Home
2.TBL 2015 3.TBL
Magazine Magazine Uppáhalds hlutir - Svana Lovísa
Hönnunargrein - Skatan
Uppáhalds hlutir - Úlli í Módern
Hönnunargrein - Tine K
Garða & pallatískan
Hausttískan
Uppskriftir
Uppskriftir Heimsóknir
Home
Magazine
1. 2.
Fossvogurinn er minn staður Ég var svo heppin að alast upp í Fossvoginum og það var alltaf draumurinn að flytja þangað aftur.
8.
7.
Sá draumur rættist haustið 2011 þegar við fjölskyldan fluttum þangað. Það var aldrei spurning í mínum huga hvort við myndum búa þar, heldur hvenær. Það skemmtilega við þetta hús sem við keyptum, er að vinkona mín bjó þarna í fjölda ára og keyptum við það af foreldrum hennar. Ég þekkti það því mjög vel, því ég var þar mikið sem barn. Mamma mín býr enn á sama stað og nú er elsti sonur minn og tengdadóttir líka flutt í hverfið. Húsið var byggt árið 1971 og var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Við ákváðum að breyta ekki miklu og vildum halda í þann sjarma sem er í húsinu. Hér líður okkur vel og hlökkum við til að eignast fallegar minningar héðan úr Fossvoginum.
6. 6.
3. 4.
Kær kveðja, Þórunn Högna
Ritstjóra langar í: 1. By Nord rúmföt, epal 2. Kartel náttborð, epal 3. Eames stóll, Penninn 4. Skraut ananas, Módern & Hjarn 5. Ljósabox, petit.is 6. Lois Vuitton taska, www.loisvuitton.com 7. Motta, Snúran 8. Hauskúpupeysa, Freebird Laugavegi
Klassísk hönnun
9 nýir litir - valdir af danska listamanninum Tal R
SJÖAN (Series 7) HÖNNUÐUR ARNE JACOBSEN Skeifan 6 / Harpa / Kringlan /5687733 / www.epal.is
Home
Magazine
Ritstjóri Þórunn Högna thorunn@homemagazine.is Blaðamenn Ágústa Jónasdóttir Aldís Athitaya Gísladóttir Guðrún Hafdís Þórunn Högna LólÝ Berglind Hreiðarsdóttir Ljósmyndarar Kristbjörg Sigurjónsdóttir Gróa Sigurðardóttir Beisi Aldís Athitaya Gísladóttir Jenny Hultgren Jonna Korva Mardou van Kuilenburg Jorid Kjolsvik NIna Kristiansen Atle Kold Hansen Prófarkalestur Esther Gerður Þýðing Hadda Rakel & Magnea Rut Umbort & Hönnun Þórunn Högna Aron H. Georgsson Auglýsingar thorunn@homemagazine.is www.homemagazine.is facebook.com/homemagazine.is Homemagazineis
Full búð af nýjum haustvörum
TWIST
Hægindastóll Nokkrir litir.
Reykjavík Bíldshöfða 20
Akureyri Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is 558 1100
Efnisyfirlit 34
jenny Hultgren
64
Nina Kristiansen Lunde
42
Guðrún Hafdís
Heimsóknir 34 64 50 56 42 74
Jenny Hultgren Nina Kristiansen Lunde Jonna Korva Jorid Kjolsvik Kram Guðrún Hafdís Arnljótsdóttir Mardou van Kuilenburg
56
Jorid Kjolsvik kram
Hönnun & Hugmyndir 20 12 16 18 30 14
Falleg barnaherbergi Lampar, Guðrún Hafdís, bloggari Hönnunagrein / Skatan Hausttískan Haust trend Plöntutískan
16
Hönnunargrein Skatan
94
88
Uppáhaldshlutir Svana Lovísa
Matur
Viðtöl / Greinar 94 Uppáhalds hlutir / Svana Lovísa Trendnet
82
Kökur
Girnilegar uppskriftir 88 84 86 92 82
Mataruppskriftir Eyþór Rúnarsson Matarbloggarinn Berglind Hreiðarsd Matarbloggarinn Lólý Matarbloggarinn Aldís Athatya Kökur
www.homemagazine.is www.facebook.com/homemagazine.is
freebird
Laugavegur 46, 101 ReykjavĂk
H
UGMYNDIR & ÖNNUN
gha2511
H
austið hefur alltaf verið minn uppáhalds árstími, Það er rómantískur blær yfir því. Með haustinu kemur skammdegið og þá fær lýsing frá ljósum, lömpum og kertum að njóta sín inná heimilum. Ég er mikill lampa aðdáandi og kíkti á netið í leit að mínum uppáhalds ljósum og lömpum. Ég vona kæru lesendur að eitthvað af þeim höfði til ykkar líka.
Umsjón: Guðrún Hafdís
Plöntutískan
Plöntur eru að verða mjög vinsælar inná heimilum fólks í dag. Þegar maður var yngri þá var svo mikið um plöntur á heimilum, sérstaklega man ég eftir að móðir mín átti stóran burkna, risakaktus og fleiri fallegar plöntur sem fylltu gluggakistuna í stofunni
Fyrsta plantan sem ég tók eftir inná flestöllum skandinavískum heimilum á Instagram, voru ólífutré. Þau lifa jafnt inni sem úti og þurfa ekki mikla vökvun. Mjög tignarleg og falleg og geta orðið margra metra há. Þau þola þurrt loft og smá frost. Hér á Íslandi hefur verið erfitt að finna eitt slíkt en núna fyrir stuttu frétti ég að Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði selur þau, væri ekki tilvalið að taka sunnudagsbíltúr þangað og næla sér í eitt slíkt?
Corokia er afar sérstök planta sumir myndu halda að hún væri dauð ef þeir sæju hana, hún hefur ekki mörg laufblöð og minnir svolítið á trjágreinar. Þetta skemmtilega útlit heillar greinilega marga og seldist hún upp á stuttum tíma hjá versluninni 4 árstíðir í Lágmúla, en hún er væntanleg aftur.
Umsjón: Ágústa Jónasdóttir
Ef þú vilt ekki hafa stórar plöntur heima, þá gæti verið góð lausn að kaupa litla kaktusa og raða saman í marga litla potta eða einn stóran. Það er um að gera að leika sér svolítið með blómapottana. Hægt er að nota fallegar bastkörfur, því jú bastið verður inn í haust. Svo má alltaf taka gömlu leirpottana úr geymslunni og mála þá. Núna er bara um að gera að skreppa í næstu blómaverslun og fylla heimilið af fallega grænum plöntum. Ef það eru einhverjar spurningar sem vakna þá er hægt að gerast meðlimur í allskyns grúppum á facebook sem geta frætt þig um plönturnar Þar er einnig hægt að fá gefins afleggjara eða skiptast á blómum.
Fíkjutrén hafa verið að koma sterkt inn í sumar, þau eru með afar skemmtileg laufblöð og ilma. Þau þurfa ágætis birtu og meðal vökvun, en moldin má þorna svolítið einsog hjá ólífutrénu. Ef heppnin er með fólki þá koma fallegar fíkjur á það. Þessi tré hef ég ekki séð í blómaverslunum en yndiseg kona í Hafnarfirðinum selur þau á góðu verði, facebook síða hennar heitir Tré og runnar.
Monstera plantan er mjög stór og plássfrek en hefur notið gífurlegra vinsælda, tilvalið er að hafa hana á gólfi þar sem er tómlegt horn.
Dökkgræn blöð plöntunnar geta orðið allt að 90 cm löng. Við eigum eflaust eftir að sjá meira af henni í blómaverslunum landsins, en ekki hefur verið mikið framboð af henni.
S
tóllinn Skata er ekki einungis fyrsti fjöldaframleiddi stóllinn á Íslandi úr formbeygðum krossvið, heldur einnig elsti íslenski stóllinn, sem enn er í framleiðslu. Þó hönnun stólsins hafi sterkar alþjóðlegar rætur m.a. í „Maurinn“ eftir Arne Jacobsen, þá er Skatan rammíslenskur stóll með sterka skírskotun í náttúruna, sem má sjá í formi baksins og ekki síst í gúmmífestingunum, sem vísa í fjögur egg skötufisksins. Framleiðsla Skötunnar hófst 1959 og stóð til ársins 1973 og náði hann mikilli útbreiðslu. Framleiðsla hófst svo að nýju árið 2007 og er stóllinn nú fáanlegur í eik, tekki og svörtu, auk þess sem hægt er að sérpanta aðrar viðartegundir og liti.
Umsjón: Arnar Gauti
Hönnuðurinn: Halldór Hjálmarsson (1927-2010) Húsgagna- og innanhússarkitekt. Halldór nam innanhúss- og húsgagnahönnun í Kaupmannahöfn á árunum 1953-1956 og naut þar m.a. dyggrar handleiðslu Paul Kjærholm. Að námi loknu starfaði Halldór m.a. hjá Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt og síðan hjá Húsameistara Reykjavíkur, þar sem hann kom að hönnun húsgagna og innréttinga flestra þeirra bygginga sem reistar voru á vegum Reykjavíkurborgar á þeim tíma.
Hönnuður: Halldór Hjálmarsson
Þekktust eigin verka Halldórs eru e.t.v Mokka kaffihúsið, sem enn er að mestu óbreytt rúmlega fimmtíu árum síðar. Einnig liggja eftir hann frumgerðir og teikningar fjölda annarra húsgagna, sem gaman væri að sjá aftur í framleiðslu. Halldór rak síðan um árabil trésmiðju föður síns Hjálmars Þorsteinssonar á Klapparstíg 28.
Umsj贸n: Bj枚rg Gunnarsd贸ttir
www.petit.is
www.miniroom.com
Falleg barnaherbergi
Umsjón: Þórunn Högna
Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að innrétta barnaherbergi. Það er svo margt fallegt í boði fyrir smáfólkið. Við sóttum innblástur okkar til Skandinavíu en eins og sjá má á þessum myndum er stíllinn svipaður á þessum krúttlegu herbergjum. Hér eru nokkrar flottar hugmyndir sem hægt er að nýta sér fyrir barnaherbergið.
www.petit.is
www.epal.is
www.epal.is
www.petit.is
www.petit.is
www.petit.is
www.crateandbarrell.com
www.ikea.is
www.epal.is
www.smallable.com
www.miniroom.com
www.epal.is
www.petit.is
www.epal.is
www.petit.is
www.petit.is
Heimsókn í barnaherbergi í Fossvoginum
í
þessu fallega herbergi býr lítill þriggja ára strákur. Við fengum að kíkja og mynda þetta einstakalega fallega strákaherbergi.
Hvað er herbergið stórt? Það er 7 fermetrar. Hver á herbergið? Þriggja ára strákur. Hvaðan eru húsgögnin og aðrir hlutir í herberginu? Mest af dótinu kemur frá petit.is, stólarnir eru frá HAY í epal og rúmið er frá Oliver húsgögnum í Danmörku. Hver er uppáhalds liturinn þinn? Það er grár. Uppáhalds búðir? Epal og Petit. Útlit eða þægindi? Þægindi. Uppáhalds hönnuður? Tom Dixion og HAY.
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Linnea Ahle
Innblástur frá Skandinavíu
Þ
að er ekki alltaf sem fólk hefur auka herbergi þegar von er á barni. Í þessu svefnherbergi var búið til lítið horn fyrir krílið sem er væntnlegt í heiminn í nóvemeber. Mjög sniðug hugmynd og margt fallegt hægt að gera.
Hvaðan sóttir þú innblástur þegar þú hannaðir herbergið? Ég fékk sæki innbástur í skandinavískam stíl, sem er svo fágaður og fallegur. Við vildum hafa barnaherbergið/hornið í fallegum, mildum litum. Hvað er herbergið stórt? Svefnherbergið okkar er u.þ.b 11 fermetrar og við nýtum aðeins lítið horn af því, fyrir barnið. Hvað er barnið gamalt sem fær fallega herbergið? Litla barnið er ófætt, en við hlökkum mikið til að hitta það í nóvember. Hvaðan koma húsgögnin og annað dót? Hillurnar eru frá Ikea, bastakarfan var keypt í London. Annað eins og rúmfötin, teppið, svanurinn, kanínan og ljósaboxið er frá Petit.is. Uppáhalds litur? Fölbleikur Uppáhalds búðir? Þær eru www.Petit.is og www.artilleriet.se Útlit eða þægindi? Bæði, fyrir barnið eru það þægindi, fyrir mig er það útlit. Uppáhalds hönnuður? Fyrir barnaherbergin þá er það Kongesslojd og svo er Tinycottons með falleg barnaföt.
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Linnea Ahle
haust trend
Þegar hausta tekur, þá keppast verslanir landsins við að opna kassana og koma nýju haustvörunum upp í hillur. Fyrir okkur fagurkerana er þetta skemmtilegasti tíminn til að skoða í búðir. Fallegir litir, ný trend og mikið úrval.
Hvaða litir verða vinsælir í haust? Ef við skoðum okkur aðeins um, gluggum í tímaritin og erlendar heimasíður þá verðum við vör við heita liti einsog dimmrauðan, karrýgulan, fjólubláan og dimmbláan. En einnig mýkri liti í grábláum tónum, grábrúnum og föl fjólubláum. En hvernig er best að skreyta heimilið með fallegu haustlitunum? Margir kjósa að hafa húsgögnin í hlutlausum litum og fríska uppá rýmið með púðum, stórum mottum, málverkum og öðrum smáhlutum. Þá er um að gera að nota haustlitina.
Hver vill ekki setjast í klassískan sófa með dimmbláum púðum úr sléttflaueli? Dimmrauðar hortensíur í glervasa og stór gráblá motta á gólfi. Haustlitirnir gefa rýminu þínu þetta dramatíska útlit sem hæfir svo vel þessum árstíma. Við eigum eftir að sjá meira af handunnum keramikvörum, sérstaklega vasa í allskyns stærðum og gerðum. Speglar eru líka að koma sterkt inn, þá aðallega með mjóum römmum.
Verum óhrædd við að blanda saman ólíkum efnum og litum. Bjóðum haustið velkomið og njótum þess að gera heimilið huggulegt.
Umsjón: Ágústa Jónasdóttir
Hör rúmfötin falla í kramið hjá fagurkerum. Svo er líka talað um hvað sé gott að sofa með þau, kæla heitan líkamann og hita kaldan líkama, sem verður til þess að við svitnum ekki undan þeim. Hör á einnig eftir að verða vinsælt í gardínum, dúkum og púðum.
Ef það er eitthvað sem mér finnst vera mjög áberandi í haust trendinu í dag, þá eru það stór statement loftljós. Ay illuminate er þýskt fyrirtæki sem hannar falleg ljós. Loftljós frá þeim sem nefnist Z1, er orðið hrikalega vinsælt en ljósið er gert úr bambus og hvítu bómullarefni. Það er mjög einfalt og tímalaust, fólk ætti ekki að fá fljótt leið á því.
Bast- og bambushúsgögn og hlutir fyrir heimilið einsog þvottakörfur, bakkar o.fl eru að koma meira uppá yfirborðið. Bastið og bambusinn er skemmtileg viðbót og gefur heimilinu þetta afslappaða yfirbragð.
H
EIMSテ適NIR
Jenny Hultgren -Innanhússhönnuður-
bohemidelux Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Jenny Hultgren
I
nnanhússhönnuðurinn Jenny Hultgren býr ásamt manni sínum og tveimur börnum í fallegu húsi, byggt 1915, í litlum bæ í Svíþjóð. Hún blandar saman nýju og gömlu, hvítur er hennar litur og er eldhúsið hennar uppáhaldsstaður. Vorið er hennar tími og hönnuðurinn Malene Birger er í miklu uppáhaldi hjá henni.
Fjölskylda? Ég heiti Jenny og er 38 ára. Ég bý í suðurhluta Svíþjóðar í stóru húsi sem var byggt árið 1915. Ég á tvö börn, eiginmann, kött, 11 kindur, 3 hænur og 2 hesta. Við hvað vinnur þú? Ég er innanhússhönnuður. Hvað er það besta við borgina þína? Hér eru margar litlar, sætar búðir og stór verslunarmiðstöð þar sem þú getur fundið allt á milli himins og jarðar. Við erum nálægt ströndinni, skóginum og borgarlífinu. Eyðir þú miklum tíma í bloggið þitt og á Instagram? Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma á Instagram afþví að þar er mikið að finna. Ég reyni að deila myndum af heimilinu og vinnunni nokkrum sinnum í viku.
Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna þína? Ég fæ innblástur úr öllum áttum, en mest úr tímaritum og af Instagram. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, þegar ég var yngri lék ég mér að því að breyta í dúkkuhúsinu mínu og sem unglingur málaði ég alla bleiku hlutina í herberginu mínu svarta. Ég hef líka eytt morðfjár í hönnunartímarit í gegnum árin. Uppáhalds hönnuður? Marlene Birger. Uppáhalds ljósmyndari? Vinkona mín og samstarfskona Therese Romell. Uppáhalds blogg? Ég les mjög sjaldan blogg en honeypielivingetc. blogspot.com er mjög fallegt og áhugavert.
Uppáhalds tímarit? Ég er háð tímaritum, ég fæ ekki nóg! Uppáhalds árstíð? Vorið. Vintage eða nýtt? Blanda af báðu. Er svartur hinn nýi hvíti? Nei, hvítur mun alltaf vera í uppáhaldi, en svartur kemur sterkur inn. Blanda af báðu er líka mjög smart. Hvað gerir þú til þess að slaka á? Drekk kaffi, borða súkkulaði og les tímarit! Þægindi eða útlit? Hvorutveggja.
Hvar kaupir þú hluti fyrir heimilið? Ég kaupi eiginlega bara vintage hluti af uppboðum og flóamörkuðum. En það eru tvær litlar en mjög fínar búðir í nágrenninu; Lily & Oscar (@lilyoscarinterior) og Studio Stilista (@studiostilista). Uppáhalds staður í húsinu? Stóra eldhúsið okkar. Kaffi eða te? Kaffi
“as a child I redecorated my doll-house over and over again and as a teenager I painted all the pink things in my girlroom black. And I have spent a fortune on interior magazines during the years�
Á
besta stað í Kópavogi býr fagurkerinn og bloggarinn Guðrún Hafdís ásamt manni sínum. Hún er dugleg að breyta og færa til húsgögn og hluti á heimili sínu. Einstaklega fallegt útsýni má sjá út um gluggann hjá henni. Hún var nýbúin að taka allt í gegn og breyta þegar við kíktum í heimsókn.
Fagurkeri í Kópavogi
Umsjón:Þórunn Högna • Myndir: Gróa Sigurðardóttir
Hvernig er skipulagið í íbúðinni? Stofa og borðstofa eru eitt rými, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.
Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Í Magnoliu, AFF concept, Snúrunni og Heimili og Hugmyndum.
Hvernig er stíllinn á heimilinu? Blanda af gömlu og nýju.
Uppáhalds rými í húsinu? Finnst best að vera í stofunni/ borðstofunni.
Hvaða útsýni hefur þú? Fallegt útsýni í allar áttir, yfir Arnarnesið, Garðabæinn, Bláfjöllin ofl. Nýtt eða gamalt? Finnst fallegt að blanda saman gömlu og nýju. Er meira hrifin af nýju og tímalausri hönnun. Hvernig slappar þú af? Ég kíki í falleg blöð, horfi á góða bíómynd eða les góða bók. Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Fæ margar góðar hugmyndir af Pinterest og Instagram, einnig í tímaritum og úr umhverfinu. Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Ég er hrifin af hönnun Arne Jacobsen og Carles and Ray Eames ofl.
Uppáhalds veitingastaður? Nokkrir veitingastaðir sem erfitt er að gera upp á milli, Happ og Gló, einnig Grillmarkaðurinn og Krúska, svo er það Eldsmiðjan ef mann langar í pizzu. Uppáhalds blogg? Ég á mörg uppáhalds blogg og Instagramvini, erfitt að nefna einhvern sérstakan en á Instagram er það helst frustilista, annikavonholdt, ejmaxwell, bohemdeluxe, ofl. Hvað er heimili í þínum huga? Heimili er griðarstaður þar sem manni á að líða vel. Það á að vera notalegt fyrir alla sem þangað koma. Þinn persónulegi stíll ætti að vera ríkjandi á heimilinu. Hvað finnst þér best við hverfið? Það er svo miðsvæðis, stutt í allar áttir.
Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Ég vil að heimilið sé frekar stílhreint, ekki alltof mikið af dóti og bara notalegt eins og ég sagði áðan. Að vísu myndi ég vilja hafa stærra eldhús og meira skápapláss. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Það eru eiginlega nauðsynlegustu heimilistækin sem erfitt er að vera án, uppþvottavélin, þvottavélin og kaffikannan. Uppáhalds verslun? Magnolía, AFFconcept og Madison ilmhús. Hvaða stíl aðhyllist þú? Mér finnst skandinavískur stíll mjög fallegur. Hvernig er fullkominn dagur heima við? Vakna og borða góðan morgunmat og drekka gott kaffi. Kíkja í blöð eða á netið, gera fínt og best væri að eiga von á góðum gestum og eyða parti af deginum í að útbúa eitthvað gott handa þeim. Is less more? Já, tvímælalaust.
Það síðasta sem keypt var fyrir heimilið? Lampi frá designbyus keyptur í Snúrunni. Kaffi eða te? Alltaf til í gott kaffi en farin að drekka meira af te og þá helst myntute, finnst það æðislegt. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Residence, Elle Decoration UK, Rum og að sjálfsögðu Home Magazine. Er svartur nýi hvíti liturinn? Nei, myndi ekki segja það, held að þessir litir verði alltaf vinsælir, þeir eru líka svo flottir saman og ég er mikið með svart og hvítt í bland. Góð ráð til að innrétta heimilið? Skoða flottar bloggsíður, blöð og ráðfæra sig við innanhússhönnuði. Hvað er framundan? Haustið og fullt af afmælum, allir í fjölskyldunni eiga afmæli frá september til febrúar. Svo eru það yndislegu jólin.
loisvuitton.com
Magnolía
Snúran
amazon.com Magnolia Hjarn
Myconceptstore
Skapaðu þinn eigin stíl
Guðrún Hafdís hefur mjög fallegan stíl og blandar saman bæði gömlu og nýju. Hún sækir innblástur m.a. til Skandinavíu og elskar allt sem er svart og hvítt. Rokkurós
Madison ilmhús
Madison ilmhús IKEA
IKEA
epal
Magnolia Penninn
Snúran
Magnolia
Fakó
Shades of white
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Jonna Korva
K
ennarinn Jonna Korva býr í fallegu húsi í bænum Oulu í Finnlandi ásamt fjölskyldu sinni. Hún er mikill fagurkeri og vill ekki hafa mikið af hlutum í kringum sig eins og sjá má á myndunum. Heimilið er mjög stílhreint. Hún sækir innblástur í náttúruna og að sjálfsögðu á Instagram. Þegar hún vill slaka á fer hún í göngutúr eða leggst í sófann með góðan kaffibolla.
Jonna Korva
Fjölskylda? Ég er 31 árs og bý ásamt manninum mínum og tveimur börnum í Oulu í Finnlandi. Við hvað vinnur þú? Ég er kennari í 3.bekk eins og er. Hvað er það besta við borgina þína? Það besta við Oulu er nálægðin við náttúrun en borgin er samt nógu stór til að bjóða uppá alla þjónustu og möguleika. Eyðir þú miklum tíma í bloggið þitt og á Instagram? Ég nota Instagram á hverjum degi en ég er ekki með mitt eigið blogg. Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna? Úr náttúrunni og Instagram. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, það hefur alltaf verið áhugamál. Uppáhalds hönnuður? Ég er mjög hrifin af öllu sem Alvar Aalto hannar. Uppáhalds blogg? Ég á ekkert uppáhalds blogg en ég fæ mikinn innblástur af Instagram síðunum hjá @lisbet og @mustaovi. Uppáhalds tímarit? Deko. Vintage eða nýtt? Ég er hrifnari af nýju en vintage gefur mikinn karakter. Er svartur hinn nýi hvíti? Nei, hvítur er hinn nýi hvíti. Uppáhalds litur? Svartur og hvítur. Uppáhalds árstíð? Vorið, þegar allt verður grænt og fallegt. Hvað gerir þú til þess að slaka á? Fer í göngutúr eða kem mér vel fyrir í horninu á sófanum. Þægindi eða útlit? Bæði mjög mikilvæg og það er það sem gerir hönnunina oft klassíska. Hvar kaupir þú hluti fyrir heimilið? Ég kaupi mest af netinu, Finnish Design Shop til dæmis. Uppáhalds staður í húsinu? Stofusófinn, þar hef ég útsýni yfir í skóginn. Sófinn er við hliðina á arninum og ég sé alla neðri hæðina. Kaffi eða te? Kaffi, ekki spurning.
Jonna_Myhome
“I love Alvar Aalto designs all the way from his architectural designs to smaller scale design�
Jorid Kjolsvik Kram
Í
litlum bæ í Noregi fann Jorid Kjolsvik Kram draumahúsið sitt. Fjölskyldan hefur nú komið sér mjög vel fyrir en þau fluttu inn í byrjun sumars. Áhugi hennar á hönnun kviknaði ekki fyrr en þau keyptu gamalt hús árið 2007. Hún sækir innblástur á Pinterest og skoðar helst hönnunartmaritið Elle Decoration. Hennar uppáhaldslitur er svartur og þegar hún vill slaka á, les hún góða bók.
“my all time favorite season is the fall. When the air gets crispy and the colors change�
Segðu okkur frá þér og fjölskyldunni þinni. Við erum fjögur, ég, unnusti minn, Anders og stelpurnar okkar tvær, Hedda Sofie og Thea Marie. Við erum nýflutt inn í nýja húsið okkar sem tók tvö ár að byggja. Við hvað vinnur þú? Ég vinn á skrifstofu hjá pípulagningafyrirtæki, og vinn með viðskiptavinum, baðherbergishönnuðum og framkvæmdardeildinni. Hvað er það besta við borgina þína? Þetta er lítill bær og hér var æðislegt að alast upp. Eyðir þú miklum tíma í blogg og á Instagram? Ég geri það já, en ég reyni að gera það eftir að stelpurnar mínar eru farnar í rúmið. Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna þína? Alls staðar, en aðallega á Pinterest þessa dagana. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Nei, ég fékk fyrst áhuga á hönnun þegar að við keyptum gamla húsið okkar árið 2007. Fyrir þann tíma vissi ég ekkert um innanhússhönnun, stíl eða hönnuði. Uppáhalds ljósmyndari? Pia Ulin. Uppáhalds tímarit? Elle Decoration
Uppáhalds hönnuður? Það eru svo margir góðir hönnuðir en minn uppáhalds er Arne Jacobsen. Norski hönnuðurinn Andreas Engesvik er samt líka í miklu uppáhaldi. Uppáhalds blogg? Þau eru nokkur en góð vinkona mín Nina Holst; stylizmoblog.com er sú sem ég fæ ekki nóg af. Uppáhalds árstíð? Haustið, þegar það fer að kólna og haustlitirnir fara að sjást. Vintage eða nýtt? Nýtt. Er svartur hinn nýji hvíti? Já! Uppáhalds litur? Svartur. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég les bækur. Þægindi eða útlit? Bæði! Hvar finnur þú hluti fyrir heimilið þitt? Í búðunum hér í bænum eða á netinu. Uppáhalds staðurinn í húsinu þínu? Eldhúsið okkar og borðstofan eru eitt opið svæði, mér finnst það æðislegt. Kaffi eða te? Kaffi.
noeblog
Hönnun fyrir lífið
Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
H
ún er fædd og uppalin í Bergen í Noregi og hefur verið þar nánast allt sitt líf. Nina Kristiansen Lunde er grafískur hönnuður og á alveg einstaklega smekklegt heimili, þar sem hún býr ásamt börnum sínum. Hún hefur alla tíð haft áhuga á hönnun en Nina á og rekur hönnunarbúðina Kamelone, sem selur bæði föt og aðrar hönnunarvörur. Hún notar Instagram mikið og deilir reglulega fallegum myndum frá heimilinu sínu, sem og búðinni. Hennar uppáhaldshönnuðir eru Arne Jacobsen, Ray and Charles Eames og Paola Navone.
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Nina Kristiansen Lunde/Atle Kold Hansen
Nina Kristiansen Lunde -K A M E L O N E -
Segðu okkur frá þér og fjölskyldunni þinni. Ég er fædd og uppalin í Bergen í Noregi. Ég vinn sem grafískur hönnuður og listamaður en hef mikinn áhuga á hönnun. Ég á tvö uppkomin börn. Við sjáum hvort annað á hverjum degi, sem ég er mjög þakklát fyrir. Við hvað vinnur þú? Ég er stofnandi hönnunarverslunarinnar Kamelone AS. Þar er líka seldur fatnaður og skór frá HOPE, sem er uppáhalds merkið mitt. Hvar færðu innblástur fyrir vinnuna þína? Ég fæ mikinn innblástur á ferðalögum og í hönnunar tímaritum. Mér finnst æðislegt að vinna með eigin hugmyndir og sjá þær dafna. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, ég er fædd með hönnunargenið! Uppáhalds litur? Svartur og hvítur.
Uppáhalds hönnuður? Paola Navone, Arne Jacobsen, Charles og Ray Eames. Uppáhalds ljósmyndari? Vee Speers, Albert Watson, Annie Leibowits og Russel James Uppáhalds blogg? Ekkert uppáhalds blogg eins og er. Uppáhalds tímarit? Residence, Elle Decoration, Kinfold og Nytt Rom Uppáhalds árstíðin? Allar árstíðirnar eru frábærar á sinn hátt en ég er hrifnust af vorinu. Vintage eða nýtt? Bland af báðu kemur alltaf vel út. Er svartur hinn nýi hvíti? Já, algjörlega!
Hvað gerir þú til að slaka á? Að skapa og vinna í garðinum mínum. Mér finnst best að vera úti í náttúrunni. Þægindi eða útlit? Bæði! Hvar finnur þú hluti fyrir heimilið þitt? Kamelone. Uppáhalds staðurinn í húsinu þínu? Eldhúsið. Kaffi eða te? Kaffi. Eitthvað að lokum? Endilega kíkið á Instagramið mitt og netverslunina mína, kamelonebutikken.no
“being outside, in the nature gives me great comfort�
www.facebook.com/kamelone
www.kamelonebutikken.no
kamelonebutikken
Falleg húsgögn á góðu verði
Opnunartími Mánudaga - föstudaga : 10-18 Laugardaga : 10-16 Sunnudaga : 13-16
www.egodekor.is
•
facebook.com/egodekor
Mardou Van Kuilenburg
Í
bænum Haarlem í Hollandi búa hjónin Mardou og Daniel ásamt kanínu og tveimur köttum í fallegu húsi sem var byggt árið 1928. Hún er ritstjóri hjá einum stærsta háskóla í Amsterdam. Hönnun hefur ávallt verið ástríða hjá henni og nýlega fór hún að aðstoða fólk við að innrétta heimili sín. Hún velur útlit fram yfir þægindi og þegar hún vil slappa af þá breytir hún heima hjá sér.
Segðu okkur frá þér og fjölskyldu þinni. Ég heiti Mardou, er 27 ára og bý með kærastanum mínum Daniël. Við búum í Haarlem, dásamlegri borg við ströndina í Hollandi. Húsið okkar er byggt árið 1928 og við búum þar með tveim köttum og kanínu. Þann 11. ágúst giftum við Daniël okkur á ströndinni, ég kalla hann ennþá kærastann minn þó að við séum gift. Við höfum verið saman í 10 ár. Við hvað vinnur þú? Ég vinn í einum af stærstu háskólum í Amsterdam, aðallega við að skrifa greinar og taka viðtöl. Ég leiðbeini einnig nemendum sem stefna á að vinna við ritstörf í framtíðinni. Ég reyni að kenna þeim að verða þau bestu í sínu fagi. Í maí síðastliðnum hóf ég námskeið innanhúshönnun, svo nú hef ég sameinað áhugamál mín, hönnun og ritstörf. Hvað er það besta við borgina þína? Haarlem er ekki lítil borg en ekki of stór heldur. Þar er hægt að finna bæði stórar verslunarkeðjur sem og litlar tískuverslanir og smáverslanir. Mér finnst það frábært! Eyðir þú miklum tíma í blogg á Instagram? Já, ég eyði mjög miklum tíma á Instagram. Ég hugsaði lengi vel um sjálfa mig sem bloggara án bloggs. En þegar að ég náði upp í 10.000 followers á Instagram, skipti ég um skoðun. Ég að búa til mína eigin vefverslun.
Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, síðan ég man eftir mér. Þegar ég var yngri var ég alltaf að prufa nýja hluti, nýja liti og ég missti aldrei af ferð í IKEA með foreldrum mínum. Uppáhalds ljósmyndari? Of margir til að velja einn! Uppáhalds blogg? My Scandinavian Home og Trendsetter, en líka bintihomeblog.com, Lisannevandeklift.nl og design-milk.com Uppáhaldstímarit? Vtwonen, þýskt hönnunartímarit. Uppáhaldsárstíð? Vorið. Vintage eða nýtt? Ég get ekki valið á milli, ég blanda því alltaf saman! Er svartur hinn nýi hvíti? Nei. Hvítur verður alltaf aðalliturinn. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég endurraða á heimilinu mínu. Sköpunin finnst mér mjög róandi.
Uppáhalds litur? Blár og grænn.
Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Aðallega úr antíkverslunum, ég fer vikulega í þær. Þetta er eins og að fara í fjarsjóðsleit, þú veist aldrei hvað þú finnur. Það er líka frábært að geta fundið fallegar vörur á lágu verði. Ég er líka mjög hrifin af hollenskum búðum eins og Loods 5, de Woonfabriek, Sissyboy Homeland og Homestock Haarlem.
Þægindi eða útlit? Útlit.
Uppáhalds staður á heimilinu? Stofan.
Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna þína? Aðallega á Instagram og úr tímaritum. Ég fer líka árlega á sýningu í Amsterdam þar sem ég skoða nýjustu tísku og hönnun. Ég elti þó ekki tískustrauma, ég skapa alltaf bara það sem mér þykir fallegt.
Kaffi eða te? Te.
Uppáhalds hönnuður? Eames og Hay, Muuto, Menu og Ferm Living eru uppáhalds merkin mín.
Eitthvað að lokum? Eltið ekki tískustrauma, farið eftir eigin smekk. Það er það, sem gerir húsið ykkar að heimili. Hér er líka Instagram síðan mín: instagram.com/sevencouches.
“I love the Eames chairs, but Hay is also one of my favorites. Muuto, Menu and Ferm Living are some of my favorite design brands. I love Scandinavian influences�
sevencouches
HÖNNUNARVARA
Ármúli 38 108 Reykjavík – gengið inn frá Selmúla
hjarn.is
Uppskriftir
B
aby Ruth með hnetusmjöri
Krem • 4 eggjarauður • 60 gr flórsykur • 50 gr smjör / brætt • 100 suðusúkkulaði / brætt Aðferð: Hrærið eggjarauðum og flórsykri saman. Smjör og súkkulaði brætt saman og bætt úti.
Botn • 4 eggjahvítur • 20 stk saltkexkökur Ritz, mulið • 2 ½ dl salthnetur, smátt saxaðar • 2 dl sykur/hrásykur • ½ dl púðursykur • 1 tsk lyftiduft • 1 tsk vanilludropar • 1 krukka hnetusmjör
Aðferð: Hrærið vel saman eggjahvítum og sykri, bætið við salthnetum, kexi, vanilludropum og lyftidufti, blandið vel saman. Setjið á smjörpappír á ofnplötu eða í form, bakið í 22 mín á 180°. Látið kökuna kólna, skerið í bita og smyrjið hnetusmjöri á og síðan kreminu. Salthnetur notaðar sem skraut.
Umsjón: Þórunn & Esther Högna • Myndir: Beisi
S
nickers marengskaka
Botnar • 4 eggjahvítur • 1 ½ dl sykur • 1 ½ dl púðursykur • 2 bollar Rice crispies Aðferð: Þeytið vel saman eggjahvítum og sykrinum, blandið síðan Rice crispies rólega saman við með sleif. Teiknið 2 hringi 24 cm á bökunarpappír og smyrjið deiginu á þá. Bakist við 150° gráður í 1 klukkutíma. Krem • 3 msk sykur • 4 eggjarauður • 60 gr smjör • 2 stk Snickers súkkulaði Aðferð: Þeytið sykur og eggjarauður vel saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman og blandið því síðan við eggjablönduna. Kælið aðeins og hellið síðan yfir kökuna. Skreytt með Snickersbitum.
Haustkaka
Kaka
Krem
• 1 bolli matarolía (ljós) • 3 tsk vanilludropar • 1 bolli sykur • 1 bolli púðursykur • 4 egg • 2 þroskaðir bananar, stappaðir • 1 ½ bolli rifnar gulrætur • ½ bolli saxaðar pecan hnetur • ½ bolli möndluflögur • 3 bollar hveiti • 1 tsk matarsódi • 1 tsk lyftiduft • 2 ½ tsk kanill • ½ tsk salt
• 250 gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita •320 gr smjör við stofuhita •3 tsk vanilludropar • 2 tsk vanillusykur • 1,2 kg flórsykur Aðferð: Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst. Bætið rjómaosti, vanilludropum og vanillusykri saman við og blandið vel saman. Setjið flórsykur saman við blönduna í smáum skömmtum þar til allt er vel blandað og slétt.
Aðferð: Kaka
Skraut
Blandið saman matarolíu, vanilludropum, sykri og púðursykri í hrærivélarskál og hrærið saman þar til vel blandað. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel í á milli svo blandan verði gulleit og örlítið loftkennd. Blandið stöppuðum banönum saman við. Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið varlega saman við eggjablönduna, smá í einu. Að lokum fara gulrætur, hnetur og möndlur út í. Spreyið tvö 20-22cm form vel með matarolíuspreyi og skiptið blöndunni jafnt á milli. Bakið við 175°C í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.
• 1-2 stk heill ferskur ananas (fer eftir fjölda blóma sem þið viljið) Afhýðið ananasinn í heilu lagi eftir honum endilöngum. Skerið „nibbur“ úr allan hringinn með því að nota flysjara/hníf. Með þessu móti myndast litlar holur allan hringinn sem munu gera blómin fallegri. Reynið því næst að skera það þunnar sneiðar að þið sjáið hnífinn í gegn þegar skorið er. Þerrið hverja sneið og raðið þeim á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið við 110°C í um 30 mínútur, snúið sneiðunum þá við og hitið áfram í um 30 mínútur eða þar til ananasinn fer að þorna. Varist að hann brenni ekki og fylgist vel með eftir að honum hefur verið snúið. Engu að síður er mikilvægt að baka hann nægilega lengi og ef enn er einhver safi í honum eða ykkur finnst hann ekki nægilega þurr þá er um að gera að snúa aftur og baka í nokkrar mínútur til viðbótar á hvorri hlið.
Kælið botnana vel eftir að þeir eru komnir úr forminu og skerið svo hvorn um sig í tvennt með kökuskera/hníf og fáið þannig fjóra þynnri botna.
Umsjón: Berglind Hreiðarsdóttir • Myndir: Beisi
Leggið hverja ananassneið í muffinsform, eggjabakka eða annað slíkt sem gefur kúpt form þegar sneiðin hefur þornað. Gott er að útbúa ananasblómin deginum áður en setja á kökuna saman og leyfa þeim að þorna í formunum yfir nótt. Samsetning Smyrjið vel af rjómaostakremi á milli allra laga á kökunni (x3). Smyrjið því næst þunnu lagi allan hringinn, bæði á hliðar og topp til að festa kökumylsnu vel fyrir lokaumferð og leyfið að standa í um 15 mínútur áður en haldið er áfram (til að fá smá stökkan hjúp á kremið). • Smyrjið að nýju vel af kremi allan hringinn og fallegt er að mynda rákir/toppa með spaðanum og engar áhyggjur þarf að hafa af því að slétta kremið, það má vera óreglulegt. • Raðið því næst þurrkuðum ananasblómum á kökuna til að skreyta hana. www.gotteri.is
Eplakaka
Aðferð: Hitið ofninn í 180°, undirbúið form.
• 185 gr hveiti • 1 1/2 tsk lyftiduft • 1/4 tsk matarsódi • 1 tsk kanill • 1/4 tsk negull • 1/4 tsk brúnkökukrydd • Klípa af engifer kryddi (má sleppa) • 1/2 tsk salt • 1 stórt egg • 120 ml mjólk • 1 tsk vanilludrop • 2 epli, afhýdd og sneidd
Sigtið saman þurrefnin. Þeytið saman smjör og sykur þar til það verður ljóst og þykkt. Bætið egginu, mjólkinni og vanilludropunum við og hrærið. Bætið þurrefnum við og blandið vel saman. Setjið deigið í formið, raðið eplasneiðunum á og stráið kanilsykrinum yfir. Bakið í 15 mínútur, lækkið þá hitann niður í 150° svo eplin brenna ekki og bakið þar til þau eru gullinbrún, 40-50 mín.
• Blandið saman 1 tsk af kanil og 1 matsk sykur og setjið til hliðar.
Umsjón&Myndir: Aldís Athitaya Gísladóttir
aldisathitaya.com
Grillaðir ferskir maísstönglar með hvítlauksog sítrónusmjöri
• 4 stk ferskir maísstönglar • 250 gr smjör mjúkt • 4 msk Garlic & Lemon sinnep frá Nicolas Vahé • salt • basilika, smátt söxuð
Aðferð: Byrjið á því að þeyta saman smjörið og sinnepið og smakkið til, gætuð þurft meira af sinnepinu en það fer alveg eftir smekk. Takið maísstönglana og skellið á sjóðandi heitt grillið og grillið þá með hýði og öllu í 20 mínútur og passið upp á að snúa þeim mjög reglulega - þeir eru tilbúnir þegar hýðið er allt orðið mjög dökkt, nánast brennt. Takið þá síðan af grillinu og látið kólna aðeins. Þá er best að taka allt hýðið af og hreinsa þá vel, skera endana og skella þeim í álpappír. Smyrjið vel af smjörinu yfir þá alla og hafið svolítið mikið magn af smjörinu í álpappínum. Pakkið þeim vel inn í álpappírinn og skellið aftur á grillið í svona 7 mínútur og þá verða þeir extra djúsí og góðir. Svo er bara að dreifa smá basiliku og salti yfir þá og auðvitað hafa nóg af auka smjörblöndu með.
Strengjabaunir með parmesanosti
Aðferð: Takið strengjabaunirnar og skolið upp úr köldu vatni. Skerið síðan endana af þeim og leggið í eldfast mót. Dreifið olíunni yfir, þið getið auðvitað notað hvaða olíu sem er og kryddið svo með salti og pipar. Að lokum skulu þið dreifa parmesanostinum yfir. Skellið í ofninn sem þið eruð búin að forhita í 180°C og eldið í 20 mínútur en það fer eftir því hvernig ofninn ykkar er, gætuð þurft smá tíma í viðbót. Svo dreifi ég parmesan aftur yfir þegar þær koma út. Gott að hafa þær með hvaða kjöti sem er. Þetta er einstaklega hátíðlegur matur.
• 1 pakki ferskar eða frosnar strengjabaunir • salt og pipar eftir smekk • hvítlauksolía til að þekja vel baunirnar(ég nota Garlic olíu frá Nicolas Vahé) • 100 gr rifinn parmesanostur
Umsjón & myndir: Lóly
Kjúklingasamloka með mozzarella osti og aioli majónesi Salat • aioli majónes eða aioli smjör • smá hvítlauksolía til að smyrja á brauðið • salt til að krydda brauðið með (ég notaði parmesan basil salt frá Nicolas Vahé) • 2 dl barbecue sósa til að setja á kjúklinginn(mín upáhalds er KC Masterpiece sem fæst í Kosti) • 1 dl Soy og sesam tómatsósa frá Nicolas Vahé • Chilisósa (blanda saman sýrðum rjóma og chili tómatsósunni frá Heinz)
Aðferð: Blandið saman barbeue sósunni og tómatsósunni og berið á kjúklinginn. Grillið kjúklinginn þangað til hann er eldaður í gegn eða ca 20 mínútur. Látið hann kólna og skerið í sneiðar. Smyrjið brauðið með hvítlauks- olíunni og kryddið með smá salti og grillið brauðið þangað til þið fáið fallegar rendur í það. Svo er gott að blanda saman sýrða rjómanum og chilisósunni til að hafa tilbúna þegar þið raðið á samlokuna ykkar. Svo er bara að raða á brauðið – smyrjið aioli á neðri hlutann, svo salat laukur, tómatar og kjúklingur. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar og raðið ofan á kjúklinginn svo chilisósuna yfir og síðan er bara að loka samlokunni, smella á disk með PikNik kartöflum og njóta. Það er líka alveg svakalega gott að smyrja lokið á samlokunni með trufflu sinnepi frá Nicolas Vahé.
• 2 ciabatta brauð eða annað gott brauð • 1 kúla ferskur mozzarella • 2 tómatar • 2 kjúklingabringur • 1 salat laukur
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Chardonnay Reserva er bragðmikið vín með suðrænum ávöxtum, svo sem melónum, lárperum og vott af eplum. Vínið hefur létta og milda sýru og mild eik kemur fram í eftirbragði vínsins. Vín sem hentar vel með humri, feitum fiski og kjúkling.
Roastbeef með sætum frönskum kartöflum og wasabi sósu Kartöflur • 1 sæt kartafla • chiliolía • salt og pipar • 1 hvítlauksrif pressað • smá kartöflumjöl
• 500 gr roastbeef • salt og pipar • Ólífuolía • 2 tsk chiliduft
Aðferð: Takið kartöfluna og afhýðið hana og skerið í langa strimla eins og franskar kartöflur. Setjið í eldfast mót með smjörpappír í botninum. Setjið kartöflurnar í mótið og dreifið yfir kryddi, olíu og kartöflumjöli og veltið þeim upp úr þessu. Setjið í ofninn með kjötinu en þær þurfa svona hálftíma - þegar kjötið er tekið úr ofninum er gott að hita grillið og láta þær vera í 10 mínútur í viðbót, þær verða þá stökkar og góðar. Ég var með strengjabaunir með en það er auðvitað bara spurning hvað manni finnst best að hafa með hverju sinni. Sósa • 3 msk majónes(notaði sítrónumajónes frá Nicolas Vahé) • 3 msk sýrður rjómi • salt og pipar eftir smekk • wasabi paste eftir smekk Aðferð: Blandið öllu saman í skál og smakkið til, því það er svo mismunandi hversu sterka sósuna maður vill hafa. Svo er gott að gera hana og láta standa í nokkra stund áður en hún er borin fram.
Með þessum rétti, mælum við með
Cune Reserva er glæsilegur fulltrúi Reserva vína frá Rioja. Vínið er töluvert eikað og í nefi má finna vanillu, púðusykur, kaffi og þroskaðan berjasafann. Í munni er vínið þykkt jafnvel rjómakennt og silkimjúkt. Þétt vín með frábærri uppbyggingu og mjúkum flottum tannínum.
Aðferð: Hitið ofninn í 150°C Takið kjötið og dreifið olíu vel og vandlega yfir það allt. Kryddið með salti, pipar og chilidufti eftir smekk og nuddið kryddinu vel inn í kjötið. Hitið pönnuna vel og steikið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Setjið svo í eldfast mót og inní ofn. Það er best að nota kjöthitamælir og stinga honum í þykkasta hlutann af kjötinu og þegar kjötið hefur náð 62°C í innri hita þá er það tilbúið en það getur tekið 45 mínútur. www.loly.is
V
ið fengum hann Eyþór Rúnarsson sjónvarps- og yfirkokk á Gló til að deila með okkur nokkrum hollum og girnilegum uppskriftum. Það er nóg að gera hjá Eyþóri en Gló rekur einmitt 5 veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Hann mætir svo aftur á skjáinn í nóvember þar sem hann mun töfra fram gómsæta rétti og að sjálfsögðu verður hann með jólamatinn í desember.
Umsjón: Eyþór Rúnarsson • Myndir: Beisii
Hægeldaðar nautakinnar með tagliatelle pasta kirsuberjatómötum og reyktri paprikusósu
Með þessum rétti, mælum við með
Muga Reserva kraftmikið klassískt Rioja-vín með mildu tanníni, nokkrum ávexti, súkkulaði og örlítilli vanillu í bragði. Aðlaðandi mjúkt og fágað. Frábært matarvín.
• 600 gr nautakinnar • 2 laukar skrældir og gróft skornir • 2 hvítlauksgeirar ,skrældir og gróft skornir niður. • 1 rauð paprika kjarnhreinsuð og gróft skorin. • 1 tsk þurrkað timian • 2 msk reykt paprika duft • 350 ml rauðvín • 1,4 lítr vatn og nautakraftur • 2 msk tómatpurré • ½ hvítlauksrif, fínt rifið • 1 sítróna • ólífuolía til steikingar • sjávarsalt • svartur pipar úr kvörn
Aðferð: Setjið olíu í stóran pott og brúnið nautakinnarnar þar til þær eru orðnar gylltar allan hringinn. Takið kinnarnar úr pottinum og brúnið allt grænmetið þar til það er farið að mýkjast. Hellið víninu, vatninu og kraftinum út í potinn ásamt tómatpúrreinu, kryddinu og svo kjötinu í lokin. Setjið pottinn á væga suðu og lokið yfir. Eldið kjötið í 4 tíma en kíkið í pottinn á klukkutíma fresti til að athuga hvort að vökvinn fljóti ekki yfir kjötið, ef vökvinn fer að minnka bætið þá vatni í pottinn. Nautakinnar Þegar kjötið er tilbúið takið það upp úr pottinum og skerið það gróft niður og smakkið það til með fínt rifna hvítlauknum, og fínt rifnum berki af sítrónunni, saltinu og piparnum. Sósan Aðferð:Takið grænmetið og 1/2 af vökvann sem eftir er í pottinum og maukið saman með töfrasprota. Ef sósan er of þunn bætið þá tómatpurré út í eftir smekk. Smakkið sósuna til með salti, pipar og safanum úr sítrónunni.
Meðlæti • 500 gr þurrkað tagliatelle • 1 box kirsuberjatómatar, skornir í helminga • 1 steikt rauð paprika • 1 box steiktir sveppir • 200 gr steikt grænkál • 1 sítróna skorin í báta • Parmesanostur • Extra virgin ólífuolía • Sjávarsalt og svartur pipar Aðferð: Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka og blandið því saman við nautakinnarnar og sósuna ásamt tómötunum, steiktu sveppunum, grænkálinu og paprikunni. Setjið pastað á diska og berið fram með klettasalati, parmesanosti og sítrónubát.
Flatbaka með tómatpestó, bökuðu eggaldin, grilluðu brokkolí og hægeldaðri kjúklingabringu
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Reserva Carmenere er kröftugt og bragðmikið vín með ilm af kirsuberjum og kryddi, einkum svörtum pipar. Það hefur flauelsmjúkt tannín með góðan þroska og gott jafnvægi. Þetta vín passar fullkomlega með djúsi flatböku.
Flatbökubotn • 250 gr spelt • 50 gr sólblómafræ • 50 gr graskersfræ • 50 heslihnetuflögur • 1 tsk lyftiduft • 2 tsk oregano • 1 tsk sjávarsalt • 3 msk ólífuolía • 180-200 ml vatn Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í hrærivélaskál, bætið olíunni út í og hellið vatninu rólega saman við í lokin. Skiptið deiginu í 4 hluta og gerið úr því 4 flatbökur. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir og inn í 200 gráðu heitan ofninn í 7 mín. Takið botninn út og látið hann standa og kólna í 10 mín.
Hægelduð kjúklingabringa í tómat-hvítlauk og oregano • 2 stk kjúklingabringa • 1 flaska Himneskt tómat passata • 1 hvítlauksgeiri • 1 msk organo • 1 msk sjávarsalt • 1 msk grænmeti þurrkraftur • Sjávarsalt • Svartur pipar úr kvörn Aðferð: Setjið allt hráefnið nema kjúklingabringurnar í pott og sjóðið saman í 20 mín. Maukið síðan með töfrasprota og smakkið til með saltinu og piparnum. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 20-25 mín eða þar til bringurnar hafa náð 74 gráðum í kjarnhita.
Meðlæti á flatböku • 1 eggaldin • 1 msk paprikuduft • 1 msk hvítlauksduft • 1 brokkolíhaus • 1 askja kirsuberjatómatar • 1 msk hvítlauksolía • 1 poki klettasalat • 2 msk ristaðar heslihnetuflögur • 4 msk rifinn parmesanostur • 1 box bláber • ólífuolía • Sjávarsalt • Svartur pipar úr kvörn Aðferð: Skerið eggaldinið í ca. 20 bita og setjið í skál með ólífuolíunni, paprikuduftinu og hvítlauksduftinu og blandið vel saman. Setjið á bökunarplötu og inn í 210 gráðu heitan ofninn í 20-25 mín eða þar til eggaldinið er orðið stökkt að utan.
Skerið brokkolíið niður í stóra bita og veltið því upp úr ólífuolíu og setjið á heita grillpönnu og grillið í ca 2 min. á hvorri hlið og kryddið með salt og pipar. Skerið tómatana í helminga og setjið í skál með hvítlauksolíunni og kryddið með saltinu og piparnum. Smyrjið pestóinu yfir botninn, raðið svo öllu hráefninu saman á bökuna og rífið ferskan parmesan yfir.
Avacadó trufflur
• 2 stk avocado • 200 gr dökkt súkkulaði • 1 stk lime • sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Skerið avacadóið eftir endilöngu og takið steininn úr því og skafið inna úr því með skeið. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið í matvinnsluvél með avacadó,salti og fínt rifnum limeberki. Maukið saman þar til að blandan er orðin silkimjúk og kekkjalaus. Setjið í skál og inn í ísskáp og látið standa þar í 30 min og mótið svo fallegar kúlur . Hjúpur utan um trufflur • 50 gr pistasíur, fínt skornar • 1 sítróna,börkurinn fínt rifinn • 50 gr hampfræ • 1/3 rauður chili,fínt skorinn • sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Blandið öllu vel sman og veltið trufflunum upp úr blöndunni. Og setjið þær aftur inn á ísskáp. Berið fram eitt og sér eða með ávöxtum og berjum.
aldisathitaya.com
Taglitelle alla Genovese
Ítalskt pesto að hætti Genóa. Unnið úr fersku hráefni, einfalt en ljúffengt. Hráefni: • 1 búnt fersk basilika • 1 msk furuhnetur • 1 msk rifinn parmesanostur • ½ tsk gróft sjávarsalt • 1 ½ msk olívu olía • 1 hvítlauksgeiri Aðferð:
Notið mortel eða matvinnsluvél, pressið hvítlaukinn þar til hann verður að mauki og nánast ósjáanlegur. Bætið við furuhnetunum og myljið þær niður þar til hvítlaukurinn og hneturnar verða að fínu mauki. Bætið við saltinu og blandið vel. Leggið til hliðar meðan þið undirbúið pasta. Komið upp suðu á vatni. Sjóðið pasta að eigin vali. Rífið basilikulaufin af stönglunum og bætið við hvítlauksblönduna. Pressið með mortelinu í hringlaga hreyfingar þar til basilikan verður að mauki. Gætið þess að hræra ekki. Bætið við parmesanostinum og olívuolíunni. Smakkið til með salti, hvítlauk og parmesanosti. Þegar pastað er að verða tilbúið, bætið 2 msk af soðinu við basiliku maukið til að mynda sósu. Sigtið pastað og blandið varlega saman við sósuna. Berið fram með parmesanosti.
Umsjón&Myndir: Aldís Athitaya Gísladóttir
Með þessum rétti, mælum við með
Ramon Roquera Reserva er blanda af Tempranillo og Cabernet Sauvignon sem er frekar algeng blanda í norður hluta Spánar. Vínið er létt og ávaxtaríkt með rauðum berjum. Létt kryddað og með léttan kaffi, vanillu keim. Vínið er langt, nokkuð tannískt með langa endingu.
Uppáhaldshlutir
Svönu lovísu
Við kíktum í heimsókn Hafnarfjörðinn
og hittum hana Svönu Lovísu bloggara á Svart á hvítu. Hún er mikill fagurkeri þegar kemur að fallegri hönnun en hún safnar meðal annars flottum stólum. Svana nefnir Mílanó sem mestu trendborgina og heldur mikið uppá hönnunarmerkið HAY. Hana dreymir um að eignast svaninn eftir Arne Jacobsen með pastelbleiku áklæði. Ein af hennar uppáhaldsverslunum er epal en þar keypti hún nýlega PH5 ljósið sem var búið að vera lengi á óskalistanum.
Hvar í íbúðinni er best að vera? Upp í sófa er minn griðastaður, þar sinni ég oft vinnu á kvöldin með tölvuna í fanginu og slaka einnig á eftir langan dag, með fæturna uppá borði.
Mesta trendborgin? Það er Mílanó, þar eru frumsýndir nýjustu straumar og stefnur í hönnun og það er æðislegt að vera í borginni þegar Salone del Mobile á sér stað.
Uppáhalds hlutur á heimilinu? Ég held upp á mikið af hlutunum mínum, en skenkurinn sem kærastinn minn smíðaði ásamt renndum kertastjökum eftir afa minn eru alveg ómetanlegir, ásamt útskriftarverkefninu mínu. Þó er nýjasta viðbótin á heimilinu, hvíta og bleika PH5 ljósið í miklu uppáhaldi en mig hafði dreymt lengi um að eignast það og nýlega varð sá draumur að veruleika.
Uppáhalds blogg og Instagram? Þau eru óteljandi bloggin sem ég les og ég uppgötva ný í hverri viku. Þó hef ég fylgst með Fridu Ramstedt og Ems designblog í mörg ár. Ein af mörgum góðum Instagram síðum væri hjá Pellu Hedeby @pellahedeby.
Besti veitingastaður í Reykjavík og erlendis? Hér heima er það Grillmarkaðurinn eða Fiskmarkaðurinn. Sá eftirminnlegasti erlendis er Freemans í New York, hann er skreyttur með uppstoppuðum dýrum og er alveg geggjaður. Staðurinn er staðsettur í endanum á dimmu húsasundi sem mörgum þætti of skuggalegt og er því vel falinn demantur.
Besti drykkurinn? Vatn er alltaf best en drykkurinn á barnum væri Jarðaberja Mojito.
Besti hönnuðurinn? Ég held mikið upp á Jamie Hayon og svo er HAY uppáhalds hönnunarmerkið.
Besti maturinn? Kjúklingalasagna sem mamma býr til.
Dreymir um að eignast? Svaninn eftir Arne Jacobsen þá helst pastelbleiku áklæði en það væri mjög mikið ég. Hvers getur þú ekki lifað án (fyrir utan fjölskylduna)? Ég ætti erfitt með að lifa án tölvunnar minnar en í henni sinni ég allri minni vinnu, svo reyni ég að tengjast ekki hlutunum mínum of mikið.
www.trendnet.is/svartahvitu/
Uppáhaldsverslun? Epal er í miklu uppáhaldi en það toppar fátt góðan flóamarkað til að gramsa á. Uppáhaldsflíkin? Í augnablikinu er það síður hlébarða kimono, ég er mjög veik fyrir hlébarðamynstri þó svo að ég reyni að láta ekki of mikið á því bera. Uppáhaldsskórnir? Klassísk svört leður stígvél með hæl frá billi bi sem ganga við allt. Hvað eru búin að vera blogga lengi? Ég byrjaði að blogga fyrir 13 árum síðan og hef nánast verið að síðan. Ég stofnaði síðan Svart á hvítu bloggið mitt fyrir 6 árum og ég get loksins sagt að ég vinni við áhugamálið mitt. Lífsmottó? Aldrei að vinna við það sem mér þykir vera leiðinlegt og svo reddast alltaf allt. Hvað er framundan? Það er að halda áfram hægt og rólega að byggja upp og bæta bloggið mitt Svart á hvítu ásamt því að byrja að vinna að mínu eigin merki sem er þó bara enn í höfðinu á mér.
“aldrei að vinna við það sem mér þykir vera leiðinlegt og svo reddast alltaf allt”
Jólablaðið Skoðaðu blaðið FRÍTT á netinu á www.homemagazine.is
2.TBL 2015
1.TBL 2015
Home
Magazine
Home
Magazine
Sylviann Sandvik
ir
Uppskrift
s hlutir
Uppáhald
ern
- Úlli í Mód
rein
Hönnunarg - Tine K
s TRENd ársin rein
Hönnunarg -KÄHLER purinnon FataskáHilm arss
2015
óknriirftir HeimUspp sk
Garða &
n
pallatíska
nir
Heimsók
- Gunnar
ölu s a s u a l Verð í 990 kr. 2. Verð :
Útsölustaðir: Eymundsson, epal, Módern, Húsgagnahöllin, Heimahúsið, Freebird, Magnolia. www.homemagazine.is
Allar nánari upplýsingar hjá BORG Fasteignasölu.
519 5500
Brandur Gunnarsson Löggiltur fasteignasali brandur@fastborg.is S: 897-1401
STÍLHREIN HÖNNUN
LAUFEN HREINLÆTISTÆKIN FÁST Í HÚSASMIÐJUNNI
Fáðu innblástur á Pinterest Húsasmiðjunnar - Pinterest.com/husasmidjan