Leikarið 2011-2012

Page 1

TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í VETUR

FJÖLBREYTT OG SPE LEIKÁR 2011–2012

A DI


KÆRI LEIKHÚSU

A DI

Eftir ein­stak­lega vel heppnað leikár í Þjóð­ leik­hús­inu síðast­lið­inn vet­ur og mestu að­sókn í ára­rað­ir verð­ur hvergi sleg­ið af hvað varð­ar metn­að og fjöl­breytni á nýju leik­ári. Fyrsta frum­sýn­ing hausts­ins verð­ur á nýju verki eftir hinn marg­verð­laun­aða skáld­ sagna­höf­und Auði Övu Ólafsdóttur sem send­ir nú frá sér leik­rit í fyrsta sinn. Að sýn­ ing­unni kem­ur ein­vala lið kvenna, Kristín Jóhannes­dóttir leik­stýr­ir og Kristbjörg Kjeld fer með aðal­hlut­verk­ið. Að frá­töld­um sýn­ ing­um frá síð­asta leik­ári, en sýn­ing­ar á Bjart með köfl­um hefj­ast aftur fyrstu helg­ina í sept­em­ber, hefst dag­skrá­in á Stóra svið­inu á end­ur­f rum­sýn­ingu á geysi­vin­sælli sýn­ingu, Lista­verk­inu eftir Yasminu Reza í leikstjórn Guðjóns Pedersens. Sýn­ing­in sló í gegn í Þjóð­leik­hús­inu árið 1997 en þeir Baltasar Kormákur, Hilmir Snær og Ingvar E. Sigurðs­ son fara með hlut­verk vin­anna þriggja. Hreins­un eftir Sofi Oksanen verð­ur frum­ sýnd á Stóra svið­inu í október, en skáld­kon­an fékk bók­mennta­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs fyr­ir bók byggða á leik­rit­inu á síð­asta ári. Stefán Jóns­son leik­stýr­ir og Margrét Helga Jóhanns­dóttir, sem geng­ur nú til liðs við Þjóð­leik­húsið, fer með lykil­hlut­verk í sýn­ing­ unni. Á jól­um svið­setur hinn fjöl­hæfi og reyndi leik­ hús­maður Kjartan Ragnars­son Heims­ljós eftir Halldór Laxness í eig­in leik­gerð, en síð­asta þrek­virki Kjartans af svip­uðu tagi á fjöl­um Þjóð­leik­hús­sins var Sjálf­stætt fólk í magn­aðri svið­setn­ingu fyrir rúm­um áratug. Heims­ljós er þriðja stóra Laxness­sýn­ing­in sem Þjóð­leik­ hús­ið set­ur upp á skömm­um tíma, en Íslands­ klukkan í svið­setn­ingu Benedikts Erlings­son­ ar og Gerpla í svið­setn­ingu Baltasars Kormáks hafa báð­ar hlot­ið frá­bær­ar við­tök­ur gesta hér heima og nú einn­ig erlend­is, en Gerpla gerði strand­högg í Noregi í vor við góð­an orðs­tír. Íslands­klukk­an verð­ur áfram á fjöl­um leik­ húss­ins eftir ára­mót, þriðja leik­árið í röð, enda ekk­ert lát á að­sókn. Það er mik­il auð­legð fólg­in í þeim bók­mennta­arfi sem skáld­ið Halldór Laxness skildi eftir sig og mik­il og spenn­andi ögr­un fyrir áræð­ið og hæfi­leika­ríkt leik­hús­ lista­fólk að skila hug­mynda­heimi hans til áhorf­enda af leik­sviði. Stór­sýn­ing árs­ins verð­ur ný svið­setn­ing á Vesa­ling­un­um, ein­um magn­að­asta söng­leik

allra tíma, þar sem frá­bær saga og heill­andi tón­list skapa lista­verk sem á sér vart hlið­ stæðu á leik­sviði. Þjóð­leik­húsið var á sínum tíma með­al fyrstu leik­húsa sem svið­settu Vesa­ling­ana, tveim­ur ár­um eftir frum­upp­ færsl­una í London, en verk­ið hef­ur síð­an þá far­ið sigur­för um heim­inn. Svið­setn­ing Þjóð­ leik­húss­ins árið 1987 naut gífur­legra vin­sælda og við ætl­um okk­ur ekk­ert minna núna, enda allt kapp lagt á að gera sýn­ing­una sem glæsi­ leg­asta. Leik­stjóri er Selma Björnsdóttir. Eftir ára­mót verða leik­in í Kass­an­um tvö af meist­ara­verkum tuttug­ustu aldar­inn­ar, Dag­ leið­in langa eftir Eugene O'Neill í leik­stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og Afmælis­veisl­ an eftir Harold Pinter í leikstjórn Baltasars Kormáks. Dag­skrá­in fyrir yngstu leik­hús­gest­ina verð­ur fjöl­breytt að vanda, Ball­ið á Bessa­stöð­um held­ur áfram á Stóra svið­inu og nýtt verk eftir Áslaugu Jónsdóttur, Litla skrímsl­ið og stóra skrímsl­ið í leik­hús­inu, verð­ur frum­f lutt í Kúl­unni, en þetta er þriðja verk­ið sem þessi vin­sæli barna­bóka­höf­und­ur skrif­ar fyrir Þjóð­leik­hús­ið. Haust­ið í Kúl­unni byrjar með Sögu­stund, en síðast­liðin tvö ár hefur börn­ um í efstu deild­um leik­skóla ver­ið boð­ið á Sögu­stund á skóla­tíma með kenn­ur­um sín­um og hafa þús­und­ir barna not­ið þeirr­ar reynslu. Nú verð­ur Sögu­stund­in ekki aðeins fyrir börn á höfuð­borg­ar­svæð­inu og í ná­granna­ sveit­ar­félög­um, held­ur fá börn á Norður­landi líka að njóta. Spenn­andi sam­starfs­verk­efni prýða einn­ig verk­efna­skrána, auk þess sem leik­hús­ið tek­ur á móti sýn­ing­um í sam­vinnu við Lista­hát­íð í Reykja­vík. Leik­árið hefst með opnu húsi þann 27. ágúst þar sem gest­um og gang­andi verð­ur boð­ið að skoða leik­hús­ið og njóta skemmt­un­ar og veit­inga. Við von­um að dag­skrá leik­árs­ins veki áhuga þinn og vilj­um vekja athygli þína á því að besta og hag­kvæm­asta leið­in til að tryggja sér ör­uggt sæti er að kaupa leik­hús­kort fyrir vetur­inn. Við hlökkum til að taka á móti þér í vetur! Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri

Þjóðleikhúsið \ Miðasölusími: 551 1200 \ Skiptiborð: 585 1200 \ Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is Netfang Þjóðleikhússins: leikhusid@leikhusid.is \ Heimasíða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is Kynningarbæklingur Þjóðleikhússins, ágúst 2011 \ Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir markaðsstjóri \ Kynningartextar: Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur í samvinnu við listræna aðstandendur \ Ljósmyndir: Eddi. Ljósmynd af Sjöundá: Númi Þorvarsson. Ljósmyndir vegna annarra sam­starfsverkefna: Ýmsir \ Teikning fyrir Skýjaborg: Hildur Hermanns \ Útgefandi: Þjóðleikhúsið \ Hönnun og umbrot: PIPAR\TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja \ Ábyrgðarmaður: Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri.


LEIKÁRIÐ 2011–2012

Listaverkið

Hreinsun

Heimsljós

Vesalingarnir

Svartur hundur prestsins

Dagleiðin langa

Afmælisveislan

Hlini kóngsson – Sögustund

eftir Yasminu Reza Frumsýning á Stóra sviðinu 29. september

eftir Auði Övu Ólafsdóttur Frumsýning í Kassanum 17. september

eftir Sofi Oksanen Frumsýning á Stóra sviðinu 20. október

eftir Eugene O’Neill Frumsýning í Kassanum í febrúar

eftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember

eftir Harold Pinter Frumsýning í Kassanum í mars

eftir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg Frumsýning á Stóra sviðinu í lok febrúar

Frumsýning í Kúlunni 21. september

Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu

Ballið á Bessastöðum

Bjart með köflum

Allir synir mínir

Íslandsklukkan

Leitin að jólunum

Með berum augum

Verði þér að góðu

Kjartan eða Bolli

On Misunderstanding

Skýjaborg

Gæludýrin

Hvað EF - skemmtifræðsla

Svartfugl

Pétur Gautur

Leikhúskjallarinn

eftir Áslaugu Jónsdóttur Frumsýning í Kúlunni 28. desember

eftir Halldór Laxness í leikgerð Benedikts Erlingssonar Tekið upp á Stóra sviðinu í apríl

Sögusvuntan og 10 fingur Sýningar í Kúlunni í október

eftir Guðmund Inga Þorvaldsson, Gunnar Sigurðsson og fleiri Sýningar fyrir skólahópa í Kassanum

eftir Gerði Kristnýju Tekið upp á Stóra sviðinu 28. ágúst

eftir Þorvald Þorsteinsson Tekið upp á Leikhúsloftinu í lok nóvember

eftir Margréti Bjarnadóttur Sýningar í Kassanum í byrjun janúar

í leikgerð Aldrei óstelandi Frumsýning í Kúlunni eftir áramót

eftir Ólaf Hauk Símonarson Tekið upp á Stóra sviðinu 2. september

Bakaríið Frumsýning í Kúlunni 3. september

danssýning fyrir börn eftir Tinnu Grétarsdóttur Frumsýning í Kúlunni í mars

eftir Henrik Ibsen Sýningar á Listahátíð í Reykjavík í vor

eftir Arthur Miller Örfáar aukasýningar á Stóra sviðinu í nóvember

Ég og vinir mínir Tekið upp í Kassanum á Lókal í september

eftir Braga Ólafsson Leikhópurinn Blink Frumsýning í Kassanum í maí

býður upp á fjölbreytta dagskrá í allan vetur


Glæstur ára gur á GríMuverðlau ahátíði i Þjóðleikhúsið átti glæsilegri velgengni að fagna þegar Gríman – íslensku leiklistarverðlaunin voru veitt á liðnu vori en Lér konungur eftir William Shakespeare, sem frum­sýnd var á Stóra sviði Þjóðleikhússins á liðnum jól­ um, var valin besta sýning leikársins 2010–2011. Sýn­ing­in var til­nefnd til ellefu Grímu­verðlauna og hlaut alls sex verðlaun: • Leiksýning ársins • Leikstjóri ársins: Benedict Andrews • Leikari ársins í aðalhlutverki: Arnar Jónsson • Leikari ársins í aukahlutverki: Atli Rafn Sigurðarson • Leikkona ársins í aukahlutverki: Margrét Vilhjálmsdóttir • Tónlist ársins: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir Aðeins einu sinni áður hefur leiksýning hlotið jafn mörg Grímu­verðlaun, en það var svið­setning Þjóð­leik­húss­ins á Utan gátta eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannes­dóttur árið 2009. Metið þar á undan átti önnur sýn­ing Þjóðleikhússins, Pétur Gautur í leik­stjórn Baltasars Kormáks, en hún var valin sýning ársins árið 2006 og hlaut samtals fimm Grímuverðlaun. Það er Þjóðleikhúsinu sérstakt ánægjuefni að til­kynna að í undir­búningi er ný svið­setning Benedicts Andrews á Macbeth eftir William Shakespeare, en sýningin verður á verkefnaskrá Þjóðleikhússins leikárið 2012–2013.

UMRÆÐUR EFTIR 6. SÝ I GU Í vetur býður Þjóðleikhúsið upp á umræður með þátttöku leikara og listrænna aðstandenda eftir 6. sýningu á þeim leikverkum sem tilgreind eru hér til hliðar. Að sýningu lokinni gefst áhorfendum þannig kostur á að kynnast nánar vinnu leikhópsins og listrænni sýn. Boðið er upp á umræður eftir 6. sýningu á þessum sýn­ing­ um:

• Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Vesalingarnir • Svartur hundur prestsins • Dagleiðin langa • Afmælisveislan

OPIÐ HÚS 27. ÁGÚST Í ÞJÓÐLEIKHÚSI U Við opnum Þjóðleikhúsið upp á gátt fyrir þjóðinni þann 27. ágúst kl. 14.00–17.00 og bjóðum upp á vandaða skemmtidagskrá á Stóra sviðinu, grillaðar pylsur og fjör á göngunum.

Allir velkomnir!


LEIKHÚSKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSI S

Áskrift að a dlegri 00 2 1 1 55 æri gu á 33% lægra verði S

m ið ím i í

asölu

Þú velur þær fjórar sýningar sem þú vilt sjá. Auk þess bjóðum við ungmennakort með 42% afslætti og frumsýningarkort sem tryggir þér fast sæti á frumsýningar á Stóra sviðinu

LEIKHÚSKORT 4 leiksýningar Aðeins

11.900 kr.

FRUMSÝ I GARKORT Fast sæti á frumsýningar á Stóra sviðinu

20.000 kr.

33% afsláttur

Þú velur fjórar af eftirtöldum sýningum: • Vesalingarnir • Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Svartur hundur prestsins • Dagleiðin langa • Afmælisveislan • Bjart með köflum • Allir synir mínir • Gæludýrin

Fast sæti á frumsýningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins á leikárinu: • Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Vesalingarnir

U GME

9.900

Þú velur fjórar af eftirtöldum sýningum: • Listaverkið • Hreinsun • Heimsljós • Svartur hundur prestsins • Dagleiðin langa • Afmælisveislan • Bjart með köflum • Allir synir mínir • Gæludýrin

Ef þú kemst ekki á þínu sýningar­kvöldi geturðu flutt miðann þinn yfir á annað kvöld þegar viðkomandi sýning er á fjölunum. Kortagestir fá 700 kr. afslátt af almennu miðaverði á aðrar sýningar en þeir hafa valið, að undanskildum barnasýningum og sýningum í Leikhúskjallara.

Hægt er að greiða korti

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI 4 leiksýningar kr. Aðeins 42% afsláttur

Með léttgreiðsluM!

Þú getur keypt kortin á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is, í miðasölunni við Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is

Athugið að kortin eru aðeins í sölu 15. ágúst–30. september.

Vertu vinur okkar á Facebook, þú gætir unnið leikhúskort!


LISTAVERKIÐ eftir Yasminu Reza í leikstjórn Guðjóns Pedersens

Feykivinsæl sýning aftur á svið – fjórtán árum síðar!

„Prump ... hvítt prump, það er orðið yfir það!“

Leikstjórn: Guðjón Pedersen

Mörgum leikhúsunnendum er í fersku minni hin geysi­v in­sæla sýning Þjóðleikhússins, Listaverkið, þar sem þrír af vin­sælustu leik­hús­lista­mönn­ um okkar, þeir Hilmir Snær, Ingvar og Baltasar Kormákur fóru á kost­u m. Á ný sam­eina þeir nú krafta sína á leik­sviði undir leik­stjórn Guðjóns Pedersens og snúa aftur í sömu hlut­verkum.

Leikmynd: Guðjón Ketilsson

Listaverkið er bráðfyndinn gaman­leikur með heim­speki­legum undir­tóni um þrjá góða vini og alvar­lega upp­á ­komu í samskiptum þeirra. Húð­ sjúk­dóma­lækn­i r­i nn Serge hefur keypt sér fok­dýrt mál­verk sem sýn­i r ekkert annað en hvítan flöt. Við það getur vinur hans Mark bara alls ekki sætt sig og eru fyrir því ýms­a r ástæð­u r. Hvor­u m þeirra á þriðji vin­u r­i nn, Ivan, eigin­lega að vera sammála? Fyrr en varir er fjandinn laus.

Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason,

Lista­verkið er eitt allra­vinsæl­a sta leik­r it síð­ustu ára­t uga. Verkið var frumflutt í París árið 1994 og hlaut hin eftir­sóttu Molière-verðlaun. Síðan þá hefur það verið sýnt við miklar vin­sæld­i r víðs­vegar um heim­i nn. Sýn­i ng verks­i ns í London hlaut Laurence Olivier- og Evening Standard-verð­laun­i n og verk­ið hlaut Tony-verð­laun­i n þegar það var sýnt í New York. Þjóð­leik­húsið frum­sýndi Lista­verkið árið 1997 og sýndi við mikl­a r vin­sæld­i r á Litla sviðinu og í Loft­k astalanum.

Búningar: Guðjón Ketilsson og Berglind Einarsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Þýðing: Pétur Gunnarsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson

Frumsýnt 29. september

LEIKHÚSKORT GILDIR

Sýnt á Stóra sviðinu

FRUMSÝ I GARKORT GILDIR

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


Allar kvÜldsýningar hefjast kl. 19.30


Allar kvÜldsýningar hefjast kl. 19.30


HREI SU eftir Sofi Oksanen í leikstjórn Stefáns Jónssonar

Áleitið og óvægið skáldverk sem vakið hefur mikið umtal. Í senn saga um baráttu kúgaðra og niðurlægðra einstaklinga og reynslu heillar þjóðar af harðstjórn og ófrelsi. „Því að sá sem semur sig að þeim sem hafa völdin mun búa við öryggi …“ Hreinsun er meðal umtöluðustu skáld­verka undan­ far­inna ára. Leik­ritið var frum­f lutt í finnska Þjóð­­ leik­hús­inu árið 2007 og í kjöl­farið skrif­aði höf­u nd­u r­ inn skáld­sögu upp úr efni þess sem farið hefur líkt og eldur í sinu um Evrópu, víða orðið met­sölu­bók og sank­að að sér verð­laun­u m. Oksanen hlaut Bók­ mennta­verð­laun Norður­landa­ráðs fyrir Hreinsun á liðnu ári. Skáld­sagan kom út hjá Máli og menn­ingu í fyrra og hefur notið mikillar hylli íslenskra lesenda. Leikritið hefst stuttu eftir að Eistland öðlast sjálf­stæði á tíunda áratug liðinnar aldar. Á litlum eist­n­esk­um sveita­bæ býr gömul kona, Aliide, safn­a r jurt­um og sultar ber, líkt og gert hefur verið kyn­slóð fram af kyn­slóð í þessari sveit. Einn morg­un­inn finnur hún unga ókunna stúlku, Zöru, í garð­inum hjá sér illa til reika og á flótta. Þessar tvær konur, sem virðast ekki þekkjast, búa báðar yfir leynd­a r­málum sem þær vilja ekki ljóstra upp um en smám saman kemur í ljós að leyndir þræðir tengja örlög þeirra saman. Þessi óvænta heim­sókn neyðir eldri kon­una, Aliide, til að takast á við sárs­­auka­f ulla hluti úr for­tíð sinni og for­tíð þjóðar sinnar og hverfa aftur til þess tíma þegar hún var ung og ást­fangin, og komm­ún­istar her­tóku land­ið. En um leið og for­tíðin herj­a r á Aliide eru misk­unnar­lausir kúg­a rar Zöru á hæl­um hennar.

Leikstjórn: Stefán Jónsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Paul Corley Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Þýðing: Sigurður Karlsson Leikarar: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Þorsteinn Bachmann, Pálmi Gestsson, Ólafur Egill Egilsson

Frumsýnt 20. október

LEIKHÚSKORT GILDIR

Sýnt á Stóra sviðinu

FRUMSÝ I GARKORT GILDIR

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR

Hreinsun er einstaklega áhrifa­mikið verk um ást, grimmd og svik, og ör­vænt­ingar­f ulla bar­áttu mann­ eskj­u nnar fyrir því að lifa af ofbeldi og niður­læg­ingu og verða heil að nýju. Þjóðleikhúsið býður Margréti Helgu Jóhanns­dóttur vel­komna á svið eftir áratuga far­sælan feril hennar hjá Leikfélagi Reykjavíkur.

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30

HEIMSLJÓS

eftir Halldór Laxness í leikgerð og leikstjórn Kjartans Ragnarssonar

Ein ástsælasta saga óbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Heillandi verk um fegurðarþrána, veraldlega fátækt og andleg auðæfi. „ ... þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Kjartan Ragnarsson hefur áður skapað leik­verk upp úr skáld­sög­um Halldórs Laxness með frá­bær­um árangri, en margir muna áhrifa­mikla upp­setn­ingu hans á Sjálf­ stæðu fólki í Þjóð­leikhús­inu árið 1999 og leik­gerð­ir hans af völd­um hlut­um Heims­ljóss sem voru frum­ sýnd­ar við opn­un Borgar­leik­húss­ins árið 1989, Ljós heims­ins og Höll sumar­lands­ins. Jóla­sýn­ing Þjóð­leik­ húss­ins verð­ur upp­setn­ing Kjartans á nýrri leik­gerð sem hann hefur gert af Heims­ljósi en henni til grun­d­ vallar liggur skáld­sagan í heild sinni. Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á árun­um 1937 til 1940, er saga fátæka alþýðu­skálds­ins Ólafs Kára­sonar Ljós­vík­ings. Í æsku er hann niður­setn­ing­ ur á bæn­um Fæti undir Fótar­fæti en síðar flytur hann til þorps­ins Svið­ins­víkur. Alla ævi er hann fátæk­ur, smáð­ur og utan­veltu. En engu að síður er skáld­ið „til­ finn­íng heims­ins, og það er í skáld­inu sem allir aðrir menn eiga bágt“. Heimsljós er margslungið verk. Það er ljóð­rænt verk um sál­ar­líf skálds­ins sem þrátt fyrir sam­úð með með­bræðr­ um sín­um stend­ur utan við um­hverfi sitt, gagn­tek­ið þrá eftir ein­hverju há­leit­ara og æðra en hvers­dags­leiki brauð­strits­ins hefur upp á að bjóða. En jafn­framt er það sam­félags­leg saga um fá­tækt, kúg­un, stétta­átök og drauma um feg­urra mannlíf og rétt­látara þjóð­félag. Í sýn­ing­unni munu þeir Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors túlka pers­ónu Ljósvíkingsins samtímis.

Leikgerð og leikstjórn: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Kjartan Sveinsson Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Björn Thors, Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson Námskeið um Heimsljós hjá Endurmenntun HÍ Þjóðleikhúsið og EHÍ standa að nám­skeiði frá 16. nóv­­em­ber til 10. janúar í tengsl­u m við sýn­i ngu leik­húss­i ns á Heimsljósi. (5 skipti, tveir fyrir­lestra­­ tímar, heim­sókn á æf­i ngu, leik­sýning og umræðu­ kvöld). Kenn­a ri verður Halldór Guðmundsson sem áður hefur kennt á nám­skeið­u m Þjóð­leik­húss­i ns og EHÍ um Sjálf­stætt fólk, Íslands­k lukkuna og Gerplu við frábærar undir­tektir. Nánari upplýsingar og skráning hjá EHÍ, endurmenntun.is

LEIKHÚSKORT GILDIR

Frumsýnt 26. desember

Sýnt á Stóra sviðinu

FRUMSÝ I GARKORT GILDIR

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR


Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


Þjóðleikhúsið samkvæmt samkomulagi við CAMERON MACKINTOSH kynnir nýja sviðsetningu á söngleik eftir BOUBLIL og SCHÖNBERG

Söngleikur eftir ALAIN BOUBLIL og CLAUDE-MICHEL SCHÖNBERG byggður á skáldsögu eftir VICTOR HUGO Tónlist eftir CLAUDE-MICHEL SCHÖNBERG Söngtextar eftir HERBERT KRETZMER Upprunalegt handrit á frönsku eftir ALAIN BOUBLIL og JEAN-MARC NATEL Viðbótarefni eftir JAMES FENTON Útsetningar eftir JOHN CAMERON Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Sviðshreyfingar: Kate Flatt Lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson Aðstoðarmaður leikstjóra: Stefán Hallur Stefánsson Þýðing: Friðrik Erlingsson Leikarar: Þór Breiðfjörð, Egill Ólafsson, Valgerður Guðnadóttir, Örn Árnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Atli Þór Albertsson, Baldur Trausti Hreinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Heiða Ólafsdóttir, Hilmir Jensson, Jana María Guðmundsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson Aðlögun og leikstjórn frumuppfærslu í London TREVOR NUNN og JOHN CAIRD Sýningarréttur: Josef Weinberger Ltd fyrir hönd Music Theatre International og CAMERON MACKINTOSH LTD


VESALI GAR IR Einn áhrifamesti söngleikur allra tíma. Vesalingarnir, einn allra vinsælasti söngleikur leik­ hús­sög­u nnar, mun eftir áramót öðlast á nýjan leik líf á fjöl­u m Þjóðleikhússins í flutningi einvala liðs leikara og söngvara. Söngleikurinn var frumfluttur í London árið 1985 og tveimur árum síðar sýndi Þjóðleikhúsið hann á Stóra sviðinu við frábærar undirtektir. Vesalingarnir hafa verið sýndir samfellt í London frá frumsýningu, auk þess sem söngleikurinn hefur verið settur upp um allan heim. Nú er komið að því að við fáum að njóta hans að nýju á Stóra sviði Þjóðleikhússins í nýrri uppsetningu. Söngleikurinn Vesalingarnir er byggður á hinni frægu skáld­sögu Victors Hugos sem gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Við fylgjumst með baráttu Jeans Valjeans fyrir því að hefja nýtt líf úti í samfélaginu, en hann hefur þurft að sitja árum saman í fangelsi

Frumsýnt í lok febrúar

Sýnt á Stóra sviðinu

LEIKHÚSKORT GILDIR

fyrir smávægilegt brot. Örlög hans tengjast miklum samfélagslegum hræringum og lífi fjölda fólks. Við kynnumst hinum útskúfuðu, fátæklingum, vörðum laganna, vændiskonum, verkafólki, útsmognum smá­ glæpa­mönnum, stúdentum og byltingarsinnum. Og við skyggnumst undir yfirborðið og fáum innsýn í þjáningar þessa fólks, vonir og ástir, og baráttu þess fyrir betra lífi. Tónlistin í Vesalingunum er ægifögur og áhrifa­ mikil og í sýn­i ng­u nni kemur saman ein­stak­lega öflugur hópur leikara og söngvara, studdur af stórri hljómsveit. Með hlutverk Jeans Valjeans fer Þór Breiðfjörð, sem hefur vakið athygli í söng­leikj­u m á West End í London, en auk hans tekur nú í fyrsta sinn þátt í leiksýningu hér í Þjóð­leik­hús­i nu Eyþór Ingi Gunnlaugsson í hlutverki Maríusar.

Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30

FRUMSÝ I GARKORT GILDIR

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is



SVARTUR HU DUR PRESTSI S eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur Margverðlaunaður skáldsagnahöfundur skrifar sitt fyrsta leikrit. Leiklist, dans, tónlist og myndlist er stefnt saman til að skapa margslungna leikhúsupplifun. „Ef þú hefðir verið öðruvísi, þá hefði svo margt verið öðruvísi.“ Svartur hundur prestsins er fyrsta leikrit Auðar Övu Ólafsdóttur sem hefur undan­farið skapað sér nafn sem einn athyglis­verð­a sti skáld­sagnahöf­u nd­u r okkar. Síð­a sta skáld­saga henn­a r Afleggjar­i nn hefur hlotið fjölda verð­launa og viður­kenn­i nga, farið sigur­f ör um Frakk­land og Kanada og öðlast miklar vin­sældir. Í leikritinu kynn­u mst við ætt­móður sem býður syni sín­u m, tveimur dætrum og tengda­syni í vöfflu­boð til að greina frá ákvörð­u n sem kemur öll­u m í opna skjöldu. En þetta vöfflu­boð er ekkert venju­legt kaffi­ samsæti. Dæturnar þurfa að takast á við ger­breyttar aðstæð­u r í sam­skipt­u m við móður sína en lenda auk þess í átök­u m við bróður sinn sem kominn er langt að og hefur ákveðið að gerast boðberi sannleika sem allir vilja forðast. Hér er svo sannarlega boðið upp í óvenjulegan dans! Í þessu ögrandi sviðsverki stefnir hópur lista­manna saman ólíkum list­g reinum. Í gegn­u m leiklist, dans, tónlist og mynd­list er unnið á skemmti­leg­a n og frum­legan hátt með persónu­sköpun og tungu­mál, og leikið með samspil orða og athafna, leik­húss og veru­leika. Undir niðri lúra ýmsar áleitnar spurn­ ingar, til dæmis um skyldur okkar við fjöl­skyld­u na – og með­bræður okkar á jörð­i nni og ekki síst um það að hve miklu leyti fort­íðin með öllu sínu ægivaldi er okkar eigin tilbúningur?

Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd: Elín Hansdóttir Búningar: Helga Björnsson Sviðshreyfingar: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson

Leikritið Svartur hundur prests­i ns er fyrsta höf­ und­a r­­verk leik­skálds sem sett er á svið af þeim verk­u m sem hlutu styrk frá Leik­r itunar­sjóði Þjóð­ leik­húss­i ns, Prologos. Áður hafa verið á fjölum leikhúss­i ns leik­smiðju­verk­efni leik­hópa sem styrkt voru af sjóð­num.

Frumsýnt 17. september

LEIKHÚSKORT GILDIR

Sýnt í Kassanum

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR

Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


DAGLEIÐI

eftir Eugene O´ eill í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur

LA GA

Eitt frægasta og magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Nóbelsverðlaunahafinn Eugene O’Neill (1888–1953) er gjarn­a n kall­aður faðir banda­r ískr­a r nú­t íma­leik­ rit­u n­a r og meist­a ra­verk hans Long Day’s Journey into Night eða Dagl­eiðin langa hafði mikil áhrif á drama­t íska leik­r it­u n á seinni hluta tutt­ug­ustu aldar­ inn­a r. O’Neill skrif­aði verk­ið, sem er að sumu leyti sjálfs­ævi­sögu­legt, á ár­u n­u m 1939–41 en það var ekki frum­f lutt fyrr en árið 1956, nokkru eftir dauða hans, og hlaut það Pulitzer-verð­laun­i n ári síðar. Leik­r it­ið gerist á mikl­u m átaka­degi í lífi Tyronefjöl­skyld­u nnar, hjóna og tveggja upp­kom­i nna sona þeirra. Fjöl­skyld­a n er þrúg­uð af ægi­valdi fjöl­skyldu­ föð­u r­i ns, og áfengis­sýki og lyfja­neysla varpa dimm­ um skugg­u m á öll sam­skipti. Fjórar skemmd­a r mann­eskj­u r sem standa mátt­vana gagn­vart erf­ið­u m að­stæð­u m kunna engin ráð betri en að ásaka hver aðra og brjóta hver aðra niður á milli þess sem þær tjá ást sína og um­hyggju. Dagleiðin langa er magn­þrung­ið lista­verk, fallegt í hrika­leik sínum, nær­göng­u lt og grimmt. Hér er sál­ ræn­u m afleið­i ng­u m kúg­u nar og neyslu lýst á ein­ staklega áhrifa­m ik­i nn hátt. Leikritið hefur tvívegis áður verið sýnt í Þjóð­leik­hús­ inu, árið 1959 undir heit­i nu Húmar hægt að kveldi og árið 1982 undir heit­i nu Dagleiðin langa inn í nótt.

Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Jósef Halldórsson Þýðing: Illugi Jökulsson Leikarar: Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason

Frumsýnt í febrúar

LEIKHÚSKORT GILDIR

Sýnt í Kassanum

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR


Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


AFMÆLISVEISLA eftir Harold Pinter í leikstjórn Baltasars Kormáks

Eitt allra skemmtilegasta leikrit Harolds Pinters. „Ef við hefðum ekki komið í dag, þá hefðum við kom­ ið á morg­un. Ég er samt ánægð­ur með að við kom­um í dag. Ann­ars hefð­um við misst af afmæl­inu hans.“ Afmælisveislan er fyrsta leikrit Harolds Pinters (1930–2008) í fullri lengd. Það var frum­f lutt árið 1958 og þykir tíma­móta­verk í leik­lista­rsög­u nni. Leik­ rit­u m Pinters hefur verið lýst sem „gaman­leikjum ógnar­i nnar“ en þau ein­kenn­a st af afar frum­leg­u m og óvægn­u m húmor. Stanley er fremur fram­taks­laus ungur maður, sem virð­ist áður hafa unn­ið fyrir sér sem píanó­leikari. Hann lifir þó á viss­a n hátt við ákveð­ið öryggi þar sem hann býr í her­bergi í niður­n íddu gisti­húsi í litl­u m bæ við sjávar­síð­u na í Bret­landi, dekr­aður af eigin­konu gisti­hús­eig­a nd­a ns. Skyndi­lega er honum kippt af afli út úr þess­a ri ver­öld, þegar tveir dular­f ull­i r menn birt­a st til að „refsa“ hon­u m fyrir glæpi sem óljóst er hverjir eigin­lega eru. Eigin­kona gisti­hús­eig­a nd­a ns vill áköf halda afmælis­veislu fyrir Stanley, en veisl­a n breyt­ist smám saman í sann­k all­aða mar­t röð ...

óbelsskáldsins

Leikstjórn: Baltasar Kormákur Þýðing: Bragi Ólafsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors, Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld og fleiri.

Frumsýnt í mars

LEIKHÚSKORT GILDIR

Sýnt í Kassanum

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR

Baltasar Kormákur tekst nú á við eitt vin­sæl­a sta leik­ rit Harolds Pinters, ásamt nokkr­u m af þeim leik­u r­u m sem átt hafa þátt í að skapa róm­að­a r sýn­i ng­a r hans hér í Þjóð­leik­hús­i nu á liðnum árum.

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


Allar kvÜldsýningar hefjast kl. 19.30


LITLA SKRÍMSLIÐ OG STÓRA SKRÍMSLIÐ í leikhúsinu eftir Áslaugu Jónsdóttur

Hjartnæm og fjörmikil sýning um tilfinningaríka vináttu og samskipti skrímslanna vinsælu. „Við erum hugrökkustu skrímsli í heimi!“ Ævintýri litla skrímslis­ins og stóra skrímslis­ins og inni­leg sam­skipti þeirra láta eng­an ósnort­inn. Skrímsl­in tvö hafa eign­ast ótal að­dá­end­ur en bæk­urn­ ar um þau hafa kom­ið út víðs­veg­ar um heim­inn, hlot­ið lof­samlega dóma og fjölda verðlauna. Ekk­ert lát virðist vera á vin­sæld­um þeirra. Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leik­svið, en leik­rit­ið bygg­ist á fyrstu bók­un­um og þar reyn­ir vissu­lega á vin­áttu og hug­rekki þeirra félaga. Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar pers­ónur og virð­ast ekki eiga margt sam­eiginlegt. En undir svört­u m og loðnum feldunum titra viðkvæm hjörtu sem þrátt fyrir allt slá í takt. Lítil skrímsli þurfa stundum að hrópa hátt svo í þeim heyrist og stór skrímsli geta ver­ið lítil í sér. Þó að stundum slettist upp á vin­skap­inn kunna skrímslin að snúa bökum saman þegar á reynir eins og sannir vinir gera.

Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd: Áslaug Jónsdóttir Leikgervi: Stefán Jörgen Ágústsson Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Friðrik Friðriksson

Frumsýnt 28. desember

Sýnt í Kúlunni

Áslaug Jónsdóttir skrifar nú sitt þriðja leik­rit fyrir Kúl­u na en fyrri leik­rit henn­a r, Gott kvöld og Sindri silfur­f isk­u r, hafa glatt fjöl­mörg hjörtu. Gott kvöld hlaut á sín­u m tíma Grímu­verð­laun­in sem barna­ sýn­ing árs­ins og Sindra silfur­f iski var boð­ið á Bibu barna­leik­list­a r­hátíðina í Lundi og á alþjóðlega barnaleiklistarhátíð Assitej í Malmö á liðnu vori. Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


HLI I KÓ GSSO Sögustund

Leikskólabörnum boðið inn í töfraveröld leikhússins. Þjóðleikhúsið býður nú þriðja árið í röð börn­um í elstu deild­um leik­skóla að koma í heim­sókn í leik­hús­ið með kenn­ur­um sín­um til að fræð­ast á skemmti­leg­an hátt um leik­hús­ið og kynn­ast töfra­heimi þess. Börn­in taka þátt í sögu­stund með leik­hús­ívafi, en nú er spunn­ið og leik­ið út frá gamla ævintýrinu um Hlina kóngsson. Fyrsta Sögu­stund­in var byggð á Bú­kollu og í fyrra var ævintýrið um Karlsson, Lítinn, Trítil og fuglana lagt til grund­vallar.

Leikstjórn: Friðrik Friðriksson

Sögustund hefur notið mikilla vinsælda hjá leik­skól­ um og á hverju hausti hafa vel á fimmta þús­u nd leik­ skóla­börn frá all­f lest­u m leik­skólum á höfuð­borgar­ svæð­inu komið í heim­sókn til okkar í leik­húsið.

Leikarar: Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson

Leikmynd: Trygve Jónas Eliassen Búningar: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Grímugerð: Ásta Jónsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Handrit, tónlist og söngtextar: Friðrik Friðriksson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson

Boðið er upp á Sögustund í Kúlunni fyrir leik­skóla­ hópa frá 21. september til 14. október. Einnig verða almenn­a r sýn­ing­a r á laugar­dög­u m frá og með 1. október. Nánari upplýsingar veitir Þórhallur Sigurðsson, thorhallur@leikhusid.is

Frumsýnt 21. september

Sýnt í Kúlunni

Nú fá börn á Norðurlandi líka að njóta Sögustundar. Á meðan Hlini kóngsson verður sýndur í Kúlunni verður Búkolla sýnd á Akureyri í samvinnu við Leikfélag Akureyrar.


FRÁ FYRRA LEIKÁRI

BJART MEÐ KÖFLUM eftir Ólaf Hauk Símonarson

Kraftmikið og skemmtilegt verk um andstæðurnar og öfgarnar í okkur Íslendingum og samband okkar við landið – með tónlist frá ofanverðum sjöunda áratugnum. „Ég hélt að á svona stað gerðist aldrei neitt. Svo kem­ ur á dag­inn að það hefur aldrei gerst neitt í mínu lífi fyrr en ég kom hingað.“ Þessi nýi gleði­g jafi frá Ólafi Hauki var frum­sýnd­u r á liðnu vori og tóku áhorf­end­u r hon­u m fagn­a ndi. Sígræn söng­lög sjö­u nda ára­t ugar­i ns heyr­a st hér í glæsi­leg­u m flutn­i ngi, saman­ofin sögu af erfiðri lífs­ bar­áttu og átök­u m fólks í af­skekktri sveit. Ungur piltur úr Reykjavík, Jakob, er sendur í sveit að bæn­u m Gili þar sem nú­t ím­i nn virðist enn ekki hafa hald­ið inn­reið sína, og fjöl­skyld­a n stritar við að yrkja land­ið og sækja sjó­i nn líkt og for­feð­u rn­i r hafa gert um aldir. Inn­a n skamms virðist Jakob vera orð­ inn mið­punkt­u r­i nn í æva­göml­u m fjand­skap á milli bæja í sveit­i nni. Ástin ólgar, heiftin kraum­a r og rokk­lögin hljóma af blúss­a ndi krafti!

Sýningar hefjast 2. september

LEIKHÚSKORT GILDIR

U GME

Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Leikarar: Hilmir Jensson, Heiða Ólafsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Atli Þór Albertsson, Edda Arnljótsdóttir, Friðrik Friðriksson, Hannes Óli Ágústsson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Örn Árnason Hljómsveit: Björn S. Ólafsson, Einar Þór Jóhannsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Örn Gunnlaugsson, Stefán Már Magnússon

Sýnt á Stóra sviðinu

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR

Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


ALLIR SY IR MÍ IR eftir Arthur Miller

Áhrifamikil sýning sem vakti mikla athygli og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem besta sýning ársins.

Allir synir mínir var frumsýnt í byrjun mars og hlaut afar góðar viðtökur. Sýn­i ng­i n var til­nefnd til sex Grímu­verð­launa, meðal annars sem besta sýn­i ng ársins. Allir synir mínir er verk­ið sem gerði Arthur Miller fræg­a n, sann­köll­uð nú­t íma­k lass­í k um fjöl­skyldu þjak­aða af leynd­a r­mál­u m for­t íð­a r­i nn­a r og ýmsa þá þætti í sál­a r­lífi mann­a nna og sam­fél­agi sem okkur eru sér­stak­lega hug­leikn­i r nú á tím­u m. Mögnuð nútíma­k lassík um ábyrgð, græðgi, sekt og sakleysi.

Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Lárus Björnsson Þýðing: Hrafnhildur Hagalín Leikarar: Jóhann Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Björn Thors, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hannes Óli Ágústsson

Sýningar í nóvember

LEIKHÚSKORT GILDIR

Sýnt á Stóra sviðinu

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR

★★★★★

Algjör klassík! ... leikur eins og hann gerist bestur. I.Þ. (Mbl.)

★★★★

Fantagóð sýning á allan hátt! Leikurinn er upp á fimm stjörnur ... E.B. (Fbl.)

★★★★★

Glæsilegur Miller í Þjóðleikhúsinu J.V.J. (DV)


BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM

LEITI AÐ JÓLU UM

eftir Gerði Kristnýju

eftir Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson

Sprellfjörug leiksýning fyrir alla fjölskylduna um forseta, prinsessu, draug og landnámshænu. Byggt á geysivinsælum bókum Gerðar Kristnýjar.

Hið árlega aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem barna­ sýning ársins þegar hún var frum­sýnd árið 2005.

„Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum eru ekki með hjartað á réttum stað.“ Frá því að Ballið á Bessastöðum var frum­sýnt í febrúar hefur það kætt og glatt fjölmarga unga leik­hús­­gesti og föru­nauta þeirra. Verkið er nútíma­legt ævintýri fyrir alla krakka, þar sem hinn frum­legi húmor höfundar nýtur sín vel, sem og hin bráð­skemmti­lega tónlist Braga Valdimars Skúlasonar sem samin var sér­stak­ lega fyrir sýn­ing­una. Sýn­ing­in var til­nefnd til Grímu­ verðlaunanna sem barnasýning ársins. Forsetinn og prinsessan halda í ævintýralega för um fjöll og firnindi til að koma mikilvægri kransa­köku í réttar hendur. Ýmislegt óvænt gerist og svo er líka gamall, göldróttur bakaradraugur á kreiki! Aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jól­u n­um, verður sýnt í des­ember sjö­u nda leik­á rið í röð, en sýn­ ing­in hefur jafn­a n notið mik­illa vin­sælda og hlaut Grímu­verð­laun­in sem barna­sýn­ing árs­ins þegar hún var frum­sýnd. Tveir skrýtn­ir og skemmti­legir ná­u ng­a r taka á móti litlum leik­hús­gest­u m í and­dyri Þjóð­leik­húss­ins. Með þeim í för eru tveir hljóð­færa­ leik­a r­a r og þessi fjör­ugi hóp­u r leið­ir börn­in með leik og söng um leik­hús­ið. Börn­in ferð­ast inn í ævintýra­ veröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Bragi Valdimar Skúlason Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: María Th. Ólafsdóttir Brúðuhönnun: Bernd Ogrodnik Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmir Jensson, Kjartan Guðjónsson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Örn Árnason. Hljóðfæraleikarar: Baldur Ragnarsson, Jón Geir Jóhannsson, Unnur Birna Björnsdóttir

Sýningar hefjast 28. ágúst

Sýnt á Stóra sviðinu

Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Tónlist: Árni Egilsson Texti: Þorvaldur Þorsteinsson Kvæði: Jóhannes úr Kötlum Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson / Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Sýningar frá 27. nóvember

Sýnt á Leikhúsloftinu


ÍSLA DSKLUKKA

eftir Halldór Laxness í leikgerð Benedikts Erlingssonar Geysivinsæl afmælissýning Þjóðleikhússins – magnað verk í hrífandi uppfærslu! Íslandsklukkan var frum­sýnd þann 22. apríl vorið 2010 í tilefni af 60 ára afmæli Þjóð­leik­húss­ins. Sýn­ing­ in vakti strax mikla hrifn­ingu og hef­u r hún átt mikl­ um vin­sæld­u m að fagna. Sýn­ing­in fékk 11 til­nefn­ingar til Grím­u nn­a r, meðal annars sem sýn­ing ársins, og hlaut fern Grímu­verð­laun. Ingvar E. Sigurðsson hlaut Grím­u na fyrir túlkun sína á Jóni Hreggviðssyni og Björn Thors hlaut Grímuna fyrir leik sinn í hlutverki Magnúsar í Bræðra­tungu. Einnig fengu höf­u ndar tón­ listar og bún­inga sýn­ingar­innar Grímuna. Íslandsklukkan hefur í gegnum tíðina notið ein­stakra vin­sælda hjá íslensku þjóð­inni, jafnt á bók sem á leik­ sviði. Í því þjóð­félags­lega um­róti sem við lifum nú á þetta stór­virki um til­vist­a r­spurn­ing­a r sem lítil þjóð stend­u r frammi fyrir brýnt erindi við okkur.

Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Helga Björnsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson og Lárus Björnsson Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson/Benedikt Erlingsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Arnar Jónsson, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson og fleiri

Bein útsending í Sjónvarpinu á sumardaginn fyrsta Á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl 2012, bjóða Þjóðleikhúsið og RÚV þjóðinni upp á beina útsendingu í Sjónvarpinu frá sýningu á Íslandsklukkunni á Stóra sviðinu. Sumardagurinn fyrsti var opnunardagur Þjóðleikhússins á sínum tíma og skipar því sérstakan sess í sögu leikhússins.

Sýningar í apríl

Sýnt á Stóra sviðinu

SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR

SKÝJABORG

Danssýning fyrir börn eftir Tinnu Grétarsdóttur Danssýning ætluð börnum frá sex mánaða til þriggja ára. Skýjaborg er danssýning sem er sérstaklega hugsuð fyrir yngstu börnin þar sem litir, form, ljós og tónlist tala til barnanna. Verkið fjallar um tvær verur sem vakna furðu lostnar upp á ókunnum stað. Þegar þær eru að byrja að ná áttum fer vindurinn skyndilega að blása og umhverfið breytist. Á þessum dularfulla stað eru sífelld veðrabrigði, stundum er veðrið ógn­ vænlegt, stundum gott og blítt og verurnar verða því stöðugt að takast á við nýjar aðstæður. Sýningin tekur tæpan hálftíma en í lok hennar er börnunum boðið að koma á sviðið til að hitta verurnar, leika sér og skoða leikmyndina.

Danshöfundur: Tinna Grétarsdóttir í samstarfi við dansara Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir Sviðsmynd, leikmunir og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir og Tessa-Sillars Powell Dansarar: Inga Maren Rúnarsdóttir, Tanja Marín Friðjónsdóttir

Frumsýnt 24. mars

Sýnt í Kúlunni

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR

VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU Ég og vinir mínir

Verði þér að góðu er kraftmikil partíbomba frá leikhópnum Ég og vinir mínir sem sló rækilega í gegn með fyrsta verki sínu Húmanímal. Leikstjórn: Friðrik Friðriksson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Í Verði þér að góðu er á sprenghlægilegan hátt fjallað um mann­inn sem félags­veru. Okkur er boðið til sam­ kvæm­is þar sem félags­veran er krufin; við fylgj­u mst með því hvern­ig hún kemur fyrir og hvernig hún af­ hjúpar sig þegar hún er við­kvæm, ein­mana og hungr­uð. Félags­ver­a n bregður á leik, dansar, hreykir sér og þráir gef­a ndi sam­skipti. Ég og vinir mínir slá upp veislu í Kass­a n­u m og af­hjúpa sig og vænt­ing­a r sín­a r í sýn­ingu sem berst við að koma vel fyrir. Komdu í partí! Verði þér að góðu var tilnefnd til þriggja Grímu­verð­ launa. Hún var valin á leiklistarhátíðina Lókal sem haldin verður í byrjun september.

Leikmynd og búningar: Rósa Hrund Kristjánsdóttir Leikarar og dansarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir Verði þér að góðu er samstarfsverkefni leikhópsins Ég og vinir mínir og Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut styrk frá Leiklistarráði og Prologos.

Sýningar á Lókal í september

Sýnt í Kassanum

MEÐ BERUM AUGUM Bakaríið Bakaríið er nýr tilraunaleikhópur á sviði brúðu­leik­húss og myndræns leikhúss. Meðlimir hóps­ins eru með ólík­an bak­grunn en eiga það sam­eig­ in­legt að vera heill­að­ir af brúðu­leik­húsi og vilja rann­saka möguleika þess.

Leikstjórn: Helga Arnalds Leiðbeinandi: Rene Baker Hljóðmynd: Baldvin Magnússon

Með berum augum er verk í vinnslu sem kemur fyrir sjón­ir áhorf­enda eftir að að­stand­endur þess hafa starf­ að í þrjár vik­u r undir hand­leiðslu Rene Baker frá Bret­ landi. Rene Baker hefur þróað nýja nálgun við mynd­ rænt leik­hús og notar að­ferðir spuna­leik­húss­ins þar sem hóp­u r­inn spinn­u r sýn­ing­u na sam­a n án hand­rits. Aðferðin bygg­ist á því að nálgast efni­við­inn sem vinna á með, og get­u r verið af marg­vís­legu tagi, með opn­u m huga, algjör­lega á hans eigin for­sendum og rann­saka eigin­leika hans í gegnum ýmsar spuna­æfing­a r þar sem er hlustað, horft, snert, smakk­að, hrif­ist og fund­inn „takturinn“ í efn­inu. Í stað þess að þröngva fyrir­f ram­ gefn­u m hug­mynd­u m og ákvörð­u n­u m upp á efnið er efnið notað sem upphafspunktur.

Höfundar og hönnuðir: Eva Signý Berger, Helga Arnalds, Högni Sigurþórsson, Karolina Boguslawska, Katerina Fojtikova, Rene Baker, Sigríður Sunna Reynisdóttir Flytjendur: Sigríður Sunna Reynisdóttir, Eva Signý Berger, Karolina Boguslawska, Katerina Fojtikova, Högni Sigurþórsson Samstarfsverkefni Bakarísins og Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut styrk frá Prologos.

Frumsýnt 3. september

Sýnt í Kúlunni


SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR

KJARTA

EÐA BOLLI?

Leikgerð eftir Hallveigu Thorlacius, byggð á Laxdælu Splunkuný brúðuleiksýning byggð á Laxdælu. Í Íslendingasögunum er tilfinningum persóna yfir­ leitt ekki lýst ber­u m orðum og les­a nd­i nn þarf að lesa á milli lín­a nna. Hér er ljósi beint að þess­u m sterku til­f inn­i ng­u m sem krauma undir niðri. Stuðst er við ákveðna teg­u nd af myn­d rænu leik­húsi þar sem unn­ið er með brúð­u r, frá­sagnar­list, tón­list, skugga­ leik­hús og hreyfi­myndir sem varpað er á leik­mynd­ ina. Reka­v ið­u rinn sem notaður var til að smíða brúðurnar minnir á hvernig við bárumst hingað til lands upphaflega og hvernig sögurnar um fyrstu Íslendingana hafa verið að velkjast um í tímans hafi.

Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Brúður og leikmynd: Helga Arnalds Tónlist: Ólafur Arnalds og fleiri Búningar: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðmynd: Baldvin Magnússon Leikur og brúðustjórnun: Helga Arnalds og Hallveig Thorlacius Gestaleikur frá Leikhúsinu 10 fingrum og Sögusvuntunni.

Sýningin Kjartan eða Bolli? er hluti af Laxdælu­ þrennu, en einnig er unnið að leik­sýn­i ng­u m byggð­ um á Laxdælu í Noregi og Finnlandi. Til stendur að halda Laxdæluleiklistarhátíð með þessum þremur sýningum í hverju landi.

Sýningar í október

O

Sýnt í Kúlunni

MISU DERSTA DI G

eftir Margréti Bjarnadóttur í samvinnu við hópinn

Dansleikhússýning þar sem boðið er upp á misskilning í ýmsum myndum. Í verkinu On Misunderstanding er boðið upp á mis­ skiln­ing í ýms­um myndum. Hvernig er hægt að sjá og skilja sama hlut eða atburð á marga ólíka vegu? Geta marg­ar út­gáfur af sama atburð­inum átt sér stað sam­ tímis? Er ein útgáfa réttari en önn­ur? Hversu langt getur mis­skiln­ing­ur­inn leitt okkur? Er þetta allt spurn­ing um sjónar­horn eða er tilvera okkar byggð á mis­skiln­ingi? Margrét Bjarnadóttir hefur unnið sjálf­stætt sem dans­ lista­mað­ur bæði hér heima og erlendis frá því að hún lauk BA gráðu af dans­höf­unda­braut ArtEZ lista­háskól­ ans í Arnhem í Hollandi árið 2006. Hún hlaut Grímu­ verð­laun­in sem dans­ari árs­ins og dans­höf­und­ur árs­ins ásamt Sögu Sigurðardóttur fyrir Húmanímal eftir leik­ hóp­inn Ég og vinir mín­ir, sem Margrét er með­lim­ur í. Ásamt Sögu hef­ur Margrét unn­ið að ýms­um verk­efn­um fyr­ir komp­aní þeirra saga&magga. Margrét vann að On Mis­under­stand­ing þegar henni var út­hlut­að 8 mán­aða vinnu­að­stöðu við K3 í Hamborg og verkið var frum­sýnt í Kampnagel leik­hús­inu í Hamborg í nóvember 2010.

Sýningar í janúar

Listrænn stjórnandi: Margrét Bjarnadóttir Leikmynd og búningar: Elín Hansdóttir Hljóð: Alessio Castellacci Dramatúrg: Marcus Dross Dansarar og leikarar: Dani Brown, Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir Framleitt af K3 – Zentrum fur Choreographie – Tanzplan Hamburg. Gestaleikur.

Sýnt í Kassanum

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR

GÆLUDÝRI eftir Braga Ólafsson

Leikverk byggt á hinni frumlegu og skemmtilegu skáldsögu Gæludýrunum. Þegar Emil kemur heim til sín úr stuttri ferð til London fær hann að heyra að maður í hettuúlpu hafi bankað á dyrnar hjá honum fyrr um daginn. Þegar sá í úlpunni kemur aftur og Emil gerir sér grein fyrir því hver hann er ákveður hann að fara ekki til dyra. Hávarður er maður sem Emil vill ekki eiga frekari samskipti við í sínu lífi – ekki eftir að þeir tóku að sér saman að gæta nokkurra gæludýra í London fimm árum áður. En eldhúsgluggi Emils er opinn og þegar Hávarður ákveður að notfæra sér það grípur húsráðandi til þess ráðs að fela sig undir rúminu í svefnherberginu ...

Leikstjórn: Adam Bellaagh Leikgerð: Bragi Ólafsson og María Dalberg Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Hljóðhönnun og tónlist: Gunnar Óskarsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, María Dalberg og fleiri Leikhópurinn Blink í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Gæludýrin er í senn óþægileg og ískrandi fyndin saga um hugleysi og glímuna við að hafa stjórn á eigin lífi. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2001, og hefur verið þýdd á fimm tungumál. Leikrit Braga, Belgíska Kongó og Hænuungarnir hafa, ekki síður en skáldsögur hans, notið mikilla vinsælda. Í sýningunni er leiklist, kvikmynduðu efni, tónlist og hljóðhönnun steypt saman í eina heild í þeim tilgangi að gera þessa mögnuðu svörtu kómedíu að einstakri upplifun fyrir áhorfendur.

Sýningar í vor

Sýnt í Kassanum

LEIKHÚSKORT GILDIR

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI GILDIR

HVAÐ EF?

SKEMMTIFRÆÐSLA eftir Guðmund Inga Þorvaldsson, Gunnar Sigurðsson og fleiri

ýstárleg og fjörug sýning þar sem dregnar eru fram kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna og annað sem brennur á unglingum á aldrinum 14–16 ára. Hvað EF var sýnd fyrir fjölda ungmenna í Kass­a num á liðnu leikári. Ungl­i ng­a rnir tóku sýn­i ng­u nni mjög vel og ekki síður kenn­a rar og for­eldrar. Þrír leik­a rar bregða sér í fjölda­mörg hlut­verk og nýta sér galdra leik­húss­i ns til að fræða ungl­i nga og skemmta þeim, vekja þá til um­hugs­u nar og minna á hvernig skyndi­ ákvarð­a nir sem virðast kannski hættu­litlar í fyrstu geta stund­u m haft alvar­legar af­leið­i ngar. Sýn­i ng­i n var áður sýnd á ár­u num 2005–2007 og er heild­a r­f jöldi áhorf­enda nú kominn upp í 18.500.

Leikstjórn: Gunnar Sigurðsson Tónlistarstjórn og handritsumsjón: Guðmundur Ingi Þorvaldsson Leikarar: Ævar Þór Benediktsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð Gestaleikur frá 540 Gólf leikhúsi, sjá hvadef.com

Sýningar fyrir skólahópa

Sýnt í Kassanum


SAMSTARFSVERKEF I / GESTALEIKIR

Svartfugl

í leikgerð Aldrei óstelandi ý leikgerð um morðin á Sjöundá.

,,Hamingjan verður ekki hertekin“ Á af­skekkt­um stað á hjara ver­aldar krauma ástríð­ur, hat­ur, ótti og af­brýðis­semi en þar fæð­ast líka draum­ar um ann­að líf, draum­ar sem breyt­ast í mar­t röð. Morðin á Sjöundá á 19. öld urðu Gunnari Gunnarssyni yrkis­efni í Svartfugli, einni kunn­ustu skáld­sögu ísl­ enskra bók­mennta. Þar seg­ir frá elsk­end­un­um Bjarna og Stein­unni sem í taum­lausri ástar­þrá og ör­vænt­ingu myrða maka sína til að geta verið sam­an. Upp kemst um glæp­ina og þau eru fang­elsuð og dæmd til dauða.

Leikgerð: Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Harpa Arnardóttir og fleiri. Samstarfsverkefni leikhópsins Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins.

Nú mun leik­hópurinn Aldrei óstelandi vinna nýja leik­ gerð upp úr þess­um magn­aða efni­viði þar sem áhersl­an verð­ur á at­burð­ina á Sjöundá og yfir­heyrsl­urn­ar yfir hin­um seku. Leik­hópurinn vakti mikla at­hygli á síð­asta ári með sýn­ ing­unni Fjalla Eyvindi í Norður­póln­um en hún var til­ nefnd til Grímu­verð­laun­anna sem sýn­ing árs­ins 2011.

Frumsýning eftir áramót

Sýnt í Kúlunni

PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen

Gestasýning frá Sviss, verðlaunasýning ungs íslensks leikstjóra á hinu klassíska verki Ibsens. Sýningin var frumsýnd í Luzern í Sviss í leik­stjórn Þorleifs Arnar Arnars­sonar haust­ið 2010 og fékk af­ ar góð­a r við­tök­u r. Upp­setn­i ng­i n var í lok leik­á rs­i ns val­i n besta þýsku­mæl­a ndi sýn­i ng árs­i ns hjá vef­r it­i nu nachtkritik.de, af gagn­r ýn­end­u m og áhorf­end­u m. Þorleifur Örn lauk leiklistarnámi frá LHÍ og leik­ stjórn­a r­námi frá Ernst Busch leik­list­a r­skól­a n­u m í Berlín árið 2005, og hef­u r síð­a n þá vak­ið athygli sem leik­stjóri í hin­u m þýsku­mæl­a ndi heimi, á Íslandi og víð­a r. Þrír lista­menn frá Íslandi unnu að sýn­i ng­u nni með Þorleifi í Sviss, þau Vytautas Narbutas leik­ mynda­höf­u nd­u r, Filippía I. Elís­dóttir bún­i nga­höf­u nd­ ur og Símon Birgis­son sem sá um vídeó og hljóð.

Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Vídeó og hljóð: Símon Birgisson Dramatúrg: Ulf Frötzschner Leikarar: Wiebke Kayser, Julia Reznik, Bettina Riebesel, Jörg Dathe, Hans-Caspar Gattiker, Hajo Tuschy, Jürg Wisbach, Samuel Zumbühl Gestaleikur frá Luzerner Theater í Sviss. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012. Sýningin er leikin á þýsku.

Pétur Gautur á sinn sess í sögu Þjóð­leik­húss­ins en þetta sí­gilda verk um leit­ina að sjálf­um sér, lífs­lygi og blekk­ingar hefur þrisvar ver­ið sett upp í leik­hús­inu. Í þess­ari upp­setn­ ingu er óhik­að glímt við þetta mikla verk á fersk­an hátt.

Sýningar á Listahátíð í vor

Sýnt á Stóra sviðinu

Miða- og kortasala á leikhusid.is, í miðasölu á Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is


LEIKHÚSKJALLARI Leikhúskjallarinn verður vettvangur fjölbreyttrar skemmtunar og tilrauna í vetur. Fylgist með dag­skránni á leikhusid.is – nýjar sýningar og uppákomur eiga eftir að bætast við.

Judy Garland Judy Garland var ein frægasta söng- og leikkona síðustu aldar. Hún hóf feril sinn aðeins tveggja og hálfs árs gömul og lifði fyrir skemmtanabransann og aðdáendur sína. Hún lék í fjölda kvikmynda, kom fram í sjónvarpsþáttum og á tónleikum og sendi frá sér hljómplötur. „All my songs tell my life story“ sagði Judy í viðtali og hér er saga þessarar vinsælu listakonu sögð í gegnum tónlistina sem hún flutti. Lára Sveinsdóttir leik- og söngkona mun ásamt Djasshljómsveit Úlfs Eldjárns flytja ýmis vinsæl lög Judy Garland og leiða áhorfendur inn í stormasamt líf hennar. Sýningar í Leikhúskjallaranum í september.

Soirée – Leikhús listamanna Listamennirnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Saga Sigurðardóttir og Margrét Bjarnadóttir, ásamt óvæntum gestum, buðu upp á nokkur „Soirée“-kvöld í Leikhúskjallaranum á liðnum vetri, við góðar undirtektir. Hópurinn mun halda áfram að skemmta okkur og koma okkur á óvart í vetur, og munu ýmsir stíga á stokk og láta gamminn geisa. Aldrei er hægt að vita við hverju er að búast á kvöldum sem þessum. Sýningar í Leikhúskjallaranum í vetur.

Uppistand – Mið-Ísland Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Sýning Mið-Íslands er smám saman að verða fastur punktur í skemmtanalífi Íslendinga og fer fram í hinum sögufræga Þjóðleikhúskjallara. Meðlimir hópsins eru Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson og Jóhann Alfreð Kristinsson og fá þeir til sín valinkunna gesti. Sýningar í Leikhúskjallaranum í vetur.


Hvílíkt snilldarverk er maðurinn!

Byggt á höfundarverki Williams Shakespeares „Öll veröldin er leiksvið, og aðeins leikarar, hver karl og kona, þau fara og koma á sínum setta tíma, og sérhver breytir oft um gervi og leikur sjö þætti sinnar eigin ævi.“ Sigurður Skúlason leikari og Benedikt Árnason leikstjóri eiga hvor um sig að baki langan feril í leikhúsinu og hafa kynnst mörgu af því besta í leikbókmenntum heimsins. Nú bjóða þeir okkur inn í heim Williams Shakespeares, í sýningu sem er öðrum þræði hugsuð sem þakkaróður til leiklistarinnar og þess besta sem hún hefur af sér alið að þeirra mati: verka leikskáldsins Williams Shakespeares. Sýningin er einleikur byggður á brotum úr verkum Shakespeares og fjallar um manninn og vegferð hans frá vöggu til grafar og skyldleika lífs og leikhúss af því innsæi og listfengi sem Shakespeare einum er lagið!

Leikstjórn: Benedikt Árnason Leikari: Sigurður Skúlason Handrit: Sigurður Skúlason og Benedikt Árnason Þýðandi: Helgi Hálfdanarson Frumsýning í Leikhúskjallaranum í október.

Uppnám Pörupiltar og Viggó og Víóletta Homo Erectus – Pörupiltar standa upp! Frumsamin ljóð, óskiljanleg töfrabrögð, þrælæfð dansatriði, ástir og örlög, æðruleysi, atvinnuleysi, umbreyting, pjásur og pælingar, tilgangur lífsins, tilvistarkreppa mannsins, taktföst tónlist, heimspeki, heilabrot og daður dauðans! Pörupiltarnir eru aftur mættir til leiks! Pörupiltar: Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir

Viggó og Víóletta – Sjálfshjálparsöngleikurinn Hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víóletta setur á svið Sjálfshjálparsöngleikinn. Sjálfshálparsöngleikurinn er kvöldskemmtun sem enginn mun ganga ósnortinn út af. Viggó og Víóletta taka fyrir viðkvæm málefni eins og útlendingahatur, kynþáttafordóma, hómófóbíu og meðvirkni. Þau kenna áhorfendum hvernig á að lifa lífinu á farsælan og hamingjuríkan hátt með því að horfast alls ekki í augu við vandamálin. Þau hafa ávallt gleðina að leiðarljósi og eru óhrædd við að takast á við skugga samfélagsins, leikandi glöð í bragði með söng, leik og dansi. Viggó og Víóletta: Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Sýningar í Leikhúskjallaranum á föstudagskvöldum í haust.


HÚ S Ð I P O ÚST G Á . 7 2 –17 kl. 14

LEIKHÚSKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSI S Aðeins í sölu 15. ágúst–30. september

ím Sí m i

ið a s ö

lu

20 5 51 1

0

Tryggðu þér sæti núna!

LEIKHÚSKORT 4 leiksýningar Aðeins

11.900 kr. 33% afsláttur

FRUMSÝ I GARKORT Fast sæti á frumsýningar á Stóra sviðinu

20.000 kr.

U GME

AKORT

FYRIR 25 ÁRA OG Y GRI 4 leiksýningar kr. Aðeins 42% afsláttur

Kortagestir fá 700 kr. afslátt af almennu miðaverði á aðrar sýningar en þeir hafa valið, að undanskildum barnasýningum og sýningum í Leikhúskjallara. Þú getur keypt kortin á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is, í miðasölunni við Hverfisgötu, í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is Vertu vinur okkar á Facebook, þú gætir unnið leikhúskort!

9.900


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.