2 minute read

6 Niturtap og varasöm áhrif N-áburðar

Next Article
Heimildir

Heimildir

Niturtap og varasöm áhrif N-áburðar

Á Hvanneyri hófust jarðræktartilraunir 1955 og varð starfsemin þar brátt öflugri en á tilraunastöðvunum. Björn Jóhannesson (1960) hafði sýnt að áfok, sem að miklum meirihluta er basalt, er minna eftir því sem fjær dregur gosbeltinu til vesturs og norðvesturs. Viðnám gegn sýrandi áhrifum áburðar eins og Kjarna á jarðveg er því minna, og mýrlendi vestanlands er sá jarðvegur á landinu sem er hvað viðkvæmastur fyrir sýrandi áhrifum áburðar. Tilraunir á Hvanneyri sýndu snemma lakari árangur eftir Kjarna (ammóníumnítrat) en kalksaltpétur, minni uppskeru og sýrandi áhrif á jarðveg, og hætta á kali var aukin (Hólmgeir Björnsson og Magnús Óskarsson 1978, Sigfús Ólafsson 1978). Þessi áhrif komu einnig fram í tilraunum á bæjum víða á Vesturlandi sem gerðar voru á vegum Bændaskólans. Árleg upptaka niturs var mun meiri eftir kalksaltpétur en Kjarna, sjá 3. mynd. Tilraun nr. 91-60 með samanburð á kalksaltpétri og Kjarna 1960 – 1975 var umfangsmest þessara tilrauna. Tekið er fram um hana að hún hafi verið á leirborinni mýrarjörð. Af öðrum tilraunum heima á Hvanneyri má nefna tilraun nr. 200-66 sem stóð 1967 – 1973, en þar var kalkammonsaltpétur einnig til samanburðar. Tilraun nr. 164-65, sem stóð 1966 – 1972, var tilraun með áburðartíma auk samanburðar á kalksaltpétri og Kjarna. Enn fremur var tilraun með þvagefni sem ekki er fjallað um hér. Sáð var og tilraunirnar lagðar út 5 – 6 árum eftir að landið var ræst og uppskera mæld fyrst árið eftir. Efnagreiningar á þurrefnissýnum úr tilraun nr. 91-60 hófust árið 1962 eins og áður kom fram. Við seinni úrvinnslu voru mælingar frá 1971 taldar vafasamar í tilraunum á Hvanneyri og því ekki notaðar. Niturnýtni var reiknuð sér, annars vegar frá 0N að meðaltali 80 – 140N (4 liðir í 91-60, 2 liðir í 200-66), og hins vegar á bilinu 80 – 140N, sjá 2. og 3. mynd. Í greinum á Ráðunautafundi og í Frey (Hólmgeir Björnsson 1978, 1980a) var niturnýtnin greind nánar en í upphaflegri grein.

23. mynd. Niturtap í tveimur tilraunum á Hvanneyri (Hólmgeir Björnsson 1980a)

Árin 1962 – 1969 og 1972 – 1975 var niturnýtnin að mestu sambærileg (23. mynd). Þó minni 1968 (báðar teg.) og 1969 (á Kjarna i 91-60). Árið 1970 var úrkoma mjög mikil á Vesturlandi og maí tiltölulega hlýr miðað við kalárin, þó 0,8°C undir meðallagi (Jónatan Hermannsson, munnleg heimild). Við þessi skilyrði hefur orðið mjög mikið tap á nitri, einkum í 91-60.

This article is from: