Kardemommubærinn leikskrá

Page 1


Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Atli Þór, Hörður Sveinsson, Jorri og fleiri. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningin tekur um tvo tíma. Eitt hlé.

Þjóðleikhúsið Leikárið 2020–2021. 72. leikár, 4. viðfangsefni. Frumsýning á Stóra sviðinu 26. september 2020. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.


Handrit, tónlist og söngtextar

Thorbjörn Egner

Þýðing leiktexta Hulda Valtýsdóttir

Leikstjórn Ágústa Skúladóttir

Þýðing söngtexta Kristján frá Djúpalæk

Tónlistarstjórn og útsetningar Karl Olgeir Olgeirsson

Búningar María Th. Ólafsdóttir

Danshöfundur Chantelle Carey

Leikmynd Högni Sigurþórsson

Hljóð Kristinn Gauti Einarsson

Lýsing Ólafur Ágúst Stefánsson

Aðstoðarleikstjóri Brynhildur Karlsdóttir

Leikmunadeild Trygve J. Eliassen, deildarstjóri og yfirumsjón sýningar Ásta S. Jónsdóttir Emelía Hrafnsdóttir Herdís Þorvaldsdóttir

Stóra sviðið Hildur Evlalía Unnarsdóttir, sviðsstjóri og yfirumsjón Viðar Jónsson, sviðsstjóri Rebecca Scott Lord, yfirumsjón Elísa Sif Hermannsdóttir, sviðsmaður Hera Katrín Aradóttir, sviðsmaður Lena Birgisdóttir, sviðsmaður Rebecca Scott Lord, sviðsmaður Siobhán Antoinette Henry, sviðsmaður Valur Hreggviðsson, sviðsmaður

Sirkusstjóri Nicholas Arthur Candy Dansstjóri Rebecca Hidalgo Sýningarstjórn María Dís Cilia Elín Smáradóttir, keyrslusýningarstjórn Kristín Hauksdóttir, keyrslusýningarstjórn Leikgervi María Th. Ólafsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Höfundar dýragerva Högni Sigurþórsson María Th. Ólafsdóttir Grímugerð Ásta S. Jónsdóttir Mathilde Anne Morant Þjálfun brúðustjórnenda (úlfaldi og Pollý) Bernd Ogrodnik Hvíslari Þórey Birgisdóttir Raddþjálfari Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Leikgervadeild Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Valdís Karen Smáradóttir, yfirumsjón sýningar Silfá Auðunsdóttir Tinna Ingimarsdóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Búningadeild Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri og yfirumsjón sýningar Árný Þóra Hálfdanardóttir Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Ingveldur Elsa Breiðfjörð Leila Arge Hjördís Sigurbjörnsdóttir Sigurbjörg Stefánsdóttir Tæknifólk á sýningum Eysteinn Aron Halldórsson, hljóðmaður á sviði Hermann Karl Björnsson, ljósastjórn Eglé Sipaviciute, eltiljós Laufey Haraldsdóttir, eltiljós Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson, eltiljós Rökkvi Sigurður Ólafsson, eltiljós Saga Einarsdóttir, eltiljós Umsjón með börnum Aníta Rós Þorsteinsdóttir Anna Róshildur Benediktsdóttir Arngunnur Hinriksdóttir Halldóra Líf Edwinsdóttir Selma Rán Lima

Leikmyndarsmíði og -málun Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins Hákon Örn Hákonarson, tæknileg útfærsla Hildur Evlalía Unnarsdóttir, tæknileg útfærsla Michael John Bown, yfirsmiður Alex John George Hatfield, smiður Arthurs Zorģis, smiður Gísli Bjarki Guðmundsson, smiður Haraldur Levi Jónsson, smiður Valdimar Fransson, smiður Viðar Jónsson, smiður Valur Hreggviðsson, yfirmálari Alicia Luz Rodriguez, málari Brett Smith, málari Dagur Alex Ingason, málari Hera Katrín Aradóttir, málari Lena Birgisdóttir, málari Rebecca Scott Lord, málari Sandra Ruth, málari Útsetning tónlistar Karl Olgeir Olgeirsson og hljómsveit. Tónlistin í sýningunni er eftir Thorbjörn Egner, að undanskildu laginu við Rakaravísur, sem er eftir Bjarne Amdahl.



Persónur og leikendur Kasper

Kamilla

Bastían bæjarfógeti

Hallgrímur Ólafsson

Bergþóra Hildur Andradóttir Vala Frostadóttir

Örn Árnason

Jesper

Frú Bastían

Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi)

Tommí

Jónatan

Arnaldur Halldórsson Jón Arnór Pétursson

Oddur Júlíusson

Ragnheiður K. Steindórsdóttir Tobías

Þórhallur Sigurðsson Remó

Ljónið

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Soffía frænka

Bjarni Gabríel Bjarnason Hilmar Máni Magnússon

Ólafía Hrönn Jónsdóttir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Börn og dýr í Kardemommubæ

Pylsugerðarmaður

Mörgæsir

Bjarni Snæbjörnsson Berg kaupmaður

Gunnar Smári Jóhannesson Syversen sporvagnsstjóri

Bakari

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Rakari

Snæfríður Ingvarsdóttir Bæjarbúi og asni

Hafrún Arna Jóhannsdóttir Jórunn Björnsdóttir Katla Borg Stefánsdóttir Mikael Köll Guðmundsson Steinunn Lóa Lárusdóttir Telma Ósk Bergþórsdóttir

Auður Finnbogadóttir Söngur Pollýjar

Oddur Júlíusson Fjölleikaflokkur Kardemommubæjar

Úlfaldi, bakhluti

Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir Lísbet Freyja Ýmisdóttir Tinna Hjálmarsdóttir Vilhjálmur Árni Sigurðsson

Hera Katrín Aradóttir Rebecca Scott Lord

Skjaldbökur

Aron Gauti Kristinsson Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir Katla Borg Stefánsdóttir Kári Jóhannesarson Lísbet Freyja Ýmisdóttir Mikael Köll Guðmundsson Tinna Hjálmarsdóttir Vilhjálmur Árni Sigurðsson

Aron Gauti Kristinsson Edda Guðnadóttir Kaja Sól Lárudóttir Kári Jóhannesarson

Hljómsveit

Hildur Vala Baldursdóttir Apar Úlfaldi, framhluti

Hákon Jóhannesson

Herra Hagerup fjölleikamaður

Nicholas Arthur Candy Sindri Diego

Froskar Frú Hagerup fjölleikakona

Rebecca Hidalgo Silíus

Alba Mist Gunnarsdóttir Ísabel Dís Sheehan María Pála Marcello Ylfa Blöndal Egilsdóttir

Hákon Jóhannesson Flamingóar Bæjarbúi

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

Jórunn Björnsdóttir Telma Ósk Bergþórsdóttir

Birgir Bragason, kontrabassi Haukur Gröndal, klarínett Karl Olgeir Olgeirsson, píanó, harmonikka og hljómsveitarstjórn Samúel Jón Samúelsson, básúna Snorri Sigurðarson, trompet Stefán Már Magnússon, banjó Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, trommur og slagverk


Lögin í sýningunni Forleikur Vísa Bastíans bæjarfógeta Veðurvísur Tobíasar Sporvagninn Söngur Kamillu - Heyrið lagið hljóma Kardemommusöngurinn Úlfaldinn talandi Reiðivísur Soffíu frænku I - Ja, fussum svei, ég fyllist gremju og sorg Ræningjarnir leita - Hvar er húfan mín? Ræningjavísur I - Við læðumst hægt og hljótt á tám Reiðivísur Soffíu frænku II - Ja, fussum svei, mig furðar þetta rót Ræningjavísur II - Við halda skulum heim á leið Páfagaukurinn frá Ameríku Húrrasöngur fyrir Tobías Ræningjavísur III - Við læðumst hægt um laut og gil Handtökuvísur Vísur frú Bastían Rakaravísur Húrrasöngur fyrir ræningjana



Kardemommusöngurinn Hér í Kardemommu okkar líf er yndislegt og líða allir dagar hjá í friði, ró og spekt. Bakarinn hnoðar kökur og skóarinn smíðar skó. Ja, skyldi maður ekki hafa nóg?

Vísa Bastíans bæjarfógeta Ég er bæjarfógetinn Bastían og blíður á manninn er, því að þannig tel ég skylt að maður sé. Ég geng hér um og gæti þess að gangi allt í vil. Því að lifa í friði langar jú alla til. Og Kardemommuborg ég bjó hin bestu lög í raun. Og í þessa okkar lögbók letrað var: Engum sæmir aðra að svíkja, allan sóma stunda ber. Annars geta menn bara lifað og leikið sér.

Söngur Kamillu Heyrið lagið hljóma, hreina bjarta óma. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Áfram enn skal telja, aðrar nótur velja. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Ef ég íþrótt stranga æfi daga langa. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Eykst mér lag og leikni, leik ég þá með hreykni. Síðar, sannið til, þá sést hvað í mér býr.

Og borgin okkar best er gjörð af borgum öllum hér á jörð. Og bæjarfógetinn Bastían er betri en nokkur lýsa kann. Og trommur við og trompet höfum taki þig að langa í dans, og hljómleikar á hverjum degi, haldnir eftir vilja manns. Já, lifi borg vor, best hún er! Hér búum við, uns ævin þverr.


Ræningjarnir leita - Hvar er húfan mín?

Reiðivísur Soffíu frænku I Ja, fussum svei, ja, fussum svei, ég fyllist gremju og sorg, það kveður lítt að körlum hér í Kardemommuborg. En væru allir eins og ég þá yrði betra hér. Þó virðist ekki lýðnum ljúft að læra neitt af mér. Sjá, bæjarfógetinn Bastían, hann brosir öllum við, þótt hæfi varla herra þeim að hafa slíkan sið. Sú kempa skal að virðing vönd, í vanda hvergi rög, og taka höndum hvern þann mann, sem hefur brotið lög. Við unglingana okkar mætti ekki spara vönd, með illa þvegin andlitin og undir nöglum rönd. Hér brjóstsykurinn bryðja þeir og barnaleiki þrá. Ef ætti ég þá ungu menn, þeir aga skyldu fá. Og Bastían hann blundar enn í bóli sínu rótt, þótt ránsmenn öllu rupli hér og ræni hverja nótt. Ég fanga skyldi fanta þá og færa steininn í, ef mér þeir þyrðu að mæta, já, þið megið trúa því.

Hvar er húfan mín? Hvar er hempan mín? Hvar er falska, gamla, fjögra gata flautan mín? Hvar er úrið mitt? Hvar er þetta og hitt? Hvar er bláa skyrtan, trefillinn og beltið mitt? Ég er viss um að það var hér allt í gær. Sérðu töskuna? Sérðu flöskuna? Sérðu eldinn, sérðu reykinn, sérðu öskuna? Hvar er peysan blá? Hvar er pyngjan smá? Hvar er flísin sem ég stakk í mína stórutá? Ég er viss um að það var hér allt í gær. Hvar er hárgreiðan? Hvar er eldspýtan? Hvar er Kasper, hvar er Jesper, hvar er Jónatan? Þetta er ljótt að sjá, alltaf leita má. Hvar er kertið, sem við erfðum henni ömmu frá? Ég er viss um að það var hér allt í gær.



Thorbjörn Egner Norski listamaðurinn Thorbjörn Egner (f. 1912, d. 1990) var mjög fjölhæfur listamaður. Hann fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi líka frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann ýmiss konar barnaefni fyrir útvarp. Leikrit Egners hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í sextíu ár, eða allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Egner þótti mjög vænt um þær góðu viðtökur sem leikritin hans hlutu hér á landi, og hann tengdist Þjóðleikhúsinu og starfsfólki þess nánum böndum. Kardemommubærinn er nú settur upp í Þjóðleikhúsinu í sjötta sinn, en sýningin er jafnframt 70 ára afmælissýning Þjóðleikhússins. Egner ólst upp í Osló í Noregi, en foreldrar hans ráku litla nýlenduvöruverslun á fyrstu hæð í húsinu þar sem fjölskyldan bjó. Í bakgarðinum var hesthús, heyloft og vagnskýli og þar gátu börnin sýnt leiksýningar og spilað í hljómsveit. Á sumrin dvaldi Egner á bóndabæ hjá skyldfólki sínu og í mörgum verkum sínum styðst hann við minningar frá æskuárunum í Osló og í sveitinni. Egner lærði teiknun og hönnun. Hann vann fyrst í stað við að teikna og mála, og myndskreytti bækur fyrir börn og fullorðna. Hann vakti þó fyrst verulega athygli með þátttöku sinni í barnatímum í útvarpi á fimmta og sjötta áratugnum. Hann samdi sögur, vísur, tónlist og leikrit fyrir útvarp, og söng sjálfur lög og las sögur. Hann eignaðist brátt stóran hóp aðdáenda, og mikið af því efni sem hann vann fyrir útvarp varð honum síðar innblástur fyrir bækur og leikrit.

Thorbjörn Egner byrjaði að senda frá sér barnabækur árið 1940. Hann myndskreytti sjálfur bækurnar sínar og teikningar hans þóttu sérlega skemmtilegar. Segja má að hann hafi slegið í gegn sem höfundur með Karíusi og Baktusi, sem kom út á bók árið 1949 en hafði áður verið flutt í útvarpi. Leikritin Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubærinn voru flutt sem útvarpsleikrit áður en þau voru sett á svið. Sagan um Dýrin í Hálsaskógi kom út á bók árið 1953 og Kardemommubærinn árið 1955. Kardemommubærinn var frumsýndur á leiksviði í Noregi árið 1956 en það var á Íslandi sem Dýrin í Hálsaskógi voru fyrst frumsýnd á leiksviði, hér í Þjóðleikhúsinu þann 16. nóvember árið 1962. Tveimur vikum seinna var verkið svo frumsýnt í Kaupmannahöfn. Leikrit Egners eru sett upp reglulega í Noregi og víðar á Norðurlöndum, og hafa verið leikin víða um heim. Egner hannaði leikmyndir og búninga fyrir fyrstu uppsetningar á verkum sínum, og leikstýrði nokkrum uppfærslum á eigin verkum. Egner lifði í heimi sagna, myndlistar, tónlistar og leiklistar, eða eins og hann sagði sjálfur: „Að yrkja ljóð og vísur og leika tónlist og teikna og mála og setja upp leikrit er það sem ég hef haft mest gaman af allt frá því að ég man eftir mér, ég hef kannski alltaf verið nokkurs konar „klifurmús“.“ Þegar Egner var spurður að því hvaða kröfur hann gerði til barnasýninga, svaraði hann: „Ég vonast fyrst og fremst til þess að leikritið veki spennu, og skemmti stórum sem smáum og gleðji þá. En ég óska þess að á bak við skemmtilega atburðarásina finni fólk dýpri merkingu, áminningu um að enginn er bara hetja og enginn er bara skúrkur. Og við verðum að sættast á það að við manneskjurnar erum svolítið ólíkar – og við verðum að reyna að skilja hvert annað.”




Kardemommubærinn í 60 ár Kardemommubærinn var frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins 30. desember 1960. Skáldskapur Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna, og fyrsta uppfærslan á verkinu naut svo mikilla vinsælda að hún var sett aftur á svið árið 1965. Síðan þá hefur verkið verið sett upp með reglulegu millibili, eða árin 1974, 1984, 1995 og 2009. Sýning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum nú er því sjötta uppsetning leikhússins á verkinu. Kardemommubærinn er vinsælasta barnaleikrit sem sviðsett hefur verið á Íslandi fyrr og síðar, en frá fyrstu sýningunni hafa yfir 200.000 gestir séð leikritið í Þjóðleikhúsinu.

Klemenz Jónsson leikstýrði fyrstu þremur sýningunum á Kardemommubænum, en Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrði fjórðu sýningunni og Selma Björnsdóttir þeirri fimmtu. Ýmsir leikarar í sýningunni nú hafa áður leikið í Kardemommubænum. Til dæmis hefur Örn Árnason, sem nú leikur Bastían, leikið alla ræningjana þrjá í ólíkum uppfærslum! Þórhallur Sigurðsson, sem nú leikur Tobías í turninum, hefur bæði leikið Jónatan og bakarann. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem nú leikur Soffíu frænku á móti Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, lék sama hlutverk í sýningunni árið 1995. Og Ragnheiður K. Steindórsdóttir, sem nú leikur frú Bastían, var Syversen vagnstjóri í uppfærslunni árið 1984 og tók þá líka við hlutverki Soffíu af Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur. María Th. Ólafsdóttir, sem hannar alla búningana í sýningunni, hannaði líka búninga fyrir uppfærsluna árið 2009.

1960 1995

1960

1974

2009

1975 1974

1995


1974

1984

1974 1960

1974

1984

1960

1984



Búningateikningar Maríu María Th. Ólafsdóttir hannaði búningana í leiksýningunni, og hér getur að líta nokkrar af fallegu búningateikningunum hennar.




Leikmyndarteikningar Högna Högni Sigurþórsson hannar leikmyndina í sýningunni. Hér má sjá skemmtilegu teikningarnar hans af því hvernig hann sá leikmyndina fyrir sér.



Teikningar Thorbjörns Egners Í fyrstu þremur uppfærslunum á Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu, eða allt til ársins 1984, voru leiktjöld og búningar byggð á teikningum Thorbjörns Egners sjálfs, og hér má sjá nokkrar af teikningum hans sem varðveittar eru í Þjóðleikhúsinu.


Karl Olgeir Olgeirsson útsetti alla tónlistina í Kardemommubænum að nýju fyrir þessa sýningu, og hann skrifaði niður fyrir okkur nóturnar í laginu Hvar er húfan mín?


Ræningjavísur - Við læðumst hægt og hljótt á tám Við læðumst hægt og hljótt á tám í hvert sinn er við rænum. Í kvenpersónu nú skal ná því nóg er starf í bænum. Og hafa skal hún fæði fínt og finna allt sem nú er týnt. Já, við munum læra að meta það man bæði Kasper og Jesper - og Jónatan. Og ljónið skal hún leika við, því ljónið má ei saka. Og hún skal steikja kindakjöt og kökur fínar baka. Og bursta okkar skástu skó og skaffa‘ í eldinn brenni nóg. Já, við munum læra að meta það man bæði Kasper og Jesper - og Jónatan.

Reiðivísur Soffíu frænku II Ja, fussum svei, ja, fussum svei, mig furðar þetta rót. Í hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og dót, en Jesper skal nú skítinn þvo og skrapa óhroðann og hann má því næst hlaupa út að hjálpa Jónatan.

En Kasper brenni kurla skal og kynda eldinn vel, af heitu vatni hafa nóg ég heldur betra tel. Því Jesper bæði og Jónatan senn ég í baðið rek og vilji þeir ei vatnið í, með valdi þá ég tek. Því andlit þeirra eru svört, já, eins og moldarflag, og kraftaverk það kalla má að koma þeim í lag. Ef sápa ekki segir neitt ég sandpappír mér fæ og skrapa þá og skúra fast, uns skítnum burt ég næ.





Ágústa Skúladóttir

(enginn kallar mig Gústu nema Örn Árnason) Grunnskóli: Ölduselsskóli. „Ég er fyrrverandi Suðurlandsmeistari í free-style dansi, þjálfaði mig í trúðleik í London og París og fékk garðyrkjudellu á miðjum aldri. Ég er leikstjóri, sem þýðir að ég er svo heppin að fá að vinna með stórum hóp af frábæru listafólki á öllum aldri og nýta hæfileika þess og hugmyndaflug til að gera sýninguna eins flotta og mögulegt er. Það er svo gaman að upplifa í hópnum lífsgleðina, mannkærleikann og virðinguna fyrir náunganum.”

Karl Olgeir Olgeirsson

Grunnskóli: Hlíðaskóli. „Ég er tónlistarstjóri í sýningunni. Ég hlusta á þessa ótrúlega flottu tónlist og ímynda mér svo hvernig ég hefði útfært hana ef ég hefði samið hana árið 2020. Svo spyr ég mig: Er þetta flott og skemmtilegt? Sýnir þetta tónlistinni tilhlýðilega virðingu? Bingó! Skemmtilegast í sýningunni er þegar leikararnir gera eitthvað öðruvísi en þeir eiga að gera alveg óvænt. Og að spila á píanóið. Það er skemmtilegast.“

Chantelle Carey

Grunnskóli: Ursuline College í Sligo á Írlandi. „Mín helstu áhugamál eru hestamennska, bóklestur og auðvitað dans og listir almennt. Ég er danshöfundur í sýningunni, og ber þannig ábyrgð á dansatriðunum í verkinu. Uppáhaldspersónan mín er Soffía frænka, en ég sé að nokkru leyti sjálfa mig í henni!”

Högni Sigurþórsson

Grunnskóli: Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. „Ég er mikill grúskari að eðlisfari, hef gaman af því að kynna mér nýja hluti og kafa oft djúpt í það sem vekur athygli mína hverju sinni. En nokkur áhugamál hafa þó fylgt mér alla ævi svo sem að kubba LEGO og lesa teiknimyndasögur. Ég hannaði leikmyndina. Það er langt þróunarferli sem byrjar með samtali við leikstjóra. Ég dreg upp skissur og geri lítið leirmódel sem auðvelt er að breyta á meðan verið er að þróa hugmyndina. Síðan eru gerðar nákvæmar tækniteikningar til að smíða leikmyndina eftir.”

María Th. Ólafsdóttir

(kölluð Maja, Mæsa eða Maida) Grunnskóli: Langholtsskóli. „Ég er góð í að teikna og ég elska að raða húsgögnum. Ég hanna búningana í sýningunni og finn upp á fáránlega mikilli vinnu fyrir búningadeildina, eins og að festa korktappa og blöðrur á búninga! Mér finnst dýrabúðin skemmtilegust!”

Ólafur Ágúst Stefánsson

Grunnskóli: Varmalandsskóli í Borgarfirði. „Ég er ljósahönnuður sýningarinnar. Ég læt leikarana, búningana og leikmyndina sjást vel og skapa skemmtilegar stemningar eftir því sem við á. Mér finnst mest gaman að fljúga flugvélinni minni, hanga með fjölskyldunni, veiða og ganga á fjöll.”

Nicholas Arthur Candy

(kallaður Candyman eða Nick) Grunnskóli: Our Lady of Fatima og Aquinas í Ástralíu. „Ég á fjögur börn, er sirkuskennari og er að læra á banjó. Ég leik herra Hagerup sem er sirkuspabbi í sirkusfjölskyldu, og þess vegna leik ég ýmsar sirkuslistir í sýningunni. Mér finnst fyndnast í sýningunni þegar Soffía frænka vill ekki láta bjarga sér.”

Rebecca Hidalgo

(listamannsnafn: Ondina) Grunnskóli: William R. Satz Middle School í Bandaríkjunum. „Ég spila á gítar, ukulele og hljómborð, syng og sem mína eigin tónlist. Ég æfi líka loftfimleika og dans. Í sýningunni er ég dansstjóri, og þess vegna þarf ég að vita um allar hreyfingar á sviðinu og dansspor allra dansara. Ég leik hina orkumiklu Frú Hagerup sem er fjölleikakona. Þetta er virkilega skemmtilegt hlutverk og ég legg 150% orku og gleði, sál og hjarta, í hverja einustu hreyfingu. Það skemmtilegasta í sýningunni er auðvitað byrjunin, því þá er öll sýningin eftir.”

María Dís Cilia

Grunnskóli: Laugalækjarskóli. „Fyrir langa löngu var ég ballerína, en nú er ég sýningarstjóri. Ég hef yfirumsjón með allri tækni á sviðinu, ljósabreytingum, hljóði, hreyfingum á leikmynd, snúningum á sviði, innkomum leikara o.fl. Mér finnst skemmtilegast í sýningunni þegar ræningjarnir ræna Soffíu og þegar hún vaknar í ræningjabælinu.”

Valdís Karen Smáradóttir

(kölluð Dísa) Grunnskóli: Fellaskóli. „Ég er svo heppin að vinna við áhugamálið mitt. Að búa til persónu frá grunni og sjá hana lifna við á sviðinu er stórfenglegt, (ég hef alveg tárast af stolti sko:-) ). Við í leikgervadeildinni sjáum um að útlitið sé eins og María búningahönnuður leggur til. Við finnum út hvernig við getum látið allt virka, og að allar hárkollur og allt smink sé þægilegt fyrir leikarann. Eins og til dæmis í rakarasöngnum, þá þarf allt að gerast mjög hratt, virka og líta vel út. (Þið verðið að fylgjast vel með - þetta gerist það hratt, hahaha!)”

Hallgrímur Ólafsson

(kallaður Halli Melló) Grunnskóli: Grundaskóli á Akranesi. „Ég hef gaman af stangveiði og spila golf eins oft og ég get. Ég leik Kasper og ég leik hann bara „eins og mér sýnist”!”

Sverrir Þór Sverrisson

(kallaður Sveppi) Grunnskóli: Breiðholtsskóli. „Mitt aðaláhugamál þessa dagana er badminton og leyndur hæfileiki er að ég get verið með spaðann á nefinu eins lengi og ég vil. Svo er annar leyndur hæfileiki að fara í kollhnís án handa! Það er svakalegt. Í sýningunni leik ég Jesper sem er einn af ræningjunum þremur, og ég reyni að setja mig í þá stöðu að vera miðjubarn af þremur systkinum. Skemmtilegast í sýningunni er að vakna þegar við erum nýbúnir að stela Soffíu frænku.”

Oddur Júlíusson

(stundum kallaður Oddsi eða Oddi) Grunnskóli: Grandaskóli og Hagaskóli. „Ætli það sé ekki minn helsti hæfileiki hve mörg áhugamál ég hef. Er um þessar mundir að æfa brasilískt Jiu Jitsu, ég spila á gítar, trommur og syng. Mér finnst sérlega gaman að leika mér og fíflast, hvort sem það er á sviði eða úti í náttúrunni. Ég leik Jónatan og ég geri það þannig að Ágústa leikstjóri hlæi sem mest á æfingum. Mér finnst mjög gaman að fíflast með ræningjunum og mér finnst fyndnast þegar við rænum Soffíu frænku í hengirúminu. Svo fæ ég alltaf gæsahúð þegar við ræningjarnir segjum ,,Þá - er - það - ákveðið!’’

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

(kallaður Kammi ) Grunnskóli: Escuela Vocacional de Arte á Kúbu. „Ég hef mjög gaman af því að dansa og ég kann allskonar mismunandi dansa. Mitt áhugamál núna er að læra parkour og fimleikatrix eins og backflip. Ég hef þann hæfileika að geta hoppað mjög hátt! Ég leik ljónið og ég geri það af fullum krafti og gleði. Ég leik líka bæjarbúa í Kardemommubæ. Það sem mér finnst skemmtilegast í sýningunni er að sjá alla syngja, dansa, brosa og njóta saman eins og stór fjölskylda. Uppáhaldsatriðið mitt í sýningunni er þegar við syngjum öll saman Hér í Kardemommu okkar líf er yndislegt.”

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

(kölluð Lolla) Grunnskóli: Heppuskóli, Höfn í Hornafirði. „Ég leik hana Soffíu frænku. Ég lék hana líka fyrir 25 árum, en nú er ég á miklu betri aldri til að leika hana. Minn leyndi hæfileiki er að ég er hönnuður. Ég hef hannað töskur og skartgripi og svo hanna ég oft föt á mig. Ég hekla mikið, hef til dæmis heklað yfir hljóðnema og skó. Ég heklaði einu sinni eitt blóm á dag í eitt ár, 365 blóm alls, ekkert þeirra er eins. Og ég get prjónað blindandi. Mér finnst skemmtilegast í sýningunni þegar Bastían kemur til mín og biður mig að skemmta á Kardemommuhátíðinni, það er svo fyndið hvað hann er stressaður.”


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

(kölluð Steina, Steinalína, stundum Ólína, stundum Lína, var kölluð Steinolía þegar ég var lítil og einstaka sinnum Steina Kleina) Grunnskóli: Hvassaleitisskóli og uppáhaldskennarinn minn var og er enn Ingibjörg Einarsdóttir. „Ég er frábær kokkur og svo var ég að byrja að læra á píanó og finnst það mjög gaman. Ég hef gaman af því að reyna að skilja kettina mína sem eru mjög værukærir og held ég soldið vitlausir. Ég leik Soffíu frænku og hún skammar alla sem hún hittir en meinar vel. Hún hefur bara óeðlilega mikinn áhuga á því að ala annað fólk upp, sem sagt afskaplega stjórnsöm. Ræningjarnir eru mitt uppáhald í sýningunni. Ég er mjög hrifin af óþekku fólki yfirleitt.”

Örn Árnason

Grunnskóli: Æfingadeild Kennaraháskólans. „Ég get talað öll tungumál (það skilur þau reyndar enginn þegar ég tala, en það sem ég segi hljómar mjög svipað og ýmis tungumál). Ég hef áhuga á ferðalögum, sagnfræði og smíðum. Ég leik bæjarfógetann Bastían sem sér um að allt gangi sinn vanagang og finnst afskaplega erfitt að þurfa að handtaka nokkurn mann. Það skemmtilegasta í sýningunni er að leika fyrir áhorfendur sem bíða spenntir í sætum sínum...”

Ragnheiður K. Steindórsdóttir

(kölluð Heiða) Grunnskóli: Langholtsskóli og Vogaskóli. „Ég get enn farið í splitt, hef mikinn áhuga á upplestri, íslensku og fleiri tungumálum, leikhúsi, gönguferðum, bóklestri, kvikmyndum og ferðalögum (þegar það má fara í þau!) Ég leik frú Bastían sem reynir að láta öllum líða vel og gera lífið fallegt í kringum sig. Hún stendur eins og klettur við bakið á sínum manni, honum Bastían bæjarfógeta, og er voða skotin í honum!”

Þórhallur Sigurðsson

Grunnskóli: Melaskóli. “Ég er leikari og leikstjóri. Kom fyrst fram á sviði sjö ára á jólaskemmtun Melaskólans. Las söguna Litli lögregluþjónninn. Ég var mjög lágvaxinn en vel læs. Þegar lestrinum lauk ætlaði ég aldrei að finna miðjuopið á baktjaldinu og salurinn skellihló. Ég endaði með því að hlaupa út fyrir sviðsrammann. En nú er ég búinn að vinna í 52 ár í Þjóðleikhúsinu og ferðast með leiksýningar fyrir börn og fullorðna um allt Ísland, Suður-, Mið- og Norður-Ameríku, öll Norðurlönd og til fjölda Evrópulanda. En heima er auðvitað best. Í Þjóðleikhúsinu.”

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

(kölluð Sigga) Grunnskóli: Seljaskóli. „Ég get sett hnefann upp í munninn á mér og ég get sungið rosa hátt. Ég elska að hafa kósí með stelpunum mínum, fara á hestbak, ferðast og syngja. Ég leik bakarann og geri það með glöðu geði og þakklæti fyrir að fá að stíga á svið. Mér finnst skemmtilegast í sýningunni að fanga ræningjana því þá fæ ég að syngja mjög hátt.”

Snæfríður Ingvarsdóttir

Grunnskóli: Ísaksskóli, Melaskóli og Hagaskóli. „Ég elska að leika, syngja og dansa. Mér finnst margskonar listsköpun spennandi og finnst gaman að prófa nýja hluti. Ég hef núna mestan áhuga á kvikmyndum og tónlist. Sérstakir hæfileikar mínir eru að ég kann að blístra hátt og ég er mjög liðug. Ég leik Sörensen rakara. Hún er alltaf í góðu skapi og vill að fólki líði vel. Hún er sjálfsörugg, fáguð og með einstakan stíl. Mér finnst skemmtilegast að flytja rakarasönginn í sýningunni. Ég hef líka gaman af hópatriðunum þar sem við erum öll að leika saman!”

Bjarni Snæbjörnsson

Grunnskóli: Grunnskóli Tálknafjarðar (áfram GT!!). „Ég er sérstakur áhugamaður um söngleiki og því elska ég að vera hluti af þessari risastóru söngleikjasýningu. Ég tel mig líka mjög heppinn að fá að vinna við mín helstu áhugamál sem eru að syngja, leika, dansa og segja sögur. Svo er ég geggjaður vegankokkur og ég tala frönsku. Ég leik Pylsugerðarmanninn og það er geggjað gaman! Það skemmtilegasta í sýningunni er að horfa á alla krakkana sem eru að leika, syngja og dansa. Þau eru svo svakaleg hæfileikarík að ég fæ aldrei leiða á því.“

Gunnar Smári Jóhannesson

(kallaður Gunni, Gunnsó, Gunni Gas, Gönner, Gunni sinn) Grunnskóli: Grunnskóli Tálknafjarðar (áfram GT). „Ég leik Berg kaupmann og dýrasalann, það felst helst í því að mæta á svið á réttum tíma, fara af því á réttum tíma og segja réttar setningar á réttum tíma. Ef ég geri það ekki verður María sýningarstjóri ekki ánægð! Það skemmtilegasta í sýningunni er Hákon Jóhannesson í hlutverki syngjandi úlfaldans, hann kemur mér alltaf í gott skap!“

Hildur Vala Baldursdóttir

Grunnskóli: Fossvogsskóli. „Ég er mjög góð í að halda bolta á lofti með lokuð augun! Ég leik Syversen sporvagnsstjóra. Þetta er fullkomið hlutverk fyrir mig þar sem ég fæ að leika, dansa og syngja sem er það allra skemmtilegasta sem ég geri. Öll atriðin í sýningunni eru frábær, en allra skemmtilegast er gleðisprengju-sporvagnslagið sem við krakkarnir syngjum og dönsum við saman.”

Hákon Jóhannesson

Grunnskóli: Laugalækjarskóli. „Þeir sem voru með mér í Laugalækjarskóla muna eflaust eftir sápukúlunum sem ég lagði stund á að blása í þá daga. Ég get nefnilega blásið slíkar kúlur út um munninn án viðeigandi hjálpartækja! Í sýningunni gegni ég hlutverki Silíusar bónda sem og framhluta úlfaldans. Þetta eru mjög ólík hlutverk og fyrir vikið er ferðalag mitt í gegnum sýninguna ansi fjölbreytilegt. Það hefur verið sérstakt ánægjuefni að sjá krakkana njóta þess að standa á sviðinu og blómstra í gegnum ferlið, framtíðin er skínandi björt.”

Auður Finnbogadóttir

Grunnskóli: Árbæjarskóli. „Ég elska að hreyfa mig og lesa góðar bækur. Leyndur hæfileiki er að ég get húllað í marga klukkutíma án þess að stoppa! Ég leik íbúa í Kardemommubæ, dansa og syng í því hlutverki. Svo leik ég einnig asnann og aðstoðarkonu rakarans. Ég lifi mig inn í þessar ímynduðu aðstæður og einbeiti mér að því að hafa rosalega gaman - sem vonandi smitar út frá sér! Hópatriðin eru klárlega skemmtilegust því að í þeim er svo mikil stemning og gleði.“

Alba Mist Gunnarsdóttir, 11 ára

Grunnskóli: Álftamýrarskóli og Danmarksgadeskole. „Ég hef flutt oft á milli landa frá því ég fæddist, hef búið í fimm löndum, og ég er þess vegna nokkuð góð í tungumálum. Auk leiklistarinnar þá elska ég handbolta. Ég leik barn og dansandi frosk í sýningunni - ég nýt þess að vera með og hef það skemmtilegt frá upphafi til enda. Ég á erfitt með að gera upp á milli atriða en skemmtilegast er þó upphafsatriðið þegar okkur kitlar í magann af spenningi yfir því að nú sé leikritið að hefjast.”

Arnaldur Halldórsson, 13 ára

(oft kallaður Addi eða Addadadd) Grunnskóli: Valhúsaskóli. ,,Ég hef mestan áhuga á því að syngja og spila á hljóðfæri, dansa og leika. Einnig hef ég brennandi áhuga á kvikmyndum og vissi meðal annars hversu margar mínútur allir gömlu DVD diskarnir mínir voru þegar ég var lítill. Í þessu yndislega skemmtilega verki eftir snillinginn hann Egner leik ég strákinn Tommí sem er besti vinur Kamillu. Lokaatriðið er langskemmtilegasta atriðið í sýningunni að mínu mati. Ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem við sýnum það.”

Aron Gauti Kristinsson, 16 ára

Grunnskóli: Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ (núna í VÍ). „Ég er algjörlega kolfallinn fyrir leiklist og öllu tengdu leikhúsinu. Ég æfi dans og finnst það algjörlega geggjað. Svo er ég mikið fyrir tónlist af öllu tagi og er líka mikið ofurhetju- og Starwars-nörd. Í sýningunni er ég bæjarbúi, skjaldbaka og meðlimur í fjölleikaflokki Kardemommubæjar. Öll stóru dans- og söngatriðin eru geggjuð og þetta er allt bara svo skemmtilegt.”


Bergþóra Hildur Andradóttir, 11 ára

Jón Arnór Pétursson, 14 ára

(kölluð Begga) Grunnskóli: Laugarnesskóli. „Mér finnst gaman að skrifa sögur og leikrit, syngja, dansa og leika. Ég get snert nefið á mér með tungunni! Ég leik Kamillu í Kardemommubænum. Þá tala ég hátt og skýrt og lifi mig inn í leikritið. Kamilla býr með Soffíu frænku en hún er mjög ströng. Kamilla á þó besta vin, hann Tommí. Kamilla er mjög góðhjörtuð og ljúf. Sýningin er æðisleg og ræningjarnir sjúklega fyndnir! Það er allt eitthvað svo fallegt við sýninguna, fyndnir karakterar og góður boðskapur.”

Grunnskóli: Víkurskóli í Grafarvogi. „Mér finnst gaman að leika, dansa, syngja og töfra. Ég æfi fótbolta, spila á gítar og sem tónlist og texta. Ég fer með hlutverk Tommí í sýningunni. Ég nýti kraftinn og stemninguna í hópnum til að skila mínu hlutverki vel. Mín uppáhaldssena er dýrabúðin, þar sem við erum að finna afmælisgjöf handa Tobíasi. Sú sena er full af gleði, skemmtilegum búningum og flottum dansi. Mér finnst ræningjasenurnar líka allar fyndnar og skemmtilegar.”

Bjarni Gabríel Bjarnason, 12 ára

(kölluð Jóa) Grunnskóli: Myllubakkaskóli í Keflavík. „Áhugamál mín eru dans og leiklist. Ég leik mörgæs, bæjarbúa, dansara og flamingóa. Ég steppa, dansa, syng og leik, og dansa meðal annars í stórum og miklum danskjól. Það sem mér finnst skemmtilegast er þegar allir eru saman á sviðinu að dansa, syngja og hafa gaman.”

Grunnskóli: Ártúnsskóli. „Ég er alltaf í stuði, svo er ég góður í fótbolta af því að ég er fljótur að hlaupa og hef lært mikla tækni. Önnur áhugamál eru leiklist, söngur og skíði. Ég leik Remó, lítinn strák sem er góðhjartaður og alltaf í miklu stuði. Ég þurfti að læra margt fyrir sýninguna, texta, fullt af dansatriðum, að vera alltaf í góðu skapi þótt maður þurfi að æfa sömu dansana mjög oft og gera ýmis trix eins og poi sem er gert með boltum. Lokaatriðið er mjög skemmtilegt, - og bara allt í sýningunni er geggjað.”

Edda Guðnadóttir, 15 ára

Grunnskóli: Lindaskóli (núna í FG). „Ég æfði alls konar íþróttir en núna er það street-dans og leikhúsið sem líf mitt snýst um. Ég kann að „drilla”, það er minn sérstaki hæfileiki. Ég leik stelpu sem býr í Kardemommubæ og líka skjaldböku. Ég held upp á öll atriðin sem ræningjarnir eru í og upphafsatriðið. Mér finnst svo fallegt að sjá hvað allir hafa það gott í Kardemommubænum.”

Hafrún Arna Jóhannsdóttir, 16 ára

(kölluð Haffý) Grunnskóli: Hólabrekkuskóli (núna í VÍ). „Áhugamál mín eru dans og leiklist. Í sýningunni er ég bæjarbúi og mörgæs, ég dansa og syng mikið. Það sem mér finnst vera skemmtilegast í sýningunni eru öll atriðin þar sem allir eru saman að syngja og dansa.”

Hilmar Máni Magnússon, 11 ára

(kallaður Máni) Grunnskóli: Hörðuvallaskóli. „Ég er mjög góður í sjónhverfingum og sérstaklega góður í að láta stóra hluti hverfa, ég þarf bara að æfa mig aðeins betur svo það takist! Í sýningunni leik ég Remó, sem er mjög góður vinur Kamillu og Tommí. Ég reyni að leika hann þannig að áhorfendum finnist skemmtilegt að horfa á hann og njóti sýningarinnar með okkur. Mér finnst skemmtilegast þegar Soffía frænka er að skammast í ræningjunum og ruslið skýst sjálfkrafa ofan í ruslafötuna, þið verðið að taka eftir því!”

Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir, 13 ára

Grunnskóli: Vatnsendaskóli. „Ég hef verið að dansa og syngja frá því ég man eftir mér, það er bara svo gaman, því ég get verið svo frjáls og tjáð allskonar tilfinningar þannig. Það er gaman að leika ýmsar persónur í dönsunum, því dansinn verður áhugaverðari ef það er leiklist með. Ég leik bæjarbúa og apa, og er líka í fjölleikafjölskyldunni. Í Kardemommubænum tengist söngur, dans, leiklist, fimleikar og margt annað. Þetta er bara svo mikið ævintýri!“

Ísabel Dís Sheehan, 12 ára

Grunnskóli: Vesturbæjarskóli. „Mín helstu áhugamál eru leiklist, dans og söngur, en síðan er ég líka mikill dýravinur og hef sérstakt dálæti á hestum. Sumir segja að minn sérstaki hæfileiki sé að geta talað rosalega mikið og lengi og stanslaust :) Ég leik glaðværan bæjarbúa í Kardemommubæ sem syngur, dansar og elskar ís. Síðan leik ég líka fyndinn frosk sem vill sýna öllum hvað hann getur og hvað hann er frábær. Það skemmtilegasta í sýningunni er þegar dýrin sýna listir sínar í gæludýrabúðinni.”

Jórunn Björnsdóttir, 14 ára

Kaja Sól Lárudóttir, 14 ára

Grunnskóli: Hörðuvallaskóli. „Aðaláhugamálið mitt er dans, og þá sérstaklega Street dans og Step dans. Í þessari sýningu leik ég hressa og káta stelpu í þorpinu og skjaldböku, þar sem ég nýti mér Street dans hæfileikana mína. Mér finnst mjög skemmtilegt þegar Soffía frænka tekur „hressa og káta” einsönginn sinn!”

Katla Borg Stefánsdóttir, 13 ára

Grunnskóli: Langholtsskóli. „Helstu áhugamál mín eru dans, söngur og leiklist. Einn af hæfileikum mínum er að ég kann sönginn í Hamiltonsöngleiknum utanað. Ég dansa og syng í sýningunni. Passa alltaf að vera í karakter, er viðbúin öllu og legg mjög hart að mér. Mér finnst öll stóru atriðin skemmtileg og líka atriðin sem gerast heima hjá ræningjunum.”

Kári Jóhannesarson, 19 ára

Grunnskóli: Rimaskóli (útskrifaður úr VÍ). „Ég er dansari, fimleikamaður, sjálflærður afturábakheljarstökkvari og gítarglamrari. Í sýningunni er ég bæjarbúi, skjaldbaka og sirkusdrengur. Í þeim hlutverkum er ég aðallega að dansa nema þegar ég fer í spandex-sirkusgallann, þá geri ég fullt af trixum. Sirkusinn er virkilega skemmtilegur, þar fæ ég að gera hluti sem ég hef aldrei prófað áður.”

Lísbet Freyja Ýmisdóttir, 13 ára

(stundum kölluð Lí-Best) Grunnskóli: Hagaskóli. „Fimleikar, dans og söngur eru meðal áhugamála minna, ég var í sjö ár í fimleikum og varð Íslandsmeistari í fjórða þrepi. Ég er fimleikaapi, stúlka í bænum og fjölskyldumeðlimur í Hagerup sirkusfjölskyldunni. Ég dansa, syng og leik og hef gaman :) Mér finnst sporvagnsdansinn skemmtilegur og frábært þegar Veðurljóðið er flutt. Svo finnst mér allar ræningjasenurnar skemmtilegastar.”

María Pála Marcello, 13 ára

Grunnskóli: Smáraskóli. „Mér finnst gaman í djassballett og hef æft í átta ár. Mér finnst rosalega gaman að leika og að vera á hestbaki. Ég hef farið á nokkur steppnámskeið, það er mjög gaman að steppa, ég myndi prófa ef ég væri þú! Ég er þorpsbúi og froskur í Kardemommubænum, ég dansa, syng og leik. Þegar ég er froskur þá hoppa ég og skoppa svakalega mikið :) Það sem mér finnst skemmtilegast í sýningunni eru senurnar með ræningjunum af því að þeir eru svo miklir klaufar. Og lokalagið, það er svo mikið fjör í því.”

Mikael Köll Guðmundsson, 12 ára

(kallaður Mikki) Grunnskóli: Vesturbæjarskóli. „Ég er góður í að dansa, syngja og leika. Ég leik bæjarbúa, er í sirkusfjölskyldu og er mörgæs sem steppar. Mér finnst skemmtilegast að vera í sirkusatriðinu og lokaatriðinu.”


Steinunn Lóa Lárusdóttir, 19 ára

Grunnskóli: Vesturbæjarskóli og Hagaskóli (núna í MH). „Mín helstu áhugamál eru söngur, dans og leiklist. Leikhúsið er frábær vettvangur til að fá að láta þá hæfileika blómstra. Ég elska líka að fara í sund, vera úti í náttúrunni, semja tónlist og ferðast. Ég syng og dansa mjög mikið í sýningunni. Ég verð stundum voða þreytt en það er bara gaman því ég fæ svo mikið út úr því að gefa af mér á sviðinu. Ég nýt þess innilega að dansa á bæjarhátíðinni, því mér finnst svo gaman að dansa eitthvað í suðræna stílnum. Það fer með mig aftur til Spánar, þar sem ég bjó einu sinni.”

Telma Ósk Bergþórsdóttir, 14 ára

Grunnskóli: Salaskóli. „Ég æfði fimleika í níu ár og æfi núna dans. Ég er með grunnpróf í píanóleik en er núna í söngnámi og finnst gaman að semja tónlist. Ég leik flamingóa, steppdansandi mörgæs, bæjarbúa og dansa í fallegum kjól. Mér finnst svo gaman að dansa og leika með öllum dýrunum og bæjarbúunum. Það sem mér finnst skemmtilegast í Kardemommubæ eru ræningjarnir þrír, þeir eru svo fyndnir og mér finnst allar ræningjasenurnar frábærar.”

Tinna Hjálmarsdóttir, 13 ára

Grunnskóli: Garðaskóli. „Ég hef æft fimleika og dans í mörg ár, ég elska að leika, syngja og dansa! Ég leik stelpu sem býr í bænum og ég er í Hagerupfjölskyldunni og síðast en ekki síst api í dýrabúðinni. Mér finnst skemmtilegast á bæjarhátíðinni og í lokalaginu.”

Vala Frostadóttir, 13 ára

Grunnskóli: Austurbæjarskóli. „Mér finnst gaman að leika, syngja og dansa. Ég leik Kamillu. Hún spilar á píanó og er alltaf hress og jákvæð. Ég lifi mig inn í leikritið með kærleika og gleði og þá leik ég best. Það skemmtilegasta við sýninguna er boðskapurinn, stemningin og auðvitað lögin og dansatriðin og bara allt saman!”

Vilhjálmur Árni Sigurðsson, 12 ára

Grunnskóli: Hörðuvallaskóli. „Fimleikar, leiklist, tónlist og dans eru áhugamál mín. Ég hef einnig gaman af krefjandi verkefnum í stærðfræði, efnafræði og forritun. Ég er dýravinur, sveitastrákur og nýt þess að ferðast úti í náttúrunni, gangandi eða á hestbaki. Í sýningunni leik ég bæjarbúa sem kemur með gleði, kraft og orku inn á sviðið. Ég er líka api sem elskar fimleika og er rosa fjörugur. Ég er líka í Hagerupfjölskyldunni, sem getur gert ótrúlegustu hluti. Ég geri þetta allt með gleðina að vopni! Sýningin öll er ein stór skemmtun!”

Ylfa Blöndal Egilsdóttir, 11 ára

Grunnskóli: Hofsstaðaskóli í Garðabæ. „Mér finnst skemmtilegast af öllu að dansa og syngja og leika. Ég elska að fara í útilegu og fara í sund og vera mjög lengi í baði. Ég leik krakka sem býr í Kardemommubæ. Það er mjög gaman að vera krakki í Kardemommubæ og ég væri til í að búa þar sjálf. Svo leik ég frosk og það reynir mjög mikið á lærin en er geggjað gaman. Rrrrribbitttt! Það er allt svo skemmtilegt í sýningunni en öll stóru atriðin eru skemmtilegust, þá erum við að syngja og dansa mest.”


Nýtt íslenskt barnaleikrit sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar

Æsispennandi háskaför um hafdjúpin


Enn heillar Ævar Þór börnin upp úr skónum

Börnin ráða ferðinni í ævintýralegri leikhúsferð


Starfsfólk Þjóðleikhússins Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Kristín Ólafsdóttir, þjónustu- og upplifunarstjóri Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri nýrra leikhúsgesta Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Gréta Kristín Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Kjallarans og Loftsins Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur

Leikarar Arnmundur Ernst Backman Atli Rafn Sigurðarson Baldur Trausti Hreinsson Birgitta Birgisdóttir Bjarni Snæbjörnsson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Edda Björgvinsdóttir Eggert Þorleifsson Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Gunnar Smári Jóhannesson Hallgrímur Ólafsson Hákon Jóhannesson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Hilmir Snær Guðnason Ilmur Kristjánsdóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Ragnheiður K. Steindórsdóttir Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Örn Árnason

Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Silfá Auðunsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Kristín Hauksdóttir María Dís Cilia

Leikmyndasmíði Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Michael John Bown, yfirsmiður Arturs Zorģis Haraldur Levi Jónsson Valdimar Róbertsson

Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Leila Arge Hljóð Kristinn Gauti Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Elvar Geir Sævarsson Kristján Sigmundur Einarsson Ljós Halldór Örn Óskarsson, deildarstjóri Hermann Karl Björnsson Jóhann Bjarni Pálmason Jóhann Friðrik Ágústsson Ólafur Ágúst Stefánsson Leikmunir Trygve Jónas Eliassen, deildarstjóri Ásta Sigríður Jónsdóttir Halldór Sturluson Högni Sigurþórsson Mathilde Anne Morant

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Í sjötíu ár hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Svið Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Gísli Bjarki Guðmundsson Gröndal Jón Stefán Sigurðsson Rebecca Scott Lord Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Erna María Rafnsdóttir Halla R. H. Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir Kolka Heimisdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Óðinn S. Ágústsson, forstöðumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Helga Einarsdóttir, ræsting Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Ligita Gaidele, ræsting Davíð Gunnarsson, bakdyravörður Gautur A. Guðjónsson, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir


Í Þjóðleikhúsinu er á boðstólum ýmislegt skemmtilegt tengt sýningunni á Kardemommubænum, svo sem stuttermabolir, derhúfur, nestisbox, sundpokar, drykkjarkönnur og geisladiskur með tónlistinni úr sýningunni!


Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.