Hvað sem þið viljið - leikskrá

Page 1

Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri o.fl. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Sýningarlengd er rúmir tveir tímar. Eitt hlé. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Þjóðleikhúsið 74. leikár, 2022–2023. Frumsýning í Kassanum 12. janúar 2023. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

Hvað sem þið viljið

eftir William Shakespeare Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Leikgerð: Ágústa Skúladóttir og Karl Ágúst Úlfsson

Þjóðleikhúsið 2022 - 2023

Leikarar

Almar Blær Sigurjónsson Orlandó, yngri sonur Rólands de Boys Guðjón Davíð Karlsson Ólíver, eldri sonur Rólands de Boys Silvíus, smali í skóginum Gamli hertoginn, bróðir Friðriks hertoga Kind

Hallgrímur Ólafsson Prófsteinn Hljóðfæraleikari

Hilmar Guðjónsson Karl, glímukappi Vilhjálmur, smali í skóginum Amjens, í liði gamla hertogans Hjörtur Kórinn, fjárhirðir Hljóðfæraleikari

Katrín Halldóra Sigurðardóttir Rósalind, dóttir gamla hertogans Kristjana Stefánsdóttir Adda, smalastúlka í skóginum Hljóðfæraleikari

Sigurður Sigurjónsson Adam, gamall þjónn Rólands de Boys Friðrik hertogi, bróðir gamla hertogans Meysveinn, guð ástarinnar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Jakob, heimspekingur í liði gamla hertogans Fífí, smalastúlka í skóginum Kind

Þórey Birgisdóttir Selja, dóttir Friðriks hertoga

Listrænir

Leikstjórn Ágústa Skúladóttir

stjórnendur

Tónlist og tónlistarstjórn Kristjana Stefánsdóttir

Leikmynd og búningar Þórunn María Jónsdóttir

Lýsing Jóhann Bjarni Pálmason

Hljóðhönnun Brett Smith

Myndbandshönnun Ásta Jónína Arnardóttir

4

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn og umsjón

Jón Stefán Sigurðsson Eglé Sipaviciute María Dís Cilia

Hljóðdeild Brett Smith - hljóðstjórn

Leikgervadeild

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir – yfirumsjón

Búningadeild

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir - yfirumsjón

Berglind Birgisdóttir Berglind Einarsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir

Leikmunadeild

Ásta S. Jónsdóttir - yfirumsjón

Leikmyndarframleiðsla

Hildur Evlalía Unnarsdóttir – teymisstjóri, smiður, málari Arturs Zorģis – smiður Michael John Bown – smiður Valur Hreggviðsson – málari Aida Gliaudelyte Alex John George Hatfield Atli Hilmarsson Ásdís Þórhallsdóttir Eglé Sipaviciute Haraldur Levi Jónsson Ísak Leó Kristjánsson Jasper Bock Mathilde Anne Morant Sigurður Hólm Lárusson Steinn Kári Brekason

Hljóðfæraleikarar Kristjana Stefánsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hilmar Guðjónsson.

Lögin í sýningunni

• Veröldin er leiksvið

• Elskaðu mig

• Ég á hjört í hjarta

• Að fylgja þér

• Einu sinni var ég ástfanginn

• Hér hangir vísa

• Nóttin

• Ástin er svo undarleg

• Brúðarsálmur

• Veröldin er leiksvið (endurtekið)

Lögin í sýningunni eru eftir Kristjönu Stefánsdóttur, fyrir utan Einu sinni var ég ástfanginn sem Hallgrímur Ólafsson samdi. Söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson. Sungnar eru laglínur úr lögum Bítlanna Here Comes the Sun, I Want to Hold Your Hand og Something.

5

Ástin er svo undarleg

Ástin er svo undarleg ástin fer sinn skrítna veg hún er mörgum mikil þraut þar á meðal mér.

Og þó hún birtist aftur og enn ekki veit ég hvernig fer ekki veit ég hver hún er né hvað hún veit og sér. Ástin er svo undarleg ástin fer sinn skrítna veg.

Því ástin er sumar sólríkt og heitt ástin er haust sem er hnuggið og leitt. Ástin er vorið sem vekur öll blóm og veturinn grimmi sem fellir sinn dauðadóm samt veit ég ekki hver hún er né hvað hún veit og sér.

Hvað sem þið viljið

Hvað sem þið viljið, eða As You Like It, er einn af vinsælustu gamanleikjum Shakespeares og fjölmargar uppfærslur á honum hafa verið settar á svið víða um heim, auk þess sem kvikmyndir hafa verið byggðar á verkinu. Talið er að leikritið hafi verið skrifað um 1598-1600. Tæplega helmingur verksins er í bundnu máli en ríflega helmingur í lausu máli. Leikritið hefur tvívegis áður verið sett á svið í Þjóðleikhúsinu, í bæði skiptin í þýðingu Helga Hálfdanarsonar undir heitinu Sem yður þóknast. Fyrst árið 1952 í leikstjórn Lárusar Pálssonar og svo árið 1996 í leikstjórn Guðjóns Pedersens. Í fyrri sýningunni fór Bryndís Pétursdóttir með hlutverk Rósalindar og Rúrik Haraldsson lék Orlandó, en í þeirri síðari fóru Benedikt Erlingsson og Elva Ósk Ólafsdóttir með hlutverk elskendanna.

William Shakespeare

William Shakespeare (1564-1616) er gjarnan nefndur fremsta leikskáld sögunnar og leikverk hans eru sett upp um allan heim, oftar en verk nokkurs annars höfundar. Í raun er margt á huldu um ævi og störf Shakespeares, en sífellt er grafinn upp nýr fróðleikur og settar fram kenningar um skáldið og verkin. Talið er að Shakespeare hafi skrifað um fjörutíu leikrit, gamanleiki, harmleiki, söguleg verk og tragikómedíur, en eftir hann liggur einnig mikið safn ljóða. Höfundarverk Shakespeares er því afar fjölbreytt, og leikritin spanna allt frá magnþrungnum harmleikjum á borð við Rómeó og Júlíu, Hamlet, Lé konung, Macbeth og Ríkharð þriðja til gaman- og ævintýraleikja á borð við Jónsmessunæturdraum, Hvað sem þið viljið og Ys og þys út af engu. Margar af persónum Shakespeares eru órjúfanlegur hluti af menningarsögu hins vestræna heims. Leikritin eru bæði í bundnu máli og lausu. Leikritin hafa verið túlkuð á ýmsa vegu, á leiksviði, í kvikmyndum og með aðferðum annarra listforma, og segja má að sýningarsaga verka Shakespeares endurspegli ýmsa strauma og stefnur í leikhúsi, á ólíkum tímum og ólíkum stöðum í heiminum. William Shakespeare fæddist og ólst upp í Stratford-upon-Avon í Englandi. Þar eru nú höfuðstöðvar leikhússins Royal Shakespeare Company, sem setur upp sýningar á verkum skáldsins og fleiri höfunda. Einhvern tímann á árunum 1585-1592 hóf Shakespeare farsælan feril í London sem leikari, leikskáld og meðstjórnandi leikflokks. Undir lok sextándu aldar hafði leikflokkur hans aðstöðu í Globeleikhúsinu í London. Globeleikhúsið var endurreist í því sem næst upprunalegri mynd í London á tíunda áratug síðustu aldar, og er því ætlað að leggja rækt við arfleifð Shakespeares með leiksýningum og miðlun fróðleiks. Uppsetningar Globeleikhússins eru alla jafna í anda þeirra aðferða sem tíðkuðust á tímum Shakespeares, leikhópurinn er í forgrunni en minni áhersla er lögð á leikmynd og umgjörð.

13

Ég á hjört í hjarta

Hjörtur með hornin sín beittu horfist í augu við dauðann vargarnir sár honum veittu vildu ekki frelsið sem bauð hann.

Já, heimurinn nærist á heimsku hatur og smán okkur sendir og biður svo guð sinn um gleymsku um girndir og forboðnar kenndir.

En ég á hjört í hjarta hjört sem ég einn þekki sem ég ætla ekki að láta leggja í hlekki. Ég á hjört í hjarta hreinan, blíðan, villtan hulinn, taminn, trylltan taumlausan, óspilltan á ég hjört í hjarta.

Hjörtur með hornin þín beittu á hold mitt má kvöl þína skrifa já, pennann í blóðinu bleyttu svo boðskapur þinn fái að lifa.

„Veröldin er leiksvið, og leikararnir karlar jafnt sem konur. Þeir ganga inn á svið og út af sviði. Mörg hlutverk koma svo í hlut hvers manns, í æviþáttum sjö. Við sjáum barnið væla og gubba í fangi fóstru sinnar. Svo skóladrengurinn með skólatösku, orgar nýþveginn, silast eins og snigill, vill ekki í skólann. Og svo elskhuginn, stynur eins og ofn í döpru kvæði um augabrúnir elskunnar. Hermaðurinn með bölv og ragn með brodda á grimmu fési, foringi öfundar og skiptir skapi því skammvinna upphefð vill hann gjarnan hljóta þó fóðri hann fallbyssu. Og næst dómarinn með feitan belg sem felur steiktan hana, með augun ströng og skeggið skorið naumt, fullur af visku um sérstæð sakamál hann vinnur verk sitt. Sjötta aldri á hann breytist svo í gamlan fyndinn fausk með fáguð gleraugu og tóbakspung, og brókin hreinlega orðin alltof víð, því limir hafa rýrnað, röddin sem var djúp og skelmisleg er orðin skræk og barnaleg. Svo kemur lokakaflinn í þessu sögulega leikriti, er barndómurinn birtist, algleymið, án tanna, augna, bragðskyns, þefs, án alls.“

17

Rómeó

18
Lér konungur, 2010, leikstj. Benedict Andrews Ríkarður þriðji, 2003, leikstj. Rimas Tuminas. Rómeó og Júlía, 2021, leikstj. Þorleifur Örn Arnarsson. og Júlía, 2021, leikstj. Þorleifur Örn Arnarsson.

Leikrit Shakespeares

í Þjóðleikhúsinu

2023 Hvað sem þið viljið (As You Like It)

þýðing Karl Ágúst Úlfsson, leikstjórn Ágústa Skúladóttir

2022 Hamlet, útskriftarnemendur leikarabrautar Listaháskóla Íslands

þýðing Þórarinn Eldjárn, leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson

2021 Rómeó og Júlía (Romeo and Juliet)

þýðing Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Magnús Arnarsson, leikstjórn og leikgerð Þorleifur Örn Arnarsson

2019 Jónsmessunæturdraumur (A Midsummer Night’s Dream)

þýðing Þórarinn Eldjárn, leikstjórn Hilmar Jónsson

2016 Óþelló (Othello)

þýðing Hallgrímur Helgason, leikstjórn og leikgerð Gísli Örn Garðarsson

2012 Macbeth

þýðing Þórarinn Eldjárn, leikstjórn Benedict Andrews

2010 Lér konungur (King Lear)

þýðing Þórarinn Eldjárn, leikstjórn Benedict Andrews

2009 Þrettándakvöld eða... hvað sem þér viljið (Twelfth Night, or What You Will) Þjóðleikhúsið í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ, þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Rafael Bianciotto

2008 Macbeth, vinnusmiðja leikara texti byggður á þýðingu Matthíasar Jochumssonar, leikstjórn Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson

2003 Ríkarður þriðji (Richard III)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Rimas Tuminas

2000 Draumur á Jónsmessunótt (A Midsummer Night’s Dream)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Baltasar Kormákur

1997 Hamlet

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Baltasar Kormákur

1996 Sem yður þóknast (As You Like It)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Guðjón Pedersen

1991 Rómeó og Júlía (Romeo and Juliet)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Guðjón Pedersen 1989 Ofviðrið (The Tempest)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Þórhallur Sigurðsson

1986 Ríkarður þriðji (Richard III)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn John Burgess

1977 Lér konungur (King Lear)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Hovhanness I. Pilikian

1974 Kaupmaður í Feneyjum (The Merchant of Venice)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Stefán Baldursson og Þórhallur Sigurðsson

1972 Óþelló (Othello)

1967

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn John Fernald

Þrettándakvöld (Twelfth Night)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Benedikt Árnason

1963 Hamlet

þýðing Matthías Jochumsson, leikstjórn Benedikt Árnason

1959 Júlíus Sesar (Julius Caesar)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Lárus Pálsson

1955 Jónsmessudraumur

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Walter Hudd

1952 Sem yður þóknast (As You Like It)

þýðing Helgi Hálfdanarson, leikstjórn Lárus Pálsson

19

Almar Blær Sigurjónsson útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2021. Hann leikur í Sem á himni og Draumaþjófnum í vetur. Hann lék hér í Ást og upplýsingum, Kardemommubænum og Nashyrningunum. Almar tók þátt í ýmsum verkefnum meðfram námi, meðal annars í Nokkur orð um mig á Fringe festival Reykjavík og örverkahátíðinni Ég býð mig fram 3. Hann lék í kvikmyndinni Agnesi Joy. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ást og upplýsingar.

Guðjón Davíð Karlsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann hefur leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, samið leikrit og handrit sjónvarpsmynda og leikstýrt í leikhúsi og sjónvarpi. Hann leikur í Jólaboðinu og Sem á himni í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék nýlega í Nashyrningunum. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar 2005, Borgarleikhúsið 2008 og Þjóðleikhúsið 2015. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann, í samvinnu við Birgittu Haukdal, Láru og Ljónsa og leikstýrði sýningunni. Hann leikstýrði og samdi Slá í gegn, samdi Fjarskaland og leikstýrði Útsendingu. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Loddaranum og Húsinu, og fyrir söng í Jónsmessunæturdraumi.

Hallgrímur Ólafsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA. Í vetur leikur hann hér í Sem á himni. Hann lék hér m.a. í Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Atómstöðinni, Slá í gegn, Einræðisherranum, Súper, Samþykki, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Móðurharðindunum, Hleyptu þeim rétta inn og Leitinni að jólunum. Hjá LR lék hann m.a. í Gauragangi, Elsku barni, Fjölskyldunni, Hótel Volkswagen og Gullregni, og hjá LA m.a. í Óvitum og Ökutímum. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru Gullregn, Fangavaktin og Stelpurnar. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.

Hilmar Guðjónsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann leikur í Nokkur augnablik um nótt í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann lék hér í Ást og upplýsingum, Upphafi og Rómeó og Júlíu og leikstýrði Rauðu kápunni í Hádegisleikhúsinu. Hann lék í fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, m.a. Helgi Þór rofnar, Ríkharði III, Sendingu, Mávinum, Sölku Völku, Rauðu, Línu Langsokk, Fanný og Alexander og Ofviðrinu. Hann lék í kvikmyndunum Volaða landi, Villibráð, Bjarnfreðarson og Á annan veg og sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni, Fólkinu í blokkinni, Drekasvæðinu, Stellu Blómkvist og Venjulegu fólki. Hann var valinn í hóp Shooting Stars árið 2011. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Rautt og var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir Á annan veg.

24

Katrín Halldóra Sigurðardóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2015. Hún stundaði söngnám við CVI í Kaupmannahöfn og Tónlistarskóla FÍH. Hún leikur í Sem á himni í Þjóðleikhúsinu í vetur og lék hér í Ást og upplýsingum, Í hjarta Hróa Hattar, [um það bil], Djöflaeyjunni, Óþelló og Leitinni að jólunum. Hún lék titilhlutverkið í Elly í uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports og lék í ýmsum sýningum í Borgarleikhúsinu. Hún hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttaröðum, m.a. Ófærð II. Hún starfar einnig sem söngkona. Katrín Halldóra hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímunnar og hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins fyrir Elly. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir sama hlutverk.

Sigurður Sigurjónsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976. Hann hefur farið með fjöldamörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og víðar, leikstýrt mörgum leiksýningum og leikið í fjölmörgum kvikmyndum og í sjónvarpi. Meðal fyrri verkefna hér eru Út að borða með Ester, Rómeó og Júlía, Einræðisherrann, Maður sem heitir Ove, Amadeus, Bílaverkstæði Badda, Gauragangur, Don Juan og Villiöndin. Meðal leikstjórnarverkefna hér eru Hafið, Maður í mislitum sokkum, Glanni glæpur, Dýrin í Hálsaskógi og Sitji guðs englar. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Undir trénu og Hrúta og var tilnefndur til Grímunnar fyrir Maður sem heitir Ove.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lauk leiklistarprófi frá Drama Centre í London 1990. Hún hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LA, LR, leikhópum og í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún hefur einnig sent frá sér bækur, stýrt sjónvarpsþáttum og var útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins. Hún leikur hér í Hvað sem þið viljið, Draumaþjófnum og Sjö ævintýrum um skömm í vetur. Hún lék hér m.a. í Nashyrningunum, Efa, Pétri Gaut, My Fair Lady, Gauragangi, Fávitanum, Villiöndinni, Þremur systrum, Sjálfstæðu fólki, Hægan, Elektra, og Draumi á Jónsmessunótt. Hún lék m.a. í sjónvarpi í Verbúð, Svörtu söndum, Mannasiðum og Ófærð. Hún var þáttastjórnandi hjá Stöð 2 í þættinum Stóra sviðið. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Ríkarð III og var tilnefnd fyrir Nashyrningana og Efa. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Fanga og Rétt.

Þórey Birgisdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2018. Í vetur leikur hún hér í Láru og Ljónsa, Hvað sem þið viljið og Draumaþjófnum. Áður lék hún í Ég get, Jónsmessunæturdraumi, Kardemommubænum, Kópavogskróniku, Meistaranum og Margarítu, Nashyrningunum, Ronju ræningjadóttur, Slá í gegn, Shakespeare verður ástfanginn og Vlogginu hér í Þjóðleikhúsinu. Hún sá einnig um sviðshreyfingar í Shakespeare verður ástfanginn og Þitt eigið leikrit II. Meðal verkefna hjá sjálfstæðum leikhúsum eru Hríma, Karíus og Baktus, Ég býð mig fram, VIVID, Konubörn, Dísa ljósálfur, Kæru vinir, 10 skref blindandi og Vorblótið. Þórey lék í kvikmyndinni Agnesi Joy. Hún hefur einnig komið fram víða sem dansari.

25

Ágústa Skúladóttir hefur sett upp 75 sýningar, einkum á nýjum íslenskum verkum. Hún lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre De Complicite, John Wright og David Glass. Í Þjóðleikhúsinu hefur Ágústa sett upp Kardemommubæinn, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Dýrin í Hálsaskógi, Ballið á Bessastöðum, Klaufa og kóngsdætur, Eldhús eftir máli, Halldór í Hollywood, Umbreytingu og Stórfengleg. Hún leikstýrði Línu Langsokk og Gosa í Borgarleikhúsinu og Gallsteinum afa Gissa hjá LA. Hún leikstýrði sýningum Hunds í óskilum Njálu á hundavaði, Öldinni okkar og Kvenfólki. Hún hefur sett upp fjölda verkefna með sjálfstæðum leikhópum, nú síðast Fíflið og Hrímu. Hún hefur einnig leikstýrt talsvert í Færeyjum og hjá Íslensku óperunni. Ágústa er einn af aðstandendum Gaflaraleikhússins og leikstýrði þar Bíddu bara, Í skugga Sveins og Ævintýrum Múnkhásens. Sýningar hennar Gosi, Í skugga Sveins, Klaufar og kóngsdætur og Bólu-Hjálmar hlutu Grímuverðlaunin sem barnasýningar ársins og sýning hennar Eldhús eftir máli hlaut Menningarverðlaun DV. Hvað sem þið viljið er níunda sýningin sem Ágústa og Karl Ágúst vinna að saman.

Karl Ágúst Úlfsson

lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1981 og meistaragráðu frá Ohio University í leikritun og ritun kvikmynda- og sjónvarpsefnis 1994. Hann hefur leikið fjölmörg hlutverk við Þjóðleikhúsið, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og með leikhópum. Meðal sjónvarps- og kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og Tilberinn. Hann var einn af stofnendum Spaugstofunnar árið 1985 sem framleiddi næstu 30 ár sjónvarps- útvarps- og sviðsefni. Karl hefur samið fjölda verka, bækur, ljóð, söngtexta, söngleiki, leikgerðir og leikrit. Meðal leikrita og leikgerða sem hann hefur samið eða átt þátt í að semja má nefna Í hvítu myrkri, Fíflið, Gosa, Gallsteina afa Gissa, Góða dátann Svejk og vin hans, Í skugga Sveins, Benedikt búálf, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Sól og Mána og Gulleyjuna. Hann hefur sent frá sér um 70 þýðingar á leikritum, skáldsögum, smásögum, ljóðum og söngtextum. Hann hefur meðal annars þýtt verk eftir Shakespeare, Henrik Ibsen, John Ford, Charles Dickens og Mark Twain.

Þórunn María Jónsdóttir hefur hannað búninga fyrir yfir 70 leikverk, óperur, danssýningar og kvikmyndir. Helstu sýningar í Þjóðleikhúsinu eru Engillinn, Samþykki, Faðirinn, Hafið, Segulsvið, Óvitar, Hreinsun og Brennuvargarnir. Í Borgarleikhúsinu hannaði hún nýlega leikmynd og búninga fyrir Njálu á hundavaði, Gosa og Ég dey og búninga fyrir m.a. Sölumaður deyr og Eitur. Hjá sjálfstæðum leikhópum hannaði hún m.a. leikmynd og búninga fyrir Blóðugu kanínuna og Madame Tourette í Tjarnarbíói og Bíddu bara í Gaflaraleikhúsinu. Hún hannaði búninga fyrir kvikmyndirnar Ölmu, Hross í oss, Ófeig, Mávahlátur og Dansinn og hlaut Edduverðlaunin fyrir þá síðastnefndu. Hún hefur fengið sjö tilnefningar til Grímuverðlaunanna.

26

Kristjana Stefánsdóttir hefur verið leiðandi tónlistarkona í íslenskri jazztónlist um árabil og eru plötur hennar orðnar vel á annan tug. Hún hefur verið listamaður hjá Dimmu útgáfu í rúm 15 ár og hefur hljóðritað bæði í eigin nafni og í samstarfi við aðra, m.a. Stórsveit Reykjavíkur. Kristjana hefur reglulega samið og útsett tónlist fyrir leikhús auk þess að leika sjálf og taka þátt í að skapa sýningar frá grunni. Má þar nefna trúðasýningarnar Dauðasyndirnar og Jesús litla og barnasýningarnar Hamlet litla og Blái hnöttinn. Kristjana er margfaldur Grímuverðlaunahafi og hefur margsinnis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Jóhann Bjarni Pálmason nam ljósahönnun við Central School of Speech and Drama í London. Hann starfaði sem ljósameistari Íslensku óperunnar 1985-2008 og lýsti meðal annars La Chenerentola, Rakarann í Sevilla, Rigoletto og Carmina Burana. Hann hefur hannað lýsingu fyrir fjölmörg leikhús og leikhópa, meðal annars Íslenska dansflokkinn, Alþýðuleikhúsið, Pé leikhópinn, Frú Emilíu, Augnablik, Leikhópinn á Senunni og 10 fingur. Hann hannaði lýsingu í Hörpu m.a. fyrir Klassíkina okkar og 100 ára fullveldisafmæli. Meðal verkefna hans hér eru Nokkur augnablik um nótt, Ást og upplýsingar, Kópavogskrónika, Upphaf, Ör, Frida, Hart í bak og Leigjandinn, og hjá Leikfélagi Akureyrar Hart í bak, Undir berum himni, Sek og Lísa í Undralandi.

Brett Smith er tónskáld, hljóðhönnuður og þverfaglegur listamaður frá Perth í Ástralíu. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Hann stundaði nám í jazztónlist við West Australian Academy of Performing Arts og lauk MFA gráðu í sviðslistum við Listaháskóla Íslands árið 2020. Brett hefur starfað við listsköpun víða um heim, og komið fram á hátíðum á borð við Edinburgh Fringe Festival, Montpellier Dance Festival, Montreux Jazz Festival og Sydney International Arts Festival. Hann hefur m.a. unnið með Australian Theatre for Young People og Black Swan State Theatre Company. Brett hefur hlotið fjölda styrkja og verðlauna fyrir verk sín og var nýlega tilnefndur til Performing Arts Western Australia Awards fyrir hljóðhönnun.

Ásta Jónína Arnardóttir stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018. Hún hefur starfað sem myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Hún sér um sýningarstjórn og hljóðhönnun í Prinsinum. Hún sá um myndbandshönnun fyrir Nokkur augnablik um nótt, Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag og Vloggið í Þjóðleikhúsinu, Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói og Ég heiti Guðrún sem Leiktónar sýndu í Þjóðleikhúsinu. Hún var aðstoðarmaður leikstjóra í síðastnefndu sýningunni. Ásta sá um lýsingu í Fullorðin í Leikhúskjallaranum. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu. Hún hefur séð um kvikmyndatöku fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna.

27

Brúðarsálmur

Í hjónasæng er hlýja sem hefur upp til skýja bæði mann og mey og meysveinn blítt vill blessa og bjóða sælu þessa því ykkur hvetur hann að fylla út blað sem fyrr var autt og frjóvga líf sem virtist dautt eða er svar þitt einmitt nei? Upp ég veslast þá og dey.

Einu sinni varð ég ástfanginn

Einu sinni varð ég ástfanginn upp fyrir haus þá til skiptis þessi heimur minn þiðnaði og fraus.

Hann varð ljótur hann varð fagur hann varð feitur hann varð magur hann varð gamall hann varð nýr hann varð streit og hann varð hýr ég varð reiður ég varð glaður ég varð rómó ég varð graður.

Villtur logi mér í brjósti brann blóðið kraumandi í æðum rann út af því að ég var ástfanginn upp fyrir haus þegar elskan mín gekk inn þá inni í mér gaus. Hún var gyðja hún var æði hún var truflun hún var næði hún var sólskin hún var engill hún var algjör himnatengill ég varð hræddur ég varð hissa fór að stama þurfti að pissa. Út af því að ég var ástfanginn upp fyrir haus en að lokum elsku kellingin annan sér kaus.

Starfsfólk Þjóðleikhússins

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri

Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri

Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur

Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Birgitta Birgisdóttir, Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs Hans Kragh, þjónustustjóri

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar

Almar Blær Sigurjónsson

Atli Rafn Sigurðarson

Birgitta Birgisdóttir

Björn Thors

Ebba Katrín Finnsdóttir

Edda Arnljótsdóttir

Guðjón Davíð Karlsson

Guðrún Snæfríður Gísladóttir Hallgrímur Ólafsson

Hákon Jóhannesson

Hildur Vala Baldursdóttir

Hilmar Guðjónsson

Ilmur Kristjánsdóttir

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Kjartan Darri Kristjánsson

Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson

Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Valgerður Guðnadóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Örn Árnason

Sýningarstjórn

Elín Smáradóttir Elísa Sif Hermannsdóttir María Dís Cilia

Leikgervi

Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir Silfá Auðunsdóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Búningar

Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir

Hljóð

Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Þóroddur Ingvarsson

Ljós

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah. Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri Jóhann Friðrik Ágústsson Ásta Jónína Arnardóttir Haraldur Leví Jónsson Ýmir Ólafsson

Leikmunir Ásta Sigríður Jónsdóttir Halldór Sturluson Mathilde Anne Morant Valur Hreggviðsson

Leikmyndarsmíði Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Michael John Bown, yfirsmiður Arturs Zorģis

Umsjónarmaður Leikhúskjallara Hákon Jóhannesson

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Aida Gliaudelyte

Alexander John George Hatfield Jón Stefán Sigurðsson Jasper Bock Sigurður Hólm Siobhán Antoinette Henry

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Anna Karen Eyjólfsdóttir Fanney Edda Felixdóttir Halla Eide Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir

Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi

Eldhús Ina Selevska, aðstoðarmaður Aida Gliaudelyte, aðstoðarmaður

Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Sigurður Hólm, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð

Halldór Guðmundsson, formaður Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson María Ellingsen

35

Veröldin er leiksvið Veröld okkar öll er lítið leiksvið leikararnir fólk af öllum kynjum tjöldin ekki aðeins blá og bleik svið en bókstaflega allt litróf sem við skynjum. Við sveiflumst milli vissunnar og vafans hvort velja skuli átök eða frið á milli heima ömmunnar og afans út af því að lífið er svið.

Já, lífið er svið með ljósi og skuggum já, lífið er svið með dyrum, gluggum sem opnast og lokast er ævin fram þokast því lífið - lífið er alls konar svið.

Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

40

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.