1 minute read
4.2 Þroski og fóðurgildi korns
eftir 5 v. Svo sé fjórða blað komið og hliðarsprotar hafi myndast eftir 6 v. Viku síðar er stöngull farinn að myndast og með viku bili eftir það fyrst fánablað, svo hefst skrið og lýkur því á viku. Þá eru samkvæmt framansögðu liðnar 10 vikur frá sáningu og kominn miður júlí. Ræturnar taka fyrst og fremst nitur upp sem nítrat. Það er uppleyst í jarðvatninu og berst að rótunum með vökvastraumi sem útgufunin drífur. Hún hefst ekki fyrr en byggið kemur upp og fer vaxandi eftir því sem byggið sprettur og þangað til það þekur. Upptakan er því drifin áfram af útgufun frá blöðunum sem er mjög lítil þar til komið er fram í júní. Á þessum tíma er hætta á að nitur tapist ef vorið er úrkomusamt og hættan er mikið meiri en í túni, einkum hættan á að jarðvegsskilyrði verði ekki orðin hagstæð þegar sáð er og borið á.
4.2 Þroski og fóðurgildi korns
Í tilraun á Korpu árið 2002 voru eiginleikar sem sýna þroska og fóðurgildi korns mældir á korni sem var látið standa mislengi fram að skurði (16. mynd). Í tilrauninni voru tvö misfljót yrki, Skegla og Sunnita, og N-skammtar 30, 60 og 90 kg N ha-1. Lífrænt efni í jarðvegi var nokkuð jafnt vaxandi frá öðrum enda tilraunarinnar til hins og því fylgdi aukin N-losun. Upptaka á nitri hélt áfram lengur fram eftir sumri eftir því sem losunin var meiri. Stráið hélt áfram að vaxa þótt kornið færi að þroskast og héldist grænt. Hálmurinn varð meiri og uppskera af þurru korni svipuð, en kornið náði ekki eins miklum þroska. Meiri hálmi fylgdu lægri gildi á eiginleikum sem sýna þroska, þ.e kornþunga, rúmþyngd og þe%, en N% í korni varð hærra (Hólmgeir Björnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Jónatan Hermannsson 2002).
16. mynd. Þriggja þátta tilraun með þroska og fóðurgildi korns 2002 (Hólmgeir Björnsson o.fl. 2002)
Skrið
Fraus 21.9.
Þættir voru þrír 2×3×4, yrki×N×skurðartímar, og endurt. tvær, Í tilrauninni voru yrkin Skegla og Sunnita sem skriðu 10. og 21. júlí. Náburður var 30, 60 og 90 kg N ha-1 . Áhrif áburðar á uppskeru korns voru stöðug, óháð yrki og skurðartíma, en þroski korns þróaðist misjafnlega. Niturnýtni, að fyrsta skurðartíma slepptum, var 61% af ábornu.