6.tbl. | 2011 Ábm: Hermann Sigurðsson Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | inga@skatar.is
Gerðu 100!
Hver skáti, flokkur, sveit eða félag getur fagnað tímamótunum með því að gera 100. Að gera 100 byggist á því að gera eitt hvað til heiðurs tölunni 100. Til dæmis gæti skátaflokkur grillað 100 sykurpúða á einum fundi, skátasveit gæti prjónað 100m puttaprjón í fánalitunum eða skáti einsett sér að gera 100 góðverk á einu ári. Hver sem er getur svo deilt hugmyndinni og afrakstrinum með öðrum íslenskum skátum í gegnum vefsíðu sem sett verður upp bráðlega.
Til hamingju með afmælið!
Fyrir 99 árum, upp á dag, flaut hugmyndin um Skátahreyfinguna norður yfir Atlantshafið og lenti í höndum ævintýraþyrstra ungmenna. Hinni fyrstu íslensku skátaöld er nú að ljúka, en hún hefur verið lituð fjörlegum litum skemmtilegs skátastarfs. Þúsundum ungmenna hefur verið gefinn kostur á að takast á við krefjandi verkefni, kynnast skátum frá ólíkum menningarsvæðum og ganga á vit ævintýranna sem skátastarfinu fylgja. Nú rennur í hlað ný skátaöld! Eflaust verða næstu hundrað ár lituð sömu björtu litunum og skátastarfið unnið af enn meiri krafti og metnaði en áður. Á þessum merku tímamótum lítum við fram á veginn og sjáum í hillingum allt það fjölbreytta skátastarf sem íslensk ungmenni munu stunda; -öll frábæru friðarverkefnin, allir ósömdu hreyfisöngvarnir og glaðvær andlit þeirra hundruða skáta sem vígðir verða inn í hreyfinguna á næstu árum.
Til að fagna afmælinu og afrakstri síðustu aldar verður skátaárið 2012 með sérstökum hátíðarbrag. Formlegt upphaf afmælisársins er þann 22. febrúar. Þúsundir skáta, bæði innlendra og erlendra, munu svo slá upp tjöldum við Úlfljótsvatn og una við leik og störf á Landsmóti skáta í júlí. Á menningarnótt fá Íslendingar að upplifa skátastarf í sinni allra skemmti legustu mynd, en Hljómskálagarðurinn allur verður undirlagður undir þrautabrautir, verkefni, póstaleiki og skátamenningu. Í október verður svo haldið fyrsta Friðarþing íslenskra skáta, en þar munu saman koma almenningur, friðarsinnar, ungir skátar og gamlir, íslenskir og erlendir og einblína á hvernig við getum lagt hönd á plóg við að gera þessa litlu plánetu okkar friðsamari. Hátíðardagskránni líkur svo að ári, þann 2. nóvember, þegar hin fyrsta íslenska skátaöld renn ur sitt skeið og sú næsta tekur við.
Hátíðarviðburðir 22. febrúar Setningarhátíð afmælisársins | Afmælisárið hefst formlega!
18. ágúst Afmælishátíð á Menningarnótt | Borgarbúar fá að kynnast skátamenningu eins og hún gerist best!
16. mars Skátaþing með hátíðarblæ | Skátar landsins safnast saman og skeggræða um skátamál.
5.-9. október Friðarþing | Íslenskir skátar bjóða almenningi og erlendum skátum á Friðarþing.
19. apríl Sumardagurinn fyrsti -Settu klútinn á! | Allar styttur landsins munu skarta skátaklút til hátíðarbrigða.
2. nóvember Afmælishátíð -100 ára afmæli! 100 ár síðan skátastarf á Íslandi hófst!
20.-29. júlí Landsmót skáta Úlfljótsvatni | Úlfljótsvatn sneisafullt af íslenskum og erlendum skátum!
1