Lára og Ljónsi

Page 1

1


Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri o.fl. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningin tekur um 45 mínútur.

Þjóðleikhúsið 73. leikár, 2021–2022 Frumsýning á Litla sviðinu 13. nóvember 2021 Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

2


Birgitta Haukdal

Lára og Ljónsi Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson

Þjóðleikhúsið 2021 - 2022 3


Leikarar Lára

Þórey Birgisdóttir

Ljónsi

Bjarni Kristbjörnsson

Pabbi / Atli Kjartan Darri Kristjánsson

Listrænir stjórnendur Leikstjórn Guðjón Davíð Karlsson

Lýsing Jóhann Bjarni Pálmason

Tónlist og söngtextar Birgitta Haukdal

Hljóðhönnun Elvar Geir Sævarsson

Leikmynd og búningar María Th. Ólafsdóttir

Myndbandshöfundur Signý Rós Ólafsdóttir

Aðrir aðstandendur sýningarinnar Sýningarstjórn og umsjón Jón Stefán Sigurðsson Tæknistjórn á sýningum Ásta Jónína Arnardóttir Teikningar Anahit Aleqsanian Leikgervadeild Hildur Ingadóttir – yfirumsjón sýningar Búningadeild Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir – yfirumsjón Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Berglind Einarsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð

4

Leikmunadeild Mathilde Anne Morant – yfirumsjón sýningar Áshildur María Guðbrandsdóttir Silfá Auðunsdóttir Unnur Día Karlsdóttir Leikmyndargerð Hildur Evlalía Unnarsdóttir – teymisstjóri Michael John Bown – smiður Arturs Zorģis – smiður Haraldur Levi Jónsson – smiður Brynja Kristinsdóttir – málari Elísabet Arna Valsdóttir – málari Kolbrún Lilja Torfadóttir – aðstoð við leikmuni


Kæru vinir Láru og Ljónsa! Innilegar þakkir fyrir komuna í leikhúsið. Það er dásamleg tilfinning að sjá elsku Láru og Ljónsa lifna við á leiksviðinu. Láru-ævintýrið mitt byrjaði þegar ég bjó úti í Barselóna á Spáni með manninum mínum og syni. Víkingur Brynjar var þá á aldrinum tveggja til fimm ára. Á þessum árum átti ég erfitt með að finna íslenskar bækur sem vöktu áhuga hjá honum og því ákvað ég að skrifa bara sjálf fyrir hann bók. Þar fæddist fyrsta bókin, Lára fer í flugvél, og svo stuttu síðar kom Lára lærir að hjóla. Hið fallega vinasamband Láru og Ljónsa heillaði hann og hann gat speglað sitt eigið líf í daglegu lífi þeirra. Í sama mánuði og fyrstu bækurnar komu út eignaðist ég svo stúlku, Sögu Júlíu, sem hefur alist upp með sögunum af Láru og Ljónsa og veitt mér innblástur. Það er gefandi tilfinning að skapa fyrir börnin sín. Ferlið verður svo skemmtilegt og fyrsta lestrarstundin með nýja bók er alltaf jafn töfrandi. Sem lítil stelpa á Húsavík hafði ég sérstaklega gaman af bókum þar sem ég gat sett mig í spor aðalsögupersónunnar og látið mig dreyma að ég væri hún. Við vinkonurnar skrifuðum bækur og stofnuðum okkar eigið bókasafn í bílskúrnum heima. Okkur fannst skrifin skemmtileg og ekki var það síður heillandi tilhugsun að ímynda okkur að við ynnum á alvöru bókasafni, umkringdar bókum og ævintýrum allan daginn. Árið 2018 hafði ég samband við Góa og bað hann að vinna með mér að barnaleikriti sem ég hafði skrifað hugmynd að. Gói er einn af okkar bestu leikurum og leikstjórum og það kom ekki til greina í mínum huga að fá neinn annan að verkinu. Hann hefur sannað það hve einstakt lag hann hefur á að skapa fyrir börn og gleðja þau. Við unnum því saman leikgerðina að jólasögu Láru og Ljónsa og ég samdi tónlistina. Gói tók einnig að sér leikstjórn og er ég mjög þakklát fyrir hans vinnu við sköpun þessarar sýningar. Mikið vona ég að þið öll hafið notið stundarinnar með Láru og Ljónsa. Ég óska ykkur notalegrar jólahátíðar með ykkar nánustu. Kveðja, Birgitta Haukdal 5


Velkomin í leikhúsið

Ó, verið velkomin í leikhúsið. Hjartanlega velkomin í leikhúsið. Nú kveikjum við á afli ímyndunar í töfraheimi gleði og hamingjunnar. Ú, allskyns töfra þú finnur í leikhúsi, rigningu, sól og snjókorn í leikhúsi. Jafnvel lifandi, sætan ljónabangsa, alvöru skrímsli og jólasveina. Njótum öll saman í leikhúsi. Gleymum okkur smástund í leikhúsi. Syngjum, leikum, hlæjum, höfum gaman. Klöppum í lokin síðan saman. Leggjum við hlustir í leikhúsi. Ímyndum okkur í leikhúsi. Dansinn dunar dátt. Ljósin skína skært. Lára og Ljónsi í leikhúsi. 6


7


8


9


10


11


12


Hvar ertu, Ljónsi?

Í morgun vaknaði ég ein. Vaknaði ég of seint, allt of seint. Þú varst farinn frá mér þá. Var ég of sein, vaknaði of seint. Ég er að leita að þér því ég vil hafa þig hér. Hvar ertu, Ljónsi? Minn vinur, Ljónsi. Ég er að leita að þér því ég sakna þín hér. Ó, Ljónsi! Hvar ertu, Ljónsi? Í skónum skildir eftir bréf, lítið bréf handa mér. Nú ertu horfinn burt frá mér. Bara eitt bréf, hér handa mér. 13


Jólaskraut

Ég elska jólaskraut. Við elskum jólaskraut. Stjörnur, kúlur, seríur úti um allt. Ég elska jólaskraut. Við elskum jólaskraut. Glimmer og gervisnjórinn umlykur allt. Hengjum upp jólaskrautið. Leyfum því að lifna við. Svífandi englar og óróar úti um allt. Kúlu set á jólatréð. Og litla gjöf handa þér. Með fallegu skrautinu rifjast upp minningar. Setjum upp jólaskraut. Við föndrum jólaskraut. Límband, pappír og borðar úti um allt. Ég föndraði gjöf handa þér. Ha? Er þessi gjöf handa mér? Fallega skreytt jólatréð. Glitrandi stjarnan hún fer. beint upp á toppinn og lýsir upp hátíðina.

14


15


16


Hressa lagið

Leikum saman, Lára mín. Leirum saman, kæra vinkona. Leikum saman, Lára mín. Það styttist í að Ljónsi komi aftur heim. Nú ætla ég að galdra, kæra vinkona. Galdra piparkökur fyrir þig. Leggjum núna leirinn beint á plötuna. Og svo fletjum og svo skerum og við vonum að það lifni við. Beint fyrir framan þig.

17


Frumsýnt í janúar

18


Lokalag

Takk fyrir komuna í leikhúsið. Gaman að sjá ykkur í leikhúsi. Í dag við höfum brallað margt saman. Ó, svo ótrúlega gaman. Lára og Ljónsi í leikhúsi. Jólatöfrar í leikhúsi. Nú við óskum ykkur gleðilegra jóla. Og megið‘ þið hátíðanna njóta.

19


Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

20


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.