Ritstjóri: Inga Auðbjörg inga@skatar.is | Ábm: Hermann Sigurðsson 2.tbl. | 2012
Mikil orka á Skátaþingi 2012! Skátaþing er mikilvægur vettvangur fyrir alla skáta landsins til þess að koma saman, spjalla um skátamálefnin, leggja línurnar fyrir komandi ár og hitta gamla vini og nýja. Yfir 130 skátar tóku þátt í sérstöku afmælisskátaþingi sem haldið var í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 helgina 16.-17. mars síðastliðinn. Skátasamband Reykjavíkur var gestgjafi þingsins að þessu sinni og kann stjórn BÍS þeim sínar bestu þakkir fyrir frábæra umgjörð.
sem fullorðnir skátar komu saman og fögnuðu uppskeru ársins 2011. Björn Hilmarsson fór á kostum þegar hann sýndi myndbönd og vægast sagt spaugilegar myndir af framkvæmdarstjóra á sínum yngri árum. Dos Sardinas trylltu liðið með mariachi-söngvum, Inga Auðbjörg söng vinsælt popplag með frumsömdum texta og flutti síðar mótssöng landsmóts skáta ásamt Guðmundi Pálssyni.
Stillum kompásinn rétt! Það sem helst var á döfinni var áframhaldandi stefnumótun, en á síðustu þingum hafa sérstakir málaflokkar verið teknir fyrir og ræddir meðal skátanna. Flokkarnir voru að þessu sinni Gilwellleiðtogaþjálfun, stjórnun skátafélaga, stuðningur BÍS við skátafélög, staða innleiðingarinnar, fjármál skátafélaga og fullorðnir í skátastarfi. Úr vinnustofunum komu mjög áhugaverðir punktar sem stjórn og starfsfólk BÍS mun vinna áfram með. Engin breyting á stjórn milli ára Kosningar fóru fram á föstudagskvöldinu, en sjálfkjörið var í öll fastaráð. Ólafur Proppé og Hulda Sólrún voru einnig sjálfkjörin í sín hlutverk; formann fræðsluráðs og formann alþjóðaráðs og Jón Ingvar Bragason hlaut endurkjör sem formaður dagskrárráðs. Kosið var um fulltrúa BÍS í Úlfljótsvatnsráð og varð Jón Ingi Sigvaldason fyrir valinu. Skátar skemmta sér Skátakórinn hélt svo, í samstarfi við SSR, glæsilega skátaskemmtun í salarkynnum Orkuveituhússins þar
1