1 minute read

3 Dreifingartími áburðar

Next Article
Heimildir

Heimildir

Dreifingartími áburðar

Tilraunir með dreifingartíma áburðar að vori og skiptingu áburðar voru lengi meðal viðfangsefna jarðræktartilrauna. Hafa þeim verið gerð betri skil en mörgum öðrum viðfangsefnum þeirra. Helstu niðurstöður voru dregnar saman í Frey 1987 og 1998 (Hólmgeir Björnsson og Jónatan Hermannsson 1987; Hólmgeir Björnsson 1998c). Í nýrri tilraunum hefur verið mæld upptaka niturs (9. mynd) og meltanleiki við slátt (2. tafla).

9. mynd. Áhrif áburðartíma að vori á sprettu og upptöku niturs

Meðaluppskera í tilraunum með áburðartíma að vori.

Á Korpu voru köld vor 1979-83 nema 1980, þá var jörð orðin þíð 10. maí.

Seinna sprettur þegar seint er borið á. Eðlilegt er að þá verði slætti seinkað. Í tilraununum voru allir tilraunaliðir slegnir á sama degi og skekkir það samanburðinn.

Upptaka N í tilraunum með ábt. á Korpu.

Þegar borið er á kalda og blauta jörð er hætta á útskolun, einkum nítrats, eða afnítrun. Þá verða til N2O eða N2, lofttegundir sem rjúka. Vorið 1982 var nýting áburðar á fyrsta áburðartíma einnig léleg þótt ekki væri borið á blauta jörð, en það var frost og þítt undir þunnri klakaskel. Tíminn til dreifingar á áburði styttist ef skilyrði til dreifingar eru óhagstæð fram eftir vori.

Auk áhrifa áburðartíma á uppskeru hefur hann áhrif á meltanleika við slátt. Í 2. töflu er sýnt hvað áhrif á meltanleika sem hafa fundist í tilraunum svara til margra daga seinkunar á sláttutíma vallarfoxgrass. Niðurstöður frá 1980 – 1983 birtust í grein um áhrif áburðar- og sláttutíma á efnainnihald í grasi (Hólmgeir Björnsson og Friðrik Pálmason 1994). Gildi frá 1977 var notað við gerð Reiknilíkans af mjólkurframleiðslu kúabúa (Gunnar Sigurðsson o.fl. 1980), en það var sennilega áætlað eftir reynslu. Staðalskekkjan á mismun meltanleika milli áburðartíma var 0,84 – 1,32. Deilt með 0,34 (fall meltanleika á dag) fæst staðalskekkjan 2,5 –4,5 á fjölda daga sem þarf að fresta slætti ef halda á sama meltanleika. Í fjögur skipti náðu

This article is from: