þjóðlei khúsi ð 2010/2011 Finnski hesturinn / Bjart með köflum / lér konungur / allir synir mínir / hedda gabler / Íslandsklukkan / gerpla / hænuungarnir / hamskiptin / bræður / systur / af ástum manns og hrærivélar / big wheel café / hvað ef / við sáum skrímsli / nígeríusvindlið / kandíland / verði þér að góðu / músík og meðlæti / ballið á bessastöðum / fíasól / sindri silfurfiskur / Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir / leitin að jólunum
að vera eða ekki vera með leikhúskort ... það er enginn efi, þú einfaldlega velur það kort sem hentar þér best - og sparar 33% opið kort
Þú velur hvaða sýningar þú vilt sjá og hvenær!
opna kortið er í reynd fjórir leikhúsmiðar sem þú ræður hvernig þú nýtir. Þú getur séð fjórar sýningar að eigin vali ... eða þú getur boðið fjölskyldunni í leikhús og notað alla miðana fjóra á sömu sýninguna.
Fjögurra sýninga oPið kort kostar aðeins 9.900 kr.
áskriFtarkort
Þú átt þitt sæti á þína sýningu!
Það er eitthvað heillandi við það að eiga sitt fasta sæti á sýningar á Stóra sviðinu og vera á meðal þeirra fyrstu sem sjá nýjar uppfærslur. áskriftarkortið gildir á Finnska hestinn, lé konung, alla syni mína og Bjart með köflum. ef þú kemst ekki á þínu sýningarkvöldi geturðu skipt sýningunni út fyrir aðra með einu símtali.
Fjögurra sýninga áskriFtarkort kostar aðeins 9.900 kr.
25 ára og yngri
Þú velur þær sýningar sem þú vilt sjá!
verð Óbreytt kortum á leikhús ið þriðja ár í röð!
við viljum gera sérstaklega vel við unga leikhúsunnendur og opna Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki. við bjóðum öllum sem eru 25 ára og yngri fjögurra miða kort þar sem hver leikhúsmiði kostar tæpar 1.500 kr.
Fjögurra sýninga kort Fyrir ungt Fólk kostar aðeins 5.900 kr.
rtið Leikhúsko11 2010/20
áskriFtarkort gildir ágúst 2010 til júní 2011
www.leikhusid.is i midasala@leikhusid.is i sími 551 1200
rtið Leikhúsko11 2010/20
opið kort gildir ágúst 2010 til júní 2011
www.leikhusid.is i midasala@leikhusid.is i sími 551 1200
rtið Leikhúsko11 2010/20
opið kort
25 ára og yngri
Kortagestir fá 500 kr. afslátt af almennu miðaverði á aðrar sýningar.
gildir ágúst 2010 til júní 2011
www.leikhusid.is i midasala@leikhusid.is i sími 551 1200
Athugið að LEIKHÚSKORTIN eru aðeins í sölu til 10. október.
þú getur keypt kortin í miðasölu þjóðleikhússins, í síma 551 1200 eða á leikhusid.is
ÁGÚST/SEpTEMBER
Leikárið 2010/2011
Nígeríusvindlið
Hamskiptin
Fíasól
Kassinn 20. ágúst
Stóra sviðið 27. ágúst
Kúlan 4. september
Íslandsklukkan
Hænuungarnir
Stóra sviðið 9. september
Kassinn 10. september
Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir / Kúlan 16. sept.
Finnski hesturinn
Gerpla
Stóra sviðið 15. október
Stóra sviðið 21. október
Leitin að jólunum
Af ástum manns og hrærivélar / Kassinn 9. desember
Lér konungur
Kandíland
Stóra sviðið 26. desember
Kassinn 29. desember
Sindri silfurfiskur
Ballið á Bessastöðum
Allir synir mínir
Kúlan í byrjun janúar
Stóra sviðið í lok janúar
Stóra sviðið í lok febrúar
Hedda Gabler
Bjart með köflum
Bræður / Systur
Kassinn í byrjun mars
Stóra sviðið í byrjun apríl
Stóra sviðið 20. apríl
Verði þér að góðu
Við sáum skrímsli
Big Wheel Café
Kassinn í byrjun maí
Stóra sviðið 20. maí
Stóra sviðið 27. maí
Á leikárinu munum við bjóða áhorfendum upp á tvö af mögnuðustu verkum sígildra leikbókmennta, Lé konung og Heddu Gabler, og eitt áhrifamesta dramatíska verk 20. aldarinnar, Allir synir mínir. Frá frændum okkar Finnum kemur geysivinsælt leikrit, Finnski hesturinn, sem lýsir á bráðfyndinn hátt ýmsu sem við Íslendingar könnumst vel við úr okkar þjóðlífi. undir lok leikársins frumsýnum við nýtt og ferskt verk með fjörugri tónlist eftir eitt ástsælasta leikskáld okkar, Ólaf Hauk Símonarson. Öll þessi verk eiga við okkur brýnt erindi. Þau kallast hvert með sínum hætti á við samtíma okkar, og þær spurningar sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir undanfarið. Jafnframt ættu áhorfendur að geta sótt í leikhúsið í vetur ríkulega skemmtun og andlega næringu.
OKTÓBER/nÓVEMBER
við í þjóðleikhúsinu þökkum ykkur hjartanlega fyrir frábærar viðtökur á liðnu leikári, og hlökkum til að sjá ykkur aftur í leikhúsinu í vetur.
SEpTEMBER
kæru leikhúsgestir
Leikhúsloftið 27. nóvember
Á Íslandi býr listelskt fólk og á tímum einsog þeim sem við nú lifum skiptir miklu máli að listin sé sem flestum aðgengileg. Við höfum í þeim tilgangi meðal annars ákveðið að halda verði á fjögurra sýninga aðgangskorti óbreyttu.
JAnÚAR/FEBRÚAR
Á liðnu vori fagnaði Þjóðleikhúsið 60 ára afmæli sínu og sú áhersla sem var lögð á íslensk verk á afmælisárinu féll í góðan jarðveg, en þess má geta að allar hinar fjölmörgu tilnefningar Þjóðleikhússins til Grímuverðlaunanna í vor, 32 talsins, voru fyrir íslensk verk. Sviðsetningarnar á öndvegisverkum Halldórs Laxness, Íslandsklukkunni og Gerplu, í nýjum leikgerðum, hlutu afar góðar undirtektir og afmælishátíðin heldur áfram, en báðar sýningarnar verða sýndar á haustmisseri. Hænuungar Braga Ólafssonar, sem færri fengu að sjá en vildu í vor, verða sýndir áfram í Kassanum og Fíasól heldur áfram að fá krakka í heimsókn í Kúluna. Og tímamótunum verður fagnað enn frekar með því að bjóða þjóðinni í heimsókn, sunnudaginn 5. september, en þá verður opið hús í Þjóðleikhúsinu með afmælisköku, skemmtiatriðum og gleði. Þjóðleikhúsið mun einnig taka þátt í opnunarhátíð Hofs, hinnar nýju og glæsilegu menningarmiðstöðvar á Akureyri, með sýningum á Íslandsklukkunni norðan heiða í lok nóvember. Í því sambandi er gaman að minnast þess að Íslandsklukkan var ein af opnunarsýningum Þjóðleikhússins á sínum tíma, svo sýningar í Hofi nú kallast skemmtilega á við söguna.
MARS/ApRÍL
Að vanda bjóðum við upp á gott úrval verka fyrir yngri kynslóðina, og höfum meðal annars fengið Gerði Kristnýju til að skrifa leikrit fyrir okkur, sem byggt er á hinum afar vinsælu barnabókum hennar um Bessastaði. Einnig munum við fá til liðs við okkur framsækna leikhópa úr ýmsum áttum, sem gera margvíslegar tilraunir með leiklistarformið.
dESEMBER
Það er okkur sérstakt ánægjuefni að fá einn eftirsóttasta leikstjóra samtímans af sinni kynslóð, Benedict Andrews, til liðs við okkur en hann mun setja upp jólasýningu leikhússins, Lé konung. Fjöldi annarra frábærra listamanna af ólíkum kynslóðum mun leggja sitt af mörkum til að gera þennan vetur eftirminnilegan, jafnt okkar traustu máttarstólpar sem nýir kraftar.
verið velkomin í þjóðleikhúsið í vetur! Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri
Kynningarbæklingur Þjóðleikhússins, ágúst 2010. umsjón: Þórir Hrafnsson markaðsstjóri. Kynningartextar: Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur í samvinnu við listræna aðstandendur. Útlit: Ragnhildur Ragnarsdóttir. Ljósmyndir: Eddi o.fl. Teikningar (Ballið á Bessastöðum og Fíasól): Halldór Baldursson. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. prentun: Oddi. Ábyrgðarmaður: Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri.
MAÍ
Þjóðleikhúsið. Miðasölusími: 551 1200. Skiptiborð: 585 1200. netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is netfang Þjóðleikhússins: leikhusid@leikhusid.is Heimasíða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is
Frumsýning á Stóra sviðinu15. október Leikstjórn: María Reyndal. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Margrét Einarsdóttir. Hljóðmynd: Pierre-Alain Giraud. Lýsing: Lárus Björnsson. Þýðing: Sigurður Karlsson. Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Harpa Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Lára Sveinsdóttir.
Bráðfyndið og snargeggjað verk um mergjað fjölskyldulíf og mál sem brenna á Íslendingum í dag.
Finnski hesturinn Sirkku Peltola
Á bóndabæ í afskekktri sveit í Finnlandi er sambýlinu þannig háttað að faðirinn og móðirin eru fráskilin, en hafa ekki efni á því að flytja í sundur. Faðirinn fær að búa í einu herbergi á bænum, með eina hillu í ísskápnum, og þegar vel liggur á öðrum fjölskyldumeðlimum má hann fá kærustuna sína í heimsókn. Tannhvöss amma nuddar móðurinni sífellt upp úr því að hafa klúðrað lífi sínu með því að hafa setið fyrir nakin á sauna-dagatali, uppkominn sonurinn á allt til að vera mótórhjólatöffari nema hjólið og unglingsdóttirin „væntir mjög mikils af lífinu, bæði hvað varðar kærasta, föt, partý, kynlíf og annað sem gefur lífinu gildi“. Í þessari sveit er rótgrónum atvinnu- og lífsháttum ógnað af hinum fjölmörgu kröfum og væntingum nútímans, – og ekki síst flóknu reglugerðaverki Evrópusambandsins. Þegar syninum tekst að eygja glufu í kerfinu og fá föðurinn með sér í það leynimakk að safna saman nokkrum aflóga hestum í sveitinni, og selja þá á fæti til ítölsku mafíunnar, fer af stað aldeilis kostuleg atburðarás.
Finnar og Íslendingar eiga ýmislegt sameiginlegt - ekki síst það að þykja vænt um hestinn sinn!
skort Leikhú ðeins ráa 4 miða
Finnski hesturinn hefur notið gífurlegra vinsælda frá því leikritið var frumsýnt í Finnlandi árið 2004 og hefur verkið verið leikið í fjölmörgum uppsetningum þar í landi, og jafnframt verið sýnt í Evrópu og Bandaríkjunum. Sirkku Peltola er ein af þekktustu leikhúslistakonum Finnlands. Hún starfar bæði sem leikstjóri og leikskáld og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í sínu heimalandi. Hún hefur skrifað tvö ný leikrit um fólkið í Finnska hestinum, og virðist ekkert lát vera á vinsældum þessara persóna.
Á hjara veraldar en þó í miðju regluverkinu!
kr. 9.900
„Sólin skein í heiði, gufan steig hljóðlega upp af skítahaugnum og ég hugsaði með mér að maður hlyti einhvernveginn að geta losnað við Brussel.“
Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember Leikstjórn: Benedict Andrews. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir. Hljóðhönnun: B.J. Nilsen. Dramtúrg: Matthew Whittet. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Aðstoðarleikstjóri: Friðrik Friðriksson. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Leikarar: Arnar Jónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Pálmi Gestsson, Eggert Þorleifssson, Atli Rafn Sigurðarson, Stefán Hallur Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Hilmir Jensson, Hannes Óli Ágústsson og fleiri.
„Við fæðingu við förum strax að gráta að lent við skulum á leiksviði fífla svo stóru.“
Sígildur harmleikur í uppsetningu ástralska leikstjórans Benedicts Andrews, eins eftirsóttasta leikstjóra af yngri kynslóðinni í leikhúsheiminum í dag.
Lér konungur William Shakespeare
Lér konungur er af mörgum talið magnþrungnasta verk Williams Shakespeares, og eitt merkasta verk í leiklistarsögu heimsins. Einstæð rannsókn skáldsins á valdinu, oflætinu og fallvaltleika alls talar til okkar með ógnvænlegum krafti á þeim tímum sem við nú lifum. Hinn aldurhnigni konungur Lér hefur ákveðið að skipta konungsríki sínu á milli dætra sinna þriggja, og skal hlutur hverrar dóttur fara eftir því hvað ást hennar á honum er mikil. En hvað vottar skýrast um ást barna til foreldra? Auðsveipni og fagurgali eldri systranna tveggja eða sjálfstæði og hreinskilni Kordelíu þeirrar yngstu? Æfur af reiði yfir því sem Lér telur skort á ást, afneitar hann Kordelíu og skiptir ríkinu í tvennt á milli eldri systranna. Í hönd fara tímar grimmúðlegrar valdabaráttu, svikráða og upplausnar og það líður ekki á löngu þar til eldri systurnar hafa hrakið föður sinn á burt. Meistaraverk Shakespeares veitir einstaka innsýn í heim hinna valdaþyrstu, blekkingar þeirra og klæki. Tímalaust listaverk fullt af visku um átök kynslóðanna, drambið, blinduna, brjálsemina og það að missa allt.
Benedict Andrews, leikstjóri sýningarinnar, er einn eftirsóttasti leikstjóri sinnar kynslóðar í heiminum í dag og hefur leikstýrt í mörgum virtum leikhúsum, bæði í heimalandi sínu Ástralíu og í Evrópu. Hann hefur meðal annars leikstýrt fjölda sýninga hjá hinu rómaða leikhúsi Schaubuehne í Berlín. Hann hlaut fyrr á þessu ári helstu leiklistarverðlaun Ástralíu fyrir sýningu byggða á leikritum Shakespeares um Rósastríðin, með hinni heimsfrægu leikkonu Cate Blanchett í aðalhlutverki. Benedict Andrews er þekktur fyrir framúrskarandi vinnu með leikurum og einstaklega áhrifamiklar túlkanir á jafnt nýjum sem klassískum verkum.
Námskeið á vegum Þjóðleikhússins, Borgarleikhússins og Endurmenntunar HÍ: Í ofviðrum sálarinnar: Lér konungur og Ofviðrið eftir William Shakespeare á sviðum Þjóðleikhúss og Borgarleikhúss Í tilefni af því að Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur sýna hvort um sig um jólin 2010 tvö af frægustu leikritum Williams Shakespeares, Lé konung í leikstjórn Benedicts Andrews og Ofviðrið í leikstjórn Oskaras Koršunovas, standa leikhúsin sameiginlega að námskeiði um leikritin og sýningarnar. Frá 17. nóvember til 11. janúar. Skráning og upplýsingar á Endurmenntun.is. Ný þýðing Þórarins Eldjárns á Lé konungi fyrir Þjóðleikhúsið kemur út hjá Forlaginu í haust.
Opið ko Veldu þe rt g þér hent ar ar
Frumsýning á Stóra sviðinu í lok janúar Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Tónlist: Bragi Valdimar Skúlason. Leikmynd: Guðrún Öyahals. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Örn Árnason, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Ævar Þór Benediktsson, Þórunn Lárusdóttir, Lára Sveinsdóttir o.fl.
5. sept ember Þér er boð í afmæ ið leikhús li sins
Ef þú trúir því ekki að beljur kunni að syngja – komdu þá og sjáðu með eigin augum!
Ballið á Bessastöðum Gerður Kristný
Nýtt og sprellfjörugt barnaleikrit um forseta, prinsessu, draug og landnámshænu. Byggt að hluta til á hinum geysivinsælu bókum höfundar, Ballinu á Bessastöðum og Prinsessunni á Bessastöðum. Forsetinn á Bessastöðum er að drukkna í skyldustörfum og bréfaflóði, en hann dreymir um að stýra gröfu, kynnast skemmtilegu fólki og borða pönnukökur. Hann fær í heimsókn kóng og drottningu, með barnabarnið sitt, prinsessuna. Þegar konungshjónin eru rokin af stað til að skoða íslenska náttúru halda forsetinn og prinsessan í ævintýralega för um fjöll og firnindi, til að koma mikilvægri kransaköku í réttar hendur. En ekki fer allt eins og til er ætlast – enda er gamall, hrekkjóttur bakaradraugur á kreiki og krefst athygli! Ballið á Bessastöðum er nútímalegt ævintýri fyrir alla krakka, þar sem hinn frumlegi húmor höfundar nýtur sín vel. Tónlistin í verkinu er samin af Braga Valdimar Skúlasyni, höfundi hinnar vinsælu barnaplötu Gilligill.
„Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum eru ekki með hjartað á réttum stað.“
Frumsýning á stóra sviðinu í Lok FebrÚar Leikstjórn: Stefán Baldursson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Þýðing: Hrafnhildur Hagalín. Leikarar: Jóhann Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Björn Thors, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hannes Óli Ágústsson o.fl.
Eitt áhrifamesta verk Arthurs Millers sem á undanförnum árum hefur hafið nýja sigurför beggja vegna Atlantshafsins.
aLLir synir mínir arthur miller
mögnuð nútímaklassík um ábyrgð, græðgi, sekt og sakleysi Arthur Miller er án efa eitt mesta leikskáld tuttugustu aldarinnar. Allir synir mínir er verkið sem gerði hann frægan, sannkölluð nútímaklassík um fjölskyldu þjakaða af leyndarmálum fortíðarinnar og ýmsa þá þætti í sálarlífi mannanna og samfélagi sem okkur eru sérstaklega hugleiknir nú á tímum. Fjölskyldufaðirinn Joe Keller er verksmiðjueigandi í Bandaríkjunum, sem var á sínum tíma sýknaður af ákæru um að hafa framleitt gallaða vélarhluta í flugvélar. Yngri sonur Kellers var herflugmaður en hvarf í stríði fyrir þremur árum og er talinn af. Móðirin heldur þó enn í vonina um að hann sé á lífi og bíður heimkomu hans. Þegar eldri sonur hjónanna upplýsir um ást sína og unnustu yngri bróðurins fer af stað ófyrirsjáanleg atburðarás, og fjölskyldan neyðist til að takast á við ógnvænlega hluti úr fortíðinni. Leikhúskort s ðein 4 miðar á a
“Þetta er land hinna stóru feitu hunda, hér elskarðu ekki náunga þinn, þú étur hann!”
9.900 kr.
Frumsýning Í kassanum í byrjun mars Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Hljóðmynd: Barði Jóhannsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Þýðing: Bjarni Jónsson. Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Valur Freyr Einarsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Harpa Arnardóttir.
Ein umdeildasta kvenpersóna leikbókmenntanna
Hedda Gabler Henrik Ibsen
Að lokinni sex mánaða brúðkaupsferð kemur Hedda Gabler heim í glæsilega einbýlishúsið sitt. Fastráðning eiginmanns hennar við háskólann er á næsta leiti, tilveran er þægileg og framtíðin hefur verið kortlögð. En það líður ekki nema sólarhringur þar til Heddu hefur tekist að mölva þessa fullkomnu mynd. Hvenær verður krafa nútímamannsins um öryggi að rammgerðu fangelsi? Og hvað gerist þegar við reynum að sleppa út? Í þessu sígilda leikriti ræðst Ibsen að kjarna þeirra borgaralegu lífsgilda sem móta líf nútímamanna og stýra löngunum þeirra og ótta. Er Hedda Gabler fórnarlamb aðstæðna sinna, skarpgreind og viljasterk hetja sem berst gegn ofurvaldi samfélagsins eða er hún persónuleikatruflaður einstaklingur sem svífst einskis til að svala löngun sinni í vald yfir öðrum manneskjum? Kristín Eysteinsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2008 fyrir uppsetningu sína á Þeim ljóta hér í Þjóðleikhúsinu, og hún hefur vakið athygli fyrir nútímalegar og stílhreinar sýningar á nýjum erlendum leikritum. Nú tekst hún á við þetta stórvirki klassískra leikbókmennta.
Leikhúskort s ðein 4 miðar á a
9.900 kr.
Námskeið á vegum Þjóðleikhússins og Endurmenntunar HÍ: Hedda Gabler eftir Henrik Ibsen Námskeið um meistaraverk Henriks Ibsens, þar sem verkið verður skoðað á forsendum sýningarinnar og leikhússins. Í febrúar og mars. Skráning og upplýsingar á Endurmenntun.is.
“Stundum held ég að líf mitt snúist um að deyja úr leiðindum.”
Frumsýning á Stóra sviðinu í byrjun APRÍL Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Leikarar: Hilmir Jensson, Heiða Ólafsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Friðrik Friðriksson, Hannes Óli Ágústsson, Ólafur Egill Egilsson, Lára Sveinsdóttir, Þórunn Lárusdóttir o.fl.
Bjart með köflum Ólafur Haukur Símonarson
Kraftmikið og skemmtilegt verk um andstæðurnar og öfgarnar í okkur Íslendingum og samband okkar við landið - með tónlist frá ofanverðum sjöunda áratugnum.
Sjáðu meira á leikhusi d.is
! i k u a H i f la Ó á r f i f ja Nýr gleðig
á vistina af með því að spila og hefur ætlað sér að lifa gn. ma um aldir. Jakob er rokkari, raf ið la bæ er ekki einu sinni kom rit sem átt hafa einstökum arinn sinn, en á þessum gam leik gít rg gns mö ma raf ifað fjandskap á skr m ur mlu hef n rinn í ævagö Ólafur Haukur Símonarso ob vera orðinn miðpunktu má þar nefna Jak og ist um virð tug s ára mm u ska ust an síð á Inn hljóma af blússandi ðleikhúsinu ftin kraumar og rokklögin vinsældum að fagna í Þjó hei Þórhallur ar, da. ólg Bad in i æð Ást kst ni. ver itin Bíla sve í og milli bæja fið, Græna landið Gauragang, Þrek og tár, Ha gar okkur glænýtt, féla r þei ra fæ nú og ð, svi krafti. á si verk Sigurðsson hefur sett öll þes . tíð for og tíð nú rit um Íslendinga í flýr land í leit að nýjum fallegt og skemmtilegt leik ahagserfiðleika þegar fólk Leikritið gerist á tímum efn hvers vegna þeir vilji hljóta að spyrja sig að því ob, sendur í ða Jak ver , ir vík eft kja sem Rey r úr þei ur og pilt tækifærum ð vitlaust, er ungur Árið 1968, árið sem allt var a haldið innreið sína, og búa hér? haf i ekk enn ist virð inn nútím sveit að bænum Gili þar sem og forfeðurnir hafa gert landið og sækja sjóinn líkt ja yrk að við itar str an yld lsk fjö
á da gi nn að þa ð ur m ke o Sv t. it ne ei dr al ge rð is t „É g hé lt að á sv on a st að en ég ko m hi ng að .“ rr fy i líf u ín m í t it ne t he fu r al dr ei ge rs
ÞRJÁR SÝnInGAR SEM slógu í gegn! „Þjóðleikhúsið heldur upp á sextugsafmæli sitt með glæsilegustu veislu sem við höfum lengi setið, frábærri nýrri og frumlegri túlkun á Gerplu og svipmikilli og skemmtilegri útfærslu á Íslandsklukkunni. Báðar eru þessar sýningar einlæg ástarjátning aðstandenda sinna til mesta skáldsagnahöfundar þjóðarinnar og þar með til þjóðarinnar sjálfrar. Ég veit að hún tekur vel á móti gjöfinni.“ Silja Aðalsteinsdóttir, Tmm.is
EB, Fbl.
GSB, Mbl.
Leikhúskort s ðein 4 miðar á a
9.900 kr.
Sýningar hefjast á Stóra sviðinu 9. september. Sýningin hefst kl. 19.
ÍSLAndSKLuKKAn eftir halldór laxness. leikgerð: Benedikt erlingsson
Geysivinsæl afmælissýning Þjóðleikhússins - magnað verk í hrífandi uppfærslu! Íslandsklukkan var frumsýnd þann 22. apríl á liðnu vori, í tilefni af 60 ára afmæli Þjóðleikhússins. Sýningin fékk frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og var sýnd fyrir fullu húsi fram á sumar. Sýningin fékk 11 tilnefningar til Grímunnar, meðal annars sem sýning ársins, og hlaut fern Grímuverðlaun. Ingvar E. Sigurðsson hlaut Grímuna fyrir túlkun sína á Jóni Hreggviðssyni og Björn Thors hlaut Grímuna fyrir leik sinn í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu. Einnig fengu höfundar tónlistar og búninga sýningarinnar Grímuna.
Ljúffengar veitingar í hléi Pantið fyrirfram í miðasölu
Leikferð til Akureyrar! Sýning Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni verður liður í opnunardagskrá hins nýja menningarhúss Akureyringa, Hofs. Sýningar í Hofi í lok nóvember.
Íslandsklukkan hefur í gegnum tíðina notið gífurlegra vinsælda hjá íslensku þjóðinni, jafnt á bók sem á leiksviði. Verkið var fyrst sett á svið þegar Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og var sú sýning ein af þremur opnunarsýningum leikhússins. Svipmiklar aðalpersónur verksins, Jón Hreggviðsson, Snæfríður Íslandssól og Arnas Arnæus, hafa eignast vissan stað í hjarta Íslendinga. Í því þjóðfélagslega umróti sem við lifum nú, á þetta stórvirki um tilvistarspurningar sem lítil þjóð stendur frammi fyrir brýnt erindi við okkur. Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Helga Björnsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson og Lárus Björnsson. Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson/Benedikt Erlingsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Arnar Jónsson, Björn Thors, Jón Páll Eyjólfsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Erlingur Gíslason, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Þórunn Lárusdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir.
Sýningar hefjast á Stóra sviðinu 21. október
GERpLA
eftir halldór laxness. leikgerð: Baltasar kormákur, ólafur egill egilsson og leikhópurinn
Hugmyndarík og skemmtileg sviðsetning á Gerplu, sem notið hefur mikilla vinsælda Gerpla var frumsýnd í febrúar á liðnu leikári, og er það í fyrsta sinn sem þetta vinsæla skáldverk Halldórs Laxness er sett á svið. Sýningin er einstaklega hugmyndarík og fyndin, með skemmtilegum leikhúsútfærslum, og hefur notið mikilla vinsælda. Sýningin var tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Laxness byggði skáldsögu sína Gerplu meðal annars á Fóstbræðrasögu, en nú hafa Baltasar Kormákur og leikhópur hans tekið skáldverk Laxness og skapað úr því hrífandi leikhúsverk. Sýningin er nokkurs konar leikur með þjóðararfinn, þar sem vísað er í hugmyndir okkar um Ísland og söguöldina, í þjóðleg minni og eldri leikhúsform. Kjarni sýningarinnar er saga Þormóðs Kolbrúnarskálds, skáldsins sem leggur allt í sölurnar fyrir hetjuhugsjónina og skáldskapinn, yfirgefur konu og börn – og þarf að lokum að horfast í augu við það að ef til vill hefur hann fært allar þessar fórnir fyrir rangan málstað, fyrir eitthvað sem var hégómi einn. leiksýningin gerpla er veisla fyrir augu og eyru, þar sem töframáttur leikhússins kemur sífellt á óvart. Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Björn Thors, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmir Jensson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Sindri Birgisson.
„Baltasar Kormákur hefur sýnt á undanförnum árum að hann er afskaplega flinkur leikstjóri og það sýnir hann einnig hér. Sýningin er í reynd þéttriðið net úthugsaðra leiklausna.“ Þorgerður E. Sigurðardóttir, Víðsjá, RÚV
Sýningar hefjast í Kassanum 10. september
HÆnuunGARnIR eftir Braga ólafsson
Bráðfyndið og ísmeygilegt nýtt íslenskt verk sem sló í gegn á síðasta leikári Hænuungarnir voru frumsýndir í Kassanum í febrúar og slógu samstundis í gegn. Þetta bráðskemmtilega leikrit um nútíma Íslendinga hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan þá. Sýningin hlaut fimm tilnefningar til Grímunnar og Kristbjörg Kjeld hlaut Grímuna sem leikkona ársins í aukahlutverki. Þegar einhverju er stolið úr geymslunni manns í sameigninni er ekki nema eðlilegt að maður vilji vita hver þjófurinn er. Það er að minnsta kosti skoðun jazzáhugamannsins Sigurhans. Og þótt það hafi ekki verið nema nokkrir kjúklingar á tilboðsverði sem hurfu úr frystikistunni finnst Sigurhans ástæða til að halda aukahúsfund. Enda telur hann sig vita hverjir voru að verki. Hænuungarnir eru annað leikrit Braga Ólafssonar fyrir leiksvið. Hið fyrra, Belgíska Kongó, með Eggerti Þorleifssyni í aðalhlutverki og í leikstjórn Stefáns Jónssonar, var sýnt hundrað sinnum í Borgarleikhúsinu. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Ríkey Kristjánsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Pálmi Gestsson, Kristbjörg Kjeld, Friðrik Friðriksson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir.
„Næst þegar einhver spyr mig hvað sé nú mest spennandi í leikhúsunum, ætla ég að nefna leik Braga Ólafssonar.“ Jón Viðar Jónsson, DV „Meistaraleg meðferð á meistaralegum texta. Eiginlega nær sú einkunn yfir alla í þessari sýningu, og má þar þakka bæði leikurum og leikstjóra.“ Silja Aðalsteinsdóttir, Tmm.is
*****The Guardian, Michael Billington “85 mínútna meistaraverk” Daily Mail
Aðeins örfáar sýningar á Stóra sviðinu 27. ágúst til 17. september
Leikhúskort s ðein 4 miðar á a
9.900 kr.
hamskiptin
eftir Franz Kafka Leikgerð: Gísli Örn Garðarsson og David Farr með frumsaminni tónlist eftir Nick Cave og Warren Ellis
Rómuð sýning snýr aftur í Þjóðleikhúsið eftir sigurgöngu á leikferð víða um heim Hin rómaða sýning Vesturports á Hamskiptunum snýr nú aftur í Þjóðleikhúsið, en einungis verða sýndar örfáar sýningar á verkinu nú. Það er því um að gera að láta sýninguna ekki fram hjá sér fara, en hún hefur ferðast víða um heim og fengið frábærar viðtökur. Eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu nú tekur við sýningartímabil í BAM leikhúsinu í New York. Hamskiptin var frumsýnd í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London árið 2006 og hlaut þá tilnefningu til Evening Standard verðlaunanna. Í kjölfarið var sýningin endurfrumsýnd í nýrri íslenskri gerð hér í Þjóðleikhúsinu. Hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi, og í lok leikárs hlutu Hamskiptin Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins. Leikgerð og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og David Farr. Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Brenda Murphy / Ingveldur E. Breiðfjörð. Lýsing: Hartley T.A. Kemp / Hörður Ágústsson. Hljóðmynd: Nick Manning. Þýðing: Jón Atli Jónasson. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Egill Egilsson.
Sýningar í Kassanum frá 9. desember
Af ástum manns og hrærivélar
eftir Ilmi Stefánsdóttur, Kristján Ingimarsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Val Frey Einarsson Hjartnæmur heimilistækjasirkus með Kristjáni Ingimarssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Sýningin var frumsýnd í Kassanum í maí og komust færri að en vildu í vor, en nú gefst að nýju tækifæri til að sjá sýninguna. Aðeins örfáar sýningar í desember! Tugþraut í tengiflugi. Nilfisk sjónhverfingar. Hrærivélasamdrættir. Flögrandi forréttir. Samhæfður klútadans. Og fleiri töfrandi uppákomur hjá þessu undursamlega sambýlisfólki. Leikstjórn: Valur Freyr Einarsson. Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikarar: Kristján Ingimarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
„...kómískur dúett í háum gæðaflokki. Ólafía Hrönn fer á sínum alkunnu kostum, engu síður en meistari Kristján... Maður hefði getað haldið áfram að horfa á þau tvö fram á nótt.“ Jón Viðar Jónsson, DV Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og CommonNonsense.
Frumsýning í Kassanum í byrjun maí
Verði þér að góðu Ég og vinir mínir
Matur er vald. Matur er ást og kynlíf. Matur er vinátta, trú og sjálfsmynd. Matur skilur á milli lífs og dauða. Verði þér að góðu er spriklandi matarsinfónía sem kitlar öll skilningarvit áhorfenda og örvar skynfærin. Í Húmanímal fengust Ég og vinir mínir við hvatirnar nú takast þau á við matargirndina! Ég og vinir mínir vöktu mikla athygli á síðasta ári með fyrsta verki sínu Húmanímal og hlutu 9 Grímutilnefningar og þrenn Grímuverðlaun. Kraftur, húmor og hugmyndaauðgi eru helstu einkenni leikhópsins. Hópurinn vinnur alla hugmyndavinnu í sameiningu og þróar verk sín í gegnum rannsóknir og spuna. Kappkostað er að finna nýja fleti á viðfangsefnum sem allir kannast við úr sínu nánasta umhverfi og ekki hikað við að fara ótroðnar slóðir. Leikstjórn: Friðrik Friðriksson. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Leikmynd og búningar: Rósa Hrund Kristjánsdóttir. Leikarar og dansarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Jörundur Ragnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir.
PROLOGOS
Sýningar í Kassanum 20. ágúst til 5. september
Nígeríusvindlið Leikhópurinn 16 elskendur
Nígeríusvindlið er sviðslistaviðburður þar sem skoðuð er hugmyndin um réttlæti á tímum hnattvæðingar, fjölmenningar og margmiðlunar. Í Nígeríusvindlinu kanna 16 elskendur sífellt greiðara aðgengi íbúa heimsins hver að öðrum gegnum tölvutækni og stafræn rými, og beina jafnframt sjónum að því hvað sé sanngjarnt í samskiptum Vesturlandabúa, þ.m.t. Íslendinga, við þriðja heiminn, heim sem við þekkjum yfirleitt lítið og fæst okkar hafa heimsótt. Hvað er svindl? Í hvers hlut kemur það að skilgreina hugtökin svindl, siðgæði og réttlæti? 16 elskendur vonast þannig til að varpa ljósi á mörkin á milli þeirra sem við skilgreinum sem “okkur sjálf” annars vegar, og hins vegar þeirra sem við kjósum að skilgreina sem „hina.“ Einnig er varpað fram spurningum um eðli gilda, hvort allir menn hafi sameiginleg gildi, eða geti haft þau. 16 elskendur er sviðslistahópur sem samanstendur af svindlurunum Aðalbjörgu Þóru Árnadóttur, Brynju Björnsdóttur, Davíð Frey Þórunnarsyni, Evu Rún Snorradóttur, Friðgeiri Einarsssyni, Gunnari Karel Mássyni, Hlyni Páli Pálssyni, Karli Ágústi Þorbergssyni, Sögu Sigurðardóttur og Ylfu Áskelsdóttur. Hópurinn hefur áður svindlað á fólki í gegnum ferðaskrifstofuna Íkea-Ferðir árið 2008 og með marklausri skriffinnsku í Orbis Terræ Ora á Listahátíð í Reykjavík 2009.
PROLOGOS
Nígeríusvindlið er samstarfsverkefni 16 elskenda og Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut styrk frá Leiklistarráði og Prologos, og er hluti af leiklistarhátíðinni Lókal.
Verði þér að góðu er samstarfsverkefni leikhópsins Ég og vinir mínir og Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut styrk frá Leiklistarráði og Prologos.
Frumsýning á Stóra sviðinu í lok maí
Við sáum skrímsli eftir leikhópinn
Við sáum skrímsli er ljóðrænt verk þar sem dans, söngur, tónlist og myndlist eru notuð til þess að skoða hryllinginn eins og hann birtist í trúarbrögðum, þjóðsögum, kvikmyndum og raunveruleikanum. Óttinn við lífið, náttúruna, myrkrið, hið óþekkta býr skrímslin til. En hvað gerist þegar skrímslin verða orsök óttans en ekki afleiðing? Listrænn stjórnandi: Erna Ómarsdóttir. Leikmynd og búningar: Gabríela Friðriksdóttir. Dans, tónlist, söngur, textar: Sigríður Soffía Níelsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson. Dramatúrg: Karen María Jónsdóttir. Sýning Shalala í samstarfi við Þjóðleikhúsið, CNDC Centre national de danse contemporaine Angers, Ministère de la Culture et de la Communication og La Passerelle Scène Nationale de St-Brieuc. Verkefnið hlaut styrk frá Leiklistarráði, Kópavogsbæ, WP Zimmer í Antwerpen, De Warande í Turnhout, le TU í Nantes og Dansstationen í Malmö. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2011.
Danslist í inu Þjóðleikhús í vetur Sýningar á Stóra sviðinu í lok apríl
BRÆÐUR / SYSTUR eftir Ástrós Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur
„Bræður er merkileg tilraun. Sýningin lýsir af metnaði, smekkvísi og vilja til að taka fyrir stórt og flókið viðfangsefni.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðið
Dans, leikur, tónlist og texti - tvö óvenjuleg verk um samskipti kynjanna Í vor verða tvö dansleikhúsverk eftir Ástrós Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur, Bræður og Systur, sem vakið hafa mikla athygli sýnd í Þjóðleikhúsinu. Missið ekki af einstöku tækifæri til að sjá þessi mögnuðu verk sem sýnd verða saman. BRÆÐUR: Leikstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir. Kóreógrafía: Lára Stefánsdóttir og hópurinn. Texti: Hrafnhildur Hagalín. Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Lýsing: Lárus Björnsson og Halldór Örn Óskarsson. Leikarar og dansarar: Aðalsteinn Kjartansson, Ástrós Gunnarsdóttir, Brian Gerke, Gunnlaugur Egilsson, Ívar Helgason, Ívar Örn Sverrisson, Jorma Uotinen, Lára Stefánsdóttir, Vinicius, Karl Hjaltason, Kolbeinn Björnsson, Oddur Júlíusson, Sveinn Breki Hróbjartsson, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Viktor Leifsson. SYSTUR: Kóreógrafía og dans: Ástrós Gunnarsdóttr, Lára Stefánsdóttir. Texti: Hrafnhildur Hagalín. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Guðni Franzson. Búningar: Dýrleif Ýr Örlygsdóttir. Listræn ráðgjöf: Þórhildur Þorleifsdóttir Samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Pars Pro Toto.
Frumsýning í Kassanum 29. desember
Kandíland
Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan
Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 og inniheldur dansara, danshöfunda og leiklistarfræðing frá Listaháskóla Íslands, P.A.R.T.S. dansskólanum í Belgíu og ArtEZ dansakademíunni í Hollandi. Hópurinn hefur sýnt á Íslandi, í Færeyjum, Þýskalandi og Finnlandi og var tilnefndur til Grímuverðlaunanna sem danshöfundur ársins 2009 og 2010.
Nýtt íslenskt dansverk með söngívafi Í Kandílandi er gósentíð. Enginn þarf nokkru sinni að svelta og allir eru hamingjusamir. Í Kandílandi vilja allir vera konungar og ráða. Það er þó einungis pláss fyrir einn. Ekkert er heilagt og menn svífast einskis til að ná völdum í höllinni, þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur í senn. Sýningin er unnin upp úr konungaverkum Shakespeares og rannsakar valdaþörf manneskjunnar með líkamann að vopni. Líkamleg togstreita, reipitog, hártoganir og dramatísk örþrifaráð. Valdið skiptir um hendur og fætur í þessari framsæknu og fersku sýningu. Leikstjórn: Víkingur Kristjánsson. Dramatúrg: Ásgerður G. Gunnarsdóttir. Aðstoð við gerð sýningar: Hannes Óli Ágústsson. Sviðsmynd: Eirún Sigurðardóttir. Dansarar: Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður, Ragnheiður S. Bjarnarson og Vigdís Eva Guðmundsdóttir. Leikari: Sveinn Ólafur Gunnarsson.
PROLOGOS
Dansverkið Kandíland er samstarfsverkefni Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypunnar og Þjóðleikhússins. Verkefnið er styrkt af Prologos, Leiklistarráði, Evrópu unga fólksins og Reykjavíkurborg.
Sýningar á Stóra sviðinu í lok maí
Big Wheel Café
eftir Kristján Ingimarsson í samvinnu við leikhópinn Nýtt verk frá Kristjáni Ingimarssyni, sem hefur heillað áhorfendur hér á landi og í Danmörku, þar sem hann býr og starfar, með afar óvenjulegum sýningum. Big Wheel Café - staðurinn sem þú kemur á til að deyja. Hvernig lítur líf manneskjunnar út, þegar búið er að þjappa því saman í eina heimsókn á afskekkt vegakaffihús? Velkomin á Big Wheel Café! Það er staðurinn þar sem við hittumst, skiljum og mætumst að nýju. Síðasti áfangastaður áður en dauðinn tekur við. Lífið hefst á því augnabliki þegar þú gengur inn um dyrnar, og þegar þú yfirgefur kaffihúsið mætirðu dauðanum. Innblásinn af heimspeki búddismans býður leikarinn og leikstjórinn Kristján Ingimarsson þér inn á Big Wheel Café. Meðal gesta kaffihússins eru kona sem varð fyrir flutningabíl, vörubílstjóri með fjórar hendur og fjóra fætur, dvergur með brenglaða sjálfsmynd og ninja-bardagamaður sem vill láta taka sig alvarlega. Hugmynd og leikstjórn: Kristján Ingimarsson. Leikmynd og lýsing: Aðalsteinn Stefánsson. Hljóðmynd: Rúnar Þór Magnússon. Búningar: Julie Forchhamme. Dramatúrg: Anne Hübertz. Aðstoðarmaður leikstjóra: Mette Hornbæk. Flytjendur: Thomas Bentin, Signe Harder, Sigrid Husjord, Rúnar Þór Magnússon, Kristinn Þeyr Magnússon, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristján Ingimarsson. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2011. Gestaleikur frá Neander leikhúsinu.
Þjóðleikur 2010-2011 – hálft landið undir!
Músík og meðlæti
Þjóðleikur - vekur áhuga ungs fólks á leiklist og gerir það læsara á listformið - tengir Þjóðleikhúsið á lifandi hátt við landsbyggðina - miðlar af fagþekkingu leikhússins til leikhúsáhugafólks í landinu - styrkir íslenska leikritun. Þjóðleikur er stór leiklistarviðburður fyrir 13-20 ára ungmenni sem haldinn var í fyrsta sinn að frumkvæði fræðsludeildar Þjóðleikhússins veturinn 2008-2009. Þá tóku 14 leikhópar af Austurlandi þátt – eða alls um 200 ungmenni. Í Þjóðleik gefst leikhópum ungs fólks kostur á því að setja á svið eitt af þremur nýjum íslenskum verkum sem skrifuð eru sérstaklega fyrir verkefnið. Leikstjórar hópanna fá faglegan stuðning frá Þjóðleikhúsinu í formi námskeiða og ýmiss konar ráðgjafar. Verkefninu lýkur svo að vori með uppskeruhátíð þar sem allir hóparnir koma saman og sýna. Þjóðleikur verður haldinn annað hvert ár og nýjum landsfjórðungi bætt við í hvert sinn. Á komandi leikári eiga ungmenni á Norður- og Austurlandi þess kost að taka þátt í ævintýrinu. Leikskáldin Brynhildur Guðjónsdóttir, Jón Atli Jónasson og Kristín Ómarsdóttir hafa að þessu sinni tekið að sér að skrifa leikrit fyrir Þjóðleik með safaríkum hlutverkum fyrir unga leikara. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Þjóðleikhússins eða með því að hafa samband við Vigdísi Jakobsdóttur vigdis@leikhusid.is
Síðdegisstund í Þjóðleikhúskjallaranum
Leikritunarsjóðurinn Prologos – þrjú verkefni á svið í vetur Leikritunarsjóðurinn Prologos hefur starfað við Þjóðleikhúsið frá því í júní árið 2008, og hefur það hlutverk að efla íslenska leikritun og nýsköpun í sviðslistum með styrkveitingum til listamanna. Alls hafa nú fjórtán höfundar hlotið styrki til að þróa áfram handrit sín og ellefu leiksmiðju- og tilraunaverkefni ólíkra hópa listamanna hafa verið styrkt úr sjóðnum. Prologos hefur jafnframt styrkt útgáfu tveggja nýrra íslenskra leikrita. Þjóðleikhúsið sýnir í vetur þrjú samstarfsverkefni sem hlotið hafa styrk frá Prologos, Nígeríusvindlið, Kandíland og Verði þér að góðu.
Leikhúsunnendur geta átt notalega síðdegisstund um helgar yfir rjúkandi kaffibolla í Leikhúskjallaranum og hlýtt á leikhústónlist frá ýmsum tímum og úr ýmsum áttum. Í haust bjóða leikarar Þjóðleikhússins ásamt tónlistarstjóra upp á dagskrá í tali og tónum, byggða á íslenskum sönglögum úr leiksýningum Þjóðleikhússins, sem tekin er saman í tilefni af 60 ára afmæli leikhússins. Fleiri dagskrár munu fylgja í kjölfarið, og má meðal annars búast við að revíum, söngleikjum og barnaleikritum verði gerð skil. Hver dagskrá tekur um klukkustund og á meðan hún er flutt geta gestir notið kaffiveitinga. Umsjón: Jóhann G. Jóhannsson tónlistarstjóri og Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona. Nánari upplýsingar á leikhusid.is og í miðasölu Þjóðleikhússins, s. 551 1200.
Hvað EF – skemmtifræðsla
eftir Guðmund Inga Þorvaldsson, Gunnar Sigurðsson o.fl. Nýstárleg og fjörug sýning þar sem dregnar eru fram kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, einelti, sjálfsmynd og annað það sem brennur á unglingum á aldrinum 14-16 ára. Þrír leikarar bregða sér í fjöldamörg hlutverk og nýta sér galdra leikhússins til að fræða unglinga og skemmta þeim, vekja þá til umhugsunar, og minna á hvernig skyndiákvarðanir sem virðast kannski hættulitlar í fyrstu geta stundum haft alvarlegar afleiðingar. Sýningin hlaut afar góðar viðtökur nemenda og foreldra þegar hún var sýnd fyrir 13.000 áhorfendur á árunum 2005-2007. Leikstjórn: Gunnar Sigurðsson. Tónlistarstjórn og handritsumsjón: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikarar: Ævar Þór Benediktsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Gestaleikur frá 540 Gólf leikhúsi. Sýningar fyrir skólahópa í Kassanum.
Ungir leikarar koma til starfa Fimm ungir leikarar bætast í leikarahóp Þjóðleikhússins í vetur, og hlökkum við til að fá þá til liðs við okkur. Þau Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson útskrifuðust úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í vor, en öll vöktu þau mikla athygli í hlutverkum sínum í Nemendaleikhúsinu. Heiða Ólafsdóttir útskrifaðist frá Circle In The Square Theater School í New York sumarið 2009, en hún er þjóðinni einnig að góðu kunn sem söngkona og útvarpskona. Hannes Óli Ágústsson útskrifaðist frá LHÍ fyrir ári, og hefur vakið sérstaka eftirtekt í ýmsum sýningum atvinnuleikhópa, meðal annars í Munaðarlaus. Hilmir byrjar á því að stökkva inn í leikarahópinn í Gerplu, en hann leikur einnig í Lé konungi og fer með aðalhlutverk í Bjart með köflum í vor. Ævar Þór leikur í Ballinu á Bessastöðum og fer með burðarhlutverk í Bjart með köflum í vor. Þórunn Arna fer með hlutverk unglingsstúlku í Finnska hestinum, leikur sjálfa prinsessuna í Ballinu á Bessastöðum og fer með burðarhlutverk í Bjart með köflum í vor. Heiða kemur til starfa í vor, en þá mun hún fara með aðalhlutverk í Bjart með köflum. Hannes Óli leikur í þremur leiksýningum frá og með jólum, Lé konungi, Öllum sonum mínum og Bjart með köflum.
Töfrandi falleg sýning fyrir yngstu börnin
Sindri silfurfiskur eftir Áslaugu Jónsdóttur
Hafdís í skrautfiskabúðinni Fjörfiskar er löngu hætt að selja fallegu fiskana sína. Þeir eru vinir hennar og hún vill miklu heldur segja af þeim sögur, eins og til dæmis söguna af Sindra silfurfiski og ævintýrum hans. Í sýningunni er sérstök ljósatækni notuð til þess að skapa undurfallegan neðansjávarheim. Töfrandi kynjadýr hafsins svífa um í Kúlunni og hrífa áhorfendur á öllum aldri.
litrík ileg og a t m m ng „Ske fyrir u sýning sgesti.“ leikhú jólfsson, Mbl.
Sindri silfurfiskur var frumsýndur haustið 2009 og heillaði strax yngstu leikhúsgestina. Sýningunni hlotnaðist sá heiður að vera boðið á BIBU barnaleikhúshátíðina í Svíþjóð vorið 2010. Þar fékk sýningin firnagóðar viðtökur og lofsamlega dóma gagnrýnenda. Sýningin var tilnefnd til Grímunnar sem barnasýning ársins.
. Bryn ndur S Gumu
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Brúður: Una Collins, Bjarni Stefánsson, Jón Benediktsson, Erna Guðmarsdóttir og Stefán Jörgen Ágústsson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson.
Sýningar hefjast í Kúlunni í byrjun janúar
Sögustund í Kúlunni
Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir Leikskólabörnum boðið inn í töfraveröld leikhússins Þjóðleikhúsið leggur sérstaka áherslu á leikhúsuppeldi, og býður meðal annars börnum í elstu deildum leikskóla að koma í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum, til að fræðast á skemmtilegan hátt um leikhúsið og kynnast töfraheimi þess. Börnin taka þátt í sögustund með leikhúsívafi, þar sem spunnið er og leikið út frá gamla ævintýrinu um Karlsson, Lítinn, Trítil og fuglana. Boðið var upp á Sögustund í fyrsta sinn í fyrra og mæltist hún afar vel fyrir hjá leikskólum. Á síðasta leikári komu yfir 4.000 leikskólabörn frá allflestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn til okkar í leikhúsið og tóku þátt í sögustund um Búkollu. Leikstjórn: Friðrik Friðriksson. Leikmynd: Trygve J. Eliassen. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Handrit: Friðrik Friðriksson, Baldur Trausti Hreinsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Leikarar: Baldur Trausti
Hreinsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir.
Nánari upplýsingar veitir Þórhallur Sigurðsson thorhallur@leikhusid.is
Boðið er upp á Sögustund í Kúlunni frá 16. september til 8. október.
Hið vinsæla aðventuævintýri Þjóðleikhússins
Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson Aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, verður sýnt í desember sjötta leikárið í röð, en sýningin hefur jafnan notið mikilla vinsælda og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins þegar hún var frumsýnd. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Tónlist: Árni Egilsson. Texti: Þorvaldur Þorsteinsson. Kvæði: Jóhannes úr Kötlum. Leikarar: Ólafur Egill Egilsson/Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þórunn Erna Clausen, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Jensson/Ævar Örn Benediktsson, Álfrún Örnólfsdóttir/Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Sýningar á Leikhúsloftinu frá 27. nóvember
Kúlan Þjóðlei kh barnan ús na
r a g n i n 50 sýir fullu fyr síðasta húsi áikári! le
Feykivinsæl sýning fyrir alla fjölskylduna um gleðisprengjuna Fíusól Herbergið hennar Fíusólar (= hræðilegi ruslahaugurinn) troðfylltist 50 sinnum í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári og enn biðu fjölmargir spenntir eftir því að komast þangað inn þegar leikhúsið fór í frí í vor. Fíasól og Ingólfur Gaukur vinur hennar ætla þess vegna ekkert að hætta að stelast til að bjóða skemmtilegum krökkum í heimsókn þótt mamma sé lasin og pabbi í vinnunni. Flækjuhausinn Fíasól er átta ára drottning í sínu eigin, risastóra hugmyndaríki. En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt að hún missir þær út í vitleysu... Í sýningunni kynnumst við fjölskyldu hennar, Ingólfi Gauki, bláu skrímslunum í gluggakistunni, draugunum undir rúminu og svo er eins gott að lyfta fótunum svo Sigmundur netþjónn komist að með töfraryksuguna sína! sýningin var tilnefnd til grímunnar sem barnasýning ársins. Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir. Tónlist: Ingó í Veðurguðunum. Leikmynd: Högni Sigurþórsson og Halldór Baldursson. Búningar: Leila Arge. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Leikarar: Lára Sveinsdóttir, María Pálsdóttir, Sindri Birgisson.
í ttur ttur rsdó a bsdó n o n k u a g j sar elgu igdí uh v n í g t o r kris nda eftir höfu ð r ge leik
að nýju í Sýningar hefjast ber Kúlunni 4. septem
,,Lára smellpassar í þetta hlutverk, hún hefur einlægnina og leikgleðina sem til þarf og svo er Lára bara einhvernvegin svo full af fjöri að maður trúir því á löngum köflum að hún sé bara 8 ára. Flott vinna hjá fínni leikkonu. … „Simmi shine“ – sá sló heldur betur í gegn og var María alveg drepfyndin í því hlutverki. ... Við Agnes mælum hiklaust með Fíusól í litla sæta leikhúsinu við Lindargötuna!” Guðmundur S. Brynjólfsson, Mbl.
Þjóðleikhúsið 60 ára - afmælisveisla sunnudaginn 5. september! Opið hús, afmæliskaka, skemmtiatriði á Stóra sviðinu og fjör á göngunum! Þjóðleikhúsið býður þjóðina velkomna í afmælið!
gLÆsiLegt Leikár FRAMundAn – tryggðu þér leikhúskort á frábæru verði!
Leik 4 mið húskort ar á a ðeins
9.900 kr.
Fáðu þér kort Hringdu í síma 551 1200, sendu okkur póst á midasala@leikhusid.is eða smelltu þér á leikhusid.is