1
Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Hörður Sveinsson, Jorri og fleiri. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskránni eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningin tekur um eina klukkustund og fimmtán mínútur. Ekkert hlé. Þjóðleikhúsið Leikárið 2020–2021. 72. leikár, 3. viðfangsefni. Frumsýning í Kassanum 25. september 2020. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.
2
Kópavogskrónika Leikverk eftir Silju Hauksdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur byggt á bók Kamillu Einarsdóttur
3
Leikarar Ilmur Kristjánsdóttir Arnmundur Ernst Backman Þórey Birgisdóttir
Listrænir stjórnendur Leikstjórn Silja Hauksdóttir
Tónlist Auður
Leikmynd og búningar Sigríður Sunna Reynisdóttir
Hljóðmynd Kristján Sigmundur Einarsson
Lýsing Jóhann Bjarni Pálmason
4
Aðstoðarmaður leikstjóra Anna María Tómasdóttir
Leikmunadeild Mathilde Anne Morant - yfirumsjón
Sýningarstjórn Guðmundur Erlingsson
Tæknistjórn Áslákur Ingvarsson Ásta Jónína Arnardóttir
Sýningarstjórn á sýningum Guðmundur Erlingsson Tómas Helgi Baldursson Hönnun myndefnis Víðir Sigurðsson Leikgervadeild Tinna Ingimarsdóttir - yfirumsjón Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Hildur Ingadóttir Silfá Auðunsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Búningadeild Sigurbjörg Stefánsdóttir - yfirumsjón
Leikmynd, tæknileg útfærsla Hákon Örn Hákonarson Leikmyndarvinna og smíði Atli Hilmar Skúlason Dagur Alex Ingason Gísli Bjarki Guðmundsson Haraldur Levi Jónsson Helgi Þórsson Reynir Þorsteinsson Sérstakar þakkir fyrir handritsráðgjöf María Reyndal Ólafur Egill Egilsson.
5
6
7
Kópavogskrónika og leikhúsið Kamilla Einarsdóttir, höfundur skáldsögunnar, skrifar
Ég var harðákveðin í því að skipta mér ekkert af þessu leikriti. Ég ætlaði alls ekki að koma nálægt því eða leikhúsinu á nokkurn hátt. Ég ætlaði bara að mæta í frumsýningarpartíið og helst ekki skandalísera meira þar en svo að það yrði búið að jafna sig svona viku seinna. Ég varð mjög upp með mér þegar Ilmur og Silja höfðu samband við mig til að tékka á því hvernig mér litist á að þær myndu gera leikrit úr bókinni minni. Mér finnst alltaf heiður þegar einhver gerir nýtt listaverk byggt á öðru slíku og mér fannst mikilvægt að ég væri ekki að þvælast of mikið fyrir þeim. Þær ættu að fá pláss til að búa til sitt verk um Hamraborgina. Ég treysti þeim líka 100% og það einfaldaði mér það að sleppa tökunum á verkinu. Mér hefur í mörg ár fundist þær svo snjallar, fyndnar og kúl að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af Kópavogskróniku. Hvað sem þær myndu gera þá yrði gaman fyrir mig að sjá það. En ég vildi líka alls ekki þurfa að mæta á æfingar því ég var svo hrædd um að lenda í leikaratali. Ef ég myndi lenda í sama herbergi og einhver sem færi að tala um hvernig væri hægt að „leika sér með rýmið“ eða spá í „hvarfpunkt senu“ eða...og ég get varla skrifað þetta án þess að fá hroll… „finna hvar persóna er næst manneskjubarninu“ þá væri ég hrædd um að það væri bara ágætur séns á að ég myndi ranghvolfa svo harkalega í mér augunum að þau myndu bara rúlla alla leið út úr hausnum á mér. Bara týnast einhver staðar neðst í tröppunum í Kassanum og ég yrði sjónlaus það sem eftir væri. Það sem verra væri, þá myndi uppgötvast að ég veit ekki einu sinni hvað neitt af þessu þýðir. Svo ég bað Silju og Ilmi að vera ekki að búast neitt mikið við mér á svæðinu. Ég ætti enn eftir að sjá svo margt.
8
En svo skellti ég mér á haustkynningu í Þjóðleikhúsinu þar sem sagt var frá verkum næsta vetrar. Ég hafði frétt að stundum væri eftir það boðið upp á uppáhaldsdrykkinn minn: ókeypis bjór. Ég man ekki hvernig ég komst að því. Ég er bara með eitthvert innra málmleitartæki sem finnur alltaf slíkt gull. Það má deila um hvort það sé náðargáfa eða böl. En hvað sem því líður, þá var á þessari kynningu bara fullt af leikurum og leikhúsfólki og það var bara allt í lagi og jafnvel bara skemmtilegt að fylgjast með þeim. Ein manneskja þetta kvöld heillaði mig samt alveg sérstaklega og það var leikmyndahönnuðurinn Sigríður Sunna Reynisdóttir. Hún var bara með svo merkilegar pælingar um hvernig það væri hægt að segja alls konar með áferð og lit efna. Eitthvað sem ég hef aldrei pælt mikið í en hljómaði svo spennandi þegar hún útskýrði það. Mér fannst þess vegna alveg geggjað þegar ég fékk að vita að hún myndi sjá um leikmyndina í Kópavogskróniku. Ég held að ég hafi mætt hálftíma of snemma á fyrsta samlesturinn. Því ég var svo spennt að hitta hana. Þar útskýrði hún alls konar sem ég skildi ekki en hljómaði mjög skemmtilega. Þar var líka uppáhaldstónlistarmaðurinn minn Auður og hinir leikararnir í verkinu: Þórey og Arnmundur svo ég þurfti að hafa mig alla við að láta eins og ég væri bara alltaf í kringum svona stjörnur, annars staðar en bara á Catalinu. Þannig gerðist það að ég fór að mæta mjög oft í leikhúsið og heillaðist. Leikmunadeildin eins og hún leggur sig er bara einhverjir snillingar. Ljósafólkið getur látið alls konar vessa leka út um allt. Bara að gamni sínu. Og ég er ekki einu sinni búin að nefna hljóðfólkið eða smiðina. Eða æðislega fólkið í miðasölunni sem hefur tekið mér af svo mikilli þolinmæði og skilningi og setur aldrei upp neinn svip þegar ég segist kannski þurfa plús einn miða á frumsýninguna, eins og það hafi nokkurn tímann verið meira en bara eintóm óskhyggja hjá mér að mér myndi takast að landa deiti nógu snemma fyrir það. Áður en þetta leikritastúss byrjaði hefði ég alltaf sagt að enginn staður á Íslandi gæti skákað Smiðjuhverfinu í töfrum og fegurð. En eftir þetta, þá er ég bara ekki frá því að Þjóðleikhúsið sé nálægt því.
9
10
11
12
Frelsandi að segja satt
Gréta Kristín Ómarsdóttir dramatúrg ræðir við höfunda leikgerðarinnar, Ilmi Kristjánsdóttur leikkonu og Silju Hauksdóttur leikstjóra
Skáldsaga Kamillu Einarsdóttur bar með sér hressandi andblæ þegar hún kom út árið 2018, og náði að fanga brot úr samtíma okkar með persónulegum og kankvísum stíl. Sagan er sögð frá sjónarhorni konu sem er með sínum hætti að gera upp skrautlega fortíð sína. Hún ávarpar fjarverandi dóttur sína og segir henni hispurslaust frá lífi sínu, skakkaföllum hversdagsins, bólförum og gloríum á galeiðunni, í tilraun til þess að skilja og setja hlutina í samhengi. Silja Hauksdóttir, leikstjóri sýningarinnar, og Ilmur Kristjánsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið, unnu sjálfar leikgerðina, en bókin hafði djúpstæð áhrif á þær báðar þegar þær lásu hana fyrst á sínum tíma. Ilmur segist hafa lesið hana í einum rykk og lýsir því hvernig sagan hafi „farið undir skinnið og inn í merg.“ Ilmur lýsir tilfinningunni við lesturinn eins og „að klóra sér ógeðslega fast í exemi, til að fullnægja einhverri þörf sem er bæði vond og góð.“ Silja tekur í sama streng og segist hafa upplifað eitthvað sérstakt þegar hún las þessa bók. „Ég var með tárin í augunum og hló með sjálfri mér á sama tíma. En ég var líka hrædd um að einhver myndi bösta mig, eins og ég væri að horfa á klám eða eitthvað.“
13
Í bókinni er sagt frá hlutum sem konur, mæður, og sérstaklega einstæðar mæður, mega ekki segja. „Þær mega kannski hugsa þessa hluti en ekki tala um þá opinskátt,“ bætir Silja við og segir að óborganlega húmórískur tónn bókarinnar sé svo góður; þar sé tekið á mikilvægum viðfangsefnum sem snerti mann djúpt en manni sé gefið tækifæri til að hlæja á meðan. Það sé margt átakanlegt í bókinni og þess vegna sé gott að fá að hlæja með því. Þegar talið berst að vinnu þeirra við leikgerðina segja þær að markmiðið hafi verið skýrt þegar þær byrjuðu að færa textann á sviðið. Markmiðið var að fanga þennan hispurslausa og hreinskilna tón þar sem húmor er notaður til að fjalla um viðfangsefni sem snertir mann djúpt. Þær segjast hafa gert ýmiss konar tilraunir með efnið og tekið alls konar tilhlaup að því að ramma söguna inn í leiktexta, meðal annars í formi söngleiks fyrir Stóra sviðið eða uppistands í Þjóðleikhúskjallaranum. Að endingu komust þær að þeirri niðurstöðu að tónninn kæmist best til skila í beinni frásögn aðalpersónunnar. „Við töldum að maður þyrfti að finna áþreifanlega fyrir þessum höfundi og þessari nafnlausu rödd sem segir frá og það er mjög skýrt að öll frásögnin er hennar. Þó svo að við förum inn í einhverjar aðstæður með öðrum persónum þá er alltaf skýrt að þetta er sprottið úr hennar höfði. Þetta er ekkert endilega sannleikur, þetta er hennar upplifun” segir Ilmur. Silja bætir við að nálægðin við áhorfendur og samtalið við þá sé mikilvægast. „En það er líka pláss og rými til þess að Hún stýri frásögninni algjörlega, þetta er hennar útgáfa af sögunni. Hún fær að kalla inn á sviðið endalausa hjálp frá hressu liði sem hjálpar henni að segja þessa sögu á hennar forsendum og þetta verður skýrara fyrir vikið.” Ilmur skýtur inn í að hjálpin sé Henni líka mikilvæg til að gera frásögnina fyndna. „Því Hún vill að þetta sé fyndið. Við komumst að því þarna á leiðinni að hennar stærsti ótti væri að vera leiðinleg.” Það að Hún stjórni frásögninni segja þær búa til ákveðna leit í sýningunni þar sem það sem gerist á sviðinu rími ekki endilega við hennar frásögn af atburðum. „Mér finnst þetta einmitt fallegt, svo ótrúlegt, að komast að því að það sem er sárast í þessari persónu
14
er það sem hún vill allra síst segja okkur. Þá er það ekki okkar hlutverk að öskra það út en það var gott að átta sig á hvað hún vildi ekki endilega tala um. Það þarf ekki að öskra það, en það er,” segir Silja. Ilmur tengir þetta við texta bókarinnar þar sem fyndnar frásagnir breytast eins og fyrir slysni í einhvern sársauka. Silja segir þetta mögulega til komið vegna þess að í aðstæðunum hafi Hún ekki haft jafn mikla stjórn og í frásögn hennar sem verður til eftir á. „En kannski er þetta einhvern veginn þægilega þerapískt að Hún allavega fær að vera veislustjóri þeirrar frásagnar í lokin. Þannig það er svona smá konfettí á sárin, sem er náttúrulega alltaf næs.” Við lifum á öld persónulegra frásagna og Kópavogskrónika er eitt afsprengi þess tíma sem við lifum á. Þar er sögð mikilvæg saga, segir Ilmur, því þar er tekist á við hugsanir og tilfinningar sem við megum helst bara rifja upp í sálfræðitíma. „En hér er Hún að tala út úr sársaukanum og það er það sem snertir svo við manni,” bætir Ilmur við. Það getur verið heilun fólgin í því að tala út úr sársaukanum og þess vegna vildu þær Silja og Ilmur setja Kópavogskróniku á svið, til að losa um eitthvað. „Kynslóð foreldra okkar er kannski svona leyndarmálakynslóð, það mátti aldrei tala um neitt. „En nú er öldin önnur og það er frelsandi að geta sagt satt. „Það er kannski þess vegna sem Kópavogskrónika á erindi, því hún er að segja satt,” segir Ilmur. „Og Hún segir ekki frá í þeim tilgangi að reyna að vera fyndin, og allra síst til að koma vel út. Við höfum komist að því að Hún gerir það af kærleika til komandi kynslóða, af kærleika til dóttur sinnar. Hún afhjúpar sjálfa sig og sína svörtustu breyskleika, kannski til þess að dóttir hennar eigi meiri séns á að skilja sín eigin sár. Sem hún hefur fengið í arf.” Ilmur klárar hugsunina með orðunum „Hún er að höggva á kynslóðasmit”. Eftir stutta þögn stekkur Ilmi bros. „Kannski. Ég veit það ekki”. Þær hlæja áður en þær segja þetta kannski komið gott, eftir þessar heimspekilegu yfirlýsingar. „Ég vona að ég muni textann minn. Krossa fingur“ segir Ilmur að lokum.
15
16
17
18
Ilmur Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild Lista-
háskóla Íslands vorið 2003. Hún hefur leikið í fjölda verkefna og samið leikið efni fyrir sjónvarp. Í Þjóðleikhúsinu hefur Ilmur meðal annars leikið í Englinum, Einræðisherranum, Íslandsklukkunni, Gerplu, Ívanov og Heddu Gabler. Meðal verkefna í Borgarleikhúsinu má nefna Svar við bréfi Helgu, Jeppa á fjalli, Línu langsokk, Úti að aka, Fólkið í kjallaranum, Ófögru veröld, Sölku Völku, Ausu Steinberg, Chicago, Púntila og Matta, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Terrorisma og Ræðismannsskrifstofuna. Ilmur lék meðal annars í kvikmyndunum Fúsa, Ófeigur gengur aftur, Brúðgumanum og Dís, og sjónvarpsþáttunum Ófærð, Stelpunum og Ástríði. Hún var meðal handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Stelpnanna og Ástríðar, sem hlutu fjölda tilnefninga til Eddunar. Ilmur hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Ívanov og var tilnefnd fyrir Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Íslandsklukkuna. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Stelpunum og var tilnefnd fyrir Ástríði, Brúðgumann og Dís.
Arnmundur Ernst Backman útskrifaðist úr leiklistar-
deild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur tekið þátt í margskonar verkefnum í leikhúsi og bíómyndum. Arnmundur lék í Atómstöðinni – Endurliti, Súper – þar sem kjöt snýst um fólk, Djöflaeyjunni, Óþelló, Húsinu, Ævintýrum í Latabæ, Karitas og Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu. Hann lék í Guð blessi Ísland, Jeppa á Fjalli og Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Hann lék í Útundan í Tjarnarbíói. Arnmundur hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Strákunum okkar og Veðramótum. Hann lék í sjónvarpsþáttaröðunum Shetland, Ófærð 2, Venjulegu fólki og Hamrinum. Arnmundur var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Súper og Djöflaeyjunni, og jafnframt fyrir söng í síðarnefndu sýningunni.
Þórey Birgisdóttir útskrifaðist af leikarabraut Lista-
háskóla Íslands vorið 2018. Í Þjóðleikhúsinu hefur hún leikið í Meistaranum og Margarítu, Shakespeare verður ástfanginn, Ronju ræningjadóttur, Kardemommubænum, Slá í gegn og Jónsmessunæturdraumi. Hún sá jafnframt um sviðshreyfingar í Shakespeare verður ástfanginn og Þitt eigið leikrit II. Áður en hún lauk námi tók hún þátt í Ævintýrum í Latabæ í Þjóðleikhúsinu og Mary Poppins og Galdrakarlinum í Oz í Borgarleikhúsinu. Auk þess hefur hún leikið og dansað með sjálfstæðum leikhópum, meðal annars í Ég býð mig fram, VIVID, Konubörnum, Dísu ljósálfi, Kæru Vinir, 10 skref blindandi og Vorblótinu. Hún lék í stuttmyndunum Thick Skin og Nýr dagur í Eyjafirði. Hún hefur einnig komið víða fram sem dansari, bæði á sviði og í sjónvarpi. Þórey fór með hlutverk Betty Lavender í páskaleikriti útvarpsleikhússins Ferðalög eftir Jón Gnarr. 19
20
Kamilla Einarsdóttir starfar sem bókavörður og rit-
höfundur. Hún birti sögu í Ástarsögum íslenskra kvenna árið 2017, „Læsi í Burkina Faso og aðrar aðferðir til að taka einhvern á löpp“. Árið 2018 sendi hún frá sér skáldsöguna Kópavogskróniku – Til dóttur minnar með ást og steiktum á vegum bókaforlagsins Bjarts. Áhugamál Kamillu eru risaeðlur, kastalar og sæt dýr. Hún man furðu mikið af þjóðhátíðardögum og getur farið í handahlaup. Kamilla byrjaði í MH, prófaði svo alla menntaskóla á landinu og útskrifaðist eftir 10 ár úr FÁ með 0 einingar í leikfimi en mjög margar í áföngum þar sem hún þurfti ekki að hlaupa eða teygja neitt. Prófaði svo japönsku, þroskaþjálfann og sagnfræði í Háskólanum. Kláraði ekkert af því. Hún hefur starfað við ýmislegt, verið bréfberi, útkastari og unnið einn vetur á strípibúllu. Hún hefur síðustu átta ár unnið á bókasafni og skrifað meðfram því.
Silja Hauksdóttir útskrifaðist með B.A.-gráðu í heimspeki frá
Háskóla Íslands árið 1999 og lærði kvikmyndagerð við FAMU í Prag árið 2003 og handritagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Hún úskrifaðist með M.F.A.-gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands 2018. Silja hefur skrifað handrit og leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsseríum um árabil. Hún skrifaði skáldsöguna Dís ásamt öðrum og leikstýrði samnefndri kvikmynd árið 2004. Hún hefur leikstýrt gamanþáttunum Stelpunum, Ríkinu og Ástríði, en síðastnefndu þættirnir hlutu Edduverðlaun fyrir besta leikna sjónvarpsefnið árið 2014. Einnig hefur hún leikstýrt tveimur Áramótaskaupum og verið einn af handritshöfundum. Silja leikstýrði kvikmyndinni Agnes Joy, sem var aðsóknarmesta íslenska kvikmynd síðasta árs. Silja leikstýrir Systraböndum sem nú er í vinnslu og er spennuþrungin sjónvarpssería sem frumsýnd verður á næsta ári.
Sigríður Sunna Reynisdóttir útskrifaðist vorið 2012 með
BATP gráðu af brúðuleikhús- og sviðshöfundabraut Royal Central School of Speech and Drama. Áður nam hún almennar bókmenntir og leikhúsfræði við HÍ og Universitá Karlova (BA) og textílhönnun við Skals School of Design and Crafts. Hún hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir ýmis leikhús og leikhópa, bæði hérlendis og erlendis, og tekið þátt í fjölda leiklistarhátíða. Í Þjóðleikhúsinu gerði hún leikmynd og búninga fyrir Ör og leikmynd fyrir Meistarann og Margarítu. Af verkefnum í Borgarleikhúsinu má nefna Tvískinnung, 1984, Hamlet litla, Vísindasýningu Villa og Lóaboratoríum. Einnig hefur hún hannað fyrir LA, ÍD og leikhópa í Tjarnarbíói. Hún er annar stofnenda leikhópsins VaVaVoom sem hefur sett upp verðlaunaðar sýningar sem hafa verið sýndar á leiklistarhátíðum víða erlendis. 21
Auður er listamannsnafn tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar.
Auður hefur allt frá því að plata hans Afsakanir kom út árið 2018 verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, en hann vakti strax mikla athygli þegar hann hlaut verðlaunin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Á skömmum ferli hefur AUÐUR skrifað undir plötusamning við SONY DK, hitað upp fyrir Post Malone, farið í tónleikaferðalag um Evrópu, komið fram á The Great Escape, Way Out West, Roskilde Festival, Secret Solstice, Airwaves og víðar og samið með virtum lagahöfundum um allan heim. Meðal vinsælustu laga hans eru I‘d Love, Freðinn og Enginn eins og þú, sem var mest spilaða lag ársins á RÁS2 og Bylgjunni 2019. Einnig gaf hann út á þessu ári verkið „ljós“, sem vakti mikla athygli. Auður hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2019 sem flytjandi ársins og fyrir lag ársins og árið 2020 hlaut hann verðlaunin sem söngvari ársins og flytjandi ársins, og fyrir lag ársins.
Jóhann Bjarni Pálmason nam ljósahönnun í Central School
of Speech and Drama í London. Hann starfaði sem ljósameistari Íslensku óperunnar 1985 til 2008 og lýsti meðal annars La Chenerentola, Rakarann í Sevilla, Rigoletto og Carmina Burana. Meðal verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Upphaf, Ör, Frida, Hart í bak og Leigjandinn. Hann hefur hannað lýsingu fyrir fjölmörg leikhús og leikhópa, meðal annars Íslenska dansflokkinn, Alþýðuleikhúsið og Pé leikhópinn. Hann hannaði lýsingu fyrir Macbeth, Kirsuberjagarðinn og Rhodymenia Palmata fyrir Frú Emilíu, Tristan og Ísól fyrir Augnablik, Hart í bak, Undir berum himni, Sek og Lísu í Undralandi fyrir Leikfélag Akureyrar, Kabarett og Ævintýrið um Augastein fyrir Leikhópinn á Senunni og Skrímslið litla systir mín fyrir Leikhúsið 10 fingur.
Kristján Sigmundur Einarsson lauk hljóðtækninámi
við SAE Institute í London árið 2011. Hann hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2013 og hannað hljóðmyndir fyrir fjölda sýninga. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hljóðmynd ársins ásamt Eggert Pálssyni fyrir Ofsa og hefur auk þess verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Segulsvið og Engilinn. Kristján hefur starfað við fjölda hljóðverkefna utan leikhússins og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum.
22
23
24
25
Starfsfólk Þjóðleikhússins Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Kristín Ólafsdóttir, þjónustu- og upplifunarstjóri Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri nýrra leikhúsgesta Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Gréta Kristín Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Kjallarans og Loftsins Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur
Leikarar Arnmundur Ernst Backman Atli Rafn Sigurðarson Baldur Trausti Hreinsson Birgitta Birgisdóttir Bjarni Snæbjörnsson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Edda Björgvinsdóttir Eggert Þorleifsson Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Gunnar Smári Jóhannesson Hallgrímur Ólafsson Hákon Jóhannesson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Hilmir Snær Guðnason Ilmur Kristjánsdóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Ragnheiður K. Steindórsdóttir Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Örn Árnason
Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Silfá Auðunsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Kristín Hauksdóttir María Dís Cilia
Leikmyndasmíði Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Michael John Bown, yfirsmiður Arturs Zorģis Haraldur Levi Jónsson Valdimar Róbertsson
Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Leila Arge Hljóð Kristinn Gauti Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Elvar Geir Sævarsson Kristján Sigmundur Einarsson Ljós Halldór Örn Óskarsson, deildarstjóri Hermann Karl Björnsson Jóhann Bjarni Pálmason Jóhann Friðrik Ágústsson Ólafur Ágúst Stefánsson Leikmunir Trygve Jónas Eliassen, deildarstjóri Ásta Sigríður Jónsdóttir Halldór Sturluson Högni Sigurþórsson Mathilde Anne Morant
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Í sjötíu ár hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Svið Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Gísli Bjarki Guðmundsson Gröndal Jón Stefán Sigurðsson Rebecca Scott Lord Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Erna María Rafnsdóttir Halla R. H. Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir Kolka Heimisdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Óðinn S. Ágústsson, forstöðumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Helga Einarsdóttir, ræsting Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Ligita Gaidele, ræsting Davíð Gunnarsson, bakdyravörður Gautur A. Guðjónsson, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.
Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Fyndið, hlýtt og áleitið verk sem hittir þig beint í hjartastað
27
Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is
28