Ritstjóri: Inga Auðbjörg inga@skatar.is | Ábm: Hermann Sigurðsson 2.tbl. | 2012
Mikil orka á Skátaþingi 2012! Skátaþing er mikilvægur vettvangur fyrir alla skáta landsins til þess að koma saman, spjalla um skátamálefnin, leggja línurnar fyrir komandi ár og hitta gamla vini og nýja. Yfir 130 skátar tóku þátt í sérstöku afmælisskátaþingi sem haldið var í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 helgina 16.-17. mars síðastliðinn. Skátasamband Reykjavíkur var gestgjafi þingsins að þessu sinni og kann stjórn BÍS þeim sínar bestu þakkir fyrir frábæra umgjörð.
sem fullorðnir skátar komu saman og fögnuðu uppskeru ársins 2011. Björn Hilmarsson fór á kostum þegar hann sýndi myndbönd og vægast sagt spaugilegar myndir af framkvæmdarstjóra á sínum yngri árum. Dos Sardinas trylltu liðið með mariachi-söngvum, Inga Auðbjörg söng vinsælt popplag með frumsömdum texta og flutti síðar mótssöng landsmóts skáta ásamt Guðmundi Pálssyni.
Stillum kompásinn rétt! Það sem helst var á döfinni var áframhaldandi stefnumótun, en á síðustu þingum hafa sérstakir málaflokkar verið teknir fyrir og ræddir meðal skátanna. Flokkarnir voru að þessu sinni Gilwellleiðtogaþjálfun, stjórnun skátafélaga, stuðningur BÍS við skátafélög, staða innleiðingarinnar, fjármál skátafélaga og fullorðnir í skátastarfi. Úr vinnustofunum komu mjög áhugaverðir punktar sem stjórn og starfsfólk BÍS mun vinna áfram með. Engin breyting á stjórn milli ára Kosningar fóru fram á föstudagskvöldinu, en sjálfkjörið var í öll fastaráð. Ólafur Proppé og Hulda Sólrún voru einnig sjálfkjörin í sín hlutverk; formann fræðsluráðs og formann alþjóðaráðs og Jón Ingvar Bragason hlaut endurkjör sem formaður dagskrárráðs. Kosið var um fulltrúa BÍS í Úlfljótsvatnsráð og varð Jón Ingi Sigvaldason fyrir valinu. Skátar skemmta sér Skátakórinn hélt svo, í samstarfi við SSR, glæsilega skátaskemmtun í salarkynnum Orkuveituhússins þar
1
Félagsvinir barna af erlendum uppruna
Skáti er traustur félagi og vinur Rauði krossinn stendur fyrir verkefninu ,,Félagsvinir barna af erlendum uppruna“, en þónokkur vöntun er á karlkyns sjálfboðaliðum á aldrinum 18-30 ára í þetta verkefni. Félagsvinur er sjálfboðaliði sem veitir barni af erlendum uppruna stuðning við að fóta sig í íslensku samfélagi. Sjálfboðaliðinn veitir barninu aukið bakland í hinu nýja samfélagi sem felur í sér að gera eitthvað skemmtilegt með barninu, aðstoða við heimanám eða tómstundagaman.
Skátar hafa réttu reynsluna Skátar eru sérstaklega heppilegir félagsvinir, enda vanir að vinna með börnum, hafa mikið ímyndunarafl, reynslu af alþjóðastarfi og jákvæða lund.
Þeir sem vilja taka þátt í verkefninu geta sent póst á mentor@redkross.is eða hringt í 545-0415 og eru í kjölfarið boðaðir í viðtal.
Vantar flottar fyrirmyndir Það hefur orðið töluverð aukning á því að félagsráð-
gjafar hafi samband við Rauða krossinn vegna stráka af erlendum uppruna á aldrinum 8-12 ára sem oft vantar góða fyrirmynd. Sérstkalega er því óskað eftir karlkyns sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir í að hitta einn dreng, einu sinni í viku í 6 mánuði. Sjálfboðaliðinn kynnir íslenskt samfélag fyrir barninu með því að gera ýmislegt með því eins og að fara í sund, í göngutúra, á menningarviðburði og kynna það fyrir íslenskum venjum og siðum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar líka barnið við heimanám, tómstundir og veitir stuðning í daglegu lífi barnsins.
Hulda Sólrún hefur ákveðið að bjóða sig fram í Evrópustjórn WOSM, Heimsbandalags skáta. Hulda starfar nú sem formaður alþjóðaráðs og hefur víðtæka reynslu af alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar. Hún hefur starfað í vinnuhópum og nefndum á vegum WOSM, auk þess að hafa sótt fjöldamarga viðburði og námskeið erlendis. Þetta verður í fyrsta skipti sem Íslendingur býður sig fram í Evrópustjórn WOSM, en Íslendingar hafa þrívegis átt fulltrúa í Evrópustjórn WAGGGS, Alþjóðakvenskátabandalaginu. Kjör um fulltrúa fer fram árið 2013
Hulda Sólrún býður sig fram í Evrópustjórn WOSM
2
Innleiðing á nýjum starfsgrunni
Eitt skref í einu!
Það var ljóst í málstofunni „Er innleiðingin á réttri leið?“ sem Halldóra Guðrún, aðstoðarskátahöfðingi stýrði á Skátaþingi, að flest félög eru farin að taka upp einhverja afmarkaða þætti nýs starfsgrunns. Vissulega er það ekki annað en eðlilegt að félögin taki upp nýjan starfsgrunn í smáum skrefum og hér hefur stjórn BÍS komið með tillögu að því í hvaða röð sé best að taka upp nýjan starfsgrunn.
leikir, verkefni, hjálpsemi, náttúra, táknræn umgjörð, skátalög og skátaheit.
4. áfangi:
Dagskrárhringurinn Greining á sveit og flokkum, dagskráráhersla, forval verkefna, lýðræðisleikir, endurmat.
5. áfangi:
1. áfangi:
Fjölgun fullorðinna í skátastarfi
Flokkakerfið, sveitarráðið, foringjaflokkurinn.
6. áfangi:
Táknræn umgjörð, skátalög og skátaheiti
Hvatamerki fyrir unnin sérverkefni sem efla kunnáttu skátans.
Uppbygging skátasveitarinnar
Einn fullorðinn foringi (18+) fyrir hverja 6-8 skáta.
2. áfangi:
Sérkunnáttukerfið
„Skáti er könnuður“, táknrænar fyrirmyndir, gildi skátastarfs.
7. áfangi:
3. áfangi:
Skátaaðferðin Samspil verkefna og markmiða, skáta og foringja,
Áfangamarkmið og þroskaferill skátans Markmiðasetning, foringjasamtöl, áskoranir, hvatalímmiðar.
3
SKÓLABÚÐIR
ÚLFLJÓTSVATNI
Í ár hafa skólabúðir við Úlfljótsvatn verið starfræktar í 20 ár, en búðirnar sækja yfirleitt skólakrakkar úr 7. bekk. Í skólabúðunum er boðið upp á skátalega dagskrá sem miðar að því að efla tengls á milli bekkjarfélaga, styrkja hópinn og kynna nemendur fyrir útilífsmöguleikum við Úlfljótsvatn. Hér að ofan má sjá frétt úr Morgunblaðinu 11. janúar 1992 þar sem sagt er frá fyrstu skólabúðunum, en þær sóttu nemendur úr Foldaskóla. Kátu krakkarnir á myndinni eru nú orðnir 32 ára, en muna vafalaust vel eftir góðum stundum í skólabúðum við Úlfljótsvatn!
Skólabúðir á Úlfljótsvatni 20 ára
Inní mér syngur vitleysingur -Þess vegna ætla ég að taka þátt í Ds. Vitleysu sem verður haldin helgina 13.-15. apríl! Ds. Vitleysa er göngu- og flokkakeppni fyrir dróttskáta sem geta unnið saman í 4-6 manna flokkum, labbað smá, leyst misgáfulegar þrautir og skemmt sér í góðra vina hópi. Að þessu sinni verður gengið frá Esjunni og upp í Heiðmörk með smá hvíldarstoppi í strætó. Dróttskátaflokkar eða sveitir sem eru áhugasamar um að fá kynningarheimsókn á fund eru hvattar til að hafa samband við Egill í síma 6167576 eða Sigurgeir í síma 8670604 og óska eftir heimsókn. Ekki láta vitleysuna framhjá þér fara! Drífðu þig inn á www.skatar.is og skráðu þig strax!
4
Liðsauki
í Skátamiðstöðinni Þrír skátar hafa hafið störf í Skátamiðstöðinni eftir mislangt hlé frá skátastarfi. Skátadrengirnir starfa við ýmis verkefni og í mislangan tíma, en hér á eftir er stutt yfirlit yfir nýju andlitin. Gamli hundurinn Gunnar Steinþórsson hefur starfað við grafíska hönnun og uppsetningu síðan 1975, bæði sjálfstætt og hjá auglýsingastofum. Hann er gamall hundur í faginu, sem hefur þrætt allar frægustu auglýsingastofur landsins. Gunnar á sjö barnabörn og uppáhaldsmaturinn hans eru kjúklingabringur í mangósósu með sætum kartöflum. Gunnar er ekki nýfædd skátasál, enda mætti hann á Landsmót skáta við Hreðavatn sumarið 1966. Gunnar mun starfa hjá Skátunum við grafíska hönnun og uppsetningu á útgáfu á vegum Skátanna. Friðarboði og fagurkeri
Unnsteinn Jóhannsson
Unnsteinn Jóhannsson er nýsloppinn heim á Klakann eftir nokkur ár í útlegð, en leiðir hans hafa meðal annars legið til Bogotá í Kólumbíu, Nýja-Sjálands og Rotterdam, þar sem hann hefur stundað nám við kapítalíska hippaskólann KaosPilots. Unnsteinn hefur mikla reynslu af skátastarfi, en hann var algjör frumkvöðull á sviði ylfingastarfs á sínum tíma, þrátt fyrir ungan aldur. Unnsteinn er mikill áhugamaður um kaffigerð, kaffidrykkju og kaffimenningu, en hann hefur tekið þátt í kaffibarþjónamótum erlendis. Unnsteinn mun starfa sem sjálfboðaliði í Skátamiðstöðinni í mars-maí, en lokaverkefnið hans við KaosPilot-skólann er að undirbúa Friðarþingið sem Skátarnir munu standa fyrir í október.
Gunnar Steinþórsson
Lindy-hopparinn lífsglaði Þórgnýr Thoroddsen stundar nám í íþrótta- og tómstundafræði við Háskóla Íslands, en lætur ekki þar við sitja; hann er lipur í lindy hop-dansstílnum, er liðtækur prjónari, hefur tekið við hundruðum sófasörfurum (e. Couch Surfing) í heimagistingu í gegn um árin og situr í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, enda ferðast hann flestra leiða sinna á hjóli. Þegar Þórgnýr er ekki að hanga í skólanum, vinnunni, að kenna dans, spjalla við erlenda ferðamenn eða akítera fyrir náttúruvænni samgöngumöguleikum, leikur hann við dóttur sína, Járngerði, sem fæddist í fyrra og er einnig mikil áhugamanneskja um hjólreiðar. Þórgnýr mun starfa í Skátamiðstöðina allan marsmánuð í starfsnámi á vegum íþrótta- og tómstundafræðinnar. Hans helstu verk efni eru undirbúningur Menningarnætur og gerð upplýsingaritsins Góðar venjur í skátastarfi.
Þórgnýr Thoroddsen
5
Hreysti, dáð og blautir fætur 16 vaskir skátar úr 7 skátafélögum tóku þátt í Rs. Göngunni sem fór fram á Hellisheiði helgina 23.-25. mars. Veðrið lék við þátttakendur en það var rigning og rok megnið af tímanum. Það kom þó ekki að sök enda voru skátarnir vel búnir, í góðum félagsskap og ,,enginn er verri þó vökni í gegn“ eins og segir í góðum skátasöng.
Skátarnir kepptu í sex liðum sem tókust á við krefjandi þrautir í bland við náttúruöflin. Öll liðin stóðu sig vel en eitt stóð uppi sem sigurvegari. Það var liðið Skátar íslenska lýðveldisins sem var skipað þeim Þorsteini og Snorra.
Liljar lofar huggulegri lautarferð, gegn góðu merki.
Hugmyndasamkeppni
Rödd ungra skáta Sett hefur verið á laggirnar hugmyndasamkeppni um merki fyrir verkefnið Rödd ungra skáta. Tilgangur verkefnisins er að tryggja að skátar á aldrinum 16-26 ára hafi tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í þeim ákvörðunum sem snerta þeirra eigið starf, hvort sem það er á vettvangi skátafélagsins eða hreyfingarinnar í heild. Merkið þarf að vera lýsandi fyrir verkefnið. Senda þarf tillögurnar
á netfangið elmarorri88@gmail.com fyrir 20. apríl næstkomandi, en hægt er að fá nánari upplýsingar í sama netfangi. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir besta merkið, en sá heppni fær lautarferð með Liljari Má, sem situr í nefndinni, á Landsmótinu í sumar, auk þess að eiganst gamla iPod-inn hans, sem inniheldur alla helstu smelli Skátakórsins!
6
Viltu verða atvinnuskáti? Það eru nokkur tækifæri til atvinnuskátunar á döfinni. Ef þú gætir hugsa þér að vinna við áhugamálið þitt allan daginn þá skaltu skoða þessar stöður betur!
Auglýsing eftir verkefnastjóra Bandalag íslenskra skáta auglýsir eftir verkefnastjóra á sviði mannauðs og leiðtogaþjálfunar í fullt starf. Starfsvið: • •
• • •
Stjórnun málefna fullorðinna sem sinna sjálfboðastörfum fyrir skátahreyfinguna í samvinnu við skátafélögin í landinu Virk þátttaka við stefnumótun, þróun og áætlanagerð á sviði sjálfboðastarfs fullorðinna innan skátahreyfingarinnar og leiðtogaþjálfunar skátahreyfingarinnar Nýliðun sjálfboðaliða og virk tengsl við félagseiningar eldri skáta Umsjón með leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar í samvinnu við formann Fræðsluráðs BÍS, leiðbeinendur og ábyrgðarmenn námskeiða Önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur: • • •
Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, samskiptahæfni og skipuleg vinnubrögð. Góð íslensku- og enskukunn-
Tjaldaðu frítt við Fossá Úlfljótsvatnsráð hefur ákveðið að tjaldsvæðið við Fossá verði skátafélögum landsins til afnota þeim að kostnaðarlausu árið 2012. Fossá hefur upp á að bjóða marga góða kosti, þar er stutt í flottar gönguleiðir og steinsnar í alla afþreyinguna sem svæðið við Úlfljótsvatn býður upp á.
átta ásamt hæfileika til að tjá sig í ræðu og riti • Reynsla af skátastarfi eða öðru sjálfboðastarfi er æskileg Nánari upplýsingar gefa Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri í síma 550 9800 ( hermann@skatar.is) og Ólafur Proppé, formaður fræðsluráðs í síma 892 2468 (proppe@hi.is) Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2012.
Síkátur verkefnastjóri í æskulýðsstarfi Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir að ráða verkefnastjóra fyrir skrifstofu sína og verkefni. Um er að ræða fjölbreytt starf fyrir kröftuga, þroskaða, lipra og lífsglaða sál með gott verkvit.
Atriði sem horft er til við ráðningu: • • • •
•
Þjálfun, þekking, menntun eða reynsla á æskulýðsstarfi Þekking á rekstri Góð íslenskukunnátta Óhræddur við að taka til hendinni jafnt inni sem úti Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar gefur Helgi í síma 692-6812. Fullum trúnaði er heitið við ráðningarferlið. Senda ber umsóknir til Skátasambands Reykjavíkur fyrir 1. apríl nk. á netfangið ssr@skatar.is
Hér má finna upplýsingar um leigu á skálum við Úlfljótsvatn (verð til skátafélaga). Helgarleiga: JB skáli JB og DSÚ skálar KSÚ skálar JB/DSÚ/KSÚ
64.000 104.000 40.000 128.000
7