Bjart með köflum
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Símonarson
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Sýningarstjóri: Þórunn Geirsdóttir / María Dís Cilia Aðstoðarmaður leikstjóra: Lilja Nótt Þórarinsdóttir Leikmunir, yfirumsjón: Trygve J. Eliassen Skartgripir: Ina Zorge Förðun og hárkollugerð, yfirumsjón: Ingibjörg G. Huldarsdóttir Hárgreiðsla, yfirumsjón: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir og Þóra G. Benediktsdóttir Búningar, yfirumsjón: Berglind Einarsdóttir Hljóðstjórn: Sigurvald Ívar Helgason Stóra sviðið, yfirumsjón: Einar Hermann Einarsson Leikmyndarsmíði og málun: Verkstæðið ehf.
Þjóðleikhúsið 2010-2011, 62. leikár, 20. viðfangsefni Frumsýning á Stóra sviðinu 8. apríl 2011
Persónur og leikendur Jakob: Hilmir Jensson Gilsfólkið: Gunnvör: Heiða Ólafsdóttir Arnhildur: Ólafía Hrönn Jónsdóttir Sólbjartur: Pálmi Gestsson Nonni: Ævar Þór Benediktsson Árný: Anna Kristín Arngrímsdóttir Skarphéðinn: Atli Þór Albertsson Kári: Ólafur Egill Egilsson Hvammsfólkið: Auðbjörg: Þórunn Arna Kristjánsdóttir Kristófer: Örn Árnason Salóme: Edda Arnljótsdóttir Ari: Hannes Óli Ágústsson Gísli: Friðrik Friðriksson Bogga: Lára Sveinsdóttir Hanna: Þórunn Lárusdóttir Hljómsveit: Trommur: Björn S. Ólafsson Bassi: Ingi Björn Ingason Gítar: Stefán Már Magnússon Gítar: Einar Þór Jóhannsson Hljómborð: Stefán Örn Gunnlaugsson
ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON fæddist í Reykjavík árið 1947. Hann stundaði nám í hönnun, bókmenntum og leikhúsfræðum í Kaupmannahöfn 1965-70, í Frakklandi 1970-71 og aftur í Kaupmannahöfn 1972-74. Hann hefur unnið ýmis störf til sjós og lands en frá árinu 1976 hefur hann eingöngu sinnt ritstörfum.
Ólafur Haukur er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hefur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndahandrit, gefið út hljómplötur með eigin lögum og söngtextum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir. Ólafur Haukur hóf rithöfundarferil sinn sem ljóðskáld en fyrsta ljóðabók hans af fimm, Unglingarnir í eldofninum, kom út árið 1968. Hann samdi sín fyrstu leikrit fyrir leikflokkinn Andrókles í Kaupmannahöfn snemma á áttunda áratugnum en gamanleikurinn Blómarósir sem Alþýðuleikhúsið sýndi árið 1979 var fyrsta leikrit hans á íslensku leiksviði. Fyrsta leikrit Ólafs Hauks sem tekið var til sýninga í Þjóðleikhúsinu var þríleikurinn Milli skinns og hörunds sem sýndur var árið 1984. Í kjölfarið fylgdu Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragangur, söngleikurinn Þrek og tár, Kennarar óskast, Meiri gauragangur, Viktoría og Georg, Græna landið, Halldór í Hollywood og nú síðast Bjart með köflum. Hafið hlaut Menningarverðlaun DV 1993, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistarhátíðinni í Bonn. Sýningar á verkum Ólafs Hauks í Þjóðleikhúsinu hafa margar hverjar verið með vinsælustu leiksýningum á íslensku leiksviði á undanförnum þremur áratugum. Má þar nefna að yfir 35.000 gestir sáu Gauragang á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu og yfir 36.000 gestir sáu sýningu leikhússins á Þreki og tárum. Yfir 17.000 gestir sáu hér Hafið og á Litla sviðinu var Bílaverkstæði Badda sýnt yfir 100 sinnum.
Sýningarnar Hafið og Bílaverkstæði Badda héldu einnig báðar í leikför um landið. Nú, þegar Bjart með köflum er frumsýnt, eru sýningar á verkum Ólafs Hauks í Þjóðleikhúsinu þegar orðnar 507. Meðal annarra leikverka Ólafs Hauks eru söngleikurinn Grettir sem hann samdi í félagi við Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn, Ástin sigrar, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Hundheppinn, Kjöt, Á köldum klaka, Vitleysingarnir, Boðorðin níu og Fólkið í blokkinni, en leikrit hans hafa verið sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu, í Nemendaleikhúsinu og víðar. Leikrit Ólafs Hauks hafa verið sýnd í Þýskalandi, Frakklandi, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Útvarpsleikrit hans Söngvarinn hefur verið flutt víða í Evrópu. Ólafur Haukur skrifaði handritið að kvikmyndinni Ryði sem byggð er á leikriti hans Bílaverkstæði Badda og í samstarfi við Baltasar Kormák skrifaði hann handritið að kvikmyndinni Hafinu sem byggð er á samnefndu leikriti hans. Fyrsta skáldsaga Ólafs Hauks, Vatn á myllu kölska, kom út árið 1978. Meðal annarra skáldsagna hans eru Vík milli vina, Líkið í rauða bílnum, unglingasögurnar Gauragangur og Meiri gauragangur, Rigning með köflum og Ein báran stök. Meðal hljómplatna Ólafs Hauks eru Eninga meninga, Hattur og Fattur, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Fólkið í blokkinni og Allt í góðu. Ólafur samdi einnig sjónvarpsleikrit og loks sviðsleikrit um Hatt og Fatt. Fyrir RÚV skrifaði Ólafur sjónvarpsleikritið Bjallan. Ólafur Haukur var leikhússtjóri Alþýðuleikhússins 1980-82. Hann var formaður Leikskáldafélags Íslands 1986-1999, varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1994-2002, sat í verkefnavalsnefnd Leiklistarhátíðarinnar í Bonn, Bonner Biennale, 1992 og 1994, hefur setið í stjórn STEFs frá 1986 og gegndi embætti varaforseta Leikskáldanefndar Alþjóðaleiklistarsambandsins 1993-2005. Ólafur Haukur er heiðursfélagi leiklistarráðs Alþjóðlega leiklistarsambandsins; hann er einnig heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda og Félags leikskálda og handritshöfunda á Íslandi.
Minningar úr sveit Þjóðleikhúsið óskar eftir stuttum textum frá almenningi sem innihalda minningar um sveitadvöl, gjarnan frá 7. áratugnum. Minningarbrotin má senda í gegnum heimasíðu leikhússins, www.leikhusid.is Höfundar nokkurra texta verða verðlaunaðir með boðsmiðum í Þjóðleikhúsið.
Það var innangengt úr húsinu yfir í fjósið. Og þetta var annar dagurinn minn í sveitinni á Svínafelli í Öræfasveit. Ég var ófermd og Sólveig (Veiga gamla) sagði við mig: „Réttu mér kviðslettuna, settu yfir þig buruna, taktu kilpurlausu skjóluna og fylgdu mér í fjósið“.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
lÖGin í sÝninGunni lífsgleði
Brúðarskórnir
Æskuást
sveitapiltsins draumur
Það er svo undarlegt með unga menn
Ég elska alla
Á heimleið
söknuður
(Lag: Gunnar Þórðarson. Texti: Þorsteinn Eggertsson.) (Lag: Grétar Ingvarsson. Texti: Rafn Sveinsson.) (Lag: Rúnar Gunnarsson. Texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson.) (Lag og texti: Birgir Marinósson.)
ó, mín flaskan fríða
(Íslenskt þjóðlag. Texti: Eggert Ólafsson.)
er hann birtist
(Lag: Gunnar Þórðarson. Texti: Þorsteinn Eggertsson.)
Þú ein(n)
(Lag: B. Bryant. Texti: Ómar Ragnarsson.)
slappaðu af
(Lag: Þórir Baldursson. Texti: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) (Lag: J&M. Philips. Texti: Ómar Ragnarsson.) (Lag: Gunnar Þórðarson. Texti: Þorsteinn Eggertsson.) (Lag: Harry M. Woods, James Campbell, Reginald Connelly. Texti: Stefán G. Stefánsson.)
dimmar rósir
(Lag: Árni Blandon. Texti: Magnús S. Magnússon.)
eftirmæli
(Lag: Jón Ólafsson. Texti: Ólafur Haukur Símonarson.)
Heyr mína bæn
(Lag: Mario Panzeri. Texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson.)
(Lag: White. Texti: Þorsteinn Eggertsson.)
leyndarmál
(Lag: Þórir Baldursson. Texti: Þorsteinn Eggertsson.)
Glugginn
(Lag: Rúnar Gunnarsson. Texti: Þorsteinn Eggertsson.)
fyrsti kossinn
(Lag: Gunnar Þórðarsson. Texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson.)
Þú og ég
(Lag: Gunnar Þórðarson. Texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson.)
Gott hjá þér Jón
(Lag: Chuck Berry. Texti: Davíð Þór Jónsson.)
Ég lít í anda liðna tíð
(Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Texti: Halla Eyjólfsdóttir.)
tónlistin úr sýningunni Bjart með köflum er fáanleg á geisladiski!
Ólafur Haukur Símonarson Svör við nokkrum spurningum Farsælt samstarf ykkar Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra hófst árið 1984 hér í Þjóðleikhúsinu með leikritinu Milli skinns og hörunds. Þórhallur hefur leikstýrt mörgum öðrum vinsælum leikritum eftir þig hér, Bílaverkstæði Badda, Hafinu, Gauragangi, Þreki og tárum, Kennarar óskast, Meiri gauragangi og Græna landinu. Bjart með köflum er níunda verkefnið sem þið vinnið að saman hér í Þjóðleikhúsinu, en þið hafið einnig unnið saman að tveimur sýningum utan hússins, þannig að nú sameinið þið krafta ykkar í ellefta sinn í leikhúsi. Viltu segja okkur frá samstarfi ykkar Þórhalls?
Stundum er sagt að liðinn tími búi í gömlum dægurlögum. Það væri gaman að heyra um hlutverk tónlistar í þínu lífi.
Gömlu gildin í Evrópu geymdu og þróuðu vinnubrögð og þekkingu á sviðum iðna og lista. Gildin voru samtök þeirra sem höfðu aflað sér þekkingar og kunnu til verka. Gildin geymdu leyndarmál handverksins, en miðluðu þeim líka áfram til verðugra. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri, einn sá farsælasti í íslensku leikhúsi, er fyrir mér einhvern veginn sprottinn af þessum merka meiði. Fagmaður fram í fingurgóma. Og ég skal glaður staðfesta að það er enginn vandi að vinna með manni sem elskar listina sem hann kann.
Þú ert þekktur fyrir að vinna náið með listafólki leikhússins á æfingatímanum og heldur jafnvel áfram samningu leikrita þinna eftir að æfingar eru hafnar. En gætirðu sagt aðeins frá vinnubrögðum leikskáldsins þegar þú ert einn með hugmyndum þínum, þ.e.a.s. áður en samstarfið við leikhúsið hefst.
Þú hefur samið vinsæl sönglög og mörg leikrit þín eru með söngvum. Í einu vinsælasta verki þínu, Þreki og tárum, beitirðu ekki ólíkri aðferð og í Bjart með köflum; skrifar verk sem gerist á ákveðnum tíma og tekur inn í það dægurlög sem voru vinsæl á Íslandi á því tímabili.
Hver kannast ekki við að hendur og fætur byrja að hreyfast ósjálfrátt þegar sönglag ómar, augun ljóma, tungan myndar orð og maðurinn verður á mjög óvitsmunalegan hátt eitt með sönglaginu. Ég ætlaði bara að segja að ég dái tónskáldin sem raða saman tónum til að gera okkur lífið bærilegra. Hvað tónlistina varðar geri ég ekki upp á milli – stóru trén í skóginum og blágresið blíða og berjalautin væna – þetta er allt hluti af einni lífheild.
Fræðimenn hafa haldið því fram að mannkynið kunni ekki nema 38 sögur. Við séum alltaf að segja sömu sögurnar að breyttu breytanda enda hafi lífið tilhneigingu til þess að endurtaka sig. Stríð geisar, svo er friður um stund, og þá er aftur stríð. Bankar eru einkavæddir, seldir einhverjum sem setja þá á hausinn; svo eru bankarnir endurreistir af skattgreiðendum og seldir aftur nýjum aðilum – eða þeim sömu. Biblían segir sjö góð ár, þá sjö mögur ár, svo sjö feit.
984 hörunds / 1 og s n in sk i Mill
Bílaverkstæði Badda / 1987
Það skemmtilega við frumlegar hugmyndir er að þær eru sjaldnast nýjar og eiginlega heldur aldrei frumlegar. Á vissan hátt má segja að þræðir liggi á milli leikrita þinna Bjart með köflum og Hafsins. Örlög fjölskyldunnar í Hafinu eru nátengd ákveðnum samfélagslegum breytingum sem áttu sér stað hvað varðar sjávarútveg okkar Íslendinga. Í Bjart með köflum eru örlög fólksins samtvinnuð breytingum á íslenskum landbúnaði og íslenskri sveitamenningu. Hið óskemmtilega er að þjóðin hefur aldrei til fulls fengið að njóta ríkidæmis lands og hafs. Það hefur alla tíð verið vegna óstjórnar. Þjóðin fór úr vistarbandsánauðinni á jakahlaupi í gegnum stríðsár og hersetuár nánast beint inn í ánauð hins nýja kvótakerfis í sjávarútvegi, landbúnaði og verslun. Nú hefur bæst við söguna að hluti þjóðarinnar er orðinn tæknilega gjaldþrota og verður að sitja sem skuldaþrælar undir árum á galeiðum banka og sjóða.
2 Hafið / 199
Maður finnur hjá þér ákveðna hlýju gagnvart því lífi sem fólkið á Gili lifir, einföldu lífi í nánd við manneskjur og náttúru. Þetta fólk lifir í heimi sem lífsgæðakapphlaupið hefur ekki náð tökum á og ekki sá hugsunarháttur sem kannski leiddi okkur inn í yfirstandandi efnahagskreppu. Þú ert fátækur ef þér finnst þú vera fátækur. Þetta hef ég heyrt fólk segja. Og ríkur ef þú ert sannfærður um að þú sért ríkur. Hvað veit ég? – Það getur vel verið að þetta sé rétt. Sjálfur hef ég hitt fáeina ríka menn um ævina og þeir eru ekkert glaðlegri en ég. Almenn reynsla er víst að maður geti ekki verið nema í einum jakkafötum í einu jafnvel þótt hundrað hangi inni í skáp. Og þótt þú eigir 1000 fermetra sumarhús við Þingvallavatn með 50 herbergjum þá rekurðu þig fljótlega á það að engin leið er að vera nema í einu herbergi í einu. Jafnvel ríkir olíukallar í Austurlöndum sem eiga 50 eiginkonur segja að upp úr því sé ekkert að hafa annað en rifrildi og ófrið. Spurningar: M.T.Ó.
Gauragangur / 1994
Kennarar ós kast / 1996
Þrek og tár / 1995
Meiri gauragangur / 1998
Græna landið / 2003
myndir úr sýningum á verkum ólafs Hauks símonarsonar í leikstjórn Þórhalls sigurðssonar í Þjóðleikhúsinu.
Afi minn var bóndi. Útvegsbóndi. Hann var einn minn besti vinur. Hann bjó fyrripart síðustu aldar að Folafæti undir Hesti í Ísafjarðardjúpi, þar fæddist móðir mín. Þegar hann flutti úr Fætinum til Bolungavíkur, hélt hann áfram að vera útvegsbóndi með heldur meiri áherslu á sjómennsku. Ég var meira og minna með honum í heyskap öll sumur fram til unglingsára. Að umgangast hann á mótunarárunum var mér meiri menntun en allt annað í lífinu. Ég tók hann fljótlega í guðatölu. Hann kenndi mér að vinna. Hann stundaði 19. aldar búskap. Stundum finnst mér ég hafa lifað á tímum Íslendingasagna þegar ég hugsa til baka. Hann nagaði úthagabletti með orfi og ljá og reiddi heim á hesti. Fjórtán ára varð hann fyrirvinna á heimilinu eftir að hafa séð árabát föður síns sökkva á firðinum sem bærinn stóð við, og föður sinn drukkna þar ásamt allri áhöfn. Líf hans var ekki þægileg innivinna. Ekki veit ég hvort hann hafði skoðun á því hvaða stefnu ég tók í lífinu. Þegar ég kom heim á sumrin eftir að ég hóf nám við Leiklistarskóla Íslands var mitt fyrsta verk að heimsækja hann. Alltaf tók hann mér fagnandi. Eitt sinn kom ég nokkuð óvænt og hann sagði hissa á svip: „Pálmi minn, þú hér? Hver er þá að gretta sig fyrir sunnan?“
Pálmi Gestsson
Ólafur Haukur Símonarson:
LÖGIN OKKAR Í óperuhúsum og tónleikasölum heimsins eru leikin og sungin sömu tónverkin kvöld eftir kvöld, ár eftir ár; það eru sívinsælar óperur og óperettur og sígrænu sönglögin. Þessi tónlist er arfur okkar, og af öllum þeim ósköpum af tónlist sem sett hefur verið saman eru þetta kornin sem eftir sitja í sigti tímans. Og stórsöngvarinn kyrjar sína föstu efnisskrá árum og áratugum saman og áheyrendur brosa út undir eyru og vilja ólmir heyra uppáhaldslögin sín aftur og aftur. Og píanistinn þjálfar sig eins og spretthlaupari fyrir Ólympíuleika áður en hann vogar sér að auglýsa einleikstónleika þar sem hann í meginatriðum flytur sömu efnisskrána og kennarinn hafði spilað áður. Svona er þetta og svona á þetta að vera. Því tónlistin er límið í tilfinningasamfélagi okkar. Reyndar segja ungu tónskáldin (á öllum tímum) að allt sé staðnað og steinrunnið í tónlistinni, nóg komið af Mozart, Bach, Leonard Bernstein, Sigvalda Kaldalóns, Lennon og McCartney og Gunna Þórðar – hingað og ekki lengra, nú sé kominn tími til þess að semja og flytja nýja og ferska tónlist í takti við tímann. En Tíminn er íhaldssamur, hann stendur með þeirri tónlist sem hann hefur þegar vinsað úr – þessari sígrænu. Það er erfitt að komast inn á gafl hjá Tímanum. Hið nýja þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum með klóm og kjafti. Stórbrotin tónverk eru fágæti – þau eru nánast kraftaverk.
Jafnvel lítið sönglag, sem lifir af vetur og sumar og fólk kyrjar enn eftir tíu eða tuttugu ár, hlýtur að teljast til furðuverka. Það er ekki hlaupið að því fyrir lítið lag að halda lífi á vörum þjóðar í fimmtíu ár. Til þess þarf fastan innri kjarna (sem til allrar hamingju er óskilgreinanlegur) en líka heppni til að lenda hjá flytjanda sem lyftir laginu til flugs í upphafi, þótt dæmi séu um að góð sönglög hafi lifað af vondan frumflutning. Það er ákveðin mótsögn í því fólgin að dægurlag geti orðið sígilt. Enda er skilgreiningin dægurlag tóm vitleysa. Danslag er reyndar líka ófullnægjandi skilgreining, því dansa má við alla tónlist, en samt þykir mér dálítið skemmtilegt að hugsa til þess að lögin í Bjart með köflum eru næstum öll samin til flutnings þar sem fólk hefur komið saman til þess að dansa. Reyndar hef ég gælt við þá hugmynd að sönglög sem eru þeim kostum búin að fá fólk til að hreyfa á sér skankana með ákveðnum hætti, annað hvort hratt eða hægt, en kalla um leið fram hugleiðingar um það hvernig eigi eða eigi ekki að ráðstafa hjartanu – þau lög séu smágöldrótt og gegni hreint ekki ómerkilegu hlutverki í lífkeðjunni. Það er nú svo með danslag að söngtexti sem fellur að laginu eins og hanski að hönd gefur laginu aukið gildi. Texti við sönglag þarf ekki að vera djúphyglin sjálf; ekki einu sinni nauðsynlegt að hann sé vel ortur; ef textinn bara fjallar um
þrá, vonir, vonbrigði eða gleðina undir réttu hljómunum – þá opnast hjörtun upp á gátt og björninn er unninn. Þú og ég við erum svo yfirmáta ástfangin – ekki dýrt kveðið á blaði, en hljómar sem hinn endanlegi sannleikur við lítið, fallegt stef eftir Gunna Þórðar. Góður maður, sem hefur haldið uppi dansleikjagleði í áratugi á Íslandi, sagði eitt sinn: Íslendingar dansa ekki við lög, heldur texta. Það er sannleikskorn í þessu; Bláu augun þín, Ég elska alla, Það er svo undarlegt með unga menn, Þú og ég, svo ég nefni nokkur lög úr sýningunni Bjart með köflum, þessi lög eru sungin á dansgólfinu um leið og fólk dansar; lag, orð, hreyfing, tilfinning, allt rennur í eitt. Á Íslandi dansa menn við texta. Mér er heiður að því að fá tækifæri til að draga saman tuttugu sígild sönglög sem eru flest frá árunum 1960-70 og gefa þeim rými og tíma á leiksviði Þjóðleikhússins.
Í sveit hjá frændfólkinu í Skagafirðinum í þrjú sumur, sjö, átta og níu ára. Að láta fara lítið fyrir sér á divaninum í eldhúsinu eftir kvöldmat svo maður verði ekki sendur í rúmið. Sögurnar hans Kjartans mjólkurbílstjóra voru æsilegar og ótrúlega hlægilegar. Að fá lánuð SKT dægurlagaheftin hennar Diddu og syngja með Óskalögum sjúklinga og Lögum unga fólksins þegar batteríin í útvarpstækinu voru í lagi. Að horfa á fallegu birtuna sem breiddist um húsið þegar kveikt var á Aladdín lömpunum í afmælinu hans Valda 1. september. Ekkert rafmagn. Að halda í halann á kúnum meðan mjólkað var. Að trítla eftir Valda og kúnni niður að höfuðbólinu í sveitinni þar sem nautið var og horfa á hana fá sína þjónustu. Þar með vissi maður allt um lögmál náttúrunnar. Að vera bitinn í fótinn af hundinum á næsta bæ og koma grátandi á hjólinu til ömmu í Hofsós. Og vera síðan hræddur við hunda. Að smíða fleka og sigla á pollinum suður af bænum. Aðalbláberin, heimabakaða brauðið með rabarbarasultunni, súra slátrið, jólakakan. Að koma þangað aftur og aftur á hverju ári enn í dag. Það er löngu komið rafmagn.
Þórhallur Sigurðsson
Klukkan er fimm að morgni, við pabbi erum á leið á sjóinn. Ég er tólf ára. Það er blankalogn, krían gaggar, rjúpan kurrar og allt er klárt fyrir veiði dagsins. Við plægjum fyrst og fáum fullan plóg af kúfskel og rennum svo inná Hólinn, en það eru fiskimið inn á miðjum firðinum. Ekkert að hafa þar. Pabbi ákveður að renna inná Löngu, ekkert þar heldur. Svo fórum við inn að eyjarenda, þeim enda eyjunnar sem snýr að Grímsey og þá byrjaði fjörið, það var ufsi. Færið var ekki komið til botns þegar allir krókar voru fullir, ufsi á hverjum öngli. Ufsinn tekur fast í og við fylltum bátinn af þessum fallega fiski og renndum heim, glaðir í bragði. Kallarnir á bryggjunni greinilega fullir af öfund og Óli Þorsteins sagði með fýlusvip og öfundartón: “Fenguð þið bara ufsa? … Jæja já”... Við pabbi glottum framan í hvor annan. Dagurinn að kvöldi kominn og tóm gleði heima við. Eins og það hefði gerst í gær.
Örn Árnason
Anna Kristín Arngrímsdóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla LR árið 1968. Hún lék fyrst með LR en hefur leikið á níunda tug hlut verka í Þjóðleikhúsinu, meðal annars burðarhlutverk í Lé konungi, Silfurtúnglinu, Í smásjá, Óresteiu, Dansað á haustvöku, Stórum og smáum, Kæru Jelenu, Jóni Gabríel Borkmann og Heiðri. Hún hefur leikið talsvert í útvarpi og sjónvarpi, meðal annars titilhlutverkið í Romm handa Rósalind. Hún lék Maríu Callas í Masterclass í Íslensku óperunni.
Hannes Óli Ágústsson útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ vorið 2009. Hann hefur meðal annars leikið með Áhugaleikhúsi atvinnumanna, í Rándýr á artFart, Shake Me hjá Hreyfiþróunarsam steypunni, Munaðarlaus í Norræna húsinu, 2 fátækir pólskumælandi Rúmenar hjá Fátæka leikhúsinu, Bubba kóngi hjá Vér morðingjar, í Bjarnfreðarson og sjónvarpsþáttum. Hann hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Lé konungi og Allir synir mínir.
Atli Þór Albertsson útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2005 og hefur leikið fjölda hlutverka á leiksviði, í sjónvarpi og útvarpi, meðal annars í Kabarett í Íslensku óperunni, Milljarðamærinni í Borgar leikhúsinu, Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Fló á skinni, Þjónn í súpunni, Lilju, 39 Þrep, Þögla þjóninum og Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann var einn af stjórnendum Strákanna á Stöð 2 og var um þriggja ára skeið dagskrárgerðarmaður á Rás 2.
Heiða Ólafsdóttir útskrifaðist sem leikkona frá Circle In The Square Theater School í New York 2009. Hún lærði söng við Söng skólann í Reykjavík og lauk eins árs masterclass frá Complete Vocal Institute í Danmörku. Heiða hefur komið víða fram sem söngkona og sungið inn á hljómplötur. Hún gaf út sólóplötuna Hluti af mér. Hún hefur tekið þátt í söngleikjum, þar á meðal Sögunni af Nínu og Geira á Broadway, Footloose í Borgarleikhúsinu og Buddy Holly í Austurbæ.
Hilmir Jensson útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ vorið 2010. Hann Axel Hallkell Jóhannesson stundaði nám við Myndlista- og hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Lé konungi og Ballinu á Bessastöðum handíðaskóla Íslands og hefur starfað sem leikmynda- og búninga og var aðstoðarmaður leikstjóra í Finnska hestinum. Hann iðkaði hönnuður frá 1992, meðal annars hjá Þjóðleikhúsinu, Borgar samkvæmisdansa frá sjö ára aldri og vann til ýmissa verðlauna hér leikhúsinu, LA, Íslensku óperunni, leikhópum og í Svíþjóð. Meðal heima og erlendis, en þar ber hæst Norðurlandameistaratitil árið 1999. verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Sjálfstætt fólk, Þrek og tár, Köttur Hann kennir nú argentínskan tangó við leiklistardeild LHÍ. Hann lék í á heitu blikkþaki, Grandavegur 7, Óskastjarnan og Hver er hræddur Bjarnfreðarson, Hlemmavideo og Makalaus. við Virginíu Woolf? Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Faust hjá Vesturporti. Jón Ólafsson hefur komið víða við á liðnum 25 árum sem Edda Arnljótsdóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1990. tónlistarflytjandi, höfundur, tónlistarstjóri og upptökustjóri. Hann Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsinu í tuttugu ár, en meðal verkefna hér samdi tónlist við Óvita hjá LA og var einn tónlistarhöfunda í Gaura eru Pétur Gautur (1991 og 2006), Þrjár systur, Kirsuberjagarðurinn, gangi og Meiri gauragangi í Þjóðleikhúsinu. Á meðal leikverka sem Mávurinn, Herjólfur er hættur að elska, Sjálfstætt fólk, Fagnaður, hann hefur haft umsjón með tónlist í eru Rocky Horror Picture Brennuvargarnir, Íslandsklukkan, Ballið á Bessastöðum og Allir synir Show, Hárið, Súperstar, Taktu lagið Lóa, RENT, Hedwig, Janis 27, mínir. Einnig lék hún í Yfirvofandi. Hún var tilnefnd til Grímunnar Chicago, Litla hryllingsbúðin, Fólkið í blokkinni, Algjör Sveppi og Buddy Holly. fyrir Þetta er allt að koma, Mýrarljós og Pétur Gaut. Friðrik Friðriksson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1998 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í sjónvarpi, meðal annars hjá LR og í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði Húmanimal hjá leik hópnum Ég og vinir mínir og Sögustund í Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Legi og Sumarljósi og fyrir leikstjórn á Húmanímal. Hann leikstýrir Sögustund og Verði þér að góðu í Þjóðleikhúsinu í vetur og leikur í Hænuungunum.
Lára Sveinsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2001 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá LR, Þjóðleikhúsinu, Áhugaleikhúsi Atvinnumanna og fleiri sjálfstæðum leikhópum. Hjá LR lék hún í Jesus Christ Superstar, Gretti og Söngvaseiði. Hún lék í Úlfhams sögu, Ávaxtakörfunni og Benedikt Búálfi. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hún leikið í Sitji guðs englar, Finnska hestinum og Ballinu á Bessastöðum, og hún fór með titilhlutverkið í Fíusól.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Halldór Örn Óskarsson nam ljósahönnun við The Bristol Íslands 1987. Hún hefur farið með fjölda hlutverka hjá Þjóðleik Old Vic Theatre School í Bretlandi og hefur hannað lýsingu fyrir á húsinu, Alþýðuleikhúsinu, LR og í kvikmyndum. Hún hlaut Grímu fimmta tug sýninga, meðal annars fyrir Leikfélag Íslands, LA og LR. verðlaunin fyrir leik sinn í Pétri Gaut, og var tilnefnd fyrir Utan Hann lýsti Heddu Gabler, Lé konung, Hænuungana, Íslandsklukkuna, gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún Utan gátta, Þrettándakvöld og Brennuvargana í Þjóðleikhúsinu. hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brúðgumanum. Hann hlaut Grímuna fyrir Ófögru veröld og Utan gátta, og var Nú í vetur leikur hún hér í Gerplu, Finnska hestinum og Lé konungi. tilnefndur fyrir Jesus Christ Superstar, Héra Hérason og Íslandsklukkuna.
Ólafur Egill Egilsson útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2002 og hefur starfað við fjölda sýninga hjá LR, LA, Þjóðleikhúsinu og Vesturporti. Hann gerði leikgerð að Fólkinu í kjallaranum hjá LR, var meðhöfundur að leikgerð Gerplu og handriti kvikmyndanna Brúðgumans, Brims og Sumarlandsins. Hann hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Óliver og Svartri mjólk og var tilnefndur fyrir Brim og Fagnað. Hann leikur hér í vetur í Íslandsklukkunni, Gerplu, Leitinni að jólunum og Lé konungi.
Þórunn Lárusdóttir útskrifaðist frá The Webber Douglas Academy of Dramatic Art í Lundúnum vorið 1998. Hún hefur farið með fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR og leikhópum. Nýjustu verkefni hennar hér eru Ballið á Bessastöðum, Finnski hesturinn, Íslandsklukkan, Oliver, Engispretturnar, Vígaguðinn og Skilaboðaskjóðan. Hún lék einleikinn Cellophane í Iðnó í sumar og á leiklistarhátíðinni í Edinborg í ágúst. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Kabarett.
Pálmi Gestsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982. Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars með Spaugstofunni. Meðal nýjustu verkefna hans eru Engisprettur og Hart í bak í Þjóðleikhúsinu, Svartur fugl í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Brottnámið úr Kvenna búrinu í Íslensku óperunni. Pálmi var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Hænuungunum. Hann leikur í Hænuungunum og Lé konungi í vetur.
Ævar Þór Benediktsson útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2010. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni og Rétti, í Grease í Loftkastalanum og Hvað ef? - skemmtifræðslu fyrir unglinga í Þjóðleikhúsinu á vegum 540 Gólf. Hann hefur unnið barnaefni fyrir útvarp og sjónvarp. Hann samdi smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki og útvarps leikritið Náföl. Hann leikur hér í vetur í Ballinu á Bessastöðum og Leitinni að jólunum.
Sveinbjörg Þórhallsdóttir útskrifaðist sem dansari frá Alvin Ailey American Dance Center 1995 og lauk mastersgráðu í kóreó grafíu frá Fontys University í Hollandi 2007. Hún hefur víðtæka reynslu sem dansari, danshöfundur og kennari og hefur hannað hreyfingar fyrir fjölda sviðsverka og söngleikja. Hún er einn af stofnendum Nútímadanshátíðar Reykjavíkur og formaður Samtaka um Danshús. Dansverk hennar Skekkja var tilnefnt til Grímunnar 2009.
Örn Árnason lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og hefur starfað víða sem leikari, framleiðandi, leikstjóri og höfundur. Hann hefur leikið fjölmörg burðarhlutverk hér í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Kardemommubænum, Dýrunum í Hálsaskógi, Hallæristenórnum og Gamansama harmleiknum. Hann lék nýlega í Harry og Heimi í Borgarleikhúsinu, verki sem hann samdi ásamt félögum sínum. Hann leikur í Ballinu á Bessastöðum hér í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Þórhallur Sigurðsson hefur leikstýrt fjörutíu leiksýningum við Þjóðleikhúsið, en einnig leikstýrt meðal annars hjá LR, nú síðast Söngvaseiði, Nemendaleikhúsinu og í brúðuleikhúsi. Hann hefur leikstýrt hér níu leikritum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Nýjustu leikstjórnarverkefni hans við Þjóðleikhúsið eru Halti Billi, Koddamaðurinn, Leitin að jólunum, Hart í bak, Gott kvöld og Sindri silfurfiskur. Leitin að jólunum og Gott kvöld hlutu Grímuna sem barnasýning ársins.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir hefur unnið við leikhús í rúma tvo áratugi og gert búninga fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Hún hefur meðal annars gert búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Nemendaleikhúsið, LR, Íslensku óperuna, Vesturport, Brúðuheima og Hafnarfjarðar leikhúsið, og kvikmyndirnar 101 Reykjavík, Ikingut og Hafið. Þórunn er einnig myndlistarmaður. Hún fékk Grímuna fyrir Rómeó og Júlíu og Leg, og var tilnefnd fyrir Klaufa og kóngsdætur og Gyðjuna í vélinni.
Sýningin tekur um tvo og hálfan tíma, eitt hlé. LEIKSKRÁ Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Útlit: Ragnhildur Ragnarsdóttir Ljósmyndir: Eddi Prentun: Oddi Útgefandi: Þjóðleikhúsið Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is Netfang Þjóðleikhússins: leikhusid@leikhusid.is Heimasíða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is
BAKHJARL ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Þórunn Arna Kristjánsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2010 og hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Finnska hestinum, Leitinni að jólunum og prinsessuna í Ballinu á Bessastöðum. Fyrir útskrift lék hún litlu stúlkuna með eldspýturnar í samnefndum söngleik í Íslensku óperunni og söng í óperunni Tökin hert eftir Benjamin Britten. Hún nam við Tónlistarskóla Ísafjarðar og vorið 2006 lauk hún B.Mus gráðu í söng frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Trommur: Björn S. Ólafsson Bassi: Ingi Björn Ingason Gítar: Stefán Már Magnússon Gítar: Einar Þór Jóhannsson Hljómborð: Stefán Örn Gunnlaugsson
Setja texta af tótu
Þegar ég var unglingur réði ég mig sem kaupakonu. Reynsla mín af sveitastörfum var takmörkuð. Fyrsta tilraun mín til að mjólka gekk brösuglega, spenarnir hlýddu mér ekki. Það tók sinn tíma að komast upp á lagið; fatan fór á hliðina og mjólkin í flórinn. Ég hljóp í flest störf; heyskapurinn var skemmtilegur og oft fjör á bænum. Svo að ég tali nú ekki um sveitaböllin og sætu strákana Ég keyrði dráttarvélina og fór með mjólkurbrúsana á pallinn og söng hástöfum ,,Bjössi á mjólkurbílnum”, rak og sótti kýrnar en þær voru yndin mín. Ég tók að mér lítinn kálf og gaf honum pela. Það voru bestu stundirnar. Svo var mér sagt að honum yrði slátrað. Þá fór ég út í móa og grét. Síðan hef ég ekki borðað kálfakjöt.
Anna Kristín Arngrímsdóttir