Home Magazine 4.TBL 2014

Page 1

Home Jóla

-matur -eftirréttir -skreytingar

Heimsóknir

4.TBL 2014

Magazine

-

Jólahefðir

Stefán Hilmarsson Eva Laufey Hermanns Friðrik Ómar Rikka


8.

Öðruvísi jól

2.

Við fjölskyldan tókum uppá á því fyrir nokkrum árum að halda jólin

á Florída, við höfum gert það nokkrum sinnum og nú síðast í fyrra. Í þessari ferð vorum við tvær fjölskyldur, alls 14 manns. Við flugum til New York og stoppuðum þar í 2 daga. Það var mjög kalt en alveg einstaklega gaman að upplifa jólastemmninguna og sjá jólaljósin, allt svo stórt og mikið. Sérstaklega fannst okkur gaman að fara á Rockefeller Center og sjá risajólatréð við skautasvellið sem flestir muna eflaust eftir úr Home Alone myndinni. Times Square, Central Park og Frelsisstyttan voru að sjálfsögðu heimsótt ásamt mörgu öðru áhugaverðu áður en ferðalaginu var haldið áfram í sólina. Að fljúga í nokkra tíma, fara úr snjó og kulda yfir 25 stiga hita er alveg magnað.

1. 4. 3.

7.

Það var auðvitað allt öðruvísi að halda uppá jól og áramót í sól og hita, en í snjó og kulda eins og við erum alin upp við og þekkjum flest. Ég er þvílíkt jólabarn og átti ekki von á að ég myndi vilja vera annars staðar en hér heima. En stundum er gaman að prófa eitthvað nýtt. Ameríka og jól, já þeir kunna þetta og gaman er að segja frá því að það voru allir svo rólegir og ekkert jólastress í gangi. Okkur fannst nú svolítið skrítið að vera við sundlaugarbakkann í sólbaði á Þorláksmessu og hvað þá á aðfangadag, en notalegt engu að síður. Það var skrítið að fá ekki hefðbundinn jólamat og halda í þær jólahefðir sem hafa fylgt manni um árabil. Öll vorum við sammála um að þetta voru öðruvísi jól en skemmtileg. Allir sáttir, saddir og útiteknir þegar haldið var heim á ný. Þegar maður er umkringdur sínum nánustu þá skiptir engu máli hvar maður er staddur í veröldinni á þessum árstíma. En ég viðurkenni það fúslega að mér finnst jólin best hér heima og hlakka ég mikið til að halda uppá þau hér í ár. Jólin koma og fara og það er mjög gaman að prófa að vera í öðru landi og eigum við eflaust eftir að halda því áfram. En þau verða aldrei eins og hér heima með mömmu, systur minni og fjölskyldu. Ekkert toppar það. Eigið yndislega og gleðilega hátíð Þórunn Högna

6.

5. Ritstjóra langar í: 1. Spegill Cubi, epal 2. Úr Tag Heuer, Galleria 3. Burstasett Real technics, Hagkaup 4. Rúmteppi Tine K, Magnolía 5. Kímonó, Freebird 6. Jólapappír Tine K, Magnolía 7. Skór, www.duoboots.com 8. Kærleikskúlan, Módern



Home

Magazine

Ritstjóri Þórunn Högna thorunn@homemagazine.is Blaðamenn Ágústa Jónasdóttir Berglind Guðmundsdóttir Þórunn Högna Auður Karitas Guðrún Hafdís Helga Eir Gunnlaugsdóttir Soffia Dögg Garðarsdóttir Ljósmyndarar Kristbjörg Sigurjónsdóttir Magdalena Björnsdóttir Berglind Sigurðardóttir Kristinn Magnússon Niki Brantmark SAra Medina Lind Prófarkalestur Esther Gerður Þýðing Hadda Rakel & Magnea Rut Umbort & Hönnun Þórunn Högna Aron H. Georgsson Auglýsingar auglysingar@homemagazine.is www.homemagazine.is facebook.com/homemagazine.is Homemagazineis


Fólkið á bakvið blaðið

Kristbjörg Sigurjónsdóttir Ljósmyndari

Helga Eir Gunnlaugsdóttir Blaðamaður

M A N D A R Í N A

Sölutímabil 5. – 19. desember

Lólý Matarbloggari

Berglind Steingrímsdóttir Kökugerðarmeistari

Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Litla jólabúðin – Laugavegi Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þeirra þágu.

S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G FAT L A Ð R A

Auður Karitas Blaðamaður

Guðrún Hafdís Bloggari


Efnisyfirlit 68

Ylva Skarp Hönnuður

38

Jólastemning í garðabænum

50

Stjörnujól við Laufásveg

Heimsóknir 68 38 50 78 60 88 94 100

Ylva Skarp, hönnuður Jólastemning í Garðabænum Stjörnujól, Inga Bryndís & Kristin Friðsælt í Njarðvík Hátíðlegt í Fossvogi Heimsókn í Grafarholt Jólalegt í Laugardalnum Niki Brantmark

78

Friðsælt í Njarðvík

Hönnun & Hugmyndir 18 24 14 26 30

Jólaskreytingar Guðrún Hafdís, bloggari Skemmtileg hönnun í jólapakkann Skreytum borð Gjafir sem gleðja


18

Jólaskreytingar

118

Eftirréttir

120

Jólakökur

Viðtöl / Greinar 128 Jólin í borg englanna 124 Jólahefðir, Stefán Hilmars, Rikka, Friðrik Ómar og Eva Laufey Hermannsdóttir 114 Berglind Guðmundsdóttir, Gulur, rauður, grænn og salt

110

Jólamatur

Girnilegar uppskriftir 118 110 120 116

Eftirréttir Jólamatur Jólakökur Konfekt

www.homemagazine.is www.facebook.com/homemagazine.is


freebird Flagship store, Laugavegur 46 / www.freebirdclothes.com



H

UGMYNDIR & ÖNNUN





Skemmtileg hönnun í jólapakkann Undir . kr 5.000

1. 4.

3.

2.

8.

5.

6.

16.

17. 14. 10.

9.

11.

13. 12. 15.

7.

9. Design letters bolli, epal/Hrím 10. Múmin bolli, Húsgagnahöllin 11. Design letters viskustykki, epal 12. Spil, mycountry.is 13. Blomingville bollar, Húsgagnahöllin 14. Bók um kaffi, Eymundssson 15. Nicolas Vahé sýróp, Fakó 16. Músikegg, Minja 17. Giljagaur, epal

1. Jólalakkrísinn frá Johan Bulow, epal 2. Kahler kertastjakar, Módern 3. Bloomingville blómavasi, Hrím 4. Marmarabretti, Hrím/snuran.is 5. House doctor box, Fakó 6. Kærleikskúlan/Davíd Örn Halldórsson, epal 7. Omnom súkkulaði, epal 8. Tine K kertaglas, Magnolia Umsjón: Helga Eir


1.

Undir . 0 kr 10.00

2.

3.

6.

4.

7.

8.

5.

11. 9. 10. 12.

13.

1. Aless upptakari, Líf og list 2. Illumina kertastjaki, Hrím 3. Omaggio vasi, Módern/Hrím 4. Rotary tray, Penninn 5. Miho hreindýr, Módern 6. Heico lampi, Minja 7. Eva Solo sápuskammtari, Húsgagnahöllin

14.

8. Eva Solo kryddjurtapottur, Líf og list 9. Pov kertastjaki, epal 10. Gran púðaver, Mjólkurbúðin 11. House doctor kertastjakar, Fakó 12. Kristinsson hreindýr, Mýrin 13.Rosendhal salt&pipar, epal 14. Krummi / Ingibjörg Hanna, epal


Undir . 0 kr 15.00

1.

2. 3.

4.

5. 7.

6.

10. 9.

8.

11.

13.

12.

1. Lítil Cucu klukka, Módern 2. Iittala bakkar, epal 3. Stelton hitakanna, epal 4. Pappa hreindýr, Hrím 5. Design letters skál, epal/Hrím 6. Rosendhal vínrekki, epal 7. Finnsdóttir kertastjakar, Mýrin 8. Hay púði, epal

15.

14.

9. Rosendhal sitruspressa, epal 10. Pia Wallen teppi, snuran.is 11. Iittala skál, epal/Módern 12. Snagi, hani, krummi, hundur, svín, epal 13. Evo Solo eldhúsvigt, Húsgagnahöllin 14. Omaggio skál, Módern 15. Babou hilla, hjarn.is


GEFÐU FALLEGA HÖNNUN Í JÓLAGJÖF

www.hrim.is Laugavegi 25 S:553-3003

Laugavegi 32 S:553-2002


Jólaskreytingar

Efni: • Stór bakki, Magnolia • 4 stk. kerti, Blómaval • 2 stk. stjörnur, Magnolia • 4 stk. glervasar, Magnolia • Borði, Blómaval • 2 svartar stjörnur, Ilva • Tuja greni, Blómaval • Svört stjarna, Magnolia

Umsjón: Þórunn Högna & Soffia Dögg • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Efni: • Bakkar, Magnolia • Kerti, Blómaval • Borði, Magnolia • Tölustafir, Fakó verlsun • Tuja greinar, Blómaval

Efni: • 1 stk. lítill bakki, Magnolia • 4 stk. kertastjakar, Tiger • 4 stk. kerti, Blómaval • 2 stk. stjörnuskraut, Magnolia • Svört jólatré, Arcadesign

Efni: • 1 stk. 30 cm hringur 6mm þykkur, Héðinn stálsmiðja • 2-3 stk. Tuja greinar, Blómaval • Hvítur borði, Blómaval • 4 stk. mjó kerti, Blómaval • 4 stk. kertaklemmur, Fakó verslun • Blómavír, Blómaval Aðferð: Vefjið greninu utan um hringinn með blómavír. Borðinn mældur og búnar til slaufur, kertaklemmur festar á og kertum komið fyrir.


Efni: • 4 stk. hvítir kaffibollar, Ikea • Hvítur plexibakki, í einkaeign • 1/2 poki anisstjörnur, Blómaval • 4 stk. hvít kerti, Blómaval • Hvít pappajólatré, www.anangelatmytable.com

Efni: • 4 stk. misstórir kertastjakar / í einkaeigu. • Marmarabakki frá steinsmiðju S.Helgason • Mosi, Blómaval • 4 stk. kerti, Blómaval • Könglar, Blómaval


Efni: • Gæra, Ikea • 2ja hæða bakki, Ikea • Hreindýrafjölskylda, Skreytumhus.is • Viðarkertastjakar, House Doctor/Tekk

www.skreytumhus.is


Efni: • Risakirkjukerti, Ikea • 1, 2, 3 og 4, Garðheimar • Maríustytta, Skreytumhus.is • Viðarstjarna, House Doctor/Tekk • Lítið jólatré, Ikea • Gæra og bakki, úr einkasafni

Efni: • Diskur á fæti, Tekk • Hreindýr, Kremmerhuset í Noregi • Tré, House Doctor/Tekk • Krans, Tekk • Kertaklemmur, Garðheimar • 1, 2, 3 og 4, merkimiðar frá Ikea


Þrettán bræður sem þekkja íslenskar aðstæður Íslensku jólasveinarnir hafa fylgt okkur í gegnum nístandi frost og skafrenning í margar aldir. Sá útlenski er góður kall og allur af vilja gerður en hann er bara ekki búinn fyrir íslenskar aðstæður.

ÍSLENSKA / SIA.IS / MAL 71564 11/14

Málning hefur í yfir 60 ár framleitt og þróað málningu og viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar.

Við óskum Íslendingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Stjörnur í allskyns stærðum og gerðum

Þ

egar að jólin nálgast finnst mér sérstaklega gaman að kíkja á Pinterest og fá hugmyndir að jólaskreytingum, þar er ótrúlega margt fallegt að finna og auðvelt að gleyma sér. Þar sem að stjörnur af öllum stærðum og gerðum hafa alltaf verið eitt af mínu uppáhalds jólaskrauti, þá langar mig að sýna ykkur nokkrar fallegar stjörnur, ásamt mörgu öðru . Þetta er yndislegur árstími og svo notalegt að gera fallegt í kringum sig. Umsjón: Guðrún Hafdís


Gle冒ileg j贸l


Þ

að er fátt hátíðlegra en þegar jólasteikin og meðlætið er lagt á fallega skreytt matarborðið og fær hjartað óneitanlega til að taka nokkur auka slög. Þegar kemur að því að velja skreytingar á borðið er um að gera að nýta sem mest af því sem maður á og leyfa hugmyndafluginu að fá lausan tauminn. Minna er meira, enda algjör óþarfi að vera með borðið það drekkhlaðið af skreytingum að kræsingarnar komast vart fyrir. Jólaborðið ætti í senn að vera fallegt, stílhreint og þjóna sínum tilgangi.

Umsjón: Auður Karitas


Pastellitir eru alltaf fallegir og auðvelt að leika sér með marga liti saman án þess að fara yfir strikið. Einnig tóna þeir sérlega vel með græna litnum í greninu

Til að skapa hlýlega og notalega stemningu við borðið er hægt að nota teppi, púða og skinn til að leggja á bekkinn eða stólana

Ef þú villt halda ákveðnu þema getur verið góð lausn að taka til hliðar nokkrar jólakúlur sem annars hefðu farið á tréð og nota í borðskreytinguna.

Það gefur hátíðlegt yfirbragð að nota tauservéttur með fallegum servéttuhringjum, hvítan borðdúk og/eða borðrenninga.


Rétta lýsingin skiptir máli sama hvert tilefnið er. Ef ég mætti aðeins velja eitthvað eitt til að skreyta borðið með væru það kerti og nóg af þeim. Það er líka skemmtilegt twist að leggja glæra ljósaseríu yfir borðið og jafnvel undir þunnan borðrenning

Það dettur seint úr tísku að nota efnivið frá náttúrunni í jólaskreytingarnar. Könglar, greinar, greni og fersk blóm glæða borðið lífi og gefa því ferskan og náttúrulegan blæ.

Að nota hluti sem eru ekki í stíl getur alltaf komið skemmtilega út og má þar gjarnan blanda saman gömlu og nýju. Matarstellið hennar ömmu og nýju Iittala skálarnar geta verið algjört listaverk saman. Mismunandi hnífapör, leirtau úr tveimur matarstellum og ólíkar tegundir af kertastjökum gera borðið einstakt.


Magimix matvinnsluvélar

Jura flóunarkanna

Miele ryksugur

Jura kaffivélar

Miele ofnpönnur

Magimix safapressa

Magimix blandari

Magimix brauðristar

Magimix kaffivélar

Elica eyjuháfar

Jura kaffivélar

Miele vínkæliskápar


gjafir sem gleðja

J

ólin nálgast og margir farnir að huga að því að versla gjafir, skreyta, baka og gera allt klárt, en það þarf líka að huga að því að jólin er tíminn til að gleðjast og njóta samverustunda með fjölskyldu og vinum. Gjafirnar þurfa ekki alltaf að kosta mikið enda hugurinn sem skiptir mestu máli. Persónulegar gjafir sem koma frá hjartanu eru ánægjulegustu gjafirnar. En hvað á að gefa í ár ? Ég ætla að gefa þér, lesandi góður, nokkrar hugmyndir af jólagjöfum sem auðvelt er að útbúa sjálfur og öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Einnig þarf að huga að því að pakka inn gjöfunum, ég mun deila nokkrum góðum ráðum með þér. Gefum hugmyndafluginu lausan tauminn og höfum gaman af. Umsjón: Ágústa Jónasdóttir


Þ

að kannast eflaust margir við að pakka inn á síðustu stundu, en það er góð regla að vera tímanlega í því og um að gera að leyfa börnunum að vera með. Góð hugmynd er að finna fallegar myndir á netinu t.d af hreindýrum, jólasveini eða uppáhaldsdýri þess sem á að fá gjöfina, prenta hana út á frekar þykkan pappír og nota sem jólakort. Brúnan pappír er hægt að fá í mörgum verslunum og ýmiss konar tvinna og borða. Börnin gætu haft gaman af að mála stjörnur, jólasvein eða hvaðeina á hann, síðan geta foreldrarnir hjálpað að pakka gjöfinni inn. Einnig eru til allskyns stimplar, sem auðveldar þessum yngri að gera pappírinn fínan. Mörg börn hafa líka gaman af að perla, þegar búið er að strauja perlurnar, þá er flott að nota þær á pakkann sem skraut, í stað þess að setja hefðbundna slaufu.

J

ólin eru skemmtilegur árstími, sem gaman er að nýta til að gleðja aðra og gefa af sér. Gjafirnar þurfa ekki alltaf að vera kostnaðarsamar eða krefjast mikillar fyrirhafnar. Fín hugmynd er að gera bara auka magn af konfekti eða piparkökum í jólabakstrinum og pakka þeim fallega inn eða taka frá eina kvöldstund með börnunum og búa til skemmtilegar sápur, gera svo aðeins fleiri fyrir heimilið. Njótum jólanna, samverunnar, friðar og gleðilega hátíð.


þ

að er margt sniðugt hægt að búa til sjálfur til að gefa í gjafir, þar á meðal heimagerðar sápur, líkamsskrúbb, body lotion og ilmkerti. Hægt er að finna einfaldar uppskriftir á netinu og yfirleitt ekki mjög kostnaðarsamar. Gott er að velja góðar ilmkjarnaolíur t.d lavender, lemon, og einnig er hægt að nota cinnamon ef þú vilt fá smá jólafíling. Síðan er flott að pakka gjöfunum skemmtilega inn, t.d er hægt að nota krukkur undir skrúbbinn, eða pakka sápunum í fallegan pappír.


NÝ OG FALLEG DRAUMAHÖLL ALLSKONAR FALLEG SMÁVARA – FYRIR LIFANDI HEIMILI

og fyrir jólapakkann ...

– REYKJAVÍK & AKUREYRI – by nord


H

in stórglæsilega verslun Galleria Reykjavik opnaði í sumar að Laugavegi 77. Hún er með sérlega vandað úrval af bæði heimsþekktum vörumerkjum sem og íslenskri hönnun. Vörumerki eins og BURBERRY, CHLOÉ, MARC JACOBS, LOEWE, LANVIN, MONCLER, MICHAEL KORS, TORY BURCH, 66° NORÐUR og SCINTILLA ásamt frábæru úrvali af úrum fyrir herra og dömur frá heimsþekktum vörumerkjum svo sem TAG HEUER, HUBLOT, ULYSSE NARDIN OG OMEGA búa til ævintýraheim fyrir fagurkera. Galleria Reykjavík gefur miðbænum nýjan og alþjóðlegan blæ. Verslunin er afar fallega hönnuð eins og myndirnar bera með sér. Það er engu líkara en maður sé staddur í París eða Mílanó þegar maður gengur inn í Gallería Reykjavík. Það er ástæða til að óska miðbænum til hamingju með þessu frábæru viðbót við skemmtilegan miðbæ.

www.galleriareykjavik.com


TAG HEUER FORMULA 1 STEEL & CERAMIC Maria Sharapova never stops challenging herself. Like TAG Heuer, she keeps pushing her limits and never cracks under pressure.


H

EIMSテ適NIR



Umsjรณn; Helga Eir โ ขMyndir: Kristbjรถrg Sigurjรณnsdรณttir


Jólastemning í garðabænum


V

ið heimsóttum fallegt heimili í Garðabænum þar sem húsmóðirin á heimilinu kann svo sannarlega að velja hlutina og gera fallegt í kringum sig. Framundan í jólamánuðinum er svo skemmtilegur og notalegur tími með fjölskyldunni, alveg eins og það á að vera.



Fjölskyldan? Við erum fjögur í fjölskyldunni, við hjónin og tveir ungir guttar 2 og 5 ára. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Ég reyni að leitast við að hafa heimilið mitt hlýlegt og heimilislegt, án þess þó að það sé gamaldags. Hvað er það besta við hverfið þitt? Mikill gróður, veðursæld og góð staðsetning. Öryggi og rólegheit. Nýtt eða gamalt? Bæði. Hvernig slappar þú af? Ef ég ætla að slappa af heima hjá mér og gera ekki neitt er sófinn í stofunni alltaf vinsælastur. Þar er mikið af gluggum og yndislegt að liggja og horfa út, svo er sófinn líka svo mjúkur og þægilegur. Hvar færðu hugmyndir og innblástur fyrir heimilið? Úr erlendum tímaritum, Pinterest og úr uppáhalds búðinni minni Heimili og hugmyndir, þær eru alveg með allt á hreinu þar.

Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Nánast eingöngu í Heimili og hugmyndir. Þar finnst mér ég alltaf fá það sem mig langar mest í en er ég alveg dugleg að taka rúntinn reglulega í þessar helstu búðir. Uppáhalds rýmið í húsinu? Stofan. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Interior, Bo Bedre, Elle Decor og fleiri erlend tímarit. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Það er enginn einn hlutur hér inni sem ég gæti ekki verið án, en án fjölskyldunnar gæti ég ekki verið. Góð ráð til að innrétta heimilið? Flýta sér ekki of mikið að kaupa allt í einu inn á heimilið og reyna heldur að finna smátt og smátt sinn eigin stíl. Þannig tel ég einnig að maður eignist fallega, góða hluti. En ekki má gleyma stelpunum í Heimili og hugmyndir, þær hafa leiðbeint mér mikið við að innrétta hjá mér.


Áttu þér uppáhaldshönnuð eða arkitekt? Nei, enginn einn í neinu sérstöku uppáhaldi. Hvernig er aðventukransinn í ár? Aðventukransinn er mjög einfaldur í ár og endurspeglar kannski þessa týpísku nútíma húsmóður sem hefur ekki mikinn tíma.

Hvað bakar þú helst í desember? Lakkrístoppar eru vinsælastir á mínu heimili ásamt piparkökum og súkkulaðibitakökum. Hvít eða rauð jól? Ég vil hafa allt á kafi í snjó, en inni skreyti ég bæði með hvítu og rauðu.

Uppáhalds jólatónlistin? Ekkert eitt í uppáhaldi.

Gervi eða lifandi jólatré? Gervi jólatré.

Uppáhalds jólaskrautið? Það er auðvitað jólaskrautið sem börnin föndra og koma með heim á hverju ári. Það er ekkert skemmtilegra en að blanda því saman við fallega skrautið sem er á jólatrénu.

Fer fjölskyldan á tónleika eða jólahlaðborð í desember? Já við reynum alltaf að gera eitthvað saman á aðventunni sem tengist jólunum, svona til þess að fá jóla-fílinginn.

Jólamaturinn er? Rjúpur að hætti húsbóndans og það er mjög mikilvægt og mikið fyrir því haft að veiða í jólamatinn á hverju ári. Skreytir þú mikið fyrir jólin? Já alveg yfir meðallagi myndi ég segja og maðurinn minn er mjög öflugur líka, hann sér alveg um að skreyta utandyra og þarf ég frekar að stoppa hann en hitt.

Er einhver jólahefð í fjölskyldunni? Já, við erum alltaf með fulla skál af kjúklingaleggjum steiktum í raspi inni í ísskáp og eftir að búið er að opna pakkana á aðfangadag fara allir í náttföt og horfa saman á jólamynd og borða kjúklingaleggi. Hvað er framundan? Bara skemmtilegur og notalegur tími með fjölskyldunni.






Heimili og hugmyndir

Húsasmiðjan

Ikea

Heimili og hugmyndir

Ikea

Ikea

Heimili og hugmyndir

Skapaðu þinn eigin stíl

Húsfrúin á heimilinu segist alveg vera búin að finna sinn stíl og er sérstaklega hrifin af Flamant húsgögnum og hlutunum sem fást í Heimili og hugmyndir.

Fakó verslun www.tommyhilfiger.com

Heimili og hugmyndir

Heimili og hugmyndir

Ikea

Geysir

Heimili og hugmyndir Heimili og hugmyndir Heimili og hugmyndir

Heimili og hugmyndir

www.louisvuitton.com

Heimili og hugmyndir



Stjörnujól við Laufásveg

Við heimsóttum vinkonurnar Ingu Bryndísi og Kristínu í Magnolía, en Inga býr í einstaklega fallegu húsi við Laufársveg sem byggt var árið 1930 og er að miklu leyti upprunalegt. Þær stöllur tóku vel á móti okkur og voru búnar að skreyta allt húsið þegar við komum. Þær nota mikið náttúrleg efni eins og köngla, greinar og epli og blanda svo með allskyns stjörnum og öðru fallegu jólaskrauti sem þær selja í fallegu búðinni sinni. Jarðalitir, svart og hvítt jólaskraut er vinsælt fyrir þetta árið.

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir



„Aðventukransinn í ár, Chanel og Jo Malone eiga heiðurinn af allri kransagerð í ár“



Segið okkur frá þessu fallega húsi? Húsið er byggt 1930 og hafði alltaf verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Húsið er einstakt, fullt af töfrum til að mynda útidyrahurðin sem er upprunaleg og í marrokóskum stíl. Einnig eru upprunalegar bogadregnar hurðir í húsinu, sem minna á kapellu.

Hvaða litir eru vinsælir núna í jólaskrauti? Vinsælir litir eru náttúrulegir tónar, jarðlitir og svart og hvítt.

Hvað notið þið í skreytingarnar? Við notum allt það sem móðir jörð gefur. Greinar, epli, köngla, lifandi tré, greni, anis og kanil. Svo er það auðvitað hugmyndaflugið sem ræður för.

Hvernig verður aðventukransinn í ár? Aðventukransinn í ár, Chanel og Jo Malone eiga heiðurinn af allri kransagerð í ár.

Góð ráð til að skreyta heimilið? Góður andi, lifandi efniviður og kerti.

Uppáhalds jólatónlistin? Uppáhalds jólatónlistin er lágstemmd og klassísk. Til að mynda kirkjutónlist, barrock og lágstemmdir gítartónar.


Uppáhalds jólaskrautið? Uppáhalds jólaskrautið eru stjörnur af öllum stærðum og gerðum, glitrandi og sindrandi. Og svo eru lifandi tré ómissandi hluti af jólastemningunni. Skreytið þið líka utandyra? Við skreytum utandyra með Magnolia krönsunum okkar og hvítum ljósum. Jólamaturinn er? Jólamaturinn er rjúpur og grænmeti, jólaís og ris a la mande.

Hvít eða rauð jól? Hvít jól, kærleikur og friður. Gervi eða lifandi jólatré? Lifandi jólatré sem gefur okkur von um grósku og gleði, ilmandi væntingar fyrir nýtt ár. Hvað er framundan? Framundan eru eilíf jól.




Skapaðu þinn eigin stíl

Þær Inga Bryndis og Kristín sækja innblástur sinn frá hönnuðunum Tine K, Jo Malone og Chanel þegar kemur að jólaskreytingum þetta árið. Einstaklega smekklegt, stílhreint og fallegt. Tine K, Magnolía

Fakó verslun

Tine K, Magnolía

Tine K, Magnolía

Húsgagnahöllin Tine K, Magnolía

Tine K, Magnolia

Blómaval Kostur

Ikea

Ikea

Ikea Ikea Ikea

Ikea

Blómaval


TÍMALAUS TILVERA, ÁST OG FRIÐUR

Magnolia, Laufásvegur 65 Simi: 5714511 facebook.com/magnoliahomedesign


Í

fallegu húsi í Fossvoginum býr flugfreyjan Harpa Guðjónsdóttir með fjölskyldu sinni. Hún er ekki bara mikið í háloftunum heldur hannar hún og býr til sína eigin skartgripi undir eigin nafni. Harpa er mikið jólabarn og byrjar yfirleitt snemma að skreyta heimilið. Húsið ilmaði af greniilm og þreföld súkkulaðibomba beið okkar ásamt kaffi þegar við kíktum í heimsókn. Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Kristinn Magnússon


Hátíðlegt í Fossvogi


Fjölskyldan? Við erum fjögur, ég, maðurinn minn og tveir strákar 8 og 18 ára Hvernig er stíllinn á heimilinu? Ég myndi segja að hann sé hlýlegur, blanda af art deco og skandinavískum stíl. Ég vil að heimilið faðmi okkur og því legg ég mikið upp úr því að þangað rati inn fallegir hlutir sem gleðja augu og hjarta. Hvað er það besta við hverfið þitt? Það er hversu gamalt og gróið það er orðið. Eins er það mjög miðsvæðis en þrátt fyrir það, sveit í borg. Hér er mikil kyrrð en samt iðar allt af mannlífi vegna þess að í gegnum Fossvoginn er fjölfarinn göngu- og hjólastígur. Ég segi líka oft að hér sé annað veðurfar, hitastigið er oft hærra og meira logn. Á góðum sumardegi er líkt og maður sé í útlöndum, svo dásamlegt er það. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Fólksins sem ég elska, kertaljósa og Nespresso kaffivélarinnar minnar.

Hvernig slappar þú af? Að eiga samverustundir með fjölskyldunni veitir mér alltaf góða slökun og þá finnst okkur t.d. mjög gaman að grípa í spil. Annars hefur verið mín helsta slökun til nokkurra ára hefur verið að setjast niður og gera skartgripina mína, í því felst ákveðin hugleiðsla – það er svo gott að skapa. Eins trúi ég því að orkusteinarnir og kristallarnir eigi hlutdeild í þeirri vellíðan. Svo finnst mér fátt eins gott og að setjast niður með góðan froðukaffibolla og glugga í blöð og fá innblástur. Eins eru mínar bestu stundir þegar ég er í stoppum erlendis, ein með sjálfri mér, að skoða mannlífið og umhverfið. Það eru forréttindi að fá að upplifa það. Nýtt eða gamalt? Blanda af nýju og gömlu finnst mér fallegast. Húsið okkar er byggt af Kjartani Sveinssyni árið 1973 og er því aðeins í gamla stílnum hvað útlit varðar þrátt fyrir að vera afar klassískt. Hvað húsgögn varðar þá hefur mér alltaf fundist gömul húsgögn sjarmerandi í bland við skandinavíska og stílhreina hönnun.


Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Ég fæ innblástur fyrir heimilið með því að heimsækja fallegar húsgagna- og húsbúnaðarbúðir hérlendis sem erlendis. Eins er ég forfallinn blaðafíkill og á mér mörg uppáhaldsblöð, þaðan fæ ég margar góðar hugmyndir. Annars er netið í dag frábær uppspretta hugmynda og þar má einna helst nefna Pinterest og Instagram. Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Hvað arkitektúr og innanhúshönnun varðar þá teiknaði Björgvin Snæbjörnsson m.a. allar innréttingar í húsið okkar og erum við hæstánægð með útkomuna. Hann hefur einstakt auga fyrir smáatriðum sem við kunnum vel að meta. Eins er Thelma Friðriksdóttir mjög fær en hún teiknaði innréttingar í fyrrum húsnæði okkar. Svo finnst mér Rut Kára rosa flott. Hvað varðar húsgagna- og húsbúnaðarhönnun þá erum við mjög hrifin af hönnuðum eins og Arne Jakobsen, Finn Juhl og Louis Poulsen sem dæmi. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Ég versla á mörgum stöðum, sumt erlendis eins og í Pottery Barn, Crate & Barrel og H&M home svo dæmi séu tekin. Hérlendis eru búðir eins

og Magnolia, Heimili og Hugmyndir, Epal, Tekk, Módern, ILVA og Húsgagnahöllin í uppáhaldi eins og er. Uppáhalds rýmið í húsinu? Það er eldhúsið og stofan, þar er hjarta heimilisins. Við opnuðum á milli eldhúss og stofu þegar við tókum húsið í gegn og erum mjög ánægð með útkomuna. Þar eyðum við okkar bestu stundum. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Eins og ég sagði þá er ég algjör blaðafíkill en til að fá innblástur fyrir heimilið kaupi ég helst Living Etc, ELLE DECOR og núna nýlega kynntist ég nýju blaði sem heitir Country Living Modern Rustic og það er æðislegt blað. Nú svo kaupi ég oft Hús & Híbýli en persónulega finnst mér HOME MAGAZINE flottasta blaðið og stenst það fullan samanburð við flott erlend blöð. Ég skoða einnig mikið á netinu en það hefur ákveðin takmörk fyrir mig, mér finnst alltaf skemmtilegra að hafa þetta svona „hands on„ elska að skoða falleg tímarit, stilla þeim upp og draga þau fram aftur og aftur.



Góð ráð til að innrétta heimilið? Fylgja hjartanu og innrétta heimilið í þeim stíl sem höfðar til þín og þér þykir fallegur. Að hitta arkitekt eða innanhúshönnuð getur opnað nýjar víddir sem maður sér ekki sjálfur en í þeirri vinnu finnst mér mikilvægast að þarfir fjölskyldunnar og smekkur hennar séu hafðar að leiðarljósi. Mér hefur reynst vel að skoða húsbúnaðarblöð, vafra um á netinu og heimsækja húsgagnaverslanir. Síðan er ég svo heppin að geta stundum horft á HGTV þegar ég er í USA og Kanada en á þeirri stöð eru margir þættir sem snúast um að gera upp heimili og húsgögn og eru þeir í algjöru uppáhaldi hjá mér. Hvernig er aðventukransinn í ár? Ég er yfirleitt með fleiri en einn fyrir hver jól. Ég á krans frá Sia sem er alltaf fallegur í grunninn og tekur hann breytingum hvert ár með mismunandi fylgihlutum sem ég set á hann. Eins bý ég yfirleitt til kransa sjálf úr náttúrulegum efnum eins og greni, könglum, lerkigreinum og þurrkuðum eplum sem dæmi. Einfaldleikinn er alltaf fallegastur finnst mér. Lerkigreinarnar klippi ég af rúmlega 40 ára gömlu lerkitré úr garðinum hjá mér. Könglana hef ég týnt hér og þar, m.a. úr Elliðaárdalnum. Uppáhalds jólatónlistin? Það er erfitt að gera upp á milli en mér finnst Ellen Kristjáns og KK æðisleg, tónlist sem virkilega hlýjar manni. Gömlu íslensku jólalögin í flutningi Egils Ólafssonar, Pálma Gunnars, Helgu Möller, Bjögga Halldórs, Stebba Hilmars og fleiri snillinga eru alltaf í uppáhaldi. Síðan á ég gamlan disk sem er í miklu uppáhaldi en hann er frá því að ég byrjaði búskap og er það jólatónlist úr gömlu sjónvarpsþáttunum um Ally McBeal, elska þann disk. Nú svo er Baggalútur auðvitað alltaf í uppáhaldi.

Er einhver jólahefð í fjölskyldunni? Við erum mikið fjölskyldufólk. Ég á fjórar systur og því líf og fjör í fjölskyldunni. Foreldrar mínir eru hjá okkur annað hvert ár til skiptis við tengdaforeldra mína og finnst mér æðislegt að standa við pottana daglangt á aðfangadag og útbúa dýrindis mat. Fyrir kvöldmatinn fá strákarnir okkar að opna einn pakka, það losar aðeins um spennuna. Á jóladag kemur öll mín fjölskylda í sameiginlegt jólaboð til okkar og þá er hefðin að hver og einn leggi ákveðna rétti til hlaðborðs, allt frá síldarsalati og rúgbrauði, laufabrauði, hangiketi og uppstúf, heitreyktri gæs til hamborgarhryggs. Þessi dagur er okkur ákaflega kær, í raun heilagur. Á annan í jólum hittum við alltaf tengdafólk mitt á fallegu heimili tengdaforeldra minna. Hvað er framundan? Í janúar fer ég í vetrarfrí frá fluginu og munum við betri helmingurinn sennilega stinga af í smá frí saman ásamt því að kíkja e.t.v. í skíðafrí norður á Akureyri. Ég mun af sjálfsögðu halda áfram að sinna hönnun skartgripa minna, HARPA JEWELRY en sú vinna gefur mér afskaplega mikið. Ég er nýbyrjuð að stunda jóga aftur og mun ég halda því áfram. Framtíðin er björt.

Uppáhalds jólaskrautið? Jólatréð er heilagast hjá mér en skrautinu á það hef ég safnað til margra ára og aðallega keypt erlendis. Mér hefur alltaf þótt æðislegt að versla það í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn, í Crate & Barrel og í Pottery Barn. Þar er helst að finna skraut úr gleri eins og snjókorn, grýlukerti og fallegar kúlur í svörtum og hvítum tónum. Nú svo þykir mér einfaldleikinn alltaf fallegastur, grenitré, furugreinar, könglar, lerkigreinar, þurrkaðar eplasneiðar, stjörnuanís og kertaljós. Jólamaturinn er? Undanfarin ár höfum við verið með hreindýrakjöt og líkað vel. Í ár er ég að hugsa um að bregða út af vananum og elda innbakaða nautalund. Þá uppskrift hef ég eldað áður í matarklúbbi og vakti hún mikla lukku. Skreytir þú mikið fyrir jólin? Já það hef ég alltaf gert enda mikið jólabarn. Smekkurinn hefur breyst í gegnum árin en nú þykir mér fallegast að hafa einfaldleikann í fyrirrúmi. Hvað bakar þú helst í desember? Ég hef sjaldnast tíma til að baka mikið en reyni að baka smákökur með yngri syninum því að það er góð stund, svo er yndislegt að fá ilminn í húsið. Ég er þó meiri tertukona. Hvít eða rauð jól? Bæði yndisleg en ég neita því ekki að það er sérstaklega hátíðlegt að hafa nýfallinn fannhvítan snjó. Gervi eða lifandi jólatré? Lifandi. Fer fjölskyldan á tónleika eða jólahlaðborð í desember? Fórum að sjá Björgvin Halldórs og hans fríða föruneyti í fyrra, förum á Pálma Gunnars og Ragnheiði Gröndal í HÖRPU í ár. Höfum enn ekki bókað jólahlaðborð en það mun alveg örugglega koma til þar sem við elskum að njóta aðventunnar með vinum og vandamönnum.

Harpa jewlery fæst í evu Laugavegi og Leonard


„Björgvin

Snæbjörnsson teiknaði allar innréttingar í húsið okkar og erum við hæstánægð með útkomuna. Hann hefur einstakt auga fyrir smáatriðum sem við kunnum vel að meta”

Leyfðu okkur að fullkomna daginn þinn.

PIPAR \ TBWA • SÍA

labella HÁRSNYRTI & FÖRÐUNARSTOFA

Furugerði 3 / 108 Reykjavík / www.labella.is / labella@labella.is / Sími: 517 3322


Full búð af nýjum og glæsilegum gjafavörum

Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 Sölustaðir:

Kíktu á úrvalið á gjafahus.is

Árbæjablóm; 18 Rauðar rósir; Blómasetrið Borgarnesi; Blómsturvellir Hellisandi; Skipavík Stykkishólmi; Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík; Verslunin Hlín Hvammstanga; Bæjarblómið Blönduósi; Rafsjá Sauðárkróki; Aðalbúðin Siglufirði; Mímósa Akureyri; Búðin Grímsey; Garðarshólmi Húsavík; Blómaborg Hveragerði


YLVA SKARP Grafískur hönnuður F

yrir 12 árum síðan keyptu sænski hönnuðurinn Ylva Skarp og eiginmaður hennar Daniel gamlt safn sem áður var skóli, hús sem var byggt árið 1901. Þau endurnýjuðu allt húsið og eiga nú einstaklega fallegt heimili. Ylva framleiðir sína eigin hönnun, m.a. grafískar myndir og keramik. Þau nota mikið náttúrulega liti í húsinu og blanda bæði nýju og gömlu saman. Heimili þeirra var fallega skreytt og alveg einstaklega hlýleg og kósý jólastemning. Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Magdalena Björnson





„I usually post at least one picture a day, sometimes less sometimes more. I think it´s a great source for inspiration“


Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni. Ég heiti Ylva, maðurinn minn heitir Daniel og börnin mín eru tvö, Hugo 15 ára og Vega 12 ára. Við hvað vinnur þú? Ég vinn við skrautritun og sem hönnuður með mína eigin línu: Ylva Skarp. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, síðan ég var ung. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stafagerð. Þegar ég komst að því að skrautritun væri eitthvað sem ég gæti unnið við, kom ekkert annað til greina! Ég lærði við Roehamton Institute í London. Síðan hef ég unnið að alls kyns skrautlegum heimilisvörum, t.d. stimplum, púðum og keramik. Uppáhalds bloggið þitt? Sænsku blogging Emmas Designblogg & Trendsenser og nokkur alþjóðleg blogg, en ég held að Instagram sé vinsælla núna. Eyðir þú miklum tíma á Instagram? Ég deili að minnsta kosti einni mynd á dag, stundum meira. Ég fæ mikinn innblástur af Instagram. Uppáhalds tímaritið þitt? Sænsku tímaritin Residence, Elle Decoration, danska tímaritið RUM og Elle Decor UK.

Hverjar eru uppáhalds jólaskreytingarnar þínar? Ég vil hafa þær einfaldar og náttúrulegar með fullt af kertum. Eru einhverjar jólahefðir í þinni fjölskyldu? Við bjóðum vinum okkar í heimsókn fyrir jólin í glögg og piparkökur. Á jólunum borðum við hefðbundinn sænskan jólamat með fjölskyldunni. Vonandi snjóar svo við getum farið á skíði. Uppáhalds jólamyndin þín? Love Actually. Bakar þú mikið í desember? Nei, ekki lengur. Ég gerði það mikið áður en núna hef ég bara of mikið að gera. Hvenær skreytir þú heimlið? Við byrjum að skreyta í byrjun desember, en jólatréð er ekki skreytt fyrr en á Þorláksmessu. Það er ákveðin hefð hjá okkur.

Vintage eða nýtt? Blanda af báðu til að móta eigin stíl. Segðu okkur frá fallega heimilinu þínu? Þetta er gömul skólabygging, byggð árið 1901. Þegar við keyptum það fyrir 12 árum var það notað sem safn, svo við þurftum að gera upp allt húsið. Hvar kaupir þú hluti fyrir heimilið? Alls staðar, frá flóamörkuðum yfir í Ikea og þess vegna fínar merkjavörur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera yfir hátíðarnar? Að vera með fjölskyldunni minni.

YLVASKARP



Fallegar Jólagjafir

Rains Regnkápur frá 15.500,-

Úrval af bókum

Lesgleraugu 7.500,-

Plötuspilari 39.900,-

Loðkragar frá 10.900,-

Mikið úrval af skartgripum

Púði 60x60 19.900,-

Teppi 14.900,-

Viðarúr frá 25.900,-

Úrval af hnöttum

Marshall Headphone 24.900,-

Rains Töskur frá 12.900,-

Marshall hátalari 99.900,-

Rúmföt 14.900,-

Fallegir loftbelgir

Glerbox frá 4.900

Verslun: Laugavegur 45 / Sími: 519 66 99 / Vefverslun: www.myconceptstore.is



Tine K, Magnolía

Ikea

Ikea

www.splendidavenue.com

Ikea

Skapaðu þinn eigin stíl Hönnuðurinn Ylva Skarp er hrifin af náttúrulegum litum bæði í húsgögnum og jólaskrauti á heimili sínu. Hún notar skinn og gærur bæði á bekki og gólf en sófaborðin hjá henni eru gömul vörubretti.

epal Magnolia Ikea

www.thedesignchaser.com Ikea

Ikea

Ikea

Ikea

Ikea

Fakó verslun


Friðsælt í Njarðvík

Kertastjakarnir eru frá Snuran.is

V

ið kíktum í heimsókn til fjölskyldu sem er búin að koma sér vel fyrir í fallegu einbýlishúsi á besta stað í Njarðvík en húsið var byggt árið 2007. Húsmóðirin er dugleg að breyta heima við og sækir hugmyndir á Instagram og í tímaritum. Hennar uppáhalds hönnuður er Arne Jacobsen.

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


HauskĂşpan er frĂĄ AFF concept Langholtsvegi


Krossteppið, Pía Wallen er frá Snuran.is


Borðið, heimasmíðað en grindin er frá Stuðlastál í Keflavík

Fjölskyldan? Við erum þrjú í heimili.

Uppáhalds borg? Orlando og Fredrikstad í Noregi.

Hvenær var húsið byggt? Það var byggt árið 2007.

Það besta við hverfið sem þú býrð í? Gott, rólegt og barnvænt hverfi, sveita fílingur.

Hvernig er skipulagið á húsinu? Húsið skiptist í forstofu, þvottahús, þrjú svefnherbergi, alrými sem er stofa, eldhús og sjónvarpshorn og bílskúr.

Uppáhalds litur? Grár, svartur, hvítur, blár og beige.

Hvernig er stílinn á heimilinu? Gamalt og nýtt í bland.

Hvaða tímarit kaupir þú helst? Rum, Home Magazine,Bolig og Elle Decoration.

Hvaða útsýni hefur þú? Ég hef æðislegt útsýni til allra átta.

Kaffi eða te? Bæði.

Vintage eða nýtt? Er hrifin af nýju og gömlu.

Hvað er framundan? Njóta haustsins, skemmtilegur og rómantískur

Hvaðan færðu hugmyndir fyrir heimilið? Í blöðum, Pinterest og Instagram.

tími, svo fer maður að huga að jólum.

Hver er þinn uppáhalds hönnuður? Margir en er hrifin af t.d. Arne Jacobsen. Hvar verslar þú fyrir heimilið? Versla mest í Tekk, Ikea, Ilva, Magnolía, Heimahúsið og Heimili og hugmyndir. Uppáhalds rými í húsinu? Stofan, við borðstofuborðið. Instagram eða Pinterest? Bæði. Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Hreint og gott skipulag. Dreymir um að eignast? Eames stóla, svart Chesterfield sófasett frá Ilva og Arco lampa frá Lumex.


„Er hrifin af nýju og gömlu“


Bollar og skálar frá Tine K, Magnolía.



MILANO

199.900,- kr.

99.900,- kr.

MODESTO

Opnunartímar Mán - föst: 10-18 Lau: 10-16, Sun: 13-16

300x210cm 398.000,- kr.



Aff Concept

www.a-v-design.com Heimili og Hugmyndir Ikea

Casa

Skapaðu þinn eigin stíl

Snuran.is

Húsfreyjan í Njarðvík blandar samam bæði nýju og gömlu. Fallegir jarðalitir, dökk gólf í bland við hvítt,grátt og svart sem er litapallettan hennar.

Tine K, Magnolía

Tine K, Magnolía

Ikea

www.crateandbarrell.com Ikea

snuran.is

Ikea



Heimsókn í Grafarholtið Kolbrún María Ingadóttir býr í fallegu

einbýlishúsi með sambýlismanni sínum Gauta Sigurðarsyni og tveimur dætrum. Kolbrún er mikil jólakona og finnst fátt skemmtilegra en þegar fólk setur jólaseríurnar snemma út, til að lýsa upp skammdegið. Sannarlega kona að okkar skapi!

Umsjón: Helga Eir • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Fjölskyldan? Í sambúð með Gauta Sigurðarsyni og eigum við tvær dætur, Eybjörg Dís 5 ára og Ingunn Lilja 3 ára. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Þegar maður er með tvö lítil börn þá reynir maður bara að hafa stílinn svolítið í samræmi við það. Ég er t.d. með leðursófasett því það er auðvelt að þurrka klístur eftir litla putta úr því og stórt eldhúsborð sem auðvelt er að þrífa þegar búið er að leira og lita. Hvað er það besta við hverfið þitt? Hér er rólegt og gott að búa og ekki spillir fyrir útsýnið sem við höfum yfir Esjuna og Úlfarsfellið. Ég hefði aldrei trúað því hvað það skiptir miklu máli að eiga góða nágranna en í hverfinu býr margt yndislegt fólk og við og dætur okkar eigum orðið afar góða vini hér. Nýtt eða gamalt? Þessi finnst mér erfið. Ég er gömul sál og hef gaman að mörgu sem tengist liðnum tímum en húsið okkar bíður ekki beint upp á að hafa mikið af antík. Ég reyni þó að bæta það upp með því að hafa gömlu bækurnar sem ég fékk frá henni ömmu minni heitinni í kringum mig. Hvernig slappar þú af? Set tærnar uppí loft í sófanum með allri fjölskyldunni yfir góðri bíómynd. Hvar færðu hugmyndir og innblástur fyrir heimilið? Bara hér og þar en kannski aðallega frá sjálfri mér. Ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir í lífinu, hvort sem kemur að þeim fötum sem ég klæðist eða hlutum sem ég er með inná heimilinu.



Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Ég hef aldrei verið upptekin af ákveðnum merkjum, hönnuðum eða arkitektum en verð þó að viðurkenna að stólarnir eftir Hans J. Wegner og þá sér í lagi Flag Halyard hægindastólinn heillar mig alltaf. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Þessa stundina er uppáhalds búðin mín engin önnur en gamla góða Ikea. Ég lærði það eftir að ég eignaðist börn að það er gott að láta sér ekki þykja of vænt um mublurnar sínar, enda bara veraldlegir hlutir. Uppáhalds rýmið í húsinu? Sennilega borðstofan, en þar sameinast fjölskyldan eftir langa daga og ræðir heimsmálin. Okkur finnst líka gaman að fá fólk í mat og er þá oft setið við borðið og spjallað tímunum saman. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Ég er ekki mikið að kaupa mér tímarit, frekar góðar bækur til að lesa fyrir svefninn. En ef tímarit verða fyrir valinu þá er það nú oftast einhver tengd ljósmyndun. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? KitchenAid hrærivélarinnar minnar. Góð ráð til að innrétta heimilið? Bara fara eftir tilfinningunni, hvað þér finnst fallegt og hvað hentar þínu heimili. Hvernig er aðventukransinn í ár? Ég keypti mér fallegan krans fyrir nokkrum árum úr Blómabúð Binna sem ég hef notað á aðventunni. Uppáhalds jólatónlistin? Eitthvað gamalt og gott, Frank Sinatra, Louis Armstrong, Jacksons 5. Uppáhalds jólaskrautið? Mér þykir nú oftast vænst um eitthvað sem stelpurnar mínar hafa föndrað fyrir okkur en ég á bæði silfurlitaða inniseríu og handgerðar jólakúlur sem ég fékk í Nóru fyrir nokkrum árum og finnst afar fallegt jólaskraut. Jólamaturinn er? Við erum miklir matgæðingar hér á þessu heimili og okkur finnst gaman að prufa nýja rétti. Í fyrra vorum við t.d með önd sem okkur fannst mjög góð, en í ár ætlum við að vera með gamla góða hamborgarhrygginn og hefðbundið meðlæti með því, það klikkar aldrei. Svo verður sherry triffle í desert og heimagerður ís.

Skreytir þú mikið fyrir jólin? Ég er mikil jólakona og finnst ekkert skemmtilegra en þegar ég sé að fólk er búið að setja seríurnar sínar snemma út sem lýsa upp skammdegið. Mér finnst gaman að setja upp jólaskrautið mitt og nota þá gjarnan tækifærið og hvíli eitthvað annað sem er búið að vera uppi allt árið. Hvað bakar þú helst í desember? Sörur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og hef ég lagt það í vana minn að baka tvöfalda og jafnvel þrefalda uppskrift af þeim. Þær eru svo dásamlega góðar bara beint úr frystinum, nammi namm. Hvít eða rauð jól? Ef ég mætti ráða væri mun oftar snjór hér á höfuðborgarsvæðinu, ég segi þetta núna en eflaust verð ég á annarri skoðun í febrúar/mars. Gervi eða lifandi jólatré? Ég ólst upp við stórt gervitré sem við settum gjarnan upp og skreyttum viku fyrir jól. Ég var svo heppin að fá þetta tiltekna tré sem fær nú að prýða mína eigin stofu í dag á jólunum. Fer fjölskyldan á tónleika eða jólahlaðborð í desember? Já ég var svo heppin að næla í miða á Baggalút og svo langar mig að fara á jólatónleikana með KK og Ellen, en ég fór í fyrra á tónleikana hjá þeim og þeir voru frábærir. Það er fastur liður í desember að fara á jólahlaðborð með vinahóp okkar en þá er hlaðið í sig kræsingum og haft mikið gaman. Er einhver jólahefð í fjölskyldunni? Við hjónaleysin ólumst bæði upp við mjög hófleg og róleg jól þar sem fjölskyldan reynir að vera eins mikið saman og hægt er. Það eru engar sérstakar hefðir nema kannski bara það að klæðast sínu fínasta pússi yfir hátíðisdagana, borða góðan mat og einfaldlega njóta þess að vera saman. Hvað er framundan? Ég er að klára nám í ljósmyndun næsta vor og nóg af verkefnum fram að því. Ég tek hestinn minn inní hús í janúar og hlakka mikið til endurfundanna. Svo bara að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.


Ikea

Skapaðu þinn eigin stíl

Ilva

Kolbrún segist fara sínar eigin leiðir í lífinu, hvort sem kemur að fötunum sem hún klæðist eða hlutunum sem hún er með inná heimilinu. Hennar ráð til að innrétta heimilið er að fara eftir tilfinningunni, hvað hverjum og einum finnst fallegt og hvað hentar hverju heimili. Kula-epal

Ikea

Ikea

epal

Ikea

Líf&List

Ikea

epal

epal

Einar Farersveit

Eva Solo

Fifa


Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Jólalegt í Laugardalnum

E

ik Gísladóttir hárgreiðslu og listakona á heima í einstaklega fallegu húsi við Sunnuveg ásamt sonum sínum. Húsið er að mestu leyti upprunalegt en Eik lét gera nýtt eldhús og breytti meðal annars sundlaug í master svefnherbergi og fataherbergi. Uppáhaldsrýmið hennar í húsinu er vinnuherbergið. Eik var svo sannarlega komin í jólaskap þegar við heimsóttum hana.


Fjölskyldan? Bý með strákunum mínum þremur í Laugardalnum við Sunnuveg. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Ég elska að blanda öllu saman, gamalt , nýtt, viður, leður, rúskinn, náttúrusteinn, ull, silki, gler, stál og framvegis. Hvað er það besta við hverfið þitt? Það er allt í göngufæri hér,svo er Laugardalurinn veðursæll og gott útiverusvæði. Stutt að ganga niður í fjöru sem er best að fara þegar tími gefst. Nýtt eða gamalt? Blanda saman. Elska að gera gamalt upp og betrumbæta það. Hvernig slappar þú af? Slappa af með því að fara í heitt bað, þá get ég ekki látið ofvirknina taka yfir. Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Allstaðar að úr umhverfinu. Þegar ég ferðast, sjá stílinn í öðrum löndum, hótelum, veitingastöðum , svo skoða blöð, netið, og í búðum. Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Þessu er vonlaust að svara. Philip johnson, Ludwig Mies, Arne Jacobsen, ég get endalaust talið upp gamla og unga. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Ég hef verslað allt meira og minna í Englandi þar sem ég bjó í 13 ár en stundum fer ég rúntinn í leit að nýjum púðum, kertastjökum og fleiru. Þá fer ég í til dæmis í Tekk húsið, ILVA, Heimahúsið og fleiri staði. Uppáhalds rýmið í húsinu? Vinnuherbergið mitt þar sem ég sauma og baðherbergið þar sem ég fer í heitt bað. Uppáhalds jólatónlistin? Jólatónlistin er erlend og íslensk í bland, sumt mjög gamalt og annað nýrra.


Hvaða tímarit kaupir þú helst? Ég kaupi ekki mörg tímarit,helst þegar ég er að ferðast og sit í flugi í marga tíma þá kaupi ég Vogue, Cosmopolitan og öll heillandi blöðin, ekki slúður. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Jura kaffivélinni minni sem ég elska mest af öllu. Hún kemur mér framúr á morgnana Góð ráð til að innrétta heimilið? Ég hef gert mistök einu sinni. Ég myndi segja að innrétta eins tímalaust og hægt er. Ekki fylgja einhverjum tískustraumum eins og ég gerði 2003 allt hvítt. Eldhúsið, og allt bókstaflega. Blanda saman við, steini og hlýju með köldu. Hvernig er aðventukransinn í ár? Hann er nánast heimagerður, búin til úr furu úr garðinum og könglum af henni. Uppáhalds jólaskrautið? Handgert, heklað, prjónað og málað. Jólamaturinn er? Alltaf rjúpur í hádegismat á aðfangadag. Aðfangadagskvöld er humar í forrétt, aðalréttur er hamborgarahryggur og heimagerður ís í eftirrétt. Skreytir þú mikið fyrir jólin? Já, það geri ég. Hvað bakar þú helst í desember? Vandræði. Nei við gerum alltaf piparkökuhús, piparkökur og skreytum. Hvít eða rauð jól? Ég óska mér hvít. Gervi eða lifandi jólatré? Lifandi. Fer fjölskyldan á tónleika eða jólahlaðborð í desember? Ég elska að fara á jólahlaðborð. Og svo mig langar að fara á jólatónleika Fíladelfíunnar í byrjun des. Svo er skötuveisla, laufabrauð og piparkökugerð svo á aðfangadag erum við með pakka ratleik. Hvað er framundan? Njóta dagsins í dag.



Netverslun fást hjá okkur Jólagjafirnar með fallegarþess að versla heima í stofu Njóttu hönnunarvörur og fáðu sent beint upp að dyrum

www.snuran.is www.snuran.is

Vertu með Vertu með okkur okkur


Jólatréð uppáhalds jólaskrautið Umsjón:Þórunn Högna • Myndir: Niki Brantmark


B

loggarinn Niki Brantmark flutti frá London til Svíþjóðar fyrir 10 árum síðan. Hún á heima í notalegri íbúð ásamt eiginmanni sínum og börnum. Niki sækir mest innblástur sinn á Pinterest þar sem hún finnur reglulega falleg heimili sem hún deilir svo áfram á blogginu sínu. Hún byrjar að skreyta á fyrsta í aðventu og hreinlega elskar þennan árstíma, sérstaklega þegar öll fjölskyldan hennar kemur saman hvort sem það er í Svíþjóð eða London. Það er hefð hjá fjölskyldunni að fara útí skóg og höggva sitt eigið jólatré sem þau setja upp og skreyta um miðjan desember.


„you can tell a lot about people by their homes and I love how spaces are nearly always unique“


Hvenær byrjaðir þú með bloggið þitt? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun. Fyrir 10 árum, þegar ég flutti til Svíþjóðar trúði ég varla hversu mikla vinnu fólk setti í að gera heimilin sín falleg. Ég ákvað þá að blogga um það og deila því með heiminum. Fer meiri tími í bloggið þitt núna en þegar þú byrjaðir? Þetta hefur breyst mikið, því nú fer mikill tími í að svara tölvupóstum og að vinna með öllum frábæru styrktaraðilunum mínum og fjölmiðlum. Ég reyni alltaf að finna gullfalleg heimili til að deila með öðrum og það tekur sinn tíma. Hvaðan færð þú innblástur fyrir bloggið þitt? Fyrst og fremst á Pinterest. Ég finn líka mikið í myndasöfnum ljósmyndara, stílista og hönnuða og öðrum frábærum hönnunarbloggum, tímaritum og jafnvel á vefsíðum fasteignasala! Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni. Ég bý við sjóinn í Svíþjóð með manninum mínum, tveimur dætrum og stjúpsyni mínum. Segðu okkur frá vinnunni þinni. Ég byrja yfirleitt að blogga snemma á morgnanna. Fyrst leita ég að fallegum heimilum til að fjalla um, síðan sem ég texta með. Ég stefni alltaf að því að vera búin að deila færslunni um miðjan morguninn svo fólk geti tekið smávegis pásu frá því sem það er að gera og hverfa inn í heiminn minn. Í hálftíma getur það skoðað frábæra skandinavíska hönnun yfir morgunkaffinu. Síðan uppfæri ég hinar vefsíðurnar mínar, Facebook, Twitter, Pinterest og að lokum svara ég tölvupósti, tek þátt í viðtölum og margt fleira. Ég elska vinnuna mína, hún er svo skemmtileg og gefandi. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á innanhúshönnun. Þegar ég heimsótti vini mína sem barn, læddist ég alltaf um og skoðaði heimilið. Það er hægt að læra mjög margt um fólk, eftir því hvernig þau skreyta heimilið og mér finnst svo skemmtilegt hvað þau eru öll einstök.

Hver er uppáhalds hönnuðurinn þinn? Hans J. Wegner. Hvað er uppáhalds bloggið þitt? Ég skoða oftast SF Girl By Bay, Designer Love Fest og The Style Files. Hvað er uppáhalds tímaritið þitt? Ég elska Elle Decoration UK. Vintage eða nýtt? Góð blanda af báðu. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Það er frábær búð í nágrenninu mínu sem heitir Mamö Modern. Nýlega uppgötvaði ég líka great.ly sem er netverslun þar sem hönnuðir koma saman og selja vel valdar vörur. Ég hef nýlega stofnað mína eigin great.ly. Mér finnst þetta frábær hugmynd. Hvað finnst þér skemmtilegast við hátíðirnar? Jólin eru án efa uppáhalds árstíminn minn. Fjölskyldan er öll saman, hvort sem það er í Svíþjóð eða London. Fallegar skreytingar lífga upp á drungalegan veturinn, snjókoma og kuldi úti en hlýtt og notalegt inni. Jólin eru dásamleg. Hvað er uppáhalds jólaskrautið þitt? Jólatréð. Á hverju ári förum við fjölskyldan út í skóg hérna í Skåne og höggvum niður tréð. Við tökum með okkur sænskar piparkökur sem við borðum með heitu kakó fyrir börnin og glögg fyrir mig og manninn minn. Tréð er svo fallegt þegar við höfum skreytt það og fyllir heimilið af góðum jólailm.


„the tree is wonderful as it creates a lovely scent in the home and looks beautiful once we’ve decorated it“


Er einhver jólahefð í fjölskyldunni þinni? Helgina fyrir jólin förum við á hefðbundið sænskt jólahlaðborð með fjölskyldu mannsins míns. Jóladeginum eyðum við með fjölskyldunni minni í London, þar sem við borðum enskan jólamat og förum í skemmtilega leiki. Uppáhalds jólamynd? Love Actually! Bakar þú mikið í desember? Ég vildi óska þess, en ég hef aldrei tíma til þess. Tengdapabbi minn kemur með heimagert glögg, sem er mjög sterkt og gott! Kannski mun ég einhvern tímann baka og gera mitt eigið glögg! Hvenær byrjar þú að skreyta heimilið þitt? Við búum til fallegan krans og kveikjum á aðventukertum fyrsta í aðventu. Við setjum einnig jólaseríur í gluggana og á tréð úti seint í nóvember þegar skammdegið er sem mest. Hins vegar setjum við jólatréð ekki upp né skreytum það fyrr en um miðjan desember.

www.myscandinavianhome.blogspot.com


Blómval

Ikea

Litir&Föndur

Fakó

www.crateandbarrell.com Húsgagnahöllin

Skapaðu þinn eigin stíl

Hlýlegt og kósý má best lýsa heimilistílnum hjá bloggaranum Niki Brantmark. Hún er dugleg að blanda saman nýju og gömlum húsgögnum. Jólaskrautið hennar er allt frekar látlaust en hún notar mikið hvítt, silfur og aðra náttúrulega liti.

Ikea

Ikea

Ikea

Ikea

Ikea

Ikea

Ikea



J

贸lamaturinn



Spari sveppasósa

Lambakórónur með timjan og chili

• 500 ml rjómi • 2 msk smjör • 1 box kastaníu sveppir, skornir í sneiðar. • 3 skalottlaukur, skorinn smátt. • 1 hvítlauksrif-maukað • 1-2 kjötkraftur • 1-2 tsk ferskt timjan, smátt saxað • 2 tsk hindberjasulta • 1 stk piparostur, skorinn í þunnar sneiðar • ½ dl sherrý eða rauðvín • Sósulitur

Aðferð: Smjör sett í pott, brúnið lauk og sveppi, hvítlauk og timjan bætt við, víni ásamt rjóma og krafti bætt útí og látið sjóða, osti bætt við og hann bræddur. Lækkið hitann og látið sósuna malla í 5-7 mínútur, sultan sett útí og kryddið eftir þörfum.

Með þessum rétti, mælum við með

Chateau Lamothe Vincent Héritage Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Berjablámi, eik, jörð, vanilla.

• 8 stk Lambakórónur/ 2 stk á mann/ Einn lambahryggur • ½ dl ólívu olía • 2 stk hvítlauksrif-smátt saxað • S&P • Handfylli af fersku timjan, smátt saxað • 1 -2 stk chili / fræ fjarlægð, smátt saxað.

Ofnbakaðar kartöflur-Hasselback

Aðferð: Olívu olía sett í skál ásamt, hvítlauk,chili,timjan og S&P, blandið vel saman. Kryddblöndunni er síðan penslað á lambið. Hitið ofninn á 180°. Lambið er steikt á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, síðan sett í eldfast mót og inní ofn í 20 mínútur. 1 poki rósakál, eldað eftir leiðbeiningum.

Aðferð: Stillið ofninn á 180°. Skerið í kartöflurnar, þeim er síðan raðað á bökunarplötu , olía og krydd sett yfir. Bakist í 50 mínútur. Stráið steinselju yfir áður en borið er fram.

• 4 stk bökunarkartöflur • Olívu olía • S&P • 2 tsk Steinselja smátt söxuð

Umsjón : Þórunn Högna • Myndir : Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Fylltar svínalundir Dijón rjómasósa • 1 peli rjómi • 2-3 stk perlulaukur-smátt skornir • 1 msk Dijón sinnep með kornum • 1 stk svínakjötkraftur • Olívu olía • ½ dl hvítvín • 1 msk smjör • 1 tsk hunang • S&P Aðferð: Olía sett á pönnu, lauk bætt við og brúnaður, víni og sinnepi bætt útí, ásamt krafti, þessu er blandað vel saman. Rjóma bætt við og látið sjóða, hunangi og smjöri bætt útí í lokin, látið malla í nokkrar mínútur, kryddið með S&P.

Með þessum rétti, mælum við með

Adobe Carmenere Kröftugt og bragðmikið vín, ilmur af kirsuberjum, kryddi, einkum svörtum pipar. flauelsmjúk tannín með góðan þroska og gott jafnvægi.

• 4 stk svínalundir • Handfylli af fersku rósmarín/laufin • 1-2 tsk fennel fræ-pressað • Smá Salt • Svartur pipar • 1 stk gott súrdeigsbrauð • 2 stk rauðlaukur smátt saxaðir • 3 stk hvítlauksrif, smátt saxaðir • 2 msk af salvíu • 2 msk rjómaostur • ½ poki furuhnetur • Olívu olía • 4 msk balsamik edik Hitið ofnin á 200ºC Aðferð: Fletjið út svínalundirnar, setjið rósmarín, fennelfræ og salt í mortel og pressið vel saman og nuddið kryddinu síðan vel á kjötið. Setjið olíu á pönnu og brúnið lauk og hvítlauk. Ristið brauðið og skerið svo skorpuna af, rífið niður og setjið í skál, þá er lauk og hvítlauk bætt við ásamt salvíu, furuhnetum, S&P, balsamik ediki, rjómaostiog öllu blandað vel saman. Smakkið og bætið við meira kryddi ef þörf er á. Fylling sett á svínakjötið og rúllað saman, notið snæri eða grillpinna til að halda kjötinu saman. Kjötið sett í eldfast mót og inní ofn í 25 mínútur eða þar til falleg skorpa er komin á kjötið.

Fylltar kartöflur með hvítlauk og beikoni 4 stk bökunarkartöflur 1 bréf beikon, smátt skorið 1-2 hvítlauksrif-pressuð 1 laukur smátt skorin 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk smjör Ólívu olía til steikingar 2 msk rjómi S&P Aðferð: Kartöflur settar í álpappír og inní ofn á 200° í 1 klukkutíma. Þær eru síðan skornar í tvennt og skafið innan úr þeim. Steikið beikon þar til það er orðið stökkt, bætið við lauk og hvítlauk, síðan er kartöflumauki bætt við og því blandað vel saman, smjöri og rjóma bætt útí ásamt steinselju og S&P. Maukið sett aftur ofan í hýðið og hitað rétt áður en matur er borinn fram.

Allt hráefni kemur frá Kosti


Innbakað nautafillet með hráskinku, gráðosti & sveppum (Wellington) • 4 stk nautafillet 300gr Fylling: • 2 msk timjan, saxað • 3 stk laukur, smátt skornir • 100gr gráðostur • 2 msk rósmarín, smátt saxað • 1 poki furuhnetur • 1 poki spínat • 2 stk Portabello sveppir, stilkar fjarlægðir • S&P • Ólívu olía • 1-2 pakkar smjördeig • 2 tsk tómatpúrra • 1 stk sellerí stilkur, smátt skorið • 2 stk egg • Hvítur pipar • 2 msk smjör • 2 stk hvítlauksrif • 1 bréf hráskinka • 2 stk egg og 1 dl vatn, þessu er blandað saman og penslað á smjördeigið Aðferð: Hitið ofinn á 180ºC. Olía og smjör sett á stóra pönnu, steikið lauk, sellerí, sveppi og hvítlauk, á meðalháum hita í 10 mínútur. Bætið við spínati og kryddi og hrærið saman í nokkrar mínútur, kælið. Bætið við tómatpúrru, gráðosti og furuhnetum og eggjum, blandið saman. Leggið deigið á stóra plötu, með hveiti og fletjið út. Hráskinka sett á og svo er fyllingin smurð á, síðan er kjötinu komið fyrir og rúllað saman. Í fjóra litlar Wellington steikur. Eggjablöndu smurt vel á deigið. Bakið í 25 -35 mínútur. Kartöflugratín

Luxus rauðvínssósa • 4-6 Portobello sveppir - smátt skornir • ½ l rjómi • Steinselja - smátt skorin • Sósulitur • Ólívu olía til steikingar • 2 msk smjör • 3 stk skalottlaukur • 1 hvítlauksrif maukað • 2 msk fersk steinselja • 1 dl Madeira vín eða rauðvín • 1 dl kjötsoð Aðferð: Olía sett á pönnu, laukur brúnaður, smjöri, sveppum og hvítlauk bætt við , steikið í nokkrar mínútur. Víni bætt útí og látið sjóða, bætið þá við soði og rjóma og steinselju í lokin ásamt S&P.

Með þessum rétti, mælum við með

Grænmeti-léttsteikt

• 3 stk bökunarkartöflur • 300 gr. rjómaostur • 1/2 l. rjómi • 50 gr cheddar ostur rifin • 50 gr parmesan ostur rifin • 4 sneiðar beikon smátt skorið • 2 hvítlauksrif, smátt saxað • ½ laukur skorin í sneiðar • S&P

• 2 msk ólívu olía • 1 stk kúrbítur, skorinn í sneiðar • 1 stk laukur, skorinn í sneiðar • 3 stk hvítlauksrif skorinn smátt • 1 stk paprika, skorin í meðalstóra bita • 6 stk tómatar, skornir í sneiðar • 2 msk tómatpúrra • 4 stk gulrætur, skornar í meðalstóra bita • 1 tsk oregano krydd • 2 msk fersk steinselja, smátt skorin • S&P

Aðferð. Kartöflurnar skornar í litla kubba eða þunnar sneiðar og raðað í eldfast mót. Rjómaostur og rjómi brætt saman í potti, beikon,lauk og hvítlauk bætt við ostablöndu, bragðbætt með salti og pipar og síðan hellt yfir kartöflurnar. Bakað við 175° í u.þ.b. 1 ½ klukkustundir. Ostablanda sett ofan á, bakist í nokkrar mínútur.

Aðferð: Hitið ofninn á 220°. Hitið olíu á pönnu og brúnið kúrbít, papriku, bætið við lauk og hvítlauk, blandið saman. Grænmetið er svo sett í stórt eldfast mót, restinni af hráefninu bætt við. Blandið vel saman, og hellið olíu yfir. Bakist í 20-30 mínútur, steinselju er dreift yfir grænmetið, áður en borið er fram.

Muga Reserva Kraftmikið klassískt Riojavín með mildu tanníni, nokkrum ávexti, súkkulaði og örlítilli vanillu í bragði. Aðlaðandi mjúkt og fágað. Mun þroskast áfram í um 10 ár.

Allt hráefni kemur frá Kosti



Karmellukjúklingur

Við

fengum hana Berglindi Guðmundsdóttur matarbloggara hjá Gulur rauður grænn og salt til að deila með okkur gúrme uppskriftum fyrir hátíðirnar. Njótið. • 4 kjúklingabringur • 1 msk olía • 8 hvítlauksrif, afhýdd* • 120 ml vatn • 70 g ljós púðursykur • 60 ml hrísgrjónaedik • 1 1/2 cm engiferbiti, skorinn í tvennt • 240 ml kjúklingakraftur (eða 240 ml vatn og 1 teningur kjúklingakraftur) • 60 ml soyasósa • 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

Með þessum rétti, mælum við með

Aðferð: Steikið kjúklingabringurnar upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið af pönnunni og geymið. Á sömu pönnu, steikið hvítlauksrifin þar til þau hafa brúnast lítillega. Takið af pönnunni og geymið. Hellið því næst 120 ml af vatni á pönnuna og skrapið botninn á pönnunni og náið því sem kom fram við steikingu kjúklingsins. Bætið púðursykri saman við og hrærið þar til hann er uppleystur. Látið malla í um 4 mínútur. Bætið þá hrísgrjónaedikinu varlega saman við. Látið engiferbitana, kjúklingakraft og soyasósu út á pönnuna og látið malla í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Takið hvítlauks og engiferbitana úr sósunni. Lækkið hitann á pönnunni og látið kjúklingabringurnar út í karmellusósuna og hitið þær. Berið karmellukjúklinginn fram með hrísgrjónum og vorlauk.

www.gulurraudurgraennogsalt.com

Umsjón&Myndir: Berglind Guðmundsdóttir

Fortius Tempranillo Kirsuberjarautt. Meðalfylling, fersk sýra, miðlungstannín. Rauður, sætur ávöxtur og lyngtónar.


Skráðu þig í áskrift af Home Magazine á prenti og fáðu blaðið sent til þín í pósti.

Giljagaur

4.TBL 2014

Home

Magazine

ahefðir

Jól Hilmarsson ns - Stefán fey Herman - Eva Lau ar Óm - Friðrik - Rikka

Jóla

ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD

-matur ir -eftirrétt ar -skreyting

nir

Heimsók

því ð e m þig Skráðu ella hér að sm 90 kr. 2.7 Verð :

1

Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA

Sölutímabil 5. - 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð • Kokka - Laugavegi Líf og list Smáralind • Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Litla jólabúðin - Laugavegi • Módern - Hlíðarsmára Scintilla – Skipholti • Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land • Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Blóma og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum www.jolaoroinn.is

S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A


Piparmyntusúkkulaði • 300 gr. dökkt súkkulaði • 300 gr. hvítt súkkulaði • Bismark brjóstsykur mulinn samt ekki mjög smátt

Aðferð: Dökkt súkkulaði brætt og hellt í form ca. 24 cm x 30 cm klætt bökunarpappír, kælt vel í ísskáp. Hvítt súkkulaði brætt við lágan hita þarf stundum að setja ca. 1 tsk af olíu út í ef súkkulaðið bráðnar illa, því síðan hellt varlega yfir dökka súkkulaðið og dreift úr því þannig það hylji dökka. Bismark brjóstsykrinum er síðan stráð yfir. Kælt í ísskáp þar til vel storknað.

Súkkulaðiplötur Aðferð: 200 gr. dökkt súkkulaði brætt og hellt í form klætt bökunarpappír, dreift frekar þunnt út. Hægt að strá mismunandi góðgæti ofan á en ég gerði tvær gerðir. Kælt vel í ísskáp. • 1 Trönuber og pekanhnetur • 2 Rósapipar og pistasíuhnetur

Umsjón: Kolbrún Petrea • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Döðlunammi • • • •

500 gr. döðlur smátt skornar 200 gr. smjör 125 gr. púðursykur ca 5 bollar Rice Krispies

Brætt ofan á: • 300 gr. dökkt súkkulaði • 3 msk olía Aðferð: Smjör brætt í potti, púðursykri og döðlum bætt út í. Rice Krispies bætt saman við og blandað vel. Klæðið form með bökunarpappír og setjið blönduna þar í og þjappið henni vel ofan í (á að vera ca. 2 cm þykkt) og kælið. Súkkulaðið brætt og olíunni bætt út í. Blöndunni hellt yfir Rice Krispies / döðlublönduna og kælt aftur, skorið síðan í litla bita.

Kókoskúlur •5 dl flórsykur •6 dl kókosmjöl •1 eggjahvíta þeytt •4 msk brætt smjör •4 msk rjómi, óþeyttur •300 gr. suðusúkkulaði Aðferð: Blandið saman þurrefnum. Eggjahvítan þeytt og smjörið brætt og því bætt út í þurrefnin ásamt rjómanum. Ef deigið er of blautt má bæta út í kókosmjöli eða flórsykri. Mótið litlar kúlur og kælið. Suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og kúlurnar hjúpaðar, má strá kókosmjöli yfir kúlurnar eftir að búið er að hjúpa þær.


Frómas • 5 egg • 250 gr sykur • ½ lítri rjómi • ½ dós ananas og safinn • 10 stk matarlímsblöð Aðferð: Þeytið egg og sykur saman. Þeytið rjómann og bætið við eggjablönduna ásamt ananas og safa. Leggið matarlímið í vatn í 5 mínúturog setjið út í blönduna. Setjið í kæli. Berið fram með þeyttum rjóma. Þennan desert er annaðhvort hægt að setja í litlar desert skálar eða eina stóra skál.

Jóladesert með

ferskum ávöxtum • 3 epli • 2-3 bananar • 2 appelsínur • 2 -3 kiwi • 100 gr suðusúkkulaði • 100 gr döðlur • 50 gr pekanhnetur • 1 poki makkarónur • Sherry eftir smekk eða ávaxtadjús • ¼ - ½ lítri rjómi þeyttur Aðferð: Makkarónur muldar í botn á fati með dálitlum börmum eða í litlar desert skálar og sherry eða ávaxtasafa hellt yfir. Epli, bananar, appelsínur og kiwi skornir í bita og sett ofan á makkarónurnar. Súkkulaði, döðlur og pekanhnetur saxað smátt og sett yfir ávextina. Setjið álpappír yfir og fryst. Tekið úr frysti 2-3 klst. áður en á að bera fram. Þeyttur rjómi er settur ofan á og skreytt með rifnu súkkulaði.

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Marengs gotterí með

berjum & snickerssósu Marengs botn • 4 eggjahvítur • 100 gr púðursykur • 100 gr sykur • 2 bollar kornflakes eða Rice Krispies Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman og blandið síðan kornflakes eða rice varlega saman við. Smyrjið á bökunarpappír á bökunarplötu Bakið við 120° C í 2 klukkutíma • 1-2 box hindber eða önnur ber, gott er að blanda saman berjategundum. • 1 bakki kókósbollur • ½ litri rjómi þeyttur Aðferð: Brjótið marengsbotn í skál eða skálar. Kljúfið kókosbollurnar eftir endilöngu og setjið ofan á marengs, þeytti rjóminn er næstur og að lokum berin. Borið fram með heitri sósu. Sósa • Ca 4 msk rjómi • 50-75 gr. rjómasúkkulaði • 2 snickers Aðferð: Bræðið saman súkkulaði og rjóma í potti og berið heita sósuna fram með eftirréttinum. Hægt að nota meiri rjóma ef vill.

Súkkulaði jólasveinar

• 3 egg • 2 dl sykur • 1 dl púðursykur • 100 gr suðusúkkulaði • 4-5 msk smjör • 1 tsk salt • 1 ½ dl hveiti • 1 tsk vanilludropar • 1 poki pekanhnetur, smátt saxaðar • 1 peli rjómi þeyttur • 1 askja stór jarðaber Aðferð: Bræða smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Þeyta egg, sykur og vanilludropa. Þurrefnum ásamt pekanhnetum síðan blandað varlega saman við og síðast súkkulaðið. Hellt í form og bakað í 20 mínútur í 180°. Karamella • 4 msk smjör • 1 dl púðursykur • 3 msk rjómi Aðferð: Smjör, púðursykur og rjómi sett í lítinn pott og látið sjóða í mínútu. Skerið út litla hringi u.þ.b 3 cm stóra, setjið tvo saman og hellið karamellu yfir, látið kólna. Skreytt með þeyttum rjóma jarðaberjum.


Ísfjall með

brenndum marengs

Kökudiskar, Heimahúsinu Svört jólatré, Arcadesign • Ís, magnið fer eftir stærð skálarinnar. • Kökubotn að eigin vali. Aðferð:Veljið uppáhalds ísinn ykkar og bragðbætið að vild, ég notaði t.d. myntu- og súkkulaði ís og bætti útí myntu, Oreo kexi og mini marsmallows, vanillu ís sem ég setti Reeses hnetusmjörssúkkulaði og ég setti 3 Muskateers súkkulaði líka saman við, súkkulaði ís sem ég bætti kakó saman við og að lokum kökubotn að eigin vali. Samsetning. Stór skál klædd með plastfilmu Mýkið ísinn og bragðbætið, byrjið á að setja þann ís sem á að fara efst svo koll af kolli, botninn er settur síðast. Frystið.

Marengs • 5 stórar eggjahvítur • 220 gr sykur • vanilla Aðferð:Þeytið sykur og eggjahvítur yfir vatnsbaði þar til þær eru 65 gráðu heitar, setjið svo í hrærivél og stífþeytið, þar til blandan verður stíf. Setjið ísfjallið á disk og smyrjið marengs yfir kökuna, ef kakan er ekki borin fram strax, setjið þá aftur í frystinn. Áður en hún er borin fram er marengsinn brenndur með gasbrennara (Creme brulee brennari)

Umsjón: Berglind Steingrímsdóttir • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Súkkulaðiterta með mjúku mokkakremi

Botnar • 75 gr brætt smjör • 3.5 dl sykur • 3 dl hveiti • 1,5 dl kakó • 1 tsk lyftiduft • 1 tsk matarsódi • 1/2 tsk salt • 2 egg • 1,75 dl mjólk • 1,75 dl sjóðandi vatn Bræðið smjör, setjið til hliðar. Blandið öllum þurrefnum saman í stórri skál, setjið smjörið og mjólk saman við, hrærið þar til blandan er komin saman, setjið sjóðandi vatnið saman við og hrærið. Skiptið jafnt í formin og bakið í 35 - 40 mín. Látið kólna í smá stund í forminu, setjið svo kökurnar á grind og kælið. Hitið ofn í 175 gráður, klæðið tvö 18 cm form með smjörpappír og smyrjið og stráið kakói í botnana.

Krem • 250 gr mjúkt smjör • 200 gr mjólkursúkkulaði • 3 dl flórsykur • 1/2 tsk vanillusykur • smá salt • 4-5 msk sterkt kaffi Aðferð: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið, hrærið smjörið í hrærivél og bætið flórsykri, salti og vanillusykri saman við, síðan kaffi. hrærið þar til það er komið vel saman. • Súkkulaði Ganas • 75gr súkkulaði • 30gr smjör Brætt saman yfir vatnsbaði, látið kólna aðeins áður en hellt er yfir kökuna.

Marengstoppar • 2 eggjahvítur • 1 dl púðursykur Aðferð: Blandið saman eggjahvítum og púðursykri og þeytið yfir vatnsbaði þar til blandan er orðin 65 gr heit, setjið í hrærivélina og stífþeytið, tekur ca 8-10 mín. Súkkulaðijólatré • hjúpsúkkulaði • smjörpappír Hjúpsúkkulaði er brætt yfir vatnsbaði, búið til kramarhús úr smjörpappírnum og sprautið. Aðferð:Kakan sett saman, skerið botnana í tvennt, setjið krem á milli, smyrjið kökuna að utan með kreminu, kælið, hellið súkkulaði ganas yfir eftir smekk, svo er marengstoppunum sprautað ofaná. Marengsinn er brenndur með gasbrennara. Skreytt með súkkulaðijólatrjám sem eru útfærð eftir smekk Njótið með miklum rjóma, besta súkkulaðiterta sem ég hef smakkað.


Þriggja laga jóla dásemd

Botnar • 270 gr hveiti • 90 gr kakó • 300 gr sykur • 240 ml majónes • 3 egg • 1 3/4 tsk lyftiduft • 1/4 tsk matarsódi • 1/2 tsk salt • 1 msk vanilludropar • 1 1/2 dl volgt vatn Hitið ofninn í 160°C Aðferð: Þeytið saman egg og sykur þangað til það er ljóst og létt eða í c.a 4 mínútur. Bætið þá út í majónesinu og vanilludropunum og hrærið vel saman. Takið hveitið og kakóið og sigtið í skál og bætið síðan saltinu, lyftiduftinu og matarsódanum út í. Blandið þurrefninu saman við eggjablönduna varlega og í þremur hlutum og passið upp á að bæta fyrst við hveitiblöndunni og síðan smá volgu vatni eða c.a 1/2 dl í einu og svo koll af kolli þangað til allt er blandað saman. Deilið deiginu á milli þriggja hringlaga forma sem eru ekki stærri en 20 cm og bakið í 30 mínútur. Takið út og látið þær kólna alveg áður en kremið er sett á þær.

wwww.loly.is Karamellu súkkulaði krem

Svo er nauðsynlegt að kæla kökuna aðeins svo að kremið stífni aðeins því það auðveldar það til muna að bera smjörkremið yfir. Ég set nefnilega brúna kremið á alla kökuna og ber svo smjörkremið yfir á eftir.

• 340 gr súkkulaði • 96 gr sykur • 1 msk síróp • 10 ml vatn • 340 gr mjúkt smjör • 240 ml rjómi

Piparmyntu smjörkrem

Aðferð: Saxið súkkulaðið í grófa bita og setjið í skál. Í potti blandið saman sykur, síróp og vatn og hitið að suðu og látið malla í smá tíma eða þangað til karamellan verður ljósbrún. Takið þá af hitanum og blandið rjómanum saman við - þetta kemur til með að bubbla vel en passið bara upp á að hræra mjög vel og hratt í þessu. Þegar þetta hefur blandast vel saman þá hellið þið þessu yfir súkkulaðið og blandið því vel saman. Að lokum bætið síðan smjörinu út í og hrærið vel saman með þeytara. Leyfið því aðeins að kólna áður en þið setjið kremið á kökuna.

• 250 gr mjúkt smjör • 250 gr smjörlíki • 500 gr flórsykur(einn pakki) • 2 tsk piparmyntudropar Aðferð: Setjið smjörið og smjörlíkið í skál og hrærið vel saman þangað til það hefur blandast vel saman þá getið þið bætt flórsykrinum út í og að lokum piparmyntudropunum. Málið er að eftir því sem þið hrærið smjörkrem lengur þeim mun hvítara verður það. Svo er bara að taka kökuna út úr ísskápnum og bera smjörkremið á hana alla. Nú svo er bara að skreyta hana eftir smekk, ég setti granatepli ofan á sem gerir hana ofsalega jólalega og fallega.

Umsjón: Lóly • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


www.gulurraudurgraennogsalt.com

Jólapavlova • 6 eggjahvítur • 300 g sykur • 1 ½ tsk hvítvínsedik • 1 tsk maizenamjöl • 1 tsk vanilludropar Súkkulaðisósa • 100 g suðusúkkulaði • 2 msk smjör • 100 ml rjómi • 100 g sykur • 5 msk sýróp Toppur • 500 ml rjómi • 1 msk vanilludropar • 3 msk sykur • 200 g blönduð frosin ber

Aðferð: Stillið ofninn á 150°c. Þeytið eggjahvíturnar vel og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið þar til eggjahvítan er orðin vel stíf og glansandi. Bætið hvítvínsediki, maizenamjöli og vanilludropum saman við og blandið varlega saman við með sleif. Teiknið um 25 cm hring á smjörpappír og gerið krans úr marengsinum. Setjið inn í ofninn og lækkið hitann strax í 120°c. Bakið í 1 klukkustund og 30 mínútur, slökkvið þá á ofninum og látið vera í lokuðum ofninum yfir nótt. Gerið súkkulaðisósuna með því að bræða saman súkkulaði, smjör og rjóma í potti. Hrærið þar til blandan er orðin mjúk og bætið þá sykri og sýrópi saman við. Hitið í aðrar fimm mínútur og hrærið stöðugt í blöndunni. Takið til hliðar. Þeytið rjómann ásamt vanilludropum og sykri. Setjið ofaná marengsinn og hellið síðan frosnum berjum yfir rjómann. Rétt áður en pavlovan er borin fram hitið súkkulaðisósuna þar til hún er rétt volg. Notið skeið til að dreifa smá af sósunni yfir pavlovuna. Umsjón & Myndir: Berglind Guðmundsdóttir


Jólahefðir Jólin eru eftirlætistími svo margra, enda dásamlegur tími! Undirbúningur og aðdragandi jólanna getur verið svo skemmtilegur og spennandi tími, ef maður passar sig að gleyma sér ekki í stressi og gjafakaupum. Jólin eiga nefnilega að snúast um að njóta þess að eiga samverustundir í faðmi fjölskyldu og vina. Það er fátt dýrmætara. Við fengum fjóra þekkta Íslendinga sem eiga það sameiginlegt að vera mikil jólabörn. Þau sögðu okkur frá sínum jólahefðum og svöruðu nokkrum spurningum í tilefni aðventunnar.

Eva Laufey

Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Í nóvember kemst ég í mikið jólaskap og þá er ég yfirleitt byrjuð að baka smávegis og tek fram seríur og skreyti. Mér finnst svo notalegt að hafa kveikt á seríum þegar það fer að dimma. Heimilið verður svo kósí. Ertu mikið jólabarn? Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja að ég sé mikið jólabarn, mér finnst mjög gaman að baka fyrir jólin og undirbúa þau ásamt fjölskyldunni. Ég hef alltaf frá því að ég var barn hlakkað til jólanna, það er minn uppáhalds tími á árinu. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Samverustundirnar með fjölskyldunni og rólegheitin sem einkennir heimilið um hátíðarnar. Það er fátt notalegra en að vakna á jóladag og eyða deginum á náttfötunum, lesa góða bók og maula á góðu konfekti. Það væri ágætt að geta verið í náttfötum yfir öll jólin en ég reyni nú að punta mig þegar ég fer í jólaboðin. En hlý og góð stemning er það sem mér finnst hvað best við jólin. Nú er ég líka sérstaklega spennt fyrir jólunum þar sem þetta eru fyrstu jól dóttur minnar. Það verður örugglega dásamlegt á næstu árum að upplifa jólin með henni. Uppáhalds jólaskrautið? Ég á ekki neitt uppáhalds jólaskraut en ég er afskaplega hrifin af jólaseríum, birtan frá þeim er svo notaleg. Ég leyfi þeim að vera í svolítinn tíma eftir jólin líka, það er fínt að hafa heimilið kósí út janúar. Jólahefðir í fjölskyldunni? Frá því að ég var lítil höfum við alltaf farið með jólakort og jólapakka til ættingjanna á aðfangadagsmorgun, þá stoppum við gjarnan og heilsum upp á ættingjana, en ætli matarhefðirnar heima séu ekki sterkari en aðrar hefðir hjá okkur fjölskyldunni. Jólamaturinn er? Ég hef alltaf verið sú eina á mínu heimili sem fær sér mat á jólum, ég borða ekki svínahamborgar ahrygg né hangikjöt svo það er líklega eina skiptið sem ég er matvönd á árinu. Ég borða yfirleitt bara það sem mig langar í. Þessi jól ætla ég að elda innbakaða nautalund og gott meðlæti. Ég er strax farin að hlakka til! Að vísu gerir móðir mín dásamlega súpu sem er alltaf í forrétt á aðfangadag og ég á eftir að elda hana á mínu heimili þegar ég held mín jól heima. Uppáhalds jólatónlistin? Ég hlusta mikið á gamla jólatónlist og mér finnst gömul jólalög dásamleg, White Christmas með Bing Crosby er í uppáhaldi.

Umsjón: Helga Eir & Þórunn Högna • Myndir: Kristinn Magnússon


Friðrik Ómar Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Ég byrja á aðventunni. Hingað til hef ég verið að syngja rosalega mikið í desember en ég ákvað að taka mér 2 mánuði í frí frá miðjum nóvember fram í miðjan janúar svo kannski verð ég extra mikið að undirbúa hátíðarnar þetta árið. Ertu mikið jólabarn? Já ég er rosalega mikið fyrir jólin. Aðallega að hafa það notalegt og hitta vini og kunningja. Það er það sem gerir þennan tíma svo frábæran. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Allt stússið finnst mér skemmtilegt. Ég næ nefnilega að njóta þess að undirbúa jólin því þetta er svo gaman. Ég set mig ekki í þær aðstæður að stressa mig upp. Uppáhalds jólaskrautið? Ég erfði jólaskrautið frá ömmu og afa eins og það leggur sig, svo það er í miklu uppáhaldi. Margir hlutir sem eru meira en hálfrar aldar gamlir. Það er gríðarlegur sjarmi yfir því. Jólahefðir í fjölskyldunni? Ég á mér þann sið að dreifa gjöfunum frá mér á aðfangadag til vina og kunningja. Ég keyri Eyjafjörðinn þveran og endilangan til að koma gjöfunum frá mér í réttar hendur. Það er frábært að kíkja í þessar stuttu heimsóknir á aðfangadag. Ég fer snemma af stað og er ekki kominn fyrr en seinnipartinn heim til að gera matinn kláran. Takið eftir ég gef um 30 pakka svo þetta er dágóður rúntur! Jólamaturinn er? Það er hamborgarhryggur og jólasalatið hennar mömmu. Salatið finnst mér svo gott að ég nefndi fyrstu plötuna mína eftir því, Jólasalat. Platan er með öllu ófáanleg í dag, sem er kannski eins gott því ég hljóma eins og gæs á plötunni. Var á kafi í mútum þegar hún var hljóðrituð. Uppáhalds jólatónlistin? Það eru sálmarnir. Það virðist vera nær ómögulegt að koma að nýjum jólalögum. Fólk vill alltaf heyra sömu lögin. Það er byrjað að spila jólalögin svo snemma í útvarpi að manni finnst nóg komið þegar loksins jólin koma. Þess vegna kannski, eru sálmarnir mér kærastir því þá heyrir maður ekki nema á hátíðisdögunum sjálfum.


Stefán Hilmarsson

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Ég lít frekar á mig sem „aðventubarn“ en „jólabarn“. Mér finnst aðventan, upptaktur jólanna, eiginlega skemmtilegri tími en sjálf jólin, enda er upptakturinn mun lengri. En vitaskuld er sjálf hátíðin alltaf ljúf, sannkölluð náðarstund í faðmi nánustu fjölskylduvina með góðum mat og gleði. Svo er tíminn fram að þrettándanum einnig skemmtilegur, þá eru vinafundir, maður hittir fólk sem maður hittir sjaldan þess utan, spilar spil og skemmtir sér. Allt nokkuð hefðbundið. Jólahefðir í fjölskyldunni? Ég get ekki sagt að það séu margar alheilagar hefðir um hátíðarnar, ef frá er talinn sjálfur jólamaturinn. En ýmsar hefðir hafa komið og farið, ef hægt er að orða það svo. Sjálf aðventan geymir nokkrar lausbundnar hefðir, jólahlaðborð, tónleika og önnur mannamót. En maður sækir ekki alltaf sama jólahlaðborðsstaðinn eða sömu tónleikana. Uppáhalds jólaskrautið? Ég hef ekki tengst jólaskrauti tilfinningaböndum. En ár hvert skjóta þó upp kollinum gamlir vinir frá fyrri jólum, engill hér, lítill sveinki þar. Það er gaman að hitta þá aftur og tilfinningin er vafalaust gagnkvæm. Einn textanna á nýju jólaplötunni minni tekur einmitt aðeins á þessu.

Mynd: Snorri Björnsson

Uppáhalds jólatónlistin? Það er af nægu að taka. Maður hefur komið sér upp jóla-playlista smátt og smátt, það bætist lítillega í hann á hverju ári. En mest eru þetta gamlir kunningjar; Björgvin, Elly og Villi og fleira, mikið íslenskt. Og svo er eitt og eitt með sjálfum mér inn á milli, að ósk konunnar. Og nú bætast 12 lög við þann lagasjóð.

Rikka

Jólamaturinn er? Rjúpan á aðfangadagskvöld er alltaf tilhlökkunarefni. Sjálfur er ég engin skytta og treysti því á góðvini úr skyttustétt til að græja fyrir okkur hráefnið. Það hefst jafnan, en hefur stundum staðið tæpt. Konan matreiðir þetta skv. uppskrift frá móður sinni. Ég var ekki rjúpuvanur þegar við kynntumst, en komst fljótt á bragðið og finnst þetta ómissandi. Hvenær er jólatréð skreytt á þínu heimili? Það er jafnan gert nokkrum dögum fyrir jól. Við fjárfestum í býsna góðu gervitré fyrir nokkrum árum, ég og yngri sonurinn setjum tréð saman, en konan og strákurinn sjá svo um að skreyta það. Svo er sama kerfi þegar það fer niður, konan tínir niður skrautið og ég pakka trénu í kassann og set það í bílskúrinn, hvar það kúrir á hillu næsta árið. Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Jah, yfirleitt er svo mikið að gera hjá mér í vinnunni og lífinu að ég er frekar seint á ferðinni. Ég fer aftur á móti í jólaskap upp úr miðjum nóvember og þá kemur andinn smám saman yfir mig. Í byrjun desember fer ég svo aðeins að skreyta í kringum mig. Ertu mikið jólabarn? Já, jólin eru einn eftirlætistíminn minn, að auki finnst mér þetta vera einn rómantískasti tími ársins. Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég sé að jólaljósin eru komin upp í borginni. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Það er sjálf leiðin að jólunum, undirbúningurinn og eftirvæntingin. Að ógleymdum matnum og tónlistinni. Uppáhalds jólaskrautið? Ég er að safna hreindýrum og hef gert það í nokkur ár. Ég held mikið upp á þau og finnst alltaf gaman að hitta þau á ný. Jólahefðir í fjölskyldunni? Þær eru nú ósköp hefðbundnar, sem betur fer, og snúast yfirleitt um matinn. Þess utan er allt frekar fjölbreytilegt. Það er samt ein hefð sem að við höfum haldið í og hún er sú að þegar við opnum jólagjafirnar þá er það alltaf yngsti aðilinn í fjölskyldunni sem les á gjafamiðana. Það er þó skilyrði að viðkomandi kunni svona nokkurn veginn að lesa. Jólamaturinn er? Hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, sveppasósa, rauðkál og grænar baunir. Ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að jólamatnum. Uppáhalds jólatónlistin? Mér finnst nú flestöll jólalög skemmtileg en Someday at Christmas með Stevie Wonder finnst mér mjög vel heppnað. Einnig kemur jóladiskur Sigga Guðmunds og Memphismafíunnar mér í hátíðarskap.


7 íbúðir seldar

519 5500 Brandur 897-1401

Úlfar lgf. 897-9030


Jólin í borg englanna

El Matador strönd Ótrúlega falleg strönd sem fáir vita af með háum klettum. Hún er lítil og afskekkt en kannski einum of vinsæl meðal ljósmyndara. Hafið í huga að það er aðeins hægt að fara á ströndina þegar það er fjara og því nauðsynlegt að fletta upp upplýsingum um sjávarföll áður en kíkt er á ströndina.

Mailibu Beach

D

agskrárgerðarkonan Kristín Eva Þórhallsdóttir hefur búið víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Frakklandi og Færeyjum. Að þessu sinni er hún búsett í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þar bjó hún áður þegar hún stundaði nám við California Institute of the Arts.

Gatan okkar


Hvernig ætlið þið fjölskyldan að halda jólin og áramótin? Á annan í jólum í fyrra stóð ég sveitt í íbúðinni minni að pakka ofan í kassa. Daginn eftir vorum við fjölskyldan flutt til L.A. í annað sinn á 15 árum. Það er því talsverð pressa að hafa jólin almennileg fyrir fjölskylduna í ár og ætla ég að hefja undirbúninginn snemma. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég held jólin fjarri Íslandi og hef meðal annars verið í Las Vegas og í Færeyjum á jólunum. Við ætlum okkur ekki að reyna að halda íslensk jól, heldur fagna jólunum eins og er gert hér. Kannski við tökum forskot á sæluna á aðfangadagskvöld, en við ætlum að opna pakka að amerískum sið á jóladagsmorgun og kannski við höfum kalkún í matinn. Ég læt ekki senda mér mat frá Íslandi, hér í Kaliforníu er ofgnótt af stórkotslegum mat og góðu hráefni, ég mun nýta mér það til hins ýtrasta þegar jólamaturinn verður ákveðinn. Mig langar mjög að upplifa jólin eins og þeim er fagnað þar sem ég er stödd, það er kannski mitt eina tækifæri til þess, ég er hinsvegar viss um að ég muni fá heilmörg tækifæri til að halda jólin á Íslandi að íslenskum sið. Áramótin eru með rólegu sniði hér og ekki mikið á seyði. Við eigum vissulega eftir að sakna flugeldanna en við verðum í góðum hópi Íslendinga og það á eflaust eftir að verða gaman. Eruð þið með einhverja jólahefð sem fylgir ykkur á milli landa? Á yngri árum hefði mér ekki dottið til hugar að jólin gætu verið góð annarsstaðar en heima hjá mömmu og þó það sé auðvitað ekkert sem toppar þau, þá hefur mér tekist að varðveita það sem skiptir mestu til að halda góð jól. Jólin eru fyrst og fremst stund milli stríða, eins og einn langur sunnudagur laus við allt utanaðkomandi áreiti þar sem maður getur skottast um á náttfötunum, borðað góðan mat og lesið bækur upp í rúmi. Það eru nokkrar hefðir sem hafa fylgt mér frá því ég var barn. Mamma setti alltaf hreint á rúmin á Þorláksmessu og setti mig í heitt bað og hrein náttföt fyrir háttinn. Þetta gerði hún því hún vissi að ég myndi ná að sofna vel, sem gat verið erfitt fyrir spenningi. Ég hef reynt að halda í þessa hefð og þá hefð að þegar gjafirnar eru opnaðar að opna eina í einu en ekki að leyfa öllum að ráðast á pakkaflóðið og rífa og tæta. Annars erum við nokkuð sveigjanleg, við leggjum áherslu á að borða góðan mat og njóta samverunnar við fjölskylduna. Það skiptir mestu máli. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl þegar kemur að jólaskreytingum? Ég skildi allt jólaskrautið mitt eftir á Íslandi þannig að ég þarf að verða mér út um nýtt skraut, sem er alls ekki leiðinlegt. Í Færeyjum vorum við í sömu stöðu, með ekkert skraut en við beittum ímyndunaraflinu og bjuggum helling til. Ég og dóttir mín perluðum meðal annars stjörnur á tréð og bundum borða utan um greinarnar, það kom mjög vel út. Annars finnst mér fallegast að skreyta með ljósum og kertum og hafa skrautið einfalt. Konfekt í skál, og smákökur á borði, jólatónlist og kerti gera ansi mikið. Hvernig upplifir þú stemninguna fyrir jólunum í L.A. miðað við á Íslandi? Umhverfið hér í Kaliforníu er mjög ólíkt Íslandi og engin von á hvítum jólum. Hinsvegar finnum við alveg fyrir árstíðabreytingum og það kólnar aðeins í veðri, húsin eru ekki vel einangruð og á kvöldin þegar sólin er sest getur verið kalt og þá er gott að drekka kakó og fara í ullarsokka. Jólin á Íslandi eru einstök, fyrst og fremst vegna þess að allt samfélagið tekur þátt. Hér fer það eftir fjölskyldum hvað fólk gerir. Í mínu hverfi eru margir gyðingar til dæmis sem fagna Hanukkah en ekki jólunum. Ekkert er gert úr jólunum í skólanum því það má ekki taka eina hátíð fram yfir aðra. Þakkagjörðarhátíðin er mun stærri hátíð sem allir fagna og þá kemur fjölskyldan saman og fólk á nokkra daga í frí, en jólin eru bara einn dagur. Umsjón: Auður Karitas • Myndir: Kristín Eva Þórhallsdóttir


Í L.A. mælir Kristín Eva með

Lífvörður 26 Það er ekki hægt að fara til L.A. án þess að fara niður á strönd. Uppáhaldsstaðurinn minn er hjá lífvarðakofa númer 26 við Ocean Park. Þar er minna af ferðamönnum og öldurnar verða sjaldnast of háar þannig að þar er gott að synda aðeins eða sitja í sandinum og horfa á sólsetrið.

Abbot Kinney í Venice Verslunargatan liggur nálægt ströndinni í Venice og er iðandi af fjölbreyttu mannlífi, flottum veitingastöðum og litlum verslunum með hönnunarvörum. Skemmtilegast finnst mér litlu leynibúðirnar sem maður uppgötvar í þröngu húsasundi og svo er kannski önnur þar fyrir aftan og svo önnur og maður ráfar um í litu völundarhúsi og hattagerðarmenn og listamenn verða á vegi manns eða súkkulaðiverslun sem er varla meira en hola í vegg.

Foodtruck Það er ekki hægt að heimsækja borgina án þess að fá sér takós í einum af fjölmörgum foodtruck, eða matartrukkum sem er að finna um alla borg. Nálægðin við Mexíkó gerir það að verkum að mexíkóskur matur er algengur og stundum fær maður besta takóið í einum af þessum trukkum. Kaffihús í Downtown L.A. sem er helsti samkomustaður hipstera í L.A. um þessar mundir. Reyndar drekk ég ekki kaffi sjálf þannig að þessi meðmæli koma frá vinkonu minni Sif Jóhannsdóttur. Hún keyrir langar leiðir til að næla sér í kaffið í þessari sjoppu. Besta kaffið er svo að finna á Blue Bottle cafe á Abbot Kinney. Stumptown Coffee Roasters

Nobu í Malibu Nobu í Malibu Veitingastaðurinn þar sem stjörnurnar borða og það þarf að panta borð með mjög góðum fyrirvara. Hann er alveg niður við ströndina og Kyrrahafið blasir því við á meðan gestir gæða sér á ljúffengum, alls ekki ódýrum mat.

Cafecito Organico Annað kaffihús sem Sif vinkona mælir með. Kaffihúsið notar bara lífrænt ræktaðar baunir og byggir á sanngjörnum viðskiptum við bændur. Sif mætti leikaranum Owen Wilson á þessu kaffihúsi.


Hästens kynnir með stolti

Stockholm White L I M I T E D

E D I T I O N

2 0 1 4

Aðeins í sölu í takmarkaðan tíma til 31. desember 2014. Hästens eru umhverfisvæn sænsk hágæðarúm sem hafa verið framleidd frá árinu 1852. Komdu og finndu muninn.

Hästens Grensásvegi 3 Sími 581 1006


s Verð aðein

. 0 0 0 . 9 9 3

RO STÓLINN HÖNNUÐUR JAIME HAYON Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurflugvöllur / 5687733 / www.epal.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.