7.tbl. | 2011 Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | inga@skatar.is
Ábm: Hermann Sigurðsson
Friður
sé með yður manna á milli og með því að bera logann frá einu ljósfæri til annars hafa þeir breitt út friðarboðskapinn.
Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. Í dásemd nýrri hver dagur rann.
Stefán frá Hvítadal (1887-1933)
Veturinn sverfur að og dagarnir taka að styttast. Norðurljósin heiðra okkur heimskautsbúana með dansi sínum á næturhimninum og snjónum kyng ir niður. Þessi náttúrufyrirbrigði eru undanfarar þeirrar árstíðar sem stór hluti jarðarbúa held ur hátíðlega, hver á sinn máta. Kristnir fagna fæðingu Jesú Krists, gyðingar halda ljóshátíðina Hanúkka, þeir sem aðhyllast Ásatrú halda jólablót, ýmsar austurlenskar þjóðir halda ljóskerahátíð og fjöldamargir halda upp á vetrarsólstöður og fagna nýju ári. Fyrir mörgum öldum var í lítilli borg í Palestínu, Betle hem, tendraður logi. Með alúð og umhyggju hefur loganum verið haldið við fram á daginn í dag hvað sem á hefur dunið í þessu litla landi. Árið 2001 var loganum svo siglt til Íslands með flutningaskipinu Dettifossi, þar sem íslenskir skátar tóku á móti þess um aldaneista og báru út til þeirra sem hann vildu. Þannig hafa íslenskir skátar borið óskina um frið,
Jólin eru fyrst og fremst þetta. Friðarboðskapur. Allar hefðirnar sem við tengjum við þessa vetrarhátíð eiga sér rætur að rekja í voninni um að friður geti orðið manna á meðal. Íslenskir námsmenn um allan heim fljúga þúsundir kílómetra til þess að eyða jólunum í faðmi fjölskyldu og vina, þar sem öryggið er algjört og kærleikinn í hámarki. Börn eyða klukkutímunum saman í að búa til jólagjafir sem gleðja foreldra þeirra, hvernig þær eru heppnaðar eða hversu mikið þær kostuðu skiptir ekki máli; -það er hugurinn sem gildir. Fjölskyldur setjast niður og hugsa til kunningja og ætt ingja sem kannski hafa verið fjarri, allt árið, en standa manni samt nógu nærri til þess að óskin um gleðileg jól sem hripuð er niður á jólakortið sé einlæg og ástrík. Friðarloginn, sem lýsir upp jólin, minnir okkur á að vera boðberar friðar öllum stundum, með öllum okk ar gjörðum og okkar hugsunum. Skátahreyfingin er stærsta friðarhreyfing heims og með því að sýna frið í verki getum við breytt heiminum til hins betra. Kæri skáti, nýttu jólin vel. Gefðu frið. Bakaðu frið. Skreyttu með friði. Syngdu inn frið. Hugsaðu um frið. Pakkaðu inn friði. Njóttu friðarins. Friður sé með yður. As-Salamu alaykum.
BÍS, SSR og Skógræktarfélag Íslands kaupa Úlfljótsvatnsjörðina (sjá umfjöllun á bls. 12)
1
Á norðurslóðum
Hvaða skáti á sér ekki þá framaþrá að verða könn uður á fjarlægum slóðum, fylgja í djúp fótspor manna á borð við Vilhjálms Stefánssonar og sigr ast á hríðarbyljum og stormum? Að takast á við náttúruna og frumkrafta hennar?
Á norðurslóðum er vetrarviðburður á milli jóla og nýárs þar sem dróttskátar koma saman við Úlfljóts vatn, tryllast í snjónum, snúa á veðurguðina með því að kappklæða sig í hlýjar dúnúlpur, eða bara taka líf inu með ró, með spilastokk og gítarinn í hönd. Skráning er hafin á þennan viðburð; www.skatar.is/vidburdaskraning Skráningarfrestur rennur út í dag kl. 16:00. Þátttökugjald er 9900 krónur - matur, rúta, gisting og dagskrá er innifalin í gjaldi Nánari upplýsingar veitir nanna@skatar.is
Tækifæri í alþjóðastarfi Skátastarf í hjarta Afríku!
Vilt þú fara á skátamót í Búrúndí næsta sumar? Sænskir skátar bjóða íslenskum skátum að slást í för með þeim á 6. afríska álfumótið, sem fram fer í Búrúndí næsta sumar. Ferðin stendur yfir frá 18. júlí til 13. ágúst og auk þess að taka þátt í mótinu munu þátttakendur skreppa yfir nærliggjandi landamæri og vera í heimagistingu í Rúanda. Ferðin er tengd Ama horo Amani friðarverkefninu sem Svíar eru að vinna að í samstarfi við skáta í Afríku. Í boði eru pláss fyrir almenna þátttakendur og starfsmenn mótsins. Nánari upplýsingar má finna hér: http://scout.se/index.php?Itemid=993 Hafir þú áhuga á að skoða þetta betur geturðu haft samband við Júlíus, julius@skatar.is eða 550 9800.
sjáðu. finndu. fylgdu.
Skelltu þér á Roverway 2012, Finnlandi Verður sumarið 2012 sumar salmiakki og saunu fyrir þig? Rekkar og róverskátar geta enn skráð sig í ísl enska fararhópinn á Roverway í Finnlandi, sem fram fer næsta sumar 20.–28. júlí. Skráningarfrestur er 12. janúar og þú getur fengið nánari upplýsingar hjá Gísla Erni, fararstjóra, með því að senda honum póst á gbragason@gmail.com Skoðaðu www.roverway.fi og byrjaðu að æfa þig í finnskunni!
Hjálparstarf í fjarlægu landi
Bandalag íslenskra skáta og SOS hafa tekið höndum saman Alþjóðaráð BÍS er í samstarfi við SOS-barnaþorpin og vill gjarnan heyra frá skátum sem áhuga hafa á því að taka þátt í hjálparstarfi utanlands. Alþjóðaráð og SOS-barnaþorpin munu síðan vinna með viðkomandi til þess að finna hjálparverkefni sem hentar hverjum og einum. Áhugasamir hafi samband við Júlíus, julius@skatar.is eða 5509800, fyrir 15. janúar 2012.
Sangam, Kandersteg, Nuestra Cabaña, Our Chalet... Það er áskorun að gerast sjálfboðaliði í skátamiðstöð í útlöndum! Fjölmargar erlendar skátamiðstöðvar taka við sjálf boðaliðum til starfa á hverju ári. Skátamiðstöðvar þessar eru í flestum heimálfum þannig að mögu leikarnir eru margvíslegir. Verkefnin eru misjafnlega löng eftir stöðum, en þó í flestum tilfellum minnst 3 mánuðir og upp í eitt ár. Þú getur kynnt þér möguleikana með því að hafa samband við Júlíus, julius@skatar.is.
2
Molar Verndum þau
Námskeið um vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum verður haldið í Skátamiðstöðinni 16. janúar, kl 17:30. Ætlast er til að allir sveitarforingjar og aðrir skátar sem vinna með börnum fari á þetta námskeið a.m.k. einu sinni. Boðið verður upp á léttar veitingar, skráning fer fram á www.skatar.is/vidburdaskraning
Safetravel.is
Vefsíðan www.safetravel.is er rekin af Slysavarna félaginu Landsbjörgu og er hluti af stærra verkefni sem einfaldlega kallast Safetravel. Þar taka höndum saman fjöldi aðila, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar sem hafa það að markmiði að bæta forvarnir og draga úr slysum í ferðamennsku og ferðaþjónustu hér á landi. Vefsíðan inniheldur upp lýsingar um færð og ábendingar um akstur og útivist. Á vefsíðunni er einnig hægt að gera ferðaáætlun sem er sjálfkrafa send til tilgreinds tengiliðs og björgunar sveita, svo að allar upplýsingar liggi fyrir ef að óhapp verður. Skátar eru hvattir til þess að fylla inn í slíka ferðaáætlun áður en þeir halda í ferðir og göngur.
Minjanefnd auglýsir eftir sjálfboðaliðum
Ef þú hefur áhuga á skátastarfi síðustu 100 ára væri ekki úr vegi að leggja minjanefnd skáta lið. Nefndin auglýsir eftir sjálfboðaliðum til þess að flokka og skrá muni sem henni hafa áskotnast. Áhugasamir hafi samband við Júlíus, julius@skatar.is.
Drekaleg jól! Snjónum kyngir niður. Jólalögin óma frá útvarp inu sem situr á hillunni við hliðina á körfu, fullri af klementínum. Lykt af kanileplatei fyllir vitin og jólakortin standa á píanóinu, sum hver úr næsta húsi og önnur frá fjarlægum löndum hnattarins. Það er alltaf gaman að fá jólakort. Kveðjur frá vinum og ættingjum hlýja manni um hjartaræturnar og fréttir af kunningjum koma manni skemmtilega á óvart. En, það er líka gaman að fá kort frá ókunnugum! Að finna að einhver hugsi til manns, jafnvel þótt þú þekkir ekki viðkomandi! Drekaskátar úr nokkrum skátafélögum ákváðu að senda jólakort til annarra drekaskáta. Nöfn viðtak anda voru dregin af handahófi og myndskreytt og handskrifuð kort sett í póst, til þess að gleðja ókunnug skátasystkin. Slembilukkan veldur því að ekki fá allir jólakort, en það skiptir engu; gleðin fellst í því að skrifa kortið. Og hver veit nema viðtakandi og sendandi hitt ist svo fyrir tilviljun á Drekaskátamóti í sumar!
Starf í Þjóðþrifum milli jóla og nýárs
Þjóðþrif auglýsa eftir áhugasömum skátum sem vilja starfa fyrir Þjóðþrif á milli jóla og nýárs við dósaflokkun. Nánir upplýsingar veitir Hermann, hermann@skatar.is.
Svipmyndir frá Blandi í poka
3
Skátastarf í 100 ár
Í tilefni af hundrað ára afmæli skátastarfs á Íslandi árið 2012 munu skátar koma víða við á ýmsum viðburðum. Fyrsti afmælisviðburðurinn verður þann 22. febrúar og sá síðasti 2. nóvember. 22. febrúar - Fæðingardagur Baden Powell, formlegt upphaf afmælisársins. 16.-17. mars - Skátaþing
Jólakveðjur Róversveitin Ragnarök þakkar Evrópu unga fólksins og Bandalagi íslenskra skáta og öllum þeim sem verið hafa með okkur í gleðinni á þessu ári fyrir frábærar stundir. Óskum við ykkur gleðilegra jóla og hlökkum til skátastarfsins á komandi ári. -F.h. stjórnar, Liljar Már Þorbjörnsson. Skátasamband Reykjavíkur sendir öllum skátum og fjölskyldum þeirra jólakveðjur og hlakkar til að sjá ykkur öll á Landsmótinu næsta ár. Gyðjuhópurinn óskar Miðju drengjum gleðilegra jóla og vonar að þeir borði ekki yfir sig á Aðfangadagskvöld. Við hlökkum til að eyða með ykkur árinu 2012! -Gyðjur.
Apríl - Útgáfa á sögu skátahreyfingarinnar. 19. apríl - Sumardagurinn fyrsti - styttur skreyttar með skátaklút. 1. maí - Útgáfa skátafrímerkis.
18. ágúst - Menningarnótt í Reykjavík - skátar bjóða til dagskrár í Hljómskálagarðinum. 12.-14. október - Friðarþing. 2. nóvember - Afmælisdagur skátahreyfingarinnar og formleg lok afmælisdagskrár.
Maí - Ágúst - Sýning á skátamunum í Árbæjarsafni. 17. júní - Skátar fagna þjóðhátíðardegi og taka þátt í hátíðarhöldum víða um land. 20.-29. júlí - Landsmót skáta á Úlfljótsvatni.
Flottar flíspeysur frá 66°NORÐUR Því er ekki hægt að neita að þótt að Íslendingar megi teljast heppnir með að fá að búa á svona fallegri eyju, þá getur verið svolítið svalt þegar vindurinn sveipar mann á köldum vetrardegi.
Létt, aðsniðin peysa úr Polartec® Power Stretch® efni. Peysan er frábær sem miðlag og hefur tveggja sleða rennilás að framan. Renndur brjóstvasi fyrir síma/iPod á fullorðinsflísinni.
Það er því ekki úr vegi að verja sig gegn frosti og fönn með því að smella utan um sig velmerktri flíspeysu.
Polartec® Power Stretch® efnið er einstaklega létt, teygist á fjóra vegu, þornar fljótt auk þess sem það andar vel. Merkt með Skátarnir merki.
Barnapeysa: Venjulegt verð: 8.800,Handhafar skátaskírteinis: 7.040,-
Fullorðinsflís: Venjulegt verð: 18.100,Handhafar skátaskírteinis: 14.480,-
Skátaland sendir öllum skátum hoppandi og klifrandi jólakveðjur! Kæru drekaskátar, takk fyrir frábært mót í sumar! Hefði verið hálf tómlegt án ykkar, sjáumst næsta sumar! -Mótsstjórn Drekaskátamóts.
4
Forseti Íslands verndari Friðarþings 2012 Undirbúningi að Friðarþingi sem halda á næsta haust miðar vel og er ljóst að viðburðurinn verður bæði stór og mikilvægur fyrir íslensku skáta hreyfinguna. Það er gaman að sjá hversu mikill áhugi samfélags ins er á framtaki sem þessu, en ýmsir aðilar hafa verið jákvæðir um samstarf. Ennfremur er það mikill heiður fyrir skátahreyfinguna að forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hafi tekið að sér að vera
verndari Friðarþings 2012. Það sýnir það mikla traust og trú sem forsetinn hefur á Bandalagi íslenskra skáta. Friðarþingið verður í tveimur hlutum, annars vegar ungmennaskipti, þar sem skátaflokkar víðsvegar að vinna friðarverkefni og hins vegar ráðstefna, þar sem saman koma skátar og friðarsinnar, í þeim tilgangi að sýna frið í verki. Friðarþingið er einn af viðburðunum sem BÍS stendur að í tilefni af hundrað ára afmæli skátastarfs á Íslandi 2012. Skeð gæti það að mættirðu skáta, úti í skúr, jólatrén að máta. Alþakinn bláu, það er, allt nema brosið því það er það eina sem ekki er frosið. Sko! Sjáðu skátann! Hann er þarna uppi í fjalli, skjótur að bregðast við neyðarútkalli. Þrotlaust þarf hann oní í skafla að kafa, því jólin yrðu ekki eins án langafa. En skyldi þá einhver skátana eygja, hverra skylda eru þeir sem lífið náði að beygja? Talsmenn vináttu og kærleiks, utan alls trúarsiðar til að hátíðin verði í raun ljóss og friðar.
Jólahugvekja
Gleyma þeir ei, og gleym þú ekki heldur að gefins er ei friður, en fæst þó ekki seldur. Gæta hans verður um öll manna ból, svo getum við, vinir, átt gleðileg jól. Guðrún Björg Ingimundardóttir
5
Skátaannáll 2011 Það hefur engin lognmolla ráðið ríkjum á þessu 99. almanaksári skátastarfs á Íslandi. Árið tvö þúsund og ellefu hefur einkennst af töluverðri stefnubreytingu í dagskrá og fræðslu, auk stórfenglegs alþjóðastarfs og öflugu starfi. Það er ekki ólíklegt að atorkusamir skátar gætu horft á eftir árinu með söknuði, jafnvel séð á eftir liðnum viðburðum með þáþrá í hjartanu, en kátir skátar þurfa þó engu að kvíða, enda horfir skátahreyfingin nú á mót sólinni, sem brátt fer hækkandi og boðar komu hundrað ára afmælis skátastarfs á Íslandi með tilheyrandi fagnaðarlátum! Hér hefur verið tekinn saman stuttur annáll í máli og myndum sem skýrir frá því helsta sem gerst hefur í skátastarfi ársins sem er að líða.
Janúar Páll Gíslason kveður
Á nýjársmorgun fór Páll Gíslason, fyrrverandi skátahöfðingi, heim, eins og sagt er í skátunum. Páll var mikill frumkvöðull innan skátahreyfingarinnar og hafði frumkvæði að því að Evrópuþing WOSM og WAGGGS voru haldin á sama stað á sama tíma í fyrsta skipti.
Eignun og hanglí * gúgglí
10 skátar skelltu sér í Lækjarbotna til þess að fræðast um kennslutækni, leiðtogastörf, leikjastjórnun og kjúklingabakstur. Þetta var í fyrsta skipti í nokkur ár sem BÍS heldur leiðbeinendanámskeið, en þessir nemend ur koma til með að stýra fjöldamörgum námskeiðum hreyfingarinnar næstu árin.
Alþjóðaskátasamfélagið treysti íslenskum skátum
Það bar helst til tíðinda á Heimsþingi WOSM í Brasilíu að tekin var sú ákvörðun að World Moot verði haldið á Íslandi árið 2017. Er þetta bæði heiður og áskorun, því World Moot er stærsta róverskátamótið í heiminum! Eins verður að nefna kjör Karinar Albäck í stjórn WOSM, en Karin er 22 ára gömul, finnsk stúlka og verður það að teljast til fyrirmyndar að svo ung og kröftug kona komist áfram í skátaheiminum.
Febrúar 1-UP!
Hvert rúm og hver dýna á Úlfljótsvatni var nýtt undir allan þann fjölda dróttskáta sem fundu sér ný hlutverk í líf inu á Ds. Aukalífi. Upp spruttu sprotafyrirtæki eins og veitingastaðir, bakarí, vísindasetur, hljóðfærasmíðaverk stæði, lista- og menningarsetur og blaðaútgáfa. Það var Gyðjuhópurinn sem stóð að þessum nýstárlega við burði.
Heiðaból hrundi
Skátafélagið Heiðabúar átti skálann Heiðaból sem stóð við Snorrastaða tjarnir á Reykjanesi. Hann var vígður í maí árið 1993 og þótti mjög skemmti legur. Ekki hafði þó mátt nota skálann síðustu ár vegna þess að talið var að gamlar sprengjur frá hernum gætu verið í nágrenni við hann. Febrúarrokið náði svo yfirhöndinni á þessum yfirgefna skála og hann hrundi. Margir munu án efa sjá á eftir skálanum um leið heiðra hann með góðum minningum.
6
Íslendingar gerðu góðverk
Íslendingar settu sig í góðverkagírinn og snyrtu tær á heimilislausum, hjálpuðu eldra fólki og skiluðu týndum peningaveskjum í Góðverkavikunni sem skátarnir stóðu fyrir í febrúar.
Mars Róverskátar ræddu umhverfisvernd í Georgíu
Skátar úr róversveitinni Ragnarök tók þátt í ungmennaskiptaverkefni á vegum Evrópu unga fólksins og sendi 9 skáta til Georgíu. Þar ræddu róverskátarnir við önnur ungmenni frá Georgíu, Lettlandi og Rússlandi um umh verfisvitund og kynntu íslenska menningu fyrir þátttakendum þessa sameiginlega verkefnis.
Skátaþing í Reykjanesbæ
Það var margt um manninn á Skátaþingi sem fram fór í Reykjanesbæ að þessu sinni. Halldóra Hinriksdóttir og Ólafur Proppé voru kjörin ný inn í stjórn BÍS og svokallað félagakvöld var haldið í fyrsta skipti, en þar voru meðal ann ars á boðstólnum borgneskar gulrótakrókettur, sundlaugarvatn frá Álftanesi og risastór bútasaumsskátaklútur saumaður af Seglum og þingfulltrúum.
Apríl Ds. Henrý vann Ds. Vitleysu
Vaskir dróttskátar leystu þrautir og gengu á milli skátaskálanna Hleiðru og Þrists í apríl. Allir komust á leiðar enda, þótt sumir villtust af leið. Það var Ds. Henrý sem uppskar sigur að þessu sinni.
Skátar fóru fyrir skrúðgöngu
Skátar fylktu liði í messur víða um land í tilefni fyrsta dags sumars og fór skrúðganga glæsilegra skáta í dálitlu frosti frá Arnarhól, upp Skólavörðustíg og að Hallgrímskirkju. Að þessu sinni voru það skátar úr Segli sem unnu Göngubikarinn, sem útdeilt er árlega. Skátakórinn leiddi sönginn og tók nokkur lög eftir Tryggva Þorsteinsson í tilefni 100 ára afmælis hans.
Skátar sóluðu sig fyrsta dag sumars
Miðjuhópurinn og SSR stóðu fyrir kvöldskemmtun á Ylströndinni í Nauthóls vík fyrir rekkaskáta og eldri á sumardaginn fyrsta. Skátarnir kepptu í ýmsum þrautum, sumar hetjur skelltu sér í sjóinn og að lokum gaf SSR öllum gott að borða.
Skáti vann Gettu betur
Í fyrsta skipti í sögu Gettu betur var stelpa hluti af sigurliðinu. Það er þó ekki nóg með að framangreind stúlka, Laufey Haraldsdóttir, sé meistari í spurningarkeppnum heldur er hún líka skáti úr skátafélaginu Ægisbúum!
Maí Skátar iðkuðu tónlist
Fjölmargir skátar á öllum aldri skelltu sér í Gítarskóla GP og lærðu grunnatriði við gítarspil og skátahljóma, sem olli byltingu í gæðum undirspils á skátakvöldvökum!
Skátakórinn lagði land undir fót
Skátakórinn hélt tónleika í tilefni af 100 ára ártíð Tryggva Þorsteinssonar í Glerárkirkju, Akureyri. Þar flutti kórinn fjölbreytt og skemmtileg skátalög við texta Tryggva auk þess að heimsækja skemmtilega sýningu sem sett var upp til heiðurs Tryggva.
7
Júní
Næturfrost á drekaskátamóti
Rúmlega 200 kátir drekaskátar skelltu sér í vatnasafaríi og vatnsbardaga, spreyttu sig á að poppa yfir eldi, sem reyndi á þolinmæði sumra, sigldu um á bátum og fóru í marga skemmtilega leiki á Drekaskátamóti sem fram fór við Úlfljótsvatn. Eftir grillveislu um kvöldið var slegið upp glæsilegri kvöldvöku þar sem drekaskátarnir léku við hvern sinn fingur. Það voru þreyttir en ánægðir skátar sem skriðu ofan í pokana sína um kvöldið og hrotur fóru fljótlega að hljóma um tjaldbúðina, en allir sváfu vært þrátt fyrir næturfrost.
Húkkaði sér far til Vestmannaeyja
Róversveitin Ragnarök hélt sína árlegu opnu útilegu í Vestmannaeyjum í vor. Arnór Bjarki fékk hvergi far til Landeyjarhafnar, en dó ekki ráðalaus og húkkaði sér far. Í Vestmannaeyjum fóru krakkarnir í útsýnissiglingu um eyjarnar, keyrðu um bæinn á Segway, röltu upp á eldfjall og sýndu listir sínar í Spröngunni. Vélarbilun í Herjólfi olli því svo að hópurinn festist í Eyjum, en skátafélagið Faxi útvegaði þeim far með björgunarbát sem kom þeim heilum og höldnum í land.
Gilwell gekk vel
Nítján skátar fóru í Mekkah foringjaþjálfunar á Íslandi og eyddu þar helginni við tjaldbúðarvinnu og skátanám. Fyrirlestrarnir og örnámskeiðin voru af ýmsum toga; frá leikjastjórnun í agabrot og yfir í skátaaðferðina sívin sælu.
Jólin voru í júní
Um þrjúhundruð skátar á öllum aldri komu saman í Viðey um Jónsmessuhelgina. Að þessu sinni voru jólin haldin hátíðlega og á meðal dagskrárliða voru jólaföndur og piparkökuskreytingar, auk þess sem dansað var í kring um jólatréð.
Júlí
Alþjóðlegt rathlaupsmót
Í júlí fór fram fyrsta alþjóðlega rathlaupsmótið á Íslandi, en rathlaup hefur stundum verið kallað hlaup hins þenkjandi manns. Þessi skátalega íþrótt er á mikilli uppleið og fjallað er um hana nánar á öðrum stað hérna í Skátamálum.
Ævintýri ársins: Alheimsmót!
Hægt væri að skrifa heilu bókasöfnin af ævintýrum sem þeir tæplega 300 íslensku skátar lentu í á 22. al heimsmóti skáta sem haldið var í Svíþjóð. Öll vitum við að tækifærin á lífsleiðinni til að fá að fara á jambó eru alltof fá, því að reynslan og minningarnar sem skapast þar eru engu líkar. Allir voru til fyrirmyndar og komu glaðir heim, búnir að uppgötva hversu alþjóðastarf er frábært og tilbúnir til að takast á við framtíðina sem betri manneskjur.
Ágúst
Alla leið til Íslands í heimagistingu!
Eftir Alheimsmót skáta sem haldið var í Svíþjóð komu 40 skátar frá Cheshire í Bretlandi í heimagistingu í Mos fellsbæ. Skátarnir böðuðu sig í Varmá, reru um Hafravatn, sáu Gullfoss og Geysi og fóru á vélsleða á Langjökli.
Foringjahandbækur gefnar út!
Eftir mikla vinnu við þýðingar og staðfæringu voru fyrstu foringjahandbækurnar gefnar út. Vinna stendur enn yfir við að gera bækurnar sem best úr garði, en yfir 1600 síður af fræðsluefni fyrir foringja auk verkefna fyrir skáta munu verða sett á pappír þegar yfir lýkur.
8
September
Það er leikur að læra!
Fyrsta innleiðingarnámskeiðið var haldið á Úlfljótsvatni þar sem foringjar fengu að reyna nýjan starfsgrunn á eigin skinni. Foringjunum fannst það mikil upplifun að setja aftur upp gulu drekaskátaklútana eftir margra ára skátastarf og fá að kynnast nýjum starfsgrunni og nýjum foringjahandbókum með verkefnum og leikjum. Í kjölfarið voru fleiri innleiðingarnámskeið haldin og í lok árs höfðu yfir 130 foringjar og skátar sótt slíkt námskeið.
Friðarboðar í Sádí-Arabíu
King Abdulla Isiz bauð skátum nær og fjær upp á friðarmót í Sádí Arabíu í tilefni af upphafs friðarverkefnisins Boðberar friðar. Lögðu þrír íslenskir skátar í þetta mikla ferðalag, þau Þorbjörg (Samherjum), Arnór Bjarki (Svönum) og Liljar Már (Segli). Skátarnir fengu að upplifa menningarheim sem er gerólíkur íslenskri menningu og eru nú sérstakir erindrekar þessa verkefnis á Íslandi, en það mun væntanlega ekki fara fram hjá neinum skáta á komandi ári.
Október
Dróttskátar og ungliðar saman á Saman
Saman var haldið á Gufuskálum í eftir nokkurra ára hlé en þar voru saman komnir 80 trítilóðir dróttskátar sem tóku þátt í rústabjörgun, reykköfun, snjóflóðaýlaleit og æfðu taktanna í júmmi og sigi.
170 skátar á Smiðjudögum!
Gervisár og brjóstsykurgerð voru á meðal þeirra spennandi viðfangsefna sem í boði voru á Smiðjudögum í ár. Metfjöldi sótti viðburðinn, sem að þessu sinni var haldinn í Borgarnesi.
Nóvember
Skátahöfðinginn fórnaði sér og svaf í tjaldi
Skráning á Bland í poka gekk vonum framar og um tíma leit út fyrir að vísa þyrfti frá fólki, því að yfirbókað var í rúmstæði. Gerði Bragi Björnsson, skátahöfðingi, sér þá lítið fyrir og tjaldaði fyrir utan Laugar í Sælingsdal.
Desember
Jólasveinninn heimsótti Skátamiðstöðina
Starfsmenn Skátamiðstöðvarinnar voru heiðraðir með nærveru sjálfs jólasveinsins í desember! Ekki fylgir sögunni hvort Hermann, framkvæmdastjóri, hafi fengið kartöflu í skóinn eður ei...
Sígræna jólatréð
-eðaltré ár eftir ár! Verðskrá:
Verð sem Minnkaðu jólastressið svo um munar með því aðeiginleikar: fá Jólatrjáasalan er opin alla dagaHæð fram að jólum Frábærir 90 cm 6.400 kr. þér hið sívinsæla og endingargóða Sígræna jólatré. hér segir: 120 cm 9.400 kr. • 10 ára ábyrgð 140 cm 10.900 kr. Pabbi þarf ekki lengur að eyða Aðfangadeginum í 22. desember: 10-20 155 cm 13.900 kr. • 12 stærðir (90-500 cm) að ryksuga og jólaskrautið er alltaf jafnglæsilegt á 23. desember: 10-20 185 cm 16.900 kr. • Stálfótur fylgir 215 cm 22.900 kr. sígrænum greinum þessara gæðatrjáa. Aðfangadagur: Lokað
• • • • •
Ekkert barr að ryksuga Ekki ofnæmisvaldandi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar
230 cm 260 cm 300 cm 370 cm 430 cm 500 cm
24.900 kr. 34.900 kr. 44.500 kr. 61.900 kr. 119.500 kr. 169.000 kr.
Grenilengjur í metratali: 500 kr. pr. meter
9
Kakó og smákökur á Héraði
Jólakveðjur Gyðjuhópurinn þakkar öllum þátttakendum á DS. Aukalífi í febrúar og þá sérstaklega þeim skátum sem aðstoðuðu okkur við það að gera hann sem frábærastan! Takk, Jakob Guðna, Matthilda Follend, Arnór Bjarki, Liljar Már og Gummi Súkka! Kæri skáti! Færi þér og þínum mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þakka þér fyrir þín góðu störf í þágu skáta. Með skátakveðju, Bragi Björnsson, skátahöfðingi. Óska öllum skátum nær og fjær gleðilegra jóla með þökk fyrir skemmtilegar stundir á árinu sem er að líða. Til hamingju með nýja skátaöld! Hulda Sólrún, formaður alþjóðaráðs. Skátafjölskyldan á Guðna sonsetrinu óskar öllum skátum gleðilegra jóla. Verum viðbúin á nýju ári!
Nú á aðventunni fór Fálkaskátasveit Héraðsbúa í skógarferð inn í Hallormsstað og gekk þar um í blíðskaparveðri og miklu frosti sem beit svolítið í kinnar.
Þegar við vorum búin að ganga í 1 ½ klst. fórum við niður í Mörk sem er við trjásafnið á Hallormsstað, en þar tók hún Begga skógarvörður á móti okkur með rjúkandi heitt kakó og lummur, bakaðar á staðnum. Eftir þetta ævintýri lá leið okkar inn í Skriðuklaustur þar sem við gerðumst menningarleg, hlustuðum á skáld sem voru stödd þarna til að lesa upp úr bó kum sínum sem þau eru að gefa út um jólin. Og enn var bætt á sig kakói og að sjálfsögðu þessum líka yndælu jólakökum og bakkelsi sem er svo gott þarna á Skriðuklaustri.
Fyrr í desember héldum svo allar sveitir jólakvöld með miklum huggulegheitum. Drekaskátar lærðu um íslenska fánann og sungu, fálkaskátar bökuðu og lásu jólasögur og Dróttskátar voru með draugakvöld og bökuðu smákökur sem runnu ljúflega niður með malti og appelsíni undir drungalegum draugasagnalestri. Skátafélagið Héraðsbúar þakkar samveruna á liðnu ári og óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Með jólaskátakveðju, Þórdís Kristvinsdóttir.
10
Jóhanna Aradóttir, aðstoðar félagsforingi Skátafélagsins Svana á Álftanesi og Hrafnhildur Sigurðardóttir, varaformaður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ undirrita samststarfssamning í jólaboði Skátafélagsins Svana 16. desember sl.
Samstarfssamningur skátanna við Hjálparsveit skáta í Garðabæ Á jólafundi Skátafélagsins Vífils í Garðabæ og Skátafélagsins Svana á Álftanesi skrifuðu for svarsmenn skátafélaganna undir samstarfssamn ing við Hjálparsveit skáta í Garðabæ um virkan þátt hjálparsveitarinnar í uppeldisstörfum skáta hreyfingarinnar. Skátahreyfingin er uppeldishreyfing og með þessum samningi er Hjálparsveit skáta í Garðabæ að skuld binda sig í að taka virkan þátt í því uppeldi. Skátastarf hefur lengi verið uppeldisstöð fyrir hjálparsveitirnar og eru forsvarsmenn þessara félagseininga allir sam mála um að fjárfesting í mannauði sé ein besta fjár festing sem hægt er að hugsa sér.
Hjálparsveit skáta í Garðabæ skuldbindur sig til að sjá um fræðslu í útivist og verklega þjálfun í björgunar sveitarstörfum fyrir skáta frá 15 ára aldri og tryggir þannig meiri fjölbreytni í skátastarfinu. Skátafélögin skuldbinda sig til að halda áfram að leggja áherslu á útivist í skátastarfi og auka þannig líkurnar á því að skátarnir velji björgunarleið sem eðlilegt framhald af sínu skátastarfi. Þeir sem vilja taka þátt í öflugu skátastarfi hjá þess um félagseiningum eru hvattir til að hafa samband. Reglulegir fundir hefjast síðan í Jötunheimum eftir áramót.
Markmið skátastarfs á Íslandi er að virkja einstaklinga til að vera sjálfstæðir, ábyrgir og virkir í samfélaginu og á það markmið við allar þessar einingar. Hér má sjá Hafdísi Báru Kristmunds dóttur, félagsforingja Skátafélagsins Vífils og Elvar Jónsson, formann Hjálparsveitar skáta í Garðabæ, undirrita samstarfssamning í jólaboði Skátafélagsins Vífils 15. desember sl.
11
BÍS, SSR og Skógræktar félag Íslands kaupa Úlfljótsvatnsjörðina Jólakveðjur Kæru skátar, Við óskum ykkur innilega gleði legrar jólahátíðar og farsæls nýs skátaárs. Hlökkum til að sjá ykkur á landsmóti skáta við Úlfljótsvatn næsta sumar! Jólaskátakveðjur, Landsmótsstjórn Skátakórinn sendir sínar bestu óskir um farsælt kom andi skátaár!
Í hugum íslenskra skáta hefur Úlfljótsvatn lengi verið „undraland“. Skátarnir hafa verið á Úlfljóts vatni í 70 ár og smám saman byggt þar upp tölu verða aðstöðu, nokkra skátaskála og tjaldstæði fyrir almenning sem einnig nýtist skátum fyrir lítil og stór skátamót. Réttindi skátanna og möguleik ar til að byggja upp skátamiðstöð á Úlfljótsvatni hafa m.a. verið háðir samningum við eigendur Úlfljótsvatnsjarðarinnar og annarri starfssemi á staðnum. Vegna þessara aðstæðna hefur verið svolítið erfitt að gera langtímaáætlanir.
sá aðili sem er hvað hagstæðastur samstarfsaðili skátanna varðandi eignarhald á Úlfljótsvatnsjörðinni. Hagsmunir beggja fara saman að öllu leyti. Einlægur vilji til að rækta landið og klæða það skógi, gera það aðgengilegt fyrir almenning og efla starfsemi skátanna á staðnum. Með þessum kaupum á Úlfljótsvatns jörðinni er framtíð skátastarfs og skátamiðstöðvar á Úlfljótsvatni endanlega tryggð um alla framtíð. Gengið var frá kaupsamningi miðvikudaginn 21. desember sl.
Eigandi Úlfljótsvatnsjarðarinnar hefur um langa tíð verið Orkuveita Reykjavíkur. Vegna breyttra aðstæð na í samfélaginu og erfiðrar fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur hafa eigendur hennar ákveðið að selja skuli þær eignir fyrirtækisins sem ekki tengjast beint meginhlutverki þess, þar á meðal Úlfljótsvatnsjörðina. Skógræktarfélag Íslands, Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag íslenskra skáta hafa nú ákveðið að taka höndum saman og kaupa jörðina við Úlfljótsvatn. Að mati stjórnar BÍS og SSR er Skógræktarfélag Íslands
Undraland við Úlfljótsvatnið blátt
Við viljum þig á Landsmót!
Ert þú eldri en 18 ára? Langar þig að: • • •
Vera með atriði á sviði? Taka þátt í hátíðardeginum? Reka kaffihús?
• •
Vera með skemmtiatriði á kaffihúsi? Vera með skemmtiatriði á hátíðardeginum?
Hafðu sambandi við okkur í tölvupósti: elsiros@skatar.is
12
Skátar geta aðstoðað
Skátaflokkar og –sveitir, sem og einstakir skátar, geta aðstoðað við matarúthlutun Mæðrastyrks nefndar. Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband í síma 551-4349 eða með tölvupósti á maedur@simnet.is
Góðverk á Fiskislóð 14 „Jæja, það er kannski viðeigandi að gera þetta loksins núna, þegar árinu er að ljúka,“ hugsa ég með mér þar sem ég keyri á eldgamla, sænska skrjóðnum mínum niður á Fiskislóð 14. Árið 2011 hefur verið útnefnt af Evrópusambandinu sem ár sjálfboðaliðans og leið mín liggur í vöruhús niðri á Granda, þaðan sem Mæðrastyrksnefnd Reykja víkur útdeilir matargjöfum og nauðsynjavörum.
Eftir nokkra klukkustunda þeyting á milli vörustæða er morguntörnin búin og sjálboðaliðarnir setjast niður og hressa sig við með kaffi og piparkökum. Ég kann ekki við að taka mér meira frí úr vinnunni, svo ég skráði mig bara á eina törn, en áður en ég bruna í burtu næ ég aðeins í skottið á Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og spyr hana aðeins út í starf þeirra.
Vissulega hef ég unnið aðra sjálfboðavinnu á árinu sem er að líða. Ótal stundir hafa farið í vinnu með börnum í gegnum skátastarf, virka þáttöku í samfé laginu og aðra sjálfboðavinnu. Samt finnst mér eins og ég vinni ekki nóg sjálfboðaliðastarf. Það er ekki nógu augljóst að ég sé að leggja mitt á vogarskálar nar til að bæta heiminn (þótt ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég sé að gera það, svona þegar ég hugsa virkilega um það). Það er því með örlítilli eftir væntingu og pínulitlum kvíða sem ég legg bílnum mínum í snjófyllt stæðin við stóra skemmuhurð.
„Í febrúar 1928 varð hörmulegt sjóslys þegar togar inn Jón forseti fórst út af Stafnesi“ segir Ragnhildur mér, „og í kjölfarið var Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur stofnuð af nokkrum kvenfélögum, til þess að aðst oða ekkjurnar og börn þeirra með mataraðstoð og fjárstyrkjum“. Hún segir mér frá því hvernig hlutverk nefndarinnar hafi breyst í áranna rás, en ennþá er meginhlutverkið þó að aðstoða einstæða foreldra og stórar fjölskyldur, auk þess sem nefndin styrkir börn til sumarbúðadvalar.
Ég gef mig fram við nokkrar konur sem standa og taka veðrið fyrir utan skemmudyrnar og spyr hvert ég eigi að fara til að sjálfboðaliðast. „Guði sé lof!“ hrópar önnur þeirra og bætir við: „við erum fáliðaðar í dag“. Mér er sagt að tala við ljóshærða konu sem tekur mér fagnandi og kennir mér á kerfið: Maður tekur þrjá plastpoka og fyllir þá af vörum eftir fyrirframgefnum lista. Svínahnakki, piparkökuaskja og aspassúpu bréf eru meðal þess sem borin verða á borð hjá þeim fjölskyldum Reykjavíkur sem þurfa aðstoð til þess að komast í gegnum jólatíðina. Þótt kalt sé í skemmunni er ágætisstemming þar sem sjálfboðaliðar á öllum aldri þeytast hring eftir hring með gular innkaupakerrur og pakka ofan í poka. Allt þetta fólk er að gefa af dýrmætum frítíma sínum eða taka sér frí í vinnunni til að ganga úr skugga að allir fái jólamatinn á borð til sín.
Öll vinna Mæðrastyrksnefndar er unnin í sjálfboða vinnu, fyrir utan einn starfsmann í hálfu starfi sem sér um nauðsynlegar innpantanir og slíkt. Vörurnar sem Mæðrastyrksnefnd útdeilir koma margar hverjar sem gjafir frá fyrirtækjum eða fást með miklum afsætti. Matarúthlutanir eru á hverjum miðvikudegi að öllu jöfnu, en fyrir jólin eru einning sérstakar hátíðarúthlut anir. Ragnhildur er kjörin formaður Mæðrastyrksnefndar sem fulltrúi frá einu af þeim kvenfélögum sem standa að nefndinni. Þegar ég spyr hana af hverju hún sé að þessu brosir hún og segir: „Ég geri þetta fyrst og fremst af því mér finnst það gaman. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ og uppfull af jólaanda kveð ég Ragnhildi og þakka henni fyrir spjallið og þann innblástur sem hún og Mæðrastyrksnefnd hafa veitt mér.
13
Jólakveðjur Inga Auðbjörg, Guðrún Häsler og Nanna og allir hinir leiðbeinendurnir á Innleið ingarnámskeiðunum óska öll um Himindrekum, Elddrekum, Jarðardrekum og Vatnsdrekum gleðilegra jóla og vona að þeir verði duglegir að setja sér markmið um hátíðirnar! Ég þakka heldri skátum, ferðafélögum mínum á Alheimsmót í sumar, fyrir óg leymanlega ferð og óska þeim gleðilegra jóla! Skátakveðja, Sturla Bragason. Elsku Baldur, þú ert besti félagsforingi í heiminum. Bjössi Grillari hefur ekki tærnar þar sem þú hefur hælana, þó hann geti veitt rjúpu með skóreimum. Takk fyrir allar góðu stundirnar og fyrir að láta ömmu þína þrífa. -Skátarnir í Segli! Frábæru bandalagsstarfs menn, þið eigið hrós skilið fyrir þetta unaðslega skátaár sem þið hafið hjálpað okkur að stunda. Eigið góða hátíð en ekki gleyma að mæta eftir áramót. Við þörfnumst ykkar. -Skátar Íslands.
Ratleikir í skátastarfi Skátarnir hafa kennt og stundað útvist frá því hreyfingin var stofnuð og er það eitt af hennar megineinkennum. Kennsla á kort og áttavita hefur verið talin nauðsynlegur hluti af skátastarfi enda lykillinn að öruggu útvistarstarfi. Skátar á Norðurlöndum þróuðu fyrir um einn öld síðan íþrótt úr rötunarkennslu sem þeir nefndu orienteering og hefur verið þýdd hér á landi sem ratleikur eða rathlaup. Skátamál fengu Gísla Örn Bragason skátaforingja í Vífli og stofnanda rathlaupsfélagsins Heklu til að segja frá þessari íþrótt og hvernig við getum notað rathlaup í skátastarfinu. Hvað er rathlaup? Rathlaup er hlaupaíþrótt sem stunduð er á opnum svæðum bæði innan borgarmarka og utan. Þátttak endur fá kort af hlaupasvæðinu og eiga með aðstoð þess að fara á milli stöðva sem merktar eru á kortið. Hefðbundið rathlaup gerir ráð fyrir því að farið sé á milli stöðvanna í fyrirfram ákveðinni röð en til eru ým sar aðrar útgáfur. Má þar nefna stjörnurathlaup sem virkar þannig að eftir hvern póst eiga þátttakendur að fara til baka á byrjunarreit til að fá næsta póst upp gefinn.
Rathlaup í skátastarfi Áhugasamir skátar getað fengið aðgang að rathlaupskortum og sett upp skemmtilegan rathlaupsleik í nágrenni við sitt skátaheimili. Til eru kort af öllum helstu útvistarsvæðum á höfuðborgar svæðinu eins Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Laugardalnum, Hljómskálagarðinum, Ullarnesbrekkum og Heiðmörk. Einnig eru til kort af Borgarnesi. Hægt er að nálgast útprentuð kort í Skátamiðstöðinni með merktum póst um inn á og einnig er hægt að lánaða fána til að merkja staðina. Með hverju flaggi fylgir klemma með sérstöku munstri sem staðfestir komu skátans á póst inn. Skátaforingi þarf að setja upp flöggin fyrir æfingu og taka þau niður af henni lokinni. Korta- og áttavitakennsla Rathlaup eða ratleikur er þjálfun í notkun á korti og áttavita og æfing felst í því að afla sem flestra upp lýsinga af kortinu og kunna að nota kennileiti í nátt úrunni til að komast á milli staða. Þegar við kennum skátum að nota kort þurfa þeir að geta snúið kortinu rétt miðað við umhverfið og til þess getum við notað kennileiti í umhverfinu eða áttavita þar sem áttavita nálin stefnir alltaf í norður. Rathlaupskort eru eins og hefðbundin kort en eru yfirleitt mun nákvæmari. Inn á kortin er merktur all ur gróður, stígar, vatn og hæðalínur. Þið skuluð átta ykkur vel á merkingu tákna á kortinu áður þið farið í ratleik. Póstalýsing fylgir kortinu sem getur hjálpað þátttakendum að finna út nákvæma staðsetningu þeirra. Nú er um að gera að prófa að fara með flokkinn eða sveitina í rathlaup og til eru margar útgáfur af rathlaupsleikjum. Á vormánuðum verður haldið nám skeið í rötun fyrir skátaforingja og verður það auglýst nánar síðar. Rathlaupsfélagið Hekla stendur einnig fyrir vikulegum rathlaupsæfingum frá maí til sept ember sem eru öllum opnar og tilvalin þjálfun fyrir skáta. Nánari upplýsingar er að finna á rathlaup.is og í Skátahandbókinni bls. 176-180.
14
Svipmyndir frá Blandi í poka 2011
15