigríður var fædd á Ófeigsstöðum 9. einhvers -er-mánaðar 1811, dóttir Ebenezers Helgasonar og Málfríðar Oddsdóttur og er þar á manntali 1816 „ þeirra barn, 3,“. Við manntalið 1845 er hún húsfreyja á Húsabakka „ , 35, G, hans kona,“ þ. e. Friðriks Magnússonar, sem þar er þá „ , 46, G, bóndi,“ sagður fæddur í Þóroddstaðarsókn. Við manntalið 1880 er hún „ , 70, E, húsmóðir,“ í Garðshorni.

Málmfríður Oddsdóttir kemur 1834 „ , 63, húskona, frá Hrappstöðum að Heiðarseli“ [Kb. Þór.] og er þar á manntali 1835 „ , 65, G, í skjóli barna sinna“, þeirra Odds og Sigríðar hér að ofan. Ekki er Málmfríður heldur í Heiðarseli við húsvitjun 1837 né 1839. Ebenezer maður Málmfríðar flytur 1834 „ , 67, bóndi frá Hrappstöðm að Saltvík í Húsavíkursókn“ [Kb. Þór.]. Málmfríður er á manntali að Björgum 1801 og á Ófeigsstöðum 1816, þar með manni sínum og fjórum börnum.

1838 - 184?: Halldór Ólafsson og Friðbjörg Halldórsdóttir

Halldór og Friðbjörg eru komin í Heiðarsel 1839, þau eignast þar son 29. júní þ. á. Halldór er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1839 (á móti

Ásmundi) og 1840 (á móti Jónasi, sjá hér neðar). Við manntalið 1840 er Halldór sagður á 2. býli „ , 47, G, húsbóndi“. Þau hjón eru áfram í Heiðarseli, við húsvitjun 1841 er Halldór sagður vinnumaður, og við barnsfæðingu 4. ágúst þ. á. eru þau hjón sögð „vinnuhiú“. En ekki er vitað með vissu hve lengi.

Halldór var fæddur 25. des. 1793 á Stóruvöllum, sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar og Vigdísar Halldórsdóttur [Kb. Eyj.]. Hann er á manntali með þeim og fimm systkinum á Arndísarstöðum 1801, þ. á m. Ólafi og Maríu í Höskuldsstaðaseli, sjá þar. Hann er á manntali á Helluvaði 1816 „ , vinnumaður, 23,“.

Friðbjörg var fædd 31. okt. 1804 í Naustavík, dóttir Halldórs Jónssonar og Guðrúnar Pálsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 261]; í [Kb. Þór.] sýnist mega skilja að hún sé fædd 31. ágúst. Hún er á manntali á Stóruvöllum 1816 (húsv. í mars 1815) „ , niðurseta, 10,“. Friðbjörg var síðari kona Halldórs.

Eins og áður segir er ekki vitað, hve lengi Halldór og fjölskylda hans eru í Heiðarseli, en þau eru á manntali á Kálfborgará 1845. Þau virðast þó koma aftur að Heiðarseli, því þau flytja þaðan 1848 að Fljótsbakka, er Halldór sagður „ , 54, vinnumaður,“ [Kb. Eyjardalsárprk.]. Halldór deyr á Fljótsbakka 29. okt. 1848 [Kb. Ein.] og er Friðbjörg þar á manntali 1850 „ , 46, E, í húsmennsku,” ásamt tveim börnum. Sjá um Halldór í [ÆÞ. IV, bls.261-262]. Friðbjörg dó á Húsavík 1. jan. 1876, sjá [ÆÞ. IV. bls. 261].

Börn Halldórs og Friðbjargar í Heiðarseli 1838- ca 1842:

Friðfinnur Halldórsson, sonur Halldórs og Friðbjargar hér næst á undan, kemur líklega með þeim að Heiðarseli 1838og er þar á manntali með þeim 1840 „ , 8, Ó, þeirra barn.“ Kemur aftur að Heiðarseli og fer þaðan 1848 „ , 15, þeirra son, frá Heiðarseli að Neslöndum“ [Kb. Eyjadalsárprk.]. Hann er á manntali á Ormsstöðum í Skorrastaðarsókn 1880 „ , 37, Ó, vinnumaður,”. Dó á Húsavík 1901, sjá [ÆÞ. IV, bls. 261-262].

Stefán Halldórsson, f. 29. júní 1839 í Heiðarseli [Kb. Eyj.] og er á manntali þar 1840. Kemur aftur að Heiðarseli og fer þaðan 1848 „ , 9, þeirra son, frá Heiðarseli að Fljótsbakka“ [Kb. Eyjadalsárprk.], er hann á manntali þar 1850 með móður sinni og systur. Dó ókv. og barnlaus í Héðinsvík 1918, sjá [ÆÞ. IV, bls. 262].

Friðbjörn Halldórsson, f. 4. ágúst 1841 í Heiðarseli [Kb. Eyj.], sonur Halldórs og Friðbjargar hér að ofan. Friðbjörn er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 15, Ó, léttadrengur,“. Dó 16. maí 1897 á Lómatjörn, ókvæntur vinnumaður, en hafði þá átt fjögur börn og þannig séð um viðgang ættar Ólafs Ólafssonar á Litluvöllum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 259-274].

1839 - 1860: Jónas Jónsson og Helga Jónasardóttir

Jónas og Helga eru á manntali í Heiðarseli 1840, með þeim eru á 2. býli Halldór Ólafsson og Friðbjörg Halldórsdóttir. Halldór og Friðbjörg eru sögð í húsmennsku í ársbyrjun 1841, en Halldór er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel á móti Jónasi 1840. Jónas er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsþingbókinni

1840-1850, en er getið þar 1852-1860 á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“.

Árið 1850 kemur nýr bóndi að Heiðarseli, eru Jónas og Helga á 2. býli eftir það, líklega í húsmennsku. Jónas deyr 22. febr. 1860.

Jónas var fæddur 31. mars 1802 í Litlutungu og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Abigael Finnbogadóttir [Kb. Lund.], sem eru á manntali í Litlutungu 1801 en á Bjarnastöðum 1816 (húsvitjun í mars 1815). Jónas er þá með þeim á Bjarnastöðum „ , þeirra barn, 13,“. Bróðir Kristjáns í Grjótárgerði, sjá þar. Jónas er meðal burtvikinna úr Lundarbrekkusókn 1825 „ , 25, vinnumaður, Frá Bjarnastöðum að Úlfsbæ við Bárðardal“.

Helga var fædd á Hallbjarnarstöðum, skírð 16. jan. 1802 [Kb. Helgast.prk.], dóttir hjónanna Jónasar Jónssonar og Steinvarar Þorkelsdóttur, sem búa þar við manntölin 1801 og 1816, er Helga sögð 15 ára við mt. 1816. Jónas faðir hennar er sagður fæddur á Stóruvöllum, en Steinvör á Öxará.

Helga kemur 1822 „ , 21, að Úlfsbæ frá Hallbiarnarstöðum, nýgift“ [Kb. Þór.] Grími Þorsteinssyni, en giftingu þeirra hef ég ekki fundið í [Kb. Ein.] né [Kb. Þór.]. Grímur andaðist 1. ágúst 1824 „bóndi á Bæ, 34, af brjóstveiki sem ekki varð læknuð“ [Kb. Þór.].

Jónas og Helga voru gefin saman 27. sept. 1825, er Jónas sagður „23 ára Fyrirvinna hjá Eckjunni á Bæ“ en Helga „Eckja 24 ára búandi á Bæ“ [Kb. Þór.]. Þau flytja 1826 frá Úlfsbæ að Kálfborgará, þar sem þau eru á manntali 1835 ásamt Grími syni sínum, Steinvöru móður Helgu og Jóni syni hennar, sem er sagður vitfirringur.

Jónas er sagður „ , 39, G, húsbóndi“ í Heiðarseli við manntalið 1840 en Helga „ , 39, G, hans kona“. Þau eru þar á manntali 1845, 1850 og 1855 og Helga 1860 „ , 59, E, vinnukona,“ Hún flytur 1861, ásamt Grími syni þeirra hjóna „ , 59, Ekkja, Frá Heiðarseli að Daðastöðum“ [Kb. Lund.].

Jónas fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu við nýár 1858: „ , artarmaður og dagfarsgóðr, greindur í andl.“ og Helga: „ , siðprúð og stillt, dável að sér í andl. efnum.“ Um Grím son þeirra segir: „ , eins, viðunanlega.“

Eins og áður segir andaðist Jónas í Heiðarseli 22. febr. 1860 „ , bóndi frá Heiðarseli, 58,“ en Helga 29. des. 1871 „ , ekkja, 70, Torfunesi“ [Kb. Þór.].

Sonur Jónasar og Helgu í Heiðarseli:

Grímur Jónasson er með foreldrum sínum á manntali í Heiðarseli 1840 „ , 15, Ó, þeirra sonur“, kemur líklega með þeim að Heiðarseli 1839. Hann er þar á manntali 1845, 1850, 1855 („sonur þeirra“) og 1860 „ , 35, Ó, vinnumaður,“ jafnan sagður fæddur „hér í sókn“, þ. e. Eyjardalsársókn, því finnst ekki fæðingardagur hans. Þó er hann í fólkstölu um nýár 1851 í Brennási „ , vinnum:, 25,“ en er kominn í Heiðarsel árið eftir. Flytur 1861 „ , 35, sonur hennar,“ með móður sinni að Daðastöðum [Kb. Lund.]. Hann fer að Stórási frá Daðastöðum 1862, vinnumaður; frá Stórási að Ófeigsstöðum 1865, húsmaður. Frá Ingjaldsstöðum að Torfunesi 1873, húsmaður. Grímur er á manntali í Jarlsstaðaseli 1880 „ , 55, Ó, húsmaður,“ þar sem hann er til 1883. Hann er á

Ófeigsstöðum við manntalið 1890 „ , 64, Ó, húsm.,“. Deyr 7. ágúst 1905 „ , 78, ómagi í Fremstafelli,“ [Kb. Þór.].

Annað skyldulið Jónasar og Helgu í Heiðarseli:

Steinvör Þorkelsdóttir, móðir Helgu húsfreyju, er á manntali í Heiðarseli 1840 „ , 74, E, móðir konunnar“ og er þar við húsvitjun árið eftir en ekki eftir það. Sjá hér ofar um Steinvöru.

Jón Jónasarson, bróðir Helgu húsfreyju, er á manntali í Heiðarseli 1840 „ , 31, Ó, niðursetningur, hennar son“ (þ. e. Steinvarar). Jón er á manntali með foreldrum sínum og systkinum á Hallbjarnarstöðum 1816, sagður 7 ára. Ekki er hann við húsvitjun í Heiðarseli 1841.

Vandalausir á búi Jónasar og Helgu í Heiðarseli 1839 - 1850:

Helga Ásmundsdóttir kemur 1840 „ , 2, tökubarn, frá Landamóti að Heiðrseli“ [Kb. Eyj.] og er þar „ , 5, Ó, tökubarn“ við manntalið 1840, líklega dóttir Ásmundar og Kristínar Ingveldar sem áður bjuggu í Heiðarseli, sjá hér ofar. Ekki sést hún þar við húsvitjun 1841. Hún kemur 1845 með Sigurði Jóakimssyni og Kristrúnu „ , 9, tökubarn,“ frá Stafni að Heiðarseli [Kb. Ein.] og er „ , 10, Ó, tökubarn“ á 2. býli í Heiðarseli hjá þeim við manntalið 1845 og við húsvitjun 1846. Sjá um hana hér ofar.

Kristrún Jónsdóttir kemur 1840 „ , 22, vinnukona frá Landamóti að Heiðrseli“ [Kb. Eyj.] og er þar „ , 23, Ó, vinnukona“ við manntalið 1840. Líklega sú Kristrún, sem er húsfreyja á 2. býli í Heiðarseli við manntalið 1845, kona Sigurðar Jóakimssonar, sögð fædd í Kaupangssókn. Hún er ekki í Heiðarseli við húsvitjanir 1841 og 1845, en er þar með manni sínum við húsvitjun 1846 [Sál. Eyj.]. Kristrún kemur 1823 „ , 5, fósturbarn, frá Kambstaðm að Felli“ [Kb. Þór.] (hennar er þó ekki getið í [Kb. Hálsþ.] þegar fjölskyldan flytur frá Kambstöðum að Fremstafelli). Hún er á manntali í Fremstafelli 1835 „ , 17, Ó, fósturdóttir bóndans“ Kristjáns Oddasonar. Kristrún kemur 1838 „ , vinnukona, frá Fremstafelli að Hrappsst. “ [Kb. Lund.] og kemur 1839 „ , 21, vinnukona,“ þaðan að Landamóti [Kb. Þór.] ([Kb. Lund.] segir hana þá fara frá Hrappstöðum að Fljótsbakka). Hún kemur 1844 „ , 27, kona, frá Heiðars: að Stafni“ [Kb. Ein.] og fer þaðan 1845 „ , 27, hans kona,“ að Heiðarseli [Kb. Ein.].

Kristveig Kristjánsdóttir deyr 16. apríl 1845 „ , vinnukona á Heiðarseli, 17 ára“ [Kb. Lund.]. Kristveig var fædd 15. júlí 1829, voru foreldrar hennar Kristján Oddason og s. k. h. Guðleif Þorsteinsdóttir „hión búandi á Fremstafelli“ [Kb. Þór.]. Hún er á manntali hjá foreldrum sínum Fremstafelli 1835 „ , 6, Ó, þeirra barn“. Með þeim er þar á manntali Kristrún Jónsdóttir „ , 17, Ó, fósturdóttir bóndans“, sjá um hana hér næst á undan. Kristbjörg er á manntali á Fljótsbakka 1840 hjá foreldrum sínum, en þar býr þá hálfbróðir Kristveigar, sammæðra.

Kristín Árnadóttir kemur 1843 „ , 10 ára, tökustúlka, frá Belg að Heiðarseli“ [Kb. Eyj.]. Hún er þar við húsvitjun 1845 (líklega snemma árs) „ , vinnukind, 12“ og á manntali þar s. á. „ , 13, Ó, tökubarn,“. Hún er þar einnig á manntali 1850 „ , 18, Ó, vinnukona.“ Hún er síðast í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1854,

jafnan á búi Jónasar og Helgu og flytur þaðan þ. á. „ , 22, vinnukona,“ að Nýjabæ (Grímsstaðabærinn nýi?) á Fjöllum. Kristín var fædd 14. des. 1832 í Vindbelg, dóttir hjónanna Árna Sigmundssonar og Sigurlaugar Jónasdóttur. En Sigurlaug var systir Helgu, húsfreyju í Heiðarseli. Árni faðir Kristínar deyr 6. febr. 1841. Kristín giftist Kristjáni Friðfinnssyni, f. 1830 á Svalbarði í Þistilfirði. Eftir lát hans 1879 fór Kristín til Vesturheims frá Rangalóni 1880 ásamt fjórum börnum þeirra. Sjá um Kristínu, foreldra hennar og börn í [ÆÞ. VIII, bls. 2930].

Jón Sigmundsson er við húsvitjun í Heiðarseli 1845 „ , vinnumaður, 27,“ en er þó ekki á manntali þar um haustið. Mun vera sá Jón, sem var fæddur 19. jan. 1817, sonur Sigmundar Guðmundssonar og Guðfinnu Eiríksdóttur, sem þá eru „hion við Búhokur á Landamóti“ [Kb. Þór.]. Foreldrar Jóns eru á Landamóti við manntalið 1816 ásamt tveim börnum. Jón er á manntali á Kálfborgará 1840 „ , 24, Ó, vinnumaður,“ og á manntali í Brennási 1845 „ , 28, Ó, vinnumaður,“ á Úlfsbæ 1850 „ , 35, Ó, vinnumaður,“ og á Mýri 1860 „ , 44, G, vinnumaður,“. Jón deyr 5. okt. 1871 „frá Landamóti, Ekkill, 55“ [Kb. Þór.].

Sigríður Jónsdóttir er á manntali í Heiðarseli 1845 „ , 17, Ó, vinnukona,“ á búi Jónasar og Helgu. Hún er þar ekki við húsvitjun fyrr á árinu, og við húsvitjun 1846 er hún á 2. býli hjá Sigurði og Kristrúnu. Hún fer 1848 „ , 20, vinnukona, frá Heiðarseli að Reykjahlíð“ [Kb. Lund] og kemur s. á. „ 19, frá Heiðarseli að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Þar er hún á manntali 1850 „ , 21, Ó, vinnukona“. Nokkur vandkvæði eru á að handsama Sigríði þessa með fullri vissu, því manntöl gefa misvísandi upplýsingar um fæðingarsókn, ýmist er tilnefnd Eyjardalsársókn (1845 og 1855) eða Þóroddsstaðarsókn (1850 og 1860). Þá virðist gifting hennar ekki komast rétt í manntal, en það var ekki einsdæmi í Mývatnssveit. Sigríður Jónsdóttir var fædd 1. jan. 1832, voru foreldrar hennar Jón Eiríksson og Guðrún Eiríksdóttir „Búhjón á Geitagerði“ [Kb. Þór.]. Móðir hennar deyr 14. des. 1834 „kona frá Staðr -Gerði búandi, 32“ [Kb. Þór.] og er faðir hennar á manntali í Þóroddsstaðargerði 1835, ekkill ásamt þrem börnum, en Sigríður er þá „ , 3, Ó, tökubarn“ á Þóroddsstað. Við manntalið 1840 er hún með föður sínum á Vatnsenda. Sigríður giftist 26. júní 1850 Birni Bjarnasyni, sem þá er „frá Rhlíð 24 ára“ og er Sigríður sögð „frá sama bæ 21 árs“ [Kb. Mýv.]. (Svaramaður hennar er Guðmundur bóndi á Kálfaströnd). Björn er samt sem áður ógiftur, líkt og Sigríður, „ , 24, Ó, vinnumaður,“ í Reykjahlíð við manntalið 1. okt. um haustið! Björn og Sigríður flytja 1855 frá Grímsstöðum að Tjörn [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali þ. á. með þrem börnum, en 1860 í Hrauney. Til að bæta gráu ofan á svart er Sigríður Jónsdóttir á manntali á Hlíðarenda 1855 „ , 25, Ó, vinnukona,“, einnig sögð fædd í Þóroddstaðarsókn! Ekki finn ég nema eina alnöfnu fædda í Þóroddsstaðarsókn um þetta leyti, 27. nóv. 1829, en hún deyr 16 daga gömul. Sigríður er við manntalið 1845 sögð fædd í Eyjadalsársókn, því er ekki unnt að hafa upp á þeirri fæðingu þar.

Sigurður Jóakimsson kemur 1845 „ , 39, giptur, frá Stafni að Heiðarseli“ ásamt Kristrúnu konu sinni [Kb. Ein.] og er á manntali í Heiðarseli 1845, bóndi, talinn á 2. býli á eftir Jónasi, en er þar ekki við húsvitjun fyrr á árinu. Sigurðar er getið í manntalsbók þinggjalda í Heiðarseli 1846, en er þar á skrá yfir búlausa; hann er því ekki talinn hér í hópi ábúenda. Þau hjónin flytja 1846 frá Heiðarseli að Jarlstöðum [Kb.Lund.]. Sigurður var einn af sonum Jóakims Ketilssonar, f. 14. okt. 1805 í Hólum í Laxárdal, d. á Vatnsenda í Þistilfirði 18. júní 1862 [Laxd. bls. 43], sjá um hann þar.

Sigríður Jónsdóttir

Kristrún Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum að Heiðarseli 1845 „ , 27, hans kona,“og er með honum á manntali í Heiðarseli 1845, sjá hjá honum. Skv. [Laxd. bls. 43] var Kristrún frá Syðra Hóli í Kaupangssveit, þar eru foreldrar hennar, Jón Helgason og Kristín Vigfúsdóttir á manntali 1816, hún var því hálfsystir Ásmundar bónda í Heiðarseli. Hún var vinnukona í Heiðarseli við manntalið 1840, sjá hér ofar.

Halldór Ólafsson er aftur í Heiðarseli um 1847-1848, hann flytur þaðan 1848 „ , 54, vinnumaður,“ að Fljótsbakka [Kb. Eyjadalsárprk.] ásamt Friðbjörgu konu sinni og syni. Hann dó á Fljótsbakka 29. okt. 1848, sjá um hann hér ofar.

Friðbjörg Halldórsdóttir, kona Halldórs hér næst á undan, er aftur í Heiðarseli með honum og fer 1848 að Fljótsbakka. Hún er þar á manntali 1850 „ , 45, E, í húsmennsku,“ ásamt tveim börnum sínum. Dó 1. jan. 1876 á Húsavík, sjá [ÆÞ. IV, bls. 261], sjá um hana hér ofar.

Friðfinnur Halldórsson, sonur Halldórs og Friðbjargar hér næst á undan, fer 1848 „ , 15, þeirra son, frá Heiðarseli að Neslöndum,“ [Kb. Eyjardalsárprk.]. [Kb. Mýv.] segir „ , 14, Léttapiltur, frá Heiðarseli að Syðrineslöndum“. Sjá um hann hér ofar.

Stefán Halldórsson sonur Halldórs og Friðbjargar hér ofar, fer með þeim 1848 „ , 9 , þeirra son, frá Heiðarseli að Fljótsbakka“ [Kb. Eyjadalsárprk.]. Sjá um hann hér ofar.

Guðný Árnadóttir kemur frá Einarsstöðum að Heiðarseli 1848 [Kb. Ein.] og er þar við húsvitjun í mars 1849 og á manntali 1850 „ , 19, Ó, vinnukona,“ en ekki þar í fókstölu um nýár 1851, alsystir Kristínar hér nokkru ofar. Fer að Brennási, sjá nánar um hana þar. Giftist Sigurði Sigurðssyni í Stafni og bjuggu þau einnig í Stafnsholti, en fór eftir lát Sigurðar til Vesturheims 1874 með Friðriki Jóhannessyni, kom aftur og dó 12. apríl 1887 „ , veitingakona á Húsavík 56 ára, ekkja, dó af lungnabólgu.“ [Kb. Hús.].

1850 - 1854: Jón Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir

Jón og Guðrún koma frá Stafni að Heiðarseli 1850 [Kb. Eyjardalsárprk.], [Kb. Ein.] (þótt þau séu á manntali í Stafni 1850) og eru þar í fólkstölu um nýár 18511854 [Sál. Eyj.]. Þau flytja 1854 frá Heiðarseli að Skörðum [Kb. Eyjardalsárprk.]. Jón er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 1851-1854, en Jónasar ekki getið nema á skrá yfir búlausa árin 1852-1854. Í [Sál. Eyj.] er Jón talinn bóndi á undan Jónasi, nema fyrsta árið.

Jón (líka nefndur Jón Jónsson eldri, albróðir Jóns Jónssonar blinda) var fæddur 31. jan. 1821 á Geirastöðum, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Guðfinnu Jónsdóttur (Mýrarætt) [ÆÞ. VIII, bls. 119].

Guðrún var fædd 23. júlí 1824 á Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Skinn.], elsta dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur sem lengi bjuggu í Stafni [ÆÞ. VI, bls. 247].

Jón og Guðrún voru gefin saman 8. júní 1847. Þau bjuggu lengi á Einarsstöðum í Reykjahverfi, eru þar á manntali 1855.

Jón Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir

Eyjardalsárprestur segir um hegðun og kunnáttu Jóns 1854 „ , skikkanlegur maður, sæmileg“ og um Guðrúnu „ , skörungur og drifin, vel“ [Sál. Eyj.]. Sjá um þau hjón í [ÆÞ. VIII, bls. 119].

Skyldmenni Jóns og Guðrúnar í Heiðarseli 1850-1854:

Jón Sigurðsson kemur 1850 „ , 18, vinnumaður frá Stafni að Heiðarseli“ [Kb. Lund.] og [Kb. Ein.] og er þar í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnumaður, 19,“ líklega á búi Jóns og Guðrúnar systur sinnar, sem eru þar þá einnig, talin á eftir Jónasi og Helgu, en voru þó öll þrjú á manntali í Stafni 1850. Næstu ár sýnist hann þó vera á búi Jónasar og Helgu, sem talin eru á eftir Jóni og Guðrúnu. Jón er enn þar í fólkstölu 1853 og fer það ár frá Heiðarseli „ , 21, vinnumaður,“ að Hólmum [Kb. Eyjadalsárprk.].Jón var fæddur á Arnarvatni 1. apríl 1832, fluttist með foreldrum að Stafni 1837. Lengi bóndi á Vaði og við þann bæ kenndur. Dó 10. júlí 1906 á Jarlstöðum í Aðaldal. Sjá nánar um hann í [ÆÞ. VI, bls. 272280].

Vandalausir í Heiðarseli í búskapartíð Jóns og Guðrúnar 1850-1854:

Kristín Jóhannsdóttir er í fólkstölu um nýár 1852 í Heiðarseli „ , vinnukona, 15” en hvorki árið á undan né árið á eftir. Kristín var fædd 16. apríl 1837, dóttir Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur sem þá eru „búandi hjón á Haga“ [Kb. Ness.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Hólmavaði 1840, 1845 og 1850. Kristín er á manntali á Arndísarstöðum 1855 „ , 19, Ó, vinnukona,“ og kemur 1860 „ , 24, vinnuk,“ frá Arndísarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar á manntali það ár (sögð Jóhannesdóttir). Kristín giftist Guðna Þorkelssyni í Laugaseli 12. júlí 1863 [Kb. Ein.]. Þau eru „hjón í vinnumennsku“ og „hjón ( . . ) búlaus“ í Laugaseli við fæðingu barna 1863 og 1865. Við lát Þorkels föður Guðna 1866 tóku þau við búsforráðum í Laugaseli. Guðni andaðist 1881 og bjó Kristín áfram til 1882. Hún er á manntali á Hamri 1890 , 53, E, vinnukona,“ en fer þaðan að Bakka á Tjörnesi 1891 [Kb. Þverárs.], [Kb. Hús.]. Kristín andaðist 9. maí 1898 á Fjöllum, „ , ekkja Ketilsst., 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Garðss.] og í [Kb. Hús.] er bókað „ , ekkja á Ketilsstöðum, dó á Fjöllum í Kelduhverfi“.

Kristín Stefánsdóttir er í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1854 „ , 5, tökubarn.“ Hún fer þ. á. að Skörðum [Kb. Eyjardalsárprk.] með Jóni og Guðrúnu og er með þeim á manntali á Einarsstöðum í Reykjahverfi 1855 „ , 6, Ó, tökubarn,“. Kristín var fædd 30. maí 1849 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar og Hólmfríðar Jóhannesdóttur [Kb. Skút.] og er þar með foreldrum á manntali 1850. Hún fer 1856 frá Einarsstöðum í Reykjahverfi til foreldra sinna á Halldórsstöðum í Reykjadal og er með þeim þar á manntali 1860 [Kb. Helg.]. Kristín giftist Jóni Egilssyni frá Sultum. Dó á Syðri-Bakka 9. maí 1922 [ÆÞ. VII, bls. 207].

Jón Guttormsson kemur 1853 frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Heiðarseli [Kb. Grenj.] og er þar í fólkstölu við nýár 1854 „ , 20, vinnumaður, skikkanlegur, dável greindur en kann miður“, sagður fara með Jóni og Guðrúnu frá Heiðarseli að Skörðum 1854 [Kb. Eyjardalsárprk.] en fer í reynd að Þverá í Laxárdal [Kb. Grenj.] þaðan sem hann kemur aftur 1855 „ , 23, vinnum:, frá Þverá að Heiðarseli“ [Kb. Grenj.], en í [Kb. Eyjardalsárprk.] stendur „ , frá Halldórsst. að Heiðarseli“. Hann er þar á búi Ásmundar og á manntali 1855. Jón var fæddur í Stafni 12. jan. 1832, sonur hjónanna Guttorms Jónssonar og Önnu Ásmundsdóttur, sem þá búa þar. Hann fer með foreldrum sínum að

Jón Sigurðsson

Ásmundarstöðum á Sléttu 1837 [Kb. Ein.], en kemur 1840 „ , 71/2, Fósturbarn, að Halldórsst: frá Ásmundarst. á Sljettu“ [Kb. Grenj.] og er á manntali á Þverá þ. á. „ , 8, tökubarn“ en á Halldórsstöðum í Laxárdal 1845 „ , 13, Ó, tökupiltur,“. Jón bjó í Grjótárgerði 1872-1874 eftir að hafa búið nokkra hríð í Stórutungu. Sjá einnig um hann undir Grjótárgerði.

1854 - 1861: Ásmundur Jónsson og Guðný Guðlaugsdóttir

Ásmundur og Guðný koma frá Hofstöðum að Heiðarseli 1854 [Kb. Eyjadalsárprk.]. Þau eru þar á aðalmanntali 1855 og 1860, en flytja þaðan að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.]. Ásmundur er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 1855-1861, en Jónasar (og 1861 Gríms) er getið í manntalsbókinni á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“ þessi ár.

Ásmundur var fæddur 22. sept. 1824 á Litluströnd, sonur Jóns Eiríkssonar og f. k. h. Sigríðar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. VIII, bls. 186], [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum á manntali á Hofstöðum 1835 og 1840, og hjá föður sínum þar 1845.

Guðný var fædd í Álftagerði 29. okt. 1822, dóttir Guðlaugs Kolbeinssonar og Kristínar Helgadóttur [Skú. bls. 15 og 23-32], [Kb. Skút.]. Hún er þar með foreldrum og systkinum á manntali 1835, en 1840 er hún vinnukona á Geirastöðum og 1845 á Hofstöðum.

Ásmundur og Guðný voru gefin saman 3. júlí 1848, þá bæði á Hofstöðum [Kb. Reykj.], og eru á manntali þar 1850.

Í fókstölu um nýár 1858 er svo sagt um hegðun og kunnáttu Ásmundar: „hægferðugur, fremur greindur í andlegu“ og um Guðnýju: „skörp og drifin, greind í andlegu“ [Sál. Eyj.].

Ásmundur dó 3. júlí 1862 „ , bóndi á Ófeigsstöðum, 38 ára“ [Kb. Þór.]. Guðný giftist aftur Kristjáni bróður Ásmundar, sjá hér neðar. Dó 24. des. 1907 á Stöng. Sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. VIII, bls. 186-195] og [Skú. bls. 23-32].

Börn Ásmundar og Guðnýjar í Heiðarseli 1854-1861:

Kristín Ásmundsdóttir, f. 4. okt. 1849 á Hofstöðum [Kb. Reykj.], kemur með foreldrum sínum þaðan að Heiðarseli 1854, er þar á manntali 1855 og 1860 og flytur með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.], [ÆÞ. VIII, bls. 187] og [Skú. bls. 23-26].

Sigríður Ásmundsdóttir, f. 4. jan. 1851 á Hofstöðum [Kb. Reykj.], kemur með foreldrum þaðan að Heiðarseli 1854, er þar á manntali 1855 og 1860 og flytur með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.], [ÆÞ. VIII, bls. 187] og [Skú. bls. 26 og 21-23].

Jónína Ásmundsdóttir, f. 12. febr. 1853 á Hofstöðum [Kb. Mýv.], kemur með foreldrum sínum þaðan að Heiðarseli 1854, er þar á manntali 1855 og 1860 og flytur með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.], [ÆÞ. VIII, bls. 187] og [Skú. bls. 27].

Sigríður Ásmundsdóttir

Jónína Ásmundsdóttir

Guðbjörg Ásmundsdóttir, f. 8. júní 1855 í Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.], er með foreldrum á manntali þar 1855 og 1860 og fer með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.] og [Skú. bls. 27 og 76-78].

Guðlaugur Ásmundsson, f. 25. ágúst 1858 í Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.]. Hann er með foreldrum sínum þar á manntali 1860 og fer með þeim að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.] og [Skú. bls. 27-29].

Annað skyldulið Ásmundar og Guðnýjar í Heiðarseli 1854-1861:

Sigríður Jónsdóttir, systurdóttir Ásmundar bónda, kemur 1856 „ , 17, vinnukona,“ frá Hofsstöðum að Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.]. Hún er þar í fólkstölu við nýár 1858 og fer það ár aftur að Hofsstöðum [Kb. Lund.]. Sigríður var fædd 20. apríl 1840, dóttir Jóns Tómassonar og Steinunnar Jónsdóttur (systur Ásmundar) [ÆÞ. VIII, bls. 186 ]. Hún er á manntali á Hofsstöðum með foreldrum 1845 „ , 6, Ó, þeirra barn,“ þar er hún einnig á manntali 1860 „ , 21, barn þeirra,”. Sigríður eignaðist dótturina Margréti Sigvaldadóttur á Grímsstöðum á Fjöllum 1869 og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún giftist Sigurði Jónssyni 5. júlí 1878, þá í Víðum, [Kb. Ein.], en Sigurður var albróðir Guðna í Narfastaðaseli, sjá hér síðar. Þau eru á manntali í Stórási 1880, en fara að Árbakka 1881, þar sem þau eignast soninn Jón 23. ágúst þ. á. Þau fara síðar að Vindbelg, þar sem Unnsteinn sonur þeirra var fæddur og eru þar á manntali 1890. Sjá um Sigríði í köflum um Árbakka, Stórás, Stafnsholt og Laugasel. Hún dó 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Kristján Jónsson bróðir Ásmundar bónda, kemur 1860 „ , 30, vinnumaður, frá Hofstöðum að Heiðarseli“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali þ. á. „ , 30, E,“. Hann flytur með Ásmundi og fjölskyldu hans að Ófeigsstöðum 1861 [Kb. Lund.]. Kristján var fæddur 8. mars 1831 á Hofstöðum, voru foreldrar hans Jón Eiríksson og f. k. h. Sigríður Þorsteinsdóttir „hión búandi að Hofstöðm” [Kb. Reykj.]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1835 og 1840 og með föður sínum og stjúpmóður 1845, 1850 og 1855. Kristján kvæntist 18. okt. 1858 Rakel Kristjánsdóttur, þá bæði á Hofstöðum [Kb. Reykj.]. Rakel lést 7. júlí 1859 „ , kona frá Haganesi, 27, dó litlu eftir barnsburð” [Kb. Skút.]. Hún fæddi soninn Jón 4. júlí 1859, en hann dó daginn eftir [Kb. Skút.]. Kristján kvæntist að nýju Guðnýju, ekkju Ásmundar, 9. júní 1864 [Kb. Þór.], þá á Ófeigsstöðum, bjuggu þau lengi á Stöng. Sjá um Kristján og æviferil hans í [ÆÞ. VIII, bls. 195-212], sjá einnig [Skú. bls. 30-31].

Vandalausir í Heiðarseli hjá Ásmundi og Guðnýju 1854-1861:

Álfheiður Einarsdóttir kemur með Ásmundi og Guðnýju 1854 frá Hofstöðum að Heiðarseli „ , 17, vinnukona,“ og er á manntali þar 1855. Hún fer þaðan 1856 „ , 18, vinnukona,“ að Rauðuskriðu [Kb. Eyjardalsárprk.], [Kb. Múl.]. Álfheiður var fædd 24. júní 1838, voru foreldrar hennar Einar Halldórsson og Guðlaug Þórarinsdóttir „hjón á Hjalla” [Kb. Ein.]. Einar andaðist 5. des. s. á. „ , bóndi á Hjalla, 69,” bjó Guðlaug fyrst áfram á Hjalla og er hún þar á manntali með tveim dætrum 1840, var Jóhannes Guðmundsson, síðar í Skógarseli, þá fyrirvinna hjá Guðlaugu. En síðar voru þær mæðgur á hrakningi í vinnumennsku. Við manntalið 1845 er Álfheiður með móður sinni á Einarsstöðum í Reykjadal, en 1850 á Narfastöðum „ , 12, Ó, barn hennar,”.

Guðlaugur Ásmundsson

Sigríður Jónsdóttir

Kristján Jónsson

Álfheiður fer 1857 frá Skriðu að Hallbjarnarstöðum [Kb. Múl.] og 1860 frá Víðum að Ási í Kelduhverfi [Kb. Ein.], þar sem hún er á manntali þ. á., vinnukona hjá Sigurveigu systur sinni sem er húsfreyja þar. Þar er þá einnig Guðlaug móðir þeirra systra „ , 64, E, tengdamóðir bónda,“.

Jóhann Guðmundssonkemur með Ásmundi og Guðnýju 1854frá Hofsstöðum að Heiðarseli „ , 17, vinnumaður,“ [Kb. Eyjadalsárprk.] en fer aftur þaðan 1855 að Litluströnd, þar sem hann er á manntali um haustið. Hann kemur þaðan aftur að Heiðarseli 1856 „ , 19, vinnumaður,“ og er þar í fólkstölu við nýár 1857 og 1858. Hann flytur 1858 frá Heiðarseli að Þverbrekku skv. [Kb. Lund.], en frá Brennási að Þverbrekku skv. [Kb. Eyjadalsárprk.], [Kb. Bægisárprk.]. Jóhann var fæddur 17. mars 1838, voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson „giftur bóndi á Ytra Fjalli” og Jóhanna Jónsdóttir „ógift stúlka í Brennisteinshúsum” [Kb. Hús.] (þau finnast ekki á manntali á Húsavík 1840.). Hann fer fæðingarárið „ úngbarn, úr Húsavík að Fjalli” [Kb. Hús.] og árið eftir þaðan að Litlulaugum þar sem hann er á manntali 1840-1850 hjá Ólafi Björnssyni og Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Hann fer þaðan 1852 að Helluvaði [Kb. Ein.]. Ekki hefur mér tekist að finna hvað um Jóhann varð, hann finn ég ekki á manntali í Bægisárprk. 1860, né meðal burtvikinna eða látinna. Hann er ekki með Jónasi Kristjánssyni og fjölskyldu hans á manntali á Gili 1860.

Jón Guttormsson kemur 1855 aftur „ , 23, vinnum:, frá Þverá að Heiðarseli“ [Kb. Grenj.] (en í [Kb. Eyjardalsárprk.] stendur „ , frá Halldórsst. að Heiðarseli“), og er á manntali í Heiðarseli 1855 „ , 23, Ó, vinnumaður,“. Hann fer frá Heiðarseli að Múla 1856 [Kb. Eyjardalsárprk.], [Kb. Múl.], sjá um Jón hér nokkru ofar.

Kristín Alexandersdóttir kemur 1857 „ , 61, vinnukona, frá Skörðum að Heiðarseli“ [Kb. Eyjardalsárprk.], en ekki er hennar getið í fólkstölu þar við nýár 1858, heldur 1859 og 1860. Hún fer 1860 frá Heiðarseli að Arndísarstöðum „ , 63, vinnukona,“ [Kb. Lund.]. Kristín var dóttir Alexanders Þorvarðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem búa í Brekknakoti 1801, er Kristín þar þá einnig á manntali ásamt yngri systur sinni Ingibjörgu „ , deres dötre, 4, (og) 1“. Kristín er „ , niðursetningur, 17, “ á Eyjardalsá við manntalið 1816 (húsv. í mars 1815). Hún er ásamt dóttur sinni á manntali í Haganesi 1840 „ , 42, Ó, vitlaus sem stendur“ og 1845 „ , 49, Ó, vinnukona,“ í Fjósatungu ásamt dóttur sinni, sjá hér að neðan. Kristín fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti um nýár 1859 um hegðun og kunnáttu: „ , skörp en nákvæm, viðunanlega“ [Sál. Eyj.].

Jóhanna Jónsdóttir, dóttir Kristínar hér næst á undan, kemur með henni að Heiðarseli 1857 „ , 21, dóttir hennar,“. Hún fer 1860 frá Heiðarseli að Arndísarstöðum [Kb. Lund.]. Jóhanna var fædd 21. júlí 1837 og voru foreldrar hennar „Jón Matthíasarson vinnumaður á Skógm í axarfirði og Christín Alexandersd. vinnukona í Rhlíð“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Haganesi með móður sinni 1840 og í Fjósatungu 1845 „ , 9, Ó, hennar barn, niðursetningur,“. Um hana segir sóknarprestur í Lundarbrekkusókn um nýár 1859: „ , lík móður,“ [Sál. Eyj.].

Aðalbrikt (Albrikt) Kristinsson er í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1860 „ , 22, vinnumaður, heldur óráðsettur, daufur í kristind. s.“ Hann fer frá Heiðarseli

að Skriðu 1860 „ , 22, vinnumaður,“ [Kb. Lund.] (þá kallaður Albrekt). Aðalbrikt (eða Aðalbricht eins og nafnið sýnist stafsett við skírn) var fæddur 17. apríl 1839 og voru foreldrar hans Kristinn Árnason „og hs ekkja Aðalbjörg Pálmadóttir á Hóli“ [Kb. Hús.]. Faðir hans drukknaði 9. ágúst 1838, sjá [ÆÞ. II, bls. 223-224]. Aðalbjörg, sem var fædd 15. júní 1815 á Laxamýri, átti síðar Bjarna Pétursson Buch. Við manntalið 1845 er Aðalbrikt á Kálfborgará „ , 7, Ó, fósturbarn,“.

Helga Jónsdóttir kemur 1860 úr Kinn að Heiðarseli [Kb. Lund.] og er þar á manntali um haustið „ , 37, Ó, vinnukona,“. Hún er í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1861, en ekki við ársbyrjun 1862. Helga var fædd 5. febr. 1824 og voru foreldrar hennar Jón Einarsson og Sigríður Jónsdóttir, sem þá eru „búandi á Björgum“ [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum á manntali á Björgum 1835 og 1840 en á manntali í Ystafelli 1845 „ , 22, Ó, vinnukona,“.

Sesselja Jónsdóttir fer með Helgu og Grími frá Heiðarseli að Daðastðum 1861 „ , 27, vinnukona,“. Óljóst er á hvers búi hún hefur verið, eða hvenær hún kemur í Heiðarsel. Líklegt má telja að þetta sé hin sama Sesselja, sem er í Brennási við manntalið 1860 og þar í fólkstölu við nýár 1861; kynni burtflutningur hennar úr Lundarbrekkusókn að hafa misbókast og að hún hafi ekkert verið í Heiðarseli, þó hún fari með Helgu og Grími að Daðastöðum. Sé svo, var sú Sesselja fædd 6. febr. 1834 á Öxará, dóttir Jóns hreppstjóra Bergþórssonar og f. k. h. Arnfríðar Jónsdóttur, eins og segir undir Brennás (hún var sögð fædd í Ljósavatsnssókn), enda kemur hún 1860 „ , 27, vinnukona, úr Öxará að Brenniási” [Kb. Lund.]. - Sé þetta önnur Sesselja, gæti það verið sú (Setselja) sem fædd var 9. febr. 1837, dóttir Jóns Ingibjargarsonar og Setselju Kristjánsdóttur, sem þá eru „hjón á Glaumbæ“ [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Þóroddstað 1845 „ , 9, Ó, barn hans,“ sögð fædd í Einarsstaðasókn. En það verður að teljast fremur ólíklegt, þar sem engrar Sesselju er getið í Heiðarseli í fólkstölu um nýár 1861 né á manntali 1860.

1861 - 1865: Jóhannes Jónatansson og Kristbjörg Jónsdóttir

Jóhannes og Kristbjörg koma frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 og flytja þaðan 1865 að Hólum í Reykjadal [Kb. Lund.]. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel 1862-1865 í manntalsbók.

Jóhannes var fæddur í Kvígindisdal 7. nóv. 1832, sonur hjónanna Jónatans Halldórssonar b. þar og Sigurveigar Kristjánsdóttur k. h. [Laxd. bls. 192]. Jóhannes er á manntali í Kvígindisdal 1835-1855.

Kristbjörg var fædd á Úlfsbæ 8. sept. 1836, dóttir Jóns Vigfússonar b. þar og k. h. Ingibjargar Jónsdóttur [Laxd. bls. 192]. Hún er þar á manntali með foreldrum 1840-1855.

Jóhannes og Kristbjörg eru gefin saman 15. júlí 1859 [Kb. Ein.] og flytja þau 1860 frá Kvígindisdal að Úlfsbæ, þar sem þau eru á manntali 1860. Þau fara árið eftir að Heiðarseli. Sjá um þau og börn þeirra í [Laxd. bls. 192-196]. Jóhannes andaðist í Reykjahlíð 18. nóv. 1890 en Kristbjörg í Keldunesi 1928 [Laxd. bls.192].

Sesselja Jónsdóttir

Börn Jóhannesar og Kristbjargar í Heiðarseli 1861-1865:

Jónatan Jóhannesson, f. á Úlfsbæ 24. ágúst 1860, kemur með foreldrum sínum að Heiðarseli 1861 og fer með þeim að Hólum 1865. Sjá um hann í [Laxd. bls. 193].

Jón Jóhannesson, f. 10. febr. 1862 í Heiðarseli, d. þar 6. sept. 1864 „ , barn í Heiðarseli, 2“ [Kb. Lund.].

Kristján Júlíus Jóhannesson, f. Heiðarseli 11. júlí 1863 [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum að Hólum 1865. Sjá [Laxd. bls. 193-195].

Ingibjörg Jóhannesdóttir, f. í Heiðarseli 30. ágúst 1864 [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum að Hólum 1865. Sjá [Laxd. bls. 193].

Um önnur börn Jóhannesar og Kristbjargar sjá [Laxd. bls. 193].

Annað skyldulið Jóhannesar og Kristbjargar í Heiðarseli 1861-1865:

Ingibjörg Jónsdóttir, móðir húsfreyju, kemur með Jóhannesi og Kristbjörgu frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 [Kb. Lund.], ranglega sögð „ , móðir bónda,“ því hún var móðir Kristbjargar, f. 21. apríl 1801 í Garði [Kb. Mýv.]. Hún flytur með þeim frá Heiðarseli að Hólum 1865, þá réttilega sögð „ , 64, móðir konu,“. Ingibjörg var fædd í Garði við Mývatn, dóttir Jóns Marteinssonar og Helgu Jónsdóttur. Hún er með þeim þar á manntali 1816 ásamt systkinum. Hún giftist Jóni Vigfússyni 3. okt 1826, þá sögð „bæði búandi á Úlfsbæ” [Kb. Þór.]. Þau búa þar uns Jón deyr, en við manntalið 1860 er Ingibjörg ekkja á Úlfsbæ. Ingibjörg andaðist 6. júlí 1873 „frá Úlfsbæ, ekkja, 73“ [Kb. Þór.].

Jón Jónsson, bróðir Kristbjargar húsfreyju, kemur með húsbændum frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 „ , 30, vinnumaður,“. Fer 1862 að Steinkirkju [Kb. Lund.]. Jón var fæddur 13. des. 1829 og voru foreldrar hans Jón Vigfússon og Ingibjörg Jónsdóttir, sem þá voru „hión búandi á Úlfsbæ“ [Kb. Þór.]. Jón er þar á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hann léttadrengur á Eyjardalsá. Við manntalið 1860 er hann aftur á Úlfsbæ „ , 31, Ó, vinnumaður,“.

Vandalausir í Heiðarseli í búskapartíð Jóhannesar og Kristbjargar

1861-65:

Kristjana Kristjánsdóttir kemur með húsbændum frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 „ , 18, fósturstúlka,“. Kristjana er „ , 18, vinnukona“ í Heiðarseli í fólkstölu við ársbyrjun 1862, en farin er hún þaðan við nýár 1863. Kristjana mun vera fædd 5. febr. 1844 og voru foreldrar hennar Kristján Vigfússon og Elíná Árnadóttir, þá sögð „ , hjón á Finnstöðum“ [Kb. Þór.]. Kristján faðir hennar andaðist 12. júlí 1843. (Hann mun hafa verið föðurbróðir Kristbjargar húsfreyju). Kristjana er á manntali á Hóli í Kinn 1845 „ , 2, Ó, niðursetningur,“ en móðir hennar er þá á Finnstöðum „ , 33, E, sjálfsmennskukona,“. Við manntalið 1860 er Kristjana á Úlfsbæ „ 17, Ó, vinnukona,“.

Jónatan Jóhannesson

Ingibjörg Jóhannesdóttir

Magnús Einarsson kemur með húsbændum frá Úlfsbæ að Heiðarseli 1861 „ , 14, Niðurseta,“. Fer 1862 „ , 14, vinnudrengur,“ að Þóroddstað [Kb. Lund.]. Líklega Magnús organisti, f. 18. júní 1848 að Björgum, d. á Akureyri 12. mars 1934. Dr. Aðalgeir Kristjánsson hefur gjört bók um Magnús.

Árni Kristjánsson kemur frá Víðum að Heiðarseli 1862 „ 21, vinnumaður,“. Hann fer árið eftir að Arndísarstöðum [Kb. Lund.]. Árni var fæddur 22. sept. 1842, albróðir Kristjönu hér lítið eitt ofar, sonur Kristjáns Vigfússonar og Elínár Árnadóttur, sem þá eru „búandi hion á Finnstöðum“ [Kb. Þór.]. Við manntalið 1845 er Árni á Krossi „ , 4, Ó, niðursetningur,” en 1850 á Ófeigsstöðum. Við manntalið 1855 er hann „ , 14, Ó, matvinnungur,” á Arndísarstöðum en 1860 vinnumaður í Víðum. Árni fer 1865 frá Helluvaði að Arndísarstöðum [Kb. Mýv.] og 1866 „ , 23, vinnumaðr, frá Arndísarstöðum að Vaði“ [Kb. Þór.], [Kb. Helg.]. Hann fer þaðan aftur að Arndísarstöðum árið eftir [Kb. Helg.] og enn þaðan að Múla 1869 [Kb. Þór.], [Kb. Múl.] segir hann koma þ. á frá Presthvammi að Múla. Hann finnst ekki burtvikinn eða dáinn í Múlasókn til 1880, né á manntali 1880. Árið 1872 kemur Árni Kristjánsson „ , 28, vinnumaður, - Múla í Aðaldal að Stóraeyrarlandi“ og fer 1873 „ , 29, vinnumaður, - Stóraeyrarland til Brasilíu“ [Kb. Ak.], sjá einnig [Vfskrá]; má telja víst að það sé hinn sami Árni. Sjá um hann í Árbók Þingeyinga 2002, bls. 12 og 19, þar sem greint er frá því að hann hafi látist á leiðinni út.

(Hallgrímur Kráksson kemur 1863 „ , 19, v m, að Fornastöðum úr Heiðarseli“ [Kb. Hálsþ.]. Ekki finnst hans þó getið í fólkstölu þar um þessar mundir. Líklega misbókun.)

Sigurbjörg Stefánsdóttir er í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1863 „ , 29, vinnukona“ ásamt Guðrúnu dóttur sinni hér næst á eftir. Þær koma líklega frá Jarlsstaðaseli, þær eru þar í fólkstölu um nýár 1862, en fara að Arndísarstöðum 1863 [Kb. Lund.]. Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835, dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem þar var „ógipt hjú“ [Kb. Hálss.]. Hún eignaðist dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Guðna Jónssyni (sjá um hann hér aftar og í Grjótárgerði og Narfastaðaseli). Giftist Sigurði Jónssyni 1. okt. 1868. Sjá nánar um Sigurbjörgu (sem hafði viðurnefnið „mæða“) og hrakningaferil hennar undir Skógarsel, Jarlstaðasel og Víðasel. Sigurbjörg andaðist 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára“ [Kb. Mýv.].

Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir er með móður sinni í Heiðarseli 1862-1863, sjá hér næst á undan. Guðrún var fædd 5. maí 1859 á Kálfaströnd, þar sem foreldrar hennar eru þá ógift vinnuhjú. Hún ólst upp á hrakningi með móður sinni. Giftist Sigfúsi Þórarinssyni og voru þau hjón víða í húsmennsku í Þingeyjarsýslu. Sjá um þau undir Skógarsel og Víðasel. Guðrún andaðist 28. maí 1951 „ekkja Skútustöðum, 92“ [Kb. Mýv.].

Guðfinna Einarsdóttir kemur frá Glaumbæjarseli að Heiðarseli 1863 „ , 15, vinnukona,“ [Kb. Lund.]. Hún er þar í fólkstölu við nýár 1864, en fer þaðan þ. á. „ , 15, vinnukona“ „í Reykjadal“ [Kb. Lund.]. Gera verður ráð fyrir að Guðfinna sé dóttir Einars Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur í Glaumbæjarseli, hún er þar á manntali 1850, 1855 og 1860. Fæðingu hennar finn ég ekki í [Kb. Ein.], en við fermingu 31. maí 1863 er hún sögð fædd 25. mars 1849 [Kb. Ein.]. Hennar er ekki getið í [ÆÞ. IV, bls. 187-188] meðal barna Einars og Sigríðar.

Magnús Einarsson

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Ólafur Jóhannesson kemur frá Þóroddstað að Heiðarseli 1863 „ , 50, vinnumaður,“. Hann fer þaðan 1864 að Úlfsbæ [Kb. Lund.]. Ólafur var sonur Jóhannesar Magnússonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, er hann á manntali með þeim og fjórum systrum í Glaumbæ 1816 „ , þeirra barn, 2,“ sagður fæddur „hér í sókn“. Árið 1845 er Ólafur á manntali á Jarlsstöðum „ , 33, Ó, vinnumaður,“ en 1860 í Holtakoti „ , 47, G, bóndi,“ ásamt konu og dóttur.

Jón Hjálmarssonkemur frá Breiðumýri að Heiðarseli 1864 „ , 17, vinnupiltr,“. Hann flytur með húsbændum sínum að Hólum 1865 [Kb. Lund.]. Ætla verður að þetta sé sá Jón sem fæddur er 30. okt. 1845 á Brettingsstöðum, sonur Hjálmars Kristjánssonar og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur. Jón fór til Vesturheims frá Sandvík 1883, sjá um hann í [ÆÞ. IV, bls. 131] og um foreldra hans á bls. 110 í sömu bók.

Halldóra Jósepsdóttir er í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1865 (ekki 1864) og flytur með húsbændum sínum að Hólum 1865 „ , 23, Vinnukona,“ [Kb. Lund.]. Halldóra var dóttir Jóseps Gamalíelssonar og Setselju Ingjaldsdóttur og er með þeim á manntali 1845 á Fljótsbakka „ , 5, Ó, þeirra barn,“ sögð fædd í Lundarbrekkusókn. Fæðingu hennar finn ég þó ekki þar, í bókina vantar fæðingar árin 1841 og 1842.

1865 - 1890: Illugi Friðfinnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir

Illugi og Sigurbjörg koma 1865 frá Fljótsbakka að Heiðarseli með tveim börnum [Kb. Lund.]. Illugi andaðist 1890 og bjó Sigurbjörg áfram á jörðinni, sjá síðar. Illugi er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 18661890, en 1870 móti Guðna Jónssyni, sjá síðar. Páll Guðmundsson er í skránni „Búlausir tíundandi” 1869, en 1870 á skrá yfir búlausa. Sigurður Jónsson er á skrá yfir búlausa 1872.

Illugi var fæddur á Litluvöllum 22. ágúst 1836, sonur Friðfinns Illugasonar b. þar og k. h. Rósu Tómasdóttur. Hann var alinn upp hjá foreldrum á Litluvöllum, en við manntalið 1860 er hann „ , 25, Ó, vinnumaður,” á Íshóli, er þá konuefni hans þar einnig. Sjá [ÆÞ. IV, bls. 181- 186] um Illuga og börn hans og [ÆÞ. IV, bls. 169-170] um Friðfinn.

Sigurbjörg var fædd á Melum í Fnjóskadal 17. apríl 1838, dóttir hjónanna Sigurðar Guðmundssonar b. þar og f. k. h. Helgu Indriðadóttur [Kb. Hálsþ.]. Hún er með foreldrum og systrum á manntali í Grímsgerði 1840 og í Veisu 1845 með foreldrum og fimm systkinum.

Móðir Sigurbjargar dó 25. nóv. 1846 [Kb. Hálsþ.] og er Sigurbjörg á manntali á Mýri í Bárðardal „ , 12, Ó, fósturstúlka,” 1850 og „ , 18, Ó, fósturdóttir,” 1855. En ekki finn ég hvenær hún fór þangað. Hún er vinnukona á Íshóli við manntalið 1860.

Illugi og Sigurbjörg voru gefin saman 18. ágúst 1861 [ÆÞ. IV, bls. 181].

Illugi dó í Heiðarseli 17. júní 1890 [Kb. Lund.] en Sigurbjörg 20. jan. 1923 á Krossi [ÆÞ. IV, bls. 182].

Sigurbjörg Sigurðardóttir

1869 - 1870: Guðni Jónsson og Þuríður Aradóttir

Guðni og Þuríður eru í Heiðarseli með þrem börnum í fólkstölu við nýár 1870, í tvíbýli móti Illuga og Sigurbjörgu. Þau flytja frá Heiðarseli að Leikskálaá 1870 [Kb. Lund.]. Guðni er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel á móti Illuga árið 1870.

Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur [Kb. Ein.]. Hann var víða í vinnumennsku í Mývatnssveit, en kemur 1860 frá Árbakka að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], þar sem hann er vinnumaður við manntalið 1860.

Þuríður var fædd um 1835 á Fljótsbakka, dóttir Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. II, bls. 173] (þar er hún sögð fædd 1833, en er ekki á manntali með foreldrum á Fljótsbakka 1835). Fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum í Bárðardal 1840 og í Sandvík 1845 og 1850. Hún er vinnukona á Öxará hjá Þorsteini bróður sínum við manntölin 1855 og 1860. Kemur 1862 „ , 26, vinnukona” frá Hriflu að Svartárkoti [Kb. Lund.].

Guðni og Þuríður voru gefin saman 2. okt. 1863, þá bæði í vinnumennsku í Grjótárgerði. Þau eru þar í húsmennsku til 1869, er þau fara í Heiðarsel. Þau eru víða í húsmennsku og við búskap, m. a. á Hjalla, þar sem þau eru á manntali 1880 með fimm börnum og í húsmennsku á Rauðá 1890.

Þuríður andaðist í Skógarseli 26. apríl 1900 „ , gipt kona frá Skógarseli, 64“ [Kb. Ein.].

Guðni var síðast í Narfastaðaseli hjá börnum sínum, er þar á manntali 1910 og deyr þar 13. ágúst 1919 [Kb. Grenj.].

Í fólkstölu við nýár 1870 eru 15 manns í Heiðarseli.

Börn Guðna og Þuríðar í Heiðarseli 1869-1870:

Jón Tryggvi Guðnason er með foreldrum sínum í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1870 og fer með þeim að Leikskálaá það ár. Jón Tryggvi var fæddur 23. jan. 1865 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Hann er víða í vinnumennsku. Kemur 1910 frá Engidal að Narfastaðaseli, þar sem hann átti heima með systkinum sínum til dauðadags 1940. Sjá um hann í kafla um Narfastaðasel.

Kristján Guðnason er með foreldrum sínum í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1870 og fer með þeim að Leikskálaá þ. á. Kristján var fæddur 22. júní 1867 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hjalla 1880 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann var lengi í húsmennsku á Stórulaugum ásamt Júlíönu dóttur sinni (á fyrsta þriðjungi 20. aldar).

Guðrún Hólmfríður Guðnadóttir er sömuleiðis með foreldrum sínum í Heiðarseli í fólksölu við nýár 1870 og fer með þeim að Leikskálaá þ. á. Guðrún Hólmfríður var fædd 26. maí 1869 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum sínum og systkinum á manntali á Hjalla 1880 „ 11, Ó, dóttir þeirra“.

Var húsfreyja í Narfastaðaseli 1910-1940 hjá bræðrum sínum, Jóni Tryggva og Magnúsi, sjá þar. Dó í Máskoti 4. sept 1956.

1890 - 1893: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg hélt áfram að búa í Heiðarseli eftir lát manns síns. Hún fer frá Heiðarseli að Hallbjarnarstöðum „ , ekkja, 55,“ 1893 [Kb. Lund.]. Sigurbjörg er gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1891-1893, en Kristján Þorsteinsson er á skrá yfir búlausa 1891 og á aukaskrá 1892.

Börn Illuga og Sigurbjargar í Heiðarseli 1865-1893:

Helga Júlíana Illugadóttir, f. 23. maí 1861 á Íshóli, kemur með foreldrum sínum frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali 1880 og 1890, en er ekki þar á fólkstali 31. des. 1892. Húsfreyja á Krossi, d. 29. júní 1945, sjá um hana og Sigurjón mann hennar og börn í [ÆÞ. II, bls. 8286].

Haraldur Ingi Illugason, f. 28. apríl 1864 á Íshóli, kemur með foreldrumsínum frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 [Kb. Lund.]. Hann er þar á manntali 1880, 1890, 1901, 1910, 1920 og 1930. Fer 1893 „ , vm., 29,“ frá Heiðarseli að Þverá í Staðarbyggð, kemur með konu sína og dóttur frá Narfastaðaseli að Heiðarseli 1897. Bóndi í Heiðarseli 1897-1936, sjá síðar. Dó 16. maí 1938 á Fljótsbakka. Sjá um Harald og börn hans í [ÆÞ. IV, bls. 182-186].

Rósa Illugadóttir, f. 29. sept. 1870 í Heiðarseli. Hún er þar á manntali 1880, einnig 1890 á viðaukaskrá B „ , 20, Ó, er hjá móður sinni,“ dvalarstaður um stundarsakir: „Laugaland“. Rósa er í Heiðarseli á fólkstali við nýár 1891 og 1892, en 1901 er hún á manntali á Sigurðarstöðum „ , vinnukona, 31, Ó,“. Fer 1902 „ , vk., 31,“ frá Sigurðarstöðum að Litlahamri í Eyjafirði [Kb. Lund.]. Fluttist til Akureyrar 1908, dó þar 4. maí 1953 [ÆÞ. IV, bls 181].

Hólmfríður Sigurlína Illugadóttir, f. 24. okt. 1876í Heiðarseli, d. þar 12. mars 1877 „ , barn frá Heiðarseli, 1,“ [Kb. Lund.] (þó hún sé þar í fólkstölu við nýár 1878!!)

Annað skyldulið Illuga og Sigurbjargar í Heiðarseli 1865-1893:

Sigríður A. Sigurðardóttir, hálfsystir Sigurbjargar húsfreyju, kemur frá Brúnagerði að Heiðarseli 1865 „ , 10, systir konunnar,“ Flytur þaðan aftur að Brúnagerði 1866 [Kb. Lund.], en í [Kb. Hálsþ.] er hún sögð koma að Bakka frá Heiðarseli. Anna Sigríður var fædd 16. apríl 1856, dóttir Sigurðar Guðmundssonar og s. k. h. Maríu Pálsdóttur, sem þá voru „hión í Brúnagerði” [Kb. Hálsþ.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1860 „ , 5, Ó, dóttir húsbændanna,”. Anna Sigríður fer 1880 „ , vk, frá Illugastöðum að Espihóli” [Kb. Hálsþ.] og er hún þar á manntali 1880 „ , 24, Ó, vinnukona”.

Valgerður Anna Sigurðardóttir, alsystir Sigurbjargar húsfreyju, kemur með Illuga og Sigurbjörgu frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 „ , 22, systir konunnar,“ [Kb. Lund.]. Valgerður var fædd 8. okt. 1841, dóttir Sigurðar Guðmundssonar og f. k. h. Helgu Indriðadóttur, sem þá voru „hjón á

Helga Júlíana Illugadóttir

Rósa Illugadóttir

Valgerður Anna Sigurðardóttir

Grímsgerði” [Kb. Hálsþ.]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali í Veisu 1845 og með föður, stjúpu og systkinum þar 1850 og 1855 í Brúnagerði „ , 15, Ó, barn bóndans,”. Hún fer 1860 „ , 19, v. k., frá Steinkirkju að Vatnsenda” og er vinnukona þar við manntalið 1860. Valgerður eignast soninn Róbert í Heiðarseli. Flytur með hann 1873 „ , 31, v.k.“ að Draflastöðum [Kb. Lund.], [Kb. Hálsþ.]. Þau koma þaðan aftur að Heiðarseli 1874, en virðast ekki vera þar við nýár 1875. Hún er komin þangað við nýár 1878, en er ekki þar á manntali 1880. Hún kemur aftur að Heiðarseli um aldamótin, sjá síðar.

Róbert (síðar kallaður Bár(ð)dal), f. 7. sept. 1872 í Heiðarseli, sonur Valgerðar hér næst á undan, „ , nefnir föður Þorstein Þorsteinsson vinnum: á Skútust:“ [Kb. Lund.]. Flytur með móður sinni 1873 „ , 1, hennar son,“ að Draflastöðum, kemur með henni aftur að Heiðarseli 1874, en er ekki þar í fólkstölu við nýár 1875, er kominn þangað við nýár 1878 og þar á manntali 1880, en farinn þaðan um nýár 1889. Sjá um Róbert og afkomendur hans í [Skú. bls. 122-123].

Helga Indriðadóttir, bróðurdóttir Sigurbjargar húsfreyju, kemur 1869 „ , 5, fósturbarn, frá Végeirsstöðum að Heiðarseli“ og er „ , 5, fósturbarn Illuga og Sigurbjargar“ í Heiðarseli í fólkstölu við nýár 1870. Fer þaðan 1873 „ , 7, tökubarn,“, ekki getið hvert [Kb. Lund.], en [Kb. Hálsþ.] segir „ , að Ljótsstöðum,“. Helga var fædd 26. apríl 1865, voru foreldrar hennar Indriði Sigurðsson og Jóna Jónsdóttir „gipt á Fornast” [Kb. Hálsþ.]. Hún kemur 1873 „ , 7, ómagi, að Ljótsstöðum frá Heiðarseli“, fer 1879 „ , 15, vk. að Reykjum frá Ljósstöðum“ [Kb. Hálsþ.] og er á manntali á Hallgilsstöðum 1880 „ , 15, Ó, vinnukona,”. Fer 1881 frá Hallgilsstöðum að Hofstöðum við Mývatn [Kb. Hálsþ.]. Helga fer 1885 „ , 20, vkona, Frá Grænavatni að Þverá í Laxárdal“ [Kb. Mýv.] og kemur 1890 „ , vk., 25,“ frá Garði á Aðaldal að Þóroddsstað, þar sem hún er á manntali þ. á. Hún fer þaðan til Húsavíkur 1891 [Kb. Þór.], [Kb. Hús.] og til Vesturheims frá Árnesi á Húsavík 1893 „ , vinnukona, 27“ [Vfskrá], [Kb. Hús.].

Vandalausir í Heiðarseli á búskapartíma Illuga og

Sigurbjargar 1865-1893:

Kristján Jónsson kemur 1865 „ , 17, vinnumaður,“ frá Finnsstöðum að Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann fer þaðan 1866 „ , 18, vinnudreingur,“ að Ljósavatni [Kb. Lund.], [Kb. Þór.]. Kristján mun vera fæddur 11. okt. 1848 og voru foreldrar hans Jón Jónsson ekkill og Elín(á) Árnadóttir ekkja á Ljósavatni [Kb. Þór.], hálfbróðir Kristjönu og Árna hér nokkru ofar. Hann er niðursetningur á Mýri við manntölin 1850 og 1855 en 1860 er hann niðursetningur í Brennási. Kristján fer 1864 „ , 16, vinnudrengur,“ frá Litlutungu í Kinn [Kb. Lund.]. Hann fer 1877 „ , v.maðr, 29., frá Yztafelli að Litluvöllum“ [Kb. Þór.], en [Kb. Lund.] segir hann koma þangað 1878. Fer 1879 „ , v.maðr, frá Litluvöllum að Grímsgerði í Fnjóskad.“ [Kb. Lund.]. Ekki finn ég hann þar á manntali 1880, né dáinn eða burtvikinn.

Jens Jensson kemur líklega 1867 í Heiðarsel, hann er þar í fólkstali við nýár 1868 „ , 26, vinnumaður“. Hann er farinn við nýár árið eftir. Jens var eitt af 14 börnum Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og Guðrúnar Finnbogadóttur, sem lengi bjuggu á Ingjaldsstöðum, f. 25. júní 1841 [Kb. Ein.]. Jens Jensson fluttist til Brasilíu 1873. Lést af slysförum í Curityba 1891, sjá Árbók Þingeyinga 2002, bls. 19 og [ÆÞ. II, bls. 259].

Róbert Valgerðarson Bárðdal

Kristján Jónsson

Páll Guðmundsson kemur frá Hlíðarenda að Heiðarseli 1868 „ , 37, Húsmaður,“ ásamt konu sinni og dóttur [Kb. Lund.]. Þau fóru frá Brennási að Hlíðarenda 1863, sjá í Brennási, en flytja 1870 „ , húsmenskuhjón, frá Heiðarseli og Suðrá land“ [Kb. Lund.]. Páls er getið í manntalsbók þinggjalda í Heiðarseli 1869 („Búlausir tíundandi”) og 1870 á skrá yfir búlausa. Páll var fæddur 12. okt. 1832 og voru foreldrar hans „Guðmundur Halldórss: Kristín Jónsd á Keldum“ í Gufunessókn [Kb. Mosf.]. Við manntalið 1845 er hann „ , 13, Ó, vinnupiltur,“ á Skrauthólum á Kjalarnesi. Hann kemur 1858 „ , 27, vinnumaður, úr Reykjavík að Halldórsst.“ [Kb. Lund.] en fer þaðan í Hrísey 1860, þar sem hann er á manntali í Syðstabæ um haustið. Páll kvæntist Halldóru, sjá hér næst á eftir, 8. júlí 1861, þá vinnumaður í Brennási.

Halldóra Hálfdanardóttir kona Páls hér næst á undan, kemur með honum að Heiðarseli 1868 og fer með honum suður á land 1870. Halldóra var fædd 4. ágúst 1832 og voru „Foreldrar Margret Biornsdóttir á Möðruvalla klaustri, og eptir hennar sögn Hálfdan Halfdanarson á Hæringsstöðum í Svarfaðardal bæði vinnuhiu, viðurkennt“ [Kb. Möðruv.kl.s.]. Hún er með móður sinni í Hlíðarhaga í Miklagarðssókn við manntalið 1845 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Kemur þaðan 1857 „ , 25, vinnukona,“ að Eyjardalsá [Kb. Eyjardalsárprk.], en er á manntali á Hrappstöðum 1860 „ , 29, Ó, vinnukona,“. Páll og Halldóra voru gefin saman 8. júlí 1861, þá „vinnumaður“ og „vinnukona í Brenniási.“ [Kb. Lund.]. Með þeim kemur að Heiðarseli

Kristín Pálsdóttir „ , 6, dóttir þeirra,“ 1868 og fer með þeim suður á land 1870. Kristín var fædd 13. júlí 1863, eru foreldrar hennar þá sögð „húsmenskuhjón á Hlýðarenda“ [Kb. Lund.].

Baldvin Jóhann Pálsson (yngri), f. í Heiðarseli 10. nóv. 1869 [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum sínum suður á land 1870 [Kb. Lund.].

Sigurður Jónsson kemur 1870 „ , 29, húsmaður, frá Rauney (svo!) að Heiðarseli“ ásamt konu sinni og tveim börnum [Kb. Lund.], sjá hér næst á eftir. Þau flytja þaðan að Landamótsseli í Kinn 1872 [Kb. Lund.]. Sigurðar er getið í Heiðarseli í manntalsbók þinggjalda 1872 á skrá yfir búlausa. Sigurður var fæddur 14. febr. 1841 sonur Jóns Sigurðssonar og Elínar Davíðsdóttur á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þegar foreldrar hans fara að Úlfsbæ 1859, fer hann að Grímsstöðum við Mývatn, þar sem hann er á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ er hans og getið í [JakH. bls. 57]. Hann kvæntist Hólmfríði Hinriksdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. júní 1863, þá bæði í Ytri-Neslöndum [Kb. Mýv.]. Þau hjón eru á Úlfsbæ við fæðingu Aðalbjargar 1864 og flytja 1865 að Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Á manntali í Hriflu 1880 með fjórum börnum. Flytja frá Hjalla að Brimnesi á Langanesi 1888 [Kb. Ein.] og eru á manntali í Hlíð í Sauðanessókn 1890, þá með þrem börnum.

Hólmfríður Hinriksdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur 1870 „ , 29, kona hanns,“ með honum frá Hrauney að Heiðarseli og fer með honum 1872 að Landamótsseli. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840 og voru foreldrar hennar „Hinrik Hinrikss: giptur bóndi og Sigurlög Andrésdóttir ógipt“ [Kb. Skút.]; fæðingarstaðar er ekki getið. Hún finnst ekki á manntalinu 1840, en móðir hennar er þá á Gautlöndum. Við manntalið 1845 er Hólmfríður með móður sinni í Garði í Mývatnssveit „ , 6, Ó, hennar barn,“ og 1850 í Vogum.

Við manntalið 1855 er Hólmfríður „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Grænavatni, en 1860 á Grímsstöðum við Mývatn, sjá hér næst á undan hjá Sigurði.

Aðalbjörg Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Hólmfríðar hér að ofan, kemur „ , 6,“ með þeim að Heiðarseli 1870 og fer 1872 að Landamótsseli. Aðalbjörg var fædd á Úlfsbæ 22. ágúst 1864 [Kb. Þór.] og fer með foreldrum árið eftir að Sveinsströnd [Kb. Mýv.].

Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar og Hólmfríðar hér að ofan, kemur með þeim 1870 „ , 2, börn þeirra,“ og fer 1872 að Landamóti. Jón var fæddur 20. maí 1868 og voru foreldrar hans þá „hión í hússmennsku á Bjarnastöð. “ [Kb. Mýv.].

Sigurlaug Andrésdóttir, móðir Hólmfríðar hér að ofan, deyr 31. okt. 1871 „ , vinnukona frá Heiðarseli, 64“ [Kb. Lund.]. Hún virðist koma þangað það ár, því hennar er ekki getið í fólkstölu við nýár 1871. Sigurlaug var skírð 9. nóv. 1807 [Kb. Helgast.prk.], hún var dóttir Andrésar Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur konu hans, sem var dóttir Jóns Sigurðssonar á Breiðumýri, áttu þá heima í Máskoti. Þau bjuggu þar við mikla ómegð. Andrés varð úti 1824. Sigurlaug er á manntali með foreldrum sínum og fjórum systkinum í Máskoti 1816 „ , þeirra barn, 9,“. Sjá hér ofar hjá Hólmfríði dóttur hennar um ýmsa dvalarstaði í Mývatnssveit 1840-1850. Hún er á Geiteyjarströnd „ , 47, Ó, vinnukona,“ við manntalið 1855.

Árni Oddson virðist koma að Heiðarseli 1876, hann er þar í fólkstölu við nýár 1877. Hann deyr 7. apríl 1878 „vitfirringur í Heiðarseli, 33“ [Kb. Lund.]. Árni var fæddur á Hóli í Kinn 9. jan. 1846, sonur hjónanna Odds Benediktssonar, sjá hér nokkru ofar (um 1819) og Guðrúnar Björnsdóttur. Þau flytja það ár að Jódísarstöðum og er Árni þar með þeim á manntali 1860 „ , 15, Ó, þeirra barn ( .. ), máltæpur, og vitskertur, “ . Árni kemur inn í Lundarbrekkusókn 1863 „ , 18, vitfirringur,“ frá Jódísarstöðum að Sigurðarstöðum, þar sem hann dvaldi lengstum þar til hann fór í Heiðarsel.

Kristján Benediktsson virðist koma aftur að Heiðarseli 1880, hann er þar á manntali þ. á. „ , 78, Ó, hreppsómagi,“. Hann fer þaðan að Rauðá 1881 [Kb. Lund.]. Sjá um hann hér ofar, 1811-1834. Þess er getið í manntölum að Kristján hafi verið blindur. Dó 21. mars 1891 [Kb. Lund.].

Vilhjálmur Þorsteinsson er í fólkstölu við nýár 1884 í Heiðarseli „ , tökubarn, 1.“ [Sál. Eyj.]. Líklega sá drengur sem fæddur er í Jarlstaðaseli 2. júlí 1883, sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Guðrúnar Guðnadóttur, sem þá búa í Jarlstaðaseli, þá bókaður sem Guðni Vilhjálmur, enda með því nafni í Heiðarseli við manntalið 1890 „ , 7, Ó, tökubarn,“. Móðir hans dó 9. febr. 1884 „ , kona í Jarlsstaðaseli, 43“ [Kb. Lund.], sjá einnig þar. Guðni Vilhjálmur flytur með Sigurbjörgu húsmóður sinni að Hallbjarnarstöðum 1893 „ , fósturb. ( . . ), 10, “ en kemur aftur að Heiðarseli „ , vinnupiltr, 14,“ 1898 frá Krossi, sjá síðar.

Kristján Hólmsteinn Þorsteinsson kemur 1890 „ , 30, bóndi,“ frá Litlulaugum að Heiðarseli [Kb. Ein.] (sagður „ , húsm., 30,“ í [Kb. Lund.]) með konu og tveim börnum og er þar á aðalmanntali þ. á. „ , 30, G, húsmaður,“. Þau fara þaðan 1892 að Grjótárgerði, sjá þar. Kristjáns er getið í Heiðarseli í manntalsbók þinggjalda á skrá yfir búlausa 1891 og 1892 á aukaskrá.

Kristján var fæddur 28. okt. 1860 á Öxará, sonur Þorsteins Arasonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann andaðist á Gautlöndum 2. júní 1921. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 172-178] einnig undir Grjótárgerði. Kristján var fatlaður, haltur af berklum í fæti.

Arnfríður Björnsdóttir, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum að Heiðarseli 1890 „ , 29, kona hs,“ og fer þaðan að Grjótárgerði 1892. Arnfríður var fædd 15. júlí 1861 í Presthvammi, dóttir Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Arnfríður dó í Álftagerði 24. ágúst 1936 [ÆÞ. II, bls. 175176]. Sjá einnig um hana undir Grjótárgerði.

Hólmsteinn Kristjánsson kemur með foreldrum sínum hér næst á undan að Heiðarseli 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 4, Ó, börn þeirra,“ og fer með þeim 1892. Hólmsteinn var fæddur 28. apríl 1886 í Haganesi, þar sem foreldrar hans eru þá „ , gift hjú“ [Kb. Mýv.]. Dó 22. apríl 1920, lausamaður á Gautlöndum [ÆÞ. II, bls. 176].

Elín Kristjánsdóttir kemur með foreldrum sínum, sjá hér að ofan, að Heiðarseli 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 1, Ó, börn þeirra,“ og fer með þeim 1892. Elín er fædd 12. febr. 1889 á Narfastöðum [ÆÞ. II, bls. 175]. Hún var lengi húsfreyja á Grímsstöðum, gift Jóhannesi Sigfinnssyni, sjá [ÆÞ. I, bls. 101 og 104-105].

1893 - 1896: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir

Ásmundur og Arnfríður koma 1893 frá Ljótsstöðum í Laxárdal að Heiðarseli. Þau flytja þaðan 1896 að Laugaseli [Kb. Lund.]. Ásmundur er gjaldandi þinggjalda fyrir Heiðarsel í manntalsbók 1894-1896.

Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860.

Arnfríður var fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860.

Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883, bjuggu á Árbakka 1883-1887, voru í Hörgsdal 1887-1888, í Stafnsholti 1888-1890 og í Laugaseli 1890-1891. Aftur í Stafnsholti 1891-1892 og á Ljótsstöðum 18921893 [Laxd. bls. 114].

Ásmundur og Arnfríður bjuggu langa ævi til dauðadags í Laugaseli, sjá þar. Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945, bæði í Laugaseli [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].

Börn Arnfríðar og Ásmundar í Heiðarseli 1893-1896:

Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Ljótsstöðum að Heiðarseli 1893 og fer með þeim að Laugaseli 1896 [Kb. Lund.]. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal. Ólst upp hjá foreldrum. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114].

Helgi Ásmundsson kemur með foreldrum sínum frá Ljótsstöðum að Heiðarseli 1893 og fer með þeim að Laugaseli 1896 [Kb. Lund.]. Helgi var fæddur 2. júlí 1884 á (Krák)Árbakka. Ólst upp hjá foreldrum. Helgi bjó síðan alla ævi í Laugaseli, sjá um hann þar. Dó á Húsavík 23. sept. 1965 [Laxd. bls. 114].

Annað skyldulið Arnfríðar og Ásmundar í Heiðarseli 1893-1896:

Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar, kemur „ , húsm,“ frá Gautlöndum að Heiðarseli 1893 og fer þaðan að Sveinsströnd 1896 [Kb. Lund.]. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Hann kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er bóndi í Haganesi 1860, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sjá einnig [Laxd. bls. 114].

Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar, kemur með Sigurði manni sínum hér næst á undan frá Gautlöndum að Heiðarseli 1893 og fer með honum þaðan að Sveinsströnd 1896 [Kb. Lund.]. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

1896 - 1897: Kristján Jónsson og Anna Kristjánsdóttir

Kristján og Anna koma frá Arndísarstöðum að Heiðarseli 1896 [Kb. Lund.]. Þau flytja þaðan árið eftir að Kálfborgará [ÆÞ. II, bls. 86]. Kristjáner gjaldandi fyrir Heiðarsel í manntalsbók þinggjalda 1897, en þar er einnig getið Benedikts Kristjánssonar á skrá yfir búlausa.

Kristján var fæddur á Arndísarstöðum 10. júlí 1870, sonur hjónanna Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur (sjá um þau undir Brennás).

Anna var fædd á Úlfsbæ 29. (30. [NiðJH. bls. 52]) ágúst 1863, dóttir hjónanna Kristjáns Jónssonar b. á Úlfsbæ og k. h. Elínar Jónsdóttur [Kb. Þór.].

Kristín Ásmundsdóttir

Kristján Jónsson

Anna Kristjánsdóttir

Kristján og Anna voru gefin saman 20. okt. 1894 [ÆÞ. II, bls. 86]. Eftir búskapinn í Heiðarseli bjuggu þau á Kálfborgará og í Veisu, en síðast og lengst á Víðivöllum í Fnjóskadal. Þar dó Anna 24. okt. 1947 en Kristján 10. júlí 1956. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. II, bls. 86-88] og í [NiðJH. bls. 52-53].

Dóttir Kristjáns og Önnu í Heiðarseli 1896-1897:

Arndís Kristjánsdóttir, f. 21. maí 1895 á Arndísarstöðum, kemur með foreldrum sínum að Heiðarseli 1896 [Kb. Lund.]. Sjá um Arndísi í [ÆÞ. II, bls. 86] og [NiðJH. bls. 52].

Vandalausir hjá Kristjáni og Önnu í Heiðarseli 1896-1897:

Benidikt Kristjánsson kemur með Kristjáni og Önnu frá Arndísarstöðum 1896 „ , vm.“ [Kb. Lund.]. Er ekki í Heiðarseli á manntali sóknarprests í árslok 1897. Hans er þó getið í manntalsbók þinggjalda 1897 á skrá yfir búlausa. Þó ekki sé tilgreindur aldur á þessum Benidikt, má gera ráð fyrir að þetta sé Benedikt Ágúst Kristjánsson, f. 25. ágúst 1874 í Fossseli, sonur hjónanna Kristjáns Jenssonar og Kristjönu Árnadóttur, sem þá bjuggu þar [Kb. Ein.], sjá [ÆÞ. II, bls. 266], hann er „ , 16, Ó, vinnumaður,“ á Arndísarstöðum 1890 og er þar einnig við manntalið 1901. Sjá nánar um hann undir Stórás.

Arnfríður Stefánsdóttir kemur úr Aðaldal að Heiðarseli 1896 „ , vk., 18,“ [Kb. Lund.]. Ekki þar á manntali sóknarprests í árslok 1897. Arnfríður er fædd 14. apríl 1879 á Bergsstöðum, dóttir hjónanna Stefáns Guðmundssonar og Guðrúnar Jónasdóttur, sem bjuggu síðar lengi í Fótaskinni. Dó 30. maí 1963 á Akureyri. Sjá í [ÆÞ. V, bls. 219].

Þórdís kemur 1896 „ , vk., að innan,“ að Heiðarseli. Hún fer þaðan 1897 að Öxará „ , vinnuk., 54?,“ [Kb. Lund.]. Tvær Þórdísir koma helst til greina í registri manntalsinas 1845. Önnur á Litlubrekku í Möðruvallaklaustursókn, Þórðardóttir „ , 2, Ó, tökubarn,“ sögð fædd í Miklagarðssókn; og hin á Syðra Kamphóli, Guðrún Guðmundsdóttir „ , 2, Ó, tökubarn,“ sögð fædd „hér í sókn“ (þ. e. Möðruvallakl. sókn).

1897 - 1936: Haraldur Ingi Illugason og Rósa Gunnlaugsdóttir

Haraldur og Rósa koma að Heiðarseli 1897 frá Narfastaðaseli [Kb. Lund.], þar sem þau höfðu verið í húsmennsku í tvö ár, en þangað komu þau frá Úlfsbæ. Þau búa í Heiðarseli þar til það fer í eyði 1936.

Haraldur var fæddur 28. apríl 1864 á Íshóli og kemur fyrst með foreldrum sínum að Heiðarseli 1865, sjá um hann hér nokkru framar.

Rósa var fædd 9. júní 1870 á Krónustöðum í Eyjafirði, og voru foreldrar hennar Gunnlaugur Sigfús Þorleifsson og Margrét Guðmundsdóttir „ , búandi hjón á Krónustöðum“ [Kb. Saurbs.]. Hún fer þaðan með foreldrum og systkinum 1871 að Lögmannshlíð [Kb. Saurb.], [Kb. Glæs.]. Foreldrar hennar fara 1880 frá Sólborgarhóli, Margrét að Miklagarði, þar sem hún er á manntali 1880 „ , 41,

Arndís Kristjánsdóttir

Arnfríður Stefánsdóttir

S, vinnukona,“ en Gunnlaugur að Garðsá með einn son þeirra. En nokkur börn þeirra eru áfram í Lögmannshlíðarsókn, sum niðursetningar, þ. á m. Rósa, sem er á manntali í Syðrakrossanesi 1880 „ , 10, Ó, niðursetningur“. Rósa fer 1888 „ , vinnuk.,“ frá Völlum í Saurbæjarsókn að Hálsi í Fnjóskadal, en er á manntali Sigríðarstöðum 1890 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Þaðan fer hún 1893 að Ljósavatni [Kb. Hálsþ.], en svo aftur að Sigríðarstöðum 1895 [Kb. Þór.].

Haraldur og Rósa, þá bæði í Narfastaðaseli, voru gefin saman í Einarsstaðakirkju 25. okt. 1895 [Kb. Ein.]. Haraldur dó á Fljótsbakka 16. maí 1938, en átti þá heima á Ingjaldsstöðum. Rósa dó á Fljótsbakka 17. ágúst 1943. Sjá um þau hjón og börn þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 182-186].

Haraldur í Heiðarseli og börn hans komu oft í Skógarsel, kaupstaðarleið frá Heiðarseli, Brennási og fleiri bæjum lá ofan við túngarð í Skógarseli. Einnig man ég eftir að Rósa kom, hún var að vitja læknis út í Breiðumýri vegna handarmeins, líklega í október 1934.

Börn Haraldar og Rósu í Heiðarseli 1897-1936:

Auður Haraldsdóttir, f. 29. ([ÆÞ. IV, bls 182] segir 21.) júlí 1896 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], kemur með foreldrum að Heiðarseli 1897 „ , dóttir þeirra, 2,“ [Kb. Lund.]. Hún er í Heiðarseli á aðalmanntali 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok til 1927, en þá enda þau. Hún er farin úr Heiðarseli við aðalmanntalið 1930. Auður fluttist til Akureyrar 1942, dó þar 13. jan. 1977 [ÆÞ. IV, bls. 182].

Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 15. sept. 1897 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hún er á aðalmanntölum í Heiðarseli 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok, síðast 31. 12. 1922. Sjá um Sigurbjörgu og börn hennar í [ÆÞ. IV, bls. 184-186].

Sigurður Haraldsson, f. 29. maí 1899 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann er á aðalmanntali í Heiðarseli 1901, 1910, 1920 og 1930 og á manntali sóknarprests við árslok þar til þau enda 1927. Sigurður var bóndi á Ingjaldsstöðum frá um 1931 til æviloka 15. des. 1980. Kvæntur Kristjönu Elínu Gísladóttur frá Ingjaldsstöðum. Sjá um þau og börn þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 183-184].

Hermann Haraldsson, f. 23. ágúst 1901 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann er þar á aðalmanntölum 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok, síðast 31. 12. 1926, þá sagður „burtvikinn“ [Sál. Eyj.]. Hemann veiktist af lömunarveiki og flutti til Reykjavíkur 1925. D. 15. nóv. 1977 [ÆÞ. IV, bls. 184].

Sigrún Haraldsdóttir, f. 19. okt. 1903 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hún er þar í aðalmanntölum 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok þar til þau enda 1927. Við manntalið 1930 er hún ráðskona hjá Inga bróður sínum á Hrappstöðum. Sigrún var lengi húsfreyja á Fljótsbakka, gift Einari Karli Sigvaldasyni bónda þar. Sjá um þau og börn þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 186 og 189].

Ingi Haraldsson, f. 9. febr. 1905 í Heiðarseli [Kb. Lund.]. Hann er þar á aðalmanntali 1910 og 1920 og á manntali sóknarprests við árslok til 1911, en 1912 er hann ekki þar talinn, hann er þá „fósturbarn, 7“ á Hrappstöðum, en „tökubarn“ til og með 1918, en er kominn aftur í Heiðarsel 31. des. 1919 og

er þar áfram uns því manntali lýkur 1927. Við manntalið 1930 er Ingi bóndi á Hrappstöðum. Ingi andaðist 6. júní 1979. Sjá um hann og börn hans í [ÆÞ. IV, bls. 184].

Dagur Haraldsson, f. 13. ágúst 1908[Kb. Lund.] ([ÆÞ. IV, bls. 184] og áletrun í kirkjugarði Einarsstaðakirkju segir 1907) í Heiðarseli. Hann er þar á aðalmanntali 1910, 1920 og 1930 og á manntali sóknarprests við árslok uns það þrýtur 1927. Dagur var lengi vanheill á sjúkrahúsi. Dó 2. jan. 1994, þá sagður til heimilis á Kristnesspítala. Sjá Skrá Hagstofu Íslands yfir dána 1994.

Guðrún Haraldsdóttir, f. 11. mars 1911 í Heiðarseli (skírð 6. des. 1911) [Kb. Mýv.]. (Í [Sál. Eyj. 31. 12. 1920] er hún sögð fædd 1910; hennar er þó ekki getið í manntalinu 1910). Hún er í Heiðarseli við aðalmanntölin 1920 og 1930 og ámanntali sóknarprests við árslok frá og með 1911 til 1927. Guðrún andaðist í Reykjavík 3. júní 1942 [Mbl. 5. júní 1942, bls. 3 og 7]. Hún var jarðsett í Fossvogskirkjugarði 12. júní 1942 skv. skrá Kirkjugarðanna, þar er heimili hennar sagt Frakkastígur 11 í Reykjavík.

Guðrúnu fæddist sveinbarn við andlát sitt. Skv. munnl. uppl. hjá Þjóðskrá andaðist það óskírt á Landspítala 8. júní 1942. Starfsmaður Kirkjugarða í Reykjavík sagði mér í símtali (6. 3. 2008), að ekki væri ólíklegt að það hefði verið jarðsett með Guðrúnu, en hafði ekki um það heimildir.

Valgerður Haraldsdóttir, f. 13. okt. 1912 í Heiðarseli [Kb. Mýv.]. Hún er þar á aðalmanntali 1920 og 1930 og á manntali sóknarprests við árslok frá og með 1912 til 1927 [Sál. Eyj.]. Árið 2001 er Valgerður í íbúaskrá Eyrarsveitar í dvalarheimilinu Fellaskjóli. Hún andaðist 20. des. 2003 [Íslendingabók]. Sjá um Valgerði og fjölsk. hennar í [ÆÞ. IV, bls. 184].

Heiðarselssystkinin voru alloft í ígripa- eða kaupavinnu í Skógarseli. Í dagbók föður míns er getið Auðar, Sigurbjargar og Sigrúnar, sem þar eru í kaupavinnu af og til um sláttinn 1926-1929. Einnig er getið Dags og Inga, en Ingi var bæði í ígripavinnu að vorlagi og síðar - eftir búskap hans á Hrappsstöðum kaupamaður um sláttinn 1933, man ég allvel eftir honum þá. Þá var Sigurður bóndi á Ingjaldsstöðum góður nágranni á Ingjaldsstöðum og tíður gestur við fjárrekstra á haustin.

Önnur skyldmenni Haraldar og Rósu í Heiðarseli 1897-1936:

Margrét Guðmundsdóttir, móðir Rósu húsfreyju, er í Heiðarseli á manntali sóknarprests við árslok 1899, „ , vinnuk., á 60“ [Sál. Eyj.]. Hún fer árið 1900 „ , vinnuk., 60, Frá Heiðarseli að Kambi?, Eyjaf.“ [Kb. Lund.]. Þar er einnig svolátandi aths: „Var þar í fyrra þótt hún sé ekki skrifuð þar.“ Margrét var fædd 17. jan. 1839 „hórgetin“, voru foreldrar hennar „Guðmundur Þorsteinss: giptur og Margrét Björnsd ógipt á Lnguhlíð bæði“ [Kb. Myrk.]. Margrét er á manntali hjá föður sínum og konu hans í Lönguhlíð 1840 og 1845 og enn 1850 „ , 11, Ó, dóttir bónda,“. Fer frá Lönguhlíð 1854 að Þríhyrningi og er á manntali á Svíra 1855 „ , 17, Ó, vinnustúlka,“. Hún kemur 1857 „ , 18, vinnukona frá Þríhyrningi að Hleiðarg.“ [Kb. Saurb.] og er þar á manntali 1860. (Heitir ráðskonan á því búi Margrét Björnsdóttir, kynni að vera móðir hennar). Margrét giftist 26. okt. 1866 Gunnlaugi Sigfúsi Þorleifssyni, eru þau þá bæði 28 ára vinnuhjú á Saurbæ [Kb. Saurb.]. Um flutninga út í Lögmannshlíðarsókn, sjá hér ofar hjá Rósu. Margrét er á manntali á Kambi í Munkaþverárkl.sókn 1901 „ , móðir bónda,“ Jóns Gunnlaugssonar, sem er „

, húsbóndi, bóndi, 34,“ sagður fæddur í Saurbæjarsókn og er þess getið að hann sé holdsveikur. Um Margréti er þar sagt að hún sé gift, þó hún sé sögð skilin við manntalið 1880, og er mér ekki kunnugt hvort hún hefur giftst að nýju. Hún finnst ekki gift eða burtvikin úr Miklagarðssókn til 1899 og ekki á manntali 1890 í Eyjafirði út í Möðruvallaklaustursókn.

Valgerður Anna Sigurðardóttir, móðursystir Haraldar bónda, er á aðalmanntali í Heiðarseli 1901 „ , húskona að 1/2, hjú að 1/2, 60,“ einnig á manntali sóknarprests, en ekki er hún á hans manntali við árslok 1900 né 1902. Sjá um Valgerði hér ofar í tíð Illuga og Sigurbjargar.

Róbert Bárðdal, sonur Valgerðar Önnu hér næst á undan, er einnig í Heiðarseli á manntali 1901 „ , húsmaður, ( . . ), 29,“ einnig á manntali sóknarprests þ. á., en ekki er hann á hans manntali árið áður né árið eftir. Sjá um hann hér ofar í tíð Illuga og Sigurbjargar.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, móðir Haraldar bónda, kemur frá Krossi aftur að Heiðarseli 1908 „ekkja, 70, Heiðarsel - Krossi“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali sóknarprests við árslok 1908-1914, einnig á aðalmanntali 1910. Sjá hér ofar um Sigurbjörgu, þegar hún var húsfreyja í Heiðarseli.

Vandalausir í Heiðarseli í búskapartíð Haraldar og Rósu 1897-1936:

Guðni Vilhjálmur Þorsteinsson, kemur frá Krossi að Heiðarseli 1898 „ , vinnupiltr. 14,“. Hann fer þaðan 1906 „ , vinnum., 21,“ að Rauðá [Kb. Lund.]. Sjá um Guðna hér ofar í búskapartíð Illuga og Sigurbjargar. Guðni er bóndi á Hálsi í Fnjóskadal 1938 - 1949 [Bybú bls. 119], sjá ennfremur um hann í bók Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík: Fólk sem ekki má gleymast, Ak. 1983, bls. 181 –206.Guðni andaðist 18. júní 1971 áAkureyri, sjá [ÆÞ. IV, bls.164], sjá einnig sömu bók bls. 181-182.

1. yfirferð lokið 31. okt. 2005. R. Á. Þessi prentum gerð 6. nóv. 2008. R. Á.

Ábúendur í Heiðarseli

frá 1811 til 1936

Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þingjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig talið ná yfir þann tíma.

1811 - 1834 Benedikt Þorgrímsson og Anna Oddsdóttir 1834 - 1839: Ásmundur Jónsson og Kristín Ingveldur Ásmundsdóttir 1838 - 184?: Halldór Ólafsson og Friðbjörg Halldórsdóttir 1839 - 1860: Jónas Jónsson og Helga Jónasardóttir 1850 - 1854: Jón Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir 1854 - 1861: Ásmundur Jónsson og Guðný Guðlaugsdóttir 1861 - 1865: Jóhannes Jónatansson og Kristbjörg Jónsdóttir 1865 - 1890: Illugi Friðfinnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir 1869 - 1870: Guðni Jónsson og Þuríður Aradóttir 1890 - 1893: Sigurbjörg Sigurðardóttir 1893 - 1896: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir 1896 - 1897: Kristján Jónsson og Anna Kristjánsdóttir

1897 - 1936: Haraldur Ingi Illugason og Rósa Gunnlaugsdóttir

Skammstafanir og skýringar:

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712.

[JakH.]: Jakob Hálfdanarson: Sjálfsævisaga, Rvík 1982.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.

[ÆÞ.]: Indriði Indiðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: