1.tbl. | 2012 Ábm: Hermann Sigurðsson Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | inga@skatar.is
Í fótspor írska risans
Írskir og íslenskir dróttskátar taka þátt í alvöru útivistaráskorun
Menn óskast í hættulegan leiðangur. Lág laun, nístandi kuldi, algjört myrkur mánuðum saman, sífelld lífs hætta. Endurkoma óviss. Frægð og heiður ef allt gengur vel. Ernest Shackleton.
Þessarri auglýsingu svaraði Tom Crean, sem oft var uppnefndur írski risinn. Hann fór með föruneyti Ernests Schackleton á skipinu Endurance að kanna ókunna ísheima Suðurskautslandsins. Skipið festist í ísbreiðunni og sat þar fast mánuðum saman. Áhöfnin reyndi sitt besta til þess að losa skipið með handafli, en allt kom fyrir ekki; -skipið brotnaði í spón og áhöfn in þurfti að treysta á krafta sína og andlegt þrek til að komast aftur heim.
Margir hugrakkir skátar svöruðu svo kalli þegar Scouting Ireland og Bandalag íslenskra skáta auglýsti Vetraráskorun Crean, útilífs- og ævintýraáskorun sem nefnd er eftir þessum dugmikla írska risa. 15 íslenskir dróttskátar og 15 írskir skátar á sama aldri voru valdir úr hópi umsækjenda til að takast á við þetta ævintýri. Skátarnir munu halda saman dagana 12.-18. febrúar og meðal annars dvelja á Úlfljótsvatni, í skálum uppi á Hellisheiði og við Fossbúð. Það verður fróðlegt að fá að heyra frægðarsögurnar frá dróttskátunum knáu þegar yfir lýkur. Sérðu einhvern koma hlaupandi þegar þú ert að stíga upp í strætó... biddu bílstjórann um að bíða eftir honum. Er bíll stopp úti í kanti... hvernig væri að stoppa og athuga hvort þú getir aðstoðað? Er gömul kona í vandræðum við að fara yfir götu... hvernig væri að hjálpa henni?
Skátar hafa í hartnær hundrað ár tamið sér það að gera góðverk á hverum degi. Í ár höldum við í fjórða sinn svokallaða Góðverkadaga þar sem landsmenn allir sameinist í góðum verkum. Góðverk þurfa ekki að vera stór til að kalla fram bros eða vellíðan eða gera dag einhvers örlítið betri. Eitthvað sem tekur okkur litla stund getur þýtt mikið fyrir aðra ef við bara gefum okkur tíma til þess.
Góðverkadagarnir eru 20.-24. febrúar. Í kringum afmæli Baden-Powell hjónanna. Á vefnum godverkin. is er hægt að skrá góðverkin sem maður vinnur, sjá hvaða góðverk aðrir eru að gera og fá ýmsar hug myndir um hvað hægt er að gera í tilefni Góðverka daga. Á dagskrárvefnum eru einnig dagskrárhug myndir fyrir skátasveitir og flokka. Sýnum samstöðu, tökum þátt í þessu skemmtilega verkefni, vinnum góðverk og komum þar með af stað hrinu góðverka í samfélaginu. Sjá: www.godverkin.is
1
Róverskátar athugið:
Skátaþing og fastaráð – eitthvað fyrir alla! Una Guðlaug Sveinsdóttir skrifar
Skátaskemmtun
Í tengslum við Skátaþing verður haldin heljar innar skátaskemmtun laugar dagskvöldið 17. mars. Frábær matur, fjölbreytt skemmtiatriði og dans. Miðaverð er aðeins kr. 3.500 en þúsundkall fyrir þá sem koma bara á ball ið. 18 ára aldurs takmark. Aðeins eru 80 sæti í boði í mat og skemmti atriði og því betra að skrá sig sem fyrst. Skráning og frágangur á greiðslu fer fram á www.skatar.is/vid burdaskraning
Í skátahreyfingunni starfar aragrúi af ólíkum ein staklingum sem eru á ýmsum aldri og hafa mis munandi áhugasvið. Þessi fjölbreytni er mikilvæg auðlind fyrir starfið og stuðlar að því að dag hvern standa skátarnir okkar frammi fyrir nýjum og krefjandi áskorunum. Eins mikilvæg og þessi fjölbreytni er fyrir starf í sveitum og félögum er ekki síður mikilvægt að hún skili sér á þann vettvang sem fer með æðstu stjórn í málefnum skáta á landsvísu: Skátaþing. Skátaþing er ómetanlegur vettvangur skoðanaskipta – árlega koma þar saman skátar af öllu landinu til að ræða og taka ákvarðanir um mál sem á endanum hafa áhrif á okk ar daglega skátastarf. Á þinginu er svo kosið í fimm fastaráð BÍS, sem hvert um sig starfar að ákveðnum málaflokk árið um kring.
Því fleiri sjónarmið sem mætast á Skátaþingi, því öflugri verða skoðanaskiptin og því meira vægi hafa þessar ákvarðanir. Skátahreyfingin er svo lánsöm að hafa innan raða sinna bæði reynslubolta og visku brunna og jafnframt drífandi og hugmyndaríkt ungt fólk. Skátaþing er ekki bara fyrir hina fyrrnefndu, þó að framlag þeirra sé ómetanlegt! Þú, kæri Róverskáti, ert drífandi og hugmyndaríkur. Þú átt erindi á Skátaþing. Þú átt erindi í fastaráð BÍS. Ég hvet þig innilega til að gefa kost á þér til setu í því ráði sem fellur best að þínu áhugasviði, skunda svo á Skátaþing og leggja þitt af mörkum til að gera gott starf enn betra!
Heimsfriður fékk aukalíf
Helgina 10.-12. febrúar brugðu 62 dróttskátar sér aftur í tímann til ársins 1919. Þar aðstoðuð þeir Halldór Laxness, Hedy Lamarr, Amelia Earhart og fleiri þekktar persónur úr mannkynssögunni við að tryggja að friður héldist í heiminum eftir lok heimsstyrjaldarinnar.
Dróttskátarnir tóku sér margt fyrir hendur til að reyna að tryggja frið. Með aðstoð Halldórs Laxness gáfu þeir út blað til að upplýsa hvern annan um hvað væri að gerast í heiminum. Uppfinningakonan Lillian Moller Gilbreth fræddi skátana um góðar vinnuaðferðir í eld húsinu og kenndi þeim að elda mat frá öllum heims
hornum. Indíáninn Sacagawea forðaði skátunum frá slæmum draumum með því að kenna þeim að gera draumfangara að indíánasið. Landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson kannaði nýjar lendur í eldunar aðferðum og Baden-Powell lyfti skátunum upp af jörðinni og upp í klifurturninn. Flugmaðurinn Amelia Earhart hálpaði skátunum að búa til frumleg loftför sem gætu gert þeim kleift að ferðast um heiminn og kynnast fólki frá öllum heiminum. Það sat því enginn auðum höndum á Úlfljótsvatni þessa helgina þegar Gyðjuhópurinn ásamt góðum aðstoðarmönnum héldu Aukalíf í annað sinn.
2
Skátafélögin flísuð upp á landsmóti!
Loki
Dagar ljótra landsmótsflísa eru taldir, en það þarf þó ekki að þýða að þetta endurnýtta og úti vistarvæna efni eigi ekki eftir að setja svip sinn á landsmót skáta í sumar! Íslenska sumarið á það til að vera svalt og skátar eiga að vera við öllu búnir. Hvernig væri að félagið myndi dressa sig upp í fallegar flíspeysur frá 66°norður? Hægt er að láta merkja flísina með nafni skátafélags og þær koma merktar með skátamerkinu. Vík – flís fyrir fullorðna: 14.480 fyrir handhafa skátaskírteinis. Loki – barnaflís: 7.040 fyrir handhafa skátaskírteinis.
Vík
Innleiðing á öllum vígstöðum „Ég sá í þeim þingmenn framtíðarinnar“ Dagbjört Brynjarsdóttir, drekaskátaforingi til margra ára, kom upprifin heim til sín eftir fyrsta lýðræðisleikinn sem hún lék með skátunum sínum í Mosfellsbæ. „Það kom mér verulega á óvart að sjá hversu öruggir drekaskátarnir voru með sig þegar þeir settu sig í spor þingmanna og rökræddu verkefnatilboðin líkt og þeir væru að setja fram frumvörp“. Dagbjört bætir við að lýðræðisleikurinn hafi gefið skátunum kost á að vera með í vali á verkefnum dagskrárhringsins, sem verði til þess að þeir átti sig betur á markmiðum verkefn anna og því hvernig lýðræði virkar. „Það er ótrúlegt hvað verkefni eins og Tiltekt í skátaheimilinu verður allt í einu vinsælt dagskrártilboð!“ Dagbjört hlakkar til þess að skoða nýja efnið betur og sér marga möguleika sem koma til með að gera skátastarf enn betra og markvissara.
Það er ljóst að til þess að samtilla skátahreyf inguna alla í sínu góða starfi þarf ný skátadag skrá að vera sem rauður þráður í gegnum allt skátastarf. Þannig myndar starfsgrunnurinn þann ramma sem við byggjum á og samfella myndast í starfinu. Ríflega 150 skátar hafa nú sótt innleiðingarnámskeið og því ekki langt að bíða þar til ungir skátar byrja að setja sér áfanga markmið og persónulegar áskoranir, sveitir fari að keppast um í lýðræðisleikjum og duglegir skátar að vinna að sérkunnáttumarkmiðum.
Landsmót í innleiðingarhugleiðingum Landsmót er ekki undanskilið þegar kemur að nýjum starfsgrunni. Þorpin standa hvert fyrir sig fyrir tvö þroskasvið; þannig hjálpar listaþorpið Leiktu þitt lag til að mynda skátunum að þroska með sér hæfileika á sviðum vitsmuna og tilfinninga með því að læra að tjá sig á listrænan hátt. Ennfremur munu sum dagskrárverkefni innan þorpanna tengjast sérkunnáttu merkjunum og á www.skatamot.is má finna tillögur að sérkunnáttumerkjamarkmiðum sem tengjast landsmótsdagsrkánni.
3
Skátar senda forsetanum kveðju á iPad Íslenskir skátar sendu á gamlársdag forseta Íslands nýárskveðjur með nýstárlegum hætti. Kveðjan var borin af ungum skátum frá heimili skátahöfðingja, Braga Björnssonar, á Seltjarnar nesi með ljósmerkjum á morse-kóða yfir Skerja fjörðinn og þaðan borin upp að Bessastöðum þar sem fulltrúar Bandalags íslenskra skáta afhentu forsetanum hana.
Kveðjusendingin var eins konar endurtekning á nýárskveðju sem send var með sambærilegum hætti fyrir hálfri öld síðan. Sendi þá Jónas B. Jónasson, þáverandi skátahöfðingi, Ásgeiri Ásgeirssyni forseta nýárskveðju í tilefni 50 ára afmælis skátahreyfingar innar á Íslandi. Morse-sending með nýstárlegum hætti Sending ljósmerkjanna fór fram með nokkuð nútíma legri hætti en kveðjan sem send var fyrir hálfri öld. Kveðjan frá skátahöfðingja var rituð á spjaldtölvu sem fengin var að láni hjá Epli. Tölvan breytti síðan
skilaboðunum yfir í ljósmerki á morse-kóða og hópur skáta tók við kveðjunni í fjörunni á Bessastaðanesi og gekk með hana yfir til Bessastaða, þar sem hún var afhent forsetanum. Við afhendinguna voru einn ig viðstaddir Haukur Haraldsson og Arnlaugur Guðmundsson sem báru svipaða kveðju fyrir hálfri öld til þáverandi forseta, Ásgeirs Ásgeirssonar. Geymir ennþá vanilluhringinn Haukur Haraldsson, annar skátanna sem hljóp með kveðjuna úr flæðamálinu fyrir 50 árum, segir það hafa verið mikil upplifun að hitta forsetann. Þetta var í fyrsta skipti sem hann kom inn á Bessastaði og stendur honum það enn ljóslifandi fyrir hugskotssjón um að hafa borið forsetanum kveðjuna og þegið að launum kaffiveitingar. ,,Ég á ennþá vanilluhringinn sem forsetinn bauð mér upp á, en ég stakk honum í vasann og geymdi til minningar. Hann er ennþá sem nýr, þó ég hafi nú ekki prófað að bragða á honum!”, segir Haukur.
4
Skátaforingjar meðvitaðir um barnavernd Tæplega fimmtíu skátar mættu á námskeiðið Verndum þau. Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn; sum eiga undir högg að sækja, eru beitt ofbeldi – líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu – eða eru vanrækt á einhvern hátt. Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum heima fyrir, í skóla eða annars staðar og viti hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum. Verndum þau námskeiðið fjallar um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt og eru þátttakendur upplýstir um eðli og birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu. Salur Skátamiðstöðvarinnar var þéttsetinn þann 17. janúar þegar skátaforingjar sátu námskeið hjá Þor björgu Sveinsdóttur um barnavernd. Þorbjörg sagði frá lagalegum hliðum barnaverndar og fjallaði um hvernig hægt væri að greina merki um að ofbeldi á barni ætti sér stað. Bandalag íslenskra skáta mælist til þess að allir skátaforingjar, hvort sem er sveitarforingjar, viðburðastjórnendur eða stjórnarmeðlimir, sæki slíkt námskeið reglulega. Næsta námskeið er í byrjun júní.
Nýtt dagatal með ítarlegu viðburðaryfirliti fyrir 2012 og 2013 er komið út. Dagatalið verður sent út til félaganna á næstu dögum en einnig er hægt að nálgast eintök í Skátamiðstöðinni.
Nýtt skátadagatal komið út
5
Flokkakeppni Landsmóts
Skörpustu skátarnir, faglegasti flokkurinn; -eruð það þið?
Skátaflokkur Íslands!
Skátastarf er einstaklega fjölbreytt og til þess að verða sem færastur á sviði skátafræðanna þarf skátinn að æfa sig og þjálfa á fjöldamörgum sviðum. Það er ekki sem verst að geta súrrað hringekju, en skátinn ætti líka að kunna að skraut skrifa í myrkri, þeyta rjóma án handþeytara og lesa veðrið úr skýjabólstrum. Flokkakeppni landsmóts verður að þessu sinni með öðru sniði en oft áður. Flokkakeppnin hefst ekki fyrr en skátarnir koma á landsmótið. Hún fer fram á mótsstað og þar verða sigurvegararnir krýndir. Undirbúningur fyrir keppnina fer fram í vetur í skátafélögunum. Keppt verður í þremur aldursstigum: fálkaskátar, dróttskátar og rekkaskátar. Hver flokkur samanstendur af 6-8 skátum á sama aldursbili. Þeir mega koma úr 1-8 félögum. Flokkurinn má því vera blandaður á milli skátafélaga. Keppnisgreinarnar eru kynntar í skömmtum, sem finna má á landsmótsvefnum. Félögin geta notað verkefnin í vetrarstarfinu eða boðið skátunum að æfa sig í þeim utan fundartíma. Keppnisgreinarnar á mótinu sjálfu eru svipaðar þeim sem sendar hafa verið út í vetur. Þær geta sameinað mörg af þeim verkefnum sem að kynnt hafa verið eða notað ákveðna þætti einhvers verkefnis. Með því að æfa sig í öllum 30 eru keppendur vel undirbúnir fyrir keppnina. Sumar greinarnar þarf að æfa lítið og aðrar meira. Ekki er nauðsynlegt fyrir alla í flokknum að geta gert allt. Þannig getur áhugi hvers og eins fengið að njóta sýn. Byrjið strax að undirbúa ykkur í að taka við titl inum Skátaflokkur Íslands 2012!
Tækifæri til að hafa áhrif á skátastarf á Íslandi
Senn líður að skátaþingi og þar ganga skátar til kosninga um menn og málefni. Þingið verður haldið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur dagana 16. og 17. mars og hefst föstudaginn 16. mars kl. 18:30. Kosið er í stjórn BÍS og í fastaráðin fimm; alþjóðaráð, dagskrárráð, fjármálaráð, fræðsluráð, upplýsingaráð. Á hverju ári er kosið um einhvern af stjórnarmeð limunum, tvo eða þrjá í senn en þeir sitja í þrjú ár. Á þessu skátaþingi eru stöður formanna aljþóðaráðs, dagskrárráðs og fræðsluráðs lausar. Í fastaráðunum sitja fimm manns sem eru kosnir til eins árs í senn. Því er á hverju ári hægt að bjóða sig fram til setu í því ráði sem maður hefur áhuga á að starfa með. Alþjóðaráð annast samskipti við alþjóðleg samtök skáta, WOSM og WAGGGS og við erlend skátabandalög. Það annast kynningu á erlendu skátastarfi til íslenskra skáta og kynningu á ísl ensku skátastarfi erlendis. Dagskrárráð annast útgáfu og endurskoðun verkefna er varða skátastarf, auk þess að hafa umsjón með framkvæmd sameiginlegra viðburða á vegum BÍS. Fjármálaráð annast fjáraflanir BÍS, hefur eftirlit með fjármálum BÍS og fylgir eftir fjárhagsáætlun. Fræðsluráð annast fræðslustarf BÍS þ.m.t. gerð námsskrár og framkvæmd námskeiða. Gerir tillögu að útgáfu námsefnis fyrir öll námskeið almennrar námskeiðsbrautar BÍS. Annast skipulagningu og framkvæmd leiðtogaþjálfunar BÍS. Upplýsingaráð hefur umsjón með útbreiðslu skátastarfs og almannatengsl. Er í samskiptum við skáta og foreldra, við önnur félagasamtök og opinbera aðila. Ennfremur eru kjörnir tveir fulltrúar í uppstillingarnefnd til tveggja ára, einn endurskoðandi og einn skoðunarmaður reikninga BÍS til eins árs, formaður Skátaréttar til þriggja ára og einn fulltrúi í Úlfljótsvatnsráð til eins árs. Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram í eitthvað af ofantöldu eða hefur ábendingu um hæfan einstakling í einhvert þessa starfa skaltu setja þig í samband við Uppstillinganefnd í síðasta lagi 24. febrúar. Lokafrestur til að skila stjórn BÍS tillögum til breytinga á lögum BÍS er 17. febrúar og um mál sem hljóta eiga afgreiðslu á þinginu er 24. febrúar.
6
Sjálfbær útivistarparadís fyrir alla! Laugardaginn 21. janúar var haldinn stefnumótun ardagur um málefni Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlf ljótsvatni í Skátamiðstöðinni. Mæting var góð og áhugi þeirra sem tóku þátt mikill. Markmiðin voru einföld og skýr; að leggja grunn að stefnu og framtíðarsýn fyrir Úlfljótsvatn 2020 og að hafa gaman að vinnunni og njóta dagsins. Margir áhugaverðir punktar litu dagsins ljós, s.s. „Græni klúturinn“, sjálfbærni, ÚSÚ-Appið og „Skáti í krukku“ svo eitthvað sé nefnt. Framtíðarsýnin sem lögð var upp fyrir Úlfljótsvatn 2020 er: Úlfljótsvatn býður alla velkomna til að njóta upplifunar sem byggir á skátaaðferðinni á sjálfbærum stað. Aðstaða – Þjónar þörfum fjölbreytts hóps, til gistingar og þjónustu allt árið. Dagskrá – Leiðandi í sjálfbærri umhverfis- og útivistarfræðslu fyrir skáta og almenning. Græna hliðin – Úlfljótsvatn er leiðandi í umhverfismálum og hefur hlotið vottun SCENES. Markaðssetning – Býður alla velkomna og er griðland skáta. Þar býðst að taka þátt í fjölskyldu vænu útilífi, skátaverkefnum, skógrækt og mann rækt. Rekstur – Rekstur Úlfljótsvatns er sjálbær fjárhagslega, menningalega og umhverfislega. Þegar skátar taka sig saman gerast oft mjög góðir hlutir og til marks um það má benda á að eftir stefnu mótunardaginn lágu um 400–500 manntímar í verk efninu og í framhaldinu má gera ráð fyrir 200-300 manntímum í viðbót. Þetta gera því í allt um 600–800 tíma í sjálfboðavinnu. Geri aðrir en skátar betur! Frekari niðurstöður úr stefnumótuninni má skoða á heimasíðu Útilífsmiðstöðvarinnar.
7
Molar
Aðalfundir skátafélaga
Nú er að hefjast vertíð aðalfunda skátafélaganna. Við viljum minna félagaforingja á að senda skrifstofu BÍS fundarboð.
Enn lausar helgar á Úlfljótsvatni fyrir skátafélög
Mikið er bókað á Úlfljótsvatni nú á vormánuðum en þó eru enn nokkrar lausar helgar til staðar. Við viljum hvetja skátafélög til að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem boðið er upp á hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Eins viljum við benda skátafélögum á að þau fá 20% afslátt af leiguverði. Til að fá frekari upplýsingar endilega verið í sambandi við Hreiðar, hreidar@skatar.is.
Veist þú mikið um rekstur og umgjörð?
Við óskum eftir góðu fólki í vinnuhóp sem kemur til með að aðstoða skátafélögin við rekstur og umgjörð. Áhugasamir hafi samband við Hermann, hermann@skatar.is
Young Womens World Forum 2012
BÍS býðst að senda tvo unga kvenskáta (14-18) á YWWF, sem er samræðuvettvangur ungra kvenskáta. Viðburðurinn er haldinn 12.-16. júlí 2012 í Chicago og BÍS má senda út tvær stúlkur og einn umsjónarmann. Ferðin er á kostnað þátttakenda. Áhugasamir hafi samband við Júlíus (julius@skatar.is) fyrir 20. febrúar
Moot 2013, sem haldið verður í Kanada dagana 8.18. ágúst 2013. Áhugasamir sendi umsókn sem inni heldur yfirlit yfir skátaferil, starfsferil og hugmyndir að undribúningi og framkvæmd ferðarinnar til Júlíus ar Aðalsteinssonar, félagsmálastjóra BÍS, julius@ skatar.is eigi síðar en 1. mars 2012. Fararstjórar skulu hafa náð 26 ára aldri hinn 1. ágúst 2013.
Barnamenningarhátíð
Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 17. – 22. apríl næstkomandi. Höfuðborgarstofa hvetur alla sem áhuga hafa á því að efla barnamenningu, hverju nafni sem hún nefnist, að senda inn tillögur að dagskráratriðum fyrir 27. febrúar næstkomandi. Þem að að þessu sinni er Uppspretta og má það gjarnan speglast í viðburðum hátíðarinnar, þó er það ekki skil yrði þátttöku. Umsóknir berist til: gudmundur.birgir.halldorsson@reykjavik.is eða karen.maria.jonsdottir@reykjavik.is
Skátar á opnum dögum í Ármúla
Dagana 29. febrúar til 2. mars er nemendafélag Fjölbrautaskólans í Ármúla með Árdaga þar sem nem endum gefst kostur á að prufa allskonar nýja hluti. Óskað hefur verið eftir því að 2-3 skátar komi og sjái um hnútakennslu í eina klukkustund í kringum hádegi einhvern af þessum dögum gegn greiðslu. Áhuga samir hafi samband við nanna@skatar.is.
Við leitum að fararstjóra fyrir World Moot 2013!
Alþjóðaráð BÍS auglýsir eftir fararstjóra til að leiða undirbúning og framkvæmd ferðar á World Scout
Vel heppnaður félagsforingjafundur Félagsforingjafundir eru mikilvægur vettvangur fyrir skátafélögin og stjórn Bandalags íslenskra skáta til þess að skiptast á upplýsingum og ræða saman. Félagsfundurinn 28. janúar var þéttsetinn, en tveir fulltrúar komu frá nánast öllum skátafélögum. Kynn ingar fóru fram um hin ýmsu málefni og viðburði, en þar má nefna stefnumótun, landsmót, afmælisárið, Friðarþing og nýja foringjaþjálfun. Um kvöldið bauð BÍS félagsforingjum og öðrum gestum á uppskeruhátíð á Tapashúsinu, þar sem viðburðarstjórnendur, nefndarmeðlimir og fleiri sem lagt hafa hönd á plóg fögnuðu viðburðarríku og velheppnuðu skátaári.
8
&
‘ Frettahaukar 24.-26. feb Framapotarar Skátastarf er æðislegt. Þú veist það. Ég veit það. Við vitum það öll. En heimurinn hefur ekki ennþá komist að því! Og þú ert skátinn sem ætlar að upplýsa landsmenn alla um ágæti skátastarfs! Við þurfum rekkaskáta og við þurfum róverskáta. Skáta eins og þig! Skátasem eru góðir í að tjá sig fyrir framan áhorfendur eða myndavélar. Skáta sem eru snillingar í að púsla saman orðum og áhugaverðum sögum, svo lesandinn bíður spenntur eftir að lesa meira. Skáta sem hafa lag á að fanga ævintýri skátastarfs á filmu (eða öllu heldur „ljósflögu“, eins og frekar tíðkast í byrjun þessarar nýju skátaaldar). Ef þú ert einn af þessum skátum ættir þú að ganga í hóp ungra talsmanna skátahreyfingarinnar! Helgina 24.-26. febrúar fer fram námskeið í fréttaskrifum, ljósmyndun, samfélagsmiðlun, kvikmyndun og öllu því sem þarf til þess að gera
góðan fréttaritara. Námskeiðið fer fram í Morgunblaðshúsinu og í Skátamiðstöðinni og er fyrir rekkaog róverskáta. Á námskeiðinu verður farið í alla helstu þætti fréttamiðlunar með skemmtilegri teymisvinnu og krefjandi verkefnum.
Speak up!
Skráning fer fram á www.skatar.is/ vidburdaskraning og henni lýkur 19. febrúar. Valið verður úr umsóknum og aðeins takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að. Vinsamlegast svarið eftirfarandi atriðum í heilsufarsreitinn á síðu tvö í skráningarferlinu: 1) Hvaða reynslu hefur þú af fréttaskrifum, skapandi skrifum, ljósmyndun, kvik-myndun eða framkomu? 2) Af hverju ættir þú að vera ungur talsmaður fyrir skátahreyfinguna? Námskeiðisgjald er 4.900 kr. Nánari upplýsingar veitir inga@skatar.is
9
Samkeppni
Okkur vantar nýtt lógó Lógóið á að vera með orðunum “skátarnir” eða “ávallt viðbúnir” Lógóið á að vera í hámark tveimur litum og skilað í pdf formi.
Einfalt og grípandi er kostur.
Kannt þú að búa til lógó?
Skilafrestur er til 1. mars 2012
Lógóið kemur framan á peysurnar, bæði heilar og með rennilás. (þarf að vera hægt að skipta því í tvennt).
Okkur vantar nýtt lógó á skátapeysurnar (hettupeysurnar) og við viljum að þú komir með tillögu. Ef þitt lógó verður valið færðu glæsilegan Vango Nitestar 250 svefnpoka auk þess að fá 3 hettupeysur með þínu merki.
Nánari upplýsingar finnur þú á www.skatar.is/peysulogo
Keppnin er opin öllum starfandi skátum.
10
Ný og glæsileg leikjabók frá skátunum:
Zip Zap & drekabaninn hópeflileikir fyrir skáta og annað frábært fólk
Zip Zap og drekabaninn inniheldur frábæra hópeflileiki sem eru vel til þess fallnir að byggja upp samkennd, stemningu og samheldni í hópnum. Leikirnir henta meðal annars í/á: » » » » »
Barnastarfi Unglingastarfi Ungmennastarfi Skólastarfi Æskulýðsstarfi
» » » » »
Starfshópnum Félagahópnum Ættarmótum Fundum Ráðstefnum
Kynningartil 5 bækur í p boð akka kr. 15.000 Þú sparar kr.
4.500
Stök bók kr. 3
.900
Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: » » » » » » »
Leikjastjórn – Stöndum rétt að verki, allir eiga að finna fyrir öryggi í áskorun sinni Kynningarleikir – Eflum samkennd og hjálpum þátttakendum að kynnast Ísbrjótar og orkuver – Brjótum ísinn, fáum fólk til að tala saman og virkjum orkuna Sprell og ærsl - Minni paravinna, meiri hópavinna Þrautir og samvinnuleikir – Hópurinn vinnur saman að því að leysa vandamál og yfirstíga erfiðleika Traustæfingar – Gagnkvæmt traust er mikilvægt atriði í öllu samstarfi Að lokum – Friður í sál, sameinaður hópur, allir sigurvegarar
Leikir í sjö köflum
Ótal hugmyndir
Æskileg hópastærð
Listi yfir áhöld
Upplýsingar um nauðsynlegt rými
Skilmerkilegar leiðbeiningar
Ráðlagður aldur
Vandaðar skýringamyndir
Leikina tóku saman Helgi Grímsson, skáti og skólastjóri og Aðalsteinn Þorvaldsson, skáti og prestur. Verð kr. 3900. Ef keyptar eru 5 bækur kostar pakkinn kr. 15.000. Pantanir á skatar@skatar.is
11