Fréttabréf Amnesty International 1 tbl 2013

Page 1

Fréttabréf Íslandsdeildar 35. árg. 1. tbl. 2013

Taktu þátt í STÆRSTa MANNRÉTTINDAVIÐBURÐi HEIMS 6.–16. DESEMBER


AMNESTY INTERNATIONAL

Íslandsdeild

Nokkur orð

Þingholtsstræti 27 – Pósthólf 618 121 Reykjavík – sími 511 7900 Netfang: amnesty@amnesty.is Heimasíða: www.amnesty.is Netákall: www.netakall.is Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International: Formaður: Hörður Helgi Helgason

Amnesty International og Íslandsdeild samtakanna njóta afar víðtæks stuðnings hér á landi. Á liðnu ári söfnuðust yfir 100.000 undirskriftir, rafrænar og á pappír, undir áköll og aðgerðir sem deildin skipulagði hér á landi. Er þetta rífleg tvöföldun frá árinu á undan. Þetta samsvarar því að nær þriðji hver Íslendingur hafi tekið þátt í aðgerð á vegum deildarinnar á árinu. Raunverulegur fjöldi stuðningsfólks er minni, þar sem flestir veittu fleiri en einni aðgerð stuðning sinn, en félögum í Íslandsdeildinni og öðrum sem taka þátt í starfinu hefur hins vegar fjölgað hratt á síðustu árum. Fyrir einungis fjórum árum náði Íslandsdeildin þeim áfanga – þá 25 ára gömul – að félagar voru orðnir fleiri en 10.000. Nú er hins vegar svo komið að í deildinni, sem skiptist í félaga, þátttakendur í SMS-aðgerða­ neti og þátttakendur í netákalli, eru nær 30.000 manns eða hátt í 10% þjóðarinnar. Íslandsdeild Amnesty International er á skömmum tíma orðin að stærstu mannréttindasamtökum hér á landi. En af hverju? Starf Amnesty International hefur ekki tekið neinum

stakkaskiptum á undanförnum áratugum. Ástæðunnar fyrir árangri Íslandsdeildarinnar er því að leita annars staðar. Þrátt fyrir að Amnesty hafi í árdaga þurft að glíma við að reynt væri að draga samtökin í pólitíska dilka hefur lítið farið fyrir slíku hin seinni ár, ekki síst þar sem samtökin leggja áherslu á að halda því á lofti hve þverpólitísk mannréttindabarátta er í eðli sínu. Það að tekist hefur að halda samtökunum – og Íslandsdeildinni – utan napuryrtra pólitískra flokkadrátta hefur án efa stuðlað að því hve mikill fjöldi fólks leggur nú starfinu samhent lið af fölskvalausri einurð. Að mínu viti ræður hér þó mestu óslitin vinna skrifstofu félagsins á undanförnum árum við að vekja athygli á starfinu, fara út á götur og bjóða almenningi að gerast félagar og hrinda svo sífellt frumlegri og meira grípandi aðgerðum í framkvæmd til að virkja okkur öll í að leggja samtökunum lið. Í þessu, eins og svo mörgu öðru, er það þrotlaus vinna sem er að skila árangri. Það hefur verið sönn ánægja að fá að fylgjast með starfi þessa frábæra fólks bera jafn ríkulegan ávöxt og raun ber vitni. Hörður Helgi Helgason, formaður.

Gjaldkeri: Kristín J. Kristjánsdóttir Meðstjórnendur: Helga Bogadóttir Sólveig Ösp Haraldsdóttir Þorleifur Hauksson Björg María Oddsdóttir Elva Björk Barkardóttir Framkvæmdastjóri: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Verkefnastjóri: Torfi Geir Jónsson Herferðastjóri: Bryndís Bjarnadóttir Rekstrarfulltrúi: Anna Dóra Valsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Eyjólfur Jónsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Torfi Geir Jónsson

Forsíðumynd: Merki bréfamaraþonsins. Taktu þátt í stærsta mannréttindaviðburði heims dagana 6.–16. desember. Sjáðu hvar þú getur tekið þátt næst þér á bls. 7.

Amnesty International stefnir að heimi þar sem sérhver einstaklingur fær notið allra þeirra mannréttinda sem er að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir og binda enda á alvarleg brot á þessum réttindum. Amnesty International er samfélag manna um heim allan, sem standa vörð um mannréttindi á grundvelli alþjóðlegrar einingar, virkra aðgerða í þágu einstakra fórnarlamba, alþjóðlegrar starfsemi, algildis og órjúfanleika mannréttinda, óhlutdrægni og sjálfstæðis, lýðræðis og gagnkvæmrar virðingar. Amnesty International hefur ráðgefandi stöðu innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins, Samtaka Ameríkuríkja og Afríkusambandsins. Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð árið 1974. Friðarverðlaun Nóbels voru veitt Amnesty International árið 1977.

2


Íslandsdeildin hefur staðið fyrir margvíslegum aðgerðum í baráttunni fyrir vopnaviðskiptasamningi síðustu FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2013 tíu árin. Hér binda félagar vopn Leifs Eiríkssonar.

ÍSlaND FyRST RÍkja TIl aÐ FullGIlDa VoPNaVIÐSkIPTaSaMNING Þann 2. júlí síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að Ísland hefði fullgilt vopnaviðskiptasamning aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, fyrst ríkja. Þakka ber viðleitni íslenskra stjórnvalda í baráttunni fyrir vopnaviðskiptasamningi og einnig almenningi og félögum í Íslandsdeild Amnesty International sem hafa tekið virkan þátt í baráttunni fyrir samningnum frá

2003. Einn hápunktur þeirrar baráttu kom sumarið 2012 þegar Íslandsdeildin afhenti utanríkisráðherra 8.000 undirskriftir þar sem hvatt var til þess að Ísland beitti sér í viðræðum um samninginn. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasamningur er nú orðinn að veruleika. Margir trúa því ef til vill að skýrar alþjóðlegar reglur hafi lengi gilt um viðskipti með vopn, en svo var ekki. Þrátt fyrir

Ungliðahreyfing Íslandsdeildarinnar hefur staðið fyrir margvíslegum viðburðum til að þrýsta á um gerð vopnaviðskiptasamnings.

Íslandsdeildin sendi á annað þúsund myndir í milljón mynda aðgerð árið 2006 þar sem þrýst var á Sameinuðu þjóðirnar að hefja vinnu við vopnaviðskiptasamning.

þá staðreynd að milljónir almennra borgara um allan heim hafa látið lífið, þurft að flýja heimili sín, verið nauðgað í skjóli vopnavalds, og sætt margs konar öðrum grófum mannréttindabrotum er það fyrst nú sem alþjóðasamfélagið samþykkir að gera með sér bindandi samning um vopnaviðskipti þannig að vopn rati ekki aftur og aftur í hendur ríkisstjórna og annarra sem beita þeim gegn borgurunum. Bestu þakkir til ykkar allra fyrir ómetanlegan stuðning og baráttu. Samtakamátturinn hefur skilað okkur þessum dýrmæta samningi. 3


AMNESTY INTERNATIONAL

á Austurvelli vöktu ungliðar athygli á ólíkum tegundum pyndingaaðferða í tilefni af alþjóðlegum degi til stuðnings fórnarlömbum pyndinga.

Tónlistarmennirnir Magnús Pálsson, Björgvin Gíslason og Páll Einarsson spiluðu klezmer-tónlist fyrir gesti í vöfflukaffi Íslandsdeildarinnar á Menningarnótt.

SVIPMyNDIR úR STaRFINu

Hátt í 400 manns lögðu leið sína á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty á Menningarnótt og gæddu sér á heitum vöfflum, kakói og kaffi.

úgandíska baráttukonan Kasha Nabagesera heimsótti okkur og sagði frá baráttu hinsegin fólks í úganda. frá pallborðsumræðum með Önnu Pálu Sverrisdóttur frá Samtökunum ’78 og Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

frá aðgerð ungliðahreyfingarinnar í Kringlunni þar sem vakin var athygli á mismunun sem á sér stað í garð Róma-fólks víðsvegar í Evrópu.

Ein þeirra pyndingaaðferða sem til sýnis voru á Austurvelli á pyndingasýningu ungliðahreyfingarinnar.

Tveir fulltrúar úr stjórn ungliðahreyfingar Amnesty tóku þátt í norrænni ungliðaráðstefnu í Osló í sumar. Að þessu sinni var meginþema ráðstefnunnar kynlífs- og frjósemisréttindi og var undirskriftum safnað til stuðnings réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi.

föndrað í þágu mannréttinda.

Gestir vöfflukaffis Menningarnætur bíða prúðir í röð eftir heitri vöfflu.

um 300 undirskriftum var safnað í Kringlunni 4 með áskorun til varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að bregðast við mismunun í garð Róma-fólks í Evrópulöndum.

Kofahreysi byggt fyrir aðgerð gegn þvinguðum brottflutningum í Nígeríu.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2013

ungliðahreyfing Amnesty stendur fyrir kvikmyndakvöldi einu sinni í mánuði þar sem sýndar eru mannréttindatengdar myndir.

Menntaskólinn við Hamrahlíð fór með sigur af hólmi í árlegri bréfamaraþonkeppni framhaldsskóla með alls 2.971 aðgerðakort. Af því tilefni fengu fulltrúar skólans afhentan farandbikar eftir listamanninn Steingrím Eyfjörð til varðveislu í eitt ár.

Sýning ungliðahreyfingarinnar á pyndingaaðferðum á Austurvelli vakti verðskuldaða fjölmiðlaathygli. Þessi ungmenni létu ekki sitt eftir liggja og vöktu athygli á réttinum til húsaskjóls og spiluðu afríska tónlist á djembe trommur og marimbur við mikinn fögnuð viðstaddra.

ungliðahreyfing Amnesty bauð til grillveislu í blíðskaparveðri í Hljómskálagarðinum í tilefni af alþjóðlegum degi ungliða.

ungir sem aldnir lögðu sitt af mörkum til stuðnings íbúum fátækrahverfa Nígeríu sem eiga á hættu að sæta þvinguðum brottflutningum.

Þessir ungu herramenn forvitnuðust um ólíkar tegundir pyndingaaðferða og skrifuðu undir aðgerðakort til stuðnings Rasul Kudaev sem var pyndaður í varðhaldi og þvingaður til játninga.

fjölmargir gestir í vöfflukaffi Íslandsdeildar tóku þátt í litríkri aðgerð gegn kynferðisofbeldi í Egyptalandi með því að þrykkja fingrafar sitt á léreftsdúk og skrifa nafn sitt við.

ávallt er stutt í brosið hjá starfsmönnum skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty.

um 500 undirskriftir söfnuðust á „hús undirskriftanna“ þar sem skorað var á yfirvöld í Nígeríu að stöðva þvingaða brottflutninga í landinu.

frá aðgerð okkar í Kringlunni gegn þvinguðum brottflutningum í Nígeríu. Þessu kofahreysi var stillt upp til að vekja athygli á aðstæðum íbúa fátækrahverfa Nígeríu.

5 línurnar lagðar fyrir komandi vetur á aðalfundi ungliðahreyfingarinnar.


AMNESTY INTERNATIONAL

Bréfbréfamaraþonið ykkar færðu mér frelsi ber árangur – nokkrar sögur „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir áhugann sem þið hafið sýnt og birtist í fjölmörgum bréfum sem mér bárust hvaðanæva úr heiminum. Sem varaforseti Gvatemala er ég helguð því markmiði, áður en forsetatíð Otto Perez Molina lýkur, að bæta verulega aðstæður fólks í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna.“ Roxana Baldetti, varaforseti Gvatemala. Þrýst var á stjórnvöld Gvatemala í bréfamaraþoni 2012 að taka upp mál Maríu Isabel Franco sem var aðeins 15 ára gömul þegar henni var nauðgað og hún myrt árið 2001. Málið hefur aldrei verið rannsakað til hlítar.

„Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og Twitter skaltu hugsa um sögu mína. Ég heiti Birtukan Mideksa og bréf ykkar færðu mér frelsi. Ég eygði eitt sinn enga von um frelsi. Ég er einstæð móðir og fyrrverandi leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Eþíópíu. Ég var handtekin árið 2005 og dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að flokkur minn tók þátt í mótmælum í kjölfar kosninga í landinu. Ég framdi engan glæp. Ráðist var gegn mér fyrir það eitt að ég tjáði pólitískar skoðanir mínar með friðsamlegum hætti. Í raun er ég heppin að vera á lífi. Stjórnvöld í Eþíópíu héldu að þau gætu bælt andóf með því að læsa andstæðinga sína inni um ókomna tíð. Ég hafði verið í einangrun í Kaliti-fangelsi svo mánuðum skipti þegar þátttakendur í bréfamaraþoni Amnesty komu mér til hjálpar. Þúsundir einstaklinga kröfðust þess að ég hlyti frelsi. Það er Amnesty International að þakka að ég hlaut frelsi í október 2010. Ég er svo þakklát fyrir bréf ykkar og aðgerðir í mína þágu. Ég hvet ykkur til að halda áfram lífsbjargarverkum ykkar og grípa til aðgerða í þágu annarra.“ Friðarkveðja, Birtukan Mideksa

„Stuðningur Amnesty International er ein af ástæðunum fyrir því að mér var sleppt. Ég fann fyrir samhug í skilaboðum ykkar.“ Musaad Suliman Hassan Hussein, bedúínskur rithöfundur og aðgerðasinni sem var í varðhaldi án ákæru í tvö og hálft ár í Egyptalandi fyrir að kalla eftir því að réttindi bedúína á Sínaí-skaganum væru virt. Hann var leystur úr haldi í júlí 2010. 6

„Í dag er ég innilega þakklátur fyrir að vera á lífi og frjáls. Þó ég sé aðeins laus til bráðabirgða er ég hræddur um að án stuðnings frá Amnesty International væri ég enn í fangelsi.“ Jean-Claude Roger Mbede sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir samkynhneigð og „tilraun til samkynhneigðar“ sem telst vera glæpsamlegt athæfi í Kamerún. Honum var sleppt úr haldi í júlí 2012.

„Amnesty International er tákn fyrir mannréttindi og frelsi, ekki aðeins í Aserbaídsjan heldur hvar sem er í heiminum. Ég er þakklátur fyrir hina miklu vinnu samtaka ykkar og annarra samtaka sem berjast fyrir frelsi í Aserbaídsjan.“ Samviskufanginn Jabbar Savalan var náðaður og leystur úr haldi nokkrum dögum eftir að bréf úr bréfa­maraþoninu 2011 bárust til Aserbaídsjan. Hann hafði verið fangelsaður eftir að hafa hvatt til mótmæla gegn stjórnvöldum á Facebook.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2013

BRéfAmARAþon 2013

Bréfamaraþon Amnesty International fer fram á eftirfarandi stöðum: Reykjavík miðbær, á skrifstofu Amnesty International Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, 7. desember frá kl. 13 til 18. 0 Reykjavík miðbær, á Borgarbókasafni Reykjavíkur 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 0 Reykjavík Grafarvogur, á Foldasafni 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 0 Reykjavík Gerðuberg, á Gerðubergssafni 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 0 Akranes, á Bókasafni Akraness frá 6. til 10. desember á opnunartíma safnsins. 0 Ísafjörður, í Edinborgarhúsinu 7. desember frá kl. 14 til 17. 0 Akureyri, í Pennanum Eymundsson og Bláu könnunni 7. desember frá kl. 14 til 17. 0 Laugar, á Bókasafni Reykdæla 9. desember frá kl. 20 til 22 og á bókasafninu í Framhaldsskólanum á Laugum, þriðjudaginn 10. desember, frá kl. 9 til 17. 0 Húsavík, á Bókasafninu, 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 0

Egilsstaðir, jólamarkaði Jólakattarins í gróðurhúsi Barra á Valgerðarstöðum á Héraði 14. desember frá kl. 12 til 16. 0 Höfn í Hornafirði, á Jólamarkaðnum 1., 7., 14. og 21. desember frá kl. 13 til 16. 0 Selfoss, á Bókasafninu Árborg 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins og á Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Árborg. Upplýsingamiðstöðin er opin mánudag til föstudag frá kl. 10 til 18. Laugardaga frá kl. 11 til 14. 0 Stokkseyri, á Bókasafninu Árborg 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 0 Eyrarbakki, á Bókasafninu Árborg 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 0 Grindavík, á Bókasafninu í Grindavík 12. og 13. desember á opnunartíma safnsins. 0 Reykjanesbær, á Bókasafninu í Reykjanesbæ 6. til 14. desember á opnunartíma safnsins. 0 Hafnarfjörður, á Bókasafninu í Hafnarfirði 6. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 0

7


AMNESTY INTERNATIONAL

Breyttu heiminum – bréf til bjargar lífi Í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum. NAFNIÐ ÞITT

Bréf þín bera árangur. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty International – og veittu þeim von, sem búa við mannréttindabrot um heim allan. Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og ­Twitter, lestu þá sögur nokkurra einstaklinga sem þakka þátttakendum í bréfamaraþoni Amnesty International að þeir þurfa ekki lengur að þola gróf mannréttindabrot stjórnvalda (lestu góðar fréttir af bréfamaraþoninu á bls. 6). Fleiri þurfa nú hjálpar þinnar við. Hjálpaðu til. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty – stærsta mannréttindaviðburði í heimi. Þar geturðu brugðist við vegna 12 áríðandi mála, sem þurfa á athygli þinni að halda. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á staðnum. Þú getur einnig sent kort til fórnarlamba mannréttindabrota. Í ár tekur Íslandsdeild Amnesty International þátt í bréfamaraþoninu í ellefta sinn og fer það fram á 14 stöðum 8

á landinu. Á sumum stöðum halda einstaklingar utan um framkvæmd bréfamaraþonsins en annars staðar var leitað eftir þátttöku almenningsbókasafna (sjáðu upplýsingar um hvar bréfamaraþonið er haldið á bls. 7). Þá taka 11 framhaldsskólar víðs vegar um landið þátt. Við vonum að enginn láti sitt eftir liggja á aðventunni í baráttunni fyrir betri heimi. Þeir sem ekki komast á einhvern þeirra staða sem að bréfamaraþonið er haldið geta tekið þátt á netinu. Farðu á www.netakall.is og taktu þátt! Á síðasta ári tóku 77 lönd þátt í bréfamaraþoninu og var slegið met í fjölda bréfa, korta og sms-skilaboða sem send voru stjórnvöldum. Hátt í 1,9 milljónir bréfa og póstkorta bárust, allt frá Íslandi til Indlands og Barbados til Búrkína Fasó. Hér til hægri geturðu séð ágrip af þeim málum sem við tökum fyrir í bréfamaraþoninu. Taktu þátt. Þetta fólk þarf á aðstoð þinni að halda.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. tbl 2013

málin sem verða tekin fyrir í bréfamaraþoni 2013 Tyrkland: Barinn, brenndur og skilinn eftir til að deyja

Hvíta-Rússland: Barinn af lögreglu vegna kynhneigðar sinnar

Kambódía: Baráttukona fyrir réttinum til húsaskjóls fangelsuð

Herteknu svæði Palestínu: Íbúar Nabi Saleh sæta ofbeldi

Eþíópía: Blaðamaður afplánar fangelsisdóm

Túnis: Fangelsaður vegna skrifa sinna á Facebook

Hondúras: Baráttufólk fyrir mannréttindum í hættu

Rússland: Mótmælendur í varðhaldi í meira en ár

Mjanmar: Fangelsaður fyrir að reyna að hjálpa

Barein: Stjórnarandstæðingar fangelsaðir

Nígería: Hundruð heimila lögð í rúst

Mexíkó: Fórnarlamb pyndinga berst fyrir réttlæti 9


AMNESTY INTERNATIONAL

HEIMuRINN SÍFEllT HÆTTulEGRI STaÐuR FyRIR FlóTTaMENN oG FaRaNDFólk Aðgerðaleysi í mannréttindamálum á heimsvísu gerir að verkum að heimurinn verður sífellt hættulegri fyrir flóttamenn og farandfólk, segir í ársskýrslu Amnesty International, en samtökin birta árlega úttekt sína á stöðu mannréttinda í heiminum. Réttindi milljóna sem hafa flúið átök og ofsóknir, eða flust búferlum í leit að vinnu og betra lífi fyrir sig og fjölskyldur sínar, hafa verið virt að vettugi. Yfirvöld um heim allan virðast áhugasamari um að vernda landamæri sín en réttindi borgaranna og þeirra sem leita athvarfs eða tækifæra innan þessara sömu landamæra. „Vangeta til að takast með eðlilegum hætti á við átök í heiminum gerir að verkum að nú er að myndast alþjóðleg og fátæk undirstétt. Réttindi flóttamanna eru óvarin. Of mörg stjórnvöld virða mannréttindi að vettugi undir því yfirskini að stjórna þurfi flæði innflytjenda. Um leið fara þau langt út fyrir eðlilegar ráðstafanir við landamæraeftirlit,“ segir Salil Shetty, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International. „Þessar aðgerðir hafa ekki einungis áhrif á fólk sem flýr átök. Milljónir farandfólks eru hraktar inn í svívirðilegar aðstæður á borð við nauðungarvinnu og kynferðislega misnotkun vegna strangrar innflytjendastefnu sem gerir það að verkum að menn geta, sér að refsilausu, notfært sér bágindi þessa fólks. Þessi raunveruleiki hefur að stórum hluta skapast vegna orðræðu stjórnmálamanna sem kenna flóttamönnum og farandfólki um vandamál innanlands,“ segir Shetty. 10

MaNNRÉTTINDaNEyÐ Margs kyns mannréttindaneyð herjaði á heiminn á árinu 2012, með þeim afleiðingum að mikill fjöldi fólks þurfti að leita hælis annars staðar, bæði innan eigin ríkja og handan landamæra þeirra. Frá Norður-Kóreu til Malí, Súdan til Austur-Kongó flúði fólk heimili sín í von um öruggt athvarf. Annað ár hefur tapast í Sýrlandi. Þar hefur lítið breyst fyrir utan sífellt hækkandi tölur látinna og flóttamanna, sem hafa flosnað upp af heimilum sínum í milljónatali. Heimurinn sat hjá á meðan öryggissveitir og sýrlenski herinn réðust ýmist að geðþótta eða markvisst gegn óbreyttum borgurum og beittu þvinguðum mannshvörfum, geðþóttahandtökum, pyndingum og aftökum á fólki sem var andsnúið yfirvöldum. Vopnaðir hópar halda áfram að taka gísla, myrða borgara og beita pyndingum en þó í minna mæli en stjórnvöld. Sú afsökun að mannréttindi séu „innanríkismál“ hefur verið notuð til að hindra aðgerðir alþjóðasamfélagsins í ríkjum þar sem ástand mannréttinda er mjög alvarlegt, eins og í Sýrlandi. Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem falin hefur verið forysta og ábyrgð á öryggi á alþjóðavettvangi, hefur enn ekki tekist að tryggja samræmdar aðgerðir vegna ástandsins í landinu. „Ekki er hægt að nota virðingu fyrir fullveldi ríkja sem afsökun fyrir aðgerðaleysi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verður alltaf að vinna gegn mannréttindabrotum þegar lífi fólks er

Hælisleitendur fyrir utan lögreglustöð í Aþenu í Grikklandi © Amnesty international (ljósmynd: Kusha Bahrami)

ógnað og það neyðist til að flýja heimili sín. Hafna verður gömlum kenningum, sem standast enga siðferðilega skoðun, þess efnis að fjöldamorð, pyndingar og hungursneyð komi engum öðrum við,“ segir Salil Shetty. Fólk sem gerir tilraun til að flýja átök og ofsóknir þarf reglulega að horfast í augu við gríðarlegar hindranir þegar það reynir að komast yfir alþjóðleg landamæri. Oft á tíðum er erfiðara fyrir flóttamenn að fara yfir landamæri en fyrir byssur og sprengjur, sem síðan eru notaðar til að neyða fólk af heimilum sínum. Nýlega samþykktur vopnaviðskiptasamningur glæðir vonir um að flutningur á vopnum sem notuð eru til að fremja grimmdarverk verði loksins stöðvaður.

VIÐ BERuM Öll áByRGÐ „Ekki er lengur hægt að hunsa aðstæður flóttafólks og fólks á vergangi. Við berum öll ábyrgð á vernd þeirra. Í heimi nútímasamskipta eru engin landamæri og sífellt erfiðara er að fela slæma meðferð innan landamæra ríkja – og það gefur okkur öllum einstakt tækifæri til að tala máli milljóna sem neyðst hafa til að flýja heimili sín,“ segir Shetty. Flóttamenn sem hafa komist til annarra landa í leit að hæli eru á sama báti – bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu – og annað fólk sem yfirgaf land sitt í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Margir neyðast til að lifa á jaðri samfélagsins vegna þess að stjórnvöld í ríkjum hafa brugðist þeim í lagasetningu og


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2013

ágrip úr ársskýrslu amnesty International 2013

stefnumálum og gert þá að skotmarki þjóðernisorðræðu sem kyndir undir útlendingahatri og eykur líkur á ofbeldi gegn þeim.

EVRóPuSaMBaNDIÐ oG FlóTTaFólk Stefna Evrópusambandsins í landamæragæslu setur líf farandfólks og hælisleitenda í hættu og tryggir ekki öryggi þeirra sem flýja átök og ofsóknir. Um heim allan er það fólk reglulega sett í varðhald eða því, í verstu tilfellum, haldið í járnrimlakössum eða jafnvel gámum. Um 214 milljónir farandfólks eru í heiminum. Réttindi gríðarmikils fjölda þeirra eru ekki vernduð af heimalandinu eða búsetulandi. Milljónir þeirra vinna við aðstæður sem jafngilda nauðungarvinnu – eða í sumum tilfellum þrælahaldi – vegna þess að ríkisstjórnir litu á fólkið sem glæpamenn og fyrirtækjum var meira umhugað um hagnað heldur en réttindi verkafólks. Ólöglegt farandfólk var einkum og sér í lagi í hættu á misnotkun og mannréttindabrotum. „Þeir, sem búa utan heimalands síns, án auðs eða stöðu, eru berskjaldaðri en aðrir og neyðast oft til að lifa örvæntingarfullu lífi á samfélagsjaðrinum,“ segir Shetty. „Réttlátari framtíð er möguleg ef ríkisstjórnir virða mannréttindi fólks, án tillits til þjóðernis. Heimurinn hefur ekki efni á því að til séu svæði þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Allir eiga rétt á mannréttindavernd – hvar sem þeir eru í heiminum.“

• Amnesty International skráði sérstakar hömlur á tjáningarfrelsi í a.m.k. 101 landi og pyndingar og illa meðferð í a.m.k. 112 löndum. • Helmingur mannkynsins er enn annars flokks borgarar þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum þeirra og fjöldi landa tekst enn ekki á við kynbundið ofbeldi. Hermenn og vopnaðir hópar beittu nauðgunum í Malí, Tsjad, Súdan og Vestur-Kongó; talibanar tóku konur og stúlkur af lífi í Afganistan og Pakistan; konum og stúlkum sem urðu barnshafandi í kjölfar nauðgana eða voru í lífshættu vegna þungunar var neitað um aðgang að öruggum fóstureyðingum í löndum eins og Chile, El Salvador, Níkaragva og Dóminíska lýðveldinu. • Í Afríku afhjúpuðu átök, fátækt og misbeiting af hendi öryggissveita og vopnaðra hópa veikleika svæðisins hvað mannréttindi varðar – á sama tíma og heimsálfan minnist 50 ára afmælis Afríkusambandsins. • Lögsóknir í Argentínu, Brasilíu, Gvatemala og Úrúgvæ mörkuðu mikilvæg skref í átt til réttlætis vegna mannréttindabrota frá fyrri tíð. Stjórnvöld í Kambódíu, Indlandi, Sri Lanka og á Maldíveyjum gerðu atlögur að tjáningarfrelsinu og vopnuð átök eyðilögðu líf tugþúsunda í Afganistan, Mjanmar, Pakistan og Taílandi. Mjanmar leysti hundruð pólitískra fanga úr haldi en hundruð eru enn bak við lás og slá. • Í Evrópu og Mið-Asíu náði réttlætið ekki fram að ganga. Ekki var réttað vegna glæpa í Evrópu í tengslum við ólöglegt framsal undir forystu Bandaríkjanna. Á Balkanskaga minnkuðu líkurnar á því að réttlætið næði fram að ganga fyrir fórnarlömb stríðsglæpa á tíunda áratugnum og kosningar í Georgíu voru sjaldgæft dæmi um breytingar í lýðræðisátt í fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna, en þar héldu valdsherrar enn fast í völd sín. • Í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, í löndum þar sem einvöldum var bolað í burtu, naut fólk aukins fjölmiðlafrelsis og borgaralegt samfélag gat dafnað. Þar varð einnig bakslag þar sem tjáningarfrelsinu var ógnað á grundvelli trúar eða siðgæðis. Mannréttindasinnar og pólitískir aðgerðasinnar í þessum löndum sæta enn kúgun, þar á meðal fangelsisvistun og pyndingum í varðhaldi. Átök Ísraels og yfirvalda á Gasa stigmögnuðust á ný í nóvember 2012. • Dauðarefsing er á undanhaldi í heiminum þrátt fyrir bakslag, en fyrstu aftökur fóru fram í Gambíu í þrjátíu ár og fyrsta aftaka konu í Japan í fimmtán ár.

Börn farandfólks í Líbýu © Amnesty international

11


AMNESTY INTERNATIONAL

MISMuNuN ER MEGINoRSÖkIN

Rosmery, 13 ára fórnarlamb nauðgunar frá Níkaragva, teiknar mynd sem lýsir vonum sem hún ber til framtíðarinnar. © Amnesty international (ljósmynd: Grace Gonzalez)

þINN lÍkaMI, þINN RÉTTuR! Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjáls, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim njóta þó margir ekki þessa frelsis. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum. Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir, og þá og því aðeins leyfileg að líf konu eða stúlku sé í hættu. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz er 22 ára gömul kona frá El Salvador sem glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún hefði gengið með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador um að bjarga 12

lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kynlífs- og frjósemisréttindi. Milljónir sæta brotum á þessum mannréttindum á degi hverjum. Þess vegna hóf Amnesty International herferðina, Líkami minn, réttindi mín! sem beinir sjónum að kynlífs- og frjósemisréttindum okkar.

Skýrustu brotin á kynlífs- og frjósemisréttindum eru þegar ríki beita valdi sínu til að refsa fyrir hegðun sem þau skilgreina sem ósiðlega eða óæskilega, til dæmis þegar ríki setur fólk á bak við lás og slá fyrir það eitt að elska einstakling af sama kyni, eins og í Úganda. Í Íran, Sádí-Arabíu og Súdan er einstaklingum refsað ef þeir teljast hafa stundað framhjáhald en í þessum löndum liggur dauðarefsing við slíku hjúskaparbroti. Einnig sæta fórnarlömb mansals refsingu í sumum ríkjum. Í hverju þessara tilvika misnotar ríkið vald sitt. Það tekur til sín vald sem ætti að heyra undir sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Í mörgum tilvikum réttlæta ríki þessar ákvarðanir með því að vísa í að þau séu að verja almannahag eða standa vörð um siðgæði samfélagsins. Gjarnan er skírskotað í venjur, hefðir og trúarbrögð til að réttlæta löggjöf sem refsar fólki fyrir að nýta sér kynlífs- og frjósemisréttindi sín, en að baki slíkri refsingu býr mismunun og fordómar. Takmarkanir er varða kynlífs- og frjósemisréttindi koma hvað verst niður á konum og stúlkum en einnig þeim sem á einhvern hátt eru taldir „öðruvísi“ og falla ekki undir viðtekin viðmið. Rótgrónar hugmyndir um „viðeigandi“ hlutverk kvenna gera oft að verkum að ákvörðunarvald yfir lífi þeirra og líkama er í höndunum

Konur á gangi Yalgado spítalans í Búrkína Fasó. Þær höfðu beðið í þrjá daga eftir sjúkrarúmi fyrir aðra þeirra sem átti von á barni í júní 2009 © Anna Kari


viðkemur skipta máli í öllu sem m se da tin ét nr an m u 2013 FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, argskonar varðanat1.ökTBL misréttindi vísar til m amt sjálfsforræði í ák se fr jó fn fr ja og st ja ífs ng nl te ky i ið nd Hugtak frjósemisrétti stu fáanlegu frjósemi. kynlífs- og ttinum til að njóta be ré og ði og er u, nf ng ky iti ð, be ig ld ne va kynh , þvingun og , frelsi frá mismunun líf og a am lík n gi ei um heilsu. kynlífs- og frjósemis r líf sifjaspells eða þega a eð r allir eiga rétt á að: na gu uð na g in afleið gang a konu er í hættu, að eigin heilsu, líkama, eð a ku rð úl va st m a se ils ir he an ða rð og/e stu. Taka ákva narri heilbrigðisþjónu an og nd d. er yn av m ðr fs æ ál m sj að kynlíf, og ofbeldi, ast börn. gn ei ir þe r æ n nauðgun eða öðru en da hv un ls og já t fr or fa hv li ða ve ák , umskurði þvinguðum þungunum giftast. ir lið þe ta r æ eð m en r hv þa og t or ákveða hv eyðingum, m, þvinguðum fóstur ru æ nf um ky r á ga in ýs pl guðum Biðja um og fá up isaðgerðum eða þvin m se rjó óf u. st heilbrigðisþjónu hjónaböndum. öf, getnaðarvörnum, gj áð ur ld ky ls fjö að ng ga að Fá er ngun stureyðingu þegar þu öruggri og löglegri fó

Tölfræði: þriðja hver kona verðu r fyrir ofbeldi á lífsleiðinni kyns síns vegna. Einn milljarður kvenna og stúlkna hefur upplifað kynbundið ofbeldi. um tvær milljónir kven na sæta umskurði á hverju ári. Í Níkaragva er meirihlut i stúlkna sem verða ófrískar í kjölfar nauðguna r og sifjaspells á aldrinum 10 til 14 ára. ungt fólk, á aldrinum 15 til 24 ára, er yfir 41% allra nýrra HIV-smitaðra.

á karlmönnum í fjölskyldunni, trúfélögum eða ríkisvaldinu sem oftast er í höndum karlmanna. Mismunun þessi gagnvart ýmsum hópum á jaðri samfélagsins gerir að verkum að þeir eru ekki jafnir frammi fyrir lögum. Brotið er á rétti þeirra til heilbrigðis, réttlátra réttarhalda, tjáningarfrelsi þeirra og öðrum mannréttindum.

HEyRIR uNDIR Öll MaNNRÉTTINDI! Ríkisstjórnum er skylt að tryggja að allir geti notið kynlífs- og frjósemisréttinda án ótta, þvingana eða mismununar. Þróun kynlífs- og frjósemis-

á hverjum degi eru 39 þúsund stúlkur á barnsaldri neyddar í hjónaba nd. Rúmlega 140 milljónir stúlkna verða barnabrúðir fyrir árið 2020 ef sama þróun heldur áfram, þar af 50 milljó nir undir fimmtán ára aldri. á hverju ári deyja 358.0 00 konur og stúlkur vegna vandkvæða á meðgön gu eða við fæðingu. árið 2008 voru framkvæ mdar um 3 milljónir lífshættulegra fóstureyðin ga á stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára í þró unarríkjunum.

réttinda byggist á viðurkenningu þess að ríkisstjórnum ber ekki einungis skylda til að tryggja frelsi undan ofbeldi og valdbeitingu heldur að grípa til aðgerða sem búa í haginn fyrir aðstæður sem gera fólki mögulegt að njóta þessara réttinda. Það getur til dæmis falið í sér upplýsingagjöf af ýmsu tagi, eins og um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir eða aðgengi að heilbrigðisþjónustu og mæðravernd, án þess að eiga á hættu að sæta lögsókn eða öðrum viðurlögum. Einnig telst rétturinn á skaðabótum vegna kynferðisofbeldis eða kynbundins ofbeldis

til kynlífs- og frjósemisréttinda. Réttindin ná því til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin (2014 og 2015) mun Amnesty International taka fyrir mál í nokkrum löndum þar sem brotið er á þessum réttindum, meðal annars í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó og á Írlandi. Þá munu félagar þrýsta á ríki Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegar stofnanir að skuldbinda sig til að tryggja öfluga vernd og alhliða nálgun að kynlífs- og frjósemisréttindum. 13


AMNESTY INTERNATIONAL

Þátttakendur á heimsþingi Amnesty International tóku þátt í aðgerð gegn kynferðisofbeldi í Egyptalandi © Christian Ditsch/Amnesty international

HEIMSþING aMNESTy INTERNaTIoNal Íslandsdeild AI er einungis ein af hátt í 80 deildum í alþjóðasamtökunum Amnesty International. Til þess að samtökin geti talað einni röddu og haft skipulega stjórn á starfi sínu hittast fulltrúar allra deilda annað hvert ár á heimsþingi og ráða ráðum sínum. Á heimsþingum er meðal annars kosin stjórn samtakanna sem stýrir starfinu milli þinga en dagleg starfsemi samtakanna er í höndum skrifstofa í hverri deild og aðalskrifstofu samtakanna sem stýrt er af framkvæmdastjóra þeirra. 14

HEIMSþING 2013 Síðasta heimsþing var haldið í Berlín í Þýskalandi dagana 18.–22. ágúst sl. Starfi á þinginu var skipt í fernt: Fjármál, stjórnun, mannréttindastefna og skipulag. Flestar deildir reyna að senda a.m.k. einn fulltrúa til að taka þátt í hverjum hluta starfsins og sendi Íslandsdeildin því fjóra fulltrúa á þingið, líkt og á undanfarin þing. Fulltrúar deildarinnar voru, auk undirritaðs, Sólveig Ösp Haraldsdóttir varaformaður, Kristín Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri og Anna Dóra Valsdóttir, rekstrarfulltrúi. Líkt og á öðrum heimsþingum voru

þau mál sem voru tekin til umræðu bæði mörg og fjölbreytt. Stærstu málin lutu flest að innra skipulagi samtakanna og að því að nýta fjármuni samtakanna enn betur í þágu mannréttindabaráttu. Helsta álitamálið varðandi innra skipulag samtakanna lýtur að því framtaki sem staðið hefur yfir undanfarin ár við að draga úr miðstýringu og færa starf samtakanna nær deildunum og þeim svæðum þar sem þörf á rannsóknum og aðgerðum er brýnust. Aðalskrifstofa samtakanna hefur frá stofnun þeirra verið í London á Englandi en nú hefur verið komið á fót svæðisskrifstofum í Jóhannesarborg, Hong Kong, Naíróbí og Dakar og hafa þær að nokkru leyti tekið við verkefnum aðalskrifstofunnar. Er stefnt að því að fjölga svæðisskrifstofum á næstu misserum og draga úr yfirbyggingu í starfsemi samtakanna þannig að mannauður og fjármunir þeirra geti betur nýst þeim sem þurfa á því að halda að Amnesty International tali þeirra máli. Hörður Helgi Helgason


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2013

SaMVISkuFaNGI FÆR VáClaV HaVEl VERÐlauNIN Ales Bialiatski er þekktur mannréttindafrömuður í HvítaRússlandi og formaður mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna. Hann er nú samviskufangi. Bialiatski fékk nýverið Václav Havel mannréttindaverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu sína. Verðlaunin fékk hann fyrir hugrekki og persónulegar fórnir í þágu mannréttinda. Þau eru einnig áfellisdómur yfir stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi sem ofsækja baráttufólk fyrir mannréttindum og fótumtroða tjáningar-, funda- og félagafrelsi í landinu. Þing Evrópuráðsins, ásamt fleirum, veitir verðlaunin. Amnesty International berst fyrir frelsi hans og var mál hans tekið fyrir í bréfamaraþoni samtakanna 2012. Einnig hafa sms-félagar okkar þrýst á hvít-rússnesk stjórnvöld að sleppa honum. Ales Bialiatski var handtekinn 4. ágúst 2011 og afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsi. Amnesty International telur að hann hafi verið fangelsaður til að koma í veg fyrir vinnu hans í þágu mannréttinda.

Kristín J. Kristjánsdóttir, gjaldkeri Íslandsdeildarinnar, tekur á móti söfnunarfé frá nemendum Hagaskóla.

Ales Bialiatski © Vladimir Gridin

Hann var fangelsaður fyrir að nota bankareikninga sína í Litháen og Póllandi til að styðja mannréttindastarf Viasna. Allt frá árinu 2003 hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi neitað að skrá Viasna. Afleiðingin er sú að mannréttindamiðstöðinni er meinað að stofna bankareikning í eigin nafni í Hvíta-Rússlandi og neyðist til að notast við bankareikninga í nágrannaríkjum til að fjármagna mannréttindastarfið. Ales Bialiatski hlaut óréttlát réttarhöld. Sum sönnunargögnin sem lögð voru fram reyndust óstaðfest eða ónafngreind. Yfirheyrslur vitna tengdust ekki ákærunum heldur mannréttindastarfi Ales Bialiatski og vitnanna sjálfra.

Nemendur í Hagaskóla söfnuðu rúmlega 2,2 milljónum króna á góðgerðardeginum Gott mál í Hagaskóla sem haldinn var 17. apríl síðastliðinn. Nemendur ákváðu að styrkja Ljósið og Amnesty International. Afrakstur söfnunarinnar var afhentur við hátíðlega athöfn í Hagaskóla. Upphæðinni var skipt jafnt á milli félaganna. Amnesty International færir öllum, sem stóðu að söfnuninni, bestu þakkir fyrir framlagið sem verður notað í herferð samtakanna fyrir kynlífs- og frjósemisréttindum.

15


jólakoRT ÍSlaNDSDEIlDaR aMNESTy INTERNaTIoNal GlEÐjuM VINI oG ÆTTINGja MEÐ FallEGuM koRTuM uM HáTÍÐaRNaR

Jólakortið í ár ber heitið Haförninn og refurinn og er eftir Kjuregej Alexöndru Argunovu myndlistarkonu Sameinaðu fallega jólakveðju og stuðning við brýnt málefni Hægt er að panta kortin á heimasíðu Amnesty International https://www.amnesty.is/amnestybudin/ Kortin eru fáanleg í Pennanum, Eymundsson, Máli og menningu, Iðu, Úlfarsfelli og Bóksölu stúdenta Kortin er hægt að nálgast á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð, 101 Reykjavík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.