Ásta

Page 1

1


Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Hörður Sveinsson, Jorri o.fl. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningin tekur um tvo og hálfan tíma. Eitt hlé

Sýning í framhúsi Í framhúsi er sýning á munum sem tengjast Ástu Sigurðardóttur. Sara Jónsdóttir sá um hönnun sýningarinnar og Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Brynja Kristinsdóttir og Elísabet Arna Valsdóttir um útfærslu.

Þjóðleikhúsið 73. leikár, 2021–2022. Frumsýning í Kassanum 17. september 2021. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

2


Ásta Leikverk byggt á höfundarverki Ástu Sigurðardóttur Handrit: Ólafur Egill Egilsson

Þjóðleikhúsið 2021 - 2022 3


Umsjón og sýningarstjórn Guðmundur Erlingsson – yfirumsjón sýningar Siobhán Antoinette Henry Tæknistjórn á sýningum Brett Smith Leikgervadeild Þóra G. Benediktsdóttir – yfirumsjón sýningar Guðbjörg Guðjónsdóttir Hildur Ingadóttir Hildur Ösp Gunnarsdóttir Ingibjörg G. Huldarsdóttir Tinna Ingimarsdóttir Leikmunadeild Valur Hreggviðsson – yfirumsjón sýningar Halldór Sturluson Tilvísanir í listaverk í sýningunni Í sýningunni er vitnað í texta nokkurra skálda, með góðfúslegu leyfi aðstandenda. Skáldin eru Arnfríður Jónatansdóttir, Dagur Sigurðarson, Elías Mar, Jónas Svafár, Sigfús Daðason, Stefán Hörður Grímsson og Þorsteinn frá Hamri. Í sýningunni eru sýnd brot úr heimildamynd eftir Þránd Thoroddsen, með góðfúslegu leyfi aðstandenda. Í sýningunni er, auk skáldskapar Ástu Sigurðardóttur, vísað í myndlist hennar, einkum dúkristur.

Sérstakar þakkir Börn Ástu Sigurðardóttur Aðalsteinn Ingólfsson Anna Snædís Sigmarsdóttir Auður Jörundsdóttir Ágústína Jónsdóttir Árni Björnsson Ásdís Hallgrímsdóttir Ásdís Kvaran Bryndís Jónsdóttir Dóra Guðbjört Jónsdóttir Edda Sigurðardóttir Edda Janette Sigurðsson Egill Þorsteinsson Elísabet Gunnarsdóttir Friðrik Eiríksson Guðbergur Bergsson Guðný Ýr Jónsdóttir Guðrún S. Gísladóttir

4

Búningadeild Leila Arge – yfirumsjón sýningar Ásdís G. Guðmundsdóttir – yfirumsjón sýningar Berglind Einarsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Leikmyndargerð Hildur Evlalía Unnarsdóttir - teymisstjóri leikmyndarframleiðslu Arturs Zorģis - smiður Haraldur Levi Jónsson - smiður Michael John Bown - smiður Brynja Kristinsdóttir - málari Elísabet Arna Valsdóttir - málari Kolbrún Lilja Torfadóttir - málari Valur Hreggviðsson - málari Þórunn Kolbeinsdóttir - málari Um tónlistina Í sýningunni er flutt frumsamin tónlist eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Matthildi Hafliðadóttur við ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur. Einnig eru flutt brot úr öðrum lögum, s.s. Ó, borg, mín borg (lag: Haukur Morthens, ljóð: Vilhjálmur frá Skáholti), Anna í Hlíð (Lag: Dick Thomas, texti: Eiríkur Karl Eiríksson) og Home on the Range (lag: Daniel E. Kelley, texti: Brewster M. Higley).

Guðrún Guðnadóttir Guðrún Svava Svavarsdóttir Guðrún Þorsteinsdóttir Gunnsteinn Gunnarsson Halldóra María Steingrímsdóttir og önnur börn Steingríms Sigurðssonar Hallgrímur Helgason Haraldur Guðbergsson Helga Baldursdóttir Hugrún Gunnarsdóttir Ingibjörg Helgadóttir Jón Hjaltason Jón Hjartarson Kolfinna Sigurvinsdóttir Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá Kristján Jónsson frá Munkaþverá Laufey Sigurðardóttir Markús Þór Andrésson

Óttar Guðmundsson Páll Valsson Sigrún I. Jónsdóttir Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stella) Sigurborg Jónasdóttir Sigurður Dagsson Thoroddsen Sólveig Einarsdóttir Svava Svandís Guðmundsdóttir Valgeir Gestsson Vilborg Dagbjartsdóttir Vilma Mar Þórey Jónatansdóttir Aðstandendur sýningarinnar vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem höfðu samband og deildu minningum um Ástu Sigurðardóttur.


Leikarar

Hljómsveit

Birgitta Birgisdóttir

Hljómsveitarstjórn, bassi og píanó Guðmundur Óskar Guðmundsson

Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Gunnar Smári Jóhannesson Oddur Júlíusson Hákon Jóhannesson Steinunn Arinbjarnardóttir

Söngur og píanó Matthildur Hafliðadóttir Gítar Rögnvaldur Borgþórsson Trommur Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir

Listrænir stjórnendur Handrit og leikstjórn Ólafur Egill Egilsson

Lýsing Halldór Örn Óskarsson

Tónlist Guðmundur Óskar Guðmundsson Matthildur Hafliðadóttir

Myndbandshönnun Steinar Júlíusson

Tónlistarstjórn Guðmundur Óskar Guðmundsson

Hljóðhönnun Aron Þór Arnarsson Guðmundur Óskar Guðmundsson

Leikmynd Sigríður Sunna Reynisdóttir

Sviðshreyfingar Katrín Mist Haraldsdóttir

Búningar Sigríður Sunna Reynisdóttir Sigurbjörg Stefánsdóttir

Dramatúrg og aðstoðarleikstjóri Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

5


6


7


Ásta Sigurðardóttir 1930 – 1971 eftir Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur

„Uppi unaðsgaukur“ – þannig endar smásaga Ástu Sigurðardóttur, „Skerpla“.1 Andspænis þeim orðum hugsa þeir sem þekkja spáfuglinn hrossagauk kannski um andstæðuna: niðri nágaukur. Og milli slíkra andstæðna má sjá líf Ástu sem í sjónhending. Það var sem togað milli hljómmikilla vængja á hreyfingu í upphæðum og kyrra, ómlausra á jörðu niðri; hún lifði svo geyst. En hún skynjaði líka veröldina á annan hátt en flestir aðrir. Samskynjun var einkenni hennar; hún hafði hljómsýn, sá liti um leið og hún heyrði lög, upplestur eða rímur kveðnar. Samskynjun er arfgeng og ósjálfráð en er talin geta eflst á unglingsárum. Hvernig ætli það hafi þá verið að koma eins og Ásta, bara fjórtán ára, frá Litla-Hrauni, einangruðum sveitabæ á Snæfellsnesi til Reykjavíkur, ári fyrir lok seinni heimstyrjaldar? Koma frá stað þar sem náttúruhljóðin ein voru ríkjandi, mófuglarnir kviðruðu í kyrrðinni og vindur og brim fluttu máttugustu tónverkin – inn í tæknivædda borg þar sem háreysti flutningabíla og krana blönduðust sjávarhljóðunum á höfninni og sundurleitir tónar fuglanna við Tjörnina runnu saman við flugvélardyn? Hljóð og litir allt í einu öll önnur en fyrr; og áreitið: Hvaða áhrif hafði það? Broddi Jóhannesson, seinna Kennaraskólastjóri, skildi fyrr en flestir Íslendingar hvílíka sérstöðu samskynjun veitir mönnum. Hann bað Ástu strax á fyrstu Reykjavíkurárum hennar að lýsa upplifun sinni. Stúlkan lét lítið af: „[litaskynjunin] er oftast nær hversdagsleg og sjálfsögð eins og hver önnur skynjun.“2 Sennilega hefur samskynjun Ástu þó haft djúpstæðari áhrif á líf hennar en menn hafa áttað sig á. Sú skynjun gæti verið sjálf rót þess að hún varð allt í senn ljóðskáld, myndlistarmaður og höfundur smásagna jafnt sem listilegra ritgerða. Hljómsýnin 8


hefur líka vísast tengst líkingasmíð hennar og valdið því að skynjun hennar var almennt öflugri en ella. Hún segir að minnsta kosti sjálf:

Flest rímnalög eru frámunalega andstyggileg en á meinlausan hátt, þ.e.a.s. þau særa aðeins fegurðartilfinninguna eins og blautir og myglaðir strigapokar, heyruddi eða því um líkt. Öðru máli gegnir með Barcarolle, sem ræðst á sálina með yfirnáttúrulegum myndum og skerandi sterkum litbrigðum. Áhrif þess vara lengur en lagið og eru mjög óhugnanleg.3

Oftast er samskynjunin talin kostur; hún felur í sér gáfuna til að tengja saman gagnólík svið og er þar með sögð undirstaða listrænna hæfileika auk þess sem hún á að styrkja minni og þekkingarleit. Nú eru þó komnar fram vísbendingar um að henni geti fylgt kvillar eins og kvíðaröskun en kvíði og angist létu Ástu ekki óáreitta á lífsleiðinni ef marka má kveðskap hennar. Eins og fleiri af hennar kynslóð, gekk Ásta, nánast beint út úr ljóstýrum torfbæjarins inn í raflýsta veröld borgarinnar; hætti að stinga upp mó, mjólka kýr og hlaupa mjóar fjárgötur en fór í skóla, skaust í búðir eða á kaffihús og spígsporaði jafnvel um breið steinlögð stræti. Í farteskinu að heiman hafði hún ekki bara samskynjunina; þar var líka meðfædd uppreisnargirni sem fékk hana barnunga til að rísa gegn trú og aga aðventistans, móður hennar; bókaást og þekking á skáldskap bændasamfélagsins aftur um aldir en ekki síst rík réttlætiskennd og róttækni í hugsun sem gerði hana tortryggna andspænis öllu valdi og varð til þess að hún dró hlut þeirra sem því voru beittir. Hugsi maður um unglinginn Ástu geta umskiptin í lífi hennar eftir að hún kom til Reykjavíkur orkað ógnvænleg. Á nokkrum árum tók hún ekki bara fullnaðarpróf og landspróf og horfði á foreldra sína flytja af jörðinni sem hún ólst upp á; hún eignaðist dreng, lauk Kennaraskólanum, kynntist skáldum og listamönnum samtímans og breyttist í gullfallega unga konu. Þá konu bjó hún reyndar markvisst til; hún litaði hárið á sér svart og varirnar rauðar; faldi sveitastúlkuna og náttúrubarnið en setti upp andlit tálkvendisins til að mæta umhverfinu. Móðir Ástu tók að sér uppeldi drengsins hennar en sjálfa langaði Ástu ekki til að kenna þótt hún væri komin með réttindi. Hún vildi skapa og umgangast skapandi fólk, fór þess vegna á myndlistarnámskeið, málaði og gerðist nektarmódel hjá listnemum; sat fyrir daglangt í óupphituðum kjallaranum hjá Ríkarði Jónssyni á Grundarstígnum, jafnvel í hörkugaddi, og brá ekki svip.4 En hún sinnti líka skrifum. Uppúr 1950 fór hún að birta smásögur sem vöktu aðdáun glöggra bókaunnenda. Þeir skynjuðu að kominn var fram höfundur sem lét hrikta í 9


stoðum og tók á ýmsum málum er legið höfðu í þagnargildi. Í sögunum birtist ný persóna, kvenmynd sem minnir á konur í framúrstefnuhópum Parísar á millistríðsárunum. Sú reykir og drekkur fram á nætur, ásælist opinskátt karlmenn og er rekin úr samkvæmum og bílum góðborgara; stöndugur borgari gerir sig jafnvel líklegan til að nauðga henni en drykkjumaður og verkamenn, sem mæta henni lerkaðri, rétta henni hjálparhönd. Í fyrstu sögunni, „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns“5 ber aðalpersónan nafnið Ásta. Með Draumnum, sem segir frá tilfinningum konu sem fer í ólöglega fóstureyðingu, fylgja hins vegar dúkristur; á tveimur þeirra má sjá karlmann sem ýmsum þótti einsýnt að væri Geir Kristjánsson rithöfundur, sambýlismaður Ástu um nokkurra ára skeið. 6 Ögrun þessara sagna við ríkjandi hugmyndir um stöðu konunnar í samfélaginu og siðferðisreglur þess, skráðar og óskráðar, var því markviss og að sínu leyti opinská. Og þá lét hneykslun reykvískra smáborgara auðvitað ekki á sér standa. 10


Ögruninni var mætt með svæsinni dómhörku og grimmd og það tók á þótt Ásta léti ekki af uppreisn sinni. Smásagnasafn hennar, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns kom út árið 1961 og með því skipaði hún sér á bekk með fremstu rithöfundum þjóðarinnar. En orðspor hennar var samt og fyrr: Bekkurinn minn í barnaskóla fór sérstaka ferð á bókasafnið til að skoða bókina „með dónamyndunum“. Í bók Ástu voru semsagt nokkrar dúkristur hennar, þar af ein af berbrjósta konu og önnur af berrössuðu barni… Í eintaki af Draumnum sem Ásta gaf Thor Vilhjálmssyni einhvern tíma á sjötta áratugnum er svofelld áritun: „Thor Vilhjálmsson, hagaðu þér ypparlega (mátulega þó) til þess þú verðir skáld og stórskáld. Hvenær hættirðu að drekka?“. 7 Hvaða skilning ætti að leggja í spurninguna? Snýst hún um að Thor hafi hætt að drekka einu sinni sem oftar eða er Ásta að hvetja hann til að hætta drykkju? Sé það síðara raunin er spurningin dapurleg í ljósi þeirrar stefnu sem líf Ástu tók. Með árunum hneigðist hún æ meira til drykkju. Eftir að þau rugluðu saman reytum sínum (1959), hún og skáldbróðir hennar Þorsteinn frá Hamri og eignuðust hvert barnið á fætur öðru, kvað þó rammar að drykkjunni en fyrr. Þótt Ásta héldi áfram að skrifa birti hún nú fátt; hún réð ekki við að samþætta hlutverk skáldsins/listamannsins og móðurinnar og svo fór að þau Þorsteinn slitu samvistum en börnin voru send í fóstur. Seinna giftist Ásta Baldri Guðmundssyni og bjó með honum til æviloka. Hafi Ástu frá náttúrunnar hendi verið gefin samstilltari skynfæri og öflugri skynjun en gerist og gengur, lögðu samfélagsþróun og menningarástand sitt til þess að klofningur og togstreita einkenndu líf hennar allt, uns hún sagði skilið við það, rétt rúmlega fertug. Reykvíkingum tileinkaði hún kaldhæðnislega smásagnasafn sitt. En á Kennaraskólaárum sínum hafði hún lýst einu af kennileitum höfuðborgarinnar. Í óprentuðu ritgerðinni, Austurstræti, sést hvað Ásta hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu en líka hvernig bernsk skáldsýn hennar var tilbúin að draga úr ágöllum þess:

Í dældunum sitja forarpollar. Fólkið krækir fram hjá þeim. En í bjarma rafljósanna á kyrrum kveldum verða jafnvel forarpollar ómissandi þáttur í samstillingunni. Það glampar á þá eins og gull. Og hvað sakar þá, þótt sori sé undir? 8

En svo kom reynslan – og þegar upp var staðið voru forarpollarnir bara forarpollar.

1. Ásta Sigurðardóttir, „Skerpla“, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, Reykjavík: Helgafell, 1961, bls. 96. 2. Sama, Litheyrn, KSS 172. Sjá einnig Friðrika Benónýs, Minn hlátur er sorg. Ævisaga Ástu Sigurðardóttur. Reykjavík: Iðunn, 1992, bls. 43. 3. Sama stað, sjá einnig Friðrika Benónýs, Minn hlátur er sorg, bls. 42–43. 4. Sverrir Haraldsson. Munnleg heimild, samtal við BSK, 1978. 5. Sama, „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns“, Líf og list 2/1951, bls. 14–17. 6. Sama, 1952. Draumurinn, Reykjavík: [s.n.]. 7. Guðmundur Andri Thorsson, Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor. Reykjavík: JPV-útgáfa, 2015, bls. 96. 8. Ásta Sigurðardóttir, Austurstræti, Lbs 300 NF.

11


Að finna kjarnann í manneskjunni - og hið sammannlega um leið Ólafur Egill Egilsson, höfundur og leikstjóri sýningarinnar, og Andrea Elín Vilhjálmsdóttir sýningardramatúrg spjalla við Melkorku Teklu Ólafsdóttur leiklistarráðunaut Hvers vegna vildir þú, Ólafur Egill, gera sögu Ástu Sigurðardóttur og list hennar skil á leiksviði? Ólafur Egill: Áhugi minn á Ástu vaknaði þegar ég var svona 17, 18 ára og var samferða afa mínum, dr. Gunnlaugi Þórðarsyni lögfræðingi, í bíl norður í land. Ferð minni var heitið að Höfða við Mývatn, að hitta kærustuna mína, og ég vissi að þar yrði fyrir Þorsteinn frá Hamri, fyrrum sambýlismaður Ástu og faðir fimm barna hennar. Ásta var á þessum tíma látin fyrir tæpum aldarfjórðungi og afi fór að segja mér frá Ástu og Þorsteini, lífi þeirra og skáldskap, og bóhemlífinu í Reykjavík á sínum tíma. Afi minn var mikill listunnandi, og bar mikla virðingu fyrir þessu listafólki, en hann hafði jafnframt verið varaformaður og síðar formaður Barnaverndarráðs og á því tímabili hafði ráðið þurft að hafa afskipti af heimili Ástu. Þetta var þegar þau Þorsteinn voru skilin að skiptum. Þegar í Höfða var komið var búið að baka pönnukökur handa okkur, og myndin af Gunnlaugi afa mínum og Þorsteini, sitjandi hvor gegnt öðrum við gluggann, borðandi pönnukökur á íslensku hásumri, greyptist í huga mér. Þeir sögðu fátt, en vitundin um þá sorglegu atburði sem þeir höfðu báðir verið aðilar að fyrir löngu, hvor með sínum hætti, lá í loftinu. Á þessum tíma, á menntaskólaárum mínum, var líka mjög í tísku að lesa verk Ástu Sigurðardóttur og annarra bóhemskálda sem voru henni samtíða. Hugsanir um hvernig skáldskapur Ástu og lífshlaup hennar fara saman hafa lengi bærst með mér. Fyrir svona tveimur, þremur árum, höfðu svo þrjár leikkonur, hver um sig, á mjög svipuðum tíma, samband við mig með þá hugmynd hvort ekki væri lag að vinna með líf og list Ástu á leiksviði. Það var líka mikill áhugi fyrir hendi í Þjóðleikhúsinu, og eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér fannst mér mjög spennandi að sökkva mér niður í líf og list Ástu. 12


Það er eins og eitthvað liggi í loftinu núna varðandi Ástu Sigurðardóttur. Þið hafið verið að móta þessa leiksýningu í hálft annað ár, á liðnum vetri voru áhugaverðir útvarpsþættir um Ástu á dagskrá Ríkisútvarpsins og um nokkra hríð hefur verið í undirbúningi málþing um líf og list Ástu, sem verður haldið í nóvember á vegum Lesstofunnar í samstarfi við Þjóðleikhúsið, og þá kemur líka út nýtt greinasafn um listakonuna. Hvað veldur þessum mikla áhuga á Ástu Sigurðardóttur núna? Ólafur Egill: Ég held að ein ástæðan sé sú að á okkar tímum er ákveðin viðleitni hjá þeim sem fjalla um söguna og listafólk okkar, að gefa fyrri tíðar listakonum meiri gaum og taka verk þeirra til endurskoðunar. Það er sannarlega ákveðinn halli í umfjöllun um listafólk fyrri tíma; karlarnir eru svo miklu fleiri og umfjöllunin um þá viðameiri. Andrea: Saga karlkyns skálda er líka skrásett mun betur, það hefur betur verið haldið utan um persónulega muni þeirra og skáldskap. Ólafur Egill: Önnur ástæðan er sú að umfjöllunarefni Ástu eru nútímaleg; hún fjallar um málefni borgarinnar, kynferðismál og stöðu þeirra sem minna mega sín. Gagnrýnandi á sínum tíma orðaði það eitthvað á þá leið að Ásta horfði út um glugga sem vísaði út að baklóðum samfélagsins, að hún skrifaði í anda rónarómantíkur. Ásta er í umfjöllun sinni hispurslaus og einlæg, og tekur þessi mál nútímalegum tökum. Við stöndum á ákveðnum krossgötum í dag í kjölfar þeirrar umræðu sem MeToo vakti um hlutverk kynjanna og jafnvægi þar á milli. Ég tel að skrif Ástu tali beint inn í þessa umræðu. Segja má að hennar frægasta smásaga, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, sé nokkurs konar MeToo-saga. Haft er eftir samtíðarmönnum að sagan sé byggð á raunverulegri upplifun hennar. Konan í sögunni ber sama nafn og höfundurinn, og henni er nauðgað. Það er umhugsunarvert að á sínum tíma snerist umræðan um söguna ekki fyrst og fremst um glæpinn sem þar er framinn, heldur miklu frekar um hver væri fyrirmynd gerandans í sögunni. Ástu var álasað fyrir að nafngreina manninn ekki, því að án þess lægju allir góðborgarar borgarinnar undir grun. Ég held að það hafi ekki vakað fyrir Ástu að benda á ákveðinn mann og ná fram réttlæti gagnvart honum, - enda mátti hún svo sem vita að það tækist ekki, eins og samfélagið var byggt upp þá; þetta var fínn maður og hún var bara götustelpa. Ég held að miklu fremur hafi hún viljað vekja athygli á framkomu fínna karla í garð kvenna og þeirra sem minna máttu sín.

13


Andrea: Ég held jafnframt að þessi mikli áhugi vakni núna í kjölfar MeToo vegna þess að konur eru líka að líta til baka. Ungar konur eins og ég eru að forvitnast hjá mæðrum sínum um hvernig þeirra reynsla og upplifanir af þessum málum voru. Við erum að reyna að skilja sjálfar okkur, mæður okkar, ömmur, frænkur og fyrirmyndir. Hvernig áhrif atburða í lífi kvenna sem komu á undan okkur hafa mótað okkur í gegnum árin. Við erum að reyna að uppræta gildi og viðhorf sem hafa síendurtekið brotið konur niður. Ásta er ein af örfáum konum sem skrifaði um þessi mál á sínum tíma og því kannski ekki skrítið að við leitum þangað. Hvernig nálguðust þið heimildir og öfluðuð ykkur vitneskju um skáldkonuna? Andrea: Við byrjuðum á því að skoða á Landsbókasafninu allt sem hefur verið skilað inn varðandi Ástu Sigurðardóttur. Við heimsóttum líka kvennasögusafnið á Þjóðarbókhlöðunni. Við tókum fjölda viðtala við fólk sem hafði haft kynni af Ástu. Við fengum að lesa ýmis persónuleg sendibréf og skoða skýrslur frá opinberum aðilum. Það má í raun frekar tala um rannsóknarvinnu en heimildavinnu fyrir þessa sýningu, en undirbúningurinn snerist um að hafa upp á fólki, hringja símtöl, pikka upp vísbendingar hér og þar, og raða saman púslum. Sem dæmi má nefna hvernig persónan Kalli rafvélavirki í sýningunni varð til. Við sáum bara nafn hans í einu sendibréfi og lögðumst í rannsóknir á því hver hann var og hvernig hann tengdist Ástu. Á endanum fannst okkur hann það mikilvæg persóna að hann yrði að vera með í sýningunni. Ólafur Egill: Það hefur verið athyglisvert að komast að því, í viðtölum okkar Andreu við hundruð manna og kvenna sem muna Ástu, hversu ljóslifandi hún er í minningu samferðamanna sinna. Líf Ástu var erfitt og endalokin þungbær, en Ásta var líka full af ljósi, birtu og lífsgleði, hún var mikill húmoristi, og þannig heillaði hún þá sem á vegi hennar urðu. Andrea: Oft óskaði ég þess að upplýsingaöflunin væri ekki svona mikill gullgröftur. Ég er þjóðfræðingur, lauk námi í þjóðfræði áður en ég lauk námi mínu við sviðshöfundabraut LHÍ, og er mikil áhugakona um varðveislu á einsögum í formi dagbókarskrifa, sendibréfa og allskonar persónulegra upplýsinga um fólk sem gefa innsýn í samfélagsleg málefni og heimsmynd hvers tíma. Mig langar því eiginlega til að senda ákall út til kvenna um að huga betur að því að koma svona efnivið inn á Kvennasögusafnið og önnur söfn sem taka við gögnum sem nýtast við að skrásetja sögu okkar, þá og nú. Jafnvel þótt kannski sé aðeins um að ræða minningabrot um aðra konu eins og Ástu, skrifa það niður og senda á safn. 14


Ásta Sigurðardóttir hafði ótvíræða listræna hæfileika, en hverjar teljið þið að séu meginástæður þess að hún gat ekki nýtt hæfileika sína betur? Andrea: Ég held að það sé samspil margra ólíkra þátta, og þar spila tími og staður inn í. Ólafur Egill: Eitt sem má nefna er að það var eiginlega ekki mögulegt að lifa af því að vera listakona, eða listamaður, á þessum tíma, og helga sig listinni. Andrea: Ég held að þetta tengist líka heimssýn listamanna á þessum tíma. Ásta aðhylltist sósíalisma, kommúnisma, existensíalisma… Það var ákveðin tíska í listaheiminum að neita sér um alla hluti, verða að þjást, ganga í gegnum erfiðleika, þiggja ekki aðstoð, vera sjálfstæður og engum háður en eiga þó velgjörðarmenn. Margir ólíkir þættir hugmyndafræðilega séð rekast á. Ólafur Egill: Já, hugmyndin um að vera bóhem, að storka og gefa skít í samfélagsskipulagið var ríkjandi. Uppreisn Ástu og annarra bóhemlistamanna þessa tíma held ég að hafi fyllilega átt rétt á sér, enda var þetta uppreisin gegn samfélagi sem var stéttskipt, konur og karlar höfðu ákveðin ólík hlutverk, og öllum sem voru á skjön við það var eiginlega útskúfað. Ástæðan liggur líka í persónugerð Ástu, og andstæðunum í sálarlífi hennar. Hún ólst upp á milli tveggja póla; móðir hennar var mjög trúuð og aðhylltist meinlætalifnað, en faðir hennar var meira uppi í skýjunum, fátækur maður með ríka menntunar- og skáldskaparþrá. Og sjálf var hún að mörgu leyti viðkvæm þrátt fyrir töffaraskapinn. Ásta hafði litheyrn eins og hún kallaði það, eða samskynjun, sem hún lýsir vel í ritgerð sem hún samdi í Kennaraskólanum. Maður sér það vel af þessari ritsmíð hvað hún er næm og opin. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu fyrirbæri, samskynjun. Einn fylgifiskur hennar virðist vera ákveðið andlegt ójafnvægi, fólk er hrifnæmt og fer hátt upp, og svo fer það langt niður. Andrea: Þegar Ásta kemur til Reykjavíkur, kornung, er hún strax orðin ákveðin byltingarmanneskja, á skjön við samfélagið. Sú bylting sem Ásta vildi gera er bylting mennskunnar, fegurðar og forms, og hún vildi að listaverk hefðu innihald og gildi. Hún lá ekki á skoðunum sínum og gat verið ansi hvöss í afstöðu sinni. Það er mjög auðvelt að sjá fyrir sér hvernig byltingarmanneskja af þessu tagi lendir á vegg í reykvísku borgarsamfélagi síns tíma. Ólafur Egill: En kannski var meginástæðan fyrir því að Ásta náði ekki að einbeita sér nægilega vel að listsköpun sinni líferni hennar, allt þetta slark og drykkja. Við vitum í dag að fíknin er sjúkdómur en það var lítill skilningur á því þá, eins og sést á því að Ásta var látin skrifa undir drengskaparloforð um að hætta að drekka þegar hún útskrifaðist einhverju sinni af Kleppi. 15


Leiksýningin okkar fjallar um konu sem var miklum hæfileikum gædd, en örlög hennar urðu harmræn. Sýningin felur í sér áminningu um að þeir hlutir sem Ásta fjallar um brenna enn á okkur, og við þurfum að gera betur. Sem samfélag þurfum við að gefa gaum að öllum, og gæta þess að fólk sé metið að verðleikum þótt það feti aðra slóð í lífinu en ráð er fyrir gert. Ég held að í samfélagi þar sem ríkt hefði meiri skilningur og hlýja og þar sem fólk hefði leyft sér að njóta tilverunnar aðeins meira, þar hefðu örlög Ástu orðið önnur. Á undanförnum árum hefur þú, Ólafur Egill, unnið að tveimur öðrum leiksýningum sem eru byggðar á lífi listamanneskju, varst annar af handritshöfundum í leikritinu Ellý um Ellý Vilhjálms, og leikstýrðir eigin verki Níu lífum um Bubba Morthens. Hvers vegna dregst þú að efniviði af þessu tagi? Ólafur Egill: Við búum í sérstöku samfélagi, við erum svo fá og erum svo tengd. Eitt af hlutverkum leikhússins er að spegla okkur, okkar samfélag, okkar ferðalag í gegnum þetta líf, og þetta er ein leið til þess. Það er líka eitthvað sem heillar mig við það að kafa svona í fortíðina, ekki síst í gegnum hina munnlegu geymd, og skapa svo mynd af henni á leiksviði. Nú fer að nálgast sólarlag hjá þeirri kynslóð sem var samtíða Ástu, allskonar sögur og vitneskja eru að tapast, en mér finnst mikilvægt að halda þessu til haga, safna því saman. Ég fæ mikið út úr því að halda til haga minningum fólks, sögum og upplifunum og færa þær á milli kynslóða, forða þeim frá gleymsku, og spegla líðandi stund í fortíðinni. Þetta eru okkar sögur, okkar samfélag, við öll, þá og nú. Það að taka líf fólks til umfjöllunar myndar strax ákveðna spennu. Hvað á maður að segja, hvað er mikilvægast, hvað velur maður úr og hvað hreinlega má maður segja? Ég reyni að passa mig á því að dæma ekki, um leið og ég reyni að komast sem næst því hvernig hlutirnir voru í raun. Það verður sjálfkrafa til einhver hreyfing – og mótstaða. Ég vil skrifa sannferðugt verk um t.d. Ellý, Bubba eða Ástu, en ég vil engan særa eða meiða. Andrea vann með mér í Níu lífum og hefur líka reynslu af því að vinna með sviðsetningu hins persónulega með sviðslistahópnum Trigger Warning. Hún hefur því reynst vel í þessu ferli með sína reynslu og viðhorf. Andrea: Já ég kom að sýningunum Hún pabbi og Velkomin heim þar sem leikari fjallar beinlínis um eigin reynslu og upplifanir sem tengjast inngildingu hópa sem verða fyrir fordómum og jaðarsetningu í samfélaginu. Í þeim verkum vorum við að rannsaka hugmyndina um hverjum tilheyri að segja hvaða sögu og hvernig hin persónulega reynsla getur verið pólitísk, - og hvernig styrkja má þá afstöðu með listinni. Ekki ósvipað og Ásta gerir með 16


sína sögu Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns. Það eru mikil forréttindi að fá leyfi til að fjalla um líf annarrar manneskju, sérstaklega þegar viðkomandi er fallinn frá og afkomendur eru enn á lífi. Ekki síst í ljósi þess að við getum aldrei vitað nema hálfan sannleikann. Ólafur Egill: Og þá þarf auðvitað stundum að skálda í eyðurnar, þó svo að verkið sé byggt á lífi raunverulegrar manneskju, enda er öll endursögn skáldskapur með einhverjum hætti, allt annað en það að lifa atburðinn er skáldskapur. Í því felst skemmtileg áskorun og togstreita að líf fólks er einhvern veginn í laginu, og það fellur ekki endilega að uppbyggingu leikverks. Og hvað gerir maður þá, til þess að virða frásagnarreglur og það sem maður þekkir úr því handverki að skrifa sögu? Í grunninn snýst þetta um að finna kjarnann í fólki. Á því ferðalagi fer maður hins vegar alltaf inn í hið sammannlega og sjálfan sig. Ólafur, viltu segja okkur meira um vinnuaðferðir þínar við að nálgast svona efnivið, líf manneskju, sem höfundur og leikstjóri. Ólafur Egill: Ég hef vinnuna á því að reyna að komast yfir allar mögulegar heimildir, svo ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi velt við öllum steinum sem á vegi mínum urðu. Heimildavinnan getur orðið ansi umfangsmikil, til dæmis í tilviki manns eins og Bubba sem hefur komið afar víða við og verið í fjölmiðlum svo til annan hvern dag í fjóra áratugi. Þegar þessari vinnu er lokið er komið að því að finna kjarnann í efniviðinum. Ég spyr mig spurninga eins og: „Hver er lásinn í lífi viðkomandi manneskju? Hver var æðsti draumurinn? Hvar var dýpsta gjáin, sprungan? Hvaða erindi á ævi þessarar manneskju við okkur? Hver var eða er meginásinn í þessu lífi?“ Ég verð að svara þeirri spurningu, en það má segja að sjálfur fái ég ekki endanlega svarið við henni fyrr en á því augnabliki sem fyrstu sýningunni er lokið. Það gerist yfirleitt í myrkrinu eftir að síðustu senunni lýkur og ég hef fundið hvernig salurinn „les“ sýninguna. Ég spyr sjálfan mig líka: „Ef ég gæti náð til einhvers áhorfanda með þessari sögu, alveg að innstu hjartarótum, hvað er það þá sem ég myndi vilja segja honum, hvað myndi ég vilja að viðkomandi gerði?“ Yfirleitt snýst svarið um að taka af skarið, með einum eða öðrum hætti, að „vera“ eða „ekki vera“. Í tilviki Ellýjar gæti svarið verið: „Finndu drauminn - og fylgdu honum“. Í tilviki Bubba: „Það er ekki eftir neinu að bíða, lifðu núna, gerðu upp núna, stígðu inn í ljósið núna – það er aldrei of seint, en því fyrr, því betra“. Í tilviki Ástu stendur leitin að svarinu enn yfir. Ég er reyndar með ákveðinn hlut í huga, en ég vil ekki sá neinum fræjum, ég vil heldur að verkið tali fyrir sig þegar fólk kemur og sér það. 17


En undirbúningsvinnan er bara hluti af sköpunarferlinu, næsti hluti þess hefst þegar æfingarnar byrja. Þá finnst mér mjög mikilvægt að miðla sem mestu af heimildaefninu til hópsins sem kemur að því að skapa sýninguna, til leikaranna og annarra. Ég vil að hópurinn öðlist djúpa tilfinningu fyrir tímanum og persónunum. Ég vil að leikararnir geti leikið sér með efniviðinn, komið með tillögur og skerpt á persónunum. Fyrir mér sem leikstjóra vakir að valdefla leikarana mína, enda eru það þeir sem á endanum þurfa að standa á sviðinu og færa áhorfendum söguna, og þá þurfa þeir að geta staðið með því sem við erum að gera. Skilið það, samþykkt það - og svo kýlt á það. Andrea: Og þessi samsköpun á ekki bara við um leikarana, heldur líka aðra listamenn, tónlistarstjóra, höfund hreyfinga, leikmyndahöfund, búningahöfund, dramatúrg… Ólafur Egill: Já, það er gríðarlega mikilvægt að öllum finnist þeir eiga sæti við það borð sem sýningin verður til við. Það myndar kærleika, sköpunargleði og væntumþykju gagnvart viðfangsefninu. Við þurfum á öllu þessu að halda. Tónlist er mikilvæg í sýningunni um Ástu, það er hljómsveit á sviðinu og Guðmundur Óskar Guðmundsson og Matthildur Hafliðadóttir hafa samið nýja tónlist við ljóð Ástu. Ellý og Níu líf fjalla um tónlistarfólk, en Ásta var myndlistarkona og rithöfundur. Ólafur Egill: Ásta var skáldkona, myndlistarkona og keramiklistakona, en hún hafði líka heilmiklar skoðanir á tónlist og sterkar tilfinningar til hennar. Í áðurnefndri ritgerð Ástu um litheyrnina þá lýsir hún áhrifum tónlistar á sálarlífið. Hún var mjög næm og opin fyrir allri skynjun, formum, orðum, tónum… Ásta er þekkt fyrir smásögur sínar en hún orti líka ljóð, rímuð og stuðluð, og ég vildi alls ekki ganga framhjá ljóðunum hennar í sýningunni. Þau eru svolítið annars eðlis en smásögurnar, hefðbundnari í formi en líka listasmíðar, og í þeim kemst maður stundum nær sálarlífi hennar. „Þá er í hugskotum heilans geymt / sumt helmingi dekkra en nóttin“, yrkir hún. Tónlist Guðmundar Óskars og Matthildar við ljóðin er innblásin af tímabilinu um 1960-65. Svo minnir hún okkur líka á tímann, - rokkið og djassinn sem er að ryðja sér til rúms-, minnir okkur á að þetta voru umbrotatímar í heiminum. Mér fannst líka mikilvægt að fá í sýningu um rithöfund, þar sem áherslan yrði óhjákvæmilega mikil á texta, ákveðið mótvægi, hvíla eyrun inn á milli með tónlist. Tónlistin talar með öðrum hætti við sálina í okkur en skáldskapurinn. Ég vildi að sýningin yrði eins og skáldskapur Ástu, sem er fullur af andstæðum, – hann er hrífandi og skelfilegur, lyftir manni upp til himins eitt augnablik, og nístir svo hjartað það næsta.

18

Hlýða má á spjall við Ólaf Egil og Andreu um sýninguna í Leikhúshlaðvarpinu á vef Þjóðleikhússins og hlaðvarpsveitum. .


19


20


Ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur sem sungin eru í sýningunni. Perluskel Andvakan Kapphlaup um nótt (improviserað) Álfaríma Vökuþula

21


22


23


24


25


Aðalbjörg Þóra Árnadóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ

árið 2005 og hlaut MA-gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ árið 2020. Hún hefur leikið í fjölda sýninga hjá ýmsum leikhópum, Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, sem og í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi. Hún er einn stofnenda 16 elskenda og hefur leikið í öllum verkum sviðslistahópsins og komið að skrifum og framleiðslu þeirra. Hún er annar stofnenda leikhópsins Soðið svið og hefur leikið í öllum sýningum hópsins og komið að framkvæmdastjórn þeirra. Hún leikur nú í Mæðrum í Borgarleikhúsinu, og mun leikstýra samstarfsverkefninu Þoku. Hún er einn af listrænum stjórnendum Flanerís.

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir lauk BA-prófi við sviðshöfunda-

braut LHÍ árið 2016 og BA-prófi við þjóðfræðideild HÍ árið 2014. Hún er sjálfstætt starfandi dramatúrg, aðstoðarleikstjóri og listrænn stjórnandi. Meðal sýninga sem hún hefur starfað við eru Níu líf í Borgarleikhúsinu, Ör í Þjóðleikhúsinu, Velkomin heim með Trigger Warning í Þjóðleikhúsinu og síðar í Útvarpsleikhúsi RÚV, og Hún pabbi með Trigger Warning í Borgarleikhúsinu. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi sviðslistahátíðarinnar Plöntutíð. Í vetur er Andrea verkefnastjóri Eyju með O.N. sviðslistahópnum í Þjóðleikhúsinu og stundakennari við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.

Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og

hefur hannað hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Kafbát og Atómstöðina.

Birgitta Birgisdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2006.

Í vetur leikur hún í Kafbáti og Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu. Hér hefur hún m.a. leikið í Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Atómstöðinni – endurliti, Meistaranum og Margarítu, Útsendingu, Slá í gegn, Samþykki, Húsinu, Jónsmessunæturdraumi, Risaeðlunum, Hafinu, Góðu fólki, Djöflaeyjunni og Frida… viva la vida. Hún lék m.a. í Amadeusi, Gretti, Degi vonar, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum og Hystory í Borgarleikhúsinu. Hún lék í MammaMamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Atómstöðina, Húsið og Fólkið í kjallaranum. 26


Guðmundur Óskar Guðmundsson stundaði tónlistarnám

frá 3ja ára aldri til tvítugs á ólík hljóðfæri og hefur starfað við tónlistarflutning og upptökustjórn, verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum, s.s. Hjaltalín og Tilbury, leikið á tónleikum víða um heim og sent frá sér plötur. Hann hefur hlotið tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og fengið þau í ólíkum flokkum. Hann samdi tónlist fyrir Hafið, Engla alheimsins ásamt Hjaltalín og Sjálfstætt fólk ásamt Högna Egilssyni í Þjóðleikhúsinu og var tónlistar- og hljómsveitarstjóri í Djöflaeyjunni. Hann er tónlistar- og hljómsveitarstjóri í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu.

Gunnar Smári Jóhannesson útskrifaðist úr leiklistardeild

Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann leikur í Jólaboðinu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður lék hann hér í eigin einleik, Ómari Orðabelg, og í Meistaranum og Margarítu og Útsendingu. Hann leikstýrði eigin stuttmynd Babelsturninum. Áður en hann hóf nám í leiklist lék hann í leikritinu Heili Hjarta Typpi í Gaflaraleikhúsinu og fór með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Sönn íslensk sakamál.

Halldór Örn Óskarsson útskrifaðist sem ljósahönnuður frá

Bristol Old Vic Theatre School árið 2000. Hann hannar lýsingu fyrir Jólaboðið og Sjö ævintýri um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann hefur hannað lýsingu fyrir yfir sjötíu sýningar, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Íslands og Leikfélag Akureyrar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Vertu úlfur (ásamt Birni Bergsteini Guðmundssyni), Macbeth, Hreinsun, Utan gátta og Ófögru veröld, og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Jesus Christ Superstar, Héra Hérason, Íslandsklukkuna, Lé konung, Engla alheimsins, Endatafl og Óþelló.

Hákon Jóhannesson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2018.

Hann leikur í Framúrskarandi vinkonu, Sem á himni, Nashyrningunum, Kardemommubænum og Sýningunni okkar í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék í Meistaranum og Margarítu og Jónsmessunæturdraumi. Hann lék í söngleiknum Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Brot og honum mun bregða fyrir í tveimur íslenskum þáttaröðum sem hefja göngu sína á næstu misserum. Hann hefur starfað bæði í sjónvarpi og útvarpi, og séð um innslög í þáttunum Vikan með Gísla Marteini. Hann kom fram fyrir hönd fréttamiðilsins Iceland Music News í tengslum við Eurovision í Ísrael árið 2019.

27


28


29


Katrín Mist Haraldsdóttir útskrifaðist sem leikari frá Circle in

the Square Theater School í New York árið 2013. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga sem leikari, danshöfundur, söngkona og dansari, m.a. í Skjaldmeyjum hafsins hjá Artik og Leikfélagi Akureyrar, og Matthildi og Níu lífum í Borgarleikhúsinu. Hún sá um dans- og sviðshreyfingar í Galdragáttinni, Krunk krunk og dirrendí, Núnó og Júníu, Gallsteinum afa Gissa og Pílu Pínu hjá Leikfélagi Akureyrar, og var þar aðstoðardanshöfundur í Kabarett. Hún rekur dansskólann DSA á Akureyri. Hún hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Pílu Pínu.

Matthildur Hafliðadóttir hefur stundað tónlistarnám frá

blautu barnsbeini, fiðlu-, píanó- og söngnám, við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, söngskólann Domus Vox og tónlistarskóla FÍH. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í arkitektúr frá LHÍ. Hún hefur sungið á sviði frá níu ára aldri og samið tónlist í um áratug. Hún semur tónlist, flytur og gefur út sjálf. Hún gaf fyrst út tónlist árið 2018 og árið 2019 gaf hún út EP-plötuna My Own. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2019 sem bjartasta vonin. Hún hefur unnið talsvert í hljóðverum sem flytjandi, höfundur og framleiðandi.

Oddur Júlíusson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2013. Hann

stundaði einnig dansnám við Listdansskóla Íslands. Hann leikur í Framúrskarandi vinkonu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður hefur hann m.a. leikið hér í Slá í gegn, Ronju ræningjadóttur, Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi, Loddaranum, Fjarskalandi, Tímaþjófnum, Oddi og Sigga, Hafinu, Lofthrædda erninum Örvari, Í hjarta Hróa hattar, ≈ [um það bil], Hleyptu þeim rétta inn, Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og Óvitum. Hann lék í kvikmyndunum Málmhausi, Vargi og Gullregni og þáttaröðunum Pabbahelgum og Ráðherranum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir ≈ [um það bil] og Atómstöðina.

Ólafur Egill Egilsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2002.

Hann hefur starfað sem leikari, handritshöfundur og leikstjóri í fjölda verkefna í leikhúsi og kvikmyndum. Hann leikstýrir Túskildingsóperunni á vegum LHÍ í Þjóðleikhúsinu í vetur, og er í listrænu teymi leikhússins. Hann leikstýrði hér sýningunni Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) og hefur leikið hér í fjölda sýninga. Hann leikstýrði m.a. Níu lífum, Hystory, Brotum úr hjónabandi, Kartöfluætunum og Tvískinnungi í Borgarleikhúsinu. Hann fékk Grímuna fyrir leik í Sjálfstæðu fólki, Óliver og Svartri mjólk og sem leikskáld ársins fyrir Fólkið í kjallaranum. Hann hlaut Edduverðlaunin sem meðhöfundur kvikmyndarinnar Kona fer í stríð. 30


Rögnvaldur Borgþórsson hefur unnið sem gítarleikari undan-

farin ár og spilað á tónleikum, upptökum og leiksýningum með ýmsu listafólki, jazz, popp, RnB og fleiri tegundir af tónlist.

Sigríður Sunna Reynisdóttir útskrifaðist vorið 2012 með BATP

gráðu af brúðuleikhús- og sviðshöfundabraut Royal Central School of Speech and Drama. Áður nam hún almennar bókmenntir og leikhúsfræði við HÍ og Universitá Karlova (BA) og textílhönnun við Skals School of Design and Crafts. Hún hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir ýmis leikhús og leikhópa, bæði hérlendis og erlendis, og tekið þátt í fjölda leiklistarhátíða. Í Þjóðleikhúsinu gerði hún leikmynd og búninga fyrir Ör og leikmynd fyrir Kópavogskróniku og Meistarann og Margarítu. Einnig hefur hún hannað fyrir Borgarleikhúsið, LA, ÍD og ýmsa leikhópa.

Sigurbjörg Stefánsdóttir útskrifaðist með BA-próf af hönnunarog klæðskurðarbraut London College of Fashion árið 2017. Hún lauk sveinsprófi í kjólasaumi frá Tækniskólanum í Reykjavík árið 2012. Hún hefur á undanförnum árum starfað sem klæðskeri í ýmsum verkefnum, jafnt erlendis sem hér heima, með áherslu á búninga. Hún hefur starfað í búningadeildum kvikmynda, hjá Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni og The Royal Opera House. Árið 2021 er hún staðarlistamaður í Menningarhúsum Kópavogs ásamt þverfaglega hönnunarteyminu Þykjó. Í Þykjó heldur Sigurbjörg utan um hönnun og sníðagerð fyrir búningalínuna Ofurhetjur jarðar. Hún heldur einnig utan um kynningarefni, ímynd og mörkun Þykjó.

Steinar Júlíusson hefur unnið sem hreyfihönnuður og leikstjóri

um árabil og starfar nú sem hreyfihönnuður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í grafískri hönnun árið 2007. Árið 2011 lauk hann námi í hreyfigrafík frá Hyper Island í Stokkhólmi. Hann hefur m.a. leikstýrt örverki með Unni Elísabetu Gunnarsdóttur á listahátíðinni Ég býð mig fram í Tjarnarbíói, skapað vídeóvörpun á sviði í einleiknum Ég dey í Borgarleikhúsinu og vídeóvörpun fyrir barnasýninguna Karíus og Baktus í Hörpu.

31


32


33


Steinunn Arinbjarnardóttir útskrifaðist úr leiklistardeild

Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún lék einleikinn Ausu í Mengi. Hún hefur leikið í ýmsum auglýsingum, sjónvarpsþáttum og stuttmyndum. Hún er einn af stjórnendum Iceland Documentary Film Festival. Hún stundaði nám á framhaldsstigi í fiðluleik í Tónlistarskóla Reykjavíkur og nútímadansi í Listdansskóla Íslands. Hún hefur starfað við leiklistarkennslu bæði í grunnskólum, menntaskólum og Leynileikhúsinu.

Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir útskrifaðist frá tónlistar-

skóla FÍH með framhaldspróf í klassísku slagverki árið 2017 og lærði þar einnig á trommusett. Hún hefur spilað með mörgum klassískum samspilshópum, til dæmis Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ungfóníunni, Kammersveitinni Elju, Slagverksdúettinum HalLó og í ævintýraóperunni Baldursbrá. Hún hefur spilað á trommusett og slagverk inn á plötur og með ýmsum listamönnum, m.a. Salóme Katrínu, Gabríel Ólafs, Rakel, Raven, Halldóri Eldjárn, Elínu Sif og Cell7. Hún spilar nú í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum og kennir á trommur og slagverk hjá Skólahljómsveit Vesturog Miðbæjar.

34


35


36


37


Frumsýning 26. desember

38


Starfsfólk Þjóðleikhússins Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Hans Kragh, þjónustustjóri Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri nýrra leikhúsgesta Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Gréta Kristín Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Kjallarans og Loftsins Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar Almar Blær Sigurjónsson Atli Rafn Sigurðarson Baldur Trausti Hreinsson Birgitta Birgisdóttir Bjarni Snæbjörnsson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Edda Björgvinsdóttir Eggert Þorleifsson Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Gunnar Smári Jóhannesson Hallgrímur Ólafsson Hákon Jóhannesson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Hilmir Snær Guðnason Ilmur Kristjánsdóttir Katrín Halldóra Sigurðardóttir Kjartan Darri Kristjánsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Ragnheiður K. Steindórsdóttir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Valgerður Guðnadóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Örn Árnason Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Kristín Hauksdóttir María Dís Cilia

Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Hildur Ingadóttir Silfá Auðunsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Leila Arge Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Hljóð Kristinn Gauti Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Elvar Geir Sævarsson Kristján Sigmundur Einarsson Ljós Halldór Örn Óskarsson, deildarstjóri Jóhann Bjarni Pálmason Jóhann Friðrik Ágústsson Ólafur Ágúst Stefánsson Leikmunir Trygve Jónas Eliassen, deildarstjóri Ásta Sigríður Jónsdóttir Halldór Sturluson Mathilde Anne Morant Valur Hreggviðsson Leikmyndarsmíði Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Michael John Bown, yfirsmiður Arturs Zorģis Haraldur Levi Jónsson

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Jón Stefán Sigurðsson Jasper Bock Siobhán Antoinette Henry Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Erna María Rafnsdóttir Halla R. H. Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir Kolka Heimisdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Óðinn S. Ágústsson, forstöðumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Helga Einarsdóttir, ræsting Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Davíð Gunnarsson, bakdyravörður Gautur A. Guðjónsson, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Í yfir sjötíu ár hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

39


Til sölu í bókabúð Þjóðleikhússins

Málþing um Ástu Sigurðardóttur og greinasafn Í haust kemur út á vegum Lesstofunnar greinasafnið Ástusögur. Um líf og list Ástu Sigurðardóttur í ritstjórn Guðrúnar Steinþórsdóttur og Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur. Bókin inniheldur efni eftir fræðikonur, rithöfunda og börn Ástu. Fjallað er um ævi Ástu, smásögur, ljóð og myndir, auk þess sem sjö skáldkonur, innblásnar af verkum Ástu, yrkja ljóð eða skrifa smásögur í bókina. Þann 20. nóvember verður útkomu bókarinnar fagnað með málþingi sem haldið verður í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þar munu nokkrir höfundar bókarinnar stíga á stokk og lesnir verða upp textar eftir Ástu sjálfa. 40

Endurútgáfa á Sögum og ljóðum Ástu Sigurðardóttur Í tengslum við sýninguna hefur bók Ástu Sigurðardóttur Sögur og ljóð verið endurútgefin á vegum Forlagsins. Námskeið í tengslum við sýninguna Þjóðleikhúsið og Endurmenntun HÍ bjóða upp á stutt námskeið í tengslum við sýninguna, sjá endurmenntun.is. Umræður eftir 6. sýningu Líkt og á við um aðrar kvöldsýningar Þjóðleikhússins verður boðið upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á Ástu.


25 mínútna leiksýning og léttur hádegisverður 3.900 kr 41


42


43


Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

44


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.