Ég vildi hylla list og færni leikaranna
Hvernig kom það til að þú skrifaðir þríleikinn sem samanstendur af Ellen B., Ex og Ekki málið?
Leikritin eiga sér rætur í þeirri innilokunarkennd sem samkomutakmarkanirnar í fyrstu Covid-bylgjunni ollu. Bókstaflega daginn áður en leikhúsunum í Berlín var lokað hafði leikrit eftir mig verið frumsýnt. Önnur sýning á þessu verki hefur enn ekki farið fram.
Þetta tímabil einkenndist af óöryggi og þunglyndi. Ég fór að hugsa um hvernig leikhús mig myndi virkilega langa til að sjá þegar ástandið yrði eðlilegt að nýju. Og ég áttaði mig á því að
það eina sem ég saknaði og það eina sem ég hefði enn raunverulegan áhuga á væru leikararnir. Það eru þeir sem standa
á sviðinu, það eru þeir sem bera uppi sýninguna, það eru þeir sem eru í beinum samskiptum við mig. Þannig að það sem
ég þráði var að veita þeim tækifæri til að skína eins skært og
mögulegt væri, ég vildi hylla list þeirra og færni. Og sem leikskáld
sé ég enga betri leið til að gera þeim kleift að sýna allt það sem
þeir geta en að skrifa leikpersónur fyrir þá. Persónur sem hafa
10
Marius von Mayenburg í viðtali við Melkorku Teklu Ólafsdóttur
ævisögulegan og sálfræðilegan bakgrunn. Persónur sem lenda
í átökum sem koma þeim alvarlega úr tilfinningalegu jafnvægi.
Þannig að við sem áhorfendur getum öðlast ákveðinn skilning á okkur sjálfum. Ég veit að til eru margar aðrar frábærar tegundir af leikhúsi og ég get notið leikhúss sem er alls ekki raunsæislegt. En þetta er það sem ég get gert til að hjálpa leikurum að gera
það sem ég tel að þeir geti gert best.
Hvaðan sprettur leikritið Ekki málið?
Ekki málið á uppruna sinn í tilraun sem ég geri reglulega þegar ég er að skrifa: Ég breyti kyni persónanna minna til að komast að því hvernig sagan breytist við það. Í mínum huga hefur
þetta alltaf verið heillandi aðferð sem hefur sagt mér mikið um staðalímyndir varðandi sýn okkar á karl- og kvenhlutverk
í samfélagi okkar. Og mig langaði til að deila þessari reynslu með áhorfendum. Verkið heitir á þýsku Egal, en það orð hefur
tvöfalda merkingu, það getur annars vegar vísað til þess að eitthvað sé jafnt og hins vegar vísað til þess að eitthvað skipti ekki máli. Mig langaði að spyrja spurninga um það hversu jafna möguleika við höfum í raun og veru í samböndum okkar til að byggja upp starfsferil og sinna skyldum gagnvart fjölskyldunni. Og hvað notkun okkar á tungumálinu segir okkur um þessi mál.
Leikritin þrjú eru ólík hvað varðar viðfangsefni og persónur, og eru í raun sjálfstæð, en hvað er það sem tengir þau helst í þínum huga?
Ég held að það sé fyrst og fremst innilokunarkenndin sem tengir leikritin þrjú. Bygging verkanna tengir þau líka: Öll verkin eru einþáttungar sem gerast í rauntíma í einu herbergi. Ekki málið er aðeins flóknara dramatúrgískt, en samt fylgjumst við með einu samtali á einu kvöldi. Öll leikritin þrjú eru með mjög fáum persónum. Í fyrstu tveimur verkunum eru þrjár persónur, ein þeirra er persóna sem á vissan hátt ryðst inn í rýmið, kemur í heimsókn til pars og hristir upp í sambandi þess.
Í Ekki málið er það umheimurinn sem ryðst inn í rýmið, holdgerður í yfirmönnum persónanna sem hringja í þær.
Ég myndi segja að það tengi líka persónurnar í verkunum
þremur hvernig þær ýmist treysta eða vantreysta hver annarri, hvernig þær takast á við leyndarmál og afbrýðisemi og hvernig
þær eiga í átökum um þessi mál. Persónurnar líkjast hver annarri eins og systkini. Fyrir mig persónulega eru þessi leikrit
líka nátengd vegna þess að það var eins og hvert leikrit yxi út
úr öðru. Ég skrifaði þessi þrjú leikrit á mjög stuttum tíma –
í raun á jafn löngum tíma og ég myndi annars skrifa eitt leikrit.
11
Sástu fyrir þér að verkin yrðu sett upp öll í einu, í sama leikhúsi, eins og nú á sér stað hér í Reykjavík?
Ég vonaðist til þess en ég vissi alltaf að það væri mjög ólíklegt að það myndi gerast. Þannig að það að þetta skuli vera að eiga sér stað í Reykjavík er mjög sérstakt fyrir mig og ég er mjög hamingjusamur yfir því.
Finnst þér skipta máli í hvaða röð áhorfendur sjá leikritin þrjú?
Það skiptir ekki máli hvað varðar skilning áhorfenda á leikritunum. Verkin þrjú eru óháð hvert öðru hvað varðar söguþráð og þróun persóna. Ég skrifaði Ex fyrst, þá Ellen B. og loks Ekki málið. En sú staðreynd skiptir ekki máli fyrir áhorfendur sem sjá öll verkin þrjú. Væntingar þínar verða líklega ólíkar eftir því hvaða leikrit þú sérð fyrst, en ég vona að í öllum tilvikum verði þér komið á óvart.
Undanfarin ár hefur þú leikstýrt sjálfur mörgum leikritum þínum, en þú hefur jafnframt leikstýrt verkum annarra, jafnt sígildum leikritum sem samtímaverkum. Hver er meginmunurinn fyrir þig á því að leikstýra eigin verkum og verkum annarra?
Mér finnst auðveldara að leikstýra verkum annarra. Það er auðveldara að verða spenntur fyrir því. Það er meira í þeim fyrir mig til að uppgötva. Þegar ég leikstýri verkum annarra þarf ég að grafa dýpra og komast nær kjarnanum í textanum, en aftur á móti þegar ég leikstýri eigin verkum þarf ég að öðlast fjarlægð. Ég þarf á meiri hjálp frá leikurunum að halda þegar um mitt eigið leikrit er að ræða. Ég hef þörf fyrir þeirra sjónarhorn á textann og þeirra framlag til að öðlast fjarlægð og uppgötva eitthvað í textanum mínum sem ég vissi ekki fyrir að væri þar. En það er virkilega gaman ef slíkt gerist. Yfirleitt breyti ég einhverju smávegis í textanum þegar ég leikstýri. Stundum geri ég viðameiri breytingar, stundum endurskrifa ég ákveðna hluta af verkinu, stundum þarf ég að fella út heilu atriðin. En þegar ég hef fengið nokkurra mánaða fjarlægð á verkið dreg ég oft mikið af þessum breytingum til baka og kemst að þeirri niðurstöðu að þær hafi bara verið nauðsynlegar til að hjálpa uppfærslunni minni. Og að textinn í upprunalegu útgáfunni hafi verið betri.
12
Nú ert þú að leikstýra frumuppfærslunni á Ekki málið. Hefur verkið breyst á æfingatímanum eða hefur sýn
þín á það breyst?
Héðan í frá verður þetta leikrit alltaf tengt Ilmi og Bjössa í mínum huga. Núna er þetta þeirra leikrit, textinn tilheyrir þeim. Og það felur sannarlega í sér gríðarlega breytingu á mínu sjónarhorni. Við höfum ekki breytt miklu í textanum hingað til, bara stytt smávegis hér og þar - en það er enn vika í frumsýningu svo það er enn heilmikill tími til að fikta í textanum.
Viltu segja okkur aðeins frá því hvernig reynsla
það hefur verið að leikstýra heimsfrumsýningu
á leikritinu þínu á Íslandi?
Í mínum huga skiptir ekki miklu máli hvort um frumuppfærslu eða tuttugustu uppfærslu leikrits er að ræða. Það er alltaf sama áskorun að láta flugdrekann fljúga og koma í veg fyrir að hann steypist til jarðar. Það er mjög gott að takast á við slíka áskorun með jafn frábæru samverkafólki og Ilmur og Bjössi eru. Þau eru gædd afburðahæfileikum og það er mikið lán fyrir hvaða leikstjóra sem er að njóta hæfileika þeirra. Ég lít á það sem kost frekar en vandamál að vinna á tungumáli sem ég skil ekki.
Eftir því sem líður á æfingatímabilið fer ég að skilja meira og meira af textanum. En þegar maður skilur ekki orðin sem hljóma myndast sterkari fókus á tilfinningalega og líkamlega tjáningu á sviðinu. Og það er góður staður til að byrja á.
Benedict Andrews leikstýrði hinum leikritunum tveimur
í þríleiknum, Ellen B. og Ex. Þið hafið unnið náið saman að mörgum uppfærslum á síðustu tveimur áratugum.
Átti sér stað samvinna á milli ykkar við uppsetningu þríleiksins?
Við höfum talað heilmikið saman um þessi leikrit, og hófum það samtal áður en það var ljóst að við myndum leikstýra þeim. Og svo urðum við sammála um að nota sömu leikmynd fyrir
öll verkin þrjú, og í tengslum við það áttum við mikil samskipti. En vinnuna í æfingarýminu vann hvor fyrir sig.
13
Áður en Benedict leikstýrði íslensku uppfærslunni á
Ex hafðir þú sett verkið á svið hjá Riksteatern í Svíþjóð. Hvernig tilfinning er það að sjá leikrit þitt sem þú hefur sjálfur leikstýrt í leikstjórn annarra?
Getur það breytt sýn þinni á verkið?
Í þessu tilfelli var því svo sannarlega þannig varið. Mér fannst leikstjórn Benedicts á Ex vera stórfengleg. Hann hafði augljóslega miklu meiri trú og traust á skrifum mínum en ég. Sýningin kom mér verulega á óvart. Uppfærslu minni á Ex mætti lýsa sem eins konar „klástrófóbískri særingarathöfn“, en uppfærsla Benedicts bjó yfir myrkum sprengikrafti, hún var jafn ofsafull og grískur harmleikur. Ég vissi ekki að þetta væri mögulegt.
Uppfærsla hans á Ellen B. var ekki síður mögnuð. Almennt finnst mér mjög gaman að sjá uppfærslur annarra á leikritum mínum. Ég lít ekki svo á að mínar eigin uppfærslur séu endilega betri eða nær kjarnanum en uppfærslur annarra leikstjóra.
Þú hefur unnið að mörgum sýningum með Ninu Wetzel, leikmynda- og búningahönnuði þríleiksins, gætirðu sagt okkur aðeins frá samstarfi ykkar?
Nina vann með mér að mínu fyrsta leikstjórnarverkefni og við höfum nú unnið saman í mörg ár. Hún þekkir mig mjög vel, hún hvatti mig á sínum tíma til að byrja að leikstýra og hún hefur með tímanum ekki aðeins orðið uppáhalds leikmyndaog búningahönnuðurinn minn heldur einnig mikilvægur dramatúrgískur ráðgjafi sem ég hlusta vel á og einn af mínum bestu vinum. Hún hefur djúpan skilning á því sem ég skrifa og enn dýpri skilning á mér sem manneskju.
Þú fékkst einnig David Riaño Molina með þér til Íslands til að sjá um tónlistina í Ekki málið. Viltu segja okkur frá samstarfi ykkar og hvers vegna þú baðst hann að taka þátt í uppfærslunni?
Líkt og á við um Ninu þá hef ég oft áður unnið með David. Hann er frábær tónlistarmaður en einnig framúrskarandi tónlistarstjóri. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að vinna með honum þegar æfa þarf flókin söngatriði með leikurum. Næmi hans og eljusemi ásamt óþrjótandi skilningi á sérstökum þörfum leikara er ótrúleg og sjaldgæf meðal tónlistarmanna. Hann er alvöru leikhúsmanneskja og býr yfir óendanlega mikilli jákvæðri orku sem er mjög eftirsóknarvert að fá að njóta í æfingarýminu.
14
Í huga margra sem þekkja til leikritunar þinnar er þríleikurinn nokkuð frábrugðinn fyrri leikritum þínum. Fyrstu verk þín voru gjarnan skilgreind sem hluti af „in-your-face“ bylgjunni í leikritun, í þeim var meira líkamlegt ofbeldi, þau voru meira storkandi og ögrandi. Það má segja að þríleikurinn byggist á vissan hátt meira á fínlegri sálfræðilegri nálgun, þótt hann hafi um leið samfélagslega skírskotun. Líturðu sjálfur svo á að þríleikurinn marki nýja stefnu í leikritun þinni?
Kannski. Ég veit ekki hvað ég geri næst. En það er alveg mögulegt að sálfræðileg átök á leiksviði muni eiga huga minn aðeins lengur.
Mörg upprennandi leikskáld á Íslandi dást að verkum þínum.
Geturðu gefið þessum leikskáldum einhver ráð?
Það sama myndi eiga við um alla rithöfunda: í raun ekki. Eina ráð mitt gæti verið að fylgja ekki ráðleggingum.
Björn Thors útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003. Hann hefur m.a. leikið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Vesturporti, Frú Emilíu, Volksbühne, Burgtheater, Lyric Hammersmith og The Royal Alexandra, og í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. í Kötlu, Brotum, Svari við bréfi Helgu, París norðursins, Djúpinu og Frosti. Hann leikstýrir hér Saknaðarilmi í vetur, en meðal nýlegra verkefna sem leikari í Þjóðleikhúsinu eru einleikurinn Vertu úlfur, Nokkur augnablik um nótt og Atómstöðin. Meðal verkefna hans sem höfundur eru Kenneth Máni og heimildaverkið Flóð. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Vertu úlfur, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Svar við bréfi Helgu og Fangavaktina og hefur hlotið þrjár tilnefningar að auki.
16
Ilmur Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003. Hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, sjónvarpsþátta og kvikmynda og samið leikið efni fyrir sjónvarp og leikhús. Hún leikur í Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék hér m.a. í Sjö ævintýrum um skömm, Nashyrningunum, Kópavogskróniku þar sem hún var annar af höfundum leikgerðar, Englinum, Einræðisherranum, Íslandsklukkunni, Gerplu, Ívanov og Heddu Gabler. Hún lék m.a. í Línu langsokk og Fólkinu í kjallaranum hjá LR, í kvikmyndinni Fúsa og sjónvarpsþáttunum Systraböndum, Ófærð og Stelpunum. Hún hlaut Grímuna fyrir Ívanov og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Kópavogskróniku, Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Íslandsklukkuna. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Stelpurnar.
17
Bjarni Jónsson lauk prófi í leikhúsfræðum frá háskólanum í München 1992 og starfar sjálfstætt sem leikskáld, dramatúrg, þýðandi og framleiðandi. Bjarni þýðir verkin þrjú í Mayenburg-þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekki málið, og Múttu Courage og börnin eftir Brecht og Steffin í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Bjarni er höfundur fjölda leikverka og leikgerða fyrir leikhús og útvarp. Þar má nefna Kaffi og Óhapp í Þjóðleikhúsinu og Sendingu og leikgerðina
Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu. Bjarni hefur starfað með Kriðpleir leikhópi og Ernu Ómarsdóttur danshöfundi sem meðhöfundur og dramatúrg
í fjölda sýninga. Hann er starfandi dramatúrg leikhópsins The Brokentalkers í Dublin. Bjarni var einn af stofnendum LÓKAL leiklistarhátíðar. Hann hlaut
Grímuna fyrir Himnaríki og helvíti og var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir Kaffi og Óhapp.
David Riaño Molina er kólumbískur gítarleikari, tónskáld og hljóðhönnuður sem er búsettur í Berlín í Þýskalandi. Að loknu námi við Jazz Institute Berlin (UdK) undir leiðsögn hins heimsþekkta djassgítarleikara Prof. Kurt Rosenwinkel, hóf David feril sinn á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur komið fram á virtum tónlistarhátíðum víða um heim, og má þar nefna jasshátíðirnar í Berlín, Lyon, Leipzig, Stuttgart, Enschede, Fieberbrunn, Tel Aviv og Limassol. Hann byrjaði að starfa sem tónlistarmaður við sviðslistir árið 2017. Hann var meðal tónlistarflytjenda í sýningu leikstjórans Falk Richters á Verräter í Maxim Gorki leikhúsinu í Berlín. Hann starfaði sem tónlistarstjóri og aðstoðarmaður tónskáldsins Nils Ostendorf við sýningar Thomasar Ostermeier hjá Schaubühne í Berlín á Im Herzen der Gewalt, Abgrund og Jugend Ohne Gott. Hann hóf samstarf við leikstjórann Marius von Mayenburg árið 2021, og sá um tónlist í uppfærslum hans á Reden über Sex og Nachtland.
Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Meðal verkefna hans hér eru Nokkur augnablik um nótt, Aspas, Sem á himni, Ásta, Framúrskarandi vinkona og Kafbátur. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Ellen B., Kafbát og Atómstöðina. Aron hannar hljóðmynd fyrir Mayenburg-þríleikinn, Ellen B., Ex og Ekki málið, í Þjóðleikhúsinu.
20
Nina Wetzel hannar leikmynd og búninga fyrir Mayenburgþríleikinn í
Þjóðleikhúsinu, Ellen B., Ex og Ekki málið. Hún nam leikmynda- og búningahönnun í París. Frá árinu 1995 hefur hún gert leikmynd og búninga fyrir fjölda verkefna, starfað með leikstjórum í fremstu röð og unnið fyrir virt leikhús, óperuhús og leiklistarhátíðir víða um lönd. Hún hefur m.a. starfað við Schauspielhaus Hamburg, Volksbühne Berlin, Schauspielhaus Zürich, Münchner Kammerspiele, Residenztheater München, Burgtheater Wien, Schaubühne Berlin, Théâtre Vidy-Lausanne, Wiener Festwochen, Avignon-leiklistarhátíðina, Epidauros-leiklistarhátíðina, Ruhrtriennale-hátíðina, Óperuhúsið í Lorraine, Deutsche Oper Berlin og Comédie-Française. Nina Wetzel og leikstjórinn
Christoph Schlingensief unnu náið saman á árunum 1996-2000. Hún skapaði innsetningar og uppákomur, og hannaði leikmyndir, innsetningar og búninga fyrir m.a. 48 Stunden Überleben (Documenta X), Hotel Prora og Chance 2000 (Volksbühne), Ausländer raus (Wiener Festwochen) og Former West (HKW). Hún hefur m.a. starfað með leikstjórunum Stefan Pucher, Itay Tiran og Benedict Andrews. Hún vann með Marius von Mayenburg m.a. að uppsetningum hans á Stück Plastik, Peng, Perplex og Nachtland. Hún er einn af nánustu samverkamönnum Thomasar Ostermeier við Schaubühne-leikhúsið í Þýskalandi og vann m.a. með honum að Die Ehe der Maria Braun, Hamlet, Dämonen, Rückkehr nach Reims, Im Herzen der Gewalt, La Nuit des Rois, Das Leben des Vernon Subutex 1 og King Lear. Hún vann með leikstjóratvíeykinu Dead Centre - Bush Moukarzel og Ben Kidd að m.a. Shakespeare’s Last Play, Die Traumdeutung (Sigmund Freud), Alles, was der Fall ist (Wittgenstein), Bählamms Fest (Neuwirth/Jelinek) og Il Teorema di Pasolini.
Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Badisches Staatstheater og ýmsum leikhópum. Hann starfaði eitt leikár í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hann hannaði lýsingu í mörgum sýningum þegar hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu á árunum 1982-2005. Hann er nú yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins. Meðal nýjustu verkefna hans eru Draumaþjófurinn, Sem á himni, Framúrskarandi vinkona, Rómeó og Júlía, Nashyrningarnir og Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Ríkharður III og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins, nú síðast fyrir Vertu úlfur. Björn hannar lýsingu fyrir Mayenburg-þríleikinn, Ellen B., Ex og Ekki málið, í Þjóðleikhúsinu.
Ýmir Ólafsson hefur starfað sem ljósamaður og tæknistjóri á sýningum í
Þjóðleikhúsinu frá árinu 2021. Hann stundaði nám við tölvu- og rafmagnsfræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann hefur m.a. hannað lýsingu fyrir 14 sýningar á Reykjavík Fringe Festival og fyrir Sönglist. Hann hefur séð um tæknistjórn á fjölda viðburða, svo sem Reykjavík Fringe Festival og Bræðslunni, og hjá Borgarleikhúsinu. Hann vann hjá Íslensku óperunni og í Hörpu í nokkur
ár, m.a. sem tæknimaður, sviðsmaður og ljósamaður, og við stjórn flugtölvu og eltiljósa. Hann vann um hríð sem ljósamaður hjá Exton.
21
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri
Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur
Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri
Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar
Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi
Vala Fannell, verkefnastjóri samfélagsmála
Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs
Hans Kragh, þjónustustjóri
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur
Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur
Leikarar
Almar Blær Sigurjónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Björn Thors
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés
Guðjón Davíð Karlsson
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Hallgrímur Ólafsson
Hildur Vala Baldursdóttir
Hilmar Guðjónsson
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Kjartan Darri Kristjánsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Oddur Júlíusson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Pálmi Gestsson
Sigurbjartur Sturla Atlason
Sigurður Sigurjónsson
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Þröstur Leó Gunnarsson
Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Örn Árnason
Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir
Elísa Sif Hermannsdóttir
María Dís Cilia
Hljóð
Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri
Aron Þór Arnarsson
Þóroddur Ingvarsson
Brett Smith
Leikgervi
Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir
Silfá Auðunsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Hildur Ingadóttir
Búningar
Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Hjördís Sigurbjörnsdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Helga Lúðvíksdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Ljós
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah. Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri Jóhann Friðrik Ágústsson
Ásta Jónína Arnardóttir
Haraldur Leví Jónsson
Ýmir Ólafsson
Leikmynda- og leikmunaframleiðsla Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri
Arturs Zorģis
Ásta Sigríður Jónsdóttir
Mathilde Anne Morant
Michael John Bown, yfirsmiður
Valur Hreggviðsson
Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka
Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Fanney Edda Felixdóttir
Halla Eide Kristínardóttir
Júlíana Kristín Jóhannsdóttir
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Svið
Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri
Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða
Alexander John George Hatfield
Eglé Sipaviciute
Jón Stefán Sigurðsson
Jasper Bock
Sigurður Hólm
Siobhán Antoinette Henry Þórunn Kolbeinsdóttir
Bókhald og laun
Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi
Eldhús
Marian Chmelar, matreiðslumaður
Ina Selevska, aðstoðarmaður
Umsjón fasteigna
Eiríkur Böðvarsson, húsvörður
Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting
Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Sigurður Hólm, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.
Þjóðleikhúsráð
Halldór Guðmundsson, formaður
Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson
María Ellingsen
29
Miðasölusími: 551 1200
Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is
32