Leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur
Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós.