1
Æskujól, titillag sýningarinnar: Salka Sól Eyfeld, söngur. Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassi. Magnús Trygvason Eliassen, trommur. Tómas Jónsson, píanó, hammond, hljóðgervlar, raddir og fleira. Í sýningunni eru flutt brot úr tónlist úr ýmsum áttum, meðal annars sálmurinn Hátíð fer að höndum ein (íslenskt þjóðlag/íslensk þjóðvísa). Útsetning og upptaka: Salka Sól Eyfeld og Tómas Jónsson. Söngur á upptöku: Salka Sól Eyfeld og Örn Ýmir Arason. Píanóleikur, áhrifahljóð og annar hljóðfæraleikur á upptökum: Tómas Jónsson. Val á öðrum jólalögum: Salka Sól Eyfeld. Í sýningunni er farið með ljóðlínur úr ljóði Davíðs Stefánssonar Minningu.
Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Hörður Sveinsson, Jorri o.fl. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.
Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.
Sýningin tekur rúmlega eina og hálfa klukkustund. Ekkert hlé.
Þjóðleikhúsið 73. leikár, 2021–2022. Frumsýning í Kassanum 19. nóvember 2021. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.
Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is
Jólaboðið
Þjóðleikhúsið 2021 - 2022
Handrit: Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir Byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.
Leikarar
Robert og Óskar yngri Baldur Trausti Hreinsson
Guðmundína og María Ebba Katrín Finnsdóttir
Óskar eldri og Bárður Guðjón Davíð Karlsson
Davíð og Jón Ægir Gunnar S. Jóhannesson
Margrét Nína Dögg Filippusdóttir
Jóhanna eldri og Jóhanna yngri Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Sigrún og Bríet Ragnheiður K. Steindórsdóttir
Listrænir stjórnendur
Leikstjórn Gísli Örn Garðarsson
Leikmynd Börkur Jónsson Búningar Helga I. Stefánsdóttir Lýsing Halldór Örn Óskarsson
Aðrir aðstandendur
Umsjón og sýningarstjórn Guðmundur Erlingsson – yfirumsjón sýningar Eglé Sipaviciute
Tæknistjórn á sýningum Brett Smith
Leikgervadeild
Silfá Auðunsdóttir – yfirumsjón sýningar Hildur Ingadóttir Ingibjörg G. Huldarsdóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Áshildur María Guðbrandsdóttir
Leikmunadeild
Valur Hreggviðsson – yfirumsjón sýningar
Búningadeild Ásdís Guðný Guðmundsdóttir - yfirumsjón sýningar Berglind Einarsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Ragnar og Alexander Þröstur Leó Gunnarsson Tónlistarstjórn og titillag Salka Sól Eyfeld og Tómas Jónsson Hljóðhönnun Kristján Sigmundur Einarsson
Dramatúrg Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Leikmyndargerð
Hildur Evlalía Unnarsdóttir - teymisstjóri Arturs Zorģis - smiður Michael John Bown - smiður Alex John George Hatfield - smiður Atli Hilmar Skúlason - smiður
Sýning í forsal Valur Hreggviðsson Elísabet Arna Ingólfsdóttir Brynja Kristinsdóttir Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Þýðing frumhandrits úr norsku Garðar Gíslason
5
8 Forréttur Heitreykt gæsabringa Helgu Aðalréttur Hamborgarhryggur Þrastar Kóríandersósa Ólafíu Hrannar Brokkólí Góa Hveitikökur Baldurs Brúnaður laukur Ebbu Appelsínukartöflur Baldurs Rósakál Ebbu Eftirréttur Jólaís Nínu og Gísla Ananasfrómas Gunnars Ítalskur bláberjaís Helgu Súkkulaðimús Góa Gyðingakökur Heiðu Piparkökur Melkorku Jólaboð leikhópsins
Helga I. Stefánsdóttir
Heitreykt gæsabringa með smálaukum
Heitreiktar gæsabringur eru sneiddar þunnt og bornar fram með hindberjavinaigrette og rucolasalati, ferskri fíkju og súrsætum smálaukum.
Súrsætir smálaukar perlulaukur 2 pokar ólífuolía 0,5 dl balsamikedik 5 dl hrásykur 4 msk
Laukar eru flysjaðir. (Það tekur sem svarar því að hlusta á ein átta jólalög). Steiktir upp úr ólífuolíunni og soðnir upp úr balsamikediki og sykri þar til þeir eru orðnir mjúkir. Settir í krukku. Þegar þeir eru bornir fram eru þeir veiddir upp úr leginum og bornir fram kaldir.
Þröstur Leó Gunnarsson
Hamborgarhryggur
Hamborgarhryggur soðinn í litlu vatni, um einum lítra, og hálfum lítra af maltöli. Smurður með gljáa, gerðum úr Dijon sinnepi og púðursykri. Ananasbitar lagðir yfir helminginn – því sumir vilja ekki ananas! Gljáður í ofni.
9
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Kóríandersósa
Þessi sósa frá Sollu gæti verið óholl, hún er svo góð. En hún er holl og góð og ekkert æðastíflandi.
2 stk hvítlauksrif 1 stk skallottulaukur 1 msk fínt saxaður engifer 3 msk tamarisósa 2 msk hvítvínsedik 400 ml kókosmjólk 1 tsk kjúklingakraftur hitaþolin olía salt og nýmalaður svartur pipar ½-1 búnt fínt hakkað kóríander
Skerið mjög fínt lauk, hvítlauk og engifer og steikið á pönnu, bætið ediki, tamarisósu og kjúklingakrafti á pönnuna og látið sjóða smá stund, bætið kókosmjólk á pönnuna og látið sjóða niður í 1/3. Kryddið með salti, nýmöluðum svörtum pipar og ferskum kóríander.
Guðjón Davíð Karlsson
Brokkólí með rúsínum og furuhnetum
Það er orðin hefð hjá okkur fjölskyldunni að fara í laufabrauð hjá mömmu vinar míns, Mörtu Maríu Oddsdóttur! Hún gaf mér þessa uppskrift fyrir nokkrum árum og hún er í miklu uppáhaldi:
Brokkolí í litlum bitum, rúsínur og ristaðar furuhnetur. Saman við þetta blandar þú léttu Hellman‘s majónesi, sýrðum rjóma og hunangi (eða hlynsýrópi). Öllu hrært saman. Hentar vel með hamborgarhrygg, kalkún eða hverju sem er!
10
Baldur Trausti Hreinsson
Hveitikökur
3 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft 1 tsk salt
1-2 msk sykur 250 ml mjólk 250 ml rjómi
Öllu blandað saman og hnoðað í lengju. Skiptið lengjunni í 7-8 bita og fletjið út og steikið á báðum hliðum á gamalli pönnu (engin feiti).
Ebba Katrín Finnsdóttir
Brúnaður laukur
Skerið 6 lauka og steikið á pönnu. Notið smjör eða ólífuolíu eftir smekk (ekki spara olíuna, því meiri laukur, því meiri olía). Látið laukinn karmeliserast vel. Munið að hreyfa laukinn á meðan steikt er. Bætið við 2-3 matskeiðum af sykri og látið bráðna ofan í laukinn. Bætið við a.m.k. 3 matskeiðum af balsamikediki. Hrærið saman. (Ath. sykur og edik fer eftir smekk og um að gera að smakka til). Bætið síðan við 1-2 desilítrum af vatni og látið sjóða niður á meðalhita, þannig að vatnið hverfi og laukurinn sé vel mjúkur og karmeliseraður. Tilbúið.
Baldur Trausti Hreinsson
Sykurbrúnaðar appelsínukartöflur
Sjóðið kartöflur og flysjið. Bræðið sykur á pönnu hægt og rólega, gott er að setja klípu af smjörlíki með. Þegar sykurinn er bráðnaður hellið 1 bolla af appelsínusafa saman við. Gott er að hita safann fyrst svo hann blandist ekki kaldur við sykurinn. Leyfið þessu að blandast saman hægt og rólega við vægan hita (þolinmæði). Þegar þetta hefur blandast vel er gott að blanda rjóma saman við (eftir smekk). Þegar þetta hefur blandast vel fara kartöflurnar saman við og slökkvið undir. Áríðandi er að gera þetta um hádegisbil á aðfangadag og leyfa kartöflunum að liggja í vökvanum fram á kvöld. Svo er þetta hitað upp rétt fyrir jólamáltíðina.
11
Ebba Katrín Finnsdóttir
Rósakál
rósakál, 2 pokar, um 800 gr beikon, um 200-300 gr nautakjötkraftur
Steikið rósakálið á pönnu. Notið smjör eða ólífuolíu eftir smekk, en munið að hafa næga olíu. Munið að hreyfa rósakálið við steikingu. Bætið við vel af smátt skornu beikoni. Steikið þar til beikonið er vel steikt, ekki á hámarkshita. Bætið örlitlu vatni (1/2 – 1 dl) á pönnuna og látið það sjóða upp. Lækkið hitann í tæplega miðlungshita og setjið 2-3 matskeiðar af fljótandi nautakjötkrafti. Veltið rósakálinu í vökvanum á pönnunni (olíunni og kjötkraftinum) og látið malla í nokkrar mínútur. Tilbúið.
Nína Dögg og Gísli Örn
Jólaís ömmu Kolbrúnar
1/2 l rjómi 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 1 tsk vanilludropar 100g Toblerone
Rjóminn þeyttur. Eggjarauðurnar og púðursykurinn eru þeytt vel þangað til myndast kvoða. Vanilludropum er bætt út í. Rjóma er blandað varlega saman við eggja- og púðursykurkvoðuna. Toblerone er brytjað niður og sett út í. Blandan er síðan sett í form (gott ef það er með loki) og fryst. Þegar ísinn er borinn fram er gott að bræða þrjú marssúkkulaðistykki út í 1 dl af rjóma og búa þannig til heita súkkulaðisósu. Einnig getur verið gott að hita ber með ísnum.
14
Gunnar S. Jóhannesson
Ananasfrómas
5 dl rjómi 1 dós ananasskífur 4 egg 5 matarlímsblöð 75 g sykur 1/2 sítróna
Takið frá nokkrar ananasskífur til skreytingar. Saxið hinar gróft niður og geymið safann úr dósinni. Þeytið saman egg og sykur með handþeytara í nokkrar mínútur þannig að úr verði ljós froða. Pressið sítrónuna og leysið matarlímsblöðin upp í sítrónusafanum og um 1 dl af ananassafanum. Setjið skálina með matarlíminu og safanum í vatnsbað og bræðið matarlímið. Bætið varlega saman við eggjablönduna og hrærið vel saman. Passið vel upp á að blandan fari ekki í kekki. Leyfið að kólna. Þeytið rjómann og bætið saman við. Saxið nokkra ananasbita og bætið saman við. Setjið í fallega skál og geymið í ísskáp á meðan matarlímið er að stirðna. Skreytið með ananasskífum, rjóma og berjum.
Helga I. Stefánsdóttir
Ítalskur bláberjaís
2 eggjarauður 100 gr hrásykur 100 ml mjólk 200 ml rjómi 2-300 gr bláber sítrónusafi
Eggjarauðum og sykri þeytt saman, létt og ljóst. Sett í pott ásamt mjólk og hitað við lágan hita þar til þeytan byrjar að þykkna. Á meðan er sáldrað örlitlum sykri yfir berin, ásamt sítrónusafa. Þeyta rjómann. Þegar eggjaþeytan hefur kólnað er henni blandað saman við rjómann. Berin eru þeytt saman og blandað saman við rjóma/eggjablönduna. Sett í ísvél og síðan fryst í 1 klst. hið minnsta.
15
Guðjón Davíð Karlsson
Súkkulaðimús
Ég elska súkkulaðimús. Snilldin við hana er að það er hægt að poppa hana upp eins og manni sýnist. After eight-súkkulaðimús, appelsínusúkkulaðimús, snikkers-súkkulaðimús, bara eins og hentar hverju sinni. Uppskriftin er í grófum dráttum svona, en ég hvet alla til að láta ímyndunaraflið ráða för.
400 gr súkkulaði þrjár eggjarauður 500 ml rjómi
Það er hægt að nota hvaða súkkulaði sem er. Ég hef notað snikkers, after eight, appelsínusúkkulaði, 70% súkkulaði, hvað sem er, svo er auðvitað líka hægt að nota 100gr af suðusúkkulaði og 300gr af snikkers, after eight eða hverju því sem hugurinn girnist.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Látið standa við stofuhita í 10-15 mín. Hrærið í af og til. Hrærið varlega eitt egg í einu þegar súkkulaðið hefur kólnað (passa að eggið sé líka við stofuhita). Ef súkkulaðið er of heitt, þá hleypur súkkulaðið í kekki.
Þeytið rjómann. Setjið helminginn af rjómanum saman við súkkulaðiblönduna. Vefjið rjómanum um súkkulaðið. Ekki hræra. Þegar rjómanum og súkkulaðinu hefur verið blandað saman þá setjið þið restina af rjómanum út í og úr verður létt og ljósbrún súkkulaðimús. Setjið í eina stóra skál eða nokkrar litlar.
Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Þar til músin er orðin stíf og létt. Áferðin er silkimjúk.
Skreytið svo með rjóma, berjum og söxuðu súkkulaði. Tilvalið að hafa aftereight sem skraut á aftereight-súkkulaðimús, saxað snikkers á snikkers-súkkulaðimúsinni og raspa appelsínubörk yfir appelsínu-súkkulaðimúsina. Verði ykkur að góðu.
16
Ragnheiður K. Steindórsdóttir
Gyðingakökur
300 gr hveiti 250 gr smjör 150 gr sykur 1 egg 1/2 tsk matarsódi
Ofan á fara: Eggjarauður (eða heilt egg) og grófhakkaðar óafhýddar möndlur. Molasykur settur í poka og barinn svo úr verði grófur mulningur.
Allt hnoðað létt saman. Kælt í ísskáp yfir nótt. Flatt út fremur þunnt (samt alls ekki næfurþunnt) og stungnar út kringlóttar kökur og gaman er að jaðrarnir séu með bylgjuformi. Sett á bökunarpappír, eggjarauða (eða heilt egg) slegin út með gaffli og penslað yfir. Örlítið af grófa sykurmulningnum sett á miðju kökunnar og þar ofan á möndlumulningur. Bakaðar gullinbrúnar við um 170°.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Piparkökur
4 dl spelt, fínt 4 dl spelt, gróft 2-3 dl reyrsykur 2 tsk engifer 4-5 tsk kanill 2 tsk negull ½ tsk pipar (má sleppa) 1 msk vínsteinslyftiduft Öllu blandað saman í skál.
180 gr smjör Mulið saman við.
1 dl mjólk eða tæplega 1 dl agavesíróp eða tæplega Blandað saman, bætt við og allt hnoðað saman.
Gott að láta deigið standa í ísskáp yfir nótt, en ekki nauðsynlegt. Fletjið deigið út, stingið út kökur. Bakað við um 200°C í um 10 mín. Fylgist vel með, svo kökurnar ofbakist ekki.
17
Baldur Trausti Hreinsson hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá sjálfstæðum leikhópum og í kvikmyndum. Hann leikur í Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Meðal verkefna hans hér eru Ör, Engillinn, Þitt eigið leikrit – Goðsaga, Konan við 1000°, Englar alheimsins, Svanir skilja ekki, Eldraunin, Anna Karenina, Veislan og Meiri gauragangur. Hann lék í Bláa herberginu, Kysstu mig Kata og Djöflunum í Borgarleikhúsinu, og í sýningunum Evítu og Fífli í hófi sem sýndar voru í Íslensku óperunni. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi.
Guðjón Davíð Karlsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2005. Hann hefur leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, samið leikrit og handrit sjónvarpsmynda og leikstýrt bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Hann leikur í Nashyrningunum og Sem á himni í Þjóðleikhúsinu í vetur, auk þess sem hann leikstýrir Láru og Ljónsa-jólasögu í eigin leik gerð. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar 2005, Borgarleikhúsið 2008 og Þjóðleikhúsið 2015. Hann samdi fyrir Þjóðleikhúsið Fjarskaland og Slá í gegn, og leikstýrði síðarnefnda verkinu sem og Útsendingu. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Loddaranum og Húsinu, og fyrir söng í Jónsmessunæturdraumi.
Nína Dögg Filippusdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2001 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hún leikur í Rómeó og Júlíu og Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hún m.a. leikið í Óþelló, Tímaþjófnum, Sporvagninum Girnd og Fjalla-Eyvindi, og í Borgarleikhúsinu í Fólk staðir hlutir og Fjölskyldunni. Hún lék m.a. í Ófærð, Broti, Hafinu, Börnum, Foreldrum og Föngum. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og Edduverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir Fólk staðir hlutir og Edduna fyrir Brim og Hjartastein.
Ragnheiður K. Steindórsdóttir lauk prófi frá The Bristol Old Vic Theatre School árið 1975. Hún hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið fastráðin frá árinu 1983, LR, LA, leikhópum og í sjónvarpi og útvarpi. Í vetur leikur hún í Ást og upplýsingum, Sem á himni og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Meðal verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Loddarinn, Kuggur, Eldraunin, Oliver, Hænuungarnir, Vesalingarnir, Dýrin í Hálsaskógi, Gæjar og píur, Fiðlarinn á þakinu, Ríkarður þriðji, Háskaleg kynni og Taktu lagið, Lóa! Meðal verkefna hjá Leikfélagi Reykjavíkur eru Skáld-Rósa og Undir álminum. Hún hefur m.a. leikið í kvikmyndinni Útlaganum, fjölmörgum íslenskum sjónvarpsþáttaröðum og Út í óvissuna hjá BBC Scotland.
22
Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Í vetur leikur hún í Þjóðleikhúsinu í Rómeó og Júlíu, þar sem hún er jafnframt einn af höfundum tónlistar, Ást og upplýsingum og Án titils. Hún lék hér í Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og Þitt eigið leikrit II-Tímaferðalag. Í Borgarleikhúsinu lék hún í Dúkkuheimili 2. hluta, NÚNA 2019, Hamlet litla og Matthildi. Hún lék í sjónvarpsmyndinni Mannasiðum á RÚV, kvikmyndinni Agnes Joy, þáttaseríunum Venjulegt fólk og Áramótaskaupi RÚV 2019 og 2020. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Atómstöðina og var tilnefnd fyrir Matthildi.
Gunnar S. Jóhannesson útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann leikur í Ástu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður lék hann hér í eigin einleik, Ómari Orðabelg, og í Meistaranum og Margarítu og Útsendingu. Hann leikstýrði eigin stuttmynd, Babelsturninum. Áður en hann hóf nám í leiklist lék hann í leikritinu Heili Hjarta Typpi í Gaflaraleikhúsinu og fór með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Sönn íslensk sakamál.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1987. Hún hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum og komið fram sem tónlistarmaður. Í Þjóðleikhúsinu í vetur leikur hún í Rómeó og Júlíu, Sjö ævintýrum um skömm og Kardemommubænum. Af verkefnum hennar hér má nefna Einræðisherrann, Lé konung, Utan gátta, Taktu lagið, Lóa! og Sjálfstætt fólk. Meðal verkefna í Borgar leikhúsinu er Hannes og Smári. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann. Hún á 30 ára leikafmæli í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir.
Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum. Hann leikur í Framúrskarandi vinkonu og Kafbáti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hann m.a. leikið í Hafinu, Föðurnum, Þetta er allt að koma, Kodda manninum, Viktoríu og Georg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Degi vonar, Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Tárum úr steini, Nóa albínóa og Eins og skepnan deyr. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn og var tilnefndur fyrir Föðurinn, Allir á svið og Þetta er allt að koma. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.
23
Gísli Örn Garðarsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2001. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru Rómeó og Júlía, Woyzeck, Hamskiptin, Faust, Í hjarta Hróa hattar, Óþelló, Ofviðrið, Fólk, staðir og hlutir og Ellý. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Hann hefur tvívegis hlotið Edduverðlaunin sem leikari og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn. Hann er einn af leikstjórum sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðarinnar, auk þess sem hann er einn af leikurum, handritshöfundum og framleiðendum þáttanna.
Börkur Jónsson útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ og hlaut MAgráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki. Hann hefur haldið myndlistarsýningar og starfað við kvikmyndir, auglýsingagerð og leikhús, og unnið meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Vesturport, Borgar leikhúsið, The English National Opera, Residenztheater München, Royal Shakespeare Company, Schauspiel Hannover og Globe leikhúsið. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Fagnað, Woyzeck, Hamskiptin og Fjölskylduna. Hann var tilnefndur til Evening Standard-leiklistarverðlaunanna og hefur hlotið Reumert-verðlaunin, Dora Mava-, Elliot Norton- og Broadway World-verðlaunin. Hann gerir leikmynd fyrir Nashyrningana og Sjö ævintýri um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Helga I. Stefánsdóttir starfar við leikhús og kvikmyndir sem leik mynda- og/eða búningahöfundur. Hún útskrifaðist úr leikmyndadeild L’Accademia di Belle Arti í Róm árið 1989. Meðal verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru búningar fyrir Útsendingu, Heimkomuna, Macbeth, Lé konung, Afmælisveisluna, Heimsljós, Gerplu, Pétur Gaut, Ívanov, Þetta er allt að koma og RENT. Hún gerði hér leikmynd og búninga fyrir Pollock?, Þrettándakvöld, Hálsfesti Helenu, Já, hamingjan, Komdu nær, Kaffi og Krabbasvalirnar. Hún gerði m.a. leikmynd og búninga fyrir Sýninguna sem klikkar hjá LR og búninga fyrir Himnaríki og helvíti. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og Djúpið og Grímuna fyrir Himnaríki og helvíti.
Kristján Sigmundur Einarsson lauk hljóðtækninámi frá SAE institute í London árið 2011. Hann hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2013 og hannað hljóðmyndir fyrir fjölda sýninga. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hljóðmynd ársins ásamt Eggerti Pálssyni fyrir Ofsa og hefur auk þess verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Segulsvið og Engilinn. Kristján hefur starfað við fjölda hljóðverkefna utan leikhússins og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum.
26
Salka Sól Eyfeld er tónlistarkona, leikkona og fjölmiðlakona. Hún lék titilhlutverkið í Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu og leikur nú í Bíddu bara í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún er meðal annars í hljómsveitunum AmabAdamA og Reykjavíkurdætrum. Hún hefur leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði, meðal annars í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Hún samdi ásamt hljómsveit tónlistina í Í hjarta Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu, en hljómsveitin kom einnig fram í sýningunni. Hún samdi jafnframt söngtexta fyrir sýninguna. Salka vann Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2015 í flokknum söngkona ársins. Hún var útnefnd bæjarlistamaður Kópavogs árið 2014.
Tómas Jónsson útskrifaðist úr tónlistarskóla FÍH árið 2012. Hann hefur unnið með fjölda tónlistarmanna í fremstu röð og gefið út tvær hljómplötur í eigin nafni, Tómas Jónsson og Tómas Jónsson 3. Hann er meðlimur í hljómsveitinni AdHd og starfar með Júníusi Meyvant, Jónasi Sigurðssyni og fleirum. Hann samdi ásamt Sölku Sól og hljómsveit tón list fyrir sýninguna Í hjarta Hróa hattar sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu.
Halldór Örn Óskarsson útskrifaðist sem ljósahönnuður frá Bristol Old Vic Theatre School árið 2000. Hann hannar lýsingu fyrir Ástu og Sjö ævintýri um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann hefur hannað lýsingu fyrir yfir sjötíu sýningar, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Íslands og Leikfélag Akureyrar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Vertu úlfur (ásamt Birni Bergsteini), Macbeth, Hreinsun, Utan gátta og Ófögru veröld, og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Jesus Christ Superstar, Héra Hérason, Íslandsklukkuna, Lé konung, Engla alheimsins, Endatafl og Óþelló.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir lauk B.A.-prófi í almennri bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla Íslands og licenceprófi og síðar maîtriseprófi í leikhúsfræði frá Université de la Sorbonne nouvelle í París. Hún starfar sem leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins. Hún samdi fyrir Þjóðleikhúsið leikgerð af Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur og leikgerð af Svartalogni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, og var meðhöfundur leikgerðar af Djöflaeyjunni eftir Einar Kárason. Hún hefur m.a. leikstýrt Vígaguðinum, Nítjánhundruð, Já, hamingjan og Abel Snorko býr einn í Þjóðleikhúsinu og Fyrir framan annað fólk í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir handrit Tímaþjófsins.
27
Frumsýning 26. desember
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri
Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur
Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri
Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Hans Kragh, þjónustustjóri
Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri nýrra leikhúsgesta Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Gréta Kristín Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Kjallarans og Loftsins Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur
Leikarar
Almar Blær Sigurjónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson Birgitta Birgisdóttir
Bjarni Snæbjörnsson
Björn Thors
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Edda Björgvinsdóttir
Eggert Þorleifsson
Guðjón Davíð Karlsson
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Gunnar Smári Jóhannesson
Hallgrímur Ólafsson
Hákon Jóhannesson
Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson
Hilmir Snær Guðnason Ilmur Kristjánsdóttir
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Kjartan Darri Kristjánsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir
Oddur Júlíusson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson
Ragnheiður K. Steindórsdóttir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Sverrir Þór Sverrisson
Unnur Ösp Stefánsdóttir Valgerður Guðnadóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Örn Árnason
Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir Elísa Sif Hermansdóttir Kristín Hauksdóttir María Dís Cilia
Leikgervi
Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Hildur Ingadóttir Silfá Auðunsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Búningar
Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Leila Arge Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Hljóð
Kristinn Gauti Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Elvar Geir Sævarsson Kristján Sigmundur Einarsson
Ljós
Halldór Örn Óskarsson, deildarstjóri Jóhann Bjarni Pálmason Jóhann Friðrik Ágústsson Ólafur Ágúst Stefánsson
Leikmunir
Trygve Jónas Eliassen, deildarstjóri Ásta Sigríður Jónsdóttir Halldór Sturluson Mathilde Anne Morant Valur Hreggviðsson
Leikmyndarsmíði Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Michael John Bown, yfirsmiður Arturs Zorģis Haraldur Levi Jónsson
Svið Ásdís Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Jón Stefán Sigurðsson
Jasper Bock Siobhán Antoinette Henry
Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Erna María Rafnsdóttir Halla R. H. Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir Kolka Heimisdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir
Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi
Eldhús Óðinn S. Ágústsson, forstöðumaður Ólafur Ágústsson, matreiðslumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður
Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Helga Einarsdóttir, ræsting Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Davíð Gunnarsson, bakdyravörður Gautur A. Guðjónsson, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.
Þjóðleikhúsráð
Halldór Guðmundsson, formaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Í yfir sjötíu ár hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
31
25 mínútna leiksýning og léttur hádegisverður
Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is
36