Ást og upplýsingar - leikskrá

Page 1

1


Myndverk í leikmynd: Melencolia I eftir Albrecht Dürer. Textar sem varpað er á vegg í sýningunni eru m.a. tilvitnanir í Ludwig Wittgenstein, Slavoj Žižek og Tom Hodgkinson. Tónlist í sýningunni er eftir Markétu Irglová og Sturla Mio Þórisson, en einnig eru leikin brot úr lögunum Super Bass með Nicki Minaj og Rico Vacilón eftir Rosendo Ruiz í flutningi Ramón Márquez. Lagið The Long and Winding Road eftir Lennon-McCartney er sungið í sýningunni.

Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Hörður Sveinsson, Marc Brenner, Jorri o.fl. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningarréttur: Nordiska ApS. Leikritið heitir Love and Information á frummálinu. Sýningarlengd er um tveir tímar og korter. Eitt hlé. Þjóðleikhúsið 73. leikár, 2021–2022. Frumsýning í Kassanum 25. mars 2022. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

2


Ást og upplýsingar eftir

Caryl Churchill Þýðing Auður Ava Ólafsdóttir

Þjóðleikhúsið 2021 - 2022

3


Leikarar Almar Blær Sigurjónsson Baldur Trausti Hreinsson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir

Hilmar Guðjónsson Katrín Halldóra Sigurðardóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ragnheiður K. Steindórsdóttir

Listrænir stjórnendur Leikstjórn Una Þorleifsdóttir

Lýsing Jóhann Bjarni Pálmason

Leikmynd Daniel Angermayr

Hljóðhönnun Kristinn Gauti Einarsson

Búningar Eva Signý Berger

Tónlist Markéta Irglová Sturla Mio Þórisson

Aðrir aðstandendur Sýningarstjórn og umsjón Guðmundur Erlingsson Aðstoðarmaður leikstjóra Oddur Júlíusson Starfsnemi Viktor Pétur Finnsson Tæknistjórn Brett Smith Leikmunadeild Trygve Jónas Eliassen

- yfirumsjón

Leikgervadeild Silfá Auðunsdóttir - yfirumsjón Áshildur María Guðbrandsdóttir Hildur Ingadóttir

4

Búningadeild Geirþrúður Einarsdóttir- yfirumsjón Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Berglind Einarsdóttir Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Sif Erlingsdóttir Leikmyndarframleiðsla Hildur Evlalía Unnarsdóttir - teymisstjóri Helgi Þórsson Sigurður Hólm Lárusson Arturas Mockus Gylfi F. Sigurðsson


5


6


Caryl Churchill Caryl Churchill (f. 1938) er eitt virtasta leikskáld Bretlands. Hún er jafnframt í hópi framsæknustu leikskálda samtímans, og er ekki síst þekkt fyrir afar áhugaverðar tilraunir með form og innihald. Churchill hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, sem gjarnan fjalla um áleitin viðfangsefni úr samtímanum, femínísk málefni, kynjapólitík, vald og misbeitingu þess. Verk hennar hafa verið sett upp í helstu leikhúsum Bretlands og víða um heim. Leikritið Ást og upplýsingar (Love and Information) var frumflutt í Royal Court leikhúsinu í London árið 2012. Meðal annarra leikverka Caryl Churchill eru Owners (1972), Light Shining in Buckinghamshire (1976), Traps (1976), Cloud Nine (1979), Top Girls (1982), Fen (1983), Serious Money (1987), Ice Cream (1989), Mad Forest (1990), The Skriker (1994), Blue Heart (1997), This is a Chair (1999), Far Away (2000), A Number (2002), Drunk Enough to Say I Love You? (2006), Seven Jewish Children – a Play for Gaza (2009), Here We Go (2015), Pigs and Dogs (2016), Escaped Alone (2016) og Glass.Kill.Bluebeard.Imp (2019). Hún skrifaði handrit tveggja leikverka með tónlist, í samstarfi við tónskáldið Orlando Gough, Lives of the Great Poisoners (1991) og Hotel (1997). Hún þýddi Draumleik Strindbergs (2005). Hún hefur einnig samið útvarps- og sjónvarpsleikrit. Meðal leikrita eftir Caryl Churchill sem hafa verið sett upp á Íslandi eru Escaped Alone (Ein komst undan) í Borgarleikhúsinu á þessu ári og Top Girls (Klassapíur) sem Alþýðuleikhúsið sýndi í Nýlistasafninu árið 1985. Leikverkið Seven Jewish Children – a Play for Gaza (Sjö gyðingabörn), sem er 10 mínútur að lengd, var flutt í Borgarleikhúsinu árið 2009 og í Bæjarbíói árið 2014. Leikritið Cloud Nine hefur meðal annars verið sett upp af Leikfélaginu Leyndum draumum (Á bleiku skýi, 1998), Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum (Í sjöunda himni, 1994) og leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri (Fyrir austan mána, 1993). Einnig var lesið úr Cloud Nine í Listaklúbbi Leikhúskjallarans árið 1997.

7


8


9


10


11


Í hópi djörfustu og framsæknustu leikskálda samtímans Fanney Benjamínsdóttir skrifar um Caryl Churchill Það er erfitt að ná almennilega utan um og lýsa áhrifum breska leikskáldsins Caryl Churchill á leikhús samtímans. Churchill, sem fæddist í London árið 1938, hefur síðustu sex áratugi sent frá sér ótrúlegt magn leikverka, sem hvert á sinn hátt hefur skrifað sig inn í sögu leikhússins. Það er sjaldséð að leikskáld njóti þeirrar velgengni sem Churchill hefur öðlast en síðan ferill hennar hófst fyrir alvöru á sjöunda áratugi síðustu aldar hefur Churchill skrifað tugi leikrita og unnið til fjölda verðlauna. Hún hefur farið um víðan völl í verkum sínum og hefur til að mynda nýtt sér svið tón-, dans- og ljóðlistar, en einnig skrifað hefðbundnari texta- og leikverk. Churchill er þekktust fyrir leikrit á borð við Cloud 9 (1979), Top Girls (1982), Serious Money (1987) og A Number (2002). Hún er í dag talin til virtustu og áhrifamestu leikskálda Bretlands. Á námsárum sínum skrifaði Churchill nokkur verk sem sett voru á svið en hún hóf feril sinn fyrir alvöru á BBC, þar sem útvarpsverk hennar vöktu athygli. Eftir útvarpsleikritin færði Churchill sig aftur yfir á leiksviðið og var talsverður fjöldi verka eftir hana settur upp, en það var ekki fyrr en Cloud 9 (1979) kom til sögunnar sem Churchill virkilega sló í gegn á heimsvísu. Verkið er flókið og stórt og tekur arfleifð nýlendustefnu Viktoríutímans og áhrif hennar á siðferði og sambönd í nútímanum til skoðunar, en fyrir verkið hlaut Churchill sín fyrstu Obie verðlaun árið 1982. Churchill framlengdi sigurgöngu sína með tímamótaverkinu Top Girls (1982), sem hún hlaut einnig Obie verðlaunin fyrir, strax ári eftir að hafa fengið þau í fyrsta sinn. Verkið fjallar um þau áhrif sem karllægur vinnumarkaður hefur á konur sem starfa innan hans. Fyrsti þáttur þess hefst eftirminnilega á matarboði þar sem konur úr skáldskap, konur frá mismunandi tímum veraldarsögunnar og frá ólíkum menningarheimum, borða kvöldmat saman. Í Top Girls kemur í fyrsta sinn fram eitt af höfundareinkennum Churchill, notkun skástriks „/“ til þess að tákna hvar setningar tveggja persóna skarast. Þessi greinarmerkjasetning er í dag almennt viðtekin og notuð í leikhúsi um allan heim. 12


Það er skýrt að Churchill er ekki hefðbundið leikskáld. Cloud 9 og Top Girls nutu gríðarlegrar velgengni á alþjóðavísu og eru í dag talin til klassískra póstmódernískra samtímaverka. Leikverkið Serious Money (1987) sló einnig í gegn, bæði á West End og Broadway. Verkið hverfist um fjármálamarkaði London og er að hluta morðgáta, en Churchill beitti í leikritinu afar óvæntri tækni og skrifaði allt verkið með tveggja lína rími, eða runurími. Hún hélt þannig, þrátt fyrir athygli og vinsældir, áfram að fara sínar eigin leiðir. Óhefðbundar aðferðir Churchill eru það sem þykir hvað merkilegast við feril hennar. Hún þykir tilheyra hópi djörfustu og framsæknustu leikskálda samtímans. Þótt hún virðist í mörgum verkum sínum vera undir áhrifum leikhúsmannsins Bertolts Brechts er helsta höfundareinkenni hennar í raun endurnýjun. Churchill er hvað þekktust fyrir að skrifa aldrei samskonar verk tvisvar, heldur endurnýjar skáldið sig með hverju verki: form, bygging, innihald og andi leikrita hennar eru á stöðugri hreyfingu. Churchill hefur brugðist við tíðarandanum allan sinn feril og síendurtekið snúið hugmyndinni um hvað leikhús eigi að vera á haus, endurskoðað formið, rýnt í það og ýtt því út fyrir alla ramma sem almennt er lagt upp með, með undraverðum árangri. Leikrit hennar eru því þrátt fyrir lengd ferilsins alltaf tilraunakennd. Þó má greina ákveðinn tón. Leikverk Churchill takast gjarnan á við valdaójafnvægi. Samtvinnun stéttar, kyns og samfélagsstöðu er henni greinilega hugleikin. Í verkum sínum tekst Churchill á við misbeitingu valds og kynjapólitík og beitir gjarnan linsu óraunveruleikans til að varpa ljósi á raunverulegar aðstæður. Sem leikskáld lætur Churchill tíma, rúm eða önnur hversdagsleg vandamál ekki standa í vegi fyrir sér. Í leikverkum hennar flakkar áhorfandinn áratugi eða árhundruð um í tíma án þess að persónur eldist, þjóðsagnapersónur og starfsmaður á ráðningarskrifstofu borða saman kvöldmat, ný setning eða saga hefst áður en sú síðasta hefur klárast. Í verkum hennar er röð atvika eða atburðarásin sjálf oft ekki aðalatriði. Churchill virðist gjarnan neita sér um eiginlegan söguþráð í þágu skilaboðanna. Það eru persónur verksins, staða þeirra, gjörðir og langanir, sem leiða okkur að sannleikanum sem Churchill vill koma á framfæri. Í verkum hennar er yfirleitt lítið um svör, og þeim mun meira um spurningar. Eini fastinn eru valdakerfi, sem fyrir Churchill virðast vera raunverulegri en nokkur annar hluti tilverunnar. Ferill Churchill og áhrif hennar eru fordæmalaus í leikhúsi samtímans. Staðfesta, skýr sýn og einbeittur en eirðarlaus metnaður hennar hafa skipað henni sess meðal fremstu leikskálda sögunnar. Og Churchill er enn ekki af baki dottin. Þrátt fyrir að vera á níræðisaldri hefur hún ekki hægt á. Það örlar aldrei fyrir íhaldssemi, hvorki pólitískri né skáldlegri, í verkum hennar. Churchill er leikskáld sem er óhrætt við að skipa sér í framlínuna í innleiðingu nýrra strauma og stefna í leikhúsi. Hún er enn í dag jafn ófyrirsjáanleg og hún var í fyrstu verkum sínum. Á löngum ferli sínum hefur Churchill tekist að breyta reglunum um hvernig megi skrifa leikrit, og hún heldur áfram að endurskapa formið með hverju nýju verki. Fanney Benjamínsdóttir er menntuð í fjölmiðlafræði, ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands, og hefur starfað við framleiðslu, dagskrárgerð, ritstjórn, verkefnastjórn og þýðingar.

13


14


15


Almar Blær Sigurjónsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið

2021. Í vetur hefur hann leikið nokkur ólík hlutverk í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu, hlutverk ræningjans Jónatans, dýrasalans, úlfaldans talandi og Silíusar kaupmanns. Hann lék einnig Hvíslarann í Nashyrningunum en næsta verkefni hans hér verður hlutverk Dodda í söngleiknum Sem á himni. Almar tók þátt í ýmsum verkefnum meðfram námi, meðal annars í Nokkur orð um mig á Fringe festival Reykjavík og örverkahátíðinni Ég býð mig fram 3. Hann lék í kvikmyndinni Agnesi Joy.

Baldur Trausti Hreinsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands

1997. Hann hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá sjálfstæðum leikhópum og í kvikmyndum. Hann leikur í Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal verkefna hans hér eru Ör, Engillinn, Þitt eigið leikrit – Goðsaga, Konan við 1000°, Englar alheimsins, Svanir skilja ekki, Eldraunin, Anna Karenina, Veislan og Meiri gauragangur. Hann lék í Bláa herberginu, Kysstu mig Kata og Djöflunum í Borgarleikhúsinu, og í Evítu og Fífli í hófi í Íslensku óperunni. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi og sjónvarpsþáttaröðunum Ófærð III, Systraböndum, Ráðherranum og Hamrinum.

Björn Thors útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003. Hann hefur

m.a. leikið hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Frú Emilíu, Volksbühne, Burgtheater, Lyric Hammersmith og The Royal Alexandra, og í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. í Kötlu, Brotum, París norðursins, Djúpinu og Frosti. Hann leikur einleikinn Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu í vetur og lék hér m.a. Búa Árland í Atómstöðinni. Meðal verkefna hans sem höfundur eru Kenneth Máni og Flóð. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Vertu úlfur, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Fangavaktina og hefur hlotið þrjár tilnefningar.

Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2018.

Í vetur leikur hún í Þjóðleikhúsinu í Rómeó og Júlíu, þar sem hún er jafnframt einn af höfundum tónlistar, og í Jólaboðinu. Hún lék hér í Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og Þitt eigið leikrit II-Tímaferðalag. Í Borgarleikhúsinu lék hún í Dúkkuheimili 2. hluta, NÚNA 2019, Hamlet litla og Matthildi. Hún lék í sjónvarpsmyndinni Mannasiðum á RÚV, kvikmyndinni Agnes Joy, þáttaseríunum Venjulegt fólk og Áramótaskaupi RÚV 2019 og 2020. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Atómstöðina og var tilnefnd fyrir Matthildi.

16


Hilmar Guðjónsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann

leikur í Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu í vetur og leikstýrir Rauðu kápunni í Hádegisleikhúsinu. Hann lék í fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, m.a. Helgi Þór rofnar, Ríkharði III, Sendingu, Mávinum, Sölku Völku, Rauðu, Línu Langsokk, Fanný og Alexander og Ofviðrinu. Hann lék í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg og sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni, Fólkið í blokkinni, Drekasvæðinu, Stellu Blómkvist og Venjulegu fólki. Hann var valinn í hóp Shooting Stars árið 2011. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Rautt og var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir Á annan veg.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir útskrifaðist úr leiklistardeild

LHÍ 2015, og stundaði söngnám við Complete Vocal Institute og Tónlistarskóla FÍH. Hún lék í Í hjarta Hróa Hattar, ≈ [um það bil], Djöflaeyjunni, Óþelló og Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu. Í Borgarleikhúsinu lék hún titilhlutverkið í Elly, í Sýningunni sem klikkar, Bæng, Sex í sveit og Vanja frænda. Hún lék m.a. í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð II. Hún er einn af stofnendum Improv Ísland. Hún starfar sem söngkona og hefur gefið út plötu með lögum Jóns Múla. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut Grímuverðlaunin sem söngkona ársins fyrir Elly. Hún hlaut einnig Menningarverðlaun DV fyrir Elly.

Nína Dögg Filippusdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2001

og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hún leikur í Rómeó og Júlíu og Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hún m.a. leikið í Óþelló, Tímaþjófnum, Sporvagninum Girnd og Fjalla-Eyvindi, og í Borgarleikhúsinu í Fólk staðir hlutir og Fjölskyldunni. Hún var einn framleiðenda, höfunda og leikara í sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni og Föngum. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar og hlaut Grímuna fyrir Fólk staðir hlutir og Edduna fyrir Brim og Hjartastein.

Ragnheiður K. Steindórsdóttir lauk prófi frá The Bristol

Old Vic Theatre School 1975. Hún hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, LA, leikhópum og í sjónvarpi og útvarpi. Í vetur leikur hún hér í Jólaboðinu og Kardemommubænum. Meðal fyrri verkefna hér eru Loddarinn, Kuggur, Eldraunin, Oliver, Hænuungarnir, Vesalingarnir, Dýrin í Hálsaskógi, Fiðlarinn á þakinu, Gæjar og píur, Ríkarður þriðji, Háskaleg kynni og Taktu lagið, Lóa! Meðal verkefna hjá LR eru Skáld-Rósa og Undir álminum og hjá LA lék hún í My Fair Lady. Hún lék í kvikmyndinni Útlaganum, í Út í óvissuna hjá BBC Scotland og hefur leikið í fjölmörgum íslenskum sjónvarpsþáttaröðum, nú síðast Jarðarförinni minni, Brúðkaupinu mínu og Vitjunum. 17


18


19


Auður Ava Ólafsdóttir hefur samið skáldsögur, leikrit og ljóð

og er textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit hennar Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Svanir skilja ekki og Svartur hundur prestsins. Leikritið Ekki hætta að anda var sýnt í Borgarleikhúsinu og Lán til góðverka var flutt í Útvarpsleikhúsinu. Hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Ör, Prix littéraire des jeunes Européens fyrir skáldsöguna Undantekninguna og frönsku bókmenntaverðlaunin Prix Médicis étranger fyrir skáldsöguna Ungfrú Ísland.

Una Þorleifsdóttir útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway,

University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhúsfræðum og list við Goldsmiths College. Fyrri leikstjórnarverkefni Unu hér eru Atómstöðin-endurlit, Óvinur fólksins, Tímaþjófurinn, Gott fólk, ≈ [um það bil], Konan við 1000° og Harmsaga. Hún leikstýrði Zaraza og ≈ [PRAWIE RÓWNO] í Kielcach í Póllandi og Þéttingu hryggðar og Dúkkuheimilinu 2. hluta í Borgarleikhúsinu. Hún starfar sem dósent við sviðslistadeild LHÍ. Hún hlaut Grímuna fyrir Atómstöðina og Gott fólk, og var tilnefnd fyrir Tímaþjófinn og ≈ [um það bil]. Hún var meðal höfunda sem hlutu Grímuna fyrir Konuna við 1000°.

Daniel Angermayr er frá Austurríki og lauk námi í leikmynda-

hönnun fyrir leikhús og kvikmyndir við Universität für angewandte Kunst Wien 2001. Hann hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir ýmis leikhús og óperuhús, m.a. Volksbühne Berlin, Bayerische Staatsoper München, Semperoper Dresden, Staatstheater Stuttgart, Bayreuther Festspiele, Þjóðleikhúsið í Osló, Schauspielhaus Bochum og Schauspiel Frankfurt. Hann vann leikmyndir fyrir Christoph Schlingensief, m.a. fyrir Parsifal á Bayreuth-hátíðinni 2004-2007. Meðal leikstjóra sem hann starfar með nú eru Þorleifur Örn Arnarsson, Fanny Brunner, Hermann Schmidt-Rahmer og Manuel Schmitt. Hann hefur jafnframt haldið ljósmyndasýningar í Vínarborg, Hamburg og Vöcklabruck.

Eva Signý Berger hefur starfað sem leikmynda- og búninga-

höfundur við fjölda leiksýninga og listviðburða, m.a. hjá Þjóðleikhúsinu, LR, leikhópum, Íslensku óperunni og ÍD. Hún útskrifaðist úr leikmyndaog búningahönnun frá Central Saint Martins College of Art and Design í London 2007. Hún gerði leikmynd fyrir Jónsmessunæturdraum og Konuna við 1000° og leikmynd og búninga fyrir Óvin fólksins, Tímaþjófinn, Gott fólk, ≈ [um það bil], Svanir skilja ekki og Harmsögu hér í Þjóðleikhúsinu. Í Borgarleikhúsinu hannaði hún síðast leikmynd og búninga fyrir Veislu. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikmynd í Crescendo, Évgení Onegin og Konunni við 1000° og fyrir búninga í Bæng, Atómstjörnu, Tímaþjófnum og Auglýsingu ársins. 20


Jóhann Bjarni Pálmason nam ljósahönnun við Central School

of Speech and Drama í London. Hann starfaði sem ljósameistari Íslensku óperunnar 1985-2008 og lýsti meðal annars La Chenerentola, Rakarann í Sevilla, Rigoletto og Carmina Burana. Hann hefur hannað lýsingu fyrir fjölmörg leikhús og leikhópa, meðal annars Íslenska dansflokkinn, Alþýðuleikhúsið, Pé leikhópinn, Frú Emilíu, Augnablik, Leikhópinn á Senunni og 10 fingur. Hann hannaði lýsingu í Hörpu m.a. fyrir Klassíkina okkar og 100 ára fullveldisafmæli. Meðal verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Kópavogskrónika, Upphaf, Ör, Frida, Hart í bak og Leigjandinn, og hjá Leikfélagi Akureyrar Hart í bak, Undir berum himni, Sek og Lísa í Undralandi.

Kristinn Gauti Einarsson hefur starfað við hljóðdeild

Þjóðleikhússins frá árinu 2007 og er nú deildarstjóri hljóðdeildar. Hann lauk slagverksnámi við Tónlistarskóla FÍH 2012. Hann hefur séð um hljóðhönnun í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Shakespeare verður ástfanginn, Slá í gegn, Tímaþjófnum og Djöflaeyjunni. Hann samdi tónlist fyrir Litla skrímslið og stóra skrímslið og Kugg. Hann hlaut Grímuna fyrir hljóðmynd í Macbeth ásamt öðrum og fyrir hljóðmynd í Litla prinsinum ásamt öðrum, og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Þitt eigið leikrit – Goðsaga ásamt öðrum, Tímaþjófinn, Dýrin í Hálsaskógi, Í hjarta Hróa hattar og ≈ [um það bil].

Markéta Irglová er tékkneskur tónlistarmaður, búsett á Íslandi,

sem hefur vakið mikla athygli á heimsvísu. Hún samdi, ásamt Emilíönu Torrini, titillag fyrir leiksýninguna Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu. Hún samdi, ásamt Sturlu Mio Þórissyni, tónlist fyrir leiksýninguna Svartalogn í Þjóðleikhúsinu. Hún hlaut, ásamt Glen Hansard, Óskarsverðlaunin fyrir tónlist í kvikmyndinni Once, en hún lék einnig í kvikmyndinni. Saminn var söngleikur byggður á kvikmyndinni og meðal annarra verðlauna sem þau Hansard hlutu fyrir tónlistina eru Grammy verðlaunin, Olivier verðlaunin og Tony verðlaunin. Markéta hefur sent frá sér tvær sólóplötur, ANAR og MUNA.

Sturla Mio Þórisson er hljóðmaður og upptökustjóri í hljóðverinu

Masterkey Studios sem hann stofnaði ásamt Markétu Irglová. Hann hefur verið upptökustjóri og upptökumaður fyrir tónlist Markétu frá 2012, m.a. á hljómplötunni MUNA. Þau hafa unnið að verkefnum fyrir kvikmyndir og leikhús, m.a. Svartalogn í Þjóðleikhúsinu. Þau sömdu saman lagið Mögulegt fyrir Söngvakeppnina 2022. Mio hefur einnig starfað með fjölda annarra listamanna og má þar nefna Damien Rice, Víking Heiðar Ólafsson, Emilíönu Torrini, The Colorist Orchestra, Agnar Má Magnússon, Svavar Knút, Ben Frost og Tinu Dico.

21


22


23


Ljúffeng súpa og leiksýning í hádeginu alla fimmtudaga!

24


Starfsfólk Þjóðleikhússins Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Hans Kragh, þjónustustjóri Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri nýrra leikhúsgesta Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Gréta Kristín Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Kjallarans og Loftsins Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar Almar Blær Sigurjónsson Atli Rafn Sigurðarson Baldur Trausti Hreinsson Birgitta Birgisdóttir Bjarni Snæbjörnsson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Edda Björgvinsdóttir Eggert Þorleifsson Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Gunnar Smári Jóhannesson Hallgrímur Ólafsson Hákon Jóhannesson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Hilmir Snær Guðnason Ilmur Kristjánsdóttir Katrín Halldóra Sigurðardóttir Kjartan Darri Kristjánsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Ragnheiður K. Steindórsdóttir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Sverrir Þór Sverrisson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valgerður Guðnadóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Örn Árnason Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Elísa Sif Hermansdóttir Kristín Hauksdóttir María Dís Cilia

Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Hildur Ingadóttir Silfá Auðunsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Leila Arge Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Hljóð Kristinn Gauti Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Elvar Geir Sævarsson Kristján Sigmundur Einarsson Ljós Halldór Örn Óskarsson, deildarstjóri Jóhann Bjarni Pálmason Jóhann Friðrik Ágústsson Ólafur Ágúst Stefánsson Leikmunir Trygve Jónas Eliassen, deildarstjóri Ásta Sigríður Jónsdóttir Halldór Sturluson Mathilde Anne Morant Valur Hreggviðsson Leikmyndarsmíði Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Michael John Bown, yfirsmiður Arturs Zorģis Haraldur Levi Jónsson

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Jón Stefán Sigurðsson Jasper Bock Siobhán Antoinette Henry Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Erna María Rafnsdóttir Halla R. H. Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir Kolka Heimisdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Óðinn S. Ágústsson, forstöðumaður Ólafur Ágústsson, matreiðslumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Helga Einarsdóttir, ræsting Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Davíð Gunnarsson, bakdyravörður Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Í yfir sjötíu ár hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

25


26


27


Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

28


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.