Home
3.tbl
Magazine
Uppskriftir
-Kjúklingur, salöt & kökur
Uppáhaldshlutir -Linda P
París Edda Björns -Kultur
Hausttískan
Rachel Zoe -Stílisti í Hollywood
Home
Magazine
1.
Kerti og kósýheit
2.
Haustið finnst mér alveg yndislegur tími, laufin falla af trjánum og myrkrið skellur á. Tími til kominn að kveikja á kertum og gera aðeins meira kósý heima hjá sér. Það er alveg dásamlegt að setjast fyrir framan arininn með hlýlegt teppi og góðan kaffibolla og lesa um það helsta sem hausttískan bíður uppá. Ég hreinlega elska að fara í búðir á þessum árstíma, því þá fyllast verslanir bæjarins af flottum haustvörum. Ég get alveg gleymt mér innan um alla þessa fegurð sem í boði er. En svo kemur það auðvitað fljótt niður á veskinu mínu, sem er allt önnur saga.
3.
Njótið haustsins, Kær kveðja, Þórunn Högna 4.
5. Ritstjóra langar í : 1. Hauskúpa, 19.900 kr, Húsgagnahöllin 2. Marc Jacobs taska, 82.900 kr, Kron 3. Peysa, Malene Birger, bymalenebirger.com 4. Kerti, 4.900 kr, EVA 5. Skór, 56.900 kr, Kron
Efnisyfirlit 32
Rachel Zoe Stílisti í Hollywood
46
Edda í Kultur Fagurkeri í Garðabæ
58
Maggý í fonts Blandar saman nýju & gömlu
Heimsóknir 32 46 58 80 70 86
Rachel Zoe Edda Björnsdóttir - Kultur Maggý Mýrdal - Fonts Oliver Gustav Hotel La Maison Kopar
86
kopar Útsýni út á haf
Hönnun & Hugmyndir 24 22 20 16 14 26
Fallegt í barnaherbergið Litasíður / túrkís, hot Pink & gull Ikea hackers / barna DIY Hönnunargrein / Cassina Fröken Fix
112
Hausttískan
132
Uppáhaldshlutir lindu p
Viðtöl / Greinar 132 128 120 112
Uppáhaldshlutir - Linda P Vinnustofan - JÖR Það besta við París Hausttískan
70
Hotel La maison París
104
uppskriftir Kjúklingur, salöt & kökur
Girnilegar uppskriftir 94 Ebba Guðný - Salöt 98 Kjúklingur 104 Kökur - Berglind Steingríms
www.homemagazine.is www.facebook.com/homemagazine.is
poLo 3jA SætA SófI
189.900
Polo drapplitaður 3ja sæta sófi. Áklæði úr 70% ull, 25% nylon og 5% annað. L 160 x D 90 cm 189.900,- Hægindastóll L 75 x D 90 cm 119.900,Isabel sófaborð, eikarspónn/eik. Ø 90 cm 37.900,- Ø 60 cm 26.900,-
poLo HægIndAStóLL
119.900
ISABEL SófABorð Ø 90, H 47 cm
37.900
ISABEL SófABorð Ø 60, H 45 cm
26.900 IlVa Korputorgi, s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.IlVa.is
style
living with
Home
Magazine
Ritstjóri Þórunn Högna thorunn@homemagazine.is Blaðamenn Áslaug Heiða Gunnarsdóttir Þórunn Högnadóttir Erla Kolbrún Óskarsdóttir Sesselja Thorberg Helga Eir Gunnlaugsdóttir Ljósmyndarar Kristbjörg Sigurjónsdóttir Kristinn Magnússon Richard powers Prófarkalestur Esther Gerður Margrét sigurðardóttir Umbort & Hönnun Aron H. Georgsson aron@homemagazine.is Auglýsingar auglysingar@homemagazine.is arnargauti@homemagazine.is
homemagazine.is facebook.com/homemagazine.is
Fyrirsæta Linda Pétursdóttir. Ljósmyndari Ásta Kristjánsdóttir
Heilsulind fyrir konur
Skráðu þig á póstlista Baðhússins og fáðu upplýsingar og fræðslu varðandi heilsu og fegurð. www.badhusid.is
w w w. b a d h u s i d . i s
Hönnun fyrir lífið
E
nn ein glæsilínan í innréttingum er komin í verslunina Eirvík. Árið 2006 var Andreas Einslin einn allra virtasti iðnhönnuður Þýskalands, ráðinn til að veita forstöðu hönnunardeild Miele í Þýskalandi. Afraksturinn sem nú lítur dagsins ljós er ný eldhúslína “Pure line” frá Miele sem verður markaðsett með slagorðunum “Design for life” eða hönnun fyrir lífið. Eldhúslínan er einstaklega stílhrein og fallega hönnuð en tækin koma í þremur litum: stáli, svörtu og hvítu. Ótal tækninýjungar eru í tækjunum, svo sem, notendaskjár áþekkur og í Mack Book frá Apple. Nýtt samskiptakerfi er í helluborðunum sem gerir þeim kleift að setja háfinn í gang án þess að mannshöndin komi þar nærri. Kaffivélar hella upp á t.d. tvo cappuccino eða lattemacchiato samtímis o.s.frv. Tækin eru til sýnis í versluninni og lögð er áhersla á að sýna tækin tengd, m.a. til að auðvelda viðskiptavinum tækjaval fyrir sitt heimili. Sjón er sögu ríkari.
Íslensk handgerð trébretti
Í
versluninni Búsáhöld í Kringlunni fást þessi sérhönnuðu og handgerðu trébretti sem eru sérstaklega smíðuð fyrir verslunina. Ekkert brettanna er eins og þau fást í mörgum viðartegundum, eik, hnotu, hlyn, mahóní, birki, tekk og úr aski. Brettin eru frábær fyrir t.d. osta, tapas, pítsur og álegg en þau má einnig nota sem skurðarbretti.
Nýtt frá Hendrikku Waage
H
endrikka Waage er ekki eingöngu skartgripahönnuður. Nú nýlega kynnti hún, fallega púðalínu. Um er ræða púða úr silki, bómull og flaueli sem koma í skemmtilegum litum með litríku mynstri. Púðarnir fást í Leonard, Kringlunni.
ÞINN DAGLEGI...
... SKAMMTUR AF ÁVÖXTUM Í EINNI FLÖSKU
1/2 banani
1/2 guava 1/2 mango
1 1/2 pera
25 vínber
4 acerola
6 gojiber
ykur E n g in n s kaefni E n g in a u
Hver flaska af froosh inniheldur 100% ferska ávexti og ekkert annað!
ANTON & BERGUR
www.hendrikkawaage.com
H
UGMYNDIR & ÖNNUN
&
H枚nnunargrein Umsj贸n: Helga Eir Gunnlaugsd贸ttir
C
assina er ítalskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var af bræðrunum Cesare og Umberto Cassina árið 1927 og hefur því hannað falleg húsgögn í rúm 80 ár. Í gegnum árin hefur starf þeirra m.a. falist í rannsóknum og þróun á nýjum ferlum og hafa þeir hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir hönnun sína. Cassina er mjög þekkt um allan heim fyrir nútíma húsgagnahönnun sína. Þar eru hannaðir stólar, borð, bólstruð húsgögn, rúm og smáhlutir, svo lengi mætti telja. Fyrirtækið hefur með húsgögnum sínum séð um innanhúshönnun í 58 skipum, þar á meðal Andrea Doria, Raffaello, Michelangelo, einnig á fjölmörgum þekktum hótelum, börum og veitingastöðum.
Árið 1964 varð “Cassina Masters” línan til, þá hófu Le Corbusier, Pierre Jeanneret og Charlotte Perriand að hanna fyrir fyrirtækið þau eru talin vera með þekktustu nöfnum tuttugustu aldar. Cassina hannaði meðal annars hina þekktu LC1, LC2, LC3 og LC4 Chaise Lounge stóla sem hafa svo sannarlega unnið sér inn verðskuldaða athygli á heimsvísu.
LC4 Chaise lounge stóllinn frá Cassina, hannaður af Le Corbusier, Pierre Jeanneret og Charlotte Perriander er löngu orðinn klassísk og þekkt hönnun. Stóllinn er teiknaður árið 1928 en settur á markað árið 1965. Hægt er að fá stólinn í margs konar fallegum litum og áklæðum. Stóllinn var hannaður með sérstöku tilliti til hvíldarstöðu líkamans. Hann styður vel við bak og handleggi og fætur reistar upp. Þessi stóll er ekki bara Hver einasta hönnun frá Cassina er þekkt fyrir sína þægilegur, heldur einnig ótrúlega vel heppnuð og falleg sérstöðu hvað varðar gæði, enda nota þau aðeins bestu hönnun frá Cassina. efnin sem til eru, hvort sem það er viður, leður eða efni. Eins hefur fyrirtækið unnið með þekktum ítölskum, alþjóðlegum hönnuðum og arkitektum – eins og Mario Bellini, Rodolfo Dordoni, Piero Lossoni og Philippe Starck.
DIY - Do it yourself Shabby chic hilla
Efni:
Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir & Kristinn Magnússon
• Fínn sandpappír • Jotun Universal grunnur • Jotun Lady interior finish silkematt Panel, Hvit Base • Textinn á hillunni er límfilma frá Áberandi, Eirhöfða 11. Aðferð:
Umsjón: Erla Kolbrún
1) Byrjað er á því að grunna hilluna. Látið þorna í þrjá tíma. 2) Síðan er hillan lökkuð (tvær umferðir) 3) Sandpappír var notaður á kantana til að fá þessa shabby chic áferð.
Eigandi þessarar massívu dökku Míru hillu hafði samband við okkur hjá Home Magazine og óskaði eftir því að henni yrði breytt. Ákveðið var í sameiningu að hillan yrði lökkuð hvít með smá shabby chic útliti. Höldurnar höfðu verið keyptar nokkru áður og þær passa mjög vel við hilluna, sem er eins og ný eftir breytinguna. * Fylgihlutir á mynd eru frá House Doctor og þeir fást í versluninni Luisa M, í Hafnarfirði.
LAUGAVEGUR 83
SĂmi: 552 5060 www.pukoogsmart.is www.facebook.com/pukoogsmart
DIY - Do it yourself Kertaarinn
Efni: • Krossviður frá Húsasmiðjunni • Grunnur Jotunn Universal • Kalkmálning Aðferð: 1) Grunnur er borinn á arininn, látið þorna í u.þ.b þrjá tíma. 2) Síðan er hann málaður með kalkmálningu, (tvær umferðir) 3) Gott er að nota glært lakk til þess að binda kalkið.
Í Húsasmiðjunni er hægt að fá timbur sagað eftir máli. Í þessum kertaarni er notaður krossviður sem er léttur, auðvelt að vinna með og á góðu verði. Þennan einfalda kertaarinn er hægt að útbúa með litlum tilkostnaði. Hann má skreyta með ýmiss konar kverklistum eða rósettum sem fást í helstu
byggingavöruverslunum landsins. Með málningu og smá hugmyndaflugi er hægt að gera hann virkilega fallegan. Það er t.d hægt að raða viðakubbum inní hann og vefja svo ljósaseríu utan um þá, sem gefur frá sér fallega og rómantíska birtu.
G.Á húsgögn 1975–2013
Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og fljóta og góða þjónustu. Ef þig vantar falleg húsgögn fyrir heimilið eða fyrirtækið þá eigum við réttu húsgögnin fyrir þig. Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is
Hugsaðu út fyrir rammann Umsjón: Erla Kolbrún Óskarsdóttir
Myndir: Ikeahackers.net og livethemma.ikea.se
Þessu einfalda pappírsljósi frá IKEA er hægt að breyta og skreyta endalaust. Hugmyndaflugið er það sem gildir hérna og möguleikarnir eru óendanlegir.
Viðurinn á RAST kommóðunni er ómeðhöndlaður og einfalt er að gefa henni nýtt útlit. Hún hentar jafnt inn í krakkaherbergið eða unglingaherbergið. Með því að mála hana í flottum lit og setja nýjar höldur þá eru þið komin með nýja mublu.
KURA rúmið frá IKEA býður upp á ýmsa möguleika. Opna rýmið undir því, þegar rúminu er snúið og svefnplássið er uppi, er hægt að nota sem leiksvæði, búa til sinn eigin ævintýraheim. Einnig er hægt að setja þar dýnu og þá er komin fín barnakoja.
Á Trofast skúffuhilluna má t.d líma eða mála á hellur og eldhúsvask. Einkar skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. BESTA skápaeiningarnar henta einnig vel til að breyta í leikeldhús. Hægt er að saga ofan í skápinn og setja skál sem passar , þá er komin fínn vaskur. Góð hugmynd er að saga gat fyrir blöndunartæki, sem er hægt að kaupa ódýrt t.d í Góða Hirðinum.
96 Verรฐ kr.
Fylgstu meรฐ okkur รก Facebook www.facebook.com/sostrenegreneisland
Túrkis
Er rómantískur litur sem hefur róandi áhrif, ásamt því að endurnæra og kemur okkur í betra jafnvægi þegar við erum stressuð. 14.
6.
2.
10.
4. 8.
9.
5.
1. 13.
17.
11.
Umsjón: Erla Kolbrún
15. 12. 7.
3. 16.
1. Kerti, Søstrene Grene. 2. Vasi, Epal. 3. Hárstöff, Tigi 4. Sófi, ILVA 5. Hilla, Bloomingville 6. Borð, Ikea 7. Naglalakk, OPI. 8. Borði, Púkó&Smart. 9. Kjóll, Gucci. 10. Úr, Casio. 11. Skór, Prada. 12. Vigt, Púkó&Smart. 13. Veski, Michael Kors. 14. Taska, Chanel. 15. iPhone hulstur, Michael Kors 16. Púði, Ikea. 17. Ljós, Koziol.
Hot pink og gull
Hot pink er virkilega áberandi litur sem fer ekki framhjá neinum. Gaman er að blanda honum saman við aðra liti. Silfur hefur verið mikið í tísku undanfarið en gull er orðinn mjög vinsæll núna, en hann er einstaklega fallegur með bleika litnum.
18. 7.
1.
3. 6.
5.
13.
16.
10.
8. 9. 11. 2.
4. 17.
14.
15.
1.
12.
1. Naglalakk, OPI. 2. Bolur, H&M. 3. Pottaleppur, Bloomingville. 4. Kaffibox, Húsgagnahöllin. 5. Ljós, MyConceptstore. 6. Bollar, Lisbeth Dahl. 7. Púði, Bloomingville 8. iPad hulstur, istore.is. 9. Jón í lit, Hrím. 10. Ljós, Bloomingville. 11. Sundföt, Topshop. 12. Ilmvatn, Gucci. 13. Byssa, MyConceptstore. 14. Ferðatöskur, Eymundsson. 15. Vasi, Húsgagnahöllin. 16. Kertaglas, MyConceptstore. 17. Taska, Kate Spade 18. Skór, Ash
Fallegir hlutir inn í barnaherbergið
Herbergi barnanna ættu að vera vel skipulögð og hver hlutur á sínum stað. Við fullorðna fólkið puntum mikið í kringum okkur og auðvitað gildir það sama inni hjá börnunum. Herbergið er þeirra eigin veröld og hana má innrétta á skemmtilegan hátt. Sem dæmi, er hægt að velja góðar hirslur undir leikföngin og fallegt rúm sem þau geta líka notað þegar þau verða eldri. Fallegir og klassískir hlutir inn í barnaherbergið getur nýst þeim lengi vel.
ILVA
Söstrene Grene
Húsgagnahöllin ILVA
Epal
Epal
Ikea
Hrím Púkó&Smart
Epal
Söstrene Grene
Mosi.is
Hrím ILVA
Ikea
Söstrene Grene
ILVA
ILVA
MyConceptstore
ILVA
Ikea
Vilt þú spyrja Fröken Fix ? Smelltu þá hér
Sæl fröken fix Ég er með gamlan stól sem er alveg háglans (rauður). Nú langar mig að breyta um lit á honum og hafa hann alveg mattan hvítan, hversu mikil vinna er að breyta honum og hvað er best að gera? Kær kveðja, Matta
Sesselja Thorberg hönnuður www.frokenfix.is Fröken Fix á Facebook Fröken Fix - Innanhúsráðgjöf Klapparstíg 25-27, 5.hæð 101 Reykjavík
Sæl Matta og takk fyrir bréfið. Þetta er nú ekki mikið mál ef ég á að segja eins og er. Pússaðu stólinn vel með millifínum sandpappír. Svo berðu á hann akríl grunn og svo getur þú keypt matt akríl lakk í hvítu og borið á. Passaðu þig bara á að nota góðan lakkpensil og hafa mikið í penslinum þegar þú lakkar seinni umferðina. Kveðja, Fröken Fix
Hæ fröken fix, Mig langaði að prófa að senda þér línu, ég sá einhvern tíman í blaði eða sjónvarpi að það væri hægt að mála eða lakka dúk á gólfi? Málið er að ég er nýflutt inn í litla íbúð og dúkurinn á gólfinu inní svefnherberginu er grænn, guð hjálpi mér. Hefur þú ekki eitthvað gott ráð handa mér, allavega þangað til ég get sett parket eða annað gólfefni þar? Með fyrirfram þökk, Hildur Dögg, Sæl Hildur Dögg Jú það er hægt að mála dúkinn en það er mikil vinna og ég get ekki lofað því að það endist í mjög langan tíma. Einnig fer það eftir umgangi og ástandinu á dúknum hvernig það kemur út. Þú getur fengið ráðleggingar um hvernig þú berð þig að hjá blöndunardeildinni í Slippfélaginu til dæmis. Ef þú hefur hug á að parketleggja eftir einhvern tíma myndi ég hugsanlega kaupa frekar stóra mottu þarna inn eða jafnvel kaupa ódýrt filt teppi og leggja bara yfir. Það ætti ekki að kosta neitt meira en að mála dúkinn. Fyrir utan það að það súper dúper notalegt að hafa teppi í svefnherberginu. Ljósgrátt filtteppi ætti til dæmis að passa við hvaða stíl sem þú hefur þróað með þér og er ágætis tímabundinn kostur. Gangi þér vel, Sesselja/Fröken fix
Góðan daginn fröken fix, Mikið er frábært að geta sent þér línu og fengið ráð hjá þér. Ég er með einn stól sem mig langar til að breyta um lit, hann er brúnn og mig langar að gera hann svartan er það nokkuð mál? Er ekki hægt að lita svona áklæði einhvern veginn? Hvar og hvernig geri ég svona? Bestu þakkir, Aldís, Sæl Aldís Þar sem þú talar um að lita áklæði geri ég ráð fyrir því að þú sért að tala um gamlan leðurstól. Ef stóllinn er í lagi getur það komið ágætlega út að lita leðrið. Þú getur keypt leðurliti hjá Hvítlist og gert þetta sjálf. Einnig bjóða þeir hjá Zenus (www.zenus.is) uppá að lita leður og gera það mjög vel.
Hægt er að nálgast liti á tauefni hjá www.sveina.is
Ef þú ert aftur á móti að tala um tauáklæði getur þú auðvitað bara keypt fatalit og litað áklæðið í þvottavél. En ef þú vilt hafa það alveg pottþétt myndi ég senda áklæðið til Höfða (þvottahús og fatalitun) og láta þá lita efnið. Þeir senda það svo bara aftur til baka. Vonandi að þetta gagnist þér kæra Aldís Kveðja Sesselja
Glu g g av i n i r Allar tegundir af gluggum og hurðum s : 5 7 1 - 0 8 8 8 g lu g g av i n i r . i s
HUGSAÐU ELDHÚS UPP Á NÝTT
H
EIMSテ適N
NIR
H
ún er stílisti fræga fólksins í Hollywood og er þekkt fyrir sinn fágaða stíl. Rachel Zoe er ein af best klæddu konum í tískuheiminum og þótt víðar væri leitað. Þáttur hennar The Rachel Zoe Project hefur notið mikilla vinsælda í Ameríku. Hún hannar sína eigin fatalínu sem er seld víða um heim. Heimili hennar í Hollywood Hills er mjög smekklegt, bæði bjart og litríkt. Vinnustofan hennar er stútfull af flottum hugmyndum sem einnig er hægt að nýta fyrir heimilið. Við hefðum ekkert á móti því að kíkja í heimsókn og skoða skósafnið hennar.
Rachel Zoe stílisti í Hollywood
Umsjón: Þórunn Högna
Myndir: Richard Powers ofl.
Hvað ef þú mætir í veislu meira uppstríluð en allir hinir? “Hvað er það versta sem getur gerst?” spyr Zoe. “Þú ert best klædda konan á svæðinu?”
Nokkur góð ráð frá Rachel Zoe fyrir heimilið Næsta stóra trendið: Lúxus og gæði. Áhersla lögð á smáatriði og áferð - til dæmis kvöldverðarborðið mitt, sömu áherslur eru lagðar á útlit borðsins eins og hönnun Fendi töskunnar minnar. Þetta er eitthvað sem ég mun alltaf elska. Stíllinn: Þetta snýst ekki um að eiga mikla peninga, heldur að eiga eitthvað sem lætur þér líða frábærlega – allt frá listaverkum til íburðarmikilla rúmteppa. Hvernig á að breyta: Ég kaupi hluti fyrir heimilið sem ég mun elska í langan tíma. En það sem breytir andrúmsloftinu á mínu heimili eru kjólarnir sem koma fyrir Grammy-verðlaunin og Óskarsverðlaunin með öllum sínum litum, mynstri, glimmeri og glamúr. Hvernig á að stilla upp hlutum sem eru í uppáhaldi: Ég er með stór húsgögn í hlutlausum litum og bæti svo meiri litum við með flottum lampa, Missoni teppi og tískubókunum mínum. Hvernig á að skapa rétta andrúmsloftið: Ég læt heimilið mitt vera líkt og lúxushótel eða spa með Zen áhrifum. Hvernig á að hafa heimilið afslappað: Þar sem líf mitt er mjög viðburðarríkt og annasamt reyni ég að hafa heimilið vel skipulagt annars byrja ég að verða kvíðin.
Nokkur góð ráð frá Rachel hvernig á klæða sig við ýmis tilefni Zoe mælir með því að taka mið af hvar viðburðurinn er þegar ákveða skal hverju á að klæðast. “Viðburður sem er haldinn í stórum danssal gæti verið formlegur,” segir hún, “sem krefst þá formlegri og síðari kjóls. Þú gætir jafnvel komist upp með að vera í síðum kjól á fínum veitingastað eða í kvöldverði sem er haldinn heima ef tilefnið kallar á það, líkt og sérstakt afmæli.” Ef veislan er haldin á flottum stað í bænum eða ef þú ert að mæta í kokteilboð hjá vinum í heimahúsi þá leggur Zoe til að velja fatnað sem er rétt við hné eða ofar. Litli svarti kjóllinn er fullkominn fyrir hvaða kokteilboð sem er segir Zoe. “Ef þú getur bara átt einn slíkan, veldu þá að hafa hann við hné eða rétt fyrir neðan, sem er fallegri sídd en það sem er of stutt og druslulegt eða of langt og púkalegt. Reyndu að forðast of fleygið hálsmál. Hálsmál sem nemur við brjóstaskoruna sleppur en of fleygið hálsmál takmarkar tilefnin sem þú getur klæðst kjólnum. Sama er að segja um kjól sem er of þröngur. Í flestum tilvikum, hvort sem tilefnið kallar á að klæða sig upp eða klæða sig niður, veldu fatnað sem hefur einhverja hreyfingu í sér.” “Þegar þú kaupir nýjan svartan kjól, mundu að velja efni sem er fjölbreytilegt og klæðist vel við ótal tilefni” bætir hún við. “Bestu efnin eru siffon, silki og létt ullarjersey. Ef kjóllinn á að vera formaður þá er silki eða satín fallegt, einnig siffon með saumum líkt og í korseletti. Ég elska efni sem glansa örlítið.”
Þegar tilefnið kallar á buxur, þá er “sexý” rétta leiðin, samkvæmt Zoe, sem segir “það er ekkert meira aðlaðandi en að vera eina konan í kjólfötum þar sem er fullt af yfirdrifnum kjólum.” Hún ráðleggur að halda sig við buxur í svörtu, dökkbláu, hvítu eða kamellit. “Röndótt er sexý á þann hátt sem Diane Keaton og Lauren Hutton klæðast.” Ekki gleyma hlutföllum þegar kemur að veislufatnaði. “Ef buxurnar eru lausar veldu vel sniðinn topp við. Ef buxurnar eru þröngar notaðu blússu. Hugsaðu um Catherine Deneuve,” segir hún. Ef boðið er í kvöldverð til vinafólks segir Zoe að klæðast eigi frjálslega. “Þegar ég hugsa um frjálslegan klæðnað þá meina ég þægilegan en ekki kærulausan.” Hún stingur upp á að vera í gallabuxum, flottum topp og sexý skóm. “Og alltaf vera með peysu við hendina.” En það koma líka tímar þar sem það er í fínu lagi að kasta varkárninni fyrir borð viðurkennir Zoe. “Ég hef alltaf verið mikill talsmaður alls þess sem er meira. Ef þú ert í vafa, klæddu þig þá frekar upp, veldu háhælaða gyllta bandaskó við þröngar gallabuxur. Það mun enginn efast um þá ákvörðun hjá þér.” En hvað ef þú mætir í veislu meira uppstríluð en allir hinir? “Hvað er það versta sem getur gerst?” spyr Zoe. “Þú ert best klædda konan á svæðinu?”
www.rachelzoe.com
„Þetta snýst ekki um að eiga mikla peninga, heldur að eiga eitthvað sem lætur þér líða frábærlega“
VINNUSTOFA
ILVA - 49.900 kr.
Ikea - 14.950 kr.
Skapaðu þinn eigin stíl Húsið hjá tískustílistanum Rachel Zoe er mjög opið og bjart. Hún heillast af art deco og minimalisma, gaman er sjá hvernig hún notar litríka púða og teppi bæði í stofunni og svefnherberginu. Hvít húsgögn í bland skinn og stórar ljósakrónur má sjá víða um húsið.
ILVA - 374.900 kr. Húsgagnahöllin - 3.990 kr. stk.
IKEA - 4.990 kr.
Húsgagnahöllin 6.900 kr.
ILVA - 795 kr. Ikea - 2.490 kr.
Eg贸 Dekor - 99.900 kr. Myconceptstore 13.900 kr.
Ikea - 1.990 kr.
Ikea - 19.990 kr.
Ikea - 25.990 kr.
MyConseptstore - 6.990 kr.
IKEA - 39.950 kr.
IKEA - 64.950 kr.
Fagurkeri í Garðabænum Edda Björnsdóttir verslunarstjóri í Kultúr er mikill fagurkeri. Heimili hennar í Sjálandinu í Garðabæ er alveg einstaklega fallegt og bjart, þar blandar hún saman bæði nýju og gömlu og hver hlutur á sinn stað. Hvítmálaðir veggir ramma inn þetta dásamlega heimili þar sem svartur litur er ríkjandi ásamt flottum viðarhúsgögnum. Umsjón: Þórunn Högna
Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Hvernig er skipulagið á íbúðinni? Eldhús og stofa eru eitt rými, ásamt tveimur svefnherbergjum og baðherbergi, íbúðin er mjög opin og björt. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Stílhreint en notalegt, er mjög hrifin af að því að blanda saman nýju og gömlu. Hvaða útsýni hefur þú? Ég hef alveg yndislegt útsýni yfir sjóinn. Nýtt eða gamalt? Blandað. Hvernig slappar þú af? Ég slappa best af í litla kósý sófanum mínum og horfi á sjónvarpið eða fletti í gengum blöð. Ég hef alltaf kveikt á kertum og endrum og sinnum kaupi ég mér falleg afskorin blóm. Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Fæ flestar hugmyndir úr tímaritum, bíómyndum og svo á ferðalögum um heiminn. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Ég fer reglulega í Heimili & Hugmyndir og svo á ég nokkrar uppáhalds búðir erlendis.
Uppáhaldsrými í húsinu? Stofan og eldhúsið. Hvað er heimili í þínum huga? Heimili er griðastaður þar sem mér og mínum líður vel og njótum þess að vera saman. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Það er rúmið, kaffivélin, ryksugan og svo verð ég að eiga góða inniskó. Hvaða hlut dreymir þig um að eignast fyrir heimilið? Mig hefur alltaf langað í Eggið hans Arne Jacobsen og Arco lampann. Uppáhaldsverslun? Kultur og Heimili & Hugmyndir. Hvað finnst þér best við hverfið? Hverfið er mjög sjarmerandi og rólegt. Þar eru frábærar gönguleiðir og staðsetningin er góð. Is less more? Nei, ekkert endilega. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Ég kaupi mér oftast breska Elle Decoration. Einnig finnst mér mjög gaman að fletta Rum, Interior, Eurowoman, Costume og Cover. Góð ráð til að innrétta heimilið? Ekki eltast of mikið við tískubylgjur. Veldu þér frekar hluti heim til þín sem þér finnst fallegir og passa við þinn stíl. Oft þarf ekki mikið til. Kaffi eða Te? Kaffi. Hver er uppáhaldskjóllinn þinn/flíkin? Ég á nokkrar uppáhalds flíkur sem eru frá Ilaria Nistri, Malene Birger og Girbaud. Uppáhaldsgallabuxurnar? Flestar gallabuxurnar mínar eru frá G-Star og Diesel. Uppáhaldsskórnir? UGG inniskórnir mínir úr Evu. Einhver góð ráð til þess að halda fataskápnum í röð og reglu? Ég fer reglulega í gegnum fataskápinn minn og tek burt það sem ég er hætt að nota. Góð regla er að ef þú hefur ekki notað flíkina í ár áttu að láta hana frá þér. Þannig tekst þér miklu betur að halda fataskápnum snyrtilegum og miklu auðveldara fyrir þig að raða flíkum saman. Þetta er það fyrsta sem ég geri þegar vinkonur mínar biðja mig um að fara í gegnum skápana með þeim. Hvað er framundan? Vinnuferðir. Svo bíðum við spenntar eftir nýju, flottu haustvörunum og tökum fagnandi á móti haustinu.
„Ekki eltast of mikið við tískubylgjur. Veldu þér frekar hluti heim til þín sem þér finnst fallegir og passa við þinn stíl“
Ikea - 2.690 kr.
ILVA - 3.495 kr.
Húsgagnahöllin 3.990 kr.
Skapaðu þinn eigin stíl Það er stílhreint og notalegt hjá Eddu Björnsdóttur. Hún notar svart mikið þegar kemur að því að fegra heimilið. Hún blandar saman nýju og gömlu og hver hlutur á sinn stað.
ILVA - 64.900 kr.
Ikea - 3.990 kr. Ikea - 1690 kr. Epal - 49.900 kr.
ILVA - 645 kr.
Blómaval - 1.295 kr. Iða - 19.995 kr.
B&O
Ikea - 299.900 kr. ILVA - 1.995 kr.
Ikea - 2.690 kr. Ikea - 7.990 kr. ILVA - 19.900 kr.
Húsgagnahöllin 6.490 kr.
ILVA - 5.995 kr.
Ikea - 29.950 kr.
skapaðu réttu stemmninguna með gæðamálningu frá Jotun komdu og fáðu prufu af draumalitnum!
mikið úrval af m
málningu og lökkum frá Jotun. hluti af Bygma
Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956
Blandar saman nýju & gömlu Umsjón: Þórunn Högna
Myndir: Kristinn Magnússon
Hún elskar stafi, orð og skilti. Maggý Mýrdal er konan á bakvið fyrirtækið Fonts sem sérhæfir sig meðal annars í skiltum og fallegum límmiðum fyrir heimili og fyrirtæki. Hún er dugleg að blanda saman nýju og gömlu og hrífst af hlutum og húsgögnum með sál. Við kíktum í heimsókn í Norðlingaholtið þar sem hún er búin að koma sér vel fyrir ásamt fjölskyldu sinni.
Hvernig er skipulagið í húsinu? Húsið er opið bjart og skemmtilegt, allt er á fyrstu hæð hússins, svo er turn með svefnherbergi og baðherbergi og þar fær prinsessan að vera.
Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Ég hef ofsalega gaman að því að rölta hring í Góða hirðinum og skoða. Það er svo oft sem maður dettur niður á sniðuga hluti sem hægt er að gera upp, ég er ekki hrædd að prófa eitthvað nýtt, stundum nær mublan ekki lengra en bara Hvernig er stíllinn á heimilinu? Heimilið er undir inní bílskúr og þá enda ég með að gefa hana, ég hef svo skandinavískum áhrifum, blandað af gömlum og nýjum gaman að því að dútlast í þessu, ég fæ meiri ánægju út úr munum sem gerir það svo hlýlegt, ég hef mjög gaman því að nýta gamalt en að vera að kaupa mér eitthvað nýtt. að því að mixa eitthvað sjálf, mála og gera upp, breyti regluleg þannig að það má segja að heimilið sé mjög Hvaðan færðu innblástur? Innblástur minn kemur úr listrænt og hef ég verulega gaman að því að skreyta mörgum áttum, meðal annars úr tímaritum og svo klikkar meira og minna allt hjá mér með fallegum og aldrei að skoða í búðunum. uppbyggilegum orðum sem næra sálina. Áttu þér uppáhaldshönnuð eða arkitekt? Ég er Hvaða útsýni hefur þú? Ég er með þetta líka æðislega afar hrifin af hönnuðum sem blanda nútíma hönnun og útsýni yfir Heiðmörk og nota mikið fallega náttúruna í vintage saman og þessa dagana er ég mjög hrifin af kringum húsið mitt fyrir myndatökur sem ég tek fyrir Emma Fexeus. Fonts. Uppáhaldsrými í húsinu? Eldhúsið og svo bílskúrinn Nýtt eða gamalt? Fallegast finnst mér að blanda þeim sem er vinnustofa mín, þessi rými myndi ég segja að ég saman, ég heillast mjög af gömlum hlutum sem hafa sál. noti mest. Hvernig slappar þú af? Það er svo misjafnt, en þegar ég vill tæma hugann og slaka á, læt ég á góða tónlist og nýt þess að vera með fjölskyldu og vinum og þá næ ég best að slappa af.
„Ég hef ofsalega gaman að því að rölta hring í Góða hirðinum og skoða“
Hvað er heimili í þínum huga? Heimilið fyrir mér á að vera eins og stór ítölsk fjölskylda þar sem allir elska að borða góðan mat og tala mikið saman, ég elska þær stundir. Við erum öll mjög heimakær, enda er heima best.
Hvað finnst þér best við hverfið? Norðlingaholtið er frábært fjölskylduhverfi og falleg og skemmtileg útivistasvæði hérna allt um kring, svo er grunnskólinn hérna alveg frábær.
Hvað er framundan? Halda áfram að gera það sem Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti mér finnst skemmtilegt, margt spennandi að gerast heimilisins? Ég er mjög hrifin af fjölskyldumyndum, hjá Fonts, eins og að aðstoða fólki með sniðugar og ég safna gömlum myndum úr öllum áttum hef gaman hagstæðar breytingar á heimili sínu, þetta er allt hægt að því að hafa myndir af ættingjum og vinum, það er að fylgjast með á facebook síðu minni Fonts hönnunn eitt af því fyrsta sem fer uppá vegg hjá mér. og heimilið og fonts.is. Svo er haustið að skella á, það finnst mér alltaf Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Það væri notalegur tími, líka gott að skólarnir byrja og rútinan blandarinn minn og tölvan. fer í gang. Hvað leggur þú áherslu á þegar kemur að útliti heimilisins? Hafa notalegt og hlýlegt í kringum mig, ég er með kerti allstaðar og kveiki á þeim daglega.
FALLEG HÚSGÖGN FYRIR HEIMILIÐ
Opið mán-fös: 10:00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00-17.00 - Sun 13.00-16.00
Ego Dekor - Bæjarlind 12 S: 5444420 - www.egodekor.is
Skiltin frá Fonts fást í púkó&smart, Garðheimum og Ilvu
Ikea - 195 kr.
Ikea - 5.990 kr.
Ikea - 7.990 kr.
Skapaðu þinn eigin stíl Maggý Mýrdal heillast af gömlum húsgögnum og er dugleg að nýta það sem er gamalt. Heimilið hennar er opið og hlýlegt og mikið af fallegum skiltum skreyta húsið.
Garðheimar - 13.900 kr.
Epal - 49.900 kr.
Húsgagnahöllin - 14.900 kr.
IKEA - 10.950 kr.
Ikea - 7.990 kr. Ikea - 495 kr. ILVA - 39.900 kr. stk.
ILVA - 119.900 kr.
Ikea - 11.990 kr.
ILVA - 13.995 kr.
Ikea - 1.950 kr. Ikea - 2.490 kr.
IKEA - 1.690 kr.
ILVA - 79.900 kr. Ikea - 1.990 kr.
ILVA - 7.550 kr. IKEA - 8.990 kr.
„The entrance to the townhouse at No. 8 rue Jean Goujon is discreet, an address you must know to discover“
Glæsileiki í fyrirrúmi V
ið hinu einu sönnu Champs-elysees götu er eitt flottasta hótel Parísar. Nú fyrir stuttu var Hotel La Maison valið eitt af bestu hótelum heims af tímaritinu Conde nast. Húsið skipti um eigendur árið 1990 og var þá breytt í hótel. Það er belgíski fatahönnuðurinn Martin Margiela og Danielle Damon arkitekt sem eiga heiðurinn af þessu stórglæsilega hóteli, þar blanda þau saman bæði hráum minimalisma og rómantík og úkoman er guðdómleg. Byggingin er hin glæsilegasta í þessum klassíska Haussman stíl og var reist árið 1866 þá fyrir Essling prinsessu. Eftir að hún lést var það sonur hennar sem tók við því og að lokum sonarsonur. Húsið var selt 1913 og síðan aftur árið 1919 og var þá stofnaður þar hönnunarskóli og heita öll herbergin á hótelinu eftir fyrrverandi nemendum skólans. Þar eru 57 herbergi og þar af 6 svítur sem eru hver annarri glæsilegri og flest herbergin eru annað hvort hvít eða svört. Barinn Cigar er meira og minna svartur og er svolítið sérstakur þar sem hann er eingöngu ætlaður fyrir þá sem reykja, sem er svolítið franskt. Umsjón: Þórunn Högna
Myndir: Martine Houghton
„Seventeen rooms and suites belong to the Couture Collection, designed by Maison Martin Margiela and are decorated with a touch of whimsy that plays with proportion and perception“
Hvenær opnaði hótelið? Hvað hefur La Maison hótelið fram yfir önnur Hótelið opnaði í júlí 2011 og hlaut fimmtu stjörnuna ári hótel? síðar. Það er það eina sanna, staðsett í borg tískunnar. Hverjir eru hönnuðir og arkitektar að hótelinu? Hvað eru margar svítur á hótelinu? Það er hann Maison Martin Margiela fatahönnuður sem Þær er sex talsins. hannaði meiri hluta hótelsins ásamt arkitektinum Danielle Damon. Eru börn velkomnin á hótelið? Að sjálfsögðu. Hver er stíllinn/útlitið á hótelinu? Framhlið hótelsins er í klassískum 19.aldar Haussman Hver er vinsælasti rétturinn á veitingastaðnum stíl og stóra svarta blaðran fyrir utan la Table du Huit ykkar? veitingahúsið gefur til kynna nútímalega arkítektúrinn Allur matseðillinn eins og hann leggur sig, ekta frönsk sem finna má innanhúss. Andstæðurnar svart og hvítt matreiðsla. Fiskurinn er alltaf gómsætur í bland við litríka og ævintýralega muni, trompe l’æil þrívíddar sjónarspil sem er ýkt með notkun spegla, Með hverju mælið þið að gera þegar gist er á náttúrlegra efna (lín, bómull, viður) og hátækni LED hótelinu? ljósakrónu, einkenna útlit og hönnun hótelsins. Njóta þess að eiga góða stund á svölunum og í garðinum Samspil þriggja þátta : Andstæður, sjónhverfingar, okkar. virðing. Eitthvað að lokum? Hver er vinsælasta svítan ykkar? Hótelið er með 57 herbergi ásamt tíu móttökuherbergjum Það er The Gilded Lounge Suite. og okkar vinsæli Cigar bar.
Svíta 142
Svíta 141
Svíta 114
S
tudio Oliver Gustav Umsjón: Þórunn Högna
Snillingurinn Oliver Gustav fær innblástur þegar hann ferðast um heiminn og þræðir helstu antikmarkaðina fyrir dásamlegu búðina sína í Kaupmannahöfn. Það er eins og að koma inní aðra veröld að labba inní studióið hans. Búðin er hrá og drungaleg en alveg einstaklega falleg í leiðinni og þar má finna allskyns antikmuni og styttur ásamt ýmsum útgáfum af hauskúpum sem Oliver heillast mikið af. Þeir fagurkerar sem eiga leið um Kaupmannahöfn ættu að gefa sér tíma að kíkja í búðina til hans.
Studio Oliver Gustav Store Strandstrรฆde 9 1255 Kaupmannahรถfn
Fallegar vörur - á góðu verði
Plötuspilari 39.900,-
Kúpupúði 9.900,-
Glerbox 8.900,-
Bréfapressa 3.900,-
Glerbox 6.900,-
Hönd 5.900,-
Glerkúpull 6.900,-
Loftbelgur 3.900,-
Skenkur 169.900,-
Verslun: Innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg / Sími: 519 66 99 / Vefverslun: www.myconceptstore.is
Útsýni út á haf
K
opar er glænýr veitingastaður sem staðsettur er við Reykjavíkurhöfn. Þær Ásta Guðrún Óskarsdóttir og Ylfa Helgadóttir eru eigendur að þessum stórglæsilega stað. Töff útlit hans vekur strax eftirtekt þegar komið er inn, en mikið er lagt í hönnun og útlit staðarins. Maturinn er mjög framandi og borin fram á skemmtilegan hátt. Þær stöllur tóku vel á móti okkur þegar við heimsóttum þennan flotta veitingastað við höfnina. Umsjón: Þórunn Högna
Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir & Ástvaldur Jóhannesson
Hvernig veitingastaður er Kopar? Hann er íslenskur veitingarstaður í rustic stíl. Hvert er conceptið á bakvið staðinn? Rustic hönnun, hrátt í bland við hlýja tóna. Það má segja að stíllinn sé dálítið gamall en þó í bland við nýtt. Við reynum t.d. að gefa gömlum hlutum nýtt líf eins og panilveggurinn sem áður var uppi á loftinu í verbúðinni er orðinn að borði inni á Kopar. Af hverju þessi staðsetning? Hafnarsvæðið er svo gríðarlega fallegt og skemmtilegt svæði, hér iðar allt af mannlífi og útsýnið er alveg einstakt. Hönnuðir og arkitektar? Leifur Welding aðstoðaði okkur við hönnun staðarins sem okkur fannst hann framkvæma snilldarlega. Högni Valur grafískur hönnuður kom einnig með margar skemmtilegar hugmyndir. Af hverju nafnið Kopar? Okkur langaði að vera með nafn sem gæfi ekki endilega til kynna hvernig matreiðslustefnu staðurinn býður uppá, heldur leyfa nafninu sjálfu að njóta sín. Okkur fannst það líka fljótt að festast við þegar við byrjuðum að spá í því. Þess má geta að kopar er einn elsti málmur í heimi og finnst okkur nafnið hafa smá tengingu við þemað. Hvað er vinsælast á matseðlinum ykkar? Ævintýraferðin okkar á Kopar er vinsælust, það er eins konar smakk matseðill fyrir allt borðið til þess að deila. Hver stendur vaktina í eldhúsinu? Ylfa Helgadóttir matreiðslu meistari og hennar frábæra lið. Eitthvað að lokum? Erum nýbyrjuð með Dinner Cruise um borð á Andreu í samvinnu við Sérferðir, við bjóðum uppá siglingu á föstudagskvöldum með 5 rétta matseðli frá Kopar, lifandi tónlist og frábært útsýni. Hægt er að kynna sér ferðir okkar á heimasíðu okkar www.koparrestaurant.is
„hér iðar allt af mannlífi og útsýnið er alveg einstakt “
Steinbítur með humarkampavínssósu
• Steinbítur • Pistasíuhjúpur • Brennt blómkálsmauk • Grænkál • Blómkálshnappar • Humar-kampavínssósa Pistasíuhjúpur • 50g smjör • 50g pistasíur • 50g brauð raspur • 1 tsk salt Aðferð: 1. Allt sett í blender og múlað þar til allt er orðið að paste / mauki. Humarkampavínssósa • 2stk laukur • 3 geirar hvítlaukur • 1 flaska kampavín • 750ml rjómi • 450ml humarsoð
Aðferð: 1. Laukur og hvítlaukur er steiktur í potti og kampavíni hellt yfir 2. Humarsoði hellt yfir og soðið niður. 3. Rjóma hellt útá og soðið meira niður þangað til sósan er orðin hæfilega þykk. Blómkálsmauk • 1 blómkálshaus • 200ml rjómi • 200g smjör • 2 tsk salt • safi úr ½ sítrónu Aðferð: 1. Blómkál skorið í bita og steikt í potti vel og vandlega. 2. Þegar blómkálið hefur fengið á sig ljósbrúnan lit má hella rjómanum útá. 3. Leyfa rjómanum að karamellast aðeins.
4. Þá er blómkálið maukað í blender með smjörinu. Smá klípa í hverja blöndu. Síðan er salti og sítrónusafa blandað útí. Samsetning Grænkáli er raðað í ofnfast mót og steinbít raðað ofan á. Blómkálsbitum er raðað í kring og síðan er steinbíturinn hjúpaður með pistasíuhjúpnum. Bakað á 190°c í u.þ.b.15 mín. Passa að hafa steinbítinn ekki of nálægt hvorum öðrum því þá er hann lengur að eldast. En það er ekki æskilegt að hafa réttinn inní ofni í meira en 15 mín því þá er grænkálið orðið ofeldað. Gott er að leyfa steinbítnum að standa útá borði í 10 mín eftir að hann kemur úr ofni og þar til hann er framreiddur.
U
PPSKRIFTIR
Umsjón: Ebba Guðný
Texti: Þórunn Högna Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir *Uppskriftir eru fyrir 4 manns
Elskar að elda hollan mat
Ebba Guðný Guðmundsdóttir hugsar ekki bara um að elda hollan og góðan mat, heldur spáir hún
enn meira í það hvaða hráefni hún notar í eldamennskuna og hvaðan það kemur. Grænmetisrétti eldar hún mikið heima við og á alltaf paprikukrydd í kryddskúffunni. Hún gaf sér tíma í miðjum upptökum fyrir matreiðsluþættina sína, til að deila með okkur unaðslegum salat uppskriftum sem hún töfraði fram á núll einni þegar við kíktum við hjá henni.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mjög erfið spurning! Mér finnst svo margt gott! Elska heimabakaðar vefjur með góðgæti innan í, quinoasalatið hér að ofan, grænmetissúpur, grænmetislasagna, lambahrygg og kreólska pottréttinn í Eldað með Ebbu í Latabæ, uppskrift frá mömmu; sælgæti.
Hver er þinn uppáhaldsveitingastaður í Reykjavík? Kaffihúsið Garðurinn, Gló og Kolabrautin! Uppáhaldsdrykkurinn? Karamellu drykkurinn eða grauturinn minn með chiafræjum, þar sem ég nota karamellu-steviu (English Toffee)
Er eitthvað hráefni í uppáhaldi hjá þér? Sítróna hugsa Hvað gerir þú til þess að slappa af? Fer í nudd og ég, nota hana í allt; svo holl, basísk og hreinsandi, nálastungur og/eða heilun. dregur fram gott bragð í mat, er náttúrulegt rotvarnarefni.. já sítróna! Uppáhaldsmatreiðslubókin? Ekki mjög hógvært svar, en ég nota mínar eigin mikið og svo bækurnar hennar Uppáhalds eldhúsáhald? Skeið! Og Vitamix Sollu Eiríks og netið. blandarinn minn, gæti ekki verið án hans! Hvað er framundan? Ljúka við þættina mína, flytja Hvaða krydd verður að vera í kryddskúffunni? og fara til Danmerkur með börnin í Lególand. Paprikukrydd. Kaffi eða Te? Chai te með flóaðri sojamjólk á Hvaða mat eldar þú oftast heima? Grænmetissúpur. Kaffihúsinu Garðinum og kaka með.
Ljúffengt quinoasalat sem er einfalt þó það virki mjög flókið
• 2 dl lífrænt quinoa (Rapunzel) • 3,5 dl vatn • 1 krukka fetaostur í saltvatni (ég nota ekki vatnið) • Himalaya- eða sjávarsalt og pipar eftir smekk • 1-2 lúkur af ferskri basiliku • 1 hvítlauksrif • 1 cm engifer (má sleppa) • ½ dl kaldpressuð ólífuolía • 1/3-½ dl sítrónuólífuolía • 2 msk hempfræ • 1 msk kóríanderfræ • 70g íslenskt vistvænt klettasalat • ½ lime, safinn • 10 litlir íslenskir eldrauðir tómatar (geymið á stofuborði svo þeir verði eldrauðir og sætir) • 100g ristaðar furuhnetur (eða aðrar hnetur sem ykkur finnst góðar)
1. Ristið quinoað í potti, rólega 2. Sjóðið quionað í 3,5 dl af vatni við vægan hita í um 10-15 mínútur eða þangað til allt vatn er gufað upp 3. Hellið vatninu af fetaostinum og setjið hann í nokkuð stóra skál með basiliku, sjávarsalti og pipar, hvítlauk, engifer og ólífuolíu (ég pressa hvítlaukinn og engifer í hvítlaukspressu, en einnig má skera engiferinn smátt).
4. Setjið soðið quinoað í stóra salatskál og hellið sítrónuólífuolíu yfir, um 1/3-1/2 dl eða eftir smekk. 5. Dreifið hemp- og kóríanderfræjum yfir quinoað. 6. Skerið klettasalatið aðeins (svo auðveldara sé að borða það) og setjið svo jafnt yfir og kreistið lime-safa yfir það. 7. Skerið tómatana og dreifið yfir salatið. 8. Hellið svo fetaostsblöndunni yfir og að lokum setjið þið ristuðu furuhneturnar.
Dásamleg salatsósa með klettasalati
• 1 poki af íslensku vistvænu
klettasalati • 1 msk lífrænt gróft sinnep • 1 dl kaldpressuð ólífuolía • 1 msk lífrænt hunang • 1 poki pekan hnetur • 1 box af lífrænum trönuberjum • 1-2 msk balsamedik (byrjið með eina og bætið heldur við ef ykkur finnst þurfa, smekksatriði) • ½ tsk sjávarsalt • 1 pressað hvítlauksrif (má sleppa en mæli með því!) • Ein lúka ferskt basil (má sleppa en svoo gott!) *Hér má einnig nota sítrónu- eða limesafa í staðinn fyrir edikið *Mér finnst dásamlegt að setja eina teskeið af acaidufti í þessa olíu! *Ég kaupi alltaf lífrænt og/eða íslenskt salat!
Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið vel saman. Smakkið til í lokin með sjávarsalti, hunangi og balsam. Þessi góða sósa getur líka bjargað bragðlausum mat. Geymið í sultukrukku með loki inni í ísskáp.
Kjúklingur
soðnar með hýði, þar til þær eru orðnar mjúkar og fínar. Kartöflumús Kartöflur 50 gr smjör sett í pott, ásamt kartöflum/gott er að nota mixer eða • 250 gr rauðar kartöflur • 50 gr smjör • 1 bréf af góðu beikoni • 1 dl mjólk • Salt & pipar
töfrasprota til að mauka þær, mjólkinni bætt úti, Beikon sett ínní ofn í 20 mínútur eða þar til það er orðið stökkt, það er svo skorið í litla bita og bætt úti, s&p eftir smekk. (Sumum finnst gott að setja smá sykur úti í kartöflumúsina, 1 msk hrásykur)
Umsjón: Þórunn Högna Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir *Uppskriftir eru fyrir 4 manns
Rósmarín kjúklingur með sítrónu & beikon kartöflumús • 4-6 kjúklingabringur/leggir • Salt & pipar • 150 gr smjör • 250 gr gulrætur • 1 haus brokkoli • 3 stk sítrónur • Ferskt rósmarín • 1 msk hrásykur • 1 peli rjómi eða matreiðslurjómi/má sleppa • 2 msk hunang Ofninn stilltur á 190°. 150 gr af smjöri sett í pott (t.d. Dutch owen) ásamt sítrónuberki, safanum og kjúkling, potturinn settur inní heitan ofninn í 20 mínútur, lækkið síðan í 150° bætið rjóma við og látið malla í 30 mínútur í viðbót, bætið við smjöri ef þarf. Meðlæti : Gulrætur og brokkoli skorið niður og soðið í nokkrar mínútur, smjör sett á pönnu grænmeti bætt við og steikt í nokkrar mínútur, hunangi bætt úti og s&p eftir smekk.
Madeira kjúklingur
Kjúklingur steiktur á pönnu í nokkrar mínútur, kryddaður með s&p og síðan settur í eldfast mót og inní ofn í 190° 25-30 mínútur.
• 4-6 kjúklingabringur • 250 gr kartöflur • 1 stk rauðlaukur/smátt saxaður • 2 stk skalottlaukur/smátt skorinn • 1 búnt af ferskum aspas • 3 gerðir af góðum sveppum, t.d Portobello,kastaníusveppir og shiitake sveppi. • 2 dl Madeira vín/fæst í vínbúðinni • 1 peli rjómi • 3 stk nautakraftur /leyst uppí 2 dl af vatni • S&P eftir smekk • 3 msk hlyn sýróp • 1 msk hrásykur • 1 dl mjólk • 100 gr smjör • 1 poki ferskur mozarella ostur/ skorin í sneiðar
Mozarella ostur er síðan settur á kjúklinginn rétt áður en hann er tekinn útúr ofninum.
Kartöflumús með rauðlauk Kartöflur soðnar með hýði, þar til þær eru orðnar mjúkar og fínar.
50 gr smjör sett í pott, ásamt kartöflum/gott er að nota mixer eða töfrasprota til að mauka þær, mjólkinni bætt úti, rauðlaukur er léttsteiktur á pönnu í smá olíu, og bætt úti, s&p eftir smekk. (gott er að setja smá sykur úti í Sveppirnir eru skornir í sneiðar kartöflumúsina (1 msk hrásykur) og steiktir á pönnu í smjöri ásamt skalottulauk, þar til þeir Aspas soðinn í nokkrar mínútur, eru orðnir mjúkir og fallegir. smjör sett á pönnu ásamt aspas Madeira víni bætt útí og látið malla og steikið í 5-7 mínútur, bætið við í nokkrar mínútur, nautasoði sýrópi og smá salti. hellt úti og hrært vel saman, að lokum er rjómanum bætt úti og látið sjóða niður. Bragðbætt með salti og pipar.
Spicy crispy kjúklinga samloka • 3 kjúklingabringur-teknar í sundur/þvert • 4-6 stór hamborgarabrauð • Gouda ostur Marinering • 1 bolli mjólk • 2 egg • 1 tsk Cajun krydd • 1 tsk chayenne pipar • 2 tsk hot wings sósa Egg og mjólk hrært saman og kryddið sett útí, blandið vel saman, kjúklingur settur í mareneringuna og geymt í kæli yfir nótt. • 1 bolli brauðmylsna/rasp • salt & pipar • 2 tsk Cayenne pipar • 1 tsk chili pipar Blandað saman í skál • 1 dós Buffalo sósa frá Kjötkompaní • 4 msk Hot wings sósa blandað saman í skál
Aðferð:
Franskar
Bringunum velt uppúr brauðmixinu og léttsteikt á pönnu í ½ dl af olíu t.d ísíó 4 í þrjár mínútur á hvorri hlið. Síðan er bringunum velt uppúr buffalósósunni, sett í eldfast mót og inní ofn í 25 mín á 190 °. Gouda ostur settur á kjúklinginn rétt áður en hann er tekinn úr ofninum.
• 5 stk bökunarkartöflur • 2 msk góð olívuolía • 3 tsk salt • 2 msk parmesan ostur rifinn • 1 msk púðursykur
Gráðostasósa • 3 msk mæjónes(Hellmanns) • 1/2 dós sýrður rjómi • 1/2 box gráðostur- smátt saxaður • 1 tsk hvítvínsedik • 1-2 hvítlauksrif • Mikið af pipar hrært vel saman Chipotle sósa, Gott að gera extra mikið af sósunni.
• 4 msk Hellmans mæjónes • ½ dós sýrður rjómi • 2-3 hvítlauksrif-smátt saxaður • Safi úr hálfri lime • 3-4 tsk chipotle-paste/ mauk-fæst í Hagkaup • 2 msk steinselja • salt og pipar
Kartöflur skornar í bita, og settar í eldfast mót eða í ofnskúffu, olían sett yfir og inní ofn á 200° í 40 mínútur. Parmesanosti og púðursykri bætt við rétt í lokin, salti stráð yfir. Meðlæti • Buff tómatar, skornir í sneiðar • Lambhagasalat • Súrar gúrkur
Súkkulaði
Umsjón: Berglind Steingrímsdóttir
Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ekta súkkulaðikaka • 800 gr. Síríussúkkulaði • 360 gr. smjör • 2 dl Kaffirjómi • 2 dl sykur • 0,5 tsk salt • 1 tsk vanilludropar Hitið ofninn í 180 gráður, ekki nota blástur. Allt brætt saman Léttþeytið 8 egg Hellið svo súkkulaðiblöndunni útí eggin Öllu hellt í form (ég notaði 20cm), kakan er bökuð í 45 mínútur og kæld í a.m.k 6 klst áður en kremið er sett á. Krem
• 200g Síríussuðusúkkulaði • 2 msk smjör • 2 msk ljóst síróp • 3 msk mjólk Allt brætt saman og hellt yfir kalda kökuna, skreytt með berjum ef vill.
Súkkulaði Pavlova með fílakaramellurjóma • 50 g 70% súkkulaði • 6 stórar eggjahvítur • 300 gr sykur • 3 msk kakó • 1 msk maizena mjöl • 1 tsk hvítvínsedik Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni, látið kólna. Hitið ofninn í 175 gráður og setjið smjörpappír á plötu. Teiknið ca 2 15 cm hring á pappírinn, passið að hafa bil á milli því marengsinn breiðir úr sér. Þeytið eggjahvítur í toppa og bætið sykrinum smátt og smátt við, stífþeytið blönduna. Sigtið maizenamjölið og kakóið saman við deigið að bætið edikinu útí, blandið saman með sleif (varlega) að lokum er brædda súkkulaðinu blandað saman við.
Setjið marengsinn á smjörpappírinn og bakið neðst í ofninum, lækkið hitann í 120125 gráður og bakið í u.þ.b. 1 klst og 15 mín, botnarnir eiga að vera stökkir en mjúkir í miðjunni. Hafið smá rifu á ofninum meðan botnarnir kólna í honum. Fylling • 1 poki af fílakaramellum • ½ líter rjómi Rjómi og karamellur er brætt saman á vægum hita, látið kólna alveg (helst yfir nótt) Daim, Karamellu Nóakropp, ávextir ef vill. Samsetning Botn settur á kökudisk, karamellurjómi + sælgæti, svo er þetta endurtekið með næsta botni, rjóma, sælgæti og ávöxtum, æðislegt að setja karamellusósu yfir.
Súkkulaðiterta með Rice crispies • 3 góðir brúnir botnar • Súkkulaðikrem, sjá í uppskrift af kreminu í súkkulaði lakkrískökunni/eða bara það krem sem er í uppáhaldi, ég er með æði fyrir Swiss Marenge kremunum og set þau á allar kökur ! • Rice crispies botn • 200 gr mjólkur súkkulaði • 100 gr Rice crispies Súkkulaðið er brætt og Rice crispies er sett útí, látið kólna aðeins, setjið einn botn á disk, svo krem síðan Rice crispies, endurtakið. Endið á kremi. Frábært að hafa þeyttan rjóma með. Þessi terta er algjör snilld og kemur skemmtilega á óvart !
Snickerskaka í krukku • 1 pk Betty Crocker súkklaðimuffins mix • 3-4 Snickers, saxa 2 og rest í rjómann/geyma smá til skreytingar. • 1 peli rjómi Bræðið 2 Snickers í rjómanum, látið kólna og þeytið svo. Spreyjið 4-6 krukkur með Pamspreyji. Hrærið mixið saman og síðan er söxuðu Snickersinu blandað saman við. Bakað í 14-16 mín við 180 gráður. Krem Snickers rjóminn er þeyttur og honum sprautað ofaná, smá af Snickersi er stráð yfir og það er snilld að hella karamellusósu yfir.
Súkkulaðiterta með saltri lakkrískaramellu og súkkulaði kremi. Botnar
Krem á milli botna
Kremið utan um kökuna
Gott er að undirbúa karamelluna áður. Fer í 3x 15 cm form og það er gott að vigta magnið í hvert form til að þær séu jafnar
Lakkrískaramella • 100 gr sykur • 150 ml rjómi • 85 gr smjör • Smá af lakkríssalti
• 300 gr 50% súkkulaði brætt og kælt • 5 stórar eggjahvítur við stofuhita • 250 gr sykur • 340 gr smjör ósaltað (við stofuhita)
• 1 ½ bolli hveiti • 1 ½ bolli sykur • 90 gr af hreinu kakói • 1 tsk lyftiduft • 1 tsk salt • ¼ bolli olía (ekki olífuolía) • ¾ bolli buttermilk (1 msk af sítrónusafa sett í ¾ bolla af mjólk, látið standa í 10 mín við stofuhita) • ¾ bolli sterkt kaffi • 2 egg (við stofuhita, léttþeytt) • 2 tsk vanilla extract
Sykurinn er bræddur í potti, smjörinu er bætt útí í teningum (varlega því þetta er sjóðandi) rjóminn er hitaður að suðu og hellt í blönduna, hrærið í pottinum í ca 10 mín. Kælið alveg.
Smjörmarengskremið • 100 gr sykur • 1 ½ bolli þeytt smjör ósaltað • 4 stórar eggjahvítur Hitið ofninn í 180 gráður, klæðið • 1 tsk vanilla extract formin með smjörpappír og smyrjið • 1 -2 tsk Lakkrísduft frá Johan Bulow með smjöri, dustið með kakói. eða td hockey pulver sem fæst í Sigtið öll þurrefnin í hrærivéla- sjoppunni. skálina, blandið svo blautefnum saman við og hrærið í með káinu, Setjið sykur og eggjahvítur í skál yfir hrærið í ca 2 mín á meðalhraða, vatnsbaði og þeytið þar til sykurinn hafið eitthvað yfir skálinni því þetta er uppleystur (blandan á að vera heit) fer útum allt. Hellið svo í formin, setjið svo í hrærivél og þeytið í allavega ath gott að vigta jafnt í formin. 10-12 mín, þar til kremið verður þykkt Deigið er blautt. og glansandi, bætið smjörinu útí í skömmtum, vanillu og lakkrísduftinu Kakan sett saman þeytið þar til kremið fær fallega Setjið kökubotn á disk, lakkrískrem silkiáferð, ef það skilst frá þeytið þá er sett ofná og þetta er endurtekið. áfram. Smakkið til að fá það lakkrísKakan er síðan smurð með bragð sem ykkur finnst best. lakkrískreminu og látin standa í smá stund þar til kremið hefur harðnað smá, þá er súkkulaðikreminu smurt utaná og ekki spara það. Skreytt með lakkríssúkkulaði kúlum.
skorið í teninga eða þeytt • 2 tsk vanilla extract
Sama aðferð og við lakkrískremið, súkkulaðið er sett síðast útí, ef blandan er of þunn og rennandi þá er gott að setja í ísskáp.
SĂmi : 578-5544 • brandur@fastmidgardur.is
Umsjón: Þórunn Högna
Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir & Kristinn Magnússon
Hausttískan eva
Við fengum nokkra tískusérfræðinga til að segja okkur hjá Home Magazine hvaða litir og snið væru helst í tísku fyrir haustið. Hvaða flík verður að vera til fataskápnum svo hægt sé að tolla í tískunni.
Fríða verlsunarstjóri í Evu Laugavegi
Hvernig er haust&vetrartískan frá Evu? Malene Birger fagnar núna 10 ára hönnunarafmæli sínu og línan frá henni þetta haustið er því sérstaklega glæsileg. Einkennist af kvenleika, svörtu og hvítu, mynstrum, mjúkum peysum, barðastórum höttum og glæsilegum kjólum. En tískan er aldrei neitt eitt ákveðið, það er alltaf svo margt í gangi og hvert land er með misjafnar áherslur. Það sem mér fannst þó mest einkennandi fyrir veturinn eru peysur og allar gerðir af peysum. Og við peysuna þína getur þú notað hvað sem er, því tískan fer frá því að vera mjög kvenleg og yfir í það að vera herraleg. Þetta er bara alltaf spurningin um að finna þann stíl sem hentar manni og þau snið sem klæða mann. Hvað keyptir þú þér Gúmmístígvél og ullarsokka.
síðast?
Hvað á ekki að vera í fataskápnum í vetur? Sumarfötin, pakka þeim niður yfir veturinn og taka svo upp aftur með vorinu, þá verða þau eins og ný og maður fær ekki leið á þeim eftir að hafa horft á þau ónotuð yfir vetratímann. Skótískan? Leðurstígvél verða meira áberandi í vetur en verið hefur undanfarin ár en ökklaskór ýmiss konar, hvort sem þeir eru fínlegir eða grófir eru hvað mest áberandi. Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Malene Birger er klárlega einn af mínum uppáhaldshönnuðum. Hún er algjör fagmanneskja og fagurkeri fram í fingurgóma. Í kringum hana er allt einstaklega fallegt. Eitthvað að lokum? Sú kona sem er sjálfsörugg og hamingjusöm er alltaf glæsileg!
Hverjir eru heitustu litirnir fyrir haustið? Svartur litur verður aftur mest áberandi loksins þegar íslenskar konur fengust til að fara í liti. En kóbalt blár, ísblár, beige, gráir litir, rauður og bleikur, svo einhverjir litir séu nefndir, verða líka fáanlegir í vetur. Hvaða flík verður að vera til í fataskápnum í vetur? Síð og hlý jakkapeysa og höfuðfat, hvort sem það er hattur eða húfa. Einhver ný efni sem verða meira „inn“ en önnur? Ekki endilega ný, en á veturna eru alltaf þessi hlýju efni áberandi eins og ullarefni. En svokallað kafaraefni er þó að koma mikið aftur, sem hefur ekki verið lengi.
Eydís Björg eigandi Freebird
Hvernig er haust&vetrartískan Freebird? Freebird haust/vetur 2013 er kölluð “Winter Fairytale” og er eins og nafnið segir til um blanda af grófum flíkum og fallega skreyttum pallíettuflíkum. Leður og joggingbuxur í óhefðbundnari sniðum eru notaðar við stutta pallíettujakka sem eru settir utan yfir fallega bómullartoppa og mynda skemmtilegt “bohemian” útlit sem Freebird er þekkt fyrir. Einnig eru margir fallegir fylgihlutir til dæmis klútarnir.
Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Minn uppáhaldshönnuður er Kolla vinkona mín, hönnuður Freebird. Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað hún er að gera, óendalega fallegt eins og hún sjálf. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að vinna með henni. Mér þykir mjög vænt um flíkurnar sem hún gerir og við gleðjumst alltaf þegar fólk sem kemur inní búð til okkar, finnst það sama og fer ánægt út með fallega flík í poka.
Einhver efni sem eru meira „inn“ en önnur? Eflaust Hverjir eru heitustu litirnir fyrir haustið? er hægt að segja að einhver efni séu meira áberandi en Haust/vetur eru áfram rómantísku litirnir önnur til dæmis er mikið um flíkur úr “joggingefnum“ antik bleikur, beige og ljósgrátt en við það bætist fallegur en hjá Freebird lætur Kolla oft gera efni sérstaklega fyrir gulur, dökkblár, vetrarhvítur, gylltur og silfur. Stuttan sig og þá er mikið um handgerð efni sem eru sérstaklega pallíettujakka er alltaf hægt að nota til dæmis með gerð fyrir ákveðnar flíkur. hvítum bol og gallabuxum. Hvað á ekki að vera í fataskápnum? Ég gæti aldrei Skótískan? Fullt af skemmtilegum skóm til dæmis allar sagt að eitthvað eitt eigi ekki að vera í fataskápnum, við þessar mismunandi týpur af strigaskóm, lág gróf stígvél erum öll mismunandi og það sem hentar einum hentar með skemmtilegu skrauti og kúrekastígvél með útsaumi kannski ekki öðrum. er partur af skemmtilegri skótísku í haust og vetur. Eitthvað að lokum? Kolla hugsar línuna þannig að ef Hvað keyptir þú þér síðast? Það síðasta sem ég fékk þú hefur keypt þér fallegan kjól í sumar þá ættirðu að mér er jakki frá Liebeskind sem er frá Berlin. Var að finna jakka í haust sem gæti passað vel með taka þetta merki inn núna fyrir haustið í fyrsta skipti, honum, henni finnst mikilvægt að flíkurnar séu einfaldar flíkur úr góðum efnum, flottir jakkar, bolir og tímalausar. buxur. Mjög skemmtilegt.
Andrea Magnúsdóttir eigandi
„Everyday is a fashion show and the world is your runway“
Hvernig er haust & vetrartískan frá Andreu? Við erum að vinna í allskonar nýjum printum, erum pínu á þjóðlegu nótunum. Print - tribe & fólk er okkar inspiration. Línan verður öll mjög litrík með dassi af pallíettum.
Hvað keyptir þú þér síðast? Röndóttan svartan & hvítan wrap around kjól úr nýju línunni minni & dásamlega skó frá Chie Hver er þinn uppáhalds hönnuður? My all time favorite er frú Coco Chanel. Af samtímahönnuðum get ég nefnt skóhönnuðinn Chie Mihara, vöruhönnuðinn Tom Dixon og fatahönnuðinn Sarah Burton sem er yfirhönnuður hjá Alexander Mcqueen
Hverjir eru heitustu litirnir fyrir haustið? Við erum í litastuði og ætlum að vera með allskonar marglit print bæði í prjónaefni, jersey og chiffoni. Rautt og blátt verður áberandi í bland við aðra liti.
Eitthvað að lokum? “Everyday is a fashion show and the world is your runway”
Hvaða flík verður að vera til í fataskápnum í vetur? Hlý peysa & litríkur klútur
www.andrea.is
Einhver ný efni sem verða meira „inn“ en önnur? Hjá okkur eru mynstur mest áberandi en við gerum þau í allskonar efnistegundum. Prjónaefni verða þó mjög áberandi. Hvað á ekki að vera í fataskápnum? Ekkert sem maður notar ekki. Ég reyni að hafa það þannig hjá mér, losa mig við það sem ég ekki nota svo að fötin sem ég nota fái pláss og njóti sín. Þannig er líka auðveldara að velja sér eitthvað fallegt á morgnanna. Skótískan? Hæll (ekki of hár og ekki of mjór). Ég vil helst hafa skóna mína í lit eða litum, með flottum detailum, úr rúskinni eða leðri. Skórnir VERÐA að vera þægilegir & ómótstæðilegir. Myndir: Aldís Pálsdóttir
Magni & Hugrún eigendur og hönnuðir hjá Kron By Kronkron
Hvernig er haust & vetrartískan frá Kron by Kronkron? Við erum mjög spennt fyrir vetrarlínu Kron by Kronkron. Í haust erum við dekkri í allri litagleðinni sem hefur einkennt fyrri season hjá okkur. Tónarnir eru þyngri og printin spila skemmtilega saman við litapalletuna hjá okkur. Skósíð pils, fallegar silkiblússur og kjólar í blandi við hlýjar prjónapeysur skipa aðalhlutverk í haust og vetrarlínu Kron by Kronkron. Hverjir eru heitustu litirnir fyrir haustið? Eitt af aðalsmerkjum Kron by KronKron er samspil lita. Fyrir okkur er meira atriði hvernig litunum er raðað saman frekar en litirnir hreinir út af fyrir sig. Ef við ættum að pikka einhverja út þá væru það sennilega samspil orange, vínrauðs, græns og svarts.
Hvaða flík verður að vera til í fataskápnum í vetur? Skósítt pils, hlý prjónapeysa og silkikjóll ætti að geta gert flestar skvísur bæjarins hamingjusamar.
Hvað keyptuð þið ykkur síðast? Hugrún fékk sér litríkan silkikjól frá Kron by Kronkron og vindjakka frá Soniu Rykiel og Magni fékk sér fjólubláar Vivienne Westwood buxur, sinnepslitaðan bol frá Acne Einhver ný efni sem verða meira og Camper skó. „inn“ en önnur? Fyrir okkur skiptir hráefnið öllu máli að efnið sé hreint Uppáhaldshönnuður? Þessi er erfið og gott. Silki er alltaf inni, silki þeir eru svo margir, ef við erum neydd velour, mohair og kasmir, góð til að pikka einhverja út þá væri það bómull eru efni sem manni líður vel sennilega Sonia Rykiel fyrir að hafa næst sér. guðdómlegt prjón og að vera með hjartað á réttum stað, Vivienne WestHvað á ekki að vera í wood fyrir hugrekki, brjálæði og að fataskápnum? Massa unnin föt þar vera trú sjálfri sér, Peter Jensen fyrir sem gæðin eru lítil sem engin, föt gáfurnar og frábæran húmor og svo sem eru unnin á vafasaman hátt þegar margir, margir fleiri. litið er til hráefnis og aðbúnaðar þeirra sem búa þau til. Eitthvað að lokum? Haustið er yndislegur tími til þess að umvefja Skótískan? Við hlökkum mikið til sig mjúkum og hlýjum flíkum í að fá inn vetrarlínu Kron by Kron dásamlegum litum og við hvetjum kron. Í haust eru skórnir okkar alla til þess að njóta þess. skemmtileg blanda af götu og glamúr.
Mynd: Saga Sigurðardóttir
París ,,Paris is always a good idea” sagði hin undurfagra Audrey Hepburn og ég held að við getum verið sammála henni með það. Borgin er sannkölluð menningar, lista, tísku og hönnunarborg og er sú borg sem laðar að sér fleiri ferðamenn en nokkur önnur borg í heiminum. Borgin á gamla og skemmtilega menningarsögu og því margt að skoða og fræðast um. París stendur við ána Signu sem liggur í gegnum borgina og hefur alltaf verið mikilvæg fyrir samgöngur landsins. Notalegt er að ganga eftir bökkum árinnar og njóta fegurðarinnar. Í París eru ótal mörg áhugaverð söfn í bland við girnilega veitingastaði og alveg einstakt að ganga um borgina og drekka hana í sig. París er mikil tískuborg og rosalega mikið af fallegum og skemmtilegum verslunum að skoða. Ég ætla ekki að nefna einstakar búðir þar sem þær eru svo misjafnar eins og þær eru margar. Þarna finnur maður allan skalann – alveg frá flóamörkuðum upp í hátískubúðir. Maður er ekki fyrr lentur á staðnum þegar maður er komin í rómantískan túristagír! Auðvitað eru fjölmargir skemmtilegir staðir til að skoða í París og hér verður stiklað á þeim stærstu.
Umsjón: Helga Eir Gunnlaugsdóttir
Lúxembourg garðurinn: Er til valinn til að setjast niður með nesti og rauðvín í glasi og njóta borgarinnar í sólinni. Lúxemborgarhöllin er staðsett í öðrum enda garðsins.
Louvre safnið: París er stútfull af spennandi söfnum en eitt það stærsta og frægasta er Louvre safnið og þarf ekki endilega að hafa brennandi áhuga á list til að njóta þeirrar stórkostlegu listar sem safnið hefur að geyma, þó það væri ekki nema að kíkja Monu Lisu sem við könnumst öll við.
Eiffel turninn: Maður fer ekki til Parísar án þess að skoða Parísarturninn sjálfan. Turninn var fyrst reistur á heimssýningunni í París 1889 og átti aðeins að hafa tímabundið hlutverk en stendur enn mörgum til mikillar gleði. Tveir veitingastaðir eru í turninum, auk verslana og kampavínsbars. Hann er orðið eitt helsta tákn rómantíkur og yndislegt fyrir fólk að eiga notalega stund þar saman.
Hvíta kirkjan/Sacre Coeur: Er ein sú fallegasta og með dásamlegt útsýni yfir Parísarborg. Kirkjan er ótrúlega falleg jafnt að innan sem utan.
Notre Dame kirkjan: Það þarf vart að kynna þessa kirkju enda ein af þekktustu kirkjum heims. Stórbrotið mannvirki sem tók heil 182 ár að byggja, eða frá árinu 1163 – 1345. Þessi dómkirkja er hvað mest tengd sögu Parísar og dásamlegt að ganga um hana og skoða.
Latínuhverfið: Fallegar götur og byggingar einkenna hverfið ásamt góðum veitingastöðum og börum. Gaman er að skoða Sorbonne háskólann, Parísar-moskvuna, Cluny Nútímalistasafnið Pompidou: Þetta safn ber að nefna sérstaklega vegna safnið, leifar af borgaramúr frá stórbrotins útsýnis yfir París. Uppá þaki byggingarinnar er dásamlegt kaffihús miðöldum, fallegan garð og svo lengi þar sem hægt er að njóta útsýnisins. Byggingin minnir helst á stórt hús með mætti telja. vinnupöllum utan um. Ótrúlega skemmtilegur arkitektúr.
Rauða Myllan: Gaman er að rölta um rauða hverfið uppá forvitnissakir og sögulega séð, því jú ungar konur dönsuðu þar fyrir ríku mennina á árum áður. Það viðhefst vissulega ennþá þarna í kring en þó ekki eins áberandi og áður.
V
issulega er endalaust af stöðum sem vert er að skoða og um að gera að “gúggla” París og sjá hvað er í boði. Ég nældi mér í mikið af upplýsingum af síðunni parisardaman.com og ætla að leyfa mér að mæla með henni– þar er heill heimur af upplýsingum og nauðsynlegt að kíkja á áður en haldið er til Parísar. Colette 213 Rue St.Honore 75001 Paris Skemmtileg búð með fullt af flottri hönnunarvöru.Margar áhugaverðar verslanir sem gaman er að skoða í eru á sömu götu.
Hotel Costes Pierre au Palais Royal 10, rue de Richelieu 75001 Paris Staður sem gaman er að fara á í hádeginu og fá sér Foie Gras og ískalt hvítvín.
Café Étienne Marcel 34, rue Étienne Marcel 75002 Paris Flottur staður og góður matur, vegna staðsetningar er minna að gera á kvöldin og því auðvelt að fá borð.
Les Halles er mjög skemmtilegt hverfi. Þar er að finna flottar verslanir og góð kaffihús. Stutt er að rölta bæði í Notre dame og Louvre. 75001 Paris
Er ein af elstu götum Parísar sem mjög skemmtilegt er að skoða. Einskonar markaðsgata þar sem eru margar sér verslanir með osta, sætabrauð, fisk, vín og kjöt. Þarna eru líka litlar fatabúðir og notaleg kaffihús.
Porte de Clignacourt, einn besti antikmarkaður í Evrópu, þar er hægt að finna allskins gersemar á góðu verði.
Barrio Latino 46 Rue du Faubourg Saint-Antoine, 75012 Flottur staður og stuð restaurant. Í eigu sömu aðila og Buddha bar. Mjög skemmtilegur.
S
vala Sigurðardóttir býr í París með eiginmanni sínum, Róberti Gunnarssyni handboltamanni og börnum. Hún segir skemmtilegt að búa í París og fannst strax eins og hún ætti heima þarna – að hún væri á einhvern hátt komin “heim”. Hvernig er lífið í París? Lífið er mjög ljúft í París. Það er reyndar mjög mikið að gera hjá mér því dóttir mín er í 6 ára bekk og það er engin smá heimavinna sem greyið þarf að gera daglega, og talaði enga frönsku þegar hún byrjaði í skólanum, svo við erum saman í 6 ára bekk. Hvað er það besta við París? Það besta við París er hvað borgin er falleg og lifandi. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað til að gera, hvort sem það eru jazztónleikar, sýningar eða bara skella sér á kokkteilbar. Það eru óendanlega mörg góð veitingahús hér og söfn og manni líður eins og maður væri fleiri ár að komast í gegnum það að heimsækja þau öll og skoða það helsta.
Hvernig er að búa í París miðað við þau lönd sem þið hafið búið í? Langskemmtilegasti staður sem ég hef búið á (áður Århus Danmörku, Köln og Heidelberg í Þýskalandi) mig langar að búa hérna eins lengi og ég get, næ vonandi frönskunni fljótt svo ég geti farið að vinna hér. Hvað heillaði þig fyrst við París? Það var einhver tilfinning sem ég fékk þegar ég kom til Parísar í fyrsta skiptið, sem var í fyrravor. Þá leið mér einfaldlega bara eins og ég ætti heima þarna, að ég passaði inn, væri á einhvern hátt komin “heim”, erfitt að útskýra, kannski það leynist í manni einhver frönsk gen aftur í ættir.
Hvernig er týpískur dagur hjá fjölskyldunni? Við vöknum um 7 og ég gef krökkunum og að borða, labba svo eða hjóla með þau í skólann upp úr 8. Þá fer kallinn á æfingu og ég er með Kötlu, sem er að verða 2ja heima og við kíkjum á róló, leikum heima og ég sinni heimilinu. Svo reyni ég að fara í ræktina eftir hádegi þegar Róbert kemur heim af fyrstu æfingunni og kl 16.30 sæki ég kids. Við förum oftast út á róló beint eftir skóla og svo heim að elda. Borðum oftast öll saman og svo fara krakkarnir að sofa um kl: 20. Við hjónin reynum að fara út a.m.k 1x í viku, þá út að borða, á kokteilbar, í bíó eða á kaffihús. Annars er hann voða busy svo ég er miklu meira í því að fara út með þeim gestum sem koma og hef séð miklu meira af París en hann greyið.
„fannst strax eins og ég ætti heima þarna“
Svala mælti með stöðum sem henni fannst mest heillandi við París.
47 Rue de Babylone, 75007 Paris
Uppáhalds kaffihús: Það er Café Coutume í 7. hverfi Parísar. Rosa gott kaffi, svipað því sem við höfum hér á Íslandi og í Skandinavíu, gera góðan macchiato og það er æðislegt að fara þangað - líka með börn. 277 rue Saint Honoré, Paris 75008
111 Boulevard Beaumarchais, Paris, 75011
Uppáhálds búðir: Það eru margar skemmtilegar búðir í París en uppáhalds eru: Other stories, Monki, Brady and Melville. Uppáhalds barnabúðin er Jacardi og hana er að finna út um allt í París. Uppáhalds concept búðin er merci.
71 Rue de Rennes, 75006 Paris
49/51 avenue George V, 75008 Paris 66 rue Mazarine, 75006 Paris
Uppáhalds veitingastaður: Það eru svo margir góðir veitingastaðir í París, rosalega gott á Semilla bæði í hádeginu eða að kvöldi. Mikið stuð og mjög gott á Miss Ko. L’Agape substance er mjög góður en örlítið dýr, það sem er skemmtilegt við þann stað er að kokkurinn ræður matseðlinum, einstök upplifun. Uppáhalds brasserie staðurinn er Le VOLTIGEUR – ótrúlega góður. Að lokum er síðan uppáhalds kokteilbarinn Prescription.
23 Rue Mazarine, 75006 Paris
Fjórar línur á ári Umsjón: Áslaug Heiða & Þórunn Högna
B
Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir
irtan flæðir í gegnum vinnustofuna hjá strákunum í Jör. Hún er staðsett í sama húsi og verslun þeirra við Laugaveg. Þeir félagar voru hressir þegar við kíktum í kaffi til þeirra og spurðumst fyrir um, hvað væri framundan hjá þeim. Mikill tími fer í að teikna og hanna hinu fullkomnu flík. Nóg er að gera hjá þeim þessa dagana, því ný kvenfatalína lítur dagsins ljós nú í haust. Guðmundur Jörundsson stendur vaktina ásamt flottu teymi í glæsilegri versluninni en leikmyndahönnuðurinn Axel Hallkell Jóhannesson sá um hönnunina á JÖR.
Hvenær varð JÖR til? JÖR var stofnað í október 2012. Þá höfðum við Gunnar Örn unnið að undirbúningi í einhvern tíma. Hver er hugmyndin á bakvið hönnunina ykkar? Það er í raun einn heimur skapaður fyrir hverja línu. Merkið leggur áherslu á vönduð efni, vel sniðnar flíkur og ferska nálgun. Aðalhönnuðir? Guðmundur Jörundsson er yfirhönnuður (Creative Director), Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir er listrænn stjórnandi (Art Director), Dainius Bendikas (Studio Manager) starfar sem hönnuður og stjórnar vöruþróun og leiðir starf nema. Hvert sækið þið innblástur? Það er rosalega misjafnt. Útum allt, hvort sem það er sjónrænt, hljóðrænt eða hugrænt. Kaffi eða te? Kaffi Hvað starfa margir hjá JÖR? Þetta er orðið ansi stórt. Það vinna tveir í fullu starfi við herraverslunina. Tveir til viðbótar hefja störf við dömuverslunina. Til viðbótar við það starfa fjórir nemar, klæðskeri og tveir hönnuðir. Svo eru það við Gunnar Örn sem er framkvæmdastjóri. Svo það eru um það bil 10 manns að starfa í húsinu hverju sinni. Lýstu haustinu frá JÖR? Við vinnum með átta línur á ári. Fjórar herra og fjórar dömu. Dömu og herralínan fyrir haustið er svört og hvít. Mikið teinótt og lífrænar línur og form. Öll línan er handprentuð (silkiprent) og því mikið lagt í hverja flík. Til viðbótar við það erum við með undirlínu í bæði herra og dömu. En í þeim línum er allt sem við viljum bjóða uppá en fellur ekki inní ramma línunnar. Er eitthvað nýtt að bætast við línuna? Heill hellingur. Það verður að koma í ljós!
Hverjir er aðal litir í hönnun JÖR? Svart og hvítt fyrir haustið allavega. En í raun ekkert sérstakt. Bara hvað við erum í stuði fyrir hverju sinni. Á hvaða tíma vinnið þið best? Milli 5 og 9 á morgnana og/eða á næturnar. Hvað er spennandi framundan? Það er smá veiði eftir í september. Og jú dömuverslunin og vor/sumar 2014 línan sem verður sýnd í haust. Hvað gerið þið til að slappa af? Við Gunnar Örn förum í veiði. Maður verður reyndar að slökkva á símanum til að slaka á. Hvað er það sem getið ekki verið án á vinnustofunni? Kaffi. Eitthvað að lokum? Eigum við ekki bara að fá okkur kaffi?
Uppáhaldshlutir
Lindu P Linda Pétursdóttir tók brosandi á móti okkur þegar við heimsóttum hana á hlýlegt heimili hennar á Álftanesinu. Fallegar myndir og munir sem hún hefur safnað í gegnum tíðina, setja sterkan svip á heimilið. Linda bauð okkur uppá frískandi íste á meðan uppáhaldshlutir hennar voru myndaðir. Texti: Þórunn Högna
Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Hvar í húsinu er best að vera? Í stofunni. Og í gufunni líka. Uppáhaldshlutur á heimilinu? Forlát handgerð kommóða sem ég keypti af listafólki í Vancouver. Besti veitingastaður í Reykjavík? Margir góðir veitingastaðir í Rvk og einn af þeim er Grillmarkaðurinn, þar er góð stemning og góður matur. Mesta trendborgin? London. Besti maturinn? Kræklingur, humar og sushi. Besti drykkurinn? Ískalt íslenskt vatn.
Dreymir um að eignast? Hús á eyjunni sem ég bjó á við Vancouver. Hvers getur þú ekki lifað án (fyrir utan fjölskylduna)? Tækninnar. Fer ekki langt án iPhone símans. Uppáhalds verslun? Tiffanys. Svo fer ég alltaf í Harvey Nichols í London. Uppáhaldsflíkin? Hlébarðakápan mín Uppáhaldsskórnir? Christian Louboutin stígvélin mín Lífsmottó?Að vera besta útgáfan af sjálfri mér, jafnt að innan sem utan. Hvað er framundan? Flutningur Baðhússins í Smáralind í lok árs, risaverkefni sem ég er önnum kafin við þessi misserin og er full tilhlökkunar og eftirvæntingar að sjá það verða að veruleika.
Christian Louboutin stigvél í uppáhaldi
FALLEG HÚSGÖGN FYRIR HEIMILIÐ
Opið mán-fös: 10:00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00-17.00 - Sun 13.00-16.00
Ego Dekor - Bæjarlind 12 S: 5444420 - www.egodekor.is
New York Loft Kemur út í Október FRÍTT Á NETINU : Skráðu þig á póstlistann. PRENTAÐ BLAÐ : Skráðu þig í áskrift hér eða nældu þér í eintak í völdum verslunum. www.homemagazine.is
Í NÆSTA BLAÐI
Chloé Ophelia GEFUR UPPSKRIFTIR
Uppáhaldshlutir ritstjóra norska
Elle Decoration
Home
Magazine
Home Magazine á netinu
Hér getur þú skráð þig á póstlista og við látum þig vita um leið og nýtt blað kemur út
Home Magazine á prenti
Hér getur þú skráð þig í áskrift og fengið blaðið sent heim til þín á PRENTI fyrir 2.690 kr.
Home
Samlo
2.tbl
Magazin
kur & kökur halds h ins í L.A. lutir Barce lona
e
Uppá
-Svala
Björgv
Aggi
Tine K
-Textur
e
Sverr
is
Smelltu hér til að fara á facebook síðu Home Magazine