63 minute read

2.12 Laugasel

Next Article
2.9 Hörgsdalur

2.9 Hörgsdalur

Undir Stórulaugar segir í [Jb.]:

„Selstöðu með tilliggjandi landi á jörðin á heiðinni framm frá Reykjadal í Laugatúngu, og er það kallað að forngildu xH land. Þessa selför ljena jarðeigendur Haganesi við Mývatn fyrir tuttugu álna toll. [ ... ].“

Engir eru hér á manntali 1801 né 1816.

1831 - 1837: Andrés Sveinsson og Björg Jónsdóttir

Andrés og Björg koma að Laugaseli 1831, þá fer Björg úr Þverársókn „frá Halldórsstöðum að nýbýli í Einarsstaðasókn“ [Kb. Grenj.] og „húsfreyja frá Haldórstöðum í Laxárdal að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1835, en flytja 1837 frá Laugaseli að Hörgsdal [Kb. Ein.], [Kb. Skút.]. Andrés er gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel í manntalsbók 1832-1837.

Andrés var fæddur 26. sept. 1798 í Fagraneskoti, og voru foreldrar hans Sveinn Andrésson og Sigríður Kolbeinsdóttir [Kb. Múl.], og er Andrés með þeim á manntali þar 1801. Þar er sagt um Svein föður hans: „stræbsom endskiönt manden er halvblind“. Foreldrar Andrésar búa á Ljótsstöðum við manntalið 1816 og er Andrés þar með þeim ásamt tveim yngri systkinum. Sjá [Laxd. bls. 108].

Andrés flytur 1824 frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Litlulaugum [Kb. Ein.], en virðist fara aftur að Halldórsstöðum, því hann kemur 1826 aftur þaðan að Stórulaugum og er þar vinnumaður er hann eignast 24. sept. 1826 dótturina Guðrúnu, sjá síðar. Þá eignast hann með Björgu, er síðar varð kona hans, dótturina Ingibjörgu, f. 3. nóv. 1828 á Halldórsstöðum í Laxárdal, þá enn sagður „vinnumaður ógiftur á Stórulaugum“ [Kb. Grenj.].

Björg var fædd í Lásgerði, skírð 3. júlí. 1797, voru foreldrar hennar Jón Jónsson og Ingbjörg Andrésdóttir [Kb. Helgast.prk.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1801, er faðir hennar þá 78 ára og móðir hennar 36 ára. Við manntalið 1816 er Björg á Langavatni „ , vinnukona, 20,“.

Eins og áður segir eignast Björg með Andrési dótturina Ingibjörgu 3. nóv. 1828, þá „vinnukona ógift á Halld. í Lax.“ [Kb. Grenj.].

Andrés og Björg voru gefin saman 8. maí 1831. Andrés er þá vinnumaður á Stórulaugum „hans aldur 321/2 ár“ en Björg vinnukona á Halldórsstöðum í Laxárdal „hennar aldur 325/6 ár“ [Kb. Grenj.]. Þau sýnast byggja það ár í Laugaseli, sbr. það sem áður er sagt um búferlaflutninga Bjargar. Þau fara 1837 að Hörgsdal og eru þar í hús- eða vinnumennsku - þó með hléum - fram yfir 1850, þau eru þar á manntali þ. á. ásamt dóttur sinni, sem annars var alin upp á Litlulaugum.

Andrés og Björg flytja frá Helluvaði að Hvarfi 1853 [Kb. Skút.] og er getið þar í fólkstölu um nýár 1855; gefur Eyjardalsárprestur þá svofelldan vitnisburð um hegðun og kunnáttu Andrésar: „trúr og þjónustugefinn, einfaldur“ og um Björgu: „ekki ætíð orðgiætin, allvel að sér í andl.“ [Sál. Eyj.]. Þau eru í húsmennsku á Fljótsbakka við manntalið haustið 1855, í vinnumennsku á Hallbjarnarstöðum í R. 1860. Við manntalið 1880 er Andrés á manntali á Grenjaðarstöðum „ , 82, E, niðursetningur,“ og deyr þar 16. maí 1884 [Laxd. bls. 108]. Björg andaðist 26. júní 1864 „ , gipt kona á Stórulaugun, 66, krabbameini“ [Kb. Ein.].

Dóttir Andrésar í Laugaseli 1831-1837:

Guðrún Andrésdóttir er á manntali hjá föður sínum í Laugaseli 1835. Hún flytur með honum og stjúpmóður sinni að Hörgsdal 1837 [Kb. Ein.], [Kb. Skút.]. Guðrún var fædd 24. sept. 1826 og voru foreldrar hennar „Andrés Sveinsson vinnumaður á Stórulaugum, og Ingiríður Eiríksd: niðurseta á Halldórsst: b) hennar 5ta friðlulífisbrot“ [Kb. Grenj.]. (Ingiríður þessi flytur frá Litlulaugum að Halldórsstöðum 1825 „ , 49, niðurseta, hefir átt 4ur Börn í Lausaleik, þar af 2 föðurlaus“ [Kb. Grenj.]. Við manntalið 1816 var Ingiríður „ , niðurseta, 38,“ á Stórulaugum, sögð fædd í Haga). Ekki finn ég hvaðan eða hvenær Guðrún fer að Laugaseli, en hún fer 1840 með föður sínum frá Hörgsdal að Engidal [Kb. Skút.] og er þar með honum á manntali um haustið „ , 15, Ó, hans dóttir, vinnustúlka“. Við manntalið 1845 er hún á Bjarnastöðum í Bárðardal „ , 20, Ó, vinnukona,“ en fer þó þaðan þ. á. „Frá Víðirkeri að Múla“ [Kb. Lund.], kemur þó 1846 „ , 22, vinnukona, frá Bjarnast að Múla“ [Kb. Múl.]. Þaðan fer hún árið eftir að Hjalthúsum en 1849 frá Grenjaðarstað að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Grenj.], [Kb. Skinn.], þar sem hún er á manntali 1850. Hún giftist Kristjáni Brynjúlfssyni (giftinguna hef ég ekki fundið) og er með honum á manntali á Leifsstöðum 1855 „ , 29, G, kona hans“ ásamt tveim börnum. Guðrún lést af slysförum 1. jan. 1859 „ , gift kona frá Mel, 32, varð úti á Axarfjarðrheiði“ [Kb. Skinn.].

1837 - 1866: Þorkell Torfason og Kristbjörg Jónsdóttir

Þorkell og Kristbjörg koma 1837 frá Ljótsstöðum að Laugaseli [Kb. Grenj.], [Kb. Ein.]. Þau eru þar á manntali 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860. Þar deyr Þorkell 26. júlí 1866 [Kb. Ein.]. Þorkell er gjaldandi fyrir Laugasel í manntalsbók 1838-1866, en þar er einnig getið Stefáns Björnssonar 1845-1847, einnig Bjarna Kristjánssonar 1857-1859 og Sigurðar Þorkelssonar 1860-1863, eru þeir ýmist „Búlausir tíundandi“ eða á skrá yfir búlausa.

Þorkell var fæddur 26. júní 1798 á Landamóti, sonur Torfa Jónssonar og Sigurlaugar Helgadóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 430 og 416]. Hann kemur 1833 „ , 36, vinnumaður,“ frá Arndísarstöðum að Hallbjarnarstöðum [Kb. Ein.]; sama ár kemur þangað Kristbjörg konuefni hans „ , 28, vinnukona, frá Arnarvatni að sama bæ“.

Kristbjörg var fædd 17. sept 1805 á Hofstöðum, dóttir Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [ÆÞ. I, bls. 430] og [ÆÞ. IV, bls. 156]. Hún er þar á manntali 1816 með foreldrum og sex systkinum.

Kristbjörg eignaðist dótturina Kristjönu 1. des. 1828 og segir um foreldra hennar í [Kb. Skút.]: „Lÿstur Faðir Christian Sveinss: í Kasthvammi. Móðir Christbiórg Jónsd: ógipt að Arnarvatni“.

Þau Þorkell og Kristbjörg voru gefin saman í Skútustaðakirkju 4. okt. 1833 [ÆÞ. I, bls. 430], [Kb. Skút.] „hier Egtavígður með leÿfi Sóknarprestsins Sra Sigurðar á Helgastöðum.“. Þau flytja 1834 frá Hallbjarnarstöðum að Brettingsstöðum [Kb. Ein.] og eru þar á manntali ásamt dóttur sinni og Kristjönu 1835 (Brettingsstaðir, grashús). Þau flytja síðan 1837 frá Ljótsstöðum að Laugaseli eins og áður segir.

Kristbjörg flytur 1879 „ , 74, til sonar“ (á að vera til dóttur) frá „Laugaseli til Hálssóknar“ [Kb. Ein.] og andaðist á Stórutjörnum 26. sept. 1881 [Laxd. bls. 89].

Börn Þorkels og Kristbjargar í Laugaseli 1837-1866:

Sigurður Þorkelsson kemur 1837 með foreldrum frá Ljótsstöðum að Laugaseli. Hann er þar með þeim á manntali 1840, 1845 og 1850. Hann er á manntali í Stafnsholti 1855 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ fer 1856 „ , 20, vinnumaður að Engidal frá Laugaseli“ [Kb. Lund.], en er húsmaður í Laugaseli við manntalið 1860, kemur þangað ásamt konu sinni 1859 frá Stöng [Kb. Ein.]. Hans er getið í manntalsbók þinggjalda í Laugaseli 1860-1863, ýmist á skrá yfir búlausa eða „búlausir tíundandi“. Skv. [ÆÞ. I, bls. 429] fer hann að búa í Lásgerði 1863. Sigurður var fæddur 27. ágúst 1836, voru foreldrar hans þá í húsmennsku á Ljótsstöðum [Kb. Grenj.] en í [Laxd. bls. 89] er faðir hans sagður þar ábúandi. Hann kvæntist 6. júní 1857, þá 20 ára vinnumaður í Engidal, Ingibjörgu Jónsdóttur, sem þá er „vinnukona í Engidal 22 ára að aldri“ [Kb. Lund.], sjá um hana hér nokkru neðar. Sigurður dó á Litlulaugum 26. ágúst 1876. Sjá nánar um hann og fjölskyldu hans í [ÆÞ. I, bls. 429-436] og [Laxd. bls. 89].

Guðni Þorkelsson, f. 12. nóv. 1838 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali þar 1840, 1845, 1850, 1855 og 1860. Hann tekur síðar við búi í Laugaseli, sjá nánar um hann hér síðar.

Friðfinnur Þorkelsson er á manntali með foreldrum í Laugaseli 1845, 1850 og 1855 og er í sálnaregistri þar við lok ársins 1857. Við árslok 1859 er hann vinnumaður á Stórulaugum [Sál. Helg.], en fer þaðan að Brettingsstöðum 1860 „ , 19, vinnum,“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Kemur þaðan aftur að Laugaseli 1863 „23, vinnum“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan 1870 „ , 32, vinnumaður, frá Laugaseli að Torfunesi“ [Kb. Ein.], en ekki verður fullyrt að hann hafi þá verið í Laugaseli óslitið frá 1863. Friðfinnur var fæddur 9. júlí 1843 í Laugaseli [Laxd. bls. 89]. Þessi fæðingardagur virðist bersýnilega rangur, því Friðfinnur var fermdur frá Einarsstaðakirkju27. maí 1855, þá sagður 14 ára [Kb. Ein.], er því tæpast fæddur síðar en 1841. En fæðingu hans er ekki að finna í kirkjubókum Helgastaða-, Eyjardalsár- né Mývatnsprestakalla. Manntal 1845 segir hann 5 ára, mt. 1850 9 ára, mt. 1855 15 ára og mt. 1860 20 ára. [ÆÞ.] segir hann fæddan um 1842. Friðfinnur bjó um skeið í Víðaseli (sjá þar) og er þar á manntali 1880. Fór þaðan til Vesturheims 1883 [Kb. Ein.], [Vfskrá]. Dó í Manitoba 29. júlí 1915. Sjá nánar um Friðfinn í [ÆÞ. I, bls. 438].

Sigurveig Þorkelsdóttir kemur 1856 „ , 22, stúlka,“ frá Brettingsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860. Sigurveig var fædd á Brettingsstöðum 24. ágúst 1834, þar sem foreldrar hennar voru „hjón í húsmennsku“ [Kb. Grenj.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1835, þar er hún einnig 1840 „ , 6, Ó, fósturbarn“ hjá Jónatan bónda Eyjólfssyni og konu hans Halldóru Guðmundsdóttur [Laxd. bls. 89]. Sigurveig giftist Bjarna Kristjánssyni 6. júní 1856 [Kb. Ein.] og bjuggu þau lengst á Stórutjörnum þar sem Sigurveig dó 15. nóv. 1882, sjá [Laxd. bls. 89].

Dóttir Kristbjargar og annað skyldulið hennar og Þorkels

í Laugaseli 1837-1866:

Kristjana Kristjánsdóttir kemur 1837 „ , 9, barn,“ með móður sinni og stjúpa frá Ljótsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hún er með þeim þar á manntali 1840, 1845, 1850 og 1855. Hún fer 1858 „ , 30, vinnuk.“ frá Laugaseli að Hamri, einnig 1859 „ , 31, vinnuk,“ frá Laugaseli að Arnarstöðum í Núpasveit [Kb. Ein.]. Ekki er hún þó þar á manntali 1860. Kristjana var fædd 1. des. 1828 á Arnarvatni eins og áður er getið hjá Kristbjörgu hér að ofan. Hún eignast dótturina Kristínu Sigurjónsdóttur 12. apríl 1868, þá á Ærlæk [Kb. Skinn.], og kemur með hana þaðan að Daðastöðum þ. á. [Kb. Ein.]. Þær mæðgur eru aftur í Laugaseli í búskapartíð Guðna um 1871, sjá þar.

Ingibjörg Jónsdóttir, tengdadóttir Þorkels og Kristbjargar, kemur e. t. v. að Laugaseli 1855, en af því fer tvennum sögum: Önnur [Kb. Lund.] segir hana koma „20, vinnukona frá Haldórst í Laugarsel“ en hin frá „Bjarnast. að Vallakoti“. [Kb. Ein.] segir hana koma 1855 „21, vinnuk,“ frá Bjarnastöðum að Stafnsholti og þar er hún á manntali þ. á. Hún fer 1856 með Sigurði manni sínum „ , 22, kona hans,“ að Engidal frá Laugaseli [Kb. Lund.]. Kemur 1859 með honum frá Stöng að Laugaseli [Kb. Ein.] og eru þau þar á manntali 1860. Þau fara að Lásgerði 1863 [ÆÞ. I, bls. 429]. Ingibjörg var fædd 17. jan. 1835, voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir „búandi hjón á Aungulstöðum“ [Kb. Munk.] og er hún með þeim þar á manntali 1835. Sjá um foreldra hennar í [ÆÞ. V, bls. 217]. Hún er með þeim á manntali á Botni í Þönglabakkasókn 1845, þar sem foreldrar hennar eru í vinnumennsku. Kemur 1847 „ , 12, léttastúlka, frá Þaunglabacka að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Fer 1851 frá Kálfaströnd að Jarlstöðum [Kb. Lund.], kemur aftur 1853 „ , 18, vinnustúlka, Jallstöðum að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Eftir lát Sigurðar er Ingibjörg á ýmsum stöðum, 1878 í Hrappstaðaseli, er á manntali á Rauðá 1880, en 1890 í Hólsseli með Guðna syni sínum og 1901 í Hafrafellstungu, en þaðan fór hún til Vesturheims 1904 „ , ekkja, 68,“ [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 10. okt. 1919. Sjá um hana og börn þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 429-437], einnig í [ÆÞ. V, bls. 246-247].

Jónína Sigurðardóttir, dóttir Ingibjargar hér næst á undan og Sigurðar hér nokkru ofar, sonardóttir Þorkels og Kristbjargar, f. í Laugaseli 19. júní 1860 og er þar á manntali um haustið. Fer líklega með foreldrum að Lásgerði 1863. Þessi Jónína gæti verið sú sem kemur 1883 „ , 23, vk., frá Fagranesi að Glaumbæ“ [Kb. Ein.] og fer 1885 „ , 25, vinnuk. Frá Breiðumýri að Vogum við Mývatn“ [Kb. Ein.].

Kristbjörg Jakobína Sigurðardóttir, alsystir Jónínu hér næst á undan, f. í Laugaseli 21. ágúst 1861, eru foreldrar hennar þá sögð „hjón í húsmensku í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer líklega með foreldrum að Lásgerði 1863. Sjá um Kristjönu og afkomendur hennar í [ÆÞ. I, bls. 431-435]. Dó 4. ágúst 1940.

Vigdís Jónsdóttir, systir Kristbjargar húsfreyju, kemur 1861 „ , 61, vinnuk.,“ frá Halldórsstöðum í Reykjadal að Laugaseli [Kb. Ein.], [Kb. Helg.]. Hún andaðist þar 17. apríl 1870 „Kjerling sem aldrei giftist í Laugaseli, 70 ára, Köldusýki og höfuðveiki.“ [Kb. Ein.]. Vigdís var fædd 21. maí 1801 á Hofsstöðum, dóttir hjónanna Jóns Ingjaldssonar og Guðrúnar Andrésdóttur [Kb. Reykj.] og er með þeim þar á manntali 1816. Hún var vinnukona á Geirastöðum 1835, og 1840 á Helluvaði ásamt Arnfríði systur sinni og Hólmfríði dóttur hennar. Vigdís var móðursystir Hólmfríðar konu Stefáns, sjá hér neðar, vinnukona hjá þeim hjónum 1850 í Víðirholti og 1855 og 1860 á Halldórsstöðum í Reykjadal.

Kristín Jóhannsdóttir, tengdadóttir Þorkels og Kristbjargar, giftist Guðna syni þeirra 12. júlí 1863, sjá nánar um þau hjón hér nokkru neðar.

Kristjana Pálína Guðnadóttir, dóttir Guðna og Kristínar hér næst á undan, f. í Laugaseli 25. okt. 1863, eru foreldrar hennar þá „hjón í vinnum. á Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Dó 26. apríl 1872 „Barn hjá foreldrum í Laugaseli,“ [Kb. Ein.].

Albert Friðfinnson, sonarsonur Þorkels og Kristbjargar, kemur 1864 „ , 1, barn,“ frá Brettingsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.]. Albert var fæddur 12. júlí 1863 og voru „Friðfinnur Þorkelsson, á Laugaseli ógiptur og Sigríður Gunnlaugsdóttir ógipt vinnukona á Brettingsstöðum“ foreldrar hans [Kb. Grenj.]. Hann andaðist í Laugaseli 23. mars 1865 „ , óskilgetið barn í Laugaseli, á 2ru ári, barnaveiki“ [Kb. Ein.].

Kristbjörg Rósa Guðnadóttir, dóttir Guðna og Kristínar hér nokkru ofar og neðar, f. í Laugaseli 22. júlí 1865, eru foreldrar hennar þá „hjón í Laugaseli búlaus“ [Kb. Ein.]. Sjá um hana hér neðar meðal barna Guðna og Kristínar.

Vandalausir í Laugaseli í búskapartíð

Þorkels og Kristbjargar 1837-1866:

Stefán Björnsson kemur 1844 frá Helluvaði að Laugaseli og segir [Kb. Skút.] hann „ , 35, Bóndi,“ en [Kb. Ein.] „ , 33, húsmaður, frá Mývatni að Laugas. “ og er hann þar á manntali 1845. Hann byggir Víðirholt (Stafnsholt) og flytur þangað 1847. Stefáns er getið í Laugaseli í manntalsbók þinggjalda 1846 „Búlausir tíundandi“ og 1845 og 1847 á skrá yfir búlausa. Stefán var fæddur um 1809 á Hólkoti, sonur Björns Einarssonar og k. h. Þóru Jónsdóttur (Sigurðssonar á Breiðumýri). Hann er á manntali í Parti 1816 með foreldrum. Eftir lát móður sinnar 13. okt. 1821 [Kb. Ein.] var hann og bræður hans á ýmsum stöðum. Stefán er vinnumaður í Álftagerði 1835, og 1840 er hann „ , 32, Ó, vinnumaður, smiður“ hjá Sigurði móðurbróður sínum á Grímsstöðum v. Mývatn. Stefán fór 1855 með skyldulið sitt frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal [Kb. Ein.] þar sem hann andaðist 17. febr. 1866 [Kb. Helg.]. Sjá einnig um hann og fjölskyldu í [ÆÞ. VII, bls. 207].

Hólmfríður Jóhannesdóttir, kona Stefáns hér næst á undan, kemur með honum „ , 27, hs kona,“ frá Helluvaði að Laugaseli 1844 og fer að Víðirholti 1847. Hólmfríður var fædd á Hofsstöðum 11. ágúst 1817 [Kb. Reykj.], dóttir Arnfríðar Jónsdóttur þar og Jóhannesar Þorsteinssonar á Geiteyjarströnd [ÆÞ. I, bls. 370-371]. Hólmfríður er með móður sinni á manntali á Arnarvatni 1835, báðar vinnukonur, og á Helluvaði 1840 ásamt móður sinni og Vigdísi móðursystur sinni, allar þrjár vinnukonur. Hólmfríður og Stefán, þá bæði á Helluvaði, voru gefin saman 2. okt. 1843 [Kb. Mýv.]. Hólmfríður fór með manni sínum og börnum 1855 frá Stafnsholti að Halldórsstöðum í Reykjadal, þar sem hún andaðist 24. jan. 1867 [Kb. Helg.].

Arnfríður Jónsdóttir, móðir Hólmfríðar hér næst á undan, kemur með þeim hjónum 1844 „ , 52, móðir konunnar, frá Helluvaði að Laugaseli“ [Kb. Skút.] (hennar er ekki getið í [Kb. Ein.]). Hún er með þeim á manntali þar 1845 og fer líklega með þeim að Víðirholti 1847. Arnfríður var fædd 16. júlí 1793 á Hofstöðum [Kb. Mýv.], voru foreldrar hennar Jón Ingjaldsson og Guðrún Andrésdóttir; var hún því systir Kristbjargar húsfreyju í Laugaseli. Arnfríður er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1801, en 1816 er hún vinnukona á Geiteyjarströnd. Hún er með Hólmfríði dóttur sína á Arnarvatni 1835 og 1840 á Helluvaði. Arnfríður er með dóttur sinni og tengdasyni á manntali í Víðirholti 1850 og fer með þeim þaðan 1855 að Halldórsstöðum í Reykjadal og er þar á manntali þ. á. og 1860. Arnfríður dó í Narfastaðaseli 9. júlí 1871 „Kjerling á hrepp sem aldrei hafði gifts, 80 ára“ [Kb. Ein.].

Kristján Stefánsson, sonur Stefáns og Hólmfríðar hér ofar, kemur 1844 með foreldrum sínum frá Helluvaði að Laugaseli og fer með þeim að Víðirholti 1847. Kristján var fæddur 14. jan. 1844 og eru foreldrar hans þá sögð „ , hjón í Húsmensku á Helluvaði“ [Kb. Skút.]. Hann er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1845, í Víðirholti 1850 og á Halldórsstöðum 1855 og 1860, þar sem hann andaðist 14. jan. 1863 [ÆÞ. VII, bls. 207].

Kristín Stefánsdóttir (eldri), dóttir Stefáns og Hólmfríðar hér ofar, f. 16. júlí 1846 í Laugaseli [Kb. Skút.], d. þar 24. júlí s. á. [Kb. Mýv.].

Bjarni Kristjánsson, tengdasonur Þorkels bónda, kemur 1855 „ , 28, vinnum,“ frá Hóli í Kinn að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hvort það er sá sami Bjarni og er á manntali þar 1855 „ , 15, Ó, léttadrengur,“ skal ósagt látið. Bjarna er getið í manntalsþingbók í Laugaseli 1857-1859, ýmist á skrá yfir búlausa eða „búlausa tíundandi“. Bjarni var fæddur 2. sept. 1830, tvíburi, sonur Kristjáns Árnasonar og Guðrúnar Friðfinnsdóttur þá „á Torfunesi búandi hion“ [Kb. Þór.] og á manntali á Hóli með foreldrum 1850. Bjarni kvæntist Sigurlaugu Þorkelsdóttur, sjá hér ofar, 6. júní 1856, er hann þá sagður „vinnumaður að hálfu í Laugaseli 26 ára gl.“ [Kb. Ein.]. Bjarni fer 1859 „ , 29, giptur“ frá Laugaseli að Hóli í Kinn og kemur þaðan aftur að Laugaseli 1860, þar sem hann er vinnumaður á manntali þ. á. Þau flytja 1862 „ , hjón, bæði frá Víðum að Brettingsstöðum“ [Kb. Ein.], en koma þaðan með son sinn 1864 „að Laugarhóli búferlum“ og fara 1865 frá Laugarhóli að Þóroddstað í Kinn [Kb. Ein.]. Þau bjuggu lengi á Stórutjörnum.

Salbjörg Jónsdóttir kemur 1855 „ , 19, vinnukona,“ að Laugaseli, en kirkjubókum Lundarbrekkusóknar ber ekki saman um, hvort hún kemur frá Bjarnastöðum eða Halldórsstöðum. Hún er á manntali í Laugaseli 1855 „ ,

20, Ó, vinnukona,“ og er þar í sálnaregistri við árslok 1856, en við árslok 1857 er hún að hálfu á Narfastöðum og að hálfu í Vallakoti, vinnukona [Sál. Helg.]. Salbjörg, systir Ingibjargar konu Sigurðar Þorkelssonar, var fædd 25. maí 1836, og voru foreldrar hennar Jón Árnason og Salbjörg Bjarnadóttir hjón á Gilsbakka [Kb. Grund.]. Hún er „ , 10, Ó, niðurseta,“ á Stórahamri við manntalið 1845 og kemur frá Mývatni að Vallakoti 1849 og er þar á manntali 1850 „ , 14, Ó, léttastúlka,“. Salbjörg er á manntali í Álftagerði 1890 „ , 54, Ó, vinnukona,“. Hún andaðist 24. febr. 1924 „ , tökukona frá Garði, 87 ára, Ellilasleiki“ [Kb. Grenj.]. Sjá um Salbjörgu í [ÆÞ. V, bls. 217 og 247], en þar er hún sögð fædd 2. maí.

Guðrún Grímsdóttir kemur 1857 „ , 9, tökubarn, frá Kraunastöðm að Laugaseli“ [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1860 „ , 12, Ó, tökubarn,“ fædd 15. okt. 1848 á Bjarnastöðum í Öxarfirði, dóttir Gríms Grímssonar og k. h. Sigríðar Ingiríðardóttur [ÆÞ. I, bls. 375], (í [Kb. Skinn.] sýnist mér ritað um foreldra: „Grímur Grímsson Sigríður Nóa Dóttir vinnuhjón á Bjarnastöðum“). Guðrún, þá í Laugaseli, var fermd á Einarsstöðum 31. maí 1863 „ , móðirin ekkja á lífi, faðirinn dáinn. - Kann stórt og smátt, kann vel, skilur sæmilega les eins, siðferðisgóð“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1868 frá Stafnsholti að Brennási [Kb. Lund.], en ekki er vitað hvenær hún fer vestur yfir ána frá Laugaseli að Stafnsholti, eða hvort hún var annars staðar. Í Brennási eignaðist hún soninn Sigtrygg með Þorsteini Þorsteinssyni, sjá nánar í [ÆÞ. I, bls. 375]. Guðrún eignaðist 28. nóv. 1877 soninn Sigurjón með Sigurði Hinrikssyni, þá „ , bæði vinnuhjú á Kálfaströnd“. Hún fer 1882 ásamt Sigurjóni „ , Frá Garði í Brunahvamm í V.f.“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hofss.]. Sigurjón drukknaði 27. júlí 1885 „ , barn frá Egilsstöðum, 6 ára, drukn“ [Kb. Hofss.]. Guðrún giftist 17. jan. 1886 Birni Jónssyni, sem þá er „vinnum. Egilsstöðum 44 ára. Ekkill“, er Guðrún þá „vinnukona s. b. 38 ára“ [Kb. Hofss.]. Hún fór með honum til Vesturheims 1892 ásamt þrem börnum þeirra, 7, 4 og 1 árs og tveim börnum hans frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 13. maí 1934. Sjá um Guðrúnu í [ÆÞ. I, bls. 375] og í kafla um Brennás, um foreldra hennar í [ÆÞ. IV, bls. 242-243] og um móður hennar og ömmu í handriti R. Á. [Æ-Ingir.Eir].

Rannveig Þorsteinsdóttir, kemur 1862 „ , 59, ekkja,“ frá Rauðhúsum í Eyjafirði að Laugaseli. Hún fer þaðan 1863 að Vindbelg [Kb. Ein.] (en í [Kb. Mýv.] er hún sögð koma frá Arndísarstöðum). Sonur hennar, Hallgrímur Kráksson, var þetta ár í Stafnsholti. Rannveig var fædd á Kerhóli í Möðruvallasókn, voru foreldrar hennar Þorsteinn Þorsteinsson og Sigríður Guðmundsdóttir, er hún með foreldrum á manntali á Kerhóli 1816 „ , þeirra barn, 13 1/6,“ og þess getið að hún sé fædd þar. Rannveig giftist 4. okt. 1834 Kráki Krákssyni, sem þá er „frumbýlingur á Hólum 23. ára“, en Rannveig er þá sögð „bústýra hs ibid: 29 til 30 ára“ [Kb. Bægisárprk.]. Þau eru þar á manntali 1835, er Krákur þá sagður „ , 27, G, húsbóndi“ en Rannveig „ , 32, G, hans kona“. Þau eru á manntali í Hraungerði í Grundarsókn 1840 með tveim sonum, þar eru þau einnig 1845 með þrem sonum. Þau flytja þaðan 1848 að Hofi í Vopnafirði [Kb. Grund.], þar deyr Krákur 11. ágúst þ. á. „Vinnumaður á Hofi, 40 ára“ [Kb. Hofss.]. En Rannveig kemur frá Hofi 1849 með syni sína þrjá að Gilsbakka [Kb. Grund.] og er þar með þeim á manntali 1850 og 1855 í Ölversgerði í Miklagarðssókn með Hallgrími „ , 52, E, bústýra,“ en 1860 í Rauðhúsum í Saurbæjarsókn „ , 56, E, vinnukona,“ ásamt Daníel, sem er þar vinnumaður. Rannveig fer 1866 ásamt Jónasi syni

sínum „ , 63, hússkona.“ frá Vindbelg að Arndísarstöðum [Kb. Mýv.] og 1867 þaðan til Akureyrar [Kb. Þór.].

Jóhann Ásgrímsson kemur 1865 „ , 61, ekkill,“ frá Fótaskinni að Laugaseli [Kb. Ein.]. Deyr þar 30. júní 1866 „ , ekkjumaður í Laugaseli, 61“ [Kb. Ein.]. Hann var faðir Kristínar konu Guðna í Laugaseli, sjá hér á eftir. Jóhann mun vera fæddur í Stafni, sonur Ásgríms Jónssonar bónda þar og Helgu Jónsdóttur, skírður 10. febr. 1805 [Kb. Helgast.prk.] og er á manntali þar 1816 „ , hans launsonur, 12,“.Jóhann kvæntist Rósu Halldórsdóttur 23. nóv. 1828 og áttu þau fjölda barna og voru víða, í Geitafelli, í Haga 1835, á Reykjum, Breiðumýri, Hólmavaði og Stafni. Þau eru á manntali í Fótaskinni 1860. Rósa dó 31. mars 1863, þá stödd í Stafni, en til heimilis í Fótaskinni [Kb. Ein.]. Meðal barna þeirra auk Kristínar voru Sigurbjörn skáld og Jóhann, sem báðir fóru til Vesturheims. Jóhann var þekktur yfirsetumaður. Hann tók, þá til heimilis í Stafni, m. a. á móti þríburunum í Víðirholti 8. júlí 1851 og „sagði fastmæltur að vanda er hann kom heim: „Þá leist mér nú ekki á blikuna, þegar það þriðja kom.““ [Handrit Helga Jónssonar í Lbs., bls. 58].

1866 - 1868: Kristbjörg Jónsdóttir

Kristbjörg er eini gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel á manntalsþingi 1867, en 1868 er Guðni einnig gjaldandi þar ásamt móður sinni. Jóns Jónssonar er getið í manntalsbók 1868 á skrá yfir búlausa.

1867 - 1881: Guðni Þorkelsson og Kristín Jóhannsdóttir

Guðni og Kristín taka að hluta við búi í Laugaseli 1867, sjá hér að ofan, og eru þau hjón þar á manntali 1880. Búa þar til andláts Guðna 25. mars 1881 [Kb. Ein.], [ÆÞ. I, bls. 437], en þar eru stundum aðrir ábúendur eða húsmennskufólk. Jón Jónsson er gjaldandi þinggjalda á móti Guðna 1869, Páll Guðmundsson 1870-1872, fyrsta árið á skrá yfir búlausa, og Guðni Guðmundsson 1873-1875.

Eins og segir hér nokkru ofar, þá var Guðni fæddur í Laugaseli 12. nóv. 1838, sonur þeirra Þorkels og Kristbjargar sem komu þangað árið áður. Guðni átti alla ævi heima í Laugaseli.

Kristín var fædd 16. apríl 1837, dóttir Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur sem þá voru „búandi hjón á Haga“ [Kb. Ness.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Hólmavaði 1850 en fer 1853 að Arndísarstöðum [Kb. Lundarbr.prk.], þar sem hún er á manntali 1855 „ 19, Ó, vinnukona,“. Kristín kemur 1860 „ , 24, vinnuk,“ frá Arndísarstöðum að Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar á manntali það ár (sögð Jóhannesdóttir).

Guðni og Kristín voru gefin saman 12. júlí 1863 [Kb. Ein.]; er Kristín þá sögð „vinnukona samast. 26 ára“. Þau eru „hjón í vinnumennsku“ og „hjón ( . . ) búlaus“ í Laugaseli við fæðingu barna 1863 og 1865.

Eftir lát Guðna 1881 mætti ætla að Kristín fari úr Laugaseli, tvö börn hennar flytja þ. á. að Kasthvammi og eitt að Stórutjörnum. En hún er gjaldandi fyrir Laugasel í manntalsþingbók Helgastaðahrepps 24. maí 1882, svo ætla verður að hún búi þar áfram eitt ár, sjá síðar. Hún fer ásamt Sigurbirni syni sínum

1886 „ , 50, vk. frá Máskoti að Hólum“ í Laxárdal [Kb. Ein.] ([Kb. Grenj.] segir „ , húsk.,“). Hún er á manntali á Hamri 1890 , 53, E, vinnukona,“ en fer þaðan að Bakka á Tjörnesi 1891 [Kb. Þverárs.], [Kb. Hús.]. Kristín andaðist 9. maí 1898 á Fjöllum, „ , ekkja Ketilsst., 62 ára, Lungnabólga“ [Kb. Garðss.] og í [Kb. Hús.] er bókað „ , ekkja á Ketilsstöðum, dó á Fjöllum í Kelduhverfi“.

Börn Guðna og Kristínar í Laugaseli 1867-1881, öll fædd þar:

Kristjana Pálína Guðnadóttir, f. 25. okt. 1863, d. 26. apríl 1872 „Barn hjá foreldrum í Laugaseli, skilgetið, 9 ára“ [Kb. Ein.], sjá hér áður.

Kristbjörg Rósa Guðnadóttir, f. 22. júlí 1865 [Kb. Ein.]. Er með foreldrum sínum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 15, Ó, barn þeirra,“. Fer 1881 „ , 16, vinnuk.“ frá Laugaseli að Kasthvammi [Kb. Ein.], en flytur þaðan 1887 „ , 22, vk.“ að Bakka á Tjörnesi [Kb. Grenj.] þar sem hún er á manntali 1890 „ , 25, Ó, konuefni húsbónda,“ Jóels Gíslasonar, sjá tilvísun í ætt Þórðar Grímssonar í [ÆÞ. I, bls. 437]. Þau hjón fóru til Vesturheims árið 1900 frá Húsavík ásamt fimm börnum og móður Jóels [Vfskrá]. Dó 1925 í Vesturheimi [ÆÞ. I, bls. 437].

Jóhann Júlíus Guðnason, f. 25. júlí 1867 (?) ([Laxd. bls. 209] segir 1866), er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 13, Ó, barn þeirra,“. Hann fer 1881 „ , 14, ljettadr.“ frá Laugaseli að Kasthvammi með systur sinni [Kb. Ein.]. Fæðingu Jóhanns hef ég ekki fundið, en fæðingardags er getið við fermingu hans á Grenjaðarstað 20. maí 1883. Hann fer 1888 „ , 21, vm.,“ frá Hólum í L. að Bakka [Kb. Grenj.] á Tjörnesi, en 1889 að Víðirkeri [Kb. Hús.]. Hann er þó á manntali 1890 á Grímsstöðum við Mývatn „ , 22, Ó, vinnumaður,“ og er sagður í [Kb. Þver.] koma þaðan að Halldórsstöðum í L. 1891, en í [Kb. Lund.] fara með fjölskyldu Kristjáns Sigurðssonar að Hamri í Laxárdal sama ár, þar sem hann drukknaði 1892 „ , vinnumaður á Hamri 25 ára Drukknaði í Laxá 28. maí, fannst ekki fyrr en mánuði seinna.“ (greftraður 4. júlí) [Kb. Þver.]. Sjá einnig [Laxd. bls. 209].

GuðrúnSigurveigGuðnadóttir, f. 28. nóv. 1870[Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 9, Ó, barn þeirra,“. Fer 1881 „ , 10, ómagi, frá Laugaseli að Stórutjörnum“ [Kb. Ein.] til föðursystur sinnar. Guðrún Sigurveig kemur 1888 „ , 19, vk.,“ frá Laxárdal að Víðirkeri [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1890. Fer þaðan 1891 „ , 21. vk,“ „inneftir“ [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Voladal 1901 ásamt manni sínum, Sigurði Jónssyni bónda, síðar á Máná, „ , kona hans, 30,“. Sjá [ÆÞ. I, bls. 437].

Guðný Sigríður Guðnadóttir, f. 9. des. 1873 [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 6, Ó, barn þeirra,“. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Guðný kemur 1898 „ , v. k, 25, frá Ketilsstöðum að Hjalla“ [Kb. Ein.]. Ekki er þó öruggt að um þá Guðnýju sé að ræða, en aldurinn kemur allvel heim.

Sigurbjörn Guðnason, f. 12. sept. 1878 [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali í Laugaseli 1880 „ , 2, Ó, barn þeirra,“. Sigurbjörn fer með móður sinni 1886 frá Máskoti að Hólum í L. [Kb. Ein.] og þaðan 1888 að Bakka á Tjörnesi [Kb. Hús.] og 1889 að Víðirkeri, þar sem hann er á manntali 1890 „ , 12, Ó, léttadrengur,“. Hann kemur 1891 með Kristjáni Sigurðssyni og

skylduliði hans að Hamri og fer þaðan 1892 að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Þverárs.]. Sigurbjörn er á manntali á Máná 1901 „ , hjú, 23,“. Hann kvæntist 9. maí 1902 Málfríði Unu Jónsdóttur, sem fædd var í Jarlstaðaseli, sjá þar, sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 436-438].

Annað skyldulið Guðna og Kristínar í Laugaseli 1867-1881:

Kristbjörg Jónsdóttir móðir Guðna, sjá um hana hér ofar, er áfram í Laugaseli eftir lát Þorkels. Flytur 1879 [Kb. Ein.] frá Laugaseli til Sigurveigar dóttur sinnar á Stórutjörnum, þar sem hún deyr 26. sept. 1881 [Laxd. bls. 89].

Kristjana Kristjánsdóttir, hálfsystir Guðna, dóttir Kristbjargar hér næst á undan, sjá hér nokkru ofar í tíð Þorkels og Kristbjargar, fer 1871 „ , 43, ógipt,“ ásamt dóttur sinni hér næst á eftir „Mæðgur báðar frá Laugaseli að Hördal“ [Kb. Ein.]. Ekki finnst þeirra getið meðal innkominna í Mývatnsþing þ. á. Kristjana kemur ásamt Kristínu dóttur sinni 1868 „Mæðgur, komu báðar frá Ærlæk að Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Óvíst er, hvenær Kristjana kom að nýju í Laugasel.

Kristín Sigurjónsdóttir, systurdóttir Guðna, dóttir Kristjönu hér næst á undan, fer með henni frá Laugaseli 1871 „ , 4, hennar dóttir,“ [Kb. Ein.]. Kristín var fædd 12. apríl 1868 og voru foreldrar hennar „Hreppstjóri Sigurjón Magnússon og bústýra hans Kristjana Kristjánsdóttir að Ærlæk“ [Kb. Skinn.]. Kristín var tvíburi, með henni fæddist Gísli, en ókunnugt er mér um afdrif hans. Kristín kemur með móður sinni að Daðastöðum 1868, sjá hér að ofan.

Vandalausir í Laugaseli í tíð Kristbjargar og

Guðna og Kristínar 1866-1881:

Vigdís Jónsdóttirer áfram í Laugaseli, en þangað kemur hún 1861, sjá um hana hér nokkru ofar. Deyr þar 17. apríl 1870 [Kb. Ein.].

Sigríður Marteinsdóttir kemur 1868 „ , 18, vinnukona,“ frá Álftagerði að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hún er burtvikin þaðan 1869 að Gautlöndum [Kb. Ein.]. Sigríður var fædd 12. febr. 1850 í Álftagerði, dóttir Marteins Guðlaugssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur og er með þeim á manntali þar 1860. Hún dó 1882 á leið til Vesturheims [Skú. bls. 33]. Hún var systurdóttir Páls og Guðna, sjá hér á eftir.

1867 - 1869: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður

Árnadóttir

Jón og Margrét koma frá „Álptagerði að Laugaseli“1867 [Kb. Mýv.] og virðast vera fyrra árið þar í húsmennsku (Jón þá talinn meðal búlausra í manntalsþingbók en síðara árið meðal bænda, á móti Guðna). Þau fara frá Laugaseli 1869 „hjón í húsmennsku að Hörgsdalskoti“ [Kb. Ein.], en [Kb. Mýv.] segir „ , 40, bóndi“ frá „Laugaseli að Hörgsdal“.

Jón var fæddur 26. apríl 1830 í Hörgsdal, sonur Jóns Magnússonar bónda þar og f. k. h. Ingibjargar Ívarsdóttur [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali 1835, 1840, 1850 og 1855, en 1845 er hann á manntali í Garði „ , 16, Ó, léttadrengur,“.

Margrét var fædd 16. sept. 1834 í Heiðarbót, dóttir Árna Indriðasonar og f. k. h. Helgu Sörensdóttur [Kb. Grenj.], systir Jóns sem bjó í Brennási og lengi á Arndísarstöðum, sjá [ÆÞ. II, bls. 72]. Margrét er með foreldrum sínum á manntali í Hólsgerði 1845, en við manntalið 1850 er hún „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Fljótsbakka. Hún kemur 1854 „ , 21, vinnukona,“ frá „Hólsgerði að Hörgsdal“ [Kb. Mýv.].

Jón og Margrét voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og eru þar á manntali þ. á. Þau voru víða og börn þeirra sjaldnast öll með þeim. Þau fara frá Hörgsdal að Sýrnesi 1859, 1860 að Sigluvík, þar sem þau eru á manntali þ. á. Þau koma aftur frá Sigluvík í Hörgsdal 1861 [Kb. Mýv.]. Margrét fer frá Hörgsdal 1873 með son þeirra að Arndísarstöðum. Þeim fæðist dóttir 1874 að Hömrum við Akureyri og önnur í Mið-Samtúni 1877. Þau fara úr LitluSigluvík 1880 að Hlíðarenda [Kb. Svalb.], þar sem þau eru á manntali þ. á. ásamt Herdísi dóttur sinni. Þau eru í Hrappstaðaseli hjá Albert syni sínum, sjá þar, og flytja þaðan til Vesturheims 1888 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá einnig um þau hjón í köflum um Hörgsdal og Hrappstaðasel

Börn Jóns og Margrétar í Laugaseli 1867-1869:

Indriði Albert Jónsson kemur með foreldrum frá Álftagerði að Laugaseli 1867 „ , 12, þeirra börn“ [Kb. Mýv.] og fer með þeim að Hörgsdal 1869. Albert var fæddur 2. sept. 1855 í Hörgsdal [Kb. Mýv.] og er þar á manntali s. á. og 1860 í Sigluvík. Hann er „ , 26, Ó, vinnumaður,“ í Garði við Mývatn 1880. Hann fer 1885 frá Hólsseli að Hrappstaðaseli ásamt konu sinni, sjá um þau þar, og flytja þau þaðan til Vesturheims 1889 [Kb. Lund.], [Vfskrá].

Elín Sigurbjörg Jónsdóttir kemur með foreldrum frá Álftagerði að Laugaseli 1867 „ , 8, þeirra börn“ [Kb. Mýv.] og fer með þeim að Hörgsdal 1869. Elín var fædd 20. júlí 1859 í Sýrnesi [Kb. Múl.], en fer með foreldrum árið eftir að Sigluvík. Hún kemur 1883 frá Hvarfi að Grænavatni, fer þaðan 1884 „á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.], þar sem hún giftist Jóni Jónassyni. Þau eru í Hrappstaðaseli 1885-1886, sjá þar, en fara þá að Nýjabæ á Hólsfjöllum. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum í Vopnafirði 1889 ásamt Axel Ingimar syni sínum [Kb. Hofss.] og [Vfskrá].

Sigurjón Jónsson kemur með foreldrum frá Álftagerði að Laugaseli 1867 „ , 3, sonur þeirra,“ og fer með þeim að Hörgsdal 1869. Sigurjón var fæddur 12. ágúst 1864 í Hörgsdal [Kb. Mýv.]. Hann er „ , 9, tökubarn“ á manntali sóknarprests á Kálfaströnd 31. des. 1873. Um feril Sigurjóns veit ég sáralítið, en hann fer með Árna bróður sínum, sjá hér næst á eftir, til Vesturheims frá Hólsseli 1887 „vinnumaður, 22“ [Vfskrá], [Kb. Fjall.]. Í [ÆSiÞ. bls. 34] segir svo: „ ... var Sigurjón faðir Þorvaldar Johnsons hins heimsfræga plöntusjúkdómafræðings, sem nýlega er látinn (sbr. Morgunblaðið 15. jan. 1980).“

Árni Jónsson, fæddur í Laugaseli 11. jan. 1868, eru foreldrar hans þá sögð „ , hjón búandi í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Árni fer með foreldrum að Hörgsdal 1869, fer 1873 með móður sinni „ , 4, barn hennar,“ frá Hörgsdal að Arndísarstöðum. Kemur inn í Svalbarðssókn með móður sinni og systur 1879 frá „ , Miðsamtúni að Litlusikluvík“ [Kb. Svalbs. (í Glæsibæjarbók)] og er á manntali á Meyjarhóli 1880 „ , 11, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1881 frá Meyjarhóli að Mýri í Bárðardal „ , ljettadrengur, 13,“. Árni kemur 1886 „ , v.m., frá Hrappstaðaseli að Hólseli“ og fer 1887 „ , 19, vm, frá Hólseli til Ameríku“ ásamt Sigurjóni bróður sínum [Kb. Fjall.], [Vfskrá].

1869 - 1872: Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía

Jónasdóttir

Páll kemur 1869 „ , 41, húsmaður,“ ásamt konu og þrem börnum að Laugaseli. „Þessi hjón og börn þeirra komu frá Syðrineslöndum við Mývatn að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan 1872 „33 húsmaður“ „Páll með hyski sínu fluttist frá Laugaseli uppað Mývatni á sveit sína“ [Kb. Ein.]. Skv. [Kb. Mýv.] kemur Páll 1872 „ , 43, Lausam.“ að Arnarvatni, en „hyski hans“ fer á aðra staði, sjá þar. Fyrsta árið er Páll talinn meðal búlausra í manntalsþingbókinni, en tvö hin síðari meðal bænda, á móti Guðna Þorkelssyni.

Páll var fæddur 9. ágúst 1831 á Litluströnd, sonur Guðmundar Pálssonar og Rósu Jósafatsdóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 103 og 112-113], albróðir Guðna hér nokkru neðar. Hann er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835 og 1840, en 1845 er hann léttadrengur í Baldursheimi. Við manntalið 1850 er hann „ , 19, Ó, vinnumaður,“ á Litluströnd. Guðrún Soffía (Sophia) var fædd 14. ágúst 1834 í Hólum í Laxárdal, dóttir Jónasar Sigfússonar og Maríu Bergþórsdóttur [Kb. Grenjaðarst.prk.]. Hún er þar með þeim á manntali 1835, en er 1840 „ , 5, Ó, tökubarn,“ á Végeirsstöðum, þar er hún einnig við manntalið 1845, þá „fósturbarn“. Við manntalið 1850 er hún á Ljótsstöðum „ , 16, Ó, stjúpdóttir ekkjunnar,“ Guðrúnar Einarsdóttur. Páll og Guðrún voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði á Helluvaði og eru þau þar á manntali um haustið áamt Rósu Maríu. Þau eru á manntali á Hofsstöðum 1860, er Páll þá sagður „ , 30, G, bóndi,“. Þegar Guðrún fer frá Laugaseli 1872, fer hún að Grímsstöðum ásamt Guðnýju Aðalbjörgu dóttur þeirra [Kb. Mýv.]. Páll og Guðrún búa á Árbakka 1874-1882, en flytja 1882 að Byrgi [Kb. Mýv.]. Páll og Guðrún fara 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.] ásamt Aðalbjörgu dóttur sinni. Sjá nánar um Pál og Guðrúnu í [ÆÞ. I, bls. 112-116].

Börn Páls og Guðrúnar í Laugaseli 1869-1872:

Rósa María Pálsdóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 13, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hún fer frá Laugaseli 1872 „ , 17, börn þeirra,“ að Grænavatni [Kb. Mýv.], þar sem hún er á manntali 1880 „ , 24, Ó, vinnukona,“. Rósa María var fædd á Helluvaði 9. sept. 1855 [Kb. Mýv.] og er þar með foreldrum á manntali um haustið og 1860 á Hofsstöðum. Hún kemur 1885 „24, vk., frá Húsavík að Ljótsst“ [Kb. Grenj.]. Giftist Jónasi Jónassyni frá

Rósa María Pálsdóttir og Jónas Jónasson

Ljótsstöðum og bjuggu þau þar og í Glaumbæ, sjá [ÆÞ. I, bls. 113] og [Laxd. bls. 112].

Borghildur Pálsdóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 8, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hennar er ekki getið í [Kb. Ein.] þegar foreldrar hennar flytja frá Laugaseli, er mér því ekki kunnugt, hve lengi hún var þar. Borghildur var fædd 9. mars 1857 á Helluvaði og er með foreldrum á manntali á Hofstöðum 1860. Hún giftist Siggeiri Péturssyni, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 345]. Dó 17. maí 1938.

Björg Pálsdóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1869 „ , 5, þeirra hjóna börn,“ [Kb. Ein.]. Hún fer með þeim frá Laugaseli 1872 „ 7, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ [Kb. Ein.], en ekki er hennar getið meðal innkominna í Mývatnsþing þ. á. Björg var fædd 21. apríl 1864, voru foreldrar hennar þá „hjón í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hún lést 21. sept. 1872 „hreppsómagi í Baldursh, 6, Drukknaði“ [Kb. Mýv.] í Kráká, sjá [ÆÞ. I, bls. 113].

Helgi Sigurður Pálsson fer með foreldrum „5, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ frá Laugaseli 1872 [Kb. Ein.] og er hann í [Kb. Mýv.] sagður fara að Sveinsströnd. Ókunnugt er, hvenær hann kemur í Laugasel. Helgi var fæddur 31. des. 1866 í Hörgsdal. Sjá um hann nánar í [ÆÞ. I, bls. 112-116] og mynd af honum á bls. 113. Dó. 27. júní 1936.

Guðmundur Pálsson kemur 1870 „ , 9, niðursetn, frá Syðrinesl. að Laugaseli“ [Kb. Mýv.]. Hann deyr 7. júlí 1870 „ , drengur frá Laugaseli, 9, drukknaði í Laxá“ [Kb. Mýv.]. Guðmundur var fæddur 31. maí 1861, voru foreldrar hans þá „hjón á Geirastöðum“ [Kb. Mýv.].

Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir, f. 2. okt. 1870 og eru foreldrar hennar þá „hjón búandi í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Hún fer 1872 „2, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ [Kb. Ein.] og er hún í [Kb. Mýv.] sögð fara með móður sinni að Grímsstöðum. Hún fer með foreldrum sínum 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.]. Aðalbjörg giftist 9. júlí 1900 Birni Guðmundssyni á Grjótnesi, sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. III, bls.148-151]. Dó 17. febr. 1946.

1872 - 1875: Guðni Guðmundsson og Rósa Sigurðardóttir

Guðni og Rósa „Komu búferlum að Laugarseli úr Mývatnssveit“ 1872 [Kb. Ein.], fara 1872 frá „Arnarv. að Laugaseli“ [Kb. Mýv.]. Þau fara þaðan 1875 „til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. Guðni er öll þrjú árin talinn meðal bænda í Laugaseli í manntalsþingbók, ásamt nafna sínum Þorkelssyni.

Guðni var fæddur 27. jan. 1834 á Litluströnd, sonur hjónanna Guðmundar Pálssonar frá Brúnagerði og Rósu Jósafatsdóttur frá Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.]; albróðir Páls hér nokkru ofar, sjá [ÆÞ. I, bls. 103]. Guðni er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835, en 1840 og 1845 er hann „tökubarn/tökupiltur“ á Grímsstöðum.

Rósa var fædd 1. nóv. 1823 og voru foreldrar hennar „Sigurður Stephánss: bóndi á Syðri Tjörnum og kona hans Margrét Pétursdóttir“ [Kb. Munk.]. Hún

er á manntali á Ytrahóli í Kaupangssókn 1845 ásamt foreldrum sínum og þrem systkinum, en á manntali í Reykjahlíð 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“.

Guðni og Rósa voru gefin saman 30. sept. 1853, þá bæði í Garði. Þau flytja 1855 frá Gautlöndum „inn í Eyafjörð“ [Kb. Mýv.] ásamt Sigurrós dóttur sinni og eru á manntali þá um haustið á Finnastöðum í Möðruvallasókn, þar sem Guðni er „ , 22, G, bóndi,“. Þau flytja þaðan 1857 út í Grímsey þar sem þau búa að Sveinagörðum til 1864; eru þar á manntali 1860, þar sem Guðni er „ , 27, G, bóndi, lifir af sjóarafla,“ er þau fara „frá Sveinag að Mývatni“ [Kb. Miðg. prk.]. Þau eru á flækingi í Mývatnssveit næstu árin: koma að Ytrineslöndum 1864, eru á Sveinsströnd við fermingu Sigurrósar 1869, á Geirastöðum við fermingu Önnu Sigríðar 1870 og fara frá Arnarvatni að Laugaseli 1872.

Guðni og Rósa koma 1881 „ , austan af Fjöllum að Stafnsholti.“ [Kb. Ein.]. Þetta kemur ekki nákvæmlega heim við manntal og [Kb. Fjall.], því skv. henni fer Rósa 1881 , húskona, frá Nýjabæ að Stafnsholti í Reykjadal“ þ. á. Guðni er hinsvegar í Stafnsholti á viðaukaskrá manntalsins 1880 „ , G, kaupamaður“ og er lögheimili hans sagt „Hóll, Víðirhólssókn“. Rósa og Kristín Guðný eru í Nýjabæ, hjáleiga, við manntalið 1880 og er Rósa þar „ , 56, G, húskona,“.

Guðni og Rósa fóru 1882 til Vesturheims frá Stafnsholti ásamt Kristínu Guðnýju dóttur sinni [Vfskrá]. Þá var Sigurrós, elsta dóttir þeirra, dáin 23. apríl 1878 „gipt kona frá Nýjabæ, 24 ára. Af barnsfæðing óeðlilegri“ [Kb. Fjall.] og Anna Sigríður komin til Vesturheims, sjá hér neðar.

Börn Guðna og Rósu í Laugaseli 1872-1875:

(Rósa, „ , 16, dætur þeirra“ er meðal burtvikinna úr Mývatnsþingum frá Arnarv. að Laugaseli 1872 [Kb. Mýv.]. Óvíst er, hvort hér er átt við Sigurrós (stundum Sigur Rós, eða Sigurrósa), sem fædd var 25. júní 1854 á Gautlöndum [Kb. Mýv.], er meðal innkominna í Fjallaþing 1872 og deyr þar 23. apríl 1878 „ gipt kona frá Nýjabæ 24 ára, Af barnsfæðing óeðlilegri.“ Líklega er þetta þó misritun, mun vera átt við Önnu Sigríði, sjá hér næst á eftir, því ekki er þess getið í [Kb. Mýv.] að hún fari þ. á. að Laugaseli.)

Anna Sigríður Guðnadóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1872 „ , 17, þeirra börn,“ [Kb. Ein.] (ekki [Kb. Mýv.] sjá hér næst á undan) og fer 1873 „ , 18, vkona“ frá Laugaseli að Hólsseli [Kb. Ein.]. Í [Kb. Fjall.] er hún sögð koma 1873 „ , 19, vkona, frá Laugaseli að Nýahóli“. Anna var fædd 12. des. 1855 á Finnastöðum í Möðruvallasókn [Kb. Möðruv.], en þá búa foreldrar hennar þar. Hún fer með þeim til Grímseyjar 1857, er með þeim þar á manntali 1860 og fer með þeim þaðan „að Mývatni“ 1864. Anna giftist 29. júlí 1877 Sigurbirni Guðmundssyni, sem þá er „húsráðandi á Nýhóli 24 ári“, en Anna er sögð „bústýra hans sama st . 22“ [Kb. Fjall.]. Þau fara þaðan til Vesturheims með Sigurrósu dóttur sína 1879 [Vfskrá].

Kristín Guðný Guðnadóttir kemur með foreldrum að Laugaseli 1872 „ , 6, þeirra börn“ [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Hún flytur með þeim þaðan 1875 „ , 8, dóttir þra“ „til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. Kristín Guðný var fædd 9. maí 1866, voru foreldrar hennar þá „hjón í hússmensku á Ytrinesl.“ [Kb. Mýv.]. Kristín kemur 1881 með móður sinni „ , austan af Fjöllum að Stafnsholti.“ [Kb.

Ein.] „ , hennar dóttir, frá Nýjabæ að Stafnsholti í Reykjadal“ [Kb. Fjall.] og fer þaðan með foreldrum til Vesturheims 1882 [Kb. Ein.], [Vfskrá].

Skyldmenni á búi Guðna og Rósu í Laugaseli 1872-1875:

Jakob Guðmundsson, systursonur Guðna Guðmundssonar bónda, kemur 1874 „ , 16, léttadr, úr Mývatnssveit að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Hann fer þaðan árið eftir með Guðna og fjölskyldu „ , 16, léttadr.“ frá „Laugas. til Mývatnssveitar“ [Kb. Ein.]. Skv. [Kb. Grenj.] fer hann 1874 „ , 16, ljettapiltur, frá Laugaseli að Birnustöðum“. Jakob var fæddur 9. júní 1858 og voru foreldrar hans „Guðmundur Jónsson, Ingibjörg Guðmundsd. hjón búandi á Ytrafjalli“ [Kb. Ness.]. Jakob var faðir Árna Jakobssonar, sem bjó um skeið í Víðaseli og á Grund ofan við Einarsstaði í Reykjadal, sjá nánar undir Víðasel, þar sem þeir feðgar eru á manntali 1920 ásamt konu Árna. Sjá einnig um þá feðga í [ÆÞ. V, bls. 244] og um foreldra Jakobs í [ÆÞ. V, bls. 217-218].

1881 - 1882: Kristín Jóhannsdóttir

Þó a. m. k. þrjú börn Kristínar flytji úr Laugaseli við lát Guðna 1881, er hún gjaldandi þinggjalda í manntalsþingbók 24. maí 1882, en Kristján Ólafsson er þar þá á skrá yfir húsmenn. En árið eftir er Kristján eini gjaldandi þar.

Börn Kristínar í Laugaseli 1881-1882?:

Engar heimildir hef ég séð um veru tveggja yngstu barna Kristínar í Laugaseli þetta ár, einungis má ráða það af líkum.

Guðný Sigríður Guðnadóttir, f. 9. des. 1873 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali þar 1880 „ , 6, Ó, barn þeirra,“. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“. Sjá um hana hér ofar.

Sigurbjörn Guðnason, f. 12. sept. 1878 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Er með foreldrum á manntali þar 1880 „ , 2, Ó, barn þeirra,“. Sigurbjörn fer með móður sinni 1886 frá Máskoti að Hólum í L. [Kb. Ein.]. Sjá um hann hér ofar.

Vandalausir í búskapartíð Kristínar í Laugaseli 1881-1882:

Kristján Ólafsson er sagður „vinnumaður í Laugaseli 25 ára“ við hjónavígslu 4. júlí 1881 [Kb. Ein.], en í manntalsþingbók 24. maí 1882 er hann talinn húsmaður þar. Sjá um hann hér á eftir.

Róselína Einarsdóttir er „vinnuk. sama staðar 30 ára“ er hún giftist Kristjáni hér næst á undan 4. júlí 1881 [Kb. Ein.]. Sjá um hana hér á eftir.

(María Sveinbjörnsdóttir deyr 29. júní 1882 „vk. frá Laugaseli 54 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.], þ. e. í búskapartíð Kristjáns og Róselínu, sjá síðar. Óvíst er hvenær hún kemur í Laugasel.)

1882 - 1883: Kristján Ólafsson og Róselína Einarsdóttir

Kristján er gjaldandi fyrir Laugasel í manntalsþingbók 6. júní 1883, en var sagður húsmaður þar árið áður. Árið 1884 er Jóhannes Sigurðsson þar gjaldandi, sjá síðar.

Kristján var fæddur 15. ágúst 1856, og voru foreldrar hans Ólafur Ólafsson og Rannveig Sveinbjarnardóttir „hjón í Landamótsseli“ [Kb. Þór.], en þar bjuggu þau við mikla ómegð. Kristján er með foreldrum á manntali á Hjalla 1860 ásamt fimm systkinum. Hann er á manntali á Daðastöðum 1880 ásamt föður sínum og systur, svo og Róselínu.

Róselína (einnig Rósalína eða Rósalín í skrám) var fædd 21. apríl 1851, og voru foreldrar hennar Einar Einarsson og Guðrún Jóhannsdóttir hjón á Böðvarshólum [Kb. Breiðabólst.s.]. Hún er á manntali í Böðvarshólum 1855 ásamt foreldrum sínum og yngri bróður „ , 5, Ó, niðursetningur, þeirra barn,“; er sagt um föður hennar „vinnur fyrir sér“, bendir það til skertrar starfsorku, enda er búið að tvístra fjölskyldunni við manntalið 1860, þá er Róselína ásamt föður sínum á Þernumýri „ , 10, á sveit,“ og faðir hennar einnig. En bróðir Róselínu er þá „sveitarómagi“ í Böðvarshólum.

Róselína fer 1861 „ , 11, léttast:, frá Þernumýri að Tungunesi“ [Kb. Breiðabólst.s.], en er á manntali 1870 að Kolugili í Víðidalstungusókn „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1880 „ , 29, vkona, Frá Húnavatnss. að Daðastöðum“ [Kb. Ein.], þar sem hún er á manntali þ. á. eins og áður er getið.

Kristján og Róselína voru gefin saman 4. júlí 1881, hann „vinnumaður í Laugaseli 25 ára“, hún „ , vinnuk. sama staðar 30 ára“ [Kb. Ein.]. Þau eignast þar andavana meybarn 30. apríl 1882, þá „hjón í Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Þau eignast soninn Ólaf 8. júlí 1883 á Höskuldsstöðum, þar sem þau eru þá „hjón, búlaus“, en hann deyr þar 13. s. m. [Kb. Ein.].

Árið 1884 flytja þau til Vesturheims frá Höskuldsstöðum (húsmaður, kona hans) [Kb. Ein.]. Tveim árum seinna fara foreldrar Kristjáns, þá komin yfir sjötugt, einnig til Vesturheims frá Höskuldsstöðum [Vfskrá].

Skyldulið Kristjáns og Róselínu í Laugaseli 1882-1883:

María Sveinbjarnardóttir, móðursystir Kristjáns, deyr 29. júní 1882 „vk. frá Laugaseli 54 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.]. Óvíst er hvenær hún kemur í Laugasel. María var fædd 24. mars 1827 og voru foreldrar hennar Sveinbjörn Flóventsson og Guðrún Jónsdóttir „búhjón í Landamótsseli“ [Kb. Þór.]. María er á manntali í Landamótsseli hjá föður sínum við manntölin 1845, 1855 og

1860, þar sem hann bjó lengi ekkill. Hún er á manntali á Hallbjarnarstöðum 1880 „ , 53, Ó, vinnukona,“.

1883 - 1898: Jóhannes Sigurðsson og Sesselja Andrésdóttir

Jóhannes er gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel í manntalsbók 1884-1898, enda segir [ÆÞ. III, bls. 138] hann bónda þar frá 1883. Þau flytja 1898 að Litlulaugum [Sál. Helg.]. Árin 1887 og 1888 er í manntalsbók getið í Laugaseli Guðlaugs Þorsteinssonar á skrá yfir búlausa og Ásmundar Helgasonar 1891. Árin 1894-1896 er Jón Olgeirsson gjaldandi á móti Jóhannesi og Ásmundur Helgason 1897 og 1898.

Jóhannes var fæddur 19. jan. 1840 í Sultum, sonur Sigurðar Sveinssonar og Guðbjargar Daníelsdóttur [ÆÞ. III, bls. 131-132 og 138-142]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845 og 1850, en 1855 er hann á manntali á Ávegg hjá Páli og Margréti systur Jóhannesar „ , 16, Ó, léttadrengur,“ en þar eru foreldrar hans þá einnig. Jóhannes er með foreldrum á manntali á Tóvegg 1860, þar sem þau búa þá.

Sesselja var fædd 29. des. 1851 í Fagranesi, dóttir Andrésar Ólafssonar og Sesselju Jónsdóttur [ÆÞ. III, bls. 138]. Hún er þar á manntali með foreldrum og sex systkinum 1855 og 1860.

Sesselja giftist fyrst Hjálmari Halldóri Sigurðssyni, en hann andaðist 30. sept. 1875 „bóndi á Laugarhóli, 25 ára, krabbamein“ [Kb. Ein.].

Jóhannes og Sesselja voru gefin saman 12. júlí 1879 [ÆÞ. III, bls. 138] og fæddist elsta barn þeirra 8. sept. þ. á. á Halldórsstöðum í Reykjadal. Þau búa í Skógarseli 1880-1882, sjá þar, en 1882-1883 eru þau líklega á Helgastöðum, því í manntalsbók 1883 er Jóhannes þar á skrá yfir hús- og vinnumenn í þingsókninni.

Jóhannes og Sesselja voru einungis eitt ár á Litlulaugum, því 1899 eru þau komin í Stórulauga, þar sem Jóhannes deyr 21. febr. 1904 „ , giptur húsmennskumaður frá Stórulaugum, 62 ára, Lungnabólga“. Sesselja deyr 24. des. 1936 „ , fv. húsfr. Álftagerði, 86 Jarðs. á Húsav.“ [Kb. Mýv.]. Sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. III, bls. 138-142].

Jóhannes var heilsuveill, var kallaður „Jói blóðlausi“, kynni það að hafa stafað af litarhætti hans.

Börn Jóhannesar og Sesselju í Laugaseli 1883-1898:

Sigurbjörg Hjálmfríður Jóhannesdóttir kemur líklega með foreldrum að Laugaseli 1883 og er þar með þeim á manntali 1890. Hún er þar í fólkstali við árslok 1889-1896, nema árið 1894, þá er hún „ , vk., 13,“ á Litlulaugum [Sál. Helg.]. Hún fer 1897 „ , 16, v. k, frá Laugaseli að Garði við Mývatn“ [Kb. Ein.]. Hjálmfríður var fædd 5. apríl 1881 í Skógarseli [Kb.Ein.]. Hún kemur 1899 „ , v. k., 18, frá Garði Mývatnssveit að Breiðumýri“ [Kb. Ein.]. Fer 1908

Sesselja Andrésdóttir

„ , lausak, 26, Frá Fljótsbakka að Húsavík“ [Kb. Ein.]. Sjá tilvísun í ætt Björns Péturssonar vegna Finnboga Þorsteinssonar manns hennar í [ÆÞ. III, bls. 138].

Kristján Júlíus Jóhannesson, f. 31. júlí 1883 í Laugaseli [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1890. Hann fer 1892 „ , 8, frá Laugaseli“ í „Bangastaði (í fóstur)“ en kemur þaðan aftur 1893 „ , 10, léttadrengr, frá Bangast. að Laugaseli“ [Kb. Ein.]. Fer 1896 að Breiðumýri, þar sem hann er „ , léttadr, 13,“ á fólkstali við árslok þ. á. [Sál. Helg.]. Þar er hann einnig 1898. Sjá um Kristján, konur hans þrjár og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 140-142].

Kristjana Lovísa Jóhannesdóttir, f. 31. okt. 1885 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1890 og í fólkstali þar við árslok næstu árin, nema 1895, þá er hún „ , tökubarn, 10“ í Víðum. Fer með þeim frá Laugaseli að Litlulaugum 1898, þar sem hún er „ , léttas., 13,“ (á búi Sigurbjarnar og Nýbjargar) við árslok þ. á.; einnig árið eftir, þegar foreldrar hennar eru komnir í Stórulauga [Sál. Helg.]. Kristjana var húsfreyja í Álftagerði, gift Jónasi Einarssyni b. þar, sjá tilvísun í [ÆÞ. III, bls. 138]. Dó 7. maí 1962.

Andrés Jóhannesson, f. 1. nóv. 1887í Laugaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890. Fer 1898 „ , barn, 10, frá Laugaseli að Holtakoti“ [Kb. Ein.] og er 1901 á manntali í Víðum „ , hjú, 13,“. Fer 1908 „ , vinnum, 20, Frá Breiðumýri að Grenjaðarstað“ [Kb. Ein.]. Dó 1915, sjá [ÆÞ. III, bls. 138].

Sigfús Jóhannesson f. 22. júní 1890 í Laugaseli [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. Fer með foreldrum þaðan að Litlulaugum 1898 og 1899 að Stórulaugum [Sál. Helg.] og er með þeim á aðalmanntali þar 1901 „ , sonur þeirra, 11,“ en 1910 fer hann „ , 19, vinnup, Frá Fljótsbakka að Kraunastöðum“ [Kb. Ein.]. Sigfús dó 9. maí 1951. Sjá um hann, konu hans og afkomendur í [ÆÞ. III, bls. 138-140].

Pálína Guðrún Jóhannesdóttir, f. 4. sept. 1896í Laugaseli [Kb. Ein.]. Fer með foreldrum þaðan að Litlulaugum 1898 og 1899 að Stórulaugum [Sál. Helg.] og er þar með þeim á aðalmanntali 1901 „ , dóttir þeirra, 5,“. Pálína giftist 13. nóv. 1920 Karli Kristjánssyni, sjá um þau og börn þeirra í [ÆÞ. III, bls. 130 og 135].

Dóttir Sesselju í búskapartíð hennar og Jóhannesar

í Laugaseli 1883-1898:

Kristbjörg Hólmfríður Hjálmarsdóttir er á manntali í Laugaseli 1890 „ , 16, Ó, dóttir konu,“ kemur líklega með þeim hjónum að Laugaseli 1883, þar sem hún er síðast í fókstali við árslok 1891 [Sál. Helg.]. Kristbjörg var fædd 3. sept. 1874 á Laugarhóli [Kb. Ein.], dóttir Sesselju og fyrra manns hennar, Hjálmars H. Sigurðssonar. Kristbjörg er á manntali í Skógarseli 1880 með móður sinni og stjúpföður. Kristbjörg er á fólkstali á Daðastöðum við árslok 1892 „ , vk, 18,“. Hún flytur áriðeftir til Húsavíkur [Kb. Ein.], en er annars í vinnumennsku í Reykjadal; í Víðum 1894 og 1896, 1895 á Hallbjarnarstöðum, 1897 á Hjalla [Sál. Helg.]. Hún andaðist 15. ágúst 1898 „ , ógipt vinnukona frá Narfastöðum, 23.“ [Kb. Ein.].

Kristjana Lovísa Jóhannesdóttir

Andrés Jóhannesson

Sigfús Jóhannesson

Pálína Guðrún Jóhannesdóttir

Vandalausir í Laugaseli í búskapartíð

Jóhannesar og Sesselju 1883-1898:

Guðlaugur Þorsteinsson kemur 1886 „ , 33, húsmaður frá Mýlögsst. að Laugaseli“ [Kb. Ein.] ásamt konu sinni og tveim börnum. Hans er getið í Laugaseli í manntalsbók 1887 og 1888 á skrá yfir búlausa. Þau fara 1888 ásamt þrem börnum, hann „ , 34, húsmaður frá Laugaseli að Stóra-Ási í Lundarbrekkusókn“ [Kb. Ein.]. Guðlaugur var fæddur 16. júní 1854 í Vindbelg, d. 1. maí 1940 á Geiteyjarströnd, sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. I, bls. 377380]. Guðlaugur og Kristín Elísabet bjuggu í Stórási til 1911, er Kristín féll sviplega frá, sjá undir Stórás.

Kristín Elísabet Bergvinsdóttir kemur 1886 að Laugaseli með manni sínum hér næst á undan „ , 25, kona hs“ [Kb. Ein.]. Hún fer með honum að Stórási 1888. Kristín Elísabet var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristjönu Margrétar Pétursdóttur. Hún lést sviplega í Stórási 15. jan. 1911, sjá nánar undir Stórás.

Sigtryggur Guðlaugsson, sonur Guðlaugs og Kristínar hér næst á undan, kemur með þeim frá Mýlaugsstöðum að Laugaseli 1886 og fer með þeim að Stórási 1888. Sigtryggur var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 2. febr. 1882, d. 21. jan. 1957. Sjá um hann í [ÆÞ. I, bls. 377-379] og undir Stórás.

Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir, dóttir Guðlaugs og Kristínar hér ofar, kemur með þeim frá Mýlaugsstöðum að Laugaseli 1886 og fer með þeim að Stórási 1888. Guðrún var fædd á Ytrafjalli 8. okt. 1883, sjá [ÆÞ. I, bls. 379]. Sjá einnig um hana og mann hennar í [ÆÞ. III, bls. 272] og undir Stórás.

Kristjana Guðlaugsdóttir f. 4. ágúst 1887 í Laugaseli [Kb. Ein.], dóttir Guðlaugs og Kristínar hér ofar. Hún fer með foreldrum og systkinum að Stórási 1888. Sjá um Kristjönu í [ÆÞ. I, bls.379-380] og undir Stórás.

Ásmundur Helgason er á manntali í Laugaseli 1890 ásamt konu sinni og tveim börnum, húsmaður, og í fólkstali þar við árslok [Sál. Helg.]. Ásmundar er getið í Laugaseli í manntalsbók 1891 á skrá yfir búlausa. Þau virðast vera þar aðeins eitt ár að þessu sinni, þau eru í Stafnsholti í fólkstali við árslok 1889 og 1891 [Sál. Helg.]. Ásmundur og fjölskylda hans koma 1888 „ , bóndi, frá Hörgsdal í Skútustaðasókn að Stafnsholti“ [Kb. Ein.]. Þau flytja 1892 „frá Stafnsholti í Ljótsstaði“ [Kb. Ein.]. Sjá nánar um Ásmund og fjölskyldu hér nokkru neðar, er hann verður bóndi í Laugaseli.

Arnfríður Sigurðardóttir, kona Ásmundar hér næst á undan, kemur með honum að Laugaseli 1890 og fer með honum aftur að Stafnsholti 1891. Sjá um hana hér nokkru neðar.

Kristín Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar og Arnfríðar hér næst á undan, kemur með þeim að Laugaseli 1890 og fer með þeim að Stafnsholti árið eftir. Sjá um hana hér neðar.

Helgi Ásmundsson, sonur Ásmundar og Arnfríðar hér ofar, kemur með þeim að Laugaseli 1890 og fer með þeim að Stafnsholti árið eftir. Sjá um hann hér neðar.

Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir

1893 - 1896: Jón Olgeirsson og Kristín Sigríður

Kristjánsdóttir

Jón og Kristín eru í Laugaseli (á 2. búi) í fólkstali við árslok 1893 „bdi, 35,“, „kon hs, 27“[Sál. Helg.]. Þau eru þar einnig 1894 og 1895, síðara árið á 1. búi, en Jóhannes á 2. búi. Við árslok 1896 eru þau í húsmennsku á Litlulaugum [Sál. Helg.]. Jón er gjaldandi þinggjalda í Laugaseli í manntalsbók 1894-1896 á móti Jóhannesi.

Jón var fæddur 27. ágúst 1859 og voru foreldrar hans „Olgeir Hinriksson og Guðbjörg Eyríksdóttir, ógiptar persónur, hjú á Einarsstöðum beggja 1ta barneign.“ [Kb. Ein.]. Jón er á manntali á Mýlaugsstöðum 1860 „ , 2, Ó, tökubarn,“, hann virðist því ekki vera á vegum foreldra sinna. Við manntalið 1880 er hann vinnumaður í Lásgerði.

Jón, þá húsmaður á Halldórsstöðum (í R.?), kvæntist 12. okt. 1888 Petrínu Pétursdóttur „ , húskona samast. 44 ára“ og segir í athugasemd „Brúðurin var veik, en illt veður.“ Petrína andaðist 31. okt. 1898 „ , gipt kona á Halldórsstöðum, 45, lifrarveiki.“ [Kb. Ein.].

Kristín Sigríður var fædd 21. maí 1867 og voru foreldrar hennar „Kristján Davíðsson, Anna Þorláksdóttir eiginhjón Presthvammi“ [Kb. Grenj.]. Kristín er á manntali með foreldrum sínum á Breiðumýri 1880 „ , 13, Ó, barn þeirra,“.

Jón og Kristín voru gefin saman 5. nóv. 1889; er Jón þá „húsmaðr í Vallakoti 30 ára“ en Kristín „samast.“ [Kb. Ein.]. Þau eru enn í Vallakoti við fæðingu Bjargar, en við manntalið 1890 eru þau „vinnumaður“ og „kona hans“ á Breiðumýri. Við fólkstal í árslok 1892 er Jón vinnumaður á Litlulaugum og er kona hans þar með honum ásamt tveim dætrum þeirra.

Við árslok 1896 er Jón „Húsm, 37“ á Litlulaugum, er kona hans þar með honum og Ásgeir sonur þeirra. Þau eru á manntali á Höskuldsstöðum 1901 með fimm börnum sínum. Jón býr enn á Höskuldsstöðum við manntalið 1930 og er Jörgína Dórothea dóttir þeirra hjóna ráðskona hjá honum, en Ásgeir sonur þeirra annar bóndi þar, og hjá honum er Kristín móðir hans á manntalinu 1930.

Börn Jóns og Kristínar í Laugaseli 1893-1896:

Björg Jónsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Laugaseli við árslok 1893 og áfram, síðast í árslok 1895. Björg var fædd 28. febr. 1890, voru foreldrar hennar þá „hjón í húsmennsku í Vallakoti“ [Kb. Ein.]. Hún er með þeim á manntali á Breiðumýri um haustið og á Litlulaugum á fólkstali í árslok 1892. Ekki finnst hennar getið í fólkstali 1896, en hún er með foreldrum og systkinum á manntali á Höskuldsstöðum 1901. Björg giftist 2. ágúst 1908 Sigurgeir Péturssyni (frá Krákárbakka, sjá þar) og flytja þau árið eftir að Héðinsvík [Kb. Ein.], [Kb. Hús.] og eru þar á manntali 1910. Mikill ættbálkur er út af þeim kominn.

Anna Jónsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Laugaseli við árslok 1893. Hún fer með móðurforeldrum sínum að Hallbjarnarstöðum 1896, þar sem hún er með þeim í fólkstali í árslok þ. á. [Sál. Helg.]. (Verður ekki betur séð en hún lesi þá „ágl.“ skv. bókun sr. Matthíasar). Anna var fædd 10. jan. 1891, voru foreldrar hennar þá „hjón í vinnumennsku á Breiðumýri“ [Kb. Ein.]. Hún fer með móðurforeldrum 1897 að Saltvík og kemur með þeim þaðan að Höskuldsstöðum 1899 „fósturd., 8,“ [Kb. Ein.], þar sem hún er með foreldrum og systkinum á manntali 1901. Hún fer 1907 frá Höskuldssöðum að Garði í Aðaldal [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1910, hjú. Anna kemur aftur að Höskuldsstöðum 1920 ásamt Gerði dóttur sinni og eru þær þar á manntali 1920; hún er þar einnig á manntali 1930, þá ráðskona hjá Ásgeiri bróður sínum, sem býr þá á Höskuldsstöðum móti föður sínum.

Ásgeir Jónsson er með foreldrum sínum á fólkstali í Laugaseli við árslok 1893 og fer með þeim 1896 að Litlulaugum, þar sem hann er með þeim á fólkstali þ. á. Ásgeir var fæddur 17. mars 1893, voru foreldrar hans þá „hjón á Litlulaugum“ [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum og systrum á manntali á Höskuldsstöðum 1901, 1910 og 1920, og 1930 er hann þar bóndi á móti föður sínum. En hann lifði ekki lengi eftir það.

Elín Petrina Jónsdóttir, f. 27. júlí 1895 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Ekki finnst, hvað um hana verður þegar foreldrar hennar fara í Litlulauga 1896. En hún var tekin í fóstur af Lilju föðursystur sinni og manni hennar Jóhannesi Jósepssyni og er með þeim á manntali á Gilsbakka í Grundarsókn 1901 „ , fósturbarn þeirra, 6,“. Hún er þar á manntali 1920 og 1930, vinnukona. Skv. upplýsingum Gerðar systurdóttur hennar (des. 2004) dó hún ógift og barnlaus.

Annað skyldulið Jóns og Kristínar í Laugaseli 1893-1896:

Kristján Davíðsson, faðir Kristínar, er með þeim í fólkstali í Laugaseli 1893 og fer 1896 að Hallbjarnarstöðum, þar sem hann er á fólkstali við árslok 1896 „v. m, 54“ ásamt konu sinni og Önnu dóttur Jóns og Kristínar. Kristján var fæddur 19. apríl 1842 í Glaumbæ, sonur hjónanna Davíðs Jónssonar smiðs og bónda þar og Sigríðar Jósefsdóttur. Kristján var bróðir Magnúsar, Sigurjóns og Solveigar Jakobínu, sem ásamt Kristjáni áttu öll um skeið heima í Kvígindisdal og búa dótturbörn Magnúsar þar enn (2005). Kristján fór 7 ára gamall tökubarn að Grjótárgerði og átti þar heima til tvítugs, er hann fer þaðan að Fornastöðum 1862 [Kb. Lund.], sjá undir Grjótárgerði. Kristján og Anna (sjá hér á eftir) koma 1865 frá Fornastöðum að Syðrafjalli og eiga þar heima þegar þau eru gefin saman 13. okt. 1865 [Kb. Múl]. Þau flytja að Presthvammi árið eftir ásamt tveim sonum sínum [Kb. Grenj.]. Kristján og Anna eru á manntali á Breiðumýri 1880 og í Kvígindisdal 1890, þar sem þau eru í húsmennsku við árslok 1892. Þau flytja frá Hallbjarnarstöðum að Saltvík 1897 og þaðan að Höskuldsstöðum 1899 ásamt Önnu sonardóttur sinni [Kb. Ein.]. Þau eru hjá Sigvalda syni þeirra á Leikskálá syðri við manntalið 1901. Kristján deyr 17. okt. 1913 „ , Ekkill í Saltvík, 71 árs, krabbamein“ [Kb. Hús.].

Anna Þorláksdóttir, móðir Kristínar, kona Kristjáns hér næst á undan, er með þeim á fólkstali í Laugaseli 1893 og fer með manni sínum að Hallbjarnarstöðum 1896. Anna var fædd 8. maí 1832 og voru foreldrar hennar „Þorlákur Jónsson og Margret Þorsteinsdóttir hjón búandi á 1/4 parti af Miðvík“ [Kb. Lauf.]. Hún fer með foreldrum sínum og bróður 1833 frá Miðvík að Leifshúsum, þar

Anna Jónsdóttir

sem faðir hennar deyr 17. ágúst 1834 „ , Bóndi frá Leifshúsum, kveflandfarsóttin ásamt gömlum meinlætum urðu hans banamein, hann átti eptir sig munaðarlausa ekkju og 3iú börn“ [Kb. Svalb.]. Þar er Anna á manntali 1835 með móður sinni. Anna er á manntali í Miðvík 1845 „ , 14, Ó, niðurseta,“ og í Grímsgerði 1860 „ , 29, Ó vinnukona“. Sjá hér næst á undan hjá Kristjáni. Anna deyr 20. apríl 1905 „ , gift kona í Saltvík, 73 ára, [ .. ] Lungnabólga“ [Kb. Hús.].

1896 - 193?: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir

Ásmundur og Arnfríður koma 1896 frá Heiðarseli að Laugaseli með tveim börnum sínum [Kb. Ein.], [Kb. Lund.], og eru þar á fólkstali við lok ársins á 2. búi, en 1897 á 1. búi [Sál. Helg.]. Þau búa enn í Laugaseli móti Helga syni sínum og Margréti konu hans við manntalið 1930 og er mér ókunnugt hvenær þau hætta búskap. Ásmundur er gjaldandi þinggjalda fyrir Laugasel í manntalsbók 1897-1899, fyrstu tvö árin á móti Jóhannesi. En 1899 endar bókin.

Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860.

Arnfríður er fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860.

Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883, búandi á Árbakka 1883-1887, í Hörgsdal 1887-88, í Stafnsholti 1888-1890 og í Laugaseli 1890-91, sjá hér ofar. Aftur í Stafnsholti 1891-1892, þá á Ljótsstöðum eitt ár [Laxd. bls. 114] og fara þaðan 1893 í Heiðarsel.

Ásmundur og Arnfríður bjuggu langa ævi til dauðadags í Laugaseli, þar sem Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945 [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].

Börn Arnfríðar og Ásmundar í Laugaseli 1896-193?:

Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Heiðarseli að Laugaseli 1896 [Kb. Ein.]. Hún er með þeim þar á manntali 1901, 1910, 1920 og 1930. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal [Kb. Lund.]. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114].

Helgi Ásmundsson kemur með foreldrum sínum frá Heiðarseli að Laugaseli 1896 [Kb. Ein.]. Hann átti síðan alla ævi heima í Laugaseli, sjá um hann hér neðar. Dó á Húsavík 23. sept. 1965 [Laxd. bls. 114].

Kristín Ásmundsdóttir

Annað skyldulið Ásmundar og Arnfríðar í Laugaseli 1896-193?:

Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar, kemur 1898 „Til dóttur“ frá Hofstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.]. Hann er þar á manntali 1901, 1910 og 1920. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er bóndi í Haganesi 1860, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður þar vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sjá einnig [Laxd. bls. 114].

Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar, kemur með Sigurði manni sínum hér næst á undan frá Hofstöðum að Laugaseli 1898. Hún er þar á manntali 1901. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

Vandalausir í Laugaseli í búskapartíð Ásmundar og Arnfríðar 1896- 193?:

Axel Nikulássoner á manntali í Laugaseli 1910 „NS“ (NS = niðurseta). Kemur líklega þ. á. frá Skógarseli, þar sem hann er á fólkstali 1905-1909. Ókunnugt er, hve lengi hann var í Laugaseli; hann virðist fara aftur í Skógarsel, því þaðan fer hann 1920 til Vopnafjarðar [Kb. Grenj.]. Axel var fæddur 26. sept. 1898 og voru foreldrar hans Nikulás Jakobsson og Geirdís Árný Árnadóttir á Breiðumýri [Kb. Ein.]. Faðir hans deyr 12. júní 1905 í Glaumbæ „bóndi frá Holtakoti, 32 ára,“ „eftir 12 vikna legu úr meinsemd við mænu,“ [Kb. Ein.]. Við þennan atburð kemur Axel líklega á sinn fæðingarhrepp. Axel er á manntali á Grundarhóli á Húsavík 1930 „sonur húsmóður“ hjá móður sinni og seinni manni hennar.

Sigríður Jónsdóttir kemur 1911 „ , Ekkja, 71“ frá Stórutungu að Laugaseli [Kb. Lund.]. Ekki hefur mér tekist að fá upplýst, hve lengi hún var í Laugaseli. Sigríður var fædd 20. apríl 1840 og voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hión á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Hún eignaðist dótturina Margréti 1869, sjá hér næst á eftir. Giftist 5. júlí 1878 Sigurði Jónssyni, sem var elsti sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, og voru þau víða, m. a. í Stórási, sjá þar. Börn þeirra sem upp komust voru Guðrún Valgerður, f. 14. febr. 1879 í Víðum, og Unnsteinn, f. 4. jan. 1885 í Vindbelg. Sigríður andaðist 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Axel Nikulásson

Sigríður Jónsdóttir

Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Sigríðar hér næst á undan, kemur með henni frá Stórutungu að Laugaseli 1911 „ , d. h., 41“ [Kb. Lund.]. Ekki hefur mér tekist að upplýsa, hve lengi hún er í Laugaseli, en ekki er hún þar á manntali 1920. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“, eru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir ha, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Fjall.], [Kb. Skinn.] og fylgjast þær mæðgur oftast að eftir það. Þær eru á manntali í Narfastaðaseli 1901 og fara þaðan 1908 að Engidal. Margrét er meðal burtvikinna úr Grenjaðarstaðarprk. 1926 „húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“.

1920 - 1965: Helgi Ásmundsson og Margrét Rósa Jóhannesdóttir

Við hjónavígslu Helga og Margrétar 1920 er Helgi sagður bóndi og er svo einnig á manntali um haustið. Hef ég ekki aðrar heimildir um byrjun á búskap hans.

Helgi andaðist 1965. Margrét bjó áfram í Laugaseli með dóttur þeirra, sjá síðar. Helgi var fæddur 2. júlí 1884 á Krákárbakka [Laxd. bls. 114]. Hann er með foreldrum sínum á margvíslegum flækingi þeirra: í Hörgsdal, Stafnsholti, Laugaseli, Stafnsholti, Ljótsstöðum, Heiðarseli og síðast í Laugaseli, þangað sem hann kemur með þeim í síðara skiptið 1896. Hann átti heima í Laugaseli upp frá því.

Margrét var fædd 26. des. 1884 og voru foreldrar hennar „Jóhannes Jóhannesson, Guðrún Kristjánsdóttir vinnuhjú á Birnunesi“ [Kb. StærraÁrsk.s.]. Margrét er á Birnunesi með foreldrum sínum við manntalið 1890, er afi hennar þá látinn, en faðir hennar er þá fyrirvinna hjá ömmu hennar. Við manntalið 1901 er hún „hjú þeirra, 16“ á Selá á Árskógsströnd.

Margrét eignaðist soninn Kjartan 24. febr. 1909 með Stefáni Björnssyni. Hún kemur með Kjartan frá Akureyri til systur sinnar í Hörgsdal 1918 [Kb. Mýv.]; eru þau skv. þeirri bók meðal burtvikinna 1920 frá Hörgsdal að Laugaseli. En í [Kb. Grenj.] eru þau sögð koma 1920 úr Kræklingahlíð í Laugasel.

Þau Helgi og Margrét voru gefin saman 25. júní 1920, er Helgi þá sagður „bóndi 36 ára Laugaseli“ en Margrét „s. st.“ [Kb. Grenj.]. Þau áttu upp frá því heima í Laugaseli. Helgi andaðist 22. sept. 1965 (á Húsavík) [Laxd. bls. 114], en Margrét bjó þar áfram með dóttur þeirra, sjá síðar.

Börn Helga og Margrétar í Laugaseli 1920-1965, bæði fædd þar:

Ásmundur Helgason, f. 7. febr. 1922, d. 27. jan. 1925 „barn Laugaseli, Tæpra 3, Svefnsýki“ [Kb. Grenj.].

Aðalheiður Helgadóttir, f. 3. júlí 1926. Aðalheiður bjó með móður sinni í Laugaseli eftir lát föður síns og þar ein eftir lát móður sinnar, sjá síðar.

Margrét Sigvaldadóttir

Annað skyldulið Helga og Margrétar í Laugaseli 1920-1965:

Kjartan Stefánsson, sonur Margrétar húsfreyju, kemur með henni aðLaugaseli 1920 „ , s. h., 11,“ [Kb. Grenj.]. Hann er með henni þar á manntali um haustið. Óvíst er hve hann er þar lengi, hann er ekki þar við manntalið 1930. En hann mun jafnan hafa átt þar athvarf, átti þar heima með konu sinni og sonum, þar til hann fór að búa í Stafnsholti, líklega upp úr 1937. Kjartan var fæddur 24. febr. 1909, voru foreldrar hans „Stefán Björnsson teiknikennari á Akureyri. Margrét Jóhannesd. vinnukona á Akureyri (Knúðsen)“ [Kb. Grundars.], ennfremur er þess getið við Kjartan: „(f. á Grísará)“ og er ekki að finna frekari skýringu á því. Kjartan kvæntist 10. ágúst 1935 Indíönu Ingólfsdóttur, sjá hér næst á eftir [Mbl. 12. 4. 2005]. Kjartan bjó í Stafnsholti frá 1937 til 1958 [Árb. Þing. 2005, bls. 135-6]. ([Bybú, bls. 433] segir þá jörð fara úr byggð 1958). Kjartan andaðist 30. okt. 1968 [Mbl. 12. 4. 2005].

Indíana Dýrleif Ingólfsdóttir, kona Kjartans hér næst á undan, giftist honum 10. ágúst 1935 og kemur þá líklega með honum að Laugaseli. Indíana var fædd 24. nóv. 1915 og voru foreldrar hennar „Ingólfur Indriðason María Bergvinsdóttir hjón búandi á Tjörn“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum og systkinum þar á manntali 1920. Ingólfur og María bjuggu á Húsabakka frá 1926 [Bybú, bls. 440], og er Indíana þar með þeim á manntali 1930. Indíana er í þjóðskrá 1. des. 1995 í Litlahvammi 1 á Húsavík, flutti þangað 1987. Hún andaðist á Húsavík 2. apríl 2005 [Mbl. 12. 4. 2005].

Ásmundur Reynir Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér næst á undan, fæddur í Laugaseli 14. nóv. 1935 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937 [munnl. heimild Ásmundar]. Kvæntur Ástu Bergsdóttur, skildu, síðar Vilborgu Guðrúnu Friðriksdóttur [Mbl. 12. 4. 2005].

Stefán Ingólfur Kjartansson, sonur Kjartans og Indíönu hér ofar, fæddur í Laugaseli 25. okt. 1936 [Þjóðskrá]. Fer með foreldrum að Stafnsholti um 1937. Kvæntur Guðmundu Hönnu Guðnadóttur, f. 31. mars 1944, d. 4. júlí 1997 [Mbl. 12. 4. 2005].

1965 - 1970: Margrét Rósa Jóhannesdóttir

Margrét bjó áfram í Laugaseli með dóttur sinni eftir lát Helga. Hún andaðist 3. ágúst 1970 [Skrá Hagstofu yfir dána].

Eins og getið er hér ofar, þá var Margrét fædd 26. des. 1884 í Birnunesi á Árskógsströnd og kom að Laugaseli með Kjartan son sinn 1920 og giftist Helga Ásmundssyni.

Dóttir Margrétar í Laugaseli 1965-1970:

Aðalheiður Helgadóttir býr með móður sinni í Laugaseli þessi ár og bjó þar ein eftir lát hennar, sjá hér á eftir. En líklega hefur búskapur þeirra mæðgna ekki verið umfangsmikill. Í [Bybú, bls. 386] segir að þar sé engin áhöfn 1985.

1970 - 1998? Aðalheiður Helgadóttir

Aðalheiður býr ein í Laugaseli eftir lát móður sinnar, er þar til heimilis í þjóðskrá 1. des. 1996 (skrá 1997 hef ég ekki séð). Hún flytur 1998 að Hjallalundi 18 á Akureyri, en hvort hún kom þangað frá Laugaseli er mér ókunnugt.

Eins og áður segir var Aðalheiður fædd í Laugaseli 3. júlí 1926 og átti þar heima (a. m. k. lögheimili) til 1. des. 1996. Hún er sögð bóndi í [Skrá Hagstofu yfir dána 2000], en hún andaðist á Akureyri 31. des. 2000.

1. uppkast leiðrétt síðsumars 2005. R. Á. Yfirfarið að nýju 2. nóv. 2005. R. Á. Leiðrétt lítillega 26. 12. 2006. R. Á. Þessi prentun gerð 22. jan.. 2008. R. Á.

Ábúendur í Laugaseli

Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1831 - 1837: Andrés Sveinsson og Björg Jónsdóttir 1837 - 1866: Þorkell Torfason og Kristbjörg Jónsdóttir 1866 - 1868: Kristbjörg Jónsdóttir 1867 - 1881: Guðni Þorkelsson og Kristín Jóhannsdóttir

1867 - 1869: Jón Jónsson og Margrét Ingiríður Árnadóttir 1870 - 1872: Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía Jónasdóttir

1872 - 1875: Guðni Guðmundsson og Rósa Sigurðardóttir 1881 - 1882: Kristín Jóhannsdóttir 1881 - 1883: Kristján Ólafsson og Róselína Einarsdóttir 1883 - 1898: Jóhannes Sigurðsson og Sesselja Andrésdóttir

1893 - 1896: Jón Olgeirsson og Kristín Sigr. Kristjánsdóttir

1896 - 193?: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir

1920 - 1965: Helgi Ásmundsson og Margrét Rósa Jóhannesdóttir 1965 - 1970: Margrét Rósa Jóhannesdóttir

1970 - 1998? Aðalheiður Helgadóttir

Skammstafanir og skýringar:

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Jb.]: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 1712.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.

[ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992.

[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: