2 minute read

1.2 Áhrif N-áburðar á uppskeru óháð frjósemi lands?

Next Article
Heimildir

Heimildir

1.2 Áhrif N-áburðar á uppskeru óháð frjósemi lands?

Í áðurnefndri samantekt um niðurstöður tilrauna með N-áburð (Hólmgeir Björnsson 1975b) var birtur uppskeruauki af N-áburði kringum 100 kg N/ha í 36 tilraunum, kg hey (85% þe.)/kg N, en við þann áburð er farið að draga töluvert úr áhrifum áburðar á uppskeru. Hér á eftir er uppskeran umreiknuð í 100% þurrefni. Flestar voru tilraunirnar á tilraunastöðvum jarðræktar og á bændaskólunum. Þó voru 16 tilraunir á bæjum utan þeirra, einkum á vestanverðu landinu. Meðal tilraunanna eru 6 langtímatilraunir sem voru notaðar á 1. mynd, þó ekki tilraun á Akureyri þar sem mesti áburður var 82 kg N/ha. Aðrar tilraunir höfðu staðið 2 – 15 ár, en aðeins 14 þeirra lauk 1973 eða fyrr. Margar tilraunir voru því enn í gangi og áttu eftir að skila meiri niðurstöðum. Algengast var að lægri skammturinn væri 80N, annars á bilinu 60N – 90N, nema 50N og 100N í einni tilraun hvort. Sá hærri var oftast 120N, í nokkrum 130N eða 140N, og 100N í tveimur tilraunum. Í 13 tilraunum voru áhrif áburðar mæld á sama bili, frá 80N til 120N. Á 2. mynd er uppskeruaukinn sýndur sem fall af meðaluppskeru. Meðal hugmynda sem vöknuðu var að uppskeruauki fyrir N-áburð væri í aðalatriðum óháður frjósemi lands. Mismunur tveggja tilraunaliða er tölfræðilega óháður meðaluppskeru þeirra. Áburðaráhrifin gætu verið mismikil eftir því hver uppskeran er, en prófa á tilgátuna að þau séu þau sömu.

2. mynd. Uppskeruauki af N í 36 tilr., þe. kg/kg N, sem fall af uppskeru, þe. hkg/ha

Í 1. töflu er meðaltal uppskeruauka í þessum 36 tilraunum og staðalfrávik gildanna. Vegna þess að magn áburðar var breytilegt voru fundin gildi leiðrétt að sama áburðarmagni samkvæmt ldl ferli, sjá hér að ofan, og við það verður breytileikinn minni. Einnig eru niðurstöður takmarkaðar við þær 26 tilraunir sem stóðu meira en 3 ár og þá er staðalfrávik milli tilrauna lægra. 1. tafla. Meðaltal, miðgildi og staðalfrávik N-svörunar, þe. kg/kg N Fjöldi gilda Meðaltal Miðgildi Staðalfrávik Allar tilraunir Óleiðrétt 36 13,2 12,4 8,14 Leiðrétt skv. ldl 36 13,0 12,0 7,86

Takmarkað við >3 ár Óleiðrétt 26 14,2 13,5 6,84 Leiðrétt skv. ldl 26 13,8 12,6 6,46 Á 2. mynd og í 1. töflu sést hvað uppskeruaukinn hefur verið breytilegur. Á myndinni sést að hann er lítið eða ekkert háður meðaluppskeru, þ.e. hve vel sprettur. Með því að taka út úr þær

This article is from: