Edda - leikskrá

Page 1

1


Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Grímur Bjarnason, Jorri o.fl. Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningarlengd er um 2 klst. og 40 mín. Eitt hlé. Í sýningunni eru flutt brot úr lögum úr ýmsum áttum, m.a. úr Piano Burning (clipping), Baby One More Time (Britney Spears), Tveimur stjörnum (Megas), Ást (Magnús Þór Sigmundsson, Sigurður Nordal), Singin’ in the Rain (Nacio Herb Brown, Arthur Freed). Egill Andrason er starfsnemi og nemandi við LHÍ. 6. sýning: Umræður eftir sýningu. 7. sýning: Textun á ensku og íslensku. Hægt er að kynna sér viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar á leikhusid.is/vidvaranir. Þjóðleikhúsið 75. leikár, 2023–2024. Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember 2023. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

2


EDDA

eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur,

Jón Magnús Arnarsson og Þorleif Örn Arnarsson

Þjóðleikhúsið 2023 - 2024 3


Leikarar Baldur, Jörmungandur Almar Blær Sigurjónsson Óðinn Arnar Jónsson Loki Atli Rafn Sigurðarson Tónlistarmaður Egill Andrason Fenrisúlfur Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Frigg Guðrún S. Gísladóttir Þór Hallgrímur Ólafsson Heimdallur Kjartan Darri Kristjánsson

Hel, Iðunn, Skuld María Thelma Smáradóttir Sigyn, Angurboða, Urður Ólafía Hrönn Jónsdóttir Huginn, Gylfi konungur, Brokkur, Þrymur Pálmi Gestsson Freyr Sigurbjartur Sturla Atlason Freyja Vigdís Hrefna Pálsdóttir Muninn, Snorri Sturluson, Eitri, smiður Þröstur Leó Gunnarsson Sif, Verðandi Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Listrænir stjórnendur Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson

Tónlistarstjórn Salka Valsdóttir

Leikmynd Vytautas Narbutas

Tónlist Egill Andrason Salka Valsdóttir

Búningar Karen Briem Sjálfbærnihönnuður búninga Andri Unnarson

Hljóðhönnun Aron Þór Arnarsson Salka Valsdóttir Egill Andrason

Lýsing Ásta Jónína Arnardóttir

Sviðshreyfingar Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Dramatúrg Matthías Tryggvi Haraldsson

4


Aðrir aðstandendur Sýningarstjórn Gunnar Gunnsteinsson Aðstoðarmaður leikstjóra Vala Fannell Nemi Anna Kristín Hvíslari Arngunnur Hinriksdóttir Hljóðdeild Aron Þór Arnarsson - hljóðstjórn Bragi F. Berglindarson - hljóðmaður á sviði Ljósadeild Ásta Jónína Arnardóttir - ljósastjórn Broddi Gautason - ljósastjórn Ýmir Ólafsson - ljósastjórn Björg Brimrún Sigurðardóttir - eltiljós Davíð Þrastarson - eltiljós Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir - eltiljós Sigurjón Jónsson – eltiljós

Grímugerð Jara Hilmarsdóttir Valur Hreggviðsson Sviðsdeild Ásdís Þórhallsdóttir - leiksviðsstjóri Alexander John George Hatfield - yfirumsjón sýningar Jasper Bock - yfirumsjón sýningar Sigurður Hólm Lárusson - tæknimaður sýningar Jón Stefán Sigurðsson - tæknimaður sýningar Óskar Dagur Marteinsson - tæknimaður sýningar Eglé Sipaviciute Siobhán Antoinette Henry Þórunn Kolbeinsdóttir Aida Gliaudelyte Björn Jónsson Leikmynda- og leikmunagerð Atli Hilmar Skúlason - teymisstjóri Mathilde Anne Morant - yfirumsjón leikmuna Jara Hilmarsdóttir - leikmunir, aðstoð Arturs Zorģis - smiður og tæknileg útfærsla Haraldur Levi Jónsson - málmsmíði

Búningadeild Ásdís Guðný Guðmundsdóttir - yfirumsjón Berglind Einarsdóttir Eva Lind Weywadt Oliversdóttir Helga Lúðvíksdóttir Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Sólveig Spilliaert Marín Mist Magnúsdóttir Leikgervadeild Silfá Auðunsdóttir - yfirumsjón Áshildur María Guðbrandsdóttir - yfirumsjón Ingibjörg G. Huldarsdóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Hildur Ingadóttir Birna Magnea Sigurðardóttir Unnur Día Karlsdóttir Elín Hanna Ríkharðsdóttir Emelíanna Valdimarsdóttir

5


6


7


Freyr

Freyja

Bróðir Freyju, frjósemisgoð af ættum Vana, áhugamaður um jarðyrkju.

Systir Freys, fegurst allra gyðja en líka viðsjárverð Vanadís.

Iðunn

Bragi

Þór

Varðkona eplanna og æskugyðja, tengdadóttir Óðins.

Sonur Óðins, kemur ekki við sögu í þessu leikriti.

Sonur Óðins og Jarðar, þrumugoð og sterkastur allra.

Angurboða Jötunmóðir meinsemda heimsins.

Fenrir

Barn Angurboðu og Loka, goðskæður úlfur.

8

Jörmungandur

Barn Angurboðu og Loka, goðskæður ormur.

Hel

Dóttir Angurboðu og Loka, drottnari undirheima.

Ívaldasynir

Eitri og Brokkur

Bestu eða næstbestu listgripasmiðir Dvergheims.

Bestu eða næstbestu listgripasmiðir Dvergheims.


Huginn

Muninn

Hrafn í hlutastarfi

Hrafn í hálfu starfi.

Óðinn

Frigg

Alfaðir og öllum hnútum kunnugur á Stóra sviði Þjóðleikhússins.

Kona Óðins, æðsta ásynjan sem veit allt en segir fátt.

Baldur Sonur Óðins og Friggjar, goð ljóss, fegurðar, vorsins og vonarinnar.

Sif Kona Þórs, hárfögur gyðja jarðar og til alls líkleg.

Heimdallur Sonur Óðins og níu mæðra, vörður heimsbyggðarinnar.

Loki

Sigyn

Ólíkindatól af jötnaættum og illmenni sem kann þó að stilla til friðar.

Kona Loka, gyðja sigurs og tryggðar sem þó er ítrekað haldið fram hjá.

Váli og Narfi Sleipnir

Synir Loka og Sigynar, koma ekki við sögu í þessu leikriti

Áttfættur hestur, sonur Loka og stóðhestsins Svaðilfara.

9


Þetta er nútíminn í hnotskurn Hringsviðið er á fullum snúningi og leikhópurinn að tínast í búninga þegar listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins nær tali af höfundunum Hörpu Rún Kristjánsdóttur, Jóni Magnúsi Arnarssyni og Þorleifi Erni Arnarssyni um tildrög sýningarinnar. Þorleifur, þú átt það til að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, og taka fyrir verk og hugmyndir sem skipa þegar mikilvægan sess í hugmyndaheimi áhorfenda. Hvernig myndir þú lýsa þinni nálgun við verkefnaval? ÞORLEIFUR: Einn helsti kostur leikhússins er að fólk veit hvernig sagan endar áður en það stígur inn í sal. Það opnar dyrnar til þess að afbyggja, endurraða og vinna með stórar hugmyndir sem þola stórar pensilstrokur. Við vörpum nýju ljósi á það sem við teljum okkur þekkja, og fáum þannig að enduruppgötva. Þú sviðsettir Eddu í Þýskalandi. Er þetta ólíkt verkefni, að sviðsetja norræna goðafræði fyrir íslenska áhorfendur? ÞORLEIFUR: Já, þetta er ólíkt vegna þess að við höfum allt annan menningarlegan bakgrunn en Þjóðverjar. Þótt uppruna eddukvæða megi meðal annars rekja til Þýskalands þá er norræna goðafræðin ekki miðlæg í þýskri menningu. Í Þýskalandi var ég að sviðsetja Eddu fyrir útlendinga, á meðan hérlendis erum við að vinna með okkar eigin menningararf. Þar af leiðandi eru grunnforsendur þessarar sýningar allt aðrar. Þetta er algjörlega ný sýning.

10


Þetta er áferðarfagur og yfirgripsmikill texti. Hvernig lagðist þetta verkefni í ykkur á meðan þið sátuð við skriftir? HARPA: Við Jón höfum verið að skrifa saman í tæp tíu ár og erum orðin vön að hoppa inn í texta hvort annars. Traustið er sterkt og það sakar ekki hvað við erum góð í að skipta verkum. JÓN MAGNÚS: Við erum tveir gjörólíkir pennar en samt gleymum við ítrekað hver skrifaði hvað. Við vitnum oft í sjálf okkur þegar við höldum að við séum að vitna hvort í annað. Svo kemur Þorleifur að borðinu þegar við erum búin að skrifa okkur í kaf, bætir við heilmörgum textum og skerpir sýn okkar allra á handritið. Þetta er búið að vera lifandi æfinga- og sköpunarferli. Hvernig er að láta textann sinn í þessa deiglu og hvernig líst ykkur á þær breytingar sem verða í höndum leikhópsins? HARPA: Við vissum út í hvað við vorum að fara eftir að hafa unnið með Þorleifi að Rómeó og Júlíu. Ég sé enn eftir sumum textum sem ekki rötuðu á svið en er alls ekki með tárin í augunum. JÓN MAGNÚS: Maður gerir sér grein fyrir því að allt er breytingum háð og því er áhugavert að finna hvað leikhúsið er mikið samstarf ólíkra listamanna. Maður þarf að læra að sleppa tökunum um leið og maður er þakklátur fyrir nýja túlkun. Ég á í gjöfulu en flóknu sambandi við leiksviðið. HARPA: Þetta er kannski ekki orðið samband í mínu tilfelli, frekar eins og skyndikynni. Ég er ekki alin upp í leikhúsi eins og meðhöfundar mínir. ÞORLEIFUR: Í ferlinu komu svo leikararnir að textunum með sína eigin sýn, eigin tilboð, og þannig viljum við hafa það. Veita leikurunum frelsi. Lokaniðurstaðan er ekki sú sama og stóð á blaði í upphafi ferlisins. Maður fær á tilfinninguna að þið nálgist goðafræðina sem kvikan leir en alls ekki sem steingerving. Hvaða erindi á Edda við okkur í dag? JÓN MAGNÚS: Mér finnst þessar sögur alltaf eiga erindi sem menningararfur miklu frekar en gömul trúarbrögð. Í Eddu býr dæmisaga um það sem gæti farið úrskeiðis þótt við virðumst búa í paradís. ÞORLEIFUR: Nákvæmlega. Þetta er saga um ris og fall siðmenningar, heimsendir er fyrirfram gefin stærð í jöfnunni og breyskar persónur innan veggja alsnægtanna togast á um sæmd. Yfir þessu öllu vofir spurningin um hvernig skal meðhöndla þau sem standa utan múrsins. Þetta er nútíminn í hnotskurn.

11


HARPA: Svo fórum við líka að hugsa hvað þessi goð geta þýtt í dag. Freyr er til dæmis frjósemisguð en hvað þýðir það fyrir okkur? Það gæti þýtt sjálfbærniguð. Svo er Sif líka kona í ofbeldissambandi, hún gæti þá verið gyðja allra kvenna sem upplifa slíkt. Þið takið ykkur skáldaleyfi. Væri einhver beygja út frá frumheimildunum of stór, einhver breyting sem væri of mikið á skjön við þær heimildir sem við þekkjum? ÞORLEIFUR: Engin breyting er í eðli sínu of stór en hún þarf bæði að tengjast efniviðnum og heimi áhorfandans. Það er líka það fallega við þessa sögu, að hún talar svo sterkt inn í samtímann. HARPA: Eitt dæmi um þetta skáldaleyfi er Freyja. Það kemur aldrei fram hvað hún gerir þegar ragnarök ganga í garð. Þar fyllum við í eyðurnar og hjá okkur ákveður hún að taka ekki þátt í átökunum. JÓN MAGNÚS: Þær frumheimildir sem við notum eru Snorra-Edda og eddukvæðin, en við þetta bætist urmull af fræðigreinum og túlkunum. Þetta er frjór leikvangur. Á sviðinu snertum við á þemum sem voru ekki efst á blaði hjá miðaldamönnum — súrnun sjávar og innflytjendamálum svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna látið þið goðin beina sjónum okkar í þessa átt? HARPA: Ef þetta er Eddan okkar allra verður hún að tala við samfélagið eins og það er í dag. JÓN MAGNÚS: Nákvæmlega, þótt efniviðurinn sé frjór má hann ekki vera dauður. Fortíðin getur varpað ljósi á nútímann en til þess verðum við að gera goðin móðins. Á sama tíma berum við virðingu fyrir þessum sögum og fylgjum þeim í megindráttum. Viðtal: Matthías Tryggvi Haraldsson.

12


13


14


15


Sjálfbær hringrás tortímingar

Jóhanna María Einarsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, skrifar Á áttunda áratugnum var unglingum þessa lands boðið í kynnisferð í musterið í Straumsvík. Boðskapurinn var álið og dásamlegir eiginleikar þess. Enda mætti bræða það niður og endurvinna aftur og aftur, til eilífðarnóns. Hin fullkomna hringrás. Samt grefur mannskepnan enn holur, mengar vatnsból, þrælar út mannverum, þurreys orkuuppsprettur, spillir landslagi og lýgur að sjálfri sér til þess að framleiða æ meira af hráefni sem fræðilega séð þarf ekki lengur að framleiða. Allt í nafni efnislegrar auðgunar.

16


Mannskepnan er rauð viðvörun Á jörðina verka ýmis náttúruleg öfl, bæði innan frá og að utan. Þau innri eru vel sjáanleg á þeim unglingi sem Ísland er í jarðfræðilegum skilningi. Slitförin eftir hreyfingar jarðskorpunnar eru ný og aum, örin eftir unglingabólurnar eru fersk og enn myndast eldfjöll sem nýbráðið hraun seytlar úr. Veður, flóð og loftsteinar eru svo dæmi um ytri öfl. Mannskepnan er í þessu samhengi eins og mjög vont veður. Þegar maðurinn lagði undir sig eyju og nefndi Ísland hóf hann að höggva viðkvæman birkiskóg í eldivið og húsakost. Skógiþakin eyja var rifin úr skrúði sínum. Í Völuspá kallast tími siðferðislegrar hnignunar skeggöld, skálmöld, vindöld og vargöld. Í dag mætti færa rök fyrir því að „mannöld“ sé ekki síður hnignunartími. Dag hvern fremjum við óafturkræf spjöll. Til þess að friða samviskuna hefur maðurinn hannað merki með þremur örvum sem beygjast inn á við og benda á afturenda hver annarrar, snjöll markaðssetning sem lofar endurvinnslu þegar notkun hráefnis lýkur. En ormurinn bítur ekki í halann á sér. Hér er engin hringrás í gangi heldur gormur þar sem hver ör verður stærri eftir því sem lengra er haldið. Hver ör bendir á þá næstu og í hvert sinn stækkar vandamálið í veldisvexti. Tvöfalt, fjórfalt, sextánfalt, 256falt... Gjáin breikkar á ógnarhraða Við lifum á tímum þar sem örar samfélags-, málfars- og tæknilegar breytingar hafa myndað gjá á milli kynslóða. Ungmenni skilja illa tungutak eldri kynslóða og öfugt. Gjáin hefur þær afleiðingar að með tímanum verður æ erfiðara að læra af kynslóðunum sem komu á undan og maðurinn er dæmdur til þess að endurtaka mistök í sífellu. Í upphafi var gjáin agnarsmá sprunga, nær ógreinanleg, enda breyttist fátt og hægt. Hver kynslóð lærði af þeim sem á undan komu og bætti smám saman við. Með tímanum stækkar gjáin. Hver breyting á mataræði, lifnaðarháttum og heimsmynd teygir á rifunni. Millilandasiglingar, prentvélin, fjarskipti og snjalltæki í hverjum vasa. Tíminn á milli hverrar nýrrar uppfinningar styttist í hvert sinn. Hver ný kynslóð tekur hraðanum sem náttúrulegum hlut á meðan kynslóðir sem á undan komu missa taktinn.

17


Tíminn er hringur, gormur og lína Við skiptum ekki um heimsmynd eins og við skiptum um sokka en í kvöld býðst gestum að láta á það reyna. Að mati sumra fræðinga var tíminn hringlaga í hugum fornmanna. Sumar tók við af vori, í kjölfarið kom haust og svo vetur sem hrinti af stað vori sem kom á undan sumri. Engin þörf var á að halda tölu yfir ár, mánuði eða vikur. Í dag er ómögulegt að hugsa um tímann sem hringlaga því hver kynslóð er svo ólík þeirri sem á undan kom. Gormur sem var svo þéttur að hann mátti áður næstum greina sem hring er í dag svo teygður að hann líkist frekar beinni línu. Smám saman glatast þekkingin og getan til þess að setja atburði í samhengi við mannkynssöguna. Heimsmyndin er gerbreytt. Urður er ein af þremur örlaganornum og táknmynd fyrir fortíðina og örlögin. Enda er það úr brunni hennar, brunni fortíðar, sem heimstréð Askur Yggdrasils nærist. Askur Yggdrasils er viðvarandi tákn í Völuspá fyrir heiminn og tímann. Heilbrigði trésins vitnar um ástand heimsins sem versnar með tímanum. Það er eitt að lesa um fortíðina og annað að lifa hana. Hvenær verður gjáin orðin of breið til að hægt sé að brúa hana? Þegar hámarki spillingar er náð stynur og skelfur hið aldna tré og í kjölfarið er atburðarás ragnaraka hrundið af stað. Njótið sýningarinnar, kæru gestir, og gleðileg ragnarök!

18


19


20


21


Almar Blær Sigurjónsson útskrifaðist af leikarabraut LHÍ vorið 2021. Hann leikur

í Múttu Courage, Frosti og Draumaþjófnum í vetur. Hann lék hér í Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Ást og upplýsingum, Kardemommubænum og Nashyrningunum. Almar tók þátt í ýmsum verkefnum meðfram námi, meðal annars Nokkur orð um mig á Fringe festival Reykjavík og örverkahátíðinni Ég býð mig fram 3. Hann lék í kvikmyndinni Agnesi Joy. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ást og upplýsingar.

Andri Unnarson er hönnuður og listamaður sem starfar mestmegnis með textíl.

Hann útskrifaðist með BA-gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og MA-gráðu frá Det Kongelige Akademi í Danmörku, með áherslu á endurnýtingu hráefna úr nærumhverfi. Hann vinnur að þróun aðferða hvað varðar endurnýtingu textíls á vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn. Verk eftir Andra hafa verið sýnd á Hönnunarmars og Copenhagen Fashion Week, ásamt útstillingum í Magasin Du Nord og Riises Landsted. Undanfarið hefur hann í samstarfi við Karen Briem þróað stöðu sjálfbærnihönnuðar búninga innan atvinnuleikhúsa í sýningunum Temple of Appropriated Histories í Staatstheater Kassel, Parsifal í Staatsoper Hannover og núna Eddu í Þjóðleikhúsinu. Andri hefur einnig hannað sviðsklæðnað fyrir íslenskt tónlistarfólk, svo sem Hatara og Reykjavíkurdætur.

Arnar Jónsson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1964. Hann hefur

leikið fjölmörg burðarhlutverk við Þjóðleikhúsið og víðar. Meðal verkefna hans hér eru Rómeó og Júlía, Útsending, Horft frá brúnni, Dagleiðin langa, Lér konungur, Pétur Gautur, M. Butterfly, Ríta gengur menntaveginn, Abel Snorko býr einn, Sjálfstætt fólk (1999 og 2014), Veislan og Jón Gabríel Borkmann. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Útlaginn, Atómstöðin og Á hjara veraldar. Hann hefur farið með fjölmörg hlutverk í útvarpi og sjónvarpi. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á Lé konungi og var tilnefndur fyrir Veisluna.

Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóð-

mynd fyrir ýmsar leiksýningar. Meðal verkefna hans hér eru Ekki málið, Ellen B., Ex, Nokkur augnablik um nótt, Aspas, Sem á himni, Ásta, Framúrskarandi vinkona og Kafbátur. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Ellen B., Kafbát og Atómstöðina.

Atli Rafn Sigurðarson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann hefur

farið með fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum. Í vetur leikur hann hér í Múttu Courage og Draumaþjófnum. Hann lék hér nýlega í Rómeó og Júlíu og Framúrskarandi vinkonu. Hann leikstýrði Djöflaeyjunni, Heimkomunni og Frida… viva la vida í Þjóðleikhúsinu og Brák á Söguloftinu. Hann var meðal handritshöfunda í Sjálfstæðu fólki og Djöflaeyjunni. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Mýrina, Grímuna fyrir Lé konung, Menningarverðlaun DV fyrir Engla alheimsins og var tilnefndur til Grímunnar fyrir Engla alheimsins, Grjótharða, Leg, Halldór í Hollywood og Eilífa óhamingju. 22


Ásta Jónína Arnardóttir stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018

og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu og myndband fyrir Ást Fedru og myndband fyrir Múttu Courage og Orð gegn orði. Hún hannaði lýsingu hér fyrir Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna.

Egill Andrason stundar nám við Listaháskóla Íslands á sviðshöfundabraut og útskrifast vorið 2024. Hann hefur áður unnið að tveimur verkefnum fyrir Þjóðleikhúsið, samdi söngleikinn Höfðingjabaráttuna fyrir Þjóðleik og lék í og tók þátt í að semja sýninguna Heimsendingu með Listahópnum Trúnó. Hann kom að tónlistarstjórn og tónlistarflutningi í sýningunni Fúsa í Borgarleikhúsinu sem starfsnemi. Hann lék í Gullna hliðinu og Núnó og Júníu hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann er meðal þátttakenda og höfunda tónlistar og texta í Teenage Songbook of Love sem sýnt hefur verið hér á landi og víða erlendis á undanförnum fjórum árum. Egill er spunapíanóleikari Improv Íslands. Hann var sumarlistamaður Akureyrarbæjar árið 2023. Ernesto Camilo Aldazábal Valdés hefur starfað sem dansari, dans-

höfundur og danskennari á Kúbu, Íslandi og víðar. Hann starfar nú við Þjóðleikhúsið og leikur í Múttu Courage og Frosti í vetur, auk þess sem hann sér um sviðshreyfingar í Ást Fedru. Hann lék hér í Íslandsklukkunni, Sem á himni, Rómeó og Júlíu, Ég get, Kardemommubænum og Slá í gegn. Hann var annar danshöfunda í Rómeó og Júlíu. Hann nam danslist við ENA og ISA á Kúbu og hefur dansað í fjölda verkefna, meðal annars hjá ÍD, Danza Espiral, Borgarleikhúsinu og Íslensku óperunni. Hann kennir við Klassíska listdansskólann og hefur m.a. kennt við Salsa Iceland. Hann var tilnefndur sem leikari og dansari fyrir Óður og Flexa á Sögum og Grímunni. Hann hlaut Grímuna sem annar höfunda sviðshreyfinga í Rómeó og Júlíu.

Guðrún S. Gísladóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1977 og hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Hún leikur hér í Múttu Courage og Draumaþjófnum í vetur, og lék hér m.a. í Út að borða með Ester, Kafbáti, Englinum, Öllum sonum mínum, Pétri Gaut, Stundarfriði, Ég heiti Ísbjörg ég er ljón og Mávinum. Hún lék hér einnig í Mýrarljósi sem hún hlaut Grímuna fyrir og Konunni við 1000°, Dagleiðinni löngu, Íslandsklukkunni, Vegurinn brennur og Þrettándakvöldi, en hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir allar þessar sýningar. Hún leikstýrði hér samstarfsverkefninu Aspas. Hún lék m.a. í Mávinum, Degi vonar og Sölku Völku hjá LR. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, m.a. Fórninni eftir Tarkovský. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Agnesi barn guðs.

23


Hallgrímur Ólafsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölda

sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA. Í vetur leikur hann hér í Ást Fedru og Eltum veðrið. Hann lék hér m.a. í Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Atómstöðinni, Slá í gegn, Einræðisherranum, Súper, Samþykki, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Móðurharðindunum og Leitinni að jólunum. Hjá LR lék hann m.a. í Gauragangi, Elsku barni, Fjölskyldunni, Hótel Volkswagen og Gullregni, og hjá LA m.a. í Óvitum og Ökutímum. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru Gullregn, Fangavaktin og Stelpurnar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og var tilnefndur fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.

Harpa Rún Kristjánsdóttir starfar við sauðfjárbúskap og bókaútgáfu. Hún lauk

BA- prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MA-prófi 2018 og hefur fengist við kennslu þar og víðar. Hún þýddi Rómeó og Júlíu fyrir Þjóðleikhúsið ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Harpa Rún hefur starfað við ritstörf, ritstjórn og útgáfu frá árinu 2015, birt fræðigreinar og ýmsa pistla fyrir sjónvarp og útvarp. Hún tók þátt í samskotaverkinu Einangrun með Lakehouse hópnum árið 2021. Fyrsta ljóðabók hennar, Edda, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019. Síðan hefur hún gefið út skáldsögu, ljóðabók og barnabók auk þýðinga á skáldsögum, barna- og fræðibókum. Ljóð hennar hafa birst í tímaritum og í tengslum við ýmis listræn verkefni og verið þýdd á ensku, frönsku, þýsku og persnesku.

Jón Magnús Arnarsson útskrifaðist úr leikara- og performansdeild The Commedia School 2013 og nam ritlist við HÍ. Hann þýddi Rómeó og Júlíu fyrir Þjóðleikhúsið ásamt Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Eftir útskrift skrifaði Jón Magnús tvo einleiki sem hann flutti á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri. Hann er einn af stofnendum hópsins Golden Gang Comedy sem staðið hefur fyrir uppistandi í Reykjavík. Hann var einn af forsvarsmönnum fjöllistahátíðarinnar Reykjavík Fringe Festival. Jón Magnús er fyrrum Íslandsmeistari í ljóðaslammi (poetry slam) og tekur þátt í virtum alþjóðakeppnum í þeirri list. Einnig rappaði hann árum saman undir listamannsnafninu Vivid Brain. Fyrsta leikrit hans, Tvískinnungur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 2018.

Karen Briem hefur starfað við búningahönnun fyrir ólíka miðla. Hún hefur hannað

búninga fyrir nokkrar sýningar Þorleifs Arnar Arnarssonar leikstjóra, m.a. Parsifal í Staatsoper Hannover, Temple of Alternative Histories í Staatstheater Kassel, Der Sturm í Burgtheater Wien og Ódysseifskviðu í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Hún hannaði meðal annars búninga fyrir sjónvarpsþáttaraðirnar Kötlu og Ófærð 3. Karen er uppalin í Mexíkó og á Íslandi og sækir innblástur til menningar beggja landa. Í búningahönnun sinni leggur hún áherslu á endurnýtingu og hún tekur virkan þátt í búningagerðinni sjálfri. Karen hannaði búninga Hatara þegar hljómsveitin tók þátt í Eurovision.

24


Kjartan Darri Kristjánsson útskrifaðist af leikarabraut LHÍ 2015. Hann leikur í

Frosti, Láru og Ljónsa og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður lék hann hér í Sem á himni og Kafbáti. Hann lék m.a. í Pílu Pínu og Helga magra hjá Leikfélagi Akureyrar og Karíusi og Baktusi og How to Become Icelandic í Hörpu. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hjá sjálfstæðum leikhópum sem leikari og vídeó-, hljóð- og ljósahönnuður, m.a. hjá LalaLab, Lab-Loka, SmartíLab, Óskabörnum Ógæfunnar, GRAL og Miðnætti. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í Kafbáti og var tilnefndur fyrir lýsingu í Þórbergi.

María Thelma Smáradóttir útskrifaðist af leikarabraut LHÍ 2016. Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsinu í Íslandsklukkunni, Ég get, Risaeðlunum, Meistaranum og Margarítu og Velkomin heim sem hún skrifaði ásamt öðrum. Hún lék í sjónvarsþáttaröðunum Aftureldingu, Ófærð og Föngum og fór með eitt aðalhlutverkanna í gamanþáttunum Hver drap Friðrik Dór. Hún fór með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Arctic. Hún lék m.a. í stuttmyndunum Forget You og Ég. María Thelma var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni og í flokknum Sproti ársins fyrir Velkomin heim.

Matthías Tryggvi Haraldsson er listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins. Hann

útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Meðal leikrita hans eru Síðustu dagar Sæunnar í Borgarleikhúsinu, Vloggið sem hann skrifaði fyrir Þjóðleikhúsið og Griðastaður sem sýnt var í Tjarnarbíói. Hann stefndi um hríð að heimsyfirráðum sem liðsmaður Hatara. Matthías hlaut Grímuverðlaunin 2023 fyrir leikrit sitt Síðustu dagar Sæunnar og verðlaun 2019 í flokknum Sproti ársins. Leikrit hans Griðastaður var tilnefnt til Grímunnar.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1987. Hún

hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum og komið fram sem tónlistarmaður. Í Þjóðleikhúsinu í vetur leikur hún í Frosti. Af öðrum sýningum hér má nefna Jólaboðið, Sjö ævintýri um skömm, Rómeó og Júlíu, Kardemommubæinn, Einræðisherrann, Lé konung, Utan gátta, Taktu lagið, Lóa! og Sjálfstætt fólk. Meðal sýninga í Borgarleikhúsinu er Hannes og Smári. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann.

Pálmi Gestsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og hefur leikið fjölda

hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá árinu 1983 og farið hér með fjölda burðarhlutverka. Hann leikur hér í Verkinu og Draumaþjófnum í vetur. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Nashyrningarnir, Útsending, Risaeðlurnar, Macbeth og Lér konungur. Ásamt félögum sínum í Spaugstofunni hefur Pálmi tekið þátt í gerð yfir 400 sjónvarpsþátta. Meðal nýlegra kvikmynda og sjónvarpsþátta eru Heima er best, Fyrir framan annað fólk og Ófærð. Pálmi var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ör, Jónsmessunæturdraum, Hænuungana og Fyrirheitna landið.

25


Salka Valsdóttir starfar við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu. Hún tók þátt

í sýningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu sem einn af höfundum tónlistar, tónlistarstjóri og tónlistarmaður. Hún vann hljóðmynd fyrir Svartþröst, sá um tónlist og hljóðmynd fyrir Fyrrverandi og kom að skrifum og sá um tónlist í sýningu Reykjavíkurdætra í Borgarleikhúsinu. Hún vann tónlist og hljóðmynd í The Last Kvöldmáltíð í Tjarnarbíói. Salka hefur unnið með Reykjavíkurdætrum sem rappari, taktsmiður, upptökustjóri og hljóðmaður, en hljómsveitin hefur spilað víða um heim og hlotið MME verðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún starfar með hljómsveitinni CYBER sem hefur hlotið Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin. Hún hefur unnið við hljóðblöndun og upptökustjórn í Berlín og hannað hljóðmynd við leiksýningar í Volksbühne. Salka hlaut Grímuna fyrir hljóðmynd í Rómeó og Júlíu.

Sigurbjartur Sturla Atlason útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2016.

Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í Rómeó og Júlíu, Framúrskarandi vinkonu, Draumaþjófnum og Sem á himni. Í vetur leikur hann í Ást Fedru og Frosti. Meðal kvikmynda og sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru Ófærð 2 og Lof mér að falla. Hann hefur einnig getið sér orð sem tónlistarmaður undir listamannsnafninu Sturla Atlas, gefið út plötur og tónlistarmyndbönd og komið fram víðsvegar á tónlistarhátíðum. Hann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik í Rómeó og Júlíu, og ásamt öðrum fyrir tónlist í sýningunni.

Vigdís Hrefna Pálsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002, lauk

mastersprófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow 2007 og lauk mastersprófi í leikstjórn við University of Kent 2020. Hún leikur í Múttu Courage í Þjóðleikhúsinu í vetur og leikstýrir Heimsókn. Hún hefur leikið í fjölda verkefna í Þjóðleikhúsinu, en meðal þeirra eru Nokkur augnablik um nótt, Framúrskarandi vinkona, Ronja ræningjadóttir, Samþykki, Súper, Gott fólk, Húsið, Álfahöllin,Heimkoman, Karítas, Sjálfstætt fólk, Macbeth, Vesalingarnir, Heimsljós, Hreinsun, Lér konungur, Hænuungarnir, Oliver og Mýrarljós. Hún lék Auði í Litlu hryllingsbúðinni hjá LA og í Höllu og Kára og Grettissögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Framúrskarandi vinkonu, Súper, Húsinu og Eldrauninni.

Vytautas Narbutas stundaði myndlistarnám við Klaipeda Art School,

Kaunas Art College og Vilnius Art Academy. Hann hefur unnið í leikhúsi frá árinu 1982 og gert fjölda leikmynda og búninga í heimalandi sínu Litháen, Íslandi og víða erlendis. Hann gerði hér leikmynd fyrir Sjálfstætt fólk, Engisprettur, Draum á Jónsmessunótt, Fridu, RENT, Hamlet, Ríkarð þriðja, Þrjár systur, Don Juan og Mávinn. Hann gerði leikmynd fyrir Fanný og Alexander, Fjandmann fólksins, Gosa, Fólkið í blokkinni og Ofviðrið í Borgarleikhúsinu. Hann hefur einnig gert leikmyndir fyrir sjálfstæðu leikhúsin, Íslensku óperuna og LHÍ. Hann gerði leikmynd fyrir Tartuffe í Árósum og Pétur Gaut í Luzern. Hann gerði búninga fyrir kvikmyndina Ungfrúin góða og húsið. Vytautas starfar einnig sjálfstætt sem myndlistarmaður og hefur haldið myndlistarsýningar í Litháen, Finnlandi, Japan og á Íslandi.

26


Þorleifur Örn Arnarsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga og ópera á Íslandi, í Þýskalandi og víðar. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Hann er í listrænu teymi Þjóðleikhússins. Hann leikstýrði hér Íslandsklukkunni, Rómeó og Júlíu, Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. Í Borgarleikhúsinu leikstýrði hann Njálu og Guð blessi Ísland. Hann hlaut þýsku leiklistarverðlaunin Fástinn fyrir leikstjórn á Die Edda og Peer Gynt var verðlaunuð af Nachtkritik-Theatertreffen. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Engla alheimsins og Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.

Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985

og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum. Hann leikur í Ást Fedru, Eltum veðrið og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hann m.a. leikið í Jólaboðinu, Framúrskarandi vinkonu, Kafbáti, Hafinu, Föðurnum, Þetta er allt að koma, Koddamanninum, Viktoríu og Georg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Degi vonar, Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Á ferð með mömmu, Tár úr steini, Nóa albínóa og Eins og skepnan deyr. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda Grímuverðlauna og hlaut þau fyrir Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.

Þuríður Blær Jóhannsdóttir útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2015.

Hún var fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá útskrift, þar til hún gekk til liðs við Þjóðleikhúsið á síðasta leikári þegar hún lék hlutverk Eyrdísar í Draumaþjófnum. Hún leikur hér í Ást Fedru og Frosti á leikárinu. Meðal hlutverka Blævar í Borgarleikhúsinu eru Nína í Mávinum, titilhlutverkið í Sölku Völku og strákurinn í Himnaríki og helvíti. Blær hefur einnig farið með burðarhlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, m.a. Villibráð, Ráðherranum, Flateyjargátunni, Svaninum og Heima er best. Hún kemur reglulega fram með rapphljómsveit sinni Reykjavíkurdætrum. Blær var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Himnaríki og helvíti og Helgi Þór rofnar.

27


28


29


30


31


32


Starfsfólk Þjóðleikhússins Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Vala Fannell, verkefnastjóri samfélagsmála Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs Hans Kragh, þjónustustjóri Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar Almar Blær Sigurjónsson Atli Rafn Sigurðarson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Hallgrímur Ólafsson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Katrín Halldóra Sigurðardóttir Kjartan Darri Kristjánsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Þuríður Blær Jóhannsdóttir Örn Árnason Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Elísa Sif Hermannsdóttir María Dís Cilia Hljóð Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Þóroddur Ingvarsson Brett Smith

Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir Silfá Auðunsdóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Hildur Ingadóttir Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Helga Lúðvíksdóttir Eva Lind Weywadt Oliversdóttir Ljós Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah. Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri Jóhann Friðrik Ágústsson Ásta Jónína Arnardóttir Haraldur Leví Jónsson Ýmir Ólafsson Leikmynda- og leikmunaframleiðsla Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Arturs Zorģis Ásta Sigríður Jónsdóttir Mathilde Anne Morant Michael John Bown, yfirsmiður Valur Hreggviðsson

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Eglé Sipaviciute Jón Stefán Sigurðsson Jasper Bock Sigurður Hólm Siobhán Antoinette Henry Þórunn Kolbeinsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Marian Chmelar, matreiðslumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Sigurður Hólm, bakdyravörður Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Anna Karen Eyjólfsdóttir Fanney Edda Felixdóttir Halla Eide Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson María Ellingsen

33


34


35


Þjóðleikhúsið Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is 36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.