132 minute read

2.14 Skógarsel

Next Article
2.17 Víðasel

2.17 Víðasel

1814 - 1826: Halldór Halldórsson og Kristín Sveinsdóttir

Halldórs er getið meðal gjaldenda í Skógarseli í manntals- og þinggjaldabók [MaÞ.] Helgastaðahrepps 1815, má af því ráða að hann hafi byrjað þar einhvern búskap 1814 (manntalsþingréttur var haldinn á Helgastöðum 22. maí 1815). Skógarsels finn ég ekki getið í [Þing. XVI., A., nr. 1] árin á undan.

Þau Halldór og Kristín eru á aðalmanntali í Skógarseli 1816, ásamt dóttur sinni og tveim börnum Reinalds, bróður Kristínar, og búa þar til 1826 er Kristín deyr. Á þinggjaldareikningi 1818 er Halldórs þó ekki getið, en öll hin árin til og með 1826.

Halldór og Kristín voru gefin saman 22. apríl 1797 [Kb. Helgastaðaprk.] og eru þau búsett á 2. býli á Ingjaldsstöðum við manntalið 1801. En á 1. býli búa þá foreldrar Kristínar, Sveinn Eyjólfsson og Guðlaug Jónsdóttir, ásamt Reinald syni þeirra og Steinvöru konu hans.

Manntalið 1816 getur ekki um fæðingarstað þeirra hjóna, eins og þó var venja við það manntal. Er því erfitt um heimildir varðandi uppruna Halldórs. Við manntalið 1816 er Halldór er sagður 47, en Kristín 52ja ára.

Halldór og Kristín virðast búa á Ingjaldsstöðum a. m. k. til 1803, þar fæðist þeim dóttir sem skírð er 4. ágúst þ. á. En 1804 eru þau komin í Lásgerði, og þar búa þau þegar Sveinn sonur þeirra er skírður 27. febr. 1805, d. 28. ágúst þ. á. [Kb. Helgastaðaprk.], og þar er Halldór í [MaÞ.] 1810.

Í [MaÞ.] fyrir Helgastaðahrepp er föðurnafn Halldórs nokkið á reiki: 1803 og 1804: Jónsson; 1805-7 og 1809 Ingjaldsson, en 1808 og 1810 Halldórsson. Ég hallast þó að því að hér sé um sama manninn að ræða og styrkir kirkjubókin þá skoðun.

En 1811 er kominn annar bóndi í Lásgerði. Óvíst er, hvar þau hjón eru 18111814. Þó finnst eftirfarandi: Í „Tabel øver Liosavands Repps oeconomiske Tilstand i Norder - Syssel for Aaret 1810“ er „Kristín Sveinsdóttir Rauðá“ á lista yfir „Huusfolk í Reppnum“. (Þetta gæti staðist, ef taflan er gerð í lok ársins, en manntal og þinggjald skráð fyr á árinu 1810). Og í „Tafla yfer lausamenn og lausakonur samt ... fólk í Norðursysslu árið þann 10. November 1813“ er í Ljósavatnshreppi Kristín Sveinsdóttir, 50 ára, með 10 „milkar ær“, „Þarf að framfæra dóttur syna vesæla - Rósu 15an ára“. „Lifir af skepnum, hefur grasnit, og stirk af manni sínum, þjónandi í vist.“ Þá er Rósa, 11, „fátækra barn“ á Jarlsstöðum í Bárðardal 1811, en óvíst er, að þar sé um dóttur þeirra hjóna að ræða. Virðist fjölskyldan því ekki búa saman þennan tíma. Rósa er fermd 23. maí 1813 skv. skrá um fermda í „báðum sóknunum“ [Kb. Þór.], gæti því hafa átt heima á Rauðá, en ekki í Einarsstaðasókn. Heimilisfangs er ekki getið.

Kristín Sveinsdóttir deyr 4. apríl 1826 „kona búandi í Skógarseli, Dó úr svefni“ [Kb. Ein.], og virðist búskapur Halldórs einnig enda þar með, því þá koma nýir ábúendur. Ekki er vitað, hvað þá verður um Halldór, e. t. v. fer hann í Kvígindisdal, því þaðan flytur hann 1834 að Haga til Rósu dóttur sinnar og er þar á manntali 2. febr. 1835 „ , 65, E, húsmóðurinnar faðir“. Þau flytja frá Reykjum að Breiðumýri 1838, þar sem Halldór deyr 1. ágúst það ár, „kall á Breiðumýri, 76, “ [Kb. Ein.].

Dóttir Halldórs og Kristínar í Skógarseli:

Rósa Halldórsdóttir er með foreldrum sínum á manntali í Skógarseli 1816 „ , dóttir hjónanna, 17,“ má ætla að hún hafi verið hjá þeim alla þeirra búskapartíð í Skógarseli til 1826. Rósa var fædd 24. jan. 1799 á Krossi [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Ingjaldsstöðum 1801. Hún virðist vera með móður sinni þegar foreldrar hennar búa ekki saman, og er fermd 1813, líklega frá Rauðá eins og áður segir. Rósa giftist 23. nóv. 1828, þá vinnukona á Einarsstöðum, Jóhanni Ásgrímssyni (sjá síðar) vinnumanni á Syðrafjalli og er meðal innkominna þangað árið eftir. [Kb. Múlas.]. Rósa og Jóhann eru á tölverðum flækingi, fara 1830 að Geitafelli, eru á manntali í Haga 1835, fara 1838 frá Reykjum að Breiðumýri (Jóhann þá sagður bóndi) og þaðan 1840 að Hólmavaði ásamt 5 börnum. Þau eru á manntali í Fótaskinni 1860 ásamt Páli syni sínum, „ , 31, Ó, þeirra son.“ Tveir synir Rósu og Jóhanns fóru til Vesturheims. Sigurbjörn Jóhannsson, f. 24. des. 1839 á Breiðumýri, skáld frá Fótaskinni, fer til Vesturheims frá Hólmavaði 1889 „bóndi, 49,“ ásamt Maríu Jónsdóttur (Halldórssonar í Vallakoti), 29, konu sinni og tveim börnum þeirra hjóna, annað þeirra Jakobína (síðar Johnson) skáldkona, „barn þeirra, 6“ [Vfskrá]. Sigurbjörn deyr í Argyle-byggð 9. febr. 1903 [Alm. ÓTh. 1904, bls. 119]. - Jóhann Jóhannsson, f. 21. jan. 1843 á Hólmavaði [Kb. Ness.], fer til Vesturheims 1878 „húsmaður, 35, “ frá Ingjaldsstöðum, ásamt Guðrúnu Ólafsdóttur konu sinni, 37, og Sigurveigu, 8, dóttur þeirra [Vfskrá]. Jóhann Jóhannson Reykdal deyr á heimili sonar síns 12. júní 1917, 74 ára [AlmÓTh. 1918, bls. 122]. Um Jón Ásgrím Reykdal, son Jóhanns Jóhannssonar, er fjallað í [AlmÓTh. 1919, bls. 37-38]. - Þá var Kristín dóttir þeirra lengi húsfreyja í Laugaseli, sjá þar. Rósa deyr í Stafni 31. mars 1863, „gipt kona frá Fótaskinni, 64 ára“, greftruð á Einarsstöðum [Kb. Ein.].

Skyldulið Halldórs og Kristínar í Skógarseli 1814-1826:

Guðrún Reinaldsdóttir, bróðurdóttir Kristínar húsfreyju, er á manntali í Skógarseli 1816 „vinnustúlka að hálfu, 16,“. Hún fer 1819 „ , 21, vinnukind að hálfu, til sama Bæar“ (þ. e. Rauðár) „frá qvigindisdal“ [Kb. Þór.]. Guðrún var fædd „Eptir því sem fyrrnefnd Guðrún segir sjálf, ( . . . ) 13 desember árið 1800,“ [Gjörða- og bréfabók hreppsnefndar Fellahrepps 1874-1901] á Ingjaldsstöðum, skírð 19. des. 1800 [Kb. Helgast.prk.], dóttir hjónanna Reinalds Sveinssonar og Steinvarar Guðlaugsdóttur, sem gefin voru saman 21. febr. 1800. Guðrún er á manntali með foreldrum sínum og Guðlaugu systur sinni á Ingjaldsstöðum 1801. Kemur frá Rauðá að Jarlstöðum 1821 [Kb. Lund.]. Fer 1831 „ , 31, vinnukona, frá Lóni í Möðruvallasókn að Grenjaðarst.“ [Kb. Grenj.], þar sem hún giftist Halldóri Jónssyni 2. sept. 1832. Halldór deyr á Máná 23. des. 1846 [Kb. Hús.] og er Guðrún á manntali á Húsavík 1850, en

flytur þaðan að Arnanesi 1860 [Kb. Hús.] þar sem Hildur dóttir hennar er þá og eru þær þar á manntali 1860. Guðrún flytur 1863 ásamt þrem börnum sínum að Skjöldólfsstöðum [Kb. Garðss.], [Kb. Hoft.]. Þaðan fer hún 1867 með Margréti dóttur sinni og tengdasyni að Ekkjufellseli í Fellum, er hennar getið þar í sálnaregistri, og í athugasemd 1871 er bókað þar „kvennskörungur.“ Guðrún fór til Vesturheims með dóttur sinni og tengdasyni 1876, þótt ekkert finnist um það í kirkjubókum né [Vfskrá], sjá í [Saga Ísl., bls. 156]. Þar dó Guðrún, líklega í sept.- okt. 1876.

R. Á. hefur gert sérstakan kafla um Guðrúnu og börn hennar.

Sveinn Reinaldsson, bróðir Guðrúnar hér næst á undan, er á manntali í Skógarseli 1816, „niðurseta, 6, -“ — “ , og gæti endurtekningarmerkið í kirkjubókarmanntalinu táknað „að hálfu“, sbr. Guðrúnu. Hann deyr í október 1821 „niðurseta í Skógarseli, af niðurfallssótt.“ [Kb. Ein.].

Reinald, faðir Guðrúnar og Sveins, er á manntals- og þinggjaldaskrá á Ingjaldsstöðum til 1816. Þá verða umskipti á högum hans, þegar sonur hans verður „niðurseta“. Hann finnst ekki á nafnaskrá manntalsins 1816, en þá er Steinvör kona hans „vinnukona, gift, 52,“ á Daðastöðum. Hún flytur þaðan 1821 að Halldórsstöðum í Bárðardal. Reinald, þá vinnumaður í Stórutungu, eignast 11. ágúst 1819 soninn Reinald (sbr.sérstakt blað um þá feðga), og kemur 1824, „vinnumaður, frá Haldórsstöðum í Bárðardal til Daðastaða.“ [Kb. Ein.]. Með honum kemur Steinvör kona hans, vinnukona, einnig að Daðastöðum. Reinald deyr úr brjóstveiki 7. apríl 1826, „vinnumaður á Daðastöðum.“ Steinvör er í Glaumbæjarseli 1835 hjá Guðlaugu dóttur sinni, 1840 í vinnumennsku í Kasthvammi og deyr 28. ágúst 1843, „vinnukona frá Hallbjarnarst., 78“ [Kb. Ein.].

Vigdís Jóhannsdóttir, „ungbarn frá Skóarseli“, deyr 20. apríl 1826 [Kb. Ein.]. Vigdís finnst ekki á skrá yfir fædda í Einarsstaðasókn. Líklegt er þó að hún sé fædd í Skógarseli, dóttir þeirra Jóhanns og Rósu, enda bendir nafnið til þess (Vigdís í Stafni, stjúpmóðir Jóhanns).

Vanhöld virðast vera á skrásetningu fæðinga í Einarsstaðasókn um þetta leyti, t. d. vantar fæðingu Þuríðar Aradóttur á Fljótsbakka, sbr. [ÆÞ. II, bls. 172-173].

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Halldórs og Kristínar:

Jóhanna Jónsdóttir kemur 1823 „ , barn, frá Ljósavatnshrepp til Skógarsels.“ Aths.: „Sveitarlimur á Ljósavatnshrepp.“ [Kb. Ein.]. Sama ár er hún í [Kb. Lund.] sögð fara „ , niðursetningur, Frá Sigurðarstöðum að Skógarseli í Reikiadal“. Og 1824 er hún einnig sögð fara „ , 5, niðursetningur, Frá Sigurðarstöðum að Skógarseli“ [Kb. Lund.]. Jóhanna fer 1826 „ , 7, niðurseta, frá Skógars: að B:felli“ [Kb. Þór.]. Ekki hefur mér tekist að finna fæðingu Jóhönnu í bókum, né hver faðir hennar var. Móðir hennar, Ingunn Hrólfsdóttir (fædd í Litlutungu), kemur 1819 „24, vinnukona, frá Klömbur að Rauðá { . . }“

og segir í aths.: „ógift, hefur átt barn í hórdómi“ [Kb. Þór.]; er þar líklega ekki átt við Jóhönnu.Ingunn fer 1820 „ , 25, vinnukona, frá Rauðá að Lundarbrecku, ógift“ og fer Jóhanna „ , 4ra vikna, hennar Barn, frá sama Bæ til sama Bæar“ [Kb. Þór.]. Engar kvenkyns fæðingar er að finna í [Kb. Þór.] þetta ár, ekki finnst hún heldur fædd í [Kb. Grenj.] um þetta leyti. Í [Kb. Lund.] eru þær mæðgur meðal innkominna í sóknina 1820, og er Jóhanna þar sögð „ , 2, hennar barn,“. Jóhana fer 1831 „ , 12, niðursetningur, frá Hálsi að Syðrafialli í aðaldal“ [Kb. Þór.], [Kb. Múl.] og er á manntali á Syðrafjalli 1835 „ , 15, Ó, vinnustúlka“ . Dó 9. jan. 1837 „ , Syðrafialli, 17, Varð úti í stórhrýð.“ [Kb. Múl.].

Jóhann Ásgrímsson flytur 1826frá Skógarseli að Syðrafjalli,vinnumaður [Kb. Ein.], [Kb. Múl.]. Næstum öruggt má telja, að Jóhann sé sonur Ásgríms Jónssonar í Stafni og Helgu Jónsdóttur, skírður 10. febr. 1805 „óskilgetinn“ [Kb. Helgastaðaprk.] og á manntali þar 1816 „ hans launsonur, 12,“ . Jóhann deyr hjá Kristínu dóttur sinni 30. júní 1866 „ , ekkjumaður í Laugaseli, 61“ [Kb. Ein.]. Sjá nánar um Jóhann hjá Rósu konu hans hér nokkru ofar og í kafla um Laugasel.

1826 - 1828: Árni Jónsson og Ölveig Sigmundsdóttir

Árni og Ölveig eru meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1826, „frá Litlutjörnum að Skógarseli“, ásamt Maríu dóttur sinni. Þau eru meðal burtvikinna úr sókninni árið 1828 „frá Skógarseli að Arnstapa í Hálssókn.“ Árna er getið í [MaÞ.] í Skógarseli árin 1827 og 1828. ´Við húsvitjun í mars 1797 er Árni með foreldrum sínum, Jóni Árnasyni og Þorgerði Indriðadóttur, á Hrappstöðum (Rafnstader) í Bárðardal „ , þeirra barn, 26,“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1801 er Árni á Stóruvöllum í Bárðardal „ , huusbondens söstersön, 30, ugivt“; þar er er þá einnig móðursystir hans „Thurid Endridedatter, huusbondens söster, 63,“ . Húsbóndinn á Stóruvöllum er þá Davíð Indriðason. Við manntalið 1801 er Ölveig vinnukona á Kálfaströnd „ , 27, tienestefolk, ugivt“. Árni og Ölveig voru gefin saman 7. okt. 1811 [Kb. Þór.]. Þau eru á Litlutjörnum við manntalið 1816, Árni sagður 45 ára, f. á Hömrum, en Ölveig 43, f. í Vindbelg. (Talin þar Halldórsdóttir, en Jónsdóttir 1826 og 1828 í [Kb. Ein.], en Árnadóttir við fermingu Maríu.). Þau flytja 1830 frá Litlutjörnum að Kálfaströnd („ , 58, bóndi,“ „ , 56, hs kona,“) [Kb. Mýv.]. Þar eru þau á manntali 1835, er Árni þá sagður vinnumaður. Hann er vinnumaður á Skútustöðum við manntalið 1840 en Ölveig er þá vinnukona á Kálfaströnd. Við manntalið 1845 eru þau bæði á Kálfaströnd, Árni „ , 75, G, tökukarl,“ en Ölveig talin „Sigmundsdóttir, 72, G, hans kona,“ eins og hún er jafnan talin í manntölum. Ölveig andaðist 5. ágúst 1846 „frá Kálfaströnd, 72ia ára, ( . . ) af mislingum“ [Kb.Mýv.] en Árni 15. sept. 1858 „frá Kálfaströnd, 88, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Á manntalinu 1816 er með þeim hjónum á Litlutjörnum, auk Maríu dóttur þeirra, Þorgerður Indriðadóttir, „móðir bónda, 72, “, fædd á Fljótsbakka. Er hún því dóttir Indriða Magnússonar (ca 1715-1793) [ÆÞ. IV, bls. 80], og þar með systir Davíðs á Stóruvöllum, föður Elínar á Lundarbrekku. Sjá einnig [ÆSiÞ. bls. 73]. Þorgerður dó 22. jan. 1822 „Eckia hjá syni sínum á Litlu

tiörnum, 78, úr uppdráttar Sýki og ablleisi“ [Kb. Hálsþ.]. Árni var bróðir Daníels, afa Þorbergs Davíðssonar á Litlulaugum, sjá [ÆSiÞ. bls. 54-55].

Barn Árna og Ölveigar í Skógarseli:

María Árnadóttir kemur með foreldrum sínum að Skógarseli 1826 og flytur með þeim að Arnstapa 1828 „ , 16, þra barn,“ [Kb. Ein.]. María var fædd 9. apríl 1812 á Landamóti [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Litlutjörnum 1816, fermd 1827 [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Narfastöðum 1835 og fer þaðan þ. á. að Kálfaströnd [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali á Grænavatni 1840 og 1845 en 1860 í Baldursheimi „ , 48, Ó, vinnukona,“. Dó 20. júní 1866 „ , vinnukona frá Reykjahlíð, 55, Dó úr þungri kvefsótt“ [Kb. Mýv.].

1828 - 1831: Í eyði

Engan ábúanda eða heimilismann hef ég fundið í Skógarseli þessi ár, og árin 1829 og 1830 er þar einskis getið í [MaÞ.]. Hefur jörðin þá líklega verið í eyði. Kann það að skýra það sem segir um Skógarsel í sóknarlýsingu 1839 eftir sr. Sigurð Grímsson prest á Helgastöðum: „ .. heimaland frá Einarsstöðum, nýlenda byggð fyrir níu árum.“ Sjá [Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknarlýsingar H. Í. B. 1839-1844. Reykjavík 1994].

1831 - 1849: Gunnar Markússon og síðar með honum

Signý Skúladóttir

Gunnar er meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1831 „41, búandi, frá Hóli í Kinn að Skógarsel.“ og er á manntali í Skógarseli 1835, 1840 og 1845. Hann er, ásamt konu, þrem börnum og ömmu Signýjar meðal burtvikinna úr sókninni 1849 „ , 59, bóndi, frá Skógarseli inní Eyjafjörð“ .

Gunnar er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli í [MaÞ.] 1832-1849. Getið er Signýjar tengdamóður hans í [MaÞ.] 1834 og Jóns Jónssonar 1847, bæði á skrá yfir búlausa.

Gunnar var fæddur 7. maí 1790 að Hrappstöðum í Lögmannshlíðarsókn [Kb. Lögm.], en er í Bitru við manntalið 1801 hjá foreldrum sínum, Markúsi Jónssyni, 46, og Halldóru Gunnarsdóttur, 40, konu hans, og fjórum systkinum, þ. á m. Gunnari alnafna, f. 9. sept. 1785, og Guðbjörgu, sem síðar átti Jón Jónsson á Einarsstöðum. Við manntalið 1816 búa þau hjón á Rangárvöllum í sömu sókn, Markús sagður fæddur á Miðlandi í Öxnadal, en Halldóra í Ytri Skjaldarvík. En þá er Gunnar farinn að heiman. Í Hólum í Öxnadal er Gunnar Markússon vinnumaður 1816, en ekki er getið þar aldurs né uppruna.

Gunnar kemur inn í Þóroddstaðarprk. 1824 „ , 35, vinnumaður frá Sandi að Björgum“ . Hann er í sálnaregistri á Hóli í sama prk. 1830 „ , vinnumaður, 40,“ og er burtvikinn úr prestakallinu 1831 „ , 41, vinnu mað og hús m., burtvikinn

frá Hooli að Skógarseli í Reikjadal til búskapar, ógiptur.“ [Kb. Þór.]. Með honum flytur Kristbjörg Einarsdóttir, 38, sjá síðar.

Gunnar kvæntist 17. júlí 1833 Signýju Skúladóttur „19 ára, yngisstúlka á Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Signý var fædd 9. sept. 1814 á Skuggabjörgum [Kb. Lauf.], en við manntalið 1816 á hún heima í Litlagerði, ásamt foreldrum sínum sem þar búa, Skúla Björnssyni, 27, f. í Ystuvík, og Guðrúnu Jóhannesdóttur, 26, f. í Litlagerði, ásamt tveim systkinum sínum. Signý kemur í Einarsstaðasókn með ömmu sinni og alnöfnu árið 1825 að Litlulaugum „ 11, fósturbarn“ [Kb. Ein.].

Gunnar og Signý eru á manntali að Hömrum í Hrafnagilssókn 1. okt. 1850 ásamt þrem börnum og Signýju eldri. Þau flytja að Breiðumýri 1851, en þá er aðeins Skúli, yngsti sonur þeirra með þeim [Kb. Ein.]. Þau eru „hjón búlaus á Breiðumýri“ við fermingu Jónatans 1853, flytja þaðan að Syðrafjalli 1855 „hjón í vinnum.“, koma 1859 frá Syðrafjalli að Helgastöðum ásamt Jónatan syni sínum, þar sem þau eru á manntali 1. okt. 1860, þar sem Gunnar er talinn „forráðamaður“ hjá Jörgen Kröyer presti.

Gunnar Markússon deyr 7. nóv. 1860 „vinnumaður á Helgastöðum, giptur, 72 ára“ úr „lifrarmeinlætum“ [Kb. Helg.].

Signý flytur með Jónatan syni sínum frá Helgastöðum að Lundarbrekku 1861 [Kb. Helg.], [Kb. Lund.]. Hún fer 1875 „ , 61, v. k., Bjarnast. að Márskoti“ [Kb. Lund.] og þaðan að Fótaskinni með Jónatan árið eftir. Við manntalið 1880 er hún hjá honum í Fótaskinni og 1890 í Tumsu (Norðurhlíð) „ , 77, E, móðir bónda.“ Hún deyr 18. júní 1891 „ , ekkja frá Tumsu, 78, Ellikröm (Slag?)“ [Kb. Grenj.].

Börn Gunnars og Signýjar, öll fædd í Skógarseli:

Halldóra Gunnarsdóttir, f. 8. júní 1834. Hún flytur með foreldrum sínum til Eyjafjarðar 1849, kemur 1853 „ , 20, vinnuk., frá Grísará í Eyjaf. að Hólum.“ [Kb. Ein.]. Hún giftist 16. okt. 1854 Jóhanni Halldórssyni, sem þá er vinnumaður á Breiðumýri, f. 29. júlí 1827 í Vallakoti, og eru þau á manntali á Litlulaugum 1855 ásamt Siggeiri syni þeirra, þar sem Jóhann er talinn húsmaður. Þau flytjast að Hömrum 1857 og aftur að Litlulaugum 1859, þar sem þau eru á manntali 1860 ásamt þrem börnum. Eru sögð „hjón búandi“ í Glaumbæ 1863 og í Lásgerði 1865, 1869 og 1871 við fæðingu barna og 1873 við fermingu Signýjar. Halldóra er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1874, „ , 40, vkona frá Glombæ til Norðursléttu“ ásamt „Hólmfríði (svo) Jóhannsd, 5, barn har og nr. 305“, sem er Jóhann „ , 47, vmðr, frá Halldórsst til Norðursléttu“ [Kb. Ein.]. Hann kemur aftur í sóknina 1876 „ , 50, vmðr, frá Sléttu að Breiðumýri“ og er {Málm}fríður „ , 8, dóttir hs,“ þá með honum [Kb. Ein.]. Halldóra kemur aftur í sóknina 1876 „ , 43, vkona, úr Sléttu að Halldórsst.“ Hún er á manntali að Langavatni ásamt Málmfríði Önnu dóttur þeirra 1880. Virðist komin upplausn í fjölskylduna fljótlega eftir 1873, líklega vegna fátæktar. Halldóra fer til Vesturheims 1888 „vinnukona, 54“ frá Skinnalóni [Vfskrá]. Með sama skipi fara þrír synir hennar, Gunnar, „vinnumaður, 30,“ frá Grímsstöðum á Fjöllum; Kristján, „bóndi, 27“, ásamt ársgamalli dóttur frá Nýjabæ, og Sigtryggur „vinnumaður, 23,“ ásamt konu sinni Kristrúnu Stefánsdóttur, 31, frá Grundarhóli. Jóhann Halldórsson fer 1889 „húsmaður, 62,“ frá Vallakoti til Vesturheims, og með sama skipi fer Theodór

sonur þeirra „vinnumaður, 28,“ frá Glaumbæ [Vfskrá]. Sama ár fer Siggeir sonur þeirra til Vesturheims frá Klifshaga. Halldóra deyr 10. jan. (eða febr.) 1906 hjá Sigtryggi syni sínum í Albertanýl. „ekkja Jóhanns Halldórssonar (úr Reykjadal í Þingeyjars.), 73. ára“ [AlmÓTh. 1907, bls. 99].

Skúli Gunnarsson, f. 11. júlí 1835. Dó 10. okt. s. á. „ , barn frá Skógarseli, 1“ [Kb. Ein.].

Jónatan Gunnarsson, f. 21. okt. 1838 [Kb. Ein.]. Hann flytur með foreldrum sínum í Eyjafjörð 1849 og er með þeim á manntali á Hamri 1850. Kemur „ , 13, smali,“ úr Eyjafirði í Kvígindisdal 1851 og á þar heima við fermingu 1853, en foreldrar hans eru þá „hjón búlaus á Breiðumýri“, og er á manntali í Kvígindisdal 1. okt. 1855, „ , 17, Ó, léttadrengur, “. Kemur með foreldrum sínum frá Syðrafjalli að Helgastöðum 1859, sjá áður hjá Gunnari. Jónatan flytur með móður sinni að Lundarbrekku 1861 og eru þau víðar í Bárðardal. Hann fer 1864 frá Stórutungu að Árbakka [Kb. Lund.], en er þó sagður koma sama ár „ , 26, vinnum, Stórutungu Víðum“ [Kb. Ein.]. Frá Víðum fer hann 1866 að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Helg.] og þaðan 1867 „ , 29, vinnum, Halldórsst. - Stórutungu“ [Kb. Helg.], en [Kb. Lund.] segir hann koma 1867 frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Litlutungu. Kvæntist 26. okt. 1869 Ólínu Ólafsdóttur (fædd 6. nóv. 1842 í Brekku [Kb. Grenj.]), eru þau þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku. Flytur 1872 með konu sinni og Jóni syni þeirra frá Engidal að Víðum [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]. Þau flytja 1876 með tveim sonum og Signýju móður Jónatans frá Máskoti að Fótaskinni, þar sem þau eru á manntali 1880, ásamt Signýju. Þau á manntali í Tumsu (Norðurhlíð) 1890. (Þar er Ólína raunar sögð Pálsdóttir, sem hlýtur að vera missögn). Gunnar Jónatansson, sonur Jónatans og Ólínu, f. í Fótaskinni 6. maí 1877 [Kb. Múl.], bjó lengi á Bangastöðum og er þar á manntali 1930. Hann var þar enn haustið 1947, þegar ég kom þar.

Skúli Gunnarsson, f. 30. jan. 1843. Hann er með foreldrum sínum á manntölum, fer með þeim til Eyjafjarðar 1849 og kemur með þeim að Breiðumýri 1851 „ , 10, þrra barn,“ þar sem hann fórst 17. maí 1853, „Unglíngspiltur frá Breiðumýri, 11 ára, drukknaði“ [Kb. Ein.].

Annað skyldulið Gunnars og Signýjar í Skógarseli 1831-1849:

Signý Skúladóttir (eldri) er á manntali í Skógarseli 1835, 1840 og 1845, ýmist talin fósturmóðir eða móðurmóðir konunnar (var í raun föðurmóðir hennar). Hún flytur með Gunnari og Signýju yngri inn í Eyjafjörð og er á manntali á Hömrum 1. okt. 1850 „87, E,“. Samt er hún sögð meðal dauðra í Hrafnagilssókn 3. febr. þ. á. „ , í {húsm} hjá dótturdóttur sinni á Hömrum, 861/2.“ [Kb. Hrafn.], og hef ég ekki fundið viðhlítandi skýringu á þessu. Signýjar er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1834, á skrá yfri búlausa. Signý er á manntali í Miðvík í Laufássókn 1801, 37 ára ekkja ásamt þrem sonum sínum (þ. á m. Skúla, föður Signýjar yngri). Tekið er fram í manntalinu að Signý sé „flittig væver“, og um föður hennar, Skúla Ólafsson, sem þá er á Þverá, 77 ára, er sagt: „flittig erfaren væver“. Er þetta óvenjulegt. Með Skúla er þá á Þverá s. k. h. Cicilia Hallgrímsdóttir, móðir Signýjar. Fyrri maður Signýjar var Björn Björnsson [Laxd. bls. 168]. Við manntalið 1816 er Signý á Grenjaðarstað „ekkja, ráðskona, 52,“, sögð fædd á Melum í Fnjóskadal. Hún er meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1825, frá Halldórsstöðum í Laxárdal að

Litlulaugum, og er þá gift Ásmundi Sölvasyni, 76, og eru þau sögð „búandi hjón“. Ásmundur deyr á Litlulaugum 3. ágúst 1825. Sjá nánar um Signýju og Ásmund í [Laxd. bls. 166-168].

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Gunnars og Signýjar 1831-1849:

Kristbjörg Einarsdóttir kemur með Gunnari að Skógarseli 1831 og er sagt um þau í [Kb. Ein.]: „ , 37, búandi“, aths.: „hann ógiftur hún gift manni norður á Langanesi.“ Kristbjörg fer 1833 „ , 39, v. k, Frá Skógarseli að Skriðu.“ [Kb. Ein.]. Kristbjörg var fædd 29. mars 1794 á Björgum, dóttir hjónanna Einars Erlendssonar og Arnfríðar Jónsdóttur [Kb. Þór.] og er þar í sálnaregistri 1815 og á manntali 1816 ásamt foreldrum og fjórum systkinum „ , þeirra barn, 21,“. Hún giftist Þorsteini Sigurðssyni og flytur með honum 1821 frá Granastöðum að Hrísum í Eyjafirði, og er Þorsteinn þá sagður 39 ára. Kristbjörg er meðal innkominna í Þóroddstaðarprk. árið eftir „ , 28, vinnukona, frá Hrísum að Björgum, gift.“ Hún er í sálnaregistri á Hóli 1830 og meðal burtvikinna 1831 „ , 38, vinnukona, frá Hóli að Skógarseli í Reikjadal bústýra Gunnars, gipt kona Þorsteins Sigurðss: en við hann skilin að borði og sæng með Amtsleifi“ [Kb. Þór.]. Kristbjörg er á manntali á Björgum 1835 „ , 41, G, húskona að ½ “, og á manntali á Öndólfsstöðum 1. okt. 1855 „ , 61, Sk, í húsmennsku,“. Með henni er þar fósturbarn hennar Hólmfríður Björnsdóttir, 10, fædd í Ljósavatnssókn.

Ísleifur Benediktsson kemur í Skógarsel 1832 „ , 23, vinnum“ [Kb. Ein.], og er sama ár burtvikinn úr Múlaprk. „ , vinnumaðr, frá Fialli að Skógaseli.“ Óvíst er, hve lengi hann er þar. Ísleifur var fæddur í Grímshúsum 25. ágúst 1809, sonur hjónanna Benedikts Ísleifssonar og Jórunnar Aradóttur [Kb. Múl.]. Hann er með þeim þar á manntali 1816. Fer 1836 „ , 26, vinnumaðr, frá Stórulaugum að Lundi“ og kemur þaðan aftur árið eftir [Kb. Ein.] og er á manntali á Stórulaugum 1840 „ , 30, Ó, vinnumaður“. Fer 1841 „ , 31, ungr maður, frá Einarst í Reykjavík“ [Kb. Ein.] og fer Halldór Halldórsson frá Vallakoti með honum. Við manntalið 1845 er í Þingholti 5 í Reykjavík „Islev Benedictsen, 34, E, snedker, Thingöes.“, og er ekki að finna aðra líklega í nafnaskrá þess manntals.

Nikulás Halldórsson er á manntali í Skógarseli 2. febr. 1835 „ , 22, Ó, vinnumaður“, en er meðal burtvikinna úr sókninni þ. á. „ , 22, vinnum., frá Skógarseli að Bakka á Tjörnesi“ [Kb. Ein.]. Nikulás var sonur hjónanna Halldórs Jónssonar og Dórótheu Nikulásdóttur Buch í Vallakoti, en engin kirkjubók er til frá fæðingartíma hans. En við fermingu á Einarsstöðum 1829 er fæðingardagur hans sagður vera 9. okt. 1813. Nikulás er með foreldrum sínum og fjórum systkinum á manntali í Vallakoti 1816 „ , þeirra barn, 3,“ og er Vallakot tilgreindur fæðingarstaður, enda mun fjölskyldan hafa flutt þangað 1813 frá Klömbur. Nikulás fer 1823 „ , 10, barn, frá Vallnakoti til Grímstaða“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]; þá mun Sigurður föðurbróðir hans vera farinn að búa þar. Kemur þaðan 1826 að Ingjaldsstöðum „ , 13, Fóstraður,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og fer þaðan 1828 „ , 14, vinnupiltr, frá Ingjaldsstöðum að Fremstafelli í Ljósavatnssókn“ [Kb. Ein.]. Þaðan fer hann 1829 „ , 16, liettadrengur, Frá Fremstafelli í Kinn að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Þar á hann heima við fermingu þ. á.; eru húsbændur hans þá Jón Jónsson og Abigael Finnbogadóttir, búandi hjón á Bjarnastöðum. Nikulás fer 1831 „ , léttadrengur, frá Lundarbrecku að Ingjallstöðum“ [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]; fer hann trúlega þaðan að Skógarseli. Nikulás kemur 1837 frá Bakka að Einarsstöðum [Kb. Ein.]

og fer þaðan 1839 „ , 26, vinnumaðr að Hálsi í F:d: [Kb. Ein.], en ekki finn ég hans getið í [Kb. Hálsþ.]. Kemur 1840 „ , 28, v.maðr, frá Hálsi að Qvigindisd:“ [Kb. Ein.] og er hann þar „ , 29, Ó, vinnumaður“ viðmanntalið 1840. Fer þaðan 1842 aftur að Bjarnastöðum [Kb. Ein.], [Kb. Lund.] og þaðan að Eyjardalsá 1843 [Kb. Lund.]. Kemur þaðan 1844 „ , 32, vinnum, frá Eyadalsá að Vallnak“ ásamt Björgu Indriðadóttur „ , 31, h kona,“ en þau eru gefn saman í Einarsstaðakirkju 17. júní 1844, þá bæði í Vallakoti [Kb. Ein.]. Þeim fæðist sonur 13. júlí s. á. og eru þá sögð „hjón búlaus á Vallnak.“ [Kb. Ein.]. Nikulás er vinnumaður í Narfastaðaseli við manntalið 1845; er Björg þar þá einnig „ , 32, hans kona, hefur grasnyt,“. Þau búa á Fljótsbakka 1850, á Hömrum 1855 og 1860 og í Vallakoti 1880 með börnum sínum. Nikulás andaðist 30. mars 1882 „ , bóndi frá Vallakoti, 69 ára“ en Björg 1. febr. 1885 „ , ekkja frá Vallakoti, 70 ára“ [Kb. Ein.]. Sjá um þau einnig í kafla um Narfastaðasel.

Ebeneser Jónsson kemur 1835 „vinnupiltr“ úr Ljósavatnshreppi að Skógarseli. Þaðan fer hann 1836 „ , vinnudreingr“ að Kálfborgará. [Kb. Ein.]. Varla getur hér verið um annan Ebeneser að ræða, en þann sem er á manntali á Nýpá 1816, 3, ásamt foreldrum sínum, Jóni Sturlusyni, 41, og konu hans Guðbjörgu H. d. (svo), 50, og fimm eldri systkinum. Ebeneser er ekki á manntali að Kálfborgará 1840, né í nafnaskrá manntalsins 1845.

Jón Þorsteinsson kemur 1838 „ , 15, léttapiltr úr Kinn að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Deyr þar 9. jan. 1840 „ , V.drengr í Skógarseli, 17,“ að því er best verður lesið úr „meinlætum“ [Kb. Ein.]. Jón var fædduur 10. júní 1823, voru foreldrar hans Þorsteinn Þorsteinsson og Signý Einarsdóttir „hion í Naustavyk“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum og bróður á manntali á Þorsteinsstöðum „hjáleiga pr. Loddastaðir nýbýli“ 1835 „ , 11, Ó, þeirra sonur“. Hann er fermdur frá Skógarseli 1838 á Einarsstöðum. „Foreldrar hans voru þá í Naustavík“ [Kb. Ein.].

Ingibjörg Alexandersdóttir er á manntali í Skógarseli 1840 „ , 42, Ó, vinnukona“. Deyr 31. júlí 1843 „ , vinnukona frá Lásgérði, 44, Landfarsótt“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg var fædd 22. júlí 1800 í Brekknakoti, dóttir hjónanna Alexanders Þorvarðarsonar og Ingibjargar Jónsdóttur [Kb. Grenj.], systir Sigurðar hér næst á eftir og Kristínar, sem víða kemur við sögu á eyðinýbýlum. Hún er með foreldrum sínum og Kristínu á manntali í Brekknakoti 1801 og1816 í Holtakoti „ , þeirra barn, 16,“ þá með fleiri systkinum. Ingibjörg kemur 1835 „ , vinnukona, að norðan að Breiðum:“ [Kb. Ein.]; þangað koma s. á. frá Grímshúsum móðir hennar og Sigurður bróðir hennar með dóttur sína, sjá hjá honum.

Sigurður Alexandersson, bróðir Ingibjargar hér næst á undan, er á skrá yfir innkomna í Einarsstaðasókn 1841 „vmaður frá Tjörn að Skógarseli“. Hann er meðal burtvikinna úr sókninni 1843 „ , 37, vmaður, frá Skógarseli að Hálsi“ í Fnjóskadal. Sigurður var fæddur 7. des. 1805 í Brekknakoti, sonur Alexanders Þorvarðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur [Kb. Grenj.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali í Holtakoti 1816 „ , þeirra barn, 11,“ en 1835 er hann á manntali í Grímshúsum „ , 28, Ó, vinnur fyrir barni sínu“. Með honum er Ingibjörg dóttir hans og Ingibjörg móðir hans, sem þá er ekkja, og flytja þau þ. á. að Breiðumýri [Kb. Ein.]. Sigurður er vinnumaður á Hálsi í Fnjóskadal við manntalið 1845 og 1850 á Birningsstöðum, er dóttir hans þá með honum. Þau fara 1850 frá Birningsstöðum að Eyjardalsá [Kb. Hálsþ.], og er Sigurður burt vikinn árið eftir „ , 45, vinnumaðr, Eyardalsá eitthvört“ [Kb. Eyjardalsárprk.]

og verður við svo búið að leggja árar í bát. Þegar Sigurður kemur í Skógarsel 1841, er með honum dóttir hans

Ingibjörg Sigurðardóttir, sem kemur með honum 1841 að Skógarseli [Kb. Ein.]. Hennar er ekki getið, þegar Sigurður fer úr Skógarseli 1843. Ingibjörg var fædd 3. jan. 1834 og voru foreldrar hennar „Sigurður Alexanderson á Hálsi í Fnjóskadal og Guðrún SímonarDóttir vinnukona á Einarsstöðum“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg er með föður sínum á manntali í Grímshúsum 1835, og er „ , 12, Ó, tökubarn,“ á Hálsi í Fnjóskadal 1845, þar sem faðir hennar er þá vinnumaður. Hún er „ , 16, Ó, léttastúlka,“ á Birningsstöðum í Hálssókn 1850, þar sem faðir hennar er þá enn vinnumaður. Þau fara þ. á. að Eyjardalsá, sjá hjá Sigurði, en Ingibjörg er sögð fara þaðan 1854 „ , 21, vinnukona,“ að Einarsstöðum [Kb. Eyjadalsárprk.]. Hún er vinnukona í húsi nr. 9 á Akureyri við manntalið 1855. fer þaðan 1856 að Hólum í Reykjadal og þaðan 1858 að Skútustöðum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grænavatni 1860 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Ingibjörg giftist Jónasi Jónssyni 28. sept. 1863, voru þau þá bæði á Grænavatni. Þau bjuggu á Árbakka 1864-1873 og í Hörgsdal 1873-1876, sjá um þau þar. Ingibjörg deyr þar 8. jan. 1876 „ , kona í Hörgdal, 44“ [Kb. Mýv.]. Sjá um hana, mann hennar og börn í köflum um Árbakka og Hörgsdal.

Jón Jónsson kemur 1843 „ , 42, vmaður, frá Fagrabæ að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann flytur árið eftir að Helgastöðum [Kb. Helg.] (í [Kb. Ein.] eru Helgastaðir yfirstrikaðir og Hólkot ritað í staðinn). Hann er á manntali á Hólkoti 1845 „ , 45, Ó, vinnumaður, “ sagður fæddur í Laufássókn. Ekki vill betur til en svo, að tveir Jónar Jónsynir eru fæddir í Laufássókn 9. ágúst. 1801, annar í Miðgerði, sonur Jóns Jónssonar og s. k. h. Hildar Jónsdóttur, hinn í Miðvík, sonur Jóns Ólafssonar og Kristínar Jónsdóttur. Í Miðgerði eru Jón og Hildur á manntali sem virðist tekið 8. júlí 1802, er þar meðal barna þeirra Jón, sagður 6 ára. Ekki finnst hann dáinn um þetta leyti í sókninni og naumast er það sá sem fæddur er 1801. - Þetta fólk er á manntali í Miðvík 1816 þar er Jón Jónsson „ , niðursetningur, 16,“ sagður fæddur í Miðgerði. Jón fer 1846, „ , 45, v.maðr, frá Hólkoti að Skógarseli“ [Kb. Helg.]. Hann flytur enn úr Skógarseli 1847, en ekki læsilegt hvert [Kb. Ein.]. Hans er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1847, á skrá yfir búlausa. Líklega er hann sá sami Jón Jónson, sem kemur 1850 „ , vinnum., að Skógarseli frá Svalb.st.“ í búskapartíð Jóhannesar [Kb. Ein.], sjá síðar.

Kristján Magnússon er á manntali í Skógarseli 1845 „ , 21, Ó, vinnumaður,“. Hann kemur aftur í Skógarsel 1855 í búskapartíð Jóhannesar, þá með konu sinni og tveim börnum. Verður gerð nánari grein fyrir honum þar.

1849 - 1870: Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Stefánsdóttir

Jóhannes og Guðrún f. k. h. eru á skrá yfir innkomna í Einarsstaðasókn 1849, er þau flytja með tveim börnum sínum í Skógarsel. Þau eru þar á manntali 1850, 1855 og 1860. Eru á Einarsstöðum 1870-1871, en búa að nýju í Skógarseli 1871-1880, sjá síðar. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli í [MaÞ.] 1850-1870 (og aftur 1872-1880, sjá síðar). Getið er þar Kristjáns Magnússonar í [MaÞ.] 1856, í skrá sem nefnist „Búlausir tíundandi“; Sveins Tómassonar 1858 og 1859, og Sæmundar Jónssonar 1861 og 1862, hvor um sig annað árið í skrá „Búlausir tíundandi“, hitt árið í skrá yfir búlausa.

Eftir munnmælum að dæma virðist Jóhannesi búnast vel í Skógarseli. Baðstofan, sem var með þeim betri sinnar tíðar (og ég hygg að hafi staðið lítið breytt fram yfir 1970), var við hann kennd, sömuleiðis beitarhúsin í Engivatnsásnum. Heyrt hef ég, að gerð hafi verið túnaslétta ofan við Miðhúsið í Skógarseli (um 1857) í hans tíð, og plógur notaður við þá framkvæmd, sem var nýjung á þeim tíma. Slétta þessi var að vísu þýfð orðin í mínu minni (193040). Þá ber það vott um góðan efnahag Jóhannesar, að árið 1866 lánar hann landsdrotni sínum, Sigurjóni á Einarsstöðum, 400 ríkisdali gegn veði í 8 hdr úr Einarsstöðum. Skuldabréfið er dags. 29. maí 1866, en lesið á manntalsþingi fyrir Helgastaðahrepp 28. júní 1878, mótmælt af Haraldi Sigurjónssyni, og urðu af því málaferli, sjá síðar. Jóhannes fer hægt af stað í búskap sínum, því við manntalið 1850 eru einungis þau hjónin í Skógarseli með tveim börnum. En síðar er þar oft fjölskyldufólk í húsmennsku eða vinnumennsku. Og ungmenni og gamalmenni koma þar einnig við sögu. Árið 1880 flytjast 11 manns úr Skógarseli, en tveim árum áður flytur þaðanfjölskylda til Vesturheims, og hefur þá varla verið færra í heimili.

Jóhannes var fæddur 7. des. 1811 á Litluströnd í Skútustaðasókn [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1816 ásamt foreldrum sínum, Guðmundi Jónssyni, 59, og k. h. Ingveldi Guðmundsdóttur, 43,og 5 systkinum, sem öll eru fædd á Litluströnd, nema Hrólfur, 16, sem fæddur var á Gautlöndum eins og Guðmundur faðir þeirra. Jóhannes er víða í vinnumennsku, er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1833 „ , 21, vinnupiltur, “ frá Víðum að Hörgsdal, þar sem hann er á manntali 1835. Hann kemur frá Gautlöndum að Hjalla 1840, þar sem hann er á manntali þ. á., fyrirvinna ekkjunnar Guðlaugar Þórarinsdóttur.Guðrún Stefánsdóttir var skírð 4. apríl 1802, fædd í Engidal, dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Halldóru Pétursdóttur, sem þá búa þar. Þau búa þar einnig við manntalið 1816, ásamt 5 börnum, en Guðrún er þá skráð „niðurseta, 13,“ í Stóru-Tungu. Í Víðirkeri er þá Ingibjörg Stefánsdóttir „ , niðurseta, 14,“ einnig fædd í Engidal. Guðrún kemur 1819 „ , 17, vinnukind, frá Sigurðarstm í Bárðardal að Gvendrstm í Kinn“ [Kb. Þór.]. Hún er ógift vinnukona á Rauðá við manntölin 1835 og 1840.Jóhannes og Guðrún voru gefin saman 3. okt. 1842 og eiga þá heima í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Við fæðingu dóttur þeirra í sept. 1843 eru foreldrar hennar sögð „hjón í Máskoti“, en við fæðingu sonar í nóv. 1844 „búlaus hjón í Narfastaðaseli.“ Við manntalið 1845 eru þau í vinnumennsku á Fljótsbakka og þar eru einnig börn þeirra tvö.Árið 1849, þegar þau flytja í Skógarsel, er svo komið fyrir þeim, að Guðrún er á Hallbjarnarstöðum með dóttur þeirra, en Jóhannes í Víðum, en sonur þeirra Sigurbjörn, 5, kemur „frá Mivatni“, og er það líklega ástæðan til þess að þessara flutninga er getið í kirkjubókinni. Jóhannes og Guðrún eru á Einarsstöðum árið 1870-1871 á eins konar próventukjörum, en halda áfram að búa í Skógarseli 1871. Urðu síðar málaferli út af þeirri ráðabreytni („próventurof“), sjá aukadómabók Þingeyjarsýslu 1862-1899, Þing. V. D. nr. 2, í Þjóðskjalasafni Íslands. Guðrún Stefánsdóttir deyr 11. febr. 1872 „Gipt og búandi kona í Skógarseli, 70 ára“ [Kb. Ein.].

Börn Jóhannesar og Guðrúnar Stefánsdóttur í Skógarseli:

Sigríður Jóhannesdóttir kemur með foreldrum sínum að Skógarseli 1849 og er með þeim á manntali þar 1850 og 1855. Sigríður var fædd 6. sept. 1843 í

Máskoti [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Fljótsbakka 1845. Í sálnaregistri í Helga- og Einarsstaðasóknum 1857 stendur í athugasemd „dáinn á Akureyri“ og í Kaupangssókn deyr 3. apríl 1858 „Sigríður Jóhannesdóttir, barn frá ... , 14, Dó á Akureyri“, og með hliðsjón af tilvísun sálnaregistursins má öruggt telja, að hér sé um sömu Sigríði að ræða. Hún finnst ekki í sálnaregistri í Skógarseli 1859, né á manntali þar 1860.

Sigurbjörn Jóhannesson kemur „frá Mívatni“ að Skógarseli til foreldra sinna 1849, þar sem hann er með þeim á manntali 1850, 1855 og 1860. Hann deyr þar 19. sept. 1867, „úngur maður ógiptur í Skógarseli sonur bónda þar, 23 ára“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörn var fæddur 25. nóv. 1844 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum á Fljótsbakka 1845.

Skyldmenni Jóhannesar og Guðrúnar í Skógarseli 1849-1870:

Kristján Stefánsson, bróðir Guðrúnar húsfreyju, kemur 1852 „ , 54, vinnum., frá Mýlaugsstöðum að Skógarseli“ ásamt konu og tveim börnum og flytja þau aftur frá Skógarseli 1854 að Höskuldsstöðum; Kristján þá sagður „ , 55, húsm,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg.]. Kristján var fæddur 3. febr. 1800 í Engidal, sonur hjónanna Stefáns Jónssonar og Halldóru Pétursdóttur [Kb. Lund.], [ÆÞ. V, bls. 218] og er þar á manntali 1801; einnig 1816 (mars 1815) „ , þeirra barn, 15,“. Kristján kvæntist 7. okt. 1832, þá „vinnumaður á Rauðá 32 ára“, Guðrúnu Halldórsdóttur, sem þá er „vinnukona á Landam 30 ára“ [Kb. Þór.], sjá hér næst á eftir. Þau koma 1833 „ , frá Landamóti í Ljósavatnssókn að Miðhvammi“ og búa þar til 1847; eru á manntali í Miðhvammi 2. febr. 1835 ásamt tveim börnum, 1840 ásamt þrem börnum, og 1845 ásamt fimm börnum. Kristján kemur þaðan að Helgastöðum 1847 „ , 48, vmaður, “ ásamt Kristrúnu dóttur sinni, 5 [Kb. Helg.], en þá fer Guðrún með Árna að Litlulaugum [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Kristján er á manntali í Hólum í Laxárdal við manntalið 1850 „ , 51, G, vinnumaður,“. Þá er Guðrún á Höskuldsstöðum „ 48, G, í húsmennsku,“ með Árna og Kristrúnu og fer hún með þau að Mýlaugsstöðum 1851 [Kb. Helg.]. Kristján og Guðrún flytja frá Höskuldsstöðum að Ystahvammsgerði 1855 [Kb. Helg.] og eru þar á manntali þ. á. Koma þaðan að Vallakoti 1859 (án Kristrúnar) [Kb. Ein.]. Þau fjögur eru á manntali í Vallakoti 1860, en flytja frá Vallakoti að Þingey 1861 [Kb. Helg.], [Kb. Ein.]. Kristján „ , sálaðist á Narfastöðum, giptur við bú á Þingey greftraður á Einarsstöðum, 57 ára“ 24. júní 1862 [Kb. Helg.]. Sjá einnig um hann í kafla um Þingvelli/Þingey.

Guðrún Halldórsdóttir, mágkona Guðrúnar húsfreyju, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum í Skógarsel 1852 og fer þaðan 1854. Guðrún var fædd 27. maí 1802 í Fremstafelli og voru foreldrar hennar Halldór Eiríksson og Þorbjörg Jónsdóttir [Kb. Þór.], [ÆÞ. V, bls. 218]. Hún er með foreldrum og systkinum á manntali í Fremstafelli 1816 „ , þeirra barn, 13,“. Þorbjörg er á manntali hjá Guðrúnu í Miðhvammi 1835 „ , 70, E,“ ranglega sögð „húsbóndans móðir“. Guðrún giftist Kristjáni hér næst undan 7. okt. 1832, sjá hjá honum. Þegar þau flosna upp í Miðhvammi 1847, fer Guðrún að Litlulaugum með Árna [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Hún kemur aftur inn í Einarsstaðasókn 1849 „ , 50, v.kona, frá Hömrum að Stórulaugum“ og er á manntali á Höskuldsstöðum 1850 „ 48, G, í húsmennsku,“ með Árna og Kristrúnu og fer með þau þaðan að Mýlaugsstöðum 1851 [Kb. Helg.]. Guðrún flytur 1864 með Árna syni sínum frá Þingey að Einarsstaðaseli [Kb. Helg.], og eru þau fyrstu íbúar þar sem ég veit um. Þaðan flytur Guðrún 1865 „ , 65, ekkja,

“ að Fossseli [Kb. Ein.]. Deyr 25. jan. 1872 „H(re)ppskjelling á Breiðumýri, 71 ára, Dáin úr langvinnri kararkröm“ [Kb. Ein.], sjá einnig [ÆÞ. V, bls. 218].

Árni Kristjánsson, bróðursonur Guðrúnar húsfreyju, sonur Kristjáns og Guðrúnar hér næst á undan, kemur með þeim að Skógarseli 1852, 18, og fer þaðan með þeim að Höskuldsstöðum 1854. Árni var fæddur 19. des. 1835 í Miðhvammi [Kb. Grenj.]. Hann er með foreldrum sínum og móður sinni þegar þau hjónin búa ekki saman. Hann flytur 1864 „ , 28, við bú, frá Þingeÿ að Einarsstaðaseli“ [Kb. Helg.], [Kb. Ein.] með móður sinni, og fer þaðan 1865 „ , 29, frá búhokri,“ að Kraunastöðum [Kb. Ein.]. Árni kvæntist 3. okt. 1866 Guðbjörgu Guðmundsdóttur [Kb. Helg.] og voru þau víða í Reykjadal í húseða vinnumennsku. Þau flytja frá Litlulaugum að Miðhvammi 1879 og eru þar á manntali 1880 með fjórum börnum, er Árni þar „ , húsbóndi, búandi,“. Sjá nánar um Árna, konu hans og börn í [ÆÞ. V, bls. 218] og í kafla um Einarsstaðasel. Dó 24. júlí 1890 „ , frá Hólkoti, 55, Lungnabólga.“ [Kb. Ein.].

Kristrún Kristjánsdóttir, bróðurdóttir Guðrúnar húsfreyju, dóttir Kristjáns og Guðrúnar hér ofar, kemur með þeim að Skógarseli 1852, 11, og fer þaðan með þeim 1854. Hún kemur aftur 1858 „ , 17, vinnuk.“ frá Ystahvammsgerði að Skógarseli [Kb. Ein.], en ekki er hún í sálnaregistri þar 1859. Kristrún var fædd 21. júní 1842, voru foreldrar hennar þá „búandi hión á öllum Miðhvammi“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Miðhvammi 1845 og með móður sinni á Höskuldsstöðum 1850. Hún er með foreldrum sínum og bróður á manntali í Vallakoti 1860 og fer með þeim að Þingey 1861. Hún fer ekki að Einarsstaðaseli með móður sinni og bróður 1864, heldur að Stöng [Kb. Mýv.]. Líklega er þetta sú sama Kristrún Kristjánsdóttir, sem fer 1879 „ , 36, vkona, frá Skógarseli að Hrappsstöðum“. Hennar finnst ekki getið í [Kb. Lund.] um þessar mundir, en Kristrún Kristjánsdóttir kemur 1880 „ , 37, vk., Reykjadal að Presthvammi“ [Kb. Grenj.]; er á manntali í Presthvammi 1880 og fer 1882 „ , 39, vinnuk., frá Parti að Klömbur.“ [Kb. Ein.]. Er sama Kristrún, Strúna, sem getið er í viðtali við Indriða Indriðason í Árbók Þingeyinga 1997 [Munnl. heimild I. I.].

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð

Jóhannesar og Guðrúnar 1849-1870:

Jón Jónsson kemur 1850 „ , vinnum., að Skógarseli frá Svalb.st.“ [Kb. Ein.], en er þar þó ekki á manntali 1. okt. það ár, né finn ég hann í Helga- og Einarsstaðasóknum. Er trúlega sá sami Jón Jónsson, sem er tvisvar vinnumaður í Skógarseli í búskapartíð Gunnars, sjá þar. Árið 1854 fer Jón Jónsson „ , 55, vinnum, frá Hjalla að Múla“ [Kb. Ein.].

Anna Guðný Sigurðardóttir er á manntali í Skógarseli 1855 „ , 4, Ó, tökubarn, “ og 1860 „ , 9, Ó, fósturbarn,“. Hún er fermd frá Einarsstöðum 27. maí 1866 og tekið fram, að Jóhannes og Guðrún séu fósturforeldrar hennar. Anna Guðný var fædd 23. nóv. 1851 á Rauðá, dóttir hjónanna Sigurðar Eiríkssonar og Guðrúnar Erlendsdóttur [Kb. Þór.], eru foreldrar hennar á manntali á Ingjaldsstöðum 1855. Þegar Jóhannes og Guðrún fara í Einarsstaði 1870, fer Anna Guðný „ , 19., yngisstúlka, Skógarseli Stóruvöllum“ [Kb. Ein.], [Kb. Lund.]. Hún fer 1873 „ , 21., vinnukona, frá Stóruvöllum að Fjöllum í Kelduhv.“ [Kb. Lund.] og giftist þar 2. júlí 1874 Jóni Jónssyni, sem er „bóndi

Anna Guðný Sigurðardóttir

á Fjöllum 23 ára“ [Kb. Garðss.]. Þau eru þar á manntali 1880 með fjórum börnum, er þá Kristlaug móðir Jóns enn fyrir búi. Einnig 1890, þá með sjö börnum.

Ingiríður Eiríksdóttir fer 1855 „ , 81, matvinnungur, “ frá Skógarseli að Hömrum [Kb. Ein.]. Er þar á manntali þ. á. og deyr þar 9. okt. 1857 „ , ógipt kjelling á Hömrum, 80 ára“ [Kb. Helg.]. Í Litladal í Miklagarðssókn er á manntali 1801 „Ingerid(er) Erichsdatt(er), tjenestepiger, 22“, kemst hún í nafnaskrá manntalsins næst því að vera þessi Ingiríður. Ingiríður er á manntali á Stórulaugum 1816 „ , niðurseta, 38,“ þar sögð fædd í Haga í Aðaldal. Fer 1825 „ , 49, niðurseta, frá Litlulaugm í Reikadal til Halldórsstaða í Laxardal“ [Kb. Ein.]. Ingiríður er á manntali í Hjalthúsum 1835 og 1840 í Grímshúsum „ , 65, Ó, vinnukona“ og í Nesi 1845 „ , 64, Ó, vinnukona,“. Kemur 1849 „ , bfóstra,“ að Litlulaugum og er þar á manntali 1850 „ , 72, Ó, vinnukona,“ fer þaðan þ. á. í Hóla [Kb. Ein.] (líkl. í Laxárd.?).Eftir því sem sagt er í [Kb. Grenj.] við fæðingu Guðrúnar Andrésdóttur 24. sept. 1826 (sjá kafla um Laugasel og Hörgsdal) eignaðist Ingiríður þessi a. m. k. fimm börn í lausaleik. Sjá um Ingiríði á minnisblaði R. Á. [Æ-Ingir.Eir].

Kristján Magnússon kemur frá Presthvammi að Skógarseli 1855 með konu og tveim börnum [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1. okt. þ. á. „ , 30, G, vinnumaður,“. Hann flytur með fjölskylduna 1856 „öll frá Skógarseli að Fjósakoti í Eyjafirði“ [Kb. Ein.] [Kb. Möðruv.] og er hann þar á manntali 1860 „ , 35, G, bóndi,“ með konu sinni og þrem börnum. Kristjáns er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1856, í skrá sem nefnist „Búlausir tíundandi“. Kristján var fæddur 20. mars 1826, voruforeldrar hans hjónin Magnús Halldórsson og María Nikulásardóttir Buch „búande að Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Kristján fer með foreldrum sínum 1830 að Reykjum [Kb. Mýv.] og er með þeim á manntali á Stórureykjum 1835 „ , 9, Ó, þeirra barn“og fjórum systkinum. Kristján kom frá Mývatni að Narfastaðaseli 1843 [Kb. Ein.] og var vinnumaður hjá Gunnari í Skógarseli skv. manntali 1845, sjá þar. Fer 1847 „ , 26, vmaðr frá Bmíri að Reikjahlíð“[Kb. Ein.]. Hann er á manntali í Miðhvammi 1. okt. 1850 „ , 25, Ó, vinnumaður,“ ásamt Maríu móður sinni; samt er þau sögð fara þaðan þ. á. að Draflastöðum [Kb. Grenj.], meira að segja er María sögð deyja 21. júní 1850 „ , Ekkja í Grímsgerði, 64, úr brjóstveiki“ [Kb. Hálsþ.]. „vinnumaður Kristján Magnússon 26 ára til heimilis að Þverá“ kvæntist 9. maí 1851 Vilhelmínu Helgu Jónsdóttur, sem þá er vinnukona í Grímsgerði [Kb. Hálsþ.]. Að öðru leyti finn ég ekki Kristjáns getið í bókum Hálsþinga né Laufáss. Kristján, Vilhelmína og Jóhann Vilhjálmur sonur hennar koma að Miðhvammi 1851, hann frá Þverá en þau mæðginin frá Grímsgerði [Kb. Grenj.], er þeirra Vilhelmínu og Jóh. Vilh. einnig getið í Hálsbókinni. Afdrif þeirra í Fjósakoti hef ég ekki kannað, en Kristján er á manntali 1880 á Hóli í Kinn „ , 55, G, vinnumaður,“ má af G-inu ráða að Vilhelmína hafi þá verið á lífi.

Helga Vilhelmína Jónsdóttir, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum frá Presthvammi 1855 og er með honum á manntali í Skógarseli þ. á. „ , 34, G, kona hans, vinnukona,“. Fer með manni sínum 1856 að Fjósakoti og er með honum þar á manntali 1860 „ , 42, G, kona hans,“ . Vilhelmína Helga var fædd 1819 (apríl-nóv.), tvíburi, voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Rannveig Ólafsdóttir „ , búandi hjón á Syðra Krossanesi“ [Kb. Lögm.hl.]. Hún er hjá föður sínum og stjúpu á Ásláksstöðum í sömu sókn við manntalið 1835 „ , 16, Ó, hans barn“ en 1840 er hún vinnukona á Þverá í Öxnadal. Þaðan fer hún 1842 að Hleiðargarði [Kb. Saurb.] og eignast þar 1. júlí 1842 soninn Jóhann Vilhelm Einarsson og þar eru þau á manntali 1845. Þau mæðginin flytja með húsbændum sínum 1846 að Illugastöðum [Kb. Hálsþ.] og eru á manntali í

Grímsgerði 1850 og eiga þar heima þegar Vilhelmína giftist Kristjáni 9. maí 1851 eins og áður segir.

Kristjana Hansína Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns og Vilhelmínu hér næst á undan, kemur með foreldrum 1855 í Skógarsel og er á manntali þar s. á. „ , 4, Ó, barn þeirra,“ og fer með þeim í Eyjafjörð 1856. Kristjana Hansína var fædd 25. jan. 1852, voru foreldrar hennar þá „búandi hjón á Miðhvammi“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum á manntali í Fjósakoti 1860 „ , 9, Ó, barn hjónanna,“.

Jón Kristjánsson, sonur Kristjáns og Helgu hér rétt ofar, kemur með foreldrum 1855 í Skógarsel og er á manntali þar s. á. „ , 1, Ó, barn þeirra“ og fer með þeim í Eyjafjörð 1856 [Kb. Ein.]. Jón var fæddur 20. nóv. 1854, voru foreldrar hans þá „eginhjón í vinnumennsku á Presthvammi.“ [Kb. Grenj.]. Jón er ekki með foreldrum í Fjósakoti við manntalið 1860 og finn ég hann hvorki dáinn né burtvikinn úr Möðruvallasókn árin á undan.

Sveinn Tómasson er á sálnaregistri í Skógarseli með fjölskyldu sinni við árslok 1856 og 1857 (ekki 1859). Er „búandi í Skógarseli“ ásamt Signýju konu sinni við fæðingu Ásgríms sonar þeirra 14. des. 1857 [Kb. Ein.]. Er getið í [MaÞ.] 1858 í skránni „Búlausir tíundandi“ og 1859 á skrá yfir búlausa. Sveinn var fæddur 20. des. 1812, voru foreldrar hans Tómas Jónsson og Hólmfríður Sigurðardóttir á Litla Hóli [Kb. Grundars.]. Hann er á manntali á Litla Hóli 1816 ásamt móður sinni, sem þá er „ekkja 50¾,“og fjórum eldri systkinum. Sveinn er á manntali á Rangárvöllum í Lögmannshlíðarsókn 1845 „ , 33, Ó, vinnum. bróðir bóndans,“ Benedikts Tómassonar; með Sveini er þar einnig á manntali sonur hans Sveinn Sveinsson „ , 13, Ó, hans barn,“. Benedikt flytur 1849 „ , bóndi úr Kræklingahl. að Stórulaugum“ ásamt konu og dóttur, flytur Sveinn þangað með þeim þ. á. „vmðr“ [Kb. Ein.]. Sveinn kvæntist Signýju Ásgrímsdóttur, sjá hér næst á eftir, 6. okt. 1850, þá bæði sögð á Stórulaugum. Þau eru á hrakhólum með jarðnæði, eru vinnuhjú í Lásgerði 1851, fara frá Vallakoti að Auðnum 1853, eru í vinnumennsku í Hólum í Laxárdal 1854 og koma þaðan 1855 að Vallakoti (Sveinn sagður „hússm,“) [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali 1. okt. 1855 ásamt tveim börnum sínum og Önnu móður Signýjar, en eiga heima í Lásgerði 1. ágúst 1859 við fæðingu dótturinnar Guðnýjar. Sveinn Tómasson flytur 1860 „ , 46, húsmaðr,“ með konu og fjórum börnum „frá Lásgirði inní Kræklingahlýð.“ [Kb. Ein.]. Þau eru öll sex á manntali í Efstasamtúni, hjál. 1860. Hann mun hafa dáið skömmu síðar, en ekki finn ég lát hans í Glæsibæjar- né Lögmannshlíðarbókum næsta áratuginn.

Signý Ásgrímsdóttir, kona Sveins hér næst á undan, er í sálnaregistri í Skógarseli við árslok 1856 og 1857 [Sál. Helg.]. Signý var fædd í des. 1820 í Stafni, dóttir Ásgríms Jónssonar b. þar og s. k. h. Önnu Ásmundsdóttur [Kb. Ein]. Hún kemur með Ásmundi afa sínum og Signýju s. k. h. frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Litlulaugum 1825, sögð 4ra ára. Hún er á manntali í Kvígindisdal 1840 „ , 20, Ó, vinnukona“ og á manntali á Einarsstöðum 1. okt. 1850 „ , 29, Ó, vinnukona,“ en er sögð á Stórulaugum þegar hún giftist Sveini 6. okt. 1850 [Kb. Ein.]. Sjá nánar hjá Sveini hér næst á undan.

Signý Jakobína Sveinsdóttir, dóttir Sveins og Signýjar hér ofar, er í sálnaregistri í Skógarseli við árslok 1856 og 1857 og fer með þeim frá Lásgerði að Efstasamtúni 1860. Signý Jakobína var fædd 23. nóv. 1851, eru foreldrar hennar þá „hjón vinnuhjú í Lásgerði“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Vallakoti 1. okt. 1855, og í Efstasamtúni 1860. Jakobína er á

manntali í Syðrihaga 1880 „ , 29, G, kona hans,“ þ. e. Friðriks Einars Jóhannssonar, sem þar er „ , 23, G, húsbóndi, bóndi,“ er þess getið í aths. að hann sé blindur. Með þeim er ársgömul dóttur þeirra, Arnþrúður, og Ásgrímur og Guðný, systkini Jakobínu. Jakobína var um hálfa öld ljósmóðir í Eyjafirði. Dó 22. jan. 1929, sjá Ljósmæður á Íslandi I, Rvík 1984, bls. 333.

Anna Sveinsdóttir, systir Signýjar Jakobínu, er í sálnaregistri í Skógarseli við árslok 1856 og 1857 [Sál. Helg.] og fer með foreldrum og systkinum frá Lásgerði 1860. Anna var fædd 28. ágúst 1854, voru foreldrar hennar þá „eginhjón í vinnumennsku á Hólum í Þverársókn“ [Kb. Grenjaðarstaðarprk.]. Hún er á manntali í Vallakoti 1. okt 1855 og fer með foreldrum sínum 1860 frá Lásgerði að Efstasamtúni, þar sem hún er með þeim á manntali þ. á.

Ásgrímur Sveinsson, f. í Skógarseli 14. des. 1857 [Kb. Ein.], sonur Sveins og Signýjar hér ofar. Fer með foreldrum sínum frá Lásgerði inn í Kræklingahlíð 1860 og er með þeim á manntali í Efstasamtúni þ. á. Ásgrímur er á manntali í Syðrihaga 1880 „ , 23, Ó, vinnumaður,“ hjá systur sinni og mági, sjá hjá Jakobínu. Vinnumaður í Fagraskógi og bóndi á Þrastarhóli í Hörgárdal (á lífi 1920). Sjá [ÆÞ. I, bls. 21].

Anna Ásmundsdóttir er í sálnaregistri í Skógarseli við lok áranna 1856 og 1857 „ , 69, móðir konu“ [Sál. Helg.] (þ. e. Signýjar). Anna var fædd 2. mars 1788 á Hallgilsstöðum, dóttir hjónanna Ásmundar Sölvasonar og f. k. h. Þórönnu Magnúsdóttur, sem voru „Hvorutveggiu saman vígð 25 Marti“ 1786 [Kb. Hálss.]. Anna giftist 18. okt. 1817 Ásgrími Jónssyni, 55 ára ekkjumanni og bónda í Stafni, þá „ 29 ára yngisstúlka og bústíra hiá Ásgrími“ [Kb. Ein.]. Anna er á manntali í Stafni 1835 ásamt síðari manni sínum Guttormi Jónssyni. Hún er enn á manntali þar 1845, „ , 59, E, barnfóstra“. Hún kemur 1855 með dóttur sinni og tengdasyni frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Vallakoti, þar sem hún er með þeim á manntali þ. á. „ , 68, E, lifir af eignum sínum,“. Þegar Sveinn og Signý flytja með börn sín frá Lásgerði inn í Kræklingahlíð 1860, fer Anna að Stórutungu til Jóns sonar síns, þar sem hún er á manntali þ. á. „ , 73, E, móðir bónda,“ og deyr þar 20. maí 1861 [Kb. Lund.].Sjá um foreldra Önnu og systkini í [Laxd. bls. 166-169].

Lilja Jóhannsdóttir er í sálnaregistri í Skógarseli við lok ársins 1859, „ , 52, vinnukona.“ Í manntölum er Lilja sögð fædd í Svalbarðssókn, en þar eru ekki til fæðingarskýrslur frá fæðingartíma hennar. Líklega sú Lilja (þar reyndar sögð Jóhannesdóttir), sem er á manntali 1816 á Tréstöðum „ , fósturbarn, 6,“ sögð fædd á Neðri Dálkstöðum. Lilja er á manntali í Sigluvík 1845 „ , 36, Ó, vinnukona,“. Hún kemur inn í Múlasókn 1855 „vinnukona, að Skriðu frá Saltvík“ og er á manntali í Rauðuskriðu 1855 og í Máskoti 1860, í bæði skiptin ógift vinnukona. Fer 1861 „ , 53, vinnuk.“ frá Máskoti að Þverá í Laxárdal [Kb. Ein.] og þaðan 1862 að Granastöðum í Kinn [Kb. Grenj.].

Matthildur Torfadóttir kemur 1859 „ , 23, vinnuk.,“ frá „Þórólfsst. í Khv. að Skógarseli.“ [Kb. Ein.] og er þar í sálnaregistri við lok þess árs. Matthildur var fædd 3. júní 1836 í Brunahvammi, dóttir Torfa Gottskálkssonar og Elínborgar Guðmundsdóttur, þá enn ógift [Kb. Hofss.]. Foreldrar hennar flytja 1838 „vinnumaður“, „vinnukona“ með hana frá Brunahvammi að Hólsseli og eru með hana á manntali á Tóvegg 1840, 1845, 1850 og 1855. Matthildur er á manntali í Hólum í Reykjadal 1860 „ , 24, G, vinnukona,“ ásamt manni sínum Sigfúsi Guðmundssyni sem þar er vinnumaður og ársgamalli dóttur þeirra. Þau fara þaðan 1862 að Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi [Kb. Ein.] og eru á manntali í Byrgi 1880 ásamt tveim dætrum, en 1890 eru þau á manntali í Austurgörðum.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1860 „ , 18, Ó, vinnukona, “, en fer þaðan 1861 að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd 21. júní 1843, voru foreldrar hennar „Kristján Steffánss vinnupiltur árið sem leið á Halldórsstöðum í Laxárdal og Jóhanna Jónsd: vinnustúlka samastaðar bæði ógift beggja 1ta Brot.“ [Kb. Grenj.]. Sigurbjörg átti óvenjulegan flækingsferil, sem tók flestu fram að því er tíð bústaðaskipti snerti, og er hann að nokkru rakinn í kafla um Víðasel, sjá þar. Hún andaðist 22. febr. 1908 „Gömul kona í Prestsholti á Húsavík, 62 ára“ [Kb. Hús.].

Jón Torfason kemur líklega með Sæmundi syni sínum í Skógarsel 1860, hann er þar á manntali þ. á. „ , 57, G, hjá syni sínum, “. Jón var fæddur 13. okt. 1804 á Landamóti, sonur hjónanna Torfa Jónssonar og Sigurlaugar Helgadóttur [Kb. Þór.]. Hann er „ , niðurseta, 11,“ á Granastöðum við manntalið 1816. Kvænist 13. okt. 1830, þá „vinnumaðr á Fornast: 27 ára“, Guðrúnu Pétursdóttur, sem þá er „vinnuk: á sama bæ 31 árs“ [Kb. Hálsþ.]. Ekki finn ég Jón innkominn í Hálsþing 1817-1830. Jón og Guðrún fara 1831 „, Frá Fornast að Skriðu“ [Kb. Múl.] og árið eftir að Miðhvammi [Kb. Grenj.]. Þar eignast þau soninn Einar 13. sept. 1832 og fara með hann 1833 að Granastöðum [Kb. Grenj.], [Kb. Þór.]. Flytja þaðan 1834 að Sandi „ , 31, Bóndi frá Granastöðum í vinnumennsku að Sandi“ [Kb. Þór.] og eru þar á manntali 1835. Við þessar bókfærslur allar er Guðrún sögð Þuríðardóttir. Þau fara það ár að Höskuldsstöðum, en þá er Guðrún sögð Nóadóttir [Kb. Helg.]. Jón er bóndi á Höskuldsstöðum við manntölin 1840, 1845 og 1850. Fer þaðan ásamt konu sinni og Sigurlaugu dóttur þeirra 1851 að Björgum [Kb. Helg.], en þau eru 1855 á manntali í Ytritungu á Tjörnesi, þar sem Jón er vinnumaður, og koma þaðan 1856 að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.]. Hann kemur 1859 með Sæmundi syni sínum og Þórnýju frá Skógum í Öxarfirði að Narfastaðaseli „ , 56, sjálfs sín,“ [Kb. Ein.]. Jón dó úr holdsveiki hjá Sæmundi syni sínum á Stórulaugum 6. febr. 1865. Sjá um hann í [ÆÞ. I, bls. 415-416].

Sæmundur Jónsson kemur líklega í Skógarsel 1860, því hann er sagður eiga heima í Narfastaðaseli við hjónavígslu sína 17. okt. 1859, og er þar í sálnaregistri við lok þess árs. Hann er á manntali í Skógarseli 1860, ásamt konu sinni, föður og syni, „ , 25, G, húsmaður,“. Hans er getið í [MaÞ.] 1861 og 1862 í Skógarseli, fyrra árið í skránni „Búlausir tíundandi“, síðara árið á skrá yfir búlausa, en er „búandi á Stórulaugum“ við fæðingu Torfa sonar síns 8. júlí 1863; og faðir hans, sem deyr 6. febr. 1865 [Kb. Ein.], [ÆÞ. I, bls. 415, 416 og 422] er sagður deyja „hjá syni sínum á Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Hann er þó kominn aftur í Skógarsel við fæðingu Jóhannesar sonar síns 20. nóv. 1868 [ÆÞ. I, bls. 426]. Sæmundur er bóndi í Skógarseli 1870-1871, sjá nánar um hann síðar.

Þórný Jónsdóttir, kona Sæmundar hér næst á undan, er á manntali í Skógarseli 1860. Ekki er annað vitað en hún fylgi manni sínum á þessum árum. Sjá nánar í [ÆÞ. I, bls. 415] og hér neðar, þegar Þórný verður húsfreyja í Skógarseli.

Jón Sæmundsson, f. 14. maí 1860 í Skógarseli, sonur Sæmundar og Þórnýjar hér á undan, og er þar á manntali s. á. Sjá um hann hér neðar í búskapartíð Sæmundar.

Guðrún Pétursdóttir kemur frá Hólum í Laxárdal að Skógarseli 1861 „ , 60, gift kona, “ [Kb. Ein.]. Kona Jóns Torfasonar hér á undan, f. 30. nóv. 1800 á Kambsmýrum, sjá [ÆÞ. I, bls. 415-416]. Flytur „ , 69, ekkja,“ frá Brekku að

Skógarseli 1870 [Kb. Ein.]. Sjá einnig um hana í búskapartíð Sæmundar hér neðar.

Sigurlaug Jónsdóttir kemur 1861 að Skógarseli með Guðrúnu hér næst á undan „ , 18, dóttir hennar, “. Flytur frá Skógarseli að Þverá í Laxárdal 1862. Sigurlaug var fædd 17. okt. 1844, dóttir Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur hér ofar, sem þá voru „hjón á Hömrum“ [Kb. Helg.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Höskuldsstöðum 1845 og 1850 og fer með þeim að Björgum 1851 og er með þeim á manntali í Ytritungu 1855. Kemur með þeim að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal 1856.

Aðalbjörg Sigríður Jósefsdóttir kemur í Skógarsel 1862 „ , 13, tökustúlka, “ frá Fossseli [Kb. Ein.]. Hún er fermd frá Skógarseli 29. maí 1864. Húsbændur sagðir Jóhannes og Guðrún. [Kb. Ein.]. Aðalbjörg Sigríður var fædd í Fossseli 31. des. 1849, voru foreldrar hennar hjónin Jósep Jósafatsson og Signý Einarsdóttir [Kb. Helg.] og er hún með þeim þar á manntali 1850 ásamt fjórum systkinum. Móðir hennar deyr 1860 og fer faðir hennar þ. á. að Lásgerði með tveim sonum sínum. Aðalbjörg Sigríður er á manntali í Fosseli 1860 „ , 10, Ó, tökubarn,“ hjá Sören og Hólmfríði. Aðalbjörg varð barnsmóðir Pétur Péturssonar, sjá [ÆÞ. I, bls. 292], sjá einnig um hana í kafla um Narfastaðasel. Aðalbjörg Sigr. fer 1877 ásamt Helga syni sínum „ 28, húsk. Frá Narfastaðaseli til Eyjafjarðar“ [Kb. Ein.].

Kristján Indriðason fer 1863 „ , 11, munaðarl dr., frá Skógarseli fram í Bárðardal.“ Virðist koma brátt aftur, því hann fer „ , 12, drengur, frá Skógarseli að Vogum“ 1864 [Kb. Ein.]. Kristján var fæddur á Litluströnd 15. jan. 1854 og eru foreldrar hans „Indriði og Ingibjörg, ógift vinnuhjú á Litluströnd“ [Kb. Mýv.]. Hann er í sálnaregistri á Höskuldsstöðum við árslok 1856, 1857 og 1859, „tökubarn“, þá með móður sinni og stjúpa sem þar búa 1859-1860. Kristján fer 1860 „ , 6, barn,“ frá Höskuldsstöðum að Presthvammi [Kb. Helg.]. Hann kemur 1862 „ , 10, tökubarn, kemur frá Mývatni að Hallb. st.“ [Kb. Ein.]. Kristján er vinnumaður í Baldursheimi skv. sálnaregistri við árslok 1872-1877 og 1881 [Sál. Mýv.] og er á manntali þar 1. okt. 1880 „ , 26, Ó, vinnumaður, “. Hann kvæntist 29. sept. 1882, þá vinnumaður á Lundarbrekku, Guðfinnu Ástríði Jóhannesdóttur vinnukonu þar [Kb. Lund.], og fer 1885 til Vesturheims frá Sveinsströnd, „ húsmaður, 31, “, ásamt konu sinni Guðfinnu Jóhannesdóttur, 21, og tveim sonum, Sveini, 2ja ára, og Ingólfi, 1 árs [Vfskrá]. Í [AlmÓTh. 1929, bls 46-47] er svo sagt um Kristján, þó ekki allt nákvæmt: „Kristján Indriðason Davíðssonar er fæddur 1855, móðir hans var Ingibjörg Andrésdóttir Sveinssonar, og ættuð úr Aðalreykjadal, en faðir, Indriði Davíðsson frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu og þaðan ættaður. Kristján ólst að mestu upp í Mývatnssveit - var 9 ár í Baldurshaga (svo). Hann kom að heiman 1885 til Winnipeg (....) Fyrri kona hans var Ástríður Jóhannesdóttir, ættuð úr Aðalreykjadal“. „Frá því hjónabandi lifa tveir synir, Sveinn, bóndi við Elfros, Sask., og Jóhann Freeman“. Ingólfur, sonur Kristjáns og fyrri konu, í Foam Lake-byggð í Sask., deyr 27. okt. 1910 [AlmÓTh. 1911, bls. 98]. „Seinni kona Kristjáns var Guðrún Stefánsdóttir Jónssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur, nálægt Cavalier, N. Dakota.“ [AlmÓTh. 1929, bls. 47]. Sjá um móður Kristjáns og Guðfinnu Ástríði í kafla um Hörgsdal.

Jón Finnbogason. Hann og kona hans eru „ , hjón í vinumennsku í Skógarseli“ þegar Herborg dóttir þeirra fæðist 1. okt. 1864 [Kb. Ein.]. Við manntalið 1816 er Jón á Reykjum „ , launbarn bóndans, 1,“ Finnboga Jónssonar, en um móðernið er nokkuð á huldu. Í [ÞinKV.] er móðir hans sögð Ingibjörg Jónsdóttir. Jón er á manntali í Presthvammi 1835, en 1840 er hann „ , 24, Ó,

vinnumaður“ á Grenjaðarstað. Jón kemur frá Syðrafjalli „ , 29, vinnumaður“ að Langavatni 1844 [Kb. Grenj.] og eignast soninn Jósafat með Ingibjörgu Jósafatsdóttur 3. okt. 1844. Kvænist Helgu Sveinbjarnardóttur 20. okt. 1845 og eru þau bæði á Langavatni á manntali þ. á. Þau eru víða, aðallega í vinnumennsku eða húsmennsku, áttu fjölda barna, auk lausaleiksbarna Jóns. Í Kasthvammi við manntalið 1850 er Jón vinnumaður, hann er bóndi á Daðastöðum 1855 og 1860 í Lásgerði, þar með Helgu og fjórum börnum. Þau fara frá Hólum í Reykjadal 1869 að Stórási með tveim börnum, sjá þar. Jón dó 13. des. 1878 „ , vmðr frá Einarsstöðum, 70 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.].

Helga Sveinbjarnardóttir, kona Jóns hér næst á undan, sjá þar. Eignast dótturina Herborgu í Skógarseli 1864. Helga var dóttir Sveinbjarnar Sveinssonar og Ásnýjar Eiríksdóttur [ÆÞ. III, bls. 159-160]. Hún var fædd 10. apríl 1824 í Fagraneskoti [Kb. Múl.], fer þaðan 1844 að Langavatni og giftist þar Jóni 20. okt. 1845. Þau bjuggu á Daðastöðum og í Lásgerði, en voru annars víða í hús- eða vinnumennsku, m. a. í Kasthvammi, Hólum og í Stórási, sjá þar. Helga fer 1879 frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu með tveim börnum sínum og er þar á manntali 1880 „ , 56, E, vinnukona,“. Hún andaðist 16. des. 1888 „ , ekkja á Ingjaldsstöðum, 67, “ úr lungnabólgu [Kb. Ein.].

Herborg Jónsdóttir, f. 1. okt. 1864 í Skógarseli, dóttir Jóns og Helgu hér að ofan, eru foreldrar hennar þá „hjón í vinnumensku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Herborg kemur með foreldrum að Stórási 1869 og fer með þeim að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Hún fer með móður sinni frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 15, Ó, vinnukona,“. Giftist Jónatan Ág. Jónatanssyni, bjuggu þau síðast í Tumsu, síðar nefnd Norðurhlíð. Dó þar 23. maí 1941. Sjá nánar um Herborgu og afkomendur hennar í [ÆÞ. IV, bls. 253257].

(Jakob Jónsson). Ókunnugt er mér, hvort einhver önnur börn Jóns og Helgu hafi verið með þeim í Skógarseli. Mjög líklegt er, að a. m. k. Jakob hafi verið þar, hann fer með foreldrum sínum frá Hólum að Stórási 1869.Jakob var fæddur í Lásgerði 16. nóv. 1860 [Kb. Ein.]. Hann fer með foreldrum sínum og Herborgu frá Stórási að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.] og með móður sinni og Herborgu frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Jakob, þá vinnumaður á Grenjaðarstað, kvæntist 2. febr. 1885 Sigríði Ingigerði Sigurðardóttur, sem þá er 29 ára vinnukona í Múla. [Kb. Múl.]. Þau hjónin fara til Vesturheims frá Rauðuskriðu 1888 ásamt þrem börnum sínum [Kb. Múl].)

Kristín Stefánsdóttir kemur 1865 frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Skógarseli „ , 17, systir h,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg., þar sögð ári yngri], ásamt bróður sínum, sjá hér að neðan. Kristín var fædd 30. maí 1849 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar og Hólmfríðar Jóhannesdóttur [Kb. Skút.] og er þar með foreldrum á manntali 1850. Hún fer 1854 frá Heiðarseli að Skörðum með Jóni Jónssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur [Kb. Eyjardalsárprk.] og er með þeim á manntali 1855 á Einarsstöðum í Reykjahverfi „ , 6, Ó, tökubarn,“. Hún fer þaðan 1856 til foreldra sinna á Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Helg.] og er með þeim þar á manntali 1860. Kristín giftist Jóni Egilssyni frá Sultum. Dó á Syðri-Bakka 9. maí 1922, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207].

Sigurgeir Stefánsson, bróðir Kristínar hér að ofan, kemur 1865 „ , 15, ljettadr,“ [Kb. Ein.], [Kb. Helg. segir 14] frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Skógarseli. Sigurgeir var fæddur 8. júlí 1851 í Víðirholti (síðar Stafnsholti), þríburi, sonur Stefáns og Hólmfríðar [Kb. Skút.]. Hann fer 1854 „ , 3, tökubarn

frá Stafnsholti að Helgastöðum“ [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1855 „ , 5, Ó, fósturbarn,“ hjá Jörgen Kröyer presti. En 1860 er hann með foreldrum sínum og systkinum á manntali að Halldórsstöðum í Reykjadal „ , 10, Ó, þeirra sonur,“. Sigurgeir bjó í Parti og í Miðhvammi, þar sem hann dó 16. nóv. 1886, sjá [ÆÞ. VII, bls. 207]; sjá einnig um fjölmarga afkomendur hans á bls. 207258 í sömu bók.

Meðal landskunnra afkomenda Sigurgeirs má nefna Arnór og Eið Smára Guðjohnsen, svo og Benóný Arnórsson fyrrv. alþingismann, sem lengi var oddviti í Reykdælahreppi.

Torfi Sigurbjörn Sæmundsson, sonur Sæmundar Jónssonar og Þórnýjar Jónsdóttur, sem eru komin aftur Skógarsel 1868. Í raun er ekki vitað með vissu, hvort hann kemur með þeim þangað, en allar líkur benda til þess. Sjá um Torfa hér neðar í búskapartíð Sæmundar og Þórnýjar í Skógarseli.

Jóhannes Sæmundsson, f. 20. nóv. 1868 í Skógarseli, sonur Sæmundar Jónssonar og Þórnýjar Jónsdóttur, sem eru þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli.“ [Kb. Ein.], sjá hér nokkru neðar.

1870 - 1871: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir

Sæmundur og Þórný búa í Skógarseli þetta ár, meðan Jóhannes og Guðrún eru í próventustandi á Einarsstöðum. Sæmundur er eini gjaldandi fyrir Skógarsel í [MaÞ.] vorið 1871. Þau virðast vera áfram í Skógarseli til 1874 (líklega í húsmennsku, þá ekki getið í [MaÞ.]) en fara þá í Narfastaðasel.

Sæmundur var fæddur 4. ágúst 1836 á Höskuldsstöðum, sonur hjónanna Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur, sem getið er hér nokkru ofar [Kb. Helg.] og [ÆÞ. I, bls. 415]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali 1840, 1845 og 1850, en fer þaðan 1851 að Bakka á Tjörnesi [Kb. Helg.] þar sem hann er „ , 19, Ó, vinnumaður,“ við manntalið 1855. Kemur 1859 ásamt konuefni sínu frá Skógum í Öxarfirði að Narfastaðaseli „ , 25, Vinnum, “ [Kb. Ein.].

Þórný var fædd 17. nóv. 1834 á Fjöllum [ÆÞ. I, bls. 415], dóttir hjónanna Jóns Gottskálkssonar og Ólufar Hrólfsdóttur, er hún með þeim þar á manntali 1835 og 1840. Við manntalið 1845 er hún „ , 11, Ó, tökubarn,“ á Tóvegg hjá Torfa Gottaskálkssyni föðurbróður sínum og Elínborgu Guðmundsdóttur, þar er hún einnig við manntalið 1850, þá „ , 16, Ó, fósturdóttir,“. Hún er á manntali í Skógum í Öxarfirði 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og kemur þaðan 1859 að Narfastaðaseli eins og áður segir hjá Sæmundi.

Sæmundur og Þórný voru gefin saman 17. okt. 1859, þá bæði 25 ára gömul í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og eru þar í sálnaregistri við lok þess árs. Þau er á manntali í Skógarseli 1860, ásamt Jóni syni sínum og Jóni föður Sæmundar. Þau búa í Narfastaðaseli frá 1874 og eru þar á manntali 1880 ásamt þrem sonum sínum og Guðrúnu móður Sæmundar, en 1890 á Hömrum, þar sem Sæmundur er vinnumaður, ásamt Kristjáni syni sínum.

Sæmundur, þá vinnumaður á Stórulaugum, andaðist 9. okt. 1891, en Þórný á Fjöllum 22. maí 1902, sjá [ÆÞ. I, bls 415]. „Sæmundur Jónsson, Skógarseli, með konu og 4 börn“ [SÍV. bls. 87] er á lista Jakobs Hálfdanarsonar 25. febr.

1873 um „Fólkið, sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ( . . ), sjá Norðanfara 12. mars 1873, nr. 15-16, 12. ár., bls. 41. Sjá nánar um Sæmund og skyldulið hans í [ÆÞ. I, bls. 414-429], og í kafla um Narfastaðasel.

Synir Sæmundar og Þórnýjar í Skógarseli 1870-1874:

Jón Sæmundsson, f. 14. maí 1860, eru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali s. á. Fermdur frá Skógarseli 24. maí 1874, og er ekki annað vitað en hann fylgi foreldrum sínum meðan þau eru í Skógarseli. Hann fer 1877 „ , 17, vmðr, Frá Helgastöðum að Grenjaðarstað“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1880 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Sjá nánar um Jón í [ÆÞ. I, bls. 420-422] og í kafla um Narfastaðasel, þar sem hann bjó 1890-1910.

Torfi Sigurbjörn Sæmundsson. Ekki hef ég fundið neinar heimildir um að Torfi hafi átt heima í Skógarseli, einungis má ráða það af líkum og af tölu barna sem faðir hans vill fara með til Brasilíu, sjá hér ofar. Torfi var fæddur 8. júlí 1863, voru foreldrar hans þá „hjón búandi á Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Líklega fer hann 1877 úr Narfastaðaseli í Múla, hann er þar á fólkstali 31. des. 1877 en ekki árið áður. En hvorki finnst hann burtvikinn úr Einarsstaðasókn né innkominn í Múlasókn. Hann er fermdur frá Múla 1878 og fer 1879 þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Múl.] og er þar á manntali 1880 ásamt Jóni bróður sínum. Sjá um Torfa og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 422-426]. Dó á Birningsstöðum 21. maí 1939.

Jóhannes Sæmundsson, f. 20. nóv. 1868, eru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli.“ [Kb. Ein.]. Fer vafalaust með foreldrum sínum í Narfastaðasel 1874, hann er þar með þeim á manntali 1880 „ , 11, Ó, sonur þeirra,“. Bjó í Krossdal, þar sem hann dó 30. ágúst 1926. Sjá í kafla um Narfastaðasel og [ÆÞ. I, bls. 426-428].

Friðrik Sæmundsson,f. 12. maí 1872, eru foreldrar hans þá „hjón í húsmensku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Fer að öllum líkindum með þeim í Narfastaðasel 1874 og er á manntali þar 1880 „ , 8, Ó, sonur þeirra,“. Fer 1883 „ , 10, vikadr.,“ þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Ein.], kemur þaðan aftur að Narfastaðaseli 1884 „ , 12, léttasveinn,“ og fer 1885 „ , 13, ljettapilttur,“ aftur að Grenjaðarstað [Kb. Ein.] og er fermdur þaðan 30. maí 1886 [Kb. Grenj.]. Bóndi í Efrihólum. Sjá [ÆÞ. I, bls. 414-415] og um afkomendur á bls. 417-420 í sömu bók.

Skyldulið Sæmundar og Þórnýjar í Skógarseli 1870-1874:

Guðrún Pétursdóttir, móðir Sæmundar, kemur aftur í Skógarsel 1870 „ , 69, ekkja,“ frá Brekku [Kb. Ein.]. Líklega fer hún með syni sínum að Narfastaðseli 1874, hún er þar á manntali 1880 „ , 79, E, móðir bóndans,“. Dó 1. okt. 1885 „ , ekkja frá Narfastaðaseli, 85 ára“ [Kb. Ein.]. Sjá um Guðrúnu hjá Jóni manni hennar hér ofar og í [ÆÞ. I, bls. 415-416] og um afkomendur í sömu bók bls. 414-429.

Jóhannes Sæmundsson

Friðrik Sæmundsson

1871 - 1880: Jóhannes Guðmundsson og Guðrún

Stefánsdóttir (í 2. sinn)/Guðbjörg Eiríksdóttir

Jóhannes og Guðrún fara aftur að búa í Skógarseli 1871. Guðrún deyr þar 11. febr. 1872 [Kb. Ein.], og 21. júlí 1873 kvæntist Jóhannes öðru sinni ekkjunni Guðbjörgu Eiríksdóttur. Þau flytja með skylduliði sínu í Presthvamm 1880 [Kb. Ein.], þar sem Jóhannes deyr 3. júní þ. á. Jóhannes er einn gjaldandi fyrir Skógarsel í [MaÞ.] árin 1872-1880. Um Jóhannes og Guðrúnu sjá hér ofar í fyrri búskapartíð þeirra.

Eins og áður segir, kvæntist Jóhannes að nýju 21. júlí 1873 Guðbjörgu Eiríksdóttur, sem þá er „ekkja á Skógarseli 33 ára.“ Guðbjörg kemur líklega í Skógarsel frá Daðastöðum, þar sem ætla má að hún hafi verið, þegar fyrri maður hennar, Jónatan Eiríksson „húsmaður giptur á Daðastöðum, 29 ára, flogaveikur fannst dauður á Hvammsheiði“ [Kb. Ein.] 18. júní 1871.

Guðbjörg var fædd 12. febr. 1840 á Einarsstöðum og voru foreldrar hennar Eiríkur Eiríksson og Guðrún Jónsdóttir, hjón á Einarsstöðum [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali 1840, 1845 og 1850, síðasta árið „fósturbarn þeirra“ Jóns og Guðbjargar. Hún er fermd frá Hólum 1854 (fæðingardagur hennar þar rangur í kirkjubók, skráður er fd. systur hennar, sem þá var látin) og er þar á manntali 1855, þar sem Guðbjörg fósturmóðir hennar er þá einnig.

Með Olgeiri Hinrikssyni eignast Guðbjörg 27. ágúst 1859 soninn Jón, síðar bónda á Höskuldsstöðum. Olgeir og Guðbjörg eru þá „ , hjú á Einarsstöðum beggja 1ta barneign.“ [Kb. Ein.]. Ekki virðist Jón vera á þeirra vegum, því hann er „ , 2, Ó, tökubarn,“ á Mýlaugsstöðum við manntalið 1860, en Guðbjörg þá vinnukona á Hallbjarnarstöðum.

Jónatan Eiríksson var fæddur 16. nóv. 1842 og eru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Guðlaug Reinaldsdóttir (dóttir áðurnefndra Reinalds og Steinvarar á Ingjaldsstöðum, skírð 25. 7. 1799, d. 29. jan. 1884 á Daðastöðum) „gift vinnuhjú á Hallbjarnarstöðum.“ [Kb. Ein.]. Jónatan er á manntali á Daðastöðum 1845 „ , 3, Ó, tökubarn, “.

Jónatan og Guðbjörg voru gefin saman 29. júlí 1867 og eiga þá heima í Víðum, einnig í september s. á. þegar sonur þeirra fæðist, en á Daðastöðum í okt. 1870 þegar dóttir þeirra fæðist, sjá síðar.

Eins og áður segir, fluttu þau Jóhannes og Guðbjörg í Presthvamm 1880 ásamt fjórum börnum sínum og tveim börnum hennar. Jóhannes er við úttekt á Skógarseli 24. maí það ár og deyr í Presthvammi 10 dögum síðar, 3. júní 1880, úr lungnabólgu [Kb. Grenj.]. En Guðbjörg flytur árið 1881 með sex börn sín og vinnufólk að Parti, þar sem hún giftist í þriðja sinn 3. jan. 1882 Jóhanni Jóhannssyni bónda þar, 45 ára.

Jóhann er á manntali í Presthvammi 1880 „ , 43, Ó, vinnumaður,“ þá sagður fæddur „hér í sókn“ (en 1890, 1901 og 1910 í Húsavíkursókn). Þau Guðbjörg eignast soninn Jóhann Geir í Parti 17. febr. 1882 og fylgir hann foreldrum sínum fram að fermingu.

Þau Jóhann og Guðbjörg flytja með son sinn 1889 „frá Stórulaugum að Stað í Kinn“ [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali 1890, vinnuhjú hjá Jóni Arasyni presti. Þau flytja með honum til Húsavíkur 1891, þaðan 1892 í Hrappsstaði í Kinn, þaðan 1893 að Varðgjá (Syðri) [Kb. Þór.]. Jóhann Geir er fermdur 24. maí 1896 [Kb. Gundarþ.] og virðist ekki fylgja foreldrum sínum eftir það.

Guðbjörg flytur 1898 „ , vk., 58, Frá Vargjá að Syðriskál“ [Kb. Þór.] og aftur þaðan að Varðgjá 1899, og er þá Jóhanns getið með henni. Þau eru á manntali á Syðri Varðgjá 1. nóv. 1901. Koma 1906 „frá Litla Eyrarlandi að Leikskálaá syðri.“ [Kb. Þór.], [Kb. Grund.]. Þaðan flytjast þau 1908 að Kotungsstöðum [Kb. Þór.] til Jóhanns Geirs sonar síns, sem þá býr þar með fjölskyldu. Jóhann Geir flytur 1910 frá Kotungsstöðum að Veigastöðum [Kb. Hálss.], ásamt konu sinni og tveim dætrum, og búa þau þar til 1955 [Bybú, bls. 51]. Með þeim flytja þau Guðbjörg og Jóhann og eru þau á manntali á Veigastöðum 1910 með fjölskyldu Jóhanns Geirs og í sálnaregistri þar við árslok 1916.

Eins og áður er getið deyr Jóhannes 3. júní 1880 „ , bóndi Presthv., 69 ára, Lungnabólga“ [Kb. Grenj.]. Guðbjörg deyr 18. júní 1917, að sögn Þjóðskrár á Einarsstöðum, en ekki er þess getið í [Kb. Grenj.]. Kirkjubók Laufássóknar frá þessum tíma er ekki komin í Þjóðskjalasafn. En [Svalb. bls. 162] og [Þjóðskrá] ber saman um dánardaginn.

Guðbjörg var langamma Guðmundar Bjarnasonar fv. ráðherra, Jóns á Lyngbrekku og systra hans og Hauks Halldórssonar, fv. formanns Stéttarsambands bænda.

Börn Jóhannesar og Guðbjargar Eiríksdóttur, öll fædd í Skógarseli og fluttu með foreldrum sínum 1880 að Presthvammi og með móður sinni 1881 að Parti:

Sigurður Guðni Björn Jóhannesson, f. 9. apríl 1874. Fer „ , 11, ljettapiltur,“ 1885 „Frá Halld.st.Parti að Hrappstöðum í Ki(nn)“ [Kb. Ein.]. Er á manntali á Gvendarstöðum 1901, þar sem hann er sagður koma inn í Þóroddsstaðarsókn úr Kaupangssókn 1894. Hann er á manntali á Hálsi í Kinn 1920, ásamt konu sinni Kristjönu Marín Magnúsdóttur, f. 26. ágúst 1879 í Máskoti, d. 18. jan. 1923, og fimm börnum. Bóndi í Hólsgerði [Bybú, bls. 183] og á Hálsi í Kinn, sjá [Skú. bls. 101]. Sigurður deyr 31. júlí 1928 [Reykj. bls. 437 og Þjóðskrá].

Jóhannes Jóhannesson, f. 13. mars 1876. Hann fer 1889 „ , 13, unglingspiltur, frá Hallbjarnarstöðum uppí Mývatnssveit“ [Kb. Ein.], og er á manntali á Litluströnd 1890 „ , 14, Ó, vinnupiltur“ . Er á manntali á Breiðumýri 1920 „ , vinnumaður, Ó,“ og í Haganesi 1930 „ , leigjandi, landbún.“. Í Þjóðskrá 1974 er Jóhannes til heimilis á Veigastöðum, en á heima að Smáratúni á Svalbarðseyri þegar hann deyr 16. jan. 1975 [Skrá Hagstofu yfir dána]. (Til athugunar er, að fæðingardagur Jóhannesar er rangur í manntölum og skrám eftir 1920, en í manntali þ. á. er hann réttur). Jóhannes var ókvæntur og barnlaus. Jóhannes var í Skógarseli í búskapartíð Árna Jakobssonar vorið 1927, þar sem hann atti kappi við Manga í Seli við dorgveiði á Engivatni. Garðar Jak. segist muna eftir að bróðir hans kom með silung úr Engivatni í Hóla, sem átti rætur að rekja til veiðikappsins. - Var uppnefndur „Jói stjóri“. Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 22. sept. 1877. Hún fer 1887 „ , 9, til kennslu, Frá Stórulaugum að Þingmúla“ og kemur 1891 „ , 14, sveitarb., frá Þingmúla

að Hallbjarnarst. “, þaðan sem hún fer 1895 „ , 17, mállaus, á sveit,“ „Frá Hallbjarnarstöðum til kennslu að Stóra-Hrauni“ [Kb. Ein.]. Guðbjörg er á manntali á Stóra-Hrauni 1. nóv. 1901 „ , hjú, 24,“ sögð „daufdumb“ í athugasemd. Sjá um sr. Ólaf Helgason heyrnar- og málleysingjakennara í [Guðf., bls. 246-247]. Guðbjörg flytur 1903 „ , hjú, 24,“ frá „Stórahrauni til Akureyrar.“ [Kb. Stokkseyrars.], en er meðal innkominna í Grundarþingum þ. á., frá Stórahrauni að Eyrarlandi. Engin skrá er til yfir burtvikna úr Grundarþingum árið 1904. Guðbjörg virðist koma með Sigurbirni hálfbróður sínum og fjölskyldu hans frá Austarikrókum að Skuggabjörgum árið 1907 (þá reyndar sögð Jónatansdóttir), og fer með þeim 1908 að Bárðartjörn [Kb. Lauf.]. Hún kemur aftur í Laufássókn 1909 (þá Jóhannesdóttir) „ , 29, vinnuk.“ frá Bárðartjörn að Þverá, þar sem hún er á manntali 1910. Hún fer 1911 „ , vk., 31,“ frá Þverá að Draflastöðum og þaðan 1915 að Veigastöðum [Kb. Hálss.], þar sem móðir hennar, stjúpfaðir og hálfbróðir eiga þá heima, og er þar í sálnaregistri í nóvemberþ. á.Guðbjörg er á manntali á Strandgötu 43 á Akureyri 1920 „ , hjú, Ó,“ sögð „daufdumb“ í athugasemd, og á Norðurgötu 9 á Akureyri 1930 „leigjandi, verkakona,“ sögð koma þangað úr Eyjafjarðarsýslu 1919. Hún deyr 21. júlí 1967 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, síðast til heimilis í Sveinbjarnargerði [Þjóðskrá, Skrá yfir dána]. Guðbjörg var ógift og barnlaus.

Sigurgeir Jóhannessson, f. 31. des. 1878. Deyr 4. nóv. 1884 „ , barn frá Halldórsstöðum,“ [Kb. Ein.].

Börn Guðbjargar Eiríksdóttur og Jónatans Eiríkssonar fyrsta manns hennar, flytja með móður sinni og stjúpföður frá Skógarseli að Presthvammi 1880, og með móður sinni að Parti 1881:

Sigurbjörn Jónatansson, f. 24. sept. 1867 í Víðum, eru foreldrar hans þá „hjón búlaus í Víðum“ [Kb. Ein.]. Fer 1884 „ , 17, vinnum.“ frá Stafnsholti að Þóroddsstað [Kb. Ein.]. Sigurbjörn er vinnumaður í Garði í Fnjóskadal við manntalið 1901, þá staddur í „Salthúsi“ hjá Skeri í Grýtubakkahr. „ , vinnum., við sjó, 32,“. Hann fer frá Þverá í Dalsmynni að Austarikrókum 1906, ásamt konu sinni Jónu Steinunni Einarsdóttur, og Friðrúnu Sigríði dóttur þeirra. Þau koma árið eftir frá Austarikrókum að Skuggabjörgum, og fara þaðan 1908 að Bárðartjörn [Kb. Lauf.], þar sem þau eru í húsmennsku til 1910 [Bybú, bls. 80]. Þau eru á manntali í Brekku í Þönglabakkasókn 1910 ásamt þrem dætrum, en flytja þaðan 1916 í Flatey [Kb. Þöngl.]. Jóna Steinunn, sem var fædd 1. sept. 1878 í Glaumbæjarseli, dóttir Einars Jónssonar og konu hans Solveigar Jakobínu Helgadóttur [Kb. Ein.], er „ , 12, Ó, fósturbarn“ í Fremstafelli við manntalið 1890. Hún er á manntali hjá Sigurði mági sínum á Hálsi í Kinn 1920 „ , húskona, kaupakona, saumakona, G,“. Með henni er Guðbjörg, dóttir hennar, fædd 1910. Ekki finnst Sigurbjörn á manntali í Flatey 1920. Hann deyr 21. okt. 1954 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri [Þjóðskrá].

Guðlaug Jónatansdóttir, f. 27. okt. 1870 á Daðastöðum. Fer 1886 „ , 15, léttast.“ frá Öndólfsstöðum að Rauðá [Kb. Ein.], þar sem hún deyr 21. ágúst 1886 „ , Ógipt á Rauðá, 15.“ [Kb. Þór.].

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Jóhannesar og kvenna hans 1871-1880:

Sæmundur Jónsson og skyldulið hans er í Skógarseli til 1874, sjá um það hér ofar.

Kristín Kristjánsdóttir kemur 1872 „ , 31, gipt kona, “ frá Hafralækjarseli að Skógarseli [Kb. Ein.]. Kristín var fædd 30. okt. 1835, voru foreldrar hennar „Kristján Vigfússon bóndi á Finnstöðum Faðir, enn Móðir Elíná Árnadóttir í Glaumbæ“ [Kb. Ein.]. Kristín er með foreldrum sínum á manntali á Finnstöðum 1840 „ , 6, Ó, barn hjónanna“ Kristín er á manntali í Nesi 1860 ásamt manni sínum Magnúsi Jónssyni „ , 25, G, kona hans,“ og fjórum börnum þeirra og móður sinni. Þau hjónin eru á fólkstali í Hafralækjarseli 31. des. 1871 ásamt þrem (öðrum) börnum [Sál. Múl.]. Virðist heimilið leyst upp 1872. En þau hjónin eru á manntali í Máskoti 1880 ásamt ársgamalli dóttur, bæði í vinnumennsku, en fara með hana þaðan að Þverá í Laxárdal 1881 [Kb. Ein.].

Kristján Hallsson kemur 1874 „ , 56, vmðr, neðan úr Aðaldal að Skógarseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og dóttur. Koma þau líklega í stað Sæmundar og skylduliðs hans, sem þá fer í Narfastaðasel. Kristján var fæddur 8. sept. 1817 í Öxnafellskoti í Möðruvallasókn, voru foreldrar hans „Hallr Hallsson vinnumaður á Stóraeirarlandi ógiptur. Guðrún Ólafsdóttir húβkona á Yxnafells koti ógipt“ [Kb. Möðruv.]. Guðrún flytur árið eftir að Syðra Laugalandi, en Kristján „ , 1, barn á hrepp“ „að Holti í Saurbæar Sókn“ (Holt var í Grundarkirkjusókn!). Á manntali í Holti 1835 er „Christján Hallsson, 19, Ó, vinnumaður“ og fer hann 1836 „ , frá Holti að Kambi“ [Kb. Grund.], [Kb. Munk.], en finnst ekki burt vikinn þaðan. Kristján kvæntist 23. okt. 1840, þá „22ia ára. Vinnumaður í Garði í Aðaldal.“,Rósu Indriðadóttur, sem þá er „242/3 ára heimasæta á Þverá í Reykjahverfi.“ [Kb. Grenj.]. Hann kemur ásamt konu sinni og syni 1842 „ , 25, vinnum., frá Þverá að Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali á Laugarhóli 1845, einnig 1850 með þrem börnum, þar sem Kristján er sagður bóndi. Þau flytja 1854 ásamt fjórum börnum að Hafralæk [Kb. Ein.], eru á manntali í Kasthvammi 1855 og koma inn í Kvíabekkjarsókn 1856 „frá Kasthvammi að Vatnsenda ásamt börnum sínum.“ (líkega þremur) [Kb. Kvíab.s.] og fara úr þeirri sókn 1859. Kristján er á manntali í Ystahvammsgerði 1860 „ , 43, G, bóndi,“ ásamt konu sinni og þrem dætrum. Fer 1868 frá Kasthvammi að Hólmavaði ásamt konu sinni og Ólöfu dóttur þeirra [Kb. Grenj.]. Ekki er mér kunnugt hvenær Kristján fer úr Skógarseli, en hann fer 1879 „ , 60, vmðr, frá Stórulaugum að Garði“ [Kb. Ein.] en fer að Presthvammi 1880 [Kb. Múl.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 61, G, vinnumaður,“.

Rósa Indriðadóttir, kona Kristjáns hér að ofan, kemur 1874 „ , 58, kona hs, “ með honum að Skógarseli. Rósa var fædd í febrúar 1814, voru foreldrar hennar Indriði Illugason og Rósa Guðmundsdóttir á Þverá í Reykjahverfi [Kb. Grenj.]. Hún er með þeim á manntali á Þverá 1816 ásamt fjórum eldri systrum, þar er hún með foreldrum 1835, einnig 1840, þá „ , 25, G, hans dóttir, vinnukona“. Sjá um giftingu hennar og feril hér næst á undan hjá Kristjáni. Ekki er mér kunnugt hve lengi Rósa er í Skógarseli, en hún fer 1878 „ , 60, húsk. frá Stórulaugum að Núpum“ [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Geirbjarnarstöðum 1880 „ , 66, Ó, húskona,“ ásamt Ólöfu dóttur sinni. Deyr 27. apríl 1895 „hreppsóm. frá Kotamýri, 81, Ellihrumleiki“ [Kb. Grenj.].

Ólöf Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns og Rósu hér að ofan, kemur með þeim 1874 „ , 19, dóttir þr,“ að Skógarseli. Fer þaðan 1875 „ , 19, vi{nu}, frá Skógarseli til Eyjafjarðar.“ [Kb. Ein.], [Kb. Kaup.] segir „ , frá Skógarseli að Litlaeyrarlandi.“ Ólöf var fædd 22. sept. 1856, voru foreldrar hennar þá „gift vinnuhjú á Vatnsenda“ í Ólafsfirði [Kb. Kvíab.s.]. Fer með þeim úr þeirri sókn 1859, en ekki er ljóst hvert. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Ystahvammsgerði 1860. Fer með foreldrum sínum 1868 „ , 11½, dóttir þeirra,“ frá Kasthvammi að Hólmavaði og 1880 frá Grenjaðarstað að Geirbjarnarstöðum [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali þ. á „ , 23, Ó, vinnukona,“ er móðir hennar þar þá einnig.

Sigurjón Björnsson kemur 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnssv. að Skógasel.“ [Kb. Ein.]. Sigurjón var fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848, „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, þá bæði bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Ferill hans er rakinn bæði í kafla um Árbakka og Víðasel. Hann kvæntist 3. júlí 1876 „vmaður á Skógarseli 27 ára“ Kristínu Sigríði Einarsdóttur „vkona sama staðar.“ [Kb. Ein.]. Þau Sigurjón og Kristín eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Þau fara 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“. Þau koma 1880 með Jón son sinn að Stafnsholti og eru þar á manntali þ. á. en flytja 1881 „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Þau fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni að Hrappstöðum“. Þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. 1884 [Kb. Lund.]. Þau flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901 og Sigurjón er á manntali í Holti á Húsavík 1920.

Kristín Sigríður Einarsdóttir kemur 1876 „vkona, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „ , 11/2 , fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848. En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 „ , 26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) giftist Sigurjóni Björnssyni hér næst á undan 3. júlí 1876. [Kb. Ein.], sjá um þau hjá Sigurjóni.

Halldóra Sigurðardóttir fer 1876 „ , 16, vstúlka, frá Skógarseli að Geitafelli“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.] en kemur aftur 1878 að Hjalla [Kb. Grenj.]. Halldóra var fædd 17. maí 1860 í Víðirkeri, dóttir Sigurðar Eiríkssonar og Solveigar Jóhannsdóttur, sem þá eru þar ógift vinnuhjú. Sigurður var sonur Guðlaugar Reinaldsdóttur, en Solveig dóttir Jóhanns og Rósu frá Skógarseli. Halldóra flytur til föður síns að Árbakka 1861 og þaðan með honum að Víðum 1863.

Sigurjón Björnsson

Halldóra Sigurðardóttir

Hún er fermd frá Einarsstaðakirkju 24. maí 1874 (þá á Daðastöðum). Hún er „ , 20, Ó, vinnukona,“ á Gautlöndum við manntalið 1880. Fer 1890 frá Múla að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Fjall.], [Kb. Múl], þar sem hún er á manntali þ. á. Halldóra „bústýra á Grímsstöðum 36 ára“ giftist 30. sept. 1897 Kristjáni Sigurðssyni, sem þá er „sjálfseignarbóndi á Grímsstöðum 43 ára.“ [Kb. Fjall.].

Halldór Jensson kemur 1877 „ , 49, vmðr, frá Svalbarðsströnd að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Fer til Vesturheims frá Skógarseli 1878 [Kb. Ein.], [Vesturf.] ásamt konu sinni, tveim börnum þeirra og dótturinni Önnu Sigríði, sjá hér neðar. Halldór var fæddur á Ingjaldsstöðum 7. ágúst 1826, eitt af 14 börnum Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og Guðrúnar Finnbogadóttur [Kb. Ein.] og [ÆÞ. II, bls. 256-258]. Hann er á manntali á Ingjaldsstöðum með foreldrum og systkinum 1835, 1840 og 1845. (en ekki 1850). Fyrri kona Halldórs var Kristín Benjamínsdóttir, oft í skrám nefnd Hansdóttir. Þau eru á manntali á Stórasandfelli 1860, þar sem Halldór er húsmaður, ásamt þrem börnum og fara frá Mýrum í Skriðdal 1869 að Lásgerði [Kb. Ein.], [Kb. Hallormsst.] og þar deyr Kristín 15. sept. 1874 [Kb. Ein.]. Halldór fer frá Lásgerði að Meðalheimi á Svalbarðsströnd 1876[Kb. Ein.], [Kb. Glæs. (Svalb.)]. Hann er sagður „ekkill á Láfsgerði“, þegar hann kvænist aftur 25. júní 1878 Sigurbjörgu Friðfinnsdóttur [Kb. Ein.], sjá hér næst á eftir. Sjá nánar um Halldór í [ÆÞ. II, bls. 256-258] og í Árbók Þingeyinga 2003, bls. 43-59.

(Sigurbjörg Friðrika Friðfinnsdóttir,síðari kona Halldórs hér að ofan, fer með honum, börnum þeirra og Önnu Sigríði til Vesturheimsfrá Skógarseli 1878[Kb. Ein.], [Vfskrá]. Hún virðist koma í Skógarsel frá Lásgerði, sjá hér að neðan um fæðingu barna. (Hygg þó að hér sé um ónákvæmni í bókhaldi að ræða, hún og börn þeirra Halldórs hafi ekki í reynd flutt í Skógarsel, má m. a. ráða það af bókuninni á giftingu þeirra.)Sigurbjörg Friðrika var fædd 23. mars 1843 á Vaði, dóttir Friðfinns Finnbogasonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá eru „hjón á Vaði“ [Kb. Helg.]. Hún er með þeim þar á manntali 1850 „ , 7, Ó, barn þeirra,“ en þau fara þaðan þ. á. að Mýlaugsstöðum [Kb. Helg.] og er hún þar á manntali 1855, einnig 1860 „ , 18, Ó, þeirra barn,“. Þetta mun vera sú Friðrikka Sigurbjörg, sem kemur vinnukona að Árbakka 1867, sjá þar. Sigurbjörg kemur 1870 „ , 26, vinnukona, Kom frá Laxamýri að Höskuldsstöðum til foreldra sinna vanfær og ól hér barnið í sumar“ [Kb. Helg.]. Barnið, Snjólaug Pálsdóttir, f. 20. ágúst 1870, „Faðir lýstur og hefur geingist við faðerni Páll Jónsson vinnumaður giptur á Laxamýri og móðir Sigurbjörg Friðr. Friðfinnsdóttir á Höskuldsstöðum, beggja 1ta Lausaleiksbrot. Faðirinn giptist síðar.“ [Kb. Helg.]. Snjólaug dó 29. maí 1871 „ , Úngbarn óegta borið á Höskuldsstöðum, á 1ta ári, Andarteppuveiki“ [Kb. Helg.]. Sigurbjörg flytur 1872 frá Höskuldsstöðum að Stórulaugum [Kb. Helg.] og eignast þar dótturina Guðrúnu Sigurveigu Jóhannsdóttur 1. júlí 1872, hún „lýsir föður að því vinnum. Jóhann Jóhannsson á Kálfaströnd, sem gékkst við því.“ [Kb. Ein.]; fer Guðrún Sigurveig „ , 5, ómagi,“ 1877 að Presthvammi [Kb. Ein.] og deyr þar 13. mars 1880 „ , hreppsbarn frá Presthvammi, 8 ára, Innanmeinsemd“ [Kb. Grenj.]. Sjá [ÆÞ. II, bls. 257-258].)

(Kristján Halldórsson, f. 24. sept. 1875 í Lásgerði, sonur Halldórs og Sigurbjargar hér að ofan („bóndi á Láfsgerði“ og „bústýra samast.“ [Kb. Ein.]), fer með þeim til Vesturheims frá Skógarseli 1878, 3 ára [Kb. Ein.], [Vfskrá].)

(Kristbjörg Halldórsdóttir, f. 29. jan. 1878 í Lásgerði, dóttir Halldórs og Sigurbjargar hér að ofan („ , hann vmðr á Skógarseli, hún húsk. á Láfsgerði“

[Kb. Ein.]), fer til Vesturheims frá Skógarseli 1878 „ 0, “ [Vfskrá], „ á 1 “ [Kb. Ein.].)

Anna Sigríður Halldórsdóttir, dóttir Halldórs hér nokkru ofar, kemur 1877 „ , 17, dóttir hs, frá Auðnum að Skógarseli“ [Kb. Ein.], ([Kb. Grenj.] segir „ , 16, vk.“). Fer með föður sínum og öðru skylduliði hans þaðan til Vesturheims 1878 „ , 18, dóttir hs,“ [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Anna Sigríður var fædd 16. júní 1860, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsm: Stórasandfelli“ [Kb. Vallaness.] og er hún þar með foreldrum á manntali um haustið. Anna Sigríður kemur 1869 „ , 10, hreppsbarn, Kom að austan frá Mýrum í Skriðdal að Stórulaugum.“ [Kb. Ein.]. Hún er fermd á hvítasunnudag 16. maí 1875 [Kb. Ein.], heimilisfangs ekki getið. Fer 1876 „ , 15, vstúlka,“ frá „Láfsgerði að Auðnum“ [Kb. Ein.].

Guðmundur Jónsson (ralli) (svo!) kemur 1879 „ , vmðr, úr Axarfirði að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann á manntali á Hjalla 1880 „ , 46, G, húsbóndi, búandi,“ kvæntur Hallfríði Kristjánsdóttur (Hallssonar, sjá allmiklu ofar) ásamt tveim sonum þeirra.

Í [ÆÞ. II, bls. 240] er getið Guðmundar ralla, en sá er Guðmundsson, sagður fæddur 5. sept. 1868, má dæma hann úr leik hér.

Guðmundur var fæddur 21. okt. 1833, voru foreldrar hans Jón Guðmundsson og Guðrún Guðmundsdóttir „hjón á Kelduskógum“ [Kb. Berufj.]. Hann er fermdur frá Kelduskógum 1848 „vel gáfaður og ágætlega kunnandi og skiljandi lærd:bók:“, virðist faðir hans þá dáinn. Hann er á manntali í Kelduskógum 1850 „ , 17, Ó, barn ekkjunnar,“ og vinnumaður þar 1855 hjá mági sínum, en 1860 er mágur hans látinn en Sigríður systir hans fyrir búi og er Guðmundur „ , 27, Ó, fyrirvinna, bróðir hennar,“ þar er móðir þeirra þá einnig. Guðmundur er burtvikinn úr Berufjarðarprk. 1865 „ , 32., bóndi, frá Keldusk. að { .. }arst. “ og er mér ekki unnt að lesa bæjarnafnið. Einhver Guðmundur Jónsson kemur 1870 frá Halldórsstöðum að Bjarnastöðum í Bárðardal og fer þaðan 1871 „ , 33, vinnumaður, frá Bjarnastöðum á Tjörnes“ [Kb. Lund.], hans er getið í [Kb. Hús.], sagður fara að Máná og Ytritungu. Enn kemur Guðmundur Jónsson 1873 „ , vinnumaður, 50,“ frá Grásíðu að Máná. Aldur kemur illa heim og er ekki öruggt að um samaGuðmund sé hér að ræða.Guðmundur kvæntist 21. maí 1875 Hallfríði Kristjánsdóttur, eru þau þá bæði í vinnumennsku í Saltvík [Kb. Hús.]. Mánuði áður hafði Hallfríður verið dæmd til að skilja við fyrri mann sinn Jóhannes Tómasson, sjá í kafla um Hörgsdal, einnig í [ÆSiÞ. bls. 41]. Guðmundur og Hallfríður eignast soninn Sigurð Tryggva 5. júní 1875, er sagt um foreldrana „ , nú í Sigmundarbæ“ [Kb. Hús.]. Þau koma öll þrjú inn í Skinnastaðasókn 1876 „Frá Svínadal í Ferjubakka“ en ekki finnst þeirra getið í [Kb. Garðss.]. Þeim fæðist annar sonur, Jósef Sófonías, 17. júlí 1878, þá „bæði í húsmensku í Árholti“og flytja þaðan 1879 „Frá Árholti inn í Reykjadal“ [Kb. Skinn.]. Fer Guðmundur að Skógarseli, Sigurður Tryggvi fer „ , 4, tökub., frá Axarfirði að Lásgerði“ en Hallfríður kemur 1880 með Jósef Sófonías „ , 35, til manns hnar, frá Kinn að Hjalla“ [Kb. Ein.], þar sem þau eru á manntali þ. á. eins og áður segir. Þau fara öll fjögur 1881 „frá Hjalla til Berufjarðar“ [Kb. Ein.]. Úr Berufjarðarprk. flytja þau 1883 „frá Fossgerði að Hallfríðarstöðum í Túngu“. Hallfríður deyr 6. júlí 1886 „ , gipt kona í Blöndugerði, 40 ára“ [Kb. Kirkjub.]. Þar í sókn er þá engin skrá yfir burtvikna (byrjar 1889) og finn ég ekki Guðmund eða syni hans á manntali þar 1890.

Sigurður Jónsson fer 1880 „ , 39, vmðr, frá Skógarseli til Fnjóskadals“ [Kb. Ein.] ásamt Sigríði hér næst á eftir og Sigurði Árna syni þeirra. Sigurður kemur 1876 „ , 35, Húsmaðr, úr Eyjafirði að Parti“ („ , 34 tómthúsmaður, frá Akureyri að Parti“ [Kb. Ak.]) ásamt Sigríði og Sigurði Árna, sjá hér á eftir. Ekki finnst þessa fóks getið meðal innkominna í Hálsprk. 1880, en á manntali í Skógum þ. á. er Sigurður Jónsson „ , 37, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur „hér í sókn“. Þar er fæddur Sigurður Jónsson 27. ágúst 1842, voru foreldrar hans „Jón giptr Árnason vinnum: á Þaunglab: og Guðrún Jónsdóttir ógipt vinnuk: á Sigríðarstöðum.“ [Kb. Hálsþ.] og er hann á manntali í Austarikrókum 1845 „ 4, Ó, tökubarn,“. Hann hverfur þó af sjónarsviðinu, finnst hvorki á manntali, látinn né burtvikinn næstu árin.

Sigríður Einarsdóttir fer 1880 „ , 47, concubina eju“ (svo!) [Kb. Ein.] frá Skógarseli til Fnjóskadals með Sigurði hér næst á undan. Hún kemur 1880 „ , 45, húskona, frá Skógarseli að Akureyri“ [Kb. Ak.] ásamt Sigurði Árna, en Sigurðar er þar ekki getið. Sigríður var fædd 17. ágúst 1833, voru foreldrar hennar Einar Einarsson og Anna Helgadóttir „híón búandi á Auðnum“ [Kb. Kvíab.s.]. Hún er á manntali á Auðnum 1835 ásamt foreldrum og fimm eldri systkinum og 1845 í Brimnesi í Kvíabekkjarsókn ásamt foreldrum „ , 13, Ó, barn hjónanna,“. Þar er hún einnig á manntali 1850 með föður sínum og bróður, en þá er móðir hennar látin. Sigríður fer 1851 „ , 18, vinnukona, frá Brimnesi að Stóra Eirarlandi“ [Kb. Kvíab.s.]. Hún giftist 24. maí 1856 Vigfúsi Stefánssyni „hjá foreldrum sínum á Barði 21. árs“ [Kb. Hrafn.]. Þau eignuðust a. m. k. tvær dætur, Guðrúnu Önnu og Vilhelmínu. Vigfús andaðist 27. mars. 1860 „ , 24½, kvongaður húsmaður frá Barði, þáði af sveit“ [Kb. Hrafn.]. Sigríður er á manntali á Barði 1860 ásamt Vilhelmínu „ , 27, E, húskona, ýmis handbjörg,“ en Guðrún Anna er þá einnig á Barði hjá afa sínum og ömmu. Sigríður eignast 1874 soninn Sigurð Árna, sjá hér næst á eftir, með Sigurði Jónssyni. Þau flytja öll þrjú 1876 að Parti [Kb. Ak.], [Kb. Ein.]. Sigríður er á manntali á Akureyri 1880 (Gilið, 8. heimili) „ , 45, E, húskona,“ ásamt Sigurði Árna syni sínum. Ekki finn ég hana á manntali 1890, og burtviknir enda á Akureyri 1888. Líklega er það sú Sigríður Einarsdóttir sem deyr 23. sept. 1891 „ , ekkja frá Eyrarlandi, 57.“ [Kb. Ak.].

Sigurður Árni Sigurðsson fer 1880 „ , 7, son þra“ með foreldrum sínum hér að ofan frá Skógarseli til Fnjóskadals [Kb. Ein.]. Hann kemur 1880 með móður sinni til Akureyrar „ , 5, barn hennar, frá Skógarseli að Akureyri“ [Kb. Ak.] og er með henni þar á manntali þ. á. Sigurður Árni var fæddur 7. okt. 1874, voru foreldrar hans „Sigurður Jónsson, ógiptur maður, og Sigríður Einarsdóttir, ekkja, bæði nú sem stendur dveljandi á Akureyri.“ [Kb. Ak.]. Hann fer með foreldrum sínum að Parti 1876. Sigurður Árni var fermdur á Akureyri 1889. Ekki finn ég hann þar á manntali 1890. Burtviknir enda þar 1888. Skv. [Byggðir Eyjafjarðar 1990] býr hann á Dagverðareyri árið 1900 og 1904-1914 á Blómsturvöllum, d. 11. ágúst 1946. Er á manntali á Þyrnum í Lögm.hl.sókn 1930 „ , húsb., verkamaður,“ ásamt s. konu og dóttur.

1880 - 1882: Jóhannes Sigurðsson og Sesselja Andrésdóttir

Jóhannes og Sesselja eru á manntali í Skógarseli 1. okt. 1880. Þau koma þangað þá um vorið, líklega frá Halldórsstöðum í Reykjadal, þar sem Hjálmar sonur þeirra er fæddur 1879. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli 1881 og 1882 skv. [MaÞ.].

Um búferlaflutninga Jóhannesar og Sesselju þegja kirkjubækur eins og um næstu ábúendur í Skógarseli, því þeir fara fram innan sóknar. Þau eru líklega á Helgastöðum 1882-1883, Jóhannesar er þar getið í [MaÞ.] 1883 á skrá yfir húsmenn og vinnumenn.

Jóhannes var fæddur 19. jan. 1840 í Sultum, sonur Sigurðar Sveinssonar og Guðbjargar Daníelsdóttur [ÆÞ. III, bls. 131-132 og 138-142]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845 og 1850, en 1855 er hann á manntali á Ávegg hjá Páli og Margréti systur Jóhannesar „ , 16, Ó, léttadrengur,“ en þar eru foreldrar hans þá einnig. Jóhannes er með foreldrum á manntali á Tóvegg 1860, þar sem þau búa þá. Sesselja var fædd 29. des. 1851 í Fagranesi, dóttir Andrésar Ólafssonar og Sesselju Jónsdóttur [ÆÞ. III, bls. 138]. Hún er þar á manntali með foreldrum og sex systkinum 1855 og 1860. Hún fer 1868 „ , 16, vinnukona, Breiðumýri Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Sesselja giftist fyrst Hjálmari Halldóri Sigurðssyni, en hann andaðist 30. sept. 1875 „bóndi á Laugarhóli, 25 ára, krabbamein“ [Kb. Ein.]. Jóhannes og Sesselja koma 1879 „vmðr“, „húsk.“ frá Kelduhverfi að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.], en ekki er þeirra getið í [Kb. Garðss.]. Þau voru gefin saman 12. júlí 1879 [Kb. Ein.], [ÆÞ. III, bls. 138] og fæddist elsta barn þeirra 8. sept. þ. á. á Halldórsstöðum. Þau búa í Laugaseli 1883-1898 og fara þaðan í Litlulauga, en 1899 eru þau komin í Stórulauga, þar sem Jóhannes deyr 21. febr. 1904 „ , giptur húsmennskumaður frá Stórulaugum, 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Ein.]. Sesselja deyr 24. des. 1936 „ , fv. húsfr. Álftagerði, 86 Jarðs. á Húsav.“ [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um þau hjón og börn þeirra í kafla um Laugasel og í [ÆÞ. III, bls. 138-142].

Jóhannes var heilsuveill, var kallaður „Jói blóðlausi“, kynni það að hafa stafað af litarhætti hans.

Börn Jóhannesar og Sesselju til heimilis í Skógarseli:

Hjálmar Jóhannesson, dó úr lungnatæringu 4. júní 1880 „ kom frá Skógarseli“ [Kb. Ein.], f. 8. sept. 1879 á Halldórsstöðum í Reykjadal. Ekki hefur vist Hjálmars verið löng í Skógarseli. Úttekt er gerð á jörðinni 24. maí 1880, og er fráfarandi bóndi við þá úttekt. Foreldrar Hjálmars hafa því líklega flutt eftir það.

Sigurbjörg Hjálmfríður Jóhannesdóttir, f. 5. apríl 1881 í Skógarseli [Kb. Ein.]. Fer líklega með foreldrum að Laugaseli 1883 og er þar með þeim á manntali 1890. Hún er þar á fólkstali við árslok 1889-1896, nema árið 1894, þá er hún „ , vk., 13,“ á Litlulaugum [Sál. Helg.]. Hún fer 1897 „ , 16, v. k, frá Laugaseli að Garði við Mývatn“ [Kb. Ein.] og kemur 1899 „ , v. k., 18, frá Garði Mývatnssveit að Breiðumýri“ [Kb. Ein.]. Fer 1908 „ , lausak, 26, Frá Fljótsbakka að Húsavík“ [Kb. Ein.]. Sjá tilvísun í ætt Björns Péturssonar vegna Finnboga Þorsteinssonar manns hennar í [ÆÞ. III, bls. 138].

Sesselja Andrésdóttir

Annað skyldulið Jóhannesar og Sesselju í Skógarseli:

Kristbjörg Hólmfríður Hjálmarsdóttir, dóttir Sesselju og Hjálmars H. Sigurðssonar, fyrra manns hennar, f. 3. sept. 1874 á Laugarhóli [Kb. Ein.]. Kristbjörg er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1880 „ , 6, Ó, barn konunnar, “. Fer líklega með þeim hjónum að Laugaseli 1883, þar sem húner síðast á fókstali við árslok 1891 [Sál. Helg.] og á manntali 1890. Kristbjörg er á fólkstali á Daðastöðum við árslok 1892 „ , vk, 18,“. Hún flytur árið eftir til Húsavíkur [Kb. Ein.], en er annars í vinnumennsku í Reykjadal, í Víðum 1894 og 1896, 1895 á Hallbjarnarstöðum, 1897 á Hjalla [Sál. Helg.]. Hún andaðist 15. ágúst 1898 „ , ógipt vinnukona frá Narfastöðum, 23.“ [Kb. Ein.].

Sesselja Jónsdóttir, móðir Sesselju húsfreyju, kemur inn í Einarsstaðasókn frá Hrauni að Skógarseli 1880 og er á manntali þar 1. okt. þ. á. „ , 66, E, móðir konunnar, “. Fer 1882 „ , 68, húskona frá Skógarseli að Holtakoti í Reykjahverfi“ [Kb. Ein.]. Sesselja var fædd um 1813, dóttir Jóns Kristjánssonar og Rannveigar Jónsdóttur og er hún á manntali hjá foreldrum sínum á Helgastöðum 1816 „ , þeirra barn, 3,“ sögð fædd þar. Hún fer með þeim að Brúum 1817 [Kb. Helg.]. Sesselja giftist 4. okt. 1839 Andrési Ólafssyni, sem þá er „í foreldrahúsum á Leikskálá 25 ára“ en hún „vinnukona samastaðar 25 ára“ [Kb. Þór.] og eru þau á manntali á Syðri Leikskálá árið eftir með elstu dóttur sína. Þau flytja 1845 að Fagranesi [Kb. Múl.] og eru þar á manntali það ár og allt til 1860 og áttu margt barna, eru t. d. á manntali þar með sjö börn 1855 og 1860. Andrés lést 10. maí 1866 „ , frá Kraunastöðum, giptur bóndi, 52 ára, tak“ [Kb. Múl.]. Sesselja fer 1868 „ , 54., Ekkja“ ásamt Hólmfríði dóttur sinni „frá Stórulaugum að Tumsu“ [Kb. Ein.]. Sesselja fer 1884 „ , húsk., 73, frá Holtakoti til Laxamýrar“ [Kb. Grenj.] og þaðan til Vesturheims 1886 með Hólmfríði dóttur sinni og Jónasi Tryggva manni hennar „ , húskona, 72,“ [Kb. Hús.], [Vfskrá].

Sigríður Hjálmarsdóttir kemur 1880 að Skógarseli með Sesselju Jónsdóttur hér að ofan og er þar á manntali 1. okt. þ. á. „ , 7, Ó, barn fyrra manns hennar,“ (þ. e. Sesselju Andrésdóttur). Hún fer 1882 með Sesselju Jónsdóttur „ , 9, fósturd. hennar“ frá Skógarseli að Holtakoti í Reykjahverfi [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 4. jan. 1873. For.: „Hjálmar Halldór Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir hjón í húsmennsku í Hrauni“ [Kb. Grenj.]. Hún fer 1884 „ , hreppsb., 11, frá Holtakoti til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.], [Kb. Hús.]. Fer 1886 „ , tökub., 13, Frá Róm í Húsav. til Ameríku“ [Kb. Hús.], [Vfskrá].

Vandalausir í Skógarseli í tíð Jóhannesar

Sigurðssonar og Sesselju Andrésdóttur:

Vilhjálmur Jónasson er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1880 „ , 11, Ó, sveitarómagi,“. Vilhjálmur var fæddur 30. ágúst 1869. Faðir hans var Jónas Jónsson, en móðir Rósa Jónsdóttir, sem dó 18. sept. 1869, „gipt kona á Fljótsbakka aðkomin þangað nýlega með manni sínum og barni í húsmennsku úr Kaupangssveit“ [Kb. Ein.]. Vilhjálmur varð bóndi á Hesjuvöllum. Sjá nánar um Vilhjálm, skyldmenni hans og mynd af honum í [ÆÞ. I, bls. 406-410].

Sesselja Jónsdóttir

1882 - 1883: Jakob Sigurjónsson og Kristín Þuríður Helgadóttir

Jakob og Þuríður flytja frá Kvígindisdal í Skógarsel 1882 og þaðan í Hóla 1883, þegar Sigmar bróðir Jakobs fer til Vesturheims. Jakob er einn gjaldandi í Skógarseli í [MaÞ.] árið 1883. Ekki bar Jakob Skógarseli vel söguna, enda var tíðarfar þetta ár eitt hið versta á öldinni. Ekki bætti úr, að bæði vinnuhjúin, Ingjaldur bróðir hans og Margrét Olgeirsdóttir, gengu úr vistinni. [Garðar Jak., munnleg heimild.].

Eins og við er að búast, er þessara búferlaflutninga ekki getið í kirkjubók, en sonum Jakobs, Árna (f. 1885) og Garðari (f. 1913) bar saman um þetta búskaparár. Jakob var fæddur á Einarsstöðum 18. júlí 1858, sonur hjónanna Sigurjóns Jónssonar og Margrétar Ingjaldsdóttur, og átti þar heima til 1874. Sigurjón faðir hans lést 6. ágúst 1873. Jakob flytur 1874 ásamt móður sinni og bræðrum Ingjaldi og Snorra að Mýri í Bárðardal. Þaðan flyst hann að Kvígindisdal 1877 með móður sinni og bræðrum, Haraldi og Snorra [Kb. Ein.]. Kristín Þuríður var fædd í Víðum 11. apríl 1862, dóttir hjónanna Helga Jónssonar og Sigurveigar Sigurðardóttur [Kb. Ein.]. Hún var tekin í fóstur af þeim hjónum Árna Magnússyni og Kristínu Sigurðardóttur, sem þá bjuggu að Hólum í Laxárdal og flytur til þeirra 1864 [Kb. Grenj.]. En Kristín var systir Sigurveigar, móður Þuríðar. Hún flytur líklega með fósturforeldrum að Birningsstöðum 1865 [Laxd. bls. 191] og þaðan í Einarsstaði 1874 [Kb. Ein.], og þaðan í Skriðu 1879 [Kb. Múlas.]. Jakob og Þuríður eru gefin saman í Múlakirkju 4. júní 1881 og flytur Þuríður þ. á. í Kvígindisdal [Kb. Múl.]. Þau búa í Hólum frá 1883. Þuríður deyr 13. júní 1894, en Jakob 20. des. 1943. S. k. Jakobs 31. okt. 1897 var Hólmfríður Helgadóttir, alsystir Þuríðar, f. 25. júní 1870, d. 11. des. 1943. Sjá minnisblað R. Á. um börn Sigurjóns og Margrétar á Einarsstöðum og í [Skú. bls. 112-113] um afkomendur Jakobs.

Garðar hefur sagt mér frá því, að þau hjón hafi fundið svo sárt til þess, hve menntun þeirra var ábótavant, að þau fengu heimiliskennara, Sigtrygg á Hallbjarnarstöðum bróður Þuríðar, um tíma um veturinn í Skógarseli. Þetta hafði hann eftir Herdísi Sigtryggsdóttur. Einnig hefur Garðar sagt mér frá því, að eitt sinn er Þuríður fór barn í kynnisferð til foreldra sinna og systkina á Hallbjarnarstöðum, hafi henni verið kennt að draga til stafs, en það þótti þar sjálfsagt. Fyrir það fékk hún bágt hjá fósturföður sínum er heim kom, ekki þótti slíkt framferði við stúlkna hæfi og skrift ekki á námsskrá stúlkna á þeim bæ!

Skyldmenni Jakobs og Þuríðar í Skógarseli 1882-1883:

Ingjaldur Sigurjónsson, bróðir Jakobs hér að ofan. Til viðbótar áðurnefndum munnlegum heimildum, þá er Ingjaldur á skrá yfir burtvikna úr Einarsstaðasókn 1883 „ , 31 vm, frá Skógarseli að Ytrafjalli“. Ingjaldur var fæddur 19. okt. 1850 á Einarsstöðum, sonur Sigurjóns og Margrétar [Kb. Ein.]. Líklega hefur hann eitthvað verið í fóstri á Mýri, hann fer 1852 „ , 2, tökubarn, Mýri að Einarsstöðum“ [Kb. Lund.]. Eftir lát föður síns 1873 fer Ingjaldur 1874 með móður sinni og bræðrum Jakob og Snorra frá „ , Einarsstöðum að Mýri í

Bárðardal“ [Kb. Ein.]. Hann kemur til þeirra 1878 „ , 29, vmðr, úr Bárðard. að Kvígyndisd.“ [Kb. Ein.], frá Hlíðarenda [Kb. Þór.]. Var víða í vinnumennsku eða húsmennsku, t. d. á Einarsstöðum, í Vallakoti, Ytra Fjalli, Öxará og lengi í Hólum í Reykjadal, þar er hann á manntali 1920 og 1930. Ókv. og barnlaus. Ingjaldur dó í Hólum 27. maí 1938, hafði þá verið blindur alllengi.

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Jakobs og Þuríðar:

Margrét Olgeirsdóttir. Skv. frásögn Garðars í Lautum er Margrét vinnukona í Skógarseli 1882-1883, en gekk í burtu, sjá hér ofar. Margrét var fædd 9. ágúst 1862, dóttir Olgeirs Hinrikssonar, sem þá var vinnumaður á Helgastöðum og Elínar Ólafsdóttur „ núverandi bústýra í Vallnakoti. Við skýrnina gekk sá lýsti faðir frá faðerni barnsins beggja 2að lausaleiksbrot“ [Kb. Ein.]. Samt er einnig bókað eftirfarandi: „28. maím. 1863 sór móðirin barnið uppá hinn lýsta barnsföður.“ Margrét kemur 1863 „ , 2, Niðurseta, frá Breiðumýri að Hleiðarg.“ [Kb. Saurb.]. Hún er fermd frá Hleiðargarði á hvítasunnu 1877. Fer 1879 „ , 17, vinnukona, Krónst. uppí Mývatnssv.“ [Kb. Saurb.], hennar finnst þó ekki getið í [Kb. Mýv.]. Hún kemur 1880 „ , 18, vinnukona, frá Grænavatni að Kristnesi.“ [Kb. Ak.] og er hún á manntali í Kristnesi 1880. Fer 1881 „ , 19, vinnukon, Kristnesi - Hrísum“ [Kb. Ak.] og er sögð fara 1882 „frá Hrísum að Breiðum í Reykjadal“ [Kb. Möðruv.s.], en í [Kb. Ein.] er hún sögð koma 1882 „vinnuk., úr Eyjafirði að Helgastöðum“ Margrét var víða í vistum, ógift og barnlaus, man ég vel eftir henni, hún kom oft í Skógarsel á 4. tug 20. aldar. Hún er á manntali á Daðastöðum 1890 og í Kvígindisdal 1901 „ , leigjandi, lifir á handafla,“ og á Breiðumýri 1940 „ , móðursystir h. m.,“. Deyr þar 7. júlí 1941 [ÞinKV.].

Jón Haraldsson (1888-1958) bóndi á Einarsstöðum heimsótti Margréti, þegar hún fann dauðann nálgast. Var henni tíðrætt um á hvorum staðnum hún myndi lenda, þegar drægi að endalokum. Taldi Jón að hún þyrfti engu að kvíða í því efni. Barst nú talið að öðru um sinn, en er Jón býst til að kveðja, ítrekar Margrét áhyggjur sínar. En Jón hughreystir hana þá enn meir og sagðist ábyrgjast að hún myndi lenda á hinum betri stað. Varð þá Margréti að orði: „ . . já, en það er bara engin ábyrgð í þér, Nonni minn“.

1883 - 1922: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir

Friðrik og Guðrún koma 1883 „frá Hrafnsstöðum (svo) í Bárðardal að Skógarseli með syni og tengdaforeldrum“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali í Skógarseli 1890, 1901, 1910 og 1920, og Friðrik jafnan fyrir búi, þó Sigurgeir sonur þeirra hafi eflaust haft einhver búsforráð er þau fóru að reskjast.

Í bréfi Sigurgeirs Friðrikssonar til Árna Jak., dags. 20. mars 1936, segir þó:„Eftir að ég hafði tekið við búsforráðum í Skógarseli,“.

Friðrik er gjaldandi þinggjalda í Skógarseli 1884-1899 skv. [MaÞ.], en þá endar sú bók. Sigfús Þórarinsson er gjaldandi í hópi bænda árið 1895, verður þá að t

eljast þar tvíbýli. En hans er einnig getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1893 og 1894, á skrá yfir búlausa, og 1898 á skrá yfir húsmenn og hjú. Þá er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1884 Sigurðar Jónssonar, á skrá yfir húsmenn og vinnumenn; Kristjáns Hjálmarssonar 1896 og 1897, á skrá yfir húsmenn og hjú; og Guðna Jónssonar 1899, á skrá yfir búlausa. Friðrik og Guðrún hættu búskap í Skógarseli 1922, er þau flytja að Holtakoti með Maríu dóttur sinni, en Sigurgeir til Reykjavíkur [Kb. Grenj.].

Í búskapartíð Friðriks og Guðrúnar er framhúsið í Skógarseli byggt, þ. e. tvær þiljaðar stofur, sín í hvorum enda, bæjardyr og uppganga á loft. En ekki veit ég hvenær þetta var gert. Þá hygg ég að svokallað „Nýjatún“ sunnan við lækinn (ca 2 dagsláttur) ofan við fjárhús, hafi verið gert í þeirra búskapartíð. Þá mun „girðingin“, sem svo var nefnd, hafa verið gerð í búskapartíð Friðriks, og finnst mér ég hafi heyrt að Björn á Brún hafi verið eitthvað riðinn við þá framkvæmd, líklega þá um 1910-1914. - Að norðan og sunnan og að hluta að austan var hún gerð af grunnum skurði, lágum garði og tveim gaddavírsstrengjum. En á eyrum við ána var grjótgarður og einn (eða enginn?) gaddavírstrengur, og lá þá á kafla austan ár, þar sem hliðið var. Syðri þverunin á ánni var úr grjóthellum, sem reistar voru á rönd, og þurfti að reisa þær á ný vor hvert. Árið 1932 var girðingin á þessum kafla öll færð vestur fyrir ána, var það 4 - 5 strengja gaddavírsgirðing. Grindin úr hliðinu austan ár var notuð áfram, og man ég vel þegar Halldór Víglundsson, sem gekk frá hliðinu vestan ár, reiddi grindina yfir ána, sem var í vorleysingum. Á seinni hluta fjórða áratugarins var svo girðingin að norðan og sunnan endurbætt og þriðja gaddavírsstrengnum bætt við, enda höfðu garðarnir sigið. Mannmargt var oft í Skógarseli í tíð Friðriks og Guðrúnar, bæði af skylduliði og síðar fjölskyldum í húsmennsku. T. d. eru 13 manns þar á fólkstali 1894 og 12 manns eiga þar heima við manntalið 1901.

Friðrik Jónsson var fæddur í Máskoti 9. nóv. 1842 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Herborgar Helgadóttur. Hann flytur með foreldrum sínum og systkinum að Kálfborgará 1849 og er þar á manntali með þeim 1850, 1855 og 1860.

Guðrún var fædd 9. des. 1845 [Kb. Lund., Mt. 1910]; [Skú. bls. 124 segir 8. des.] á Halldórsstöðum í Bárðardal, dóttir Jóakims Björnssonar síðar bónda á Sigurðarstöðum og víðar, og konu hans Guðfinnu Jósafatsdóttur. Guðrún er á manntali á Sigurðarstöðum 1850, 1855 og 1860 með foreldrum sínum og systkinum.

Friðrik og Guðrún voru gefin saman 10. júlí 1871, og er Friðrik þá sagður „húsmaður í Brenniási“ (hjá Sigurði bróður sínum), en Guðrún „ráðskona hans“ [Kb. Lund.]. Þau eru „búandi hjón í Hrappstaðaseli“ 18. ágúst 1873, þegar Guðfinna Helga dóttir þeirra (d. 28. sept. 1881) fæðist, en „búandi hjón Hrappsst.“ 29. des. 1876, þegar Jón sonur þeirra (d. 12. nóv. 1881) fæðist [Kb. Lund.], og eru á manntali þar 1. okt. 1880 og einnig við fæðingu Sigurgeirs 1881.

Friðrik deyr 1. sept. 1927, en Guðrún 4. júní 1924 [Skú. bls. 124]. Sjá einnig um þau í köflum um Brennás og Hrappstaðasel.

Börn Friðriks og Guðrúnar til heimilis í Skógarseli:

Sigurgeir Friðriksson kemur með foreldrum sínum 1883 að Skógarseli „ , 2, sonur þra,“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890, 1901 „sonur þeirra, bókbindari, 20,“ og 1910. 1920 er hann „fjarverandi, í Kaupmannahöfn“, sagður „vinnumaður, Ó,“. Hann flytur frá Skógarseli til Reykjavíkur 1922 „ , kennari, 40, “ [Kb. Grenj.]. Sigurgeir var fæddur 6. maí 1881 á Hrappstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.]. Gagnfr. frá Akureyrarsk. 1905, kennarapróf 1909, sjá nánar um hann í [Ktal II, bls. 149]. Sigurgeir kvæntist 1. ág. 1932 Malínu Ágústu Hjartardóttur, f. 11. júní 1890 að Uppsölum, Svarfaðardal, d. 28. júní 1988 í Hrafnistu, DAS, Reykjavík [Kb. Dómk.], [Ktal,], [Skrá yfir dána 1988].

Þau hjón voru barnlaus. Sigurgeir var fyrsti bókavörður Alþýðubókasafnsins, sem síðar varð Borgarbókasafn í Reykjavík. Hann andaðist 10. maí 1942 [Skú. bls. 124], [Ktal].

Garðar í Lautum segir að Sigurgeir hafi verið með bóksölu í suðurstofunni í Skógarseli, mundi hann eftir hillum, sem höfðu verið notaðar fyrir bækurnar, sá hann þær veturinn 1922-23, þegar hann kom þar til föður míns. Hann telur að Hólmfríður Hallgrímsdóttir á Breiðumýri hafi tekið við bóksölunni, þegar Sigurgeir flutti suður.

María Friðriksdóttir, f. í Skógarseli 29. júlí 1883 [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum þar 1890, 1901, 1910 og 1920 og flytur með þeim að Holtakoti 1922 [Kb. Grenj.]. Deyr 6. febr. 1938 [Skú. bls. 124].

Sigríður Friðriksdóttir, f. 18. ágúst 1886 í Skógarseli [Skú. bls. 124]. Er á manntali með foreldrum sínum þar 1890 og 1901 og flytur 1910 í Holtakot [Kb. Ein.], er hún giftist Jóni Jónssyni bónda þar, sjá [Skú. bls. 124].

Jóakim Björnsson, faðir Guðrúnar húsfreyju, kemur með þeim að Skógarseli 1883 ásamt konu sinni „ , foreldrar konunnar,“ og er þar á manntali 1890 „ , 82, G, faðir konu“. Deyr þar 21. nóv. 1891 [Kb. Ein.]. Jóakim var fæddur 26. júlí 1809 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur hjónanna Björns Þorkelssonar og Sigríðar Ketilsdóttur [Kb. Lund.]. Hann er með þeim á manntali þar 1816 (mars 1815) en 1835 er hann vinnumaður á Lundarbrekku og 1840 á Eyjardalsá. Jóakim og Guðfinna eru búandi hjón á Arndísarstöðum við fæðingu sonar 13. jan. 1843 [Kb. Eyj.]. Þau koma 1844 frá Þverá í Dalsmynni að Halldórsstöðum [Kb. Lund.] og eru þar á manntali 1845 en á Sigurðarstöðum 1850, 1855 og 1860. Þau búa í Hrappstaðaseli 1863-1872 og aftur með Friðgeiri syni sínum 1873-1874, sjá einnig um þau í kafla um Hrappstaðasel. Jóakim er á manntali á Hrappstöðum með konu sinni, dóttur og tengdasyni 1. okt. 1880.

Guðfinna Jósafatsdóttir, móðir Guðrúnar húsfreyju,kemur með manni sínum, dóttur og tengdasyni að Skógarseli 1883 og er þar á manntali 1890. Deyr þar 10. mars 1891 „ , kona í Skógarseli, 77,“ [Kb. Ein.]. Guðfinna var fædd á Hömrum í Reykjadal um 1813, dóttir hjónanna Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Björnsdóttur. Hún er þar með þeim á manntali 1816 „ , 3,“ sögð fædd þar. Guðfinna er ógift vinnukona á Kálfborgará við manntalið 1835. Hún er með Friðfinni manni sínum og syni á 2. býli á Arndísarstöðum við húsvitjun 1839 [Sál. Eyj.]. Er á manntali á Arndísarstöðum 1840 „ , 27, E, húskona, lifir

Sigurgeir Friðriksson

María Friðriksdóttir

Sigríður Friðriksdóttir

af sínu“ ásamt 3ja ára syni sínum Jónasi Friðfinnssyni sem síðar fór til Brasilíu. Hún mun hafa giftst Friðfinni Torfasyni, sem er vinnumaður á Eyjardalsá við manntalið 1835, sjá [ÆÞ. I, bls. 416]. En sú gifting, svo og fæðing Jónasar og dauði Friðfinns hafa líklega verið skráð í þann hluta af [Kb. Eyj.] sem glataður er. Guðfinna er með manni sínum á manntali á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850-1860, sjá hér ofar hjá Jóakim. Guðfinna var alsystir Jóns Jósafatssonar, föður Friðriks í Skógarseli. Þau hjón, Friðrik og Guðrún, því systkinabörn.

Þuríður Jóakimsdóttir, systir Guðrúnar húsfreyju, dóttir Jóakims og Guðfinnu hér næst á undan,kemur frá Engidal að Skógarseli 1885 „ , 32, vinnukona“ [Kb. Ein.], [Kb. Lund.]. Hún er ekki á manntali þar 1890, en kemur aftur fráAuðnum að Skógarseli 1892 „ , 39, vinnuk.“ [Kb. Ein.], en er ekki í sálnaregistri þar 1893. Þuríður var fædd 16. okt. 1853 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860, og með foreldrum og systkinum í Hrappstaðaseli, sjá um hana þar. Hún er víða í vinnumennsku, m. a. á Lundarbrekku 1880, í Engidal, á Auðnum og í Skógarseli, en fer til Vesturheims frá Narfastöðum árið 1900 „ , húskona, 46,“ [Vfskrá].

Helga Jóakimsdóttir, systir Guðrúnar húsfreyju, er orðin vinnukona í Skógarseli skv. sálnaregistri Helgastaðaprestakalls 1889 og er á manntali þar 1890 „ , 35, Ó, dóttir þeirra “ Jóakims og Guðfinnu hér nokkru ofar, einnig á fólkstali þar 1891 [Sál. Helg.]. Árin 1892 og 1893 er hún á fólkstali í Kvígindisdal, en 1895-1899 á Stórulaugum. Árið 1900 er hún aftur á fólkstali í Skógarseli við lok ársins og á manntali þar 1901 „ , leigjandi, húskona, 46,“ ; einnig 1910 „ LAUKO, O,“ (= lausakona, ógift), og á manntali 1920 „ , lifir á styrk frá frændum, Ó,“ og þá tekið fram í athugasemd að hún sé blind. Hún fer frá Skógarseli með systur sinni og mági að Holtakoti 1922 [Kb. Grenj.]. Helga var fædd 24. maí 1855 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 og 1860 með foreldrum og systkinum og er með þeim í Hrappstaðaseli frá 1863 (sjá þar) og fer með þeim að Hlíðarenda 1874. Hún er á manntali með foreldrum sínum, systur og mági á Hrappsstöðum 1. okt. 1880 og flytur 1886 „ , 31, vkona, frá Brennási að Stafni“ [Kb. Ein.].

Sigurður Jónsson er í Skógarseli 1884 í [MaÞ.], á skrá yfir húsmenn og vinnumenn, en er ekki getið árið eftir.

Sigurður flytur 1882 ásamt konu sinni og tveim börnum frá Hriflu að Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.], en Aðalbjörg dóttir þeirra fer þá „ , 18, vinnuk., frá Hryflu að Narfastöðum“ [Kb. Ein.] og Elín dóttir þeirra 1884 „ , 11, fósturmær, Frá Úlfsbæ að Hjalla“. Sigurðar er getið í [MaÞ.] 1883 meðal hús- og vinnumanna á Ingjaldsstöðum, en ekki árið eftir, enda verða þar ábúendaskipti 1883. Á Hjalla eru tveir bændur skráðir gjaldendur í [MaÞ.] 1884, þeir Steingrímur Þorsteinsson og Guðni Jónsson. En 1885 og 1886 eru þar bændur Guðni Jónsson og Sigurður Jónsson. Árið 1887 og 1888 eru í [MaÞ.] skráðir tveir Sigurðar Jónssynir bændur á Hjalla, því þangað flutti 1886 Sigurður bróðir Friðriks í Skógarseli ásamt sex börnum [Kb. Lund.]. En umræddur Sigurður Jónsson frá Lundarbrekku flytur 1888 norður á Langanes með fjölskyldu sína [Kb. Ein.]. Tel ég því nokkuð öruggt að hann sé í Skógarseli með fjölskyldu 1883-1884. Hann og Guðrún húsfreyja í Skógarseli voru hálfbræðrabörn. Sá

Þuríður Jóakimsdóttir

Helga Jóakimsdóttir

Sigurður Jónsson, sem í [ÆÞ. XII, bls. 233] er sagður búa á Öxará 1883-1885 og á Krossi 1885-1888 býr þar til 1890 og fer þá til Vesturheims [Kb. Þór.], [Vfskrá]. Þess má til gamans geta, að árin 1887 og 1888 er enn einn Sigurður Jónsson gjaldandi þinggjalda í Reykjadal; í Víðaseli, sjá þar.

Sigurður var fæddur 14. febr. 1841 sonur Jóns Sigurðssonar og Elínar Davíðsdóttur á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þegar foreldrar hans fara að Úlfsbæ 1859, fer hann að Grímsstöðum við Mývatn, þar sem hann er á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ er hans og getið í [JakH. bls. 57]. Hann kvæntist Hólmfríði Hinriksdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. júní 1863, þá bæði í YtriNeslöndum [Kb. Mýv.]. Þau hjón eru á Úlfsbæ við fæðingu Aðalbjargar 1864 og flytja 1865 að Sveinsströnd [Kb. Mýv.]. Á manntali í Hriflu 1880 með fjórum börnum. Flytja frá Hjalla að Brimnesi á Langanesi 1888 [Kb. Ein.] og eru á manntali í Hlíð í Sauðanessókn 1890. Þar eru þá einnig Jón sonur þeirra og Elín. Sjá um Sigurð og Hómfríði í [ÆÞ. XII, bls. 233-234 og um afkomendur á bls.234-237].

Hólmfríður Hinriksdóttir,kona Sigurðar hér næst á undan; ætla verður að hún hafi komið með manni sínum að Skógarseli 1883 og farið með honum að Hjalla 1884. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840 og voru foreldrar hennar „Hinrik Hinrikss: giptur bóndi og Sigurlög Andrésdóttir ógipt“ [Kb. Skút.]; fæðingarstaðar er ekki getið. Hún finnst ekki á manntalinu 1840, en móðir hennar er þá á Gautlöndum. Við manntalið 1845 er Hólmfríður með móður sinni í Garði í Mývatnssveit „ , 6, Ó, hennar barn,“ og 1850 í Vogum. Við manntalið 1855 er Hólmfríður „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Grænavatni, en 1860 á Grímsstöðum við Mývatn, sjá hér næst á undan hjá Sigurði. Dó á Heiði 20. ágúst 1900 [ÆÞ. XII, bls. 233].

Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar og Hólmfríðar hér næst á undan; gera verður ráð fyrir að hann komi með foreldrum sínum frá Ingjaldsstöðum 1883 og fari með þeim að Hjalla 1884. Jón var fæddur 20. maí 1868 og voru foreldrar hans þá „hión í hússmennsku á Bjarnastöð.“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali í Hriflu 1880 og fer með þeim frá Hjalla norður 1888 og er á manntali í Hlíð 1890 „ , 22, G, bóndi,“. Sjá um Jón í [ÆÞ. XII, bls. 234].

Björg Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Hólmfríðar hér ofar; má ætla að hún komi með foreldrum frá Ingjaldsstöðum 1883 og fari með þeim að Hjalla 1884. Hún kemur með þeim frá Hriflu að Ingjaldsstöðum 1882 og fer með þeim frá Hjalla norður 1888. Björg var fædd 11. ágúst 1873 í Hriflu, tvíburi á móti Elínu, [Kb. Þór.] og er með foreldrum þar á manntali 1880 „ , 7, Ó, barn hjónanna,“. Björg er á manntali á Heiði 1890 „ , 17, Ó, vinnukona,“ hjá Aðalbjörgu systur sinni. Sjá um Björgu í [ÆÞ. XII, bls. 237].

Kjartan Magnús Jónsson er í Skógarseli í árslok 1889 „ , vm., 23“ skv. sálnaregistri Helgastaðaprestakalls. Kjartan var fæddur 25. ágúst 1867 á Vaði [Kb. Helg.], sonur Jóns Sigurðssonar og Þurðíðar Jónsdóttur. En Þuríður var alsystir Friðriks bónda í Skógarseli, mætti því teljast til skyldmenna ábúenda. Kjartan kvæntist Þóreyju Jónsdóttur og bjuggu þau á Daðastöðum frá 1898. Deyr þar 6. des. 1939, sjá [Skú. bls. 119], þar einnig um börn þeirra.

Þorbergur Davíðsson er á manntali í Skógarseli 1. okt. 1890 „ , 25, Ó, vinnumaður,“. Þar er hann eitt ár, sbr. [ÆSiÞ. bls. 15]. Þorbergur var fæddur 29. okt. 1865 á Fljótsbakka, sonur hjónanna Davíðs Daníelssonar og Kristjönu Björnsdóttur, sjá um þau í kafla um Bjarnastaði. Móðir hans deyr 1872 og lenti Þorbergur í nokkrum erfiðleikum fyrstu árin þar á eftir. Þorbergur kvæntist 19. maí 1891, þá „vm. Skógarseli 24 ára“, Sigurveigu Jónínu Jónatansdóttur, þá „yfirsetuk. á Narfast. 32 ára“ [Kb. Ein.]. Þau bjuggu lengi á Litlulaugum. Þorbergur deyr á Breiðumýri 8. okt. 1939, sjá um hann í [ÆSiÞ., einkum bls. 6 og 12-28].

Jakob Pétur Hallgrímsson er „ , vm., 26,“ í Skógarseli með fjölskyldu sinni skv. fólkstali í Einarsstaðasókn 1891. Þau eru á fólkstali á Vaði við árslok 1892 [Sál. Helg.]. Jakob var fæddur 27. nóv. 1864, voru foreldrar hans „Hallgrímur Ásmundsson og Kristín Sæmundsdóttir“ (Torfasonar) „ , eginhjón, hann ráðsmaður, hún í hússmennsku, á Grenjaðarstað.“ [Kb. Grenj.]. Þau koma aftur í Grenjaðarstaðarsókn 1868 „Öll frá Bakka í Yxnadal að Presthvammi“. Jakob fer 1880 með foreldrum sínum frá Presthvammi að Öndólfsstöðum [Kb. Grenj.] og er þar með þeim á manntali þ. á. „ , 15, Ó, sonur þeirra,“. Fer þaðan 1884 „ , 20, vinnum,“ að Presthvammi [Kb. Ein.]. Jakob kvæntist 19. okt. 1889, þá „vinnum í Reykjahlíð 26.“, Jóhönnu Jónsdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er „vinnukona í Reykjahlí, 19.“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1890 ásamt Jóhönnu konu sinni frá Fótaskinni að Daðastöðum [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. ásamt konu og syni. Jakob fer 1893 ásamt Hallgrími syni sínum „ , 26, vinnum., frá Vaði að Hofsstöðum“ [Kb. Ein.] og eru þeir feðgar á flækingi næstu árin, fara 1898 frá Reykjahlíð í Helgastaði, þaðan að Ytrafjalli 1899, þá að Holtakoti í Ljósavatnssókn 1900 og eru þeir sagðir fara þaðan 1901 „í Grenjaðarstprk. frá Holtakoti“ [Kb. Þór.]. Ekki finn ég þá þar á manntali 1901. Jakob er á manntali í Kasthvammi 1. des. 1920, „ , gestur, lausamaður, E,“, „ , heimili: Grímsstaðir við Mývatn.“ Sjá einnig um Jakob og konu hans í kafla um Narfastaðasel.

Jóhanna Jónsdóttir, kona Jakobs P. hér næst á undan, er með honum á fólkstali í Skógarseli 1891 [Sál. Helg.]. Jóhanna var fædd 8. júlí 1871, óskilgetin, voru foreldrar hennar „Jón Kristjánsson vm á Byrningsst. í Laxárdal í Þing:syslu Helga Jónsdóttir vinnuk á Auðnum“ í Urðasókn [Kb. Tjarnarprk.]. Hún kemur með manni sínum hér næst á undan að Daðastöðum 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 19, G, kona hans, vinnuk.“. Þau eru á fólkstali á Vaði við árslok 1892 ásamt tveim sonum, sjá hjá Jakobi P. Jóhanna fer 1895 ásamt Arnþóri syni þeirra hjóna „ , 24, húsk, Frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi“ [Kb. Ein.]. Síðar (3. des. 1899 [Kb. Grenj.]) eignaðist hún soninn Helga Benediktsson, sem var þekktur athafnamaður í Vestmannaeyjum. Arnþór er á manntali á Hömrum 1901 „ , tökudrengur, 9,“ hjá Nóa og Sigurlaugu, sjá um hann einnig í köflum um Narfastaðasel og Gafl.

Hallgrímur Jakobsson, sonur Jakobs P. og Jóhönnu hér næst á undan, er á fólkstali í Skógarseli 1891 [Sál. Helg.]. Hallgrímur var fæddur 5. júní 1890, voru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku á Daðastöðum“ [Kb. Ein.] og er þar með þeim á manntali 1890 „ , 0, Ó, sonur þeirra,“ . Hann fylgir föður sínum þegar slitnar upp úr sambúð foreldranna, sjá hér ofar hjá föður hans. Hér verður að gera hlé á skráningu vandalausra í tíð Friðriks og Guðrúnar, til að tímaröð fari ekki um of úr skorðum.

Þorbergur Davíðsson og Sigurveig Jónína Jónatansdóttir

(1892) - 1895: Sigfús Þórarinsson og Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir

Sigfús og Guðrún Sigurlaug koma 1892 að Skógarseli með tveim börnum; er Sigfús sagður koma „ , 28, vinnum,“ frá Ljótsstöðum [Kb. Ein.]. Hann er „ , vm,“ á fólkstali í Skógarseli við árslok 1892 og 1893, en „ , bdi, 30, “ á 2. býli 31. 12. 1894. Í [MaÞ.] er hann í Skógarseli á skrá yfir búlausa 1893 og 1894, en 1895 í hópi búenda (á móti Friðriki).

Sigfús og Guðrún fara 1895 með börn sín frá Skógarseli að Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Ein.]. Þau koma aftur að Skógarseli 1897 og eru þar á fólkstali í árslok þ. á. [Sál. Helg.] (enda þótt þau séu í [Kb. Ein.] sögð koma að Narfastaðaseli) og er Sigfúsar getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1898, á skrá yfir húsmenn og hjú. Þau koma í þriðja sinn að Skógarseli 1901 [Kb. Ein.], þá frá Þverá í Þönglabakkasókn og eru á manntali í Skógarseli þ. á., en fara þaðan 1903 að Glaumbæjarseli, þar sem þau eru á fólkstali 31. des. 1903 [Sál. Helg.].

Sigfús var fæddur 15. ágúst 1864 og voru foreldrar hans Þórarinn Jónsson og Sigurveig Jónsdóttir (Magnússonar í Hörgsdal) „búandi hjón í Sigluvík“ [Kb. Glæs.]. Faðir hans drukknaði í júní 1875 „ , 44 ára, bóndi frá Litlusigluvík. Drukknuðu af hákarlaskipinu „Helluhafrenning“ [Kb. Svalb. (Glæs.)].

Sigfús fer 1879 „smali, 15, frá Litlusigluvík að Hóli í Fjörðum“ og þaðan 1880 „16, vinnupiltur frá Hóli að Ytri-Grenivík í Grímsey“ [Kb. Þöngl.], þar sem hann er á manntali 1880. Fer þaðan 1881 vinnumaður að Neðribæ í Flatey, þaðan sem hann fer 1886 „22, vinnumaður“ að Brettingsstöðum [Kb. Þöngl.] (eða Víðaseli [Kb. Ein.]).

Guðrún Sigurlaug var fædd 5. maí 1859 á Kálfaströnd, dóttir Sigurbjargar Stefánsdóttur og Guðna Jónssonar frá Víðum sem þá voru þar ógift vinnuhjú. Guðrún er á hrakningi með móður sinni á ýmsum stöðum, sjá hjá henni. Hún kemur 1871 „ , 12, niðurseta, Sigluvík að Helluvaði“ og þaðan er hún fermd 1873 „sæmilega að sér og skikkanleg“ [Kb. Mýv.]. Fer 1879 (með Meth. Magn.) að Einarsstöðum „ , 21, vkona,“ og er þar á manntali 1880.

Guðrún kemur 1886 „ , 26, vk., frá Reykjad að Brettingsst.“ [Kb. Grenj.].

Sigfús kvæntist Guðrúnu Sigurlaugu 16. okt. 1886, þá „vmðr á Brettingsst., 22 ára“, hún þá sögð „ , vkona samast.“ [Kb. Grenj.]. Þau eru í Víðaseli 18861888, sjá þar, en fara 1889 að Sigluvíkurkoti, þar sem þau eru á manntali 1890, en fara 1891 í Ljótsstaði [Kb. Þverárs.].

Sigfús og Guðrún fara 1904 frá Glaumbæjarseli að Barnafelli [Kb. Ein.]. Þau eru á Þóroddstað við manntalið 1910, hann hjú, hún húskona. Þau flytja frá Rauðá í Breiðumýri 1914 (Sigfús „vmaður, 50,“) [Kb. Grenj.], þar sem Sigfús annast búskap læknis, en flytja 1918 að Höfða í Mývatnssveit til dóttur sinnar og tengdasonar og eru þar á manntali 1920, hjú.

Árið 1930 flytja þau frá Skútustöðum,ásamt dóttur sinni og tengdasyni sem fara frá Höfða, að Krossanesi við Eyjafjörð [Kb. Mýv.]. Þau koma þó fljótlega aftur að Eyjardalsá í Bárðardal, þar sem Sigfús deyr 12. nóv. 1932 „Húsm. á Eyjardalsá í Bárðardal, 68, Krabbamein“ [Kb. Mýv.].

Guðrún Sigurlaug deyr 28. nóv. 1951 „ , ekkja, Skútustöðum, 92,“ [Kb. Mýv.]. Sjá einnig um Sigfús og Guðrúnu S. í kafla um Víðasel.

Sigfús var fatlaður (hafði klumbufót) og var kallaður „Fúsi bægifótur“.

Börn Sigfúsar og Guðrúnar Sigurlaugar í Skógarseli 1892-1895:

Karl Valdimar Sigfússon kemur með foreldrum frá Ljótsstöðum að Skógarseli 1892 „ , 6, börn þra,“ [Kb. Ein.], og fer með þeim að Halldórsstöðum í Bárðardal 1895. Hann er ekki með foreldrum sínum er þau eiga tvisvar síðar heima í Skógarseli. Karl Valdimar var fæddur 9. des. 1886 í Víðaseli [Kb. Ein.]. Hann fer 1898 „ , tökud., 12, frá Ljósavatni að Hléskógum“ [Kb. Þór.], en það ár flytja foreldrar hans þangað frá Skógarseli [Kb. Ein.]. Hann er á Geldingsá við manntalið 1901 „smali, 14“ þangað sem hann kemur þ. á. úr Þönglabakkasókn, þegar foreldrar hans fara í þriðja sinn í Skógarsel. Vinnumaður á Landamóti við manntalið 1910. Fer 1917 „ , smiður, 31,“ frá Rauðá í Bárðardal að Höfða [Kb. Mýv.]. Er á manntali í Aðalstræti 18 á Akureyri 1930 með konu og þrem sonum. Karl var þekktur rokkasmiður. Faðir Þráins Karlssonar leikara.

Sigurbjörg Sigfúsdóttir kemur með foreldrum frá Ljótsstöðum að Skógarseli 1892 „ , 1, börn þra,“ og er með þeim þar í öll skiptin, m. a. á manntali 1901 og á fólkstali 1902. Sigurbjörg var fædd 19. febr. 1892, voru foreldrar hennar þá „hjón í vinnumennsku á Ljótsstöðum“ [Kb. Þverárs.].Sigurbjörg giftist Bárði Sigurðssyni í Höfða, sjá um þau og afkomendur í [Skú. bls. 121-122].

Hólmfríður Aðalbjörg Sigfúsdóttir, f. 30. nóv. 1893 í Skógarseli [Kb. Ein.]. Fer með þeim að Halldórsstöðum 1895 og kemur með þeim aftur að Skógarseli 1897 og fer með þeim að Hléskógum 1898, þar sem hún deyr 24. júní þ. á. „ , 4, barn frá Hljeskógum.“ [Kb. Greniv.].

Annað skyldulið Sigfúsar og Guðrúnar í Skógarseli 1892-1895:

Guðbjörg Sigurðardóttir, hálfsystir Guðrúnar Sigurlaugar, kemur 1893 „ , 17, vinnuk., frá Geirastöðum að Skógarseli“[Kb. Ein.], og er á fólkstali þar við lok þess árs, en ekki 1894. Guðbjörg var fædd 9. mars 1876 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurbjargar Stefánsdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er með þeim á manntali á Sveinsströnd 1880 og fer með þeim þaðan að Brettingsstöðum 1884 [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Haganesi 1890. Sjá nánar í köflum um Víðasel og Narfastaðasel um Guðbjörgu. Hún var móðir Jakobínu Þórðardóttur í Narfastaðaseli.

Sigurður Jónsson, stjúpfaðir Guðrúnar Sigurlaugar, er á fólkstali í Skógarseli „ , hús., 50, “ 31. des. 1894, ásamt Sigurbjörgu konu sinni hér næst á eftir [Sál. Helg.]. Líklega sá Sigurður, sem flytur „ , 53, vm, frá Hólum að Landamótsseli“ 1897 [Kb. Ein.] Sigurður var fæddur 15. mars 1844 og voru foreldrar hans Jón Magnússon b. í Hörgsdal og s. k. hans Guðbjörg Sigurðardóttir [Kb. Mýv.]. Ekki er hans getið í Hörgsdal við manntalið 1845,

Karl Valdimar Sigfússon

Sigurbjörg Sigfúsdóttir

Guðbjörg Sigurðardóttir

en þar er hann með foreldrum og systkinum 1850 „ , 6, Ó, barn hjónanna,“. Hann er þar einnig á manntali 1860 „ , 17, Ó, barn hjóna,“. Sigurður fer 1865 „ , 22, vmðr,“ frá Stórutjörnum að Sigluvík (Sigurveig húsfreyja þar var hálfsystir hans) [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Þar kvænist hann, þá vinnumaður á Geldingsá, 1. okt. 1868 Sigurbjörgu Stefánsdóttur, sem þá er „vinnukona á Geldingsá 33 ára“ [Kb. Glæs.]. Líklega deyr Sigurður 4. jan. 1906 „Lausamaður frá Hriflu, Dó í Máskoti á ferð úr lungnabólgu. En var jarðsungin í R.hlíð af sóknarprestinum á Helgastöðum“ [Kb. Ein.]. Á fólkstali í Hriflu við árslok 1905 er „Sigurður Jónsson, 65,“ [Sál. Þór.]. Aldurinn stendur ekki heima. Ekki er Sigurð að finna meðal burtvikinna eða dáinna í [Kb. Þór.] um þetta leyti. Sjá nánar um Sigurð í kafla um Víðasel og í [Laxd. bls. 97-98].

Sigurbjörg Stefánsdóttir, móðir Guðrúnar Sigurlaugar, kona Sigurðar hér næst á undan, er með honum á fólkstali í Skógarseli 1894, „ , k. hs, 60,“ og flytur árið eftir „ , 60, húsk, “ að Fremstafelli, en manns hennar er þá ekki getið [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd á Vöglum 3. jan. 1835 [Kb. Hálss.], dóttir Stefáns Hallssonar, sem var „giftur“ og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, sem er þar „ógipt hjú“. Hún kemur 1844 „ , 9, tökubarn,“ frá „Stórutj.“ að Fossseli, en fer árið eftir að Hjalla, þar sem hún er á manntali þ. á. „ , 12, Ó, systir bóndans,“ Árna Stefánssonar. Fermd 1849 á Einarsstöðum „frá Máskoti óekta“, en flytur s. á. frá Hjalla að Kálfborgará, þar sem hún er á manntali hjá Jóni og Herborgu 1850, „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún flytur 1857 „ , 23, vinukona“ frá Holti að Kálfaströnd [Kb. Skút.], þar sem hún eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu (sjá hér að ofan) með Guðna Jónssyni (sjá hér nokkru neðar). Þær mæðgur eru á manntali í Syðri Neslöndum 1860, en flytja þaðan 1861 að „Jallstaðaseli“ [Kb. Skút.]. Árið 1868 flytja þær frá VestariKrókum að Geldingsá og þar eru þau Sigurður og Sigurbjörg vinnuhjú, þegar þau eru gefin saman í Svalbarðskirkju 1. okt. 1868 [Kb. Glæsib.]. Þau hjón flytja síðan 1871 ásamt dóttur sinni og Guðrúnu Sigurlaugu frá Sigluvík til Mývatnssveitar, þau hjónin að Sveinsströnd, þar sem þau eru á manntali 1880. Sigurbjörg fer 1908 „ , Ekkja, 75, frá Héðinsvík að Barnafelli í Kinn“ [Kb. Hús.]. Er 1910 ámanntali á Þóroddstað, þar sem Guðrún dóttir hennar og Sigfús eru þá. Hún kemur 1915 „ , 81, Hjeðinsvík að Kálfastr“ [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg dó 10. okt. 1920 „Ekkja í Höfða, 85 ára, Ellihrumleiki og krabbamein“ [Kb. Mýv.] hjá dótturdóttur sinni og nöfnu.

Sjá ítarlegri greinargerð um Sigurð og Sigurbjörgu í kafla um Víðasel, hennar er einnig getið í köflum um Heiðarsel og Jarlstaðasel. Sjá [Laxd., bls. 97-98].

Vandalausir í Skógarseli í tíð Friðriks og Guðrúnar, frh., 1894-1922:

Júlíana Kristjánsdóttir er á fólkstali í Skógarseli við árslok 1894, „ , tökub., á 1.“, en ekki er getið um hana árið eftir. Júlíana var fædd 30. júlí 1894, og voru foreldrar hennar „Kristján Guðnason ógiptur vinnumaður á Daðastöðum og Sigurlaug Sigurjónsd. ógipt stúlka samast 34 ára“ [Kb. Ein.]. (Sigurlaug var í raun ekkja, sjá um hana í [ÆÞ. IV, bls. 154]). Júlíana var lengi með föður sínum í húsmennsku á Stórulaugum, man ég eftir henni (1937) þegar ég sótti þangað barnaskóla frá Hólum. Kristján faðir hennar var bróðir systkinanna í Narfastaðaseli.

Kristján Hjálmarsson er „ , húsm, 44“ á fólkstali í Skógarseli við árslok 1895 ásamt konu sinni og þrem sonum, og er svo eins árið eftir. Í árslok 1897 eru

Sigurbjörg Stefánsdóttir

þau farin úr Skógarseli. Kristjáns er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1896 og 1897, á skrá yfir húsmenn og hjú. Kristján var fæddur 28. sept. 1851 í Skriðulandi, sonur hjónanna Hjálmars Kristjánssonar og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, sem þá bjuggu þar. Fer með foreldrum að Narfastaðaseli 1854 og er með þeim á manntali þar 1855 og á Breiðumýri 1860. Sjá nánar um foreldra hans og fjölskyldu í [ÆÞ. IV, bls. 110 og 119-128].

Kristjana Ólína Guðmundsdóttir, kona Kristjáns hér næst á undan, kemur með honum í Skógarsel 1895 og fer þaðan 1897. Ólína var fædd 17. ágúst 1856, dóttir Guðmundar Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru „vinnuhjú í Ærlækjarseli“. Fer 1860 með foreldrum „ , frá Hróastöðum að Snartast. í Núpasveit.“ [Kb. Skinn.] og eru þau þar á manntali 1860. Sjá um Ólínu hér að ofan hjá Kristjáni og í [ÆÞ. IV, bls. 119-120]. Dó á Siglufirði 22. ágúst 1935.

Þórhallur Kristjánsson, sonur Kristjáns og Ólínu hér næst á undan, er með foreldrum sínum á fólkstali í Skógarseli 1895 og 1896.Þórhallur var fæddur 27. okt. 1891 í Glaumbæjarseli [Kb. Ein.]. Hann dó 4. júlí 1909 „hjá foreldrum á Húsabakka, 18, Tæring. 29 vikna lega“ [Kb. Grenj.].

Helgi Kristjánsson, sonur Kristjáns og Ólínu hér að ofan, er með foreldrum sínum á fólkstali í Skógarseli 1895 og 1896 [Sál. Helg.]. Helgi var fæddur f. 31. okt 1893 á Hólkoti. Sjá um hann, konu hans og börn í [ÆÞ. IV, bls. 126-127]. Hann andaðist 23. jan. 1958.

Þorgeir Kristjánsson, sonur Kristjáns og Ólínu hér að ofan, f. í Skógarseli 12. okt. 1895 [Kb. Ein.] og er þar með foreldrum sínum á fólkstali í árslok 1895 og 1896.Sjá um Þorgeir, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. IV, bls. 127-128]. Hann dó 7. febr. 1975.

Sigurgeir Sigfússon, sonur Sigfúsar Þórarinssonar og Guðrúnar S.Guðnadóttur hér nokkru ofar, er með foreldrum sínum á fólkstali í Skógarseli 1897 [Sál. Helg.] og flytur með þeim að Hléskógum árið eftir. Kemur aftur 1901 með foreldrum sínum frá Þverá í Þönglabakkasókn aftur að Skógarseli, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , sonur þeirra, 5,“ . Sigurgeir var fæddur 17. maí 1896, voru foreldrar hans þá „hjón í Holtakoti“ [Kb. Þór.].

Guðni Jónsson kemur 1898 „ , húsm, 62,“ frá Rauðá að Skógarseli [Kb. Ein.], ásamt konu sinni og dóttur, sjá hér neðar. Guðni er á fólkstali í Skógarseli við lok áranna 1898, 1899 og 1900, en flytur 1901 að Hjalla, þar sem hann er á manntali þ. á. „ , húsmaður, 65,“ ásamt Guðrúnu Hólmfríði, sem er „dóttir hans, bústýra“. Guðna er getið í Skógarseli í [MaÞ.] 1899, á skrá yfir búlausa, en það ár endar manntalsþingbókin. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, bróðir Kristjáns í Stórutungu og Sigurgeirs í Víðum, sjá [Laxd. bls. 90-92], og Sigurðar, föður Valgerðar Sigurðardóttur. Guðni, þá vinnumaður á Kálfaströnd, eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Sigurbjörgu Stefánsdóttur (sjá um þær hér nokkru ofar). Hann flytur 1860 „ , 24, vinnumaður,“ frá Árbakka að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], [Kb. Skút.], þar sem hann er á manntali þ. á. Guðni kvæntist Þuríði Aradóttur, sjá hér næst á eftir, 2. okt. 1863, þá bæði í vinnumennsku í Grjótárgerði. Þau fara 1869 í Heiðarsel og árið eftir að Leikskálaá. Þau eru víða í húsmennsku og við búskap, m. a. á Hjalla 1880 með fimm börnum og 1890 á Rauðá með Guðfinnu Sólveigu. Guðni er á manntali í Narfastaðaseli 1. des. 1910 og deyr þar 13. ágúst 1919 „Ekkill í Narfastaðaseli, 83“ [Kb. Grenj.]. Sjá einnig um Guðna í köflum um Árbakka, Grjótárgerði, Heiðarsel og Narfastaðasel.

Helgi Kristjánsson

Þorgeir Kristjánsson

Þuríður Aradóttir kemur 1898 með Guðna manni sínum hér næst á undan frá Rauðá að Skógarseli, þar sem hún deyr 26. apríl 1900 „gipt kona frá Skógarseli, 64“ [Kb. Ein.]. Þuríður var fædd um 1835 á Fljótsbakka, dóttir Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. II, bls. 173] (þar er hún sögð fædd 1833, en er ekki á manntali með foreldrum á Fljótsbakka 1835). Fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum í Bárðardal 1840 og í Sandvík 1845 og 1850. Hún er vinnukona á Öxará hjá Þorsteini bróður sínum við manntölin 1855 og 1860. Kemur 1862 „ , 26, vinnukona” frá Hriflu að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Giftist Guðna 2. okt. 1863, sjá hér næst á undan hjá honum.

Guðfinna Sólveig Guðnadóttir, kemur 1898 með foreldrum sínum frá Rauðá að Skógarseli, þar sem hún er á fólkstali 1898, 1899 og 1900, en er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1901 „ , vk, 20, frá Skógarseli að Húsavík“. Guðfinna Sólveig var fædd 3. nóv. 1880 á Hjalla, dóttir Guðna Jónssonar og Þuríðar Aradóttur hér næst á undan [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum á manntali á Rauðá 1890. Guðfinna kemur 1910 „ , vinnuk., 30, “ frá Húsavík að Narfastaðaseli, þar sem hún er á manntali með systkinum sínum þ. á. Hún fer 1919 „ , sjúkl., 38, frá Narfastaðaseli að Akureyri“ [Kb. Grenj.], þar sem hún deyr 17. okt. 1920 „ , lausakona á Akureyri, 39,“ [Kb. Ak.].

Magnús Guðnason er á fólkstali í Skógarseli „ , v. m, 26,“ í árslok 1898, en er farinn þaðan næsta ár. Magnús var fæddur 29. okt. 1872 [Kb. Þór.] (manntöl eru margsaga um fæðingardag og fæðingarár og þjóðskrá segir 24. okt. 1873 (1872)!) á Hóli í Kinn, sonur Guðna og Þuríðar hér ofar. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Hjalla 1880, en 1890 er hann „ , 17, Ó, vinnumaður,“ í Hólum í Laxárdal ásamt Kristjáni bróður sínum. Magnús átti heima í Narfastaðaseli 1910-1940, þar sem hann býr með systkinum sínum Jóni Tryggva og Guðrúnu Hólmfríði, en þá fór Narfastaðasel í eyði. Deyr 13. nóv. 1943 á Húsavík, en mun þá hafa átt heima á Daðastöðum.

Steinþór Matthías Stefánsson kemur 1898 „ , tökub., 7., frá Kálfaströnd að Skógarseli“ og fer þaðan aftur 1901 „ , tökudr., 9, frá Skógarseli að Mývatni“ [Kb. Ein.]. Steinþór M. var fæddur 7. sept. 1891 á Litlulaugum, sonur hjónanna Stefáns Bergmanns Björnssonar og Elínar Sigríðar Þorsteinsdóttur, sem þá eru „hjón á Litlul.“ [Kb. Ein.], [ÆÞ. II, bls. 252-255], sjá nánar um hann þar og afkomendur, þ. á m. Gunnar son hans, sem var um skeið á Daðastöðum. Faðir Steinþórs dó þegar hann var fimm ára og lenti hann því á hrakningi um skeið.

Jón Tryggvi Guðnason, sonur Guðna og Þuríðar hér nokkru ofar, er á fólkstali í Skógarseli 31. des. 1899 og 1900, vinnumaður, en fer 1901 frá Skógarseli að Engidal [Kb. Ein.]. Jón Tryggvi var fæddur í Grjótárgerði 23. jan. 1865 [Kb. Lund.]. Hann fer með foreldrum frá Grjótárgerði 1869 og frá Heiðarseli að Leikskálaá 1870 og er með þeim á manntali á Hjalla 1880. Jón Tryggvi kemur 1910 „ , bóndi, 45, frá Engidal að Narfastaðaseli“, þar sem hann á heima með systkinum sínum til dauðadags 21. eða 22. febr. 1940. Sjá einnig um hann í kafla um Narfastaðasel.

Hólmgeir Aðalbjörn Stefánsson, sonur Sigfúsar og Guðrúnar S. hér nokkru ofar, kemur með þeim að Skógarseli 1901, þar sem hann er með þeim á manntali þ. á., og fer með þeim þaðan 1903 að Glaumbæjarseli. Hólmgeir Aðalbjörn var fæddur 25. júlí 1898, voru foreldrar hans þá „gift vinnuhjú á Hljeskógum“ [Kb. Greniv.prk.].

Magnús Guðnason

Stefán Sigfússon, sonur Sigfúsar og Guðrúnar S. hér nokkru ofar, fæddur í Skógarseli 5. júní 1901 [Kb. Ein.]. Stefán fer með foreldrum sínum frá Skógarseli 1903, en kemur aftur 1914 „ , ljettad., 13, að Skógarseli“ [Kb. Grenj.], þegar foreldrar hans fara í Breiðumýri. Stefán átti lengst af heima í Mývatnssveit, starfaði löngum við húsbyggingar.

Guðni Sigurðsson er á fólkstali í Skógarseli 31. des. 1903 „ , vm, 21,“ [Sál Helg.] en er ekki þar árið eftir. Kemur 1906 frá Hallgilsstöðum aftur að Skógarseli „ , v. m, 24,“ en fer þaðan árið eftir [Kb. Ein.]. Guðni þessi mun vera bróðursonur Friðriks bónda, f. 4. nóv. 1882, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Guðrúnar Halldórsdóttur, sem þá eru „hjón á Kálfborgará“ [Kb. Lund.]. Fer 1886 með foreldrum sínum og sex systkinum að Hjalla og er með þeim þar á manntali 1890. Hann er „ , vinnumaður, 18,“ á Kálfaströnd við manntalið 1901. Guðni var verkamaður á Akureyri, sjá [Skú. bls. 123.].

Gunnar Jónsson er á fólkstali í Skógarseli 31. des. 1904 „ , v. m, 20.“ [Sál. Helg.]. Hann fer 1905 „ , v. m., 21, að ½ frá Skógarseli að Rauðá“ [Kb. Ein.]. Ég þykist viss um, að Gunnar þessi sé elsti sonur Jóns Sæmundssonar og Guðnýjar Þuríðar Jóhannesdóttur, sem um þessar mundir búa í Narfastaðaseli, og er Gunnar þar á manntali 1901, „ , sonur þeirra, 17, “. Gunnar var fæddur 2. jan. 1884 á Grenjaðarstað [Kb. Grenj.]. Sjá um hann í kaflanum um Narfastaðsel og um foreldra hans og systkini í [ÆÞ. I, bls. 420-421]. Gunnar, þá vinnumaður á Laxamýri, „drukknaði í Laxárfossum, 30 ára,“ 17. júní 1914 [Kb. Hús.].

Axel Nikulásson kemur 1905 „ , ómagi, 7, frá Holtakoti að Skógarseli“ [Kb. Ein.] og er þar á fólkstali þ. á., einnig næstu árin, síðast 1909, og er á manntali í Laugaseli 1910. Hann virðist koma aftur að Skógarseli, því hann flytur 1920 „ , v. m., 21, frá Skógarseli til Vopnafjarðar“ [Kb. Grenj.]. Axel var fæddur 26. sept. 1898 og voru foreldrar hans Nikulás Jakobsson og Geirdís Árný Árnadóttir á Breiðumýri „ ... gefinn í hjónaband sama dag sem skírt var“ (8. okt.). [Kb. Ein.]. Þau eru öll á manntali á Fljótsbakka 1901 ásamt Guðrúnu Björgu, systur Axels, þá 1 árs. Nikuás deyr 12. júní 1905 í Glaumbæ „bóndi frá Holtakoti, 32 ára,“, „ ... eftir 12 vikna legu úr meinsemd við mænu.“ [Kb. Ein.]. Fer þá Axel líklega á sinn fæðingarhrepp. Um Nikulás er frásögn í [Gull, bls. 93-94]. Sonur hans, auk Axels, var Jakob á Breiðumýri.

Jón Haukur Jónsson kemur 1910 „ , vinnum, 17, frá Húsavík að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali þ. á., svo og á fólkstali, en fer aftur 1912 „ , vim, 18, frá Skógarseli að Húsavík“ [Kb. Grenj.]. Jón Haukur var fæddur 11. nóv. 1893 á Ljótsstöðum [Kb. Þverárs.], sonur hjónanna Jóns Helgasonar frá Hallbjarnarstöðum og Herdísar Benediktsdóttur frá Auðnum. Sjá um Jón Hauk og skyldulið hans í [Skú. bls. 116], þó fæðingarár sé ekki rétt þar.

Hermína Jónsdóttir er á manntali í Skógarseli 1. des. 1910og einnig á fólkstali þ. á., en ekki er kunnugt, hve lengi hún var þar. Hermína var fædd 18. apríl 1897, dóttir Jóns Olgeirssonar og Kristínar Kristjánsdóttur, þá hjón í húsmennsku á Litlulaugum [Kb. Ein.]. Hermína giftist Aðalsteini Kjartanssyni á Daðastöðum og byggðu þau nýbýlið Lyngbrekku úr landi Daðastaða, þar sem Hermína átti heima til æviloka. Sjá um hana, mann hennar og börn í [Skú. bls. 119].

Axel Jónsson kemur 1912 „ , vinup., 16, frá Saltvík að Skógarseli“ [Kb. Grenj.], og er mér ekki kunnugt, hve lengi hann er þar.Axel var fæddur 20. sept. 1896 og voru foreldrar hans „Jón Rafnsson v. m. á Einarsstöðum og Sveinsinna

Guðni Sigurðsson

Gunnar Jónsson

Axel Nikulásson

Jón Haukur Jónsson

Sveinsd. v. k. Stórulaugum kona hans, 33 ára.“ [Kb. Ein.]. Sjá einnig um foreldra Axels í [Gull, bls. 94-95].

Tryggvi Sigtryggsson kemur að Skógarseli 1920 ásamt konu sinni [NiðJH., Ingi Tr., munnleg heimild] og er þar á manntali 1. des. 1920 „húsmaður, landbúnaður, G, “. Þau flytja að Holtakoti í Reykjahverfi árið 1922. Tryggvi var fæddur 20. nóv. 1894, d. 1. des. 1986, sonur Sigtryggs Helgasonar b. á Hallbjarnarstöðum og k. h. Helgu Jónsdóttur [Nið.JH., bls. 25]. Ástæða þess að Tryggvi og Unnur flytja í Skógarsel, mun m. a. hafa verið sú, að þá fer Sigurgeir í Skógarseli til náms í Kaupmannahöfn, og þurfti þá röskan mann til að búa með Friðriki, sem þá var kominn hátt á áttræðisaldur. Tryggvi byggði nýbýlið Laugaból 1929 úr landi Litlulauga og bjó þar síðan og var jafnan við þann bæ kenndur. Hann var búfræðingur, kennari í Reykjadal, vegaverkstjóri, prófdómari við barnapróf í Reykjadal lengi, landsþekktur skógræktarmaður. Sjá um hann og afkomendur m. a. í [Skú. bls. 110] og [NiðJH., bls. 25].

Tryggvi hóf undirbúning að stofnun nýbýlis í landi Daðastaða á Seljadal gegnt Skógarseli. Flutti hann grjót frá ánni upp í Smérhóla og er grjóthrúgan þar enn sýnileg. Einnig flutti hann eitthvað af áburði á landið, þar var valllendisblettur sem gras óx betur á og var grænna en annars staðar, var það (1936 og lengi síðar) rakið til áburðarins sem Tryggvi flutti. - Erfitt var um jarðnæði á þessum árum, sbr. t. d. nýbýlin Gafl 1918 og Brún 1919.

Garðar í Lautum hefur sagt mér, að þegar Tryggvi flutti með fjölskyldu sína úr Skógarseli í Holtakot 1922, hafi Jakob faðir hans lánað honum kassakerru til að flytja búslóðina. Ekki þurfti nema eina ferð í Holtakot með kerruna. Búslóð manna og búferlaflutningar voru þá smærri í sniðum en síðar varð.

Unnur Sigurjónsdóttir, kona Tryggva hér næst á undan, kemur með manni sínum í Skógarsel 1920 og flytur þaðan með honum að Holtakoti 1922. Unnur var fædd 13. júlí 1896 á Sandi, dóttir Sigurjóns Friðjónssonar bónda og skálds, síðar á Litlulaugum og k. h. Kristínar Jónsdóttur. Hún fer með foreldrum sínum og systkinum 1906 frá Sandi að Einarsstöðum [Kb. Grenj.] og 1913 að Litlulaugum. Sjá einnig hér að ofan hjá Tryggva.

Ingi Tryggvason, sonur Tryggva og Unnar hér næst á undan, f. 14. febr. 1921 á Litlulaugum, en þá eiga foreldrar hans heima í Skógarseli. Ingi flytur með þeim að Holtakoti í Reykjahverfi 1922. Ingi var kennari, reisti nýbýlið Kárhól í landi Hóla og bjó þar um skeið, var sparisjóðsstjóri, alþingismaður og formaður Stéttarsambands bænda, síðar ferðabóndi á Narfastöðum. Sjá um fjölskyldu hans í [NiðJH., bls. 25-26].

1922 - 1964: Árni Jakobsson og síðar með honum Elín

Jónsdóttir

Árni verður eigandi að Skógarseli 1922og byrjar einn búskap þar þ. á. Kvæntist 21. júlí 1923 Elínu Jónsdóttur og flyst hún það ár að Skógarseli. Við andlát Árna 1964 endar búskapur þar.

Tryggvi Sigtryggsson

Ingi Tryggvason

Ívar mun þó hafa talið sig þar til heimilis allt til 1977, mun það skýringin á því að í [Bybú, bls. 433] er sagt að jörðin fari í eyði 1977. Snemma í búskapartíð Árna og Elínar var „stóarhúsið“ endurbyggt og stækkað. Fjárhús (3 samstæð) með vatnsleiðslu voru byggð 1930 og steinsteypt hlaða 1932, að því leyti óvenjuleg að hún var steypt úr ísaldarleir. „Nýræktin“ (ca 1 ha) var einnig gerð 1932, en nýrækt í girðingu neðra 1946-47. Sjá um girðingar í búskapartíð Friðriks og Guðrúnar. Garðar kveðst muna eftir því að hafa komið í Skógarsel veturinn 1922-23, þá með Kristínu systur sinni, sem skrapp þangað til að baka og sinna öðrum heimilisverkum. Þá man hann eftir því að hafa hjálpað bróður sínum við að reka þangað féð fyrri part vetrar 1922-23. Hann álítur að Helga systir þeirra hafi verið ráðskona hjá Árna um heyskapartímann sumarið 1922.

Árni var fæddur í Hólum í Reykjadal 25. nóv. 1885, sonur hjónanna Jakobs Sigurjónssonar og f. k. h.Kristínar Þuríðar Helgadóttur, sem þá bjuggu í Hólum, en bjuggu 1882-1883 í Skógarseli, sjá hér nokkru framar. Árni átti heima í Hólum þar til hann fluttist í Skógarsel, utan fáein ár sem hann bjó á hluta af Einarsstöðum (um 1913-16). Hann er á Einarsstöðum skv. fólkstali í Helgastaðaprestakalli 31. des. 1904 „ , vm., 19,“ en er í Hólum 1903 og 1905. Hann var á bændaskólanum á Hólum veturna 1906-1908. Árni lést á Akureyrarspítala 19. ágúst 1964 og var þá búskap hætt í Skógarseli. Elín var fædd 25. des. 1893 í Landamótsseli, dóttir hjónanna Jóns Kristjánssonar og Lilju Sigurbjargar Björnsdóttur. Hún flytur með fjölskyldu sinni að Ljósavatni árið 1900, en þaðan að Glaumbæ 1902 og átti þar heima uns hún flytur í Skógarsel við giftingu 1923. Við lát Árna 1964 flytur Elín til dóttur sinnar og tengdasonar að Uppsölum í Blönduhlíð, þar sem hún dvaldist að mestu til dauðadags. Hún mun þó hafa talið sig til heimilis í Skógarseli, þar til hún lést á Kristneshæli 9. ágúst 1973.

Börn Árna og Elínar í Skógarseli, öll fædd þar:

Sólveig Árnadóttir, f. 13. mars 1925, lengi húsfreyja á Uppsölum í Blönduhlíð. Hún átti heima í Skógarseli þar til hún giftist Árna Bjarnasyni 25. júlí 1953 og flytur til hans að Uppsölum í Blönduhlíð, þar sem foreldrar hans, Bjarni Halldórsson og Sigurlaug Jónasdóttir, búa þá einnig. Árni var bóndi á Uppsölum til 1998, síðasti hreppstjóri í Akrahreppi. Sólveig hefur átt heima á Uppsölum frá 1953.

Ragnar Árnason, f. 2. okt. 1926, verkfræðingur í Reykjavík. Hann átti heima í Skógarseli til 1950, er hann verður kennari á Selfossi, en telur sér aftur heimili í Skógarseli 1954, meðan hann var við nám erlendis. Hefur átt heima í Reykjavík frá 1959. Kvæntur 30. júlí 1962 Björgu Þorsteinsdóttur myndlistarmanni, skildu.

Ívar Árnason, f. 8. okt. 1929, lengi starfsmaður Laugafisks í Reykjadal. Átti heima í Skógarseli til 1964 og var fyrir búi með foreldrum sínum síðustu árin. Var síðan á ýmsum stöðum í Reykjadal en taldi sér heimili í Skógarseli til 1977, er hann byggði húsið Hólavegur 1 í Reykjadal, þar sem hann á nú (2006) heima.

Árni Jakobsson

Sólveig Árnadóttir

Vandalausir í Skógarseli í búskapartíð Árna og Elínar:

Þuríður Sigurbjarnardóttir kemur 1923 „ , lausak, 40, frá Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali 1930 og 1940. Fljótlega eftir það fer hún frá Skógarseli, átti um skeið heima á grasbýlinu Grund ofan við Einarsstaði. Þuríður var fædd 2. ágúst 1883 og voru foreldrar hennar „Sigurbjörn Hallgrímsson og Guðrún Þorsteinsdóttir, hjón í dvöl á Ófeigsstöðum“ [Kb. Þór.], sem bendir til þess að þau hafi ekki átt þar heima. Í manntölum og Þjóðskrá er fæðingardagur Þuríðar oftast talinn 4. ágúst (enda taldi hún svo sjálf) og fæðingarstaður ýmist Granastaðir eða Geirbjarnarstaðir. Hún kemur 1886 „ , 3, niðrseta, Frá Kotamýrum að Einarsstöðum“ [Kb. Ein.] og er alin þar upp og þar á manntali 1890, 1901 og 1910. Árið 1920 er hún hins vegar á manntali í Vogum. Hún var ógift og barnlaus. Dó á Húsavík 4. sept. 1955 [Þjóðskrá].

Jakob Kristjánsson. Ekki er vitað með vissu hvenær Jakob kemur í Skógarsel með konu sína og dóttur, en líklegt er að það sé strax 1923. Þau flytja þaðan 1926 og er sagt um Jakob: „ , húsm., 43, frá Skógarseli að Hóli í Kinn“ [Kb. Grenj.]. Sbr. einnig dagbók ÁJak. 8. maí 1926: „Héðan fóru Jakob og Kristín og Dagrún alfari útí Hól í Kinn, fóru með fé í Rauðá. Eg fylgdi yfir flóa.“ Jakob var fæddur 4. júlí 1882, og voru foreldrar hans „Kristján Kristjánsson og Hansína Guðbjörg Sigmundsdóttir búandi hjón á Ingveldarstöðum“ [Kb. Garðss.]. Hann er á manntali á Núpum 1910, þar sem hann býr með móður sinni og Benedikt syni hennar 10 ára gömlum. Við fæðingu Dagrúnar 1912 eru þau Kristín „hjón búandi Núpum“. Þau eru á manntali með Dagrúnu í Múla 1. des. 1920, en Jakob er þá fjarverandi á Gautlöndum. Um 1911 virðist hætt að bóka flutninga milli sókna í Grenjaðarstaðarprestakalli, sést því ekki, hvenær Jakob og Kristín koma í Einarsstaðasókn. G. Jak. álítur að þau hafi komið í Skógarsel 1923 frá Kasthvammi, hafði hann komið oft í Skógarsel og leikið sér við Dagrúnu. Sjá um Jakob í [Reykj. bls. 405]. Hann lést á Akureyri 17. júní 1963.

Kristín Halldórsdóttir, kona Jakobs hér næst á undan, kemur með honum og dóttur þeirra að Skógarseli, líklega 1923, og fer með þeim að Hóli í Kinn 1926, sjá hér næst á undan um Jakob. Kristín var fædd 18. nóv. 1892 og voru foreldrar hennar „Halldór Marteinsson ókvongaður á Bjarnast. og Anna Benediktsdóttir ógipt vinnukona sama st.“ [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Kristínu í [Reykj. bls. 405-408] og í kafla um Grjótárgerði. Hún lést í Hlíð 10. sept. 1957.

Dagrún Jakobsdóttir, dóttir Jakobs og Kristínar hér næst á undan, kemur líklega með foreldrum sínum að Skógarseli 1923 og fer með þeim að Hóli 1926, sjá hér að ofan. Dagrún var fædd 22. júní 1912, voru foreldrar hennar þá „hjón búandi Núpum“ [Kb. Grenj.]. Dagrún giftist Alfreð Ásmundssyni og bjuggu þau lengi í Hlíð, nýbýli sem reist var 1931. Sjá [Bybú, bls. 187] og í [Reykj. bls. 405-408] um Dagrúnu og afkomendur hennar.

Halldór Marteinsson, faðir Kristínar hér ofar, kemur 1925 „ , lausam, 60, frá Engidal að Skógarseli“ og fer þaðan 1926 að Rauðá [Kb. Grenj.]. Halldór var fæddur 21. jan. 1865 á Fornastöðum, sonur Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur [Kb. Hálsþ.], [Reykj. bls. 363 og 405, þar er fæðingarstaður Halldórs rangur]. Fer 1867 með foreldrum frá Fornastöðum að Lundarbrekku. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hofstöðum 1880 og hjá móður sinni á

Jakob Kristjánsson, Kristín Halldórsdóttir og Dagrún Jakobsdóttir

Halldór Marteinsson

Bjarnastöðum 1890. Halldór kvæntist Önnu Pálínu Benediktsdóttur 3. okt. 1894 [Reykj. bls. 405]. Þau bjuggu í Grjótárgerði 1895-1905 en voru síðan á ýmsum stöðum í húsmennsku. Halldór dó 25. nóv. 1946 en Anna Pálína 23. júlí 1946. Sjá um þau og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 405-414], einnig í kafla um Grjótárgerði.

Í þessari samantekt um ábúendur og íbúa í Skógarseli eru ýmsar gloppur. Sálnaregistur (fólkstal) er einungis til fyrir árin 1856, 1857 og 1859 og svo aftur 1889-1910, og má gera ráð fyrir að frá þeim árum sé flestra getið.

Að mestu unnið veturinn 1997-1998. R. Á.

Endurskoðað, aukið og breytt í nóv. - des. 2005. R. Á. Leiðr. á 1. próförk lokið 8. febr. 2006. R. Á. Þessi prentun er gerð 12. júní 2009. R. Á.

Ábúendur í Skógarseli

1814 - 1826: Halldór Halldórsson og Kristín Sveinsdóttir 1826 - 1828: Árni Jónsson og Ölveig Sigmundsdóttir

1828 - 1831: Í eyði 1831 - 1849: Gunnar Markússon og síðar með honum Signý Skúladóttir

1849 - 1870: Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Stefánsdóttir 1870 - 1871: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir

1871 - 1880: Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Stefánsdóttir (í 2. sinn)/Guðbjörg Eiríksdóttir

1880 - 1882: Jóhannes Sigurðsson og Sesselja Andrésdóttir

1882 - 1883: Jakob Sigurjónsson og Kristín Þuríður Helgadóttir

1883 - 1922: Friðrik Jónsson og Guðrún Jóakimsdóttir

(1892) - 1895: Sigfús Þórarinsson og Guðrún Sigurl. Guðnadóttir 1922 - 1964: Árni Jakobsson og síðar með honum Elín Jónsdóttir

Skammstafanir og skýringar:

[AlmÓTh.]: Almanak Ólafs Thorgeirssonar, Winnipeg.

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Guðf.]: Björn Magnússon: Guðfræðingatal 1847-1957, Rvík 1957.

[Gull]: Jón Haraldsson: Gull í gamalli slóð, Ak. 1963.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[MaÞ.]: Manntalsbækur Þingeyjarsýslu (Þing. VIII. B. og Þing. VIII. C.) í Þjóðskjalasafni Íslands.

[NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman.

[Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993.

[Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Svalb.]: Svalbarðsstrandarbók. Júlíus Jóhannesson skráði, útg. 1964.

[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.

[Þing. XVI. A.]: Hreppaskjöl Þingeyjarsýslu í Þjóðskjalasafni Íslands.

[ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands.

[ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992.

[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga

This article is from: