Skátamál 1. tbl 2012

Page 1

1.tbl. | 2012 Ábm: Hermann Sigurðsson Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | inga@skatar.is

Í fótspor írska risans

Írskir og íslenskir dróttskátar taka þátt í alvöru útivistaráskorun

Menn óskast í hættulegan leiðangur. Lág laun, nístandi kuldi, algjört myrkur mánuðum saman, sífelld lífs­ hætta. Endurkoma óviss. Frægð og heiður ef allt gengur vel. Ernest Shackleton.

Þessarri auglýsingu svaraði Tom Crean, sem oft var uppnefndur írski risinn. Hann fór með föruneyti Ern­ests Schackleton á skipinu Endurance að kanna ókunna ísheima Suðurskautslandsins. Skipið festist í ísbreiðunni og sat þar fast mánuðum saman. Áhöfnin reyndi sitt besta til þess að losa skipið með handafli, en allt kom fyrir ekki; -skipið brotnaði í spón og áhöfn­ in þurfti að treysta á krafta sína og andlegt þrek til að komast aftur heim.

Margir hugrakkir skátar svöruðu svo kalli þegar Scouting Ireland og Bandalag íslenskra skáta auglýsti Vetraráskorun Crean, útilífs- og ævintýraáskorun sem nefnd er eftir þessum dugmikla írska risa. 15 íslenskir dróttskátar og 15 írskir skátar á sama aldri voru valdir úr hópi umsækjenda til að takast á við þetta ævintýri. Skátarnir munu halda saman dagana 12.-18. febrúar og meðal annars dvelja á Úlfljótsvatni, í skálum uppi á Hellisheiði og við Fossbúð. Það verður fróðlegt að fá að heyra frægðarsögurnar frá dróttskátunum knáu þegar yfir lýkur. Sérðu einhvern koma hlaupandi þegar þú ert að stíga upp í strætó... biddu bílstjórann um að bíða eftir honum. Er bíll stopp úti í kanti... hvernig væri að stoppa og athuga hvort þú getir aðstoðað? Er gömul kona í vandræðum við að fara yfir götu... hvernig væri að hjálpa henni?

Skátar hafa í hartnær hundrað ár tamið sér það að gera góðverk á hverum degi. Í ár höldum við í fjórða sinn svokallaða Góðverkadaga þar sem landsmenn allir sameinist í góðum verkum. Góðverk þurfa ekki að vera stór til að kalla fram bros eða vellíðan eða gera dag einhvers örlítið betri. Eitthvað sem tekur okkur litla stund getur þýtt mikið fyrir aðra ef við bara gefum okkur tíma til þess.

Góðverkadagarnir eru 20.-24. febrúar. Í kringum afmæli Baden-Powell hjónanna. Á vefnum godverkin. is er hægt að skrá góðverkin sem maður vinnur, sjá hvaða góðverk aðrir eru að gera og fá ýmsar hug­ myndir um hvað hægt er að gera í tilefni Góðverka­ daga. Á dagskrárvefnum eru einnig dagskrárhug­ myndir fyrir skátasveitir og flokka. Sýnum samstöðu, tökum þátt í þessu skemmtilega verkefni, vinnum góðverk og komum þar með af stað hrinu góðverka í samfélaginu. Sjá: www.godverkin.is

1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.