Georg Guðni – sýning

Page 1


Án titils / Untitled, 1989, olía á striga / oil on canvas, 190 x 440 cm


Georg Guðni (1961-2011) var frumkvöðull meðal ungra

Georg Guðni (1961–2011) played a prominent role in the

listamanna á níunda áratug síðustu aldar með áherslu sinni

local art scene in the eighties as one of the first contem-

á landslagsmálverk. Í stað þess að gera tilvist mannsins að

porary Icelandic landscape painters. Instead of making hu-

umfjöllunarefni í verkum sínum, eins og algengast var á

man existence the subject of his work, as was the trend

þeim tíma, málaði hann náttúruna. Með því gæddi hann

at that time, he painted pure nature, thus bringing new

landslagsmálverkið nýjum krafti og endurvakti áhuga á mál-

impulses to the genre of landscape painting and to the me-

verkinu sem miðli listamanna hér á landi.

dium of painting itself.

Landslagsmálverk Georgs Guðna eru oft á tíðum byggð

His landscape paintings follow a geometrical construction,

upp á geómetrískan hátt, en á sama tíma eru þau ákaflega

while at the same time they remain open to personal ex-

persónuleg. Náttúran, eins og Georg Guðni sýnir hana, er oft

periences. Nature, as he shows it, is simplified and to a

einfölduð og hlutgerð upp að vissu marki, en ekki skálduð.

certain extent also objectified, but his works do not show

Verkin gefa frá sér sterkt og ákveðið andrúmsloft og þekkjast

illusion. Rather, they have a strong atmospheric effect and

á fáguðum einfaldleika sínum.

are recognizable by their formal, polished simplicity.

Verk Georgs Guðna hafa verið sýnd víða bæði á einkasýn-

Georg Guðni’s works have been exhibited widely, in solo

ingum og samsýningum, á Norðurlöndunum og víða annars

shows as well as in group exhibitions, in the Nordic coun-

staðar í Evrópu, en einnig í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku

tries and Western Europe, and also in the United States,

og Kína. Þau er að finna á öllum helstu söfnum Íslands og

South America and China. They can be found in most ma-

fjölda safna erlendis, sem og í einkasöfnum.

jor museums in Iceland, as well as numerous museums

Georg Guðni fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði

abroad, and also in private collections.

nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk fram-

Georg Guðni was born in Reykjavík in 1961. He studied at

haldsnámi við Jan Van Eyck Academie árið 1987. Hann lést

the Icelandic College of Art and Crafts and graduated from

árið 2011, einungis 50 ára að aldri.

Jan van Eyck Academie in Holland in 1987. He passed away in 2011, at only 50 years of age.




Án titils / Untitled, 1989, olía á striga / oil on canvas, 190 x 440 cm


Kevin Power: Þetta stórkostlega, stóra bláa verk frá 1990 – fjallar það um land og loft, um það hvernig birtan breytist þegar hún snertir fast land? Georg Guðni: Já, en líka um það hvernig himinn og fjall og jörð verða eitt þegar ljósið dvín. Himinninn þéttist, jörðin verður loftkenndari, fjarlægð og nánd renna saman í eitt.

Kevin Power: The extraordinary large blue work from 1990 – is that about land and air, about the way the light changes as it comes into contact with mass? Georg Guðni: Yes, but also how with vanishing light the sky and the mountain and the earth become one, maybe one solid mass. The sky gets mass, but the earth loses mass, and distance and closeness become one.

Kevin Power: “Conversation with Georg Guðni”. Strange Familiar, Perceval Press 2005, bls. 43.


Kevin Power: Eru óreglulega löguðu málverkin þín táknræn á einhvern hátt? Georg Guðni: Já, reyndar. Ég er að reyna að vísa í trúarleg málverk fyrri alda.

Kevin Power: Do your shaped canvases seek to stage the symbolic? Georg Guðni: Yes, that is indeed the intention. I am attempting to refer to the religious paintings of the past.

Kevin Power: “Conversation with Georg Guðni”. Strange Familiar, Perceval Press 2005, bls. 56

Snæfellsjökull, 1985-86, olía á striga / oil on canvas, 200 x 140 cm



Hverfisgallerí Án titils / Untitled, olía á striga / oil on canvas, 1990, 65 x 55 cm



Án titils / Untitled, 1998, olía á striga / oil on canvas, 50 x 60 cm


Án titils / Untitled, 2006, olía á striga / oil on canvas, 200 x 300 cm


Áhorfandinn er í sömu sporum og ég Einar Falur Ingólfsson


„Vissulega eru þarna átök. Og sífelld leit. Þessi mynd þarna er eiginlega lykillinn að öllu sem ég hef verið að gera,“ sagði Georg Guðni og benti á lítið málverk af Orustuhól sem hékk á veggnum aftast í vinnustofu hans við Elliðaárdal. „Þegar ég málaði þessa mynd, sem ég kalla fyrstu landslagsmyndina mína, fóru saman hugsun og málverk og ég fann fyrir mikilli alvöru. Það var eitthvað á seyði. Mér fannst það sem ég hafði verið að gera árin á undan vera hjóm eitt í samanburðinum.“ Þetta var árið 2003 og við vorum að ræða saman í tilefni af væntanlegri yfirlitssýningu á verkum Georgs Guðna í Listasafni Íslands en hann var yngsti myndlistarmaðurinn sem hlotnast hafði sá heiður í sögu safnsins. Hann benti á málverkið af Orustuhól sem lykilverk þar sem hann hefði fundið leiðina að þeirri túlkun sinni og sýn á landið sem í raun sló strax í gegn er hann var enn við nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og þegar hann hélt fyrstu sýningu sína í Nýlistasafninu árið 1985. Þegar Georg Guðni varð bráðkvaddur aðeins fimmtugur að aldri sumarið 2011 hafði hann á gifturíkum og frjóum þriggja áratuga ferli náð að enduruppgötva íslenska landslagsmálverkið og tengja persónulega sýn sína á íslenska náttúru á afar áhugaverðan hátt við samtímann og íslenska samtímalist. Framan af ferlinum gat Georg Guðni sér orð fyrir túlkun sína á ýmsum nafngreindum fjöllum. Með tímanum leystust fjöllin upp í geómetrísk form, þá komu fram dalir og svo tók landið að fletjast út í ónafngreint landslag sem er frekar skynjað en skilið; óræðari verk sem hverfðust iðulega um óljósan sjóndeildarhring fyrir miðju. „Það heillar mig hvað þetta er orðið óskilgreinanlegt,“ sagði hann um myndefnið, gekk að einu verkinu og sagði það hafa byrjað „sem einskonar hálendisöldur en getur nú verið hvort sem er, öldur á hafi eða á jörð. Ég set skynjunina ekki fram heldur býr fólk hana til eftir því hvað það hefur upplifað, eða einfaldlega eftir því sem það ímyndar sér. Augað leitar að einhverju þekkjanlegu en ef það festir ekki við neitt fyllir hugurinn í eyðurnar. Það er ekki mitt að segja fólki hvað það á að sjá í verkunum.“ „Hvert er þá þitt hlutverk?“ spurði ég. Georg Guðni brosti og svaraði: „Áhorfandinn er í sömu sporum og ég, nema hann málar ekki verkið. Ég bý til sjónrænar aðstæður, þær mynda ákveðinn tíma sem fólk staldrar við. Þegar þú staldrar við þessi verk geturðu lent í svipuðum aðstæðum og þegar þú starir út um glugga. Ert að horfa en samt hættur að horfa á eitthvað ákveðið. Þá snýr sjónin við, fer inná við. Það gerist ef þú ferð að horfa hérna.“ Hann gekk nú að öðru verki og benti á miðflötinn, þar sem var einskonar óviss og loftkenndur sjóndeildarhringur. „Við náum ekki að festa sjónina á neinu ákveðnu, hún fer þá til baka og hugsunin fer að búa til myndir á eigin tjaldi,“ sagði hann. Þegar ég minntist þá á að það væri alltaf náttúrutenging í verkum hans, þótt þau væru allt að því óhlutbundin, samþykkti hann það. „Náttúran kemur alltaf upp í þeim en á ákveðnum tímapunkti öðlast málverkið sjálfstæði. Þá skiptir meira máli sjálf glíman við málverkið en að fjalla um einhver náttúrufyrirbrigði, ljós, veður eða slíkt. Þeir þættir koma sjálfkrafa inn, þeir eru einhver fasi sem alltaf er til staðar. Ég legg upp með eitthvað ákveðið en það er síðan sífellt að breytast. Ég byrja að mála í einu horni, síðan kemur annað lag, þriðja lagið og það getur verið orðið eitthvað allt annað. Ég hleð


verkin þannig upp og þá kemur inn annar mikilvægur þáttur, sem er tíminn. Það er eins og fyrst renni hraun og myndi lag, yfir það fýkur sandur, þá skýtur gróður rótum, svo rennur annað hraun yfir allt saman. Gróðurinn og mölin eru eins og hugsanirnar milli laga. Hvert nýtt lag getur verið þróun í ákveðna átt en getur einnig verið skref aftur. Þannig hleðst málverkið upp.“ Í verkunum er síðan visst gegnumskin, áhorfandinn skynjar það sem er undir yfirborðinu, skynjar það sem Georg Guðni kallaði fortíð. „Þetta er tímalína, sambærileg við að fara gegnum jarðlög eða lög jöklanna. Þetta er sköpunarsaga.“ Georg Guðni sagði að þegar hann hefði verið að mála og teikna myndir af þekkjanlegum fjöllum sem báru nöfn hefði verið í því viss tenging við gamla landslagsmálverkið þar sem tiltekin fjöll höfðu táknrænt gildi. „Svo þróuðust verkin yfir í tiltölulega geómetrískt landslag eða náttúrumyndir. Þá var ég hættur að styðja mig við þekkjanlegt land en formið losnaði samt aldrei við náttúruvísanir. Verkin hafa aldrei orðið eins og abstraktmálverk sem áttu að vera laus við öll tengsl við þekkjanlegar fyrirmyndir. Þegar ég þokaði mér úr geómetríunni yfir í þekkjanlegra landslag var það á ákveðnum forsendum sem þróuðust úr geómetríunni. Þá komu inn dalir sem byggðu á mjög sterkri málunartækni, gegnsæjum en greinilegum lóðréttum og láréttum línum. Ég gekk ofboðslega langt í því, svo langt að mér fannst að lokum að ég yrði að brjótast undan því. Það var orðið svo, hvað á ég að segja; fullkomið ... og mér fannst það orðið truflandi því fólk fór ekki inn fyrir framhlið verkanna, málunartæknina. Það truflaði mig þegar fólk var aðallega að velta fyrir sér hvernig þetta væri gert. Ég fór því að rífa þetta niður. Breytti aðferðunum ekki mikið en málunartæknin varð ekki eins áberandi. Ég mála í tvær áttir, lárétt og lóðrétt.“-Hann dró hægt ósýnilegar línur út í loftið, máli sínu til stuðnings. „Ég mála ekki á ská og ekki með sveiflum eða krúsídúllum.“ Einhvern tímann hafði listamaðurinn sagt að marg afmyndaðir staðir eins og Þingvellir væru að hans mati ekki spennandi sem landslag. Áhugaverðasta landslagið væri það sem ekki bæri nafn, væri frekar skynjun. „Upphafning á landslagi ómerkir það á vissan hátt,“ sagði hann þegar ég rifjaði þessi orð upp. „Upp á síðkastið hefur mikið verið rætt um svokallað sjónrænt mat á landslagi - það er eitthvað sem listamenn hafa stundað hér í á annað hundrað ár. En hvað mönnum finnst áhugavert tekur sífellt breytingum. Um leið og menn hafa notað eitthvað, bundið það niður, beinist áhuginn annað. Um leið og landsvæði er gert að þjóðgarði er búið að upphefja það. Víðáttur landsins eru óbyggðir en um leið og óbyggðir fyllast af fólki hætta þær að vera til. Þá fáum við ekki lengur útúr náttúrunni það sem við sóttumst eftir. Þetta sáum við líka gerast með landslagið í málverkinu. Leiðin milli þjóðgarða er jafn merkileg og þjóðgarðarnir sjálfir en það er búið að merkja þá sem hið áhugaverða. Er hitt þá orðið óáhugavert? Þegar ég byrjaði að mála landslag voru það fyrst þessir þekktu staðir, nafngreindu fjöllin. Dalirnir sem ég málaði síðar kunna að vera ákveðnir staðir en þessi verk núna eru það alls ekki. Þetta eru staðir sem þú getur ímyndað þér; það er eins og þú hafir myndavélina opna á leiðinni austur fyrir fjall, takir inn alla leiðina, og myndin sé útkoman. Eða takir ljósmynd í suðurátt á meðan þú ekur á milli Selfoss og Hvolsvallar – þetta er eins og uppsöfnuð upplifun af svæði. Mér finnst ég sjá eitthvað þessu líkt í verkunum sem ég hef verið að vinna uppá síðkastið. Hver staðurinn hleðst ofan á annan. Stundum hef ég látið taka myndir af verkum og svo haldið áfram


að vinna í þau. Síðar hef ég skoðað þessar myndir og hugsað: Af hverju lét ég ekki staðar numið þar? Af hverju málaði ég ekki nýja mynd í stað þess að leggja enn eina yfir þessa? Ég var kominn með ágætt verk! Það hefur oft gerst að ég hef unnið lengi að mynd með fjalli á en það endar sem slétta. Fjallið var góð mynd, hékk kannski uppi á vegg hjá mér í tvo mánuði, en það var eitthvað við hana sem pirraði mig svo ég fór aftur að mála í og það endar í einhverju svona,“ - hann benti og afmarkaði með hendinni miðju eins verksins – „sem er bara sjóndeildarhringurinn. En það er ekki nóg með að ólíkar myndir leggist oft yfir það sem er komið á strigann, heldur ganga verkin líka í gegnum mismunandi birtuskeið. Henri Cartier-Bresson fullkomnaði hið afgerandi augnablik í ljósmyndinni, ég finn aldrei hið eina rétta augnablik en ég safna augnablikunum saman og bý til eina mynd úr mörgum. Ég get verið að mála verk sem er í ljósum blæbrigðum, svo sett dökka mynd yfir og þá aftur ljósa.“ Þegar ég minntist á birtuna, sem var eitt af einkennum Georgs Guðna sem málara, skýrði hann hana með þessum orðum: „Það er svona hvorki-né veður. Einhverskonar samansafn af veðri. Það er aldrei afgerandi gott eða vont veður. Á sínum tíma, þegar ég var að byrja að mála líkaði mér vel við vonda veðrið, rigninguna og þokuna, því þá einangraðist hluturinn eða fjallið sem ég var að mála. Ég sá bara fjallið og ekki það sem var bakvið það. Mér fannst það heillandi.“ Síðan fór Georg Guðni að tala um rýmið í málverkum sínum, vatnslitamyndum og teikningum og sagði að í tilteknum verkum hefði það átt að „vera eins og rýmið í höfðinu, fyrir aftan augun. Mér finnst það rými skipta miklu máli, dýptin. Stundum þegar ég er spurður um stærð á málverki svara ég að það sé tveir sinnum tveir og áttatíu – sinnum fjörutíu kílómetrar! Það er þessi dýpt sem ég er alltaf að sækjast eftir.“ Hann ítrekaði að hinn myndræni bakgrunnur hans væri ofinn úr ótalmörgum þáttum. „Oft kemur ein pensilstroka manni af stað og kveikir hugsun; hún getur jafnt vísað í eitthvað sem Leonardo gerði eða Stefán frá Möðrudal.“

Í öðru samtali okkar tveimur árum síðar, 2005, sagði Georg Guðni að vinna hans í hina ýmsu miðla; teikningar, skrif, vatnslitamyndir og olíumálverk, væri allt hluti af sömu deiglu. „Ef maður lítur á málverkin sem einhvern enda á ferli,” sagði hann, „eru teikningar og textar hluti af verkinu, af einu stóru samhangandi ferli sem lýkur ekki fyrr en manni er sjálfum öllum lokið.“ Hefð og persónuleg nýsköpun mætast á hrífandi hátt í málverkum, teikningum og vatnslitamyndum Georgs Guðna. Hann mat og skildi náttúru landsins á sinn hátt, mótaði hana og túlkaði á sinn einstaka hátt, undir áhrifum af verkum ólíkra myndlistarmanna, rithöfunda og ljósmyndara frá ýmsum tímum. Fólk hreifst af myndheimi Georgs Guðna, skynjun hans og túlkun, á fegurðinni, dýptinni og einlægninni. Og þegar ferli hans lauk, svo alltof snemma, var hann fyrir löngu orðinn einn dáðasti listamaður þjóðarinnar; listamaður sem tengdi á einstakan hátt við kjarnann í landinu og samfélaginu.


The Viewer Is in the Same Position as I Am from interviews with Einar Falur Ingรณlfsson


“Of course there is struggle. And a constant search. This painting over there is in a way the key to everything I’ve been doing,” said Georg Guðni, pointing to a small painting of Orustuhóll which hung on the wall at the back of his studio in Elliðaárdalur. “When I painted this, which I call my first landscape, I felt my thoughts merge with the painting and was gripped by a solemn feeling. There was something going on. It felt as if what I’d been doing before was worth nothing in comparison.” The year was 2003 and I was interviewing Georg Guðni for his upcoming retrospective in the National Gallery of Iceland, he was the youngest artist who’d ever had that honour in the history of the museum. He pointed out the painting of Orustuhóll as a key work, where he’d discovered the way to his interpretation and vision of Icelandic landscape which became an instant hit while he was still studying at the Icelandic College of Art and Crafts and when he held his first exhibition in The Living Art Museum in 1985. At the time of Georg Guðni’s sudden death in 2011, at only fifty years of age, he had managed, during a successful and prolific career of three decades, to rediscover the Icelandic landscape painting, connecting his personal vision of Icelandic nature in a remarkable way to the present and to Icelandic contemporary art. In the beginning, Georg Guðni gained reputation for his interpretations of various famous mountains. Gradually, the mountains dissolved into geometric forms, then valleys appeared and the forms were flattened out, into a nameless landscape, perceived rather than understood, unfathomable work which frequently revolves around a vague horizon in the middle. “I am fascinated by how undefinable this has become,” he said of his subject, walking over to one of the paintings and saying it started out “as some sort of highland waves but now it can be seen as either waves in the ocean or on land. I don’t decide the perception, people create their own, based on their experiences or simply their imagination. The eye searches for something it recognises and if it doesn’t find anything, the mind fills in the blanks. It’s not my job to tell people what they are supposed to see in my work.” “So, what is your job?” I asked. Georg Guðni smiled and said: “The viewer is in the same position as I am, except they don’t paint the work. I create a visual scenario which again creates a period of time when people stop and watch. When you stop to look at these paintings you can have a similar situation as when you are looking out of the window. You are looking, but not at anything in particular. That’s when your vision turns back, goes inward. That happens if you look here.” He walked over to another painting and pointed at its centre, a kind of vague and aerial horizon. “We can’t fix our eyes on any one thing in particular, so our sight turns inward and the mind starts creating images on its own screen,” he said. When I mentioned that there was always a connection to nature in his paintings, even if they were almost abstract, he agreed with me. “Nature always appears in my work, but at a certain point the painting gains its independence. The struggle with the artwork itself starts to matter more than covering natural phenomena, light, weather or such things. These things appear automatically, they are a constant. I set off with a certain idea, but it is constantly evolving. I start painting in one corner, then another layer, then another, and maybe it turns into something else altogether. I create my paintings like this, adding an important part, which is


time. It’s like in the beginning there is a layer of flowing lava, then sand blows over, then grass takes roots, and another layer of lava flows over everything. The vegetation and sand resemble thoughts in between layers. Each new layer can bring the development further, or take a step back. That’s how the painting is created.” The paintings have a certain transparency, the viewer can sense what is hidden beneath the surface, perceive what Georg Guðni called the past: “This is a timeline, comparable to going through strata or glacial layers. This is a story of creation.” Georg Guðni said that when he had been painting and drawing known mountains with known names, this had been a connection to the old style landscape paintings where certain mountains had certain values. “Then my work evolved into a relatively geometric landscape or nature images. By then, I didn’t lean on any recognisable parts of nature in particular, nevertheless the nature reference was always present. The work has never become totally abstract, free from all connection to distinguishable subjects. When I shifted away from geometry towards a more recognisable landscape, this was from a certain premise which had developed from the geometry. This brought in valleys which were based on a very powerful technique, transparent but quite clear horizontal and vertical lines. I took this extremely far, so far that eventually I felt I had to break free from it. It had become so, how should I put it; perfect … and it started to bother me because people couldn’t see past the surface of the paintings, past the technique. It didn’t feel right when people mainly wanted to think about how they were created. So I started tearing this down. I didn’t change my method a lot, but the technique became less prominent. I paint in two directions; vertical and horizontal.” He drew invisible lines in the air to show what he meant. “I do not paint diagonally or with any curvatures or frills.”

Georg Guðni had once said that popular places like Þingvellir were to him not very exciting, landscapewise. The most interesting landscape was the nameless one, the landscape which was more perception than anything else. “The elevation of landscape in a way annuls it,” he said when I reminded him of these words. “Lately there’s been much debate about the visual evaluation of landscape – this is something that artists have been doing here for more than a hundred years. But people’s ideas of what is interesting are ever changing. As soon as man has utilised something, tied it down, he loses interest in it. As soon as a piece of land is made into a national park, it has been elevated. The wide expanses of Iceland are the wilderness, but as soon as the wilderness becomes full of people, it doesn’t exist anymore. We don’t experience what we were hoping for anymore. We saw this happen with landscape paintings. The paths between the national parks are just as noteworthy as the parks themselves, but they have been marked out as the interesting part. So is all the other landscape uninteresting? When I started painting landscapes, at first I painted known places, mountains. The valleys which appeared later may be real places but the landscape I’m painting now is anything but. These are places you can imagine, it’s like you are pointing a video camera all the way to the east, shooting the whole way, and the painting is the result of that. Or you are taking a photograph to the


south while driving between Selfoss and Hvolsvöllur – it’s an accrued experience of land. It feels like I can see something like this in the work I’ve been doing recently. Places pile on top of places. Sometimes I’ve had photos taken of my works and then carried on working on them. Later I look at the photos and think: Why didn’t I stop there? Why didn’t I just paint a new painting instead of putting another layer on this one? This one was fine the way it was! I have often worked for a long time on a painting of a mountain, but it ended up a plain. The mountain was a good painting, maybe it hung on my wall for a couple of months, but something about it annoyed me so I started fiddling with it and it ended up like this,” he pointed to the centre of another painting, “which is only the horizon. In addition to different images being painted over what is already there, the work also goes through different stages of light. Henri Cartier-Bresson captured the perfect moment in his photographs, I can never find the perfect moment but I collect many moments, creating one image from many. I can paint a light image, then put a dark image on top of that and then a light one again.” When I mention the light, which was one of Georg Guðni’s main characteristics as a painter, he explained it like this: “It comes from a kind of nothing-weather. A collection of different weathers. Never a definitely good or bad weather. When I started painting I used to really like bad weather, the rain and the fog, because it isolated the thing or the mountain I was painting. I could only see the mountain and not what was behind it. That fascinated me.” Later, he spoke of the space in his paintings, water colours and drawings, and said that in certain cases “it was supposed to be like the space in your head, behind the eyes. I find that space really relevant, its depth. Sometimes when people ask me about the size of a painting, I tell them it is 2 metres times 2.80 – times forty kilometres! That’s the depth I am always trying to attain.” He repeated that his visual background was woven from many different strands. “Oftentimes one stroke of the brush gets me going, sparks an idea, it can be a reference to Leonardo da Vinci as well as Stefán from Möðrudalur.”

In another interview two years later, in 2005, Georg Guðni told me that his work with different media; drawing, writing, water colours and oil paintings, was all a part of the same melting pot. “If you look at the paintings as the end of a process,” he said, “then drawings and texts are a part of the work, of one giant, continuous process which doesn’t end until you yourself has ended.” In Georg Guðni’s paintings, drawings and water colours, tradition meets innovation in a captivating manner. He appreciated and perceived the Icelandic nature in his own way, shaping it and interpreting in his unique fashion, influenced by the work of various artists, writers and photographers from different eras. People were enchanted by Georg Guðni’s imagery, his perception and interpretation, by the beauty, depth and sincerity. When his career ended, way too early, he had long since become one of Iceland’s best loved painter, an artist with a unique connection to the core of Iceland and its society.


GAMMA Án titils / Untitled, 1989, olía á striga / oil on canvas, 40 x 53 cm Án titils / Untitled, 1990–92, vatnslitir á pappír (úr skissubók) / watercolour on paper (from sketchbook) 34,5 x 43,5 cm Án titils / Untitled, 1999, olía á striga / oil on canvas, 175 x 165 cm



Án titils / Untitled, 1989, olía á striga / oil on canvas, 40 x 53 cm


Án titils / Untitled, 2008, olía á striga / oil on canvas, 200 x 140 cm


Án titils / Untitled, 1990, olía á striga / oil on canvas, 45 x 30 cm


Án titils / Untitled, 1990, vatnslitir á pappír (úr skissubók) / watercolour on paper (from sketchbook) 34,5 x 43,5 cm


Án titils / Untitled, 1991, vatnslitir á pappír (úr skissubók) / watercolour on paper (from sketchbook) 34,5 x 43,5 cm Án titils / Untitled, 1992, vatnslitir á pappír (úr skissubók) / watercolour on paper (from sketchbook) 34,5 x 43,5 cm


Án titils / Untitled, 1990, vatnslitir á pappír (úr skissubók) / watercolour on paper (from sketchbook) 34,5 x 43,5 cm


Án titils / Untitled, 1991, vatnslitir á pappír (úr skissubók) / watercolour on paper (from sketchbook) 34,5 x 43,5 cm Án titils / Untitled, 1991, vatnslitir á pappír (úr skissubók) / watercolour on paper (from sketchbook) 34,5 x 43,5 cm





(1961 – 2011) MENNTUN / EDUCATION 1980-1985 1985-1987

Myndlista- og handíðaskóli Íslands / The Icelandic College of Art and Crafts, Reykjavik, Iceland Jan Van Eyck Academie, Maastricht, Hollandi / Jan van Eyck Academie, Maastricht, Netherlands

EINKASÝNINGAR / SOLO EXHIBITIONS 2018 2013 2011 2011 2011 2009 2009 2009 2007 2007 2007 2007 2006 2006 2006 2004 2004 2003 2003 2002 2000 1999 1999 1998 1995 1995 1994 1994 1993 1992 1992 1992 1991 1990

Georg Guðni, Hverfisgallerí, Reykjavík, Iceland Málverk, Hverfisgallerí, Reykjavík / Paintings, Hverfisgallerí, Reykjavik, Iceland Landskaber, Norðurbryggja, Kaupmannahöfn, Danmörku / Landscapes, North Atlantic House, Copenhagen, Denmark Trú og myndlist, Hallgrímskirkja, Reykjavík / Faith and Art, Hallgrím’s Church, Reykjavik, Iceland Listasafn Ísafjarðar, Ísafirði / Ísafjörður Art Collection, Ísafjörður, Iceland Lárétt strik, Kleinhenrich, Münster, Þýskalandi / Horizontal Line, Kleinhenrich, Münster, Germany Gallerí Lars Bohman, Stokkhólmi, Svíþjóð / Lars Bohman Gallery, Stockholm, Sweden Galerie Forsblom, Helsinki, Finnlandi / Galerie Forsblom, Helsinki, Finland More North, NY, USA / More North, NY, USA Menningarmiðstöðin Eskifirði, Eskifirði / The Eskifjörður Cultural Center, Eskifjörður, Iceland NORD/LB Art Gallery, Hannover, Þýskalandi / NORD/LB Art Gallery, Hannover, Germany Georg Guðni: The Mountain, Listasafnið á Akureyri, Akureyri/ Georg Guðni: The Mountain, The Akureyri Art Museum, Akureyri, Iceland Gallerí Turpentine, Reykjavík / Gallery Turpentine, Reykjavik, Iceland Gallerí Lars Bohman, Stokkhólmi, Svíþjóð / Lars Bohman Gallery, Stockholm, Sweden Track 16, Los Angeles, USA / Track 16, Los Angeles, USA Gallerí O2, Akureyri / Gallery O2, Akureyri, Iceland Galerie Forsblom, Helsinki, Finnlandi / Galerie Forsblom, Helsinki, Finland Listasafn Íslands, Reykjavík / National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland Norræna vatnslitasafnið, Skårhamn, Svíþjóð / The Nordic Watercolor Museum, Skårhamn, Sweden Skaftfell, Seyðisfirði (ásamt Peter Frie) / Skaftfell – Center for Visual Art, Seyðisfjördur, Iceland (together with Peter Frie) Gallerí Sævars Karls, Reykjavík / Gallery Sævar Karl, Reykjavik, Iceland Kirkjulistahátíð, Hallgrímskirkja, Reykjavík / Festival of the Sacred Arts, Hallgrím’s Church, Reykjavik, Iceland Gallerí Lars Bohman, Stokkhólmi, Svíþjóð / Lars Bohman Gallery, Stockholm, Sweden Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir, Reykjavík / Reykjavik Art Museum – Kjarvalsstaðir, Reykjavik, Iceland Norræna húsið, Reykjavík / The Nordic House, Reykjavik, Iceland Mokka kaffi, Reykjavík / Café Mokka, Reykjavik, Iceland Gangurinn, Reykjavík / The Corridor, Reykjavik, Iceland Gallerí Lars Bohman, Stokkhólmi, Svíþjóð / Lars Bohman Gallery, Stockholm, Sweden Nýlistasafnið, Reykjavík / The Living Art Museum, Reykjavik, Iceland Gallerí Artek, Helsinki, Finnlandi / Gallery Artek, Helsinki, Finland Gallerí Slunkaríki, Ísafirði / Gallery Slunkariki, Ísafjörður, Iceland Gallerí Nýhöfn, Reykjavík / Gallery Nýhöfn, Reykjavik, Iceland Gallerí Lars Bohman, Stokkhólmi, Svíþjóð / Gallery Lars Bohman, Stockholm, Sweden Gallerí Sölvberget, Stavanger, Noregi / Gallery Sölvberget, Stavanger, Norway


1990 1989 1988 1987 1987 1987 1986 1986 1985

Galleri Riis, Osló, Noregi / Galleri Riis, Oslo, Norway Gallerí Lars Bohman, Stokkhólmi, Svíþjóð / Gallery Lars Bohman, Stockholm, Sweden Gallerí Lang, Malmö, Svíþjóð (ásamt Jóni Óskari) / Gallery Lang, Malmö, Sweden (together with Jón Óskar) Gallerí Slunkaríki, Ísafirði / Gallery Slunkaríki, Ísafjörður, Iceland Jan Van Eyck Academie, Maastricht, Hollandi / Jan van Eyck Academie, Maastricht, the Netherlands Gallerí Svart á hvítu, Reykjavík / Gallery Svart á hvítu, Reykjavik, Iceland Jan Van Eyck Academie, Maastricht, Hollandi / Jan van Eyck Academie, Maastricht, the Netherlands Mokka kaffi, Reykjavík / Café Mokka, Reykjavik, Iceland Nýlistasafnið, Reykjavík / The Living Art Museum, Reykjavik, Iceland

SAMSÝNINGAR / GROUP EXHIBITIONS 2018 2017 2018 2018 2014 2014 2014 2007 2006 2006 2006 2006 2006 2006 2006 2006 2005 2005 2005 2004 2003 2003 2003 2003 2003 2002

FROM ICELAND, KEG Schijndel / Meierijstad, The Netherlands OTHER HATS: Icelandic Printmaking, International Print Center, New York Einskismannsland – framlenging, Listasafn Reykjavíkur, Reykavík, Ísland / No Man’s Land, Reykjavik Art Museum, Reykjavik, Iceland ÝMISSA KVIKINDA LÍKI, Listasafn Íslands, Reykjavík, Ísland / OTHER HATS: Icelandic Printmaking, The National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland ICELAND: Artists Respond to Place, Scandinavia House, New York, USA Sumarsýning, Hverfisgallerí, Reykjavík / Summer Show, Hverfisgallerí, Reykjavik, Iceland ICELAND: Artists Respond to Place, Katonah Museum of Art, Nwe York, USA Myndin af Hallgrími, Saurbæjarkirkja, Hvalfirði / Myndin af Hallgrími, Saurbær Church, Hvalfjörður, Iceland Myndin af Hallgrími, Hallgrímskirkja, Reykjavík / Myndin af Hallgrími, Hallgrím’s Church, Reykjavik, Iceland Gallerí Turpentine, Reykjavík / Gallery Turpentine, Reykjavik, Iceland Vegvísar, Hofmannsgallerí, Reykjavík / Road Signs, Gallery Hofmann, Reykjavik, Iceland Málverkið eftir 1980, Listasafn Íslands, Reykjavík / Painting after 1980, National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland Listasafn Færeyja, Þórshöfn, Færeyjum / The Faroe Islands Art Museum, Torshavn, the Faroe Islands Listasafn Íslands, Reykjavík / National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland Landslagið og þjóðsagan, Listasafn Íslands, Reykjavík / Landscape and Folklore, National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland Kennd við tilfinningar, Hofmannsgallerí, Reykjavík / Kennd við tilfinningar, Gallery Hofmann, Reykjavik, Iceland Kunstnersammenslutningen Jylland, Árósum, Danmörku / The Artists’ Association Jylland, Aarhus, Denmark Lys over Lolland, Lágland, Danmörku / Lys over Lolland (Light of Lolland), Lolland, Denmark Island – Sagaøen, Sophienholm, Danmörku / Island – Sagaøen (Iceland – The Saga Island), Sophienholm, Denmark Parallele 64. Art Contemporain Islandais, Espace Gustave Fayet, Serignan, Frakklandi / Parallel 64. Icelandic contemporary art, Espace Gustave Fayet, Serignan, France Dialog med naturen, Konstens Hus, Lulea, Svíþjóð / Dialog med naturen (In Dialogue With Nature), Konstens Hus, Lulea, Sweden Dialog med naturen, Edsvik Listasafn, Sollentuna, Svíþjóð / Dialog med naturen (In Dialogue With Nature), Edsvik Art Gallery, Sollentuna, Sweden In Dialogue With Nature, Listasafn Pomerania, Greifswald, Þýskalandi / In Dialogue With Nature, Pomerania State Museum, Greifswald, Germany Sumarsýning, Listasafn Íslands, Reykjavík / Summer Exhibition, National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland Nordic Painting, Carnegie Art Award, farandsýning í Danmörku, Bretlandi, Finnlandi og Svíþjóð / Nordic Painting, Carnegie Art Award, traveling exhibition in Denmark, the UK, Finland and Sweden Confronting Nature, Tretyakov Safnið, Moskva, Rússlandi / Confronting Nature, Tretyakov Museum, Moscow, Russia


2002 Íslensk myndlist 1980-2000, Listasafn Íslands, Reykjavík / Icelandic Art 1980-2000, National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland 2002 Nordic Painting, Carnegie Art Award, farandsýning í Noregi, Ísland, Danmörku, Bretlandi, Finnlandi, og Svíþjóð / Nordic Painting, Carnegie Art Award, traveling exhibition in Norway, Iceland, Denmark, the UK, Finland and Sweden 2002 Þetta vil ég sjá, Gerðuberg, Reykjavík / This I‘ve Gotta See, Gerðuberg Cultural Center, Reykjavik, Iceland 2002 Gullpensillinn, Listasafn Reykjanesbæjar, Reykjanesbæ / Gullpensillinn (The Golden Paintbrush), Reykjanes Art Museum, Reykjanesbær, Iceland 2001 Confronting Nature, Corcoran Gallery, Washington D.C., USA / Confronting Nature, Corcoran Gallery of Art, Washington D.C., USA 2001 Gullpensillinn, Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir, Reykjavík / Gullpensillinn (The Golden Paintbrush), Reykjavik Art Museum – Kjarvalsstaðir, Reykjavik, Iceland 2000 Gullpensillinn, Gangurinn, Reykjavík / The Golden Paintbrush, The Corridor, Reykjavik, Iceland 2000 25 ára afmælissýning F.B. Gerðuberg, Reykjavík / F.B. Gerðuberg 25th Anniversary Exhibition, Reykjavik, Iceland 1999 Nordic Painting, Carnegie Listaverðlaun, farandsýning í Noregi, Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Ísland og Bretlandi / Nordic Painting, Carnegie Art Award, traveling exhibition in Norway, Finland, Denmark, Sweden, Iceland and the UK 1999 Sjónauki, Listasafnið á Akureyri, Akureyri / Sjónauki, The Akureyri Art Museum, Akureyri, Iceland 1998 Lífæðar, Reykjavík / Lífæðar, Reykjavik, Iceland 1998 Nordic Painting, Carnegie Listaverðlaun, farandsýning í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Ísland / Nordic Painting, Carnegie Art Award, traveling exhibition in Sweden, Denmark, Norway, Finland and Iceland 1998 Íslensk myndlist á 20. öld, Listasafnið í Hong Kong, Hong Kong, Kína / Icelandic Painting of the 20th Century, Hong Kong Museum of Art, Hong Kong, China 1998 Natura, Charlottenborg, Danmörku / Natura, Charlottenburg, Denmark 1997 Enduropnunar-sýning, P.S.1. Contemporary Art Center, NY, USA / Reopening Exhibition, P.S.1. Contemporary Art Center, NY, USA 1997 Íslensk Samtímalist, Samtímalistamiðstöð, Vilnius, Litháen / Studija Islandija (Contemporary Icelandic Art), Contemporary Art Center, Vilnius, Lithuania 1996 Rooseum, Malmö, Svíþjóð / The Rooseum Center for Contemporary Art, Malmö, Sweden 1996 Náttúrusýn, Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir, Reykjavík / Náttúrusýn, Reykjavik Art Museum – Kjarvalsstaðir, Reykjavik, Iceland 1996 New Territories, farandsýning um Bretland / New Territories, traveling exhibition in the UK 1995 Íslensk Samtímalist, Ernst safnið, Búdapest, Ungverjalandi / Contemporary Icelandic Art, Ernst Museum, Budapest, Hungary 1994 Í deiglunni, Akureyri / Í deiglunni, Akureyri, Iceland 1994 Gallerí Greip, Reykjavík / Gallery Greip, Reykjavik, Iceland 1994 Íslenskir listamenn 1944-1994, Nikolaj, Kaupmannahöfn, Danmörku / Islandske Kunstnere 1944 -1994 (Icelandic Artists 1944-1994), Nikolaj, Copenhagen, Denmark 1992 Il Paesaggio Culturale: Aspetti Dell’Esperienza Nordica Nell’Arte 1890 – 1990, Palazzo Esposizioni, Róm, Ítalíu / Il Paesaggio Culturale: Aspetti Dell’Esperienza Nordica Nell’Arte 1890 – 1990, Palazzo Esposizioni, Rome, Italy 1991 Transparensia Azul, farandsýning í Svíþjóð, Brasilíu, Úrúgvæ, Argentínu, Kólumbía, Venesúela, Portúgal, og Danmörku / Transparensia Azul, traveling exhibition in Sweden, Brazil, Uruguay, Argentina, Colombia, Venezuela, Portugal and Denmark 1990 Íslensk list í Köln, Köln, Þýskalandi / Icelandic Art in Cologne, Cologne, Germany 1990 De Kollektie 1983-1990, Jan Van Eyck Academie, Maastricht, Hollandi / De Kollektie 1983-1990, Jan van Eyck Academie, Maastricht, The Netherlands 1990 Landscapes from High Latitude, farandsýning um Bretland / Landscapes from High Latitude, travelling exhibition in the United Kingdom 1990 The Art of Drawing, Kunstnerens Hus, Osló, Noregi / The Art of Drawing, Kunstnerens Hus, Oslo, Norway 1989 Aurora 3, Norræna listamiðstöðin Sveaborg, Helsinki, Finnlandi / Aurora 3, Sveaborg Nordic Art Center, Helsinki, Finland 1988 Aldarspegill, Listasafn Íslands, Reykjavík / The Spirit of the Age, National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland 1988 Ný íslensk list, Kaupmannahöfn, Danmörku / Ny Islandsk Kunst (New Icelandic Art), Copenhagen, Denmark


1988 Fimm ungir listamenn, Listasafn Íslands, Reykjavík / Five Young Artists, National Gallery of Iceland, Reykjavik, Iceland 1987 Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalstaðir, Reykjavík / Reykjavik Art Museum – Kjarvalsstaðir, Reykjavik, Iceland 1987 Borealis 3, Norræni Tvíæringurinn, Malmö Konsthall, Malmö, Svíþjóð / Borealis 3, the Nordic Biennial, Malmö Konsthall, Malmö, Sweden 1986 Staatliche Kunstakademie, Düsseldorf, Þýskalandi / Staatliche Kunstakademie, Dusseldorf, Germany 1985 Ung Nordisk Konst (UNK), Stokkhólmi, Svíþjóð / Ung Nordisk Konst (UNK), Stockholm, Sweden 1984 Utgaard, Þrándheimi, Noregi / Utgaard, Trondheim, Norway 1983 Nýlistasafnið, Reykjavík / The Living Art Museum, Reykjavik, Iceland 1983 UM, Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík / UM, Reykjavik Art Museum, Reykjavik, Iceland 1983 Gullströndin andar, JL-húsið, Reykjavík / Gullströndin andar, The JL House, Reykjavik, Iceland VIÐURKENNINGAR / AWARDS 1988 1998 1999 2000 2002

Menningarverðlaun DV / The DV Culture Award for Visual Art Tilnefndur til Carnegie Art Award / Carnagie Art Award Nomination Tilnefndur til Carnegie Art Award / Carnagie Art Award Nomination Tilnefndur til Ars Fennica, Helsinki, Finnlandi / Ars Fennica Nomination, Helsinki, Finland Tilnefndur til Carnegie Art Award / Carnagie Art Award Nomination

VERK Í OPINBERRI EIGU / SELECTED PUBLIC COLLECTIONS Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland, Iceland Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum, Iceland Listasafn Háskóla Íslands / The University of Iceland Art Museum, Iceland Gerðarsafn / Kopavogur Art Museum (Gerðarsafn), Iceland Seðlabanki Íslands / Central Bank of Iceland, Iceland Sparisjóður Bolungarvíkur / Bolungarvík Savings Bank, Iceland Eimskipafélag Íslands / Icelandic Steamship Company, Iceland Listasafn Flugleiða / Icelandair Art Collection, Iceland Moderna Museet, Svíþjóð / Moderna Museet, Sweden Malmö Museum, Svíþjóð / Malmö Museum, Sweden Rooseum Listasafnið / Rooseum Art Collection, Sweden Kiasma Samtímalistasafnið, Finnlandi / Kiasma Contemporary Art Museum, Finland Listasafn Noregs, Noregi / Museum of Contemporary Art, Norway Apoteksbolaget Konstförening, Svíþjóð / Apoteksbolaget Konstförening, Sweden ANNAÐ / OTHER 1997-2001 1993-1995

Í safnráði Listasafns Íslands / On the Board of the National Gallery of Iceland Í stjórn sjóðs Richard Serra / On the Board of the Richard Serra Fund in Iceland


Photographers: Vigfús Brigisson and Ari Magg Text: Einar Falur Ingólfsson and Ingunn Snædal Hönnun: Himmi




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.