Home
1.TBL 2015
Magazine Uppskriftir
TRENd รกrsins 2015 Hรถnnunargrein -Kร HLER
Fataskรกpurinn
- Gunnar Hilmarsson
Heimsรณknir
Home
Magazine
1.
2 ára afmæli Núna í mars eigum við 2 ára afmæli. Mér finnst ekki mjög langt síðan 1. tölublaðið okkar kom út árið 2013 og þá eingöngu sem veftímarit og stuttu síðar létum við prenta blaðið, sem seldist upp á nokkrum klukkustundum. Hönnun, arkitektúr, tíska og matur er mitt áhugamál og finnst mér algjör forréttindi að fá að vinna við það daglega. Að gefa út tímarit á Íslandi er ekki auðvelt og getur verið áskorun að finna rétta efnið í blaðið en það hefur tekið okkur smá tíma að móta blaðið og finna hvað hentar okkar lesendum. Við erum því mjög heppin að hafa gott fólk með okkur. Okkar markmið er að halda áfram að gera fallegt tímarit og horfum við björtum augum til framtíðar.
3. 2.
4. 4.
5. 6.
Kær kveðja, Þórunn Högna 7.
Ritstjóra langar í: 1. Eames stóll, Penninn 2. Omaggio vasi, Módern/Hrím 3. Tine K púði, Magnolia 4. Kay Bojsen hundur, epal 5. Please gallabuxur, www.ejeans.it 6. Omaggio vasi litill, Módern/Hrím 7. Stiletto skór, www.missdivashoes.com
2
Klassísk hönnun
DROPINN Hannaður 1958 fyrir SAS hótelið í Kaupmannahöfn. Hönnuður Arne Jacobsen. Skeifan 6 / Harpa / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is
Home
Magazine
Ritstjóri Þórunn Högna thorunn@homemagazine.is Blaðamenn Ágústa Jónasdóttir Aldís Athatya Gísladóttir Auður Karitas Guðrún Hafdís MaggÝ Gauja Þórunn Högna LólÝ Anna Björk Ljósmyndarar Tinna stefánsdóttir Kristbjörg Sigurjónsdóttir Anna Björk MaggÝ Gauja Hanne Hagen Johnsen SAra Medina Lind Susanne Wannberg Aldís Athatya Gísladóttir Prófarkalestur Esther Gerður Þýðing Hadda Rakel & Magnea Rut Umbort & Hönnun Þórunn Högna Aron H. Georgsson Auglýsingar thorunn@homemagazine.is www.homemagazine.is facebook.com/homemagazine.is Homemagazineis
4
Arkitektúr, nýsköpun og nákvæmni Hvert einasta bulthaup b3 eldhús er einstakt listaverk. Gæði handverks, tæknileg nákvæmnisvinna, áreiðanleiki efniviðar, skipulag innréttingar, tímalaus frumleiki og ending. Fólk sem sættir sig ekki við málamiðlanir, mun líða eins og heima hjá sér í heimi bulthaup.
Eirvik ehf. Suðurlandsbraut 20 Reykjavík 108 www.bulthaup.com
Efnisyfirlit 55
Susanne Wannberg
28
Hanne Hagen Johnsen
66
Sara Medina LInd
Heimsóknir 54 28 66 46 38
6
Susanne Wannberg Hanne Hagen Johnsen Sara Medina Lind Heimsókn til Egilsstaða Hanna Stína innanhúsarkitekt
Hönnun & Hugmyndir 20 16 24 18
Trend ársins 2015 Guðrún Hafdís, bloggari Hönnunagrein / Kähler Páskagleði
38
Hanna stína innanhúsarkitekt
24
Hönnunargrein kÄhler
94
78
Fataskápurinn Gunnar Hilmarsson
Matur
Viðtöl / Greinar 94 Fataskápurinn / Gunnar Hilmarsson 12 Norr11
88
Kökur
Girnilegar uppskriftir 78 88 82 84 92
Mataruppskriftir Kökur Berglind Steingrímsdóttir Matarbloggarinn Lólý Matarbloggarin Aldís Athatya Matarbloggarinn Anna Björk
www.homemagazine.is www.facebook.com/homemagazine.is 7
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
Heimur fágaðra möguleika
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is
H
UGMYNDIR & ÖNNUN
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Tinna Stefánsdóttir
H
jónin Magnús Berg og Júlíana Sól eru nýkomin heim frá New York þar sem þau bjuggu í fjögur ár. Þau opnuðu nú fyrir stuttu glæsilega húsgagna- og smávöruverslun í miðbæ Reykjavíkur. Norr11 er skandinavísk keðja sem býður uppá fallegar hönnuarvörur. Við kíktum í heimsókn.
12
www.norr11.com
13
14
Hvernig verslun er NORR11? NORR11 selur falleg og endingargóð húsgögn á viðráðanlegu verði. NORR11 leitast við að endurhugsa klassíska hönnun, betrumbæta hana og finna nýja vinkla á gömlum hugmyndum. Stíllinn er þessi fallegi skandinavíski stíll en hönnuðirnir sækja líka mikinn innblástur til dæmis til Kína, suðaustur-Asíu, Ameríku og í Bauhaus stílinn svo fátt eitt sé nefnt. Verslunin sjálf er blanda af því sem við köllum sýningarrými og verslun. Við erum með lager af smávöru í búðinni en ekki stærri vörum. Stærri vörurnar eru á lager annarsstaðar og eru sendar frítt heim til viðskiptavinarins. Þannig þarf viðskiptavinurinn ekki að vera troða húsgögnum í skottið hjá sér eða bjarga sér um sendiferðabíl því við keyrum vöruna heim að dyrum. Við erum með afar hagstæða samninga við tvö flutningsfyrirtæki um dreifingu út um allt land. Viðskiptavinurinn getur því bara kíkt við á röltinu um bæinn og keypt sér allt frá vösum og kertastjökum upp í hægindastóla og borðstofuborð og fengið það sent heim seinni partinn. Við leggjum mikið upp úr því að skapa þægilegt andrúmsloft hér og sýna vörurnar eins vel og hægt er en ekki troða eins mikið af vörum og hægt er inn. Hvaða vörur eru þið að selja og frá hvaða hönnuðum? Við seljum einungis vörur frá NORR11. Vöruúrvalið er allt frá smávöru eins og púðum, teppum, kertastjökum og vösum upp í ljós, hægindastóla, sófa, borð og stóla. Yfirhönnuður NORR11 er Daninn Rune Krøjgaard. Hann ásamt Norðmanninum Knut Bendik Humlevik á heiðurinn að stórum hluta línunnar. Rune og Knut eru fæddir árin 1980 og 1984 þannig að þeir eru mjög ungir og koma með ferska vinda inn í heim húsgagnahönnunar. Þá vinnur NORR11 oft með öðrum hönnuðum fyrir sérstök verkefni og þar má til dæmis nefna Dögg Guðmundsdóttur en hún hannaði Sit kollinn sem er ein af skemmtilegri vörum fyrirtækisins.
Segið okkur aðeins frá ykkur? Við erum nýflutt heim frá New York þar sem við höfum verið búsett undanfarin árin. Sól lærði Strategic Design and Management í Parsons The New School for Design en námið er í raun blanda af viðskipta- og hönnunarnámi. Á meðan náminu stóð stundaði hún starfsnám hjá Andreu Maack Parfums, The Journal Gallery í Brooklyn og hjá Finn New York sem hannar hágæða skartgripi. Magnús er með meistaragráðu í Fjármálum frá Copen-hagen Business School en hefur undanfarin ár starfað í auglýsingageiranum og starfaði sjálfstætt í New York. Þar áður starfaði hann hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le’macks hér á Íslandi auk þess að hafa unnið með hugmynda- og hönnunarhúsinu Döðlur. Hvernig kom það til að þið opnuðuð NORR11? Þetta byrjaði allt saman í New York, þar sem við vorum búsett. Við komum auga á merkið á netinu og hugsuðum strax að þetta væri eitthvað sem myndi slá í gegn í Bandaríkjunum og sérstaklega New York en skandinavísk hönnun er á mikilli uppleið þar sem og annarsstaðar í heiminum. Við hittum svo stofnendur fyrirtækisins hér á Íslandi þar sem fram kom mikill áhugi hjá þeim á að opna hér á landi. Þeim fannst stökkið yfir til Bandaríkjanna of stórt fyrir jafn ungt fyrirtæki og NORR11 er og vildu halda áfram að þróa vöruframboðið sitt og framleiðslu áður. Eftir að við höfðum skoðað markaðinn hér á landi sáum við að það var klárlega pláss fyrir merki eins og NORR11 og ákveðin vöntun á fallegri og endingargóðri hönnun á viðráðanlegu verði. Við slógum því til og ákváðum að flytja heim og stofna NORR11 hér á landi. Við höfum svo New York drauminn sem ákveðna gulrót, þannig að ef allt gengur vel hér er aldrei að vita nema við stofnum svo NORR11 þar þegar fram líða stundir.
Af hverju miðbærinn? Okkur fannst ekkert annað koma til greina. Erlendis eru flottustu húsgagnaverslanirnar yfirleitt í miðbæjum og á flottustu stöðum borganna. Okkur fannst þetta alveg vanta hér, í miðbænum hefur ekki verið húsgagnaverslun í mörg ár. Hérna hefur skapast skrýtin hefð fyrir því að húsgagnaverslanir eru í úthverfum. Við erum ekki með lagerinn hjá okkur inni í búðinni þannig að við þurfum ekki að eyða verðmætu plássi í það, heldur fer allt plássið í útstillingu. Fólk getur svo mætt hingað hvernig sem það vill, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða akandi. Að búðinni liggja tvær gönguleiðir frá Laugavegi, þar að auki er hægt að koma akandi frá Hverfisgötunni og svo búum við svo vel að vera með stærðarinnar bílastæðahús við hliðina á okkur þannig að það þarf enginn að setja það fyrir sig að það sé ekki hægt að fá stæði. Miðbærinn er að vaxa mjög hratt og það er klárlega þess virði fyrir flott vörumerki að vera sýnileg hér. Á meðan túrisminn blómstrar á Laugavegi eru hliðargötur eins og Hverfisgatan að lifna við með sérhæfðari verslanir. Hver hannaði verslunina? Við hönnuðum hana í sameiningu en fengum góðar hugmyndir frá yfirhönnuði NORR11 og góðu fólki í kringum okkur. Eftir að við fórum út til þeirra til Berlínar og London þá þekktum við inn á stílinn þeirra. Húsnæðið sem við erum í er gamalt iðnaðarhúsnæði og hýsti eitt sinn smurverkstæði. Það passar vel inn í stíl NORR11 sem er yfirleitt frekar industrial og hrár. Hverjar eru stefnur og straumar frá Norr11 fyrir árið 2015 ? Þeir eru að koma með mikið af leðri inn í línuna og mikið af vörunum sem fyrir eru munu koma í leðurútgáfum. Þar má nefna Mammoth hægindastólinn sem er væntanlegur til okkar í leðri, Langue og NY11 borðstofustólana og svo erum við sérstaklega spennt fyrir því að fá NY11 barstólana með leðri. Er eitthvað “must have” fyrir vor/sumar? Duke borðin eiga heima á hverju heimili. Þau koma í þremur stærðum, þremur litum og það er hægt að breyta hæðinni á þeim með því að snúa fætinum undir þeim. Þau eru sérstaklega hentug í sumar og ekkert að því í góðu veðri að skella þeim út og bera fram kalda drykki á bakkanum og sitja jafnvel í Club útihúsgögnunum frá NORR11. Club línan er eins og þægilegustu sófar en ætlaðir utandyra. Þægindi og útihúsgögn eru eitthvað sem hafa ekki alltaf farið saman.
15
M
armari, fallegar bækur, ilmkerti og grófir vasar eru í uppáhaldi hjá mér þegar kemur að því að fegra heimilið. Marmarinn er klassískur en hefur verið sérstaklega vinsæll undanfarið og fengist bæði í verslunum og einnig töluvert verið um hann á nytjamörkuðum. Töff hönnunarbækur finnst mér afar fallegar til skrauts og lesturs líka. Ilmkerti í flottum umbúðum t.d. ofan á bókum og bökkum kemur vel út. En þetta er smá brot af endalausum hugmyndum sem að hægt er að finna á pinterest, í tímaritum og á bloggsíðum. 16
Umsjón: Guðrún Hafdís
Flottar hugmyndir fyrir heimiliรฐ
gha2511 17
Páskagleði
18
Nú styttist í páskana. Við tókum saman nokkrar flottar myndir af fallegum páskaskreytingum. Njótið!
Umsjón: Ritstjórn
19
Fólk gerir sífellt meiri kröfur um að varan sé úr náttúrulegum efnivið, að hún eigi sér sögu og sé í senn vönduð og umhverfisvæn.
Þ
að hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að árið 2014 einkenndist af skandinavískri hönnun, sterkri skírskotun í 6. áratuginn, geometriskum formum, marmara og kopar. Árið 2015 munum við sjá áframhald af þessari þróun enda ekki um tískubólu að ræða heldur trend sem eru varanlegri og endurspegla breyttar áherslur í samfélaginu.
Trend ársins 2015 Umsjón: Auður Karitas
M
eiri litagleði er framundan og er því spáð að margir sem hafa haldið sig fast við svartan og hvítan síðustu ár muni nú í ríkari mæli þora að fikra sig áfram í litaflórunni. Alþjóðlega litakerfið Pantone gefur út árlega hvaða litir verði ráðandi í tískustraumum og stefnum. Litapallettan fyrir vorið 2015 samanstendur af svölum en mjúkum tónum. Náttúrulegir litir í bland við pastel liti eru áberandi og hafa skærir litir verið tónaðir niður. Að sögn forsvarsmanna Pantone á nýja litapallettan að gera fólki kleift að tengjast náttúrunni betur og veita þannig frí frá amstri dagsins.
20
“Trends are what people are thinking and feeling” - Daniel Levine
Málmar verða áfram mikið notaðir en mun koparinn ekki vera jafn ráðandi og um árið heldur mun gylltur taka við.
21
Textílvörur og annar vefnaður munu skipa enn stærri sess á nýju ári, svo sem púðar, mottur, veggfóður og veggteppi.
Bæði ljósir og dökkir gráir tónar verða ríkjandi, sterkir litir á borð við dökkbláan, flöskugrænan og rústrauðan, fölbleikur og mintugrænn verða áfram vinsælir og má einnig sjá gula tóna.
22
Marmarinn mun halda áfram að vera vinsæll en við munum sjá fleiri liti bætast við þennan hefðbundna svarta og hvíta, einna helst græna, bláa og gráa tóna. Einnig verður dökkur viður meira áberandi en hann hefur lengi verið á undanhaldi í skandinavískri hönnun.
Húsgagnahöllin –fyrir falleg heimili
H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a og sunnud. 13-17 O G Dalsbraut 1 • Akureyri O P I Ð Virka daga kl 10–18
10-18, laugard. 11-17 og laugardaga 11-16
Hönnunargrein Umsjón:Ágústa Jónasdóttir
N
KÄHLER vörurnar fást í Módern Hlíðarsmára og Hrím Laugavegi.
úna fara nýjar vorlínur að streyma inn í verslanir frá hinum ýmsu hönnuðum, mjúkir litir eru ríkjandi svo sem pastel tónar í bleiku, grænu, gráu og bláu. Falleg form og einfaldleikinn ráða ríkjum. Eins og þið hafið flest tekið eftir, þá hefur Omaggio vasinn notið gífurlegra vinsælda, slegist hefur verið um vasana og konur gjörsamlega farið yfir um, því þær verða að eignast einn slíkan. En haldið ykkur fast því að í vorlínu Kähler kemur hann með silfurröndum. Innblásturinn, að sögn hönnuðanna, er fenginn úr metallitnum úr náttúrunni. Omaggio vasinn er mjög tímalaus og silfurrendurnar á nýja vasanum eiga eftir að njóta sín vel í sólinni í sumar og gefa frá sér fallegan glampa.
24
Mellibi baðvöru línan er fáguð og í senn mjög nytsamleg fyrir bómull, spennur o.fl. Hægt er að raða þeim saman á þann veg sem þér finnst smekklegast. Mellibi línan kemur í gráu, hvítu og sæbláu. Ora klukkan kemur í þrem mismunandi stærðum og 7 litum, Hún er mjög látlaus en í senn mun hún lífga uppá hvaða stað sem er á heimilinu. Hvort sem um er að ræða eldhúsvegginn, skrifstofuna eða ganginn.
Þ
ó að Omaggio vasinn hafi notið gífurlegra vinsælda þá eru nýju vörurnar sem streyma inn í vorlínu Kähler ekki síðri. Það sem mér finnst skara fram úr eru meðal annars Love song vasarnir, en hönnuðurnir á bakvið þá eru þær sömu og hönnuðu Omaggio vasana, þær Ditte Reckweg og Jelena Schou Nordentoft, þær útskrifuðust báðar frá Danish design school í keramik og gleri. Love song vasarnir eru með texta úr fjórum af þekktustu ástarlögum allra tíma: Love me tender, All you need is love, It had to be you og I got you babe. Ef við lítum aðeins á fleiri flottar nýjungar frá Kähler, þá finnum við meðal annars fallegar klukkur sem eru afar smart og ættu að njóta sín vel á íslenskum heimilum, eldhúsvörur, baðvörur og margt fleira sem fegrar heimilið.
Ursula bollarnir eru algjört augnakonfekt, koma í klassískum litum og einnig pastel litum sem koma okkur í sumarfíling. Ursula er góð viðbót við línuna, en þar er einnig að finna diska, könnur og margt fleira sem dyggir aðdáendur Kähler hafa ekki látið framhjá sér fara.
Önnur skemmtileg viðbót hjá Kähler í vor eru þessir æðislegu snagar frá Tria. Pastel litir eru mjög ríkjandi hvort sem það er í veggklukkum eða snögum, en einnig koma sterkari litir inná milli, þar á meðal blái liturinn. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað fallegt fyrir heimilið í vorlínu Kähler það er ekki spurning, núna er bara að bíða eftir að vörurnar streymi inn í verslanir.
25
H
EIMSテ適NIR
28
Hanne Hagen Johnsen Ljósmyndarinn og bloggarinn Hanne Hagen Johnsen býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegu húsi í Þrándheimi í Noregi. Hún hefur lengi haft áhuga á öllu sem viðkemur hönnun, hennar uppáhalds hönnuðir eru m.a. Arne Jacobsen og Tine K. Heimili hennar er mjög stílhreint en hvíti liturinn er þar allsráðandi. Við mælum með Instagram síðunni hennar en þar má sjá fullt af flottum hugmyndum fyrir heimilið.
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Hanne Hagen Johnsen
29
30
Segðu okkur frá fjölskyldu þinni. Ég heiti Hanne og er 35 ára. Ég bý í Þrándheimi í Noregi með Richard, manni mínum og börnunum okkar, Maliah Marie, sem er tveggja ára og William, þriggja ára. Ég á einnig annan son, Alexander, sem er 18 ára og er nýfluttur að heiman. Við hvað vinnur þú? Ég vinn við ljósmyndun og stjórna Instagram síðum hönnunarverslunarinnar TIPS og netverslunar systur minnar, Selskapsshop.no Hvað er það besta við borgina þína? Það allra besta er fjölbreytt hönnun, einnig eru góðir veitingastaðir og kaffihús hérna. Eyðir þú miklum tíma í blogg og instagram? Já, ég eyði miklum tíma á instagram þar sem það er bæði vinnan mín og áhugamál. Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna þína? Ég fæ innblástur nánast alls staðar, hvort sem það er á Instagram, í hönnunartímaritum, í heimsóknum o.s.frv. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun alveg frá því að ég var lítil stelpa. Mamma mín breytti oft á heimilinu og mér fannst mjög skemmtilegt að fylgjast með öllum breytingunum. Uppáhalds hönnuður? Það er erfitt að velja einn hönnuð, en ég er mjög hrifin af Sebastian Wrong, Anne Jacobsen og Tine K.
Vintage eða nýtt? Nýtt í rauninni. Hins vegar kann ég að meta góð vintage húsgögn. Flest húsgögnin heima hjá mér eru ný en ég á líka vintage hluti sem eru þýðingamikil fyrir mig. Er svart það nýja hvíta? Fyrir mér er það ekki, en ég skil samt hvers vegna það heillar fólk. Ég er með nokkra svarta hluti heima hjá mér en aðallega bara svo hinir litirnir njóti sín betur. Uppáhalds litur? Þegar það kemur að hönnun eru það hvítur og grár. Annars er það ljós bleikur. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég les bækur eða hönnunartímarit með góðan tebolla. Ég hef gaman að því að lesa. Þægindi eða útlit? Blanda af báðu er fullkomið. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið? Í IKEA og öðrum hönnunarverslunum. Það fer eftir því hverju ég er að leita að. Ég held ekki upp á neina sérstaka búð, en ég mæli með tveimur góðum fyrir þá sem heimsækja Þrándheim, Tips og Home and Cottage. Uppáhalds staður á heimilinu? Það er annað hvort hornið í stofusófanum eða hornið í sófanum sem er í eldhúsinu. Kaffi eða te? Bæði, takk.
Uppáhalds ljósmyndari? Austin Mann, án efa. Hann myndar ótrúlega fallegar náttúrumyndir og það er ekki svo langt síðan að hann heimsótti Ísland. Uppáhalds blogg? Ég verð að viðurkenna að ég les ekki mjög mikið af bloggum en ég mæli hins vegar með stylizimoblog.com Uppáhalds tímarit? Norsku tímaritin Interiør magasinet, Vakre Hjem og Elle decoration. Uppáhalds árstíð? Allar árstíðirnar hafa ákveðinn sjarma, en ég held mest upp á vorið.
31
32
33
34
“I find inspiration almost everywhere, from browsing Instagram, reading interior magazines, visiting peoples homes etc�
hannenov 35
www.rachelgeorge.com
Ikea Ikea
Módern / Hrím
Ikea
Ikea
Skapaðu þinn eigin stíl
Hennar uppáhaldslitir eru hvítir og gráir litir. Heimilið er stílhreint og bjart. Hanne Hagen Johnsen notar litríka púða og blóm til að lífga uppá heima hjá sér. Ikea
Módern / Hrím
epal
Magnolia epal Ikea
36
Ikea
Ikea
Ikea
Ikea
Hanna Stína innanhússarkitekt Innanhússarkitektinn og ofurskvísan Hanna Stína býr ásamt dóttur sinni í fallegri risíbúð í Vesturbænum. Hún er hrifin af gömlu og nýju og er ekki hrædd við að nota liti heima hjá sér. Hanna fær hugmyndir á ferðalögum, í tímaritum og á hönnunarsýningum sem hún fer reglulega á. Við kíktum í kaffi í Vesturbæinn.
38
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Tinna Stefánsdóttir
39
40
41
“ég dýrka kremaða Smeg ísskápinn minn, bæði útaf því að ísskápur er ansi mikilvægur í daglegu lífi og svo er hann bara svo flottur”
42
Fjölskyldan? Fjölskyldan er mamman, Hanna Stína innanhússarkitekt og Þórunn Klara 9 ára námsmær í Melaskóla Hvenær var húsið byggt? Ég held að húsið hafi verið byggt árið 1929. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Þetta er lítil og nett risíbúð þar sem búið er að endurnýja og nýta hvern einasta fermetra - hlýleg, litrík og björt. Hvaða útsýni hefur þú? Sunnanmegin sé ég himininn og stjörnurnar útum þakgluggana- sé líka nokkuð vel inní íbúðirnar í húsinu á móti, allir mjög nánir í Vesturbænum og norðanmegin sé ég líflega bakgarða og bakhúsið mitt sem var notað sem vaskahús í gamla daga. Nýtt eða gamalt? Fallegast er að blanda þessum tveimur andstæðum saman í mismunandi hlutföllum eftir aðstæðum. Hvernig slappar þú af? Ég fer í nudd og spa eða frí - en þetta gerist alltof sjaldan. Hvar færðu hugmyndir fyrir heimilið? Ég fæ þær úr hausnum á mér sem er stór geymsla yfir allt það sem ég hef séð á sýningum, á ferðalögum, í bókum og tímaritum undanfarna 3 áratugi. Hvaðan færðu innblástur? Hann kemur til mín, allt í einu, þegar ég er búin að fá að melta hlutina aðeins. Ég nota líka netið mikið, bækur og blöð, DesignMilk, Pinterest, Dezeen, The Contemporist. Svo reyni ég að komast á tvær hönnunarsýningar erlendis á ári.
Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Á Íslandi er það mest Módern, Heimili og Hugmyndir, Tekk og Ilva. Í USA skoða ég meðal annars West Elm, Restoration Hardware og Jonathan Adler - Minotti er uppáhalds ítalska merkið mitt. Í UK læt ég búa til fyrir mig öll húsgögn hjá Alter London - þeir geta gert hvað sem er í húsgögnum. Uppáhalds veitingastaður? Á Íslandi er það Fiskmarkaðurinn, hinn staðurinn er á Ítalíu og ég man ekki hvað hann heitir en hann er í Flórens. Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Góð og aðlaðandi lýsing er númer eitt, tvö og þrjú - falleg litapalletta - ekki of mikið af efnistegundum sem rekast á, hlýleiki, falleg efni og mynstur í veggfóðri og húsgögnum. Innréttingarnar, mottur eru mjög mikilvægar sem og púðar. Lampalýsing - speglar mikilvægir. Fyrir mér er ofnotkun á málverkum oft mjög þrúgandi. Grunnatriði eru líka að velja rétta tegund af tónum á gólfefnum, innréttingum og innihurðum og þar koma málarar og sprautulakkarar oft við sögu, ef unnið er með viðartegundir sem eru orðnar of gular eða upplitaðar. Hvers getur þú ekki verið án, á heimilinu? Ég dýrka kremaða Smeg ísskápinn minn, bæði útaf því að ísskápur er ansi mikilvægur í daglegu lífi og svo er hann bara svo flottur. Bólstraður rúmgafl er eitthvað sem að allir ættu að hafa í svefnherberginu sínu. Svo er ég svolítið háð ilmkertum og afskornum blómum og einkadóttirin er svo rósin í hnappagatið á heimilinu.
Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Bara til að nefna tvo af mörgum -Marcio Kogan og Patricia Urquiola - fremst meðal jafningja.
Hvað dreymir þig um að eignast fyrir heimilið? Risa bókahilluvegg og borðstofuborð fyrir 20 manns. Líka arinn og stóra eldhúseyju lagða með Veneto marmara. Þetta er á teikniborðinu fyrir nýju íbúðina sem ég var að kaupa.
Uppáhalds rými í húsinu? Svefnherbergið mitt.
Uppáhaldsborgin er? Róm og San Fransisco.
43
44
Hvað finnst þér best við hverfið? Nálægðin við erilinn í miðbænum og hvað það er gamalt og gróið hverfið með öllum sínu stóru trjám. Is less more? More is better. Uppáhaldslitur? Blágrænn og “nude” er tískuliturinn minn núna. Hvernig er fullkominn dagur heima við? Rólegheit með afkvæminu, sjónvarpsgláp, heimalagaður brunch, ný blöð og bækur, góður matur og gott rauðvín. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Living etc, Elle decor, Vogue Living. Kaffi eða te? Gott latte með vanillu. Hvað er framundan? Ég er svo heppin týpa . Það er brjálað að gera í vinnunni, Ítalía í apríl og svo var ég að kaupa hæð, tveim götum neðar hér í Vesturbænum og sumarið fer í að taka hana í gegn. Lífið er núna og það er dásamlega skemmtilegt.
45
46
Í
glæsilegu húsi hátt upp á Hömrum, býr Gunna Valla hárgreiðslukona á Stjörnuhári, á Egilsstöðum ásamt fjölskyldu sinni. Fegurð Héraðsins og dásamlegt útsýni yfir Lagarfljótið umlykur hús þeirra. Segja má að náttúran teygi sig alla leið inn fyrir veggi heimilisins, í hornum og skinni af hreindýri sem heimilisfaðirinn skaut sjálfur.
Texti&Myndir : Maggý Gauja
47
48
Fjölskyldan og fortíðin. Við erum fjögur; ég, maðurinn minn Baldur, Embla Rán og Bjartur Berg. Við bjuggum í Danmörku í 8 ár, á meðan Baldur var í námi. Ég kem frá Neskaupstað og Baldur frá Seyðisfirði, því var ákveðið að fara milliveginn og setjast að á Egilsstöðum þegar við fluttum heim árið 2007.
Hver ræður útlitinu? Þar hef ég klárlega vinninginn, en hann hefur oft óþarflega miklar skoðanir.
Þið byggðuð húsið sjálf – segið okkur frá því. Við vorum ákveðin í að byggja áður en við fluttum heim aftur og fengum vin Baldurs, Hall Kristmundsson, sem var að klára arkitetinn til að teikna fyrir okkur. Við fluttum heim í lok maí og í byrjun júlí var fyrsta skóflustungan tekin. Það tók ekki nema eitt og hálft ár að byggja þrátt fyrir að Baldur væri í 100% vinnu og gerði nánast allt sjálfur. Innréttingarnar fengum við frá Miðási, flísarnar í Múrbúðinni og parketið er frá Parka. Að utan er húsið að hluta klætt með lerki úr Hallormsstað.
Hvar verslar þú muni fyrir heimilið? Ég reyni að versla allt sem ég get í heimabyggð og tekst það mjög vel þar sem við erum ótrúlega vel stödd með verslanir hérna fyrir austan, t.d. Gullabúið á Seyðisfirði og Klassík hér á Egilsstöðum.
Hvað gerir húsið að heimili? Persónulegir munir og að sjálfsögðu fjölskyldan. Hefur stíllinn breyst með árunum? Eftir að hafa búið í Danmörku í nokkur ár, kviknaði áhuginn á danskri og skandinavískri hönnun, svo það má segja að stíllinn hafi þróast í þá átt. Ég hef alltaf verið mikið fyrir náttúrulega liti og brúnn er einn af uppáhaldslitunum mínum en mér finnst líka gaman að lífga aðeins upp á heimilið með mismunandi litum. Uppáhalds hluturinn á heimilinu? Ég á marga, en þeir sem standa uppúr eru þeir sem börnin mín hafa gert. Svo á ég lampa sem er í miklu uppáhaldi, ég veit reyndar ekki hver hannaði hann. Hvernig skiptast húsverkin? Ætli megi ekki segja að húsverkinn skiptist við bílskúrinn, ég sé um húsið en Baldur um bílskúr og geymslu.
Less is more eða more is more? Less is more og smá í viðbót.
Bestu kaupin? Það eru örugglega Svanirnir. Verstu kaupin? Ég held svei mér þá að þau séu ekki enn framkvæmd. Aukabaðherbergi eða fataherbergi? Ég er ótrúlega heppinn þar sem ég hef bæði. Eigið þið uppáhalds stað í húsinu? Við erum mest í eldhúsinu og við stóra borðið. Eru einhverjar framkvæmdir fyrirhugaðar? Okkur langar í eitthvað á veggina og það er verið að tala um arinn í stofuna. Ef við myndum kíkja inn í skápana, hvað myndum við sjá? Það er allt voða fínt! Nei, það fer eftir því hvað skáp þið mynduð kíkja í. Baldur er með allt tipp topp sín megin en það er víst ekki alveg eins mín megin.
49
50
ERTU AÐ HUGSA UM PARKET?
Fyrsta flokks parket frá þekktum framleiðendum á góðu verði
NÝ
GÓLFEFNADEILD Í SKÚTUVOGI
hluti af Bygma
Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956
EGÓ D AR
Ego Dekor
•
Bæjarlind 12
•
S: 544 4420
DEKOR RON
www.egodekor.is
•
facebook.com/egodekor
•
Mán - föst: 10-18, Lau: 10-16, Sun: 13-16
Í
Susanne Wannberg
bænum Førresfjorden í Noregi býr snyrtifræðingurinn Susanne Wannberg með kærasta sínum Trond Jansen og börnunum Elinu 5 ára og Theo 2 ára. Hún hefur alla tíð viljað hafa huggulegt í kringum sig en áhugi hennar á hönnun jókst þegar hún byrjaði að hanna og teikna húsið sitt. Susanne skoðar mikið á Instagram og fær margar hugmyndir þaðan. Hennar uppáhaldslitur er bleikur og sumarið er hennar árstími.
54
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Susanne Wannberg
55
Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni Ég heiti Susanne Wannberg. Ég er 27 ára, trúlofuð honum Trond Jansen og við eigum tvö börn saman, Elina, 5 ára og Theo, 2 ára. Við búum í Noregi, nálægt Haugesund, í bæ sem heitir Førresfjorden. Þar byggðum við nýtt hús, sem við erum mjög hrifin af og fluttum inn árið 2014.
Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna þína? Á Instagram, Pinterest, og í tímaritum.
Við hvað vinnur þú? Ég er snyrtifræðingur.
Uppáhalds hönnuður? Mér finnst æðislegt í norsku búðunum Ølen Møbel, Bruno interiør, Kremmerhuset og Vakrerom. Ég held mikið upp á hönnuð sem heitir Gervasoni, hvíti sófinn okkar er eftir hann.
Hvað er það besta við borgina þína? Firðirnir við sjóinn, vinir mínir og fjölskylda. Eyðir þú miklum tíma á Instagram? Já, ég eyði svolítið miklum tíma, mér þykir gaman að deila myndum og innblæstri. Ég finn mikinn innblástur á Instagram.
56
Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að gera umhverfi mitt notalegt og að finna fallega hluti, en áhuginn óx þegar við fórum að byggja húsið okkar árið 2012.
Uppáhalds tímarit? Rum 123, Bonytt in Norway, ég fæ líka mikinn innblástur úr Home Magazine og tenglunum sem þú sendir mér.
Uppáhalds árstíð? Sumar án efa, ég elska sólina, að synda, fríið og hlýjuna. Þó mér þyki veturinn líka góður, mér þykir mjög skemmtilegt á skíðum. Vintage eða nýtt? Bland af báðu. Er svart hið nýja hvíta? Mér finnst andstæður flottar í hönnun, svo ég nota svartan mikið heima hjá mér. Uppáhalds litur? Bleikur. Hvað gerir þú til að slaka á? Mér finnst best að slaka á, í kofa uppí fjöllunum með fjölskyldu og vinum eða heima í sófanum með vínglas og kertaljós.
Þægindi eða útlit? Þægindi. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið þitt? Ølen møbel, Bruno interiør, Innekjær, Vakrerom, Kremmerhuset, svo geri ég líka sumt sjálf (DIY). Uppáhalds staður í húsinu? Stofan. Uppáhalds ljósmyndari? Haakon Nordvik. Kaffi eða te? Te.
57
58
59
60
“we build our new home and moved in 2014 and we love everything in our new home� Susannewannberg 61
Ikea
Penninn
Ikea
epal
Ikea
Skapaðu þinn eigin stíl
epal Ikea
Gráir steyptir veggir og hvítt í bland við fallega náttúrulega liti eru allsráðandi heima hjá fagurkeranum Susanne Wannberg. Bjart og hlýlegt heimili. Snuran.is
Tine K, Magnolía
mjolkurbuid.is
epal
Penninn Ikea
62
Ikea
63
Sara medina Lind Ljósmyndari
L
jósmyndarinn, stílistinn og fagurkerinn Sara Medina Lind býr í bjartri og fallegri íbúð í Stokkhólmi ásamt Axel kærasta sínum. Hún hefur alla tíð haft áhuga á hönnun og byrjaði sem unglingur að læra ljósmyndun. Heimili þeirra er einstaklega bjart og stílhreint og hvíti liturinn er allsráðandi. Sara velur nýtt fram yfir gamalt og fær hugmyndir úr tímaritum og þegar hún ferðast um heiminn.
66
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Sara Medina Lind
67
Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni. Ég heiti Sara Medina Lind og bý í Stokkhólmi í Svíþjóð með kærasta mínum, Axel. Pabbi minn er frá Las Palmas á Kanarí og mamma mín er frá Dalarna í Svíþjóð, en ég ólst upp í Uppsölum. Við hvað vinnur þú? Ég vinn sjálfstætt sem stílisti og ljósmyndari. Mér finnst frábært að vinna með ólíku fólki. Á kvöldin einbeiti ég mér að mínu eigin hönnunarverkefni, sem ég vona að verði tilbúið á þessu ári.
68
Hvað er það besta við borgina þína? Það besta við Stokkhólm er að þar er allt til alls, góðir veitingastaðir og mikið úrval af verslunum. Það er líka mjög fallegt hér, sérstaklega á vorin og sumrin. Eyðir þú miklum tíma að blogga eða á instagram? Ekki eins miklum og ég vildi. Ég vildi óska að ég hefði meiri tíma fyrir bloggið mitt. Hvaðan færðu innblástur? Forvitni er stærsti innblásturinn. Ég fylgist líka mikið með hæfileikaríku fólki og þeirra vinnu. Ég fæ líka innblástur á ferðalögum og úr tímaritum.
Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, síðan ég var ung. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera skapandi. Á unglingsárunum lærði ég hönnun, ljósmyndun og “art direction”. Afi var listasmiður og pabbi minn er einn mesti skapandi maður sem ég veit um og frá þeim erfði ég sköpunargáfu mína. Uppáhalds hönnuðurinn þinn? Þeir eru svo margir, það er ómögulegt að nefna einn. Það eru svo margir hæfileikaríkir hönnuðir sem gefa mér innblástur dags daglega. En ef ég þyrfti að velja sérstaka tegund hönnunar yrði það skandinavísk minimalísk hönnun.
Uppáhalds ljósmyndarinn þinn? Það eru margir mjög góðir, en ef ég þyrfti að velja yrðu það Petra Bindel og Pia Ulin. Uppáhalds bloggið þitt? Það er rosalega erfitt að velja eitt, það er breytilegt frá degi til dags en í augnablikinu er það Annaleenashem. Hver er uppáhalds árstíðin þín? Vor! Uppáhalds tímaritið þitt? Elle Decorations UK fyrir hönnun og Vogue Espana eða París fyrir tísku.
Vintage eða nýtt? Nýtt.
Kaffi eða te? Kaffi með nóg af mjólk.
Er svart nýja hvítt? Ekki ef þú spyrð mig. Hvítur verður alltaf hvítur fyrir mér.
Hvar kaupir þú hluti fyrir heimlið? Aðallega á vel völdum netsíðum, til dæmis artilleriet.se og rum21.se
Uppáhalds litur? Það fer eftir ýmsu. Á heimilinu er það hvítur en ég er frekar fyrir svört eða kremuð föt. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég teikna eða fer í langan göngutúr. Þægindi eða útlit? Ég vil bæði. Mér líður ekki vel án þess að líta ágætlega út.
Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Sófinn! Eitthvað að lokum? Ég vonast til að opinbera hönnunarverkefnið mitt á næsta ári. Þetta eru minimalískar vörur, skandinavísk hönnun. Vörurnar eru handgerðar, hægt er að sjá hver hannaði þær og hvaðan efnið kemur. Ég mun deila fleiru um verkefnið á Instagram.
69
70
“I’ve always been a person who loves to create”
71
72
saramedinalind 73
74
www.snuran.is
Madison ilmhús
Skapaðu þinn eigin stíl
Ljósmyndarinn Sara Medina Lind á mjög stílhreint heimili. Hvíti liturinn er þar allsráðandi og hún notar fersk blóm og viðarhúsgögn til að fá smá hlýju.
Snuran.is
Ikea
Blómaval
Ikea
Ikea Ikea
Ikea
Ikea www.crateandbarrell.com
75
Uppskriftir
Spaghetti Bolognese • 500 gr nautahakk • 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður • 1 bréf hráskinka • 2-3 hvítlauksrif smátt söxuð • 100 gr fersk basilika, smátt söxuð • 1 msk Worcestershire sósa • 200 gr parmesan ostur rifinn • ólívu olía • 500 gr spaghetti • 50 gr smjör • Salt og pipar • 1 stk kjötkraftur • 1 stilkur ferskt rósmarín, smátt saxað • 1 egg • 1 dós Hunts pastasósa • 1 dós Hunts tómatar í dós, smátt skornir • 2 tsk tómatpúrra • 1 tsk hvítvínsedik • 1 msk hrásykur • ¼ l rjómi eða matreiðslurjómi • Handfylli af steinselju, smátt skorin Sósa Aðferð: Olía og smjör sett á pönnu ásamt hvítlauk,bætið pastasósu,tómatpúrru og tómötum við og hrærið vel saman, því næst rjóma, ediki, krafti,hrásykri og basiliku og látið malla í 15 mínútur á lágum hita. Saltið og piprið eftir smekk og að lokum er steinselja sett út í. Gott er að setja smá chili pipar úti. Míni kjötbollur með hráskinku Aðferð: Hakk sett í stóra skál, lauk og rósmarín bætt við og hrært vel saman, Worcestershire sósu, eggi, salti og pipar blandað vel saman við. Búnar eru til litlar bollur og hráskinka vafin utan um. Hitið ofninn í 180° bollur settar í eldfast mót ásamt smá sósu í 15-20 mínútur og að lokum er rifnum parmesan osti stráð yfir. Spaghetti soðið eftir leiðbeiningum Hvítlauksolía Aðferð: 50 gr smjör og 50 gr olía sett í pott, 1-2 hvítlaukskrif, smátt söxuð sett úti ásamt steinselju, salti og pipar, spaghettinu er síðan velt uppúr þessu.
78
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Reserva Merlot Dökkfjólurautt. Dökk skógarber, plóma, barkarkrydd, vanilla. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín.
Mozzarella &
basiliku kjúklingur
• 1 pakki kjúklingabringur • 2 bréf hráskinka • 2 stk stór mozzarella ostur • Fersk basilika • 1 dl olía • Salt og Pipar • 1 pakki kúskús með sólþurrkuðum tómötum • 1 dós Rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum • 1 krukka Fetaostur • 1 dl hvítvínsedik • Handfylli af klettasalati • Balsamik sýróp Aðferð: Skorinn er vasi á kjúklinginn, sneið af mozzarellaosti komið fyrir ásamt 2 stk af basilikublöðum, hráskinku vafið utan um, steikt á pönnu með smá olíu, í 3 mínútur á hvorri hlið. Ofninn stilltur á 180°, olía og edik sett í eldfast mót ásamt nokkrum basilikulaufum, salti og pipar, hrært vel saman, kjúklingur settur í formið. Hitað í 25-30 mínútur. Kúskús eldað eftir leiðbeiningum. Rjómaostur bræddur í potti og síðan hellt yfir kúskús. Hrærið hálfri krukk af fetaosti saman við. Balsamik sýrópi hellt yfir kjúklinginn.
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Reserva Cabernet Sauvignon Kraftmikið lífrænt ræktað rauðvín frá Chile með mildu tanníni, nokkrum ávexti, súkkulaði og örlítilli vanillu í bragði. Aðlaðandi mjúkt og fágað.
Gott er að hafa ferskt salat/klettasalat með.
Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Tinna Stefánsdóttir
Allt hráefni kemur frá Kosti
79
Tine K borðbúnaður frá Magnoliu
80
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Reserva Cabernet Sauvignon Kraftmikið lífrænt ræktað rauðvín frá Chile með mildu tanníni, nokkrum ávexti, súkkulaði og örlítilli vanillu í bragði. Aðlaðandi mjúkt og fágað.
Hibachi • 1 kg nautalund • 5 stk bökunarkartöflur • 1 búnt ferskur aspas • 500 gr smjör • ólívu olía • 1 box kastaníu sveppir • 1 box portabello sveppir • 1 box shiitake sveppir • 1 stór laukur • 2-4 hvítlauksrif • 3 tsk engifermauk • 1-2 krukka Hoisin sósa • 3 msk soja sósa • 2-3 msk Teriyaki sósa • Sesam fræ • 3 msk ferskt kóriander • 150 gr brauðrasp • 2 egg • 2 dl mjólk • 2-3 tsk sykur • Wasabi mauk( u.þ.b. hálf túba) • 2 dl hveiti • Salt • Pipar Kartöflustappa með Wasabi smjöri Aðferð: Bökunarkartöflur skornar í helminga, soðnar þar til þær eru orðnar mjúkar. 50 gr af smjöri sett í pott, ásamt kartöflum og stappað vel saman, mjólk bætt við og hrært vel. Salti bætt úti ásamt, sykri ef vill. Wasabi smjör • 100 gr smjör • ½ túba af wasabi, Aðferð: Smjör sett í lítinn pott ásamt wasabimauki, brætt saman. Sósa Aðferð: Setjið olíu og smá smjör á pönnu, skerið lauk og sveppi í sneiðar og brúnið. Bætið hvítlauk og engifermauki við og látið malla í 10 mínútur. Hoisin sósa sett út í, ásamt sojasósu og Teriyaki sósu, að lokum er kóriander, salti og pipar bætt við. Stökkur aspas Eggjablanda • 2 dl mjólk og 2 egg • Brauðrasp • Hveiti Aspas velt uppúr eggjablöndu, síðan í hveiti, aftur í eggjablöndu og síðast í raspið. Ísíó4 olía sett á pönnu og síðan er aspas steiktur í 2-3 mínútur á hvorri hlið við háan hita. Nautalund skorin í þunnar sneiðar og steikt á heitri pönnu, í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Sesam fræ notuð sem skraut.
Allt hráefni kemur frá Kosti
81
Stroganoff
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Reserva Syrah Adobe Reserva Syrah er kraftmikið vín með góða og mikla fyllingu, töluverða sýru og tannínríkt. Í nefi má finna þroskaðar plómur og kaffi. Gott vín með bragðmiklum mat.
• 1 laukur skorinn smátt • 1 askja sveppir • 800 gr nautakjöt skorið í þunnar sneiðar • salt og pipar (eftir smekk) • 3 dl nautakjötssoð(2 teningar + 3 dl vatn) • 2 lárviðarlauf • 1 msk grófkorna sinnep • 1 dós sýrður rjómi • 1 lúka steinselja • olía og smjör • 50 ml brandy(ef vill) Aðferð: Hitið olíuna og smjörið á pönnu og setjið laukinn og sveppina í pönnuna og eldið við vægan hita í 10 mínútur. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Skerið nautakjötið í bita og snögg steikið það á sömu pönnu í 5 mínútur. Bætið þá út á kjötið, soðinu, sinnepinu, lárviðarlaufi og kryddið eftir smekk með salti og pipar og öðru því sem er í uppáhaldi hjá ykkur. Ef þið notið brandy þá er gott að setja það fyrst á pönnuna og láta það gufa aðeins upp áður en öllu hinu er bætt við. Setjið núna sveppina og laukinn út í allt hitt á pönnunni og blandið vel saman og látið malla í 10 mínútur. Bætið sýrða rjómanum út í og steinseljunni og látið malla í smá tíma – þykkið eftir smekk og eins er allt í lagi að setja smá sósulit út í svo að hún sé ekki of ljós. Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflumús og auðvitað góðu brauði.
82
Avókadó pasta
Með þessum rétti, mælum við með
Lamberti Pinot Grigio Hér er á ferð ótrúlega ferskt og ávaxtaríkt vín þar sem melónur, perur og blóm eru áberandi. Létt og góð sýra gerir vínið að áhugaverðu matarvíni en það er einnig gott sem fordrykkur eitt og sér.
• 400 gr tagliatelle • 1 þroskað avókadó • 2-3 hvítlauksrif • safi úr 1/2 lime • salt og pipar eftir smekk • l lúka af steinselju • 2 msk ólífuolía • 1 kjúklingateningur • 1 kjúklingabringa (ef vill) skorin í bita • rifinn parmesan ostur Aðferð: Setjið vatn í pott með 1 kjúklingatening og hitið vatnið að suðu. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Takið avókadóið og skerið í tvennt, takið steininn úr og náið kjötinu úr með skeið. Setjið avókadóið í blandara ásamt hvítlauknum, limesafanum, steinseljunni og ólífuolíunni og maukið saman. Saltið og piprið eftir smekk og bætið við hvítlauk ef ykkur finnst þörf. Svo er bara að sigta vatnið frá pastanu og hella avókadósósunni yfir og dreifa parmesan osti yfir. Ég tók kjúkling sem ég átti afgangs og setti út í pastað með sósunni og það var alveg geggjað.
Umsjón & Myndir: Lólý
www.loly.is
83
GREEN CHICKEN CURRY
Hráefni fyrir 2-4 • 400 gr kjúklingabringur • 2-4 msk. grænt karrý mauk • 400 ml. kókosmjólk • 1-2 msk. fiskisósa eða soyasósa • Handlúka af ferskri basiliku ( um 10 gr.) • 3x sítrónu laufblöð • 30 gr bambus sprotar • 30 gr harcovert baunir • 2 msk. olía Aðferð: Skerið kjúklinginn í þunna bita, um ½ cm. Skerið baunirnar til helminga. Hitið olíuna á pönnu, setjið maukið á heita pönnuna og hrærið. Bætið við kókosmjólkinni, fiski/soyasósunni og sítrónulaufum. Bætið við kjúklinginn og hrærið þar til hann er eldaður. Bætið við grænmeti, lækkið hitann og leyfið að malla í 5 mín. Fjarlægið sítrónulaufin. Berið fram með hrísgrjónum.
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Reserva Chardonnay Adobe Chardonnay er lífrænt ræktað hvítvín, sætur hitabeltisávöxtur í nefi, ananas, melóna og perur. Ferskt og þægilegt, meðalfylling og mild sýra.
84
Umsjón & Myndir: Aldís Athitaya Gísladóttir
LARB GAI
Bangkok Street Food-ferskt og gott kjúklingasalat að hætti Tælendinga Hráefni/ fyrir 2-4 • 400 gr kjúklingabringur • 2 msk olía • 1 ½ tsk. hvítur pipar • 2 skallottlaukur • ½ búnt ferks mynta (um 15 gr.) • 1/2 búnt ferskt kóriander (um 15 gr.) • 2x radísur • 3x rauð chilli, fjarlægið fræin fyrir mildara bragð. • Safi úr 2x lime • 3 msk fiskisósa (Thai Pride) eða soya sósa Aðferð: Skerið kjúklinginn í smáa bita. Hitið olíuna á pönnu, eldið kjúklinginn og kryddið með hvítum pipar. Leggið til hliðar og leyfið að kólna. Í stórri skál, blandið saman limesafa og fiski/soya sósu. Saxið laukinn, chilli og radísurnar í þunnar sneiðar. Gróflega saxið myntuna og kóriander. Blandið við dressinguna og að lokum blandið kjúklingnum við. Berið fram með hrísgrjónum og fersku grænmeti. GREEN CURRY PASTE Bragðmikið og ilmandi kryddmauk. Hráefni
Með þessum rétti, mælum við með
Adobe Reserva Sauvignon Blanc Hér er á ferð einstaklega ferskt og ávaxtaríkt vín. Skemmtilegt vín með góða fyllingu og ferskleika í eftirbragði. í nefi má finna sítrus í bland við létta krydd tóna. Flott vín með austurlenskum mat.
• 3-6x græn chilli, hér stjórnar þú hversu sterkt þú vilt hafa maukið. • 1x skallottulaukur • 2x hvítlaukrif • 3 cm stykki engiferrót (um 2msk) • 3 cm bútur sítrónugras • ½ tsk græn piparkorn • 2 tsk. malað kóriander fræ • 1x tsk. kúmen • ½ tsk. salt • ½ msk þurrkaður chilli /chilli duft • ½ tsk hvítur pipar • Rifinn börkur af 1x lime
Aðferð: Þessi uppskrift nægir í 3-4 rétti, notað er um 2-4 msk í hvern rétt, fer eftir því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn. Maukið geymist í ísskáp í loftþéttu íláti í u.þ.b. 2 vikur en hægt er að frysta það t.d. í skammtastærðum tilbúið til notkunar í næsta rétt. Saxið allt hráefnið í smáa bita og blandið vel í matvinnsluvél eða merjið saman í mortéli þar til það verður að þykku mauki. Ef óskað er eftir mildara chilli bragði, þá er betra að fræhreinsa. COCONUT STICKY RICE WITH MANGO Hefðbundinn eftirréttur að hætti Tælendinga, einstaklega gott og auðvelt að gera. • 100 gr Sticky rice • 150 ml kókosmjólk • 1/4 tsk. salt • 2 matsk. sykur Aðferð: Sticky rice eða glutenous rice er ákveðin tegund af hrísgrjónum sem vex í Suðaustur Asíu, grjónin innihalda lítið magn af amýlósa sem gefur grjónunum klístraða áferð
við eldun. Grjónin fást í Asískum matvöruverslunum. Leggið hrísgrjónin í bleyti í 3-4 tíma eða yfir nótt. Sigtið grjónin og gufusjóðið í 30 mín. Á meðan, hitið mjólkina ásamt sykrinum og salti við vægan hita. Þegar grjónin eru tilbúin, blandið við mjólkina og hrærið vel. Leyfið að standa í 10-15 mín. eða lengur ef bera á réttinn fram kaldann. Berið fram með fersku mango-i. Hægt er að gera réttinn með venjulegum hrísgrjónum en með aðeins öðruvísi útkomu samt sem áður mjög ljúffeng. Notað er að auki 1 dl vatn og 100 ml kókosmjólk. (samtals 350 ml kókosmjólk)
Blandið saman í pott hrísgrjónum og 150 ml kókosmjólk ásamt 1 dl af vatni og eldið í 20-25 mín. hrærið á meðan. Fjarlægið af hita og leyfið að kólna. Blandið saman hinum 100 ml af kókosmjólk samanvið grjónin, hrærið og kælið í 30-60 mín. Berið fram með fersku mango-i.
85
RED GRAPE SORBET Hráefni Uppskriftin gerir um ½ líter. • 600 gr vínber • ½ msk sykur • 1-2 msk sítrónusafi Aðferð: Skolið vínberin og setjið í blandara eða matvinnsluvél. Hrærið í 30-90 sek. eða þar til þau verða að safa. Sigtið yfir í stóra skál og pressið vel allan safann úr. Bætið við sykri og sítrónusafa. Hér stjórnið þið bragðinu, ef vínberin eru súr bætið við sykri, ef þau eru mjög sæt bætið við sítrónu, fer eftir smekk. Setjið blönduna í ísvél og farið eftir leiðbeiningum framleiðanda. Ef ekki er notuð ísvél setjið þá blönduna í mót með loftþéttu loki, t.d. gamalt ísbox og frystið í 40 mín. Takið svo ísinn út og notið písk til að hræra örlítið í. Frystið í aðrar 40 mín. og endurtakið skrefið, að lokum frystið þar til ísinn er frosinn í gegn. 1-2 klst.
Við
fengum hana Aldísi Athatya Gísladóttur matarbloggara til að deila með okkur nokkrum girnilegum uppskriftum. Hún á ættir sínar að rekja til Tælands og því vel við hæfi að fá uppskriftir þaðan.
86
aldisathitaya@blogspot.com
87
Súkkulaðihjúpaðar bollakökur með dásamlegu kremi
Kökudiskar frá Húsgagnahöllinni Súkkulaðikökur
Krem ofaná
• 175 gr hveiti • 185 gr sykur • 30 gr kakó • 80 gr semi sweet súkkulaði • 1/2 tsk matarsódi • 120 gr buttermilk (er ekki til hér en sítrónusafi er settur saman við mjólk og látið standa í nokkrar mín.) • 120 gr sterkt kaffi • 110 gr olía (ekki olívuolía) • 2 lítil egg
• 260 gr sykur • 1/4 tsk cream of tartar • 100 ml síróp • 2 msk vatn • 3 eggjahvítur • 1 tsk vanilla extract.
Aðferð: Þurrefnin eru sigtuð saman, blautefni hrærð saman. Blandið varlega saman og bætið súkkulaði saman við. Fyllið að 3/4 í bollakökuform. Bakið í ca 20 mín við 170 gráður. Kökurnar verða að vera vel kaldar áður en kremið er sett á þær.
Aðferð: Öllu blandað saman og hrært með handþeytara yfir vatnsbaði þar til kremið er fluffy. Ef handþeytari er ekki til þá þarf að hræra með pískara yfir vatnsbaði þar til blandan er orðin u.þ.b 65 gráðu heit eða sykurinn er vel bráðnaður, blöndunni er hellt í hrærivél og hrært í u.þ.b 12 mín. Setjið krem í sprautupoka og sprautið eins og ístoppa á kökurnar. Látið standa í u.þ.b 15 mínútur í kæli. Kökurnar eru svo hjúpaðar með semi sweet súkkulaði í djúpri skál.
88
Umsjón: Berglind Steingrímsdóttir • Myndir: Tinna Stefánsdóttir
Krydd bollakökur m/viskíkremi og hunangssírópi
Kökurnar
Síróp
• 245 gr hveiti • 1/2 tsk matarsódi • 1 tsk kanill • 1/4 tsk negull • 250 gr sykur • 270 gr smjör • börkur af 2 sítrónum • 4 egg • 1 1/2 msk sítrónusafi • 1 1/2 msk mjólk
• 2 msk hunang • 1/2 msk af sítrónusafa • 5 negulnaglar • 100 gr sykur • 4 msk viskí
Aðferð: Öllu blandað saman og hrært í u.þ.b 40 sek. 1 1/2 msk mjólk blandað saman við og hrært í 20 sek í viðbót. Deigið er sett í bollakökuform, fyllið að 3/4. Bakið við 175 gráður í u.þ.b 22 mín, þar til kökurnar eru gylltar og fallegar. Kælið
Hitið í 5-10 mín, þar til sykurinn er uppleystur. Kælið Krem • 300 gr af mjúku smjöri, ósöltuðu • 670 gr sigtaður flórsykur • 2 msk hunang(fljótandi) • 1 msk sítrónusafi • 4-5 msk viskí. Aðferð: Hrærið smjörið í 5 mín, bætið flórsykri saman við í tveimur hlutum, setjið svo vökvann og þeytið vel. Smyrjið kreminu á kökurnar og setjið sírópið yfir.
Allt hráefni kemur frá Kosti
89
90
Umsjón: Berglind Steingrímsdóttir • Myndir: Tinna Stefánsdóttir
Tívolí Terta Kakan fer í sex 20 cm form
• 750 gr ósaltað smjör • 750 gr sykur • 9 stór egg, sett í eina skál og pískuð saman • 750 gr af self raising flour, sigtið. • 9 msk mjólk • 1 1/2 msk vanilludropar • Matarlitir: gulur, rauður, grænn, blár, fjólublár, appelsínugulur. Gerið klárar 6 skálar, blandið saman mjólk og vanillu, setjið 1 1/2 msk af mjólkurblöndunni í hverja skál, bætið svo matarlit við í skálarnar og hrærið vel saman. Aðferð: Hrærið smjör og sykur þar til ljóst og létt, bætið eggjum smátt og smátt saman við, ef blandan skilur sig, setjið þá smá hveiti saman við. Blandið sigtuðu hveitinu lítillega saman við. Vigtið deigblönduna í sér skál og deilið í með 6, skiptið blöndunni í skálarnar og blandið varlega saman með sleif. Setjið í form og bakið í u.þ.b 20 mín. við 170 gráður. Kælið Krem • 400 gr ósaltað smjör, mjúkt • 900 gr sigtaður flórsykur • 4-5 msk mjólk • 1/2 tsk vanilludropar Aðferð: Smjörið er þeytt í 5 mín, flórsykur er sigtaður og settur útí í tvennu lagi, svo mjólk og vanilla. Þeytið í u.þ.b 3-4 mín. Samsetning, skerið kantana utan af botnunum, gott að nota aðeins minna form, og jafnið kökuna t.d með kökuskera. Kreminu er smurt á. Skreytið t.d með afskurði eða kökuskrauti.
Allt hráefni kemur frá Kosti
91
Umsj贸n & Myndir: Anna Bj枚rk
92
Limoncello & mascarpone ostakaka
Botninn • 200 gr. hafrakex • 100 gr. heslihnetur • 150 gr. bráðið smjör Ostakremið • 4 blöð matarlím • 500 gr. mascarpone ostur • 1 dl Limoncello líkjör • 1 vanillustöng • 100 gr. sykur • Fínrifinn börkur af 1/2 sítrónu • 2 1/2 dl rjómi, þeyttur Kandíseraðar sítrónusneiðar • 1 lífræn sítróna í mjög þunnum sneiðum • 1/2 -1 dl sykur Aðferð: Smelluform er klætt í botninn með bökunarpappír. Hafrakexið og heslihneturnar eru muldar í fína mylsnu í matvinnsluvél og blandað saman við brædda smjörið. Mylsnunni er svo jafnað yfir botninn á forminu og þrýst vel niður og útí ysta jaðarinn. Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn. Mascarpone-inn er þeyttur í hrærivél þar til hann er mjúkur, þá er kornunum úr vanillustönginni, sykri, sítrónuberki og limoncelloinu hrært vel samanvið. Matarlímið er brætt yfir vatnsbaði, tekið af hitanum og 1-2 msk af ostakreminu hrært útí skálina með matarlíminu til að kæla það aðeins. Síðan er því þeytt útí kremið og að lokum er rjómanum hrært útí. Hellt yfir botninn og kælt í minnst 2 tíma. Sítrónan er þvegin vandlega og skorin í mjög þunnar sneiðar, sem eru settar í pott ásamt sykrinum og suðan látin koma rólega upp og sneiðarnar látnar malla í dálitla stund eða þar til þær eru meyrar og aðeins farnar að taka á sig gylltan lit. Ef sýrópið er mjög þykkt er ágætt að setja 1-2 msk. af vatni útí það. Kakan er svo skreytt með sítrónusneiðunum og sýrópinu hellt yfir þær. Það skemmir ekki að bera fram glas af frosnu Limoncello með kökunni.
Inná blogginu hjá Önnu Björk má finna allskonar hugmyndir bæði af gómsætum mat og kökum. Hún bjó til þessa unaðslegu ostaköku fyrir okkur og deilir uppskriftinni hér. www.annabjork.is
93
T
ískulöggan og töffarinn Gunnar Hilmarsson hefur verið í tískubransanum í mörg ár. Hann hannar herraföt fyrir Kormák & Skjöld ásamt því að hanna sitt eigið fatamerki Freebird með eiginkonu sinni. Við fengum að kíkja í fataskápinn og mynduðum nokkrar af uppáhaldsflíkunum hans.
Gunnar Hilmarsson
94
“Spennandi ár framundan, Lífið er gott”
95
Hvað flík í fataskápnum notar þú mest? Sennilega gráu vaffhálsmáls kasmír peysuna mína. Ég elska kasmír og mæli með því að allir karlmenn eyði aðeins meira og splæsi í kasmír peysur. Sérstaklega ef þeir eru viðkvæmir fyrir ull. Það er ekkert betra en að vera í engu undir kasmír! Eru einhverjir skór í uppáhaldi þessa daganna? Heldur betur ! Ég fer ekki úr Chippewa skónum mínum sem ég keypti í Kormáki og Skildi fyrir nokkrum mánuðum. Geggjaðir, handgerðir amerískir skór. Hvað þurfa allar karlmenn að eiga? Falleg “ tweed “ jakkaföt með vesti. Nota svo jakkann og vestið með gallabuxum. Hver er þinn uppáhalds fatahönnuður? Alber Elbaz hönnuður Lanvin. Hann er með ótrúlega flott nef fyrir litum og formum og snillingur í smekklegu bróderíi. Ég ætla að verða hann þegar ég verð stór. Besti rakspírinn? Obsession frá Calvin Klein. Fáránlegt að hugsa til þess að ég er búinn að nota sama spírann í 30 ár og ekki eldri en ég er! Old Spice er líka eitthvað svo skemmtilegur. Hvað mælir þú með að nota til að poppa uppá dressið? Að sjálfsögðu fallegan klút eða trefil. Íslenskir karlmenn þurfa að þora meira þegar kemur að því. Hver er þinn uppáhalds litur? Dökkblár. Leður eða rúskinn? Leður, alltaf. Átt þú heimaföt? Já, yfirleitt er ég í gallabuxum og kasmír peysum. Kasmír heldur manni hlýjum en aldrei of heitum...ef þú skilur mig.
96
Hver er þinn veikleiki þegar kemur að fatakaupum? Klútar og treflar....á sennilega um 150 stykki eða meira.. Hvar verslar þú aðallega föt? Ég versla langmest í Kormáki og Skildi. Ég freistast samt stundum til að versla á ferðalögum. Það er ekkert skemmtilegra en að falla fyrir freistingum. Það er svo margt fallegt til... Verslar þú á netinu? Ekki mikið. Aðallaga samt gjafir fyrir konuna. Eitthvað sem er ekki til hér á landi. Þá aðallega á www.net-a-porter. com. Þá aðallega skó eða tösku. Eitthvað fallegt. Uppáhalds sólgleraugu? Classic Ray-Ban. Það er bara þannig Svart eða blátt? Blátt. Uppáhalds búðin? Fyrir utan hið augljósa hér heima, þá er uppáhaldsverslunin mín Liberty í London. Kjallarinn þar með herra fötunum er himnaríki fyrir mann eins og mig. Áttu einhver góð ráð sem þú vilt deila með okkur? Verið óhrædd að blanda gömlu með nýju og fínu með grófu. Og vera síðan góð við hvert annað. Hvað er framundan? Er nýkominn frá New York og er að fara til Las Vegas til að sýna línuna okkar fyrir haust 2015. Þegar ég kem heim þá hefst vinnan við að teikna vor 2016. Spennandi ár framundan. Lífið er gott.
Leyfðu okkur að fullkomna daginn þinn.
PIPAR \ TBWA • SÍA
labella HÁRSNYRTI & FÖRÐUNARSTOFA
Furugerði 3 / 108 Reykjavík / www.labella.is / labella@labella.is / Sími: 517 3322
Í næsta blaði Skráðu þig í áskrift af Home Magazine á prenti og fáðu blaðið sent til þín í pósti.
Cazandra Hagström
rift! k s á í þig Skráðu 2.790 kr. Verð :
98
Sandra Johansen
Borg fasteignasala Síðumúla 23 108 Reykjavík www.fastborg.is
til leigu
brandur Sölumaður 897 1401
úlfar Þór Fasteignasali 897 9030
til leigu
rafstöðvarvegur - Elliðaárdalur
Til leigu skrifstofuhúsnæði á 1. hæð á einstökum stað við Rafstöðvarveg í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 424,1 fm á einni hæð. Stórir gluggar með fallegu útsýni. Einstök náttúrufegurð allt um kring. næg bílastæði
fjarðargata - Hafnarfjörður
Til leigu á góðum og mjög áberandi stað við Fjarðargötu í Hafnarfirði þrjú verslunar eða skrifstofubil á 1. hæð (götuhæð). Um er að ræða 74,6 fm, 81,9 fm og 84,9 fm bil. brandur Sölumaður 897 1401
úlfar Þór Fasteignasali 897 9030
519 5500
Húsnæðið er laust strax næg bílastæði.
freebird Laugavegur 46, 101 ReykjavĂk