104 minute read

2.13 Narfastaðasel

Next Article
2.8 Hrappstaðasel

2.8 Hrappstaðasel

Í [Jb.] segir svo undir Narfastaðir: „Narfastaða Sel heitir selstaða heimajarðarinnar á Seljadalnum, þar hefur búið verið um eitt eður 2 ár fyrir 40 ár(um) en hvorki áður né síðan. Byggingarkosti vita nálægir ekki að undirrjett(a), meina þá þó alllitla. Ekki má hér aftur byggja fyrir heyskaparleysi.“

Á manntölunum 1703, 1801, 1816 og 1835 er Narfastaðasels ekki getið.

1836 - 1865: Jón Björnsson og Guðrún Kristjánsdóttir

Jón og Guðrún eru meðal burtvikinna úr Skútustaðasókn 1836, flytja „ , frá Hörgsdal að nýbýli Narfastaðasele.“ [Kb. Skú.]. Þau eru á manntali í Narfastaðaseli 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860, en flytja þaðan 1865 í Rauðuskriðu ásamt sonum sínum og fleira fólki. [Kb. Ein.], [Kb. Múlas.].

Jón er jafnan eini gjaldandi fyrir Narfastaðasel í manntalsbókum þinggjalda, [MaÞ.], en getið er Jóhannesar Guðmundssonar 1845, Bjargar Indriðadóttur 1846, Sigurðar Erlendssonar 1854, Hjálmars Kristjánssonar 1855-1857, Magnúsar og Einars Jónasona 1859 og Jóns Torfasonar 1860, allir á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“.

Jón Björnsson var fæddur 10. okt. 1812 á Halldórsstöðum í Kinn, sonur hjónanna Björns Þórðarsonar og Steinvarar Eiríksdóttur [Kb. Þór.] og er hann á manntali í Fremstafelli (2. býli) 1816 ásamt foreldrum sínum og Eiríki bróður sínum. Hann er fermdur frá Vatnsenda 1827 (og þá er fæðingardagurinn tilgreindur, en er ógreinilegur í [Kb. Þór.]).

Jón er vinnumaður hjá Jóni Jónssyni á Mýri í Bárðardal við manntalið 2. febr. 1835 „ , 23, Ó, vinnumaður“ . Þar er þá einnig „Guðrún Kristjánsdóttir, 25, Ó, vinnukona “ . Jón flytur þetta ár frá Mýri að Hörgsdal, en Guðrún að Gautlöndum [Kb. Lund.], og voru þau gefin saman 30. nóv. 1835, hann „vinnumaður frá Hörgsdal 23 ára“ hún „frá Gautlöndum 26 ára“ [Kb. Skú.].

Guðrún var fædd 11. ágúst 1809 í Stórutungu, dóttir Kristjáns Jónssonar frá Mýri og f. k. h. Elínar Þorkelsdóttur, tvíburi við Jón, föður Kristjáns Fjallaskálds [ÆÞ. IV, bls. 133-134 og 110-111].

Daginn eftir giftingu, 1. des. 1835, fæðist þeim Jóni og Guðrúnu dóttirin Elín (Elinn), og er sagt um foreldrana: „ , hión nýgipt, hann frá Hörgsdal, hún frá Gautlöndum.“ [Kb. Skút.]. Í sömu bók árið eftir er Elín meðal burtvikinna úr Skútustaðasókn „að nýbýli Narfastaðasele“ með foreldrum sínum. En í [Kb. Ein.] er þessarar fjölskyldu ekki getið meðal innkominna þ. á. En í [Kb. Garðsprk.] er hinsvegar meðal innkominna 1836 „Elyn Jónsdóttir, á 1. ári, úngbarn, frá Gautlöndum við Mývatn að Krossdal“ . Er því mjög vafasamt að Elín hafi nokkru sinni átt heima í Narfastaðaseli.

Elín deyr 15. ágúst 1836 „ , Úngbarn frá Krossdal, á 1ta ári“ úr landfarsótt [Kb. Garðss.].

Í [ÆÞ. IV, bls. 134] er svo sagt um Jón Kristjánsson og Guðnýju Sveinsdóttur í Krossdal: „Tvær Elínar dóu í æsku, 1835 og 1838 í Krossdal.“ Þetta sýnist ekki vera rétt, heldur hafi önnur þeirra verið ofanrituð Elín, dóttir Jóns Björnssonar og Guðrúnar. Kemur það og heim við bók Árna Óla „Hverra manna“ bls. 128 og 131, sem getur einungis einnar dóttur Jóns Kristjánssonar og Guðnýjar, Elínar Margrétar, f. 30. des. 1835 á Hallbjarnarstöðum, d. 22. des. 1838 í Krossdal [Kb. Hús.], [Kb. Garðsprk.].

Jón og Guðrún flytja úr Rauðuskriðu í Stórulaugar 1871 „ , 60, óðalsbóndi, “ ásamt sonum sínum, konum þeirra og sonum [Kb. Ein.], og eru þar á manntali 1880, Jón sagður „vinnumaður“ og Guðrún „kona hans“. Guðrún deyr á Stórulaugum 20. maí 1881 [Kb. Ein.].

Jón kvæntist að nýju 10. okt. 1887, þá bóndi í Glaumbæjarseli, Sigurbjörgu Davíðsdóttur „bústýra hans, 40 ára“ [Kb. Ein.]. Sennilega fer Jón í Glaumbæjarsel 1885, en það ár flytur fólk þaðan til Vesturheims. Jón og Sigurbjörg eignast soninn Guðlaug 16. mars 1888, og eru þau á manntali í Glaumbæjarseli 1890, ásamt Kristjáni Rafnssyni, 9, syni Sigurbjargar. Jón deyr á Vaði 28. maí 1892, þá húsmaður þar með Guðlaugi syni sínum [Kb. Ein.]. Sigurbjörg deyr 21. des. 1890 (líklega í Garði) „kona frá Glaumbæjarseli, 42, Brjálsemi“ [Kb. Grenj.]. Sjá um hana í viðauka aftast.

Jón fer hægt af stað í búskap sínum í Narfastaðaseli, við manntalið 1840 búa þar einungis þau hjónin og Steinvör móðir Jóns. En hann sækir í sig veðrið, og 1855 eru þar 11 manns á manntali. Túnasléttur, „græðisléttur“ Jóns voru annálaðar. Hann byggði „timburstofu“, sem næsti ábúandi hafði ekki bolmagn til að kaupa, var hún því tekin upp og flutt út í Rauðuskriðu, sér enn fyrir tóttinni í Narfastaðaseli. Alkunn er sagan um byggingu beitarhúsanna.

Altalað var í mínum uppvexti, að Jón hefði efnast svo í Narfastaðaseli, að hann hefði getað keypt eina bestu jörðina í sveitinni, Stórulaugar, og hefði flutt úr Narfastaðaseli „með Stórulauga í annarri hendi en stærðar bú í hinni“, og fylgdi svo lýsing á flutningi búsmalans í stíl við frásögn Laxdælu af flutningi Ólafs pá frá Goddastöðum að Hjarðarholti. (Herdís Sigtryggsd.). Er þetta með nokkrum ævintýrablæ, enda flutti hann fyrst í Rauðuskriðu og í Stórulauga 6 árum síðar. Ekki hef ég kannað þingbækur varðandi þessi bústaðaskipti, en skv. [BT.] er Jón ekki eigandi Rauðuskriðu, þegar hann býr þar, en eigandi Stórulauga 18711879. En af Dóma- og þingbók Þingeyjarsýslu má þó ráða að Jón hafi þegar 1856 verið orðinn eigandi að hluta í Stórulaugum, því þá er bókað á manntalsþingi á Helgastöðum: „8. Var upplesin vitnisburðar útskrift frá 1566 fyrir Stórulauga landamerkjum gegn Öndólfsstöðum af hverju tilefni eigandi jarðarinnar Stórulauga Jón Björnsson á Narfastaðaseli geymir fyrrtalinni jörðu Stórulaugum sinn fulla eignarrétt á sínum tíma.“ Líklega hefur hann þó ekki átt alla jörðina þá, því á manntalsþingi á Helgastöðum 1857 er bókað: „4. Var upplesið kaupbrjef fyrir 9H úr jörðinni Stórulaugum fyrir 560, seljandi Kristján Steinsson, kaupandi Jón Björnsson þinglestur og bók[u]n borgað 3Rd 89{sk}“ - En heldur virðist halla undan fæti fyrir Jóni og Guðrúnu á Stórulaugum.

Athyglisvert er, að um svipað leyti og Jón og Guðrún fara úr Narfastaðaseli, er Jóhannes í Skógarseli orðinn svo efnaður, að hann getur lánað landsdrottni sínum, sjá kaflann um Skógarsel.

Börn Jóns og Guðrúnar til heimilis í Narfastaðaseli, öll fædd þar:

Herdís Jónsdóttir, f. 27. jan. 1837, d. 15. febr. 1837 „frá Narfastaðaseli, 20 daga, úr barnaveiki“ [Kb. Ein.].

Kristján Jónsson, f. 28 ágúst 1842, d. 26. okt. 1842 [Kb. Ein.].

Guðjón Jónsson, f. 16. mars 1844 [Kb. Ein.]. Hann flytur með foreldrum sínum í Rauðuskriðu 1865 og í Stórulaugar 1871, þá með konu sinni, Ólöfu Andrésdóttur og Kristjáni syni þeirra hjóna, sem þá er 1 árs. Þau eru á Stórulaugum við fæðingu Andrésar 5. ágúst 1879, en í Glaumbæjarseli á manntali 1880 og við fæðingu Guðrúnar 31. jan. 1882. Þaðan flytja þau að Garðshorni 1883 ásamt fimm börnum. Þar deyr Guðrún 21. júlí 1883 [Kb. Þór.] Þau fara þaðan til Vesturheims 1889, ásamt þrem börnum, Hjálmari (sjá þó síðar), Andrési og Ólafi Friðrik [Kb. Þór.], [Vfskrá], en Jón fer þ. á. að Hrauni [Kb. Þór.], en fer til Vesturheims frá Sigluvík 1893 [Vfskrá], [Kb. Lauf.]. Jón Andrés Egill, sem fæddur er í Rauðuskriðu 24. júlí 1867, deyr þar 19. mars. 1871 [Kb. Múl. (ekki á filmu)]. Kristján sonur þeirra (nefndur Jónsson í Vesturheimi), f. í Rauðuskriðu 2. apríl 1870, fer til Vesturheims 1891, deyr „að heimili dóttur sinnar og tengdasonar í grend við Milton, N. Dak.“ 27. maí 1940 [AlmÓTh. 1941, bls. 103.]. Guðjón, sem var bóndi við Hallson, N. Dak., lést 23. mars 1897 [AlmÓTh. 1898, bls. 50]. Sjá einnig [Saga Ísl. bls. 374-375], þar sem mynd er af Ólöfu, en ýmislegt missagt um Guðjón. Ólöf lést 25. nóv. 1918 [AlmÓTh. 1920, bls. 88.]. Missagt er í kirkjubók og Vesturfaraskrá, að Hjálmar hafi farið til Vesturheims. Sjá nánar um hann í viðauka um Kr. Hallgrím Jónsson og Hjálmar.

Jón Jónsson, f. 27. ágúst 1847 [Kb. Ein.]. Hann flytur með foreldrum sínum að Rauðuskriðu 1865 og í Stórulaugar 1871, þá með konu sinni, Sigurveigu Eiríksdóttur (dóttir Eiríks föðurbróður Jóns)og Jóni Eiríki Hjörleifi, 4ra ára syni þeirra.Með Hólmfríði Guðmundsdóttur, þá vinnukonu á Daðastöðum, eignaðist Jón 26. okt. 1875 soninn Kristján Hallgrím, sem drukknaði 1910 frá Mjóafirði frá konu og börnum [ÆÞ. I, bls. 292]. Sjá um Hallgrím, konu hans og 5 börn í viðauka um hann og Hjálmar Guðjónsson. Jón fer til Vesturheims frá Stórulaugum 1880, ásamt konu sinni og þrem sonum. Engar spurnir hef ég af þeim þar. Skv. skólaskýrslu Möðruvallaskóla 1895-96 er hann þá ekki á lífi, sjá viðauka.

Annað skyldulið ábúenda í Narfastaðaseli 1836-1865:

Steinvör Eiríksdóttir, móðir Jóns bónda, kemur 1838 „ , móðir bónda, úr Bárðardal að Narfast:seli“ [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali 1840 og deyr þar 9. ágúst 1843 „ , frá Narfastaðaseli, 72“ [Kb. Ein.]. Steinvör er á manntali 1801 á Halldórsstöðum í Kinn ásamt foreldrum sínum, Eiríki Þorlákssyni og Rannveigu Sigurðardóttur, og tveim eldri systrum „ , deres datter, 29, ugivt“. Hún er á manntali í Fremstafelli (á 2. býli) með Birni manni sínum 1. sd. í aðventu 1816, þar sögð 41 árs og fædd á Halldórsstöðum í Kinn eins og synir

hennar. Steinvör giftist Birni hér næst á eftir 26. okt. 1809 [Kb. Þór.]. Steinvör fer með manni sínum og Rannveigu dóttur þeirra 1820 frá Fremstafelli að Sigurðarstöðum [Kb. Lund.], [Kb. Þór.] og árið eftir að Kálfborgará með Rannveigu. Steinvör kemur 1834 „ , 60, vinnukona, frá Hjalla að Mjóadal“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1835. Fer með Birni að Narfastaðaseli 1838 frá Litlutungu [Kb. Lund.].

Björn Þórðarson, faðir Jóns bónda, er á manntali í Narfastaðaseli 1845, „ , 65, E, faðir bóndans,“ en er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1849 „ , 68, ekkill, frá Narfastaðaseli í Höfðahv.“ Björn var fæddur 2. nóv. 1781 í Saurbrúargerði, sonur hjónanna Þórðar Þórðarsonar og Herdísar Guðmundsdóttur [Kb. Lauf.] og fermdur í Laufássókn 1796. Hann er á manntali í Miðvík 1801 „ , tienistefolk, 20, ugivt“ en 1816 í Fremstafelli á 2. býli ásamt konu sinni, sjá hér næst á undan, og tveim sonum þeirra. Þau Steinvör voru gefin saman 26. okt. 1809 [Kb. Þór.]. Björn fer 1820 „vinnumaðr, frá Fremstaf: að Sigurðrstaudm“ , ásamt Steinvöru og Rannveigu dóttur þeirra „ , 3, þeirra barn,“ [Kb. Þór.], [Kb. Lund.]. Árið eftir fer Björn að Ljósavatni en Steinvör og Rannveig að Kálfborgará. Árið 1822 eða 1823 fer Björn „ , 43, vinnumaðr,“ frá Ljósavatni til Flateyjar, en Steinvör fer þá vinnukona að Arndísarstöðum [Kb. Þór.]. Við manntalið 1835 er Björn hjá Eiríki syni sínum í Sandvík „ , 53, G, faðir húsbóndans“. Árið 1838 fer Björn „ , 58, vinnumaður, frá Litlutúngu að Narfastaðaseli“ [Kb. Lund.], en ekki virðist hann staðnæmast þar, því hann kemur s. á. „ , vinnum. Frá Narfast:seli að Garði“ [Kb. Ness.], og er ekki getið í [Kb. Ein.] fyrr en hann kemur frá Garði 1840 „ , 61, v:maðr“ að Daðastöðum [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 62, G, vinnumaður“ . Hann er á manntali hjá Rannveigu dóttur sinni í Borgargerði 1850, en 1855 hjá Eiríki syni sínum í Litlutungu þar sem hann deyr 17. okt. 1856 „gamalmenni, 77“ [Kb. Lund.].

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð

Jóns og Guðrúnar 1836-1865:

Jóhannes Guðmundsson er í Narfastaðaseli 3. okt 1842, þegar hann kvænist Guðrúnu Stefánsdóttur hér næst á eftir, en á heima í Máskoti 6. sept. 1843, þegar Sigríður dóttir þeirra fæðist, en er aftur í Narfastaðaseli við fæðingu Sigurbjarnar 25. nóv. 1844 [Kb. Ein.]. Við manntalið 1845 er þessi fjölskylda komin í Fljótsbakka. Jóhannesar er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1845, á skrá yfir búlausa. Jóhannes var fæddur 7. des. 1811 á Litluströnd, sonur hjónanna Guðmundar Jónssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur [Kb. Mýv.]. Jóhannes var bóndi í Skógarseli 1849-1870 og 1871-1880, en var nýfluttur í Presthvamm þegar hann andaðist þar 3. júní 1880. Sjá nánar um hann og konur hans tvær í kafla um Skógarsel.

Guðrún Stefánsdóttir, f. k. Jóhannesar hér næst á undan, er í Narfastaðaseli eins og lýst er hjá honum. Guðrún var fædd í Engidal, skírð 4. apríl 1802, dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Halldóru Pétursdóttur [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Guðrúnu í kaflanum um Skógarsel. Hún andaðist þar 11. febr. 1872 [Kb. Ein.].

Kristján Magnússon kemur 1843 „ , vmaður, frá Mývatni að Narfastaðasel“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali í Skógarseli 1845, vinnumaður hjá Gunnari. Kristján var fæddur 20. mars 1826, voru foreldrar hans hjónin Magnús

Halldórsson og María Nikulásardóttir Buch „búande að Helluvaði“ [Kb. Mýv.]. Kristján fer með foreldrum sínum 1830 að Reykjum [Kb. Mýv.] og er með þeim á manntali á Stórureykjum 1835 „ , 9, Ó, þeirra barn“ og fjórum systkinum. Kristján kemur aftur að Skógarseli 1855 með konu og tvö börn, er þar gerð nánari grein fyrir honum, sjá þar.

Friðrik Þórðarson kemur 1844 „ , 22, vm., frá Eyjafirði í Narfastaðasel“ [Kb. Ein.]. Hann kemur 1845 „ , 23, vinnumaður, frá Narvastaðaseli að Víðirkeri“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845 „ , 24, Ó, vinnumaður,“. Friðrik var fæddur 29. mars 1822 á Króksstöðum, sonur hjónanna Þórðar Hallgrímssonar og Sigríðar Sigurðardóttur [Kb. Kaup.] og er þar á manntali með foreldrum og fjórum systkinum 1835 „ , 13, Ó, þeirra barn“. Við manntalið 1840 eru foreldrar hans með tveim dætrum enn á Króksstöðum, en Friðrik þá farinn að heiman. Friðrik finn ég ekki burtvikinn úr Lundarbrekkusókn til 1850 og ekki þar á manntali þ. á.

(Sigríður Jóhannesdóttir, dóttir Jóhannesar og Guðrúnar, sjá hér lítið eitt framar. Hvergi hef ég reyndar fundið skjalfest, að Sigríður hafi átt heima í Narfastaðaseli, aðeins má ráða það af líkum. Hún var fædd 6. sept. 1843 í Máskoti [Kb. Ein.], en dó 3. apríl 1858 „Sigríður Jóhannesdóttir, barn frá ... , 14, Dó á Akureyri“ [Kb. Kaup.], sjá einnig í kafla um Skógarsel.)

Sigurbjörn Jóhannesson, f. 25. nóv. 1844, sonur Jóhannesar og Guðrúnar hér framar, sem eru sögð „búlaus hjón í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] við fæðingu hans, sjá nánar í kaflanum um Skógarsel. Sigurbjörn dó þar 19. sept. 1867.

Nikulás Halldórsson er á manntali í Narfastaðaseli 2. nóv. 1845 „ , 33, G, vinnumaður,“ ásamt konu sinni og syni. Hann fer að Fljótsbakka 1846, Jón Frímann sonur þeirra fæðist í Narfastaðaseli 28. apríl og deyr á Fljótsbakka 20. júlí þ. á. [Kb. Ein.].Nikulás var sonurhjónanna Halldórs Jónssonar og Dórótheu Nikulásdóttur Buch í Vallakoti, en engin kirkjubók er til frá fæðingartíma hans. En við fermingu á Einarsstöðum 1829 er fæðingardagur hans sagður vera 9. okt. 1813. Nikulás er með foreldrum sínum og fjórum systkinum á manntali í Vallakoti 1816 „ , þeirra barn, 3,“ og er Vallakot tilgreindur fæðingarstaður, enda mun fjölskyldan hafa flutt þangað 1813 frá Klömbur. Nikulás fer 1823 „ , 10, barn, frá Vallnakoti til Grímstaða“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]; þá mun Sigurður föðurbróðir hans vera farinn að búa þar. Kemur þaðan 1826 að Ingjaldsstöðum „ , 13, Fóstraður,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og fer þaðan 1828 „ , 14, vinnupiltr, frá Ingjaldsstöðum að Fremstafelli í Ljósavatnssókn“ [Kb. Ein.]. Þaðan fer hann 1829 „ , 16, liettadrengur, Frá Fremstafelli í Kinn að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Þar á hann heima við fermingu þ. á.,eru húsbændur hans þá Jón Jónsson og Abigael Finnbogadóttir, búandi hjón á Bjarnastöðum. Nikulás fer 1831 „ , léttadrengur, frá Lundarbrecku að Ingjallstöðum“ [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]; fer hann trúlega þaðan að Skógarseli. Nikulás kemur 1837 frá Bakka að Einarsstöðum [Kb. Ein.] og fer þaðan 1839 „ , 26, vinnumaðr að Hálsi í F:d:“ [Kb. Ein.], en ekki finn ég hans getið í [Kb. Hálsþ.]. Kemur 1840 „ , 28, v.maðr, frá Hálsi að Qvigindisd:“ [Kb. Ein.] og er hann þar „ , 29, Ó, vinnumaður“ við manntalið 1840. Fer þaðan 1842 aftur að Bjarnastöðum [Kb. Ein.], [Kb. Lund.] og þaðan að Eyjardalsá 1843 [Kb. Lund.]. Kemur þaðan 1844 „ , 32, vinnum, frá Eyadalsá að Vallnak“ ásamt Björgu Indriðadóttur „ , 31, h kona,“ en þau eru gefin saman í Einarsstaðakirkju 17. júní 1844, þá bæði í Vallakoti [Kb. Ein.]. Þeim fæðist sonur 13. júlí s. á. og eru þá sögð „hjón búlaus á Vallnak.“ [Kb. Ein.]. Nikulás og Björg búa á Fljótsbakka 1850, á Hömrum 1855 og 1860 og í Vallakoti 1880 með börnum sínum. Nikulás andaðist 30. mars 1882 „ , bóndi frá Vallakoti, 69 ára“ [Kb. Ein.]. Sjá einnig um hann í kafla um Skógarsel.

Björg Indriðadóttir, kona Nikulásar hér næst á undan, er á manntali í Narfastaðaseli 1845 „ , 32, G, hans kona, hefur grasnyt,“. Hún fer með manni sínum og sonum að Fljótsbakka 1846. Hennar er getið í [MaÞ.] í Narfastaðaseli 1846, á skrá yfir búlausa. Björg var fædd 29. apríl 1814 á Ljótsstöðum í Fnjóskadal, voru foreldrar hennar Indriði Jónsson og Ingibjörg Helgadóttir [Kb. Hálsþ.]. Foreldrar Bjargar eru á manntali 1816 á Breiðabóli á Svalbarðsströnd ásamt þrem börnum, en ekki er Bjargar þar getið, heldur Ingibjargar „ , þeirra barn, 4,“. Hún var fermd 1828 frá Fjósatungu [Kb. Hálsþ.], en er þá ekki hjá foreldrum. Ekki finn ég hana á manntali 1835, en 1840 er hún á manntali á Snæbjarnarstöðum „ , 26, Ó, vinnukona“. Þaðan fer hún 1841 að Leifshúsum [Kb. Hálsþ.] og árið eftir þaðan að Eyjardalsá [Kb. Svalb.s.]. Kemur með Nikulási þaðan 1844 að Vallakoti, þar sem þau eru gefin saman 17. júní 1844 [Kb. Ein.], sjá hér næst á undan hjá Nikulási. Björg andaðist 1. febr. 1885 „ , ekkja frá Vallakoti, 70 ára“ [Kb. Ein.].

Jakob Halldór Nikulásson, sonur Nikulásar og Bjargar hér næst á undan, er með foreldrum sínum á manntali í Narfastaðaseli 2. nóv. 1845 og fer líklega með þeim að Fljótsbakka 1846. Jakob Halldór var fæddur 13. júlí 1844 í Vallakoti, þar sem foreldrar hans eru þá „hjón búlaus“ [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum á manntali á Fljótsbakka 1850 og 1860 á Hömrum. Bóndi í Vallakoti 1880 og 1890 en er á Fljótsbakka 1901. Hann var faðir Nikulásar, sem í hrakningum lenti á Þingey [Gull bls. 93-94], föður Jakobs á Breiðumýri.

Jón Frímann Nikulásson, f. 28. apríl 1846 í Narfastaðaseli, sonur Nikulásar og Bjargar hér á undan. Dó 20. júlí 1846 „ , frá Fljótsbakka, 10 vikna, barnav:“ [Kb. Ein.].

Anna María Benjamínsdóttir kemur í Narfastaðasel 1846 „ , vinnukona, frá Brettingsst. að Narfast:seli“ [Kb. Ein.]. Anna var fædd 16. okt. 1827 í Fagranesi, dóttir hjónanna Benjamíns Ásmundssonar og Nahemi Eyjólfsdóttur, alsystir Þórönnu móður Sigríðar Gamalíelsdóttur í Kvígindisdal. Anna fer 1829 frá Fagranesi að Brettingsstöðum, en foreldrar hennar að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Múl.]. Hún er á manntali á Brettingsstöðum 1835 og 1845, þá „ , 19, Ó, fósturdóttir hjónanna“ Jónatans Eyjólfssonar og Halldóru Guðmundsdóttur. Anna giftist Hallgrími Hallgrímssyni 21. okt. 1849 [Kb. Ein.] og eru þau á manntali á Daðastöðum 1850, vinnuhjú, ásamt ársgamalli dóttur sinni. Sjá nánar um Önnu og afdrif hennar í [Laxd., bls. 88 og 187], þ. á m. fæðingardag.

Guðlaug Hallgrímsdóttir kemur í Narfastaðasel 1847 „ , 20, v.kona, úr Fjörðum að Narfasts.“ [Kb. Ein.], [Kb. Þöngl.] segir „ , 20, vinnustúlka frá Botni að Narfastaðaseli“. Guðlaug var fædd 22. nóv. 1827, voru foreldrar hennar Hallgrímur Hallgrímsson og Guðrún Sigurðardóttir „hion búandi á Þverá“ [Kb. Þöngl.]. Hún er „ , 8, Ó, niðursetningur“ á Eyri í sömu sókn 1835, en foreldrar hennar búa þá á Þverá með þrem börnum, 17, 7 og 5 ára. Hún er enn á Eyri 1840, þá „ , 13, Ó fósturdóttir hjónanna“ Magnúsar Björnssonar og Kristínar Hjálmarsdóttur. Á manntali í Botni í Þönglabakkasókn 1845 „ , 18, Ó, vinnukona“. Guðlaug fer 1850 „ , 23, vinnuk, Hjalla að Mývatni.“ [Kb. Ein.] og er líka getið í [Kb. Mýv.] og [Kb. Reykj.] það sama ár, sögð fara að Vogum. Finn hana ekki á manntali í Mývatnssveit 1850, né dána eða burtvikna þaðan; er því frekari leit ekki líkleg til að bera árangur.

Guðlaug Þórarinsdóttir kemur 1848 „ , 51, vkona, frá Kálfborgará að Narfastaseli“ [Kb. Ein.] ásamt Álfheiði dóttur sinni. Ekki er vitað, hve lengi þær mæðgur voru í Seli, en farnar eru þær við manntalið 1850. Guðlaug var

Jakob Halldór Nikulásson

fædd 4. júní 1799 á Hóli í Kinn, dóttir Þórarins Jónssonar og Ingibjargar Kolbeinsdóttur [Kb. Þór.]. Hún er með foreldrum á manntali á Hóli 1801 „ , deres datter, 3, ugivt,“ og 1816 í Hriflu „ , þeirra barn, 16,“. Guðlaug „fór úr föðurgarði Ingisstúlk, frá Hruflu að Hialla“ 1826 [Kb. Ein.] og giftist þ. á. (engin dags. tilgreind) Einari Jónssyni, sem þá er „Eckumaður og bóndi á Hialla“, en Guðlaug er þá „Ingis Stulka bustira hia Einari“ [Kb. Ein.]. Einar deyr 5. des. 1838 „ , bóndi á Hjalla, 69, úr Lndfarsótt“ [Kb. Ein.]. Guðlaug er ekkja á Hjalla við manntalið 1840, er þá Jóhannes Guðmundsson fyrirvinna hjá henni, en virðist svo fara á flæking. Er með Álfheiði á manntali á Einarsstöðum 1845, en 1850 á Narfastöðum. Við manntalið 1860 er hún hjá Sigurveigu dóttur sinni í Ási í Kelduhverfi „ , 64, E, tengdamóðir bónda,“.

Álfheiður Einarsdóttir, dóttir Guðlaugar hér næst á undan, kemur með móður sinni í Narfastaðasel 1848 frá Kálfborgará „ , 11, h. barn“ [Kb. Ein.]. Álfheiður var fædd 24. júní 1838, voru foreldrar hennar Einar Halldórsson og Guðlaug hér næst á undan, sem þá voru „hjón á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Hún missti föður sinn á fyrsta ári, er með móður sinni á manntali á Hjalla 1840 en 1845 á Einarsstöðum og 1850 á Narfastöðum. Hún fer 1854 frá Hofstöðum að Heiðarseli [Kb. Eyjardalsárprk.] og er þar á manntali 1855, sjá í kafla um Heiðarsel. Hún er vinnukona hjá Sigurveigu systur sinni í Ási við manntalið 1860, sjá hér næst á undan hjá Guðlaugu.

Sigurbjörn Hjálmarsson kemur l849 „ , 9, t.barn, frá Brettingsstöðum að Narfastaðaseli“, en kemur einnig 1850 „ , smali, að Narfast.seli frá Brettingsst.“ [Kb. Ein.], og er á manntali á Brettingsstöðum 1. okt. þ. á. Sigurbjörn var fæddur 11. eða 12. jan. 1840 á Brettingsstöðum, sonur hjónanna Hjálmars Kristjánssonar og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, sjá um þau hér neðar þegar þau eru í Narfastaðaseli og í [ÆÞ. IV, bls. 110]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Brettingsstöðum 1840, 1845 og 1850, en er léttadrengur á Þverá við manntalið 1855. Hann er „ , 21, Ó, vinnumaður,“ á Breiðumýri á manntali 1860. Sigurbjörn kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur, sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. IV, bls. 109-118]. Sigurbjörn var bróðursonur Guðrúnar í Seli og mætti því teljast til skyldmenna húsráðenda.

Jón Guðvarðarson. Hinn 13. júlí 1849 eru gefin saman J. G. „í Narfastaðaseli 23 ára“ og „Christjana Jensdóttir 36 ára (svo!), bæði þar vinnuhjú.“ [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1. 10. 1850 ásamt ársgömlum syni sínum Jens Kristjáni. Sjá [ÆÞ. II, bls. 274-275], þar er Jón sagður bóndi á Ingjaldsstöðum 1850-1852 ásamt tengdaföður sínum. Jón var fæddur 31. ágúst 1826 í Hléskógum, sonur Guðvarðs Björnssonar og Bjargar Hrólfsdóttur, sem þá eru „gipt hión og(?) vinnu og huβmensku á Hlieskógm“ [Kb. Höfðaprk.]. Hann er á manntali í Hléskógum með foreldrum 1835, en faðir hans deyr 31. maí 1837 [Kb. Höfðaprk.] og er hann með móður sinni og bróður á manntali í Hléskógum 1840, en vinnumaður þar 1845. Fer 1847 þaðan að Lómatjörn [Kb. Höfðaprk.] og kemur 1848 „ , 23, vmaðr úr Höfðahv: að Ingjaldsst:“ [Kb. Ein.]. Sjá í [ÆÞ. II, bls. 274-275].

Kristjana Jensdóttir, gift Jóni hér næst á undan í Narfastaðaseli 1849, sjá þar og í [ÆÞ. II, bls. 274]. Kristjana var fædd 4. sept. 1823 á Reykjum í Reykjahverfi, dóttir Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og Guðrúnar Finnbogadóttur, sem lengi bjuggu á Ingjaldsstöðum [ÆÞ. II, bls. 258 og 274275], sjá nánar um hana þar. Kristjana dó 15. des. 1860 í Hraukbæ.

Jens Kristján Buch Jónsson, sonur Jóns og Kristjönu hér næst á undan, f. 10. des. 1849 í Narfastaðaseli og með þeim þar á manntali 1850, sjá um hann í [ÆÞ. II, bls. 274]. Dó 31. maí 1906 í Botni í Þorgeirsfirði.

Dóróthea Jensdóttir kemur í Narfastaðasel 1850 „ , vinnust., (að Narfast.seli frá) Bárðardal.“ [Kb. Ein.]. Dóróthea er ekki á manntali í Seli 1. 10. 1850, og er þá líklega gengin úr vistinni, finn ég hana ekki á því manntali í SuðurÞingeyjarsýslu. Dóróthea var fædd 3. des. 1836 á Ingjaldsstöðum, dóttir Jens Kristjáns Nikulássonar Buch og k. h. Guðrúnar Finnbogadóttur [Kb. Ein.], alsystir Kristjönu hér ofar, sjá í [ÆÞ. II, bls. 258]. Hún giftist Sigurjóni Halldórsssyni frænda sínum á Kvíslarhóli.

Margrét Jóhannesdóttir er á manntali í Narfastaðaseli 1850 „ , 40, Ó, vinnukona,“ en ekki er vitað, hvenær hún kemur í Sel. Deyr í Narfastaðaseli 19. okt. 1852 „vinnukona frá Narfastaðaseli 42 ára“ [Kb. Ein.]. Margrét er á manntali með foreldrum sínum Jóhannesi Magnússyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur og fjórum systkinum í Glaumbæ 1816 „ , þeirra barn, 6,“ sögð fædd þar. Hún fer þaðan með foreldrum og fjórum systkinum 1821 að Grímshúsum „11, þeirra barn,“ [Kb. Ein.]. Hún er ógift vinnukona á manntali á Hálsi í Kinn 1835 og 1840. Kemur 1843 „ , 33, vkona, frá Fótaskinni að Daðstöðum“ [Kb. Ein.] og er á manntali á Daðastöðum 1845 „ , 36, Ó, vinnukona, “ hjá Bóthildi systur sinni.

Sigurður Erlendsson kemur 1853 „ , 23, vinnum, frá Höskuldsstöðum að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni, sjá hér næst á eftir. Líklegt er að þau séu ekki nema ár í Seli, því 1854 kemur Hjálmar þangað með fjölskyldu. Sigurðar er getið í [MaÞ.] í Narfastaðseli 1854, í skránni „Búlausir tíundandi“. Sigurður var fæddur 2. júní 1831, voru foreldrar hans Erlendur Eyjólfsson og Ragnhildur Jónsdóttir „ , hión búandi á Höskuldsst.“ [Kb. Helg.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Höskuldsstöðum 1845 „ , 15, Ó, þeirra barn,“. Sigurður kvæntist 17. okt. 1852 Guðrúnu Eiríksdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er 26 ára, og eru þau þá bæði vinnuhjú á Höskuldsstöðum [Kb. Helg.]. Sigurður og Guðrún eru á manntali á Laugarhóli 1855 og á Hallbjarnarstöðum 1860. Þau fóru til Vesturheims 1876 „ , frá Klömbr til Nýa Íslands“ ásamt fimm börnum, 19-2ja ára, [Kb. Grenj.], [Vfskrá]. Sjá einnig um Sigurð í [Væv. I, bls. 302], [Væv. II, bls. 275] og [Laxd. bls. 88].

Guðrún Eiríksdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum í Sel 1853 „ , 27, hans kona, “ . Guðrún var fædd 19. júní 1826, voru foreldrar hennar Eiríkur Halldórsson „bóndi á Þórust og vinnukona þar Guðrún Hallsd“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Móðir Guðrúnar giftist 8. apríl 1828 Jóhannesi Jónssyni, sem þá er „bóndans son á Fossseli“, er Guðrún Hallsdóttir þá „vinnukona á sama bæ“ [Kb. Helg.].Guðrún er með móður sinni og stjúpföður á manntali í Fossseli 1835 „ , 9, Ó, konunnar barn“, þar eru þau einnig 1840 en fara 1844 að Glaumbæ [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1845. Guðrún fer 1848 „ , 23, v.kona, frá Einarst: að Halldórsstöðum“ [Kb. Helg.]. Giftist Sigurði 17. okt. 1852, sjá hér næst á undan.

Sigríður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Guðrúnar hér næst á undan, fædd 12. febr. 1854, eru foreldrar hennar þá „hjón, vinnuhjú í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Sigríður er með foreldrum sínum á manntali á Laugarhóli 1855 og á Hallbjarnarstöðum 1860 „ , 7, Ó, dóttir þeirra,“. Sigríður giftist Albert Sigurbjarnarsyni frá Jarlstaðaseli og fór með honum til Vesturheims frá Varðgjá ytri 1882 [Kb. Kaup.]. Þeirra er getið í [Væv. I, bls. 162].

Dóróthea Jensdóttir og Sigurjón Halldórsson

Sigurður Erlendsson

Hjálmar Kristjánsson, bróðir Guðrúnar húsfreyju, kemur 1854 „ , 52, vinnum, komin frá Skriðulandi að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og þrem sonum, og eru þau á manntali þar 1. okt. 1855 og í sálnaregistri við lok ársins 1856, en ekki við lok ársins 1857. Hjálmars er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1855-1856, á skránni „Búlausir tíundandi“ og 1857 á skrá yfir búlausa.Hjálmar var fæddur 1802 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar og f. k. h. Elínar Þorkelsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 110-111]. Við manntalið 1801 búa foreldrar Hjálmars á Ærlæk í Öxarfirði. Hjálmar fer með föður sínum, systkinum og stjúpu 1823 frá Fljótsbakka að Ási í Kelduhverfi og kemur 1830 „ , 25, vinnumaður, frá Ási norðan að Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali á Draflastöðum 1835 „ , 33, Ó, vinnumaður“, þar er konuefni hans þá einnig. Þau koma bæði 1836 frá Krossdal að Brettingsstöðum [Kb. Grenj.] og voru þau gefin saman 22. júlí 1836 og er sagt um Sigurbjörgu „hiá stjúpa sínum og móðr á Brettingsstöðum í Þverársókn“ [Kb. Grenj.]. Hann er á manntali á Brettingsstöðum ásamt Sigurbjörgu við manntölin 1840, 1845 og 1850, og er tekið fram 1845 að hann búi á 1/3 jarðarinnar. Hjálmar andaðist á Hömrum 23. maí 1883, sjá [ÆÞ. IV, bls. 110] og [Laxd. bls. 90.].

Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, kona Hjálmars hér næst á undan, kemur með honum að Narfastaðaseli 1854 „ , 46, hans kona,“. Sigurbjörg var fædd 28. júní 1807 á Sveinsströnd, dóttir Þorgríms Jónssonar og Halldóru Guðmundsdóttur [ÆÞ. IV, bls. 110] og er með þeim á manntali á Brettingsstöðum 1816 „ , þeirra barn, 10,“. Hún er á manntali á Draflastöðum 1835 og kemur með Hjálmari aftur að Brettingsstöðum 1836, sjá hér næst á undan hjá honum. Sigurbjörg andaðist í Fagranesi 19. sept. 1888 „ , hreppsómagi frá Fagranesi, 81“ [Kb. Ein.], sjá einnig [ÆÞ. IV, bls. 110] og [Laxd. bls. 90.].

Jónatan Hjálmarsson, sonur Hjálmars og Sigurbjargar hér næst á undan, kemur með þeim frá Skriðulandi að Narfastaðaseli 1854 „ , 16, þeirra hjóna börn,“ og er með þeim á manntali þar 1855. Hann fer 1857 „ , 19, vinnum, “ að Kálfborgará [Kb. Ein.]. Jónatan var fæddur 26. ágúst 1838 á Brettingsstöðum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 129-130], sjá þar einnig um feril hans og afkomendur. Kvæntur Guðrúnu Jónatansdóttur frá Kvígindisdal. Dó 7. nóv. 1926 í Geitafelli, sjá [ÆÞ. IV, bls. 129].

Jón Hjálmarsson, sonur Hjálmars og Sigurbjargar hér ofar, kemur með þeim frá Skriðulandi að Narfastaðaseli 1854 og er með þeim á manntali þar 1855. Jón var fæddur 30. okt. 1845 á Brettingsstöðum, sjá [ÆÞ. IV, bls. 131]. Hann kvæntist Önnu Sigríði Kristjánsdóttur frændkonu sinni 11. okt. 1870, þá „yngismaður búandi í Hólum 25 ára gamall“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali í Sandvík 1880 ásamt foreldrum Önnu Sigríðar og flytja þaðan til Vesturheims 1883. Jón dó 19. okt. 1919 í Kandahar, Sask.

Kristján Hjálmarsson, sonur Hjálmars og Sigurbjargar hér ofar, kemur með þeim frá Skriðulandi að Narfastaðaseli 1854 og er með þeim á manntali þar 1855 og á Breiðumýri 1860. Kristján var fæddur 28. sept. 1851 í Skriðulandi, sjá [ÆÞ. IV, bls. 119], einnig bls. 119-128 í sömu bók um feril og afkomendur. Kristján kvæntist 29. júní 1876 Kristjönu Ólínu Guðmundsdóttur og fóru þau þá að búa á Hömrum, þar sem þau eru á manntali 1880 með þrem börnum og eru foreldrar hans þá þar einnig. Þau eru á manntali í Ystahvammi 1901 og á Húsabakka 1910. Kristján lést 6. mars 1922 á Húsabakka, sjá einnig [Laxd. bls. 90].

Árni Jónsson kemur 1855 „ , 34, vinnum,“ frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1. 10. s. á. En ekki er hann þar í

sálnaregistri við lok ársins 1856. Líkega sá sami Árni, sem kemur 1860 frá Narfastaðaseli að Brennási og er þar á manntali þ. á. „ , 41, Ó, vinnumaður,“. Líklega sá Árni Jónsson, sem var fæddur 24. (eða 27.) maí 1820, sonur Jón Jónssonar og Ingunnar Hallgrímsdóttur, þá „í húsmennsku á Glaumbæ“ [Kb. Ein.]. Sá Árni virðist ekki fylgja foreldrum sínum að Fossseli 1821, kemur þó þaðan 1823 „barn, frá Fossseli til Lásgerðis“ og er sagt í aths. „gefið með honum af föður hans.“ [Kb. Ein.]. Hann finnst ekki burtvikinn úr Einarsstaðasókn, en kemur 1825 „ , 6, úngbarn, úr Þingeyar Syslu norðan að Hofst.“ [Kb. Hofst.s.], en foreldrar hans komu inn í sóknina árið áður. Árni fer 1826 „ , 7, Ungbarn, frá Hofstöðum að Kieldulandi“ [Kb. Hofst.s.]. En 1827 er hann sagður fara með móður sinni „ , 7, hennar son,“ frá Hofstöðum að Hringveri [Kb. Rípurprk.]. Fer með henni þaðan að Grindum 1828, en þegar móðir hans fer austur í Þingeyjarsýslu 1829, fer Árni „ , 8, tökubarn, frá Grindm að Vaglagerð“ [Kb. Hofsprk.], er hans líka getið meðal innkominna í Miklabæjars. þ. á. Ekki finnst hann burtvikinn úr Miklabæjarsókn, en er á manntali á Veðramóti 1835 „ , 15, Ó, smalapiltur“. Hann kemur aftur 1837 „ , 17, vinnupiltur, frá Reikium að Úlfsstöðm“ [Kb. Mikl.]. Árni fer 1839 „ , 19, vinnumaður,“ frá Úlfsstöðum að Neðraási [Kb. Mikl.], [Kb. Hólas.] og er þar á manntali 1840 „ , 22, Ó, vinnumaður“. Fer 1841 frá Neðraási að Hraunum [Kb. Hólas.], [Kb. Barðsprk.] en kemur aftur þaðan að Neðarási 1842. Þaðan fer hann 1843 að Brúarlandi [Kb. Hólas.], en ekki finnst hann innkominn eða burtvikinn í Hofssókn um þær mundir. Árni kemur 1844 „ , 23. (eða 26.), vinnumaður, að Starrast frá Brúarlandi“ [Kb. Mælif. prk.]. Þar eignast hann dótturina Margréti, og er svo sagt um foreldra í [Kb. Mælif.prk.]: „Árni Jónsson ógyptr vinnumaður á Starrast Arnbjörg Guðmundsd ógypt vinnukona á Reykjum.“ Hann fer 1845 „ , 26. vinnum, frá Starrast (en nú óviβ)“ [Kb. Mælif.prk.], þ. e. prestur hefur ekki vitað hvert hann fór. Árni finnst ekki á manntali 1845, sá Árni Jónsson, sem er á manntali á Skeggstöðum í Bólstaðarhlíðarsókn „ , 24, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Reykjasókn, er ekki mjög líklegur, sá Árni er á manntali á Skeggjastöðum (svo!) 1840 „ , 19, Ó, smalapiltur“ og á Vatnsskarði 1850. Árni Jónsson kemur 1847 „ , 29, vmaðr., að vestan að Breiðumíri“, fer 1849 „ , 30, v.maðr, frá Hallbjarnarst: inní Eyjafjörð“ [Kb. Ein.], talinn næst á eftir Gunnari í Skógarseli og er á manntali á Hömrum í Eyjafirði 1850 hjá Gunnari og Signýju „ , 31, Ó, vinnumaður,“ sagður fæddur í Einarsstaðasókn. Kemur 1853 „ , 34, vinnumað, frá Yztafelli að Kasthvammi“ [Kb. Þver.]. Árni Jónsson kemur 1860 frá Narfastaðaseli að Brennási þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 41, Ó, vinnumaður“ sagður fæddur í Helgastaðasókn. Fer árið eftir „Frá Brenniási að Márskoti“ [Kb. Lund.] og 1862 „ , 41, vinnum, frá Márskoti að Rauðá“ [Kb. Ein.]. Burtviknir eru ekki skráðir í Þóroddsstaðarprestakalli fyrr en 1865, hverfur Árni þar með sjónum og ekki finn ég hann á manntali í SuðurÞingeyjars. 1880.

Sigurjón Jónsson er á manntali í Narfastaðaseli 1. 10. 1855 „ , 24, Ó, vinnumaður,“, sagður fæddur „hér í sókn“ [Kb. Ein.]. Hann er einnig í sálnaregistri í Seli við lok ársins 1856 og er þar færð athugasemdin „fór í vor að Álftagerði“ og er hann meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1857 „ , 26, vinnum,“ frá Narfastaðaseli að Álftagerði. Sigurjón var fæddur 18. ágúst 1831, sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Víðum“ [Kb.Ein.]. Hann er þar með þeim á manntali 1835, 1845 og 1850. Við manntalið 1860 er hann vinnumaður í Máskoti. Sigurjón fer 1870 frá Brettingsstöðum að Fagranesi [Kb. Grenj.]. Hann finnst þó ekki meðal innkominna í Múlasókn þ. á. né burtvikinna 1871. Líklega deyr Sigurjón í Grjótárgerði 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim.

Einar Jónsson er í sálnaregistri í Narfastaðaseli með Rannveigu konu sinni við lok ársins 1857 „26“, en ekki er hann þar 1859. Er líklegt að hann sé í Seli til 1859, þegar faðir hans og Sæmundur bróðir hans koma. Einars er getið í [MaÞ.] í Narfastaðaseli 1859 á skrá yfir búlausa; einnig Magnúsar Jónssonar, sjá hér nokkru neðar. Einar var fæddur í Miðhvammi 13. sept. 1832, sonur hjónanna Jóns Torfasonar og Guðrúnar (Pétursdóttur, ekkert föðurnafn bókað), sem þá eru þar „búandi hión“ [Kb. Grenj.]. Fer með foreldrum að Granastöðum 1833 [Kb. Þór.] og þaðan 1834 að Sandi, þar sem hann er með þeim á manntali 1835. Fer með þeim þaðan að Höskuldsstöðum þ. á. [Kb. Helg.], þar sem hann er með þeim á manntali 1845 „ , 14, Ó, þeirra barn, “. Líklega sá Einar sem er á manntali á Sveinsströnd 1850 „ , 18, Ó, léttapiltur,“. Kemur 1852 „vinnum, frá Litluströnd að Hjalla“ [Kb. Ein.] og er vinnumaður í Hólum í R. við manntalið 1855. Einar kvæntist Rannveigu Sigurðardóttur, sjá hér næst á eftir, 25. júní 1856, þá vinnumaður á Hjalla [Kb. Ein.]. Einar og Rannveig eru á manntali á Stórulaugum 1860 ásamt Guðrúnu dóttur sinni og Ingunni móður Rannveigar. Þau hjón eru meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1864 ásamt tveim börnum „ , frá Önd. að Presthv.“ [Kb. Ein.]. Flytja 1879 ásamt tveim börnum frá „Brekknakoti til Nýa Íslands“ [Kb. Grenj.], [Vfskrá], þar sem Einar er sagður vinnumaður.

Rannveig Sigurðardóttir, kona Einars hér næst á undan, er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1857 „28“, (ekki 1859) [Sál. Helg.]. Rannveig var fædd 9. sept. 1829 „sögð Sigurðardóttir“ og er ekki feðruð frekar, en móðir hennar „Ingunn Hallgrímsd. húskona á Mílast.“ [Kb. Múl.]. Rannveig fylgir móður sinni, sjá hér neðar hjá henni, er á manntali í Tungugerði 1835 og 1840 á Húsavík, prestssetri. Er á manntali í Þórunnarseli 1845 „ , 17, Ó, vinnukona,“ og kemur 1855 frá Þverá (í Laxárdal?) að Litlulaugum [Kb. Ein.], þar sem hún er ásamt móður sinni á manntali þ. á. „ , 26, Ó, vinnukona,“. Sjá um giftingu og seinni feril hjá Einari. Við flutning til Vesturheims 1879 er hún sögð Bjarnadóttir [Kb. Grenj.], [Vfskrá]; hef ég ekki fundið skýringu á því.

Guðrún Einarsdóttir, dóttir Einars og Rannveigar hér næst á undan, er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1857 „2“, sjá þar. Guðrún var fædd 13. ágúst 1856, voru foreldrar hennar þá „hjón í vinnum. á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Stórulaugum 1860 og fer með þeim til Vesturheims frá Brekknakoti 1879 „ , 21, börn þra“ [Kb. Grenj.], [Vfskrá].

Ingunn Hallgrímsdóttir er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1857 „67“, en ekki 1859 [Sál. Helg.], móðir Rannveigar hér rétt ofar. Ingunn var fædd 27. maí 1790, voru foreldrar hennar Hallgrímur Árnason og „Ragnhild. J.d., Rauðaskriðu“ [Kb. Múl.]. Hún er á manntali í Björk í Munkaþverárklaustursókn 1801 „ , deres fosterdatter, 11, ugivt,“ þar er þá einnig faðir hennar meðal vinnumanna „ 49, enkem. 1.“, og á manntali í Presthvammi 1816 með Jóni Jónssyni manni sínum, sem þar er 26 ára vinnumaður, þar sögð „ , hans kona, vinnukona, 25,“. Ingunn fer 1817 ásamt Jóni manni sínum „ , Frá Presthvammi að SiðraFjalli í AðalReikiadal [ . . ]“ [Kb. Grenj.]; í Kb. Múl. er þá einnig getið um „Baldvin Jónsson, á 1aári, þeirra sonur,“. Þau eru öll þrjú burtvikin 1819 úr Múlaprk. „ , bóndi frá Grímshúsm að Glaumbæ.“ [Kb. Múl.], en [Kb. Ein.] segir 1820 „ , frá Grímshúsum til Glaumbæjar“. Þar eignast þau soninn Árna, sjá hjá honum. Þau fara þaðan 1821 að Fossseli ásamt Baldvin syni sínum, en Árna er þá ekki getið [Kb. Helg.]. Þar deyr Baldvin 16. ágúst 1821 „ , Barn frá Fossseli, 4, af Taki og Briostveiki.“ og þar fæðist þeim dóttirin Málfríður 6. nóv. 1821 [Kb. Helg.]. Ingunn kemur 1823 „ , vinnukona, frá Fossseli í Daðstaði“ og fer 1824 „ , kona, frá Daðastöðum til Ytribrekkna í Skagafirði“ [Kb. Ein.]. Með henni fer Jón

maður hennar „ , 33, búandi sniðkari,“ og tvær dætur þeirra hjóna, 6 og 3ja ára, „öll þeβi frá Foss Seli í Reikiadal að Ytrebrekkum“ [Kb. Hofst.s.]. Þeim fæðist sonurinn Baldvin 15. ágúst 1826 á Hofstöðum [Kb. Hofst.s.]. Þau hjónin fara þaðan 1827, Jón „ , 33, búandi, frá Hofstöðum að Miklabæ“ en Ingunn „ , 37, hans kona, frá ditto að Hringvere“ [Kb. Hofst.s.] og er Ingunn innkomin í Rípurprk. 1827 „ , 34, frá Hofst. að Hringveri.“ og er sagt í aths.: „skilin að borði og sæng við mann sinn“. Er Árni sonur hennar þá með henni. Þau Árni fara 1828 „ , frá Hringv. að Grindum“ (Ingunn „ , 35, húskona“) [Kb. Rípurprk.]; eru þau mæðginin einnig bókuð inn í Hofssókn s. á. Árið 1829 fer Ingunn „ , 35, lausa(?)kona, frá Grindm í Þingeiar S“ [Kb. Hofss.], en Árni fer að Vaglagerði. Ingunn kemur 1829 „ , gift húβkona, að Mílast. vestan úr Skagafj.“ (á öðrum stað „frá Grindum í Skagafj.“) [Kb. Múl.] og eignast þar dótturina Rannveigu 9. sept. þ. á., sjá hjá henni. Ingunn kemur 1830 „ , 41, húskona, frá Mýlaugst að Nesi“ ásamt Rannveigu [Kb. Ness.]. Þær eru báðar á manntali í Tungugerði á Tjörnesi 1835 og er sagt um Ingunni „ , 43, Ó, vinnur fyrir barni sínu, lifir af sínu“. 1840 eru þær á manntali á Húsavík, prestssetri, þar er Ingunn sögð „ , 49, E, húskona, í brauði hjónanna, þeim skyld“. Árið 1845 er Ingunn á manntali í Illugabæ, tómthús „ , 53, E, húskona, lifir af handarvikum sínum,“ en þá er Rannveig í Þórunnarseli. Ingunn kemur 1855 ásamt Rannveigu frá Þverá að Litlulaugum og er þar á manntali þ. á. „ , 65, Sk, lifir af saumavinnu,“ en á manntali á Stórulaugum 1860 „ , 72, E, lifir á saumavinnu,“.Ingunn andaðist 22. jan. 1864 „ , ekkja á Öndólfsstöðum, 75 ára, brjóstkrabbamein“ [Kb. Ein.].

Magnús Jónsson kemur 1858 „ , 48, giptur, frá Kraunast. að Narfastaðaseli“ og fer 1859 „ , 48, giptur, “ frá Narfastaðaseli að Kálfborgará [Kb. Ein.]. Í [Kb. Lund.] er hann sagður koma 1859 „ , vinnumaðr, Kraunastöðm Kálfb:á“. Hans er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1859, á skrá yfir búlausa; einnig Einars, sjá hér nokkru ofar. Magnús er á manntali í Klömbur 1816 með foreldrum sínum, Jóni Magnússyni og Þorbjörgu Þorláksdóttur „ , þeirra barn, 5,“ sagður fæddur á Einarsstöðum í Reykjadal, en frá þeim tíma eru þar ekki til fæðingarskýrslur. Líklega er þetta sá Magnús, sem er á manntali í Hjalthúsum 1835 hjá móður sinni og stjúpa „ , 24, Ó, hennar son“, kvænist 30. sept. 1836, þá „25 ára gamall hjá stjúpföður sínum og móður í Hjalthúsum“ Guðrúnu Jónsdóttur, sem þá er „33ia ára, vinnustúlka í Hjalthúsum.“ og fara 1840 frá Hjalthúsum að Bergstöðum [Kb. Grenj.] og eru þar á manntali þ. á. með Guðrúnu og dóttur þeirra og kemur 1841 „ , 32, bóndi,“ frá Bergstöðum að Hjalla ásamt Guðrúnu og dóttur þeirra og er þar á manntali 1845, en fer 1848 með fjölskyldu „ , frá Hjalla að S.fjalli“ [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali á Syðrafjalli 1850, þar sem Magnús er bóndi á 1. býli, og 1855 á Kraunastöðum. Magnús fer 1860 „ , vinnumaðr, Frá Kálfborgará að Kraunastöðum“ [Kb. Lund.] en fer í reynd að Fossseli [Kb. Helg.] og er þar á manntali þ. á. ásamt Björgu dóttur sinni, sem kemur frá Stafnsholti. Við fermingu hennar frá Ytrafjalli árið eftir er Magnús sagður á Hólkoti en Guðrún kona hans á Kraunastöðum [Kb. Múl.], þar sem hún var á manntali 1860 ásamt Margréti dóttur þeirra, sem þar er þá húsfreyja.

Dagbjört Magnúsdóttir er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1859, sögð „69, á hrepp“. Hún er á manntali á Litlulaugum 1. 10. 1860 „ , 72, Ó, niðursetningur, “ . Dagbjört var fædd á Ljósavatni 7. okt. 1790, dóttir Magnúsar Magnússonar og Solveigar Halldórsdóttur „óegta“ [Kb. Þór.]. Hún er á manntali hjá föður sínum og stjúpmóður á Jódísarstöðum 1801 „ , bondens datter, 10,“ og er sérstaklega bókað um þau „fattig familie“. Hún er enn með þeim þar á manntali 1816. Dagbjört er víða, kemur 1823 „ , 30, vinnukind, af húβgangr að Ófeigsstaud“ [Kb. Þór.]; fer 1832 frá Skriðu að Vöglum og 1834 frá Grímshúsum að Máskoti [Kb. Múl.], og 1840 „ , frá Tjörn að Stórul“ [Kb.

Ein.] þar sem hún er á manntali þ. á. Kemur frá Hamri að Parti 1844 [Kb. Helg.] og er á manntali í Rauðuskriðu 1845 „ , 49, Ó, vinnukona,“. Er burtvikin úr Þverársókn 1851 „ , 62, vinnukona, Halldórsstöðum að Daðstöðum“. Er þó fjarri því allt talið. Dagbjört andaðist 5. ágúst 1864 „Hreppsómagi deyði á Öndólfsst, 72 ára, Landfarsótt. Jarðsungin af Sra Magnúsi á Grenjaðarst.“ [Kb. Ein.].

Helga Jósafatsdóttir er í sálnaregistri í Narfastaðaseli við lok ársins 1859 „ , 53, vinnukona“. Hún er þar á manntali 1860. Flytur 1863, „ , 56, vinnuk.,“ frá Narfastaðaseli að Arndísarstöðum [Kb. Ein.]. Helga var fædd á Hömrum, skírð 4. nóv. 1807 [Kb. Helgastaðaprk.], dóttir Jósafats Pálssonar og s. k. h. Guðrúnar Bjarnadóttur. Hún er á manntali á Hjalla 1816 „ , tökubarn, 9,“. Hún virðist vera í vinnumennsku alla ævi, ógift. Hún er á manntali Gautlöndum 1840, í Máskoti 1845, á Sigurðarstöðum 1850 og 1860 í Narfastaðaseli. Helga kemur með Jóni bróður sínum „ , 56, systir bónda“ frá Arndísarstöðum að Brennási 1864. Hún átti heima í Brennási hjá honum og börnum hans þar til hún andaðist þar 2. jan. 1871 „ , Gamalmenni Brenniási, 63“ [Kb. Lund.].

Sæmundur Jónssonkemur 1859 „ , 25, vinnum,“ ásamt konuefni sínu og föður sínum „Öll frá Skógum í Axarfirði að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Hann kvænist 17. okt. þ. á. Þórnýju Jónsdóttur hér næst á eftir [Kb. Ein.]. Hann flytur í Skógarsel 1860, en býr í Narfastaðaseli 1874-1890. Sjá um hann síðar og í kaflanum um Skógarsel og í [ÆÞ. I, bls. 415].

Þórný Jónsdóttir kemur í Narfastaðasel 1859 „ , 25, vinnuk,“ frá Skógum í Öxarfirði. Giftist 17. okt. 1859 Sæmundi Jónssyni, sjá hér næst á undan, og flytur með honum að Skógarseli árið eftir. Hún kemur aftur í Narfastaðasel 1874, þegar þau fara að búa þar, sjá hér nokkru neðar.

Jón Torfason, faðir Sæmundar hér rétt ofar, kemur með honum í Narfastaðasel 1859 frá Skógum í Öxarfirði og flytur með honum í Skógarsel 1860, þar sem hann er á manntali þ. á. Jóns er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1860, á skrá yfir búlausa. Jón var fæddur 13. okt. 1804 á Landamóti, er ferill hans rakinn nokkuð í kaflanum um Skógarsel, sjá þar og í [ÆÞ. I, bls. 415-416]. Dó á Stórulaugum 6. febr. 1865 úr holdsveiki.

Jóhann Vilhelm Einarsson kemur 1860 „ , 19, vinnum, frá Fjósak. í Eÿaf Narfast:seli“ (e. t. v. „Eijaf“) [Kb. Ein.], er sagður fara „ , 17, Vinnudrengr, frá Fjósak. að Narfastaðaseli“ [Kb. Möðruv.] (einnig sagður fara 1860 „ , 17, vinnudrengr, frá Fjósakoti norður“ [Kb. Munk.]). Hann er þar á manntali 1. 10. þ. á. Flytur 1864 „ , 22, vinnum“ frá Narfastaðaseli að Illugastöðum [Kb. Ein.]; [Kb. Hálsþ.] segir hann koma „ , að Illugastöðum að norðan“. Jóhann Vilhelm var fæddur 1. júlí 1842, líklega í Hleiðargarði, þangað kemur móðir hans þ. á. frá Þverá í Öxnadal [Kb. Saurb.], voru foreldrar hans Einar Jóhannesson og Vilhelmína Helga Jónsdóttir, sem þá voru „ógipt vinnuhjú.“ [Kb. Saurb.]. Hann er með móður sinni á manntali í Hleiðargarði 1845 og fer með henni 1846 þaðanað Illugastöðum [Kb. Hálsþ.] og er með henni á manntali í Grímsgerði 1850 „ , 7, Ó, hennar sonur,“. Móðir hans giftist Kristjáni Magnússyni 9. maí 1851 og fer Jóhann Vilhelm með móður sinni þ. á. „ , frá Grímsgerði norður í Hvamma“ [Kb. Hálsþ.], [Kb. Grenj.]. Þegar móðir Jóhanns Vilhelms fer með manni sínum í Skógarsel 1855, fer hann „ , 14, Ljettadr“ að Breiðumýri [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. Hann kemur þó með þeim hjónum að Fjósakoti 1856 [Kb. Möðruv.s.]. Jóhann Vilhelm fer 1867 „ , 25, vm, frá Illugast: að Aungulstöðum“ [Kb. Hálsþ.]. Hann er á manntali á Kambi í Munkaþverárklaustursókn 1880 „ , 38, G, húsmaður,“ ásamt konu sinni

Sigríði Margréti Jónsdóttur og tveim börnum þeirra hjóna. Deyr 5. júní 1887 frá „Borgarhóli, 45, vinnumaður“ [Kb. Grundars.].

Þórey Jónsdóttir kemur 1862 „ , 51, vinnu,“ frá Ytrafjalli að Narfastaðaseli. Hún fer þaðan 1864 að Hvammi í Höfðahverfi [Kb. Ein.], [Kb. Höfðaprk.]. Þórey var fædd 25. jan. 1808 í Garði í Fnjóskadal, voru foreldrar hennar Jón Helgason og Margrét Helgadóttir [Kb. Hálsþ.]. Við manntalið 1816 er Þórey „ , niðursetningur, 7,“ í Heiðarhúsum í Laufássókn, en foreldrar hennar búa þá í Garði með fimm börnum 1-16 ára. Þórey er víða í sínu vinnukonustandi; fer 1831 frá Heiðarhúsum að Sigríðarstöðum [Kb. Lauf.], 1834 þaðan að Garðshorni [Kb. Þór.], er 1835 á manntali á Ófeigsstöðum, fer 1837 frá Hálsi að Syðrafjalli og þaðan 1838 að Reykjahlíð [Kb. Múl.], þar sem hún er á manntali 1840. Fer þaðan 1843 að Möðrudal, þar sem hún er á manntali 1845 „ , 35, G, vinnukona,“ og á Eiríksstöðum 1850 „ , 36, Ó, vinnukona,“ reyndar þar sögð fædd í Hálssókn. Kemur 1854 „ , vinnukona, frá Möðrudal að Kraunast.“ [Kb. Múl.] og þaðan 1855 „ , 44, vinnuk, Kraunastöðum að Narfastöðum“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. Hún kemur 1858 „ , vinnukona, Hallb.stöðum að Grstað“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1860 „ , 49, Ó, vinnukona,“. Kemur 1861 „ , 55, vkona, frá Grenjaðarstað að Ytrafjalli“ og fer þaðan að Narfastaðaseli 1862 „ , 56, vikona“ [Kb. Ness.], virðist aldur hennar ekki mjög nákvæmur. Þórey fer 1866 frá Hvammi að Skarði og þaðan árið eftir að Garði [Kb. Lauf.]. Þaðan 1869 að Ytrafjalli [Kb. Hálsþ.], þaðan sem hún fer 1870 að Reykjahlíð [Kb. Ness.]. Þar er hún á manntali 1880 „ , 71, Ó, lifir á eignum sínum,“ og 1890 „ , 81, Ó, á sveit,“ og deyr þar 17. júní 1894 „ , Ógipt í Reykjahlíð á sveit, 85, Influenza, er gengur um allt land“ [Kb. Mýv.].

Guðný Kristjánsdóttir kemur 1864 frá Grenjaðarstöðum að Narfastaðaseli, „43, “ móðir Björns hér næst á eftir. Hún fer 1865 „ , 43, gipt“, frá Narfastaðaseli að Víkingavatni [Kb. Ein.], [Kb. Garðss.]. Guðný var að líkindum fædd á Fljótsbakka um 1821, dóttir hjónannna Kristjáns Jónssonar (frá Mýri) og s. k. h. Guðrúnar Oddadóttur, hún var því hálfsystir Guðrúnar húsfreyju í Narfastaðaseli. En eins og víða er getið, eru vanhöld á skráningu fæðinga í Einarsstaðasókn vestan heiðar um þetta leyti. Guðný fer 1823 með foreldrum sínum og hálfsystkinum frá Fljótsbakka að Ási „ , 2, þeirra barn“ og er með þeim á manntali í Krossdal 1835 „ , 14, Ó, þeirra barn“, þar er hún einnig við manntalið 1840. Hún giftist 10. júní 1844 Benedikt Bjarnarsyni, sem þá er „frumbýlingur á Byrgi 27 ára gamall“, sjálf er hún sögð „23 ára gömul bústýra hans“ [Kb. Garðss.] og eru þau á manntali í Byrgi 1845 og 1850, þar sem Benedikt er bóndi. Við manntalið 1855 er Guðný í Sultum „ , 35, Sk, vinnukona,“ ásamt Birni syni sínum, og 1860 á Hóli „ , 39, Sk, hjá sjálfri sér,“ er Björn þá einnig þar hjá henni. Guðný kemur 1862 „ , 41, vkona, frá Garði í Garðsk. að Mýlaugsstöðum“ ásamt Birni syni sínum [Kb. Múl.]. Við manntalið 1880 er Guðný á manntali á Grásíðu hjá Benedikt manni sínum, sem þar er húsmaður, en Guðný „ , 59, G, kona hans,“. Þau fara til Vesturheims frá Víkingavatni 1883 („65, húsmaðr“, „62, kona hans“) [Kb. Garðss.], [Vfskrá].

Björn Benediktsson kemur 1864 „ , 20, vinnum“ í Narfastaðasel frá Grenjaðarstöðum ásamt Guðnýju móður sinni hér næst á undan. Árið 1865 flytur hann þaðan „ , 20, sonur h.“ að Mýlaugsstöðum [Kb. Ein.]. Björn var fæddur 22. sept. 1844, sonur hjónanna Benedikts Bjarnarsonar og Guðnýjar hér næst á undan, sem þá voru „búandi egtahjón á Byrgi“ [Kb. Garðss.]. Hann er með foreldrum á manntali í Byrgi 1845 og 1850 og í Sultum með móður sinni 1855 og 1860 á Hóli „ , 17, Ó, sonur hennar,“. Kemur ásamt móður sinni 1862 „ , 18, son hennar, frá Garði í Garðsk. að Mýlaugsstöðum“ [Kb. Múl.]. Ekki

finn ég Björn burtvikinn úr Múlasókn, né á manntalinu 1880. Þó hygg ég hann sé sá sami Björn, sem kemur 1882 „ , 37, húsmaður,“ ásamt ungri konu og syni á 1. ári, frá Kirkjubæjarsókn í N. - Múl. að Kelduneskoti og fer þaðan með þau til Vesturheims 1883 [Kb. Garðss.], [Vfskrá], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim. Hann er þó sagður 37 ára við fæðingu Benedikts sonar síns í Heiðarseli 22. júlí 1881 [Kb. Kirkjub.]; er það eini vitnisburðurinn í þeirri bók um veru hans þar, skrá yfir innkomna og burtvikna byrjar þar ekki fyrr en 1889.

Guðríður Einarsdóttir fer 1865 „ , 21,“ vinnukona, með húsbændum frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Guðríður var fædd 7. júní 1844, voru foreldrar hennar Einar Jónsson og Sigríður Jónsdóttir „búlaus hjón í Glaumb.s:“ [Kb. Ein.]. Er á manntali hjá foreldrum í Glaumbæjarseli 1860 „ , 17, Ó, þeirra barn,“. Guðríður fer 1870 „ , 26, vkona,“ frá Rauðuskriðu að Glaumbæjarseli [Kb. Múl.]. Guðríður giftist Lofti Jónassyni, sjá [ÆÞ. IV, bls. 188]. Hún var systir Sigvalda á Fljótsbakka.

Sigríður Jónsdóttir fer 1865 „ , 17,“ vinnukona, með húsbændum frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 1. febr. 1848, dóttir Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur, sem þá voru „hjón, vinnuhjú á Hallbjarnarst.“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 ogí Lásgerði 1860 „ , 13, Ó, þeirra barn“ . Sigríður fer 1866 „ , 17, vkona, frá Rauðuskriðu að Kasthvammi“ [Kb. Múl.]. Hún fer 1868 „ , 21, vinnukona, frá Darstöðum (?) að Svartárkoti“ [Kb. Lund.] og giftist þar Jóhanni Kristjánssyni, þá „vinnumaður á Svartárkoti 25 ára gamall“ 26. okt. þ. á., en hann kom þangað frá Kasthvammi 1867 [Kb. Lund.]. Þau fara 1870 „vinnuhjón, frá Svartárkoti að Geitafelli“ [Kb. Lund.] og þaðan að Fljótsbakka 1873 ásamt syni sínum [Kb. Grenj.]. Sigríður og Jóhann búa á Ísólfsstöðum og eru þar á manntali 1880 ásamt fjórum börnum sínum, en 1890 er Sigríður „ , 43, E, húsmóðir,“ hjá Jóhannesi Kristjánssyni, sem er ógiftur sjómaður í Helgugerði á Húsavík. Við manntalið 1901 er Sigríður „ , húsmóðir, 52,“ í Brautarholti á Húsavík; hjá henni býr þá sonur hennnar Hallgrímur Ágúst „ , fyrirvinna móður sinnar, 27,“.

Sigurður Jónsson fer 1865 „ , 10, á hrepp, “ með húsbændum sínum frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu. Líklega bróðir Sigríðar hér næst á undan, fæddur 16. nóv. 1855, eru foreldrar hans þá „hjón búandi á Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali með foreldrum í Lásgerði 1860 „ , 5, Ó, þeirra barn,“. Fer 1880 frá Glaumbæ að Fagranesi [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. „ , 24, Ó, vinnumaður,“. Sigurður er bóndi í Sýrnesi við manntalið 1890, þá kvæntur Jakobínu Jóhönnu Jóhannesdóttur; eru þau þar einnig við manntalið 1901, ásamt syni sínum Jóhannesi. Þau flytja öll þrjú 1910 „ , Frá Múla að Syðri Tungu Tjörnesi“ [Kb. Grenj.].

1865 - 1870: Páll Pálsson og Elísabet Friðrika Jónsdóttir

Páll og Elísabet eru meðal innkominna í Einarsstaðasókn 1865 ásamt tveim börnum. „Öll vikin búferlum frá Hólsseli á Fjöllum austur að Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Þau flytja 1870 frá Narfastaðaseli að Helgárseli í Munkaþverársókn, ásamt fjórum börnum [Kb. Ein.]. Páll er gjaldandi í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1866-1870.

Sigríður Jónsdóttir

Páll var fæddur 30. júní 1833, voru foreldrar hans Páll Pálsson og Helga Ásgrímsdóttir, sem þá eru „hión, vinnuhíú í Litlaskógi“ [Kb. St.Ársk.s.]. Hann er með foreldrum sínum og bróður á manntali í Litla-Árskógi 1835, en á Brattavöllum 1840, 1845 og 1850.

Páll kemur 1855 „ , 24, vinnumaður,“ að Sandhaugum [Kb. Eyjadalsárprk.], en ógreinilegt er hvaðan. Hann er á manntali á Sandhaugum 1855 og fer þaðan 1856 að Hóli á Fjöllum [Kb. Eyjadalsárprk.], [Kb. Skinn.].

Elísabet Friðrika var fædd 6. apríl 1833, dóttir Jóns Gottskálkssonar og f. k. h. Guðrúnar Hallgrímsdóttur, þá „búandi hjón á Helgárseli. “ [Kb. Munk.]. Hún er á manntali á Öngulstöðum 1835 hjáföðursystur sinni og manni hennar, einnig 1840 og 1845, jafnan „tökubarn“ en 1850 „ , 17, Ó, vinnustúlka,“.

Elísabet Friðrika fer 1853 „ , 20, vinnukona, frá Aungulstöðum að Fossvöllm á Jökuldal“ [Kb. Munk.], en er komin aftur 1855, þá er hún á manntali í Björk í Munkaþverárklaustursókn. Kemur 1856 „ , 24, v.kona, að norðan að Arnórst.“ [Kb. Hoft.prk.] og kemur 1859 „ , 27, vinnuk, frá Arnþórsst. á Jökuld að Hólsseli“ [Kb. Skinn.].

Páll og Elísabet eru bæði ógift vinnuhjú í Hólsseli á manntali 1860. Þau eru gefin saman 9. júní 1861, hann „húβmaður á Hóli - 27 ára gl“, hún „hans bústýra 29 ára gl“ [Kb. Skinn.].

Fjölskylda Páls og Elísabetar sýnist tvístrast er þau flytja 1871 frá Helgárseli að Garðsá (Páll og Friðrik) og Þröm (Elísabet, Sig. Júlíus og Jónína Guðný) [Kb. Munk.]. En á manntali 1880 er Páll bóndi í Brekku í Kaupangssókn ásamt fjölskyldu sinni, og er svo einnig við manntalið 1890.

Elísabet deyr 2. ágúst 1899 „ , gift kona á Brekku, 66“ [Kb. Grund.], en um afdrif Páls er mér ókunnugt. Friðrik sonur hans býr í Brekku við manntalið 1901 ásamt fjölskyldu.

Við fæðingu Jónínu Guðnýjar í Narfastaðaseli 1870 er Páll titlaður „forsöngvari“ í kirkjubók.

Börn Páls og Elísabetar í Narfastaðaseli 1865-1870:

Halldór Friðrik Pálsson, kemur með foreldrum sínum að Narfastaðaseli 1865 (sem Friðrik Halldór) „ , 4, þeirra börn,“ og fer með þeim að Helgárseli 1870 „ , 8, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Halldór Friðrik var fæddur 23. júní 1862, voru foreldrar hans þá „Eiginhjón í húβminsku á Fagradal“ [Kb. Skinn.]. Fer með föður sínum 1871 að Garðsá [Kb. Munk.], en er á viðaukaskrá B við manntalið 1880, þá vinnumaður til heimilis í Kaupangi „ , við sjó á Látrum“. Kvæntist 6. nóv. 1885, þá í Brekku, Ólöfu Sigríði Árnadóttur, sem þá er „vkona í Brekku,“ [Kb. Kaupangss.] og eru þau á manntali hjá foreldrum Friðriks í Brekku 1890; þar er Friðrik bóndi við manntalið 1901 ásamt konu sinni og fjórum börnum þeirra hjóna.

Pálína Bergvina Pálsdóttir, kemur með foreldrum sínum að Narfastaðaseli 1865 „ , 1, þeirra börn,“ og fer með þeim að Helgárseli 1870 „ , 6, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Pálína Bergvina var fædd 11. mars 1865, voru foreldrar

hennar þá „Eginhjón búandi á Hólsseli“ [Kb. Skinn.]. Hún deyr í Helgárseli 19. júní 1870 [Kb. Munk.].

Sigurður Júlíus Pálsson, f. 14. júlí 1867 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] (aðeins til í frumriti). (Við fermingu hans á 1. hvítasunnudag 1882 í Kaupangssókn er fæðingardagur hans sagður 16. júlí 1867). Sigurður Júlíus fer með foreldrum sínum að Helgárseli 1870 „ , 3, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.] og með móður sinni að Þröm 1871 [Kb. Munk.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali í Brekku 1880. Dó 12. des. 1883 „bóndason í Brekku, 16, ára“ [Kb. Kaupangss.].

Jónína Guðný Pálsdóttir, f. 3. apríl 1870 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum sínum að Helgárseli 1870 „ , 1, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.] og með móður sinni að Þröm 1871 [Kb. Munk.]. Er með foreldrum á manntali í Brekku 1880 og 1890.

Skyldmenni Páls og Elísabetar í Narfastaðaseli 1865-1870:

Sigurlaug Jónsdóttir, hálfsystir Elísabetar Friðriku húsfreyju, kemur 1867 „ , 22, vinnukona,“ frá Helgárseli að Narfastaðaseli [Kb. Munk.] og fer þaðan árið eftir að Helgárseli „ , 23, vinnukona, “ [Kb. Ein.], [Kb. Munk.]. Sigurlaug var fædd 5. okt. 1845, dóttir Jóns Gottskálkssonar og s. k. h. Nýbjargar Jónsdóttur, sem þá voru „búandi hjón á Helgárseli“ [Kb. Munk.]. Sigurlaug er á manntali hjá foreldrum í Helgárseli 1850, 1855 og 1860. Þegar foreldrar Sigurlaugar flytja að Hallanda 1871, fer Sigurlaug til Akureyrar [Kb. Munk.], en kemur 1874 með foreldrum sínum „29, dætur þra, af Svalbarðsströnd að Stafnsh.“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali í Stafnsholti 1880 „ , 36, Ó, dóttir þeirra,“. Þegar foreldrar Sigurlaugar fara frá Stafnsholti að Vatnsenda 1885, fer hún frá Stafnsholti „ , 40, vinnukona“ að Þóroddsstað til Nýbjargar systur sinnar, með henni fer Ásgeir Þorláksson „ , 3, barn,“ sonur Nýbjargar [Kb. Ein.]. Hún fer 1886 „ , vinnukonur, 41, frá Þóroddsstað að Saltvík“ [Kb. Hús.] og er á manntali hjá systur sinni og mági á Ísólfsstöðum 1890 „ , 45, Ó, vinnukona,“. Sjá einnig um hana í kafla um Stafnsholt. (Dó 14. maí 1911, BJ. 13. 1. 2006)

Þorgerður Pálsdóttir, systir Páls bónda, kemur 1868 „ , 22, vinnukona,“ frá Kálfsskinni að Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Hún flytur þaðan að Blómsturvöllum 1870 „ , 23, vinnukona,“ [Kb. Ein.] þegar húsbændur hennar fara í Helgársel. Þorgerður var fædd á Brattavöllum 22. febr. 1847, dóttir Páls Pálssonar og Helgu Ásgrímsdóttur, sem þá bjuggu þar [Kb. St.Ársk.s.]. Hún er með foreldrum á manntali á Brattavöllum 1850 og 1855, en 1860 á Selárbakka „ , 14, Ó, þeirra dóttir,“. Hún fer þaðan 1861 „ , 14, vinnukona,“ að Hringsdal á Látraströnd [Kb. St.Ársk.s.]. Þorgerður er í [Kb. Glæs.] sögð koma 1870 „Úr Höfðahverfi að Blómsturvöllum“ (með fleira fólki) en fer þaðan 1872 til Akureyrar og þaðan 1874 „ , 27, vinnukona, frá Hvammi að Sigluvík“ [Kb. Ak.]. Í [Kb. Glæs. (Svalb.)] finnst hún hvorki innkomin eða burtvikin, né á manntali 1880. Þorgerður kemur 1889 „ , vkona, 37,“ frá Akureyri að Þóroddsstað [Kb. Þór.], fer þaðan 1890 að Laxamýri [Kb. Hús.], [Kb. Þór.] þar sem hún er á manntali 1890 „ , 38, Ó, vinnukona,“. Fer 1891 þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Hús.] og er á manntali á Ytra-Fjalli 1901 „ , hjú, 47,“ og fer þaðan 1902 „til Ljósavatnshr.“ [Kb. Grenj.], í [Kb. Þór.] er þá sagt „hjú, 50, ( .. ) að Finnsstöðum“, en ekki fann ég í þeirri kirkjubók neitt um hana eftir það (til ca. 1910).

Þorgerður Pálsdóttir

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð

Páls og Elísabetar 1865-1870:

Guðbjörg Guðmundsdóttir fer 1865 „ , 19, vinnukona, frá Grænavatni að Narfastaðaseli“ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1866 frá Narfastaðaseli að Fossseli [Kb. Helg.]. Guðbjörg var fædd á Árbakka 26. júní 1846, dóttir Guðmundar Jónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem þá voru „hjón á Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún er á manntali í Vallakoti með foreldrum og systkinum 1860 „ , 15, Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1862 „ , 16, léttastúlka,“ frá Geirastöðum að Víðirkeri [Kb. Skút.], [Kb. Lund.] og kemur 1864 „ , 18, vinnukona,“ frá Stórutungu að Grænavatni [Kb. Mýv.]. Guðbjörg giftist 3. okt. 1866 Árna Kristjánssyni, sem þá er „ungur maður áður ókvæntur í Fosseli 31 ára gamall vinnumaður“ [Kb. Helg.]. Þau eru víða í Reykjadal í hús- eða vinnumennsku, en flytja frá Litlulaugum að Miðhvammi 1879 [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1880. Árni dó á Hólkoti 24. júlí 1890, en Guðbjörg fór til Vesturheims frá Efrihólum 1903 ásamt þrem börnum [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 30. ágúst 1916 [ÆÞ. V, bls. 218].

Kristján Jóhannes Kristjánsson fer 1868 frá Narfastaðaseli að Rauðuskriðu, þá sagður „ , 16, vinnupiltur,“ [Kb. Ein.]. Kristján Jóhannes var fæddur 25. júní 1852, voru foreldrar hans Kristján Stefánsson og Jóhanna Jónsdóttir „hjón á Grímshúsum“ [Kb. Múl.] og er hann með foreldrum sínum þar á manntali 1855 ásamt fjórum systkinum. Hann fer 1859 „ , 7, á hrepp,“ frá Sýrnesi að Narfastöðum [Kb. Ein.] en er á Hallbjarnarstöðum við manntalið 1860, „ , 8, Ó, niðursetningur,“. Kristján fer 1869 „ , 17, vmðr, frá Rskriðu að Hamri“ [Kb. Múl.], þaðan fer hann 1872 að Kálfaströnd [Kb. Grenj.], [Kb. Mýv.]. Við manntalið 1880 er hann „ , 28, G, húsbóndi, bóndi,“ á Ingveldarstöðum ásamt konu sinni, Hansínu Guðbjörgu Sigmundsdóttur „ , 29, G, kona hans,“ og tveim kornungum börnum. Þau hjónin eru á manntali á Höskuldsstöðum 1890 ásamt þrem sonum sínum, þar sem Kristján er húsmaður. Kristján deyr 16. ágúst 1910 „ , Hjá sonum sínum á Núpum, 59, Lungnabólga“ [Kb. Grenj.]. Kristján var bróðir Sigurbjargar, sem var 1874-1875 í Víðaseli, sjá þar, og faðir Jakobs, sem var húsmaður í Skógarseli 1923(?)-1926, sjá þar og í [Reykj. bls. 405.].

Jóhannes Jósefsson fer 1870 „ , 28, vinnumaðr, “ frá Narfastaðaseli að Helgárseli [Kb. Ein.] með húsbændum sínum, en óvíst er, hvenær hann kemur í Sel. Flest bendir til þess, að þetta sé sá Jóhannes, sem var fæddur 14. mars 1841, sonur hjónanna Jósefs Jósafatssonar og Signýjar Einarsdóttur, sem þá voru „búandi á Hjalla“ [Kb. Ein.]. Jóhannes er með þeim á manntali í Fossseli 1845 og 1855, en fer 1859 „ , 17., vinnum,“ þaðan að Kasthvammi [Kb. Helg.], þar sem hann er á manntali 1860 „ , 20, Ó, léttadrengur,“ en fer 1865 „ , 23, vinnumaður,“ þaðan að Daðastöðum [Kb. Grenj.]. Jóhannes er á manntali í Skálpagerði í Kaupangssókn 1880 „ , 38, G, húsbóndi, bóndi,“ þá kvæntur Jóhönnu Jóhannesdóttur; er faðir hans þá einnig hjá þeim. Við manntalið 1890 er hann í Helgárseli „ , 48, G, vinnum., bróðir konu,“ ásamt konu sinni, sem sögð er „ , systir bónda, geðveik“. Jóhannes dó 20. júlí 1892 „vmaðr í Helgárseli, 58“ [Kb. Grundars.].

1870 - 1874: Kristján Jónsson og Sesselja Sigurðardóttir

Kristján er einn gjaldandi í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1871-1874, en heimildir í kirkjubókum um búskap þessara hjóna í Narfastaðaseli eru fátæklegar, þar sem þau koma (frá Breiðumýri) og fara (að Ingjaldsstöðum) innan sóknar. Þau eru ýmist „í Narfastaðaseli“ eða „búandi á Narfastaðaseli“, þegar þau eru bókuð skírnarvottar 26. júní 1870, 13. júní 1871, 15. nóv. 1871 og 9. nóv. 1872, og eru „hjón á Narfastaðaseli“ við fermingu Guðrúnar Sigríðar dóttur þeirra 24. maí 1874 [Kb. Ein.].

Kristján, „með konu og 3 börn“, er á lista Jakobs Hálfdanarsonar 25. febr. 1873 um þá „sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ... “ Er hann þar sagður eiga heima í Narfastaðaseli. Sjá [SÍV. II, bls. 87] og Norðanfara 12. mars 1873, bls. 41.

Kristján var fæddur 24. júlí 1831 á Arnarvatni, sonur Jóns Jónssonar og Sigríðar Maríu Sigurðardóttur [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum og systkinum á manntali á Arnarvatni 1835 og 1840, en er léttadrengur á Grímsstöðum við manntalið 1845 og „ , 19, Ó, vinnumaður,“ þar 1850 (hjá Halldóri bróður sínum).

Kristján fer með foreldrum að Reykjum 1851 [Kb. Mýv.] og er sagður koma með þeim þaðan að Hofstöðum 1854 [Kb. Grenj.], en kemur 1855 „ , 25, Ó, vinnum, (frá) Geirastöðum að Stafni“ [Kb. Ein.].

Sesselja (skírð Cecelía) var fædd 18. (19. í [ÆÞ. VIII, bls. 161]) ágúst 1833 á Arnarvatni, dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Tómasdóttur, sem þar búa þá [Kb. Skút.], en flytja að Stafni 1837. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845.

Kristján og Sesselja voru gefin saman 30. okt. 1855, er Kristján þá „vinnumaður í Stafni 25 ára“ en Sesselja „yngismeÿ í Stafni 23ja ára gl“ [Kb. Ein.]. (Það kemur þó ekki í veg fyrir að þau eru bæði sögð „G“ á manntalinu 1. okt. 1855!).

Kristján og Sesselja eignast í Stafni dótturina Guðrúnu Sigríði, f. 9. des. 1856, d. 31. maí 1860, og Jón, f. 7. nóv. 1858, d. 10. s. m. Sjá í [ÆÞ. VIII, bls. 161]. Þau eru á manntali í Stafni 1860, þar sem Kristján er „ , 30, G, bóndi,“ eiga þau þá ekkert barn á lífi. Þau hjón eru búandi á Daðastöðum við fæðingu Kristjönu Sesselíu 4. okt. 1863 og „búandi á Breiðumýri“ við fæðingu Jóns 4. okt. 1868 [Kb. Ein.] og eru á manntali á Ingjaldsstöðum 1880 ásamt fjórum börnum (ekki Guðrúnu Sigríði), og fara með þau þaðan til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Sigurður og Anna Guðný eru bæði fædd 7. júlí 1875 á Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.]. Þeirra hjóna er getið í [Saga Ísl., bls. 421].

Líklega hefur Sesselja búið í Narfastaðaseli, þegar Sigtryggur á Hallbjarnarstöðum, systursonur hennar, fer unglingur í kaupstaðarferð til Akureyrar. Hún gaf honum áttskilding, sem hann notaði til að kaupa flösku af góðu víni, með því gat hann „trakterað“ heimafólkið á Hallbjarnarstöðum. (Frásögn Herd. Sigtryggsd.).

Kristján Jónsson og Sesselja Sigurðardóttir

Börn Kristjáns og Sesselju til heimilis í Narfastaðaseli 1870-1874:

Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir. Ætla verður, að Guðrún sé með foreldrum sínum í Narfastaðaseli, þaðan er hún fermd 24. maí 1874. Guðrún Sigríður var fædd 15. okt. 1860 í Stafni [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Narfastöðum 1880 „ , 19, Ó, vinnukona, “ (þá einungis nefnd Sigríður). Hún giftist 6. júlí 1882 Birni Jónassyni á Narfastöðum, f. 9. sept. 1846, og fór með honum til Vesturheims 1883 með sama skipi og foreldrar hennar. Skv. uppl. Herdísar Sigtryggsd. eignuðust þau ekki börn. Guðrún Sigríður deyr sem Sigríður Jonasson í nágrenni Mountain, N. Dak. 24. des. 1939 (Björn dó 1938) [AlmÓTh. 1941, bls. 96.].

Kristjana Sesselía Kristjánsdóttir var fædd 4. okt. 1863 á Daðastöðum [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum á Ingjaldsstöðum við manntalið 1880 og fer með þeim til Vesturheims 1883. Kristjana Sesselía deyr 16. ágúst 1942, ekkja Einars Sigurðssonar í Mountain, N. Dakota [AlmÓTh. 1943, bls. 105106].

Jón Kristjánsson (Jón K. Johnson) var fæddur 4. okt. 1868 á Breiðumýri [Kb. Ein.]. Um hann er sama að segja og um Kristjönu Sesselíu systur hans hér næst á undan. Bóndi við Mountain, N. Dak. Deyr á sjúkrahúsi í Edinburg, N. Dak. 1. okt. 1943 [AlmÓTh. 1944, bls. 132].

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Kristjáns og Sesselju 1870-1874:

Arnfríður Jónsdóttir deyr í Narfastaðaseli 9. júlí 1871 „ Kjerling á hrepp sem aldrei hafði gifts, 80 ára, Bjúg og ellihrumleik“ [Kb. Ein.]. Arnfríður var fædd á Hofsstöðum 16. júlí 1793 [Kb. Mýv.], voru foreldrar hennar Jón Ingjaldsson og Guðrún Andrésdóttir. Arnfríður er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1801, en 1816 er hún vinnukona á Geiteyjarströnd. Hún eignast dótturina Hólmfríði með Jóhannesi Þorsteinssyni 11. ágúst 1817 [Kb. Reykj.], [ÆÞ. I, bls. 370-371], og er hún með hana á manntali á Arnarvatni 1835 og 1840 á Helluvaði. Hún er á manntali í Laugaseli 1845 hjá þeim hjónum Stefáni Björnssyni og Hólmfríði „ , 52, Ó, móðir konunnar,“. Hún er á manntali hjá þeim hjónum á Halldórsstöðum í Reykjadal 1855 og 1860, þá „ , 68, Ó, móðir konunnar,“.

Magnús Jónsson er 10. júní 1871 ásamt konu sinni „ , hjón í Narfastaðaseli í vinnumennsku“ [Kb. Ein.] við fæðingu sonarins Jóhannesar. Magnús var fæddur 11. (eða 1.) ágúst 1841, voru foreldar hans Jón Eiríksson og Oddný Magnúsdóttir „hión á Silfrast.“ [Kb. Miklab. og Silfrast.prk.]. Magnús er með foreldrum sínum á manntali á Úlfsstöðum 1845. Faðir hans deyr 1847 og var hann alinn upp á Írafelli í Goðdalasókn þar sem móðursystir hans var húsfreyja og er hann þar á manntali 1850, 1855 og 1860 „tökubarn“, „léttadrengur“ og „vinnumaður“. Hann kemur 1869 „ , 27, vinnumaður. Kom frá Hjeraðsdal í Skagaf. að Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Magnús, þá „ýngismaður á Stórul. ættaður úr Skag 27“ kvæntist 11. okt. 1870 Oddnýju Jóhannesdóttur, sem þá er „yngisstúlka á sama heimili 25 ára gl.“ [Kb. Ein.]. Magnús er -ásamt konu sinni og tveim sonum - meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1876 frá „Breiðumýri

að Gimli“, „ , 33, vmðr“ [Kb. Ein.]. Magnúsar og Oddnýjar er getið í [Saga Ísl. bls.421-422] og í [Landn. bls. 30-32], þar sem mynd er af þeim hjónum.

Oddný Jóhannesdóttir, kona Magnúsar hér næst á undan, sjá þar. Fer til Vesturheims frá Breiðumýri 1876 „ , 31, kona hs“ [Kb. Ein.]. Oddný var fædd 31. júlí 1845 á Ytrafjalli, dóttir hjónanna Jóhannesar Oddssonar og Guðnýjar Kristjánsdóttur [Kb. Ness.]. Hún er með foreldrum á manntali á Tjörn 1845 og 1850 á Ytrafjalli. Fer með þeim að Skörðum 1852 [Kb. Ness.], 1855 að Holtakoti [Kb. Hús.] og 1858 að Fljótsbakka [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali með þeim 1860.

Jóhannes Magnússon, f. 10. júní 1871 í Narfastaðaseli, sonur Magnúsar og Oddnýjar hér næst á undan. Líklega sá Jóhannes, sem deyr 11. ágúst 1872, „ , Úngbarn ektaborið hjá foreldr í Kvíÿndisdal“, „á 2ru ári, Kíghósta og krampa“ [Kb. Ein.], og er þá líklega eldri bróðir þess Jóhannesar, f. 11. ágúst 1873, sem fer með foreldrum sínum til Vesturheims 1876 „ , 2,“, ásamt Friðriki á 1. ári „ , börn þra“. Signý Pétursdóttir fer 1871 „ , 40, vinnukona,“ frá Narfastaðaseli að Garði í Aðaldal [Kb. Ein.]. Signý var fædd 21. apríl 1830, voru foreldrar hennar Pétur Jóhannesarson og Elín Bessadóttir „vinnuhjú ógift á Halldórsstöðum, hans fyrsta hennar þriðja { .. }“ [Kb. Grenj.]. Foreldrar hennar voru gefin saman 31. maí 1830. Signý er með foreldrum og systur á manntali á Þverá í Laxárdal 1835 og 1840 í Hraungerði með tveim yngri systrum. Hún kemur 1842 „ , 12, Léttastúlka, frá Hraungerði að Grímstöðm“og er fermd þaðan 16. maí 1844 [Kb. Mýv.] og er á manntali í Baldursheimi 1845 og 1850, síðara manntalsárið „ , 20, Ó, vinnukona,“. Fer 1851 „ , 24, vinnukona, frá Kálfaströnd vestur í H.S.“ [Kb. Mýv.]. Ekki finn ég hennar getið í [Kb. Hálsþ.], né finn ég hana meðal innkominna í [Kb. Ein.] 1851-1865. Signý kemur 1867 „ , 37, vinnukona, frá Hólum að Brett.st.“ [Kb. Grenj.] og fer 1869 „ , 38, v.kona, frá Brettingsst. Einarsstöðum í Rd.“ [Kb. Grenj.]. Fer 1871 frá Einarsstöðum að Garði [Kb. Múl.]. Signý kemur með Benedikt Jakobssyni og tveim dætrum hans 1873 „ , 44, frylla hs, úr Múlasókn að Syðri Leikskálaá“ [Kb. Þór.] og er með honum á manntali þar 1880 og 1890 á Björgum „ , 60, E(?), bústýra hans,“. Fer þaðan 1899 að Litlutjörnum [Kb. Þór.] og er þar á manntali 1901 „ , niðursetningur, 71, Ó,“ sögð blind í athugas. Ekki fann ég neitt frekar um hana í [Kb. Hálsþ.].

Hólmfríður Guðmundsdóttir er sögð „vinnuk. í Narfastaðaseli“ við fæðingu dóttur sinnar Kristínar Ingibjargar 14. okt. 1872[Kb. Ein.].Hólmfríður var fædd 31. okt. 1848 og voru foreldrar hennar Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir „gipt vinnuhiu á Grænav:“ [Kb. Skút.] (ætti að vera [Kb. Reykj.]!). Hólmfríður fer með foreldrum sínum að Vallakoti og er þar á manntali með þeim og fjölda systkina 1860 „ , 12, Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1861 „ , 14, tökustúlka, frá Vallnakoti að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Hómfríður eignaðist 26. okt. 1875, þá vinnukona á Daðastöðum, soninn Kristján Hallgrím með Jóni Jónssyni á Stórulaugum [Kb. Ein.], sjá hér áður hjá Jóni. Hallgrímur var alinn upp hjá móður sinni og voru þau á talsverðum hrakningi framan af. Þau eru bæði á manntali í Baldursheimi 1890. Síðar var Þórarinn, sonur Hallgríms, í fóstri hjá Hólmfríði um skeið. Hallgrímur átti m. a. soninn Hallgrím Balda og er vegferð ömmu hans rakin í grein eftir Ólaf Grím Björnsson í Árbók Þingeyinga 1999 bls. 110-137. Hólmfríður er 1910 á manntali í Kasthvammi „HUKO“ en jafnframt á manntali hjá dóttur sinni í Stafni 1910 „HUKO“ (= húskona) og er þar einnig við manntölin 1920 og 1930 „ , móðir húsmóður,“. Dó 16. apríl 1933 [ÆÞ. I, bls. 292].

Kristín Ingibjörg Pétursdóttir, f. 14. okt. 1872 og eru foreldrar hennar sagðir „Pjetur Pjetursson nýgiptur bóndi á Narfastöðum ógipt stúlka Hólmfríður Guðmundsdóttir vinnuk. í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Kristín var alin upp á vegum föður síns, er með honum á manntali á Stórulaugum 1880, einnig 1890, þá reyndar á Laugalandsskóla. Kristín giftist í júní 1893 Sigurgeir Tómassyni b. í Stafni, sjá [ÆÞ. I, bls. 292] og [ÆÞ. VI, bls. 249]. Dó í Stafni 23. apríl 1963.

1874 - 1890: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir

Sæmundur og Þórný búa í Narfastaðaseli frá 1874 og eru þar á manntali 1880 og á fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.], en eru 1890 á manntali á Hömrum, þar sem Sæmundur er vinnumaður. Sæmundur er eini gjaldandi þinggjalda í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1875-1890.

Sæmundur var fæddur 4. ágúst 1836 á Höskuldsstöðum, sonur hjónanna Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur [Kb. Helg.], [ÆÞ. I, bls. 415]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali 1840, 1845 og 1850, en fer þaðan 1851 að Bakka á Tjörnesi [Kb. Helg.] þar sem hann er „ , 19, Ó, vinnumaður,“ við manntalið 1855. Kemur 1859 ásamt konuefni sínu frá Skógum í Öxarfirði að Narfastaðaseli „ , 25, Vinnum, “ [Kb. Ein.].

Þórný var fædd 17. nóv. 1834 á Fjöllum [ÆÞ. I, bls. 415], dóttir hjónanna Jóns Gottskálkssonar og Ólufar Hrólfsdóttur, er hún með þeim þar á manntali 1835 og 1840. Við manntalið 1845 er hún „ , 11, Ó, tökubarn,“ á Tóvegg hjá Torfa Gottaskálkssyni föðurbróður sínum og Elínborgu Guðmundsdóttur, þar er hún einnig við manntalið 1850, þá „ , 16, Ó, fósturdóttir,“. Hún er á manntali í Skógum í Öxarfirði 1855 „ , 21, Ó, vinnukona,“ og kemur þaðan 1859 að Narfastaðaseli eins og áður segir hjá Sæmundi.

Sæmundur og Þórný voru gefin saman 17. okt. 1859, þá bæði 25 ára gömul í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og eru þar í sálnaregistri við lok þess árs. Þau er á manntali í Skógarseli 1860, ásamt Jóni syni sínum og Jóni föður Sæmundar. Búa í Skógarseli 1870-1871, sjá þar. Þau búa í Narfastaðaseli frá 1874 og eru þar á manntali 1880 ásamt þrem sonum sínum og Guðrúnu móður Sæmundar og á fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.], en 1890 á Hömrum, þar sem Sæmundur er vinnumaður, ásamt Kristjáni syni sínum.

Sæmundur, þá vinnumaður á Stórulaugum, andaðist 9. okt. 1891, sjá [ÆÞ. I, bls 415].

Þórný flytur árið 1893 „ , 58, vinnuk.,“ frá Stórulaugum að Geitafelli ásamt Kristjáni syni sínum og kemur þaðan árið eftir „ , 60, vk.“ að Narfastaðaseli og er þar á fólkstali 31. des. 1894 og áfram til 31. des. 1897 [Sál. Helg.]. Fer þaðan 1898 „ , m. bónda, 66,“ að Víkingavatni [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Fjöllum 1901 „ , niðursetningur, lifir af tillagi barna sinna, 66,“ og deyr þar 22. maí 1902, sjá [ÆÞ. I, bls. 415].

„Sæmundur Jónsson, Skógarseli, með konu og 4 börn“ [SÍV. II, bls. 87] er á lista Jakobs Hálfdanarsonar 25. febr. 1873 um „Fólkið, sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ( . . ), sjá Norðanfara 12. mars 1873, nr. 1516, 12. ár., bls. 41. Sjá einnig um Sæmund og skyldulið hans í [ÆÞ. I, bls. 414429], og í kafla um Skógarsel.

Kristín Ingibjörg Pétursdóttir

Börn Sæmundar og Þórnýjar í Narfastaðaseli 1874-1890:

Jón Sæmundsson kemur líklega með foreldrum frá Skógarseli 1874, þó hann sé fermdur þaðan 24. maí 1874. Fer 1877 frá Helgastöðum að Grenjaðarstað, þar sem hann er á manntali 1880, og því ekki fullvíst, hvort hann hafi verið með foreldrum í Seli frá 1874. Kemur, ásamt Guðnýju konu sinni og Gunnari syni þeirra „ , 2,“ frá Árbót aftur að Narfastaðaseli 1886. Bóndi þar 1890-1910, sjá síðar.

Torfi Sigurbjörn Sæmundsson. Gera verður ráð fyrir að Torfi sé með foreldrum sínum í Narfastaðaseli frá 1874, en þaðan fer hann líklega 1877 að Múla, hann er þar á fólkstali 31. des. 1877 en ekki árið áður. Torfi var fæddur 8. júlí 1863, voru foreldrar hans þá „hjón búandi á Stórulaugum“ [Kb. Ein.]. Hann er fermdur frá Múla 1878 og fer 1879 þaðan að Grenjaðarstað „ , 15, léttadr.“ [Kb. Múl.] og er þar á manntali 1880 ásamt Jóni bróður sínum. Sjá um Torfa og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 422-426]. Dó á Birningsstöðum 21. maí 1939.

Jóhannes Sæmundsson fer vafalaust með foreldrum sínum í Narfastaðasel 1874, hann er þar með þeim á manntali 1880 „ , 11, Ó, sonur þeirra,“. Ekki er vitað hve lengi hann er í Seli, en hann fer 1888 „ , 19, vm, frá Öndólfsstöðum að Víkingavatni“ [Kb. Ein.]. Jóhannes var fæddur 20. nóv. 1868, eru foreldrar hans þá „hjón í vinnumennsku í Skógarseli.“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali á Víkingavatni 1890 „ , 21, G, tengdasonur bónda,“ Þórarins Björnssonar, ásamt konu sinni Kristbjörgu Sigríði Þórarinsdóttur, en þau voru gefin saman 14. okt. 1890 [ÆÞ. I, bls. 426]. Jóhannes bjó í Krossdal, þar sem hann dó 30. ágúst 1926. Sjá [ÆÞ. I, bls. 426-428].

Friðrik Sæmundsson fer að öllum líkindum með foreldrum sínum í Narfastaðasel 1874, hann er þar á manntali þar 1880 „ , 8, Ó, sonur þeirra,“. Fer 1883 „ , 10, vikadr.,“ þaðan að Grenjaðarstað [Kb. Ein.], kemur þaðan aftur að Narfastaðaseli 1884 „ , 12, léttasveinn,“ og fer 1885 „ , 13, ljettapilttur,“ aftur að Grenjaðarstað [Kb. Ein.] og er fermdur þaðan 30. maí 1886 [Kb. Grenj.]. Friðrik var fæddur 12. maí 1872, voru foreldrar hans þá „hjón í húsmensku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali á Víkingavatni 1890 „ , 18, Ó, vinnumaður,“ (ekki á sama búi og Jóhannes). Bóndi í Efrihólum. Sjá [ÆÞ. I, bls. 414-415] og um afkomendur á bls. 414 og 416-420 í sömu bók.

Kristján Sæmundsson, f. 28. júlí 1878 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 428]. Er á manntali í Seli 1880 og á fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.], en á Hömrum með foreldrum sínum við manntalið 1890. Fer með móður sinni 1893 „ , 15, son h-ar,“ frá Stórulaugum að Geitafelli [Kb. Ein.]. Við manntalið 1901 er hann hjú á Kraunastöðum, þá giftur Kristínu Hólmfríði Jónsdóttur, sem þar er þá einnig hjú. Kristján dó 9. febr. 1914. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 428-429].

Annað skyldulið Sæmundar og Þórnýjar í Narfastaðaseli 1874-1890:

Guðrún Pétursdóttir, móðir Sæmundar bónda, er á manntali í Narfastaðaseli 1. 10. 1880 „ , 79, E, móðir bóndans,“ og deyr þar 1. okt. 1885 „ , ekkja frá Narfastaðaseli 85 ára“ [Kb. Ein.]. Guðrún var fædd 30. nóv. 1800 á

Jóhannes Sæmundsson og Sigríður Þórarinsdóttir

Friðrik Sæmundsson

Kambsmýrum [ÆÞ. I, bls. 415]. Líklega kemur hún með syni sínum að Narfastaðseli 1874. Sjá um Guðrúnu hjá Jóni manni hennar í kafla um Skógarsel og í [ÆÞ. I, bls. 415-416] og um afkomendur í sömu bók bls. 414429.

Sigurlaug Jónsdóttir, systir Sæmundar bónda, er einnig á manntali í Narfastaðaseli 1880 „ , 35, Ó, vinnukona,“. Sigurlaug var fædd 17. okt. 1844, dóttir Jóns Torfasonar og Guðrúnar Pétursdóttur, sem þá voru „hjón á Hömrum“ [Kb. Helg.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Höskuldsstöðum 1845 og 1850 og fer með þeim að Björgum 1851 og er með þeim á manntali í Ytritungu 1855. Kemur með þeim að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal 1856. Sigurlaug kemur 1861 að Skógarseli með Guðrúnu móður sinni „ , 18, dóttir hennar,“. Flytur frá Skógarseli að Þverá í Laxárdal 1862. Kemur 1875 „ , 31, vkona, frá Þverá að Einarsst.“ [Kb. Grenj.]. Ekki finn ég Sigurlaugu burtvikna úr Einarsstaðasókn 1880-1890, né þar á manntali 1890. Einhver Sigurlaug Jónsdóttir fer að vísu 1889 „ , 48, vk., frá Fljótsbakka að Svalbarði“, en við þá færslu er ólæsileg aths. og aldur kemur ekki vel heim. Ekki finnst hún heldur á manntali á Svalbarði 1890.

Guðbjörg Indíana Þorláksdóttir, systurdóttir Þórnýjar húsfreyju, kemur 1884 „ , 13, fósturmær“ frá Geiteyjarströnd að Narfastaðaseli og fer 1885 „ , 14, ljettastúlka,“ frá Narfastaðaseli að Haganesi [Kb. Ein.]. Guðbjörg Indíana er fermd frá Seli 17. maí 1885. Kemur aftur í Sel 1889 „ , 19, v.k., frá Grímsstöðum að Narfastaðaseli “ [Kb. Ein.] og er þar á fólkstali 31. des. þ. á. Guðbjörg Indíana var fædd 31. jan. 1871 (skírð 15. febr. skemri skírn af föðurnum), voru foreldrar hennar Þorlákur og Sigurbjörg hér næst á eftir, sem þá voru „hjón búandi á Hlíðarhaga “ [Kb. Mýv.]. Hún fer 1873 með foreldrum sínum „ , 2, Barn þ.“ frá Hlíðarhaga að Undirvegg [Kb. Mýv.]. Fer þaðan 1880 með foreldrum og tveim systkinum í Akur, en er á manntali á Grænum (í Skinnastaðasókn) 1880 „ , 9, Ó, tökubarn“. Hún er með foreldrum á manntali í Möðrudal 1890 „ , 19, Ó, vinnukona,“. Giftist 2. okt. 1892 Kristni Tómassyni, sem þá er „vinnumaður Grímst“, en hún „vinnukona Grímst“ [Kb. Fjall.]. Flytja 1893 (Kristinn „ , húsm, 34,“) „ , að Reykjahlíð frá Grímsst á Fjöllum.“ og fara 1895 ásamt ársgömlum syni sínum frá Grímsstöðum á Húsavík [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.]. Finn þau ekki burtvikin frá Húsavík, dáin, né á manntali þar 1901

Þorlákur Jónsson, mágur Þórnýjar húsfreyju, kemur 1885 ásamt Sigurbjörgu konu sinni og syni frá Reykjahlíð að Narfastaðaseli „ , 47, hjón, vinnuhjú“ [Kb. Ein.]. Þorlákur var fæddur 22. jan. 1838, voru foreldrar hans Jón Ólafsson og Guðrún Þorláksdóttir „hión í húβmensku á Skriðuklaustri“ [Kb. Valþjófsst.s.]. Hann er með þeim á manntali í Brekku í sömu sókn 1840 og fer með þeim 1844 að Gilsárteigi, þar sem hann er á manntali 1845 „ , 8, Ó, tökubarn,“ en foreldra hans er þar ekki getið. Samt fara þau hjón, ásamt Þorláki og ársgömlum bróður hans, 1846 frá Gilsárteigi að Ánastöðum [Kb. Eiðas.]. Jón og Guðrún koma ásamt Þorláki 1849 „ , frá Galtarstöðum í Hróarstungu að Skinnast.“, Jón „50, vinnum“, í fylgdarliði sr. Hjörleifs Guttormssonar, og eru þau á manntali á Skinnastað 1850. En 1855 eru þau þrjú á manntali á Langavatni á Hólsfjöllum og þar deyr Jón 21. febr. 1859 „ , bóndi frá Langavatni, 60“ [Kb. Skinn.]. Þorlákur er með móður sinni á manntali í Lækjardal 1860 „ , 23, hennar son,“ en þar er hún þá húskona. Þau virðast fara aftur að búa á Langavatni, þaðan fara þau 1867 að Hlíðarhaga, er Þorlákur sagður „ , 30, búandi,“ [Kb. Skinn.], [Kb. Mýv.]. Í Hlíðarhaga kvæntist Þorlákur 11. okt. 1869 Sigurbjörgu Jónsdóttur „sama staðar 34 ára“ og flytja þau þaðan ásamt dóttur sinni og móður Þorláks að Undirvegg 1873 [Kb. Mýv.]. Þau flytja 1880 frá Undirvegg

aðAkri í Skinnastaðasókn [Kb. Garðss.] og eru á manntali þar 1880 ásamt tveim börnum, þar sem Þorlákur er bóndi. Ekki er kunnugt. hvenær Þorlákur og Sigurbjörg koma í Mývatnssveit eftir vistina í Narfastaðaseli, en þau fara 1889 „ , frá Kálfaströnd í Grímsstaði á Fjöllum“ [Kb. Mýv.] ásamt Steingrími. En í [Kb. Fjall.] er Kristjana Karolína dóttir þeirra einnig þar með og Sigurbjörg sögð fara í Rangalón, en hin í Grímsstaði. Þorlákur er á manntali í Möðrudal (þá í Möðrudalssókn) 1890 „ , 53, G, vinnumaður,“ ásamt konu sinni og þrem börnum. Hann fer 1901 frá Skjöldólfsstöðum að Fremraseli [Kb. Hoft.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , húsbóndi, landbúnaður, trésmíði, 64,“ og er þess getið að hann hafi orðið ekkill 1892.

Sigurbjörg Jónsdóttir, systir Þórnýjar húsfreyju, kemur 1885 frá Reykjahlíð að Narfastaðaseli „ , 52, hjón, vinnuhjú“ með Þorláki manni sínum og syni, sjá hér næst á undan. Líklegt er að Þorlákur og Sigurbjörg flytji úr Seli 1886, þegar Jón og Guðný koma þangað, en ekki er þess getið í [Kb. Ein.] né [Kb. Mýv.]. Sigurbjörg var fædd 6. ágúst 1833, voru foreldrar hennar Jón Gottskálksson og Óluf Hrólfsdóttir „vinnandi egtahjón á Fjöllum“ [Kb. Garðss.]; hún var því alsystir Þórnýjar húsfreyju. Sigurbjörg er á manntali í Ystahvammi 1835 „ , 2, Ó, tökubarn“ hjá móðursystur sinni og manni hennar. Hún er þar einnig við manntalið 1845 „ , 13, Ó, fósturdóttir hjónanna,“. Sigurbjörg kemur 1866 „ , 31, vinnukona, frá Svínadal að Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. Hún giftist Þorláki 11. okt. 1869, sjá hjér næst á undan. Þegar þau hjónin fara frá Kálfaströnd 1889, er Sigurbjörg í [Kb. Fjall.] sögð fara í Rangalón, en er þó með Þorláki og þrem börnum þeirra á manntali í Möðrudal 1890 „ , 56, G, kona hans, húskona,“. Eins og getið er hjá Þorláki, mun hún hafa dáið 1892, en ekki hef ég fundið þá færslu í kirkjubók.

Steingrímur Þorláksson, systursonur Þórnýjar húsfreyju, sonur Þorláks og Sigurbjargar hér næst á undan, kemur með þeim frá Reykjahlíð að Narfastaðaseli 1885 „ , 8, son þeirra,“ [Kb. Ein.]. Steingrímur var fæddur 20. okt. 1877, voru foreldrar hans þá „hjón Undirvegg“ [Kb. Garðss.]. Hann er með foreldrum sínum og systur á manntali á Akri í Skinnastaðasókn 1880. Fer með þeim 1889 „ , 12, son þeirr, frá Kálfaströnd að Grímsstöðum á Fjöllum“ [Kb. Mýv.], [Kb. Fjall.] og er með þeim á manntali í Möðrudal (þá í Möðrudalssókn) 1890 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Engar spurnir hef ég af honum haft síðan.

Guðný Þuríður Jóhannesdóttir, kona Jóns Sæmundssonar, sjá hér nokkru framar, kemur með honum frá Árbót að Narfastaðaseli 1886, ásamt Gunnari syni þeirra. Eru þau sögð „húsm.“ og „kona hs.“ Þau Jón og Guðný tóku við búsforráðum í Narfastaðaseli 1890, þar sem þau búa til 1910; er gerð nánari grein fyrir þeim hér nokkru neðar.

Gunnar Jónsson, sonur Jóns og Guðnýjar, sjá hér ofar, kemur með foreldrum sínum frá Árbót að Narfastaðaseli 1886, „ , 2, son þra“ [Kb. Ein.]. Sjá um hann hér neðar.

Óli Jónsson, f. 30. nóv. 1886 í Narfastaðaseli, sonur Jóns og Guðnýjar hér ofar (og neðar) [ÆÞ. I, bls. 420]. Sjá um hann hér neðar.

Jakobína Jónsdóttir, f. 16. jan. 1889 í Narfastaðaseli, dóttir Jóns og Guðnýjar hér nokkru ofar (og neðar) [ÆÞ. I, bls. 420]. Sjá um hana hér neðar.

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð

Sæmundar og Þórnýjar 1874-1890:

Aðalbjörg Sigríður Jósefsdóttir kemur 1876 „ , húsk. úr Mjóadal að Narfast.seli“ ásamt Helga syni sínum. Fer 1877 ásamt honum „ 28, húsk. Frá Narfastaðaseli til Eyjafjarðar“ [Kb. Ein.]. Aðalbjörg Sigríður var fædd í Fossseli 31. des. 1849, voru foreldrar hennar hjónin Jósep Jósafatsson og Signý Einarsdóttir [Kb. Helg.] og er hún með þeim þar á manntali 1850 ásamt fjórum systkinum. Hún er á manntali í Fosseli 1860 „ , 10, Ó, tökubarn,“ hjá Sören og Hólmfríði. Móðir hennar lést 1860 og flutti faðir hennar þ. á. að Lásgerði með tveim sonum sínum [Kb. Ein.]. Aðalbjörg Sigríður eignaðist soninn Helga hér næst á eftir með Pétri Péturssyni, sjá [ÆÞ. I, bls. 292]. Hún er á manntali 1880 í Helgárseli „ , 30, Ó, vinnukona,“ ásamt Helga, og á Laugalandi 1890 „ , 39, Ó, húskona,“ þar sem Helgi er vinnumaður þar við kvennaskólann. Hún er á manntali á Hrafnagili 1901 „ , leigjandi, daglaunak., 51,“. Sjá um Aðalbjörgu í kafla um Skógarsel og í [ÆÞ. I, bls. 292].

Helgi Guðjónsson, síðar Helgi Pétursson Steinberg, kemur 1876 með móður sinni í Narfastaðasel og fer með henni til Eyjafjarðar árið eftir. Helgi var fæddur 21. jan. 1876 í Mjóadal, sonur Aðalbjargar Sigríðar hér næst á undan og Péturs Péturssonar, þá b. í Mjóadal, sjá um fæðingardag og faðerni Helga í [ÆÞ. I. bls. 292]. Helgi er með móður sinni á manntali í Helgárseli 1880, en 1890 er hann á Laugalandi, kvennaskóli, „ , 14, Ó, vinnumaður,“. Hann er á manntali á Hrafnagili 1901 „ , hjú, 25,“ er móðir hans þar þá einnig. Helgi kvæntist Kristínu Kristjánsdóttur og fóru þau til Vesturheims frá Hrafnagili 1910. Helgi dó í Vesturheimi 3. okt. 1961, sjá í [ÆÞ. I, bls. 292-293] um hann og afkomendur. Hans er ekki getið í [Vfskrá].

Guðrún Sigurveig Jóhannsdóttir flytur 1877 frá Narfastaðaseli að Presthvammi „ , 5, ómagi,“ [Kb. Ein.]. Guðrún Sigurveig var fædd 1. júlí 1872 „Foreldrar eru Sigurb. Friðr. Friðfinnsdóttir á Stórulaugum lýsir föður að því vinnum. Jóhann Jóhannsson á Kálfaströnd, sem gékkst við því.“ [Kb. Ein.]. Dó 13. mars 1880 „ , hreppsbarn frá Presthvammi, 8 ára, Innanmeinsemd“ [Kb. Grenj.].

Sigvaldi Jónsson kemur 1877 „ , 40, húsm,“ úr Bárðardal að Narfastaðaseli ásamt Valgerði konu sinni [Kb. Ein.] ([Kb. Lund.] segir „ , 43, húsm., frá Íshóli“). Þau flytja til Vesturheims árið eftir [Kb. Ein], [Vfskrá]. Sigvaldi var fæddur 1. mars 1838, voru foreldrar hans Jón Gíslason og s. k. h. Guðríður Jónsdóttir „Ektahjón á Þverá“ [Kb. Þöngl.]. Sigvaldi er með foreldrum og hálfsystkinum á manntali á Þverá 1840 og 1845, en 1850 er hann „ , 13, Ó, léttadrengur,“ á Gili í sömu sókn, þar sem móðir hans er þá ekkja í húsmennsku. Sigvaldi fer 1853 frá Hóli að Kolgerði [Kb. Þöngl.] og þaðan 1855 að Eyvindará [Kb. Flateyjars.] þar sem hann er vinnumaður á manntalinu 1855. Hann fer þaðan 1856 að Veigastöðum [Kb. Flateyjars.] og þaðan 1858 að Bakka í Fnjóskadal [Kb. Glæs.(Svalbs.)], þar sem hann er á manntali 1860 „ , 23, Ó, vinnumaður,“. Sigvaldi kemur 1865 „ , 28, Vinnumaður, Fornhaga að Mýri“ [Kb. Lund.]. Kvæntist 13. maí 1868 „vinnum: á Bjarnast., 30 ára“ Valgerði hér næst á eftir, sem þá er „vinnuk: á Halldórsst: 36 ára gömul“ [Kb. Lund.]. Fer 1868 frá Bjarnastöðum að Syðri Varðgjá og kemur aftur þaðan 1869 að Íshóli [Kb. Lund.].

Helgi Pétursson Steinberg

Valgerður Einarsdóttir, kona Sigvalda hér næst á undan, kemur 1877 „ , 45, kona hs, “ með honum úr Bárðardal að Narfastaðaseli [Kb. Ein.] ([Kb. Lund.] segir „ , 39, kona hs. frá Íshóli“) og fer með honum til Vesturheims 1878. Ekki virðist Valgerður þessi fyrirferðarmikil, hana er ekki að finna í nafnaskrá manntalsins 1845. Hún er á manntali á Gullbringum í Mosfellssókn 1860 „ , 28, Ó, vinnukona,“ (sögð fædd í Reykjavíkursókn, en þar finnst engin Valgerður Einarsdóttir fædd 1828-1836. Ekki finnst hún heldur á manntali í Mosfellsprestakalli 1855, né innkomin þangað 1855-1859. Alnafna hennar, fjórum árum eldri, er gift með barnahóp í Ásbjarnarkoti í Bessastaðahreppi 1860, sú er á manntali í Þerney 1835 og 1840 á Bessastöðum með foreldrum). Valgerður kemur 1862 „ 31, vinnukona, frá Laxnestúngu í Mosfellssveit að Halldórsstöðum“ [Kb. Lund.]. Giftist Sigvalda hér næst á undan 13. maí 1868, sjá hjá honum.

Kristjana Ólína Guðmundsdóttir eignast dótturina Kristínu, sjá hér næst á eftir, í Narfastaðaseli 1889, en ekki eru þær mæðgur þar á fólkstali í desember þ. á. Ólína var fædd 17. ágúst 1856, dóttir Guðmundar Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru „vinnuhjú í Ærlækjarseli“. Fer 1860 með foreldrum „ , frá Hróastöðum að Snartast. í Núpasveit.“ [Kb. Skinn.] og eru þau þar á manntali 1860. Kona Kristjáns Hjálmarssonar, sjá um hann hér nokkru ofar í tíð Jóns Björnssonar og um þau hjón bæði í kafla um Skógarsel og harmasögu þeirra í [ÆÞ. IV, bls. 119-120]. Dó á Siglufirði 22. ágúst 1935.

Kristín Kristjánsdóttir, f. 3. mars 1889 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.] og eru foreldrar hennar sögð „Kristján Hjálmarsson (áður á Hömrum) í Reykjavík“ og „ Kr. Ólína Guðmundsd. Narfastaðaseli“ hér næst á undan. Sjá nánar um þau Kristján og Ólínu í [ÆÞ. IV, bls. 119-120] og í kafla um Skógarsel. Kristín deyr 28. des. 1890 „barn frá Halldórsst., 2, Kvefveiki (Influenza)“ [Kb. Ein.].

1890 - 1910: Jón Sæmundsson og Guðný Þuríður Jóhannesdóttir

Skv. [ÆÞ. I, bls. 420] búa þau hjón í Narfastaðaseli svo sem hér er greint, og eru þar á fólkstali, síðast 31. des. 1909 [Sál. Helg.]. Annað fólk kemur þangað 1910 skv. kirkjubók. Jón er gjaldandi þinggjalda í Narfastaðaseli skv. [MaÞ.] árin 1891-1899, en þá endar sú skrá. Í [MaÞ.] er jafnframt getið Jakobs Hallgrímssonar 1892 á nafnlausri aukaskrá; 1893-1894 Jóns Sigurðssonar á skrá yfir búlausa; Jóhönnu Jónsdóttur á skrá yfir búlausa 1894; Eggerts Jochumssonar á skrá yfir húsmenn og hjú 1895, og Haraldar Illugasonar á skrá yfir húsmenn og hjú 1896 og 1897.

Jón var fæddur 14. maí 1860 í Skógarseli, sonur Sæmundar Jónssonar og Þórnýjar Jónsdóttur, sem þá eru „hjón í vinnumennsku í Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali s. á. Ekki annað vitað en hann fylgi foreldrum sínum að Stórulaugum og aftur að Skógarseli. Fermdur frá Skógarseli 24. maí 1874. Fer 1877 „ , 17, vmðr, Frá Helgastöðum að Grenjaðarstað“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1880 „ , 20, Ó, vinnumaður,“.

Guðný Þuríður var fædd 22. nóv. 1848, voru foreldrar hennar Jóhannes Halldórsson og Jakobína Kristín Jóhannesdóttir Bjering „búandi hjón á Þverá“ (í Reykjahverfi) [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali á Þverá 1850, 1855 og 1860, en fer 1864 „ , 15, vinnustúlka, frá Þverá að Jarlstöðum“

[Kb. Grenj.]. Kemur 1871 „ , vkona, frá Húsavík að Grenjaðarstað“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1880 „ , 31, Ó, vinnukona,“.

Jón og Guðný Þuríður voru gefin saman 29. júní 1883, þá bæði vinnuhjú á Grenjaðarstað [Kb. Grenj.]. Þau flytja 1885 ásamt Gunnari syni sínum frá Holtakoti að Árbót [Kb. Grenj.] og þaðan 1886 að Narfastaðaseli [Kb. Ein.], þar sem þau eru í húsmennsku til 1890, er þeirra getið í fólkstali þar í árslok 1889 [Sál. Helg.].

Við manntalið 1910 eru þau hjón á Breiðumýri ásamt Jakobínu, þar sem Jón er „HJ“ (= hjú), en við manntalið 1920 er hann vinnumaður á Einarsstöðum. Guðný Þuríður er þá á manntali á Gautlöndum „ , húskona, framfærð af börnum,“.

Guðný Þuríður kemur ásamt Jakobínu að Einarsstöðum 1922 [Kb. Grenj.]. Hún dó 24. des. 1923. Jón dó á Narfastöðum 20. okt. 1929. Sjá [ÆÞ. I, bls. 420].

Börn Jóns og Guðnýjar í Narfastaðaseli 1890-1910:

Gunnar Jónssonkemur með foreldrum sínum frá Árbót að Narfastaðaseli 1886 „ , 2, son þra, “ [Kb. Ein.]. Gunnar var fæddur 2. jan. 1884, eru foreldrar hans þá „hjón á Grenjaðarstað“ [Kb. Grenj.]. Gunnar er á manntali í Seli 1890 og 1901 og þar á fólkstali, síðast 31. des. 1907 [Sál. Helg.] (en ekki 1904, þá er hann í Skógarseli, sjá þar.). Gunnar, þá vinnumaður á Laxamýri, „drukknaði í Laxárfossum, 30 ára,“ 17. júní 1914 [Kb. Hús.].

Óli Jónsson, f. 30. nóv. 1886 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 420]. Óli er á manntali í Seli 1890 og 1901, þar síðast á fólkstali 31. des. 1908, en ári síðar vinnumaður á Öndólfsstöðum [Sál. Helg.]. Óli er á manntali á Helgastöðum 1910 „HJ“ (= hjú), en flytur þaðan 1913 „vm, 26,“ að Arnarvatni [Kb. Grenj.], [Kb. Mýv.], þar sem hann er á manntali 1920 „ , vinnumaður, Ó,“. Dó 1. sept. 1961, sjá [ÆÞ. I, bls. 420].

Jakobína Jónsdóttir, f. 16. jan. 1889 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 420]. Er á manntali í Seli 1890 og 1901 og fer þaðan 1910. Jakobína er með foreldrum sínum á manntali á Breiðumýri 1910 „HJ“ ( = hjú) og 1920 á Gautlöndum „ , vinnukona, Ó,“ þar sem móðir hennar er þá einnig. Þær mæðgur fara þaðan að Einarsstöðum 1922. Jakobína er á manntali á Narfastöðum 1930 „ , húskona, ýmis vinna, “ og eru þar með henni tvö fósturbörn, Ástríður Anna, og Jóna, dætur Sæmundar bróður hennar, sjá hér næst á eftir. Jakobína giftist Kristjáni Jakobssyni bónda á Narfastöðum. Sjá [ÆÞ. I, bls. 420].

Sæmundur Jónsson, f. 4. ágúst 1893 í Narfastaðaseli [ÆÞ. I, bls. 420]. Er á manntali í Seli 1901 og flytur þaðan 1910. Sæmundur var í vinnumennsku eftir að hann fór úr Narfastaðaseli, er 1910 á manntali í Glaumbæ „HJ“ (= hjú) og á Breiðumýri 1920 „ , lausamaður, Ó,“ er konuefni hans þar þá einnig „fjarverandi á Víkingavatni“. Hann kvæntist 11. júní 1921 Guðbjörgu Baldvinu Eggertsdóttur [ÆÞ. I, bls. 420] og flytja þau 1922 frá Víkingavatni að Einarsstöðum ásamt elstu dóttur sinni [Kb. Grenj.]. Þau eignast þrjár dætur á Einarsstöðum 1922-1927 [ÆÞ. I, bls. 421]. Sæmundur missti fótinn fyrir ofan hné og var örkumlamaður síðan. Við manntalið 1930 er hann „ , lausamaður,“ á Helgastöðum, staddur í Glaumbæ, þar sem kona hans er þá á manntali með

Gunnar Jónsson

Jakobína Jónsdóttir

Þóru dóttur þeirra. Sæmundur lést 11. nóv. 1966, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 420-422].

Annað skyldulið Jóns og Guðnýjar í Narfastaðaseli 1890-1910:

Þórný Jónsdóttir, móðir Jóns bónda, kemur aftur í Narfastaðasel 1894 „ , 60, vk.“ og er þar á fólkstali 31. des. 1894 og áfram til 31. des. 1897 [Sál. Helg.]. Fer þaðan 1898 „ , m. bónda, 66,“ að Víkingavatni [Kb. Ein.]. Hún er á manntali á Fjöllum 1901 „ , niðursetningur, lifir af tillagi barna sinna, 66,“ og deyr þar 22. maí 1902, sjá [ÆÞ. I, bls 415]. Sjá um Þórnýju hér ofar þegar hún er húsfreyja í Narfastaðaseli.

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Jóns og Guðnýjar:

Guðrún Jónsdóttir kemur 1890 frá Fótaskinni að Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Er þar á manntali s. á. „ , 80, E, sveitarómagi,“. Deyr í Narfastaðaseli 13. apríl 1892 „ , hreppsómgi frá Narfastaðas., 81“ [Kb. Ein.]. Guðrún var fædd um 1814 á Hafralæk og er þar með foreldrum, Jóni Ólafssyni og Þorbjörgu Þorkelsdóttur, og þrem systkinum á manntali 1816 „ , þeirra barn, 2,“. Við manntalið 1835 er hún vinnukona á Tjörn á 2. búi, en foreldrar hennar búa þá á 1. búi. Hún er hjá foreldrum á Jarlstöðum 1840 „ , 27, þeirra dóttir“ . Guðrún giftist 6. júní 1841 Jónasi Jónssyni, sem þá er „húsmaður á Jarlstöðum bólusetjari Ekkjumaður“ [Kb. Ness.]. Þau flytja árið eftir frá Jarlstöðum að Ystahvammi [Kb. Ness.] og deyr Jónas 10. júní 1845 „{ … } bólusetjari og lækningar einkum Blóðtökur ÿðkandi Bóndi frá Ytstahvammsgerði, 68½ árs gamall, Dauðamein: Umgángandi Landfarsótt.“ [Kb. Grenj.]. Flutti Guðrún þá aftur að Jarlstöðum [Kb. Grenj.], þar sem hún er á manntali ásamt föður sínum hjá systur sinni 1845. Fer 1847 þaðan að Múla [Kb. Ness.], [Kb. Múl.]. Guðrún er á manntali á Syðrafjalli 1850, í Miðhvammi 1855 og1860 í Brekku „ , 47, E, vinnukona,“. Við manntalið 1880 er hún enn á Syðrafjalli „ , 68, E, húskona,“. Fer 1888 „ , niðursetn, 82, frá Haga að Ljótsstöðum“ [Kb. Múl.].

Jón Sigurðsson er „húsmaður í Narfastaðaseli, 44 ára“ [Kb. Ein.], þegar hann kvænist Sigurbjörgu Jónatansdóttur 26. júní 1892. Þau hjón eru á fólkstali í Seli í árslok 1892 og 1893 ásamt dóttur sinni, en ekki 1894. Jóns er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1893 og 1894 á skrá yfir búlausa, síðara árið ásamt Jóhönnu Jónsdóttur, sjá hér neðar. Jón var fæddur 18. ágúst 1848, voru foreldrar hans Sigurður Magnússon og Kristbjörg Kristjánsdóttir (Jónssonar frá Mýri) „búandi hjón á Litlureykjum.“ [Kb. Grenj.]. Jón er hjá foreldrum á Litlureykjum við manntölin 1850, 1855 og 1860. Fer 1871 „ , vinnumaður, frá Reykjum litlu - Skógum“ [Kb. Grenj.] og er á manntali í Árbót 1880 og fer 1889 frá Tjörn að Öndólfsstöðum [Kb. Ein.] þar sem hann er á manntali 1890 „ , 43, Ó, vinnumaður,“. Jón og Sigurbjörg fara með dóttur sína 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Sigluvík á Svalbarðsströnd [Kb. Ein.]. Þau eru á manntali í Skógum í Nessókn 1901, þar sem Sigurbjörg er „hjú, 51,“ en Jón „leigjandi, landbúnaður, 54,“. Jón deyr 22. jan. 1907 „ , hreppsóm. frá Reykjum, 59, Gigt?“ [Kb. Grenj.].

Sigurbjörg Jónatansdóttir giftist Jóni hér næst á undan 26. júní 1892 „ , s. st. 38 ára“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörg var fædd 20. ágúst 1853 í Hörgsdal [Kb. Skút.], eitt af fjölmörgum börnum Jónatans Jónssonar og Kristínar Tómasdóttur, sjá um hana á tveim stöðum í kafla um Hörgsdal. Hún er með foreldrum á manntali á Fljótsbakka 1855 og 1860 í Hörgsdal og er þar við fermingu 1870. Sigurbjörg er á Kálfborgará við manntalið 1880 „ , 27, Ó, vinnukona,“ og fer 1886 „ , 33, vinnukona, frá Kálfborgará að Hjalla“ [Kb. Lund.] en er 1890 á viðaukaskrá A á manntali á Litlutjörnum. Kemur 1891 „ , 38, vinnukona, frá Mývatnssveit að Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Sigurbjörg er með manni sínum á manntali í Skógum í Reykjahverfi 1901, er Kristjana dóttir þeirra talin hjá Sigurbjörgu. Sigurbjörg dó 29. apríl 1910 „ekkja frá Yztahvammi, 59, Gröptur í kjálkunum“ [Kb. Grenj.]. Aldur stendur ekki nákvæmlega heima.

Jakob Pétur Hallgrímsson. Við fæðingu Arnþórs 24. febr. 1892, sjá hér neðar, eru foreldrar hans sögð „Jakob Hallgrímsson og Jóhanna Jónsdóttir hjón í Narfaztaðaseli“, og má því ætla, að Jakob hafi eitthvað verið í Seli, þó ekki sé hann þar á fólkstali 1892 eða 1893. Hans er þó getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1892 á nafnlausri aukaskrá. Sjá um hann í kafla um um Skógarsel.

Jóhanna Jónsdóttir er á fólkstali í Narfastaðaseli árslok 1893 „ , húsk., 23,“ ásamt Arnþóri syni sínum [Sál. Helg.]. Hennar er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1894 á skrá yfir búlausa, ásamt Jóni Sigurðssyni hér rétt ofar. Jóhanna var fædd 8. júlí 1871, óskilgetin, voru foreldrar hennar „Jón Kristjánsson vm á Byrningsst. í Laxárdal í Þing:syslu Helga Jónsdóttir vinnuk á Auðnum“ í Urðasókn [Kb. Tjarnarprk.]. Jóhanna giftist 19. okt. 1889, þá „vinnukona í Reykjahlíð, 19.“, Jakobi P. Hallgrímssyni hér næst á undan, sem þá er „vinnum í Reykjahlíð 26.“ Hún kemur með manni sínum að Daðastöðum 1890 og er þar á manntali þ. á. „ , 19, G, kona hans, vinnuk.“. Þau eru á fólkstali í Skógarseli 1891, en á Vaði við árslok 1892 ásamt tveim sonum [Sál. Helg.]. Jóhanna fer 1895 ásamt Arnþóri syni þeirra hjóna „ , 24, húsk, Frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi“ [Kb. Ein.]. Síðar (3. des. 1899 [Kb. Grenj.]) eignaðist hún soninn Helga Benediktsson, sem var þekktur athafnamaður í Vestmannaeyjum.

Arnþór Jakobsson, sonur Jóhönnu og Jakobs P. hér næst á undan, var fæddur 24. febr. 1892, voru foreldrar hans þá „hjón í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.] og er á fólkstali með foreldrum sínum á Vaði við árslok 1892, en með móður sinni í Narfastaðaseli í árslok 1893 „ , h-ar barn, 1, “ [Sál. Helg.]. Fer með móður sinni 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi, sjá hjá henni. Við manntalið 1901 er hann „ , tökudrengur, 9,“ á Hömrum. Hann er „ , lausamaður, verkamaður, Ó, “ í Gafli á manntalinu 1920.

Kristjana Jónsdóttir, f. 2. maí 1893 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], dóttir Jóns og Sigurbjargar hér nokkru ofar, og er á fólkstali með foreldrum sínum þar í árslok 1893. Fer með þeim 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Sigluvík. Er „ , kaupakona, Ó,“ í Garðshorni við manntalið 1920.

Eggert Jochumsson er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1894 „ , húsm., 61“ með konu sína og þrjár dætur [Sál. Helg.]. Hans er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] 1895, á skrá yfir húsmenn og hjú. Hann er „ , húsm, 62“ á Hólkoti 31. des. 1895, þar með konu sinni og tveim börnum. Eggert var fæddur 15. júlí 1833 í Skógum í Þorskafirði, sonur hjónanna Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdóttur. Eggert var faðir sr. Matthíasar pr. á Helgastöðum. Eggert kemur 1892 „ , 59, kennari, frá Ísafirði að Helgastöðum“ ásamt seinni konu sinni Guðrúnu og dóttur þeirra Guðbjörgu Baldvinu [Kb. Ein.], sjá hér á eftir. Hann fer 1899 „ , húsm, 65“ frá Höskuldsstöðum á Ísafjörð, ásamt konu sinni og þrem

Sigurbjörg Jónatansdóttir

Kristjana Jónsdóttir

börnum [Kb. Ein.]. Sjá nánar um æviferil Eggerts í [Ktal I, bls. 103] og í [Guðf. bls. 236-237]. Hann andaðist 27. júní 1911.

Guðrún Kristjánsdóttir, s. k. Eggerts hér næst á undan, er á fólkstali með honum í Narfastaðaseli 31. des. 1894, „ , kona hs, 29,“ [Sál. Helg.], sjá um veru hennar í Reykjadal hjá honum. Guðrún var fædd 15. okt. 1865, voru foreldrar hennar Kristján Jónsson b. á Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal og k. h. Sólveig Jónsdóttir. Guðrún giftist Eggert 9. okt. 1891. Sjá [Ktal I, bls. 103]. Hún andaðiðst 3. sept. 1919.

Guðbjörg Baldvina Eggertsdóttir, dóttir Eggerts og Guðrúnar hér næst á undan, er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1894 „ , börn þra, 3“ [Sál. Helg.]. Árið eftir er hún með foreldrum og Ástríði Guðrúnu systur sinni á Hólkoti. Guðbjörg var fædd1. júlí 1891 á Ísafirði [ÆÞ. I, bls. 420-421], [Ktal I, bls. 103]. Hún kemur 1892 með foreldrum sínum frá Ísafirði að Helgastöðum „ , 1, dóttir þra“ og fer með þeim frá Höskuldsstöðum á Ísafjörð 1899 „, börn þra, 7,“ [Kb. Ein.]. Guðbjörg giftist Sæmundi Jónssyni, sjá hjá honum hér ofar. Dó 14. apríl 1951.

Kristjana Anna Eggertsdóttir, dóttir Eggerts og Guðrúnar hér ofar, f. 24. nóv. 1894 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.]. Árið eftir er hún „ , tökub, 1“ á Breiðumýri [Sál. Helg.]. Hún er á manntali á Breiðumýri 1901 „ , fósturbarn, 6,“ þeirra Benedikts Jósefssonar og Kristjönu Benediktsdóttur, er hún svo einnig við manntalið 1910. Kristjana Anna giftist 2. ágúst 1913 Sigurmundi Sigurðssyni lækni og eru þau á manntali á Breiðumýri 1920. Sjá um þau og börn þeirra í [Lækn. I, bls. 697-698] (þar nefnd Anna Kristjana, einnig í manntölunum). Dó 20. ágúst 1932.

Ástríður Guðrún Eggertsdóttir, tvíburasystir Kristjönu Önnu hér næst á undan, f. 24. nóv. 1894 í Narfastaðaseli. Foreldrar þeirra voru þá „hjón í húsmennsku í Narfastaðaseli“ [Kb. Ein.]. Ástríður er með foreldrum sínum og Guðbjörgu á fólkstali á Hólkoti við árslok 1895. Ástríður fer 1896 „ , 2, fósturbarn, frá Hólkoti á Húsavík“ [Kb. Ein.], hún mun að mestu hafa verið alin upp á Húsavík hjá sr. Jóni Arasyni frænda sínum, hún er þar hjá presthjónunum við manntalið 1901 „ , ættingi, 6,“ og 1910 „FOBA“ (= fósturbarn). Hún fer þaðan til Vesturheims 1914 „ , heimasæta, 19“ [Kb. Hús.], [Vfskrá], giftist síðar Þórarni Grímssyni, bróður sr. Sveins Víkings, bjuggu þau eitthvað í Vesturheimi, en komu aftur til Íslands.

Haraldur Ingi Illugason, kemur að Narfastaðaseli 1895 „ , 31, húsmaður “ frá Úlfsbæ. Hann fer frá Narfastaðaseli að Heiðarseli 1897 ásamt konu og dóttur [Kb. Ein.]. Haraldar er getið í Narfastaðaseli í [MaÞ.] árin 1896 og 1897, á skrá yfir húsmenn og hjú. Haraldur var fæddur 28. apríl 1864 á Íshóli, kemur með foreldrum sínum frá Fljótsbakka að Heiðarseli 1865 [Kb. Lund.]. Hann er þar á manntali 1880, 1890, 1901, 1910, 1920 og 1930. Fer 1893 „ , vm., 29,“ frá Heiðarseli að Þverá í Staðarbyggð. Bóndi í Heiðarseli 1897-1936, sjá um hann í kafla um Heiðarsel. Dó 16. maí 1938 á Fljótsbakka. Sjá um Harald og börn hans í [ÆÞ. IV, bls. 182-186].

Rósa Gunnlaugsdóttir, kona Haraldar hér næst á undan, kemur með honum að Narfastaðaseli 1895 „ , 25, kona hans, “ frá Úlfsbæ [Kb. Ein.], [ÆÞ. I, bls. 182] og fer með honum að Heiðarseli 1897. Rósa var fædd 9. júní 1870 á Krónustöðum í Eyjafirði, og voru foreldrar hennar Gunnlaugur Sigfús Þorleifsson og Margrét Guðmundsdóttir „ , búandi hjón á Krónustöðum“ [Kb. Saurbs.]. Hún fer þaðan með foreldrum og systkinum 1871 að Lögmannshlíð

Kristjana Anna Eggertsdóttir

Ástríður Guðrún Eggertsdóttir

[Kb. Saurb.], [Kb. Glæs.]. Foreldrar hennar fara 1880 frá Sólborgarhóli, Margrét að Miklagarði, þar sem hún er á manntali 1880 „ , 41, S, vinnukona,“ en Gunnlaugur að Garðsá með einn son þeirra. En nokkur börn þeirra eru áfram í Lögmannshlíðarsókn, sum niðursetningar, þ. á m. Rósa, sem er á manntali í Syðrakrossanesi 1880 „ , 10, Ó, niðursetningur“. Rósa fer 1888 „ , vinnuk.,“ frá Völlum í Saurbæjarsókn að Hálsi í Fnjóskadal, en er á manntali á Sigríðarstöðum 1890 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Þaðan fer hún 1893 að Ljósavatni [Kb. Hálss.], en svo aftur að Sigríðarstöðum 1895 [Kb. Þór.]. Haraldur og Rósa, þá bæði í Narfastaðaseli, voru gefin saman í Einarsstaðakirkju 25. okt. 1895 [Kb. Ein.]. Rósa dó 17. ágúst 1943 á Fljótsbakka [ÆÞ. IV, bls. 182].

Auður Haraldsdóttir, dóttir Haraldar og Rósu hér næst á undan, f. 29. ([ÆÞ. IV, bls 182] segir 21.) júlí 1896 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], fer með foreldrum að Heiðarseli 1897 „ ,1, d. þra, “ . Auður er í Heiðarseli á aðalmanntali 1901, 1910 og 1920 og á manntölum sóknarprests við árslok til 1927, en þá enda þau. Hún er farin úr Heiðarseli við aðalmanntalið 1930. Auður fluttist til Akureyrar 1942, dó þar 13. jan. 1977 [ÆÞ. IV, bls. 182]. (Skv. skrá yfir innkomna í Einarsstaðasókn [Kb. Ein.] flytjur Sigfús Þórarinsson ásamt konu og þrem börnum frá Halldórsstöðum í Bárðardal að Narfastaðaseli 1897. En þau eru ekki þar á fólkstali í 31. des. 1897, heldur í Skógarseli, sjá þar. Kann þarna að vera einhver villa í bókunum, nema þau hafi flutt í Skógarsel frá Seli á miðju vistarári).

Sigríður Jónsdóttir er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1898 „ , húsk., 58,“ [Sál. Helg.]. Hún er þar á manntali 1901 „ , húskona, landbúnaður, 61, Sk,“ en flytur að Engidal 1908,ásamt Margréti dóttur sinni [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 20. apríl 1840, voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hjón á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Sigríður eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869, sjá hér næst á eftir, og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb.Fjall.].Sigríður giftist Sigurði Jónssyni 5. júlí 1878, þá í Víðum, [Kb. Ein.], en Sigurður var albróðir Guðna í Narfastaðaseli, sjá hér síðar. Þar fæðist þeim dóttirin Guðrún Valgerður, sjá hér neðar. Þau eru á manntali í Stórási 1880, en fara að Árbakka 1881, þar sem þau eignast soninn Jón 23. ágúst þ. á. Þau fara síðar að Vindbelg, þar sem Unnsteinn sonur þeirra, sjá hér neðar, var fæddur og eru þar á manntali 1890. Eru á fólkstali í Stafnsholti 31. des. 1894, 1895 og 1896 ásamt Unnsteini [Sál. Helg.]. Sigríður var á ýmsum stöðum, m. a. fer hún að Laugaseli 1911 „ , Ekkja, 71, Stórutungu - Laugasel“ [Kb.Lund.], [Kb. Grenj.] sjá í kafla um Laugasel. Hún dó 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Sigríðar hér næst á undan, er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1899 „ , lausak., 30,“. Hún er þar á manntali 1901 „(Margrét neitar að svara spurningum)“ og flytur 1908 að Engidal ásamt móður sinni. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“; voru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir har, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét fylgir móður sinni, fer með henni að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, sjá hjá henni, en var síðan víða í hús- eða vinnumennsku. Er á manntali á Brettingsstöðum 1890. Kemur ásamt móður sinni 1911 að Laugaseli „ , d. h., 41, Stórutungu - Laugasel“ [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Er á manntali í Stafnsholti 1920 „ , húskona, landbúnaður,“ og fer 1926 „húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“ [Kb. Grenj.].

Sigríður Jónsdóttir

Margrét Sigvaldadóttir

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, dóttir Sigríðar hér rétt ofar, er á fólkstali í Narfastaðaseli 31. des. 1900 „ , v. k., 21,“ [Sál. Helg.], en er þar ekki árið eftir. Valgerður var fædd í Víðum 14. febr. 1879, dóttir Sigurðar Jónssonar og Sigríðar hér rétt ofar, sjá hjá henni, eru foreldrar hennar þá „ , hjón í Víðum“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Stórási 1880 og að Árbakka 1881, en 1890 er hún á manntali í Víðum „ , 11, Ó, sveitarbarn,“. Valgerður var víða í vinnumennsku, hún er á fólkstali „vk. 15“ í Stafnsholti við árslok 1893 [Sál. Helg.], kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum.

Unnsteinn Sigurðsson, bróðir Guðrúnar Valgerðar hér næst á undan, kemur frá Engidal að Narfastaðaseli 1904 „ , stud. real, 19, “ [Kb. Ein.]. Hann sýnist vera í Seli til 1906, því hann er þar á fólkstali 31. des. 1905 „ , var á realskól., 20,“, „átti þar líka heima í fyrra frá Engid“ [Sál. Helg.]. Unnsteinn var fæddur 4. jan. 1885 í Vindbelg, sonur Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem þá eru þar „húsmenskuhjón“ [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1890 „ , 5, Ó, sonur þeirra, á sveit,“, en það er faðir hans þá einnig. Hann er með foreldrum sínum í Stafnsholti á fólkstali 31. des. 1894, 1895 og 1896 [Sál. Helg.] og fer þaðan 1897 „ , 12, s. hans, frá Stafnsholti að Engidal“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1901 „ , hjú þeirra, 16,“ og er á manntali sóknarprests þar við árslok 1901-1903 [Sál. Eyj.]. Unnsteinn kvæntist Rebekku Jónsdóttur, þá bæði á Jarlstöðum, 5. júní 1911 [Kb. Mýv.] og býr þar skv. manntali sóknarprests 31. des. 1912, og 1913 í Sandvík [Sál. Eyj.]. Við árslok 1914 er Rebekka hjá móður sinni og Sturlu bróður sínum á Jarlstöðum, mun Unnsteinn þá hafa verið látinn. Sjá um Rebekku í kafla um Bjarnastaði.

1910 - 1940: Jón Tryggvi, Guðrún Hólmfríður og Magnús Guðnabörn

Jón Tryggvi kemur „ , bóndi, 45, frá Engidal að Narfastaðaseli“ árið 1910 og er þar á manntali þ. á. ásamt Guðrúnu Hólmfríði (sem kemur frá Litlulaugum) og Magnúsi (sem kemur frá Víðum). Þau eru einnig á manntali í Narfastaðaseli 1920 og 1930, og er Jón Tryggvi þá „húsbóndi, bóndi“, Guðrún Hólmfríður „bústýra“ eða „ráðskona“, en Magnús talinn vinnumaður eða hjú. Jón Tryggvi var heilsuveill síðustu árin, og er óglöggt, hvort eða hvenær Magnús tekur við búsforráðum.

Árið 1940 fer Narfastaðasel í eyði og á manntali 2. des. þ. á. er Magnús að vísu talinn til heimilis í Seli, „fyrrv. bóndi“. „Húsráðandi hættur búskap og fluttur burtu, en hefur ekki eignast annað heimilisfang ennþá“, en dvalarstaður Brettingsstaðir. Um bæinn er sagt: „Í eyði síðan í haust (1940)“. En Guðrún Hólmfríður er þá til heimilis í Máskoti „ættingi húsm.“

Jón Tryggvi var fæddur í Grjótárgerði 23. jan. 1865, þar sem foreldrar hans, Guðni Jónsson og Þuríður Aradóttir, voru „húsmennskuhjón“ [Kb. Lund.]. Hann fer með foreldrum frá Grjótárgerði 1869 og frá Heiðarseli að Leikskálaá 1870. Kemur með þeim 1873 „ , 10, börn þra, úr Kinn að Fljótsbakka“ og þaðan er hann fermdur 25. maí 1879 [Kb. Ein.]. Hann er með þeim á manntali á Hjalla 1880, en fer þaðan 1882 „ , 17, vm.“ að Grjótárgerði [Kb. Ein.] til Kristjáns föðurbróður síns, en kemur þaðan aftur í Reykjadal að Daðastöðum 1884 [Kb. Ein.], [Kb. Lund.]. Fer 1889 frá Hallbjarnarstöðum að Baldursheimi

Unnsteinn Sigurðsson

[Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1890 „ , 25, Ó, vinnumaður,“. Kemur 1895 „ , 30, vinnum., frá Engidal að Hólum í R. d.“.

Jón Tryggvi var vinnumaður í Skógarseli 1899-1901, sjá þar, en fer þá að Engidal og er þar á manntali 1901 „ , hjú þeirra, 36,“. Er þar vinnumaður skv. manntali sóknarprest við árslok 1901-1903, en er vinnumaður á Halldórsstöðum í Bárðardal við húsvitjun 1904-1906 og á Sigurðarstöðum við árslok 1907 og 1908 skv. manntali sóknarprests. „Bóndi, 44“ í Engidal við árslok 1909 með Martein Halldórsson sem vinnupilt [Sál. Eyj.].

Jón Tryggvi dó í Narfastaðaseli 21. febr. 1940 [Dagb. Á. Jak.], en Þjóðskrá segir 22. febr.

Guðrún Hólmfríður var fædd í Grjótárgerði 26. maí 1869 [Kb. Lund.]. (Þjóðskrá segir 12. maí). Fer með foreldrum sínum fæðingarárið að Heiðarseli og að Leikskálaá 1870. Hún kemur með foreldrum sínum og systkinum 1873 „úr Kinn að Fljótsbakka“ og er með þeim á manntali á Hjalla 1880 „ , 11, Ó, dóttir þeirra,“ og fer með þeim að Kasthvammi 1886, en 1890 er hún ámanntali í Syðri-Neslöndum „ , 20, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1901 „ , til föður síns, 31, frá Fremstafelli að Hjalla“ [Kb. Ein.] og er þar hjá honum við manntalið 1901 „ , dóttir hans, bústýra, 31,“ þar sem hann er þá húsmaður.

Guðrún Hólmfríður deyr í Máskoti 4. sept. 1956.

Magnús var fæddur 29. okt. 1872 á Hóli í Kinn [Kb. Þór.] (manntöl eru margsaga um fæðingardag og fæðingarár og þjóðskrá segir 24. okt. 1873 (1872)!). Hann fer með foreldrum sínum og systkinum 1873 „ , 1, börn þra, úr Kinn að Fljótsbakka“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali á Hjalla 1880. Fer með þeim þaðan að Kasthvammi 1886 [Kb. Ein.] og að Úlfsbæ 1888 [Kb. Grenj.], en 1890 er hann „ , 17, Ó, vinnumaður,“ í Hólum í Laxárdal ásamt Kristjáni bróður sínum. Hann er í Skógarseli við árslok 1898 [Sál. Helg.], en við manntalið 1901 er hann „ , vinnumaður, 28,“ á Auðnum.

Magnús deyr á Húsavík 13. nóv. 1943, þá líklega til heimilis á Daðastöðum.

Ekkert þessara þriggja systkina giftist né átti afkomendur. Sjá einnig um Jón Tryggva og Magnús í kafla um Skógarsel.

Skyldulið ábúenda í Narfastaðaseli 1910-1940:

Guðni Jónsson, faðir systkinanna í Narfastaðaseli, kemur með Guðrúnu Hólmfríði þangað frá Litlulaugum 1910 og er þar á manntali þ. á. Dó 13. ágúst 1919 „Ekkill Narfastaðaseli, 83“ [Kb. Grenj.]. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.], sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, bróðir Kristjáns í Stórutungu og Sigurgeirs í Víðum, sjá [Laxd. bls. 90-92], og Sigurðar, föður Valgerðar Sigurðardóttur. Guðni, þá vinnumaður á Kálfaströnd, eignast 1859 dótturina Guðrúnu Sigurlaugu með Sigurbjörgu Stefánsdóttur. Hann flytur 1860 „ , 24, vinnumaður,“ frá Árbakka að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], þar sem hann er á manntali þ. á. Guðni kvæntist Þuríði Aradóttur 2. okt. 1863, þá bæði í vinnumennsku í Grjótárgerði. Þau fara 1869 í Heiðarsel og árið eftir að Leikskálaá. Þau eru víða við búskap og í húsmennsku, koma 1873 með fjórum börnum „úr Kinn að Fljótsbakka“ [Kb. Ein.] (þaðan er Jón Tryggvi fermdur 1879 [Kb. Ein.]). Eru á manntali á

Hjalla 1880 með fimm börnum þeirra hjóna, þeim Selssystkinum, Kristjáni og Hólmgeiri. Fara þaðan 1886 að Kasthvammi ásamt Guðrúnu Hólmfríði, Magnúsi og Guðfinnu Sólveigu [Kb. Ein.] og þaðan 1888 að Úlfsbæ ásamt Magnúsi og Guðfinnu Sólveigu [Kb. Grenj.]. Eru á manntali á Rauðá 1890 með Guðfinnu Sólveigu.Guðni er á manntali á Hjalla 1901 „ , húsmaður, 65,“ ásamt Guðrúnu Hólmfríði. Sjá einnig um Guðna í köflum um Árbakka, Grjótárgerði, Heiðarsel og Skógarsel.

Guðfinna Sólveig Guðnadóttir, dóttir Guðna hér næst á undan, kemur 1910 frá Húsavík að Narfastaðaseli „ , vinnuk., 30“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1919 „ , sjúkl., 38, frá Narfastaðaseli að Akureyri,“ [Kb. Grenj.], þar sem hún deyr 17. okt. 1920 „ , lausakona á Akureyri, 39,“ [Kb. Ak.]. Guðfinna Sólveig var fædd 3. nóv. 1880 á Hjalla, dóttir Guðna og Þuríðar Aradóttur k. h. [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Kasthvammi 1886 [Kb. Ein.] og að Úlfsbæ 1888 [Kb. Grenj.] og er með foreldrum á manntali á Rauðá 1890 og kemur þaðan 1898 með foreldrum sínum að Skógarseli, þar sem hún er á fólkstali 1898 1900, en er meðal burtvikinna úr Einarsstaðasókn 1901 „ , vk, 20, frá Skógarseli að Húsavík“. Hennar er einnig getið í kafla um Skógarsel.

Jakobína Þórðardóttir, uppeldisdóttir Narfastaðaselssystkinanna, kemur 1914 „ , tökubarn, 7, frá Húsavík að Narfastaðaseli“ [Kb. Grenj.] og er þar á manntali 1920 og 1930 „ , fósturdóttir þeirra,“ hið síðara manntalsár sögð í Húsmæðraskólanum á Laugum, þar sem hún er þó ekki á skrá manntalsins. Jakobína flutti úr Seli upp úr miðjum fjórða áratugnum. Jakobína var fædd 4. maí 1907, dóttir Þórðar Egilssonar og Guðbjargar Sigurðardóttur (sjá um Guðbjörgu í köflum um Skógarsel og Víðasel), þá „hjón á Héðinshöfða“ [Kb. Hús.]. Jakobína dó í Reykjavík 16. júlí 1986 [Skrá Hagstofu Íslands yfir dána 1986].

Vandalausir í Narfastaðaseli í búskapartíð Selssystkinanna 1910-1940:

((?) Kristín Þuríður Þorbergsdóttir er á manntali í Narfastaðaseli 1. des. 1910, en er þó ekki á fólkstali þar 31. s. m. Ekki verður fullyrt, að Þuríður hafi átt heima í Seli, því hún er einnig skráð á Litlulaugum hjá foreldrum sínum við sama manntal, og gæti því hafa verið gestkomandi í Narfastaðaseli, en um það segir spjaldaútskrift manntalsins í Þjóðskjalasafni ekkert. Þuríður var fædd 7. jan. 1895 á Litlulaugum. Hún var lengi húsfreyja í Klambraseli, kona Kristjáns Jóhannessonar b. þar. Dó 18. ágúst 1977, sjá [ÆSiÞ. bls. 111-124], þar einnig um afkomendur.)

Mikið mun upp á vanta, að náðst hafi til allra íbúa í Narfastaðaseli. Þó má ætla, að árin sem fólkstöl eða sálnaregistur eru gjörð, þ. e. árin 1856, 1857, 1859 og 1889-1910, hafi náðst til velflestra.

Þannig lokið til bráðabirgða 7. febr. 1999. Endurunnið og breytt veturinn 2005-2006. R. Á. Leiðr. á 1. próförk lokið 9. febr. 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 25. jan.. 2009. R. Á.

Jakobína Þórðardóttir

Kristín Þuríður Þorbergsdóttir

Lítill viðauki

um Sigurbjörgu Davíðsdóttur

s. k. Jóns Björnssonar í Narfastaðaseli

Sigurbjörg kemur 1887 „ , 47, búst., Frá Miðhv. að Glb.seli“ [Kb. Ein.], [Kb. Grenj.] ásamt Kristjáni Rafnssyni syni sínum. Hún giftist Jóni 10. okt. þá um haustið [Kb. Ein.] og eru þau á manntali í Glaumbæjarseli 1890, ásamt Guðlaugi syni þeirra hjóna og Kristjáni. Þar er Sigurbjörg sögð fædd í Illugastaðasókn, en fæðingu hennar er þar ekki að finna, enda víxlað fæðingarsóknum þeirra hálfbræðranna í manntalinu.

Sigurbjörg Una Davíðsdóttir var fædd 29. júlí 1848, voru foreldrar hennar „Davíð Grímsson vinnumaður á Hálsi í Fnjóskadal og Helga Jóhannesdóttir á Þröm. Þetta var beggja 1ta Friðlulífis brot“ [Kb. Kaup.]. Foreldrar Helgu bjuggu á Þröm 1845 ásamt þrem börnum sínum, en Helga var alin upp á Steinkirkju, líklega hjá Guðlaugi móðurbróður sínum, og er þar á manntali 1840 og 1845. Helga kemur 1848 „ , 19, vinnukona, frá Steinkirkju í Hnjóskadal að Þremi“ [Kb. Kaup.] til að eiga barnið, en fer 1849 „ , 19, vinnukona, frá Þröm að Melum“ ásamt Sigurbjörgu Unu „ , 1, hennar barn,“ [Kb. Kaup.]. Þær mæðgur eru á manntali á Melum í Fnjóskadal 1850, er Helga þar „ , 20, Ó, vinnukona,“. Við manntalið 1855 er Helga gift vinnukona í Austari Krókum, en Sigurbjörg Una fer 1854 „ , 6, barn, frá Melum að Þröm“ [Kb. Hálsþ.] og er 1855 á manntali á Þröm „ , 8, Ó, tökubarn, “ hjá afa sínum og ömmu, Jóhannesi Bjarnasyni og Halldóru Eiríksdóttur, og þremur móðursystkinum. Hún er þar einnig á manntali 1860 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ og er fermd þaðan 1863, er húsmóðir hennar þá „Halldóra Eiríksdóttir, ekkja búandi á Þröm.“ [Kb. Kaup.].

Sigurbjörg Una fer í vinnumennsku eins og vænta mátti; fer 1868 „ , 20, vinnukona, frá Syðrahóli að Jódísarstöð.“ [Kb. Kaup.], [Kb. Munk.], kemur þaðan aftur 1869 að Þröm [Kb. Munk.], [Kb. Kaup.], fer þaðan 1871 að Skarði í Laufáss. [Kb. Kaup.] (sem Sigurbj. Una), [Kb. Laufáss.], kemur 1873 frá Skarði að Þórustöðum (einungis Sigurbjörg) og 1874 frá Þórustöðum að Leifsstöðum [Kb. Svalb. (Glæs.)], [Kb. Kaup.], fer 1876 frá Leifsstöðum að Veturliðastöðum og þaðan 1878 að Syðrivarðgjá [Kb. Kaup.], en ekki finnst hennar þá getið í [Kb. Hálsþ.]. Fer 1880 „ , 32, vinnukona, frá Leifsstöðum að Bitru“ [Kb. Kaup.], en í [Kb. Glæs.] (aftast) er hún sögð koma þ. á. sem „Sigurbjörg Anna Davíðsdótt, Húskona, 31, Frá Svertingsstöðum í Staðarbygð að Bitru“. Hún er á manntali í Bitru 1880 (sem Sigurbjörg Anna) „ , 31, Ó, húsk., lifir af vinnu sinni,“. Sigurbjörg fer 1881 sem „Sigurbjörg Anna Davíðsdóttir, húskona, 33, Frá Bitru eitthvað norður.“ [Kb. Glæs.]. Kemur s. á. (sem Sigurbjörg Davíðsdóttir) „ , 33, vinnuk. að Hallgilsstöðum fr. Bitru í Kræklingahlíð“ [Kb. Hálsþ.]. Þangað kemur sama ár Rafn Ólafsson „ , 66, vinnum, að Hallgilsstöðum fr. Leifsstöðum í Sv.s.“, en hann var á manntali í Leifshúsum 1880 „ , 66, S, vinnumaður,“. Þessi „millilending“í Hálsprestakalli hefur úrslitaþýðingu til að sanna að þetta er sama konan.

Sigurbjörg og Rafn fara 1882 „ , frá Hallgilsstöðum að Hálsi í Kinn.“ [Kb. Hálsþ.]. Þau eignast soninn Kristján 6. júní 1882, þá „ógift hjú á Hóli“ [Kb. Þór.]. Engin skrá er um innkomna né burtvikna í Þóroddsstaðarprestakalli 1879-1887.

Sigurbjörg kemur 1884 „ , 37, vkona, frá Fagranesi að Grenjaðarstað“ [Kb. Grenj.], en Kristján kemur 1885 „ , 3, með móðr, frá Sýrnesi að Klömbrum“ [Kb. Grenj.]. Hvenær þau koma inn í Múlasókn, hef ég ekki fundið. Rafn, sem fæddur var 1815 á Landamóti, deyr 14. sept. 1886 „ , frá Úlfsbæ í Ljósavatnshreppi, 71 ár, blindur, dó á ferð á Ísólfstöðum“ [Kb. Hús.].

Tekið saman vorið 2006. R. Á.

Ábúendur í Narfastaðaseli

1836 - 1865: Jón Björnsson og Guðrún Kristjánsdóttir

1865 - 1870: Páll Pálsson og Elísabet Friðrika Jónsdóttir

1870 - 1874: Kristján Jónsson og Sesselja Sigurðardóttir 1874 - 1890: Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir

1890 - 1910: Jón Sæmundsson og Guðný Þuríður Jóhannesdóttir

1910 - 1940: Jón Tryggvi, Guðrún Hólmfríður og Magnús Guðnabörn

Skammstafanir og skýringar:

[AlmÓTh.]: Almanak Ólafs Thorgeirssonar, Winnipeg.

[BT.]: Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Rvík 1973.

[Guðf.]: Björn Magnússon: Guðfræðingatal 1847-1957, Rvík 1957.

[Gull]: Jón Haraldsson: Gull í gamalli slóð, Ak. 1963.

[Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Ktal]: Ólafur Þ. Kristjánsson: Kennaratal á Íslandi I., Rvík 1958.

[Landn.]: Thorleif Jackson: Framhald af Landnámssögu Nýja Íslands, Winnipeg 1923.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[Lækn.]: Læknar á Íslandi, 2. útg., Rvík 1970.

[MaÞ.]: Manntalsbækur Þingeyjarsýslu (Þing. VIII. B. og Þing. VIII. C.) í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993.

[Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.

[Væv.]: Benjamín Kristjánsson: Vesturíslenskar æviskrár, Akureyri 1961 (I.) og 1964 (II.).

[ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992.

[ÆÞ.]: Indriði Indiðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: