1 minute read

4.3 Forræktunargildi fyrir korn og sáðskipti

Next Article
Heimildir

Heimildir

17. mynd. Úr þriggja þátta tilraun með þroska og fóðurgildi korns 2000, sjá 16. mynd

Tilrauninni var skipt eftir á í 8 smáblokkir með 6 reitum í hverri. Hverjar tvær blokkir hlið við hlið voru nokkuð svipaðar, en jarðvegur breyttist frá öðrum enda til hins. Aðferð minnstu kvaðrata (LS) var notuð við uppgjör, en nákvæmni var aukin með aðferð sennilegustu frávika (REML) ef blokkamunur var lítill. Á 17. mynd er sýnt besta mat nokkurra eiginleika í hverri smáblokk sem fall af uppskeru hálms. Uppskera af korni var óháð magni af hálmi. Eiginleikar sem sýna þroska lækkuðu með auknum hálmi, en styrkur N í hálmi og korni fór vaxandi og þar með upptaka niturs.

4.3 Forræktunargildi fyrir korn og sáðskipti

Almennt er mælt með sáðskiptum í akuryrkju, einkum til að auðvelda baráttuna við illgresi og plöntusjúkdóma, en einnig til að viðhalda góðri byggingu jarðvegs. Áhrifaríkt er að vera með fjölært gras/tún í sáðskiptunum, gjarnan með smára eða öðrum belgjurtum. Nytjajurtir hafa misjafnar þarfir fyrir plöntunæringu og með sáðskiptum getur því fengist jafnari nýting á áburðarefnum í jarðvegi. Minni hætta verður á að hann verði mjög snauður af einstaka efnum.

This article is from: