54 minute read

2.16 Stórás

Á manntalsþingi á Ljósavatni 19. maí 1855 var lesin lögfesta fyrir jörðinni Gautlöndum, dagsett 18. maí 1855 „ - um beðinn innfærð í Jarða og Pantabókina - Lögfestu þessari var mótmælt vegna Lundarbrekku eiganda að því leiti lögfestan að vestanverðu tiltekur Landamerki frá Sandfelli vestur að Dynulæk og aftur á milli Rifshöfða og Bjarnatjarnar. “ [Þing. V. C., nr. 12].

Hinn 9. júní 1857 er aukaréttur haldinn á Stóruvöllum og 11. júní s. á. á Gautlöndum, þar sem fjallað er um ágreining landamerkja milli Gautlanda og Lundarbrekku. Þetta mál er líka tekið fyrir 20. ágúst 1857 í aukarétti á Arndísarstöðum og 10. sept. á Ljósavatni og á Helgastöðum s. d. Einnig 12. sept. á Skútustöðum. Sjá [Þing. V. C., nr. 12].

Þessa er hér getið, þó óvíst sé hvort það tengist byggingu nýbýlis í Stórási 1857. En Stórás er byggður allnærri Gautlandamerkjum, í Lundarbrekkulandi, eða öllu heldur landi Engidals, sem þá mun hafa verið óskipt úr landi Lundarbrekku.

1857 - 1866 Sigurður Sighvatsson og Steinunn Ísleifsdóttir

Sigurður og Steinunn koma frá Grjótárgerði, þar sem þau eru í fólkstölu við nýár 1857 en í Stórási við nýár 1858. Sigurður deyr 2. des. 1866 og er Jósafat Jónsson sagður bóndi þar við nýár 1867 [Sál. Eyj.].

Sigurður er gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók þinggjalda árin 1859-1866, en árið 1858 er hann undir Lundarbrekku á skrá búlausra. Gríms Jónassonar er getið í Stórási í manntalsbókinni 1864, á skrá yfir búlausa.

Sigurður var fæddur 30.sept. 1812 á Hvarfi [Kb. Eyj.], sonur hjónanna Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur [Kb. Eyj.]. Hann er „ , niðurseta, 21/2, “ á Ljósavatni við manntalið 1816. Hann er víða í vinnumennsku, er 1835 „ , 23, Ó, vinnumaður“ á Barði í Fljótum, kemur 1837 „ , 25, vinnumaður, vestan úr Fljótum að Kálfborgará“ [Kb. Eyj.], er á manntali í Grjótárgerði 1840 „ , 29, Ó, vinnumaður“. Hann fer frá Mýri að Eyjardalsá 1842 [Kb. Lund.] en við manntalið 1845 er hann vinnumaður á Hvarfi. Hann er í Grjótárgerði í fólkstölu um nýár 1852, fyrst talinn á 2. býli, ásamt Steinunni konu sinni, en er þar ekki 1853 né 1854, þá búa þau hjónin á Sigurðarstöðum, þar fæðist dóttir þeirra 7. maí 1853, sjá síðar. En í fólkstölu um nýár 1855 er hann húsmaður í Grjótárgerði, en við manntalið um haustið er hann bóndi þar á 2. býli, en sagður húsmaður í fólkstölu við nýár 1857. Það ár byggir hann í Stórási.

Steinunn var fædd á Bergstöðum 16. jan. 1813, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur [Kb. Múl.], og er með þeim á manntali þar 1816 „ , barn þeirra, 3,“.

Steinunn fer frá Bergstöðum að Stórutungu 1830 „ , vinnukona“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1835 „ , 22, Ó, vinnukona“. Hún giftist 25. sept. 1837

Ásmundi Einarssyni í Svartárkoti, er hún þá sögð vinnukona þar [Kb. Lund.]. Þau Ásmundur og Steinunn flytja 1838 frá Svartárkoti að Bergstöðum [Kb. Múl.], [Kb. Lund.], þar sem þeim fæðist dóttirin Björg, sjá síðar, en flytja árið eftir aftur að Svartárkoti [Kb. Múl.] og eru þar á manntali 1840 og 1845 ásamt dóttur sinni.

Ásmundur andaðist 10. sept. 1846, þá sagður bóndi í Svartárkoti, 36 ára. Sama dag andaðist Einar bróðir hans, 38 ára, og má ráða af daufu letri [Kb. Lund.] að þeir hafi dáið úr mislingum.

Steinunn er í Svartárkoti við manntalið 1850 „ , 37, G, húskona,“ ásamt Björgu dóttur þeirra Ásmundar, en Sigurður maður hennar er þar „ , 38, G, vinnumaður“. Þau voru gefin saman 3. okt. 1849 [Kb. Lund.], þá bæði í Svartárkoti.

Í fókstölu við nýár 1858 fær Sigurður svofelldan vitnisburð um hegðun og kunnáttu hjá sóknarpresti: „ , ráðvandur en fremur ólipur, viðunanlega“ en Steinunn: „ , góðsemdarkona, vel að sér í andlegu“ [Sál. Eyj.].

Eins og áður segir andaðist Sigurður í Stórási 2. des. 1866 „ , bóndi Stóraási, 52,“ [Kb. Lundarbr. prk.]. Steinunn flytur frá Stórási 1872 með Jósafat tengdasyni sínum og Björgu dóttur sinni að Fljótsbakka [Kb. Lund.]. Hún andaðist 13. júní 1875 „ , frá Fljótsbakka dáin á Sandhaugum, 62“ [Kb. Lund.].

Börn Sigurðar og Steinunnar í Stórási 1857-1866:

Ásmundur Sigurðsson kemur með foreldrum sínum frá Grjótárgerði 1857, sjá þar, og er með þeim á manntali í Stórási 1860 „ , 10, Ó, þeirra barn,“. Í fólkstölu við nýár 1858 segir um hann „ , 7, sonur þeirra, fremur fákjónlegur“ [Sál. Eyj.], sem bendir til að hann hafi ekki verið alheill. Ásmundur, sem var fæddur 29. des. 1850 í Svartárkoti, andaðist 16. okt. 1865 „ , úngmenni frá Stóraási, 16“ [Kb. Lund.].

Solveig Sigþrúður Sigurðardóttir kemur með foreldrum frá Grjótárgerði 1857, sjá þar, og er á manntali í Stórási 1860 „ , 8, Ó, eins,“ (þ. e. þeirra barn). Hún var fædd 7. maí 1853 á Sigurðarstöðum þar sem foreldrar hennar eru þá „búandi hjón“ [Kb. Lund.], fermd 1867, þá í Stórási. Hún er með móður sinni í Stórási til 1872 og flytur þá með henni að Fljótsbakka að því er segir í [Kb. Lund.]. En í [Kb. Ein.] er hennar ekki getið með móður sinni meðal innkominna þ. á., en hún fer 1875 „ , 21, vkona, frá Ingjaldst. að Hryflu“ [Kb. Ein.]. Kemur frá Hriflu að Sigríðarstöðum 1879 [Kb. Hálss.], þar sem hún er á manntali 1880 „ , 21, Ó, vinnukona,“ Hún gitist 29. maí 1883, þá enn vinnukona á Sigríðarstöðum, Sveinbirni Kristjánssyni vinnumanni á Hálsi og flytur með honum þ. á. að Stóradal í Miklagarðssókn (þar sagður frá Möðrudal, hann er þar á manntali 1880, sagður fæddur í Kvíabekkjarsókn). Þau eignast þar dótturina Steinunni 16. júní 1885 og flytja með hana frá Öxnafelli 1887 „út með sjó“ [Kb. Miklag.s.]. Þau eignast soninn Sigrvin 27. maí 1887, þá stödd á Sámsstöðum, en hann deyr 6. júní s. á. [Kb. Grundarþ.]. Sveinbjörn og Solveig Sigþr. eru í [Kb. Ak.] sögð koma 1887 frá Öxnafelli að Kollugerði í Kræklingahlíð ásamt Steinunni og fara þaðan 1888 að Skeggjabrekku [Kb. Ak.], [Kb. Kví.]. Þau eru

á manntali á Skeggjabrekku í Kvíabekkjarsókn 1890, ásamt nýfæddum syni, Sigurði, f. 24. maí 1890 [Kb. Kví.]. Þau eru á manntali á Kvíabekk 1901. En virðast fara aftur að Skeggjabrekku, því þar deyr Sigurbjörn 24. nóv. 1907 „ , vinnumaður á Skeggjabrekku, 66“ [Kb. Kví.]. Við manntalið 1910 er Sólveig Sigþrúður vinnukona á Hornbrekku, ásamt Sigurði syni sínum, sem þar er „VM, Ó“. En Steinunn er þá ógift hjú („HJ, Ó“) á Þóroddsstöðum í sömu sókn. Solveig Sigþr. er „ , vinnukona, E,“ á manntali í Lóni í Ólafsfirði 1920, en ekki finn ég þá börn hennar þar í sókn. Þær mæðgur, Solveig Sigþr. og Steinunn, eru á manntali á Sunnuhvoli í Ólafsfirði 1930 og á sóknarmannatali þar 31. des. 1935 og síðar á Kirkjuvegi 9 allt til 31. des. 1939. Solveig Sigþrúður deyr (sem Sólveig) 5. ágúst 1940 „ , ekkja Ólafsfj.kt.,“ [Kb. Kví.]. Steinunn, sem var ógift, ýmist skráð „lausakona“, „verkakona“ eða „v. k.“, er á manntali sóknarprests 31. des. 1949 á Kirkjuvegi 9 á Ólafsfirði, en í íbúaskrá 1968 á Kirkjuvegi 7 og deyr þar 6. maí 1972 „fv verkak ó 160685 Kirkjuv 7 Ólafsf“ [Skrá Hagstofu yfir dána]. Um afdrif Sigurðar Sveinbjörnssonar hef ég ekkert fundið, en ekki er hann á lífi 1958.

Annað skyldulið Sigurðar og Steinunnar í Stórási 1857-1866:

Björg Ásmundsdóttir, dóttir Steinunnar og fyrra manns hennar, kemur með þeim frá Grjótárgerði 1857, sjá þar, og er á manntali í Stórási 1860 „ , 23, Ó, vinnukona“ . Björg var fædd 28. okt. 1838 á Bergstöðum, dóttir Steinunnar og Ásmundar Einarssonar [Kb. Múl.]. Björg fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu í fólkstali við nýár 1858: „ , 20, dóttir konunnar, siðsöm stúlka, prýðileg í kristindómi“ [Sál. Eyj.]. Björg, þá sögð „vinnukona í Stóraási“, giftist 19. okt. 1866 Jósafat Jónssyni, sem þá er sagður „vinnumaður í Stóraási“ [Kb. Lund.], og taka þau við búi þar við andlát Sigurðar 2. des. þ. á., sjá síðar.

Vandalausir í Stórási í búskapartíð Sigurðar og Steinunnar 1857-1866:

Grímur Jónasson kemur 1862 „ , 36, vinnumaður,“ frá Daðastöðum [Kb. Lund.] og er sagður húsmaður í Stórási í fólkstölu við nýár 1863 og 1864 [Sál. Eyj.]. Hann fer 1865 „ , 38, húsmaður, frá Stóraás að Ófeigsst“ [Kb. Lund.]. Hans er getið í Stórási í manntalsbók þinggjalda 1864, á skrá yfir búlausa. Grímur var sonur Jónasar Jónssonar og Helgu Jónasdóttur, sem lengi bjuggu í Heiðarseli, sjá þar. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Kálfborgará 1835 og í Heiðarseli 1840, 1845, 1850, 1855 („sonur þeirra“) og 1860 „ , 35, Ó, vinnumaður,“ jafnan sagður fæddur „hér í sókn“, þ. e. Eyjardalsársókn, því finnst ekki fæðingardagur hans. Hann flytur 1861 með móður sinni að Daðastöðum „ , 35, sonur hennar,“ [Kb. Lund.]. Grímur er á Ófeigsstöðum við manntalið 1890 „ , 64, Ó, húsm.,“. Deyr 7. ágúst 1905 „ , 78, ómagi í Fremstafelli,“ [Kb. Þór.].

Jón Sæmundsson kemur 1863 „ , 32, vinnumaður,“ úr „Reykjadal að Stóraási“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1864, en er farinn árið eftir. Jón mun vera sonur Sæmundar Torfasonar og Sigurlaugar Jónsdóttur, f. 31. mars 1829 í Engidal [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum á manntali á Arndísarstöðum 1840 og 1845, þá „ , 16, Ó, þeirra barn,“ og 1850 á Halldórsstöðum í Reykjadal. 1860 er hann „ , 31, Ó, vinnumaður,“ á Þverá í

Laxárdal. Jón er jafnan í manntölum ranglega sagður fæddur í Eyjardalsársókn. Jón fer 1865 „ , 35, vinnumaður, frá Halldórsstöðum að Vindh:“ [Kb. Lund.].

Jón Þorsteinsson er í Stórási í fólkstölu við nýár 1865 „ , 17, vinnudrengur“ og virðist vera þar ári síðar, en er farinn við nýár 1867. Líklega sá sami Jón, sem er í Grjótárgerði 1866-1867 og fer 1871 „ , 22, vinnumaður, í Grænavatn frá Víðirkeri“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.] og er á fólkstali á Grænavatni 31. des.1871 „ , 24, vinnum.“ [Sál. Mýv.]. Nokkuð víst er, að Jón þessi sé sonur Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, f. 6. okt. 1848 í Vindbelg [Kb. Mýv.], er þar á manntali 1850, 1855 og 1860, fer 1861 ásamt móður sinni „ , 13, ljettapiltr,“ frá Vindbelg að Engidal [Kb. Mýv.]. Jón kvæntist 13. okt. 1874 Aðalbjörgu Sveinsdóttur, þá bæði í Haganesi. Þau eru á manntali í Vindbelg 1880 ásamt tveim börnum. Þau eru á Árbakka 1875-1876, sjá þar, einnig í [ÆÞ. I. bls. 370 og 376-377], þar einnig um afkomendur.

Friðfinnur Guðmundsson kemur 1865 „ , 17, niðurseta, úr „Möðruvallas: í Stóraás“ og er þar í fólkstölu við nýár 1866. Hann fer 1866 „ , 17, hálfviti, frá Stóraás að Nípá“ [Kb. Lund.]. Friðfinnur var fæddur 6. júlí 1848, voru foreldrar hans „Guðmundur Einarsson og María Guðmundsdóttir húsmenskuhjón á Bjarnastöðm“ [Kb. Lund.]. Ekki finnast þau í Bárðardal við manntalið 1850 og skrá yfir burtvikna er fremur fátækleg um þessar mundir. En Friðfinnur er á manntali í Pálmholti í Möðruvallakl.sókn 1860 „ , 13, Ó, niðurseta,“. Friðfinnur deyr á Nýpá 8. maí 1869 „ógift niðurseta, 19 ára“ [Kb. Þór.].

1866 - 1872: Jósafat Jónsson og Björg Ásmundsdóttir

Jósafat kemur með skylduliði sínu 1866 frá Geirastöðum, kvænist Björgu 19. okt. þ. á. og taka þau við búi í Stórási af Sigurði og Steinunni við lát Sigurðar 2. des. 1866. Þau flytja með skyldulið sitt að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.], alls 11 manns. Jósafat er gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók þinggjalda árin 18671872, en Steinunnar tengdamóður hans er einnig getið árin 1869-1872, ýmist á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“.

Jósafat var fæddur 3. okt. 1844, sonur Jóns Finnbogasonar og Ingibjargar Jósafatsdóttur, sem þá var matselja á Grenjaðarstöðum [Kb. Grenj.]. En Ingibjörg var systir Jóns Jósafatssonar, föður Sigurðar, Guðna og Kristjáns í Grjótárgerði, sjá þar.

Jósafat er með móður sinni á manntali á Grenjaðarstað 1845 og 1850 í Hjalthúsum. Hann er með henni á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1855 „ , 11, Ó, sonur Ingibj Jósafatsd.“ og í Grjótárgerði 1860 „ , 16, Ó, vinnupiltur,“.

Björg var fædd 28. okt. 1838 á Bergsstöðum, dóttir hjónanna Ásmundar Einarssonar og Steinunar Ísleifsdóttur [Kb. Múl.], sjá um hana hér ofar.

Jósafat og Björg eru á manntali á Fljótsbakka með börnum sínum 1880 og í Hólum í Reykjadal 1890. Jósafat andaðist 6. jan. 1891 „ , vinnumaður í Hólum, 46“ [Kb. Ein.]. En Björg flytur þaðan 1895 „ , 58, vk,“ að Baldursheimi, ásamt

Jón Þorsteinsson

Valdimar syni sínum „ , 19, vm,“. Hún er þar á manntali 1901 og deyr þar 3. maí 1907 „ , Ekkja í Baldursh., 681/2,“ banamein sagt brjóstveiki [Kb. Mýv.].

Börn Jósafats og Bjargar til heimilis í Stórási:

Sigurbjörg Jósafatsdóttir, f. 14. sept. 1867í Stórási. Fer með foreldrum þaðan að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Sigurbjörg er með foreldrum sínum á manntali á Fljótsbakka 1880 og í Hólum 1890 „ , 23, Ó, dóttir þeirra,“. Hún flytur 1896 „ , 29, húsk, frá Hólum að Baldursheimi“ [Kb. Ein.], þar sem hún er á manntali 1901 „ , hjú, saumakona, 34,“. Hún giftist 25. júní 1908, þá í Garði, Jakobi Friðrikssyni húsmanni þar [Kb. Mýv.], eru þau í Garði 1910, en við manntalið 1920 og 1930 er Jakob sagður bóndi í Álftagerði II og Sigurbjörg húsmóðir þar. Sigurbjörg andaðist 27. okt. 1937 „ , húsfr. í Álftagerði, 70, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Ingibjörg Steinunn Jósafatsdóttir, f. 22. apríl 1869 í Stórási. Fer þaðan með foreldrum að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Ingibjörg Steiunn er á manntali með foreldrum og systkinum á Fljótsbakka 1880 (sem Steinunn Ingibjörg), hún er fermd 20. maí 1883, fer 1884 að Svartárkoti en 1885 aftur að Fljótsbakka [Kb. Lund.]. Hún fer að Baldursheimi árið 1887 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1890 „ , 21, Ó, vinnukona, “ og 1901 „ , saumakona, hjú, 32“, í bæði skiptin sem Steinunn Ingibjörg. Hún kemur 1909 „ , Laus, 40,“ að Baldursheimi frá „Stavanger í Noregi“ [Kb. Mýv.] og er á manntali í Baldursheimi 1910, 1920 og 1930, ógift vinnukona.

Helga Áslaug Jósafatsdóttir, f. 25. ágúst 1871 í Stórási. Fer þaðan með foreldrum að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Helga Áslaug er á manntali á Fljótsbakka með foreldrum 1880 og fer með þeim að Hólum, þar sem hún deyr 27. júlí 1887 [Kb. Ein.].

Annað skyldulið Jósafats og Bjargar í Stórási 1866-1872:

Steinunn Ísleifsdóttir, móðir Bjargar húsfreyju, áður húsfreyja í Stórási, sjá um hana þar og í Grjótárgerði. Hún er í fólkstölu í Stórási við nýár 1867-1872 „ , móðir konunnar“ og fer með dóttur sinni og tengdasyni að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.]. Deyr á Sandhaugum 13. júní 1875 „ , frá Fljótsbakka, 62,“ [Kb. Lund.].

Sólveig Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Steinunnar og hálfsystir Bjargar húsfreyju, er í fólkstölu við nýár 1867-1872 í Stórási „ , dóttir hennar“ og fer með henni að Fljótsbakka 1872 „ , 18, dóttir hennar“ [Kb. Lund.]. En eins og segir hér ofar, virðist hún ekki fara að Fljótsbakka skv. [Kb. Ein.]. Sjá um feril hennar hér nokkru ofar.

Ingibjörg Jósafatsdóttir, móðir Jósafats bónda, kemur með Helga Sighvatssyni manni sínum frá Geirastöðum að Stórási 1866 „ , 54, kona hans,“ [Kb. Lund.]. Hún fer 1869 „ , 57, móðir bóndans, frá Stórás að Brettingsstöðum“ en kemur aftur 1870 „ , 59, til sonar síns, frá Brettingsstöðum að Stórási“ [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Hún er farin frá Stórási í fólkstölu við nýár 1872. Í [Kb. Ein.] er hún sögð koma með syni sínum og skylduliði hans að Fljótsbakka, en í [Kb. Lund.] er hún sögð koma þ. á. frá Lundarbrekku að

Sigurbjörg Jósafatsdóttir

Ingibjörg Steinunn Jósafatsdóttir

Fljótsbakka. Ingibjörg var fædd á Arnarvatni um 1810, dóttir Jósafats Finnbogasonar og s. k. h. Guðrúnar Bárðardóttur, en ekki er fæðingu hennar að finna í [Kb.Mýv.], þó þær séu greinilega skráðar um þetta leyti. Hún fer 1828 „ , 17, léttakind, að Víðirkeri í Bárðardal frá Arnarvatni“ og kemur þaðan 1831 að Litluströnd. Hún er á manntali á Gautlöndum 1835 „ , 24, Ó, vinnukona“ og fer þaðan þ. á. að Víðum [Kb. Mýv.]. Hún er á Ófeigsstöðum við manntalið 1840 og fer þaðan árið eftir „ , 30, ógift vinnustúlka, að Grenjaðarstöðum frá Ófeigsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Ingibjörg eignaðist Jósafat með Jóni Finnbogasyni 3. okt. 1844, þá „matselja á Grenjaðarstöðum“ [Kb. Grenj.] og er með hann þar á manntali 1845 og í Hjalthúsum 1850 „ , 39, Ó, húskona,“. Hún er með Jósafat á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1855. Giftist Helga Sighvatssyni, sjá hér næst á eftir, 19. okt. 1856 [Kb. Lund.], þá vinnukona á Bjarnastöðum. Sjá nánar um Ingibjörgu hjá honum. Ingibjörg, þá á Bjarnastöðum, fær 1858 svofelldan vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu: „ , ráðvönd og trú, dável“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1880 er Ingibjörg „ , 68, E, vinnukona,“ á Ingjaldsstöðum. Þar er hún einnig 1890 „ , 80, E, húskona,“. Hún andaðist 25. júní 1894 „ , gömul kona Víðum, 84“ [Kb. Ein.].

Helgi Sighvatsson, maður Ingibjargar og stjúpfaðir Jósafats bónda, kemur að Stórási frá Geirastöðum 1866 „ , 64, stjúpi bónda,“ [Kb. Lund.], [Kb. Skút.]. Hann deyr þar 19. nóv. 1866 „ , gamall maður frá Stóraási, 64“ [Kb. Lund.]. Helgi var fæddur á Kálfborgará 31. júlí 1802 [Kb. Eyj.], sonur hjónanna Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur. Við manntalið 1816 (húsv. í mars 1815) er hann „ , niðursetningur, 13,“ á Sandhaugum, en foreldrar hans á Hvarfi. Hann fer 1821 „ , 18, vinnumaður“ þaðan að Engidal [Kb. Lund.]. Hann er vinnumaður á Kálfborgará við manntalið 1835 og fer þaðan 1836 að Mýri og er á manntali í Mjóadalskoti 1840 „ , 39, Ó, vinnumaður“. Hann er í Grjótárgerði hjá mági sínum og systur „vinnumaður, 43“ við húsvitjun 1845 og 1846 (líklega snemma árs) en er í Stórutungu við manntalið 1845 „ , 44, Ó, vinnumaður,“. Hann er aftur vinnumaður á búi Kristjáns í Grjótárgerði í fólkstölu um nýár 1853, 1854 og 1855 og er þar á manntali um haustið „ , 54, Ó, matvinnungur,“ en ekki í fólkstölu um nýár 1856. Kvæntist 19. okt. 1856 (þá sagður vinnumaður í Grjótárgerði) Ingibjörgu Jósafatsdóttur, sjá hér næst á undan, sem þá er sögð vinnukona á Bjarnastöðum. Þau eru vinnuhjú hjá Sigurbirni bónda í Grjótárgerði við manntalið 1860. Hann virðist fara frá Grjótárgerði 1862 og er hann í fólkstölu við nýár 1863 á 3. býli í Víðirkeri „ , 61, húsbóndi“ ásamt konu sinni, Jósafat syni hennar og Guðrúnu móður Ingibjargar. Þar er hann einnig við nýár 1864 og fer þaðan þ. á. „ , 62, húsmaður,“ með skylduliði sínu að Geirastöðum [Kb. Lundarbr.prk., seinni bók)], [Kb. Skút.]. Helgi, þá á Bjarnastöðum, fær 1858 svofelldan vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu: „ , ráðvandur, þjónustum góður, vel að sér í andlegu“ [Sál. Eyj.].

Guðrún Bárðardóttir, móðir Ingibjargar hér ofar, kemur með dóttur sinni og tengdasyni frá Geirastöðum að Stórási 1866 „ , 95, Móðir hennar,“. Hún andaðist í Stórási 13. okt. 1866 „ , gamalmenni á Stóraási, 96“ [Kb. Lund.]. Guðrún er á manntali 1801 í Presthvammi „ , tienistepiger, 31, ugivt“. Hún var síðari kona Jósafats Finnbogasonar, með honum á manntali á Arnarvatni 1816 „ , hans kona, 49,“ sögð fædd á Brúum, þau voru gefin saman 17. okt. 1801 [Kb. Mýv.]. Guðrún fer 1832 „ , 61, vinnukona, frá Arnarvatni að Hafralæk“ [Kb. Skút.] og er þar á manntali 1835 „ , 63, E, vinnukona“. Guðrún er á manntali hjá Jóseph syni sínum á Hjalla 1840 og í Fossseli 1845, 1850 og 1855, en 1860 er hún á manntali í Grjótárgerði „ , 90, E, niðurseta“.

Anna Jónsdóttir, hálfsystir Jósafats bónda, kemur 1868 „ , 18, vinnukona“ frá Narfastöðum að Stórási. Hún fer þaðan 1869 að Holti [Kb. Lund.], en frá Holti fer hún 1871 að Gautlöndum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Þetta mun vera sú Anna, dóttir Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur hér næst á eftir, sem síðar (1878) varð kona Sigurðar Guðmundssonar, sem bjó í Stórási 1881-1883, sjá hér nokkru neðar.

Jón Finnbogason, faðir Jósafats bónda, kemur með konu sína og tvö börn 1869 „ , 61, til sonar sýns frá Hólum að Stóraás“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 62, faðir bónda“. Þau fara með Jósafat og Björgu að Fljótsbakka 1872 [Kb. Lund.]. Við manntalið 1816 er Jón á Reykjum „ , launbarn bóndans, 1,“ Finnboga Jónssonar, en um móðernið er nokkuð á huldu. Í [ÞinKV.] er móðir hans sögð Ingibjörg Jónsdóttir. Jón er á manntali í Presthvammi 1835, en 1840 er hann „ , 24, Ó, vinnumaður“ á Grenjaðarstað. Jón kemur frá Syðrafjalli „ , 29, vinnumaður“ að Langavatni 1844 [Kb. Grenj.] og eignast soninn Jósafat með Ingibjörgu Jósafatsdóttur 3. okt. 1844, sjá hér að ofan. Kvænist Helgu 20. okt. 1845 og eru þau bæði á Langavatni á manntali þ. á. Þau eru víða, aðallega í vinnumennsku eða húsmennsku. Í Kasthvammi við manntalið 1850 er Jón vinnumaður, hann er bóndi á Daðastöðum 1855 og 1860 í Lásgerði. Jón dó 13. des. 1878 „ , vmðr frá Einarsstöðum, 70 ára,“ úr lungnabólgu [Kb. Ein.].

Helga Sveinbjarnardóttir, stjúpmóðir Jósafats bónda, kemur með manni sínum og börnum að Stórási 1869, er þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 47, kona hans“. Fer með manni sínum að Fljótsbakka 1872. Helga var dóttir Sveinbjarnar Sveinssonar og Ásnýjar Eiríksdóttur [ÆÞ. III, bls. 159-160]. Hún var fædd 10. apríl 1824 í Fagraneskoti[Kb. Múl.], fer þaðan 1844 að Langavatni og giftist þar Jóni 20. okt. 1845. Þau bjuggu á Daðastöðum og í Lásgerði, en voru annars víða í hús- eða vinnumennsku, m. a. í Kasthvammi, Skógarseli og Hólum. Helga fer 1879 frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu með tveim börnum sínum og er þar á manntali 1880 „ , 56, E, vinnukona,“. Hún andaðist 16. des. 1888 „ , ekkja á Ingjaldsstöðum, 67, “ úr lungnabólgu [Kb. Ein.].

Jakob Jónsson, hálfbróðir Jósafats bónda, sonur Jóns og Helgu hér að ofan, kemur með foreldrum að Stórási 1869 og er með þeim í fólkstölu við nýár 1870 „ , 10, börn þeirra“. Fer með þeim að Fljótsbakka 1872. Jakob var fæddur í Lásgerði 16. nóv. 1860 [Kb. Ein.]. Hann fer með móður sinni og systur frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Jakob, þá vinnumaður á Grenjaðarstað, kvæntist 2. febr. 1885 Sigríði Ingigerði Sigurðardóttur, sem þá er 29 ára vinnukona í Múla. [Kb. Múl.]. (Ekki mátti það tæpara standa, því 7. febr. s. á. fæðist elsta dóttir þeirra!) Þau hjónin fara til Vesturheims frá Rauðuskriðu 1888 ásamt þrem börnum sínum [Kb. Múl.], (þ. á m. Árna Jakobssyni, f. 12. maí 1886).

Herborg Jónsdóttir, hálfsystir Jósafats bónda, dóttir Jóns og Helgu hér að ofan, kemur með foreldrum að Stórási 1869 og er með þeim þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 6, börn þeirra“ . Fer með þeim að Fljótsbakka 1872. Herborg var fædd í Skógarseli 1. okt. 1864 [Kb. Ein.], d. í Norðurhlíð 23. maí 1941. Hún fer með móður sinni frá Einarsstöðum að Rauðuskriðu 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 15, Ó, vinnukona,“. Giftist Jónatan Ág. Jónatanssyni, bjuggu þau síðast í Tumsu, síðar nefnd Norðurhlíð. Sjá nánar um Herborgu og afkomendur hennar í [ÆÞ. IV, bls. 253-257].

Vandalausir í Stórási í búskapartíð Jósafats og Bjargar 1866-1872:

Jón Jónsson er í Stórási í fólkstölu við nýár 1868 „ , 29, vinnumaður“ ásamt konu sinni hér næst á eftir. Þau fara frá Stórási að Auðnum 1868. [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Jón var fæddur 16. okt. 1839, sonur Jóns Jónssonar og Ásgerðar Jónsdóttur, sem þá eru „ , hjón á Belgsá“ [Kb. Ill.] og er með foreldrum sínum og fjórum systkinum þar á manntali 1840, en 1845 með móður og fjórum systkinum, því faðir hans fórst „ , af snjóflóði“ 24. okt. 1843 (greftraður 4. júní 1844) [Kb. Ill.]. Hann er á manntali á Melum 1860 hjá móður sinni og síðari manni hennar „ , 21, Ó, vinnumaður,“. Jón kemur að Stóruvöllum 1861 og er þar vinnumaður í fólkstölu við nýár 1862-1866 [Sál. Eyj.]. Hann kvæntist Guðfinnu H. Gísladóttur, sjá hér næst á eftir, 5. júlí 1866, þá vinnumaður í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Hann fer frá Hamri að Nesi í Fnjóskadal 1871, en Guðfinna frá Hamri að Hallgilsstöðum [Kb. Hálsþ.]. Þau búa á Ljótsstöðum í Hálssókn við manntalið 1880 ásamt Þóru dóttur sinni. Jón dó 15. maí 1886 „ , giptur húsmaður á Sörlastöðum, 46, fargaði sér með hnífi“ [Kb. Ill.].

Guðfinna Herdís Gísladóttir er í Stórási í fólkstölu við nýár 1868 „ , 23, kona hans“ og fer þaðan með honum að Auðnum 1868 [Kb. Lund.]. Guðfinna var fædd 1. okt. 1845 í Skörðum, dóttir hjónanna Gísla Gíslasonar (Stóra-Gísla, sjá [ÆÞ. III, bls. 89-90]), og Herdísar Jónsdóttur. Guðfinna er fósturbarn á Geirastöðum við manntalið 1850, en 1860 er hún á manntali í Garði í Aðaldal „ , 16, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1863 frá Auðnum að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1864-66 [Sál. Eyj.]. Giftist Jóni Jónssyni, sjá hér næst á undan, 5. júlí 1866. Guðfinna er á manntali í Fjósatungu 1890 „ , 45, E, húsmóðir,“ ásamt Þóru dóttur sinni „ , 11, Ó, barn hennar,“. Skv. [ÆÞ. III, bls. 89] giftist hún Guðmundi Davíðssyni í Fjósatungu.

Ásgerður Jónsdóttir, dóttir Jóns og Guðfinnu hér að ofan, er í fólkstölu í Stórási við nýár 1868 „ , 1, dóttir þeirra. “ og fer með þeim að Auðnum 1868 [Kb. Lund.]. Ásgerður var fædd í Svartárkoti 30. des. 1866 [Kb. Lund.]. Hún andaðist 11. mars 1872 „ , barn í Nesi, 5, brjóstveiki“ [Kb. Hálss.].

Sigurjón Jónsson kemur 1868 „ , 39, vinnumaður, frá Rauðuskriðu að Stóraási“ [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1869. Hann fer þ. á. frá Stórási að Brettingsstöðum [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. (Um þetta leyti er Kristján bróðir hans að byrja búskap á Brettingsst.). Sigurjón var fæddur 18. ágúst 1831, sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „hjón búandi í Víðum“ [Kb.Ein.]. Hann er þar með þeim á manntali 1835, 1845 og 1850. Við manntalið 1855 er hann vinnumaður í Narfastaðaseli, en 1860 í Máskoti. Sigurjón fer 1870 frá Brettingsstöðum að Fagranesi [Kb. Grenj.]. Hann finnst þó ekki meðal innkominna í Múlasókn þ. á. né burtvikinna 1871. Líklega deyr Sigurjón í Grjótárgerði 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.], þó aldurinn komi ekki nákvæmlega heim.

Sigurjón Erlendur Sigurgeirsson kemur 1868 „ , 6, Niðurseta, frá Rauðá að Stóraási“ [Kb. Lund.]. Hann sýnist vera þar til 1872, hann er þar ekki í fólkstölu við nýár 1873. Sigurjón Erlendur var fæddur 28. ágúst 1863, sonur Sigurgeirs Erlendssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru „, hión á Þóroddstað“ [Kb. Þór.] (Sigurgeir (sem líklega var sonur Erlends og Önnu á Rauðá) og Helga voru gefin saman 30. sept. 1861 [Kb. Ein.]). Þau Sigurgeir og Helga flytja 1865 frá Þóroddsstað að Ingjaldsstöðum, og er þá Sigurjón Erlendur með

Guðfinna Herdís Gísladóttir og Guðmundur Davíðsson

þeim skv. [Kb. Ein.] „ , 3, þrra barn“. Hann er á Rauðá ámanntali sóknarprests við nýár 1867 „ , 4, tökubarn“ [Sál. Þór.]. 1874 fer Erlendur Sigurgeirsson „ , sveitarómagi, frá Mýri að Landamóti“ [Kb. Lund.], en aldurs er ekki getið. Þá fer Sigurgeir Erlendsson 1880 „ , 52, vinnum., frá Víðikeri að Silfrúnarst.“, gæti hann verið faðir Sigurjóns Erlendar.

1872 - 1900: Sigurbjörn Kristjánsson og Vigdís Ísleifsdóttir

Sigurbjörn og Vigdís koma frá Grjótárgerði að Stórási 1872 með dætrum sínum og Kristínu móður Sigurbjarnar. Sigurbjörn er gjaldandi þinggjalda í Stórási í manntalsbók 1873-1883, en Sigurður Guðmundsson á móti honum 1882-1883. Þá er Jónasar Kristjánssonar getið í manntalsbók 1879 á skrá yfir búlausa og Sigurðar Jónssonar 1880-1882, ýmist á skrá yfir húsfólk, vinnumenn eða búlausa; síðasta árið raunar vegna eldri skuldar.

Eftir 1883 eru Sigurbjörn og Vigdís í húsmennsku í Stórási, þar til Sigurbjörn fer að Engidal árið 1900.

Sigurbjörn var sonur Kristjáns bónda Jónssonar í Grjótárgerði og konu hans Kristínar Sighvatsdóttur, sjá um þau undir Grjótárgerði. Við fermingu á Lundarbrekku 1845 er hann sagður fæddur 6. sept. 1830. Sigurbjörn fer með foreldrum sínum að Bjarnastöðum 1835 og er við húsvitjun í Grjótárgerði 1837. Hann tekur þar við búi þegar faðir hans deyr 1859 og býr þar til 1872.

Vigdís var fædd á Bergstöðum í Múlasókn 8. okt. 1823, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur, sem þar eru á manntali 1816, alsystir Steinunnar hér ofar og kemur með henni og Ásmundi fyrra manni hennar að Svartárkoti 1839 „ , á 17da, vinnukona,“ þar sem hún er á manntali 1840 og 1845, þá „ , 23, Ó, vinnukona,“.

Vigdís kemur að Grjótárgerði 1850, þar sem hún er í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnukona, 28“ [Sál. Eyj.] hjá Kristjáni og Kristínu, en er í Svartárkoti við manntalið 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Þau Sigurbjörn og Vigdís voru gefin saman 14. júní 1852 [Kb. Lund.] og er hún síðan „ , kona hans,“ í fólkstölum og á manntali 1855, uns hún verður húsfreyja í Grjótárgerði 1859, sjá þar.

Sóknarprestur gefur Sigurbirni eftirfarandi vitnisburð um hegðun og kunnáttu 1858: „ , hæglátur, viðunanlega, góður skrifari“ og 1860: „ , meinleysingur, fremur daufur“. En um Vigdísi er sagt 1858: „ , góðmenni, vel“ og 1860: „ , skörp og geðhæg, vel að sér“ [Sál. Eyj.].

Þeim Vigdísi og Sigurbirni fæðist andvana stúlkubarn í Grjótárgerði 30. mars 1853 og andvana piltbarn 22. apríl 1865 [Kb. Lund.]. Sjá um dætur þeirra hér á eftir og undir Grjótárgerði.

Eins og áður segir, flytja þau hjónin með skyldulið sitt að Stórási 1872. Þau eru þar á manntali 1880 og 1890, en Sigurbjörn er síðast að finna í Stórási í manntali sóknarprests við árslok 1899. Líklega fer hann þá að Engidal, hann er þar á aðalmanntali 1901 „ , hjú, 71,“.

Sigurbjörn deyr 17. mars 1910 „ , Ekkjum. Jarlsstöðum, 80, kvefveiki. Var lengi í Stórási en kominn á hreppinn“ [Kb. Mýv.]. Við aðalmanntalið 1901 er Vigdís enn í Stórási „ , ómagi, á sveit, 78,“. Hún andaðist 15. mars. 1906 „ , kona í Engidal (á sveit), 82, Ellihrumleiki“ [Kb. Lund.].

Dætur Sigurbjarnar og Vigdísar í Stórási 1872-1900,

allar fæddar í Grjótárgerði:

Kristjana Sigurveig Sigurbjörnsdóttir, f. 20. des. 1854 [Kb. Lund.]. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1855 og 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Þar er hún með þeim á manntali 1880 og í fólkstali til og með nýári 1887. Samt er hún sögð fara að Hörgsdal 1885 [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1890, 1901 og 1910, vinnukona. Hún fer að Svartárkoti 1914 [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1930 „ , prjónakona ( .. ), Ó,“ sögð blind í aths. (Kristjana, þá í Hörgsdal, eignaðist soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 195-196] og um Aðalgeir í [Skú. bls. 33]. En í [Kb. Mýv.] er samviskusamlega bókað að móðir Aðalgeirs sé „Jóhanna Sigurbjörnsd. vinnuk. Hörgsdal (33 ára)“ !! [Kb. Mýv.].)

Þórhallur Hermannson, f. 1927, sagði mér í símtali 8. okt. 2005 eftir Arnfríði dóttur Aðalgeirs, að Jóhanna væri amma hennar.

Kristjana flytur 1932 „þurfak, 78,“ úr Svartárkoti í Bjarnastaði [Kb. Mýv.]. Hún lést þar 28. júní 1937 „ , framfærsluk. Bjarnastöðum, 82, Ellihrumleiki. Dáin á Bjarnastöðum, jarðsungin að Lundarbrekku“ [Kb. Mýv.]. (Hér mun í öll þrjú skiptin átt við Bjarnastaði í Mývatnssveit).

Kristín Jakobína Sigurbjörnsdóttir, f. 16. feb. 1857. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1860 og fer með þeim að Stórási 1872. Hún er þar með þeim á manntali 1880 „ , 20, Ó, dóttir þeirra, [ .. ], (mállaus, vitfirringur frá fyrsta, eigi heyrnarlaus)“. Hún andaðist 1. júlí 1889 „ , vitfirringur í Stórási, 32“ [Kb. Lund.].

Jóhanna Steinunn Sigurbjörnsdóttir, f. 23. (eða 27., kirkjubókum Lundarbr.sóknar og Lundarbr.prk. ber ekki saman!) ágúst 1860. Er á manntali með foreldrum í Grjótárgerði það ár og fer með þeim að Stórási 1872. Hún fer 1879 eða 1880 „ , 20, vinnukona frá Stórási að Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.], en er eigi að síður á manntali með foreldrum í Stórási 1880 og þar á fólkstali við nýár 1881. Hún fer 1890 frá Mjóadal að Stöng [Kb. Lund.] og [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1890 „ , 30, Ó, vinnukona,“ en er aftur í Stórási í manntali sóknarprests við árslok 1898 „ , d. þra, 37“, 1899 „ , (laus)“ og 1900 „ , vk.“ Hún er á aðalmanntali í Engidal 1901 „ , hjú, 41,“. Deyr 1. nóv. 1902 „vinnuk. Engidal, 41, { ?? }krampi “ [Kb. Lund.]. Jóhanna eignaðist soninn Aðalgeir, f. 20. des. 1892, með Kristjáni Jónssyni á Stöng [Kb. Mýv.]. [ÆÞ. VIII, bls. 195196] segir hinsvegar Kristjönu systur hennar móður Aðalgeirs. Sjá aths. hjá Kristjönu hér litlu ofar. Þær systur eru sagðar Sigurbjörnsdætur á manntalinu 1860 í Grjótárgerði en Sigurbjarnardætur 1880 í Stórási.

Annað skyldulið Sigurbjarnar og Vigdísar í Stórási 1872-1900:

Kristín Sighvatsdóttir, móðir Sigurbjarnar, kemur með þeim frá Grjótárgerði að Stórási 1872. Þar er hún á manntali 1880. Eins og nánar er lýst í kafla um Grjótárgerði, er Kristín fædd 16. júlí 1800 á Kálfborgará. Hún fer 1835 með Kristjáni manni sínum frá Hvarfi að Bjarnastöðum og byggja þau Grjótárgerði árið eftir, þar sem hún er húsfreyja þar til Kristján deyr 1859. Var eftir það í skjóli Sigurbjarnar sonar síns. Kristín andaðist 18. okt. 1880 „ , Ekkja í Stóraási, 80,“ [Kb. Lund.].

Jónas Kristjánsson, hálfbróðir Sigurbjarnar, er ásamt Sigríði konu sinni í Stórási á fólkstali um nýár 1879 „ , 50, húshjón“ [Sál. Eyj.]. Þau fara þaðan þ. á. ásamt Aðalsteini syni sínum að Strjúgsá í Saurbæjarsókn [Kb. Saurb.] og eru þar á manntali 1880. Við fermingu Jónasar 1843, þá í Grjótárgerði, er getið fæðingardags hans 28. sept. 1828 (fæðing hans mun hafa verið skráð í þann hluta [Kb. Eyj.] sem nú er glataður). Foreldrar hans voru Kristján Jónsson sem lengi bjó í Grjótárgerði og María Ólafsdóttir, sjá um hana undir Höskuldsstaðasel. Jónas fer með móður sinni 1834 frá Hlíðarenda að Ingjaldsstöðum [Kb. Ein.]. Hann er léttadrengur hjá föður sínum í Grjótárgerði 1841 og a. m. k. fram yfir fermingu. Hann er „ , 18, Ó, vinnumaður,“ í Svartárkoti við manntalið 1845. Er vinnumaður í Hrappsataðseli 1851-1852, sjá þar. Kvæntist 2. júlí 1855, þá 27 ára í Svartárkoti, Sigríði Magnúsdóttur „á Stóruvöllum 17 ára gömul“ og eru þau á manntali í Svartárkoti 1. okt. 1855, þar sem Jónas er sagður bóndi. Þau fara 1856 að Brennási [Kb. Lund.], sjá einnig þar, en þaðan fara þau að Þverbrekku í Öxnadal 1858 [Kb. Eyjadalsárprk.]. Jónas og Sigríður koma til baka frá Gili í Öxnadal 1864. Svo er þá komið högum þeirra, að þau fara á sinn bæinn hvort; Jónas vinnumaður að Bjarnastöðum, Sigríður að Mýri með Magnús, Kristinn Júlíus niðursetningur að Víðirkeri en Ragnheiður Aðalbjörg „niðurseta“ að Hrappstöðum [Kb. Lund.]. Jónas var húsmaður í Grjótárgerði hjá Sigurbirni hálfbróður sínum 1871-1872 og áfram vinnumaður þar hjá Jóni Guttormssyni til 1874, ásamt fjölskyldu sinni, sjá nánar þar. Jónas og Sigríður eru ásamt Aðalsteini á nokkrum flækingi í Eyjafirði: fara 1882 frá Sandhólum að Stekkjarflötum og þaðan aftur að Strjúgsá 1883, jafnan í húsmennsku [Kb. Saurb.], [Kb. Möðruv.]. Jónas og Sigríður fara 1890 frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði, þar sem tvö börn þeirra eru þá og eru þar á manntali þ. á. Jónas deyr í Hvammi 24. apríl 1910 [Kb. Svalb.].

Sigríður Magnúsdóttir, kona Jónasar hér næst á undan, virðist koma með honum að Stórási 1878 og er þar á fólkstali um nýár 1879 „ , 42, húshjón“ [Sál. Eyj.]. Þau fara 1879 frá Grjótárgerði að Strjúgsá eins og segir hjá Jónasi. Sigríður var fædd 24. okt. 1837 í Bakkaseli í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Magnúsar Bjarnasonar og Ragnheiðar Björnsdóttur [Kb. Ill.]. Hún er með foreldrum sínum á manntali í Bakkaseli 1840 og 1845, þar sem faðir hennar er bóndi, en er á Snæbjarnarstöðum með foreldrum við manntalið 1850, þar sem faðir hennar er vinnumaður. Kemur þaðan 1853 „ , 16, vinnukona,“ að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og á þar heima þegar hún giftist Jónasi 2. júlí 1855. Eru þau hjón á manntali í Svartárkoti um haustið,þar sem Jónas er sagður bóndi. Sigríður var með manni sínum í Brennási og síðar í Grjótárgerði, sjá þar. Hún er með manni sínum og syni á ýmsum bæjum í Eyjafirði, sjá hjá Jónasi, og fer með honum 1890 frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði þar sem tvö barna þeirra eru þá. Hún andaðist þar 30. júní 1892 úr lungnabólgu [Kb. Svalb.].

Aðalsteinn Jónasson, sonur Jónasar og Sigríðar hér næst á undan (föðurn. ekki getið í [Sál. Eyj.]), er með þeim í Stórási á fólkstali um nýár 1879 „ , 4“. Hann fer með þeim þ. á. að Strjúgsá [Kb. Saurbs.] og er þar á manntali 1880. Aðalsteinn var fæddur 21. júní 1875 í Engidal [Kb. Lund.]. Hann kemur 1884 „ , 11, ungling, að Hvammi (um haustið) úr Eyjafirði“ [Kb. Svalb.] þar sem systir hans er þá nýgift húsfreyja. Hann er á manntali í Hvammi 1890 með foreldrum sínum, sem þá eru nýkomin þangað, sjá hjá þeim. Aðalsteinn, þá 24 ára bóndi í Hvammi, kvæntist 11. jan. 1900 Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem þá er 18 ára ráðskona í Hvammi [Kb. Svalb.]. Þau eru þar á manntali 1901.

Vandalausir á búi Sveinbjarnar og Vigdísar í Stórási 1872-1883:

Jón Jósafatsson er í Stórási í fólkstölu við nýár 1873 [Sál. Eyj.], virðist koma þangað sama ár og þau Sigurbjörn og Vigdís. Hann fer þaðan 1873 „ , 66, v. m.,“ að Víðum [Kb. Lund.]. Aldur stendur ekki heima. Jón var fæddur 19. (eða 9.)febr. 1798 í Brjánsnesi (Briamsn:) [Kb. Mýv.], sonur Jósafats Finnbogasonar og f. k. h. Ingibjargar Jónsdóttur, sem andaðist 1800 [Laxd. bls. 90-91]. Hann er með föður sínum og stjúpmóður á manntali á Arnaratni 1816 „ , barn bónda,“. Jón fer 1821 „ , 25, vinnumaður, frá Arnarvatni við Mývatn að Víðirkeri.“ [Kb. Lund], [Kb. Skút.]. Hann kvæntist Guðrúnu Hrólfsdóttur 29. sept. 1828, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þau fluttu frá Lundarbrekku að Stafni 1829 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.], en við fæðingu sonarins Sigurjóns 18. ágúst 1831 búa þau í Víðum [Kb. Ein.]. Þar bjuggu þau til 1853 er þau fara í húsmennsku að Kálfaströnd með tveim sonum [Kb. Ein.]. Við manntalið 1860 eru þau tvö í húsmennsku í Syðri-Neslöndum. Voru víða í húsmennsku eftir það. Jón andaðist 1. sept. 1873 „frá Víðum, 77 ára“ [Kb. Ein.].

Sigríður Jóakimsdóttirer í Stórási í fólkstölu við nýár 1873 „ , 28, vinnukona“ [Sál. Eyj.], en er farin þaðan árið eftir. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu á Halldórsstöðum, Sigurðarstöðum og í Hrappstaðaseli í Bárðardal. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og1855, en 1860 er hún vinnukona í Jarlstaðaseli. Sigríður var vinnukona á fleiri heiðanýbýlum, sjá einkum undir Hrappstaðasel. Sigríður er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1870 „ , 26, vinnukona,“ [Sál Eyj.]. Hún er þar enn við nýár 1872, en fer með húsbændum sínum að Stórási þ. á. Sigríður var systir Þuríðar, sjá hér neðar í tíð Sigurðar og Önnu. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.].

Sigurður Jónsson kemur 1875 „ , 44, v.m.,“ frá Neslöndum (Syðri) að Stórási [Kb. Lund.], en er þó í Stórási á fólkstali við nýár 1875/76? „ , 44, vim.“ Hann fer 1878 „ , 46, v. m, frá Stóraási í Reykjadal“ [Kb. Lund.]. Skv. [Kb. Ein.] fer Sigurður ásamt Sigríði konu sinni aftur að Stórási 1879 „ , 49, húsmaður“ og er þar ásamt henni á manntali 1880 „ , 53, G, húsmaður,“. Þau flytja síðan ásamt Valgerði og Margréti 1881 „Frá Stórási að Krákárbakka“ [Kb. Mýv.]. Sigurðar er getið í manntalsbík þinggjalda í Stórási 1880 og 1881, á skrá yfir húsfólk og vinnumenn og skrá yfir búlausa. Einnig er hans getið þar 1882, en vegna eldri skuldar, þá sagður á Krákárbakka. Sigurður var fæddur 3. apríl 1829, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „vinnuhión á Lundarbrekku“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum í Víðum 1835 og 1845 og er vinnumaður á Kálfaströnd 1855 og í Syðri-

Neslöndum 1860. Þau Sigurður og Sigríður koma 1878 „Frá Mývatni að Víðum“ og eru gefin saman 5. júlí þ. á. [Kb. Ein.]. Áður en Sigurður var í Stórási var hann tvisvar vinnumaður í Grjótárgerði, sjá þar. Sigurður andaðist 26. apríl 1905 „Sveitaróm Kálfaströnd, 75, Lungnabólga. Jarðs. Reykjahl.“ [Kb. Mýv.].

Sigurður var uppnefndur „Víum“, er þess uppnefnis iðulega getið í prestþjónustubók Skútustaðaklerks, einnig á börnum hans! Sú var orsök uppnefnisins, að þegar Sigurður kom í aðrar sveitir og var spurður hvaðan hann væri, heyrðu menn það sem Víum, en „hann var tapmæltur“ segir Konráð Vilhjálmsson í [ÞinKV.].

Sigríður Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með manni sínum frá Víðum að Stórási 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 40, G, kona hans,“. Hún fer með honum að Krákárbakka 1881, er þar á fólkstali í des. þ. á. ásamt manni sínum og börnum Sigríður var fædd 20. apríl 1840 og voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hión á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Hún eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869, sjá hér neðar, og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður er á manntali í Narfastaðaseli 1901 „húskona“ , þar sögð skilin, þó þess sé ekki getið um Sigurð við manntal þ. á. á Kálfaströnd. Hún andaðist 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Sigríðar hér að næst á undan, kemur með foreldrum sínum frá Víðum að Stórási 1879 og er þar á manntali 1880 „ , 1, Ó, dóttir þeirra,“ . Hún fer með þeim frá Stórási að Krákárbakka 1881. Guðrún Valgerður var fædd 14. febr. 1879 í Víðum, eru foreldrar hennar þá „ , hjón í Víðum“ [Kb. Ein.]. Hún á manntali í Víðum 1890 „ , 11, Ó, sveitarbarn, “. Valgerður var víða í vinnumennsku, hún er á fólkstali „vk. 15“ í Stafnsholti við árslok 1893 [Sál. Helg.], kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum.

Margrét Sigvaldadóttir kemur frá Víðum að Stórási með móður sinni, hálfsystur og stjúpföður 1879 og er þar á manntali 1880 „ 11, Ó, dóttir konunnar,“ (þ. e. Sigríðar Jónsd.). Hún fer með þeim að Krákárbakka 1881 [Kb. Mýv.]. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“, eru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir har, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét er á manntali í Narfastaðaseli 1901 ásamt móður sinni og fer þaðan að Engidal 1908. Hún er meðal burtvikinna úr Grenjaðarstaðarprk. 1926 „húskona, 56, Frá Stafnsholti að Stórutungu“.

Sigríður Jónsdóttir

Margrét Sigvaldadóttir

1881 - 1883: Sigurður Guðmundsson og Anna Jónsdóttir

Í fólkstali við nýár 1882 er Sigurður bóndi á 2. búi í Stórási, en um nýár 1883 eru þau hjón þar fyrst talin, en Sigurbjörn húsmaður. Þau eru farin úr Stórási við nýár 1884 [Sál. Eyj.]. Sigurður er gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók þinggjalda 1882 og 1883 ásamt Sigurbirni. Sigurður var fæddur í Rauðuskriðu 22. jan. 1849, sonur Guðmundar Björnssonar og f. k. h. Önnu Eyjólfsdóttur [Kb. Múl.]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1850 og 1855. Þar er hann einnig á manntali 1860 með föður sínum, sem þá er ekkill, ásamt sex systkinum. Anna var fædd í Kasthvammi 22. febr. 1851, dóttir hjónanna Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur [Kb. Grenj.], sjá um þau nokkru ofar. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 og í Lásgerði 1860. Anna var vinnukona í Stórási hjá Jósafat og Björgu 1868-1869, sjá hér ofar. Hún kemur 1875 „ , 24, vinnuk., frá Gautlöndum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.]. Sigurður og Anna voru gefin saman 12. okt. 1878, þá bæði vinnuhjú í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Þau eru þar á manntali 1880; hann „ , 31, G, vinnumaður,“ hún „ , 28, G, kona hans, vinnukona,“. Þau koma að Stórási frá Víðirkeri, þau eru þar við nýár 1881. Á fólkstali um nýár 1883 er Sigurður „ , bóndi, 33,“ en Anna „ , kona h., 30,“ [Sál. Eyj.]. Sigurður og Anna búa í Grjótárgerði 1887-1888 á 2. búi, sjá þar. Þau flytja 1889 frá Víðirkeri að Hofstöðum [Kb. Lund.] og er Sigurður þar á manntali 1890 „ , 40, G, vinnumaður“ og Anna þar einnig á viðaukaskrá B „ , 39, G, sjálfrar sín,“ dvalarstaður um stundarsakir Hörgsdalur. Þau eru bæði á manntali í Garði 1901, þar sem Sigurður er húsmaður, og á Geirastöðum 1910. 1920 er Anna „ , húskona, E,“ á manntali á Hofstöðum.

Skyldumenni Sigurðar og Önnu á búi þeirra í Stórási 1881-1883:

Jón Guðmundsson, hálfbróðir Sigurðar, er „ , tökudr., 7“ hjá Sigurði og Önnu á fólkstali við nýár 1882, en „ , fósturbarn, 8,“ árið 1883. Hann er farinn frá Stórási við nýár 1884 [Sál. Eyj.].Jón var fæddur 29. okt. 1874 í Fagranesi, sonur Guðmundar Björnssonar og s. k. h. Sigurlaugar Jónatansdóttur [Kb. Múl.]. Foreldrar Jóns giftust tveim dögum fyrir fæðingu hans. Jón er með Sigurði og Önnu á manntali í Svartárkoti 1880 „ , 6, Ó, tökubarn,“ en er á Lundarbrekku við manntalið 1890 „ , 16, Ó, vinnumaður,“. Hann er í Grjótárgerði í búskapartíð Páls og Jónínu, 31. des. 1894 „ , laus, 20“ [Sál. Eyj.] og fer þaðan 1895 „ , lausam., 21,“ að Héðinshöfða [Kb. Lund.]. Jón er sagður koma 1895 „ , skrifari, 21, Frá Lundarbrekku að Hjeðinshöfða“ [Kb. Hús.]. Hann kvænist 21. maí 1897, þá „sýsluskrifari á Hjeðinshöfða 22 ára“ Jóhönnu Jónsdóttur „s. st. 24 ára“ [Kb. Hús.] og eru þau á manntali á Húsavík 1901 ásamt Alfons syni þeirra. Þá er Jón sagður „ , verslunarþjónn, 27“. Þau flytja öll þrjú frá Húsavík að Akureyri 1905, er Jón þá sagður „ Barnak, 30“ [Kb. Hús.].

Jón Guðmundsson

Annað heimilisfólk á búi Sigurðar og Önnu í Stórási 1881-1883:

Þuríður Jóakimsdóttir er í fólkstali í Stórási við nýár 1883 „ , vinnuk., 24(?)“ hjá Sigurði og Önnu. En farin er hún við nýár 1884 [Sál. Eyj.]. Þuríður var systir Sigríðar, sjá hér nokkru ofar, fædd 16. okt. 1853 á Sigurðarstöðum [Kb. Lund.], dóttir Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu þar lengi, og er hún þar á manntali 1855 og 1860. Hún er víða í vinnumennsku, m. a. á Lundarbrekku 1880, í Engidal, á Auðnum og í Skógarseli, en fer til Vesturheims frá Narfastöðum árið 1900 „ , húskona, 46,“ [Vfskrá].

1883 - 1885: Árni Flóventsson og Kristjana Helgadóttir

Árni og Kristjana koma 1883 frá Hörgsdal að Stórási með tveim sonum sínum og búa þar tvö ár, er hann einn gjaldandi í Stórási 1884-1885 í manntalsbók þinggjalda, en Sigurbjörn og Vigdís þar í húsmennsku. Þau flytja aftur að Hörgsdal 1885 [Kb. Lund.].

Árni var fæddur 28. júlí 1851 á Syðrileikskálá, sonur Flóvents Jónassonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, sem þar voru þá „hjón búandi“ [Kb. Þór.]. Árni er þar með þeim á manntali 1860.

Kristjana var fædd 3. mars 1856 í Vogum, dóttir hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali þar með foreldrum sínum 1860. Sjá um hana og börn þeirra Árna í [Skú. bls. 52-54].

Árni og Kristjana, þá í húsmennsku í Skógum, voru gefin saman 5. júlí 1877 [Kb. Múlaprk.]. Þau flytja frá Skógum að Skútustöðum 1878 [Kb. Mýv.], [Kb. Ness.] og eru á manntali í Hörgsdal 1880. Eftir búsetu í Stórási bjuggu þau í Hörgsdal frá 1885 þar til Árni andaðist 29. okt. 1914 „ , bóndi Hörgsdal, hjartasjúkdómur, jarðs. heima með leyfi“ [Kb. Mýv.]. Kristjana dó 30. des. 1936 „ , húsfr. í Hörgsdal, 80, ( .. ) Krabbamein í munni“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 53]. Sjá ennfremur um þau hjón í kafla um Hörgsdal.

Börn Árna og Kristjönu í Stórási 1883-1885:

Helgi Árnason, f. 6. apríl 1878 í Skógum [Kb. Ness.], kemur með foreldrum sínum frá Hörgsdal að Stórási 1883 og fer með þeim aftur að Hörgsdal 1885. Lengi bóndi í Hörgsdal, sjá þar og í [Skú. bls. 53].

Kristján Árnason, f. 3. des. 1880 í Hörgsdal, kemur með foreldrum þaðan að Stórási 1883 „ , 2, börn þra“. Hann andaðist í Stórási 26. júlí 1884 „ , barn í Stórási, 3“ [Kb. Lund.].

Þuríður Jóakimsdóttir

Vandalausir í Stórási í búskapartíð Árna og Kristjönu 1883-1885:

Sigurbjörn Kristjánsson er áfram í húsmennsku í Stórási þessi ár, sbr. fólkstal [Sál. Eyj.], sjá um hann hér ofar.

Vigdís Ísleifsdóttir, kona hans, er áfram á fólkstali í Stórási [Sál. Eyj.], sjá um hana hér ofar.

Kristjana Sigurveig Sigurbjarnardóttir,

Kristín Jakobína Sigurbjarnardóttir og

Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir, dætur Sigurbjarnar og Vigdísar, eru allar í Stórási þessi ár [Sál. Eyj.], sjá um þær hér ofar.

1885 - 1888: Árni Sveinsson og Guðfinna Jónsdóttir

Árni og Guðfinna koma 1885 (frá Vindbelg að Stórási [Kb. Lund.], en) frá Hörgsdal að Stórási skv. [Kb. Mýv.], þar sem Árni er aðalbóndinn, einn gjaldandi þinggjalda fyrir Stórás í manntalsbók 1886-1888, en Sigurbjörn í húsmennsku. Þau flytja frá Stórási að Hjalla 1888 [Kb. Lund.].

Árni er „ , 38, bóndi,“ er hann kemur að Stórási [Kb. Lund.]. Hann var fæddur 14. jan. 1847 á Daðastöðum, sonur Sveins Jóelssonar og Bóthildar Jóhannesdóttur [Kb. Ein.]. Árni flytur 12 ára með foreldrum að Bjarnastöðum í Bárðardal 1858 [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1860 „ , 14, Ó, vinnupiltur,“. Hann er víða í vinnumennsku, kemur 1868 „ , 22, vinnumaður, frá Sigríðarstöðum að Stóruvöllum“. Fer frá Halldórsstöðum í Bárðardal 1883 „ , 36, vinnum,“ að Vindbelg [Kb. Lund.].

Guðfinna var fædd 4. maí 1851, dóttir Jóns Tómassonar og Steinunnar Jónsdóttur, sem þá voru „hjón á Helluvaði“ [Kb. Skút.], [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali á Hofsstöðum 1855 hjá foreldrum og sex systkinum og 1860 með fimm systkinum. Guðfinna eignaðist soninn Tómas fyrir giftingu með Sigurgeir bónda Jónssyni í Víðum. Sjá [Laxd. bls. 67].

Árni og Guðfinna voru gefin saman 30. apríl 1884, hann er þá „húsmað(ur) í Vindbelg, 38 ára“ en hún „vinnuk. í Vindbelg, 33 ára“ [Kb. Mýv.].

Árni og Guðfinna eru á manntali á Hjalla 1890, en síðar bjuggu þau á Vaði og eru þar búandi á manntali 1901 og 1910. Þau eru á manntali á Vaði 1920 og 1930, hvort á sínu búi sona þeirra Karls og Vésteins. Sjá einnig [Bybú, bls. 428].

Guðfinna dó 8. okt 1937 [Laxd. bls. 67].

Guðfinna Jónsdóttir

Skyldulið Árna og Guðfinnu í Stórási 1885-1888:

Karl Árnason, sonur Árna og Guðfinnu, kemur með þeim frá Hörgsdal að Stórási 1885 „ , barn hjóna, 1,“ [Kb. Mýv.]. Fer með foreldrum að Hjalla 1888. Karl var fæddur 2. sept. 1884, eru foreldrar hans þá sögð „hjón Hörgsdal“ [Kb. Mýv.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hjalla 1890, en fór síðan með þeim að Vaði og bjó þar lengi eftir að þau hættu búskap.

Tómas Sigurgeirsson, sonur Guðfinnu, kemur með Árna og Guðfinnu frá Hörgsdal að Stórási 1885 „ , 5, hr barn,“ [Kb. Mýv.]. Fer með móður sinni og stjúpa að Hjalla 1888, en er hjá föður sínum í Víðum við manntalið 1890 „ , 10, Ó, sonur bónda,“ Tómas var fæddur í Víðum 19. okt. 1880, sonur Sigureirs Jónssonar bónda þar og ofannefndrar Guðfinnu Jónsdóttur. Sjá nánar um Tómas í [Laxd. bls. 100-101]. Hann andaðist á Akureyri 26. sept. 1961.

Vandalausir í Stórási á búi Árna og Guðfinnu 1885-1888:

Sigurbjörn Kristjánsson er áfram í húsmennsku í Stórási þessi ár, sbr. fólkstal [Sál. Eyj.], sjá um hann hér ofar.

Vigdís Ísleifsdóttir, kona hans, er áfram á fólkstali í Stórási [Sál. Eyj.], sjá um hana hér ofar.

Kristjana Sigurveig Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar, er í Stórási á fólkstali við nýár 1886 og 1887, en er farin 1888 [Sál. Eyj.]. Sjá um hana hér ofar.

Kristín Jakobína Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar, er í Stórási á fólkstali öll þessi ár, sjá um hana hér ofar.

(Margrét Jónsdóttir kemur 1885 skv. [Kb. Lund.] með Árna og Guðfinnu frá Vindbelg að Stórási „ , 17, vk.“ og er þó spurningarmerki við nafn hennar. Hún er í Stórási á fólkstali við nýár 1886 „ , vk, 16“. Hún er farin þaðan við nýár 1887. Enga Margréti finn ég á manntali í Mývatnsþingum né Lundarbrekkusókn 1880, né finn ég hana burtvikna úr Lundarbrekkusókn til 1892.)

1888 - 1911: Guðlaugur Þorsteinsson og Kristín Elísabet Bergvinsdóttir

Guðlaugur og Kristín koma 1888 frá Laugaseli að Stórási með börn sín og eru á 1. búi móti Sigurbirni, sem er bóndi á 2. búi til 1900, nema við nýár 1891, þá er þetta öfugt. Guðlaugur er eini gjaldandi fyrir Stórás í manntalsbók á manntalsþingi frá 1889 (bókin endar 1899), en 1898 og 1899 er Sigurbjarnar getið á skrá yfir búlausa.

Við andlát Kristínar 1911 fer Guðlaugur að Syðri Neslöndum, en börn hans á ýmsa staði.

Guðlaugur var fæddur 16. júní 1854 í Vindbelg, sonur hjónanna Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, sjá [Skú. bls. 39 og 42-43]. Þar er Guðlaugur á manntali 1860.

Kristín Elísabet var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristjönu Margrétar Pétursdóttur, sem gefin voru saman í Reykjahlíð 2. júlí 1860, sama dag og Jakob Hálfdanarson og Petrína Kristín Pétursdóttir. (Kristjana Margrét var systir Péturs Péturssonar á Stórulaugum og þar er hún á manntali 1880 með Bergvin manni sínum, sem þar er „ , 48, G, húsmaður, ( . . ), blindur, holdsveikur“, ásamt Pétri, 13 ára syni þeirra.)

Kristín Elísabet kemur „ , 16, v. k.“ að Hrappstaðaseli 1876 frá Ytrafjalli [Kb. Lund], en foreldrar hennar fara þ. á. að Bjarnastöðum skv. [Kb. Ness.]. Hún er í Hrappstaðaseli á fólkstali við nýár 1877, sjá þar. Fer 1879 frá Mjóadal að Garði við Mývatn [Kb. Lund.].

Guðlaugur og Kristín voru gefin saman 27. júní 1880, er Guðlaugur sagður „ , húsmaður á Krákárbakka, 27 ára“ en Kristín „ , bústýra hans, 20 ára. “ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali á Árbakka þá um haustið með Kristínu dóttur hans. Þau flytja 1886 frá Mýlaugsstöðum að Laugaseli [Kb. Ein.], en höfðu áður verið á Halldórsstöðum í Laxárdal.

Kristín Elísabet andaðist sviplega 15. jan. 1911 „ , kona í Stórási, 50, Varð úti í voðabyl skammt frá bænum. Fór út með dóttur sinni að leita að fje og syni sínum. En veiktist og dó um kv. í faðmi dóttur sinnar“ [Kb.Mýv.].

Guðlaugur andaðist 1. maí 1940 á Geiteyjarströnd, sjá [ÆÞ. I, bls. 377-380] og [ÆÞ. V, bls. 125 og áfram].

Börn Guðlaugs og Kristínar Elísabetar í Stórási 1888-1911:

Sigtryggur Guðlaugsson kemur með foreldrum sínum frá Laugaseli að Stórási 1888 [Kb. Lund.] og er á manntali þar með þeim 1890 og 1901. Fer þaðan líklega 1902 (þá nefndur Tryggvi) „ , vm., 20,“ í Gautlönd „að 1/2“ [Kb. Lund.]. Sigtryggur var fæddur 2. febr. 1882 á Halldórsstöðum í Laxárdal. Hann er „ , vm, 28,“ í Svartárkoti á manntali sóknarpr. 31. des. 1911 [Sál. Eyj.]. Dó 21. jan. 1957. Sjá [ÆÞ. I, bls. 377].

Guðrún Hólmfríður Guðlaugsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Laugaseli að Stórási 1888 [Kb. Lund.] og er þar með þeim á manntali 1890 og á manntali sóknarprests við árslok 1900 og er þar aftur 1902 [Sál. Eyj.]. Guðrún var fædd 8. okt. 1883 á Ytrafjalli [ÆÞ. I, bls. 379]. Hún giftist Gunnlaugi Sigvaldasyni, sjá nánar í [ÆÞ. III, bls. 272].

Kristjana Guðlaugsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Laugaseli að Stórási 1888 [Kb. Lund.] og er þar á manntali með þeim 1890 og 1901. Hún fer 1910 „ , vinnuk, 22,“ að Baldursheimi frá Stórási „að 1/2“ [Kb. Lund.]. Kristjana var fædd 4. ágúst 1887 í Laugaseli [Kb. Ein.]. Sjá nánar um hana í [ÆÞ. I, bls. 379-380]; þar er hún sögð fædd 8. ágúst.

Þorbergur Valdimar Guðlaugsson, f. 30. júlí 1889 í Stórási [Kb. Lund.]. Hann er þar með foreldrum á manntali 1890, 1901 og 1910. Hann er vinnumaður á Sigurðarstöðum 31. des. 1911 [Sál. Eyj.]. Sjá einnig [ÆÞ. I, bls. 380].

Guðný Guðlaugsdóttir, f. 8. sept. 1891 í Stórási [Kb. Lund.], d. þar 15. apr.(?) 1893. Greftruð á Skútustöðum 25. apríl 1893 [Kb. Mýv.].

Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 4. júní 1893 í Stórási [Kb. Lund.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1901 og 1910. Hún flytur frá Stórási að Nýhóli 1911 [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Guðbjörgu í [ÆÞ. I, bls. 380] og tilvísun þar.

Eiður Guðlaugsson, f. 9. sept. 1898 í Stórási [Kb. Lund.]. Hann er þar með foreldrum sínum á manntali 1901 og 1910. Hann flytur frá Stórási 1911 að Víðirhóli [Kb. Lund.]. Vinnumaður í Hólsseli [ÆÞ. I, bls. 380].

Fjóla Guðlaugsdóttir, f. 27. sept. 1904 í Stórási [Kb. Lund.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1910. Hún flytur frá Stórási 1911 að Nýhóli [Kb. Lund.]. Lausakona í Vindbelg [ÆÞ. I, bls. 380].

Dóttir Guðlaugs fyrir giftingu, í Stórási 1888-1897:

Kristín Guðlaugsdóttir fer með móður sinni 1891 að Arnarvatni frá Stórási „ , 11, barn,“ [Kb. Mýv.], en kemur 1894 „ , ungl., 14, frá Reykjadal(?) að Stórási“ [Kb. Lund.]. Hún fer þaðan 1897 „ , vinnuk., 16,“ að Auðnum [Kb. Lund.]. Kristín var fædd 1. jan. 1879 í Máskoti. Móðir hennar var Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel [ÆÞ. I, bls. 377]. Kristín er með föður sínum og stjúpmóður á manntali á Árbakka 1880. Dó 17. okt. 1907, sjá [ÆÞ. I, bls. 377] og tilvísun þar.

Annað skyldulið Guðlaugs og Kristínar í Stórási 1907-1911:

Kristjana Margrét Pétursdóttir, móðir Kristínar húsfreyju, kemur 1907 „ , húskona, 67,“ frá Hafralæk að Stórási. Hún er þar á manntali 1910 en fer að Jódísarstöðum 1911 „ , ekkja, 71,“ [Kb. Lund.], þar sem Pétur sonur hennar býr við manntalið 1910. Kristjana var fædd 23. sept. 1839 í Garði, dóttir hjónanna Péturs Jónssonar og Kristínar Hrólfsdóttur [Kb. Ness.], [ÆÞ. I, bls. 287]. Hún giftist 2. júlí 1860, þá í Reykjahlíð, Bergvin Jónatanssyni, sem þar er vinnumaður. Þau hjón fara frá Hlíðarhaga að Svínadal 1864 [Kb. Mýv.], en koma s. á. „ , frá Kelduhverfi að Nesi“ og fara frá Ytrafjalli að Bjarnastöðum í Bárðardal 1876 [Kb. Ness.]. Þau eru í húsmennsku á Stórulaugum, hjá Pétri bróður Kristjönu, við manntalið 1880, ásamt Pétri syni þeirra „ , 13, “. Er þess þar getið í athugasemd um Bergvin, sem þá er 48 ára, að hann sé „ , blindur, holdsveikur“. Kristjana andaðist 24. sept. 1920 „ , Hrauni, E., 81.“ [Kb. Grenj.].

Þorbergur Valdimar Guðlaugsson

Vandalausir í Stórási í tíð Guðlaugs og Kristínar 1888-1911.

Sigurbjörn Kristjánsson er áfram húsmaður eða bóndi í Stórási til ársins 1900, sbr. fólkstal og manntal sóknarprests [Sál. Eyj.], en þá fer hann að Engidal, sjá um hann hér ofar. Hans er getið í manntalsbók þinggjalda 1898 á skrá yfir húsfólk og vinnumenn, en 1899 á skrá yfir búlausa.

Vigdís Ísleifsdóttir, kona hans, er áfram á fólkstali og á manntali sóknarprests í Stórási til ársloka 1899, en við árslok 1900 „ómagi“ [Sál. Eyj.] og á manntali 1901 „ , ómagi, á sveit, 78“. Hún er farin skv. manntali sóknarprests í árslok 1902, þá er hún í Engidal hjá Sigurbirni. Deyr þar 15. mars 1906, sjá um hana hér ofar.

Kristín Jakobína Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar hér næst á undan. Hún andaðist 1. júlí 1889 „ , vitfirringur í Stórási, 32“ [Kb. Lund.]. Sjá um hana hér ofar.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel fer 1891 „ , vinnuk.,“ í Arnarvatn frá Stórási ásamt Kristínu dóttur sinni [Kb.Mýv.], sjá hér að ofan um Kristínu. Ekki er Sigurbjargar getið í fólkstali í Stórási, en við manntalið 1890 er hún skráð á Gautlöndum „ , 42, Ó, vinnukona,“ en í athugasemd er sagt: „ er að 1/4 á Gautl. en 3/4 í Stórási, Lundarbr.sókn. “ Sigurbjörg var fædd 18. nóv. 1849, voru foreldrar hennar „Kristján Skúlason og Oddný Þorgrímsdóttir í Klömbrum“ [Kb. Grenj.]. Hún er með foreldrum þar á manntali 1850 ásamt þrem öðrum systkinum.

Jóhanna Steinunn Sigurbjarnardóttir, dóttir Sigurbjarnar og Vigdísar hér litluofar, er afturí Stórási ámanntali sóknarprests hjá foreldrum við árslok 1898 „ , d. þra, 37“ [Sál. Eyj.], hún er þar einnig árið eftir, sögð „(laus)“ en 1900 „vk.“ Hún er á manntali í Engidal 1901. Deyr 1. nóv. 1902 „vinnuk. Engidal, 41, { ?? }krampi“ [Kb. Lund.]. Sjá um hana hér ofar.

1911 - 1912: Í eyði

Engir eru skráðir í Stórási á manntali sóknarprests 31. des. 1911. Verður að ætla að jörðin hafi þá verið í eyði.

1912 - 1914: Helgi Árnason og Anna Sigríður

Sigurðardóttir

Helgi og Anna koma með son sinn frá Þórólfsstöðum í Kelduhverfi að Stórási 1912 [Kb. Lund.] og eru þar í manntali sóknarprests 31. des. þ. á. og einnig 1913. Við árslok 1914 er tekið fram á manntali sóknarprests að Stórás sé í eyði [Sál. Eyj.].

Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel

(Eins og hér að ofan er lýst, virðast þau Helgi og Anna búa tvö ár í Stórási en ekki eitt, eins og gefið er í skyn í [ÆÞ. II, bls. 102].)

Helgi var fæddur 31. jan. 1869 á Hlíðarenda, sonur hjónanna Árna Árnasonar og Helgu Jensdóttur. Sjá um Helga og fjölskyldu í [ÆÞ. II, bls. 98 og 102-103].

Anna Sigríður var fædd 3. júní 1860 á Brettingsstöðum, dóttir hjónanna Sigurðar Eyjólfssonar og Arnbjargar Kristjánsdóttur [Laxd. bls.47-48]. Sjá einnig tilvísun um ætt Önnu á bls. 102 í [ÆÞ. II].

Helgi og Anna Sigríður voru gefin saman 9. maí 1899, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Lund.].

Helgi andaðist 19. sept. 1955 en Anna 29. júlí 1946 [ÆÞ. II].

Sonur Helga og Önnu í Stórási 1912-1914:

Sigurður Kristján Helgason, kemur með foreldrum frá Þórólfsstöðum í Kelduhverfi að Stórási 1912 „ , sonur þra, 10,“ og er með þeim þar á manntali sóknarprests þ. á. og 1913. Sigurður (sem raunar er aðeins nefndur Kristján í [Kb. Lund.]) var fæddur 13. febr. 1902 á Húsavík. Sjá um hann í [ÆÞ. II, bls. 102-103].

1914 - 1915: Í eyði

Ámanntali sóknarprest 31. des. 1914 er tekið fram að jörðin sé í eyði [Sál. Eyj.].

1915 - 1930: Benedikt Ág. Kristjánsson og Steinunn Guðrún Jóhannesdóttir

Benedikt og Steinunn koma frá Hlíðarenda og eru í Stórási á manntali sóknarprests 31. des. 1915 ásamt fimm börnum [Sál. Eyj.]. Skv. [Bybú, bls. 268] og [ÆÞ. II, bls. 266] fara þau frá Stórási 1930 og við manntalið 1930 er Stórás „Í eyði“.

Benedikt Ágúst var fæddur 25. ágúst 1874 í Fossseli, sonur hjónanna Kristjáns Jenssonar og Kristjönu Árnadóttur sem þá eru „hjón á Foss-seli.“ [Kb. Ein.]. Benedikt er „ , 16, Ó, vinnumaður,“ á Arndísarstöðum 1890 og er þar einnig við manntalið 1901 „ , hjú þeirra,“ (þ. e. Tryggva og Jóhönnu). Sjá um Benedikt og fjölskyldu hans í [ÆÞ. II, bls. 262-263 og 266-268].

Steinunn var fædd 11. sept. 1876 í Sandhólum í Eyjafirði, dóttir Jóhannesar Jósefssonar og Þórdísar Konráðsdóttur, sem þá eru þar gift hjón [Kb. Saurb.]. Þórdís flytur 1877 með Steinunni dóttur sína frá Sandhólum „norður í Bárðardal“ [Kb. Saurb.] og eru þær á manntali á Eyjardalsá 1880. Steinunn er

þar áfram á manntali 1890 og 1901, en Þórdís er 1890 á manntali á Hvarfi „ , 55, E, vinnukona,“.

Benedikt og Steinunn voru gefin saman 14. júní 1903. Benedikt andaðist 12. maí 1952 en Steinunn 23. des. 1932 [ÆÞ. II, bls. 266].

Börn Benedikts og Steinunnar í Stórási 1915- 1930:

Hermann Benediktssonkemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprests a. m. k. til 1927. Hermann var fæddur 6. mars 1904 á Hlíðarenda. Bóndi í Svartárkoti 1930-1933, sjá í [ÆÞ. II, bls. 266].

Laufey Kristjana Benediktsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprests a. m. k. til 1927. Laufey var fædd 15. mars 1908 á Hlíðarenda [ÆÞ. II, bls. 266]. Giftist Jónasi Gunnlaugssyni á Eiði á Langanesi, sjá í [ÆÞ. I, bls. 228].

Guðrún Anna Benediktsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprsests a. m. k. til 1927. Guðrún var fædd2. febr. 1911 á Hlíðarenda [ÆÞ. II, bls.266]. Hún giftist Herði Tryggvasyni í Víðirkeri og bjuggu þau í Svartárkoti 1985 [Bybú, bls. 244]. Sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. VI, bls. 296-298]. Guðrún lést á Húsavík 3. okt. 2004, sjá Árbók Þingeyinga 2004, bls. 161.

Þórir Benediktsson kemur með foreldrum sínum frá Hlíðarenda að Stórási 1915 og er með þeim þar á manntali sóknarprests a. m. k. til 1927. Þórir var fæddur 28. nóv. 1913 á Hlíðarenda [ÆÞ. II, bls. 266-267], sjá nánar um hann þar.

Steingrímur Benediktsson, f. 9. júní 1915 í Stórási [ÆÞ. II, bls. 267-268], sjá þar nánar um hann og fjölskyldu hans.

Leiðréttingu á 1. próförk lokið 18. okt. 2005. R. Á. Síðast lagfært 22. ágúst 2006. R. Á.

Þessi prentun gerð 27. jan. 2008. R. A.

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[NiðJH.]: Niðjatal Jóns Árnasonar og Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson tók saman.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Þing. V. C., nr. 12]: Dómsmálabók Þingeyjarsýslu, V. C., nr. 12, 1852-1864.

[ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands.

[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: