Fréttabréf Amnesty - 2016

Page 1

Fréttabréf Íslandsdeildar 1. tbl. 38. árg. 2016

Herferðin Velkomin

Vernd er ekki gjöf til flóttafólks – hún er mannréttindi

Bréfamaraþon Amnesty

Alþjóðlegur viðburður í baráttunni fyrir mannréttindum

Ungir aðgerðasinnar Ungt fólk brennur fyrir mannréttindum


KÆRI FÉLAGI Íslandsdeild Amnesty International lét gera fyrir sig könnun í sumar, þar sem spurt var um afstöðu Íslendinga til flóttafólks. Niðurstöður könnunar Maskínu sýna svart á hvítu að stór meirihluti aðspurðra Íslendinga er tilbúinn til að bjóða flóttafólk velkomið til landsins. Það er auðvitað mjög gleðilegt að sjá hversu tilbúinn almenningur hér á landi er til að bjóða flóttafólk velkomið. Vissulega er það vel að ríkisstjórn Íslands hafi tekið á móti fleira kvótaflóttafólki í ár en árin sem á undan eru gengin, en betur má ef duga skal og ríkisstjórn landsins má ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka virkari þátt í lausn flóttamannavandans. Það er kominn tími til að taka djarflegar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Við verðum að muna að vernd er ekki gjöf til flóttafólks – hún er mannréttindi. Amnesty International hefur nú ýtt úr vör herferðinni Velkomin en hún miðar að því að vernda réttindi fólks sem flýr ofsóknir og stríð. Um herferðina má lesa á bls. 4–5. Í rúm 40 ár hefur Amnesty International barist gegn einni stærstu smán mannkyns – pyndingum. Margt hefur áunnist í þeirri baráttu en frá árinu 1980 hefur Amnesty tekið upp mál rúmlega 3000 einstaklinga sem sætt hafa pyndingum og annarri illri meðferð í 50 löndum og landsvæðum og margir þeirra fengu lausn sinna mála. Þó að herferð Amnesty International sé nú formlega lokið munu samtökin halda áfram að berjast gegn pyndingum allt þar til síðasta pyndingaklefanum verður lokað. Um árangur herferðarinnar má lesa á bls. 7. Þátttaka almennings í Bréfamaraþoni Amnesty International eykst ár frá ári. Þessi alþjóðlegi viðburður er orðinn að föstum lið margra á aðventunni þar sem þúsundir koma saman og skrifa bréf til stjórnvalda til að þrýsta á um úrbætur þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Hér á landi er hægt að taka þátt í viðburðinum víðsvegar um landið sem og á rafrænan hátt á heimasíðu samtakanna. Þín undirskrift skiptir máli! Um Bréfamaraþonið má lesa á blaðsíðu 8–10. Félagar, stuðningsaðilar og aðgerðasinnar Íslandsdeildar Amnesty International krefjast þess að mannréttindi allra séu virt, alls staðar. Á síðustu mánuðum höfum við orðið vitni að stórkostlegum afrekum, þegar þolendur mannréttindabrota hafa fengið úrlausn sinna mála, vegna þeirrar þrotlausu baráttu sem aðgerðasinnar hafa háð og unnið. Nánar á blaðsíðu 13. Án þátttöku ykkar væri starf okkar ómögulegt. Bestu þakkir fyrir þinn stuðning!

Stjórn og starfsfólk Íslandsdeildar Amnesty International óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða.

ÍSLANDSDEILD Þingholtsstræti 27 – Pósthólf 618 121 Reykjavík – sími 511 7900 Netfang: amnesty@amnesty.is Heimasíða: www.amnesty.is Netákall: www.netakall.is Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International: Formaður: Hörður Helgi Helgason Varaformaður: Helga Bogadóttir Gjaldkeri: Kristín Jóna Kristjánsdóttir Meðstjórnendur: Sólveig Ösp Haraldsdóttir Björg María Oddsdóttir Varastjórn: Ester Ósk Hafsteinsdóttir Leifur Valentín Gunnarsson Starfsmenn Íslandsdeildar Amnesty International: Framkvæmdastjóri: Anna Lúðvíksdóttir Fjáröflunarstjóri: Jóhanna Guðmundsdóttir Herferðastjóri: Bryndís Bjarnadóttir Aðgerðastjóri: Magnús Sigurjón Guðmundsson Verkefnastjóri mannréttindafræðslu: Vala Ósk Bergsveinsdóttir Rekstrarfulltrúi: Anna Dóra Valsdóttir Bókari: Margrét Helga Ólafsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Eyjólfur Jónsson Próförk: Ásgeir Ásgeirsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Anna Lúðvíksdóttir Forsíðumynd © Íslandsdeild Amnesty International 2016. Ljósmyndari Ásta Kristjánsdóttir

2 ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL


Frá því vorið 2012 hefur Íslandsdeild Amnesty International haldið úti ungliðahreyfingu. Hreyfingin hefur gætt samtökin miklu lífi með krafti sínum en ungliðarnir hafa staðið í framvarðarsveitinni á götum úti með fjölmörgum beinum aðgerðum til stuðnings fórnarlömbum mannréttindabrota. Hvað skyldi kveikja áhuga hjá þessu unga fólki? Af hverju eru þau að gefa af tíma sínum til þess að starfa sem sjálfboðaliðar fyrir samtökin? Við settumst niður með einum kvenskörungi úr ungliðaráði samtakanna og spurðum hana út í hreyfinguna. Nafn? Helena Hafsteinsdóttir Hvað hefur ungliðahreyfingin verið að gera á þessu ári? Við höfum haldið beinar aðgerðir úti á götu, staðið fyrir undirskriftasöfnunum, haldið fræðandi bíókvöld í Bíó Paradís, tekið upp nýtt fræðslumyndband og ýmislegt fleira skemmtilegt. Hver eru næstu skref hjá ykkur? Við erum núna að opna ungliðaráðið og reyna þannig að fjölga verkefnum og þátttakendum. Hingað til hafa færri en vildu komist að í ráðinu en nú ætlum við að hafa það opið fyrir alla. Því fleiri sem eru virkir því betra. Flóttamannaherferð Amnesty er nýhafin og það mun verða lögð megináhersla á þá herferð. Hvað finnst þér standa upp úr í þátttöku þinni hjá Amnesty? Ég hélt kynningu á Febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi. Ég hafði aðeins verið sjálfboðaliði á mótinu og önnur samtök áttu að halda fræðslu en upp komu veikindi þar. Ég hafði samband við Magga aðgerðastjóra sem sér um ungliðaráðið og hann sendi á mig glærur. Ég fékk því hálftíma til þess að ákveða hvaða glærur væru mikilvægar og hverjar ekki, svo þær pössuðu í tímarammann sem mér var gefinn, og hvað ég ætlaði mér að segja. En verst var að ég var nýbúin að fá góm og talaði mjög óskýrt. Ég var samt mjög örugg fyrir fræðsluna og gekk hún mjög vel. Þið hafið verið að bjóða upp á fræðslur – hvert hafið þið farið með þær og hvernig hefur gengið? Fræðslurnar byggjast á glærusýningum ásamt leikjum og umræðuhópum um virk málefni

UNGIR AÐGERÐASINNAR innan samtakanna og hafa þær gengið mjög vel. Við höfum farið með fræðslur á frístundaheimili, í grunn- og framhaldsskóla sem og félagsmiðstöðvar víðs vegar um land. Einnig höfum við farið á hátíðir, landsmót og allskonar fjölbreytta viðburði. Í raun erum við tilbúin að koma til þeirra sem bjóða okkur að koma í heimsókn. Af hverju tekur þú þátt í ungliða­ starfinu? Ég hef alist upp hjá Amnesty enda er mamma mín virkur stjórnarmeðlimur. Það hefur verið draumur minn að geta hjálpað til við að breyta heiminum skref fyrir skref og ég tel Amnesty International vera einn besta vettvang til þess þar sem hreyfingin er alþjóðleg og kraftur samtakanna er gríðarlegur. Það er einnig mjög gefandi og ánægjulegt að fá jákvæðar fréttir af málum sem við höfum barist fyrir og hafa borið árangur. Eru margir í ungliðahreyfingunni? Í ungliðaráði samtakanna voru tæplega

tuttugu manns en mun fleiri eru virkir á viðburðum sem og í aktívistagrúppunni okkar á Facebook. Það er von okkar að með því að opna ráðið myndist mun stærri vettvangur fyrir alla sem vilja vera með í mannréttindabaráttunni. Koma þau bara úr framhalds­ skólunum? Nei, flestir koma úr framhaldsskólunum, en sumir hafa útskrifast og eru annaðhvort í háskóla eða úti á vinnumarkaðnum. Einnig eru margir á grunnskólaaldri að mæta og taka þátt. Þið eruð núna að opna ungliðaráðið ykkar. Hvernig virkar þetta eiginlega? Það virkar þannig að kosið verður um hlutverk formanns og mun formaður sjá um að stjórna fundum en annars munu fundir verða opnir öllum og allir munu hafa jöfn hlutverk og þeim verður dreift á fólk eftir verkefnum. Við vonumst til þess að þetta leiði til sterks kjarna og fólks sem styður við bak þeirra sem mæta mest og mæta á viðburði. FRÉTTABRÉF 2016 3


TÍMI KOMINN TIL AÐ BJÓÐA ÞAU VELKOMIN Fjöldi þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín á undanförnum árum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikill. Ástæður þess að fólk flýr heimaland sitt geta verið margvíslegar. Sumir flýja vegna vopnaðra átaka en aðrir sæta ofsóknum af hendi yfirvalda eða annarra aðila. Í september síðastliðnum ýtti Amnesty International úr vör herferðinni ­Velkomin, en markmið herferðarinnar er að tryggja að flóttafólk hafi alls staðar aðgang að vernd og öryggi, og að mannréttindi þess séu virt að fullu með því að auka alþjóðlegt samstarf og sameiginlega ábyrgð á flóttamannavandanum.

AUÐUGUSTU RÍKI HEIMS HAFA BRUGÐIST ÁBYRGÐARSKYLDU SINNI Samkvæmt skýrslu Amnesty International, Tackling the global refugee crisis: From shirking to sharing responsibil­ ity, hafa ríkari þjóðir heims algerlega brugðist ábyrgðarskyldu sinni gagnvart flóttamannavandanum því aðeins tíu lönd hafa tekið við 56% alls flóttafólks og eru þau meðal fátækustu landa heims. Þessi fáu lönd eru látin axla alla ábyrgð eingöngu vegna þess að þau eru í landfræðilegri nálægð við vandann. Slíkt ástand er í eðli sínu óstöðugt og gerir það fólk sem flýr stríðsátök og ofsóknir í löndum eins og Sýrlandi, Suður-Súdan, Afganistan og Írak, berskjaldað fyrir óbærilegri eymd og þjáningum. Mörg auðugustu ríki heims hafa tekið á móti fæstu flóttafólki. Bretland hefur 4  ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL

til að mynda aðeins tekið á móti tæplega 8000 Sýrlendingum frá árinu 2011 en Jórdanía, þar sem tíu sinnum færri búa, hefur tekið á móti 655 þúsund sýrlenskum flóttamönnum. Heildarfjöldi flóttafólks og hælisleitenda í Ástralíu, sem er mjög auðugt land, er 58 þúsund en 740 þúsund í Eþíópíu. Þessi ójafna ábyrgð ríkja er rótin að flóttamannavandanum í dag og öllum þeim fjölmörgu vandamálum sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Skýrslan greinir frá hrikalegum aðstæðum sem meirihluti þeirrar tuttugu og einnar milljónar sem nú telst til

TÍU MÓTTÖKULÖND SEM HÝSA FLEST FLÓTTAFÓLK

Flóttamenn: Einstaklingar verða flóttamenn þegar yfirvöldum mistekst að standa vörð um mannréttindi. Flóttamenn hafa rétt til hælis og griðlands. Ríkjum er ekki heimilt að vísa brott flóttamanni til heimalands hans þegar líklegt er að hann sæti þar alvarlegum mannréttindabrotum á grundvelli kynþáttar, trúar, þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða aðildar að sérstökum félagsmálahópum. Hælisleitendur: Hælisleitandi er einstaklingur sem hefur yfirgefið land sitt en hefur ekki fengið vernd sem flóttamaður. Á meðan hælisleitandi bíður úrskurðar um formlega stöðu sína hefur hann rétt til verndar samkvæmt alþjóðlegum flóttamannalögum. flóttafólks stendur frammi fyrir. Margt flóttafólk á Grikklandi, á eyjunni Nauru, á landamærum Sýrlands og Jórdaníu og í Írak, er í brýnni þörf á endurbúsetu og flóttafólk í Kenía og Pakistan verður fyrir auknum árásum af hálfu stjórnvalda. Samtals eru 1,2 milljónir flóttamanna í dag í brýnni þörf á endurbúsetu. Engu

TYRKLAND (2,5 m+) ÍRAN (979.400) PAKISTAN (1,6 m)

LÍBANON (1,5 m+)

TJAD (369.500) JÓRDANÍA (2,7 m+)

EÞÍÓPÍA (736.100) LÝÐVELDIÐ KONGÓ (383.100) KENÍA (553.900) ÚGANDA (447.200)


að síður hafa aðeins 30 ríki skuldbundið sig til að veita flóttafólki endurbúsetu og þá aðeins 100.000 manns á ári. Þá deila ríkari þjóðir ekki þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem flóttamannavandanum fylgja. Þörf er á nýrri alþjóðlegri nálgun sem byggist á stöðugu og traustu alþjóðlegu samstarfi þar sem ábyrgðarskyldan er jöfn og sanngjörn. „Það er löngu tímabært fyrir leiðtoga heims að hefja uppbyggilegt samtal um það hvernig samfélög okkar ætla að aðstoða fólk sem neyðist til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofsókna. Leiðtogar okkar þurfa að gefa skýringu á því hvers vegna hægt er að bjarga bönkum um allan heim, þróa nýja tækni og vinna stríð en ekki er gerlegt að finna örugg heimili fyrir 21 milljón flóttamanna sem eru aðeins 0,3% af íbúum heimsins. Ef ríki vinna saman og deila ábyrgðinni þá getum við tryggt að fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín, án nokkurra saka, geti endurheimt líf sitt í öruggum aðstæðum annars staðar,“ segir Salil Shetty, framkvæmdastjóri Amnesty International.

STRANGT LANDAMÆRAEFTIRLIT Í EVRÓPU OG ÞRÖNGUR LAGARAMMI UM VEITINGU HÆLIS Skýrslur Amnesty International fordæma stranga landamæravörslu Evrópuríkja sem hindra komu flóttamanna eftir löglegum leiðum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks leggur í hættulega för til að komast burt, t.d. yfir Miðjarðarhafið. Þegar litið er á flóttaleiðir og hættur sem flóttamenn og hælisleitendur standa frammi fyrir er margt sem þarf að laga. Það skiptir miklu að hindra það að fólk leggi í hættulega för í leit að öryggi. Margir komast hvorki lönd né strönd. Aðrir deyja á leiðinni. Ástæðan er ekki einungis aukinn óstöðugleiki í Miðausturlöndum og Afríku heldur er þetta afleiðing strangari landamæravörslu í Evrópu og skorts á öruggum og löglegum leiðum þangað. Mörg hundruð manns, konur, karlar og börn, deyja á flótta frá stríði, vegna pyndinga eða hungurs, í leit að betra lífi. Ábyrgðin á dauðsföllunum er ekki einungis hjá

Flóttafólk í Beli Manastir, Króatíu

smyglurum, þau eru afleiðing þröngra lagaákvæða um veitingu hælis, strangs regluverks og vafasamra samninga sem Evrópusambandið hefur gert við Tyrkland og sækist eftir að gera við Líbíu, Súdan og fleiri lönd til að takmarka flóttamannastrauminn til álfunnar. Amnesty International hefur lagt fram sanngjarna og hagnýta lausn á flóttamannavandanum sem byggist á hlutlægum viðmiðum um hvernig ríki heims geta deilt ábyrgðinni og árlega veitt 10% af því flóttafólki sem nú er í heiminum hæli og vernd. Viðmið eins og íbúafjöldi, atvinnuleysi og efnahagur eru dæmi um hlutlægar forsendur sem hægt er að byggja á til að meta hvaða lönd bregðast hlutverki sínu. Nefna má sem dæmi að Líbanon, þar sem búa 4,5 milljónir manns, er 10 þúsund ferkílómetrar að stærð og verg landsframleiðsla á mann nemur 10 þúsundum Bandaríkjadala, hýsir 1,1 milljón flóttafólks frá Sýrlandi en Nýja-Sjáland, sem er jafn-mannmargt en er 268 þúsund ferkílómetrar að stærð og verg landsframleiðsla á mann nemur 42 þúsundum Bandaríkjadala, hefur einungis tekið á móti 250 flóttamönnum frá Sýrlandi. Ef stuðst er við viðmið eins

@Attila Husejnow

og íbúafjölda, þjóðarauð og atvinnuleysi, ætti Nýja-Sjáland að taka á móti 3466 flóttamönnum. „Vandamálið er ekki fólgið í heildarfjölda flóttafólks í heiminum í dag heldur þeirri staðreynd að auðugustu ríki heims hýsa fæst flóttafólk og gera minnst. Ef hvert og eitt hinna auðugu ríkja myndi taka á móti flóttafólki í samræmi við stærð landsins, þjóðarauð og atvinnuleysi, þá væri auðvelt að finna mun fleira flóttafólki heimili í dag. Það eina sem skortir er pólitískur vilji,“ segir Salil Shetty. Amnesty International kallar eftir nýrri leið til að veita viðkvæmum hópum flóttafólks endurbúsetu svo að nágrannaríki landa þaðan sem fólk flýr átök og ofsóknir verði ekki borin ofurliði. Þjóðarleiðtogar hafa algerlega brugðist þeirri skyldu sinni að koma sér saman um áætlun til að vernda 21 milljón flóttamanna í heiminum. Í ljósi þess að þjóðarleiðtogar hafa brugðist verður almenningur að koma til og auka þrýsting sinn á ríkisstjórnir heims, til að sýna manngæsku gagnvart fólki sem er ekkert öðruvísi en ég og þú, fyrir utan það að hafa neyðst til að flýja heimili sín. FRÉTTABRÉF 2016 5


AFSTAÐA ÍSLENDINGA TIL FLÓTTAFÓLKS Maskína ýtti nýrri könnun úr vör fyrir Íslandsdeild Amnesty International dagana 22. júlí til 2. ágúst 2016, þar sem spurt var um afstöðu Íslendinga til flóttafólks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu og svöruðu 1.159 einstaklingar á öllu landinu, af báðum kynjum, á aldrinum 18–75 ára. Þrjár meginspurningar voru lagðar fram í skoðanakönnuninni og tóku þær mið af spurningum sem lagðar voru fram í Globescan-könnun sem aðalstöðvar Amnesty International létu gera í 27 löndum í maí 2016, þvert yfir allar heimsálfur og náði til 27 þúsund einstaklinga.

NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR Skoðanakönnun Maskínu leiddi í ljós að mikill meirihluti aðspurðra Íslendinga, eða 85,5%, er tilbúinn til að taka opnum örmum á móti flóttafólki. Þetta er í takt við niðurstöður Globe­ scan-könnunarinnar þar sem 80% sögðust tilbúin að bjóða flóttafólk velkomið. Tæplega 74% aðspurðra voru sammála þeirri fullyrðingu að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum. Þeir svarendur sem voru ósammála fullyrðingunni voru rúm 26%. Í Globescankönnuninni svöruðu 66% aðspurðra því til að ríkisstjórn þeirra ætti að gera meira til að aðstoða fólk sem flýr stríð eða ofsóknir. Niðurstöður könnunar Maskínu sýna svart á hvítu að stór meirihluti aðspurðra Íslendinga er tilbúinn til að bjóða flóttafólk velkomið til landsins.

BETUR MÁ EF DUGA SKAL Það er mjög gleðilegt að sjá hversu tilbúinn almenningur hér á landi er til að bjóða flóttafólk velkomið. Vissulega er það vel að ríkisstjórn Íslands hafi tekið á móti fleira kvótaflóttafólki í ár en árin sem á undan eru gengin, en betur má ef duga skal og ríkisstjórn landsins má ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka virkari þátt í lausn flóttamannavandans. Ekki aðeins með því að taka á móti fleira kvótaflóttafólki heldur að hugsa upp aðrar leiðir til að veita fólki sem flýr stríð og ofsóknir vernd. Það er kominn tími til að taka djarflegar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Við verðum að muna að vernd er ekki gjöf til flóttafólks – hún er mannréttindi.

6  ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL

74% ÍSLENDINGA TELJA AÐ

ÍSLENSK STJÓRNVÖLD

ÆTTU AÐ AÐSTOÐA FLÓTTAFÓLK ENN FREKAR #IWELCOME #VELKOMIN

85,5% ÍSLENDINGA TÆKJU

FAGNANDI Á MÓTI FLÓTTAFÓLKI TIL LANDSINS

#IWELCOME #VELKOMIN

13%

ÍSLENDINGA BYÐU FLÓTTAFÓLKI

AÐ BÚA Á EIGIN HEIMILI #IWELCOME #VELKOMIN


TAKK FYRIR AÐ BERJAST FYRIR MANNRÉTTINDUM MEÐ AMNESTY INTERNATIONAL Félagar og stuðningsaðilar

Þrýstingur þinn skilar árangri. Þú kemur í veg fyrir pyndingar, ofsóknir og aftökur um allan heim með þátttöku þinni!

Bréf eru send til að þrýsta á stjórnvöld, þjóðarleiðtoga og ýmsa valdhafa.

Aðgerðasinnar í þúsunda tali grípa til aðgerða og krefjast úrbóta!

Svona virkar þetta

Amnesty International rannsakar mannréttindabrot um allan heim.

Út frá rannsóknunum eru tekin upp mál hvaðanæva úr heiminum þar sem mannréttindi eru brotin.


SKRIFAÐU EINS OG LÍFIÐ LIGGI VIÐ! Bréfamaraþon Amnesty International er einn stærsti mannréttindaviðburður heims og sönnun þess að í krafti fjöldans er unnt að gjörbreyta lífi fólks sem sætir grófum mannréttindabrotum. Á síðasta ári sendu einstaklingar um heim allan 3,7 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og tölvupósta í þágu þolenda pyndinga, samviskufanga, fanga á dauðadeild og kvenna og stúlkna sem neyddar eru í hjónaband. Á Íslandi voru rúmlega 81 þúsund bréf og kort send utan sem verður að teljast stórkostlegur árangur og vitnisburður um sívaxandi hóp Íslendinga sem lætur sig mannréttindi varða. Árangurinn af söfnun þessa gríðarlega fjölda bréfa, korta og undirskrifta til stjórnvalda og annarra aðila sem brjóta mannréttindi, skiptir máli í ljósi þess að vegna fjöldans eiga mannréttindaþrjótar erfitt með að líta undan. Þrýstiaflið sem milljónir aðgerða mynduðu í Bréfamaraþoninu á síðasta ári braut niður rimla og gerði fjölda fólks kleift að endurheimta frelsi sitt eins og lesa má um í greininni um góðar fréttir. Þau ykkar sem efast um að undirskrift þeirra skipti máli eða að smáskilaboð þeirra hafi vægi geta verið þess fullviss að orð þeirra geta dimmu í dagsljós breytt. Fleiri þurfa nú hjálpar við. Um heim allan er frelsi fólks ógnað. Aðgerðasinnar eru fangelsaðir fyrir það eitt að tjá skoðun sína. Mótmælendur eru pyndaðir og ranglega stungið í fangelsi. Flóttafólk er skilið eftir í hörmulegum aðstæðum þar sem óvissan um vernd og öryggi er algjör. Í Bréfamaraþoninu í ár verða tekin fyrir ellefu mál einstaklinga og hópa sem allir þurfa sárlega á aðstoð þinni að halda. Málin eru öll í takt við

Mynd eftir nemanda við Alþjóðaskólann á Íslandi

8  ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL

Frá Bréfamaraþoni Íslandsdeildarinnar 2015

©Amnesty International

ólíkar mannréttindaáherslur samtakanna, spanna ýmis lönd og landsvæði og ná til beggja kynja. Unnt er að lesa sér til um málin hér í fréttabréfinu okkar. Bréfamaraþonið fer fram dagana 3. til 17. desember á ýmsum stöðum á landinu sem auglýstir verða á heimasíðu samtakanna. Þá halda framhaldsskólar landsins áfram að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir betri heimi og vefsíðan Bréf til bjargar lífi, sem leit dagsins ljós í fyrra, verður opnuð á nýjan leik í byrjun nóvember. Þá verður Íslandsdeildin þess heiðurs aðnjótandi að fá Moses Akatugba til landsins dagana 14. til 17. nóvember en mál hans var tekið fyrir í Bréfamaraþoninu árið 2014. Moses sætti grimmilegum pyndingum og var dæmdur til dauða með hengingu aðeins 16 ára gamall fyrir það eitt að stela þremur farsímum. Rúmlega 16 þúsund bréf og kort voru send frá Íslandi til fylkisstjórans á óseyrum Nígerfljóts og hann krafinn um að náða Moses. Mál þessa unga manns er gott dæmi um þær ótrúlegu breytingar sem hægt er að koma til leiðar í krafti samstöðunnar í Bréfamaraþoni samtakanna. Ekki láta þitt eftir liggja á aðventunni til að hafa áhrif á líf enn fleiri þolenda mannréttindabrota um víða veröld. Dagskrána er að finna á heimasíðu samtakanna. ©Amnesty International


HVERNIG BRÉF YKKAR BREYTTU LÍFI ÁRIÐ 2015

Enn í Einangrun Eftir 40 ár albErt Woodfox USA

HLAUT FRELSI

Albert Woodfox, sem sat í einangrunarvist í rúma fjóra áratugi í Louisiana, var leystur úr haldi þann 19. febrúar 2016. Lausnardagur Woodfox ætti að marka tímamót í umbótum á notkun langrar einangrunarvistar í bandarískum fangelsum. Rúmlega 240 þúsund einstaklingar kröfðust lausnar hans. Amnesty International ásamt stuðningsfólki fagnar þrotlausri baráttu Woodfox og lögmanna hans fyrir réttlæti. „Skilaboð ykkar utan veggja fangelsisins reyndust rík uppspretta að innri styrk fyrir mig.“

Barin, kæfð og nauðgað þar til hún játaði! Yecenia armenta Mexíkó

LEYST ÚR HALDI

Yecenia Armenta Graciano frá Mexíkó var leyst úr haldi í júní 2016 en hún sætti grimmilegum pyndingum í fimmtán klukkustundir og nauðgun af hálfu lögreglu í heimalandi sínu. Rúmlega 318 þúsund einstaklingar um heim allan skrifuðu bréf til stjórnvalda í Mexíkó og kröfðust lausnar hennar. „Ég þakka ykkur af öllu hjarta. Án ykkar stuðnings hefði þetta ekki verið hægt. Takk fyrir að hætta ekki baráttunni. Stundum tekur langan tíma að ná fram réttlæti en það tekst oft að lokum.“

Íslandsdeild Amnesty International þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í Bréfamaraþoni samtakanna á síðasta ári sem og þeim vösku ungmennum sem notuðu mátt samfélagsmiðla til að knýja á um breytingar. Barátta ykkar sem og skoðanasystkina um allan heim hefur sannarlega borið árangur. Í ljósi þess hversu máttug við vorum saman á síðasta ári að hafa raunveruleg áhrif á líf þolenda mann-

fangelsuð fyrir stúdentamótmæli

Phyoe Phyoe MjanMar

ÁKÆRUR FELLDAR NIÐUR

Phyoe Phyoe Aung átti yfir höfði sér allt að níu ára fangelsisdóm þegar hún var handtekin árið 2015, ásamt hundrað námsmönnum sem stóðu fyrir friðsamlegum mótmælum gegn nýjum lögum í Mjanmar. Hún hlaut frelsi í apríl 2016. Samtals voru rúmlega 394 þúsund bréf, kort, tölvupóstar og smáskilaboð send henni til stuðnings. „Bréf ykkar eru ekki eingöngu bréf. Þau eru risastórar gjafir og mikill styrkur, ekki aðeins fyrir nemendur í Mjanmar heldur fyrir framtíð landsins.“

Í fangelsi fyrir að krefjast lýðræðisumbóta

fred bauma og yves makwambala Kongó

SAMVISKUFANGAR LAUSIR ÚR PRÍSUNDINNI

Samviskufangarnir Fred Bauma og Yves Makwam­ bala, sem börðust fyrir lýðræðisumbótum í Lýðveldinu Kongó, voru leystir úr haldi í ágúst 2016. Fram að lausn þeirra hafði þeim verið haldið í Makala-fangelsinu í Kinshasa þar sem þeir biðu réttarhalda og stóðu mögulega frammi fyrir dauðarefsingu. Fred og Yves eru fulltrúar aðgerðasinna sem halda áfram að veita mótspyrnu gegn þöggun. Það er sláandi að þeir hafi staðið frammi fyrir dauðarefsingu fyrir það eitt að hvetja ungt fólk til friðsamlegra aðgerða.

réttindabrota vonar Íslandsdeild Amnesty International að þátttakan í Bréfamaraþoninu 2016 nái nýjum hæðum. Hægt verður að bregðast við ellefu áríðandi málum í ár sem öll þurfa á athygli ykkar að halda. Ekki láta þitt eftir liggja á aðventunni í baráttunni fyrir betri heimi.

FRÉTTABRÉF 2016

9


MÁLIN SEM VERÐA TEKIN FYRIR Í BRÉFAMARAÞONI 2016 MAMMADOV OG IBRAHIMOV – Aserbaídsjan

Bayram Mammadov og Giyas Ibrahimov máluðu gagnrýnin skilaboð á styttu af fyrrverandi forseta Aserbaídsjans. Þeir voru handteknir í framhaldinu og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisdóm.

EDWARD SNOWDEN – Bandaríkin

Árið 2013 svipti Edward Snowden hulunni af geðþóttaeftirliti Bandaríkjastjórnar. Hann býr nú í útlegð og á áratugalangan fangelsisdóm yfir höfði sér.

MAHMOUD ABU ZEID – Egyptaland

Mahmoud Abu Zeid var að sinna vinnu sinni sem blaðaljósmyndari þegar hann var handtekinn, pyndaður og settur í fangelsi. Hann þjáist af lifrarbólgu C en fær enga læknisaðstoð.

JOHAN TETERISSA – Indónesía

Johan Teterissa hefur eytt nærri tíu árum í fangelsi fyrir það eitt að veifa fána í friðsamlegum mótmælum fyrir framan forseta Indónesíu.

ZEYNAB JALALIAN – Íran

Zeynab Jalalian afplánar lífstíðardóm í Íran vegna stjórnmálaskoðana sinna. Hún á það á hættu að missa sjónina. Stjórnvöld í Íran neita henni um meðferð sem gæti bjargað sjóninni.

FOMUSOH IVO FEH – Kamerún

Fomusoh Ivo Feh var í þann mund að hefja háskólanám í Kamerún þegar kaldhæðinn texti í smáskilaboðum frá vini breytti lífi hans. Fomusoh Ivo á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi.

10 ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL

FRUMBYGGJAR – Kanada

Stjórnvöld í Kanada sviku loforð um að vernda lífshætti frumbyggja í Kanada þegar ákveðið var að gefa grænt ljós á byggingu vatnsaflsvirkjunar á landi þeirra.

ILHAM TOHTI – Kína

Ilham Tohti hefur innt þrotlausa vinnu af hendi til að brúa bilið á milli þjóðarbrota í Kína. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að kynda undir hatri á milli þjóðarbrota.

ANNIE ALFRED – Malaví

Annie Alfred fæddist með albínisma eða meðfæddan skort á litarefni. Hún á það á hættu að verða drepin því að sumir íbúar Malaví trúa því að líkami hennar búi yfir töfrakrafti.

MÁXIMA ACUÑA – Perú

Smábóndinn og mannréttindafrömuðurinn Máxima Acuña hefur þurft að þola ógnanir og árásir lögreglu vegna staðfestu sinnar í því að yfirgefa ekki landið sem hún býr á.

EREN KESKIN – Tyrkland

Lögfræðingurinn Eren Keskin neitar að gefa réttlætið upp á bátinn. Árið 2014 var hún dæmd fyrir að „móðga tyrkneska ríkið“ eftir að hafa gert dráp hersins á 12 ára dreng að umtalsefni.


SVONA VIRKAR ÞAÐ

… til handa einstaklingum sem sætt hafa pyndingum, sitja í fangelsi eða á dauðadeild fyrir það eitt að tjá sig, eða hafa verið þvingaðir í hjónaband …

Aðgerðasinnar frá rúmlega 150 löndum og landsvæðum …

… og þrýsta á stjórnvöld, þjóðarleiðtoga og ýmsa valdhafa …

… taka þátt í margs konar viðburðum, í skólum, á kaffihúsum, á bókasöfnum og fleiri stöðum …

… þar sem fólk skrifar milljónir bréfa, korta, tölvupósta og smáskilaboða …

… ásamt því að sýna þolendum brotanna og fjölskyldum þeirra, stuðning og kærleik …

… og koma á breytingum þannig að aðgerðasinnar eru leystir úr haldi, pyndarar eru sóttir til saka og lögum breytt.

BRÉFAMARAÞON ÍSLANDSDEILDAR AMNESTY UM LAND ALLT

BREYTTU HEIMINUM! Bréfamaraþonið fer fram víðs vegar um landið. Taktu þátt á þeim stað sem næstur þér er og láttu gott af þér leiða. Dagskráin er auglýst nánar á www.amnesty.is. Einnig getur þú haft samband í síma 511 79 07 og fengið nánari upplýsingar.

BRÉFAMARAÞON 2016

FRÉTTABRÉF 2016

11


HERFERÐIN STÖÐVUM PYNDINGAR 2014–2016 Árangur herferðarinnar má þakka stöðugum og öflugum þrýstingi frá fólki eins og þér! Síðustu tvö árin hafa samtökin þrýst á ríki að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að sporna við pyndingum og annarri illri meðferð. Horft var til fimm landa þar sem pyndingar eru útbreiddar: Mexíkó, Filippseyja, Marokkó, Úsbekistans og Nígeríu. Amnesty International krafðist þess að umrædd lönd innleiddu nýjar og betri varnir gegn pyndingum og tækju upp refsingu fyrir beitingu þeirra – innleiddu þar á meðal óháð eftirlit á varðstöðvum, eftirlit með yfirheyrslum, tafarlausan aðgang að lögfræðingum og réttarhöldum, skilvirka rannsókn á ásökunum um pyndingar sem myndu leiða til ákæra. Herferðin fólst einnig í því að berjast fyrir málum einstaklinga sem sætt hafa pyndingum í hverju þessara landa og hvetja félaga til að grípa til aðgerða vegna þeirra.

Mexíkó – einstaklingsmál:

ÁVINNINGUR BARÁTTUNNAR!

Ali Aarrass var haldið í einangrun af leyniþjónustu Marokkó í leynilegu varðhaldi í 12 daga, og þvingaður, með grimmilegum pyndingum og annarri illri meðferð, til að játa á sig afbrot. Hann var hengdur upp á höndum og fótum á járnstöng, barinn á iljar, gefið raflost í kynfærin og brenndur með sígarettum. Í kjölfarið hlaut hann 12 ára fangelsisdóm. Þann 21. maí árið 2014 opnuðu stjórnvöld í Marokkó að nýju rannsókn sína á pyndingunum sem Ali Aarrass sætti og fyrirskipuðu aðra læknisskoðun á honum.

Frá því að herferðinni var ýtt úr vör hafa rúmlega tvær milljónir manna tekið undir ákall Amnesty International til ríkisstjórna þessara fimm landa um að stöðva pyndingar og tryggja að þolendur fái réttlætinu fullnægt. Samtals söfnuðust 123.024 undirskriftir Íslendinga til stjórnvalda sem beita pyndingum. Það sýnir hversu mjög almenningur lætur sig málefnið varða. Þessi mikla þátttaka, bæði heima og að heiman, í aðgerðum Amnesty International gegn pyndingum hefur skilað töluverðum ávinningi í baráttunni.

Einstaklingsmál í Nígeríu:

Claudia Medina, 34 ára gömul kona, sætti pyndingum af hálfu mexíkóskra hermanna árið 2012, þar á meðal nauðgunum, raflosti og barsmíðum. Hermennirnir þvinguðu Claudiu til játninga sem urðu síðan grundvöllur ákæra á hendur henni. Þann 24. febrúar árið 2015 dró dómari síðustu ákæruna á hendur Claudiu til baka, á þeim grundvelli að eina sönnunargagnið gegn henni væri lygi.

Árið 2015 var Moses Akatugba leystur úr haldi og náðaður, en hann hafði sætt pyndingum og annarri illri meðferð aðeins 16 ára gamall. Hann var dæmdur til dauða með hengingu eftir átta ár í fangelsi. Rúmlega 800.000 Amnestyfélagar skoruðu á fylkisstjórann að náða Moses. Alls bárust 16.000 undirskriftir frá Íslandi. Fylkisstjórinn náðaði Moses þann 28. maí 2015 og lét það verða eitt af síðustu verkum sínum áður en hann hætti störfum.

Einstaklingsmál í Marokkó:

Úsbekistan:

Einstaklingsmál á Filipps­ eyjum:

Jerryme Corre sætti hræðilegum pyndingum af hálfu lögreglu í janúar 2012. 12  ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL

Yfir 70.000 aðgerðasinnar Amnesty Inter­national kölluðu eftir rannsókn á pyndingunum. Í kjölfarið bárust þær fregnir frá lögreglunni að rannsókn yrði hafin líkt og Amnesty International kallaði eftir. Þann 29. mars 2016 var lögreglumaður dæmdur sekur um að hafa pyndað Jerryme. Það vekur von um að stjórnvöld í landinu láti þetta grimmilega athæfi ekki lengur viðgangast.

Þegar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna tók út mannréttindaástand Úsbekistans í júlí 2015 vísaði fulltrúi stjórnvalda í skýrslu Amnesty Inter­ national, Secrets and Lies. Forced confession under torture in Uzbekistan, og fullyrti að stjórnvöld myndu íhuga tillögur samtakanna um lagabreytingar sem settar voru fram í skýrslunni. Þrátt fyrir að herferðinni, Stöðvum pyndingar, hafi lokið formlega í lok maí 2016 mun Íslandsdeild Amnesty Inter­ national halda áfram að berjast gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Þannig er herferð gegn pyndingum viðvarandi og munu samtökin ekki hætta fyrr en síðasta pyndingarklefanum verður lokað og síðasti pyndarinn sóttur til saka.


STARF AMNESTY INTERNATIONAL BER ÁRANGUR Þátttaka þín í starfi Amnesty International skiptir öllu máli. Hér má lesa um sex mál þar sem þolendur mannréttindabrota fengu úrlausn sinna mála á árinu 2016. Aðgerðasinnar hér á landi gripu til aðgerða ýmist í gegnum netákall samtakanna, sms-aðgerðanet eða skyndiaðgerðanet. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn – stuðningur þinn skiptir máli! EGYPTALAND

EL SALVADOR

ARGENTÍNA

ÍRAN

BAREIN

ANGÓLA

Mahmoud Hussein, 20 ára, var leystur úr haldi í mars eftir rúm tvö ár á bak við lás og slá fyrir það eitt að hafa klæðst bol með áletruninni, „Þjóð án pyndinga“ og að bera hálsklút merktan byltingunni í Egyptalandi. Hann var handtekinn á heimleið frá mótmælum gegn valdstjórn hersins í byrjun árs 2014 þegar hann var 18 ára. Hann var pyndaður meðan á varðhaldsvistinni stóð og þvingaður til þess að skrifa undir játningu.

Atena Farghadani, 29 ára listmálari og aðgerðasinni, var leyst úr haldi í apríl eftir að 12 ára dómur hennar var styttur í 18 mánuði sem hún var þá búin að sitja af sér. Allar ákærur á hendur henni voru vegna friðsamlegra aðgerða hennar, þar á meðal fyrir að heimsækja pólitíska fanga, gagnrýna stjórnvöld á samfélagsmiðlum og fyrir skopmynd af þingmönnum sem fól í sér gagnrýni á lagafrumvarp um að takmarka getnaðarvarnir.

Dómstóll í El Salvador úrskurðaði í maí að leysa ætti úr haldi Maríu Teresu Rivera þar sem ekki væru nægileg sönnunargögn til að sanna sekt hennar. Árið 2011 var María Teresa, 33 ára, fangelsuð í kjölfar fósturmissis en hún var sakfelld fyrir „morð að yfirlögðu ráði” og dæmd til 40 ára fangelsisvistar.Í kjölfar breytinga á hegningarlöggjöf árið 1998 hafa fóstureyðingar verið bannaðar í El Salvador undir öllum kringumstæðum.

Zainab Al-Khawaja var leyst úr haldi, ásamt syni sínum, af mannúðarástæðum í lok maí. Hún var samviskufangi en eins árs gamall sonur hennar var hjá henni að hennar ósk. Zainab var handtekin í mars 2016 og átti að afplána þrjú ár í fangelsi. Hún var m.a. ákærð fyrir „að móðga opinberan starfsmann“ eftir að hafa komið samfanga sínum til varnar og fyrir að eyðileggja myndir af konunginum á lögreglustöð þar sem hún var í haldi.

Belén, 27 ára, sætti varðhaldi í rúm tvö ár fram að réttarhöldum eftir að hafa misst fóstur á ríkisreknu sjúkrahúsi. Hún var sökuð um að hafa komið fósturlátinu af stað sjálf en hún sagðist ekki hafa vitað af þunguninni. Í apríl á þessu ári var hún dæmd í 8 ára fangelsi. Í ágúst úrskurðaði hæstiréttur að ekki hefðu verið nægar ástæður til að hneppa hana í varðhald fram að réttarhöldum og að leysa ætti hana úr haldi.

Arão Bula Tempo, mannréttindalögfræðingur, var handtekinn í mars 2015 og leystur úr haldi 2 mánuðum síðar en átti enn yfir höfði sér ákærur sem voru loks felldar niður í júlí á þessu ári. Hann var handtekinn fyrir að bjóða erlendum blaðamönnum að fylgjast með friðsamlegum mótmælum. Eftir að ákærurnar voru látnar falla niður lét hann þessi orð falla: „Ég mun halda áfram að verja mannréttindi. Mínar dýpstu þakkir fyrir störf Amnesty International.“ FRÉTTABRÉF 2016 13


Aldrei hefur verið meiri þátttaka í bréfamaraþoni Íslandsdeildarinnar – það söfnuðust um 70.000 undirskriftir víðsvegar af landinu.

Íslandsdeild Amnesty hélt aðalfund sinn þann 12. mars síðastliðinn.

Aðgerðasinnar þrýstu á stjórnvöld í Túnis um að fella niður grein nr. 230 í refsilögum landsins sem gerir samkynhneigð refsiverða.

Ungliðar Amnesty söfnuðu undirskriftum fyrir fanga sem sætti pyntingum í Úsbekistan.

Sem fyrr bauð Íslandsdeild Amnesty áhugasömum í vöfflukaffi á Menningarnótt.

Húsfyllir á fræðslukvöldi Ungliðahreyfingarinnar þar sem kvenskörungar fluttu þrjú erindi um það hvernig þeir hafa hrist upp í samfélaginu með baráttu sinni fyrir jafnrétti.

SVIPMYNDIR ÚR STARFINU 14 ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL Ungliðarnir okkar stóðu fyrir aðgerðum í nokkrum framhaldsskólum, sem og á Samféshátíðinni, til stuðnings ungum mannréttindasinnum í Mjanmar.

Vakin var athygli á skelfilegum veruleika mexíkóskra kvenna sem lenda í klóm opinberra öryggissveita sem beita þær kerfisbundnu kynferðisofbeldi til þess að knýja fram játningar.


SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR VERÐA AÐ BREGÐAST VIÐ OG STÖÐVA ÁRÁSIR Á ALMENNA BORGARA Í AUSTUR-ALEPPO Amnesty International hefur birt nýjar gervihnattamyndir sem sýna umfang eyðileggingarinnar í Austur-Aleppo. Samtökin hafa einnig birt vitnisburði borgara sem eru innikróaðir þar og komast hvorki lönd né strönd. Þessi gögn sýna skýrt að sýrlenski stjórnarherinn, með stuðningi Rússa, hefur vægðarlaust ráðist á íbúðarhverfi, sjúkrahús, skóla, markaði og moskur í þeim tilgangi að ná fullum yfirráðum. Sannanir hafa fundist um notkun rússneskra klasavopna í árásunum. Umfang blóðsúthellinga og eyðileggingar í Austur-Aleppo síðastliðna mánuði er átakanlegt. Sýrlenski stjórnarherinn hefur, með stuðningi Rússa, sleitulaust beitt svívirðilegum árásum sem brjóta í bága við grundvallarreglur alþjóðlegra mannúðarlaga. Hið máttlausa átta klukkustunda hlé á sprengjuárásum sem Rússar lýstu yfir kemur hvergi nærri í stað óhindraðs aðgangs að hlutlausri mannúðaraðstoð og endaloka þessara ólögmætu árása. Margir þeirra borgara sem eftir eru í Aleppo lifa í stöðugum ótta við daglegar árásir. Soha, aðgerðasinni í Aleppo, lýsti því fyrir Amnesty International hvernig hún tekur sjö mánaða gamlan son sinn með sér hvert sem hún fer af ótta við að missa hann. „Í hvert sinn sem ég sé særða konu eða barn, hugsa ég með mér að þetta gæti hafa verið ég og sonur minn. Við erum hvergi óhult í Aleppo, hvert eitt og einasta okkar er skotmark,“ að sögn Soha. Siham missti fjögurra ára dóttur sína í nýlegri árás og lýsti hún sársaukanum yfir missinum fyrir Amnesty Inter­ national. Eiginmaður hennar var handtekinn af sýrlenska stjórnarhernum árið 2012, áður en dóttir þeirra fæddist.

„Ég hef búið í Aleppo allt mitt líf … Ég missti dóttur mína fyrir sex dögum. Sprengja féll fyrir framan bygginguna, þar sem hún lék sér. Ég get ekki munað síðustu orðin sem hún sagði mér … Ég missti hana fyrir ekkert … nákvæmlega ekkert. Ég vildi að ég hefði dáið með henni.“

Sleitulausar árásir á borgara og borgaraleg mannvirki Gervihnattamyndir sem Amnesty International greindi, sýna að á aðeins einni viku hafa 90 staðir skemmst eða eyðilagst og margar árásanna virðast beinast að því að stráfella borgara Aleppo. Rannsakendur Amnesty Inter­ national töluðu við íbúa, heilbrigðisstarfsfólk og aðgerðasinna sem sitja fastir í borginni. Lýsingar þeirra drógu upp mynd af hraðversnandi aðstæðum, í daglegum loftárásum þar sem skotmörkin eru heimili og innviðir borgarinnar, m.a. heilbrigðisstofnanir, markaðir, skólar, vatns- og rafmagnsfyrirtæki. Öll þessi skotmörk voru fjarri hernaðarskotmörkum eins og víglínum, hernaðarlegum eftirlitsstöðvum og ökutækjum. „Sýrlenski stjórnarherinn segir að hann berjist gegn vopnuðum hópum stjórnarandstæðinga, en raunverulegt markmið er skýrt: að valda almenningi alvarlegum þjáningum í því skyni að flæma fólk í burtu. Heimurinn stendur hjá aðgerðalaus meðan þetta gerist hvað eftir annað um allt Sýrland.

Meint klasasprengjuárás Þann 25. september settist Fadi upp í bifreið við fjölsóttan markað í Zebdiehverfinu ásamt vini sínum. Í sama bili sleppti herflugvél tveimur klasasprengjum. Bæði hann og vinur hans

Leifar af klasasprengjum í Aleppo ©Amnesty International

fengu í sig sprengjuflísar. „Ég man einungis eftir hræðilegum sársaukanum í fótleggnum og mjöðminni. Ég heyrði áfram litlar sprengingar … Fólk lá út um allt. Sumir skriðu en aðrir hreyfðu sig ekki,” sagði Fadi Amnesty International. Majed, annar eftirlifandi árásarinnar var á sama markaði í Zebdie-hverfinu. Hann man eftir að hafa heyrt litlar sprengingar áður en hann rankaði við sér á jörðinni í losti, útataður í blóði og umkringdur særðu fólki. Tvö sprengjubrot voru í fótlegg hans. Alþjóðlegt bann liggur við notkun klasavopna því þau eru í eðli sínu handahófskennd og hátt hlutfall sprengnanna er lengi virkt á jörðu niðri og veldur því langvarandi hættu. Notkun þeirra í Austur-Aleppo er aðeins enn ein sönnun þess hversu langt sýrlensk yfirvöld, ásamt rússneskum bandamönnum þeirra, eru tilbúin að ganga til þess að skapa fjandsamlegt og banvænt umhverfi í borginni sem augljóslega miðar að því að flæma borgara út, sama hvað það kostar. FRÉTTABRÉF 2016 15


Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International komin út

Kyrralíf, 2004, Daði Guðbjörnsson

Kortin eru 10 saman í pakka með umslögum af stærðinni 11x17 cm og kostar pakkinn 1.800 kr. Kortin eru fáanleg í Pennanum, Eymundsson, Máli og menningu og Bóksölu stúdenta. Hægt er að panta kortin, sem og eldri kort, á heimasíðu deildarinnar http://amnestybudin.is eða nálgast þau á skrifstofu deildarinnar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.