Home
4.TBL 2015
Magazine Jólaskreytingar Jólapakkar Jólatré
Heimsóknir Uppskriftir
Hátíðarblað
Home
Magazine
1.
8.
My favorite time of the year Tími ljóss og friðar er runninn upp, þar sem allir ættu að reyna að njóta samverustunda með fjölskyldu og vinum. Göngutúrar, spilakvöld, bakstursdagur, jólaföndur, jólakortagerð annað í þessum dúr, eru oft eftirminnilegustu stundirnar.
2.
4.
3.
5.
Við ættum líka að hafa það í huga þegar kemur að jólagjöfunum, þær þurfa ekki að kosta mikinn pening því það er hugurinn sem skiptir máli. Kæru lesendur njótið og eigið yndisleg jól.
3.
Gleðilega hátíð, Þórunn Högna
6.
4.
7.
Ritstjóra langar í: 1. Chloe Taska, Leonard 2. Votivo jólakerti, Myconceptstore 3. Teppi Grid, Hjarn Reykjavík 4. Skór, Zara 5. Leður leggings, Eva 6. Palliettu kimonó, Freebird, 7. Day home púði, Heimahúsið 8. Gamaldags rofi í bústaðinn, Rafport
2
Frábær
Skiptu mér út fyrir gamla
Tengill með USB hleðslu
Rafport
•
580-1900
•
www.rafport.is
•
rafport@rafport.is
Home
Magazine
Ritstjóri Þórunn Högna thorunn@homemagazine.is Blaðamenn Aldís Athitaya Gísladóttir Guðrún Hafdís Þórunn Högna LólÝ Berglind Hreiðarsdóttir Linda Benediktsdóttir Auður Ögn/17 sortir Ljósmyndarar Kristbjörg Sigurjónsdóttir Gróa Sigurðardóttir Beisi Aldís Athitaya Gísladóttir Zara thoresen Jill mee Lyme Sylviann Sandvik Prófarkalestur Esther Gerður Þýðing Hadda Rakel & Magnea Rut Umbort & Hönnun Þórunn Högna & Aron H. Georgsson Auglýsingar thorunn@homemagazine.is www.homemagazine.is facebook.com/homemagazine.is Homemagazineis
4
Fallegri jól í Höllinni
Reykjavík Bíldshöfða 20
Akureyri Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is 558 1100
Efnisyfirlit 46
Sylviann Sandvik
52
Jill Mee Lyme
62
Jonni & eva
Heimsóknir 46 52 62 36 72
6
Sylviann Sandvik Jill Mee lyme Jonni & Eva Inga Bryndís & Birgir Örn Zara Thoresen
Hönnun & Hugmyndir 16 30 20 26 24
Fallegir jólapakkar Guðrún Hafdís, bloggari Jólatré Jólaskreytingar D.I.Y pakkaskraut
36
Inga Bryndís
16
Jólapakkar
26
Jólaskreytingar
94
JólaMatur
Viðtöl / Greinar 98 Fataskápurinn / Gyða Hlín Björnsdóttir
81
Eftirréttir
Girnilegar uppskriftir 96 84 88 92 82
Meðlæti Matarbloggarinn Berglind Hreiðarsd Matarbloggarinn Lólý Matarbloggarinn Aldís Athatya Auður Ögn / 17 Sortir
www.homemagazine.is www.facebook.com/homemagazine.is 7
H
UGMYNDIR & ÖNNUN
Jólin koma
Einn skemmtilegasti tími ársins er framundan. Það er misjafnt hvað fólk leggur mikið uppúr því að skreyta
heimili sín í desember. Hér eru nokkur fallega skreytt heimili og margar skemmtilegar hugmyndir sem hægt er að nýta sér yfir hátíðirnar. Njótið.
10
11
12
13
14
Skjalm P 5.590 kr The Oak Men 3.490 kr 4.990 kr Design by Us 39.900 kr
Úrval jólagjafa fyrir þig & þína Opið alla daga fram að jólum virkir dagar 10 - 18 laugardagar 11 - 18 sunnudagar 12 - 17
Copenhanger 29.900 kr
Finnsdottir Honkadonka 24.900 kr
Woud 44.900 kr
Design by Us 199.900 kr
By Wirth 9.900 kr
Design by Us 89.900 kr
Woud sófi
Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is
Flottir jólapakkar
Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig jólapakkarnir gætu litið út fyrir þessi jólin. Þeir eru öðruvísi en fallegir.
16
Umsjón: Þórunn Högna
17
24 18
19
Brรกรฐum koma blessuรฐ jรณlin...
20
21
22
Umsjón: Þórunn Högna
23
DIY jólaskraut
24
Umsjón & Myndir: Aldís Athitaya Gísladóttir
Deig ( dugar í um 30-60 stk. fer eftir stærð) •1 bolli matarsódi •1/2 bolli kartöflumjöl •3/4 bolli kalt vatn Aðferð: -Blandið saman matarsóda og kartöflumjöli í pott, bætið við vatni. -Hitið við vægan hita og hrærið á meðan (ekki hætta að hræra) -Blandan byrjar að þykkna. -Þegar blandan myndast í „bolta“ ( eftir um 3-5 mín ) þá er deigið tilbúið. -Setjið deigið í skál og hyljið með rökum eldhúspappír. (Kreistið vatnið vel úr) -Látið kólna í um 25 mín. -Fletjið deigið út (gætið þess að fletja það ekki of þunnt) og skerið út að vild. -Ég notaði greinar til að stimpla út munstur, hægt er að nota hvað sem er, t.d. greinar, strá, blúndu, oft eru munstur í botninum á glösum eða diskum sem hægt væri að nota. passið bara, ef þið notið greinar að skola fyrst og leyfa þeim að þorna.
Ég bakaði skrautin mín í 30 mín og leyfði því svo að þorna yfir nótt. -Þegar skrautið er orðið þurrt, notið þá naglaþjöl eða sandpappír til að slípa niður ójöfnur eða brúnirnar. (ef það þarf) -Einnig skemmtilegt að mála skrautið að vild.
-Nokkur ráð; -Ef deigið er of þurrt, bætið við örl vatni og hnoðið því inn þar til það mýkist. -Ef deigið er of blautt, hnoðið kartöflumjöli við. -Deigið á að vera mjög mjúkt og auðvelt að vinna með, ef það er farið að þorna er hægt að bleyta eldhúspappír, kreista vatnið vel úr, vefja deiginu inn í pappírinn og hita í örbylgju í 5-10 sek. -Deigið geymist vel pakkað inn í plastfilmu við stofuhita, ef það er orðið þurrt þegar á að nota það á ný. Notist við ráðið hér að ofan.
-Stingið gat fyrir bandið, t.d. með mjóu röri. -Leggið skrautið á bökunarpappír. -Hægt er að leyfa því að þorna við stofuhita yfir nótt, en passa þarf að snúa skrautinu eða baka í 80°c heitum ofni í 60 mín til að flýta fyrir, snúa þarf skrautinu eftir 30 mín.
25
Jólaskreytingar Við fengum til liðs við okkur nokkrar smekkkonur til að búa til jólaskreytingu fyrir þessi jólin. Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir fatahönnuður og eigandi Freebird
Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Í seinnihluta nóvember.
þykir manni vænna og vænna um það, eins gott að passa það vel.
Segðu okkur frá skreytingunni sem þú gerðir? Einföld með mínum uppáhalds efnum sem eru: könglar, kerti og grænar greinar en það eru til svo fallegar greinar núna sem eru með litlum könglum á, annars vel ég oft silkifuru og núna notaði ég undir þetta trébretti sem ég átti. Ég hef í gegnum tíðina heillast mest af náttúrulegum efnum og litum í jólaskreytingar.
Ertu mikið jólabarn? Já, ég myndi segja það.
Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Jólaljósin sem gera allt svo notalegt í skammdeginu, jólamyndirnar mínar sem ég horfi á aftur og aftur, ótakmarkað leyfi til að borða góðan mat og sætindin. Uppáhalds jólaskrautið? Fyrsta jólaskrautið sem ég og maðurinn minn keyptum okkur voru tvær litlar músajólastyttur, eitthvað sem við myndum ekki velja í dag en eru samt okkar mest uppáhalds. Síðan það sem börnin hafa föndrað í gegnum tíðina og eftir því sem árin líða
26
Jólahefðir í fjölskyldunni? Það eru nokkrir hlutir sem við reynum alltaf að gera í desember eins og fara á jólatónleika, reynum að komast allavega á einn jólamarkað. Stór fjölskyldan hefur oft farið á jólahlaðborð fyrir utan bæinn og átt góða helgi saman og síðustu ár höfum við farið í jólabrunch á VOX á Þorláksmessu. Allt saman hlutir sem gera jólin að jólunum. Uppáhalds jólatónlistin? Keyptum á ferðalagi fyrir mörgum árum disk sem ég byrja oft að spila snemma í nóvember en hann heitir Relaxing Christmas Jazz og er svo ljúfur. Ellen og KK er líka oft spiluð en þar sem fjölskyldan er á aldrinum 3 til 46 þá hljómar alls konar jólatónlist á heimilinu.
Umsjón:Þórunn Högna • Myndir. Beisi
Margrét Þórarinsdóttir í Heimahúsinu Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Fer að huga að jólunum seinnpartinn í nóvember, aðventan er dásamlegur tími. Segðu okkur frá skreytingunni sem þú gerðir? Náttúruleg og hlýleg. Lifandi blóm, kertaljós, könglar og greni í fallegum bakka. Ertu mikið jólabarn? Já, ég er það. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Hátíðleiki jólanna og samveran með fjölskyldu og vinum. Uppáhalds jólaskrautið? Georg Jensen jólatré sem maðurinn minn keypti í útlöndum fyrir mörgum árum síðan. Jólahefðir í fjölskyldunni? Já, Rjúpur á aðfangadag og heitt súkkulaði á jóladagsmorgun. Uppáhalds jólatónlistin? Jóladiskurinn Magical Christmas með Friðrik Karlssyni.
27
Hulda Finsen eigandi Módern
Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Ég byrja yfirleitt að skreyta í nóvember áður en jólaösin hefst að ráði í Módern. Segðu okkur frá skreytingunni sem þú gerðir? Ég er mikið fyrir hvítt núna í ár. Ég setti kertahúsin mín öll á arinhilluna og fjóra fallega kertastjaka saman á hringlagabakka fyrir aðventukertin fjögur. Þetta er látlaust og fallegt og getur staðið lengur en yfir jólin með litlum breytingum. Svo getur vel verið að ég setji eitthvað grænt greni með þegar nær dregur jólum. Hefðbundna aðventukransinn minn nota ég hinsvegar núna sem borðskreytingu með jólailmkerti í miðjunni. Ertu mikið jólabarn? Ég er frekar mikið jólabarn og finnst gaman að skreyta, baka og sinna ýmsu jólastússi fyrir fjölskylduna. Þetta byrjaði snemma því sem barn skreytti ég herbergið mitt mjög mikið. Ég setti bómull í hillur og raðaði jólasveinum í bómullarskíðabrekkur, bjó til músastiga úr kreppappír, setti seríur í gluggann og saumaði út jóladúka og fleira.
Uppáhalds jólaskrautið? Ég á mér ekkert gamalt uppáhalds jólaskraut og breyti oft til og hef mismunandi þema, meira gyllt eitt árið og rautt það næsta. En uppáhaldsskrautið mitt hvert ár er alltaf það sem börnin búa til í skólanum fyrir hver jól og ratar oft í jólapakkann minn. Jólahefðir í fjölskyldunni? Við erum ekkert alltof fastheldin á jólahefðir núorðið þegar fjölskyldan stækkar með tengdabörnum og barnabörnum. Eitt sinn hefði ég sagt að rjúpur væru ómissandi á aðfangadag, en það er það ekki lengur. Piparkökuhúsagerð var hefð þegar börnin voru lítil, en nú eru það jólatónleikar. Uppáhalds jólatónlistin? Það er spilað svo mikið af jólalögum í útvarpinu í svo langan tíma núorðið að maður er orðinn hálfþreyttur á henni þegar jólin loksins koma. En Mahalia Jackson finnst mér einstaklega hátíðleg. Hún var í miklu uppáhaldi hjá pabba mínum og nú vekur hún upp fallegar jólaminningar hjá mér þegar hann er farinn.
Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Mér finnst aðventan skemmtilegust og svo friðurinn og samveran með fjölskyldunni yfir jólin.
28
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Gróa Sigurðardóttir
Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Það er í raun mjög misjafnt, nóvember er vinnunnar vegna yfirleitt svakalegur mánuður svo ég er ekki manna fyrst...því miður...En ég er að tína þetta inn úr geymslunni alveg frá því í lok oktber því mér finnst ég eiga að vera komin í stuðið þá.
Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Það er klárlega notalega samveran með fjölskyldunni og vinum, bæði á aðventunni og svo yfir hátíðarnar. Lágstemmd afslöppun og kúr frameftir. Gleðin hjá börnunum yfir að fá eitthvað af óskalistanum, eldur í arninum, samtöl og almenn notalegheit.
Segðu okkur frá skreytingunni sem þú gerðir? Þetta er svona týpísk, “skellt á bakka” stemning. Ég er mjög mikið fyrir greinar og köngla og jafnvel mosa í skreytingar, en finnst mikilvægt að glimmera það aðeins líka. Kertin eru frá Bröste , litlu krílin úr Húsgagnahöllinni, kúlur og skraut úr sömu verslun. Ég týndi könglana snemma í haust í Hamrahlíðar skógi og greinarnar klippi ég í garðinum.
Uppáhalds jólaskrautið? Jólaskrautið....það sem mér þykir allra allra vænst um er það sem börnin hafa komið með heim í gegnum árin, einlægnin í þeirri sköpun og gleðin við að gefa það. Annars er ég eins og fyrr segir látlaus og náttúruleg svo ég segi ferskt greni í vasa, gráar, silfraðar og glimmeraðar kúlur og fullt af kertum.
Ertu mikið jólabarn? Það er nú hálf hallærislegt að svara því neitandi, verandi menntuð í einhverri skreyti grein...en ég hef lagast mikið síðan börnin mín fæddust og finnst ómissandi að hafa hlýlegt í kringum mig á þessum árstíma. Ég er samt meira fyrir uppstillingar á nokkrum stöðum heldur en að missa mig í gleðinni.
Kristjana Jenný Ingvarsdóttir útstillingahönnuður í Húsgagnahöllinni
Jólahefðir í fjölskyldunni? Tengdafjölskyldan mín er alltaf í möndlugraut kl 11.30 á aðfangadag, það er föst hefð sem er mér dýrmæt og alltaf mjög notalegt. Eins er það heimsókn í kirkjugarðinn og smá kaffisopi og jafnvel líkjör hjá ömmu og afa áður en við drífum okkur heim í eldamennskuna. Öll mín fjölskylda er búsett erlendis svo við erum ekki í boðum alla hátíðina eins og tíðkast víða en þeim mun meira saman litla fjölskyldan.
29
J
ólin hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Áður fyrr átti ég það til að skreyta kannski aðeins of mikið en á seinni árum hef ég reynt að hafa skrautið minna og láta frekar hverja skreytingu njóta sín.Þegar lyktin af greninu og rauðu jólaeplunum er komin í hús þá finnst mér jólin vera að koma, það ásamt könglum, stjörnum og mikið af kertum er mitt uppáhalds skraut. Kæru lesendur ég vona að þið eigið yndisleg jól.
30
Umsjón: Guðrún Hafdís
gh2511
31
H
EIMSテ適NIR
Hvít jól í
fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur búa hjónin Inga Bryndís Jónsdóttir í Magnoliu og Birgir Örn Arnarson ásamt dóttur sinni og kisukrúttinu Galadriel. Þau gerðu miklar endurbætur á þessu fallega húsi enda þaulvön. Það var því einstaklega gaman að koma við og sjá nýjasta verkefnið þeirra en allt heimilið var komið i jólafötin, þegar ljósmyndari leit við.
36
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Tinna Stefánsdóttir
37
Hvenær var húsið byggt? 1930.
Uppáhalds rými í húsinu? Baðherbergi og arinstofa.
Hvernig er stíllinn á heimilinu? Persónulegur.
Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Að friður og ró sé yfir öllu.
Nýtt eða gamalt? Hvoru tveggja. Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Í svefni og vöku, ferðalögum og dagsins amstri.
38
Hvaða stíl aðhyllist þú? Það er engin einn sérstakur stíll sem heillar mig meira en annar.
Áttu þér uppáhaldshönnuð eða arkitekt? Tine K og Sir Conran.
Hvernig er fullkominn dagur heima við? Þegar allir fjölskyldumeðlimir eru heima, bökunarilmur og hlátur í lofti.
Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Magnolia.
Kaffi eða te? Te.
Hvað finnst þér best við hverfið? Öll gömlu húsin og rótgrónu garðarnir. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Porter, Australian Vouge living og living ETC. Er svarti liturinn, nýi hvíti? Hvítt heldur alltaf velli. Hvítt og svart er eins og jing og jang, vinnur frábærlega saman. Hvaða litir eru vinsælir núna í jólaskrauti? Svart, hvítt, kardinála rautt og kanil brúnir jarðartónar.
39
40
Góð ráð til að skreyta heimilið? Ferskt greni, könglar, kerti, epli og kærleikur. Hvernig verður aðventukransinn í ár? Hann verður hrár og nátturulegur, ilmandi og ferskur. Uppáhalds jólatónlistin? Barock og Nat King Cole. Uppáhalds jólaskrautið? Tengjast minningum. Skreytið þið líka utandyra? Já. Jólamaturinn er? Rjúpur. Hvít eða rauð jól? Hvít. Gervi eða lifandi jólatré? Lifandi. Kaupir þú nýtt jólaskraut á hverju ári? Já alltaf eitthvað til að krydda jólaandann með. Farið þið á jólatónleika í desember? Jólatónleikar í Hallgrímskirkju þar sem schola cantorum lyftir andanum upp á æðra stig. Hvað er framundan? Jól með ævintýralegu ívafi.
magnolia_iceland
41
42
43
44
45
Sylviann Sandvik
býr í bænum Þrándheimi í Noregi ásamt Martin syni sínum. Hún vinnur við ferðaþjónustu og hefur áhugi hennar á hönnun aukist á síðustu tveimur árum. Hennar uppáhalds hönnuður er sjálfur Arne Jacobsen og sækir hún innblástur úr tímaritum og á Instagram. Sylviann elskar jólin og aðdraganda þeirra og nýtur þess að eyða tíma með syni sínum og stórfjölskyldunni yfir hátíðirnar.
46
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Sylviann Sandvik
47
Segðu okkur frá þér og fjölskyldunni þinni? Ég heiti Sylviann Sandvik, er 37 ára og bý með syni mínum Martin í Þrándheimi, Noregi.
Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, en áhuginn og sköpunargáfan hefur aukist síðustu 2 árin. Borðstofuborðið mitt bjó ég til dæmis til úr gamalli hurð.
Við hvað vinnur þú? Ég vinn hjá ferðaþjónustufyrirtæki, sem mér finnst æðislegt.
Uppáhalds hönnuður? Arne Jacobsen og Normann Copenhagen.
Hvað er það besta við borgina þína? Þrándheimur er ekki of stór og ekki of lítill, hann er afar kósý. Það er gullfallegt útsýni, sérstaklega út við sjóinn þar sem ég bý. Einnig er hér að finna góðar búðir og veitingastaði. Eyðir þú miklum tíma í blogg eða á instagram? Ég deili 2-3 myndum á dag úr mínu nánasta umhverfi. Ég tel það mikilvægt að eyða góðum tíma í bloggið, ef það á að verða vinsælt. Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna þína? Aðallega úr hönnunartímaritum og á Instagram.
48
Uppáhalds ljósmyndari? Uppáhalds ljósmyndirnar mínar eru að finna á www.lovewarriors.se /Hannah Lemholt. Uppáhalds blogg? Elisabeth Heier. Uppáhalds tímarit? Home Magazine, BOLIG pluss og Rom123. Uppáhalds árstíð? Ég get ekki gert upp á milli sumars og veturs. Á sumrin er bjart og hlýtt hér í Noregi og yfir jólin verður allt svo fallegt og hátíðlegt. Vintage eða nýtt? Bæði.
Er svartur nýi hvíti liturinn? Hvítur er alltaf í uppáhaldi en svartur er að verða vinsælli. Uppáhalds litur? Hvítur og grænn. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég kem mér vel fyrir og les hönnunartímarit. Þægindi eða útlit? Útlit. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Það eru margar frábærar hönnunarverslanir hér í Þrándheimi sem ég versla í, svo panta ég líka hluti á netinu. Uppáhalds staðurinn í húsinu þínu? Stofan mín. Kaffi eða te? Te. Eitthvað að lokum? Endilega kíkið á instagram síðuna mína @ssevjen.
49
“Love the Christmas spirit inside my home and outside”
50
Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Ég elska aðdraganda jólanna. Skreytingarnar, eyða tíma með fjölskyldunni, drekka heitt súkkulaði með sykurpúðum og að baka með syni mínum. Ég hef líka mjög gaman af því að versla jólagjafir og gera gjafirnar fallegar, svo sendi ég alltaf jólakort til ættingja og vina. Hvað er uppáhalds jólaskrautið þitt? Á mínu heimili er ekki notað neitt rautt, jólin mín eru hvít. Ég er mjög hrifin af því að koma náttúrunni inní húsið, ég fer vanalega útí skóg og sæki mér greinar, finnst það mjög fallegt. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir? Á hverju ári baka ég með syni mínum. Á Þorláksmessu skreytum við svo jólatréð og setjum gjafirnar undir það. Annan í jólum borðar fjölskyldan svo öll saman. Uppáhalds jólamynd? The Holiday og Askepott. Bakar þú mikið í desember? Ég baka piparkökur og brauð. Hvenær byrjar þú að skreyta heimilið? Ég byrja vanalega að skreyta 4 vikum fyrir jól, ég vil vera komin í jólaskap fyrir aðfangadagskvöld.
ssevjen
„Leyfðu okkur að fullkomna daginn þinn.“
labella HÁRSNYRTI & FÖRÐUNARSTOFA
Furugerði 3 / 108 Reykjavík / www.labella.is / labella@labella.is / Sími: 517 3322
Jill Mee Lyme
býr í Kaupmannahöfn með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún rekur fyrirtækið Meebylyme sem selur m.a. einstaklega falleg barnaföt. Hennar uppáhalds hönnuðir eru dönsku hönnuðirnir Arne Jacobsen og Børge Mogensen. Jill segir veturinn vera hennar árstíð og sækir hún innblástur sinn á Pinterest og Instagram.
52
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Jill Mee Lyme
53
Fjölskyldan? Ég og eiginmaðurinn minn Peter, við erum búin að vera saman í 4 ár og gift í 2. Við eigum saman 3 ára son sem heitir Maximillian og svo á ég 9 ára gamla dóttur úr öðru sambandi, hún heitir Celina. Við hvað vinnur þú? Peter er handverksmaður og ég á mitt eigið fyrirtæki sem heitir Meebylyme og svo er ég líka heimavinnandi húsmóðir. Hvað er það besta við borgina sem þú býrð í ? Á sumrin er Kaupmannahöfn æðisleg og það verður allt svo fallegt hérna um jólin. Á hverju ári eru kveikt ljós í Kongens Kytorv/D’angleterre og Tívolí þá verður allt mjög jólalegt og fallegt. Eyðir þú miklum tíma á Instagram? Ég eyði alltof miklum tíma á Instagram, er hálfgerður fíkill. Hvaðan færð þú innblástur? Ég fæ mikinn innblástur af netinu sérstaklega af Instagram og Pinterest. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af prjónavörum fyrir börnin mín og svo finnst mér loðfeldir mjög fallegir. Hönnunin af húfunum mínum koma frá langaömmu hans Maximillians og svo bætti ég loðdúskunum við. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Ég opnaði fyrirtækið Meebylyme fyrir rétt tæpu ári og það hefur bara stækkað síðan. Alveg síðan ég man eftir mér hef ég haft mikinn áhuga á hönnun, bæði á fatnaði og húsgögnum. Hvað gerir þú til þess að slaka á? Drekk heitt te eða kaffi, borða köku, skoða á netinu eða fletti í gegnum tímarit.
54
Uppáhalds hönnuður? Ég er mjög hrifin af einföldu hvítu línunum í skandinavískri hönnun, þetta sem fylgir gömlu dönsku hönnuðunum, Børge Mogensen, Arne Jacobsen. Ég er mjög hrifin af Hay, Tom Dixon, Eilersen, ByLassen og þeim nýju dönsku We do Wood. CamCam.dk og Sebra.dk eru í mestu uppáhaldi hjá mér þegar það kemur að húsgögnum og fatnaði fyrir börn. Uppáhalds fatamerki? Í mesta uppáhaldi hjá mér er barnafatnaður, ég elska að eyða pening í börnin mín. Börnin okkar eru eiginlega alltaf klædd í danskri hönnun, sem mér finnst einfaldlega best! Uppáhalds vörumerki? Christina Rohde, MarMar, Ver de Terre, Bellespommes, Angulus, Soft Gallery, ByClara & Gro. Uppáhalds tímarit? IN, ELLE, Bo Bedre. Uppáhalds árstíð? Veturinn ekki spurning eða jólatíminn. Fjölskylda, kertaljós, snjórinn, jólabaksturinn og heitt súkkulaði. Nýtt eða gamalt? Bæði vintage og nýtt. Er svarti nýi hvíti? Grátt og koparlitað er hinn nýi svarti. Hvar kaupir þú hluti fyrir heimilið? Ég kaupi mest á netinu, það er auðvelt og fljótlegt eða í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Uppáhalds litur? Grár og “hvítur”
Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Uppáhalds staðurinn er sófinn, föstudagskvöld í faðmi fjölskyldunnar er það besta sem ég veit. Þægindi eða útlit? Þægindi allan daginn!
55
56
“My biggest passion is children clothing, I love spending money on my kids - Our kids are almost always dressed in danish design, the best�
57
58
made.by.mee
www.Petit.is - Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík.
V
ið heimsóttum skemmtilega fjölskyldu í Garðabænum og fengum að kíkja á jólin hjá þeim. Jón Þór Guðjónsson og Eva Björg Torfadóttir í Rafport hafa komið sér vel fyrir ásamt börnum sínum, í fallegu raðhúsi þar sem lýsingin ræður ríkjum. Heimilið gera þau hlýlegt með nýjum og gömlum húsgögnum og hlutum. Húsfreyjan tók vel á móti okkur þegar við litum við og bauð uppá malt og appelsín og smákökur í anda jólanna.
62
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Beisi
Jólaheimsókn í Garðabæ
63
64
Hvenær var húsið byggt? Húsið er byggt árið 2011. Hvernig er skipulagið? Mjög gott, svefnherbergi á efri hæð ásamt baðherbergi og stórum svölum og neðri hæð er stofa, eldhús, skrifstofa og baðherbergi ásamt innangengnum bílskúr og þvottahúsi. Hvernig er stíllinn á heimilinu?Bæði hlýlegur með góðum litum og fallegum hlutum ásamt vel útfærðri lýsingu, einnig hrár með sjónsteypuveggjum og blámastáli. Hvaða útsýni hafið þið? Við erum heppin að sjá út á hraunið fyrir neðan flatirnar í Garðabæ og þegar við förum út í heita pottinn á svölunum á efri hæð hússins sést útsýni yfir Keili og fjallgarðinn í Bláfjöllum. Nýtt eða gamalt? Viljum hafa blöndu af bæði gömlu og góðu og nýju, sem einhvern tímann verður gamalt. Hvernig slappið þið af? Heima með fjölskyldunni, spilum spil, kveikjum á kertum, setjum góða tónlist á og förum í heita pottinn, toppar ef að það er á vetrarkvöldi með stjörnubjörtum himni og norðurljósum. Hvar fáið þið hugmyndir fyrir heimilið?Á ferðalögum, hjá vinum, Home Magazine, Pinterest, Lumex og sjónvarpsþáttum. Uppáhalds hönnuður eða arkitekt? Þar verður að nefna vin okkar Helga Kr Eiríksson lýsingahönnuð kenndan við Lumex sem hjálpaði okkur hjónum mikið með alla lýsingu og margt fleira, fagurkeri fram í fingurgóma. Hvar verslið þið mest fyrir heimilið? Lumex í ljósum, húsgögnum og ýmsum smáhlutum sem fegra heimilið, Ilva, Epal og Góða hirðinum. Uppáhalds rými í húsinu? Eldhúsið, mikill samkomustaður hvort sem fjölskyldan kemur saman og borðar eða spilar eða vinir koma í heimsókn, því eldhúsið dregur einhvern veginn alla til sín, alltaf. Einhver góður andi sem ríkir þar. Uppáhalds veitingastaður? Oshusi train og Eldofninn Grímsbæ ásamt Fjöruborðinu á Stokkseyri. Hvað er heimili í þínum huga? Það er þessi tilfinning sem að ég held að allir fái eftir að hafa verið erlendis í einhverja daga, vikur eða mánuði og þú kemur til baka heim til þín og segir “heima er best” setninguna, held að allir viti hvað ég á við, home sweet home. Á hvað leggið þið áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Lýsing fyrst og fremst og að skipulag sé gott, öllum líði vel og hver fjölskyldumeðlimur geti lagt sitt til málanna í sínu rými á heimilinu. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Heiti potturinn er notaður óeðlilega mikið og síðan auðvitað rúmið. Uppáhalds verslun? Lumex. Hvernig er fullkominn dagur heima við? Vaknað, allir á heimilinu samankomnir uppí hjónarúmi að kúra aðeins og kryfja málefni vikunnar, eldaður dýrindis brunch, farið í göngu- eða hjólatúr, komið heim og auðvitað farið í pottinn, tekin ein góð ræma í sjónvarpinu, ættingjar eða vinir koma í heimsókn, eldaður einhver gourmet matur og hlegið mikið, endar svo með einhverri góðri íslenskri kvikmynd sem allir geta horft á og svo farið að sofa í tandurhreinum og ferskum rúmfötum með ferskt loft inní hverju svefnherbergi.
65
“viljum hafa blöndu af bæði gömlu og góðu og nýju, sem einhvern tímann verður gamalt”
66
Það síðasta sem keypt var fyrir heimilið? J.J.Wall vegglampi frá WEVER & DUCRÉ sem fæst hjá Lumex. Hvað finnst ykkur best við hverfið? Nálægð við Garðaskóla og Flataskóla sem börnin okkar ganga í og síðan tómstundir sem þau iðka hjá Stjörnunni, mjög miðsvæðis í Garðabæ. Is less more? We all have to learn to do more with less around here. Kaffi eða te? Tvöfaldur Macciato með dass af hunangi takk. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Home Magazine. Hvaða litir eru vinsælir núna í jólaskrauti? Alltaf rautt og hvítt, klassískt. Góð ráð til að skreyta heimilið? Nota það sem til er og kaupa alltaf eitthvað nýtt, þarf ekki að vera mikið, bara einhver einn hlutur sem fer í minningarkassann hjá öllum. Hvernig verður aðventukransinn í ár? Hvítur og klassískur. Uppáhalds jólatónlistin? Gömul klassísk jólalög, bæði íslensk og erlend. Tilbúinn lagalisti á Spotify. Uppáhalds jólaskrautið? Fallegt lítið jólatré með hangandi hlutum sem við fengum frá Jóni afa og Dídí ömmu og síðan handmálað verk sem við keyptum í Boston með nöfnunum okkar allra á. Skreytið þið líka utandyra? Já, hvítar jólaseríur og rauð ljós ásamt kertaluktum, sannkölluð jólabörn. Hvaða stíl aðhyllist þið? Það sem veitir manni innblástur, hvaðan sem það kemur. Jólamaturinn er? Hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi, og þá má alls ekki vanta aspasinn og graflax í forrétt veiddan af húsbóndanum. Hvít eða rauð jól? Hvít takk. Gervi eða lifandi jólatré? Eingöngu lifandi grænt og fagurt með ilmandi grenilykt. Kaupið þið nýtt skraut á hverju ári? Já alltaf eitthvað, erum búin að safna okkur öllum íslensku jólasveinunum (einn á ári) og núna eru þeir allir komnir og þá tekur eitthvað annað við. Hvað er framundan? Halda gleðileg jól, njóta aðventunnar með fjölskyldunni og fagna nýju ári 2016.
67
68
Tom Dixon gjafavörurnar eru komnar. Kíktu við og sjáðu eitthvað alveg nýtt!
Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is
Accessories
Heimur fágaðra möguleika
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is
Zara Thoresen
72
L
eikskólakennarinn Zara Thoresen býr í bænum Kristiansand í Noregi ásamt fjölskyldu sinni í nýju húsi sem þau eru búin að koma sér vel fyrir í. Hún er hrifin af hönnun hjónanna Charles and Ray Eames og draumurinn hennar er að verða innanhússhönnuður. Zara eyðir miklum tíma á Instagram en þar sækir hún meðal annars innblástur fyrir heimilið sitt. Svartur og kopar eru hennar uppáhaldslitir.
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Zara Thoresen
73
74
Segðu okkur frá þér og fjölskyldu þinni.Ég heiti Zara Thoresen og bý í Kristiansand í Noregi. Ég er trúlofuð og á þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu. Nýlega keyptum við stórt hús og það hefur orðið stórt og mikið verkerfni að gera það upp. Við hvað vinnur þú? Ég vinn á leikskóla en draumurinn er að verða innanhússhönnuður eða stílisti. Hvað er best við borgina þína? Það besta finnst mér að ég bý nálægt fjölskyldu minni og vinum. Á sumrin er svo oft mikið um að vera, tónleikar og hátíðir. Eyðir þú miklum tíma í blogg og á Instagram? Ég eyði örugglega meiri tíma en ég ætti að gera á Instagram. Það er svo góður vettvangur til að fá innblástur og hugmyndir. Hvar færð þú innblástur fyrir vinnuna þína? Ég hef alltaf haft áhuga á innanhúshönnun. Ég horfi á hvern einasta sjónvarpsþátt um það sem ég finn og fæ mikinn innblástur þaðan, og svo auðvitað á Instagram. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, ég hafði mestan áhuga á myndlist þegar ég var yngri en með árunum hefur hann þróast yfir í brjálaða hönnunarfrík. Uppáhalds hönnuður? Charles Eames, hönnun þeirra er svo fáguð og minimalískar. Hann fer aldrei úr tísku! Uppáhalds ljósmyndari? Hanna Lemholt, ljósmyndari Love Warriors. Uppáhald blogg? www.noeblog.no Uppáhalds tímarit? Home Magazine, Room123 og Bo Bedre Vintage eða nýtt? Nýtt! Er svartur nýi hvíti? Tvímælalaust! Uppáhalds litur? Þegar það kemur að innanhúshönnun er það svartur og kopar. Annars er ég mjög hrifin af dökkbláum fötum.
75
“I love my city because I have all the people I love, around me. I would say thats the main reason� 76
Hvað gerir þú til að slaka á? Ég hlusta á tónlist eða kveiki á uppáhalds sjónvarpsþættinum á Netflix. Þægindi eða útlit? Ég verð að viðurkenna að útlit hefur meira vægi hjá mér. Hvar kaupir þú hluti fyrir heimilið þitt? Aðallega í Bolia og BoConcept. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Stofan! Það er svo þægilegt andrúmsloft þar. Kaffi eða te? Kaffi!
Zaras_Home 77
I love Instagram! 78
79
J贸lauppskriftir
Súkkulaði-
kaka með piparmyntulíkjörs smjörkremi & súkkulaði ganache
Súkkulaði botnar
Smjörkrem með piparmyntulíkjör
Súkkulaði ganache
• 180 g smjör • 150 g sykur • 150 g púðursykur • 2 stk egg • 230 g hveiti • 90 g kakó • 1 tsk matarsódi • 255 g súrmjólk • 130 g sýrður rjómi • 1 msk vatn • 1 tsk vanilla • ½ tsk salt
• 80 g eggjarauður • 130 g sykur • 70 g vatn • 270 g smjör, mjúkt • 2 tsk vanilla • 1 dl Joseph Cartron piparmyntulíkjör
• 1 dl rjómi • 85 g 56 % súkkulaði • 10 g glúkósi
Aðferð: Mjúkt smjör og sykur er þeytt saman þar til það verður létt og ljóst. Eggi er bætt út í, einu í einu ásamt vanillu og salti. Þurrefnin eru vigtuð saman og sett út í ásamt sýrða rjómanum, súrmjólkinni og vatninu. Blandað saman og skipt niður í þrjú 24 cm form. Bakað við 175°c í 15-20 mínútur.
82
Aðferð: Eggjarauður eru þeyttar til þær verða ljósar. Sykur og vatn er sett í pott og hitað upp að suðu án þess að hrært sé í pottinum. Þegar sykurblandan nær 117°c er henni hellt í mjórri bunu út í eggjarauðurnar og þær látnar þeytast hægt á meðan hellt er. Þegar sírópið er allt komið út í þá er hraðinn aukinn og þetta þeytt þar til blandan er orðin köld. Mjúku smjöri er bætt við í smáklípum. Skipta þarf úr þeytara yfir í spaðann þegar helmingurinn af smjörinu er kominn út í. Þegar allt smjörið og vanillan er komið út í er þetta þeytt vel. Myntulíkjörinn er settur saman við og allt blandað saman. Hann litar kremið fölgrænt, en má lita það með matarlit til að fá sterkari lit, ef vill.
Umsjón: Auður Ögn/17 Sortir • Myndir: Beisi
Aðferð: Rjóminn er hitaður í potti að suðu ásamt glúkósanum. Þessu er hellt yfir súkkulaðið og látið standa í 1-2 mínútur. Blandað síðan saman með sleikju þar til allt er komið saman. Látið kólna þar til þykknar. Samsetning: Kakan er smurð saman með piparmyntukreminu og súkkulaði ganache er hellt yfir og látið leka niður hliðarnar, passa þarf að hann sé ekki of heitur og þar með of þunnur til að leka mátulega niður hliðarnar. Skreytt með jólalegu sprinkles og smjörkrems toppum að vild.
Irish coffee
hnallþóra Kaffi botnar
• 400 g smjör, mjúkt • 400 g púðursykur • 400 g hveiti • 5 tsk lyftiduft • 2 tsk vanilla • 1 tsk salt • 8 stk egg • 5 msk nescafé duft leyst upp í 3 msk sjóðandi vatni Aðferð: Smjör, púðursykur og vanilla er þeytt vel saman í 4-5 mín þar til létt og ljóst. Eggjum er bætt út í 2 í einu og skafð vel niður í hrærivélaskálina á milli. Þurrefnum er bætt út í ásamt kaffiblöndunni og blandað saman. Skipt niður í þrjú 24 cm form og bakað við 160°c í 20-25 mínútur.
Viskí smjörkrem • 250 g saltað smjör • 500 g flórsykur • 250 g hvítt súkkulaði, brætt • 125 ml Jameson viskí Aðferð: Smjör og flórsykur er þeytt saman upp í létt smjörkrem. Hvítu súkkulaði er hellt út í og þeytt vel. Viskí er hellt út í smá skömmtum og allt saman þeytt vel. Kakan er smurð saman með viskí smjörkreminu og skreytt að vild með smjörkrems toppum og súkkulaðispæni eða rifnu súkkulaði
Segðu okkur aðeins frá 17 Sortir? 17 Sortir er eiginlega gæluverkefnið mitt, hugmynd sem lét mig ekki í friði þó ég hefði meira en nóg á minni könnu og ég hreinlega varð að framkvæma. Conceptið er þannig að við erum með 17 sortir af kökum í boði á degi hverjum, sem skiptast í bollakökur, bitakökur og hnallþórur. Úrvalið breytist frá degi til dags og þú veist aldrei hvað mætir þér þegar þú kemur í kökusjoppuna. Við leggjum uppúr fyrsta flokks hráefnum, óvenjulegum bragðssamsetningum og fallegri framsetningu. Áttu þér uppáhalds bollaköku? Er hægt að velja á milli barnanna sinna?
Hvaða áhald í eldhúsinu notar þú mest? Hnífana mína, ekki spurning. Eitthvað hráefni sem þú notar meira en annað? Já, ég nota rosalega mikið af mjólkurvörum og ostum, finnst eins og ég sé alltaf að kaupa ost. Þessa stundina er geitaostur í uppáhaldi. Jólamaturinn er? Mjög danskur..... purusteik, brúnaðar kartöflur, Waldorf salat og allt það. Og svo auðvitað Ris a la mande í eftirrétt.
Bakar þú mikið fyrir jólin ? Ég gerði það, en það er alltaf að minnka, bæði sökum tímaskorts og svo virðast fjölskyldumeðlimir ekki hafa fengið kökugenin í erfðir og eru ekkert rosa hrifnir af smákökum.
Einhver jólahefð í fjölskyldunni? Já t.d. á jóladag, það er náttfataog bókadagur hjá stórfjölskyldunni. Það er bannað að hafa jólaboð þennan dag (þau eru haldin á annan í jólum) og enginn klæðir sig eða fer út úr húsi. Þennan dag útbý ég Egg Benedikt fyrir okkur í brunch en að mestu erum við í rúminu að lesa.
Hvaða krydd er í uppáhaldi hjá þér? Síðustu mánuði hef ég verið rosalega hrifin af kryddi og kryddblöndum sem gefa norður Afrískri matargerð sitt einkennandi bragð, en ætli ég noti ekki mest hvítlauk og chili.
Eitthvað spennandi framundan? Jájá, það er alltaf eitthvað spennandi framundan, glasið er alltaf hálf fullt er það ekki ? En ég hlakka til að fá að taka þátt í stóru dögunum í lífi fólks þegar við förum að baka brúðar- og fermingartertur.
83
Oreodraumur Botn
Súkkulaðihjúpur
• 2 pk Oreo kex (2x14 kökur) • 100 gr smjör
• 240 ml rjómi (1 bolli) • 300 gr suðusúkkulaði
Aðferð: Bræðið smjörið og leggið til hliðar. Myljið Oreo kökurnar í blandara/ matvinnsluvél og hellið smjörinu svo yfir og blandið vel saman með sleif. Það er allt í lagi að hafa aðeins fleiri kexkökur ef þið viljið þykkari botn en þá líka örlítið meira af smjöri. Setjið í botn á formi og látið deigið einnig upp á brúnir. Frystið í um 10 mínútur.
Aðferð: Saxið súkkulaðið smátt eða notið súkkulaðidropa, hitið rjómann að suðu (varist þó að láta hann sjóða) Hellið heitum rjómanum yfir saxað súkkulaðið og látið standa í um 5 mínútur. Hrærið því næst upp í blöndunni þar til áferðin er orðin slétt og falleg. Hellið yfir karamelluna og setjið í frystinn að nýju í um 30 mínútur. Stráið að lokum grófu salti yfir tilbúna kökuna og berið fram með rjóma, ís, jarðaberjum eða því sem ykkur langar.
Karamella • 110 gr smjör • 150 gr púðursykur • 60 ml rjómi (1/4 bolli) Aðferð: Setjið smjör og púðursykur í pott. Hrærið stanslaust í og hitið við meðalhita þar til fer að sjóða. Bætið þá rjómanum varlega saman við og leyfið að sjóða við miðlungsháan hita í um 5 mínútur þar til karamellan þykknar. Látið karamelluna standa í pottinum í um 15 mínútur á meðan hún kólnar og hellið því næst yfir kaldan Oreo botninn. Setjið í frysti í um 30 mínútur og útbúið súkkulaðihjúpinn á meðan.
84
Sykurristaðar möndlur
• 3 bollar möndlur • 1 ½ bolli vatn • 1 bolli sykur • ½ bolli púðursykur • 1 msk kanill • ½ msk bökunarkakó • ¼ tsk negull Aðferð: Setjið þurrefnin á pönnu og blandið saman, hellið því næst vatninu yfir og hrærið saman við. Kveikið á hellunni á meðalháan hita og þegar blandan fer að sjóða bætið þið möndlunum út í. Þegar möndlurnar hafa blandast saman við er mikilvægt að hræra stanslaust næstu 15-20 mínúturnar eða þar til sykurinn fer að kristallast. Blandan byrjar fyrst á því að þykkna og eftir því sem vökvinn gufar betur upp, kristallast sykurinn. Þegar þið sjáið möndlurnar byrja að kristallast má slökkva á hellunni og hræra þar til þær „þurrkast“ betur upp. Þegar góð sykurhúð er komin á möndlurnar og þær orðnar „þurrar“ á pönnunni er þeim hellt á bökunarpappír og látnar kólna. Hægt er að borða möndlurnar eintómar, saxa þær út á ís, í salat eða hvað sem ykkur dettur í hug yfir hátíðarnar.
www.gotteri.is Umsjón & Myndir • Berglind Hreiðarsdóttir
85
Jólaleg ostakaka
Botn • 1 pk Lu Bastogne kex (mulið) • 50 gr smjör Aðferð: Bræðið smjörið og leyfið því að kólna. Myljið kexið niður á meðan í matvinnsluvél/með kökukefli í poka. Blandið saman og setjið í botninn á einni stórri skál eða nokkrum minni glösum eða skálum. Ostakaka • 300 gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita) • 1½ dl flórsykur • 1 tsk vanilludropar • Fræ úr einni vanillustöng • 400 ml rjómi Aðferð: Stífþeytið rjóma og setjið til hliðar. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa. Blandið vanillufræjunum saman við rjómaostablönduna. Setjið rjómann varlega saman við blönduna þar til hún hefur blandast vel saman. Setjið yfir LU botninn og kælið í amk 30 mínútur áður en möndlurnar eru settar ofan á.
86
Umsjón & Myndir • Berglind Hreiðarsdóttir
www.gotteri.is
Sykur- og kanilhjúpaðar möndlur • 3 bollar heilar möndlur með hýði • 1½ bolli vatn • 1 ¼ bolli sykur • ¼ bolli púðursykur • 1 msk kanill • ¼ msk negull • ½ msk bökunarkakó Aðferð: Það nægir er að gera ½ uppskrift af þessu ef einungis á að nota möndlurnar í ostakökuna en ég mæli með þið gerið heila og geymið hinar til að setja í fallega skál á aðventunni. Setjið sykur (báðar tegundir), kanil, negul og kakó á pönnu, blandið saman og hellið vatninu yfir. Hitið á meðalháum hita þar til fer að „bubbla“ og hellið þá möndlunum saman við. Hér þarf að hræra látlaust í 15-20 mínútur á meðalhita þar til sykurinn fer að kristallast og mynda góðan hjúp á möndlunum. Þegar það gerist er að halda áfram að hræra þar til allur vökvi virðist gufaður upp og færa heitar möndlurnar yfir á bökunarpappír. Kæla í a.m.k 30-60 mínútur. Saxa hluta af möndlunum gróft niður og dreifa yfir ostakökuna.
87
Botn
Krem
• 250 ml brætt smjör • 200 gr sykur • 250 gr hveiti • 1 tsk lyftiduft • 1 tsk kanill • 50 gr heslihnetur smátt saxaðar • 50 gr möndlur, smátt saxaðar • 50 gr pistasíur smátt saxaðar • 50 gr pekanhnetur, smátt saxaðar • 100 gr dökkt súkkulaði • 3 egg • 1 msk möndludropar • 2 ferskar perur skornar í bita
• 150 gr súkkulaði (ég nota stundum appelsínusúkkulaði) • 3 msk smjör Látið kökuna kólna vel áður en þið bræðið súkkulaði með smá smjöri út í sem þið hellið yfir kökuna og dreifið hnetunum yfir sem þið tókuð til hliðar. Berið fram með rjóma eða ís.
Aðferð: Blandið saman í skál sykur,hveiti,lyftidufti og kryddi í skál. Blandið öllum hnetunum saman í annarri skál en takið til hliðar 3 msk af þeim til að dreifa ofan á kökuna seinna - en blandið restinni saman við þurrefnin ásamt súkkulaðinu. Þeytið saman egg, smjör og möndludropa og blandið því síðan hægt og rólega saman við þurrefnin. Blandið síðan perunum varlega út í með sleif, deigið er mjög þykkt. Setjið í hringlaga form og bakið við 160°C í 50 mínútur en setjið þá álpappír yfir kökuna og bakið hana í aðrar 20 mínútur.
88
Umsjón & Myndir : Lóly
J贸lahnetukaka me冒 perum
www.loly.is 89
Candy Cane makkarónur
Makkarónur
Candy Cane fylling
• 115 gr möndlumjöl • 200 gr flórsykur • 120 gr eggjahvítur • 45 gr sykur • 1/4 tsk cream of tartar • klípa af salti
• 120 gr smjör við stofuhita • 120 gr flórsykur • 2 brjóstsykurs jólastafir
Aðferð: Möndlumjöli og flórsykri er blandað saman og sigtað. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar með cream of tartar, sykri og klípu af salti. Helmingnum af möndlumjöls-blöndunni er bætt út í eggjahvíturnar og velt varlega með sleikju. Þegar það hefur blandast saman við er hinum helmingnum af möndlumjölinu blandað útí. Deiginu er velt varlega þangað til áferðin á því verður eins og bráðnað hraun, hvorki of þykkt né of fljótandi. Það sést með því að láta nokkra dropa af deiginu detta ofan í deigið, ef droparnir hverfa eftir um það bil 10 sek er deigið tilbúið. Stór sprautupoki er útbúinn með því að festa á hann hringlaga stút, til dæmis Wilton nr 12 og svo eru málaðar tvær línur sitthvorum megin í pokann með bleikum matarlit. Deigið er svo sett ofan í sprautupokann og sprautað á smjörpappír, hver kaka á að vera um það bil 4 cm í þvermál.
Aðferð: Smjörið er þeytt þangað til það verður létt og loftmikið. Flórsykrinum er bætt út í varlega. Annar jólastafurinn eru mulinn niður í fínt duft og hrærður vel út í kremið. Þegar makkarónu-skeljarnar eru búnar að kólna er tveimur skeljum er raðað saman og fyllingunni sprautað á aðra skelina, til dæmis með stút frá Wilton nr. 2A og makkarónunni er svo lokað varlega með hinni skelinni. Hinn jólastafurinn er svo mulinn gróflega niður og settur í litla skál. Kökunum er svo velt út úr mulningum svo hann festist við makkarónu fyllinguna.
Kökurnar eru látnar þorna við stofuhita í um það bil 30 mín eða þangað til þær eru orðnar snertiþurrar. Þá er ofninn stilltur á 140°C og þegar hann hefur náð því hitastigi eru kökurnar settar inn og bakaðar í 14 mín.
90
Umsjón & Myndir : Linda Benediktsdóttir
Hátíðar makkarónur með hvítu súkkulaði
Makkarónur
Hvít-súkkulaði fylling
• 115 gr möndlumjöl • 200 gr flórsykur • 120 gr eggjahvítur • 45 gr sykur • 1/4 tsk cream of tartar • klípa af salti
• 120 gr smjör við stofuhita • 120 gr flórsykur • 60 gr hvítt súkkulaði
Aðferð: Möndlumjölinu og flórsykrinum er blandað saman og sigtað. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar með cream of tartar, sykri og klípu af salti. Helmingnum af möndlumjölsblöndunni er bætt út í eggjahvíturnar og velt varlega með sleikju. Þegar það hefur blandast saman við er hinum helmingnum af möndlumjölinu blandað útí. Deiginu er velt varlega þangað til áferðin á því verður eins og bráðnað hraun, hvorki of þykkt né of fljótandi. Það sést með því að láta nokkra dropa af deiginu detta ofan í deigið og ef droparnir hverfa eftir um það bil 10 sek þá er deigið tilbúið. Deigið er svo sett ofan í stóran sprautupoka með hringlaga stúti, t.d. Wilton nr 12 og sprautað á smjörpappír, hver kaka á að vera um það bil 4 cm í þvermál.
Aðferð: Smjörið er þeytt þangað til það verður létt og loftmikið. Flórsykrinum er bætt út í varlega. Hvíta súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og hrært svo vel saman við kremið. Þegar makkarónu skeljarnar eru búnar að kólna er tveim skeljum er raðað saman og fyllingunni sprautað á aðra skelina, til dæmis með stút frá Wilton nr. 2D og makkarónunni er svo lokað varlega með hinni skelinni. Fallegt er svo að dreifa svolitlu matar-glimmeri yfir kökurnar.
Kökurnar eru látnar þorna við stofuhita í um það bil 30 mín eða þangað til þær eru orðnar snertiþurrar. Þá er ofninn stilltur á 140°C og þegar hann hefur náð því hitastigi eru kökurnar settar inn og bakaðar í 14 mín.
facebook.com/franskarmakkaronur
91
Christmas spice & cranberry Pavlova Botnar • 12 eggjahvítur við stofuhita • 300 gr sykur • 300 gr púðursykur • 2 tsk kartöflumjöl • 2 tsk edik • 2 bollar Rice Crispies
Cinnamon Whipped Cream
Aðferð: Hitið ofnin í 150°c á blæstri. Undirbúið 3 ofnbakka með bökunarpappír, teiknið jafnstóra hringi á pappírinn.
Aðferð: Þeytið rjómann ásamt kryddinu, vanillunni og sykrinum.
Blandið saman hvíta sykrinum og púðursykrinum. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið við sykrinum, eina matskeið í einu, hrærið örlítið eftir hvert skipti. Þeytið þangað til að sykurinn er alveg leystur upp. Bætið afar varlega við kartöflumjölinu og edikinu. Bætið við Rice Crispis, notið sleif til að blanda því varlega við marengsinn. Skiptið marengsinum jafn á milli bakkana. Mótið hring með djúpi í miðjunni. Lækkið ofninn í 120°c og bakið í 90 mín. Slökkvið á ofninum, leyfið marengsnum að kólna í ofninum með ofnhurðina hálf opna.
92
• 500 ml rjómi • 2 tsk kanill • ½ tsk negull • 4 tsk vanilludropar • 2 msk flórsykur
Cranberry Compot • Poki af ferskum trönuberjum • 200 ml vatn • 2 tsk kanill • ½ tsk negull • 2 tsk vanilludropar • 2 msk sykur • 2 msk púðursykur Aðferð: Sjóðið saman vatn, sykurinn og trönuberin. Komið upp suðu og hrærið þar til öll berin virðist hafa sprungið
Umsjón & Myndir: Aldís Athitaya Gísladóttir
Lækkið undir og bætið við kryddi og vanilludropunum. Leyfið blöndunni að malla í 5 mín. Fjarlægið af hita. Smátt saxið 100 gr af 70% súkkulaði Setjið 1/3 af trönuberja sósunni á einn af marengsbotninum ásamt súkkulaðispæn. Næst setjið þið 1/3 af rjómanum á botninn. Endurtakið.
Marzipan Cupcakes with a Maraschino Cherry 4 eggjahvítur, við stofuhita 225 gr sykur 115 gr smjör, mjúkt 150 gr marzipan 200 gr hveiti 300 ml mjólk klípa af salti 1 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi Hitið ofninn í 180°c Undirbúið 12-18 bollakökuform Aðferð: Setjið marzipan, hveiti, salt, matarsóda og lyftiduft í matvinnsluvél og myndið marzipan mjöl. Einnig er hægt að hnoða með höndunum, skerið þá marzipanið í smáa bita og blandið því við þurrefnin og hnoðið svo. Þeytið saman smjörinu og sykrinum þar til það verður ljóst og kremað. Bætið við marzipan mjölinu og mjólkinni til skiptis og hrærið vel á milli. Endið á mjölinu. Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið því varlega saman við deigið með sleif. Hálffyllið formin. Setjið eitt kirsuber í hvert form. Bætið við deigi, fyllið formin ¾. Bakið í 15-18 mín. Berið fram eitt og sér eða með þeyttum rjóma.
www.aldisathitaya.com 93
• 4 stk andabringur • Salt og pipar • Smá ólífuolía Skerið djúpar rendur í fituna á kjötinu þannig að hnífurinn risti aðeins í kjötið. Kryddið öndina með salti og pipar og smá ólífuolíu og brúnið hana á heitri pönnu með fituhliðinni niður fyrst og svo stutt á hinni hliðinni. Setjið bringurnar í eldfast mót og bakið í ofni við 150°í 15-20 mín.
94
Umsjón & Myndir : Lóly
Andabringur í appelsínusósu
Með þessum rétti, mælum við með
Lamothe Vincent Heritage Dökkrúbínrautt á lit, dökkur ávöxtur, sólber og bláber, eikin gefur krydd og vott af vanillu, meðalfylling, tannín mjúk og þægileg, glæsilegur Bordeaux með andabringum.
Sósan • 5 dl andasoð (tilbúinn andarkraftur) • 2 msk sykur • 1 appelsína skorin í bita • ½ dl appelsínuþykkni (helst Sun quick) • 1 dl rauðvín • Sósujafnari • Salt og pipar • Smjörklípa Aðferð: Brúnið sykurinn í potti, setjið appelsínuna útí og steikið í 1 mínútu, hellið rauðvíni og appelsínuþykkni útí og látið malla í 5 mín. Sigtið í annan pott, bætið soðinu útí og þykkið með sósujafnara. Bragðbætið með salti og pipar og gott er að setja má klípu af smjöri í sósuna rétt áður en hún er borin fram.
www.loly.is
Mér finnst mjög gott að bera fram með þessu Waldorfsalat, kanilhúðaðar gulrætur og kartöflur.
95
MÖNDLU - OG EPLA SALAT MEÐ KANIL • 1 dós vanillu skyr • 2 msk sýrður rjómi • ½ tsk kanill • Handlúka af grænum vínberjum • 1 grænt epli • 1 sellerí stilkur (um 10 cm) Aðferð: Skerið vinberin til helminga, eplið og sellerí í smáa bita. Saxið möndlurnar smátt. Hrærið saman skyrinu, sýrða rjómanum og kanil. Blandið saman við eplinu, selleríi, vinberjum og möndlum. Saxið nokkrar möndlur til viðbótar og stráið yfir ásamt ögn af kanil. Berið fram kalt.
96
Umsjón & Myndir: Aldís Athitaya Gísladóttir
HÁTÍÐAR RAUÐKÁL • rauðkálhaus • 4 msk púðursykur • 1 dl vatn • 3 dl trönuberjasafi • 2 msk smjör • ferskt rósmarín • kanilstöng Aðferð: Skolið og skerið rauðkálið í ræmur. Sjóðið saman púðursykurinn, smjörið og vatnið. Þegar sykurinn hefur bráðnað, bætið við trönuberjasafanum. Lækkið hita og leggið rósmarín og kanilstöngina í blönduna. Leyfið blöndunni að malla á lágum hita í 15 mín. Fjarlægið rósmarín og kanilstöngina. Setjið rauðkálið í blönduna, sjóðið niður í um það bil 15 mín. Bætið við kanil að vild. Berið fram volgt.
www.aldisathitaya.com 97
Fataskápurinn
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Gróa Sigurðardóttir
Gyða Hlín Björnsdóttir
M
arkaðstjórinn Gyða Hlín Björnsdóttir er mikil smekkkona. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og útliti. Hennar veikleiki eru skór og uppáhaldsflíkin hennar er svört Burberry kápa sem stendur alltaf fyrir sínu. Við kíktum í fatskápinn hjá þessari tískudívu og fengum að mynda nokkra af hennar uppáhaldsflíkum, skóm og öðrum fylgihlutum.
98
Hvað flík í fataskápnum notar þú mest? Svarta Burberry frakkann sem ég hef notað í mörg ár og stendur alltaf fyrir sínu. Ég á líka margar flottar töskur sem ég spara ekki, heldur nota daglega, vandaðar töskur þola mikla notkun. Eru einhverjir skór í uppáhaldi þessa daganna? Lakkskór sem ég keypti í Berlín um daginn, þægilegir, töff og flatbotna skór sem poppa upp hversdagsleg dress. Hvað þurfa allar konur að eiga? Svartan blazer, kápu eða frakka, hægt að nota hversdags og fínt, hvíta og svarta skyrtu, svartir hælaskór passa við allt, svartan kjól (little black dress) tímalaus klassík. Gallabuxur, rúllukragabol, fallega handtösku og þá ætti fataskápurinn að vera fullkominn. Uppáhalds taskan?Miu Miu taskan mín, svört og klassísk, þolir allt, búin að vera eins í mörg ár þrátt fyrir mikla notkun. Hver er þinn uppáhalds fatahönnuður? Ralph Lauren, tímalaus og fáguð hönnun að mínu mati.
Besta ilmvatnið? Minn ilmur er alltaf Angel frá Thierry Mugler. Hvað er í snyrtibuddunni? Gloss frá Lancome, juicytube nr.17, Studio sculpt meik frá Mac, Velvet Microshadow augnskuggi frá Make up store, Cover all mix frá Make up store, svartur eyeliner og maskari frá Christian Dior, Diorshow Backstage, förðunarbursti frá Real Techniques og gamla góða Nivea kremið í bláu dollunni. Hvað mælir þú með að nota til að poppa uppá dressið? Skella á sig hatti, þeir fara ekki úr tísku sama hvað hver segir! Ef þú ert ekki hattamanneskja þá stóru hálsmeni og setja á þig rauðan varalit. Svo er alltaf hægt að skipta um handtösku og fara í hælaskó við gallabuxurnar. Hver er þinn uppáhalds litur? Ég veðja alltaf á svart. Leður eða rúskinn? Alltaf leður! Átt þú heimaföt? Já um leið og ég kem heim eftir vinnu skelli ég mér í þægilegar kósýbuxur og þykka peysu.
99
100
Hver er þinn veikleiki þegar kemur að fatakaupum? Skór! Hvar verslar þú aðallega föt? Ef ég er erlendis & Other Stories, en á Íslandi í Maiu, Mathildu, Jör, GK og Zöru. Verslar þú á netinu? Ég versla aðallega notað á netinu, er mjög dugleg að kaupa og selja og hef gaman að því að gera góð kaup. Uppáhalds sólgleraugu? Ég er alltaf með sólgleraugu við höndina og á ansi mörg en eins og er þá eru Tom Ford sólgleraugun mín uppáhalds. Svart eða blátt? Alltaf svart! Uppáhalds búðin?& Other Stories. Áttu einhver góð ráð sem þú vilt deila með okkur? Less is more þegar kemur að klæðaburði að mínu mati, ekki vera skreytt eins og jólatréð í stofunni, blandaðu saman ódýru við dýrari flík og vertu þú, ekki elta öll trend, þó það sé í tísku þýðir ekki að það klæði alla! Ertu búin að fá þér jóladress? Ég kaupi aldrei neitt sérstakt dress fyrir jólin, ég á yfirleitt einhverjar gersemar í skápnum sem ég nota um jólin, geri ráð fyrir því að fara nota einn af kjólunum mínum sem eru við það að safna ryki. Hvað er framundan? Róleg jól framundan í faðmi fjölskyldunnar, er löngu búin að kaupa allar jólagjafir og stefni að því að halda áfram á sömu braut, heilbrigt matarræði, heilbrigt líferni, rækta mig og mína og vera þakklát.
“Ralph Lauren, tímalaus og fáguð hönnun að mínu mati” 101
Arkitektúr, nýsköpun og nákvæmni Hvert einasta bulthaup b3 eldhús er einstakt listaverk. Gæði handverks, tæknileg nákvæmnisvinna, áreiðanleiki efniviðar, skipulag innréttingar, tímalaus frumleiki og ending. Fólk sem sættir sig ekki við málamiðlanir, mun líða eins og heima hjá sér í heimi bulthaup.
Eirvik ehf. Suðurlandsbraut 20 Reykjavík 108 www.bulthaup.com
Við erum sérfræðingar í sölu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði Brandur Gunnarsson Löggiltur fasteignasali brandur@fastborg.is S: 897-1401
519-5500
•
Síðumúli 23
•
www.fastborg.is
freebird Laugavegur 46, 101 ReykjavĂk