79 minute read

2.6 Grjótárgerði

Next Article
2.15 Stafnsholt

2.15 Stafnsholt

Grjótárgerði, sem fyrst var kallað Nýibær, hjáleiga, og heitir svo á manntali 1840, er byggt úr landi Bjarnastaða [Bybú, bls. 268]. Þess er ekki getið í manntölum 1703, 1801, 1816 né 1835. Til þess er líklega stofnað af því þröngt hefur verið orðið á Bjarnastöðum eftir að Kristján og Kristín koma þangað 1835.

Athyglisvert er, að þegar þröngt er er orðið í Grjótárgerði (12 manns eru þar á manntali 1855), stofnar fjölskylda frá Grjótárgerði til nýbýlis í Stórási 1857.

1836 - 1859: Kristján Jónsson og Kristín Sighvatsdóttir

Kristján og Kristín flytja 1835 frá Hvarfi að Bjarnastöðum [Kb. Lund.], þar sem foreldrar Kristjáns búa þá. Þau eru í Grjótárgerði við húsvitjun 1837, líklega fyrri hluta árs. Því má gera ráð fyrir, að upphaf byggðar í Grjótárgerði teljist 1836, eins og segir í [Bybú] og [BT.]. Kristján er gjaldandi fyrir Nýjabæ í manntalsbók þinggjalda 1837-1859, en 1852 og 1855-57 er þar getið Sigurðar Sighvatssonar, ýmist á skrá yfir búlausa eða „Búlausir tíundandi“.

Kristján deyr 1859 í Grjótárgerði. Tók Sigurbjörn sonur þeirra Kristínar þá við búi.

Kristján var fæddur 14. júní 1804 í Litlutungu, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Abigaelar Finnbogadóttur [Kb. Lund], sem eru á manntali í Litlutungu 1801 og á Bjarnastöðum 1816 (húsv. í mars 1815). Þar er Kristján þá einnig á manntali með þeim og systkinum sínum „ , þeirra barn, 11,“.

Kristján eignaðist soninn Jónas með Maríu Ólafsdóttur 28. sept 1828, sjá síðar og undir Höskuldsstaðasel.

Kristín var fædd 16. júlí 1800 á Kálfborgará, dóttir hjónanna Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur [Kb. Eyj.] og er með þeim þar á manntali 1801, þá eins árs. Hún er einnig með foreldrum og þrem systrum á manntali á Hvarfi 1816 (húsv. í mars 1815) „ , þeirra barn, 14,“.

Kristján og Kristín eru líklega gefin saman fyrir 1830, en skrá um hjónavígslur í Eyjardalsársókn frá þeim tíma eru glataðar. Þau eru á manntali á Hvarfi 2. febr. 1835. Sigurbjörn sonur þeirra er sagður 5 ára er þau flytja 1835 að Bjarnastöðum eins og fyrr er getið.

Þau hjónin eru á manntali í Grjótárgerði 1840, 1845, 1850 og 1855 og Kristín 1860. Kristján fær svofelldan vitnisburð um hegðun og kunnáttu hjá sóknarpresti í fólkstölu við nýár 1858: „ , ráðvandur artarmaður, viðunanlega að sér“ og Kristín: „ , sköruleg, vel að sér“ og tveim árum síðar: „ , skörp og forstöndug, sæmil.“ [Sál. Eyj.].

Eins og áður segir andaðist Kristján í Grjótárgerði 2. maí 1859. En Kristín átti heima hjá Sigurbirni syni sínum í Grjótárgerði, en flutti með honum að Stórási 1872, þar sem hún dó 13. okt. 1880 „Ekkja á Stóraási, 80,“ [Kb. Lund.].

Börn Kristjáns og Kristínar í Grjótárgerði:

Sigurbjörn Kristjánsson kemur „ , 5, þra barn,“ með foreldrum sínum frá Hvarfi að Bjarnastöðum 1835 og er með þeim í Grjótárgerði við húsvitjun 1837. Hann verður síðar bóndi í Grjótárgerði, sjá þar. Við fermingu á Lundarbrekku 1845 er Sigurbjörn sagður fæddur 6. sept. 1830.

Ástþrúður Kristjánsdóttir, f. 23. júní 1838 í Nýjabæ (svo), d. þar 25. júní s. á. [Kb. Lund.].

Vilborg Kristjánsdóttir, f. 11. mars 1842 í Grjótárgerði, d. þar 11. apríl s. á. [Kb. Lund.].

Annað skyldulið Kristjáns og Kristínar í Grjótárgerði

1836-1859:

Ástþrúður Grímsdóttir, móðir Kristínar, kemur með Kristjáni og Kristínu að Bjarnastöðum 1835 „ , 67, móðir konu“ og er í Grjótárgerði við húsvitjun 1837 og 1839. Hún andaðist í Grjótárgerði 3. júní 1840 „ , gömul kona á Grjótárgerði, 72“ [Kb. Lund.]. Ástþrúður er á manntali með Sighvati manni sínum á Kálfborgará 1801 „ , hans kone, 33,“ og á Hvarfi í mars 1815. Þau hjón eignuðust a. m. k. 14 börn, voru sum þeirra niðursetningar á ýmsum bæjum í Ljósavatnshreppi.

Jóhanna Sighvatsdóttir, systir Kristínar, er í Grjótárgerði við húsvitjun 1837 „ , vinnukona, 26“ og er þar á manntali 1840 „ , 30, Ó, vinnukona“. Jóhanna var fædd á Hvarfi 29. maí 1811 [Kb. Eyj.]. Hún er þar á manntali við húsvitjun í mars 1815 „ , þeirra barn, 4,“ Jóhanna er á manntali á prestssetrinu Barði í Fljótum 1835 „ , 24, Ó, vinnukona,“ þar er Sigurður bróðir hennar þá einnig. Jóhanna er aftur vinnukona í Grjótárgerði frá 1854, er þar í fólkstölu við nýár 1855 og á manntali þar þ. á. Hún er þar aftur í fólkstölu við nýár 1859 og 1860, hið síðara árið „ , 49, vinnukona, meinhæg og trú, dável að sér í andl.“ [Sál. Eyj.] og þar á manntali 1860. Hún andaðist 8. maí 1867 „ , ógipt vinnukona í Grjótárgerði“ [Kb. Lund.].

Sigurður Sighvatsson, bróðir Kristínar húsfreyju, er á manntali í Grjótárgerði 1840 „ , 29, Ó, vinnumaður“. Hann er aftur í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1852, ásamt Steinunni konu sinni, sögð á 2. býli [Sál. Eyj.]. En í manntalsbók þinggjalda er Sigurður á skrá yfir búlausa 1852. Þau hjón eru enn í Grjótárgerði 1854-1857, er Sigurður þá einnig á skrá sem nefnist „búlausir tíundandi“ eða búlausra. Sigurður er þar á manntali 1855 og í fólkstölu við nýár 1856, sagður bóndi á öðru búi [Sál. Eyj.]. Sigurður var fæddur 30. sept. 1812 á Hvarfi, sonur Sighvats Þorsteinssonar og Ástþrúðar Grímsdóttur sem þá bjuggu þar [Kb. Eyj.].

Hann er „ , niðurseta, 21/2 “ á Ljósavatni við manntalið 1816. Við manntalið 1835 er hann „ , 23, Ó, vinnumaður“ á prestssetrinu Barði í Fljótum, þar er Jóhanna systir hans þá einnig. Kemur 1837 „ , 25, vinnumaður, vestan úr Fljótum að Kálfborgará“ [Kb. Eyj.]. Hann er víðar í vinnumennsku, er í Grjótárgerði við manntalið 1840, sjá hér ofar, fer frá Mýri að Eyjardalsá 1842 [Kb. Lund.] en við manntalið 1845 er hann vinnumaður á Hvarfi. Sigurður kvæntist Steinunni Ísleifsdóttur 3. okt. 1849, voru þau þá bæði í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Þau Sigurður og Steinunn byrja byggð í Stórási 1857, sjá um þau þar. Hann deyr þar 2. des. 1866.

Jónas Kristjánsson, sonur Kristjáns Jónssonar og Maríu Ólafsdóttur, kemur 1841 „ , á 13 ári, Léttadrengur, frá Reikiadal að Griotárgerði“ [Kb.Lund.] (í [Kb. Ein.] segir „ , 13, smali, frá Einarsst. að Nýabæ í B.dal“). Við fermingu 1843 er hann enn í Grjótárgerði, forsjármenn hans eru „Kristján Jónsson Faðir og Kristín Sighvatsdóttir Stjúpmóðir búandi hion á Griótargérði.“ [Kb. Lund.]. Við ferminguna er einnig getið fæðingardags Jónasar 28. sept. 1828 (fæðing hans mun hafa verið skrásett í þeim hluta [Kb. Eyj.] sem nú er glataður). Hann fer 1834 með móður sinni frá Hlíðarenda að Ingjaldsstöðum. Er „ , 18, Ó, vinnumaður,“ í Svartárkoti við manntalið 1845. Er vinnumaður í Hrappsataðseli 1851-1852, sjá þar. Kvæntist 2. júlí 1855, þá 27 ára í Svartárkoti, Sigríði Magnúsdóttur „á Stóruvöllum 17 ára gömul“ og eru þau á manntali í Svartárkoti 1. okt. 1855, þar sem Jónas er sagður bóndi. Þau fara 1856 að Brennási, sjá einnig þar. Jónas er húsmaður í Grjótárgerði hjá Sigurbirni hálfbróður sínum 1871-1872 og áfram vinnumaður þar hjá Jóni Guttormssyni til 1874, ásamt fjölskyldu sinni, sjá nánar þar.

Helgi Sighvatsson, bróðir Kristínar húsfreyju, er í Grjótárgerði „vinnumaður, 43“ við húsvitjun 1845 og 1846 (líklega snemma árs), en er ekki þar við manntalið haustið 1845, þá er hann í Stórutungu. Hann er vinnumaður á búi Kristjáns í fólkstölu um nýár 1853, 1854 og 1855 og þar á manntali þ. á. um haustið „ , 54, Ó, matvinnungur,“ en ekki í fólkstölu um nýár 1856. Hann kvæntist 19. okt. 1856 (þá sagður vinnumaður í Grjótárgerði) Ingibjörgu Jósafatsdóttur, sem þá er sögð vinnukona á Bjarnastöðum. Þau eru vinnuhjú hjá Sigurbirni bónda í Grjótargerði við manntalið 1860, sjá nánar um þau þar. Helgi var fæddur á Kálfborgará 31. júlí 1802 [Kb. Eyj.]. Hann er „ , niðursetningur, 13,“ á Sandhaugum við húsvitjun í mars 1815 (Mt. 1816). Fer þaðan 1821 „ , 18, vinnumaður,“ að Engidal, er vinnumaður á Kálfborgará við manntalið 1835 og fer 1836 „ , 36, vinnumaður,“ frá Kálfborgará að Mýri [Kb. Lund.]. Hann er „ , 39, Ó, vinnumaður“ í Mjóadalskoti við manntalið 1840.

Steinunn Ísleifsdóttir, mágkona Kristínar húsfreyju, kona Sigurðar hér nokkru ofar, er með honum í Grjótárgerði eins og sagt er hjá honum. Steinunn var fædd á Bergstöðum 16. jan. 1813, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur [Kb. Múl.], og er með þeim á manntali þar 1816 „ , barn þeirra, 3,“. Steinunn kemur 1830 „vinnukona, Frá Bergstöðum í Skriðuhverfi að Stórutúngu“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali 2. febr. 1835 „ , 22, Ó, vinnukona“. Þá er Ásmundur Einarsson, sonur hjónanna Einars Ásmundssonar og Bjargar Guðmundsdóttur, á manntali í Svartárkoti „ , 26, Ó, þeirra barn“. Steinunn, þá vinnukona í Svartárkoti, giftist Ásmundi 25. sept. 1837 [Kb. Lund.] og fluttu þau að Bergsstöðum 1838 en flytja aftur að Svartárkoti 1839 [Kb. Múl.],þar sem þau eru á manntali 1840og 1845 ásamt Björgu dóttur þeirra og Vigdísi, yngri systur Steinunnar. Ásmundur, f. m. Steinunnar, dó 10. sept. 1846 í Svartárkoti „ , bóndi ( . . ), 36 ára“, sama dag dó þar einnig Einar bróðir

hans, báðir úr mislingum [Kb. Lund.]. Steinunn er húskona í Svartárkoti við manntalið 1850, ásamt Björgu dóttur þeirra Ásmundar. Eins og áður segir flutti Steinunn með Sigurði að Stórási 1857, sjá nánar um hana þar. Hún andaðist 13. júní 1875, þá stödd á Sandhaugum [Kb. Lund.].

Ásmundur Sigurðsson, sonur Sigurðar og Steinunnar hér næst á undan, er með foreldrum sínum í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1852 og aftur 1855-1857 [Sál. Eyj.]. Hann fer með foreldrum að Stórási 1857. Ásmundur var fæddur 29. des. 1850 í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Deyr í Stórási 16. okt. 1865 „ , úngmenni frá Stóraási, 16“ [Kb. Lund.].

Solveig Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar og Steinunnar hér rétt ofar, er með foreldrum sínum á manntali í Grjótárgerði 1855 „ , 3, Ó, eins“ (þ. e. „barn þeirra“) og í fólkstölu þar við nýár 1855-1857 [Sál. Eyj.]. Hún fer með foreldrum að Stórási 1857. Solveig Sigþrúður var fædd á Sigurðarstöðum 7. maí 1853 [Kb. Lund.]. Sjá nánar um fjölskrúðugan feril hennar undir Stórás.

Björg Ásmundsdóttir, dóttir Steinunnar og fyrra manns hennar, kemur að Grjótárgerði 1851 með móður sinni og stjúpa og er með þeim þar í fólkstölu um nýár 1852-1855, en er vinnukona í Stórutungu við manntalið 1855. Björg var fædd 28. okt. 1838 á Bergstöðum [Kb. Múl.]. Flytur með foreldrum að Svartárkoti 1839 [Kb. Múl.] og er þar á manntali með þeim 1840 og 1845 og með móður sinni 1850. Sjá nánar um Björgu undir Stórás, hún er þar með móður sinni og stjúpföður í fólkstölu um nýár 1858.

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Kristjáns og Kristínar 18361859:

Grímur Jónsson kemur 1842 „ , 19, vinnumaður, frá Grjótárgerði að Helluvaði“ [Kb. Skút.]. Ekki er óyggjandi að hér sé um Grjótárgerði í Bárðardal að ræða, þó er það líklegra. Ekki er Grímur í Grjótárgerði við húsvitjun 1841 og hvorki er hans getið meðal innkominna né burtvikinna í Lundarbrekkusókn um þetta leyti. Grímur var fæddur 5. ágúst 1824 og voru foreldrar hans Jón Bergþórsson og f. k. hans Arnfríður Jónsdóttir, þá búandi hjón á Öxará. Grímur er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1835, einnig er hann þar á manntali 1840, og 1845 „ , 22, Ó, barn hans,“ (þ. e. Jóns Bergþ.). Hann fer 1843 frá Helluvaði að Öxará [Kb. Skút.].

Sigríður Elíasdóttir kemur 1843 „ , 18, vinnukona, innan úr Eyjafyrði að Grjótárgerði“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1845 „ , 20, Ó, vinnukona,“. Hún er enn á manntali í Grjótárgerði 1850 (þá enn sögð 20 ára!) en ekki er hún þar í fólkstölu um nýár 1851. Hún fer 1852 „ , 22, vinnukona, Víðirkéri að Grímsstöðm“ [Kb. Lund.]. Sigríður var fædd 20. ágúst 1826, voru foreldrar hennar „Elías Elíasson bóndi á Kroppi og kona hans Ingibjörg Þorláksdóttir“ [Kb. Hrafn.]. Foreldrar hennar flytja 1830 frá Hömrum að Veigastöðum [Kb. Glæs. (Svalb.)], en ekki er Sigríður þar á meðal, né heldur er hún með þeim á manntali á Hallandi (svo) 1835. Hún er þar hinsvegar með þeim á manntali 1840 „ , 15, Ó, þeirra barn“. Sigríður fer 1853 „ , 28, vinnukona, frá Grímsstöð: að Gautsstöðum“ [Kb. Mýv.]. Þar giftist hún 8. júli 1854 „28, yngisstúlka, vinnukona á Gautsstöðum“ Benedikt Benediktssyni „ , 25 ára yngismaður frá föðurhúsum á Gautsstöðum“ [Kb. Glæs. (Svalb.)] og eru þau á manntali þar 1855 og 1860.

Kristján Davíðsson kemur 1849 „ , 8, Tökubarn,“ frá Glaumbæ að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og er þar þegar í mars það ár við húsvitjun. Hann er þar á manntali 1850, 1855 og 1860, síðasta árið „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Hann er fermdur 1856 og fer 1862 „ , 20, vinnumaður,“ frá Grjótárgerði að Fornastöðum [Kb. Lund.]. Kristján var fæddur 19. apríl 1842 í Glaumbæ, sonur hjónanna Davíðs Jónssonar smiðs og bónda þar og Sigríðar Jósefsdóttur. Kristján var bróðir Magnúsar, Sigurjóns og Solveigar Jakobínu, sem ásamt Kristjáni áttu öll um skeið heima í Kvígindisdal og búa dótturbörn Magnúsar þar enn (2005). Kona Kristjáns var Anna Þorláksdóttir, sjá um þau í kafla um Laugasel.

María Ólafsdóttir, barnsmóðir Kristjáns bónda, er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1852, kemur þangað frá Höskuldsstaðaseli 1851 og deyr 29. jan. 1852 „ , gamalmenni á Grjótárgerði, 60“ [Kb. Lund.]. Sjá einnig um Maríu undir Höskuldsstaðasel og í [ÆÞ. IV, bls. 262-263] um foreldra hennar.

Vigdís Ísleifsdottir er í Grjótárgerði „ , vinnukona, 28“ í fólkstölu um nýár 1851, en er á Svartárkoti við manntalið 1850 „ , 27, Ó, vinnukona,“. Hún giftist Sigurbirni 14. júní 1852 [Kb. Lund.] og er síðan „ , kona hans,“ í fólkstölum og manntali 1855, uns hún verður húsfreyja í Grjótárgerði 1859, sjá þar.

Kristján Benediktsson er „54, niðurseta“ í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1858 [Sál. Eyj.]. Hann er farinn ári síðar. Kristján var fæddur á Eyjardalsá 23. apríl 1803, sonur hjónanna Benedikts Þorgrímssonar og Önnu Oddsdóttur [Kb. Eyj.], sem lengi bjuggu í Heiðarseli. Er þar með foreldrum við húsvitjun í mars 1812 og í mars 1815, einnig í apríl 1819. Hann er „ , 44, Ó, niðurseta,“ á Stóruvöllum við manntalið 1845. Kristján mun hafa verið blindur, var víða komið fyrir. Sóknarprestur segir um hann í fólkstölu í Grjótárgerði við nýár 1858 „ fer batnandi (um hegðun), viðunanlega eptir vananum“ (um kunnáttu). Hann fer 1881 „ , 79, hreppsómagi, frá Heiðarseli að Rauðá“ [Kb. Lund.] og er á manntali á Sigurðarstöðum 1890 „ , 88, Ó, hreppsómagi,“

Kristján andaðist 21. mars 1891„ , hreppsómagi, 88“ [Kb. Lund.], en ekki er getið hvar. Sjá um Kristján undir Heiðarsel.

1859 - 1872: Sigurbjörn Kristjánsson og Vigdís Ísleifsdóttir

Sigurbjörn og Vigdís taka við búsforráðum í Grjótárgerði við lát Kristjáns 2. maí 1859. Þau flytja þaðan að Stórási 1872 með skyldulið sitt, þar eru þau í fólkstölu við nýár 1873. Sigurbjörn er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1860-1872, en þar er einnig getið ýmissa á skrá yfir búlausa eða „búlausir tíundandi“: Helgi Sighvatsson 1861 og 1862, Jón Jósafatsson 1863, Þuríður Aradóttir 1865 og Guðni Jónsson 1866, 1867 og 1869 og Jónas Kristjánsson 1872.

Sigurbjörn var sonur Kristjáns bónda Jónssonar í Grjótárgerði og konu hans Kristínar Sighvatsdóttur, sjá um þau hér ofar. Eins og að ofan segir kemur Sigurbjörn með foreldrum sínum að Bjarnastöðum 1835 og er við húsvitjun í Grjótárgerði 1837. Við fermingu á Lundarbrekku 1845 er hann sagður fæddur 6. sept. 1830.

Vigdís var fædd á Bergstöðum í Múlasókn 8. okt. 1823, dóttir hjónanna Ísleifs Sveinssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur, sem þar eru á manntali 1816; alsystir Steinunnar hér ofar og kemur með henni og Ásmundi fyrra manni hennar að Svartárkoti 1839 „ , á 17da, vinnukona,“ þar sem hún er á manntali 1840 og 1845, þá „ , 23, Ó, vinnukona,“.

Vigdís, sjá einnig hér ofar, kemur að Grjótárgerði 1850, þar sem hún er í fólkstölu um nýár 1851 „ , vinnukona, 28“ [Sál. Eyj.] hjá Kristjáni og Kristínu. Þau Sigurbjörn og Vigdís voru gefin saman 14. júní 1852 [Kb. Lund.] og er hún upp frá því „ , kona hans,“ í skrám.

Sóknarprestur gefur Sigurbirni eftirfarandi vitnisburð um hegðun og kunnáttu 1858: „ , hæglátur, viðunanlega, góður skrifari“ og 1860: „ , meinleysingur, fremur daufur“. En um Vigdísi er sagt 1858: „ , góðmenni, vel“ og 1860: „ , skörp og geðhæg, vel að sér“ [Sál. Eyj.]. Þeim Vigdísi og Sigurbirni fæðist andvana stúlkubarn í Grjótárgerði 30. mars 1853 og andvana piltbarn 22. apríl 1865 [Kb. Lund.]. Sjá um önnur börn þeirra hér á eftir.

Eins og áður segir, flytja þau hjónin með skyldulið sitt að Stórási 1872, sjá nánar um þau þar.

Dætur Sigurbjarnar og Vigdísar, allar fæddar í Grjótárgerði:

Kristjana Sigurveig Sigurbjörnsdóttir, f. 20. des. 1854 [Kb. Lund.]. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1855 og 1860 og fer með þeim að Stórási 1872.

Kristín Jakobína Sigurbjörnsdóttir, f. 16. febr. 1857. Er með foreldrum á manntali í Grjótárgerði 1860 og fer með þeim að Stórási 1872.

Jóhanna Steinunn Sigurbjörnsdóttir, f. 23. (eða 27., kirkjubókum Lundarbrekkusóknar og Lundarbrekkuprk. ber ekki saman!) ágúst 1860. Er á manntali með foreldrum í Grjótárgerði það ár og fer með þeim að Stórási 1872.

Sjá nánar um feril þeirra systra undir Stórás.

Annað skyldulið Sigurbjarnar og Vigdísar í Grjótárgerði 1859-1872:

Kristín Sighvatsdóttir, móðir Sigurbjarnar, sjá um hana hér nokkru ofar. Hún er á manntali í Grjótárgerði 1860 „ , 61, E, móðir bónda,“ og í fólkstölu næstu árin til nýárs 1872, en fer það ár með syni sínum og tengdadóttur að Stórási þar sem hún deyr 13. okt. 1880 „ , Ekkja í Stóraási, 80“ [Kb. Lund.].

Jóhanna Sighvatsdóttir, móðursystir Sigurbjarnar, er á manntali í Grjótárgerði 1860 „ , 50, Ó, vinnukona,“ sjá um hana hér ofar. Hún andaðist í Grjótárgerði 8. maí 1867.

Helgi Sighvatsson, móðurbróðir Sigurbjarnar, kemur aftur í Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali það ár „ , 59, G, vinnumaður,“ ásamt konu sinni. Helga er getið í manntalsbók þinggjalda í Grjótárgerði 1861 og 1862, fyrra árið í skránni

„búlausir tíundandi“ hið síðara á skrá yfir búlausa. Hann virðist fara frá Grjótárgerði 1862 með skyldulið sitt, hann er í Víðirkeri á 3. býli í fólkstölu við nýár 1863 „ , 61, húsbóndi“ ásamt konu sinni, Jósafat syni hennar og Guðrúnu, móður Ingibjargar. Þar er hann einnig við nýár 1864 og fer þaðan þ. á. „ , 62, húsmaður,“ með skylduliði sínu að Geirastöðum [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.]. ([Kb. Lund.], fyrri bókin, segir hann raunar fara frá Grjótárgerði að Helluvaði, sem hlýtur að vera rangt.). Sjá um hann hér ofar og undir Stórás.

Ingibjörg Jósafatsdóttir, kona Helga hér á undan, kemur með honum að Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali það ár „ , 49, G, vinnukona,“ sjá um hana hjá Helga og nánar undir Stórás. Ingibjörg var fædd á Arnarvatni um 1810, dóttir Jósafats Finnbogasonar og s. k. h. Guðrúnar Bárðardóttur, en ekki er fæðingu hennar að finna í [Kb.Mýv.], þó þær séu greinilega skráðar um þetta leyti. Hún fer 1828 „ , 17, léttakind, að Víðirkeri í Bárðardal frá Arnarvatni“ og kemur þaðan 1831 að Litluströnd. Hún er á manntali á Gautlöndum 1835 „ , 24, Ó, vinnukona“ og fer þaðan þ. á. að Víðum [Kb. Mýv.]. Hún er á Ófeigsstöðum við manntalið 1840 og fer þaðan árið eftir „ , 30, ógift vinnustúlka, að Grenjaðarstöðum frá Ófeigsstöðum“ [Kb. Grenj.]. Ingibjörg eignast soninn Jósafat með Jóni Finnbogasyni 3. okt. 1844, þá „matselja á Grenjaðarstöðum“ [Kb. Grenj.] og er með hann þar á manntali 1845 og í Hjalthúsum 1850 „ , 39, Ó, húskona,“. Hún er með Jósafat á manntali á Bjarnastöðum í Bárðardal 1855. Giftist Helga Sighvatssyni, sjá hér næst á undan, 19. okt. 1856 [Kb. Lund.], þá vinnukona á Bjarnastöðum. Sjá nánar um Ingibjörgu hjá honum. Ingibjörg, þá á Bjarnastöðum, fær 1858 svofelldan vitnisburð hjá sóknarpresti um hegðun og kunnáttu: „ , ráðvönd og trú, dável“ [Sál. Eyj.]. Við manntalið 1880 er Ingibjörg „ , 68, E, vinnukona,“ á Ingjaldsstöðum. Þar er hún einnig 1890 „ , 80, E, húskona,“. Hún andaðist 25. júní 1894 „ , gömul kona Víðum, 84“.

Jónas Kristjánsson, hálfbróðir Sigurbjarnar, kemur aftur að Grjótárgerði 1871, nú með fjölskyldu sína, og er þar í fólkstölu um nýár 1872 „ , 44, húsmaður“. Jónasar er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1872 á skrá yfir búlausa. Þau hjón eru vinnuhjú hjá næsta ábúanda í Grjótárgerði til 1874. Sjá nánar um Jónas hér ofar og undir Hrappstaðasel, Brennás, og Stórás. Jónas og Sigríður eru á manntali á Gili í Öxnadal 1860 ásamt tveim börnum og koma þaðan til baka 1864. Þá er svo komið högum þeirra, að þau fara á sinn bæinn hvort; Jónas vinnumaður að Bjarnastöðum, Sigríður að Mýri með Magnús, Kristinn Júlíus niðursetningur að Víðirkeri en Ragnheiður Aðalbjörg „niðurseta“ að Hrappstöðum [Kb. Lund.]. Jónas og Sigríður eru í Stórási 18781879, sjá þar. Þaðan fara þau að Strjúgsá 1879 með Aðalstein [Kb. Saurb.] og eru þar á manntali 1880. Eru næstu árin í húsmennsku á ýmsum stöðum í Eyjafirði, Sandhólum, Stekkjarflötum, og fara aftur að Strjúgsá 1883 [Kb. Möðruv.]. Þau fara 1890 frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði [Kb. Svalb.], þar sem dóttir þeirra og sonur eru þá, og eru þar á manntali þ. á. Jónas deyr í Hvammi 24. apríl 1910.

Sigríður Magnúsdóttir, kona Jónasar hér næst á undan, kemur með honum 1871 að Grjótárgerði og er þar til 1874. Sigríður var fædd 24. okt. 1837 í Bakkaseli í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Magnúsar Bjarnasonar og Ragnheiðar Björnsdóttur [Kb. Ill.]. Hún er með foreldrum sínum þar á manntali 1840 og 1845 en á Snæbjarnarstöðum með foreldrum við manntalið 1850, þar sem faðir hennar er vinnumaður. Kemur þaðan 1853 „ , 16, vinnukona,“ að Stóruvöllum og á þar heima þegar hún giftist Jónasi 2. júlí 1855 [Kb. Lund.]. Eru þau hjón á manntali í Svartárkoti um haustið, þar sem Jónas er sagður bóndi. Sigríður var

með manni sínum í Brennási og síðar í Stórási, sjá þar. Hún fer 1890 með manni sínum frá Hrísum í Eyjafirði að Hvammi í Þistilfirði þar sem tvö börn þeirra eru þá. Hún andaðist þar 30. júní 1892 úr lungnabólgu [Kb. Svalb.].

Ragnheiður Aðalbjörg Jónasdóttir, dóttir Jónasar og Sigríðar hér næst á undan, er í fólkstali í Grjótárgerði 1872 „ , 14, Dætur þeirra“. Hún er í Grjótárgerði við fermingu 1872, en fer þaðan 1873 „ , 15, ljettast.,“ að Brúnagerði (sem Aðalbjörg R.) [Kb. Lund.]. Ragnheiður Aðalbjörg var fædd 21. des. 1857 í Brennási [Kb. Eyjardalsárprk.] og fer með foreldrum sínum þaðan að Þverbrekku 1858 og kemur aftur 1864 frá Gili að Hrappstöðum. Hún kemur að nýju í Lundarbrekkusókn 1876 „ , 19, v.k., frá Bakkaseli í Fnjóskadal að Halldórsst.“ [Kb. Lund.] og fer þaðan inn í Saurbæ í Eyjafirði 1878 [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880 „ , 22, Ó, vinnukona,“ (sem Aðalbjörg R.). Ragnheiður Aðalbjörg varð húsfreyja í Hvammi í Þistilfirði. Hún giftist 19. okt. 1884 Sigfúsi Vigfússyni, 21 árs vinnumanni í Hvammi [Kb. Svalb.], og er þar með honum á manntali 1890 og 1901.

Jónína Helga Jónasdóttir, dóttir Jónasar og Sigríðar hér að ofan, er í fólkstölu við nýár 1872 í Grjótárgerði. F. 1. febr. 1871 í Stórutungu og deyr í Grjótárgerði 16. ágúst 1872 (þar einungis skráð Helga Jónasdóttir) „ , barn frá Grjótárgerði, 1“ [Kb. Lund.].

Vandalausir í búskapartíð Sigurbjarnar og Vigdísar í Grjótárgerði 185972:

Jósafat Jónsson, sonur Ingibjargar hér ofar og Jóns Finnbogasonar,kemur með henni og Helga að Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali þ. á. „ , 16, Ó, vinnupiltur,“. Jósafat var fæddur 3. okt. 1844 á Grenjaðarstöðum [Kb. Grenj.], sjá um hann nánar undir Stórás.

Guðrún Bárðardóttir, móðir Ingibjargar hér ofar, kemur með þeim hjónum að Grjótárgerði 1860 og er þar á manntali um haustið „ , 90, E, niðurseta,“ sögð fædd í Grenjaðarstaðarsókn. Hún er ekki í fólkstölu um nýár 1863 í Grjótárgerði, heldur fylgir dóttur sinni og tengdasyni. Guðrún er á manntali 1801 í Presthvammi „ , tienistepiger, 31, ugivt“. Hún var síðari kona Jósafats Finnbogasonar, með honum á manntali á Arnarvatni 1816 „ , hans kona, 49,“ sögð fædd á Brúum, þau voru gefin saman 17. okt. 1801 [Kb. Mýv.]. Guðrún fer 1832 „ , 61, vinnukona, frá Arnarvatni að Hafralæk“ [Kb. Skút.] og er þar á manntali 1835 „ , 63, E, vinnukona“. Guðrún er á manntali hjá Jósep syni sínum í Fossseli 1845, 1850 og 1855. Guðrún andaðist 13. okt. 1866 „ , gamalmenni á Stóraási, 96“ [Kb. Lund.], en þangað kom hún s. á. frá Geirastöðum.

Kristján Davíðssonvar á búi Kristjáns, sjáum hann þar, er áfram hjá Sigurbirni og Vigdísi, en fer að Fornasöðum 1862 eins og þar segir.

Jón Jósafatsson kemur frá Neslöndum að Grjótárgerði ásamt konu sinni 1862 [Kb. Lund.], þau eru þar í fólkstölu við nýár 1863, hann „ , 66, húsmaður“. Jóns er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda á skrá yfir búlausa 1863. Þau hjónin flytja 1863 „ , 66, húsmaður,“ „ , 67, kona hans,“ að Neslöndum [Kb. Lund.]. Jón var hálfbróðir Ingbjargar hér litlu ofar, f. 19. (eða 9.) febr. 1798 í Brjánsnesi (Briamsn:) [Kb. Mýv.], sonur Jósafats Finnbogasonar og f. k. h.

Ingibjargar Jónsdóttur, sem andaðist 1800 [Laxd. bls. 90-91]. Jón kemur 1821 „ , 25, vinnumaður, frá Arnarvatni til Víðirkiers“ [Kb. Skút.], [Kb. Lund.]. Jón og Guðrún, sjá hér næst á eftir, voru gefin saman 29. sept. 1828, þá bæði í vinnumennsku á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þau fluttu frá Lundarbrekku að Stafni 1829 [Kb. Lund.], [Kb. Ein.], en við fæðingu sonarins Sigurjóns 1831 búa þau í Víðum [Kb. Ein.]. Þar bjuggu þau til 1853 er þau fara í húsmennsku að Kálfaströnd með tveim sonum [Kb. Ein.]. Við manntalið 1860 eru þau tvö í húsmennsku í Syðri-Neslöndum. Jón andaðist 1. sept. 1873 „frá Víðum, 77 ára“ [Kb. Ein.].

Guðrún Hrólfsdóttir, kona Jóns hér næst á undan, kemur með honum að Grjótárgerði 1862 „ , 67, kona hans“ og fer með honum að Neslöndum 1863. Guðrún var fædd 25. jan. 1796 á Lundarbrekku, dóttir Hrólfs Bergþórssonar og Steinunnar Bjarnadóttur, sem þar eru „ , í hjónabandi“ [Kb. Lund.]. Sjá nánar hjá Jóni hér næst á undan. Dó á Brettingsstöðum 3. ágúst 1869 „Gipt kona frá Brettingsst., 74 ára, Dó úr kvefsóttinni, flutt að Lundarbrekku kkju og jarðsett þar.“ [Kb. Grenj.].

Guðni Jónsson, sonur Jóns og Guðrúnar hér næst á undan, kemur að Grjótárgerði 1862, hann er þar í fólkstölu við nýár 1863 „ , 26, vinnumaður“, kemur líklega frá Bjarnastöðum, þar er hann vinnumaður við manntalið 1860, kom þangað þ. á. frá Árbakka [Kb. Lund.]. Guðna er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1866 og 1867 á skrá yfir búlausa, og 1869 í skránni „búlausir tíundandi“. Guðni kvæntist í Grjótárgerði 2. okt. 1863 Þuríði Aradóttur vinnukonu þar, og eru þau þar í vinnumennsku og húsmennsku til 1869 er þau fara að Heiðarseli, sjá þar. Guðni var fæddur í Víðum 26. febr. 1836 [Kb. Ein.]. Hann var síðast í Narfastaðaseli hjá börnum sínum, er þar á manntali 1910 og deyr þar 13. ágúst 1919 [Kb. Grenj.]. Guðni var bróðir Kristjáns, sem var bóndi í Grjótárgerði 1878-1885, sjá síðar.

Þuríður Aradóttir virðist koma að Grjótárgerði 1863, giftist þar Guðna hér næst á undan og er þar í fólkstölu við nýár 1864. Þau eru í vinnumennsku og síðar húsmennsku í Grjótárgerði til 1869, er þau fara að Heiðarseli, sjá þar. Þuríður var fædd um 1835 á Fljótsbakka, dóttir Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur [ÆÞ. II, bls. 173] (þar er hún sögð fædd 1833, en er ekki á manntali með foreldrum á Fljótsbakka 1835). Fæðingu hennar er ekki að finna í [Kb. Ein.]. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum í Bárðardal 1840 og í Sandvík 1845 og 1850. Hún er vinnukona á Öxará hjá Þorsteini bróður sínum við manntölin 1855 og 1860. Kemur 1862 „ , 26, vinnukona, frá Hriflu að Svartárkoti“ [Kb. Lund.].Þuríður andaðist í Skógarseli 26. apríl 1900 „ , gipt kona frá Skógarseli, 64“ [Kb. Ein.].

Jón Tryggvi Guðnason, f. 23. jan. 1865í Grjótárgerði, sonur Guðna og Þuríðar hér næst á undan, fer með þeim að Heiðarseli 1869. Hann kemur aftur að Grjótárgerði 1882 til Kristjáns föðurbróður síns, sjá þar. Jón Tryggvi kemur 1910 frá Engidal að Narfastaðaseli, þar sem hann átti heima með systkinum sínum til dauðadags 1940.

Níels Frímann Jóhannesson, kemur 1865 „ , 16, ljettadreingur,“ frá Finnsstöðum að Grjótárgerði, fer þaðan 1866 út í Kinn [Kb. Lund.]. Níels Frímann var fæddur 23. febr. 1851 í Naustavík, sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar og Sigurbjargar Sveinsdóttur, sem þá voru þar „ , hjón búandi“ [Kb. Þór.]. Hann kemur aftur inn í Lundarbrekkusókn 1870 „ , 20, vinnum, frá Rúgsstað“ (svo) að Svartárkoti. Hann flytur þaðan 1871 „ , 20, vinnumaður í Eyjafjörð frá Svartárkoti“ [Kb. Lund.].

Jón Þorsteinsson kemur að Grjótárgerði 1866, er þar í fólkstölu við nýár 1867 „ , 19, vinnumaður“, en er farinn árið eftir. Jón fer 1871 „ , 22, vinnumaður, í Grænavatn frá Víðirkeri“ [Kb. Lund.], [Kb. Mýv.], þar er hann á fólkstali 31. des. 1871 [Sál. Mýv.]. Telja má nokkuð víst, að Jón þessi sé sonur Þorsteins Jóhannessonar og Kristjönu Guðlaugsdóttur, f. 6. okt. 1848 í Vindbelg [Kb. Mýv.], er þar á manntali 1850, 1855 og 1860, fer 1861 ásamt móður sinni „ , 13, ljettapiltr,“ frá Vindbelg að Engidal [Kb. Mýv.]. Jón kvæntist 13. okt. 1874 Aðalbjörgu Sveinsdóttur, þá bæði í Haganesi. Þau eru á manntali í Vindbelg 1880 ásamt tveim börnum. Þau eru á Árbakka 1875-1876, sjá þar, einnig í [ÆÞ. I, bls. 370 og 376-377], þar einnig um afkomendur.

Kristján Guðnason, f. 22. júní 1867 í Grjótárgerði [Kb. Lund.], sonur Guðna og Þuríðar hér ofar og fer með þeim að Heiðarseli 1869. Kristján fylgir foreldrum sínum út í Kinn og er með þeim á Hjalla 1880 „ , 13, Ó, sonur þeirra,“. Hann eignaðist dótturina Júlíönu með Sigurlaugu Sigurjónsdóttur, sjá [ÆÞ. IV, bls. 154], var hann m. a. í húsmennsku á Stórulaugum á fjórða áratug 20. aldar með Júlíönu.

Sigurður Jónsson kemur 1867 „ , 38, Vinnumaður“ frá Kálfaströnd að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1868. Fer þaðan 1869 að Brettingsstöðum [Kb. Lund.], [Kb. Grenj.]. Hann kemur aftur að Grjótárgerði 1871 [Kb. Lund.] og er þar í fólkstölu við nýár 1872 „ , 42, vinnumaður“ [Sál. Eyj.], en ekki er hann þar árið eftir. Sigurður var fæddur 3. apríl 1829 á Lundarbrekku, sonur Jóns Jósfatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sem þar eru „vinnuhion“ [Kb. Lund.]. Albróðir Guðna hér að ofan og Kristjáns hér neðar. Hann er á manntali í Víðum 1835 og 1845 með foreldrum sínum og yngri bræðrum, 1855 „ , 27, Ó, vinnumaður,“ á Kálfaströnd og 1860 í SyðriNeslöndum. Sjá ennfremur um Sigurð undir Stórás, þá er hann kominn með fjölskyldu.

Anna Sigríður Kristjánsdóttir kemur 1868 „ , 17, ( . . ), frá Tumsu að Grjótárgerði“ [Kb. Lund.], en ekki sést hún þar í fólkstölu. Anna Sigríður var fædd 25. des. 1851 í Sultum, dóttir Kristjáns Sigurðssonar og Kristínar Kristjánsdóttur. Hún giftist frænda sínum Jóni Hjálmarssyni og bjuggu þau m. a. í Hólum í Reykjadal og Sandvík, en þaðan fóru þau til Vesturheims 1883 [ÆÞ. IV, bls. 131].

Sigurður Arason kemur líklega 1868 að Grjótárgerði, hann er þar í fólkstölu við nýár 1869 „ , 45, vinnumaður“ [Sál. Eyj.]. Er farinn um nýár 1871. Sigurður var fæddur 21. mars 1823, sonur hjónanna Ara Árnasonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur, sem þá eru „hjón á Sigurðarstöðum“ [Kb. Lund.]. Bróðir Þuríðar hér nokkru ofar. Sigurður fer með foreldrum sínum að Fljótsbakka fæðingarárið [Kb. Ein.] og er með þeim á manntali þar 1835. Fer með þeim þaðan að Halldórsstöðum í Bárðardal 1839 [Kb. Ein.] og er með þeim þar á manntali 1840, en 1845 og 1850 í Sandvík. Sigurður er vinnumaður á Halldórsstöðum í Kinn 1855 og hjá Þorsteini bróður sínum á Öxará 1860 „ , 38, Ó, vinnumaður“. Sigurður andaðist 21. júlí 1871 „ , vinnumaðr í Stórutúngu, 47“ [Kb. Lund.].

Guðrún Hólmfríður Guðnadóttir, f. 26. maí 1869í Grjótárgerði, dóttir Guðna og Þuríðar hér ofar, fer með þeim þ. á. að Heiðarseli. Fylgir foreldrum og systkinum út í Kinn og er með þeim á Hjalla 1880 „ , 11, Ó, dóttir þeirra,“ .

Jón Þorsteinsson

Guðrún Hólmfríður var húsfreyja í Narfastaðseli hjá bræðrum sínum 19101940. Dó í Máskoti 4. sept. 1956.

Sigríður Jóakimsdóttir kemur líklega 1869 að Grjótárgerði, hún er þar í fólkstali v. nýár 1870 „ , 26, vinnukona“ [Sál. Eyj.]. Hún er þar enn við nýár 1872, en fer með húsbændum að Stórási það ár, en er farin þaðan um nýár 1874. Sigríður var fædd á Halldórsstöðum í Bárðardal 8. nóv. 1844, dóttir hjónanna Jóakims Björnssonar og Guðfinnu Jósafatsdóttur, sem bjuggu á Halldórsstöðum, Sigurðarstöðum og í Hrappstaðaseli í Bárðardal. Hún er á manntali með foreldrum sínum á Halldórsstöðum 1845 og á Sigurðarstöðum 1850 og1855, en 1860 er hún vinnukona í Jarlstaðaseli. Sigríður var vinnukona á fleiri heiðanýbýlum, sjá einkum undir Hrappstaðasel. Sigríður andaðist 11. febr. 1875 „ , frá Hlíðarenda, 30, Úr höfuðveiki“ [Kb. Þór.].

Jóhannes Ingimundarson kemur líklega einnig 1869 að Grjótárgerði ásamt konu sinni, hann er þar í fólkstölu við nýár 1870 „ , 41, húsmaður“ [Sál. Eyj.], kemur líklega í ból Guðna og fjölsk. Þau eru farin um nýár 1872. Hinn 26. febr. 1826 fæðist Jóhannes Ingimundsson, eru foreldrar hans „bóndi Ingimundur Þorleifsson á Stóru Þverá, kona hans Sigríður Skúladóttir ibid:“ [Kb. Holtss.]. Sá Jóhannes virðist deyja 5. ágúst 1828 „ , bóndabarn frá Stóru Þverá., 2ia,“. En þau Ingimundur og Sigríður höfðu þá eignast soninn Jóhann, sem fæddur var 3. júní 1827 [Kb. Holtss.]. Annaðhvort virðist hann með einhverjum hætti erfa nafn og fæðingardag hins látna bróður, eða, sem líklegra er, að presturinn hafi haldið að hann væri að jarða eldri bróðurinn, en hafi verið að jarða þann yngri. Við fermingu Jóhannesar (svo) 1840 er hann sagður fæddur 26. febr. 1826 [Kb. Barðss.], þá farinn að heiman. Sjá Skagf. æviskrár 1850-1890, II. bindi, bls. 130 (þó ranglega sé Jóhannes sagður á Silfrastöðum frá 1854, Jón bróðir hans er þar á manntali 1855). Jóhannes (oftast Ingimundsson) fer með foreldrum sínum 1832 frá Stóru Þverá að Nefstaðakoti [Kb. Holtss.] og er með þeim þar á manntali 1835 „ , 9, Ó, þeirra sonur“. Þau flytja að Móskógum 1836 [Kb. Barðss.], en 1840 er Jóhannes „ , 15, Ó, tökupiltur“ á Ystamói, en foreldrar hans eru þá á Móskógum með þrem sonum. Jóhannes er á manntali á Ystamói 1845 og 1850, vinnumaður, en 1855 er hann „ , 28, Ó, vinnumaður,“ í Djúpadal. Kemur þaðan 1856 „ , 30, vinnumaður,“ að Eyjardalsá [Kb. Eyjard.prk.] og kvæntist þar 3. nóv. 1857 Ingibjörgu Jóhönnu Jónasdóttur, sjá hér næst á eftir, sem þá er „vinnuk: á Eyardalsá 24 ára að aldri“ [Kb. Eyjard.prk.]. Jóhannes er á manntali á Halldórsstöðum í Bárðardal 1860 „ , 33, G, vinnumaður,“ (hjá sr. Jóni Austmann) ásamt konu sinni. Þau fara 1873 frá Íshóli inn í Sölvadal [Kb. Lund.]. Eru á manntali í Þormóðsstaðaseli 1880, ásamt Bergvin fóstursyni sínum. Ekki eru þau þar 1890.

Ingibjörg Jóhanna Jónasdóttir er með Jóhannesi manni sínum, sjá hér næst á undan, í fólkstölu í Grjótárgerði v. nýár 1870 „ , 36, kona hans“. Farin um nýár 1872. Ingibjörg Jóhanna var fædd 2. nóv. 1833, dóttir Jónasar Stefánssonar og Ingibjargar Indriðadóttur, sem þá voru „búandi hión á Leifshúsum“ [Kb. Svalb. (Glæs.)]. Foreldrar hennar eru á manntali á Efri Dálkstöðum 1835, en þar er Ingibjargar ekki getið. Ingibjörg er á manntali í Leifshúsum 1840 „ , 8, Ó, fósturbarn“, þá eru foreldrar hennar á manntali í Fagrabæ með fjórum börnum. Ingibjörg er enn á manntali í Leifshúsum 1845 „ , 13, Ó, tökubarn, léttastúlka,“. Hún fer 1849 „ , 16, Tökustúlka, frá Leifshúsum í Svalbarðssókn að Eyardalsá“ [Kb. Eyjard.prk.]. Þar er hún á manntali 1850 og 1855, þá „ , 23, Ó, vinnukona,“. Giftist Jóhannesi 3. nóv. 1857, sjá hér næst á undan, og er með honum á manntali á Halldórsstöðum 1860 „ , 27, G, vinnukona,“. Sjá um hana hjá Jóhannesi.

Bergvin Bergvinsson kemur líklega að Grjótárgerði 1869, hann er þar í fólkstali um nýár 1870 „ , 15, tökubarn“. Hann er farinn við nýár 1872, fóstursonur Jóhannesar og Ingibjargar Jóhönnu. Bergvin var fæddur 19. júní 1855, sonur Bergvins Einarssonar og Friðbjargar Ingjaldsdóttur, sem þá eru „búandi hjón á Sandvík“ [Kb. Lund.]. Hann er á manntali á Halldórsstöðum í Bárðardal 1860 „ , 6, Ó, tökudrengur,“ og er í Grjótárgerði við fermingu 1870. Hann fer 1873, ásamt Jóhannesi og Ingibjörgu Jóhönnu hér næst á undan, „ , 17, fósturbarn,“ frá Íshóli inn í Sölvadal [Kb. Lund.]. Hann er með þeim á manntali í Þormóðsstaðaseli 1880 „ , 25, G, fóstursonur þeirra,“. Ekki er hann þar 1890.

Sigurjón Jónsson deyr 3. nóv. 1871 „ , ógiptr vinnumaðr frá Grjótárgerði, 36“ [Kb. Lund.]. Finn hans ekki getið í fólkstölum þar um þessar mundir. Aldurs vegna sýnist hann ekki vera sonur Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, sá var fæddur 18. ágúst 1831 [Kb. Ein.]. Sé litið framhjá aldrinum, gæti annað komið heim, Sigurður bróðir hans var þennan vetur í Grjótárgerði, sjá hér ofar. Sjá einnig um Sigurjón undir Stórás.

1872 - 1875: Jón Guttormsson og Ingibjörg Jónsdóttir

Jón og Ingibjörg koma líklega frá Stórutungu að Grjótárgerði 1872 með börnum sínum, þau eru þar í fólkstölu við nýár 1873 [Sál. Eyj.]. Jón er einn gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1873, 1874 og 1875. Þau hjón eru þar ekki lengur á fólkstali við nýár 1875. En það fólkstal er satt að segja ekki mjög traustvekjandi, nýr prestur var að taka við, sýnist sú fólkstala eiga betur við árið 1876. Treysti ég því manntalsbókinni betur.

Jón var fæddur í Stafni 12. jan. 1832, sonur hjónanna Guttorms Jónssonar og Önnu Ásmundsdóttur, sem þá búa þar. Hann fer með foreldrum sínum að Ásmundarstöðum á Sléttu 1837 [Kb. Ein.], en kemur 1840 „ , 71/2, Fósturbarn, að Halldórsst: frá Ásmundarst. á Sljettu“ [Kb. Grenj.] og er á manntali á Þverá þ. á. „ , 8, tökubarn “ en á Halldórsstöðum í Laxárdal 1845 „ , 13, Ó, tökupiltur,“. Jón var tvisvar vinnumaður í Heiðarseli, sjá þar.

Ingibjörg var fædd 3. jan. 1835 í Stórutungu, dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Vilborgar Þorsteinsdóttur, sem þá eru þar „búandi hjón“ [Kb. Lund.]. Hún er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1845, 1850 og 1855.

Jón og Ingibjörg voru gefin saman 27. sept. 1859, hann var þá vinnumaður í Stórutungu, 26 ára gamall [Kb. Lund.], og eru þau á manntali þar 1860. „Jón Guttormsson, Grjótárgerði, með konu og 5 börn“ [SÍV. bls. 88] er á skrá Jakobs Hálfdanarsonar frá 25. febr. 1873 um „Fólkið sem afráðið hefur að búast við Brasilíuflutningi í sumar ( . . )“, sjá Norðanfara 12. mars. 1873, bls. 41.

Þau Jón og Ingibjörg eru í lausamennsku í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1877 hjá Finnboga og Guðrúnu (sjá síðar), er Jón sagður „ , 45, lausam.“ en Ingibjörg „ , 42, k hans“ og er Jónas sonur þeirra þar með þeim. Þau fara 1878 „ , húsfólk,“ frá Stórutungu að Hafralæk ásamt Vilborgu dóttur sinni [Kb. Lund.].

Þar er Ingibjörg á manntali 1880 með nokkur börn þeirra „ . 45, G, húsmóðir,“. Jón er þar einnig á manntali 1880, í viðaukaskýslu B, en dvelst um stundarsakir á Húsavík. Við manntalið 1890 er Jón „ , 57, G, vinnumaður,“ á Mýri. Hann fer 1892 „ , vm., 60, frá Fellsseli að Grenjaðarstað“ [Kb. Þór.].

Börn Jóns og Ingibjargar í Grjótárgerði 1872-1874:

Anna Guðrún Jónsdóttir, dóttir Jóns og Ingibjargar hér að ofan, f. 4. júlí 1863 í Stórutungu [Kb. Lund.], kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Ekki hefur mér tekist að rekja slóð hennar eftir það.

Vilborg Jónsdóttir, dóttir Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 6. maí 1865 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874.Vilborg fer með foreldrum frá Stórutungu að Hafralæk 1878 og er þar á manntali með móður sinni og sumum systkinum 1880 „ , 15, Ó, dóttir þeirra,“.

Helgi Jónsson, sonur Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 28. júní 1867 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Helgi fer 1877 með Baldvin Sigurðssyni og Guðnýju Jónsdóttur frá Stórutungu að Garði í Aðaldal og er þar á manntali 1880 „ , 13, Ó, fósturbarn búsráðenda,“. Ekki er hann þar við manntalið 1890. „dó niðjalaus“ [ÆÞ. III, bls. 52].

Jónas Jónsson, sonur Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 6. júlí 1869 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Er líklega „ , 7, tökubarn“ þar á fólkstali 1875/76 hjá Finnboga og Guðrúnu, sjá þar. Fer 1878 „ , 8, tökub, frá Grjótárgerði að Hafralæk“ [Kb. Lund.], þar sem hann er á manntali með móður sinni og sumum systkinum 1880 „ , 11, Ó, sonur húsráðenda,“ .

Friðjón Jónsson, sonur Jóns og Ingibjargar hér ofar, f. 23. sept. 1871 í Stórutungu, kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1872 og er þar í fólkstölu við nýár 1873 og 1874. Friðjón fer 1878 „ , 5, tökubarn, frá Engidal að Hafralæk“ [Kb. Lund.] og er þar á manntali með móður sinni og sumum systlinum 1880 „ , 9, Ó, sonur húsráðenda,“. Hann er á manntali á Arnarvatni 1890 „ , 19, Ó, vinnumaður,“. Friðjón var lengi bóndi á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, sjá þar.

Friðjón Jónsson

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð

Jóns og Ingbjargar 1872-1874:

Jónas Kristjánsson og k. h.

Sigríður Magnúsdóttir eru bæði árin „ , vinnumaður“ og „ , kona hans“ í Grjótárgerði, sjá hér nokkru ofar um þau.

Ragnheiður Aðalbjörg Jónasdóttir, sem nú heitir Aðalbjörg Ragnheiður, er með foreldrum í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1873. Hún fer þaðan það ár „ , 15, ljettast.,“ að Brúnagerði [Kb. Lund.]. Sjá hér ofar um hana.

Magnús Jónasson, sonur Jónasar og Sigríðar hér að ofan, er í Grjótárgerði í fólkstali við nýár 1874 „ , 12, sonur þra“. Hann er þar ekki við nýár 1875. Magnús var fæddur 5. júlí 1861 á Gili í Öxnadal [Kb. Bakkas.], kemur þaðan 1864 og fer þá með móður sinni að Mýri. Hann fer 1880 „ . 18, vinnum., frá Sandhaugum að Litladal“ [Kb. Lund.] og er á viðaukaskrá B á manntali þ. á. í Litladal í Miklagarðssókn „ , 19, Ó, vinnum., sjómaður,“ . Dvalarstaður um stundarsakir: „ Stærraárskógssókn“ .

Bergfríður Bergvinsdóttir er í Grjótárgerði í fólkstölu við nýár 1873 „ , 22, vinnukona“ [Sál. Eyj.]. Hún fer þaðan 1873 að Garði við Mývatn [Kb. Lund.]. Systir Bergvins hér nokkru ofar. Bergfríður var fædd 1. sept. 1851, dóttir Bergvins Einarssonar og Friðbjargar Ingjaldsdóttur sem þá eru „búandi hjón á Halldórsstöðum“ [Kb. Lund.]. Hún er „ , 5, Ó, fósturbarn,“ á Bjarnastöðum við manntalið 1855, en „ , 10, Ó, tökubarn,“ þar við manntalið 1860. Ekki hef ég hirt um að fylgja henni eftir í Mývatnssveit, hún kemur 1876 frá Garði við Mývatn að Bjarnastöðum og fer 1877 „ , 26, vk, frá Bjarnast að Sörlastöðum“ [Kb. Lund.] og kemur aftur þaðan að Lundarbrekku 1878 [Kb. Lund.].

Bergfríður, þá vinnukona á Lundarbrekku, giftist 3. maí 1880 Magnúsi Gunnlaugssyni, sem þá er þrítugur vinnumaður þar, og eru þau bæði þar á manntali um haustið. Bergfríður fer 1884 „ 33, húskona, frá Sandvík að Snæbjarnarst.“ ásamt þriggja ára dóttur sinni Magneu Jakobínu [Kb. Lund.]. En Magnúsar er þar ekki getið. Bergfríður fer 1885 „ , 34, ekkja, frá Snæbjarnarstöðum í Dvergstaði í Grundarsókn“ með dóttur sína, má af því sjá að Magnús er þá látinn.

1875 - 1878: Finnbogi Erlendsson og Guðrún Sigurðardóttir

Finnbogi og Guðrún koma 1874 frá Haganesi að Stórutungu [Kb. Lund.], og eru í Grjótárgerði í fólkstali við nýár 1875 (sem þó verður að taka með fyrirvara, sjá hjá næsta ábúanda á undan). Finnbogi er einn gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók árin 1876, 1877 og 1878. Þau hjón eru þar ekki lengur við nýár 1879.

Finnbogi Erlendsson ásamt konu sinni Guðrúni Sigurðardóttur. Með þeim á myndinni er Kristín og Anna Margrét.

Finnbogi var fæddur 14. maí 1837 (ártalið gæti verið 1838), sonur Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur, sem þá voru „ , hjón búandi á Rauðá“ [Kb. Þór.]. Þar er Finnbogi á manntali 1840, 1845 og 1850, en 1855 og 1860 á Gautlöndum. Hann fer þaðan 1863 „ , 27, vinnumaður,“ að Lundarbrekku. Sjá einnig um Finnboga á Bjarnastöðum í Mývatnssveit.

Guðrún var fædd 22. apríl 1833 og voru foreldrar hennar Sigurður Oddsson og Guðrún Vigfúsdóttir „Búhjón á Hálsi“ [Kb. Þór.]. Guðrún er á manntali á Hálsi með foreldrum og systkinum 1835, 1840 og 1845. Hún er á manntali í Víðirkeri 1860 „ 28, Ó, vinnukona,“. Guðrún var alsystir Odds í Hrappstaðaseli og Baldvins í Garði í Aðaldal.

Þau Finnbogi og Guðrún voru gefin saman 10. okt. 1865, þá bæði á Lundarbrekku [Kb. Lund.]. Þau flytja þaðan að Haganesi 1866 [Kb. Mýv.], en flytja 1874 að Stórutungu eins og áður segir.

Guðrún andaðist 8. apríl 1880 „ , Gipt kona í Víðirkeri, 47“ [Kb Lund.] og er Finnbogi þar á manntali það ár „ , 43, E, lausamaður,“.

Finnbogi kvæntist aftur 8. febr. 1882, þá 44 ára ekkjumaður í Víðirkeri, Kristjönu Rósu Hermannsdóttur, sem þá er þar 37 ára vinnukona [Kb. Lund.]. Þau fara frá Víðikeri til Vesturheims 1883 [Kb. Lund.], [Vfskrá]. Sjá einnig um þau í [Saga Ísl., bls. 284].

Börn Finnboga og Guðrúnar í Grjótárgerði 1875-1878:

Benidikt Finnbogason kemur með foreldrum sínum að Stórutungu 1874 og er í fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76? „ , 1, barn þa“. Benidikt var fæddur 19. jan. 1874 í Haganesi [Kb. Mýv.]. Hann andaðist 2. nóv. 1876 „ , barn Grjótárgerði, 2“ [Kb. Lund.].

Kristjana Finnbogadóttir, f. 15. júní 1875 í Grjótárgerði, d. þar 26. nóv. 1876 „ , barn Grjótárgerði, 1“ [Kb. Lund.].

Annað skyldulið Finnboga og Guðrúnar í Grjótárgerði 1875-1878:

Arnfríður Erlendsdóttir, systir Finnboga bónda, er á fólkstali við nýár 1875/76? í Grjótárgerði „ , 43, vk“, er þó sögð koma 1875 frá Stöng að Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Er ekki í Grjótárgerði við nýár 1877. Arnfríður var fædd 13. nóv. 1832 á Rauðá, dóttir hjónanna Erlends Sturlusonar og Önnu Sigurðardóttur [Kb. Þór.]. Hún er þar með þeim á manntali 1845 og 1850, en 1855 er hún á Gautlöndum „ , 23, Ó, vinnukona,“ þar er hún einnig 1860, svo og faðir hennar, „ , 70, E,“. Arnfríður, þá enn á Gautlöndum, giftist 16. okt. 1867 Árna Jónssyni, sem kemur þ. á „ , 29, vinnumaður“ frá Lundarbrekku. Þau flytja 1868 að Litlulaugum [Kb. Ein.], en flytja 1872 frá Litlulaugum að Stöng, ásamt Önnu Maríu dóttur þeirra. Árni deyr í maí 1875 „ , húsmaður á Stöng, 37, úr höfuðveiki“ [Kb. Mýv.]. Arnfríður er á fólkstali í Víðirkeri við nýár 1877 og fer þaðan 1879 að Víðimýri ásamt dóttur sinni [Kb. Lund.], en ekki er hún þar á manntali árið eftir.

Arnfríður Erlendsdóttir

Anna María Árnadóttir, dóttir Arnfríðar hér næst á undan er sömuleiðis á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76? „ 7,“, og er sögð koma með henni frá Stöng 1875 [Kb. Lund.]. Er ekki í Grjótárgerði við nýár 1877. Anna María var fædd 10. mars 1869 og voru foreldrar hennar Árni Jónsson og Arnfríður Erlendsdóttir „ , hjón búandi á Litlulaugum“ [Kb. Ein.]. Hún fer með foreldrum að Stöng 1872 og með móður sinni að Grjótárgerði 1875. Hún er með henni á fólkstali í Víðirkeri viðnýár1877 og fer þaðan 1879að Víðimýri. Við manntalið 1890 er Anna María „ , 21, Ó, vinnukona“ í Haganesi. Ekki fæ ég betur séð en hún sé á manntali á Húsavík 1901, í húsi sem þá heitir Skólinn, „ , hjú, 32,“ komin inn í Húsavíkursókn þ. á. frá Vestdalseyri.

Erlendur Sigurðsson, systursonur Finnboga bónda, kemur með honum og Guðrúnu 1874 „ , 12, tökubarn“ frá Haganesi að Stórutungu [Kb. Lund.] en er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76? „ , 13, fósturb.“ Hann er enn á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1877 og enn 1878, þá „ , 16, v.m.“ [Sál. Eyj.]. Erlendur var fæddur 20. júlí 1862, sonur Sigurðar Eiríkssonar og Guðrúnar Erlendsdóttur, sem þá eru „ , hjón búandi á Ingjaldsstöðum“ [Kb. Ein.]. Erlendur fer 1880 „ , 18, vinnum., frá Svartárkoti í Möðruvallaskóla.“ [Kb. Lund.] og er á manntali þar um haustið.

Guðrún Vigfúsdóttir er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 77, móðir bda“ (á að vera móðir húsfreyju). Hún fer 1878 „ , 72, vk,“ frá Grjótárgerði að Garði [Kb. Lund.],þar sem hún andaðist 4. mars 1882 [ÆÞ. III, bls. 49], sjá um hana og mann hennar þar. Guðrún var fædd 11. nóv. (ÆÞ. III segir 25. des.) 1801 á Þverá í Reykjahverfi, dóttir hjónanna Vigfúsar Þorkelssonar og Guðrúnar Aradóttur [Kb. Grenj.].

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Finnboga og Guðrúnar 1875-1878:

Finna Marteinsdóttir er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1875/76 „ , 22, vk.“ Hún fer þaðan 1876 „ , 22, v. k.,“ „í Víðirdal á Fjöllum“. Hún er aftur á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1878, en fer þ. á. „austur á Fjöll“ [Kb. Lund.]. Finna var fædd 29. júní 1853, dóttir Marteins Guðlaugssonar b. í Álftagerði og k. h. Sigríðar Guðmundsdóttur. Hún andaðist 3. ágúst 1937. Sjá um hana og fjölskyldu í [Skú. bls. 34-36]. Finna kemur 1874 „ , 21, vinnuk., frá Stöng að Stórutungu“ [Kb. Lund.].

Guðni Þorgrímsson er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76 „ , 41, húsm.“ ásamt Önnu konu sinni hér næst á eftir. Þau eru ekki þar við nýár 1877. Þau Guðni og Anna koma aftur að Grjótárgerði og eru þar á manntali 1880. Guðni var fæddur 12. mars 1835, sonur Þórgríms Þórgrímssonar og Sigríðar Sigmundsdóttur, sem þá voru „ , búandi hjón á Íshóli“ [Kb. Lund.]. Hann er með foreldrum á manntali þar 1840, 1845 og 1850. Kvæntist Önnu Friðfinnsdóttur 2. júlí 1855 og búa þau á Íshóli við manntölin 1855 og 1860.

Anna Friðfinnsdóttir, kona Guðna hér næst á undan, er á fólkstali við nýár 1875/76 „ , 41, kona hs“. Anna var fædd 30. maí 1835, dóttir Friðfinns Illugasonar á Litluvöllum og k. h. Rósu Tómasdóttur, sem þá eru þar „ , búandi hion“ [Kb. Lund.]. Anna er með foreldrum á manntali á Litluvöllum 1840, 1845 og 1850. Giftist Guðna hér næst á undan 2. júlí 1855, sjá þar.

Anna María Árnadóttir

Guðni Þorgrímsson

Anna Friðfinnsdóttir

Þóra Sigríður Guðnadóttir er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1875/76 „ , 13, barn þra“ Guðna og Önnu hér næst á undan. Ekki er hún þar við nýár 1877. Þóra var fædd 18. jan. 1862, eru foreldrar hennar þá „ , búandi hjón á Íshóli“ [Kb. Lund.].

Jónas Jónsson, líklega sonur Jóns Guttormssonar og Ingibj. konu hans, sjá áður, er „ , 7, tökubarn“ í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1875/76. Hann er þar einnig á fólkstali um nýár 1877, þá með foreldrum sínum „ , 8, br. þeirra“. Við nýár 1878 er hann þar enn „ , 8, ómagi“, en fer það ár „ , 8, tökub, frá Grjótárgerði að Hafralæk“ [Kb. Lund.]. Jónas er á manntali með móður sinni og sumum systkinum á Hafralæk 1880 „ , 11, Ó, sonur húsráðenda,“.

Jón Guttormsson, áður bóndi í Grjótárgerði, sjá hér ofar, er þar á fólkstali við nýár 1877 „ , 45, lausam.“ Hann er farinn árið eftir.

Ingibjörg Jónsdóttir kona Jóns hér næst á undan, eins.

Jónas Jónasson er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1877 „ , 57, vm“, en ekki árið eftir. Jónas var fæddur 26. okt.(eða sept.) 1820 á Hálsi í Kinn, sonur Jónasar Jónssonar og Bergljótar Jónasardóttur. Hann er með foreldrum sínum á manntali í Ystafelli 1835 og 1845. Skrásetningu giftinga vantar í [Kb. Þór.] 1845-1852, en þau hjón eru farin að búa á Krossi við manntalið 1850 og eru þar enn á manntali 1860. Jónas og Guðný eru á manntali í Saltvík 1880 með tveim sonum og fóru þaðan með þeim til Vesturheims 1881 [Vfskrá], sjá ennfremur um þau í [ÆÞ. III, bls. 46]. Jónas dó í Vesturheimi 12. júlí 1904.

Guðný Jónsdóttir, kona Jónasar hér næst á undan, er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1877 „ , 54, vk“, en ekki árið eftir. Guðný var fædd 8. sept. 1823, dóttir Jóns Jónssonar og Aðalbjargar Davíðsdóttur, sem þá eru „hión á Mióadal“ [Kb. Lund.]. Hún er með foreldrum þar á manntali 1845 „ , 23, Ó, þeirra barn,“. Sjá hér næst á undan hjá Jónasi. Dó í Vesturheimi 1. sept. 1908.

Bergvin Einarsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 64, húsm.“ ásamt Baldviníu barnsmóður sinni og dóttur. Hann er þar áfram í tíð Kristjáns og Guðrúnar, sjá hér nokkru neðar.

Baldvinía Eiríksdóttir, fylgir Bergvin hér næst á undan, er sömuleiðis í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 27, lausak.“ en við nýár 1879 „húsk“ [Sál. Eyj.]. Hún er áfram í Grjótárgerði í tíð Kristjáns og Guðrúnar, sjá hér nokkru neðar.

Sigurveig Elín Bergvinsdóttir, dóttir Bergvins og Baldviníu hér næst á undan, er með foreldrum í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 6, þra barn“. Hún er þar áfram í tíð Kristjáns og Guðrúnar, sjá hér nokkru neðar.

1878 - 1886: Kristján Jónsson og Guðrún Sigmundsdóttir

Kristján kemur „ , 45, bóndi,“ frá Víðum að Grjótárgerði 1878, en Guðrún kemur þangað s. á. „ , 28, hfr.“ með skylduliði sínu frá Haga. Þau eru gefin saman 12. okt. 1878 [Kb. Lund.]. Þau eru í Grjótárgerði á fólkstali um nýár 1886, en um nýár 1887 er komið þangað annað fólk [Sál. Eyj.]. Kristján er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1879-1886, en 1881 er

Þóra Sigríður Guðnadóttir

getið þar Guðna Þorgrímssonar á skrá yfir búlausa og 1885 er getið þar Jóns Jónssonar á skrá yfir húsfólk og 1886 á skrá yfir búlausa. Kristján var fæddur í Víðum 26. jan. 1835, sonur hjónanna Jóns Jósafatssonar og Guðrúnar Hrólfsdóttur, albr. Guðna, Sigurðar og Sigurjóns, sjá hér nokkru ofar. Kristján er á manntali með foreldrum í Víðum 1840, 1845 og 1850 og fer með þeim að Kálfaströnd 1853 [Kb. Ein.], þar sem hann er á manntali 1855, en 1860 á Lundarbrekku „ , 26, Ó, vinnumaður,“. Fer 1869 „ , 36, vinnumaður,“ frá Lundarbrekku að Brettingsstöðum [Kb. Lund.]. Kristján bjó á Brettingsstöðum 1869-1871 [Laxd. bls. 90-91]. Dó 18. mars 1897 „ , bóndi í Stórutungu, 63“ [Kb. Lund.].

Guðrún var fædd á Jarlstöðum 17. mars 1851, dóttir Sigmundar Einarssonar og f. k. h. Kristínar Þorgrímsdóttur [Kb. Lund.], [Laxd. bls. 91]. Hún er á manntali með foreldrum og systur á Hrappstöðum 1855, en 1860 á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi með föður sínum, sem þá er ekkill. Hún kemur með föður sínum og stjúpmóður 1864 „ , 14, dóttir hans,“ frá Hólum í Laxárdal að Svartárkoti [Kb. Lund.]. Guðrún eignast soninn Tryggva 1876, sjá hér neðar, með Guðna Sigurðssyni í Brennási. Hún fer frá Hallbjarnarstöðum að Haga með son sinn 1877 [Kb. Ness.] og þaðan að Grjótárgerði 1878 [Kb. Lund.], [Kb. Ness.]. Hún er á manntali í Stórutungu 1901 „ , húsmóðir, 50, E,“. Deyr þar 31. júlí 1920 [Laxd. bls.91].

Börn Kristjáns og Guðrúnar í Grjótárgerði 1878-1886, öll fædd þar:

Geirmundur Helgi Kristjánsson, f. 30. júlí 1879 [Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880. Dó í Stórutungu 7. sept. 1899 [Laxd. bls. 91].

Jón Kristinn Kristjánsson, f. 30. maí 1881 [Kb. Lund.]. Dó í Stórutungu 4. nóv. 1899 [Laxd. bls. 91].

Anna Guðrún Kristjánsdóttir, f. 18. ágúst 1884 [Kb. Lund.]. Dó í Stórutungu 8. sept. 1902 [Laxd. bls. 91].

Annað skyldulið Kristjáns og Guðrúnar í Grjótárgerði 1878-1886:

Tryggvi Guðnason, sonur Guðrúnar húsfreyju og Guðna Sigurðssonar b. í Brennási (sjá þar), kemur með móður sinni frá Haga 1878 [Kb. Lund.] og er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 3, Ó, sonur konunnar,“. Hann fer með móður sinni og stjúpa frá Grjótárgerði 1886. Tryggvi var fæddur 6. nóv. 1876 á Hallbjarnarstöðum [Kb. Ein.]. Hann fer með móður sinni að Haga árið eftir. Hann varð síðar þekktur bóndi í Víðirkeri.

Sigmundur Einarsson kemur 1878 „ , 64, vm.“ frá Haga að Grjótárgerði [Kb. Lund.], faðir Guðrúnar húsfreyju. Er þar á manntali 1880 „ , 66, G, vinnumaður,“ og er í Grjótárgerði til 1886. Sigmundur var fæddur 6. okt. 1813 á Arndísarstöðum [Kb. Eyj.]., sonur Einars Sigmundssonar og Guðrúnar Bergþórsdóttur, og því albróðir Bergvins, sjá hér nokkru neðar. Hann er á manntali í Stórutungu 1835 „ , 22, Ó, vinnumaður“. Sigmundur var á manntali á Hrappstöðum 1855 með Kristínu Þorgrímsdóttir f. k. sinni og tveim dætrum. Þau flytja norður í Kelduhverfi 1859, þar sem Kristín deyr, hann er á manntali

á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi 1860 „ , 48, E, bóndi,“. Hann kvænist að nýju 6. júlí 1861 Önnu Jónsdóttur hér næst á eftir, þá bóndi á Ingjaldsstöðum [Kb. Garðss.]. Sigmundur kemur 1864 með Önnu og dætrum sínum, Sigríði og Guðrúnu, frá Hólum í Laxárdal að Svartárkoti [Kb. Grenj.], [Kb. Lund.] Sigmundur er á manntali í Stórutungu 1890 og deyr þar 12. júní 1891 „ , giptur í Stórutungu, 77“ [Kb. Lund.].

Anna Jónsdóttir, síðari kona Sigmundar hér næst á undan, kemur sömuleiðis frá Haga 1878, og er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 40, G, kona hans, vinnukona,“. Hún er með manni sínum í Grjótárgerði til 1886. Anna var fædd 19. nóv. 1839 í Fjósatungu, dóttir hjónanna Jóns Árnasonar og Ingiríðar Sigurðardóttur [Kb. Ill.]. Hún er þar með þeim á manntali 1840, 1845 og 1850. Hún er á manntali á Ingjaldsstöðum í Kelduhverfi 1860 „ , 21, Ó, bústýra,“ hjá Sigmundi oggiftist honum 6. júlí 1861 [Kb. Garðss.]. Kemur með manni sínum 1864 frá Hólum að Svartárkoti „ , 26, kona hans,“ [Kb. Lund.] og er á manntali með manni sínum í Stórutungu 1890 „ , 50, G, kona hans, vinnukona,“. Hún er þar einnig á manntali 1901 „ , stjúpmóðir húsfreyju, 61, E,“.

Vandalausir í búskapartíð Kristjáns og Guðrúnar í Grjótárgerði 1878-1886:

Bergvin Einarsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 64, húsm.“ fyrsta árið í tíð Finnboga og Guðrúnar, ásamt Baldviníu barnsmóður sinni og dóttur. Hann er þar ekki á manntali 1880. Bergvin var fæddur 23. júlí 1812 á Arndísarstöðum, sonur Einars Sigmundssonar og Guðrúnar Bergþórsdóttur [Kb. Eyj.]. Hann var því föðurbróðir Guðrúnar húsfreyju. Hann er á manntali 1845 á Halldórsstöðum í Bárðardal „ , 33, G, bóndi“, ásamt konu sinni Friðbjörgu Ingjaldsdóttur „ , 30, G, hans kona,“ sögð fædd í Skútustaðasókn. Bergvin er á manntali á Sörlastöðum hjá Sigurjóni syni sínum 1880 „ , 68, E, faðir bóndans,“. Hann andaðist 10. júlí 1890 „ , 78, Ekkill hjá syni sínum á Gautsstöðum“ [Kb. Laufásprk.].

Baldvinía Eiríksdóttir, fylgir Bergvin hér næst á undan, er sömuleiðis í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 27, lausak.“ en við nýár 1879 „húsk“. Baldvinía var fædd 16. maí 1852 og voru foreldrar hennar „Eiríkur Eiríksson vinnumaður á Stórutungu og Abigael Jónsdóttir hjónanna í Stórutungu“ [Kb. Lund.] og er hún þar með móður sinni og stjúpa á manntali 1855. Baldvinía kemur frá Garðshorni að Fljótsbakka 1869 með móður sinni og stjúpa Friðfinni Kristjánssyni og dóttur sinni Ingibjörgu Bergvinsdóttur „1.“ Bergvin er þar með og eignast þau 1872 dótturina Elínu Sigurveigu, sjá hér næst á eftir. Baldvinía andaðist 21. mars 1880 „ , Ógipt, í húsm. á Bjarnastöðum, 29“ [Kb. Lund.].

Sigurveig Elín Bergvinsdóttir, dóttir Bergvins og Baldviníu hér næst á undan, er með foreldrum í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1878 „ , 6, þra barn“. Hún er þar ekki lengur við manntalið 1880. Sigurveig Elín, sem skírð var Elín Sigurveig, var fædd 6. okt. 1872. Segir svo um foreldrana í [Kb. Ein.]: „Bergvin Einarsson skilinn að borði og sæng við konu sína. Stúlkan Bergvinía Eiríksd. bæði á Fljótsbakka.“ Þau höfðu komið þangað frá Garðshorni 1869, með þeim var þá yngri alsystir hennar Ingibjörg „1.,“ Sigurveig Elín er á Ljótsstöðum í Laxárdal við manntalið 1880 „ , 7, Ó, bróðurdóttir húsfreyju [ . . ], fósturbarn“ Húsfreyjan var Guðrún Einarsdóttir. Við manntalið 1890 er Elín Sigurveig „ , 18, Ó, vinnukona,“ á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd.

Anna Pálína Benediktsdóttir kemur með Sigmundi og Önnu 1878 frá Haga að Grjótárgerði og er þar með þeim á manntali 1880 „ , 7, Ó, fósturbarn þeirra,“ Hún er þó sögð „tökubarn“ í fólkstali við nýár 1881 og þar til hún fer úr Grjótárgerði 1886. Anna Pálína var fædd á Ytrafjalli 13. maí 1873, dóttir Benedikts Jakobssonar og Guðmundu Þórnýjar Guðmundsdóttur [Kb. Múl.]. Við manntalið 1890 er hún „ , 17, Ó, vinnukona,“ á Mýri. Hún giftist Halldóri Marteinssyni á Bjarnastöðum og bjuggu þau í Grjótárgerði 1895-1905, sjá síðar og í [Reykj. bls. 405-414].

Guðlaugur Valdimarsson er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 17, Ó, vinnumaður,“ og virðist hann vera þar til 1882. Hans er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1881 á skrá yfir búlausa. Guðlaugur var fæddur 4. febr. 1863, sonur hjónana Valdimars Guðlaugssonar og Kristlaugar Davíðsdóttur, sem þá voru „búandi hjón í Engidal“ [Kb. Lund.]. Við manntalið 1901 er Guðlaugur hjá Tryggva bróður sínum í Engidal „ , bróðir bóndans, 38,“.

Guðni Þorgrímsson er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 45, G, húsmaður,“ ásamt konu sinni og dóttur. Þau eru farin þaðan við nýár 1882. Þau eru á fólkstali við nýár 1882 í Svartárkoti en 1883 á Bjarnastöðum [Sál. Eyj.]. Þau voru í Grjótárgerði í búskapartíð Finnboga og Guðrúnar, sjá hér ofar.

Anna Friðfinnsdóttir, kona Guðna hér næst á undan, er á manntali í Grjótárgerði 1880 „ , 45, G, kona hans,“. Þau eru farin úr Grjótárgerði við nýár 1882, sjá hér næst á undan. Samt eru þau öll þrjú sögð fara 1884 „ , frá Grjótárgerði á Oddeyri“ [Kb. Lund.].

Guðrún Guðnadóttir, dóttir Guðna og Önnu hér næst á undan, fædd í Grjótárgerði 13. sept. 1880[Kb. Lund.] og er þar á manntali 1880 „ , 0, Ó, barn þeirra,“ Er farin þaðan við nýár 1882. Guðrún fer með foreldrum frá Grjótárgerði á Oddeyri 1884, sjá hér að ofan hjá Önnu.Líklega er þetta hin sama Guðrún Guðnadóttir, sem deyr 25. ágúst 1888 „ , barn frá Oddeyri, dó í Svartárkoti, 6“ [Kb. Lund.], þó aldurinn sé ekki nákvæmur.

Jón Erlendsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1882 „ , húsmaður, 30. “ . Hann fer þ. á. „ , 30, húsmaður, frá Grjótárgerði í Kelduhverfi“ [Kb. Lund.]. Jón var fæddur 11. ágúst 1851 í Keldunesi, sonur hjónanna Erlends Gottskálkssonar og Sigríðar Finnbogadóttur. Hann kemur inn í Lundarbrekkusókn 1878 „ , v. m,“ frá Garði (óvíst hvaða) í Bjarnastaði Kb. Lund.] og er á manntali á Hrappstöðum 1880 „ , 29, Ó, vinnumaður“ . Með Björgu Júlíönu Friðriksdóttur frá Hrappstaðaseli eignaðist Jón dótturina Gerði, sjá þar um í [Hraunk. bls. 163-165], einnig [ÆÞ. III, bls. 272-274]. Áður hafði hann, þá á Langavatni, eignast dótturina Hlín, sem síðar kom við sögu Einars Benediktssonar skálds. Jón fór til Vesturheims frá Keldunesi 1888 „ , húsm.“. Hann nefndi sig þar Jón Eldon. Var skáldmæltur. Dó 1. nóv. 1906 [Hraunk. bls. 163].

Guðni Þorgrímsson

Anna Friðfinnsdóttir

Jón Tryggvi Guðnason kemur aftur 1882 „ , 18, vinnum.“ [Kb. Lund.] úr Reykjadal að Grjótárgerði og er þar á fólkstali við nýár 1883 „ , vinnupiltur, 17,“. Hann fer 1884 „ , 18, vinnum., frá Grjótárgerði í Reykjadal“ [Kb. Lund.]. Jón Tryggvi er fæddur í Grjótárgerði 23. jan. 1865, sjá um hann hér ofar í búskapartíð Sigurbjarnar og Vigdísar.

Jón Jónsson er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1885 „ , vinnum, 33“, er þar einnig árið eftir, en farinn við nýár 1887. Ætla verður að það sé sá sami Jón Jónsson, sem getið er við Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda, 1885 á skrá yfir húsfólk en 1886 á skrá yfir búlausa. Jón var fæddur 6. júní 1851 og voru foreldrar hans „ , Jón Einarsson giptur - Anna Jónsdóttir ógipt til heimilis á Björgum“ [Kb. Þór.]. Við manntalið 1850 eru m. a. á Björgum „Jón Einarsson, 68, G, tengdafaðir bóndans,“ og „ Anna Jónsdóttir, 30, vinnukona,“. Jón er með móður sinni á manntali á Granastöðum 1855 „ , 5, Ó, sonur hennar,“ en 1860 á Sandi. Hann kemur með henni 1866 „ , 16, sonur hennar, frá Tumsu að Víðirkeri“ [Kb. Lund.]. Jón er vinnumaður í Víðirkeri við manntalið 1880 og einnig 1890 „ , 39, Ó, vinnumaður,“ en við manntalið 1910 er hann á manntali í Stórutungu.

Anna Jónsdóttir er í Grjótárgerði á fólkstali við nýár 1885 „ , húskona, 63“. Hún er farin þaðan um nýár 1887. Anna var fædd 9. júlí 1820, var faðir hennar „Jón Davíðsson Bóndi á Siðritúngu“ og er engin móðir tilgreind [Kb. Hús.]. Hún er með föður sínum og stjúpmóður á manntali í Tungugerði 1835 „ , 15, Ó, barn hjónanna,“ sem er rangt, það kemur fram 1837 þegar fjölskyldan flytur í Naustavík, þá er Anna sögð „ , 17, hans dóttir,“ [Kb. Hús.]. Anna, þá vinnukona í Naustavík, eignast 6. jan. 1840 soninn Jóhann, var faðir hans Jón Magnússon bóndi í Naustavík [Kb. Þór.]. Anna er á manntali á Ytrileikskálá 1840 með Jóhann, en 1845 er hún „ , 25, Ó, vinnukona,“ á Björgum, en Jóhann er þá hjá föður sínum í Vargsnesi. Anna er enn á Björgum 1850 eins og sagt er hjá Jóni. Við manntalið 1855 er hún með Jón son sinn á manntali á Granastöðum „ , 35, Ó, vinnukona,“ en 1860 á Sandi með Jón. Hún kemur með hann 1866 „ , 47, vinnukona, frá Tumsu að Víðirkeri“ [Kb. Lund.]. Anna er á manntali í Víðirkeri 1880 „ , 59, Ó, vinnukona,“. Finn hana ekki meðal burtvikinna úr [Lund.] til 1890, né þar á manntali þ. á.

Þóra Sigríður Guðnadóttir, dóttir Guðna og Önnu hér nokkru ofar, er aftur í Grjótárgerði á fólkstali um nýár 1885 „ , vinnukona, 23“. Hún flytur það ár „ , 24, vinnuk., frá Grjótárgerði að Akureyri.“ [Kb. Lund.]. Hennar er getið hér nokku ofar í búskapartíð Finnboga og Guðrúnar. Ekkert af því fólki, sem er í Grjótárgerði á fólkstali 1886, er þar á fólkstali 1887.

Jón Jónsson

1886 - 1887: Benjamín Jónsson og Þuríður Jónsdóttir

Benjamín og Þuríður koma 1886 ásamt dóttur sinni frá Helluvaði að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og eru þar áfólkstali um nýár 1887 á 1. býli. Benjamín er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði 1887 í manntalsbók, en Sigfúsar Jónssonar er þar og getið á skrá yfir búlausa. Benjamín og Sigfús voru svilar. Benjamín og Þuríður flytja að Litluströnd 1887 [Kb. Lund.].

Benjamín var fæddur 15. apríl 1858 á Grænavatni, sonur Jóns Jónssonar og f. k. h. Kristbjargar Kristjánsdóttur [Kb. Mýv.] og [Reykj. bls. 362 og 547-550]. Hann er á manntali hjá föður sínum og stjúpmóður á Lundarbrekku 1860, en 1880 er hann „ , 22, Ó, lausamaður,“ á Hofstöðum og fer þaðan 1883 að Lundarbrekku [Kb. Lund.].

Þuríður var fædd 29. sept. 1865 á Stöng, dóttir Jóns Hinrikssonar og fyrstu k. h. Friðriku Helgadóttur [Kb. Mýv.], [Reykj. bls. 547] og [Skú. bls. 161-162]. Hún er „ , 15, Ó, léttastúlka,“ hjá Sigríði systur sinni á Helluvaði við manntalið 1880 og fer 1884 frá Arnarvatni að Bjarnastöðum [Kb. Lund.].

Benjamín og Þuríður voru gefin saman 10. júlí 1885, þá bæði („yngism.“, „yngisstúlka“) á Bjarnastöðum [Kb. Lund.]. Þau fóru til Vesturheims frá Álftagerði 1890 með tveim börnum [Vfskrá]. Benjamín dó af slysförum 6. apríl 1893, en Þuríður 27. apríl 1899 [Reykj. bls. 547].

Barn Benjamíns og Þuríðar í Grjótárgerði 1886-1887:

Marín Benjamínsdóttir (líka nefnd Maren í kb.) var fædd í Grjótárgerði 21. maí 1886[Kb. Lund.], [Reykj. 548-549]. (Samt er hún í [Kb. Lund.] sögð koma með foreldrum frá Helluvaði 1886). Hún fer með foreldrum að Litluströnd 1887 og til Vesturheims 1890. Dó 1. nóv. 1957 í N.- Dak. [Reykj. bls. 548].

1886 - 1892: Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir

Sigfús og Sigríður koma ásamt þrem börnum 1886 frá Hofsstöðum að Grjótárgerði [Kb. Lund.] og eru þar fyrsta árið á 2. búi, líklega í húsmennsku, í manntalsbok þinggjalda er Sigfúsar getið í Grjótárgerði 1887 á skrá yfir búlausa. Eftir það eru þau á 1. búi, er Sigfús gjaldandi þinggjalda í manntalsbók 1888 á móti Sigurði, sjá hér á eftir, en einn árin 1889-1892. Sigfús og Sigríður eru á manntali í Grjótárgerði 1890, en flytja þaðan að Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1892 [Kb. Mýv.].

Sigfús var fæddur 5. maí 1855, voru foreldrar hans Jón Jónsson og María Gísladóttir, sem þá voru „gift vinnuhjú á Skútustöðum“ [Kb. Mýv.]. Sigfús er með foreldrum sínum á manntali á Skútustöðum 1855 og á Bjarnastöðum 1860.

Sigríður var fædd 5. nóv. 1856, voru foreldrar hennar Jón Hinriksson og fyrsta k. h. Friðrika Helgadóttir „hjón á Grænavatni“ [Kb. Mýv.]. Sigríður er með foreldrum sínum á manntali á Stöng 1860.

Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir

Sigfús og Sigríður voru gefin saman 6. júlí 1877, þá bæði vinnuhjú í Syðri Neslöndum [Kb. Mýv.]. Þau flytja þaðan 1878 að Hólum í Eyjafirði þar sem fyrsta barn þeirra fæðist, en eru á manntali á Helluvaði 1880 með tveim sonum sínum. Þau fara 1886 „frá Hofstöðum - Grjótárgerði“ [Kb. Lund.] með þrem börnum og eru þar á manntali 1890.

Sigfús og Sigríður bjuggu á Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1892-1898 en síðan á Halldórsstöðum í Reykjadal og gjarnan við þann bæ kennd. Þar dó Sigfús 16. sept. 1926, en Sigríður dó á Hömrum 29. júní 1941. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 1252-1310] og [Skú. bls. 68-71 og 107-108] svo og í kafla um Bjarnastaði.

Börn Sigfúsar og Sigríðar í Grjótárgerði 1886-1892:

Jón Aðalsteinn Sigfússon kemur með foreldrum sínum frá Hofsstöðum að Grjótárgerði 1886 og fer með þeim að Bjarnastöðum í Mývatnssveit 1892. Jón var fæddur 2. júlí 1878 á Hólum í Eyjafirði. Hann var bóndi og söngstjóri á Halldórstöðum í Reykjadal lengst ævi sinnar. Dó þar 19. júlí 1964 [Reykj. bls. 1252-1253]. Sjá um hann og afkomendur í [Reykj. bls. 1252-1263].

Sigurður Bjarklind Sigfússon kemur með foreldrum sínum frá Hofsstöðum að Grjótárgerði 1886 og fer með þeim að Bjarnastöðum 1892. Sigurður var fæddur 19. ágúst 1880 á Helluvaði [Reykj. bls. 1263]. Hann var lengi kaupfélagsstjóri á Húsavík. Dó 16. maí 1960 í Hafnarfirði. Sjá um hann og afkomendur í [Reykj. 1263-1266].

Kristjana Sigfúsdóttir kemur með foreldrum sínum frá Hofsstöðum að Grjótárgerði 1886 og fer með þeim að Bjarnastöðum 1892. Kristjana var fædd 2. mars 1886 á Hofsstöðum. Hún giftist Einari Árnasyni frá Finnsstöðum og bjuggu þau á Vatnsenda og í Landamótsseli. Dó 19. febr. 1959 á Akureyri. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj. bls. 1266-1270].

Pétur Sigfússon, f. 9. des. 1890 í Grjótárgerði [Kb. Lund.] og fer með foreldrum og systkinum að Bjarnastöðum 1892. Pétur var m. a. kaupfélagsstjóri á Borðeyri. Dó 5. okt. 1962 í Colorado. Sjá um hann og afkomendur í [Reykj. bls. 1270-1278].

Vandalausir á búi Sigfúsar og Sigríðar

í Grjótárgerði 1886-1892:

Margrét Jónsdóttir er á fólkstali í Grjótárgerði við nýár 1892 „ , vk., 32,“. Hún er farin 31. des. 1892. Ýmislegt bendir til að aldur Margrétar sé rangur í Lundarbrekkubókum og Mývatnsþingum. Hún er jafnan í manntölum sögð fædd í Húsavíkursókn, en þar er engin Margrét Jónsdóttir fædd með þeim aldri. Í manntali á Sveinsströnd 1920 er Margrét sögð fædd 24. des. 1857 í Mýrarkoti. Í [Kb. Hús.] er hinsvegar fædd 25. des. 1852 Margrét Jónsdóttir, eru foreldrar hennar Jón Benediktsson og Helga Vigfúsdóttir „búandi hjón í Mýrarkoti“. Hún er á manntali með foreldrum og tveim systkinum í Tungugerði 1855 og 1860 í Hringveri. Hún er fermd frá Tungugerði 1867 og er þar á manntali með foreldrum 1880 „ , 27, Ó, dóttir þeirra,“. Margrét fer 1889 „ , vinnuk, 36, frá Bakka að Víðirkeri í Bárðardal“ [Kb. Hús.] með Kristjáni Sigurðssyni (síðar á

Jón Aðalsteinn Sigfússon

Sigurður Bjarklind Sigfússon

Kristjana Sigfúsdóttir

Pétur Sigfússon

Grímsstöðum á Fjöllum) og fjölskyldu hans. Er þá aldur hennar réttur. Skv. [Kb. Lund.] kemur 1890 Margrét Jónsdóttir „vk., 31, af Tjörnesi að Víðirkeri“; hygg ég að það sé sú sama Margrét. Margrét er á manntali í Víðirkeri 1890 „ , 31, Ó, vinnukona,“ sögð fædd í Húsavíkursókn. Hún er þar einnig á manntali 1901 „ , vinnukona, 42,“. Margrét var lengi vinnukona á Bjarnastöðum í Mývatnssveit (sjá þar) hjá Sigurgeir og Þuríði, og síðar á Sveinsströnd, þar sem hún er á manntali 1910 og 1920, en 1930 í Baldursheimi. Hún andaðist 6. júlí 1931 „ , húsk. Baldursheimi, 73, 7. Influensa“ [Kb. Mýv.].

1887 - 1888: Sigurður Guðmundsson og Anna Jónsdóttir

Á fólkstali við nýár 1888 eru á 2. búi í Grjótárgerði, á móti Sigfúsi og Sigríði, talin Sigurður Guðmundsson „ , bóndi, 38,“ og Anna Jónsdóttir „ , kona hs, 35.“ [Sál. Eyj.]. Þau eru farin þaðan við nýár 1889. Sigurður er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1888 á móti Sigfúsi.

Sigurður var fæddur í Rauðuskriðu 22. jan. 1849, sonur Guðmundar Björnssonar og f. k. h. Önnu Eyjólfsdóttur [Kb. Múl.]. Hann er þar á manntali með foreldrum og systkinum 1850 og 1855. Þar er hann einnig á manntali 1860 með föður sínum, sem þá er ekkill, ásamt sex systkinum.

Anna var fædd í Kasthvammi 22. febr. 1851, dóttir hjónanna Jóns Finnbogasonar og Helgu Sveinbjarnardóttur [Kb. Grenj.] sjá um þau nokkru ofar. Hún er með foreldrum á manntali á Daðastöðum 1855 og í Lásgerði 1860. Anna var vinnukona í Stórási hjá Jósafat og Björgu 1868-1869, sjá þar. Hún kemur 1875 „ , 24, vinnuk., frá Gautlöndum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.].

Sigurður og Anna voru gefin saman 12. okt. 1878, þá bæði vinnuhjú í Svartárkoti [Kb. Lund.]. Þau eru þar á manntali 1880; hann „ , 31, G, vinnumaður,“ hún „ , 28, G, kona hans, vinnukona,“. Þau bjuggu í Stórási 1881-1883, sjá þar. Þau flytja 1889 frá Víðirkeri að Hofsstöðum [Kb. Lund.] og þar er Sigurður á manntali 1890 „ , 40, G, vinnumaður,“ er Anna þar einnig á viðaukaskrá B „ , 39, G, sjálfrar sín,“ dvalarstaður um stundarsakir Hörgsdalur. Þau eru á manntali í Garði 1901, þar sem Sigurður er húsmaður. Þau eru bæði á manntali á Geirastöðum 1910. 1920 er Anna „ , húskona, E,“ á manntali á Hofstöðum.

1892 - 1894: Kristján H. Þorsteinsson og Arnfríður Björnsdóttir

Kristján og Arnfríður koma frá Heiðarseli að Grjótárgerði og eru þar á fólkstali 31. des. 1892 á 1. búi móti Sigurjóni og Randheiði (sjá síðar) [Sál. Eyj.]. Þau eru farin þaðan 31. des. 1894. Kristján er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1893 á móti Sigurjóni og 1894 á móti Sigurði Jónssyni, þá er Sigurjón á skrá yfir búlausa.

Kristján Hólmsteinn varfæddur 28. okt. 1860 á Öxará, sonur Þorsteins Arasonar og Guðrúnar Jónsdóttur [ÆÞ. II, bls 175]. Hann var fatlaður, haltur af berklum í fæti. Albróðir Hólmgeirs í Vallakoti. Kristján er á manntali á Skútustöðum 1880 „ , 19, Ó, vinnumaður,“.

Arnfríður var fædd 15. júlí 1861 í Presthvammi, dóttir Björns Björnssonar og Bóthildar Jónsdóttur. Hún er á manntali á Arnarvatni 1880 „ , 19, Ó, vinnukona,“.

Kristján og Arnfríður voru gefin saman 25. okt. 1884, þá bæði í vinnumennsku á Arnarvatni [Kb. Mýv.]. Þau eru í Haganesi við fæðingu Hólmsteins í apríl 1886, en flytja það ár að Daðastöðum [Kb. Ein.], þar bjó þá Steingrímur bróðir Kristjáns.

Þau Kristján og Arnfríður bjuggu á Litlulaugum og Grjótárgerði en voru lengstum í húsmennsku. Kristján dó á Gautlöndum 2. júní 1921 en Arnfríður í Álftagerði 24. ágúst 1936.

Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [ÆÞ. II, bls. 172-178].

Börn Kristjáns og Arnfríðar í Grjótárgerði 1892-1894:

Hólmsteinn Kristjánsson kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1892 og er farinn þaðan í árslok 1894. Hólmsteinn var fæddur 28. apríl 1886 í Haganesi, þar sem foreldrar hans eru þá „ , gift hjú“ [Kb. Mýv.]. Dó 22. apríl 1920, lausamaður á Gautlöndum [Kb. Mýv.], [ÆÞ. II, bls. 176].

Elín Kristjánsdóttir kemur með foreldrum að Grjótárgerði 1892 og fer með þeim 1894. Elín var fædd 12. febr. 1889 á Narfastöðum [ÆÞ. II, bls. 175]. Hún var lengi húsfreyja á Grímsstöðum við Mývatn, gift Jóhannesi Sigfinnssyni, sjá [ÆÞ. I, bls. 101 og 104-105]. Dó 10. nóv. 1956.

Þórhallur Kristjánsson var fæddur í Grjótárgerði 26. okt. 1892 [Kb. Lund.] og fer með þeim þaðan 1894. Hann var alinn upp á Breiðumýri. Sjá um hann og afkomendur í [ÆÞ. II, bls. 176-177].

1892 - 1894: Sigurjón Árnason og Randheiður Sigurðardóttir

Sigurjón og Randheiður eru á 2. búi í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1892, einnig svo næsta ár, en ekki 1894. Sigurjón er gjaldandi þinggjalda í manntalsbólk 1893 á móti Kristjáni, en 1894 er hann á skrá yfir búlausa.

Sigurjón var fæddur 17. maí 1839 og voru foreldrar hans „Árni Halldórss. og Ingibjörg Jónsd. hión á Ófeigsstöðu“ [Kb. Þór.]. (Í manntölum 1835 og 1840 á Ófeigsstöðum og 1845 í Árbót er Ingibjörg sögð Stefánsdóttir). Sigurjón er með foreldrum á þessum tilgreindu manntölum og 1850 og 1855 á Ytrileiksskálaá, en 1860 er hann vinnumaður í Ystafelli. Hann fer 1866 „ , 28, vinnumaðr, frá Þóroddsstað að Ljósavatni“ [Kb. Þór.].

Randheiður var fædd 15. maí 1832 (skráð Randÿður við skírn), dóttir Sigurðar Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem þá eru „gift hjón í húßmennsku á Laugalandi“ [Kb. Möðruv. kl.s.]. Við manntalið 1835 eru foreldrar hennar í

Ási á Þelamörk, en Randíður (svo) „ , 3, Ó, tökubarn“ á Laugalandi. Við manntalið 1845 er hún, þá með nafninu Randheiður, á Naustum í Hrafnagilssókn „ , 14, Ó, vinnustúlka,“. Randheiður er á manntali í Árnesi, grashús, á Húsavík 1855 „ , 24, Ó, bústýra,“.

Sigurjón og Randheiður voru gefin saman 14. ágúst 1870, hann „búandi á Geirbjarnarstöðum“, hún „Ráðskona á Geirbjarnarstöðum“ [Kb. Þór.]. Þau flytja þaðan 1874 að Svartárkoti ásamt þriggja ára syni sínum [Kb. Lund.]. Randheiður fer 1876 „ , 39, v.k.,“ frá Bjarnastöðum að Litlutjörnum ásamt syni þeirra Sveini Ármanni „ , 1,“, en Sigurjón fer s. á. „ , 30, v.m.,“ frá Stóruvöllum að Litlutjörnum [Kb. Lund.].

Sigurjón og Randheiður eru á manntali á Stórutjörnum 1880, er Sigurjón þar „ , 41, G, húsmaður,“ en Randheiður „ , 44, G, kona hans,“. Með þeim er þar Sigtryggur „ , 8, Ó, sonur þeirra,“ og Sveinn Ármann „ , 5, Ó, sömul.“

Þau hjónin koma frá Holtakoti að Sandvík 1888 ásamt Sveini Ármanni [Kb. Lund.] og eru þar á manntali (á 2. býli) 1890, er Sigurjón þar „ , 51, húsbóndi, bóndi,“ en Randheiður „ , 53, húsmóðir, kona hans,“. Með þeim í Sandvík er þá Sveinn Ármann „ , 15, Ó, sonur þeirra,“. Sigurjón er „ , bóndi, 53“ og Randheiður „ , kona hans, 55“ í fólkstalinu 31. des. 1892. Þau flytja 1895 frá Íshóli að Sigríðarstöðum, Sigurjón sagður „húsm., 56“, og er þá Sveinn „sonur þeirra, 20“ með þeim. Ekki sést að þeim fylgi börn eða vinnufólk. Þeim virðast ekki hafa boðist góðbýli til ábúðar, þau flytja 1897 frá Vestarikrókum að Heiðarhúsum [Kb. Hálsþ.] og eru þá synir þeirra, Sigtryggur og Sveinn, með þeim, báðir komnir yfir tvítugt.

1893 - 1894: (Sigurður Jónsson og Helga Guðrún Marteinsdóttir

Sigurður Jónsson er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1894, á móti Kristjáni H. Þorsteinssyni, einnig er þar getið þ. á. Sigurjóns Árnasonar á skrá yfir búlausa. Líklega er það sá Sigurður, sem er ásamt konu og syni á 2. búi á Bjarnastöðum á fólkstali 31. des. 1893. Ekki hef ég viðhlítandi skýringar á þessu, hlýt þó að telja Sigurð hér sem ábúanda í samræmi við manntalsbókina, þó naumast sé með vissu skjalfest að um þennan Sigurð sé að ræða, né að þau hafi verið í Grjótárgerði. Sigurður gæti hafa haft þar bú, en verið til heimilis á Bjarnastöðum.

Sonarsynir Sigurðar og Helgu álíta að þau hafi búið í Grjótárgerði, skv. símtali við Sigurð Marteinsson (f. 1926) hinn 25. sept. 2005.

Sigurður var fæddur 4. ágúst 1861 á Skútustöðum, sonur Jóns Guðmundssonar og k. h. Katrínar Sigurðardóttur [Kb. Mýv.], [Reykj. bls. 424]. Móðir hans deyr fæðingarár hans og er hann með föður sínum víða, m. a. á Bakka hjá Húsavík, í Garði í Fnjóskadal og á Hellu á Árskógsströnd, þar sem þeir feðgar eru á manntali 1880, Jón „ , 56, E, vinnumaður,“ en Sigurður „ , 19, Ó, léttapiltur,“. Sigurður kemur 1889 „ , 27, búfræðingur, frá Hólum að Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.].

Sigurður Jónsson

Sumt af upplýsingum um Sigurð er byggt á símtali 10. okt 2005 við sonarson hans, Adam Þór Þorgeirsson, f. 1924.

Guðrún var fædd 3. des. 1872 á Lundarbrekku, dóttir Marteins Halldórssonar og k. h. Kristínar Jónsdóttur [Kb. Lund.], [Reykj. bls. 363 og 424]. Hún er með foreldrum og fimm systkinum á manntali á Hofstöðum 1880.

Sigurður og Helga Guðrún voru gefin saman 24. ágúst 1890 [Reykj. bls. 424] og eru á manntali á Bjarnastöðum þ. á., er Sigurður sagður „ , vinnum., búfræðingur,“. Þau bjuggu víða, koma frá Stokkahlöðum að Bjarnastöðum 1893 [Kb. Lund.], eru á Halldórsstöðum í Bárðardal 1894 og 1897 við fæðingu barna, en lengst á Hrafnsstöðum í Kinn. Sjá um þau hjón og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 424-440], sjá einnig í [ÆÞ. III, bls. 177-178].

Sigurður andaðist 15. des. 1943 en Helga Guðrún 19. febr. 1964 [Reykj. bls. 424.].

Sonur Sigurðar og Helgu Guðrúnar, líklega með þeim í Grjótárgerði:

Marteinn Sigurðssonvar fæddur 22. júlí 1891 á Bjarnastöðum í Bárðardal [Kb. Lund.], [Reykj. bls. 424]. Sjá um Martein og afkomendur hans í [Reykj. bls. 424-428] (þó röng mynd efst t. h. á bls. 425). Hann andaðist 28. des. 1986 [Reykj. bls. 424].)

1894 - 1895: Páll Jónsson og Jónína Þuríður Guðmundsdóttir

Páll og Jónína eru á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 ásamt tveim dætrum sínum. Þau flytja þaðan að Litlutjörnum 1895 [Kb. Lund.]. Páll er gjaldandi fyrir Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1895, þar er og þ. á. Friðmundur Jónasson á skrá yfir húsfólk og Jón Guðmundsson á skrá yfir vinnumenn.

Páll var fæddur 16. apríl 1859, sonur Jóns Halldórssonar og Hólmfríðar Hansdóttur, sem þá eru „ , hjón á Bjarnastöðum“ [Kb. Lund.] og með þeim þar á manntali 1860. Við manntalið 1880 er hann vinnumaður á Lundarbrekku.

Jónína var fædd 12. júlí 1855, dóttir Guðmundar Björnssonar og f. k. h. Önnu Eyjólfsdóttur [Kb. Múl.], [Laxd. bls. 147], sem búa í Rauðuskriðu við manntalið 1. okt. 1855. Við manntalið 1860 er móðir Jónínu látin og hún ekki með systkinum sínum í Rauðuskriðu. Jónína er á manntali í Baldursheimi 1880 „ , 25, Ó, vinnukona,“ en flytur 1884 þaðan að Víðirkeri [Kb. Lund.].

Páll og Jónína Þuríður voru gefin saman 16. júlí 1888, þá bæði í vinnumennsku á Stóruvöllum [Kb. Lund.]. Þau eru á manntali á Halldórsstöðum í Bárðardal 1890 og er Páll sagður bóndi þar. Á fólkstalinu 31. des. 1894 er Páll „ , bóndi, 35,“ í Grjótárgerði, en Jónína „ , kona hans, 36“.

Páll og Jónína eru á manntali á Litlutjörnum 1901 en ekki 1910.

Marteinn Sigurðsson

Páll Jónsson

Jónína Þuríður Guðmundsdóttir

Dætur Páls og Jónínu í Grjótárgerði 1894-1895:

Hólmfríður Pálsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , dætur þr, 5,“. Hún fer með þeim að Litlutjörnum 1895. Hólmfríður var fædd 18. apríl 1889 á Stóruvöllum [Kb. Lund.].

Þuríður Pálsdóttir er með foreldrum sínum á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , dætur þr, 1,“. Hún fer með þeim að Litlutjörnum 1895. Þuríður var fædd 27. maí 1893 á Halldórsstöðum í Bárðardal [Kb. Lund.]. Nafna hennar og alsystir var fædd 7. des. 1890 á Halldórsstöðum, d. 18. júlí 1892.

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Páls og Jónínu 1894-1895:

Friðmundur Jónasson kemur 1894 „ , húsm., 50, frá Öndólfsstöðum að Grjótárgerði“ [Kb. Lund.] og er á fólkstali þar 31. des. 1894 „ , húsmaður, 49“. Fer 1895 „ , húsm., 51,“ að Birningsstöðum í Laxárdal ásamt Sigurveigu konu sinni [Kb. Lund.]. Friðmundar er getið í Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1895 á skrá yfir húsfólk. Friðmundur var fæddur 5. jan. 1845 á Ljótsstöðum í Laxárdal, sonur hjónanna Jónasar Sigfússonar og Guðrúnar Einarsdóttur, sem þá búa þar; er hann þar með þeim á manntali 1845. Faðir hans andaðist 19. maí 1848 [Kb. Grenj.]. Friðmundur er á manntali hjá móður sinni á Ljótsstöðum 1850 „ , 6, Ó, barn ekkjunnar,“ og 1855 og 1860 þar hjá móður sinni og stjúpa. Við manntalið 1880 er Friðmundur á Ljótsstöðum í Laxárdal „ , 35, Ó, húsm., sonur húsfreyju af fyrra hjónabandi,“ en 1890 á Hamri. Þau Friðmundur og Sigurveig, sjá hér næst á eftir, voru gefin saman 3. okt. 1894; Friðmundur „í Víðirkeri“; Sigurveig „á Lundarbrekku 25 ára“ [Kb. Lund.]. Við manntalið 1901 búa þau Friðmundur og Sigurveig á Leikskálaá ytri ásamt tveim sonum sínum.

Sigurveig Friðfinnsdóttir, kona Friðmundar hér næst á undan, er einnig á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , kona hs, 26“. Fer með manni sínum að Birningsstöðum 1895 [Kb. Lund.]. Þau hjónin koma þaðan aftur 1896 ásamt Óskari syni sínum að Halldórsstöðum [Kb. Lund.]. Sigurveig var fædd 1. des. 1867, dóttir Friðfinns Magnússonar og Guðbjargar Kristjánsdóttur, sem þá eru „ , búandi hjón á Hálsi“ [Kb. Þór.]. Sigurveig fer með foreldrum sínum 1872 úr Þóroddsstaðarprk. frá Landamóti, en ekki er læsilegt hvert þau fara. Hún kemur inn í Hálsprk. 1881 með móður sinni (sem þá er sögð Jóhannesdóttir) frá Stórutjörnum að Víðivöllum, er það undarleg bókun, því báðir bæir eru í sama prestakalli. Þær mæðgur eru burtviknar úr Hálsprk. 1886 „vinnukonur frá Hallgilsstöðum í Lundarbrekku“. Sigurveig er á manntali á Lundarbrekku 1890 „ , 22, Ó, vinnukona,“.

Jón Guðmundsson er á fólkstali í Grjótárgerði 31. des. 1894 „ , laus, 20“. Fer 1895 „ , lausam., 21,“ frá Grjótárgerði að Héðinshöfða [Kb. Lund.]. Jóns er getið við Grjótárgerði í manntalsbók þinggjalda 1895, á skrá yfir vinnumenn. Jón var fæddur 29. okt. 1874 í Fagranesi, sonur Guðmundar Björnssonar og s. k. h. SigurlaugarJónatansdóttur [Kb. Múl.]. Foreldrar Jóns giftust tveim dögum fyrir fæðingu hans. Jón var hálfbróðir - samfeðra - Sigurðar, sem bjó í Grjótárgerði 1887-1888, sjá hér nokkru ofar, var hann með þeim í Stórási 18821883. Jón er með Sigurði og Önnu á manntali í Svartárkoti 1880 „ , 6, Ó,

Hólmfríður Pálsdóttir

Þuríður Pálsdóttir

Friðmundur Jónasson og Sigurveig Friðfinnsdóttir

Jón Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir og börn þeirra Aðalbjörg Jónsdóttir og Alfons Jónsson

tökubarn,“ en er á Lundarbrekku við manntalið 1890 „ , 16, Ó, vinnumaður,“. Jón kemur 1895 „ , skrifari, 21, Frá Lundarbrekku að Hjeðinshöfða“ [Kb. Hús.]. Hann kvænist 21. maí 1897, þá „sýsluskrifari á Hjeðinshöfða 22 ára“ Jóhönnu Jónsdóttur „s. st. 24 ára“ [Kb. Hús.] og eru þau á manntali á Húsavík 1901 ásamt Alfons syni þeirra. Þá er Jón sagður „verslunarþjónn, 27“. Þau flytja öll þrjú frá Húsavík að Akureyri 1905, er Jón þá sagður „ Barnak, 30“ [Kb. Hús.].

1895 - 1905: Halldór Marteinsson og Anna Pálína Benediktsdóttir

Halldór og Anna eru í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1895, en eru á Bjarnastöðum árið áður. Við húsvitjun í árslok 1904 er Halldór sagður vinnumaður í Grjótárgerði hjá Gunnari bróður sínum. Halldór og Anna flytja þaðan að Gautlöndum 1905 með tvær dætur [Kb. Lund.]. Halldór er gjaldandi þinggjalda fyrir Grjótárgerði í manntalsbók 1896-1899, en þá endar manntalsbókin.

Halldór var fæddur 21. jan. 1865 á Fornastöðum, sonur Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur [Kb. Hálsþ.], [Reykj. bls. 363 og 405, þar er fæðingarstaður rangur]. Fer 1867 með foreldrum frá Fornastöðum að Lundarbrekku. Hann er með foreldrum sínum á manntali á Hofstöðum 1880 og hjá móður sinni á Bjarnastöðum 1890.

Anna Pálína var fædd á Ytrafjalli 13. maí 1873, dóttir Benedikts Jakobssonar og Guðmundu Þórnýjar Guðmundsdóttur [Kb. Múl.]. Hún kemur með Sigmundi og Önnu 1878frá Haga að Grjótárgerði og er þar með þeim á manntali 1880 „ , 7, Ó, fósturbarn þeirra,“ sjá hér ofar í tíð Kristjáns og Guðrúnar. Hún er þó sögð „tökubarn“ í fólkstali við nýár 1881 og þar til hún fer úr Grjótárgerði 1886. Við manntalið 1890 er hún „ , 17, Ó, vinnukona,“ á Mýri.

Halldór og Anna Pálína voru gefin saman 3. okt. 1894 [Reykj. bls. 405]. Þau voru á ýmsum stöðum í húsmennsku eftir búskap sinn í Grjótárgerði. Halldór dó 25. nóv. 1946 en Anna Pálína 23. júlí 1946. Sjá um þau og afkomendur þeirra í [Reykj. bls. 405-414].

Börn Halldórs og Önnu Pálínu í Grjótárgerði 1895-1905:

Kristín Halldórsdóttir er með foreldrum sínum í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1895. Hún fer með þeim að Gautlöndum 1905 [Kb. Lund.]. Kristín var fædd á Bjarnastöðum 18. nóv. 1892. Hún giftist Jakob Kristjánssyni. Dó 10. sept. 1957. Sjá um hana og afkomendur hennar í [Reykj. bls. 405-408].

Marteinn Halldórsson er með foreldrum sínum í Grjótárgerði á fólkstali 31. des. 1895. Hann er áfram í Grjótárgerði þegar foreldrar hans og systur flytja þaðan 1895, er „ , ljettadr.,“ þar til 1909, þá er hann kominn að Engidal [Sál. Eyj.], fermdur 16. maí 1909 frá Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Marteinn var fæddur 10. des. 1894 á Bjarnastöðum [Kb. Lund.] ([Reykj. bls. 408] segir 10. sept. og [Kb. Lund.] 8. okt. við fermingu). Hann andaðist 1. mars 1939. Sjá [Reykj. bls. 408].

Halldór Marteinsson og dóttir hans Guðrún Halldórsdóttir

Kristín Halldórsdóttir

Anna Guðrún Halldórsdóttir, f. í Grjótárgerði 31. okt. 1901. Fer með foreldrum að Gautlöndum 1905 [Kb. Lund.]. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj. bls. 408-412].

Skv. [Kb. Mýv.] var sú Stúlka Halldórsdóttir, sem tilgreind er á bls. 412 í [Reykj.], drengur, f. 9. maí 1906 á Gautlöndum „ , ófullburða, lifði 4 sólarhr“. Dó 13. maí 1906 „óskírður drengur, Gautlöndum, ( . . ) Var líflítill, 7 marka“ [Kb. Mýv.].

Annað skyldulið Halldórs og Önnu Pálínu

í Grjótárgerði 1895-1905:

Margrét Benediktsdóttir, líklega systir Önnu Pálínu húsfreyju, fer 1895 „ , 31, vinnuk frá Þverá að Grjótárgerði“ [Kb. Þverárs.] og er í Grjótárgerði 31. des. 1895 „ , vinnukona,“ en farin er hún ári síðar. [Sál. Eyj.]. (Móti því mælir að vísu aldur hennar, en hann er 2?x í registrinu, sem bendir til að hún hafi verið undir þrítugu.). Margrét Jakobína Benediktsdóttir, var fædd 29. okt. 1864 á Ytrafjalli, dóttir Benedikts Jakobssonar og Guðmundu Þórnýjar Guðmundsdóttur [Kb. Ness.]; á manntali með föður sínum á Syðri Leikskálá 1880 „ , 16, Ó, dóttir bóndans,“. Margrét fer 1888 frá Finnsstöðum að Garði í Aðaldal [Kb. Þór.], þar er hún þó ekki á manntali 1890, en fer þó þaðan 1893 „ , 29, vk., frá Garði til Einarsstaðasóknar“ [Kb. Grenj.] og 1894 „ , 30, vk., frá Stórulaugum í Þverá í Laxárdal“ [Kb. Ein.], [Kb. Þverárs.]. (Við þessar færslur er aldur hennar réttur).

Benedikt Jakobsson, faðir Önnu Pálínu, kemur 1899 „ , Gamalmenni, 64, að Grjótárgerði (frá) Björgum“ [Kb. Lund.], sagður „húsmaður, 63“ í [Kb. Þór.]. Hann fer 1903 „ , Blindur, 69,“ frá Grjótárgerði, en ólæsilegt hvert hann fer. Benedikt var fæddur 25. mars 1835 á Ófeigsstöðum, sonur Jakobs Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur, sem þá eru þar „ , búandi hjón“ [Kb. Þór.]. Hann er með foreldrum á manntali í Skriðulandi 1845 og 1850,og 1855 og 1860 á Ytrafjalli. Hann er á manntali á Syðri Leikskálá 1880 og á Björgum 1890 „ , 55, Sk, húsm.,“ Benedikt andaðist 13. júní 1907 „, var hjá syni sínum á Breiðumýri, 71, Influensu“ [Kb. Ein.].

Vandalausir í Grjótárgerði í búskapartíð Halldórs og Önnu Pálínu 1895-1904:

Jónas Stefánsson kemur 1895 „ , léttadr, 13, frá Fótaskinni (að) Grjótárgerði“ [Kb. Lund.], en farin er hann þaðan 31. des. 1896. Jónas var fæddur 1. ágúst 1882 í Fótaskinni, sonur hjónanna Stefáns Guðmundssonar og Guðrúnar Jónasdóttur. Jónas dó af slysförum 4. apríl 1913 á Kraunastöðum. Sjá um hann í [ÆÞ. V, bls. 224].

1904 - 1906: Gunnar Tryggvi Marteinsson

Við húsvitjun í árslok 1904 er Gunnar sagður bóndi í Grjótárgerði, en Halldór vinnumaður hjá honum [Sál. Eyj.]. Árið eftir er Kristín móðir þeirra bræðra og Þorlákur með konu sinni með Gunnari í Grjótárgerði. Við manntal sóknarprests 1906 (árslok) er Þorlákur tekinn við búi, en Gunnar húsmaður hjá honum.

Gunnar var fæddur 24. maí 1878 á Lundarbrekku, sonur hjónanna Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur, d. 23. maí 1925 í Kasthvammi [Reykj. bls. 441-445], sjá um hann og afkomendur hans þar. Gunnar fer 1907 „ , laus, 29,“ frá Grjótárgerði að Kasthvammi [Kb. Lund.], þar sem hann bjó síðan.

Skyldulið Gunnars í Grjótárgerði 1904-1906:

Halldór Marteinsson, bróðir Gunnars, er vinnumaður hjá honum fyrra árið, en fer að Gautlöndum 1905 með konu sína og tvær dætur, sjá hér að ofan.

Anna Pálína Benediktsdóttir, kona Halldórs, fer með honum frá Grjótárgerði að Gautlöndum 1905, sjá hér að ofan.

Kristín Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og Önnu Pálínu, fer með þeim að Gautlöndum 1905, sjá hér að ofan.

Marteinn Halldórsson, bróðursonur Gunnars bónda, er „ , ljettadr., 11 [Sál. Eyj.] hjá honum við húsvitjun í árslok 1905, sjá um hann hér ofar.

Kristín Jónsdóttir móðir Gunnars er í Grjótárgerði við húsvitjun í árslok 1905, „ , m. hs., 63“ [Sál. Eyj.] en er farin þaðan árið eftir. Kristín var fædd 19. apríl 1842 á Grænavatni, d. 15. nóv. 1915 á Bjarnastöðum. Giftist Marteini Halldórssyni á Bjarnastöðum. Sjá um hana og afkomendur í [Reykj, bls. 363446].

Þorlákur Marteinsson, bróðir Gunnars og sonur Kristínar hér næst á undan, er í Grjótárgerði hjá þeim við húsvitjun í árslok 1905. Sjá um hann hér neðar. Sigríður Kolbeinsdóttir, kona Þorláks hér næst á undan, er í Grjótárgerði hjá þeim við húsvitjun í árslok 1905. Sjá um hana hér neðar.

1906 - 1912: Þorlákur Marteinsson og Sigríður Kolbeinsdóttir

Í manntali sóknarprests við árslok 1906 er Þorlákur sagður bóndi í Grjótárgerði. Þau Sigríður flytja þaðan 1912 með dóttur sína frá „Grjótárgerði í Kaupang“ [Kb. Lund.]. Þar með endar búskapur í Grjótárgerði. Þorlákur var fæddur 8. apríl 1880 á Hofstöðum, sonur Marteins Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur, sjá um hann á bls. 446 í [Reykj.]. Sigríður var fædd 23. apríl 1873 í Stórumástungum, Gnúpverjahreppi, dóttir hjónanna Kolbeins Eiríkssonar og Jóhönnu Bergsteinsdóttur [Reykj. bls. 446]. Sigríður er á manntali í Stórumástungum 1880 með foreldrum og fimm systkinum og 1890 með átta systkinum. Húnkemur 1901 „vk.“frá Stórumástungumað Sigurðarstöðum[Kb.

Þorlákur Marteinsson

Lund.]. Þorlákur og Sigríður voru gefin saman 1. maí 1905 [Kb. Lund], [Reykj. bls. 446]. Þau bjuggu lengi á Veigastöðum, þar sem Þorlákur var oddviti. Hann andaðist 6. júní 1963, en Sigríður 27. nóv. 1957, bæði í Reykjavík [Reykj. bls. 446].

Dóttir Þorláks og Sigríðar í Grjótárgerði:

Kristín Þorláksdóttir, f. 3. jan. 1908 í Grjótárgerði [Kb. Lund.]. Fer með foreldrum frá Grjótárgerði að Kaupangi 1912 [Kb. Lund.]. Sjá nánar um Kristínu í [Reykj. bls. 446]. Kristín andaðist 1. sept. 2000 [Mbl. 10. 9. 2000, bls. 40].

Annað skyldulið Þorláks og Sigríðar

í Grjótárgerði 1906-1912:

Marteinn Halldórsson, bróðursonur Þorláks, er „ , ljettadr, “ í Grjótárgerði 1906 og er fermdur þaðan 1909, en fer þá að Engidal [Sál. Eyj.]. Sjá um hann hér ofar.

Gunnar Tryggvi Marteinsson, bróðir Þorláks, er húsmaður í Grjótárgerði 1906 [Sál. Eyj.], en flyst 1907 að Kasthvammi [Kb. Lund.], sjá um hann hér ofar.

1. yfirferð á leiðréttingu lokið 18. okt. 2005 Þessi prentun er gerð 7. sept. 2006. R. Á.

Ábúendur í Grjótárgerði

Til ábúenda teljast hér þeir sem skráðir eru bændur, m. a. í manntalsbók þinggjalda til 1899. Hafi ábúendur verið í húsmennsku fyrir eða eftir ábúð, er ábúðartímabilið að jafnaði einnig látið ná yfir þann tíma.

1836 - 1859: Kristján Jónsson og Kristín Sighvatsdóttir 1859 - 1872: Sigurbjörn Kristjánsson og Vigdís Ísleifsdóttir 1872 - 1875: Jón Guttormsson og Ingibjörg Jónsdóttir 1875 - 1878: Finnbogi Erlendsson og Guðrún Sigurðardóttir 1878 - 1886: Kristján Jónsson og Guðrún Sigmundsdóttir 1886 - 1887: Benjamín Jónsson og Þuríður Jónsdóttir 1886 - 1892: Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir 1887 - 1888: Sigurður Guðmundsson og Anna Jónsdóttir 1892 - 1894: Kristján H. Þorsteinsson og Arnfríður Björnsdóttir 1892 - 1894: Sigurjón Árnason og Randheiður Sigurðardóttir 1893 - 1894: (Sigurður Jónsson og Helga Guðrún Marteinsdóttir) 1894 - 1895: Páll Jónsson og Jónína Þuríður Guðmundsdóttir 1895 - 1905: Halldór Marteinsson og Anna Pálína Benediktsdóttir 1904 - 1906: Gunnar Tryggvi Marteinsson 1906 - 1912: Þorlákur Marteinsson og Sigríður Kolbeinsdóttir

Skammstafanir og skýringar:

[BT.]: Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Rvík 1973.

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Hraunk.]: Hraunkotsættin, tekin saman af Skúla Skúlasyni. Rvík 1977.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[Reykj.]: Reykjahlíðarætt, Rvík 1993.

[Saga Ísl.]: Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í N. Dakota, Winnipeg 1926.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[SÍV.]: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Íslendinga í Vesturheimi, II, Winnipeg 1943.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[Vfskrá]: Júlíus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870-1914, Reykjavík 1983.

[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: