89 minute read

2.1. (Krák)Árbakki

Next Article
2.15 Stafnsholt

2.15 Stafnsholt

Býli þetta er jafnan nefnt Árbakki í skýrslum og skrám, þar til við manntalið 1890, þá er það skráð Krákárbakki, og raunar stundum áður í kirkjubók. Í manntalsþingsrétti á Skútustöðum hinn 20. maí 1843 segir í 7. lið: „Var lesin Lögfesta fyrir Skútustaða Landi og mótmælt af Baldursheims eiganda Illuga Hallgrímssyni. - “ [Þing. V. A., nr. 1, bl. 4]. Í framhaldi af því er hinn 16. júní 1843 settur aukahéraðsréttur í Baldursheimi, „hvar þá var fyrirtekið að útnefna Skoðunar- og álitsmenn til að álíta um rétt Landamerki og Landeign Jarðarinnar Baldursheims á móts við Skútustaða Land, [ ... ]“ [Þing. V. A. nr. 1, bl. 7 og 8].

Þessa er hér getið, þó óvíst sé að tengsl séu milli þessara réttarhalda og byggingar Árbakka sama ár.

Hinn 11. júní 1845 fór fram skoðun og álitsgjörð „á því Landi sem framvegis heyra skal undir Nýbýlið Árbakka, eptir Beiðni Nýbyggjarans Jóns Björnssonar samastaðar, samt Proprietarii Helga Ásmundssonar á Skútustöðum til þess samkvæmt Amtsbréfi af 6ta December fyrra Árs, og Tilskipun af 15da Apríl 1776, að skoða tilgreina og takmarka það Land sem eptir nefndur Proprietarii Helga Ásmundssonar tilvísun eður hans Fullmektugs við Skoðunina Hreppstjóra Sgr. Jónasar Jónssonar, skal af Ábuanda Nýbýlisins brúkast mega undir það framvegis ( til (?)) yrkíngar.“ Er þar við áreiðina vísað í „[ ... ] þau Landamerki sem ákveðin vóru milli Baldursheims og Skútustaða Sellanda þann 16da Júní 1843.“ Þessi skoðunargjörð er hið merkasta plagg. Þar er lýsing gerðar- og álitsmanna á landinu, landamerki og mat þess („5H að Dýrleika.“) og landskuld „ af því greiðast skyldi með 3ia sauða virði í Peníngum eftir Smörs Árs Capítulataxta.“ . [Þing. V. A., nr. 1, bl. 43 og 44]. Í skoðunargjörðinni kemur ekki fram, hve lengi Jón Björnsson hefur þá þegar búið á Árbakka, en nokkuð öruggt má telja að hann hafi flutt þangað frá Arnarvatni eigi síðar en 1843, að Árbakka flytur þ. á. utansveitarfólk (Einar), sbr. og fæðingu Kristínar á Arnarvatni 18. des. 1842. Árbakka er ekki getið við húsvitjun í apríl og maí 1843.

Ábúendur

1843 - 1860: Jón Björnsson og Helga Jónsdóttir

Jón og Helga koma frá Arnarvatni 1843 og búa á Árbakka þar til Jón deyr 15. júlí 1860. Helga er svo fyrir búi til 1861. Jón er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1844-1860, en þar er einnig getið Guðmundar Jónssonar 1847 á skrá yfir búlausa og Þuríðar Hansdóttur 1848. Þá er Jóhannes Jóhannesson, tengdasonur þeirra hjóna, skráður 1854-1861, ýmist á skrá yfir vinnuhjú, húsfólk, „Húsfólk tíundandi“ eða búlausa. Einnig er Steinvör Helgadóttir á skrá yfir „Húsfólk tíundandi“ 1855.

Jón var fædddur 18. okt. 1810 í Bakkaseli í Fnjóskadal [ÆÞ. I, bls. 385], voru foreldrar hans Björn Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir og eru þau á manntali í Bakkaseli 1816. Sigríður andaðist 3.jan.1829 „gift kone á Backaseli, 46,“ [Kb. Ill.] og er Björn sagður fara ásamt dóttur sinni 1831 „57, Ekkill frá Backaseli að Einarsstöðum [Kb. Ill.], en er bókaður inn í Einarsstaðasókn 1832 ásamt Jóni og Helgu.

Jón kemur 1825 „15, vinnupiltur, frá Backaseli í Fnjóskadal, að Gautlöndum“ [Kb. Mýv.]. (Hann kemur 1828 „ , 30, vinnumaður frá Eirarlandi í Hrafnagilssókn að Stórulaugum“ [Kb. Ein.], en þar sem aldurinn er ekki réttur, gæti hér verið um annan Jón Björnsson að ræða.).

Helga var fædd 25. ágúst 1804 og voru foreldrar hennar Jón Marteinsson og Helga Jónsdóttir [Kb. Mýv.], sem þá bjuggu í Garði við Mývatn. Hún er með foreldrum á manntali í Garði 1816.

Jón og Helga koma 1832 að Einarsstöðum „hjón, hann frá Vöglum í Fnjóskadal en hún frá Garði við Mývatn“ [Kb. Ein.]; voru þau gefin saman 14. maí 1832, hann „frá Einarsstöðum 22 ára að aldre“, hún „frá Garði 28 ára gömul“ [Kb. Mýv.]. Þau eru í Stafni við manntalið 1835 ásamt tveim dætrum og Birni föður Jóns og dóttur hans, en flytja 1837 að Arnarvatni [Kb. Ein.] þar sem þau eru á manntali 1840 (nema Björn, sem andaðist þar 2. nóv. 1838); er Jón húsbóndi á 2. býli, ásamt tveim dætrum, og eru tvær systur Jóns vinnukonur hjá þeim. Auk þeirra dætra sem taldar eru hér á eftir, eignuðust þau Jón og Helga dótturina Guðbjörgu, f. í Stafni 28. ágúst 1834 [Kb. Ein.], d. á Arnarvatni 5. sept. 1839 „ , barn frá Arnarvatni, á 6ta ári“ [Kb. Mýv.]. Jón dó 15. júlí 1860 „Bóndi frá Árbakka, 50, Brjóstveiki og tak“ [Kb. Skút.]. Við manntalið um haustið er ekkjan fyrir búi, einnig á manntalsþingi 1861. Helga fer 1861 „ , 57, ekkja, frá Árbakka að Steinkirkju“ [Kb. Mýv.]. Þar giftist hún Guðlaugi Eiríkssyni og er með honum á manntali á Steinkirkju 1880 „ , 76, G, kona hans,“. Dó 9. mars 1885 „seinni kona Guðlaugs Eyríkssonar á Steinkirkju fyrrum bónda þar, 79, langvarandi lungnabólgu“ [Kb. Hálsprk.]. Sjá einnig [ÆÞ. II, bls. 128].

1860 - 1861: Helga Jónsdóttir

Eins og áður segir, er Helga fyrir búi á manntalsþingi 1861, Jóhannes tengdasonur hennar er þá á skrá yfir búlausa. Tengdasynir hennar eru gjaldendur fyrir Árbakka á manntalsþingi 1862.

Börn Jóns og Helgu á Árbakka 1843 - 1861: Sigríður Jónsdóttir kemur líklega með foreldrum að Árbakka 1843. Hún er með þeim þar á manntali 1845 og 1850. Giftist Jóhannes Jóhannessyni 6. okt 1851 [Kb. Mýv.]. og er með honum á manntali á Árbakka 1855 og 1860, sjá síðar. Sigríður var fædd 15. júlí 1833 á Einarsstöðum, þar sem foreldrar hennar eru þá „hjón búandi“ [Kb. Ein.]. Hún er með þeim á manntali í Stafni 1835 og á Arnarvatni 1840.

Sigurborg Jónsdóttir (eldri) kemur líklega með foreldrum að Árbakka 1843. Dó þar 6. júlí 1844 „ , barn frá Árbakka, á 6ta ári“ [Kb. Mýv.]. Sigurborg var fædd 16. mars 1839, voru foreldrar hennar þá „hión á Arnarvatni“ [Kb. Mýv.] og er hún þar með þeim á manntali 1840.

Kristín Jónsdóttir kemur líklega 1843með foreldrum sínum að Árbakka. Hún er þar með þeim á manntali 1845, 1850 og 1855 og deyr þar 2. júní 1859 „bóndadóttir frá Árbakka, á 17. ári, dáin af barna- eður andarteppuveiki“ [Kb. Mýv.]. Kristín var fædd 18. des. 1842 á Arnarvatni [Kb. Mýv.].

Sigurborg Jónsdóttir(yngri) var fædd 3. okt. 1844á Árbakka [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1845, 1850 og 1855. Sigurborg giftist 15. apríl 1861 Sigurði Eiríkssyni [Kb. Mýv.] og bjuggu þau á Árbakka 18611863, sjá um þau hér á eftir.

Annað skyldulið Jóns og Helgu á Árbakka 1843-1861:

Jóhannes Jóhannesson, tengdasonur Jóns og Helgu, kemur líklega 1851 að Árbakka (hann er þar ekki á manntali 1850), kvænist þar 6. okt. 1851 „frá Árbakka 22 ára“ Sigríði Jónsdóttur „frá sama bæ, 18 ára“ [Kb. Mýv.]. Jóhannes og Sigríður eru á manntali á Árbakka 1855 og 1860, í síðara skiptið er Jóhannes sagður húsmaður. Jóhannes og Sigríður taka við búi á Árbakka 1861 og verður gerð nánari grein fyrir þeim hér á eftir, svo og börnum þeirra, Guðrúnu, Birni, Helgu Þuríði og Jóni, sem fædd eru á 6. áratugnum.

Aðalbjörg Jónsdóttir, systir Helgu húsfreyju, kemur fyrst 1848 „42, vinnukona,“ frá Bjarnastöðum að Árbakka [Kb. Lund.], ([Kb. Mýv.] segir „36, vinnukona“ sem er nær lagi) og að nýju 1852 „41, vinnukona frá Víðirkeri að Árbakka“ [Kb. Mýv.], aftur 1854 „45, vinnukona,“ frá Víðirkeri að Árbakka [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 „ , 44, Ó, vinnukona,“ og fer þaðan 1857 að Steinkirkju [Kb. Mýv.] og enn 1861 „ , 49, vinnukona, Frá Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Lund.]. Aðalbjörg var fædd 10. des. 1811, dóttir hjónanna Jóns Marteinssonar og Helgu Jónsdóttur í Garði [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum á manntali þar 1816, 1835 og 1845, en fer þaðan 1846 að Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Mýv.]. Hún er 1850 á manntali í Víðirkeri og aftur 1860, þá „ , 49, Ó, vinnukona,“.

Vandalausir á búum Jóns og Helgu á Árbakka 1843-1861: Einar Jónsson kemur 1843 „ , 20, vinnumaður, frá Skriðulandi að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann fer 1845 „ , 25, vinnumaður, frá Árbakka að Vatnsenda“ [Kb. Mýv.]. Einar var fæddur 6. júlí 1823 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Margrét Jónsdóttir „hjón búandi á Brúnastöðum“ [Kb. Múl.] (þ.e. Kraunastöðum?). Hann er með foreldrum sínum á manntali í Skriðulandi 1835 og 1840. Við manntalið 1845 er hann „ , 23, Ó, vinnumaður,“ á Vatnsenda. Sjá um Einar í [ÆÞ. VII, bls. 189].

Sigurlaug Andrésdóttir er á Árbakka við húsvitjun í apríl og maí 1845 „vinnuk. 36“ [Sál. Mýv.] ásamt dóttur sinni hér næst á eftir. Þær eru ekki þar á manntali um haustið. Sigurlaug var skírð 9. nóv. 1807 [Kb. Helgast.prk.], hún var dóttir Andrésar Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur konu hans, sem var dóttir Jóns Sigurðssonar á Breiðumýri. Þau bjuggu í Máskoti við mikla ómegð. Andrés varð úti 1824. Sigurlaug er á manntali með foreldrum sínum og fjórum systkinum í Máskoti 1816 „ , þeirra barn, 9,“. Hún er á manntali á Gautlöndum 1840, en Hólmfríði dóttur hennar finn ég ekki þá. Virðist Sigurlaug vera þar enn við húsvitjun í apríl og maí 1843 [Sál. Mýv.]. Sjá hér neðar hjá Hólmfríði dóttur hennar um ýmsa dvalarstaði í Mývatnssveit 1845-1850. Hún kemur 1854 ásamt Hólmfríði „ , frá Nýabæ að Mývatni“ [Kb. Skinn.] og er á Geiteyjarströnd „ , 47, Ó, vinnukona,“ við manntalið 1855. Sigurlaug deyr 31. okt. 1871 „ , vinnukona frá Heiðarseli, 64“ [Kb. Lund.].

Hólmfríður Hinriksdóttir, dóttir Sigurlaugar hér næst á undan, er með henni á Árbakka við húsvitjun í apríl og maí 1845 „hennar barn, 5“ [Sál. Mýv.], en er ekki þar á manntali um haustið. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840 og voru foreldrar hennar „Hinrik Hinrikss: giptur bóndi og Sigurlög Andrésdóttir ógipt“ [Kb. Skút.]; fæðingarstaðar er ekki getið. Hún finnst ekki á manntalinu 1840, en móðir hennar er þá á Gautlöndum. Við húsvitjun í apríl og maí 1843 er á Geiteyjarströnd Hólmfríður „tökubarn, 3“ [Sál. Mýv.]. Við manntalið 1845 er Hólmfríður með móður sinni í Garði í Mývatnssveit „ , 6, Ó, hennar barn,“ og 1850 í Vogum. Við manntalið 1855 er Hólmfríður „ , 16, Ó, vinnukona,“ á Grænavatni, en 1860 á Grímsstöðum við Mývatn. Hólmfríður giftist Sigurði Jónssyni frá Lundarbrekku 23. júní 1863, þá bæði í Ytrineslöndum [Kb. Mýv.]. Þau bjuggu víða eða voru í húsmennsku, eru á manntali í Hriflu 1880, en flytja frá Hjalla að Brimnesi á Langanesi 1888 [Kb. Ein.] og eru á manntali í Hlíð í Sauðanessókn 1890, þá með þrem börnum.

Guðjón Pálsson kemur líklega að Árbakka 1845, hann er þar á manntali 1845 „ , 36, Ó, vinnumaður,“ en ekki er hann þar við húsvitjun í apríl og maí það ár. Við húsvitjun í apríl og maí 1843 er í Garði Guðjón „ , vinnumaður, 34“ og á Gautlöndum í apríl og maí 1847 er Guðjón „ , vinnumaður, 36“ [Sál. Mýv.]. Guðjón var fæddur um 1809 í Brúnagerði, sonur hjónanna Páls Guðmundssonar og Sigríðar Markúsdóttur, og er hann með þeim og 8 systkinum á manntali þar 1816 „þeirra barn, 7,“. Hann er þar einnig á manntali 1835, en 1840 er hann á manntali á Sveinsströnd og 1850 í Baldursheimi. Guðjón fer 1851 frá Baldursheimi að Breiðumýri og er hann þar á manntali 1855 „ , 45, G, bóndi,“ og var kona hans Þórunn Benjamínsdóttir „ , 42, G, kona hans,“. Þau eru vinnuhjú á Breiðumýri við manntalið 1860. Guðjón deyr 29. júní 1870 „giftur bóndi á Breiðumýri, 60 ára, Brjósterfiði“ [Kb. Ein.].

Guðrún Jónsdóttir kemur 1845 „ , 44, vinnukona, frá Fagranesi að Árbakka“ [Kb. Mýv.] ásamt syni sínum og er þar á manntali 1845 „ , 44, Ó, vinnukona,“. Hún fer þaðan 1846 að Víðirkeri [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Guðrún var fædd 26. mars ([Laxd. bls. 64] segir júlí) 1802 og voru foreldrar hennar Jón Einarsson og f. k. h. Bergþóra Guðmundsdóttir í Víðirkeri [Kb. Lund]. Hún er með foreldrum og sex yngri systkinum á manntali á Hamri 1816. Faðir hennar er þar ekkill við manntalið 1835, deyr 6. febr. 1842 [Laxd. bls. 63]. Guðrún er á manntali á Hrauni 1840 „, 39, Ó, ráðskona“. Hún fer 1842 frá Ystahvammi að Grímshúsum [Kb. Múl.]. Guðrún er með Jóni syni sínum á manntali í Presthvammi 1850 „ , 48, Ó, húskona,“ og 1855 í Garði í Aðaldal „ , 54, Ó, niðursetningur,“. Deyr 22. okt. 1859 „ , hreppsómagi, 57 ára, Umgangs „blóðsótt“ ásamt langvarandi brjóstveiki varð dauðamein hennar.“ [Kb. Grenj.]. Heimilsfang hinnar látnu er ekki tilgreint. Sjá um hana og foreldra í [Laxd. bls. 63-64]. Guðrún var alsystir Einars í Glaumbæjarseli, föður Sigvalda á Fljótsbakka. Með Guðrúnu kemur að Árbakka sonur hennar

Jón Kristjánsson, sem kemur með móður sinni, sjá hér næst á undan, að Árbakka 1845 og er þar á manntali þ. á. „ , 5, Ó, hennar son,“. Hann fer með móður sinni 1846 að Víðirkeri. Jón var fæddur 1. nóv. 1840, voru foreldrar hans „Kristján Sigmundarson eckiumaður á Hrauni og Ráðsstúlka hans Guðrún Jónsd: ógift sama staðar“ [Kb. Grenj.] og eru þau öll þrjú á manntali þar daginn eftir. Jón er með móður sinni á manntali í Presthvammi 1850 „ , 10, Ó, sonur hennar,“. Jón er á manntali á Hofstöðum 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ og fer þaðan árið eftir að Daðastöðum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.]. Hann virðist koma aftur 1862 „ , 21, vinnumaður, frá Daðastöðum að Árbakka“ og fer þaðan 1864 „ , 23, vinnum., Árbakka austur“ [Kb. Skút.], sjá síðar í búskapartíð Jóhannesar og Sigurðar.

Guðmundur Jónsson kemur líklega að Árbakka 1846, hann eignast þar dótturina Guðbjörgu 26. Júní þ. á., en er á manntali á Litluströnd 1845 „ , 27, G, vinnumaður,“. Hann er á Árbakka við húsvitjun í apríl og maí 1847 en ekki í fólkstölu í apríl og maí 1848 [Sál. Mýv.]. Guðmundur var fæddur 29. júní 1819 í Miðvíkurseli í Laufássókn, sonur Jóns Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sjá [ÆÞ. V, bls. 217]. Guðmundur kvæntist 27. sept. 1845, þá vinnumaður á Litluströnd 27 ára, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sjá hér næst á eftir.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, kona Guðmundar hér næst á undan, kemur líklega með honum að Árbakka 1846 og eignast þar dótturina Guðbjörgu. Þau hjónin virðast fara frá Árbakka 1847, sjá að ofan hjá Guðmundi. Ingibjörg var fædd 4. febr. 1828 og voru foreldrar hennar Guðmundur Pálsson (frá Brúnagerði) og Rósa Jósafatsdóttir, sem þá voru „gift vinnuhjú á Lundi“ [Kb. Hálss.]. Ingibjörg giftist Guðmundi hér næst á undan 27. sept. 1845 „á sama bæ 18 ára“, þ. e. Litluströnd.

Guðbjörg Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar og Ingibjargar hér næst á undan, var fædd á Árbakka 26. júní 1846 [Kb. Skút.], eru foreldrar hennar þá sögð „hjón á Árbakka“. Guðbjörg er á manntali í Vallakoti með foreldrum og systkinum 1860 „ , 15, Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1862 „ , 16, léttastúlka,“ frá Geirastöðum að Víðirkeri [Kb. Skút.], [Kb. Lund.] og kemur 1864 „ , 18, vinnukona,“ frá Stórutungu að Grænavatni [Kb. Mýv.]. Fer 1865 „ , 19, vinnukona, frá Grænavatni að Narfastaðaseli“ [Kb. Mýv.] en ekki finn ég þeirra flutninga getið í [Kb. Ein.]. Hún fer 1866 frá Narfastaðaseli að Fossseli [Kb. Helg.]. Guðbjörg giftist 3. okt. 1866 Árna Kristjánssyni, sem þá er „ungur maður áður ókvæntur í Fosseli 31 ára gamall vinnumaður“ [Kb. Helg.]. Þau

eru víða í Reykjadal í hús- eða vinnumennsku, en flytja frá Litlulaugum að Miðhvammi 1879 [Kb. Ein.] og eru þar á manntali 1880. Árni dó á Hólkoti 24. júlí 1890, en Guðbjörg fór til Vesturheims frá Efrihólum 1903 ásamt þrem börnum [Vfskrá]. Dó í Vesturheimi 30. ágúst 1916 [ÆÞ. V, bls. 218].

Þuríður Hansdóttir kemur að Árbakka 1847, hún er þar í fólkstölu í apríl og maí 1848 „ , vinnukona, 30“ [Sál. Mýv.] og fer 1848 „ , 30 , Eckia,“ frá Árbakka að Víðirkeri [Kb. Mýv.]. Þuríðar er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1848 á skrá yfir búlausa. Þuríður var fædd 23. apríl 1818 og voru foreldrar hennar Hans Þorsteinsson og Jórunn Halldórsdóttir „hion búandi á Syðre Neslöndum“ [Kb. Reykj.]. Hún er þar með foreldrum sínum á manntali 1835, en 1840 er hún vinnukona á Grænavatni. Þuríður giftist 13. okt. 1845 Jóhanni Hallssyni [Kb. Mýv.], þá bæði á Grænavatni og þar á manntali þ. á. Hann andaðist 15. jan. 1847 [Kb. Reykj.]. Hún giftist aftur 6. ágúst 1848 Þorkeli Vernharðssyni í Víðirkeri [Kb. Lund.] og er þar með honum á manntali 1850 og 1860. Andlát hennar finn ég ekki í [Kb. Lund.] né [Kb. Mýv.], en við manntalið 1880 er Þorkell ekkill. Sjá um Þuríði í [ÆÞ. I, bls. 400], þar er þó missagt að Jón í Víðirkeri hafi verið sonur Þuríðar, hann var sonur fyrri konu Þorkels.

Ólafur Ólafsson kemur 1847 „ , 30, vinnumaður, frá Bjarnastöðum að Árbakka“ og fer 1848 „ , 30, vinnumaður, frá Árbacka að Fossvöllum“ [Kb. Mýv.]. Ólafur var fæddur 16. júní 1816 og voru foreldrar hans „Ólafur Mattiasson Guðrún Hallsdóttir bæði ógift“ [Kb. Myrkárs.] og er ekki getið neins heimilisfangs. Við manntalið 1816 er Ólafur Matthíasson „ , þeirra barn, 24,“ elsta barn hjóna í Flögu og Guðrún Hallsdóttir er „ , vinnukona, 36,“ í Búðarnesi; er líklegt að hann sé sonur þeirra. Guðrún Hallsdóttir fer 1821 „ , 40, vinnukona frá Þúfnavöllum að Þríhyrningi“ [Kb. Myrkárs.], en ekki er Ólafs þar getið. Ólafur fer 1840 „ , 23, vinnumaður, frá Sigluvík að Bjarnast. í Bárðardal innan Lundarbrekkusóknar“ [Kb. Svalb.], en ekki finnst hann innkominn í Svalbarðssókn né á manntali 1835. Hann er á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1840, fer þaðan að Sörlastöðum 1842 og kemur aftur að Bjarnastöðum 1843, þar sem hann er á manntali 1845 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Ólafur er á manntali á Fossvöllum 1850 „ , 32, Ó, vinnumaður,“ en ekki finn ég hann þar í sókn við manntalið 1855.

Guðni Jónsson kemur 1847 „ , 13, léttapiltur frá Výðum að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850 „ , 14, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1860 „ , 25, vinnumaður“ frá Árbakka að Bjarnastöðum í B. [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], en ekki var hann samfellt á Árbakka þar á milli, því hann er vinnumaður í Reykjahlíð við manntalið 1855. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.], sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur. Kona Guðna var Þuríður Aradóttir og bjuggu þau hjón eða voru í húsmennsku víða, m. a. í Grjótárgerði, Heiðarseli, Hóli í Kinn og á Hjalla. Guðni dó í Narfastaðaseli hjá börnum sínum 13. ágúst 1919 [Kb. Grenj.].

Björn Björnsson kemur 1848 „ , 24, vinnumaðr frá Hrappst. í Kinn að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850. Hann er 1855 á manntali á Grænavatni „ , 31, G, vinnumaður,“. Björn var fæddur 18. apríl 1825 og voru foreldrar hans Björn Buch og Þorbjörg Bergþórsdóttir „búandi hion á Garðshorni“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Ytrileikskálaá 1835 og 1840 á Hóli, þar er hann einnig „ , 21, Ó, vinnumaður,“ við manntalið 1845. Björn kvæntist Guðrúnu barnsmóður sinni 14. okt. 1850

[Kb. Skút.], sjá hér næst á eftir. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 244256] og í kafla um Bjarnastaði, þar sem hann bjó yfir 20 ár.

Guðrún Þorkelsdóttir kemur 1848 frá Hrappstöðum í Kinn að Garði, en er á manntali á Árbakka 1850 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Giftist Birni barnsföður sínum hér næst á undan 14. okt. 1850 [Kb. Skút.]. Hún deyr þar 6. júní 1851 „ , kona frá Árbakka, 21, lángvinn höfuðpína“ [Kb. Skút.]. Í manntölum er Guðrún sögð fædd í Helgastaðasókn, en ekki hef ég getað fundið fæðingu hennar þar, né í nágrannasóknum; veit því engin deili á föður hennar. Hún mun vera fædd um 1829 og er á manntali ásamt móður sinni Hallfríði Magnúsdóttur og foreldrum hennar á Hólkoti 1835 „ , 5, Ó, hennar dóttir“. Þar er hún líka 1840 „ , 11, Ó, dóttir konu,“ er móðir hennar þá gift Kristjáni Sigurðssyni. Þar er þá líka til heimilis Briet Rafnsdóttir, móðir Hallfríðar, er tekið fram að hún sé jarðareigandi. Guðrún fer 1844 með móður sinni og stjúpa frá Hólkoti að Hrappstöðum í Kinn, þar sem hún er með þeim á manntali árið eftir „ , 16, Ó, dóttir hennar“.

Sigurjón Björnsson, sonur Björns Björnssonar og Guðrúnar Þorkelsdóttur hér næst á undan, kemur líklega með móður sinni frá Garði að Árbakka, hann er þar með henni á manntali 1850. Fer á eftir móðurömmu sinni ofan í Reykjadal 1851. Sigurjón kemur aftur að Árbakka 1869 og enn 1882, þegar hann er bóndi þar eitt ár, sjá um hann síðar, einnig í kafla um Víðasel. Sigurjón var fæddur í Garði 5. júní 1848, voru foreldrar hans þá ógift.

Helga Bergsdóttir kemur 1853 „ , 45, vinnukona, Frá Sandvík að Árbakka“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], ásamt dóttur sinni hér næst á eftir. Hún er á manntali á Árbakka 1855 „ , 48, Ó, vinuukona,“. Óvíst er hve lengi þær mæðgur eru þar, en þær eru á manntali í Garði 1860. Í manntölum er Helga sögð fædd í Möðruvallasókn, en fæðingaskrár frá þeim tíma eru ekki tiltækar. Við manntalið 1816 er Helga með foreldrum sínum, Bergi Flóventssyni og Guðfinnu Þorkelsdóttur, á Syðra Gili í Hrafnagilssókn „ , þeirra barn, 10,“ en ekki er getið um fæðingarstað. Við manntalið 1835 er Helga „ , 29, Ó, vinnukona,“ í Munkaþverárklaustri. Helga eignast 11. jan. 1839, þá í Ystuvík, dótturina Guðbjörgu með Grími Grímssyni. Þær mæðgur flytja úr Laufássókn þ. á. og eru sagðar flytja að Breiðumýri, en í [Kb. Ein.] er einungis Helgu getið sem innkominnar að Breiðumýri, virðist ganga í baksi með að finna þeim húsaskjól. Helga er á manntali á Stórulaugum 1840 en fer þaðan að Höskuldsstöðum 1841 [Kb. Ein.], [Kb. Helg.], þaðan sem hún fer ásamt dóttur sinni 1844 „ , 36, húskona,“ [Kb. Helg.], en ekki er læsilegt hvert þær fara. En 1845 fara þær frá Grímshúsum að Bergstöðum [Kb. Múl.] þar sem þær eru á manntali 1845. Helga er á manntali 1850 á Hléskógum „ , 43, Ó, vinnukona,“ ásamt dóttur sinni, en þær fara það ár að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Eins og áður er getið er Helga á manntali í Garði 1860 ásamt dóttur sinni og tengdasyni og fer með þeim þaðan 1863 „ , 56, móðir konu“ frá „Garði að Fjöllum norðr“ [Kb. Skút.]. Hún flytur með dóttur sinni og tengdasyni 1865 að Hrauni í Aðaldal [Kb. Garðss.], en ekki er kunnugt hvort hún var lengi hjá þeim. Hún er á manntali í Grímshúsum 1880 „ , 71, Ó, húskona,“. Í [Vfskrá] er Helga sögð fara 1883 frá Víðaseli til Vesturheims, sögð „vinnukona, 65“, aldur fjarri lagi. En nafnið er ekki algengt, svo vafasamt er að rengja það. En engin tengsl sýnist fullyrðingin um Víðasel hafa við kirkjubækur. En dóttir hennar og tengdasonur voru farin til Vesturheims fjórum árum áður.

Guðbjörg Grímsdóttir, dóttir Helgu hér næst á undan, kemur með henni frá Sandvík að Árbakka 1853 „ , 14, dóttir hennar, [Kb. Lund] ([Kb. Mýv.] segir

„ , 15,“) og er með henni þar á manntali 1855 „ , 17, Ó, dóttir hennar,“. Guðbjörg var fædd 11. jan. 1839 og voru foreldrar hennar „Grímur Grímsson vinnumaður af Hringsdal og Helga Bergsdóttir vinnukona af ÿstuvík“ [Kb. Lauf.]. Hún fer með móður sinni úr Laufássókn 9 vikna og eru þær í [Kb. Lauf.] sagðar fara að Breiðumýri, en Guðbjörg er í [Kb. Múl.] sögð koma 1839 „ , 1ta , tökubarn, frá Grenivík að Skriðulandi“ og er hún þar á manntali 1840 „ , 2, Ó, tökubarn“. Hún fer þaðan 1841 til móður sinnar að Höskuldsstöðum [Kb. Helg.] og virðast þær mæðgur vera samferða næstu árin, sjá hér næst á undan hjá Helgu. Guðbjörg er á manntali í Garði 1860 „ , 22, Ó, vinnukona,“. Hún giftist 30. sept. 1862 Einari Einarssyni „frá Garði, 28 ára“ [Kb. Skút.] og flytja þau 1863 frá „Garði að Fjöllum norður“ [Kb. Skút.]. Þau fara 1865 frá Fjöllum að Hrauni í Aðaldal [Kb.Garðss.]. Guðbjörg og Einar fara til Vesturheims frá Klömbrum 1879 ásamt sex börnum [Vfskrá].

Hólmfríður Hinriksdóttir kemur aftur 1854 „ , 14, léttastúlka, frá Nyabæ að Arbakka“ [Kb. Mýv.]. Fer líklega 1855 að Grænavatni, þar er hún á manntali 1855. Hólmfríður var fædd 3. sept. 1840. Sjá um hana hér nokkru ofar.

Jón Sigurðsson fer 1855 „ , 32, giptur frá Árbakka iní Eyjafjörð“ ásamt fjölskyldu sinni [Kb. Mýv.]. Jón og Steinunn eru „gipt vinnuhjú á Sveinsströnd“ við fæðingu Helgu dóttur þeirra 3. maí 1854, hafa því líklega komið þ. á. að Árbakka. Jón var fæddur 22. des. 1823 og voru foreldrar hans Sigurður Sigmundsson (úr Mývatnssveit) og Sigurlaug Jónsdóttir „ógiftar Persónur á Lundi“ [Kb. Hálss.]. Hann fer þaðan með foreldrum sínum 1824 að Kaupangi [Kb. Kaup.] og þaðan árið eftir að Rifkelsstöðum [Kb. Munk.], þar sem hann er á manntali með foreldrum 1835. Jón er enn með þeim á manntali á Rifkelsstöðum 1850 „ , 26, Ó, sonur þeirra, vinnum.,“. Hann kemur 1852, vinnumaður, frá „Hripkélsstöðum að Grænavatni“ [Kb. Reykj.], ásamt Steinvöru hér næst á eftir og eru þau gefin saman 24. sept. þ. á. [Kb. Reykj.]. Jón er á manntali í Sigtúnum í Munkaþverárklaustursókn 1855 ásamt Steinvöru og tveim börnum þeirra. Þau flytja þaðan 1856 að Rútstöðum, er einnig tveggja barna getið í [Kb. Munk.] en þriggja í [Kb. Grund.]. Þau fara 1857 „frá Rúgstöðm að Stórhóli“ [Kb. Grund.], en ekki er þar getið barna. Stórhól finn ég ekki í bæjarnafnaskrá.

Steinvör Helgadóttir, kona Jóns hér næst á undan, kemur líklega með honum frá Sveinsströnd að Árbakka 1854 og fer með honum 1855 „ , 24, kona hs,“ frá Árbakka. [Kb. Mýv.]. Steinvarar er getið á Árbakka í manntalsbók þiggjalda 1855 á skrá yfir „Húsfólk tíundandi“. Steinvör var fædd 7. mars 1831, dóttir Helga Ásmundssonar á Skútustöðum og 3. k. h. Helgu Sigmundsdóttur [Skú. bls. 163], [Kb. Skút.] og er á manntali með þeim þar 1850 „ , 19, Ó, barn þeirra,“. Hún fer 1851 „ , 20, til giptingar, frá Litluströnd að Rifkelsstöðum“ [Kb. Skút.] og kemur þaðan 1852 „ , 21, vinnukona,“ að Grænavatni og giftist Jóni þar 24. sept. 1852 [Kb. Reykj.]. Steinvör er á manntali í Sigtúnum 1855 með Jóni og tveim börnum þeirra og fer með þeim að Rútstöðum og Stórhóli, sjá hér næst á undan hjá Jóni. Steinvör kemur 1858 „ , 27, vinnukona, frá Espihóli að Arnarvatni“ [Kb. Skút.] ásamt Birni syni sínum. Hún er á manntali á Stöng 1860 „ , 30, G, vinnukona,“. Steinvör andaðist 30. sept. 1862 „gipt kona frá frá Stöng, 32, ákafleg gigt“ [Kb. Skút.].

Björn Jónsson, sonur Jóns og Steinvarar hér næst á undan, kemur líklega með þeim að Árbakka 1854 og fer með þeim 1855 „ , 3, Börn þrra“ frá Árbakka [Kb. Mýv.]. Björn var fæddur 25. nóv. 1852 [Skú. bls. 163], [Kb. Reykj.]. Hann er með foreldrum á manntali í Sigtúnum 1855 og fer með þeim að Rúgsstöðum

1856, sjá hjá Jóni. Kemur með móður sinni 1858 „ , 6, sonur hennar“ [Kb. Skút.] frá Espihóli að Arnarvatni og er með henni á manntali á Stöng 1860 „ , 8, Ó, hennar son,“. Deyr 2. apríl 1872 „ , vinnum. frá Grænavatni, 20, dó úr taki og brjóstveiki“ [Kb. Mýv.].

Helga Jónsdóttir, dóttir Jóns og Steinvarar hér rétt ofar, kemur líklega með þeim að Árbakka 1854 og fer með þeim 1855 „ , 1, Börn þrra“ frá Árbakka inn í Eyjafjörð [Kb. Mýv.]. Helga var fædd 3. maí 1854 [Skú. bls. 163] á Sveinsströnd [Kb. Skú.]. Hún er með foreldrum á manntali í Sigtúnum 1855 og fer með þeim að Rútstöðum 1856, sjá hér ofar hjá Jóni. Fer 1857 „ , 4, tökubarn“ frá „Rútstöðum að Rifkelstöðum“ [Kb. Munk.] og er á manntali á Stórhamri 1860 „ , 7, Ó, tökubarn,“ þar er þá föðursystir hennar húsfreyja.

Sigurður Sigurðsson kemur 1855 „ , 61, vinnumaður,“ frá „Víðirkjeri að Árbakka“ [Kb. Lund.] (í [Kb. Skút.] er sagt frá „Bjarnastöð að Árbakka“) og er þar á manntali þ. á. „ , 61, Sk, vinnumaður,“. Sigurður var fæddur 25. nóv. 1794, sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Sigríðar Ketilsdóttur á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Sigurður er með foreldrum sínum á manntali á Lundarbrekku 1801 og með móður sinni og stjúpföður á Halldórsstöðum í mars 1815, þá sagður tvítugur. Sigurður bjó í Brennási 1827-1833, sjá um hann þar, en næstu ár þar á eftir er lítið um hann vitað, hann lendir austur á land og er á manntali á Strönd í Vallanessókn 1845. Kemur 1848 að Bjarnastöðum þar sem hann er á manntali 1850 „ , 56, Sk, vinnumaður,“. Hann er á manntali á Krossi 1860 „ , 66, E, vinnumaður,“. Hafði viðurnefnið „Brennir“ [ÞinKV.], sjá um hann í [ÆÞ. XII, bls. 206] og í kafla um Brennás.

J. Johnson Bang kemur 1855 „ , 56, vinnumaður,“ frá Engidal að Árbakka [Kb. Lund.]. Kynni að vera sá Jón Jónsson, sem er þar á manntali þ. á. „ , 54, Ó, vinnumaður,“. Skv. [Kb. Mýv.] kemur Jón Jónsson 1855 „ , 51, vinnumað: frá Engidal að Árbakka“. Jón Jónsson var fæddur 1. des. 1801 (sá eini með því nafni í Múlasókn 1792-1807, en þar er hann sagður fæddur á mt. 1855), voru foreldrar hans Jón Hallgrímsson og Sólrún Jónsdóttir í Skriðulandi [Kb. Múl.]. Hann er á manntali með foreldrum á Bangastöðum 1816 „ , þeirra barn, 15,“ og er vinnumaður á Þverá í Reykjahverfi 1845. Jón kemur 1849 „ , 51, vinnumaður, frá Tjörnesi að Hlíðarenda“ [Kb. Eyjadalsárprk.], (virðist prestur ekki hafa vitað frá hvaða bæ og ætlað að bæta úr því síðar, en það farist fyrir) og er hann á manntali á Hlíðarenda 1850. Jón fer 1859 „ , 55, vinnumaður, frá Garði að Lángavatni,“ [Kb. Mýv.], [Kb. Grenj.] og deyr þar 11. des. 1860 „ , frá Langavatni, 62, Langvarandi brjóstveiki með ellilasleika.“ [Kb. Grenj.].

Sigurður Jónsson kemur 1856 „ , 27, vinnumaður, frá Fjósatungu að Árbakka“ með fjölskyldu sína [Kb. Mýv.]. Hann fer 1858 „ , 29, vinnumaður, frá Árbakka inní Eyjafjörð“ [Kb. Mýv.]. Sigurður var fæddur 20. okt. 1830 „óegta“. Foreldrar hans eru tilgreindir „Jón Gíslason Guðrún Þórarinsdóttir“ [Kb. Urðas.] og er heimilisfangs ekki getið. Jón Gíslason fer 1830 „ , 26, vinnumaður, frá Melum að Mooi í Fljótum“ [Kb. Urðas.] og árið 1835 er Guðrún Þórarinsdóttir á manntali á Atlastöðum „ , 32, Ó, vinnukona,“. Ekki finn ég Sigurð þá á manntali, en 1845 er hann með móður sinni, sem þá er gift kona, á manntali í Tjarnarkoti í Tjarnarsókn „ , 16, Ó, hennar sonur,“. Sigurður, þá vinnumaður á Jódísarstöðum, eignast dóttur með Elísabet hér næst á eftir hinn 30. sept. 1854 [Kb. Munk.]. Þau Elísabet koma með hana að Fjósatungu 1855 [Kb. Hálsprk.] og eru þau þar á manntali 1855, þá gift. Sigurður og Elísabet fara 1858 með tveim börnum frá Árbakka að Hóli í Munkaþverárklaustursók, og kemur Jón faðir Sigurðar þangað þ. á. „ , 54, faðir

bóndans,“ [Kb. Munk.]. Þau eru þar á manntali 1860 með þrem börnum, en Jóns er þar ekki getið.

Elísabet Ólafsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1856 að Árbakka „ , 27, kona hs“ og fer með honum 1858 inn í Eyjafjörð [Kb. Mýv.]. Elísabet var fædd 23. júlí 1830 og voru foreldrar hennar Ólafur Sigurðsson og Þórunn Oddsdóttir „búandi hjón á Hrappstöðum“ [Kb. Lögm.hl.] og er hún með foreldrum sínum þar á manntali 1835. Við manntalið 1845 er hún á manntali á Syðra Laugalandi „ , 16, Ó, vinnukona,“. Eins og getið er hjá Sigurði, eignast þau dóttur 30. sept. 1854, er Elísabet þá „ráðskona á Sigtúnum, beggja þeirra fyrsta lausaleiksbrot“ [Kb. Munk.]. Sjá hér að ofan hjá Sigurði eftir það.

Sigurlína Þórunn Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Elísabetar hér næst á undan, kemur með þeim 1856 frá Fjósatungu að Árbakka „ , 3, Börn þrra“ og fer með þeim 1858 [Kb. Mýv.] að Hóli í Munkaþverárkl.sókn [Kb. Munk.]. Sigurlína Þórunn var fædd í Sigtúnum eins og áður segir 30. sept. 1854. Hún er með foreldrum á manntali í Fjósatungu 1855 og á Hóli 1860.

Ólafur Sigurðarson, sonur Sigurðar og Elísabetar hér ofar, kemur með þeim 1856 frá Fjósatungu að Árbakka „ , 1, Börn þrra“ og fer með þeim 1858 [Kb. Mýv.] að Hóli í Munkaþverárkl.sókn [Kb. Munk.]. Ólafur var fæddur 16. mars 1856, voru foreldrar hans þá „hión í Fjósatungu“ [Kb. Hálsprk.]. Hann er með foreldrum og tveim systrum á manntali á Hóli 1860.

Jónína Guðrún Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Elísabetar hér ofar, fædd 25. ágúst 1857 á Árbakka. Deyr þar 2. sept. s. á. „ , úngbarn frá Árbakka, á 1tu viku, dó af óþekktum veikleika“ [Kb. Mýv.].

Aðalbjörg Einarsdóttir er á manntali á Árbakka 1860 „ , 5, Ó, tökubarn,“ en ekki er vitað hvenær hún kemur þangað. Hún andaðist 6. nóv. 1860 „ , frá Árbakka, 5, deyði af Barnaveiki“ [Kb. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd 13. des. 1855, dóttir Einars Gamalíelssonar og Sigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hjón í Haganesi“ [Kb. Mýv.], en þau áttu fjölda barna.

Ásgrímur Jónsson kemur 1857 „ , 29, vinnumaður,“ frá „Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Lund.]. Hann er kominn að Litluströnd í ágúst árið eftir. Ásgrímur er í manntölum sagður fæddur í Staðarsókn í Grindavík, en ekki hefur mér tekist að finna fæðingu hans þar. Hann er á manntali í Staðarlóni í Öxarfirði við manntalið 1845 „ , 21, Ó, vinnumaður,“ og 1850 á Eyjardalsá. Fer þaðan þ. á. að Víðirkeri, þar sem hann er á manntali 1855 „28, Ó, vinnumaður,“. Ásgrímur kvæntist 28. ágúst 1858, þá á Litluströnd, Hallfríði Símonardóttur „frá sama bæ, 29 ára“ [Kb. Skút.], sem kemur 1857 „ , 29, vk. frá Ytrah: að Skútust.“ [Kb. Hálsprk.], og eru þau bæði á manntali á Helluvaði 1860, þar sem Ásgrímur er vinnumaður. Þar kemur fram, að Hallfríður er fædd í Upsasókn. Þau eignast soninn Sigurð 23. febr. 1859, þá „gipt vinnuhjú á Litluströnd“ [Kb. Mýv.], sem deyr 8. mars s. á. „Barn frá Litluströnd á 2, viku, innvortis veikindi“ [Kb. Skút.] og dótturina Ragnheiði Arnfríði á Helluvaði 10. des. 1860 [Kb. Skút.]. Þau flytja öll þrjú 1861 frá „Helluvaði inn í Fnjóskadal“ [Kb. Skút.]. Í [Kb. Hálsprk.] er þó einungis Hallfríðar getið meðal innkominna þ. á. „ , 34, gipt, að Ytrahóli úr Mývatnssveit“ og er ógreinilega ritað að hún sé „með barn“. Hún fer 1862 „ , frá Syðrahóli suður á land“ skv. bókinni. Er þetta nokkuð dularfullt.

Kristján Jóhannesson fer 1859 „ , 27, vinnumaður, frá Árbakka að Svartárkoti“ [Kb. Mýv.]. Kristján var fæddur 5. einhvers mánaðar 1833 og voru foreldrar hans Jóhannes Andrésson og Ingibjörg Jónsdóttir „búandi í Grenivík“ í Grímsey [Kb. Miðg.]. Hann er með foreldrum á Eiðum í Grímsey við manntalið 1835. Við manntalið 1845 er hann „ , 12, Ó, tökubarn,“ í Skógum í Nessókn og 1850 vinnumaður í Skörðum. Kristján fer þaðan 1852 að Grænavatni og 1855 frá Geirastöðum aftur að Skörðum [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 23, Ó, lausamaður,“. Hann kemur þaðan aftur inn í Mývatnsþing 1856 „ , 24, vinnumaður,“ að Grænavatni. Kristján er á manntali í Svartárkoti 1860 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Hann fer þaðan 1862 „ , 27, vinnumaður,“ að Skógum [Kb. Lund.]. Ekki hef ég fundið hann meðal innkominna þ. á. í Nessókn, Skinnastaðasókn, Hálssókn né Bægisársókn, þar sem helst var Skóga von.

Baldvin Sigurðsson kemur 1859 „ , 23, vinnumaður, frá Svartárkoti að Árbakka“ [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.], ásamt foreldrum sínum, sjá hér næst á eftir. Hann fer þaðan aftur að Víðirkeri 1860 [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 24, Ó, húsbóndi,“ á 2. býli. Baldvin var fæddur 16. júlí 1837 á Hálsi í Kinn, sonur hjónanna Sigurðar Oddssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur hér næst á eftir, sjá í [ÆÞ. III, bls. 49 og 51-58]. Bjó síðast og lengst í Garði í Aðaldal þar sem hann andaðist 23. maí 1915.

Sigurður Oddsson, faðir Baldvins hér næst á undan, kemur með honum 1859 „ , 56, vinnumaður frá Svartárkoti að Árbakka“ [Kb. Lund.]. Hann fer þaðan aftur að Víðirkeri 1860 ásamt konu sinni og syni [Kb. Lund.], þar sem hann er á manntali þ. á. „vinnumaður“. Sigurður var fæddur 12. nóv. 1803 á Granastöðum, sonur hjónanna Odds Benediktssonar og Guðrúnar Þorvaldsdóttur, sjá í [ÆÞ. III, bls. 49-58]. Kvæntist Guðrúnu, sjá hér næst á eftir, 28. sept. 1826. Dó á Kálfborgará 11. sept. 1865.

Guðrún Vigfúsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1859 að Árbakka og fer með honum aftur að Víðirkeri 1860 og er þar á manntali þ. á. „ , 59, G, vinnukona,“. Guðrún var fædd 25. des. 1801 á Þverá í Reykjahvefi, dóttir hjónanna Vigfúsar Þorkelssonar og Guðrúnar Aradóttur [Kb. Grenj.]. Guðrún dó hjá Baldvini syni sínum í Garði 4. mars 1882, sjá [ÆÞ. III, bls. 49-58].

Sigurður Eiríksson kemur 1860 „ , 27, vinnumaður,“ frá „Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. Hann verður tengdasonur ábúanda og bóndi á Árbakka 1861-1863, sjá um hann hér nokkru neðar.

Jón Pétursson kemur 1860 „ , 20, vinnupiltur innan úr Eyjafirði að Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 20, Ó, vinnumaður,“. Þetta er líklega sá Jón, sem fæddur var 20. sept. 1841, sonur hjónanna Péturs Pálssonar og Steinunnar Tómasdóttur, sem þá eru „hjón í Vogum“ [Kb. Reykj.]. Hann er á manntali í Hrísgerði 1845 og 1850 með foreldrum og Markúsi, eldri bróður sínum. Þau flytja 1853 frá Hrísgerði að Ytrivarðgjá, þar sem þau eru á manntali 1855. Jón Pétursson er í skrá yfir innkomna í [Kb. Hrafnag.s.]; sagður fara 1857 frá Ytrivarðgjá að Akureyri. Pétur faðir hans deyr 20. maí 1858 „bóndi á Ytri Vargjá“ [Kb. Kaup.] og við manntalið 1860 hefur Markús sonur Péturs tekið við búi þar. Jón Pétursson fer 1867 „ , 27, vinnumaðr,“ frá Arnarvatni að Víðirhóli [Kb. Mýv.], en ekki finnst hann innkominn í Skinnastaðasókn þ. á. Fer 1870 „ , 29, vmaðr,“ frá Hafrafellstungu til Húsavíkurhrepps [Kb. Skinn.], en ekki er hans þá getið meðal innkominna í Húsavíkursókn. Úr Húsavíkursókn

Baldvin Sigurðsson

fer 1871 Jón Pétursson „ , 40, vinnumaður, frá Héðinsh. iná Akureyri“, en þar sem aldurinn kemur ekki heim, kynni að vera um annan að ræða.

Pétur Sigurðsson kemur 1860 „ , 16, léttapiltur frá Svartárkoti að Árbakka“ og er þar á manntali þ. á. „ , 16, Ó, léttadrengur,“. Hann fer 1862 „ , 18, vinnumaður,“ frá Árbakka út í Flatey [Kb. Mýv.]. Pétur var fæddur 22. nóv. 1844, voru foreldrar hans Sigurður Þorsteinsson og Kristín Árnadóttir „gipt hjú í Túngu“ [Kb. Hús.]. Hann er með foreldrum á manntali á Stangarbakka 1845 og í Skógargerði 1850. Faðir hans deyr 17. jan. 1853 „við bú í Skógargerði, 32, innanmein margvísleg“ og móðir hans giftist að nýju árið eftir. Pétur kemur 1855 „ , 11, ljettadrengur að Svartárkoti úr Reykjadal“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1855 „ , 11, Ó, matvinnungur,“. Pétur fer að Útibæ í Flatey 1862, en virðist fara þaðan að Kálfborgará árið eftir [Kb. Flat.], [Kb. Lund.], en kemur þó aftur þaðan 1863 „ , 20, vinnumaður,“ [Kb. Flat.]. Fer 1864 „ , 18, vinnumaður, Frá Kálfborgará í Flatey“ [Kb. Lund.].

1853 - 1874: Jóhannes Jóhannesson og Sigríður Jónsdóttir

Jóhannes og Sigríður, sem höfðu verið í húsmennku á Árbakka frá um 1853, taka við búsforráðum á Árbakka 1861, á móti Sigurði Eiríkssyni og Sigurborgu, sem búa þar 1861-1863. Jóhannesar er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1854-1861, ýmist á skrá yfir vinnuhjú, húsfólk, „Húsfólk tíundandi“ eða búlausa. Frá 1867-1873 býr Jónas Jónsson á móti Jóhannesi. Jóhannes er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1862-1874, fyrstu tvö árin á móti Sigurði og 1868-1873 móti Jónasi, sjá síðar, en auk þess er Jónasar getið í manntalsbókinni á skrá yfir búlausa 1865-1867.

Jóhannes var fæddur 13. júní 1829, sonur Jóhannesar Þorsteinssonar og Guðrúnar Þórðardóttur, sem þá voru „hjón búandi á Strönd“ [Kb. Mýv.] og var Jóhannes tvíburi á móti Sigurði, sjá [ÆÞ. I, bls. 384-385]. Jóhannes er á manntali með foreldrum og systkinum á Geiteyjarströnd 1835, 1840, 1845 og 1850.

Eins og rakið er hér ofar, var Sigríður fædd 15. júlí 1833 á Einarsstöðum, þar sem foreldrar hennar eru þá „hjón búandi“ [Kb. Ein.]. Hún er með þeim á manntali í Stafni 1835, á Arnarvatni 1840 og á Árbakka 1845 og 1850.

Jóhannes og Sigríður voru gefin saman 6. okt. 1851 [Kb. Mýv.] og eru þau á manntali á Árbakka 1855 og 1860, fyrra manntalsárið er Jóhannes sagður „ , 26, G, tengdasonur hjónanna,“ en 1860 „ , 31, G, húsmaður,“.

Jóhannes er húsmaður á Geiteyjarströnd við manntölin 1880 og 1890. Sigríður dó 5. júlí 1871 „ , gipt kona frá Árbakka, 38, dó af barnsförum“, stúlkubarn óskírt fætt 4. júlí, dáið s. d. [Kb. Mýv.]. Jóhannes dó 4. des. 1894 „Ekkjum. Strönd, 66, gigt“ [Kb. Mýv.], sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 385-390].

Börn Jóhannesar og Sigríðar á Árbakka 1852-1874, öll fædd þar:

Guðrún Jónína Jóhannesdóttir, f. 23. júlí 1852 [Kb.Mýv.]. Er á manntali með foreldrum á Árbakka 1855 og 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Guðrún giftist Jóhannesi Sigurðssyni 21. júlí 1879 og bjuggu þau á Geiteyjarströnd, þar eru þau á manntali 1880 og 1890. Guðrún dó þar 17. júlí 1931, sjá um hana og syni þeirra Jóhannesar í [ÆÞ. I, bls. 384-385].

Björn Jóhannesson, f. 4. des. 1853 [Kb. Mýv.]. Er á manntali með foreldrum á Árbakka 1855 og 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Björn er „ , 22, vinnumaður“ á Skútustöðum við árslok 1874 [Sál. Mýv.]. Fer 1878 „ , 25, v. m.,“ frá Baldursheimi að Grímsstöðum á Fjöllum og kemur þaðan 1879 að Reykjahlíð [Kb. Mýv.]. Með honum kemur Gróa Eiríksdóttir „ , 25, vinnukona“. Björn kvæntist Gróu 21. júlí 1879, þá bæði sögð vinnhjú í Reykjahlíð og eignast þau soninn Jón 31. maí 1879, þá sögð „gipt(!) vinnuhjú í Rhlíð“ [Kb. Mýv.]. Þau hjón eru á manntali á Geiteyjarströnd 1880, þar sem Björn er húsmaður. Þau flytja ásamt Jóni syni sínum 1881 „Frá Geiteyjarströnd að Hjarðarhaga Jökuldal“ [Kb. Mýv.]. Þau eignast dóttur 27. ágúst 1881, þá „hjón Hjarðarhaga“ [Kb. Hoft.], sem deyr 14. febr. 1882 „barn Hjarðarhaga“. Björn og Gróa fóru ásamt Jóni syni sínum til Vesturheims frá Arnórsstöðum 1883 [Vfskrá]. En þess er ekki getið í [Kb. Hoft.].

Helga Þuríður Jóhannesdóttir, f. 20. maí 1856 [Kb. Mýv.]. Er á manntali með foreldrum á Árbakka 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.].. Þar með hverfur hún mér sjónum, burtviknir í Mývatnsþingum eru ekki skráðir 1874-1880 nema árið 1878.

Jón Jóhannesson, f. 10. ágúst 1858 [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali með foreldrum á Árbakka 1860 og þar á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.], en 1880 er hann „ , 22, Ó, vinnumaður,“ á Geiteyjarströnd. Bóndi á Stöng 1889 til æviloka 8. okt. 1901, sjá í [ÆÞ. I, bls. 385-388] um hann og afkomendur.

Kristín Sigurrós Jóhannesdóttir, f. 8. maí 1861 [Kb. Skút.]. Hún andaðist 23. júní 1862 „frá Árbakka, á 2 ári, þung kvefsótt“ [Kb. Skút.].

Jónas Jóhannesson, f. 19. sept. 1863 [Kb. Skút.]. Hann er á Árbakka á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Jónas er á manntali í Vogum 1880 „ , 17, Ó, léttadrengur,“. Frá Jónasi og afkomendum hans er sagt í [ÆÞ. I, bls. 388-390]. Hann fór ásamt konu sinni Rósu Einarsdóttur til Vesturheims frá Húsavík/Vilpu 1888 [Vfskrá]. Dó þar 6. sept. 1935. Kristín Jóhannesdóttir, f. 25. maí 1865 [Kb. Skút.]. Hún andaðist 30. maí s. á. „ungbarn frá Árbakka, á 1 v., dó af brjóstkrampa“ [Kb. Skút.].

Sigríður Jóhannesdóttir, f. 2. okt. 1866 [Kb. Skút.]. Hún er á Árbakka á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Sigríður er á manntali í Vindbelg 1880 „ , 13, Ó, léttastúlka,“ en 1890 er hún á manntali á Geiteyjarströnd „ , 24, Ó, vinnukona,“. Hún giftist 20. apríl 1894 Sigtryggi Þorsteinssyni, eru þau þá bæði í vinnumennsku á Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.]. Þau fara 1894 frá „frá Strönd að Víðirhóli“ [Kb. Mýv.] og eru á manntali á Grímsstöðum 1901. Sjá um þau hjón í [ÆÞ. I, bls. 375-376].

Jón Jóhannesson

Jónas Jóhannesson

Sigríður Jóhannesdóttir

Hólmfríður Jóhannesdóttir, f. 10. maí 1868 [Kb. Skút.]. Hún er á Árbakka á fólkstali 31. des. 1871-1873 [Sál. Mýv.]. Hólmfríður er með föður sínum á manntali á Geiteyjarströnd 1880 „ , 12, Ó, barn hans,“ og á viðaukaskrá B við manntalið 1890 er hún þar einnig, „ , 22, Ó, vinnukona, Dvalarstaður um stundarsakir Laugalandsskóli“. Hólmfríður giftist 29. júní 1897 Jóni Frímanni Einarssyni, sem þá er „bóndason í Reykjahlíð, 26 ára“ [Kb. Mýv.] og eru þau þar á manntali 1901. Meðal barna þeirra voru Pétur í Reynihlíð, Hannes á Staðarhóli og Illugi á Bjargi. Sjá nánar um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. X, bls. 282-300].

Sjá um vandalausa í tíð Jóhannesar og Sigríðar hér nokkru neðar, á eftir Jónasi og Ingibjörgu.

1861 - 1863: Sigurður Eiríksson og Sigurborg Jónsdóttir

Sigurður og Sigurborg byrja búskap á Árbakka 1861 á móti Jóhannesi og Sigríði. Þau flytja þaðan að Víðum 1863 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Sigurður er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka á móti Jóhannesi 1862 og 1863 í manntalsbók.

Sigurður var fæddur 11. sept. 1834 í Glaumbæjarseli og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Guðlaug Reinaldsdóttir [Kb. Ein.]. Hann er með foreldrum á manntölum í Glaumbæjarseli 1835, í Máskoti 1840 og á Þverá í Laxárdal 1845. Hann er „ , 16, Ó, vinnudrengur,“ á Syðrafjalli 1850, fer þ. á. „smali“ að Máskoti [Kb. Ein.], þaðan sem hann flytur í Baldursheim 1855 [Kb. Mýv.] og er þar ógiftur vinnumaður við manntalið þ. á. Þaðan fer Sigurður 1858 að Langavatni [Kb. Mýv.], 1859 „frá Mývatni að Víðirkeri“ [Kb. Lund.] og 1860 „frá Víðirkéri að Árbakka“ [Kb. Lund.], þar sem hann er á manntali 1860 „ , 27, Ó, vinnumaður,“.

Eins og að ofar greinir var Sigurborg fædd 3. okt. 1844 á Árbakka, dóttir hjónanna Jóns Björnssonar og Helgu Jónsdóttur [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1845, 1850, 1855 og móður sinni 1860.

Sigurður og Sigurborg voru gefin saman 15. apríl 1861 [Kb. Mýv.]. Þau fluttu í Víða frá Árbakka 1863, en fluttu að Daðastöðum um 1874 og eru þar á manntali 1880 með sjö börnum. Þau flytja að Víðirkeri 1885, en koma aftur að Narfastöðum 1887. Við manntalið 1890 eru þau í vinnumennsku á Fljótsbakka. Sigurður dó á Ingjaldstöðum 30. apríl 1899 [Kb. Ein.], þar dó Sigurborg einnig 3. sept. 1921 „ , 77 ára. Afleiðingar Influentsu“ [Kb. Grenj.].

Barn Sigurðar og Sigurborgar á Árbakka 1861-1863:

Jón Sigurðsson f. 9. jan. 1862 á Árbakka [Kb. Mýv.]. Flutti með foreldrum að Víðum 1863 þar sem hann deyr 28. maí 1864 úr „andarteppu“ [Kb. Ein.].

Hólmfríður Jóhannesdóttir

Annað skyldulið Sigurðar og Sigurborgar á Árbakka 1861-1863:

Halldóra Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar, kemur 1861 „ , 1,“ frá „Stórutungu að Árbakka“ [Kb. Lund] („neðan úr Bárðardal að Árbakka“ [Kb. Mýv.]). Hún flytur með föður sínum að Víðum 1863 „ 4, dóttir hans“ [Kb. Mýv.]. Halldóra var fædd 17. maí 1860 og voru foreldrar hennar þá „ógipt vinnuhjú í Víðikeri“ [Kb. Lund.]. Móðir Halldóru var Solveig Jóhannsdóttir, f. 13. nóv. 1835 í Haga, dóttir hjónanna Jóhanns Ásgrímssonar og Rósu Halldórsdóttur (frá Skógarseli). Halldóra er með móður sinni á manntali í Stórutungu 1860, en árið eftir fer hún að Árbakka, en móðir hennar að Möðrudal [Kb. Lund.]. Halldóra er fermd frá Daðastöðum 24. maí 1874. Hún fer 1876 frá Skógarseli að Geitafelli [Kb. Ein.] og þaðan 1878 að Hjalla [Kb. Grenj.]. Hún er „ , 20, Ó, vinnukona,“ á Gautlöndum við manntalið 1880. Fer 1890 fráMúla að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Fjall.], [Kb. Múl], þar sem hún er á manntali þ. á. Halldóra „bústýra á Grímsstöðum 36 ára“ giftist 30. sept. 1897 Kristjáni Sigurðssyni, sem þá er „sjálfseignarbóndi á Grímsstöðum 43 ára.“ [Kb. Fjall.].

Eiríkur Eiríksson, faðir Sigurðar, fer með honum frá Árbakka að Víðum 1863. Eiríkur var fæddur í Glaumbæjarseli, skírður 7. des. 1804, og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson og Sigríður Jónsdóttir [Kb. Helgast.prk.]. Hann er á manntali í Glaumbæjarseli með foreldrum 1816, en 1835 er hann á 2. býli í Glaumbæjarseli „ , 32, G, húsbóndi,“ ásamt Guðlögu konu sinni. Þau eru lengst af á flækingi í vinnumennsku, með eða án barna sinna. Eru „hjón búandi á Litlulaugum“ 1836 [Kb. Ein.], í vinnumennsku í Máskoti 1840, 1842 á Hallbjarnarstöðum við fæðingu Jónatans en við manntalið 1845 á Þverá í Laxárdal, er þá Jónatan sonur þeirra tökubarn á Daðastöðum. Við manntalið 1850 eru þau hjón í vinnumennsku í Saltvík, er Jónatan þá með þeim en ekki Sigurður. Við manntölin 1855 og 1860 eru þau í vinnumennsku á Gautlöndum. Eiríkur dó í Víðum 19. júlí 1869 [Kb. Ein.].

Guðlög Reinaldsdóttir, móðir Sigurðar og kona Eiríks hér næst á undan, fer með þeim frá Árbakka að Víðum 1863. Guðlög var fædd á Ingjaldsstöðum, dóttir Reinalds Sveinssonar og Steinvarar Guðlaugsdóttur, skírð 25. júlí 1799 [Kb. Helgastaðaprk.]. Við manntalið 1816 er hún „ , vinnustúlka, 17,“ í Fossseli. Hún giftist 28. sept. 1833 Eiríki Eiríkssyni í Glaumbæjarseli [Kb. Ein.] og er með honum þar á manntali 1835, sjá hér næst á undan hjá Eiríki. Guðlög er á Gautlöndum við manntalið 1880 „ , 81, E, tekin í gustukaskyni,“. Hún andaðist á Daðastöðum 29. jan. 1884 [Kb. Ein.].

Jónatan Eiríksson, bróðir Sigurðar, sonur Eiríks og Guðlögar hér næst á undan, kemur 1861frá Geitafelli að Árbakka [Kb. Mýv.] og fer með þeim þaðan að Víðum 1863. Jónatan var fæddur 16. nóv. 1842 á Hallbjarnarstöðum [Kb. Ein.]. Hann er „tökubarn“ á Daðastöðum við manntalið 1845, með foreldrum í Saltvík 1850, léttapiltur á Bjarnastöðum í Mýv. 1855 og fer þaðan 1857 að Ingjaldsstöðum „ , 15, ljettapiltur“ [Kb. Mýv.]. Hann er vinnumaður í Geitafelli við manntalið 1860. Jónatan kvæntist í Víðum 29. júlí 1867 Guðbjörgu Eiríksdóttur [Kb. Ein.], var hann fyrsti maður hennar af þremur. Þau eru komin að Daðastöðum 1870 við fæðingu barns [Kb. Ein.]. Jónatan deyr 18. júní 1871 „húsmaður giptur á Daðastöðum, 29 ára, flogaveikur, fannst dauður á Hvammsheiði“ [Kb. Ein.].

Halldóra Sigurðardóttir

Um vandalausa í búskapartíð Sigurðar og Sigurborgar sjá hér neðar á eftir

Jónasi og Ingibjörgu.

1864 - 1873: Jónas Jónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir

Jónas og Ingibjörg eru í húsmennsku á Árbakka 1864-1867 (Jónas á skrá yfir búlausa í manntalsþingbók), en er síðan bóndi á móti Jóhannesi til 1873.

Jónas var fæddur 17. jan. 1832 „hórgetinn“, voru foreldrar hans „Jón Jónsson giftur búandi á Skriðulandi og ógift stúlka Helga Sigmundsdóttir vinnukona í Skriðu“ [Kb. Múl.]. Jónas var hjá föður sínum og konu hans á manntali í Skriðulandi 1835 „ , 4, Ó, barn húsbóndans“ og á Ytrileikskálaá 1845. Hann kemur 1849 „ , 17, vinnumaður, frá Engidal að Garði“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1850 „ , 18, Ó, vinnudrengur,“ einnig 1855 „ , 24, Ó, vinnumaður,“ ásamt Emilíu dóttur sinni, og enn 1860, en þá er dóttir hans látin.

Jónas eignaðist tvær dætur með Þórnýju Þorsteinsdóttur, Emilíu, f. 23. jan. 1852 í Garði, d. 21. mars 1858 [Kb. Mýv.] og Jakobínu, f. 24. apríl 1855 í Máskoti [Kb. Ein.]; er Þórný með hana á manntali á Helluvaði 1860, sjá síðar um Jakobínu. Þá eignuðust þau Jónas og Ingibjörg, þá á Grænavatni, dótturina Björgu fyrir hjónaband sitt.

Ingibjörg var fædd 3. jan. 1834 og voru foreldrar „Sigurður Alexanderson á Hálsi í Fnjóskadal og Guðrún SímonarDóttir vinnukona á Einarsstöðum“ [Kb. Ein.]. Ingibjörg er með föður sínum á manntali í Grímshúsum 1835, kemur með honum 1841 að Skógarseli [Kb. Ein.] og er „ , 12, Ó, tökubarn,“ á Hálsi í Fnjóskadal 1845, þar sem faðir hennar er þá vinnumaður. Hún er „ , 16, Ó, léttastúlka,“ á Birningsstöðum í Hálssókn 1850, þar sem faðir hennar er þá enn vinnumaður, og vinnukona í húsi nr. 9 á Akureyri við manntalið 1855. Hún fer þaðan 1856 að Hólum í Reykjadal og þaðan 1858 að Skútustöðum [Kb. Ein.], [Kb. Mýv.] og er á manntali á Grænavatni 1860 „ , 27, Ó, vinnukona,“.

Jónas og Ingibjörg voru gefin saman 28. sept. 1863, þá bæði á Grænavatni. Af manntalsþingbókinni og [Sál. Mýv.] má ráða, að þau fari 1873 frá Árbakka að Hörgsdal, Jónas er 1874 eini gjaldandi þar í manntalsþingbókinni, en síðan með öðrum 1875 og 1876. Ingibjörg deyr 8. jan. 1876 „ , kona í Hörgdal, 44“ [Kb. Mýv.]. Skrá yfir burtvikna úr Mývatnsþingum vantar 1876 og næstu ár á eftir er hún gloppótt. - Jónas er á manntali í Hólsseli 1880 „ , 48, E, vinnumaður,“ og 1890 í Nýabæ „ , 59, E, húsmaður,“ ásamt ráðskonu. Hann deyr þar 18. apríl 1893 „húsmaður, ekkill, 60“ [Kb. Fjall.]. Sjá um Jónas og afkomendur þeirra Ingibjargar í [ÆÞ. VII, bls. 190-193].

Börn Jónasar og Ingibjargar á Árbakka 1864- 1873: Björg Jónasdóttir er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.], er því líklegt að hún hafi verið þar frá 1864. Björg var fædd 2. jan. 1863 á Grænavatni, þar sem foreldrar hennar voru þá ógift vinnuhjú. Hún er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.] og á manntali í Garði 1880 „ , 17, Ó, léttastúlka,“. Fer þaðan 1882 að Hólsseli þar semhúngiftist 13. okt. þ. á. Albert Jónssyni (Jónssonar frá Hörgsdal); eru þau þá bæði vinnuhjú í Hólsseli [Kb. Fjall.]. Þau flytja þaðan 1885 að Hrappstaðaseli (sjá þar), þar sem þau búa til

1889 er þau fóru til Vesturheims með börn sín [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá um Björgu og afkomendur þeirra Alberts í [ÆÞ. VII, bls. 190].

Jón Jónasson, f. 27. maí 1864, eru foreldrar hans þá „hjón í hússmennsku á Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hann er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Jón er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.]. Hann er „ , 16, Ó, léttadrengur,“ á Grænavatni við manntalið 1880. Fer 1881 „ , 18, vinnum, frá Grænavatni að Hólsseli“ [Kb. Fjall.]. Jón kvæntist 1. febr.(?) 1885 Elínu Jónsdóttur, þá bæði í Hólsseli, og flytur með henni það ár að Hrappstaðaseli (í [Kb. Fjall.] eru þau sögð fara í Mývatnssveit). Þau fara frá Hrappstaðaseli að Nýjabæ á Hólsfjöllum 1886, en fara þaðan 1888 með son sinn að Mælifelli [Kb. Fjall.], en í [Kb. Hofss.] eru þau sögð koma þangað 1889, reyndar efst á blaði á því ári. Þau fara til Vesturheims frá Þorvaldsstöðum 1889 ásamt syni sínum Axel Ingimar [Kb. Hofss.] og [Vfskrá]. Jóns er getið sem Jóns Jónssonar Melsted í „Brot af Landnámssögu Nýja Íslands, III“, bls. 223 eftir Þorleif Jackson. Er þar sagt að hann hafi kvænst Elínu „á sumardaginn fyrsta (23. apríl)“ 1885, kann svo að vera, því dagsetningin er ógreinileg í [Kb. Fjall.]. Sjá um Jón og afkomendur þeirra Elínar í [ÆÞ. VII, bls. 191-192].

Karolína Jónasdóttir, f. 22. des. 1866, eru foreldrar hennar þá enn „hjón í hússmennsku á Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Karolína er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873 (en ekki 1874) [Sál. Mýv.] og á manntali í Hólsseli 1880 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en húsmóðir þar er þá Karolína Jónsdóttir, hálfsystir föður hennar. Hún giftist Sigurði Þorsteinssyni 5. okt. 1885 og er með honum á manntali í Hólsseli 1890 „ , 23, G, kona hans,“. Sjá um Karolínu og afkomendur þeirra Sigurðar í [ÆÞ. I, bls. 380-384] og í [ÆÞ. VII, bls. 192].

Málfríður Jónasdóttir, f. 1. sept. 1869, eru foreldrar hennar þá „hjón á Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hún er á fólkstali á Árbakka 31. des. 1871 og 1872 [Sál. Mýv.]. Málfríður (stundum einnig ritað Málmfríður) er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 og á manntali sóknarprests 31. des. 1876 er hún niðursetningur á Bjarnarstöðum [Sál. Mýv.]. Hún er á manntali á Kálfaströnd 1880 „ , 10, Ó, sveitarbarn,“. Hún fer 1884 „ , 15, léttast, frá Hofstöðm á Hólsfjöll“ [Kb. Mýv.]. Hún giftist 1. jan. 1887 í Víðirhólskirkju, þá „vinnukona á Grímsstöðum 16 ára“ Eyjólfi Eyjólfssyni, sem þá er „vinnumaður á Grímsstöðum 43 ára“ [Kb. Fjall.] og eignast með honum 12. ágúst 1887 dótturina Jónasínu Ingibjörgu, sem deyr 7. sept. s. á. Aftur eignast þau Jónasínu Ingibjörgu 17. sept. 1888, þá húshjón í Nýjabæ. Málfríður deyr 21. apríl 1889 „kona Nýjabæ, 19, meinlæti“ [Kb. Fjall.]. Eyjólfur flytur 1889 með Jónasínu Ingibjörgu að Brú á Jökuldal [Kb. Fjall.] og kvænist hann þar að nýju 18. ágúst 1889 Jónínu Kristrúnu Ólafsdóttur, sem er 19 ára þegar þau flytja árið eftir að Gestreiðarstöðum. En Jónasína Ingibjörg deyr 20. júní 1889 sem „Jónasína Kristrún(!) Eyúlfsdóttir frá Grímsstöðm“ [Kb. Hoft.]. Málfríðar er ekki getið meðal barna Jónasar í [ÆÞ. VII, bls.190].

Sigurgeir Jónasson, f. 16. okt. 1872 á Árbakka. Fæðingu hans er ekki að finna í [Kb. Mýv.]. Hann er á fólkstali í Hörgsdal 31. des. 1873-1875 [Sál. Mýv.] og á manntali í Hólsseli hjá föður sínum 1880 „ , 7, Ó, ómagi,“. Sjá um hann í [ÆÞ. VII, bls. 192-193].

Annað skyldulið Jónasar og Ingibjargar á Árbakka 1864-1873:

Jakobína Jónasdóttir fer 1869 „ , 14, léttastúlka, frá Árbakka að Saltvík“ [Kb. Mýv.]. Ekki hef ég getað fundið hana meðal innkominna í Mývatnsþing árin á undan. Jakobína er augljóslega dóttir Jónasar, sem hann eignaðist með Þórnýju Þorsteinsdóttur, f. 24. apríl 1855 í Máskoti [Kb. Ein.]. Jakobína fer með móður sinni 1860 frá Máskoti að Helluvaði [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. Þær fara þaðan 1861 að Hallbjarnarstöðum en flytja frá Víðum að Einarsstöðum í Reykjahverfi 1864, þar sem Þórey er „ , 35, sett á hrepp“ [Kb. Hús.]. Jakobína var fermd frá Saltvík 29. maí 1870, en ekki hefur mér tekist að finna hana með neinni vissu eftir það. Kynni þó að hafa farið til Vesturheims frá Garði í Fnjóskadal 1887 [Vfskrá]. - Þórný er á manntali í Hringveri 1880 „ , 52, Ó, vinnukona“.

Vandalausir á búum Jóhannesar og Sigríðar, Sigurðar og Sigurborgar og Jónasar og Ingibjargar á Árbakka 1861-1874:

Hólmfríður Jóhannesdóttir kemur 1861 „ , 24, vinnuk.“ innan úr Fnjóskadal að Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún fer 1862 „ , 25, vinnukona,“ frá Árbakka að Sandvík [Kb. Lund.], [Kb. Skút.]. Hólmfríður var fædd 10. mars. 1838 og voru foreldrar hennar Jóhannes Ívarsson og Guðrún Jónasdóttir sem þá bjuggu í Ystagerði í Miklagarðssókn [Kb. Mikl.]. Hún missti föður sinn fjögurra vikna, við manntalið 1840 er móðir hennar húsfreyja í Ystagerði ásamt þrem dætrum, en Hólmfríður sjálf er þá „ , 3, Ó, niðurseta,“ í Hleiðargarði. Svo er einnig við manntalið 1845. Hún fer að Skriðu í Möðruvallasókn 1846 [Kb. Saurb.] og er þar tökubarn á manntali 1850. Hún fer 1853 að Illugastöðum [Kb. Möðruv.] og er á manntali í Fjósatungu 1855 „ , 18, Ó, vinnukona,“. Hólmfríður giftist 10. júlí 1858 Halldóri Péturssyni, eru þau þá bæði vinnuhjú á Illugastöðum [Kb. Hálsprk.]. Einkennilegt er, að þau eru bæði meðal innkominna í Hálsprk. 1858, þá gift, „að Illugast. frá Arndísarst.“. Hólmfríður kemur 1860 frá Illugastöðum að Stóruvöllum [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1860 „ , 23, G, vinnukona,“ en hvergi er manns hennar þar getið. Hún fer 1863 frá Sandvík að Fjósatungu [Kb. Lund.] og fer 1873 „ , 34, húskona frá Litlutjörnum að Hvarfi“. Ekki finnst hennar þó getið í Ljósavatnssókn um þær mundir.

Jón Kristjánsson kemur 1862 „ , 21, vinnumaður, frá Daðastöðum að Árbakka“ og fer þaðan 1864 „ , 23, vinnum., Árbakka austur“ [Kb. Skút.]. Þetta er líklega sá sami Jón sem var með móður sinni á Árbakka 1845, sjá um hann hér ofar. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1860 „ , 20, Ó, vinnumaður,“ og fer 1861 „ , vinnum,“ frá Hofsstöðum að Daðastöðum [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Ekki hef ég reynt að leita að Jóni, „austur“ er dálítið víðáttumikið hugtak.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir kemur 1862 „ , 16, vinnukona, frá Halldórstöðum að Árbakka“ [Kb. Skút.]. Hún flytur úr Mývatnssveit 1865 frá Sveinsströnd að Finnsstöðum. Sigurbjörg var fædd 21. júní 1843 á Halldórsstöðum í Laxárdal og voru foreldrar hennar Kristján Stefánsson og Jóhanna Jónsdóttir [Kb. Grenj.]. Sigurbjörg átti - jafnvel að þeirrar tíðar hætti - óvenjulegan flækingsferil og er honum lýst í kafla um Víðasel. Sigurbjörg dó 22. febr. 1908 „Gömul kona í Prestsholti á Húsavík, 62 ára“ [Kb. Hús.].

Hólmfríður Guðmundsdóttir kemur 1862 „ , 14, vinnukind,“ frá Stórutungu að Árbakka [Kb. Lund.]. Hólmfríður var fædd 31. okt. 1848 og voru foreldrar hennar Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir „gipt vinnuhiu á Grænav:“ [Kb. Skút.] (ætti að vera [Kb. Reykj.]!). Hólmfríður fer með foreldrum sínum að Vallakoti og er þar á manntali með þeim og fjölda systkina 1860 „ , 12. Ó, þeirra barn,“. Hún fer 1861 „ , 14, tökustúlka, frá Vallnakoti að Stórutungu“ [Kb. Lund.]. Hómfríður eignaðist 14. okt. 1872 dótturina Kristínu Ingibjörgu með Pétri Péturssyni, var Kristín lengi húsfreyja í Stafni, sjá [ÆÞ. I, bls. 292]. Þá eignaðist hún 26. okt. 1875, þá vinnukona á Daðastöðum, soninn Kristján Hallgrím með Jóni Jónssyni á Stórulaugum [Kb. Ein.]. Hallgrímur átti m. a. soninn Hallgrím Balda og er vegferð ömmu hans rakin í grein eftir Ólaf Grím Björnsson í Árbók Þingeyinga 1999 bls. 110-137. Hólmfríður dó 16. apríl 1933 [ÆÞ. I, bls. 292].

Guðni Guðmundssonfer 1863 „ , 30, húsmaður“ ásamt konu og tveim börnum frá Árbakka að Stórulaugum [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Þau hjónin eru á Grænavatni við barnsfæðngu 13. okt. 1861 og á Árbakka 25. apríl 1863. Guðni var fæddur 12. (líkl. jan. eða febr.) 1834, voru foreldrar hans „Guðmundur Guðmundsson á Bót“ (Árbót) „og Guðný Björnsdótt hjón þar búandi“ [Kb. Ness.]. Faðir Guðna deyr 3. sept. 1834 „ , bóndi frá Árbót, af landfarsótt“ [Kb. Ness.]; er Guðni með móður sinni á manntali í Árbót 1835, en flytur þ. á. „ , 2, tökubarn, frá Árbót að Hólum“ í Reykjadal [Kb. Ein.] og er þar á manntali 1840 og 1845 „tökubarn“, en „ , 16, Ó, léttadrengur,“ við manntalið 1850. Við manntalið 1855 er hann vinnumaður í Víðum. Guðni fer 1856 „ , 22, vinnum:, frá Víðum að Geiteyjarströnd“ [Kb. Mýv.]. Hann er á manntali í Baldursheimi 1860 „ , 27, Ó, vinnumaður,“. Guðni, þá á Grænavatni, kvæntist 29. júlí 1861 Hildi Erlendsdóttur „frá sama bæ“ [Kb. Mýv.], sjá hér næst á eftir. Guðni og Hildur fara 1864 frá Stórulaugum að Rauðuskriðu og 1865 að Glaumbæ [Kb. Múl.], [Kb. Ein.]. Þau fara þaðan 1866 að Sýrnesi [Kb. Múl.], fer Hildur þaðan 1869 „ , 36, húskona,“ með dóttur þeirra að Klömbur en Guðni fer s. á. „ , 35, v'mðr, frá Múla að Klömbur“ [Kb. Múl.]. Þau eru í Klömbur 1873 við fæðingu Hólmfríðar Jakobínu en eru í Hrauni við fermingu Þuríðar 1878. Þau eru búandi í Hraungerði við manntölin 1880 og 1890. Guðni og Hildur fara 1892 frá Hraungerði að Hamri, þaðan 1893 að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Þverárs.]. 1897 fer Guðni „63, v. m., frá Víðirhóli til Svínadals“ en Hildur fer þá „65, húskona“ að Þverá í Laxárdal. Þau koma bæði 1901 frá Teigi í Vopnafirði að Grímsstöðum á Fjöllum [Kb. Fjall.] og eru þar á manntali þ. á. ásamt Hólmfríði dóttur sinni. 1902 fer Hildur þaðan með Hólmfríði, koma þær 1904 „úr Kelduhverfishr. að Katastöðum“ ásamt Hallgrími manni Hólmfríðar, en Guðni kemur þangað sama ár frá Víðirhóli [Kb. Fjall.], [Kb. Presth.]. Hólmfríður dóttir þeirra deyr á Katastöðum 24. febr. 1906 „32, húsfreyja, gipt“; fer þá Hallgrímur með dóttur þeirra „á 1. ári“ ásamt Hildi í „Skriðuhverfi“. En Guðni deyr 24. maí 1906 á Katastöðum [Kb. Presth.].

Hildur Erlendsdóttir, kona Guðna hér næst á undan, eignast dótturina Þuríði á Árbakka 25. apríl 1863. Hún fer með manni sínum og tveim börnum þaðan að Stórulaugum 1863 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Hildur var fædd 22. júní 1833, dóttir Erlends Eyjólfssonar og Ragnhildar Jónsdóttur, sem þá voru „hión á Höskuldsstöðum“ [Kb. Helg.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1835, 1840 og 1845, en 1850 er hún „ , 18, Ó, vinnukona,“ í Rauðuskriðu og 1855 á Einarsstöðum. Hún fer 1859 „ , 27, vinnukona,“ frá Stórulaugum að Baldursheimi [Kb.Mýv.], þarsem Guðni er þá einnig, og er þar á manntali 1860 „ , 28, Ó, vinnukona,“. Giftist Guðna hér næst á undan 29. júlí 1861, sjá hjá

honum. Eftir lát Guðna fer Hildur 1906, ásamt tengdasyni sínum, frá Katastöðum í Skriðuhverfi [Kb. Presth.] og er á manntali hjá Þuríði dóttur sinni á Jódísarstöðum 1910. Hildur andaðist á Jódísarstöðum 6. febr. 1911 „Ekkja frá Jódísarstöð, 77, andaðist í svefni“ [Kb. Grenj.]. Sjá um Hildi og systkini hennar í [Laxd. bls. 88-89].

Erlendur Snorri Guðnason, sonur Guðna og Hildar hér að ofan, fer með foreldrum frá Árbakka að Stórulaugum 1863 [Kb. Mýv.], [Kb. Ein.]. Erlendur Snorri var fæddur 13. okt. 1861, eru foreldrar hans þá „gipt vinnuhjú á Grænavatni“ [Kb. Mýv.]. Erlendur Snorri fer 1864 með foreldrum sínum frá Stórulaugum að Rauðuskriðu [Kb. Ein.]. Þar deyr hann 29. ágúst 1864 „ , barn, 3 ára“ [Kb. Múl.].

Þuríður Guðnadóttir, dóttir Guðna og Hildar hér rétt ofar, f. 25. apríl 1863, eru foreldrar hennar þá „gipt vinnuhjú á Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hún fer með þeim þ. á. að Stórulaugum. Þuríður er með foreldrum sínum í Rauðuskriðu, Glaumbæ og Sýrnesi, en þaðan fer hún 1868 að Höskuldsstöðum, kemur þó skv. [Kb. Grenj.] 1869 með móður og systur að Klömbrum. Hún er fermd frá Hrauni 1878. Fer 1880 „ , 17, vk, frá Hraungerði til Mývatnssveitar“ [Kb. Grenj.] og er á manntali á Grænavatni þ. á. Hún kemur aftur í Grenjaðarstaðarsókn 1885 „ , 22, vk, frá Húsavík að Presthvammi“ og er á manntali á Bergstöðum 1890 „ , 26, Ó, vinnukona,“. Þuríður giftist Pétri Bergvinssyni 26. apríl 1891, þá bæði vinnuhjú á Bergstöðum [Kb. Grenj.]. Þau búa á Jódísarstöðum við manntölin 1901 og 1910, en 1920 búa þau í Snælandi á Húsavík, koma þangað 1918.

Jónatan Gunnarsson kemur 1864 „ , 25, vinnumaður,“ frá Stórutungu að Árbakka [Kb. Lund.]. Hans er þó hvorki getið meðal innkominna né burtvikinna í Mývatnsþingum og 1864 segir [Kb. Ein.] hann koma „ , 26, vinnum, Stórutungu Víðum“. Það er því ástæða til að ætla að hann hafi aldrei verið á Árbakka og hér sé um misbókun að ræða. Jónatan var fæddur 21. okt. 1838 í Skógarseli, sonur hjónanna Gunnars Markússonar og Signýjar Skúladóttur. Sjá um hann nánar í kafla um Skógarsel.

Kristín Alexandersdóttir kemur 1864 ásamt dóttur sinni hér næst á eftir „ , 66, vinnukona, frá Hrísgerði að Árbakka“. Þær fara þaðan árið eftir að Stafnsholti [Kb. Mýv.]. Kristín var dóttir Alexanders Þorvarðssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem búa í Brekknakoti 1801, er Kristín þar þá einnig á manntali ásamt yngri systur sinni Ingibjörgu „ , deres dötre, 4, (og) 1“. Kristín er „ , niðursetningur, 17, “ á Eyjardalsá við manntalið 1816 (húsv. í mars 1815). Hún er ásamt dóttur sinni á manntali í Haganesi 1840 „ , 42, Ó, vitlaus sem stendur“ og 1845 „ , 49, Ó, vinnukona,“ í Fjósatungu ásamt dóttur sinni, sjá hér að neðan. Þær eru á manntali á Sveinsströnd 1850, í Heiðarseli 1858-1860 og á manntali á Arndísarstöðum 1860. Kristín fær eftirfarandi vitnisburð hjá sóknarpresti Lundarbrekkusóknar um nýár 1859 um hegðun og kunnáttu: „ , skörp en nákvæm, viðunanlega“ [Sál. Eyj.].

Jóhanna Jónsdóttir, dóttir Kristínar hér næst á undan, kemur 1864 með móður sinni „ , 27, vinnukona“ að Árbakka og fer með henni að Stafnsholti árið eftir. Jóhanna var fædd 21. júlí 1837 og voru foreldrar hennar „Jón Matthiasarson vinnumaðr á Skógm í axarfirði og Christín Alexandersd. vinnukona í Rhlíð (:óegta:) [Kb. Reykj.]. Hún er jafnan með móður sinni, í Haganesi á manntali 1840 og í Fjósatungu 1845 „ , 9, Ó, hennar barn, niðursetningur“. Á manntali á Sveinsströnd 1850 og í Heiðarseli er hún 1858-1860 og segir sóknarprestur Lundarbrekkusóknar um hana 1859 „ , lík móður,“ [Sál Eyj.]. Hún er með móður sinni á manntali á Arndísarstöðum 1860.

Þuríður Guðnadóttir

Friðrikka Sigurbjörg Friðfinnsdóttir kemur 1867 „ , 20, vinnukona,“ frá Svartárkoti að Árbakka [Kb. Skút.], en [Kb. Lund.] segir hana þá 25 ára (!) virðist það réttara. Erfitt er að henda reiður á konu þessari, hún kemur inn í Hálsprk. 1863 með nafninu Sigurbjörg „ , 20, v kona, að Garði úr Kinn“. Í [Kb. Þór.] er engin skrá yfir burtvikna til um það leyti. Hún kemur 1864 sem „Sigurb: Friðrika Friðf.d, 22, vinnukona,“ frá „Garði í Fn.d. að Svartárkoti“ [Kb. Lund.]. Líklega er þetta sú Sigurbjörg Friðfinnsdóttir, sem var fædd á Vaði 23. maí 1843, giftist Halldóri Jenssyni og fer með honum til Vesturheims 1878, sjá nánar um hana í kafla um Skógarsel og í [ÆÞ. II, bls. 256-258].

Sigurjón Björnsson kemur 1869 „ , 21, léttapiltr, frá Kaldbak að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann fer 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.]. Sigurjóns er getið hér nokkru ofar í tíð Jóns og Helgu; einnig hér nokkru neðar þegar hann verður bóndi á Árbakka 1882, sjá um hann þar og í kafla um Víðasel.

1874 - 1882: Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía

Jónasdóttir

Páll og Guðrún koma 1874 frá Grímsstöðum við Mývatn, þar sem þau eru vinnuhjú á manntali sóknarprests 31. des. 1873 [Sál. Mýv.]. Þau flytja frá Árbakka að Byrgi 1882 ásamt þrem börnum [Kb.Mýv.]. Páll er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1875-1882, en 1875 er þar getið Aðalbjargar Illugadóttur, 1877 Jóns Þorsteinssonar og 1881 Guðlaugs Þorsteinssonar, öll á skrá yfir búlausa.

Páll var fæddur 9. ágúst 1831 á Litluströnd, sonur Guðmundar Pálssonar og Rósu Jósafatsdóttur, sjá [ÆÞ. I, bls. 103 og 112-113]. Hann er á manntali með foreldrum og systkinum á Litluströnd 1835 og 1840, en 1845 er hann léttadrengur í Baldursheimi. Við manntalið 1850 er hann á Litluströnd „ , 19, Ó, vinnumaður,“.

Guðrún Soffía (Sophia) var fædd 14. ágúst 1834 í Hólum í Laxárdal, dóttir Jónasar Sigfússonar og Maríu Bergþórsdóttur [Kb. Grenjaðarst.prk.]. Hún er þar með þeim á manntali 1835, en er 1840 „ , 5, Ó, tökubarn,“ á Végeirsstöðum, þar er hún einnig við manntalið 1845, þá „fósturbarn“. Við manntalið 1850 er hún á Ljótsstöðum „ , 16, Ó, stjúpdóttir ekkjunnar,“ Guðrúnar Einarsdóttur. Sjá um Guðrúnu í [Laxd. bls. 109].

Páll og Guðrún voru gefin saman 25. maí 1855, þá bæði á Helluvaði og eru þau þar á manntali um haustið ásamt Rósu Maríu. Þau eru á manntali á Hofsstöðum 1860, er Páll þá sagður „ , 30, G, bóndi,“. Þau eru í Laugaseli 1869-1872. Páll og Guðrún fara 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.] ásamt Aðalbjörgu dóttur sinni. Sjá nánar um Pál og Guðrúnu og afkomendur þeirra í [ÆÞ. I, bls. 112-116].

Börn Páls og Guðrúnar á Árbakka 1874-1882: Rósa María Pálsdóttir kemur líklega að Árbakka 1881, hún er á manntali á Grænavatni 1880 „ , 24, Ó, vinnukona,“. Hún er í fólkstali í des. 1881 [Sál. Mýv.] á Árbakka, en ekki er hún þar við árslok 1874-1877 og 1878-1880 er engin húsvitjun eða fólkstal. Hún fer 1882 með foreldrum og systkinum frá Árbakka að Byrgi. Rósa María var fædd á Helluvaði 9. sept. 1855 [Kb. Mýv.] og er þar með foreldrum á manntali um haustið og 1860 á Hofstöðum. Hún er með foreldrum í Laugaseli 1869-1872 og á fólkstali 31. des. 1872 á Grænavatni „ , 17, Ó, léttast.“ og vinnukona ári síðar, einnig 1874 [Sál. Mýv.]. Kemur 1885 „ , 24, vk., frá Húsavík að Ljótsst.“. Rósa giftist Jónasi Jónassyni frá Ljótsstöðum og bjuggu þau þar og í Glaumbæ, sjá [ÆÞ. I, bls. 113] og [Laxd. bls. 112].

Borghildur Pálsdóttir er með foreldrum sínum á manntali á Árbakka 1880 „ , 23, Ó, dóttir þeirra,“ en ekki er hún þar við húsvitjun 1874-1877, né á fólkstali 31. des. 1881, og ekki er hennar heldur getið þegar foreldrar hennar fara þaðan 1882 að Byrgi. Borghildur var fædd 9. mars 1857 á Helluvaði [Kb. Mýv.] og er með foreldrum sínum á manntali á Hofstöðum 1860 Hún er með foreldrum í Laugaseli upp úr 1869 (sjá þar) og er á fólkstali í Austaraseli 31. des. 1872 „ , 17, vinnuk.“ og vinnukona á Kálfaströnd 31. des. 1874 [Sál. Mýv.]. Er kaupakona á Gautlöndum í des. 1882 [Sál. Mýv.] og fer 1883 „ , 26, vkon, frá Gautl á Fjöll { ... }“ [Kb. Mýv.]. Borghildur giftist Siggeir Péturssyni, sjá [ÆÞ. VIII, bls. 345]. Dó 17. maí 1938.

Helgi Sigurður Pálsson er með foreldrum sínum á Árbakka við húsvitjun í árslok 1874-1877 [Sál. Mýv.] og á manntali á Árbakka 1880 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann er þar á fólkstali við árslok 1881 og fer með þeim þaðan að Byrgi 1882 [Kb. Mýv.]. Helgi var fæddur 31. des. 1866 í Hörgsdal. Hann er með foreldrum í Laugaseli og fer með þeim þaðan 1872 og er á fólkstali 31. des. 1872 á Sveinsströnd, en ári síðar hjá foreldrum á Grímsstöðum „ , 7, börn hjúa“ [Sál. Mýv.]. Sjá nánar um Helga í [ÆÞ. I, bls. 112-116] og mynd af honum á bls. 113. Dó. 27. júní 1936.

Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir er með foreldrum sínum á Árbakka við húsvitjun í árslok 1874-1877 [Sál. Mýv.] og á manntali á Árbakka 1880 „ , 10, Ó, dóttir þeirra,“. Hún er þar á fólkstali við árslok 1881 og fer með þeim þaðan að Byrgi 1882 [Kb. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd í Laugaseli 2. okt. 1870 [Kb. Ein.]. Hún fer 1872 „2, börn þeirra“ „uppað Mývatni“ [Kb. Ein.] og er hún í [Kb. Mýv.] sögð fara með móður sinni að Grímsstöðum, þar er hún á fólkstali 31. des. 1872 „ , 3, niðurseta“ en „börn hjúa“ ári síðar [Sál. Mýv.]. Hún fer með foreldrum sínum 1890 „frá Glaumbæ að Oddsstöðum á Sljettu“ [Kb. Ein.]. Aðalbjörg giftist 9. júlí 1900 Birni Guðmundssyni á Grjótnesi, sjá um þau og afkomendur í [ÆÞ. III, bls.148-151]. Dó 17. febr. 1946.

Jónas Pálsson, f. 29. okt. 1874 á Árbakka [Kb. Mýv.]. Hann er þar við húsvitjun við árslok þ. á. [Sál. Mýv.]. Er meðal innkominna í Grenjaðarstaðarsókn 1875 „ , á 1. ári, tökubarn frá Árbakka að Ljótsstöðum“, einnig árið eftir „ , 2, fósturbarn, frá Árbakka að Ljótsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Sjá um Jónas og afkomendur hans í [ÆÞ. I, bls. 116], einnig í [Laxd., bls. 111].

Rósa María Pálsdóttir

Guðný Aðalbjörg Pálsdóttir

Jónas Pálsson

Vandalausir á Árbakka í búskapartíð Páls og Guðrúnar 1874-1882:

(Aðalbjörg Illugadóttir. Aðalbjargar er getið í manntalsbók þinggjalda á Árbakka 1875 á skrá yfir búlausa (með 2 í heimili). Ekki sést þó með vissu að hún hafi átt þar heima, hún er í Baldursheimi „ , 59, húskona“ á manntali sóknarprests 31. des. 1874, þar er hún einnig ári síðar [Sál. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd í Baldursheimi um 1816, dóttir hjónanna Illuga Hallgrímssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, og er með foreldrum og systkinum þar á manntali 1816, 1835 og 1840. Hún giftist Gamalíel Hanssyni og er með honum á manntali í Syðri Neslöndum 1845-1860. Þau áttu ekki börn. Aðalbjörg er á manntali hjá systur sinni á Helgastöðum 1880 „ , 64, E, systir húsfreyju,“. Dó 17. okt. 1889 „Ekkja í Haganesi (lungnabólgu), 74.“ [Kb. Mýv.].)

Jón Þorsteinsson er „ , 29, húsmaður“ á Árbakka við húsvitjun 31. des. 1876, ásamt konu sinni og dóttur [Sál. Mýv.]. En hvorki eru þau þar árið áður né næsta ár. Jóns er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1877 á skrá yfir búlausa. Jón var fæddur 6. okt. 1848, voru foreldrar hans Þorsteinn Jóhannesson og Kristjana Guðlögsdóttir „hión í Vindbelg“ [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali með foreldrum 1850 og 1860. Jón kvæntist 13. okt. 1874, þá í Haganesi, Aðalbjörgu Sveinsdóttur „samast. 28 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á Grænavatni við fæðingu Þóru, en eru á manntali í Vindbelg 1880 og 1890. Sjá um þau Jón og Aðalbjörgu í [ÆÞ. I, bls. 376].

Aðalbjörg Sveinsdóttir er með Jóni manni sínum, sjá hér næst á undan, við húsvitjun á Árbakka 31. des. 1876 „ , 31, kona hans“ [Sál. Mýv.]. Aðalbjörg var fædd 19. mars 1846, voru foreldrar hennar Sveinn Jóelsson og Bóthildur Jóhannesardóttir „hjón á Daðastöðum“ [Kb. Ein.]. Hún er með foreldrum sínum og systkinum á manntali þar 1850 og 1855 og flytur með þeim 1858 að Bjarnastöðum í Bárðardal, þar sem foreldrar hennar verða vinnuhjú. Hún er á manntali á hinu búinu á Bjarnastöðum 1860 „ , 15, Ó, vinnustúlka,“. Hvorki í [Kb. Lund.] eða [Kb. Mýv.] hefur mér tekist að finna neitt um það, hvenær Aðalbjörg fer úr Bárðardal í Mývatnssveit.

Þóra Jónsdóttir, dóttir Jóns og Aðalbjargar hér næst á undan, er með þeim við húsvitjun á Árbakka 31. des. 1876 „ , 2, barn þra“ [Sál. Mýv.]. Þóra var fædd 18. sept. 1875 [ÆÞ. I, bls. 376], voru foreldrar hennar þá „gipt vinnuhjú á Grænav“ [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum á manntali í Vindbelg 1880 og 1890. Dó 22. ágúst 1960 [ÆÞ. I, bls. 376].

Guðlaugur Þorsteinsson er á manntali á Árbakka 1880 „ , 26, G, húsmaður,“. Hann fer 1881 „ , 26, vmðr“ með konu sína að Halldórsstöðum í Laxárdal [Kb. Þverárs.]. Guðlaugs er getið á Árbakka í manntalsbók þinggjalda 1881 á skrá yfir búlausa. Guðlaugur var fæddur 16. júní 1854 í Vindbelg, sonur hjónanna Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, sjá [Skú. bls. 39 og 4243]. Hann er þar á manntali 1860. Við fæðingu Kristínar dóttur sinnar 1. jan. 1879 er hann sagður „á Grænavatni“ [Kb. Ein.]. Guðlaugur kvæntist 27. júní 1880 Kristínu Elísabetu Bergvinsdóttur hér næst á eftir, er hann þá sagður „ , húsmaður á Krákárbakka, 27 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau hjónin voru í húsmennsku á Halldórsstöðum í Laxárdal, Mýlaugsstöðum og í Laugaseli 1886-1888, en bjuggu eftir það í Stórási til 1911, er Kristín andaðist. Sjá nánar undir Stórás. Guðlaugur andaðist 1. maí 1940, þá til heimilis á Geiteyjarströnd [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 42].

Jón Þorsteinsson

Aðalbjörg Sveinsdóttir

Kristín Elísabet Bergvinsdóttir, kona Guðlaugs hér næst á undan, er á manntali á Árbakka 1880 „ , 19, G, kona hans,“ kemur líklega þangað það ár, því hún kemur 1879 að Garði. Hún fer með manni sínum að Halldórsstöðum í Laxárdal 1881 [Kb. Þverárs.]. Kristín var fædd 5. maí 1861 í Reykjahlíð, dóttir hjónanna Bergvins Jónatanssonar og Kristjönu Margrétar Pétursdóttur, sem gefin voru saman í Reykjahlíð 2. júlí 1860, sama dag og Jakob Hálfdanarson og Petrína Kristín Pétursdóttir. Kristín Elísabet kemur 1876 „ , 16, v. k.“ frá Ytrafjalli að Hrappstaðaseli [Kb. Lund.], en foreldrar hennar fara þ. á. að Bjarnastöðum skv. [Kb. Ness.]. Hún er í Hrappstaðaseli í fólkstölu við nýár 1877 [Sál. Eyj.], en fer 1879 frá Mjóadal að Garði við Mývatn [Kb. Lund.]. Þegar Kristín Elísabet giftist Guðlaugi 27. júní 1880, er hún „ , bústýra hans, 20 ára“ [Kb. Mýv.]. Kristín Elísabet andaðist sviplega 15. jan. 1911 „ , kona í Stórási, 50, Varð úti í voðabyl skammt frá bænum. Fór út með dóttur sinni að leita að fje og syni sínum. En veiktist og dó um kv. í faðmi dóttur sinnar“ [Kb. Mýv.].

Kristín Guðlaugsdóttir, dóttir Guðlaugs hér litlu ofar, er á manntali á Árbakka 1880 „ , 1, Ó, barn þeirra,“ (sem er rangt, hún var ekki dóttir Kristínar Elísabetar). Hún fer ekki með föður sínum að Halldórsstöðum 1881 og ekki finn ég hana á fólkstali í Mývatnsþingum 31. des. 1881, hefur þá líklega farið til móður sinnar. Kristín var fædd 1. jan. 1879 í Máskoti [Kb. Ein.]. Móðir hennar var Sigurbjörg Kristjánsdóttir Scheel [ÆÞ. I, bls. 377]. Hún fer með móður sinni 1891 að Arnarvatni frá Stórási „ , 11, barn,“ [Kb. Mýv.], en kemur 1894 „ , ungl., 14, frá Reykjadal(?) að Stórási“. Hún fer þaðan 1896 „ , vinnuk., 16,“ að Auðnum [Kb. Lund.]. Kristín dó 17. okt. 1907, sjá [ÆÞ. I, bls. 377] og tilvísun þar. Sjá einnig í [Skú. bls. 43] um afkomendur, þó eitthvað sé þar vafasamt með fæðingar- og dánarár.

Guðný Guðlaugsdóttir, dóttir Guðlaugs og Kristínar hér ofar, f. 7. des. 1880, eru foreldrar hennar þá sögð „hjón á Krákárbakka“. Dó 10. (eða 16.) des. 1880 „ , úngbarn á Árbakka, á 1. ári“ [Kb. Mýv.].

Jón Einarsson er á manntali á Árbakka 1880 „ , 65, Ó, húsmaður,“. Hann fer þaðan 1881 „ , 68, húsm, úr Mývatnssveit að Hjalla“ [Kb. Ein.]. Jón var fæddur 28. einhvers mánaðar 1813 á Auðnum, sonur Einars Jónssonar (Einarssonar frá Reykjahlíð) og fyrstu konu hans Ólafar Vigfúsdóttur [Laxd. bls. 125]. Hann er á manntali á Auðnum 1816, einnig 1845 „ , 33, Ó, barn bóndans,“ faðir hans er þá kvæntur að nýju. Jón kvæntist Ástríði Pétursdóttur 22. okt. 1854 og eru þau á manntali á Auðnum 1855. Þau áttu heima í Víðaseli frá 1863 (sjá þar) og þar dó Ástríður 21. júní 1866 [Laxd. bls. 125], en Jón átti þar heima til 1874, er hann fer „ , húsmaður frá Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.]. Hann er á manntali sóknarprests í Mývatnsþingum 31. des. 1874-1877, vinnumaður á Grænavatni. Jón andaðist 30. mars 1885 „ , húsmaður frá Hjalla, 71 ár“ [Kb. Ein.], [Laxd. bls. 125].

Sigurður Jónsson kemur 1881 „52, húsm Frá Stórási að Krákárbakka“ [Kb. Mýv.] ásamt fjölskyldu sinni. Líklega fer hann þaðan árið eftir, þá koma tveir bændur á Árbakka. Sigurður var fæddur 3. apríl 1829, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þá voru „vinnuhión á Lundarbrekku“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali með foreldrum sínum í Víðum 1835 og 1845 og er vinnumaður á Kálfaströnd 1855 og í Syðri-Neslöndum 1860. Sigurður var víða í vinnumennsku, m. a. í Grjótárgerði og Stórási, sjá þar. Hann kvæntist 5. júlí 1878 Sigríði Jónsdóttur, sjá hér næst á eftir. Þau eru á manntali í Stórási 1880. Sigurður er á manntali í Vindbelg 1890 „ , 61, G, á sveit,“ ásamt konu sinni og syni. Hann andaðist 26. apríl 1905 „Sveitaróm. Kálfaströnd, 75, Lungnabólga. Jarðs. Reykjahl.“ [Kb. Mýv.].

Sigríður Jónsdóttir, kona Sigurðar hér næst á undan, kemur með honum 1881 frá Stórási að Krákárbakka. Sigríður var fædd 20. apríl 1840 og voru foreldrar hennar Jón Tómasson og Steinunn Jónsdóttir „ , hión á Hofsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hún er þar með þeim á manntali 1860. Hún eignaðist dótturina Margréti á Grímsstöðum á Fjöllum 1869, sjá hér neðar, og kemur með hana „Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Sigríður er á manntali í Narfastaðaseli 1901 „húskona“; þar sögðskilin, þó þess sé ekki getið um Sigurð við manntal þ. á. á Kálfaströnd. Hún andaðist 21. febr. 1920 „Ekkja í Máskoti, 79 ára, Ellihrumleiki“ [Kb. Mýv.].

Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Sigríðar hér næst á undan, kemur með þeim 1881 „2, þra barn“ [Kb. Mýv.] frá Stórási að Krákárbakka. Valgerður var fædd 14. febr. 1879 í Víðum. Hún fylgir foreldrum sínum framan af, en er síðan víða í vinnumennsku. Hún er 1890 á manntali í Víðum „ , 11, Ó, sveitarbarn,“ og á fólkstali „vk. 15“ í Stafnsholti við árslok 1893 [Sál. Helg.], kemur 1895 „ , 17, vinnukona, frá Stöng að Víðum“ [Kb. Ein.] og fer 1907 „ , vk., 28,“ að Halldórsstöðum í Bárðardal frá Stafni [Kb. Lund.]. Hún er á manntali í Víðum 1930 „ , lausakona,“ þá stödd á Narfastöðum.

Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar og Sigríðar hér ofar, fæddur 23. ágúst 1881, eru foreldrar hans „húshjón á Árbakka“ [Kb. Mýv.] og er hann með foreldrum þar á fólkstali í des. 1881, en í Álftagerði 1882 og 1883 [Sál. Mýv.]. Hann er á fólkstali í Hörgsdal við árslok 1884 „niðursetn, 4“, en ekki árið eftir. Ekki hefur mér tekist að finna andlát Jóns í [Kb. Mýv.], né hvað um hann varð. En þess er getið hjá móður hans við manntalið 1901, að eitt hjónabandsbarn hennar sé dáið, getur það naumast verið annað en Jón.

Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Sigríðar hér ofar, kemur með henni frá Stórási að Krákárbakka 1881 „13, barn konu“ [Kb. Mýv.]. Margrét var fædd á Grímsstöðum á Fjöllum 30. mars 1869 „óekta“, voru foreldrar hennar Sigvaldi Gíslason og Sigríður Jónsdóttir vinnuhjú á Grímsstöðum [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Hún fer með móður sinni „ , 1, dóttir ha, Frá Nýjabæ að Mývatni“ 1869 [Kb. Skinn.], [Kb. Fjall.]. Margrét fylgir móður sinni nokkuð lengi, er t. d. með henni á manntali í Narfastaðaseli 1901 og fer með henni að Engidal 1908. Hún var víða í hús-eða vinnumennsku. Er á manntali í Stafnsholti 1920 „ , húskona, landbúnaður,“.

1882 - 1883: Sigtryggur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir

Sigtryggur og Guðrún búa þetta eina ár á Árbakka, bæði skv. fólkstali og manntalsþingbók (gjaldandi 1883) á móti Sigurjóni Björnssyni og S. Kristínu Einarsdóttur.

Sigtryggur var fæddur 24. ágúst 1854 á Skútustöðum sonur hjónanna Jóns Helgasonar (Ásmundssonar á Skútustöðum) og Kristínar Jóhannesdóttur (Þorsteinssonar á Geiteyjarströnd) [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 68 og 81]. Hann er á manntali á Skútustöðum með foreldrum og systkinum 1860. Guðrún var fædd 7. júní 1853 á Litluströnd, dóttir hjónanna Jóns Árnasonar og Þuríðar Helgadóttur (Ásmundssonar á Skútustöðum) [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 131 og 138]. Hún er á manntali í Svínadal með foreldrum og systkinum 1860.

Sigtryggur og Guðrún voru gefin saman 23. jan. 1877, þá bæði á Skútustöðum [Kb. Mýv.], voru þau hjónin systkinabörn. Þau eru á manntali á Skútustöðum

Sigríður Jónsdóttir

Margrét Sigvaldadóttir

1880, þar sem Sigtryggur var húsmaður, einnig 1890, þar sem hann er þá vinnumaður. Sigtryggur var járnsmiður og voru þau hjón lengst af í húsmennsku á ýmsum bæjum í Mývatnssveit.

Auk barna þeirra hjóna sem með þeim voru á Árbakka, eignuðust þau hjón dótturina Þóru, f. 21. júní 1879, d. 2. apríl 1937 [Skú. bls. 82], en hennar er ekki getið á fólkstali á Árbakka í des. 1882; Hólmfríði Friðriku, f. 23. júlí 1884 og Kristin, f. 4. maí 1887, d. 10. maí s. á. [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 82]. Sigtryggur dó 14. sept. 1938 en Guðrún 27. sept. 1927 [Skú. bls. 81 og 138]. Börn Sigtryggs og Guðrúnar á Árbakka 1882-1883:

Kristján Sigtryggson, f. 21. mars 1877 á Skútustöðum [Kb. Mýv.]. Hann er þar á manntali með foreldrum sínum 1880 og á fólkstali á Árbakka í des. 1882. Hann er á manntali á Skútustöðum 1890 „ , 13, Ó, systursonur bónda,“. Sjá um Kristján og afkomendur hans í [Skú. bls. 81-82].

Guðbjörg Sigtryggsdóttir, f. 13. febr. 1881 á Skútustöðum [Kb. Mýv.]. Hún er með foreldrum á fólkstali á Árbakka í des. 1882 [Sál. Mýv.] og á manntali á Skútustöðum 1890 „ , 9, Ó, systurdóttir bónda,“ (þ. e. sr. Árna) og vinnukona þar við manntalið 1901. Guðbjörg var verkakona í Reykjavík [Skú. bls. 82].

1882 - 1883: Sigurjón Björnsson og Sigríður Kristín Einarsdóttir

Sigurjón er gjaldandi þinggjalda á Árbakka í manntalsbók á móti Sigtryggi fyrir árið 1882-1883. Þau flytja 1883 að Hrappstöðum í Bárðardal [Kb. Mýv.]. Eins og segir hér ofar var Sigurjón fæddur 5. júní 1848 og voru foreldrar hans „Björn Björnsson á Árbakka, Guðrún Þorkelsdóttir að Garði, ógipt“ [Kb. Mýv.]. Faðir hans kemur þ. á. „ , 24, vinnumaðr,“ frá „Hrappst. í Kinn að Árbakka“ en móðir hans, einnig 1848, „ , 19, Dóttir konunnar“ (þ. e. Hallfríðar Magnúsdóttur, 48) „ , frá Hrappstöðum í Kinn að Garðe“ [Kb. Mýv.]. Sigurjón er á manntali á Árbakka 1850, þar eru þá einnig foreldrar hans vinnuhjú, þá bæði ógift, en giftust 14. okt. s. á. [Kb. Skút.]. Sigurjóns er getið í [ÆÞ. II, bls. 245], þar sem fjallað er um vafasamt faðerni hans. Sigurjón fer 1854 ásamt Hallfríði móðurömmu sinni og Kristjáni Sigurðssyni síðari manni hennar og þeirra skylduliði „öll frá Lásgerði að Tungugérði á Tjörnesi“ [Kb. Ein.]. Hallfríður deyr á Ísólfsstöðum 5. júlí 1855, en Sigurjón er þar á manntali með Kristjáni þ. á., en flytur með honum 1857 „frá Hóli norður í Axarfjörð“ [Kb. Hús.] og er með honum á manntali 1860 á Mel „(heiðarkot byggt í Sandfellshagalandareign)“ (skammt sunnan við Hrauntanga) „ , 11, Ó, fósturpiltur,“.

Sigurjón kemur 1869 „ , 21, léttapiltr, frá Kaldbak að Árbakka“ [Kb. Mýv.]. Hann kemur 1875 „ , 26, vmðr, úr Mývatnssv. að Skógarsel.“ [Kb. Ein.] þar sem hann kvænist Sigríði Kristínu 3. júlí 1876.

Sigríður Kristín var fædd 9. mars 1842, dóttir Einars Gamalíelssonar ogSigríðar Hallgrímsdóttur, sem þá voru „hión að Haganese“ [Kb. Mýv.]. Hún flytur 1843 „11/2 , fósturbarn, frá Haganesi að Hólum“ í Reykjadal og er þar á manntali 1845 með fósturforeldrunum Jóhannesi Jóelssyni og Sigríði Sigurðardóttur „ , 3, Ó, tökubarn,“. Þar búa þá einnig foreldrar Sigríðar Kristínar með þrem öðrum dætrum sínum, en þau flytja aftur í Haganes 1848.

Kristján Sigtryggsson

Sigurjón Björnsson

En Sigríður er áfram í Hólum á manntali 1850 „ , 8, Ó, fósturbarn,“ og á Rauðá 1855 „ , 13, Ó, fósturbarn,“ en 1860 er hún á Narfastöðum „ , 19, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1868 „26, vinnukona, frá Úlfsbæ að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.].

Sigríður Kristín (þá raunar nefnd Kristín Sigríður) kemur 1876 „ , vkona, úr Mývatnssveit að Skógarseli“ [Kb. Ein.]

Þau Sigurjón og Kristín eru „hjón á Máskoti“ við fæðingu sonar 16. ágúst 1877 [Kb. Ein.]. Líklega fara þau að Víðaseli 1878, þar deyr sonur þeirra 30. sept. 1878. Þau fara 1879 „frá Víðaseli til Mývatns“. Þau koma 1880 með Jón son sinn að Stafnsholti og eru þar á manntali þ. á. en flytja 1881 „Frá Stafnsholti að Hofstöðum“ [Kb. Mýv.]. Þau fara 1883 „Frá Árbakka í Hrappstaði“ [Kb. Mýv.]. - Í [Kb. Lund.] er Sigurjón sagður koma 1883 með Jón frá Grænavatni, en S. Kristín árið eftir „ , frá Mývatni að Hrappstöðum“. Þar eignast þau hjónin dótturina Ólöfu Jakobínu 25. nóv. 1884 [Kb. Lund.]. Þau flytja með hana 1885 „ , frá Hrappstöðum að Húsavíkurbakka“ og eru á manntali á Gautsstöðum á Húsavík 1890, þar sem Sigurjón er sjómaður. Þau eru öll þrjú á manntali í Hátúni á Húsavík 1901. Sigurjón er á manntali í Holti á Húsavík 1920.

Sonur Sigurjóns og Kristínar á Árbakka 1882-1883: Jón Sigurjónsson er með foreldrum sínum í fólkstali á Árbakka í des. 1882 [Sál. Mýv.], hvort sem hann fer 1883 að Grænavatni eða Hrappstöðum. Jón var fæddur 22. júní 1880 í Stafnsholti [Kb. Ein.] og er þar með foreldrum sínum á manntali 1880. Hann dó á Hrappstöðum 28. júlí 1884 „ , barn á Hrappstöðum, 4“ [Kb. Lund.].

Vandalausir á Árbakka 1882-1883:

(Guðrún Einarsdóttir er í fólkstali á Árbakka í des. 1882 „lausakona“ [Sál. Mýv.]. Engin deili veit ég á Guðrúnu þessari, enda ekki gott við að gjöra, þegar enginn aldur er tilgreindur. Í fyrstu áleit ég að þetta væri sú Guðrún, sem lengi var vinnukona á Gautlöndum og á manntali þar 1880. En hún er skráð á Gautlöndum í sama fólkstali í des. 1882.)

1883 - 1887: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir

Ásmundur og Arnfríður koma frá Engidal að Árbakka 1883 [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Ásmundur er gjaldandi fyrir Árbakka í manntalsþingbók 1884-1887, en árið eftir eru þau í húsmennsku í Hörgsdal. Ásmundur var fæddur 28. apríl 1852 í Vogum, sonur hjónanna Helga Ásmundssonar og Guðfinnu Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hann er á manntali með foreldrum í Vogum 1855 og 1860.

Arnfríður var fædd 31. júlí 1857 á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigurlaugar Guðlaugsdóttur [Laxd. bls. 114]. Hún er á manntali með foreldrum í Haganesi 1860.

Þau Ásmundur og Arnfríður voru gefin saman 8. júlí 1880; er Ásmundur þá sagður „húsmaður í Haganesi, 29 ára“ en Arnfríður „frá Arnarvatni, 24 ára“ [Kb. Mýv.]. Þau eru á manntali í Haganesi um haustið. Sjá má um búskap þeirra í [Laxd. bls. 114]. Þau voru í húsmennsku í Engidal 1881-1883. Eftir

búskap á Árbakka voru þau Ásmundur og Arnfríður í Hörgsdal 1887-88, í Stafnsholti 1888-1890 og í Laugaseli 1890-91. Aftur í Stafnsholti 1891-1892, þá áLjótsstöðum eitt ár, þá 1893-1896 í Heiðarseli. Þá settust þau að í Laugaseli og bjuggu þar langa ævi til dauðadags. Ásmundur andaðist 10. mars 1946, en Arnfríður 5. febr. 1945 [Kb. Mýv.] og [Skú. bls. 53 og 47].

Börn Arnfríðar og Ásmundar á Árbakka 1883-1887: Kristín Ásmundsdóttir kemur með foreldrum sínum 1883 frá Engidal að Árbakka og fer með þeim að Hörgsdal 1887. Kristín var fædd 23. des. 1881 í Engidal. Hún var með foreldrum í Stafnsholti, á Ljótsstöðum, í Heiðarseli og fer með þeim að Laugaseli 1896 [Kb. Ein.], þar sem hún er með þeim á manntali 1901, 1910, 1920 og 1930. Dó á Akureyri 6. mars 1957 [Laxd. bls. 114].

Helgi Ásmundsson, fæddur 2. júlí 1884 á Árbakka. Fer með foreldrum sínum að Hörgsdal 1887. Hann var með þeim í Stafnsholti, á Ljótsstöðum, í Heiðarseli og fer með þeim að Laugaseli 1896, þar sem hann átti heima til æviloka. Dó á Húsavík 22. sept. 1965 [Laxd. bls. 114].

Annað skyldulið Ásmundar og Arnfríðar á Árbakka 1883-1887: Sigurður Jónsson, faðir Arnfríðar húsfreyju, er á fólkstali á Árbakka við árslok 1883-1885, en 1886 er ekki fólkstal. Sigurður var fæddur 18. okt. 1833 og voru foreldrar hans Jón Jónsson og Sigurlaug Guðlaugsdóttir „hión á Helluvaði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Hann er á manntali á Hofsstöðum 1850 með móður sinni, sem þá er ekkja. Hann kvæntist Sigurlaugu Guðlaugsdóttur, sjá hér næst á eftir, 23. okt. 1853, þá bæði í Álftagerði. Þau hjónin eru á manntali á Bjarnastöðum 1855, þar sem Sigurður er vinnumaður. Sigurður er í Haganesi 1860, bóndi, ásamt Sigurlaugu konu sinni, og á Arnarvatni 1880, þar sagður vinnumaður. Þau hjón eru á manntali á Gautlöndum 1890 og er Sigurður þá sagður vinnumaður. Sigurður andaðist 14. okt. 1922 „ , fv. bóndi Laugasel í Reykdælahreppi, 89 ár“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46]. Sjá einnig [Laxd. bls. 114].

Sigurlaug Guðlaugsdóttir, móðir Arnfríðar húsfreyju, kona Sigurðar hér næst á undan, er á fólkstali á Árbakka við árslok 1883-1885, en 1886 er ekki fólkstal. Sigurlaug var fædd 2. ágúst 1832, voru foreldrar hennar Guðlaugur Kolbeinsson og Kristín Helgadóttir „hión að Álptagerði“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 15 og 46]. Hún er þar með þeim og systkinum á manntali 1835 og 1840, en 1845 er hún „ , 14, Ó, tökustúlka,“ á Grænavatni og 1850 vinnukona á Gautlöndum. Hún giftist Sigurði hér næst á undan 23. okt. 1853, sjá þar. Sigurlaug andaðist 5. febr. 1910 „ , kona í Laugaseli, 78“ [Kb. Mýv.], [Skú. bls. 46].

1887 - 1889: Í eyði

1889 - 1910: Pétur Guðmundsson og Aðalbjörg Árnadóttir

Pétur og Aðalbjörg koma 1889 ásamt fjórum börnum frá Svínadal að Árbakka [Kb. Mýv.]. Þau eru þar á manntali 1890 og 1901. Pétur fer 1910 „ , bóndi, 68, Bakka - Hjeðinsvík“ [Kb. Mýv.] og er enginn á manntali á Krákárbakka (sem svo virðist heita frá um 1880-1890) haustið 1910. Pétur er gjaldandi þinggjalda fyrir Árbakka í manntalsbók 1890 en 1891-1899 fyrir Krákárbakka, en lengra nær sú bók ekki. Sigurgeirs sonar hans er getið í manntalsbókinni 1896 á skrá yfir búlausa.

Kristín Ásmundsdóttir

Pétur var fæddur 1843, skírður 19. nóv., og voru foreldrar hans Guðmundur Tómasson og Kristín Jónsdóttir hjón á Kálfaströnd [Kb. Mýv.]. Pétur er með foreldrum sínum á manntali þar 1845 og 1855 og 1860 í Reykjahlíð, þar sem faðir hans er þá ráðsmaður. Hann fer 1865 „ , 23, vinnumaður, Reykjahl. að Grímsstöð. austr“ [Kb. Mýv.] og kemur inn í Hofteigssókn 1867 „frá Grímsstöðum að Víðid.“

Aðalbjörg var fædd 28. mars 1851 „Móðirin Kristín Gísladóttir Bakka lýsir föður að barninu Árna Sigurðsson vinnumann á Skeggjastöðum. Hann hefur géngið við Faðerninu beggja 2ð brot.“ [Kb. Skeggj.]. Aðalbjörg er á manntali með móður sinni á Bakka 1855 og er þar enn 1860 á manntali „ , 10, Ó, tökubarn,“ en þá er móðir hennar gift og búandi í Höfn.

Aðalbjörg er sögð koma 1863 ásamt föður sínum og Ingibjörgu alsystur sinni „ , frá langan. að Vatnsd.“ (líkl. Vatnadal) [Kb. Skeggj.] og þaðan er Aðalbjörg fermd 1865. Hún fer úr Skeggjastaðasókn 1867 „ , 15, vinnuk, frá Bakka að Haga í Vopnaf.“ [Kb. Skeggj.]. Hún er burtvikin úr Hofssókn 1869 „ , 27, vst, Norðurskálan. að Gestreiðarst.“ (aldur hennar sýnilega rangur).

Pétur og Aðalbjörg voru gefin saman 18. sept. 1870, er Pétur sagður „bóndi að Gestreiðarstöðum“ en Aðalbjörg „bústýra samast.“ [Kb. Hoft.]. Þau koma þaðan að Víðaseli 1874, en flytja þaðan að Álftagerði 1880. Þar eru þau á manntali þ. á. með fjórum börnum. Þau flytja með börn sín 1887 að Svínadal [Kb. Garðss.] en koma þaðan 1889 að Árbakka [Kb. Mýv.] eins og áður segir. - Pétur fer 1910 „ , bóndi, 68, Bakka - Hjeðinsvík“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þaðár ásamt Sigurgeir syni sínum og tengdamóður sinni, en Aðalbjörg er þá á manntali á Arnarvatni „HJ“ (= hjú). Pétur fer 1912 „Gamalmenni, 69, Frá Brekku í Húsav. fram í Bárðardal“ [Kb. Hús.]. Aðalbjörg fer 1916 „ , vinnuk., 66, Grænavatn - Bangastaðir, Tjörnes“ [Kb. Mýv.]. Börn Péturs og Aðalbjargar á (Krák)Árbakka 1889-1910:

Methúsalem (einnig ritað Matúsalem eða Metúsalem) Pétursson kemur með foreldrum sínum frá Svínadal að Árbakka 1889 „ , 15, börn þeirra“ [Kb. Mýv.]. Hann er farinn þaðan við húsvitjun í árslok 1891. Methúsalem var fæddur 6. mars 1873, voru foreldrar hans þá „hjón á Gestreiðarstöðum“ [Kb. Hoft.], (var annað barn foreldra sinna). Hann er með foreldrum sínum á manntali í Álftagerði 1880 og á Krákárbakka 1890 „ , 17, Ó, sonur þeirra,“. Fer 1895 „vinnum, 23, frá Reykjahlíð að Svartárkoti“ og kemur þaðan aftur að Kálfaströnd 1896 [Kb. Mýv.]. Við manntalið 1901 er hann á manntali á Grænavatni „hjú, 28“. Methúsalem („Sali“) var skáldmæltur.

Sigurgeir Pétursson. Þegar Pétur og Aðalbjörg koma frá Svínadal 1889, fer Sigurgeir sonur þeirra að Kálfaströnd „14, þeirra son“. Eftir manntölum sóknarprests við árslok að dæma, er Sigurgeir á Krákárbakka 1895 „ , laus, 22“ [Sál. Mýv.], fer 1896 „ , vinnum., 22, frá Bakka í Helgastaði“ [Kb. Mýv.]. Hann er aftur á Krákárbakka 1899-1902 og við manntalið 1901 er hann þar til heimilis „ , sonur hjóna, trésmíðanemi, 27“ en þess getið að hann sé fjarv. á Húsavík. Hann fer 1902 „ , trjesmiður, 28,“ frá Bakka (= Krákárbakka?) á Húsavík ásamt Kristínu ömmu sinni [Kb. Mýv.]. Sigurgeir var fæddur 19. apríl 1875 í Víðaseli. Fer þaðan með foreldrum „til Mývatns“ 1880 og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Hann fer með foreldrum sínum að Svínadal 1887 [Kb. Garðss.] og kemur þaðan að Kálfaströnd 1889 „ , 14, þeirra son, Frá

Sigurgeir Pétursson

Svínadal að Kálfaströnd“ [Kb. Mýv.]. Þaðan fer hann 1890 að Litlulaugum þar sem hann er á manntali þ. á. „ , 17, Ó, vinnumaður,“. Sigurgeir kvæntist 2. ágúst 1908 Björgu Jónsdóttur á Höskuldsstöðum og flytja þau árið eftir að Héðinsvík [Kb. Ein.], [Kb. Hús.] og eru þau þar á manntali 1910. Mikill ættbálkur er út af þeim kominn.

Steindór Pétursson kemur með foreldrum frá Svínadal að Árbakka 1889 „7, börn þeirra“[Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Hann er þar á manntali sóknarprests við árslok 1889-1909. Steindór var fæddur 4. ágúst 1882, voru foreldrar hans þá „hjón í Álptagerði“ [Kb. Mýv.]. Hann fer 1899 „ , vinnudr., 17, að Víðirkeri frá Krákárbakka“ [Kb. Lund.], kemur þaðan aftur 1900 „ , vinnum., 18,“ [Kb. Lund.]. Hann er lausamaður á Bjarnastöðum í Mýv. við manntalið 1910, en fer 1911 „ , laus, 29, Krákárbakka - Víðirker“ [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.]. Steindór var í bændaskólanum á Hólum „kom 1910 og fór 1912“ [Skólask.].

Svanfríður Pétursdóttir kemur með foreldrum frá Svínadal að Árbakka 1889 „4 , börn þeirra “ [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Síðast er hún þar á manntali sóknarprests við árslok 1903 [Sál, Mýv.]. Hún fer 1904 „trúlofuð, 18, Bakka á Húsavík“ [Kb. Mýv.], [Kb. Hús.] segir„vinnukona, 19, Frá Krákárbakka að Húsavík“. Svanfríður var fædd 22. júní 1885, voru foreldrar hennar þá „hjón búandi Álftagerði“ [Kb. Mýv.]. Svanfríður giftist 20. maí 1905 Grími Sigmar Sigurjónssyni, sem þá er „vinnumaður í Odda 22 ára“ en hún „lausakona s. st. 19 ára“ [Kb. Hús.]. Þau eignast 10. febr. 1906 dótturina Aðalheiði Guðnýju, þá „hjón í Héðinsvík“ [Kb. Hús.]. Svanfríður deyr 17. ágúst 1908 „Gift kona á Ísólfsstöðum, 22 ára“ [Kb. Hús.] og er Grímur á manntali í Voladal 1910 „LAUMA, E“. En Aðalheiði Guðnýju finn ég hvorki á því manntali, né meðal dáinna eða burtvikinna til 1910.

Petra Pétursdóttir kemur með foreldrum frá Svínadal að Árbakka 1889 „ , 1, börn þeirra“ [Kb. Mýv.] og er með þeim þar á aðalmanntali 1890 og 1901. Hún er þar á manntali sóknarprests við árslok 1909 [Sál. Mýv.]. Petra var fædd 31. ágúst 1888, voru foreldrar hennar þá „búandi hjón í Svínadal“ [Kb. Garðss.]. Hún er á manntali á Helluvaði 1910, en fer 1918 frá Hörgsdal að Engidal [Kb. Mýv.] og er þar á manntali 1920 „ , vinnukona, Ó,“. Hún fer þaðan 1922 „ , vinnuk, 34,“ að Ytra Fjalli [Kb. Lund.].

Annað skyldulið Péturs og Aðalbjargar á Krákárbakka 1889-1910:

Kristín Gísladóttir, móðir Aðalbjargar húsfreyju, er á Krákarbakka við húsvitjun í árslok 1892 og 1893 „ , „gamla“ „branda““ [Sál. Mýv.]. Hún kemur 1900 „ , ekkja, 73,“ að „Bakka frá Klömbrum“ [Kb. Mýv.] og fer 1902 með Sigurgeir dóttursyni sínum frá „Bakka, á Húsavík“ [Kb.Mýv.], [Kb. Hús.]. Kristín var fædd 6. júlí 1830 og voru foreldrar hennar Gísli Vilhjálmsson og Ólöf Jónsdóttir „hjón í Höfn“ í Skeggjastaðahreppi. Hún fer 1843 „ , 13, léttastúlka frá Höfn að Áslaugastöðm í Vopnafirði“ [Kb. Skeggj.]. Kristín eignaðist tvær dætur með Árna Sigurðssyni, Ingibjörgu f. 5. júní 1849 og Aðalbjörgu f. 28. mars 1851, þá á Bakka, en þar er hún á manntali 1850 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Hún er enn á manntali á Bakka 1855, þá með Aðalbjörgu dóttur sinni. ,Hinn 29. maí 1856 giftist Kristín, þá vinnukona á Bakka, Jóni Gunnarssyni, sem þá er „vinnumaður á Bakka, 31 ára“ [Kb. Skeggj.] og eru þau á manntali í Höfn 1860 ásamt þrem börnum sínum. Jón andaðist 6. febr. 1867 „ , 42, bóndi í Höfn“ [Kb. Skeggj.]. Kristín kemur 1875 „48, til dóttur sinnar, af Langanesströnd að Víðaseli“ [Kb. Ein.]. Húnfer 1880 „móðir konu“

með Pétri og Aðalbjörgu frá „Víðaseli til Mývatns“ [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali í Álftagerði þ. á. Kristín fer 1885 „ , 58, vkona Frá Reykjahl. í Grenjaðarst.“ [Kb. Mýv.]. Hún er á manntali í Klömbur 1890 „ , 65, E, vinnukona,“. Fer 1897 sem Kristín „branda“ Gíslad., vinnuk., 69, Frá Haganesi í Part.“ [Kb. Mýv.]. Fer 1906 „Gömul kona, 80,“ frá Prestsholti í Klömbur [Kb. Hús.]. Fer 1908 „Frá Grenjaðarstað að Höskuldsstöðum“ [Kb. Grenj.] og þaðan 1910 „ , tökukona, 82,“ að Héðinsvík [Kb. Ein.] og er þar á manntali þ. á. ásamt Pétri tengdasyni sínum. Kristín andaðist 16. júlí 1911 „Ekkja í Brekku Húsav., 88?,“ [Kb. Hús.].

Vandalausir á Árbakka í búskapartíð Péturs og Aðalbjargar 1889-1910:

Guðbjörg Svanfríður Hallgrímsdóttir fer 1890 „léttastúlka, 15, frá Bakka í Holtakot“ [Kb. Mýv.]. Guðbjörg er á manntali í Holtakoti í Grenjaðarstaðarsókn 1890 „ , 16, Ó, vinnukona,“ sögð fædd í Tjarnarsókn, en í Upsasókn 1901. Fæðingu hennar hef ég ekki fundið, hvorki í Tjarnar-, Upsa, Urða- né Vallasóknum í Svarfaðardal, né í Tjarnarsókn á Vatnsnesi. Guðbjörg fer 1892 „ , 17, vk., frá Þverá til Húsavíkur“ [Kb. Grenj.]. Hún giftist 18. júlí 1897 Hjálmari Magnússyni, eru þau þá bæði í Betribæ á Húsavíkurbakka, 22ja ára [Kb. Hús.]. Þau eru á manntali 1901 ásamt Jóni Friðgeir syni sínum í Hallgrímsbæ á Húsavík; er Hjálmar sagður „húsbóndi, sjómaður, 26“ en Guðbjörg „kona hans, 26“.

Jón („Hörgur“) Jónatansson kemur 1899 „ , kom á sveit, 46“ að „Bakka kom hjer á sveit sína frá Jarlsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Hann fer árið eftir „ , laus, 47, Frá Bakka á flæking“ [Kb. Mýv.]. Jón var fæddur 20. júlí 1852 í Hörgsdal. Hann fer með foreldrum sínum að Fljótsbakka 1855 og er með þeim þar á manntali þ. á. og 1860 í Hörgsdal „ , 9, Ó, barn þeirra,“. Hann er á fólkstali með foreldrum og systkinum í Hörgsdal 31. des. 1871 og 1872, en er 1873 á Helluvaði „ , 22, Lausamaður“ á manntali sóknarprests 31. des. 1873 [Sál. Mýv.]. Jón er víða í vinnumennsku, hann fer 1875 „ , 26, vinnum.“ frá Laufási að Lundarbrekku og er á manntali í Víðirkeri 1880 „ , 28, Ó, vinnumaður,“. Hann fer 1890 „ , laus, 37, frá Haganesi að Stórulaugum“ [Kb. Mýv.] og er þar á manntali þ. á. „ , 38, Ó, vinnumaður,“. Hann kemur 1898 í „Jarlsstaði frá Litlutjörnum“ [Kb. Lund.]. Jón kemur 1900 „ , 45, lausamaður, norðan úr Þingeyjarsýslu að Minnagrindli“ [Kb. Barðss.] ásamt Sæunni, sjá hér næst á eftir, og dóttur þeirra. Þau flytja 1901 að Kráksstöðum og eru þar á manntali þ. á., er Jón sagður „húsbóndi, sjóróðramaður,“. Jón kvænist Sæunni 26. sept. 1902, þá „b. á Kló.“ [Kb. Höfðaprk.]. Jón er enn sagður „b. á Kló“ við fæðingu þriðju dóttur þeirra 6. júní 1904. Jón kemur ásamt konu og þrem dætrum 1905 „ , kom á sveit, 52, Flutt á hreppinn frá Klóni í Skagafirði“ [Kb. Mýv.]. Virðist fjölskyldunni dreift um sveitina, Sæunn og Þorgerður eru á Arnarvatni og Jón og Unnur á Grænavatni við árslok 1905, en við árslok 1906 eru Jón, Sæunn og yngsta dóttirin í Syðrineslöndum. Jón og Sæunn fóru ásamt fjórum dætrum sínum til Vesturheims 1907 „Frá Syðrneslöndum til America“ [Kb. Mýv.] með svolátandi „Aths: Send af sveitinni með 1000 kr. auk fargjalds og urðu menn þá fegnir að losna við Hörg því hann var hvimleiður.“ [Kb. Mýv.]. Sjá um Jón í grein eftir Hallgrím Pétursson í Árbók Þingeyinga 1989, bls. 129-165.

Sæunn Jónína Ásgrímsdóttir, kemur 1899með Jóni hér næst á undan „ , fylgik. hans, 29, fylgdi Hörg“ [Kb. Mýv.] að Árbakka. Hún fer árið eftir „ , sveitaróm. 30, Frá Bakka, flutt á Holtshrepp í Skagaf.“ [Kb. Mýv.] ásamt dóttur sinni hér næst á eftir. Sæunn var fædd 11. maí 1869, voru foreldrar hennar „Ásgrímur Þorkelsson Sæunn Jónsdóttir 36, hjón búandi í Minnibrekku“ [Kb.Barðsprk.].

Guðbjörg S. Hallgrímsdóttir

Hún er „ , 11, Ó, niðurseta,“ á Reykjarhóli við manntalið 1880, með henni er móðir hennar, sem þá er ekkja. Sæunn á heima á Minnagrindli við fermingu 1883. Fer 1888 frá Minnaholti að Vík (í Héðinsfirði?) ásamt bróður sínum. Er á manntali í Sæbyhúsi (tómthús) í Hvanneyrarsókn 1890 „ , 21, Ó, vinnukona,“. Hún kemur 1897 „ , vinnuk., 28,“ að Jarlsstöðum í Bárðardal frá Akureyri [Kb. Lund.]. Sæunn kemur með Jóni og dóttur sinni árið 1900 „ , 34, lausakona, norðan úr Þingeyjarsýslu að Minnagrindli“ [Kb. Barðss.], en fer með þeim 1901 að Kráksstöðum, þar sem þau eru á manntali þ. á., er Sæunn þá „ , ráðskona hans,“ (Jóns). Hún giftist Jóni, eins og áður segir um hann, 26. sept. 1902, sjá áfram hjá honum. Sæunn fer með Jóni til Vesturheims 1907.

Unnur Jónsdóttir, f. 24. júní 1899, líklega á Krákárbakka, þó heimilis móður sé ekki greinilega getið; foreldrar voru „Sæunn Ásgrímsd. lausak. { ... } og Jón Jónatansson ógipt“ [Kb. Mýv.]. Unnur fer með móður sinni árið 1900 „ , brn hennar, 1,“ [Kb. Mýv.] á Holtshrepp í Skagafirði. Hún fylgir foreldrum sínum og er með þeim á manntali á Kráksstöðum 1901 „ , dóttir þeirra, 2,“. Hún fer með þeim til Vesturheims 1907.

(1911: Steindór Pétursson)

Steindór telst líklega til heimilis á Krákárbakka þetta ár, líklega meira að nafninu og varla um búskap að ræða, hann er þá sagður fara þaðan þ. á. að Víðirkeri [Kb. Mýv.], [Kb. Lund.] (sami prestur). En árin 1910-1912 var Steindór í bændaskólanum á Hvanneyri, sjá um hann hér nokkru ofar. Hann er á manntali á Bjarnastöðum 1910, en ekki er getið neins heimilismanns á Krákárbakka á manntali sóknarpr. við árslok 1910 né 31. des. 1911.

1. yfirferð gerð síðsumars 2005, endurbætt 4. 11. s. á. Þessi prentun gerð 6. sept. 2006. R. Á.

Ábúendur á (Krák)Árbakka

Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1843 - 1860: Jón Björnsson og Helga Jónsdóttir 1860 - 1861: Helga Jónsdóttir 1853 - 1874: Jóhannes Jóhannesson og Sigríður Jónsdóttir 1861 - 1863: Sigurður Eiríksson og Sigurborg Jónsdóttir 1864 - 1873: Jónas Jónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir

1874 - 1882: Páll Guðmundsson og Guðrún Soffía Jónasdóttir

1882 - 1883: Sigtryggur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir

1882 - 1883: Sigurjón Björnsson og Sigríður Kristín Einarsdóttir

1883 - 1887: Ásmundur Helgason og Arnfríður Sigurðardóttir

1887 - 1889: Í eyði

1889 - 1910: Pétur Guðmundsson og Aðalbjörg Árnadóttir (1911: Steindór Pétursson)

Skammstafanir og skýringar:

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands. [Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991. [Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993. [Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal. [Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951. [Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983. [Þing. V. A., nr. 1]: Dóma- og þingbók Suður-Þingeyjarsýslu 1843-1861, Þing. V. A., nr. 1. [ÞinKV.]: Konráð Vilhjálmsson: Þingeyingaskrá, ljósrit af handriti í Þjóðskjalasafni Íslands. [ÆSiÞ.]: Hrólfur Ásvaldsson: Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum, Prenttækni 1992. [ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: