1 minute read
925-12. Yrkjaprófanir á Korpu og Raufarfelli GÞ
Túnrækt
Tilraun nr. 925-12. Yrkjaprófanir á Korpu og Raufarfelli. Vorið 2012 var sáð til nýrra tilrauna með grastegundir og yrki. Sáð var bæði nýjum norrænum yrkjum og þeim, sem hafa verið í prófun í eldri tilraunum. Á Korpu og Möðruvöllum var sáð 29 yrkjum í hefðbundnar reitatilraunir, en á Raufarfelli eru minni reitir, þar sem fylgst er með lifun og þekja metin. Þar eru yrkin 59. Tilraunirnar komu misjafnlega undan fyrsta vetri. Á Möðruvöllum var tilraunin aflögð, á Korpu var smárinn afskrifaður en grasyrkjareitir voru tvíslegnir, en ekki vegnir. Vorið 2014 var þekja metin í vallarfoxgrasi, hávingli, axhnoðapunti og stórvingli á Korpu en tilraunin svo aflögð. Vorið 2015 litu hávingulsreitirnir betur út en árið áður og var ákveðið að meta þekju í þeim. Á Raufarfelli voru reitir metnir og slegnir um sumarið en beittir um haustið. Þekja sáðgresis á Raufarfelli 13.6. og Korpu 23.7., %
Raufarfelli Korpu Raufarfelli Korpu Vallarfoxgras Hávingull GnTi0301 70 - Inkeri 85 72 Grindstad 70 - Kasper 90 - Korpa 68 - Klaara 78 82 Lidar 50 - Minto 68 58 LøTi0270 (Gunnar) 83 - Norild 48 - Noreng 55 - Revansch 80 83 Nuutti 55 - Swäs3072 90 47 Rakel 68 - Valtteri 83 75 Rhonia 73 - Vidar 83 85 Rubinia 48 - Vinjar 70 77 Snorri 83 - Rývingull Switch 78 - Felina 83 - SwnTT0403 53 - Felopa 40 - Tryggve 68 - Rýgresi Tuure 45 - Arka 68 - Vallarsveifgras Birger 83 - Knut 83 - Figgjo 78 - Kupol 83 - Ivar 80 - Axhnoðapuntur Malta 75 - Laban 93 - Stórvingull Luxor 80 - Karolina 78 - Swante 90 - Retu 78 - Língresi Swaj 15 - Leikvin 73 -
Smára var sáð með grasi, þar sem hlutur hvítsmára var 30% og annarra smárategunda 35% af heildarsáðmagni. Þekjumatið er eingöngu á þekju smárans.
Smáraþekja Raufarfelli 13.6., % Rauðsmári Ares 17 Hvítsmári Hebe 7 Betty 9 Løk0014 18 Lars 18 Snowy 40 Lasse 5 Refasmári Liv 0 Lavine 11 Nexus 0 Lea 18 Lone 10 Túnsmári Alpo 2 Lørk0397 15 Frida 8 Saija 20 Swårk03063 30 Yngve 9