1 minute read

4.5 Skortur á N-áburði

Next Article
Heimildir

Heimildir

Auk þeirra tilrauna sem voru nýttar á 18. mynd voru allmargar tilraunir með breytilegu skipulagi. Á 19. mynd eru sýndar niðurstöður úr einstökum tilraunum um aukna uppskeru. Hún er reiknuð á magn N-áburðar á því bili þar sem má vænta þess að aðeins nitur hafi haft áhrif þótt notaður hafi verið NPK-áburður. Uppskeruaukinn, kg af kartöflum deilt með kg af N, er færður sem fall af meðaluppskeru beggja skammtanna. Það eru tölfræðilega óháðar stærðir (sjá 2. mynd). Niðurstöður eru úr 36 tilraunum 1950-74, 3 tilraunum í Þykkvabæ 1988–90, 9 stöðum á Suðurlandi 1995 (án samreita, staðirnir eru endurtekningar) og 5 tilraunum á Korpu og Suðurlandi 2003–4. Oftast er átt við kartöflur >33–35 mm, annars uppskeru alls. Staðalskekkju var hægt að meta í tilraunum frá 1995 og 2004 og var hún á bilinu 10–16 kg/kg N. Því má líta svo á að tvö gildi, sem eru <0,0, séu vegna tilraunaskekkju. Athygli vekur hve uppskeruaukinn er breytilegur. Hann virðist alveg óháður því hvað uppskeran er mikil og er því hlutfallslega meiri eftir því sem kartöflusprettan er minni. Mismunandi aðferðum við ræktun hefur verið beitt í tilraununum, t.d. við niðursetningu. Aðferðir við dreifingu áburðar geta haft áhrif á uppskeru kartaflna, sjá síðar.

4.5 Skortur á N-áburði

Á tún er tilbúinn áburður borinn þegar farið er að grænka, oftast eftir að byggi er sáð. Þau grænka fyrr og búast má við að upptaka niturs hefjist fyrr á túninu og því sé hættan á áburðartapi meiri á akri en í túnrækt. Það getur orðið til þess að nitur sé ekki nægilegt þegar fer að spretta. Því er vert að prófa aðferðir og koma upp kerfi til að finna N-skort á sprettutímanum og bæta úr honum. Jafnframt að finna hvaða áhrif það hefur á gæði uppskeru, t.d. byggs. Prófaðar voru tvær aðferðir til að mæla hvort niturnæring kartaflna væri nægileg (Hólmgeir Björnsson 2004a). Meginhluti niturs í grænum gróðri er bundinn í blaðgrænunni. Styrkur græna litarins er því mælikvarði á N-næringu gróðursins. Hydro N-testir var fenginn að láni til að mæla blaðgrænu, en sú mæling tókst ekki nógu vel. Hin aðferðin er að mæla nítrat í blöðum (20. mynd). Nítratið afoxast í blöðunum. Ef styrkur þess er farinn að falla berst nitur ekki nógu ört út um plöntuna til að halda við fullri starfsemi blaðgrænunnar.

This article is from: