Home Magazine 2. TBL 2015

Page 1

Home

2.TBL 2015

Magazine

Uppáhalds hlutir - Úlli í Módern

Hönnunargrein - Tine K

Garða & pallatískan

Uppskriftir

Heimsóknir


Home

Magazine

1.

Sælureitur í sveitinni

6.

Fyrir rúmu ári síðan eignuðumst við fjölskyldan ltið sumarhús. Húsið var byggt árið 1968 og hefur ekki verið notað í fjölda ára og því komin tími á viðhald. Svo nú tekur við skemmtilegt verkefni hjá okkur á næstu mánuðum, að koma húsinu í gott stand svo hægt sé að byrja nýta það. Mig klæjar alveg í puttana að byrja að mála og gera fínt og það lítur út fyrir að við munum eyða mörgum stundum þar í sumar við ýmiss konar verkefni. Það er eitthvað svo kósý að eiga annan samastað til að skjótast um helgar og aðra frídaga í annað umhverfi komast aðeins í kyrrðina og útí náttúruna. Við erum svo heppin að hafa notið góðs af sumarhúsum í fjölskyldunni okkar og hafa krakkarnir alist upp við að fara í sveitina í sumarfríum og öðrum frídögum og þau elska það. En að eignast okkar eigið sumarhús er algjör draumur og hlökkum við mikið til að eyða sem mestum tíma þar saman í framtíðinni.

2. 8.

4. 7.

5. 4. 3.

Gleðilegt sumar, Þórunn Högna

Ritstjóra langar í: 1. Tom Dixon ljós, Lumex 2. Tine K vasi, Magnolia 3. Hunter stígvél, Geysir 4. Molton Brown sápa&handaáburður, www.moltonbrown.com 5. Barbor jakki, Kormákur&Skjöldur 6. Bang bang mynd, www.sealoe.no 7. Valentino skór, www.neimanmarcus.com 8. Essie naglalakk, Hagkaup


Arkitektúr, nýsköpun og nákvæmni Hvert einasta bulthaup b3 eldhús er einstakt listaverk. Gæði handverks, tæknileg nákvæmnisvinna, áreiðanleiki efniviðar, skipulag innréttingar, tímalaus frumleiki og ending. Fólk sem sættir sig ekki við málamiðlanir, mun líða eins og heima hjá sér í heimi bulthaup.

Eirvik ehf. Suðurlandsbraut 20 Reykjavík 108 www.bulthaup.com


Home

Magazine

Ritstjóri Þórunn Högna thorunn@homemagazine.is Blaðamenn Ágústa Jónasdóttir Aldís Athitaya Gísladóttir Guðrún Hafdís Þórunn Högna LólÝ Ljósmyndarar Tinna stefánsdóttir Kristbjörg Sigurjónsdóttir Henriette amlie Kalbrikken Sandra Johansen Cazandra Halström Aldís Athitaya Gísladóttir Íris ann Sigurðardóttir Maren Baxter Prófarkalestur Esther Gerður Þýðing Hadda Rakel & Magnea Rut Umbort & Hönnun Þórunn Högna Aron H. Georgsson Auglýsingar thorunn@homemagazine.is www.homemagazine.is facebook.com/homemagazine.is Homemagazineis


HÚSGAGNAHÖLLIN fyrir falleg heimili

H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a og sunnud. 13-17 O G Dalsbraut 1 • Akureyri O P I Ð Virka daga kl 10–18

10-18, laugard. 11-17 og laugardaga 11-16


Efnisyfirlit 28

Cazandra Hagström

46

Soffia Dögg Garðarsdóttir

70

Maren Baxter

Heimsóknir 28 46 38 56 62 70

Cazandra Hagström Soffía Dögg Garðarsdóttir Sandra Johansson Henritte Amlie Kalbrikken Heimsókn Nanna & Ómar Heimsókn Maren Baxter

56

Henriette Amlie Kalbrikken

Hönnun & Hugmyndir 12 16 20 22

Töff svefnherbergi Guðrún Hafdís, bloggari Hönnunagrein / Tine K Hugmyndir fyrir garðinn og pallinn


20

Hönnunargrein Tine K

76

92

Uppáhalds hlutir Úlli í Módern

Matur

Viðtöl / Greinar 76 Uppáhlads hlutir / Úlli í Módern

86

Kökur

Girnilegar uppskriftir 92 86 83 82

Mataruppskriftir Uppáhaldskakan mín Matarbloggarinn Lólý Matarbloggarinn Aldís Athatya

www.homemagazine.is www.facebook.com/homemagazine.is



Heimur fágaðra möguleika

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is


H

UGMYNDIR & ÖNNUN



Töff svefnherbergi

Flestir leggja mikið uppúr því að hafa notalegt inni í svefnherbergi sínu. Sumir velja að hafa herbergið hvítt á meðan aðrir velja dökka liti, en allt er þetta smekksatriði og auðvitað skiptir það mestu máli að manni líði vel. Gaman er að sjá hversu breytileg þau geta verið. Við tókum saman nokkur falleg og öðruvísi svefnherbergi til að sýna ykkur lesendum hversu fjölbreytt þau geta verið.

Umsjón: Þórunn Högna






Þ

egar sólin hækkar á lofti þá léttist brúnin á landanum. Við drögum fram garðhúsgögnin og setjum blóm í fallega potta . Gaman finnst mér til dæmis að skreyta sólpallinm með blómapottum og ljóskerum. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir ykkur kæru lesendur. Gleðilegt sumar. Umsjón: Guðrún Hafdís


freebird Laugavegur 46, 101 ReykjavĂ­k

Free


ebird


/ Hönnunargrein

T

ine Kjelsen er danskur hönnuður og er með mjög fallegan smekk. Hún nær að blanda saman ólíkum hlutum, litum og mynstri og gerir að sínu. Línan hennar einkennist af vörum fyrir heimilið, sem og fatalínu. Allt frá fallegum pennum, servíettum, púðum, diskum, vösum og húsgögnum ofl, allt sem gerir heimili að heimili. Tine k vissi alveg hvert hún vildi stefna í framtíð og þegar hún var einungis 22 ára gömul en þá opnaði hún sína fyrstu verslun í Charlottenlund, bænum sem hún bjó í.


Tine k vörurnar fást í Magnolia Skólavörðustíg 38

Allt gekk ljómandi vel og viðskiptahópurinn hennar stækkaði og stækkaði. Henni fannst yndislegt að mæta til vinnu á hverjum degi. Áherslurnar hjá henni voru aðrar en verslanir voru með á þessum tíma, það var mikið um ljósbleika og ljósbláa liti í shabby chic stíl. Vörurnar hennar voru innfluttar og hún lagði áherslu á tímalausa hönnun og einfaldleika. Svartur, kremaður og ljósir náttúrulegir litir voru ríkjandi. Síðar meir byrjaði Tine K að hanna eigin púða og fleiri vörur. Vörulína Tine k home samanstendur í dag af ævintýralegum vörum sem eru blanda af formum, litum og mynstrum frá Asíu, Skandinavíu, Frakklandi og Marokkó, sem er lyft uppá hærra plan þar sem skapast ein heild og til verða fallegar vörur fyrir heimilið. Skissubókin fylgir henni hvert sem hún fer, hún passar að skissa allar hugmyndir sínar niður svo þær gleymist ekki. Tine k er án efa stórkostlega fær hönnuður og í dag má finna verslanir hennar útum allan heim, hún er einnig með vefverslun www.tinekhome.com Umsjón: Ágústa Jónasdóttir


Garða & palla tískan

Þegar fer að hlýna hjá okkur og sólin skín hátt á lofti, fer maður að huga að því að gera fínt í garðinum og á pallinum. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem hægt að nýta sér fyrir sumarið. Gleðilegt sumar.


Umsjón: Þórunn Högna





H

EIMSテ適NIR



C

azandra Hagstrรถm


I

nnanhússhönnuðurinn og stílstinn Cazandra Hagström býr með kærasta sínum í fallegu gömlu húsi, sem þau keyptu nýlega. Hún sækir innblástur sinn meðal annars til Frakklands og finnst henni íbúðirnar í París algjör draumur. Hún heldur úti alveg einstaklega fallegri Instagram síðu og getur maður alveg gleymt sér við að skoða fallegar myndir af heimilinu hennar. Hönnuðurinn Phillipe Starck og ljósmyndarinn Hannah Lemholt eru í uppáhaldi hjá henni. Við hlökkum til að fylgjast með Cazöndru og breytingunum á nýja húsinu hennar.


Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Cazandra Hagström


Segðu okkur frá sjálfri þér: Ég og ástin mín, R. búum saman í gömlu húsi sem við erum að gera upp. Engin börn eru komin enn. Við hvað vinnur þú? Ég vinn sem útstillinga- og innanhússhönnuður. Hvað er það besta við borgina þína? Öll gömlu húsin! Það er á sem er fyrir utan húsið okkar og hún rennur í gegnum borgina. Það er æðislegt á sumrin. Eyðir þú miklum tíma í blog eða á Instagram? Ég eyddi miklum tíma á Instagram en þar sem að við erum að gera húsið okkar upp núna hef ég ekki svo mikinn tíma fyrir það lengur. Ég vona að ég geti farið að stunda það meira, þetta er svo skemmtilegt.

Hvaðan færð þú innblástur? Fyrir utan húsið mitt er það frá Frakkland aðallega, íbúðir í París eru svo fallegar og alveg fullkominn innblástur. Við ætlum svo sannarlega að hafa húsið okkar í þeim stíl. Fyrir vinnuna og tísku fæ ég aðallega innblástur úr tímaritum. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, allavega varðandi innanhússhönnun. Þegar ég var lítil fannst mér mun skemmtilegra að taka til og skreyta herbergi vinkvenna minna en að leika. Uppáhalds hönnuður? Ef ég sé húsgögn sem mér finnst falleg kaupi ég þau óháð því hver hannaði þau, en ef ég þyrfti að velja einn væri það Phillipe Starck.


Uppáhalds ljósmyndari? Hannah Lemholt. Uppáhalds blogg? Angelikablicks og Stilinspiration by Pella Hedeby. Uppáhalds tímarit? Elle decoration. Uppáhalds árstíð? Sumar, tvímælalaust! Vintage eða nýtt? Gamalt í bland við nýtt er fullkomið en aðeins meira af nýju. Er svartur hinn nýi hvíti? Nei, það finnst mér ekki. Svartur er fallegur litur sem lítur vel út með hvítum, en á alls ekki að koma í staðinn fyrir hann.



“even as a little girl I used to love to clean and decorate my friends room instead of playing “

bycazandra



Uppáhalds litur? Svartur og hvítur og kannski smá brúnn eða ljósbleikur. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég fer í göngutúr eða hitti vini mína. Á sunnudögum finnst mér æðislegt að vera allan daginn í náttfötunum og horfa á myndir. Þægindi eða útlit? Þægindi þegar að ég er heima en útlit þegar að ég er á almannafæri. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Bara þar sem ég finn fallega hluti. Stundum á flóamarkaði, stundum á hlutaveltum og stundum í dýrum merkjabúðum. Uppáhalds staður á heimilinu? Einmitt núna er það eldhúsið, það er ekki alveg tilbúið en það er svo skemmtilegt að fylgjast með því verða til. Þetta verður svart eldhús með dökku parketlögðu gólfi. Kaffi eða te? KAFFI – og nóg af því! Eitthvað að lokum? Kíkið þið á Instagram síðuna mína (@bycazandra) og fylgist þið með því sem ég er að gera í húsinu mínu og öðru spennandi þar.

„Leyfðu okkur að fullkomna daginn þinn.“

labella HÁRSNYRTI & FÖRÐUNARSTOFA

Furugerði 3 / 108 Reykjavík / www.labella.is / labella@labella.is / Sími: 517 3322


Sandra Johansson

Umsjón: Þórunn Högna • Myndr: Sandra Johansson


Í

lítilli

íbúð í bænum Säffle í Svíþjóð býr fagurkerinn Sandra Johansson með Stefan, unnusta sínum. Hún hefur mikinn áhuga á tísku og þá sérstaklega töskum og skóm. Danski hönnuðurinn Tine Kjeldsen er í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún hrífst bæði af gömlu og nýju og finnst gaman að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf.


Segðu okkur frá sjálfri þér: Ég heiti Sandra Johansson og er 24 ára, ég bý í Värmland í Svíþjóð með sambýlismanni mínum, Stefan . Ég er lífsglöð, hvatvís og mjög bjartsýn, öll vandamál munu reddast á endanum segi ég! Ég hata að vakna snemma þó að það gæti verið kósý að vakna í myrkrinu, kveikja á kertum og horfa á sjónvarpið. Ég er mikill nátthrafn og er vís til þess að byrja á verkefni seint á kvöldin. Þegar að ég fæ hugmynd að verkefni vil ég helst klára það strax. Ég er mjög hrifin af töskum, skóm, treflum og bara öllu sem tengist tísku. Við hvað vinnur þú? Ég lærði hönnun í menntaskóla með mikilli áherslu á fagurfræði en nú á fullorðinsárum mínum, vinn ég við umönnun öryrkja. Hvað er það besta við bæinn þinn? Ég bý í smábæ sem heitir Säffle. Það besta við hann er að öll fjölskyldan mín býr í þessum bæ svo það er stutt í alla. Þetta er lítill og notalegur bær og allar búðir eru í göngufæri. Það sem mér þykir allra best við að búa í úthverfi er að mér finnst ég ekki búa svo nálægt borginni. Hvaðan færðu innblástur? Ég kíki á Instagram á hverjum degi, mér finnst ég þurfa að skoða allar nýjar uppfærslur alls hæfileikaríka og andríka fólksins sem eru þar. Ég fæ innblástur alls staðar að, aðallega þó á Instagram. Ég fylgist líka með mörgum bloggurum og fæ mikinn innblástur þaðan og í tímaritum. Ég finn líka innblástur í náttúrunni. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Ég hef alltaf haft áhuga á sköpun, að mála og byggja hluti. Þegar að ég var yngri breytti ég oft í herberginu mínu og gerði það kósý. Ég dúllaði mér við að negla spýtur saman með pabba úti í garði og að sauma inni með mömmu

Uppáhalds tímarit? Residence, það er alltaf eitthvað áhugavert í því, fallegar myndir og sögur af heimilum fólks. Uppáhalds árstíð? Ég held mikið upp á sumarið þar sem ég get verið berfætt og fæ freknur, en haustið er þó uppáhalds árstíðin mín. Öll litadýrðin í náttúrunni og lyktin, ég fæ mikinn innblástur af því. Hausttískan er líka svo skemmtileg, stórar kósý gollur, treflar og stígvél. Vintage eða nýtt? Mér finnst bæði flott, sérstaklega gömul húsgögn sem hafa fylgt fjölskyldunni og eiga sér sögu. Svo er hægt að mála þau og gefa þeim nýtt líf. Mér finnst það nýja alveg jafn fallegt. Sambland af þessu, nýju og gömlu er það sem gerir heimilið þitt persónulegt. Uppáhalds litur? Ég er hrifin af svo mörgum litum, svartur er þó ríkjandi í fataskápnum mínum. En tengt innanhússhönnun eru það grár, brúnn, hvítur og svo einhverjir pastel litir til að lífga aðeins upp umhverfið. Svartur er líka flottur sem ákveðin andstæða. Hvað gerir þú til að slaka á? Mér finnst gott að vera í skóginum eða við stöðuvatnið, það er mjög slakandi. Ég er mjög róleg yfir höfuð svo ég get slakað á meðan ég breyti heima eða ligg í sófanum og horfi á mynd. Fótanudd frá Stefan getur líka hjálpað. Útlit eða þægindi? Þægindi finnst mér að eigi að vera í forgangi. Ég myndi aldrei kaupa mér sófa bara vegna þess að hann er fallegur eða frá sérstöku merki, ef hann er ekki þægilegur vil ég hann ekki. Allt heima hjá okkur verður að þjóna sínum tilgangi en við reynum að finna hluti sem eru bæði fallegir og hagnýtir.


Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Ég finn oft fallega hluti í stórmörkuðum. Í stærri blómabúðum hér, er líka hægt að finna minni hönnunarvörur. Mér finnst rosalega skemmtilegt að finna nýja hluti á bílskúrssölum. Ég kaupi mikið af mínum húsgögnum í IKEA og í MIO er líka hægt að finna fallega hluti á góðu verði. Svo versla ég líka mikið á netinu. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Uppáhalds herbergið mitt er stofan, þar eru tveir þægilegir sófar, borðstofuborð sem pabbi minn bjó til, þar sitjum við saman, drekkum kaffi og borðum þegar að við fáum fólk í heimsókn. Ég eyði mestum tíma í að breyta og bæta í stofunni. Kaffi eða te? Ég er kaffi manneskja. Ég þarf alltaf að fá kaffið mitt á morgnanna, mér finnst það best með mjólk og sykri. Te er samt gott af og til. Uppáhalds ljósmyndari? Hannah Lemholt, hún tekur svo fallegar myndir, einfaldar og klassískar. Uppáhalds blogg? Bloggið Heltenkelt sem hún Anna-Malin á.

Uppáhalds hönnuður? Tine Kjeldsen, “Tine K Home” vörurnar hennar eru æðislegar. Litirnir sem hún notar eru líka svo fallegir og passa allir svo vel saman. Er svarta það nýja hvíta? Ég held ekki, svartur er svo yfirgnæfandi, maður er varla að fara að mála alla veggina heima hjá sér svarta. En svartur er að verða vinsælli með öðrum litum..


“everything in our home has a function but also because we think it’s nice of course”




rokkurros.is

epal

IKEA

Magnolia

Skapaðu þinn eigin stíl

IKEA

Sandra Johansson blandar saman gömlu og nýju til að gera hlýlegt og kósý og hún notar litríka púða til að fá smá lit inná heimilið. Hagkaup

Magnolia

IKEA Magnolia

IKEA

hm.com

IKEA IKEA

IKEA


Í

fallegu húsi á Álftanesi býr blómaskreytirinn, þúsundþjalasmiðurinn og eigandi Skreytum hús ásamt fjölskyldu sinni. Soffía Dögg Garðarsdóttir heldur úti einni vinsælustu blogg og fésbókarsíðu landsins. Þar er hægt að skoða allskonar myndir og fá hugmyndir fyrir heimilið. Það var vorilmur í lofti þegar við kíktum í heimsókn.

Soffía Dögg Garðarsdóttir -Skreytum hús-

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Íris Ann Sigurðardóttir



Fjölskyldan? Fjölskyldan telur okkur hjónin, börnin tvö og hundinn Storm. Við erum nýbúin að sjá á eftir honum Raffa okkar, Labrador, eftir næstum 16 ára samveru. Við hvað vinnur þú? Ég er með síðuna www.skreytumhus.is og allt sem henni tengist. Útstillingar og stíliseringar. Hvenær var húsið byggt? Húsið var byggt 1975. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Stíllinn er svona Pottery Barn-ish, ásamt því að vera barn- og hundvænn. Við erum fjögra manna fjölskylda með stórum labrador hund, þannig að þrif þurfa að vera einföld. Kósý, persónulegur og hlýlegur eru einkennisorðin. Hvaða útsýni hafið þið? Á tvo vegu horfum við út í garðinn okkar, sem í sumarlok er eins og frumskógur. Hins vegar erum við með útsýni beint út á sjó í átt að Snæfellsnesi og svo blasir Esjan við á einni hlið og Reykjavík kúrir þarna undir henni.

Nýtt eða gamalt? Bland af báðu er best! Það er æðislegt að fá nýja hluti en það er eitthvað svo vinalegt við hluti sem eiga sér sögu og sér í lagi ef saga þeirra samtvinnast þinni sögu, taskan hans afa, glösin hennar ömmu. Hvernig slappar þú af? Les, horfi á sjónvarpið eða tek myndir og vinn að einhverjum DIY-verkefnum, það er endalaust gaman. Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Hugmyndirnar koma hvaðanæva að. Stundum færðu þér einn nýjan hlut, t.d. löber og hann verður kveikjan að gjörbreyttu fyrirkomulagi á borðstofuborði. Hugmyndirnar eru líka breytilegar eftir árstíðum, maður vill gera hlýlegra á veturna en einfalda á vorin. Hvaðan færðu innblástur? Netið er endalaus uppspretta innblásturs. Endalaust af skemmtilegum bloggum, erlendum og innlendum. Pinterest er líka að koma sterkt inn.


Facebook eða Instagram? Facebook er sterkari, en Instagram er mjög skemmtilegt. Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Í raun ekki, ég hrífst af hlutum sem mér finnast fallegir og þá er ég lítið að pæla í hver bjó þá til. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Ikea er náttúrulega sænski kærastinn minn og ég leita iðulega til hans. Síðan finnst mér endalaust gaman að vera í fjársjóðsleit á síðum eins og Bland og Facebook og finna mér hluti og gera þá að mínum. En smáhlutirnir koma héðan og þaðan. Rúnturinn er oft Góði Hirðirinn og Nytjamarkaðir og auðvitað Rúmfó og Litla Garðbúðin og svo reynir maður að koma heim einhverju fallegu úr ferðum til útlanda. Uppáhaldsrými í húsinu? Alrýmið, þar safnast fjölskyldan saman og eyðir mestum tíma. Barnaherbergin og svefnherbergið koma líka upp í hugann, svo er yndislegt að liggja í baði, kannski er húsið allt bara uppáhaldsrýmið mitt. Eyðir þú miklum tíma í að blogga? Já, ansi hreint miklum, enda er ég nánast að setja inn 5 blogg á viku. Síðan fer tími í að fylgjast með “stóra saumaklúbbnum mínum”, sem er SkreytumHús-hópurinn á Facebook.




Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Skreyttu fyrir sjálfa þig, njóttu þess að stilla upp fallegu hlutunum þínum, myndum af börnunum þínum eða fjölskyldu. Ef þú ert með hluti sem þér finnast fallegir og eru einkennandi fyrir þig uppi við, þá hlýtur heimilið alltaf að verða staður sem þér líður vel á. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Fjölskyldunnar, það er ekkert mikilvægara. Hvað dreymir þig um að eignast fyrir heimilið? Pall fyrir utan og nýja hurð sem opnast út á pallinn. Væri það ekki bara draumur í dós.

Uppáhaldsborg? Hmmmm, ég hef ekki enn komið til borgar í Bandaríkjunum sem mér líkaði ekki við. En New York heillaði mig sérstaklega mikið upp úr hælaskónum í fyrstu heimsókninni. Hvað finnst þér best við hverfið? Nálægðin við náttúruna. Hestarnir sem koma í túnið hinum megin við veginn á vorin, fjaran og þessi dásemdar sveit í borg-tilfinning að vera hér á Álftanesi. Is less more? Held að það geti varla átt við mig. Ég er eins og fegurðarsvampur og á mjög erfitt með að hemja mig þegar ég sé eitthvað sem heillar.


Uppáhalds litur? Mjúkir og mildir jarðtónar, svart og hvítt og svo fallega myntublár. Hvernig er fullkominn dagur heima við? Það væri að fá að sofa aðeins út, þurfa ekki að gera neitt sérstakt og njóta þess bara að vera með fólkinu mínu. Síðan mætti einhver koma og elda fyrir mig, því mér finnst fátt leiðinlegra. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Kaupi lítið af tímaritum, nema þá helst þau tímarit sem að snúa að heimilinu. Hef frekar reynt í seinni tíð að safna að mér fallegum og veglegum bókum. Kaffi eða te? Hvorugt takk fyrir, en má ég fá kakó með rjóma? Hvað er framundan? Ég vona bara og óska, að framundan sé fallegt og hlýtt sumar. Mér finnst við eiga það inni eftir þennan vetur sem er að líða.

www.facebook.com/skreytumhus - www.skreytumhus.is



IKEA

Heimahúsið

epal

IKEA

Módern/Hrím

epal

Rín

IKEA

Skapaðu þinn eigin stíl

Notalegt, bjart og kósý lýsir best heimilinu hjá Soffíu Dögg hjá Skreytum hús. Hún er dugleg að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf. Blómaval

IKEA

IKEA

epal

IKEA IKEA etsy.com

IKEA

IKEA


Henriette Amlie Kalbekken



S

tílistinn og hönnuðurinn Henriette Amlie Kalbekken býr í fallegri íbúð ásamt börnunum sínum í hinni fögru borg Osló í Noregi. Hún hefur alla tíð haft áhuga á hönnun og eyðir miklum tíma á Instagram og fær margar góðar hugmyndir á bloggsíðum og á ferðalögum. Hennar uppáhalds ljósmyndari er Helmut Newton og Arne Jacobsen flottasti hönnuðirinn. Sumarið er hennar árstími.


Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Henriette Amlie Kalbekken


Segðu okkur frá sjálfri þér og fjölskyldu þinni.: Ég er 24 ára. Og er fædd í Tromsø í Noregi en bý núna í Osló með börnunum mínum tveimur. Ég hef haft mikinn áhuga á hönnun síðan að ég var barn og hef líka málað síðan að ég man eftir mér. Í dag get ég sagt með stolti að málverk eftir mig hanga á veggjum margra heimila í Noregi. Ég vann áður sem aðstoðarverslunarstjóri fyrir Bolia.com, þar lærði ég margt um stíliseringu, vörusetningu og fleira. Við hvað vinnur þú? Eftir að ég flutti til Osló hef ég unnið sem sjálfstætt starfandi hönnuður og stílisti. Þetta er mjög fjölbreytt starf, ég eyði oft miklum tíma á blogginu mínu, svo mála ég líka. Hvað er það besta við borgina þína? Að þú getir gengið út og strax fundið kaffihús, strætó eða hvað það er, sem þú ert að leita að. Það er alltaf eitthvað að gerast í borginni, hvort sem það er partý, tónleikar eða eitthvað annað. Maður er alltaf að hitta nýtt og skemmtilegt fólk hérna. Eyðir þú miklum tíma á blogginu þína og á Instagram? Já, stundum of miklum tíma. Instagram er það fyrsta sem ég skoða þegar að ég vakna og það síðasta sem ég skoða áður en ég fer að sofa. Hvaðan færðu innblástur fyrir vinnuna þína? Ég finn innblástur á öðrum bloggum, á ferðalögum, húsgagnasýningum, á netinu og í tímaritum. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, síðan að ég var lítil stelpa. Uppáhalds hönnuður? Arne Jacobsen.

Uppáhalds ljósmyndari? Helmut Newton. Uppáhalds tímarit? REVS og RUM. Hver er uppáhalds árstíðin þín? Sumarið, ég er allt önnur manneskja þegar að það er sumar. Vintage eða nýtt? Bæði, takk. Er svartur hinn nýi hvítur? Nei. Uppáhalds litur? Grænn, brúnn og túrkís. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég slaka aldrei á, ekki einu sinni þegar að ég sef. Þægindi eða útlit? Þægindi þegar kemur að fötum, útlit þegar kemur að hönnun. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Hvar sem ég finn fallega hluti, hvort sem það er ódýrt eða dýrt. Uppáhalds staður á heimilinu? Svefnherbergið og stofan. Kaffi eða te? Kaffi á morgnanna, te á kvöldin.


“Instagram is the first thing I check in the morning when I wake up and the last thing I check before I go to bed�

www.designlykke.com


62


101 Reykjavík


“mér finnst skipta mestu máli að persónuleiki hvers og eins nái að endurspeglast í heimilinu”


V

ið heimsóttum einstaklega litríka og skemmtilega íbúð í hjarta Reykjavíkur. Þar búa hjónin Nanna Þórdís Árnadóttir verslunarstjóri hjá Farmers Market og Ómar Hauksson grafískur hönnuður hjá Íslensku auglýsingastofunni, ásamt börnum sinum. Húsfreyjan hefur gaman að því að versla á mörkuðum og skransölum og velur gamalt fram yfir nýtt. Eldhúsið og borðstofan eru hjarta heimilisins og á döfinni er ferð til Parísar með eiginmanninum.

Texti: Þórunn Högna • Myndir: Tinna Stefánsdóttir


Hvenær var húsið byggt? Árið 1932 og teiknað af Einari Erlendssyni. Hvernig er skipulagið í íbúðinni? Íbúðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og baði. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Hlýlegur, snyrtilegur safnarastíll. Hvaða útsýni hafið þið? Hallgrímskirkjuturn og inn til nokkurra nágranna. Nýtt eða gamalt? Ég er mun hrifnari af gömlum hlutum en finnst samt sem áður gaman að blanda saman gömlu og nýju. Hvernig slappar þú af? Best í faðmi fjölskyldu og vina, borða góðan mat, drekka gott vín, hlusta á tónlist og spjalla. Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Úr lífinu myndi ég halda. Ég skoða einhver blogg en samt að ég sé ekki mikið að hugsa um það. Ég og maðurinn minn erum bæði frekar miklir safnarar og hlutunum þarf að koma fyrir og ég reyni að gera það á smekklegan hátt þannig að þeir nái að njóta sín.

Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Nei. Ekki nema manninn minn sem er grafískur hönnuður. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Á mörkuðum og skransölum. Ég elska að gramsa í gömlu dóti og finna fallega hluti. Uppáhaldsrými í húsinu? Eldhúsið og borðstofan eru mín uppáhalds rými því þar er allt sem mér finnst best í lífinu, matur, vín og fjölskyldan samankomin. Uppáhalds veitingastaður? Snaps finnst mér mjög fínn, ekki síst stemningslega séð en annars finnst mér alltaf best að borða heima, maðurinn minn er rosa fínn kokkur. Hvað er heimili í þinum huga? Griðastaður, þar sem þú getur slakað á í faðmi fjölskyldunnar. Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Hlýleika og þægindi. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Bialetti kaffikannan er nauðsynleg, ég þarf kaffið mitt um leið og ég opna augun. Kaffikannan okkar hefur ferðast með okkur heimshorna á milli.


Uppáhaldsverslun? Ég elskaði Fríðu frænku og sakna hennar alltof mikið. En Magnolía og Heimili og hugmyndir eru mjög fallegar verslanir sem mér finnst mjög gaman að skoða. Hvaða stíl aðhyllistu? Ég myndi segja að stíllinn minn sé frjálslegur, frekar rustic og hlýr. Skipulagt kraðak. Hvernig er fullkominn dagur heima við? Flestir dagar heima við eru fullkomnir. Ég elska að stússast í eldhúsinu og ekki síst ef von er á góðum gestum í mat. Gott þegar allt heimilisfólkið er heima, sem gerist ekki mjög oft, en einnig gott að vera ein heima og lesa góða bók eða horfa á mynd. Það síðasta sem keypt var fyrir heimilið? Eins óspennandi og það hljómar þá var það þvottavél annars eigum við svo mikið af hlutum að við höfum ekki þurft að kaupa neitt í langan tíma. Hvað finst þér best við hverfið? Ég elska vinalegu nágrannana, hljóminn frá Hallgrímskirkjuturni og nálægðina við kaffihús og verslanir. Is less more? Algjörlega ekki. More is more is more. Kaffi eða te? Kaffi, ég er lattelepjandi miðbæjarrotta.


Hvaða tímarit kaupirðu? Living etc., Kinfolk, Elle decoration Hvar vildir þú búa ef ekki á Íslandi? Ég er mjög spennt fyrir Ítalíu en margir staðir koma til greina t.d. New York, París og Köben. Góð ráð til að innrétta heimilið? Mér finnst skipta mestu máli að persónuleiki hvers og eins nái að endurspeglast í heimilinu. Of stíliseruð heimili finnst mér oft of köld og leiðinleg. Hins vegar finnst mér líka skipta miklu máli að heildin passi saman þannig að þó að hver og einn einstaklingur heimilisins þurfi að fá að setja sinn blæ á heimilið, þá þarf heildin að lúkka. Hvað er framundan? Vinna í Farmers Market, njóta sumars og sólar í góðra vina hópi og svo París í haust með manninum mínum.



Maren Baxter

grafískur hönnuður


Maren Baxter

H

ún er grafískur hönnuður og býr í bjartri og kósý íbúð í smábænum Flekkefjord í Noregi með kærasta sínum. Maren Baxter fær margar af sínum hugmyndum frá Pinterest og Instagram. Hún er dugleg að versla allskonar hluti og húsgögn á netinu og hennar uppáhaldsverslun er LilleBille sem er í nágrenni hennar. Þegar hún vill slappa af þá teiknar hún og gerir skapandi hluti.

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Maren Baxter


Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni: Fjölskyldan mín er yndisleg. Ég á mömmu og pabba og tvær systur og ég bý með kærastanum mínum.

Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, algjörlega! Ég hef haft áhuga á hönnun frá því að ég var lítil. Ég teiknaði mikið og breytti mikið í herberginu mínu.

Við hvað vinnur þú? Ég vinn við grafíska hönnun.

Uppáhalds tímarit? Rom123, Boligpluss og Kamille Idéer.

Segðu okkur frá borginni þinni: Ég bý í smábæ. Ég elska hvað hann er lítill og kósý.

Uppáhalds árstíð? Sumar, ég elska sólina, bjarta og hlýja daga.

Eyðir þú miklum tíma á Instagram? Ég eyði mjög miklum tíma á Instagram. Það er hægt að fá svo mikinn innblástur þar og síðan er mjög mikið af æðislegu fólki á Instagram. Hvar færð þú innblástur? Ég fæ mikinn innblástur á Instagram og Pinterest. Ég hef líka mjög frjótt ímyndunarafl og dreymir oft mjög skapandi hluti, þess vegna geymi ég litla skissubók á náttborðinu mínu til að teikna í þegar ég vakna.

Nýtt eða vintage? Bæði, en ef ég þyrfti að velja þá væri það nýtt. Er svartur, nýi hvítur? Já, mér finnst það. Ég er farin að nota mun meiri svartan, mér líður betur í dekkra rými. Mér finnst svartur fallegri og meira töfrandi. Uppáhalds litur? Það er erfitt að velja og ég skipti oft um skoðun, en ef hvítur telst sem litur þá myndi ég velja hann.


Hvað gerir þú til að slaka á? Ég teikna og geri skapandi hluti, ég stunda líka gjörhygli (eitt af aðalhugtökum í búddískum fræðum og er fólgið í meðvitund um eigin hugsanir, gerðir og langanir). Þægindi eða útlit? Ég er mikið fyrir þægindi, sérstaklega þegar ég er heima. Þegar ég fer út legg ég meiri áherslu á útlit og líka þegar það kemur að innanhússhönnun. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Ég kaupi helling í búð sem heitir LilleBille. Ég kaupi líka mikið af húsgögnum í IKEA og af netinu. Uppáhalds staður á heimilinu? Hornið í sófanum mínum. Kaffi eða te? Te.


74


“I often wake up at night dreaming creative and I have to draw the idea in my sketchbook beside me”


Uppáhalds hlutir

Úlfar Finsen

er einn af eigendum Módern í Hlíðarsmára. Hann er búin að koma sér vel fyrir í fallegu húsi í Garðabænum ásamt fjölskyldu sinni. Úlli er mikill fagurkeri og á mikið af fallegum húsgögnum og hlutum. Við kíktum í heimsókn og mynduðum uppáhalds hlutina hans.


Hvar er best að vera? Nú þegar sólin fer hækkandi verð ég að segja úti á palli/útí garði. Á vetrarkvöldi er það stofan. Uppáhalds hlutur á heimilinu? Úff erfitt. Eigum svo mikið af fallegum hlutum á heimilinu en ég myndi segja að persónulegu hlutirnir skipti mestu máli, ljósmyndir, gömul klukka frá frænku minni og Eiffelturninn sem við keyptum í París í janúar. Besti veitingastaður í Reykjavík og erlendis? Það eru svo margir góðir veitingastaðir til! Hér heima finnst mér alltaf kósí og skemmtileg stemning á Le Bistro og Snaps. Erlendis er ég mikið fyrir litla krúttlega staði ef þú ert staddur í Mílanó getur lítill local pizzastaður með 10-20 sæti sjaldan klikkað. Besti hönnuðurinn? Rodolfo Dordoni er snillingur og hefur hannað ótrúlega fallegar vörur á sínum ferli. Patricia Urquiola kemur líka alltaf með skemmtilegan wow factor í sína hönnun. Mesta trendborgin? Mílanó. Ég fer þangað allavega einu sinni á ári á sýningar og það er alltaf jafn fallegt og skemmtilegt þar.

Besti maturinn? Kjötsúpan hennar mömmu.
 
 Besti drykkurinn? Hveitibjór.. og rauðvín.
 Dreymir um að eignast? Nýjan Discovery Sport, fyrir bústaðaferðirnar. Hvers getur þú ekki lifað án (fyrir utan fjölskylduna)? Símans alls ekki nógu gott. Uppáhalds verslun? Módern. Uppáhalds flíkin? Gular jogging buxur sem kærastan mín gaf mér. Þær eru of þægilegar!
 
 Uppáhaldsskórnir? Nike Roshe Run, frábærir.
 
 Lífsmottó? Elskaðu það sem þú gerir- Gerðu það sem þú elskar. Hvað er framundan? Spennandi hlutir og gott sumar.



“elskaðu það sem þú gerir gerðu það sem þú elskar”



Uppskriftir


Sítrónukaka

með bláberjakremi Bláberja smjörkrem • 300 gr smjör, mjúkt • 4-5 dl flórsykur • 1 tsk vanillusykur • 1 1/2 dl bláber • 3 msk sítrónu safi • 1 dl mjólk Aðferð: Hitið bláberin ásamt sítrónusafanum í potti við vægan hita þar til öll berin hafa sprungið. Bætið við mjólkinni og fjarlægið af hita. Þeytið smjörið á miklum hraða þar til það verður mjög ljóst (10-15 mín.) Bætið við flór- og vanillusykrinum og hrærið vel. Sigtið bláberjablönduna í smjörblönduna. Notið sleif til að kreista allan safann úr berjunum. Hrærið í 2-3 mín.

www. aldisathitaya.com • 185 gr smjör, mjúkt • 360 gr hveiti • 1 1/2 tsk matarsódi • 1/4 tsk salt • 350 gr sykur • 6 egg, skipt • börkur af 1 sítrónu • 4 msk, safi úr sítrónu • 360 gr vanillu jógúrt (2 dollur)

hrærið í 1 mín eftir hvern skammt. Stífþeytið hvíturnar á hraða (10-15 mín). Hrærið saman smjörinu, eggjarauðunum, restin af sykrinum, sítrónusafanum og berkinum í 5-7 mín. Bætið við þurrefnum og jógúrtinu til skiptis. Að lokum notið sleif til að blanda eggjahvítunum við deigið. Bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur.

Aðferð: Hitið ofn í 175°C. Undirbúið kökuform með smjöri og bökunarpappír. Sigtið saman þurrefnin og leggið til hliðar. Skiptið eggjunum. Þeytið eggjahvíturnar í 5 mín. Bætið við helming af sykrinum í skömmtum og

Umsjón & myndir: Aldís Athitaya Gísladóttir


Brownies með Oreo kexi

www.loly.is • 165 gr smjör brætt • 200 gr dökkt súkkulaði saxað • 3 egg • 2 eggjarauður • 1 vanillustöng • 165 gr ljós brúnn púðursykur • 2 msk hveiti • 1 msk kakó • smá salt • 155 gr Oreo kex brotið í 4 bita Þið þurfið 20 cm kantað bökunarform eða eldfast mót. Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Smyrjið formið með smjöri og setjið bökunarpappír ofan í það þannig að pappírinn fari aðeins yfir brúnirnar.

Bræðið smjörið í potti við meðalhita. Þegar það er bráðnað bætið þá súkkulaðinu út í og látið standa í nokkrar mínútur og hrærið svo vel saman þangað til allt súkkulaðið er vel bráðnað saman við smjörið. Á meðan að súkkulaðið er að bráðna þá skulu þið setja eggin og eggjarauðurnar í skál ásamt fræjunum úr vanillustönginni og þeytið vel saman þangað til það verður létt og ljóst. Bætið þá sykrinum út í á meðan þið hrærið rólega og hellið honum meðfram köntunum svo að allt loftið farið ekki úr eggjunum. Þeytið þetta vel saman þangað til það verður aðeins stíft. Bætið þá súkkulaði smjörblöndunni við og hellið út í meðfram köntunum á skálinni. Að lokum blandið þið saman við hveitinu, kakóinu, saltinu og 1/3 af Oreo kexinu. Hellið deiginu í formið og takið afganginn af kexinu og brjótið hverja köku í 4 hluta og dreifið ofan á, ýtið kökunum aðeins ofan í deigið. Bakið í miðjum ofninum í 25-30 mínútur eða þangað til að hún er aðeins blaut í miðjunni en toppurinn á henni er farin að brotna aðeins. Látið kökuna kólna í smástund áður en hún er borin fram.

Umsjón og myndir: Lóly


Uppáhalds kakan mín

V

ið fáum aldrei nóg af því að mynda kökur og eftirrétti. Nú fengum nokkra sælkera til að gefa okkur uppskrift af þeirra uppáhaldsköku. Það var mjög gaman að sjá fjölbreytnina og ekki var verra að fá að smakka þetta allt saman. Njótið.

Tiramisu

Pavlova með limónutvisti Dirty Blonde

Umsjón: Þórunn Högna


Súkkulaðimús

Hjónabandssæla

Arabísk jógúrtkaka


Pavlova með límónutvisti

Þórdís Þorleifsdóttir athafnakona

Aðferð: Brætt saman á pönnu og þegar blandan er orðin karamellulituð eru perurnar, sem hafa verið flysjaðar og skornar í bita, settar útí og látnar mýkjast á meðalhita í 2-3 mín.

• 4 eggjahvítur • 220 g flórsykur • 2 tsk. edik • 1 tsk. vanilludropar • 1/2 tsk. salt

Setjið kökuna á fallegan tertudisk. Setjið rjómann á kökuna. Raðið síðan perubitunum, bláberjunum, kókosflögunum á kökuna og rífið að lokum börk af einu lime, með fínu rifjárni og dreifið yfir.

Ofan á: • 4 dl. rjómi, þeyttur • 3 ferskar perur, karamelluseraðar á pönnu. • fersk bláber • börkur af lime • kókosflögur, ristaðar.

Ananas fantasía: • Ferskur ananas skorinn í bita • 2 lúkur fersk mynta • 2 msk. hrásykur

Aðferð: Þeytið eggjahvíturnar í hreinni og þurri skál við meðalhraða, þar til þær fara að freyða. Bætið flórsykri smátt og smátt útí, einni matskeið í einu. Hrærið áfram í 4-5 mín. Bætið ediki, vanilludropum og salti saman við. Setja örk á bökunarplötu og teiknið 20 cm. hring á hana. Jafnið deiginu á hringinn, það má vera nokkuð hátt. Bakið við 110 gráður í 1 klst. og 15 mín.

Aðferð: Ferska myntan er söxuð smátt og nudduð saman við sykurinn með fingrunum og svo er þessu dreift yfir ananasbitana. Gott að leyfa þessu að standa í am.k. klst. áður en borðað. Ananasinn tekur þá meira bragð í sig frá myntunni og sykrinum.

Karamella á perurnar: • 2 msk. sykur • 2 msk. ísl. smjör. Umsjón: Þórdís Þorleifsdóttir • Myndir: Tinna Stefánsdóttir


Súkkulaðimús

Ragnhildur Eiríksdóttir flugfreyja

• 4 egg • 1 dl hrásykur • 500 ml rjómi • 200 gr hvítt súkkulaði, ég nota Green & Black, • smá vanilla eða saffran • 200 gr mjólkursúkkulaði, ég nota Green & Black, • 1/4 tsk chili flögur eða 1 tsk instant kaffi









 Aðferð: Þeyta saman egg og sykur, skipt í tvær skálar,
 þeyta rjómann, skipt til helminga.
Bræða súkkulaðið í sitthvorri skálinni.

Auðvelt er að breyta og gera bara hvíta súkkulaðimús. Þá er notað 400 gr. hvítt súkkulaði. Ef saffran er notað þarf að fara varlega með það, saffran getur verið hættulegt í of miklu magni t.d. fyrir barnshafandi konur. Svo má líka skipta súkkulaðinu út fyrir dökkt súkkulaði.

Hvít súkkulaðimús. Aðferð: Setja vanillu eða saffran saman við eggin og sykurinn, súkkulaðinu blandað við blönduna og að lokum er helmingurinn af rjómanum blandað saman við. Sett í glös eða eina stóra skál. Súkkulaðimús Aðferð: Chili eða kaffi, blandað við eggin og sykurinn, súkkulaðinu blandað við eggjablönduna og að lokum er helmingnum af rjómanum blandað saman við. Sett ofan á hvítu músina.

Umsjón: Ragnhildur Eiríkdsóttir • Myndir: Tinna Stefánsdóttir


Arabísk jógúrtkaka

Rósa Björgvinsdóttir Viðskiptafræðingur

• 300 gr hveiti • 1 1/2 tsk lyftiduft • 1/2 tsk matarsódi • Örlítið salt • 250 gr sykur • Rifinn börkur af lífrænni sítrónu • Ef til vill örlítil sítrónuolía • 2 egg • 75 gr bráðið smjör • 300 gr hrein jógúrt • 1 tsk vanillu extract Aðferð: Hitið ofninn í 180° Smyrjið 20 cm smelluform með smjöri Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Þeytið sykurinn með sítrónuberkinum í smá stund, það losar um olíurnar í berkinum. Bætið eggjunum út í og þeytið saman í 3-4 mínútur.

Hrærið smjöri, jógúrt og vanillu saman við eggjablönduna. Blandið að lokum þurrefnunum út í með sleikju. Hellið deiginu í formið og bakið í um 45 mín eða þar til kakan er ekki lengur blaut í miðjunni. Leyfið kökunni að standa í forminu í 5 mín eftir að hún er tekin út en losið þá hliðarnar á forminu af. Gott að bera fram með 36% sýrðum rjóma og tyrknesku kardemommukaffi.

Umsjón: Rósa Björgvinsdóttir • Myndir: Beisi


Hjónabandssæla

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Fjölmiðlakona

• 2 bollar hveiti • 2 bollar haframjöl • 2 bollar kókosmjöl • 2 bollar sykur (annar má vera púðursykur) • 1 tsk lyftiduft • 1 tsk matarsódi • 2 egg • 250 g smjörlíki • Rabarbarasulta Aðferð: Deigið er í tvær kökur. Mýkið smörlíkið í örbylgjunni. Allt nema sultan sett í skál og unnið saman.Megnið af deiginu sett í tvö hringlaga form og þjappað. Rabarbarasulta sett ofan á. Magn eftir smekk. Restin af deiginu mulið yfir kökuna. Bakað við 200° í um það bil 15-20 mínútur.

Umsjón og myndir: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir


Arnar Gauti - hönnunargúrú

Tiramisu

Svampbotnar

Fylling

• 8 msk smjör við stofuhita • 1 bolli sykur • 3 stór egg • 1 stór eggjarauða • 2 tsk vanilludropar • 2 bollar hveiti • 2 tsk lyftiduft • ¼ tsk salt • ¾ bolli rjómi • 80 ml expresso kaffi • 2 msk Kahlua líkjör

• 400 ml rjómi stífþeyttur • 250 gr mascarpone ostur • ½ bolli flórsykur • 2 tsk vanilludropar • 1 msk Kahlua Aðferð: Öllu blandað saman í skál og þeyttum rjómanum blandað varlega saman við.

Aðferð: Ofninn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Egg, sykur, rjómi og smjör er þeytt saman þar til það verður létt og ljóst. Hveiti og lyftidufti bætt varlega út í með sleikju ásamt salti, vanilludropum bætt við í lokin. Deiginu er hellt í smurð smelluform og bakað við 175 gráður í u.þ.b. 35 mínútur. Botnarnir eru látnir kólna. Expresso og Kahlua blandað saman hellt yfir botnana þegar þeir eru kaldir.

Smyrjið lagi yfir neðsta botninn, síðan fer hinn ofan á og að lokum seinna laginu smurt yfir. • Dökkt chili súkkulaði rifið yfir kökuna • 20-30 ladyfingers raðað á hliðina á kökunni

Umsjón: Arnar Gauti • Myndir: Tinna Stefánsdóttir


Daniel Örn Hinriksson Hárgreiðslumaður

Dirty Blonde

-með berjasósu, hvítu súkkulaði og möndlum Fljótandi súkkulaðikaka

Berjasósa

• 140 g smjör og meira til að smyrja formin • 140 gr 70% Nóa Síríus súkkulaði • 2 egg • 3 eggjarauður • 140 g flórsykur • 60 gr hveiti

Aðferð: • 100 gr frosin ber, mér finnst blönduð ber best • 2 msk flórsykur. Ber og flórsykur sett í mixer. Hvítt súkkulaði er svo rifið yfir kökuna og möndlunum stráð yfir.

Aðferð: Hitið ofninn í 220 gráður; ekki nota blástur. Smyrjið 6 lítil form eða bolla, með smjöri. Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið við vægan hita. Takið af hitanum um leið og smjörið er bráðið og hrærið þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þeytið egg og eggjarauður í skál og setjið svo flórsykurinn út í og þeytið vel. Hellið súkklaðiblöndunni saman við og þeytið á meðan og hrærið að lokum hveitinu saman við. Skiptið deiginu jafnt í form, rúmlega einn dl í hvert form og gætið þess að fylla þau ekki alveg. Setjið formin á plötu eða í ofnskúffu og bakið kökurnar í 11-12 mínútur. Ef deigið hefur verið geymt í kæli þá er bökunartíminn 13-15 mínútur. Takið þær út og látið kólna í 3 mínútur. Rennið hnífsblaði í kringum kökurnar til að losa betur um þær og hvolfið þeim á diska. Umsjón: Daniel Örn Hinriksson • Myndir: Beisi


Grillaður lax með tómat, hvítlauk, sítrónu og steiktum sykurbaunum

Með þessum rétti, mælum við með

Steiktar sykurbaunir

Willm Riesling Reserva er unnið eins og önnur riesling-vín frá Alsace í Frakklandi, sem þurrt matarvín. Mikið af fíngerðum blómum í nefinu, létt angan af steinefnum, sítrónu og grænum eplum. Mjög ferskt og elegant vín með karakter og einstaklega gott matarvín. Þetta vín vann Gyllta Glasið 2015, nokkuð tannískt með langa endingu.

• 300 gr sykurbaunir • Smjör til steikingar • Olía til steikingar • Salt og pipar. Aðferð: Bræðið smjörið á pönnu og hellið olíunni út á og hafið c.a. 50/50 í magni. Steikið smjörbaunirnar og kryddið með salti og pipar. Hafið með bakaðar smælki kartöflur, kryddaðar með ólífuolíu, sjávarsalati og svörtum pipar.

Rúnar Gíslason frá Kokkarnir veisluþjónusta bjó til

þessar girnilegu rétti fyrir okkur og deilir þeim að sjálfsögðu með okkur. Það var erfitt að gera upp á milli en salatið með geitaostinum stóð uppúr algjört lostæti. Njótið. • 1 kg laxaflak • Olía, sjávarsalt og pipar Aðferð: Roðdragið laxinn þannig að lítið af brúnu fitunni komi með. Skerið svo í c.a. 150-200 gr skammta. Hitið grillið mjög vel. Penslið laxinn með olíunni og kryddið með salti og pipar. Skellið laxinum á grillið þegar það er orðið brennandi heitt og ekki hreyfa laxinn fyrstu 3-4 mínúturnar. Ef hann er hreyfður mikið dettur hann allur í sundur. Snúið laxinum við eftir þennan tíma og grillið hann í 2-3 mínútur á hinni hliðinni. T.H.S sósa • 1 stk sítróna • 3 stk tómatar • 4 stk hvítlauksgeirar • 2 stk skallotlaukar • 1/2 tsk koríander duft • 250 ml extra virgin ólífu olía • Salt og pipar úr kvörn Aðferð: Skerið börkinn utan af sítrónunni og passið að ekkert hvítt sé eftir. Skerið svo inn á milli bátanna úr sítrónuni. Skerið tómatana í fernt og skerið kjötið frá og í teninga. Passið að kjarninn fari ekki með. Afhýðið skallot laukinn og skerið í fína bita. Afhýðið hvítlaukinn og skerið smátt. Setjið allt í pott og setjið restina af hráefninu út í. Setjið á hellu, fáið suðuna upp og látið malla í u.þ.b. 5 mínútur. Umsjón: Rúnar Gíslason • Myndir: Beisi


Samloka með hráskinku, Primadonna osti og tómatmauki • Salatblanda • Gróft brauð • Primadonna ostur Tómatmauk • 2 stk tómatar • 2 stk hvítlaukur • 1 dl extra virgin ólífu olía • Sjávarsalt og pipar Aðferð: Skerið tómatana í fjóra parta. Flysjið hvítlaukinn. Setjið hvorutveggja í matvinnsluvél og síðan olíuna í kjölfarið. Kryddið með salti og pipar.

Heimalöguð hráskinka Innihald: • Svínalæri • Salt Aðferð: Hellingur af þolinmæði

Skerið brauðið í sneiðar og smyrjið með tómatmaukinu. Setjið salat, hráskinku og ost og jafnvel smá auka skammt af maukinu. Gjörið svo vel.

Með þessum rétti, mælum við með

Ramon Roquera Reserva er blanda af Tempranillo og Cabernet Sauvignon sem er frekar algeng blanda í norður hluta Spánar. Vínið er létt og ávaxtaríkt með rauðum berjum. Létt kryddað og með léttan kaffi, vanillu keim. Vínið er langt, nokkuð tannískt með langa endingu.

Sumarsalat með geitaosti, valhnetum og perum • 2 stk perur • 20 stk valhnetur • 300 gr geitaostur • Salat sem grunnur c.a. 1 poki • Radísur • Bláber • Rauðrófu spírur

Með þessum rétti, mælum við með

Aðferð: Skerið beint á peruna mjög þunnt þannig að út komi hringir. Raðið á diskinn allan hringinn. Setjið salat í skál og smá dressingu yfir og hrærið í og setjið á miðjuna á disknum. Brennið ostinn með „brulle“ brennara og setjið á diskinn. Í lokin eru hneturnar settar yfir ásamt skrautinu. Ég set alltaf smá dressingu yfir allan diskinn.

Lamberti Pinot Grigio er ótrúlega ferskt og ávaxtaríkt vín þar sem melónur, perur og blóm eru áberandi. Létt og góð sýra gerir vínið að áhugaverðu matarvíni. Frábært sumarvín með sumarlegu salati.

www.kokkarnir.is

Dressing • 50 ml. Kirsuberja edik • 150 ml. olía • 20 ml. Agave síróp • Salt og pipar Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman. Mér finnst oft gott að vera með krukku með loki og setja allt ofan í og hrista vel.


Gleðipinninn

• 120 gr hágæða-ungnautakjöt • salt og pipar • 1 sesamlaust hamborgarabrauð • 1 sneið af cheddarosti • Jack Daniels beikonsulta • 1 blað af boston lettuce • 2 sneiðar tómatar • Chipotle majónes • toppaður með eggi Borinn fram með brakandi eðalfrönskum og kokteilsósu.

Umsjón: Simmi&Jói • Myndir: Beisi

Með þessum rétti, mælum við með

Adobe Reserva Carmenere er kröftugt og bragðmikið vín með ilm af kirsuberjum og kryddi, einkum svörtum pipar. Það hefur flauesmjúkt tannín með góðan þroska og gott jafnvægi. Þetta vín passar fullkomlega með djúsi hamborgara.


F

élagarnir Simmi og Jói eru nýbúnir að taka við rekstri á glæsilegum veitingastað í Keiluhöllinni í Egilshöll. Við kíktum á þá félaga og að sjálfsögðu var farið í keilu. Svo fengum við að smakka einn vinsælasta hamborgarann Gleðipinnann sem var þvílíkt djúsi og góður. Og deila þeir hér uppskriftinni. Keila er afþreying þar sem allir geta tekið þátt . Börnin, mamma og pabbi, amma og afi. Óháð líkamlegri getu eða vaxtarlagi. Keilusalurinn er bæði íþróttasalur og veislusalur. Íþróttafélög æfa sig, vinnustaðir skemmta sér og afmælisbörn, gæsir og steggir leika sér. Veitingastaðurinn er hannaður fyrir allar stærðir hópa og fjölskyldur í nágrenninu sem vilja snögga, skemmtilega og góða lausn í kvöldmat. Matseðill fyrir einstaklinga og sérhannaður hópamatseðill fyrir 10 manna hópa og stærri. Allt frá pizzum í stórsteikur, fer allt eftir þörfum. Sportbarinn er uppfullur af stemmningu frá morgni til kvölds og um helgar. Allar beinar útsendingar eru á stórum tjöldum og 22 flatskjáum. Barþjónar laða síðan fram alla bardrykki á lægra verði en gengur gerist.


Grillað nautafile með chimichurri

Með þessum rétti, mælum við með

Cune Reserva er glæsilegur fulltrúi Reserva vína frá Rioja. Vínið er töluvert eikað og í nefi má finna vanillu, púðusykur, kaffi og þroskaðann berjasafann. Í munni er vínið þykkt jafnvel rjómakennt og silkimjúkt. Þétt vín með frábærri uppbyggingu og mjúkum flottum tannínum. Frábært matarvín með rauðu kjöti.

• 6 stk ca 250 – 300 gr nautafile vel verkuð (búið að fá að hanga í ca 24–30 daga) Chimichurri Hráefni: • 1.5 bolli söxuð steinselja • 1 bolli extra virgin ólívuolía • ½ bolli saxað kóríander • ¼ bolli epla vinegar • ¼ bolli saxaður hvítlaukur • 3 stk saxaður vorlaukur • 2 tsk grófmulið þurrkað chili (crushed pepper) • ½ tsk cumin • 2 tsk lime safi • 1 tsk salt • 1 tsk svartur pipar

Aðferð: Til að gera chimichurri blandið þá saman steinselju, olíu, kóríander, cumin, epla vinegar, hvítlauk, vorlauk, chili, lime, salt og pipar, hrærið þessu vel saman. Setjið ¾ í skál og kælið, við notum það sem sósu með steikinni. Setjið file steikurnar í skál og hellið restinni ¼ af chimichurri yfir og látið marinerast í minnst 12 tíma allt að 24 tímum. Takið svo steikurnar og látið drena aðeins af þeim, kryddið með salti og pipar og grillið í ca 4 – 5 mínútur á hvorri hlið.

Umsjón: Jón Örn • Myndir: Binni


(Smá fróðleikur) Nautafile er best ef það er skorið frá rib eye endanum frekar enn sirloin endanum, því síðustu þrjár steikurnar nær sirloin endanum eru með sin og innihalda tvo vöðva, þar sem annar er frekar seigur, þennan vöðva skerum við alltaf frá.

Nú þegar grillsumarið mikla er framundan var svo sannarlega við hæfi að fá uppskrift af góðu nautakjöti. Við fengum hann Jón Örn frá Kjötkompaníinu í Hafnarfirði til að gefa okkur hina fullkomnu uppskrift af nautasteik.


Í næsta blaði Skráðu þig í áskrift af Home Magazine á prenti og fáðu blaðið sent til þín í pósti.

Jenny Bohemiandeluxe

krift! s á í g i þ Skráðu 2.790 kr. Verð :

www.homemagazine.is

Hönnunargrein-Skata 1959


Allar nánari upplýsingar hjá BORG Fasteignasölu.

519 5500

Brandur Gunnarsson Löggiltur fasteignasali brandur@fastborg.is S: 897-1401


Sjöan sextug AFMÆLISÚTGÁFA

SJÖAN HÖNNUÐUR ARNE JACOBSEN Skeifan 6 / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.