Skátamál 7. tbl 2011

Page 1

7.tbl. | 2011 Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | inga@skatar.is

Ábm: Hermann Sigurðsson

Friður

sé með yður manna á milli og með því að bera logann frá einu ljósfæri til annars hafa þeir breitt út friðarboðskapinn.

Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. Í dásemd nýrri hver dagur rann.

Stefán frá Hvítadal (1887-1933)

Veturinn sverfur að og dagarnir taka að styttast. Norðurljósin heiðra okkur heimskautsbúana með dansi sínum á næturhimninum og snjónum kyng­ ir niður. Þessi náttúrufyrirbrigði eru undanfarar þeirrar árstíðar sem stór hluti jarðarbúa held­ ur hátíðlega, hver á sinn máta. Kristnir fagna fæðingu Jesú Krists, gyðingar halda ljóshátíðina Hanúkka, þeir sem aðhyllast Ásatrú halda jólablót, ýmsar austurlenskar þjóðir halda ljóskerahátíð og fjöldamargir halda upp á vetrarsólstöður og fagna nýju ári. Fyrir mörgum öldum var í lítilli borg í Palestínu, Betle­ hem, tendraður logi. Með alúð og umhyggju hefur loganum verið haldið við fram á daginn í dag hvað sem á hefur dunið í þessu litla landi. Árið 2001 var log­anum svo siglt til Íslands með flutningaskipinu Detti­fossi, þar sem íslenskir skátar tóku á móti þess­ um alda­neista og báru út til þeirra sem hann vildu. Þann­ig hafa íslenskir skátar borið óskina um frið,

Jólin eru fyrst og fremst þetta. Friðarboðskapur. Allar hefðirnar sem við tengjum við þessa vetrarhátíð eiga sér rætur að rekja í voninni um að friður geti orðið manna á meðal. Íslenskir námsmenn um allan heim fljúga þúsundir kílómetra til þess að eyða jólunum í faðmi fjölskyldu og vina, þar sem öryggið er algjört og kærleikinn í hámarki. Börn eyða klukkutímunum saman í að búa til jólagjafir sem gleðja foreldra þeirra, hvernig þær eru heppnaðar eða hversu mikið þær kostuðu skiptir ekki máli; -það er hugurinn sem gildir. Fjölskyldur setjast niður og hugsa til kunningja og ætt­ ingja sem kannski hafa verið fjarri, allt árið, en standa manni samt nógu nærri til þess að óskin um gleðileg jól sem hripuð er niður á jólakortið sé einlæg og ástrík. Friðarloginn, sem lýsir upp jólin, minnir okkur á að vera boðberar friðar öllum stundum, með öllum okk­ ar gjörðum og okkar hugsunum. Skátahreyfingin er stærsta friðarhreyfing heims og með því að sýna frið í verki getum við breytt heiminum til hins betra. Kæri skáti, nýttu jólin vel. Gefðu frið. Bakaðu frið. Skreyttu með friði. Syngdu inn frið. Hugsaðu um frið. Pakkaðu inn friði. Njóttu friðarins. Friður sé með yður. As-Salamu alaykum.

BÍS, SSR og Skógræktar­félag Íslands kaupa Úlfljótsvatnsjörðina (sjá umfjöllun á bls. 12)

1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.