TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í VETUR
FJÖLBREYTT OG SPE LEIKÁR 2011–2012
A DI
KÆRI LEIKHÚSU
A DI
Eftir einstaklega vel heppnað leikár í Þjóð leikhúsinu síðastliðinn vetur og mestu aðsókn í áraraðir verður hvergi slegið af hvað varðar metnað og fjölbreytni á nýju leikári. Fyrsta frumsýning haustsins verður á nýju verki eftir hinn margverðlaunaða skáld sagnahöfund Auði Övu Ólafsdóttur sem sendir nú frá sér leikrit í fyrsta sinn. Að sýn ingunni kemur einvala lið kvenna, Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir og Kristbjörg Kjeld fer með aðalhlutverkið. Að frátöldum sýn ingum frá síðasta leikári, en sýningar á Bjart með köflum hefjast aftur fyrstu helgina í september, hefst dagskráin á Stóra sviðinu á endurf rumsýningu á geysivinsælli sýningu, Listaverkinu eftir Yasminu Reza í leikstjórn Guðjóns Pedersens. Sýningin sló í gegn í Þjóðleikhúsinu árið 1997 en þeir Baltasar Kormákur, Hilmir Snær og Ingvar E. Sigurðs son fara með hlutverk vinanna þriggja. Hreinsun eftir Sofi Oksanen verður frum sýnd á Stóra sviðinu í október, en skáldkonan fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók byggða á leikritinu á síðasta ári. Stefán Jónsson leikstýrir og Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem gengur nú til liðs við Þjóðleikhúsið, fer með lykilhlutverk í sýning unni. Á jólum sviðsetur hinn fjölhæfi og reyndi leik húsmaður Kjartan Ragnarsson Heimsljós eftir Halldór Laxness í eigin leikgerð, en síðasta þrekvirki Kjartans af svipuðu tagi á fjölum Þjóðleikhússins var Sjálfstætt fólk í magnaðri sviðsetningu fyrir rúmum áratug. Heimsljós er þriðja stóra Laxnesssýningin sem Þjóðleik húsið setur upp á skömmum tíma, en Íslands klukkan í sviðsetningu Benedikts Erlingsson ar og Gerpla í sviðsetningu Baltasars Kormáks hafa báðar hlotið frábærar viðtökur gesta hér heima og nú einnig erlendis, en Gerpla gerði strandhögg í Noregi í vor við góðan orðstír. Íslandsklukkan verður áfram á fjölum leik hússins eftir áramót, þriðja leikárið í röð, enda ekkert lát á aðsókn. Það er mikil auðlegð fólgin í þeim bókmenntaarfi sem skáldið Halldór Laxness skildi eftir sig og mikil og spennandi ögrun fyrir áræðið og hæfileikaríkt leikhús listafólk að skila hugmyndaheimi hans til áhorfenda af leiksviði. Stórsýning ársins verður ný sviðsetning á Vesalingunum, einum magnaðasta söngleik
allra tíma, þar sem frábær saga og heillandi tónlist skapa listaverk sem á sér vart hlið stæðu á leiksviði. Þjóðleikhúsið var á sínum tíma meðal fyrstu leikhúsa sem sviðsettu Vesalingana, tveimur árum eftir frumupp færsluna í London, en verkið hefur síðan þá farið sigurför um heiminn. Sviðsetning Þjóð leikhússins árið 1987 naut gífurlegra vinsælda og við ætlum okkur ekkert minna núna, enda allt kapp lagt á að gera sýninguna sem glæsi legasta. Leikstjóri er Selma Björnsdóttir. Eftir áramót verða leikin í Kassanum tvö af meistaraverkum tuttugustu aldarinnar, Dag leiðin langa eftir Eugene O'Neill í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og Afmælisveisl an eftir Harold Pinter í leikstjórn Baltasars Kormáks. Dagskráin fyrir yngstu leikhúsgestina verður fjölbreytt að vanda, Ballið á Bessastöðum heldur áfram á Stóra sviðinu og nýtt verk eftir Áslaugu Jónsdóttur, Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, verður frumf lutt í Kúlunni, en þetta er þriðja verkið sem þessi vinsæli barnabókahöfundur skrifar fyrir Þjóðleikhúsið. Haustið í Kúlunni byrjar með Sögustund, en síðastliðin tvö ár hefur börn um í efstu deildum leikskóla verið boðið á Sögustund á skólatíma með kennurum sínum og hafa þúsundir barna notið þeirrar reynslu. Nú verður Sögustundin ekki aðeins fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu og í nágranna sveitarfélögum, heldur fá börn á Norðurlandi líka að njóta. Spennandi samstarfsverkefni prýða einnig verkefnaskrána, auk þess sem leikhúsið tekur á móti sýningum í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Leikárið hefst með opnu húsi þann 27. ágúst þar sem gestum og gangandi verður boðið að skoða leikhúsið og njóta skemmtunar og veitinga. Við vonum að dagskrá leikársins veki áhuga þinn og viljum vekja athygli þína á því að besta og hagkvæmasta leiðin til að tryggja sér öruggt sæti er að kaupa leikhúskort fyrir veturinn. Við hlökkum til að taka á móti þér í vetur! Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri
Þjóðleikhúsið \ Miðasölusími: 551 1200 \ Skiptiborð: 585 1200 \ Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is Netfang Þjóðleikhússins: leikhusid@leikhusid.is \ Heimasíða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is Kynningarbæklingur Þjóðleikhússins, ágúst 2011 \ Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir markaðsstjóri \ Kynningartextar: Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur í samvinnu við listræna aðstandendur \ Ljósmyndir: Eddi. Ljósmynd af Sjöundá: Númi Þorvarsson. Ljósmyndir vegna annarra samstarfsverkefna: Ýmsir \ Teikning fyrir Skýjaborg: Hildur Hermanns \ Útgefandi: Þjóðleikhúsið \ Hönnun og umbrot: PIPAR\TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja \ Ábyrgðarmaður: Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri.
LEIKÁRIÐ 2011–2012
Listaverkið
Hreinsun
Heimsljós
Vesalingarnir
Svartur hundur prestsins
Dagleiðin langa
Afmælisveislan
Hlini kóngsson – Sögustund
eftir Yasminu Reza Frumsýning á Stóra sviðinu 29. september
eftir Auði Övu Ólafsdóttur Frumsýning í Kassanum 17. september
eftir Sofi Oksanen Frumsýning á Stóra sviðinu 20. október
eftir Eugene O’Neill Frumsýning í Kassanum í febrúar
eftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember
eftir Harold Pinter Frumsýning í Kassanum í mars
eftir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg Frumsýning á Stóra sviðinu í lok febrúar
Frumsýning í Kúlunni 21. september
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu
Ballið á Bessastöðum
Bjart með köflum
Allir synir mínir
Íslandsklukkan
Leitin að jólunum
Með berum augum
Verði þér að góðu
Kjartan eða Bolli
On Misunderstanding
Skýjaborg
Gæludýrin
Hvað EF - skemmtifræðsla
Svartfugl
Pétur Gautur
Leikhúskjallarinn
eftir Áslaugu Jónsdóttur Frumsýning í Kúlunni 28. desember
eftir Halldór Laxness í leikgerð Benedikts Erlingssonar Tekið upp á Stóra sviðinu í apríl
Sögusvuntan og 10 fingur Sýningar í Kúlunni í október
eftir Guðmund Inga Þorvaldsson, Gunnar Sigurðsson og fleiri Sýningar fyrir skólahópa í Kassanum
eftir Gerði Kristnýju Tekið upp á Stóra sviðinu 28. ágúst
eftir Þorvald Þorsteinsson Tekið upp á Leikhúsloftinu í lok nóvember
eftir Margréti Bjarnadóttur Sýningar í Kassanum í byrjun janúar
í leikgerð Aldrei óstelandi Frumsýning í Kúlunni eftir áramót
eftir Ólaf Hauk Símonarson Tekið upp á Stóra sviðinu 2. september
Bakaríið Frumsýning í Kúlunni 3. september
danssýning fyrir börn eftir Tinnu Grétarsdóttur Frumsýning í Kúlunni í mars
eftir Henrik Ibsen Sýningar á Listahátíð í Reykjavík í vor
eftir Arthur Miller Örfáar aukasýningar á Stóra sviðinu í nóvember
Ég og vinir mínir Tekið upp í Kassanum á Lókal í september
eftir Braga Ólafsson Leikhópurinn Blink Frumsýning í Kassanum í maí
býður upp á fjölbreytta dagskrá í allan vetur
Glæstur ára gur á GríMuverðlau ahátíði i Þjóðleikhúsið átti glæsilegri velgengni að fagna þegar Gríman – íslensku leiklistarverðlaunin voru veitt á liðnu vori en Lér konungur eftir William Shakespeare, sem frumsýnd var á Stóra sviði Þjóðleikhússins á liðnum jól um, var valin besta sýning leikársins 2010–2011. Sýningin var tilnefnd til ellefu Grímuverðlauna og hlaut alls sex verðlaun: • Leiksýning ársins • Leikstjóri ársins: Benedict Andrews • Leikari ársins í aðalhlutverki: Arnar Jónsson • Leikari ársins í aukahlutverki: Atli Rafn Sigurðarson • Leikkona ársins í aukahlutverki: Margrét Vilhjálmsdóttir • Tónlist ársins: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir Aðeins einu sinni áður hefur leiksýning hlotið jafn mörg Grímuverðlaun, en það var sviðsetning Þjóðleikhússins á Utan gátta eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur árið 2009. Metið þar á undan átti önnur sýning Þjóðleikhússins, Pétur Gautur í leikstjórn Baltasars Kormáks, en hún var valin sýning ársins árið 2006 og hlaut samtals fimm Grímuverðlaun. Það er Þjóðleikhúsinu sérstakt ánægjuefni að tilkynna að í undirbúningi er ný sviðsetning Benedicts Andrews á Macbeth eftir William Shakespeare, en sýningin verður á verkefnaskrá Þjóðleikhússins leikárið 2012–2013.
UMRÆÐUR EFTIR 6. SÝ I GU Í vetur býður Þjóðleikhúsið upp á umræður með þátttöku leikara og listrænna aðstandenda eftir 6. sýningu á þeim leikverkum sem tilgreind eru hér til hliðar. Að sýningu lokinni gefst áhorfendum þannig kostur á að kynnast nánar vinnu leikhópsins og listrænni sýn. Boðið er upp á umræður eftir 6. sýningu á þessum sýning um:
• Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Vesalingarnir • Svartur hundur prestsins • Dagleiðin langa • Afmælisveislan
OPIÐ HÚS 27. ÁGÚST Í ÞJÓÐLEIKHÚSI U Við opnum Þjóðleikhúsið upp á gátt fyrir þjóðinni þann 27. ágúst kl. 14.00–17.00 og bjóðum upp á vandaða skemmtidagskrá á Stóra sviðinu, grillaðar pylsur og fjör á göngunum.
Allir velkomnir!
LEIKHÚSKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSI S
Áskrift að a dlegri 00 2 1 1 55 æri gu á 33% lægra verði S
m ið ím i í
asölu
Þú velur þær fjórar sýningar sem þú vilt sjá. Auk þess bjóðum við ungmennakort með 42% afslætti og frumsýningarkort sem tryggir þér fast sæti á frumsýningar á Stóra sviðinu
LEIKHÚSKORT 4 leiksýningar Aðeins
11.900 kr.
FRUMSÝ I GARKORT Fast sæti á frumsýningar á Stóra sviðinu
20.000 kr.
33% afsláttur
Þú velur fjórar af eftirtöldum sýningum: • Vesalingarnir • Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Svartur hundur prestsins • Dagleiðin langa • Afmælisveislan • Bjart með köflum • Allir synir mínir • Gæludýrin
Fast sæti á frumsýningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins á leikárinu: • Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Vesalingarnir
U GME
9.900
Þú velur fjórar af eftirtöldum sýningum: • Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Svartur hundur prestsins • Dagleiðin langa • Afmælisveislan • Bjart með köflum • Allir synir mínir • Gæludýrin
Ef þú kemst ekki á þínu sýningarkvöldi geturðu flutt miðann þinn yfir á annað kvöld þegar viðkomandi sýning er á fjölunum. Kortagestir fá 700 kr. afslátt af almennu miðaverði á aðrar sýningar en þeir hafa valið, að undanskildum barnasýningum og sýningum í Leikhúskjallara.
Hægt er að greiða korti
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI 4 leiksýningar kr. Aðeins 42% afsláttur
Með léttgreiðsluM!
Þú getur keypt kortin á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is, í miðasölunni við Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
Athugið að kortin eru aðeins í sölu 15. ágúst–30. september.
Vertu vinur okkar á Facebook, þú gætir unnið leikhúskort!
LISTAVERKIÐ eftir Yasminu Reza í leikstjórn Guðjóns Pedersens
Feykivinsæl sýning aftur á svið – fjórtán árum síðar!
„Prump ... hvítt prump, það er orðið yfir það!“
Leikstjórn: Guðjón Pedersen
Mörgum leikhúsunnendum er í fersku minni hin geysiv insæla sýning Þjóðleikhússins, Listaverkið, þar sem þrír af vinsælustu leikhúslistamönn um okkar, þeir Hilmir Snær, Ingvar og Baltasar Kormákur fóru á kostu m. Á ný sameina þeir nú krafta sína á leiksviði undir leikstjórn Guðjóns Pedersens og snúa aftur í sömu hlutverkum.
Leikmynd: Guðjón Ketilsson
Listaverkið er bráðfyndinn gamanleikur með heimspekilegum undirtóni um þrjá góða vini og alvarlega uppá komu í samskiptum þeirra. Húð sjúkdómalækni ri nn Serge hefur keypt sér fokdýrt málverk sem sýni r ekkert annað en hvítan flöt. Við það getur vinur hans Mark bara alls ekki sætt sig og eru fyrir því ýmsa r ástæðu r. Hvoru m þeirra á þriðji vinu ri nn, Ivan, eiginlega að vera sammála? Fyrr en varir er fjandinn laus.
Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason,
Listaverkið er eitt allravinsæla sta leikr it síðustu árat uga. Verkið var frumflutt í París árið 1994 og hlaut hin eftirsóttu Molière-verðlaun. Síðan þá hefur það verið sýnt við miklar vinsældi r víðsvegar um heimi nn. Sýni ng verksi ns í London hlaut Laurence Olivier- og Evening Standard-verðlauni n og verkið hlaut Tony-verðlauni n þegar það var sýnt í New York. Þjóðleikhúsið frumsýndi Listaverkið árið 1997 og sýndi við mikla r vinsældi r á Litla sviðinu og í Loftk astalanum.
Búningar: Guðjón Ketilsson og Berglind Einarsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Þýðing: Pétur Gunnarsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson
Frumsýnt 29. september
LEIKHÚSKORT GILDIR
Sýnt á Stóra sviðinu
FRUMSÝ I GARKORT GILDIR
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
Allar kvÜldsýningar hefjast kl. 19.30
Allar kvÜldsýningar hefjast kl. 19.30
HREI SU eftir Sofi Oksanen í leikstjórn Stefáns Jónssonar
Áleitið og óvægið skáldverk sem vakið hefur mikið umtal. Í senn saga um baráttu kúgaðra og niðurlægðra einstaklinga og reynslu heillar þjóðar af harðstjórn og ófrelsi. „Því að sá sem semur sig að þeim sem hafa völdin mun búa við öryggi …“ Hreinsun er meðal umtöluðustu skáldverka undan farinna ára. Leikritið var frumf lutt í finnska Þjóð leikhúsinu árið 2007 og í kjölfarið skrifaði höfu ndu r inn skáldsögu upp úr efni þess sem farið hefur líkt og eldur í sinu um Evrópu, víða orðið metsölubók og sankað að sér verðlaunu m. Oksanen hlaut Bók menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Hreinsun á liðnu ári. Skáldsagan kom út hjá Máli og menningu í fyrra og hefur notið mikillar hylli íslenskra lesenda. Leikritið hefst stuttu eftir að Eistland öðlast sjálfstæði á tíunda áratug liðinnar aldar. Á litlum eistneskum sveitabæ býr gömul kona, Aliide, safna r jurtum og sultar ber, líkt og gert hefur verið kynslóð fram af kynslóð í þessari sveit. Einn morguninn finnur hún unga ókunna stúlku, Zöru, í garðinum hjá sér illa til reika og á flótta. Þessar tvær konur, sem virðast ekki þekkjast, búa báðar yfir leynda rmálum sem þær vilja ekki ljóstra upp um en smám saman kemur í ljós að leyndir þræðir tengja örlög þeirra saman. Þessi óvænta heimsókn neyðir eldri konuna, Aliide, til að takast á við sársaukaf ulla hluti úr fortíð sinni og fortíð þjóðar sinnar og hverfa aftur til þess tíma þegar hún var ung og ástfangin, og kommúnistar hertóku landið. En um leið og fortíðin herja r á Aliide eru miskunnarlausir kúga rar Zöru á hælum hennar.
Leikstjórn: Stefán Jónsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Paul Corley Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Þýðing: Sigurður Karlsson Leikarar: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Þorsteinn Bachmann, Pálmi Gestsson, Ólafur Egill Egilsson
Frumsýnt 20. október
LEIKHÚSKORT GILDIR
Sýnt á Stóra sviðinu
FRUMSÝ I GARKORT GILDIR
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
Hreinsun er einstaklega áhrifamikið verk um ást, grimmd og svik, og örvæntingarf ulla baráttu mann eskju nnar fyrir því að lifa af ofbeldi og niðurlægingu og verða heil að nýju. Þjóðleikhúsið býður Margréti Helgu Jóhannsdóttur velkomna á svið eftir áratuga farsælan feril hennar hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30
HEIMSLJÓS
eftir Halldór Laxness í leikgerð og leikstjórn Kjartans Ragnarssonar
Ein ástsælasta saga óbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Heillandi verk um fegurðarþrána, veraldlega fátækt og andleg auðæfi. „ ... þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Kjartan Ragnarsson hefur áður skapað leikverk upp úr skáldsögum Halldórs Laxness með frábærum árangri, en margir muna áhrifamikla uppsetningu hans á Sjálf stæðu fólki í Þjóðleikhúsinu árið 1999 og leikgerðir hans af völdum hlutum Heimsljóss sem voru frum sýndar við opnun Borgarleikhússins árið 1989, Ljós heimsins og Höll sumarlandsins. Jólasýning Þjóðleik hússins verður uppsetning Kjartans á nýrri leikgerð sem hann hefur gert af Heimsljósi en henni til grund vallar liggur skáldsagan í heild sinni. Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937 til 1940, er saga fátæka alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Í æsku er hann niðursetning ur á bænum Fæti undir Fótarfæti en síðar flytur hann til þorpsins Sviðinsvíkur. Alla ævi er hann fátækur, smáður og utanveltu. En engu að síður er skáldið „til finníng heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt“. Heimsljós er margslungið verk. Það er ljóðrænt verk um sálarlíf skáldsins sem þrátt fyrir samúð með meðbræðr um sínum stendur utan við umhverfi sitt, gagntekið þrá eftir einhverju háleitara og æðra en hversdagsleiki brauðstritsins hefur upp á að bjóða. En jafnframt er það samfélagsleg saga um fátækt, kúgun, stéttaátök og drauma um fegurra mannlíf og réttlátara þjóðfélag. Í sýningunni munu þeir Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors túlka persónu Ljósvíkingsins samtímis.
Leikgerð og leikstjórn: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Kjartan Sveinsson Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Björn Thors, Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson Námskeið um Heimsljós hjá Endurmenntun HÍ Þjóðleikhúsið og EHÍ standa að námskeiði frá 16. nóvember til 10. janúar í tengslu m við sýni ngu leikhússi ns á Heimsljósi. (5 skipti, tveir fyrirlestra tímar, heimsókn á æfi ngu, leiksýning og umræðu kvöld). Kenna ri verður Halldór Guðmundsson sem áður hefur kennt á námskeiðu m Þjóðleikhússi ns og EHÍ um Sjálfstætt fólk, Íslandsk lukkuna og Gerplu við frábærar undirtektir. Nánari upplýsingar og skráning hjá EHÍ, endurmenntun.is
LEIKHÚSKORT GILDIR
Frumsýnt 26. desember
Sýnt á Stóra sviðinu
FRUMSÝ I GARKORT GILDIR
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið samkvæmt samkomulagi við CAMERON MACKINTOSH kynnir nýja sviðsetningu á söngleik eftir BOUBLIL og SCHÖNBERG
Söngleikur eftir ALAIN BOUBLIL og CLAUDE-MICHEL SCHÖNBERG byggður á skáldsögu eftir VICTOR HUGO Tónlist eftir CLAUDE-MICHEL SCHÖNBERG Söngtextar eftir HERBERT KRETZMER Upprunalegt handrit á frönsku eftir ALAIN BOUBLIL og JEAN-MARC NATEL Viðbótarefni eftir JAMES FENTON Útsetningar eftir JOHN CAMERON Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Sviðshreyfingar: Kate Flatt Lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson Aðstoðarmaður leikstjóra: Stefán Hallur Stefánsson Þýðing: Friðrik Erlingsson Leikarar: Þór Breiðfjörð, Egill Ólafsson, Valgerður Guðnadóttir, Örn Árnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Atli Þór Albertsson, Baldur Trausti Hreinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Heiða Ólafsdóttir, Hilmir Jensson, Jana María Guðmundsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson Aðlögun og leikstjórn frumuppfærslu í London TREVOR NUNN og JOHN CAIRD Sýningarréttur: Josef Weinberger Ltd fyrir hönd Music Theatre International og CAMERON MACKINTOSH LTD
VESALI GAR IR Einn áhrifamesti söngleikur allra tíma. Vesalingarnir, einn allra vinsælasti söngleikur leik hússögu nnar, mun eftir áramót öðlast á nýjan leik líf á fjölu m Þjóðleikhússins í flutningi einvala liðs leikara og söngvara. Söngleikurinn var frumfluttur í London árið 1985 og tveimur árum síðar sýndi Þjóðleikhúsið hann á Stóra sviðinu við frábærar undirtektir. Vesalingarnir hafa verið sýndir samfellt í London frá frumsýningu, auk þess sem söngleikurinn hefur verið settur upp um allan heim. Nú er komið að því að við fáum að njóta hans að nýju á Stóra sviði Þjóðleikhússins í nýrri uppsetningu. Söngleikurinn Vesalingarnir er byggður á hinni frægu skáldsögu Victors Hugos sem gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Við fylgjumst með baráttu Jeans Valjeans fyrir því að hefja nýtt líf úti í samfélaginu, en hann hefur þurft að sitja árum saman í fangelsi
Frumsýnt í lok febrúar
Sýnt á Stóra sviðinu
LEIKHÚSKORT GILDIR
fyrir smávægilegt brot. Örlög hans tengjast miklum samfélagslegum hræringum og lífi fjölda fólks. Við kynnumst hinum útskúfuðu, fátæklingum, vörðum laganna, vændiskonum, verkafólki, útsmognum smá glæpamönnum, stúdentum og byltingarsinnum. Og við skyggnumst undir yfirborðið og fáum innsýn í þjáningar þessa fólks, vonir og ástir, og baráttu þess fyrir betra lífi. Tónlistin í Vesalingunum er ægifögur og áhrifa mikil og í sýni ngu nni kemur saman einstaklega öflugur hópur leikara og söngvara, studdur af stórri hljómsveit. Með hlutverk Jeans Valjeans fer Þór Breiðfjörð, sem hefur vakið athygli í söngleikju m á West End í London, en auk hans tekur nú í fyrsta sinn þátt í leiksýningu hér í Þjóðleikhúsi nu Eyþór Ingi Gunnlaugsson í hlutverki Maríusar.
Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30
FRUMSÝ I GARKORT GILDIR
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
SVARTUR HU DUR PRESTSI S eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur Margverðlaunaður skáldsagnahöfundur skrifar sitt fyrsta leikrit. Leiklist, dans, tónlist og myndlist er stefnt saman til að skapa margslungna leikhúsupplifun. „Ef þú hefðir verið öðruvísi, þá hefði svo margt verið öðruvísi.“ Svartur hundur prestsins er fyrsta leikrit Auðar Övu Ólafsdóttur sem hefur undanfarið skapað sér nafn sem einn athyglisverða sti skáldsagnahöfu ndu r okkar. Síða sta skáldsaga henna r Afleggjari nn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenni nga, farið sigurf ör um Frakkland og Kanada og öðlast miklar vinsældir. Í leikritinu kynnu mst við ættmóður sem býður syni sínu m, tveimur dætrum og tengdasyni í vöffluboð til að greina frá ákvörðu n sem kemur öllu m í opna skjöldu. En þetta vöffluboð er ekkert venjulegt kaffi samsæti. Dæturnar þurfa að takast á við gerbreyttar aðstæðu r í samskiptu m við móður sína en lenda auk þess í átöku m við bróður sinn sem kominn er langt að og hefur ákveðið að gerast boðberi sannleika sem allir vilja forðast. Hér er svo sannarlega boðið upp í óvenjulegan dans! Í þessu ögrandi sviðsverki stefnir hópur listamanna saman ólíkum listg reinum. Í gegnu m leiklist, dans, tónlist og myndlist er unnið á skemmtilega n og frumlegan hátt með persónusköpun og tungumál, og leikið með samspil orða og athafna, leikhúss og veruleika. Undir niðri lúra ýmsar áleitnar spurn ingar, til dæmis um skyldur okkar við fjölskyldu na – og meðbræður okkar á jörði nni og ekki síst um það að hve miklu leyti fortíðin með öllu sínu ægivaldi er okkar eigin tilbúningur?
Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd: Elín Hansdóttir Búningar: Helga Björnsson Sviðshreyfingar: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson
Leikritið Svartur hundur prestsi ns er fyrsta höf unda rverk leikskálds sem sett er á svið af þeim verku m sem hlutu styrk frá Leikr itunarsjóði Þjóð leikhússi ns, Prologos. Áður hafa verið á fjölum leikhússi ns leiksmiðjuverkefni leikhópa sem styrkt voru af sjóðnum.
Frumsýnt 17. september
LEIKHÚSKORT GILDIR
Sýnt í Kassanum
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
DAGLEIÐI
eftir Eugene O´ eill í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur
LA GA
Eitt frægasta og magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Nóbelsverðlaunahafinn Eugene O’Neill (1888–1953) er gjarna n kallaður faðir bandar ískra r nút ímaleik ritu na r og meista raverk hans Long Day’s Journey into Night eða Dagleiðin langa hafði mikil áhrif á dramat íska leikr itu n á seinni hluta tuttugustu aldar inna r. O’Neill skrifaði verkið, sem er að sumu leyti sjálfsævisögulegt, á áru nu m 1939–41 en það var ekki frumf lutt fyrr en árið 1956, nokkru eftir dauða hans, og hlaut það Pulitzer-verðlauni n ári síðar. Leikr itið gerist á miklu m átakadegi í lífi Tyronefjölskyldu nnar, hjóna og tveggja uppkomi nna sona þeirra. Fjölskylda n er þrúguð af ægivaldi fjölskyldu föðu ri ns, og áfengissýki og lyfjaneysla varpa dimm um skuggu m á öll samskipti. Fjórar skemmda r manneskju r sem standa máttvana gagnvart erfiðu m aðstæðu m kunna engin ráð betri en að ásaka hver aðra og brjóta hver aðra niður á milli þess sem þær tjá ást sína og umhyggju. Dagleiðin langa er magnþrungið listaverk, fallegt í hrikaleik sínum, nærgöngu lt og grimmt. Hér er sál rænu m afleiði ngu m kúgu nar og neyslu lýst á ein staklega áhrifam iki nn hátt. Leikritið hefur tvívegis áður verið sýnt í Þjóðleikhús inu, árið 1959 undir heiti nu Húmar hægt að kveldi og árið 1982 undir heiti nu Dagleiðin langa inn í nótt.
Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Jósef Halldórsson Þýðing: Illugi Jökulsson Leikarar: Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason
Frumsýnt í febrúar
LEIKHÚSKORT GILDIR
Sýnt í Kassanum
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30
“
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
AFMÆLISVEISLA eftir Harold Pinter í leikstjórn Baltasars Kormáks
Eitt allra skemmtilegasta leikrit Harolds Pinters. „Ef við hefðum ekki komið í dag, þá hefðum við kom ið á morgun. Ég er samt ánægður með að við komum í dag. Annars hefðum við misst af afmælinu hans.“ Afmælisveislan er fyrsta leikrit Harolds Pinters (1930–2008) í fullri lengd. Það var frumf lutt árið 1958 og þykir tímamótaverk í leiklistarsögu nni. Leik ritu m Pinters hefur verið lýst sem „gamanleikjum ógnari nnar“ en þau einkenna st af afar frumlegu m og óvægnu m húmor. Stanley er fremur framtakslaus ungur maður, sem virðist áður hafa unnið fyrir sér sem píanóleikari. Hann lifir þó á vissa n hátt við ákveðið öryggi þar sem hann býr í herbergi í niðurn íddu gistihúsi í litlu m bæ við sjávarsíðu na í Bretlandi, dekraður af eiginkonu gistihúseiga nda ns. Skyndilega er honum kippt af afli út úr þessa ri veröld, þegar tveir dularf ulli r menn birta st til að „refsa“ honu m fyrir glæpi sem óljóst er hverjir eiginlega eru. Eiginkona gistihúseiga nda ns vill áköf halda afmælisveislu fyrir Stanley, en veisla n breytist smám saman í sannk allaða mart röð ...
óbelsskáldsins
Leikstjórn: Baltasar Kormákur Þýðing: Bragi Ólafsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors, Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld og fleiri.
Frumsýnt í mars
LEIKHÚSKORT GILDIR
Sýnt í Kassanum
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
Baltasar Kormákur tekst nú á við eitt vinsæla sta leik rit Harolds Pinters, ásamt nokkru m af þeim leiku ru m sem átt hafa þátt í að skapa rómaða r sýni nga r hans hér í Þjóðleikhúsi nu á liðnum árum.
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
Allar kvÜldsýningar hefjast kl. 19.30
LITLA SKRÍMSLIÐ OG STÓRA SKRÍMSLIÐ í leikhúsinu eftir Áslaugu Jónsdóttur
Hjartnæm og fjörmikil sýning um tilfinningaríka vináttu og samskipti skrímslanna vinsælu. „Við erum hugrökkustu skrímsli í heimi!“ Ævintýri litla skrímslisins og stóra skrímslisins og innileg samskipti þeirra láta engan ósnortinn. Skrímslin tvö hafa eignast ótal aðdáendur en bækurn ar um þau hafa komið út víðsvegar um heiminn, hlotið lofsamlega dóma og fjölda verðlauna. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra. Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu bókunum og þar reynir vissulega á vináttu og hugrekki þeirra félaga. Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar persónur og virðast ekki eiga margt sameiginlegt. En undir svörtu m og loðnum feldunum titra viðkvæm hjörtu sem þrátt fyrir allt slá í takt. Lítil skrímsli þurfa stundum að hrópa hátt svo í þeim heyrist og stór skrímsli geta verið lítil í sér. Þó að stundum slettist upp á vinskapinn kunna skrímslin að snúa bökum saman þegar á reynir eins og sannir vinir gera.
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd: Áslaug Jónsdóttir Leikgervi: Stefán Jörgen Ágústsson Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Friðrik Friðriksson
Frumsýnt 28. desember
Sýnt í Kúlunni
Áslaug Jónsdóttir skrifar nú sitt þriðja leikrit fyrir Kúlu na en fyrri leikrit henna r, Gott kvöld og Sindri silfurf isku r, hafa glatt fjölmörg hjörtu. Gott kvöld hlaut á sínu m tíma Grímuverðlaunin sem barna sýning ársins og Sindra silfurf iski var boðið á Bibu barnaleiklista rhátíðina í Lundi og á alþjóðlega barnaleiklistarhátíð Assitej í Malmö á liðnu vori. Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
HLI I KÓ GSSO Sögustund
Leikskólabörnum boðið inn í töfraveröld leikhússins. Þjóðleikhúsið býður nú þriðja árið í röð börnum í elstu deildum leikskóla að koma í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum til að fræðast á skemmtilegan hátt um leikhúsið og kynnast töfraheimi þess. Börnin taka þátt í sögustund með leikhúsívafi, en nú er spunnið og leikið út frá gamla ævintýrinu um Hlina kóngsson. Fyrsta Sögustundin var byggð á Búkollu og í fyrra var ævintýrið um Karlsson, Lítinn, Trítil og fuglana lagt til grundvallar.
Leikstjórn: Friðrik Friðriksson
Sögustund hefur notið mikilla vinsælda hjá leikskól um og á hverju hausti hafa vel á fimmta þúsu nd leik skólabörn frá allf lestu m leikskólum á höfuðborgar svæðinu komið í heimsókn til okkar í leikhúsið.
Leikarar: Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson
Leikmynd: Trygve Jónas Eliassen Búningar: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Grímugerð: Ásta Jónsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Handrit, tónlist og söngtextar: Friðrik Friðriksson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson
Boðið er upp á Sögustund í Kúlunni fyrir leikskóla hópa frá 21. september til 14. október. Einnig verða almenna r sýninga r á laugardögu m frá og með 1. október. Nánari upplýsingar veitir Þórhallur Sigurðsson, thorhallur@leikhusid.is
Frumsýnt 21. september
Sýnt í Kúlunni
Nú fá börn á Norðurlandi líka að njóta Sögustundar. Á meðan Hlini kóngsson verður sýndur í Kúlunni verður Búkolla sýnd á Akureyri í samvinnu við Leikfélag Akureyrar.
FRÁ FYRRA LEIKÁRI
BJART MEÐ KÖFLUM eftir Ólaf Hauk Símonarson
Kraftmikið og skemmtilegt verk um andstæðurnar og öfgarnar í okkur Íslendingum og samband okkar við landið – með tónlist frá ofanverðum sjöunda áratugnum. „Ég hélt að á svona stað gerðist aldrei neitt. Svo kem ur á daginn að það hefur aldrei gerst neitt í mínu lífi fyrr en ég kom hingað.“ Þessi nýi gleðig jafi frá Ólafi Hauki var frumsýndu r á liðnu vori og tóku áhorfendu r honu m fagna ndi. Sígræn sönglög sjöu nda árat ugari ns heyra st hér í glæsilegu m flutni ngi, samanofin sögu af erfiðri lífs baráttu og átöku m fólks í afskekktri sveit. Ungur piltur úr Reykjavík, Jakob, er sendur í sveit að bænu m Gili þar sem nút ími nn virðist enn ekki hafa haldið innreið sína, og fjölskylda n stritar við að yrkja landið og sækja sjói nn líkt og forfeðu rni r hafa gert um aldir. Inna n skamms virðist Jakob vera orð inn miðpunktu ri nn í ævagömlu m fjandskap á milli bæja í sveiti nni. Ástin ólgar, heiftin krauma r og rokklögin hljóma af blússa ndi krafti!
Sýningar hefjast 2. september
LEIKHÚSKORT GILDIR
U GME
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Leikarar: Hilmir Jensson, Heiða Ólafsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Atli Þór Albertsson, Edda Arnljótsdóttir, Friðrik Friðriksson, Hannes Óli Ágústsson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Örn Árnason Hljómsveit: Björn S. Ólafsson, Einar Þór Jóhannsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Örn Gunnlaugsson, Stefán Már Magnússon
Sýnt á Stóra sviðinu
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
ALLIR SY IR MÍ IR eftir Arthur Miller
Áhrifamikil sýning sem vakti mikla athygli og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem besta sýning ársins.
Allir synir mínir var frumsýnt í byrjun mars og hlaut afar góðar viðtökur. Sýni ngi n var tilnefnd til sex Grímuverðlauna, meðal annars sem besta sýni ng ársins. Allir synir mínir er verkið sem gerði Arthur Miller fræga n, sannkölluð nút ímak lassí k um fjölskyldu þjakaða af leynda rmálu m fort íða ri nna r og ýmsa þá þætti í sála rlífi manna nna og samfélagi sem okkur eru sérstaklega hugleikni r nú á tímu m. Mögnuð nútímak lassík um ábyrgð, græðgi, sekt og sakleysi.
Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Lárus Björnsson Þýðing: Hrafnhildur Hagalín Leikarar: Jóhann Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Björn Thors, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hannes Óli Ágústsson
Sýningar í nóvember
LEIKHÚSKORT GILDIR
Sýnt á Stóra sviðinu
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
★★★★★
Algjör klassík! ... leikur eins og hann gerist bestur. I.Þ. (Mbl.)
★★★★
Fantagóð sýning á allan hátt! Leikurinn er upp á fimm stjörnur ... E.B. (Fbl.)
★★★★★
Glæsilegur Miller í Þjóðleikhúsinu J.V.J. (DV)
BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM
LEITI AÐ JÓLU UM
eftir Gerði Kristnýju
eftir Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson
Sprellfjörug leiksýning fyrir alla fjölskylduna um forseta, prinsessu, draug og landnámshænu. Byggt á geysivinsælum bókum Gerðar Kristnýjar.
Hið árlega aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem barna sýning ársins þegar hún var frumsýnd árið 2005.
„Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum eru ekki með hjartað á réttum stað.“ Frá því að Ballið á Bessastöðum var frumsýnt í febrúar hefur það kætt og glatt fjölmarga unga leikhúsgesti og förunauta þeirra. Verkið er nútímalegt ævintýri fyrir alla krakka, þar sem hinn frumlegi húmor höfundar nýtur sín vel, sem og hin bráðskemmtilega tónlist Braga Valdimars Skúlasonar sem samin var sérstak lega fyrir sýninguna. Sýningin var tilnefnd til Grímu verðlaunanna sem barnasýning ársins. Forsetinn og prinsessan halda í ævintýralega för um fjöll og firnindi til að koma mikilvægri kransaköku í réttar hendur. Ýmislegt óvænt gerist og svo er líka gamall, göldróttur bakaradraugur á kreiki! Aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólu num, verður sýnt í desember sjöu nda leiká rið í röð, en sýn ingin hefur jafna n notið mikilla vinsælda og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins þegar hún var frumsýnd. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náu nga r taka á móti litlum leikhúsgestu m í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæra leika ra r og þessi fjörugi hópu r leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýra veröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Bragi Valdimar Skúlason Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: María Th. Ólafsdóttir Brúðuhönnun: Bernd Ogrodnik Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmir Jensson, Kjartan Guðjónsson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Örn Árnason. Hljóðfæraleikarar: Baldur Ragnarsson, Jón Geir Jóhannsson, Unnur Birna Björnsdóttir
Sýningar hefjast 28. ágúst
Sýnt á Stóra sviðinu
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Tónlist: Árni Egilsson Texti: Þorvaldur Þorsteinsson Kvæði: Jóhannes úr Kötlum Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson / Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Sýningar frá 27. nóvember
Sýnt á Leikhúsloftinu
ÍSLA DSKLUKKA
eftir Halldór Laxness í leikgerð Benedikts Erlingssonar Geysivinsæl afmælissýning Þjóðleikhússins – magnað verk í hrífandi uppfærslu! Íslandsklukkan var frumsýnd þann 22. apríl vorið 2010 í tilefni af 60 ára afmæli Þjóðleikhússins. Sýning in vakti strax mikla hrifningu og hefu r hún átt mikl um vinsældu m að fagna. Sýningin fékk 11 tilnefningar til Grímu nna r, meðal annars sem sýning ársins, og hlaut fern Grímuverðlaun. Ingvar E. Sigurðsson hlaut Grímu na fyrir túlkun sína á Jóni Hreggviðssyni og Björn Thors hlaut Grímuna fyrir leik sinn í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu. Einnig fengu höfu ndar tón listar og búninga sýningarinnar Grímuna. Íslandsklukkan hefur í gegnum tíðina notið einstakra vinsælda hjá íslensku þjóðinni, jafnt á bók sem á leik sviði. Í því þjóðfélagslega umróti sem við lifum nú á þetta stórvirki um tilvista rspurninga r sem lítil þjóð stendu r frammi fyrir brýnt erindi við okkur.
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Helga Björnsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson og Lárus Björnsson Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson/Benedikt Erlingsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Arnar Jónsson, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson og fleiri
Bein útsending í Sjónvarpinu á sumardaginn fyrsta Á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl 2012, bjóða Þjóðleikhúsið og RÚV þjóðinni upp á beina útsendingu í Sjónvarpinu frá sýningu á Íslandsklukkunni á Stóra sviðinu. Sumardagurinn fyrsti var opnunardagur Þjóðleikhússins á sínum tíma og skipar því sérstakan sess í sögu leikhússins.
Sýningar í apríl
Sýnt á Stóra sviðinu
SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR
SKÝJABORG
Danssýning fyrir börn eftir Tinnu Grétarsdóttur Danssýning ætluð börnum frá sex mánaða til þriggja ára. Skýjaborg er danssýning sem er sérstaklega hugsuð fyrir yngstu börnin þar sem litir, form, ljós og tónlist tala til barnanna. Verkið fjallar um tvær verur sem vakna furðu lostnar upp á ókunnum stað. Þegar þær eru að byrja að ná áttum fer vindurinn skyndilega að blása og umhverfið breytist. Á þessum dularfulla stað eru sífelld veðrabrigði, stundum er veðrið ógn vænlegt, stundum gott og blítt og verurnar verða því stöðugt að takast á við nýjar aðstæður. Sýningin tekur tæpan hálftíma en í lok hennar er börnunum boðið að koma á sviðið til að hitta verurnar, leika sér og skoða leikmyndina.
Danshöfundur: Tinna Grétarsdóttir í samstarfi við dansara Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir Sviðsmynd, leikmunir og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir og Tessa-Sillars Powell Dansarar: Inga Maren Rúnarsdóttir, Tanja Marín Friðjónsdóttir
Frumsýnt 24. mars
Sýnt í Kúlunni
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR
VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU Ég og vinir mínir
Verði þér að góðu er kraftmikil partíbomba frá leikhópnum Ég og vinir mínir sem sló rækilega í gegn með fyrsta verki sínu Húmanímal. Leikstjórn: Friðrik Friðriksson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Í Verði þér að góðu er á sprenghlægilegan hátt fjallað um manninn sem félagsveru. Okkur er boðið til sam kvæmis þar sem félagsveran er krufin; við fylgju mst með því hvernig hún kemur fyrir og hvernig hún af hjúpar sig þegar hún er viðkvæm, einmana og hungruð. Félagsvera n bregður á leik, dansar, hreykir sér og þráir gefa ndi samskipti. Ég og vinir mínir slá upp veislu í Kassa nu m og afhjúpa sig og væntinga r sína r í sýningu sem berst við að koma vel fyrir. Komdu í partí! Verði þér að góðu var tilnefnd til þriggja Grímuverð launa. Hún var valin á leiklistarhátíðina Lókal sem haldin verður í byrjun september.
Leikmynd og búningar: Rósa Hrund Kristjánsdóttir Leikarar og dansarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir Verði þér að góðu er samstarfsverkefni leikhópsins Ég og vinir mínir og Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut styrk frá Leiklistarráði og Prologos.
Sýningar á Lókal í september
Sýnt í Kassanum
MEÐ BERUM AUGUM Bakaríið Bakaríið er nýr tilraunaleikhópur á sviði brúðuleikhúss og myndræns leikhúss. Meðlimir hópsins eru með ólíkan bakgrunn en eiga það sameig inlegt að vera heillaðir af brúðuleikhúsi og vilja rannsaka möguleika þess.
Leikstjórn: Helga Arnalds Leiðbeinandi: Rene Baker Hljóðmynd: Baldvin Magnússon
Með berum augum er verk í vinnslu sem kemur fyrir sjónir áhorfenda eftir að aðstandendur þess hafa starf að í þrjár viku r undir handleiðslu Rene Baker frá Bret landi. Rene Baker hefur þróað nýja nálgun við mynd rænt leikhús og notar aðferðir spunaleikhússins þar sem hópu rinn spinnu r sýningu na sama n án handrits. Aðferðin byggist á því að nálgast efniviðinn sem vinna á með, og getu r verið af margvíslegu tagi, með opnu m huga, algjörlega á hans eigin forsendum og rannsaka eiginleika hans í gegnum ýmsar spunaæfinga r þar sem er hlustað, horft, snert, smakkað, hrifist og fundinn „takturinn“ í efninu. Í stað þess að þröngva fyrirf ram gefnu m hugmyndu m og ákvörðu nu m upp á efnið er efnið notað sem upphafspunktur.
Höfundar og hönnuðir: Eva Signý Berger, Helga Arnalds, Högni Sigurþórsson, Karolina Boguslawska, Katerina Fojtikova, Rene Baker, Sigríður Sunna Reynisdóttir Flytjendur: Sigríður Sunna Reynisdóttir, Eva Signý Berger, Karolina Boguslawska, Katerina Fojtikova, Högni Sigurþórsson Samstarfsverkefni Bakarísins og Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut styrk frá Prologos.
Frumsýnt 3. september
Sýnt í Kúlunni
SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR
KJARTA
EÐA BOLLI?
Leikgerð eftir Hallveigu Thorlacius, byggð á Laxdælu Splunkuný brúðuleiksýning byggð á Laxdælu. Í Íslendingasögunum er tilfinningum persóna yfir leitt ekki lýst beru m orðum og lesa ndi nn þarf að lesa á milli lína nna. Hér er ljósi beint að þessu m sterku tilf inni ngu m sem krauma undir niðri. Stuðst er við ákveðna tegu nd af mynd rænu leikhúsi þar sem unnið er með brúðu r, frásagnarlist, tónlist, skugga leikhús og hreyfimyndir sem varpað er á leikmynd ina. Rekav iðu rinn sem notaður var til að smíða brúðurnar minnir á hvernig við bárumst hingað til lands upphaflega og hvernig sögurnar um fyrstu Íslendingana hafa verið að velkjast um í tímans hafi.
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Brúður og leikmynd: Helga Arnalds Tónlist: Ólafur Arnalds og fleiri Búningar: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðmynd: Baldvin Magnússon Leikur og brúðustjórnun: Helga Arnalds og Hallveig Thorlacius Gestaleikur frá Leikhúsinu 10 fingrum og Sögusvuntunni.
Sýningin Kjartan eða Bolli? er hluti af Laxdælu þrennu, en einnig er unnið að leiksýni ngu m byggð um á Laxdælu í Noregi og Finnlandi. Til stendur að halda Laxdæluleiklistarhátíð með þessum þremur sýningum í hverju landi.
Sýningar í október
O
Sýnt í Kúlunni
MISU DERSTA DI G
eftir Margréti Bjarnadóttur í samvinnu við hópinn
Dansleikhússýning þar sem boðið er upp á misskilning í ýmsum myndum. Í verkinu On Misunderstanding er boðið upp á mis skilning í ýmsum myndum. Hvernig er hægt að sjá og skilja sama hlut eða atburð á marga ólíka vegu? Geta margar útgáfur af sama atburðinum átt sér stað sam tímis? Er ein útgáfa réttari en önnur? Hversu langt getur misskilningurinn leitt okkur? Er þetta allt spurning um sjónarhorn eða er tilvera okkar byggð á misskilningi? Margrét Bjarnadóttir hefur unnið sjálfstætt sem dans listamaður bæði hér heima og erlendis frá því að hún lauk BA gráðu af danshöfundabraut ArtEZ listaháskól ans í Arnhem í Hollandi árið 2006. Hún hlaut Grímu verðlaunin sem dansari ársins og danshöfundur ársins ásamt Sögu Sigurðardóttur fyrir Húmanímal eftir leik hópinn Ég og vinir mínir, sem Margrét er meðlimur í. Ásamt Sögu hefur Margrét unnið að ýmsum verkefnum fyrir kompaní þeirra saga&magga. Margrét vann að On Misunderstanding þegar henni var úthlutað 8 mánaða vinnuaðstöðu við K3 í Hamborg og verkið var frumsýnt í Kampnagel leikhúsinu í Hamborg í nóvember 2010.
Sýningar í janúar
Listrænn stjórnandi: Margrét Bjarnadóttir Leikmynd og búningar: Elín Hansdóttir Hljóð: Alessio Castellacci Dramatúrg: Marcus Dross Dansarar og leikarar: Dani Brown, Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir Framleitt af K3 – Zentrum fur Choreographie – Tanzplan Hamburg. Gestaleikur.
Sýnt í Kassanum
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR
GÆLUDÝRI eftir Braga Ólafsson
Leikverk byggt á hinni frumlegu og skemmtilegu skáldsögu Gæludýrunum. Þegar Emil kemur heim til sín úr stuttri ferð til London fær hann að heyra að maður í hettuúlpu hafi bankað á dyrnar hjá honum fyrr um daginn. Þegar sá í úlpunni kemur aftur og Emil gerir sér grein fyrir því hver hann er ákveður hann að fara ekki til dyra. Hávarður er maður sem Emil vill ekki eiga frekari samskipti við í sínu lífi – ekki eftir að þeir tóku að sér saman að gæta nokkurra gæludýra í London fimm árum áður. En eldhúsgluggi Emils er opinn og þegar Hávarður ákveður að notfæra sér það grípur húsráðandi til þess ráðs að fela sig undir rúminu í svefnherberginu ...
Leikstjórn: Adam Bellaagh Leikgerð: Bragi Ólafsson og María Dalberg Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Hljóðhönnun og tónlist: Gunnar Óskarsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, María Dalberg og fleiri Leikhópurinn Blink í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Gæludýrin er í senn óþægileg og ískrandi fyndin saga um hugleysi og glímuna við að hafa stjórn á eigin lífi. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2001, og hefur verið þýdd á fimm tungumál. Leikrit Braga, Belgíska Kongó og Hænuungarnir hafa, ekki síður en skáldsögur hans, notið mikilla vinsælda. Í sýningunni er leiklist, kvikmynduðu efni, tónlist og hljóðhönnun steypt saman í eina heild í þeim tilgangi að gera þessa mögnuðu svörtu kómedíu að einstakri upplifun fyrir áhorfendur.
Sýningar í vor
Sýnt í Kassanum
LEIKHÚSKORT GILDIR
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR
HVAÐ EF?
SKEMMTIFRÆÐSLA eftir Guðmund Inga Þorvaldsson, Gunnar Sigurðsson og fleiri
ýstárleg og fjörug sýning þar sem dregnar eru fram kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna og annað sem brennur á unglingum á aldrinum 14–16 ára. Hvað EF var sýnd fyrir fjölda ungmenna í Kassa num á liðnu leikári. Ungli nga rnir tóku sýni ngu nni mjög vel og ekki síður kenna rar og foreldrar. Þrír leika rar bregða sér í fjöldamörg hlutverk og nýta sér galdra leikhússi ns til að fræða ungli nga og skemmta þeim, vekja þá til umhugsu nar og minna á hvernig skyndi ákvarða nir sem virðast kannski hættulitlar í fyrstu geta stundu m haft alvarlegar afleiði ngar. Sýni ngi n var áður sýnd á áru num 2005–2007 og er heilda rf jöldi áhorfenda nú kominn upp í 18.500.
Leikstjórn: Gunnar Sigurðsson Tónlistarstjórn og handritsumsjón: Guðmundur Ingi Þorvaldsson Leikarar: Ævar Þór Benediktsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð Gestaleikur frá 540 Gólf leikhúsi, sjá hvadef.com
Sýningar fyrir skólahópa
Sýnt í Kassanum
SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR
Svartfugl
í leikgerð Aldrei óstelandi ý leikgerð um morðin á Sjöundá.
,,Hamingjan verður ekki hertekin“ Á afskekktum stað á hjara veraldar krauma ástríður, hatur, ótti og afbrýðissemi en þar fæðast líka draumar um annað líf, draumar sem breytast í mart röð. Morðin á Sjöundá á 19. öld urðu Gunnari Gunnarssyni yrkisefni í Svartfugli, einni kunnustu skáldsögu ísl enskra bókmennta. Þar segir frá elskendunum Bjarna og Steinunni sem í taumlausri ástarþrá og örvæntingu myrða maka sína til að geta verið saman. Upp kemst um glæpina og þau eru fangelsuð og dæmd til dauða.
Leikgerð: Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Harpa Arnardóttir og fleiri. Samstarfsverkefni leikhópsins Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins.
Nú mun leikhópurinn Aldrei óstelandi vinna nýja leik gerð upp úr þessum magnaða efniviði þar sem áherslan verður á atburðina á Sjöundá og yfirheyrslurnar yfir hinum seku. Leikhópurinn vakti mikla athygli á síðasta ári með sýn ingunni Fjalla Eyvindi í Norðurpólnum en hún var til nefnd til Grímuverðlaunanna sem sýning ársins 2011.
Frumsýning eftir áramót
Sýnt í Kúlunni
PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen
Gestasýning frá Sviss, verðlaunasýning ungs íslensks leikstjóra á hinu klassíska verki Ibsens. Sýningin var frumsýnd í Luzern í Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar haustið 2010 og fékk af ar góða r viðtöku r. Uppsetni ngi n var í lok leiká rsi ns vali n besta þýskumæla ndi sýni ng ársi ns hjá vefr iti nu nachtkritik.de, af gagnr ýnendu m og áhorfendu m. Þorleifur Örn lauk leiklistarnámi frá LHÍ og leik stjórna rnámi frá Ernst Busch leiklista rskóla nu m í Berlín árið 2005, og hefu r síða n þá vakið athygli sem leikstjóri í hinu m þýskumæla ndi heimi, á Íslandi og víða r. Þrír listamenn frá Íslandi unnu að sýni ngu nni með Þorleifi í Sviss, þau Vytautas Narbutas leik myndahöfu ndu r, Filippía I. Elísdóttir búni ngahöfu nd ur og Símon Birgisson sem sá um vídeó og hljóð.
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Vídeó og hljóð: Símon Birgisson Dramatúrg: Ulf Frötzschner Leikarar: Wiebke Kayser, Julia Reznik, Bettina Riebesel, Jörg Dathe, Hans-Caspar Gattiker, Hajo Tuschy, Jürg Wisbach, Samuel Zumbühl Gestaleikur frá Luzerner Theater í Sviss. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012. Sýningin er leikin á þýsku.
Pétur Gautur á sinn sess í sögu Þjóðleikhússins en þetta sígilda verk um leitina að sjálfum sér, lífslygi og blekkingar hefur þrisvar verið sett upp í leikhúsinu. Í þessari uppsetn ingu er óhikað glímt við þetta mikla verk á ferskan hátt.
Sýningar á Listahátíð í vor
Sýnt á Stóra sviðinu
Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is
LEIKHÚSKJALLARI Leikhúskjallarinn verður vettvangur fjölbreyttrar skemmtunar og tilrauna í vetur. Fylgist með dagskránni á leikhusid.is – nýjar sýningar og uppákomur eiga eftir að bætast við.
Judy Garland Judy Garland var ein frægasta söng- og leikkona síðustu aldar. Hún hóf feril sinn aðeins tveggja og hálfs árs gömul og lifði fyrir skemmtanabransann og aðdáendur sína. Hún lék í fjölda kvikmynda, kom fram í sjónvarpsþáttum og á tónleikum og sendi frá sér hljómplötur. „All my songs tell my life story“ sagði Judy í viðtali og hér er saga þessarar vinsælu listakonu sögð í gegnum tónlistina sem hún flutti. Lára Sveinsdóttir leik- og söngkona mun ásamt Djasshljómsveit Úlfs Eldjárns flytja ýmis vinsæl lög Judy Garland og leiða áhorfendur inn í stormasamt líf hennar. Sýningar í Leikhúskjallaranum í september.
Soirée – Leikhús listamanna Listamennirnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Saga Sigurðardóttir og Margrét Bjarnadóttir, ásamt óvæntum gestum, buðu upp á nokkur „Soirée“-kvöld í Leikhúskjallaranum á liðnum vetri, við góðar undirtektir. Hópurinn mun halda áfram að skemmta okkur og koma okkur á óvart í vetur, og munu ýmsir stíga á stokk og láta gamminn geisa. Aldrei er hægt að vita við hverju er að búast á kvöldum sem þessum. Sýningar í Leikhúskjallaranum í vetur.
Uppistand – Mið-Ísland Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Sýning Mið-Íslands er smám saman að verða fastur punktur í skemmtanalífi Íslendinga og fer fram í hinum sögufræga Þjóðleikhúskjallara. Meðlimir hópsins eru Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson og Jóhann Alfreð Kristinsson og fá þeir til sín valinkunna gesti. Sýningar í Leikhúskjallaranum í vetur.
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn!
Byggt á höfundarverki Williams Shakespeares „Öll veröldin er leiksvið, og aðeins leikarar, hver karl og kona, þau fara og koma á sínum setta tíma, og sérhver breytir oft um gervi og leikur sjö þætti sinnar eigin ævi.“ Sigurður Skúlason leikari og Benedikt Árnason leikstjóri eiga hvor um sig að baki langan feril í leikhúsinu og hafa kynnst mörgu af því besta í leikbókmenntum heimsins. Nú bjóða þeir okkur inn í heim Williams Shakespeares, í sýningu sem er öðrum þræði hugsuð sem þakkaróður til leiklistarinnar og þess besta sem hún hefur af sér alið að þeirra mati: verka leikskáldsins Williams Shakespeares. Sýningin er einleikur byggður á brotum úr verkum Shakespeares og fjallar um manninn og vegferð hans frá vöggu til grafar og skyldleika lífs og leikhúss af því innsæi og listfengi sem Shakespeare einum er lagið!
Leikstjórn: Benedikt Árnason Leikari: Sigurður Skúlason Handrit: Sigurður Skúlason og Benedikt Árnason Þýðandi: Helgi Hálfdanarson Frumsýning í Leikhúskjallaranum í október.
Uppnám Pörupiltar og Viggó og Víóletta Homo Erectus – Pörupiltar standa upp! Frumsamin ljóð, óskiljanleg töfrabrögð, þrælæfð dansatriði, ástir og örlög, æðruleysi, atvinnuleysi, umbreyting, pjásur og pælingar, tilgangur lífsins, tilvistarkreppa mannsins, taktföst tónlist, heimspeki, heilabrot og daður dauðans! Pörupiltarnir eru aftur mættir til leiks! Pörupiltar: Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir
Viggó og Víóletta – Sjálfshjálparsöngleikurinn Hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víóletta setur á svið Sjálfshjálparsöngleikinn. Sjálfshálparsöngleikurinn er kvöldskemmtun sem enginn mun ganga ósnortinn út af. Viggó og Víóletta taka fyrir viðkvæm málefni eins og útlendingahatur, kynþáttafordóma, hómófóbíu og meðvirkni. Þau kenna áhorfendum hvernig á að lifa lífinu á farsælan og hamingjuríkan hátt með því að horfast alls ekki í augu við vandamálin. Þau hafa ávallt gleðina að leiðarljósi og eru óhrædd við að takast á við skugga samfélagsins, leikandi glöð í bragði með söng, leik og dansi. Viggó og Víóletta: Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Sýningar í Leikhúskjallaranum á föstudagskvöldum í haust.
HÚ S Ð I P O ÚST G Á . 7 2 –17 kl. 14
LEIKHÚSKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSI S Aðeins í sölu 15. ágúst–30. september
ím Sí m i
ið a s ö
lu
20 5 51 1
0
Tryggðu þér sæti núna!
LEIKHÚSKORT 4 leiksýningar Aðeins
11.900 kr. 33% afsláttur
FRUMSÝ I GARKORT Fast sæti á frumsýningar á Stóra sviðinu
20.000 kr.
U GME
AKORT
FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI 4 leiksýningar kr. Aðeins 42% afsláttur
Kortagestir fá 700 kr. afslátt af almennu miðaverði á aðrar sýningar en þeir hafa valið, að undanskildum barnasýningum og sýningum í Leikhúskjallara. Þú getur keypt kortin á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is, í miðasölunni við Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is Vertu vinur okkar á Facebook, þú gætir unnið leikhúskort!
9.900