Les Miserablés - Vesalingarnir

Page 1

VESALINGARNIR

1


2


Þjóðleikhúsið kynnir samkvæmt samkomulagi við cameron mackintosh

nýja sviðsetningu á söngleik eftir boublil og schönberg

Les Misérables Vesalingarnir

Söngleikur eftir alain boublil og claude-michel schönberg byggður á skáldsögu eftir victor hugo Tónlist: claude-michel schönberg Söngtextar: herbert kretzmer Upprunalegt handrit á frönsku: alain boublil og jean-marc natel Viðbótarefni: james fenton Upprunalegar útsetningar: john cameron Nýjar útsetningar: christopher jahnke Viðbótarútsetningar: stephen metcalfe og stephen brooker

Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Þýðing: Friðrik Erlingsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Sviðshreyfingar: Kate Flatt Hljóðstjórn: Sigurvald Ívar Helgason Lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson Myndbandshönnun: Henrik Linnet Aðstoðarleikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson

Aðlögun og leikstjórn frumuppfærslu í London: trevor nunn og john caird

Sýningarréttur: Josef Weinberger Ltd fyrir hönd Music Theatre International og cameron mackintosh ltd

Sýningarstjórn: Kristín Hauksdóttir Aðstoð við sviðshreyfingar: Sigríður Soffía Níelsdóttir Hljóðmenn: Halldór Snær Bjarnason, Kristinn Gauti Einarsson, Irma Þöll Þorsteinsdóttir og Aron Bragi Baldursson Leikmunir, yfirumsjón: Trygve Jonas Eliassen Hárkollugerð og förðun, yfirumsjón: Ingibjörg G. Huldarsdóttir og Valdís Karen Smáradóttir Hárgreiðsla, yfirumsjón: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir og Þóra Benediktsdóttir Búningar, yfirumsjón: Berglind Einarsdóttir Stóra svið, yfirumsjón: Viðar Jónsson Aðstoð við raddþjálfun: Hera Björk og Þórhildur Örvarsdóttir Leikmyndarsmíði og málun: Zedrus leikmynda­gerð 3 Þjóðleikhúsið 2011–2012, 63. leikár, 25. viðfangsefni. Frumsýning á Stóra sviðinu 3. mars 2012.


Persónur og leikendur Þór Breiðfjörð - Jean Valjean (strokufangi, síðar borgarstjóri/verksmiðjueigandi) Egill Ólafsson - Javert (fangelsisstjóri, síðar lögreglustjóri í París) Valgerður Guðnadóttir - Fantine (verkakona og móðir Cosette) Þórhallur Sigurðsson (Laddi) - Thénardier (kráareigandi, síðar ræningjaforingi í París, faðir Éponine) Margrét Vilhjálmsdóttir - Madame Thénardier (eiginkona Thénardiers, móðir Éponine) Arnbjörg Hlíf Valsdóttir - Éponine (vasaþjófur) Vigdís Hrefna Pálsdóttir - Cosette (dóttir Fantine, fósturdóttir Valjeans) Jóhannes Haukur Jóhannesson - Enjolras (námsmaður og foringi byltingarsinna) Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Marius (námsmaður og vinur Enjolras, síðar unnusti Cosette) Hrefna Karen Pétursdóttir / Halldóra Elín Einarsdóttir - Cosette yngri Ari Páll Karlsson / Valgeir Hrafn Skagfjörð - Gavroche Elva María Birgisdóttir / Agla Bríet Gísladóttir - Éponine yngri Atli Þór Albertsson - Joly (námsmaður), fangi, lögregluþjónn, melludólgur Baldur Trausti Hreinsson - Prouvaire (náms­maður), Claquesous (í gengi Thénardiers), fangi, bóndi,

dómari Bjarni Snæbjörnsson - Feuilly (námsmaður), fangi, melludólgur, betlari Edda Arnljótsdóttir - systir biskupsins af Digne, lögregluþjónn, fangavörður, verkakona, vændiskona Eggert Þorleifsson - biskupinn af Digne, Fauchelevant (slasaður vegfarandi), Babet (í gengi Thénardiers), veislustjóri Friðrik Friðriksson - Courfeyrac (námsmaður), fangavörður, Brujon (í gengi Thénardiers), saksóknari Heiða Ólafsdóttir - verkakona, vændiskona, námsmey Hilmir Jensson - Lesgles (námsmaður), fanga­vörður, Montparnasse (í gengi Thénardiers), verkamaður, lögregluþjónn Jana María Guðmundsdóttir - húsfreyja, kerling, vændiskona, námsmey Margrét Eir - verkakona, vændiskona, námsmey Orri Huginn Ágústsson - Grantaire (náms­maður), fangi, húsbóndi, verkstjóri Ragnheiður Steindórsdóttir - kerling, betli­kerling, nunna, vændiskona Þórunn Arna Kristjánsdóttir - verkakona, vændiskona, námsmey 4 Ævar Þór Benediktsson - Bamatabois (góð­borg­a ri, vændiskaupandi), Combeferre (náms­maður), fangi, lögregluþjónn


Staðgenglar: Orri Huginn Ágústsson (Jean

Valjean), Jóhannes Haukur Jóhannesson (Javert), Heiða Ólafsdóttir (Fantine og Éponine), Bjarni Snæbjörnsson (Enjolras og Marius), Ólafur Egill Egilsson (Thénardier), Margrét Eir (Madame Thénardier), Jana María Guðmundsdóttir (Cosette), Atli Rafn Sigurðarson (biskupinn af Digne), Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (ýmis hlutverk). Leikhópurinn fer ennfremur með ýmis hlutverk, svo sem hlutverk fátæklinga, verkafólks, vændis­k venna, námsmanna og vegfarenda.

5


Hljómsveit Hljómsveitarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Hljómborð 1: Kjartan Valdemarsson / Matti Kallio Hljómborð 2: Matti Kallio / Vignir Þór Stefánsson Flauta, piccoloflauta, altóflauta og alt blokkflauta: Sigurður Flosason / Björg Brjánsdóttir Óbó/enskt horn: Matthías Birgir Nardeau / Gunnar Þorgeirsson Klarínetta, es klarínetta, bassaklarínetta og tenór blokkflauta: Rúnar Óskarsson / Guðni Franzson Horn: Emil Friðfinnsson / Anna Sigurbjörnsdóttir / Sturlaugur Jón Björnsson Trompet: Einar St. Jónsson / Jóhann I. Stefánsson Básúna og túba: Einar Jónsson / Stefán Ómar Jakobsson Slagverk: Ólafur Hólm / Kjartan Guðnason Fiðla: Zbigniew Dubik / Margrét Þorsteinsdóttir / Hlín Erlendsdóttir Víóla: Þórunn Ósk Marinósdóttir / Guðmundur Kristmundsson Selló: Margrét Árnadóttir / Sigurður Halldórsson / Hrafnkell Orri Egilsson Kontrabassi: Hávarður Tryggvason / Carl Roine Hultgren Píanóleikur á æfingum: Kjartan Valdemarsson / Matti Kallio / Vignir Þór Stefánsson

6


7


Victor Hugo Victor Hugo (1802–1885) er einn þekktasti rit­höf­

móðirin var konungssinni og faðirinn studdi frönsku

undur Frakka fyrr og síðar. Hann byrjaði ungur

byltinguna, þá keisaradæmi Napóleons og loks

að skrifa og rithöfundarferill hans nær yfir

endur­reisn konungdæmisins. Móðir Victors Hugos

drjúgan hluta 19. aldarinnar. Á hans yngri árum

tók upp ástarsamband við hershöfðingja í franska

var rómantíska stefnan ríkjandi í frönskum bók­

hernum. Victor Hugo kynntist honum vel, en hann

menntum en þegar leið á öldina varð raunsæis­

var tekinn af lífi árið 1812.

stefnan ráðandi. Victor

Victor Hugo var afburða námsmaður, en talið er

Hugo samdi ljóð, leikrit

að reynsla hans af því að vera fátækur námsmaður í

og skáldsögur og nutu

París hafi verið kveikjan að persónu Maríusar í Vesa­

verk hans gífurlegra

lingunum. Móðir Hugos dó árið 1821 en hann neitaði

vin­sælda, en hann

að þiggja fjárstuðning frá föður sínum. Eftir að hafa

var einnig þekktur

lifað í sárri fátækt um hríð hlaut hann skálda­laun frá

ritgerða ­­höfundur og

Loðvíki konungi XVIII fyrir sína fyrstu ljóða­bók, sem

þjóðfélagsgagnrýnandi.

kom út árið 1822. Ljóða­bókin aflaði Hugo, sem var

Hann var mannvinur

aðeins tvítugur að aldri, mikilla vinsælda jafnt meðal

sem barðist gegn sam­

alþýðunnar sem hinna efri stétta.

félagslegu órétt­læti

Sama ár og ljóðabókin kom út kvæntist Hugo æsku­

og kúgun og boðaði

vinkonu sinni Adèle Foucher. Þau eignuðust saman

mildari og lýðræðislegri

fimm börn.

stjórnar­hætti. Hann lét

Árið 1830 gekk Hugo til liðs við hóp rithöfunda

einnig til sín taka í barátt­u nni fyrir nútímalegri sýn

sem voru hallir undir rómantísku stefnuna og vildu

á bókmenntir í andstöðu við reglur klassísismans.

losa samtímabókmenntirnar undan oki hefðar hinna

Hugo er talinn eitt fremsta ljóðskáld Frakklands

klass­ísku bókmennta. Leikrit hans Hernani, sem var

en frægustu verk hans eru skáldsögur hans

frumsýnt árið 1830, varð innlegg í baráttuna. Frum­

Hringjarinn í Notre-Dame (Notre-Dame de Paris,

sýningin leystist upp í slagsmál á milli aðdáenda

1831) og Vesalingarnir (Les Misérables, 1862).

Hugos og andstæðinga hans, en leikritið varð mikill

Faðir Victors Hugos komst til metorða í her

sigur fyrir Hugo.

Napóleons og fjölskyldan var á faraldsfæti vegna

Á næstu árum sendi hann frá sér leikrit, ljóða­

starfa hans fyrir herinn þar til móðirin ákvað að

bækur og skáldsöguna Hringjarann í Notre Dame

flytja til Parísar með Hugo og bræður hans tvo. Ólík

(1831), og festi sig í sessi sem virtasta og vinsælasta

8 afstaða til stjórnmála jók á ósætti foreldranna, en

skáld Frakklands.


Árið 1833 varð Hugo ástfanginn af leikkonunni

innar var 48.000 eintök, en sagt er að lesendur hafi

Juliette Drouet, sem gerðist ástkona hans og ritari,

barist um þau. Þýð­i ngar bókarinnar nutu mikilla

og fylgdi fjölskyldunni næstu fimmtíu árin. Hugo

vinsælda í öðrum löndum.

og eiginkona hans bjuggu þó saman alla tíð og mun honum hafa þótt afar vænt um konu sína. Árið 1843 varð Hugo fyrir því áfalli að missa

Eftir fall keisaradæmisins árið 1870 sneri Hugo aftur heim til Parísar og hlaut höfðinglegar móttökur. Eiginkona Hugos dó árið 1868 og tveir synir hans

ást­k æra dóttur sína, en hún drukknaði ásamt eigin­

létust fáeinum árum síðar, annar árið 1871 og hinn

manni sínum.

árið 1873. Urðu þessi dauðsföll honum mikill missir.

Undir miðja öldina fóru sjónir Hugos að beinast í auknum mæli að samfélagslegum vandamálum

Ástkona hans dó árið 1882. Victor Hugo dó árið 1885, áttatíu og þriggja ára að

og óréttlæti. Margir aðrir franskir rithöfundar tóku

aldri. Hann var lagður til hinstu hvílu í Pantheon,

að sýna stjórnmálum meiri áhuga og í kjölfarið

grafhýsi ætluðu afreksmönnum frönsku þjóðarinnar

ruddi raunsæisstefnan sér til rúms í frönskum bók­

sem stendur í miðborg Parísar.

menntum. Hugo sat á þingi nokkrum sinnum yfir ævina. Þegar Loðvík Napóleon (síðar Napóleon III keisari) rændi völdum árið 1851 snerist Hugo gegn honum. Hann flúði land og hélt til Belgíu.

Uppreisnin í París í júní árið 1832

Hugo dvaldi í útlegð í tæpa tvo áratugi ásamt fjöl­ skyldu sinni og ástkonu á eyjum í Ermarsundinu á bresku yfirráðasvæði, Jersey og Guernsey. Útlegðar­ árin voru frjór tími í skáldskap Hugos. Hann orti meðal annars um trúmál, baráttuna á milli góðs og ills, stjórnmál og minningu dóttur sinnar. Það var á þessum árum sem hann lagði lokahönd á skáld­ söguna Vesalingana, Les Misérables, sem hann hafði þó byrjað að leggja drög að löngu fyrr. Skáldsagan Vesalingarnir var gefin út í Belgíu árið 1862. Viðtökur gagnrýnenda voru almennt neikvæðar en lesendur tóku bókinni opnum örmum og hún varð samstundis gífurlega vinsæl. Fyrsta upplag bókar­

Uppreisnin sem kemur við sögu í Vesa­ ling­ unum er hin svokallaða „júní-uppreisn“ eða uppreisnin í París árið 1832. Þá gerði hópur lýðveldissinna, sem einkum samanstóð af náms­ mönnum og verkamönnum, uppreisn gegn stjórn Loðvíks Filippusar konungs sem hafði tekið við völdum í kjölfar júlíbyltingar­ innar árið 1830. Uppreisnin hófst þann 5. júní og lauk aðeins tveimur dögum síðar með algerum ósigri uppreisnarmanna, enda áttu þeir við ofurefli að etja. 9


10


11


Söguþráður Vesalinganna FYRSTI ÞÁTTUR

1815, TOULON - DIGNE Jean Valjean, fangi númer 24601, er látinn laus úr fangelsi til reynslu eftir 19 ára þrælkunarvinnu. Javert fangelsis­stjóri skipar honum að bera gult vega­ bréf til vitnis um að hann sé glæpamaður. Valjean var á sínum tíma dæmdur í fangelsi fyrir að stela brauði handa hungr­­uðu barni, en refsing hans var þyngd í kjölfar flótta­­tilrauna. Þótt hann sé nú laus úr fangelsi er hann brenni­merktur glæpamaður og útskúfaður úr sam­félaginu. Biskupinn af Digne er sá eini sem sýnir honum velvild, en Valjean endurgeldur honum gest­­risnina með því að stela frá honum silfri. Lög­ reglan nær Valjean en honum til mikillar furðu segir bisk­upinn lögreglunni ósatt til að bjarga honum. Jean Valjean ákveður að rífa gula vegabréfið og hefja nýtt líf.

1823, MONTREUIL-SUR-MER Átta ár eru liðin. Jean Valjean gengur nú undir nafn­ inu Monsieur Madeleine, og er orðinn verk­smiðju­ eigandi og borgarstjóri. Ein af verkakonunum sem vinna hjá honum, Fantine, á óskilgetna dóttur. Hinar verkakonurnar ásaka hana ranglega um að stunda vændi, til að geta sent fósturforeldrum barnsins peninga, og krefjast þess að henni verði sagt upp. Það kemur til átaka og Valjean felur verkstjóra 12

sínum að úrskurða í málinu. Verkstjórinn, sem hefur


jean valjean

javert

fantine

þór breiðfjörð

egill ólafsson

valgerður guðnadóttir

reynt að fá Fantine til við sig án árangurs, hefnir sín

deyr. Javert kemur til að handtaka Valjean, hann

á henni með því að reka hana.

biður um frest til að bjarga barninu. Javert neitar og

Fantine tekst ekki að útvega fé til að kaupa lyf

Valjean flýr.

handa dóttur sinni og í örvæntingu sinni selur hún hálsmen sitt og hár. Niðurlæging hennar verður alger

1823, MONTFERMEIL

þegar hún slæst í hóp vændiskvenna. Hún lendir í

Cosette er í fóstri hjá kráareigandanum Thénardier

slagsmálum við ágengan viðskiptavin. Fangelsis­

og konu hans. Þau koma illa fram við barnið og þræla

stjórinn fyrrverandi Javert, sem nú er orðinn lög­

því út en dekra dóttur sína Éponine. Cosette lætur sig

reglu­stjóri en áttar sig ekki á því hver borgar­stjórinn

dreyma um betra líf. Frú Thénardier sendir hana út í

í raun og veru er, ætlar að varpa henni í fangelsi en

skóg um kvöld að sækja vatn. Þar finnur Jean Valjean

„borgarstjórinn“ segir að frekar ætti að flytja hana á

hana. Hann borgar Thénardierhjónunum fyrir að

spítala.

leyfa sér að taka Cosette með sér til Parísar.

Vegfarandi verður fyrir hestvagni. Jean Valjean bjargar honum með því að lyfta vagninum af honum.

1832, PARÍS

Þetta atvik leiðir huga Javerts að hinum fílsterka

Níu ár eru liðin. Það er mikil ólga í París því að

fanga númer 24601 og hann segir „borgarstjóranum“

Lemarque hershöfðingi, eini maðurinn í ríkis­stjórn­

að sá flóttamaður hafi nýlega náðst og verði varpað í

inni sem lætur sig málefni fátæklinganna varða,

fangelsi á ný. Valjean vill ekki að annar maður sitji í

liggur fyrir dauðanum.

fangelsi í hans stað, og játar að hann sé fangi númer 24601. Á spítalanum lofar Valjean Fantine því að finna dóttur hennar Cosette og sjá fyrir henni. Fantine

Kráareigandinn fyrrverandi Thénardier er nú forsprakki þjófagengis. Þjófarnir sitja fyrir Jean Valjean og Cosette og ætla að ræna þau. Vasa­þjóf­ urinn Éponine, dóttir Thénardiers, reynir að afstýra

13


thénardier

þórhallur sigurðsson (laddi)

madame thénardier

éponine

margrét vilhjálmsdóttir

arnbjörg hlíf valsdóttir

því að vinur hennar, námsmaðurinn Marius, verði

undir nóttina hver með sínum hætti. Valjean undir­

viðstaddur yfirvofandi átök, en hann rekst á Cosette

býr brottför, Cosette og Marius kveðjast, Éponine

og verður ástfanginn við fyrstu sýn. Thénardier áttar

harmar það að Marius skuli elska aðra konu, Enjolras

sig á að Valjean er maðurinn sem tók Cosette níu

hvetur íbúa Parísar til byltingar, Javert dulbýr sig sem

árum fyrr. Javert lögreglustjóri kemur aðvífandi og

uppreisnarmann og Thénardierhjónin láta sig hlakka

stöðvar átök á milli Valjeans og Thénardiers en ber

til að ræna lík þeirra sem munu falla í átökunum.

ekki kennsl á Valjean fyrr en um seinan. Einn og hugsi í nóttinni dáist Javert að stjörnunum og reglufestunni í himingeimnum.

ANNAR ÞÁTTUR

Éponine er ástfangin af Mariusi á laun, en sam­ þykkir að finna Cosette fyrir hann.

Éponine burt með bréf til Cosette, en Valjean fær það

námsmanna undir forystu Enjolras. Fréttir berast af

í hendur og uppgötvar að Marius og Cosette unnast.

láti Lemarques og námsmennirnir hvetja alþýðuna til

Éponine vill vera hjá Mariusi við götuvígið og heldur

uppreisnar.

þangað þótt Marius hafi beðið hana að halda sig fjarri

Cosette er orðin ástfangin af Mariusi. Éponine vísar Mariusi veginn heim til Cosette. Hún kemur

átökunum. Þjóðvarðliðar hóta uppreisnarmönnum dauða gefist

í veg fyrir að þjófagengi föður hennar ræni hús

þeir ekki upp. Götustrákurinn Gavroche afhjúpar

Valjeans. Valjean er sannfærður um að Javert hafi

Javert sem njósnara. Éponine verður fyrir skoti og

verið á ferðinni og segir Cosette að þau verði að flýja

deyr.

úr landi. 14

Námsmennirnir reisa götuvígi. Marius sendir

Á litlu kaffihúsi hittist hópur byltingarsinnaðra

Uppreisn er yfirvofandi og persónurnar búa sig

Valjean kemur að götuvíginu í leit að Mariusi. Hann veitir uppreisnarmönnum öflugt liðsinni og


cosette

enjolras

marius

vigdís hrefna pálsdóttir

jóhannes haukur jóhannesson

eyþór ingi gunnlaugsson

fær að ráða örlögum svikarans Javerts að launum,

Konur, mæður og systur syrgja fallna ástvini.

en hann lætur hann lausan. Námsmennirnir ætla

Cosette hjúkrar Mariusi. Hann syrgir vini sína. Hann

að vera við götuvígið yfir nóttina. Valjean biður

veit ekki hver bjargaði honum. Valjean trúir Mariusi

Guð að vernda Marius. Í áhlaupinu næsta dag ætlar

fyrir því að í raun sé hann fyrrverandi fangi og hund­­

Gav­roche að útvega skothylki en er skotinn til bana

eltur. Hann biður hann að halda þessu leyndu fyrir

af þjóð­­varðliðum. Allir uppreisnarmennirnir láta

Cosette, og segir honum að hann ætli að láta sig hverfa

lífið í bar­dag­a num, fyrir utan Marius sem er illa

án þess að kveðja hana, svo hún verði óhult. Valjean

særður. Valjean bjargar honum með því að bera

leynir Marius því að hann hafi bjargað lífi hans.

hann meðvitundarlausan burt í gegnum holræsi

Í brúðkaupi Mariusar og Cosette reyna Thénardier­

borgarinnar. Þrátt fyrir háan aldur er Valjean enn

hjónin að kúga fé af Mariusi með því að halda því

feykilega sterkur en á endanum hnígur hann í

fram að Jean Valjean, fósturfaðir Cosette, sé morðingi,

ómegin. Thénardier rænir lík uppreisnarmanna og

Thénardier hafi séð hann draga á eftir sér lík í hol­

nær hring af fingri Mariusar. Javert situr fyrir Valjean

ræs­u num nóttina sem götuvígið féll. Þessu til sönn­

þegar hann kemst út úr holræsunum, með Marius á

unar dregur Thénardier fram hring sem hann tók af

bakinu. Valjean biður Javert að leyfa sér að fara með

fingri „líksins“. Marius þekkir hringinn og áttar sig

unga manninn á spítala og Javert verður við bón

á því að það var Valjean sem bjargaði lífi hans þessa

hans. Javert á í miklu hugarstríði. Innra með honum

nótt. Þau Cosette hafa uppi á Valjean, sem bíður

takast á þakklæti í garð Valjeans sem hefur þyrmt lífi

dauðans einn síns liðs, farinn að heilsu. Cosette fær

hans og hlýðni hans við lög og reglur. Spurningar um

nú í fyrsta sinn að vita sannleikann um móður sína

rétt og rangt í lífinu eru flóknari en hann hafði fram

og uppruna sinn. Svipir Fantine og Éponine leiða

að því talið. Hann ákveður að taka líf sitt og kastar

Valjean inn í eilífðina.

sér í Signufljót.

15


Lögin í sýningunni Forleikur (hlekkjafangar, Javert, Jean Valjean, bóndi, vinnumaður, kráareigandi, kona kráareiganda, biskup, lögregluþjónar)

Forleikur (hlekkjafangar, Javert, Jean Valjean, bóndi, vinnumaður, kráareigandi, kona kráareiganda, biskup, lögregluþjónar)

1. þáttur

2. þáttur

Þegar líður á dag (fátæklingar, verkstjóri, verkafólk, Fantine, Valjean)

Götuvígið reist (Enjolras, Javert, Prouvaire, Grantaire, Lesgles, Marius, Éponine, Valjean, Combeferre, Feuilly, Courfeyrac, Gavroche, liðsforingi)

Ég átti draum (Fantine) Rauða hverfið (sjómenn, vændiskonur, gömul kona 1 og 2, Fantine, melludólgur, Bamatabois, Javert, Valjean) Kerruslysið (bæjarbúar, Valjean, Fauchelevant, Javert) Hver er ég? (Valjean, Javert, fangi, dómari, kviðdómur) Dauði Fantine (Fantine, Valjean, Javert) Cosette litla (Cosette yngri, Madame Thénardier) Söngur gestgjafans (Thénardierhjónin, drykkjumenn, matargestir, kór)

Javert í götuvíginu (Javert, Enjolras, Gavroche, Grantaire, Prouvaire, Courfeyrac, Feuilly, Lesgles, Combeferre, Marius, Éponine, Joly, Valjean) Fyrsta áhlaupið (hermenn 1 og 2, Enjolras, Feuilly, Lesgles, Grantaire, Valjean, Javert, Marius) Nóttin (Feuilly, Prouvaire, Joly, Grantaire, kór, Marius, Valjean, Enjolras) Drekkum skál (uppreisnarmenn og konur)

Kaupin (Valjean, Cosette yngri, Thénardierhjónin)

Leið hann heim (Valjean)

París, níu árum síðar (betlarar, Gavroche, betlikerling, vændiskona, konur, Marius, Enjolras)

Seinna áhlaupið (Enjolras, Feuilly, Marius, Valjean, Gavroche, Lesgles, Joly)

Ránið (Thénardierhjónin, Marius, Éponine, Valjean, Javert) Stjörnur (Javert, Gavroche, Éponine, Marius)

Lokaáhlaupið (Enjolras, Feuilly, Marius, Valjean, Lesgles, Joly)

Kaffihús vina ABC (Combeferre, Feuilly, Courfeyrac, Enjolras, Grantaire, Marius, námsmenn, Prouvaire, Lesgles)

Holræsin: Hundur étur hund (Thénardier, Valjean, Marius)

Syngdu nýjan þjóðarsöng (Enjolras, Combeferre, Courfeyrac, námsmenn, Feuilly, kór)

Sjálfsvíg Javerts (Javert, Valjean, Marius, konur)

Rue Plumet (Cosette, Valjean, Marius, Éponine)

Marius og Cosette (Marius, Cosette, Valjean)

Ef hjartað er ást (Éponine, Marius, Cosette)

Brúðkaupið (brúðkaupsgestir, Thénardierhjónin, Marius, Cosette)

Ráðagerð á Rue Plumet (Éponine, Montparnasse, Babet, Thénardier, Brujon, Claquesous, Marius, Valjean, Cosette)

16

Einmana (Éponine)

Einn dag enn (Valjean, Marius, Cosette, Éponine, Enjolras, námsmenn, Thénardierhjónin, Javert)

Auðir stólar (Marius)

Lokasöngur (Valjean, Fantine, Cosette, Marius, Éponine, hinir föllnu, allir)


17


18


19


Þau eru vesalingarnir „Þegar maðurinn er lentur í algjörri örbirgð blasa einungis neyðarúrræðin við. Vei hinum varnar­ lausu í kringum hann! Hann skortir allt í senn atvinnu, laun, fæði, heimili, hugrekki, góðvilja. Dags­birtan virðist slokkna fyrir augum hans, ljós sið­gæðisins deyr í brjósti hans og í slíku myrkri kúgar og svívirðir karlmaðurinn varnarlausar konur og börn. Hvers kyns hryllingur er mögu­ legur. Örvæntinguna umlykur þunnur veggur og handan hans sitja lestir og glæpir um sálina. (...) Vissulega virtust þau siðspillt, óheiðarleg, auvirði­ leg, jafnvel viðbjóðsleg, en fáir eru þeir sem hafa sokkið djúpt án þess að hafa glatað mannlegri reisn. Á ákveðnu stigi renna hinir ógæfusömu og auvirðilegu saman í eitt, og eitt orð lýsir þeim, orð sem er eins og örlagadómur, vesalingarnir.“ Úr Vesalingunum eftir Victor Hugo.

20


21


„Meðan það viðgengst í skjóli laga og landsvenja, að bölvan þjóðfélagsins skapi tilbúin víti mitt í siðmenntuðum heimi og snúi guðlegri fyrirætlan í hryggileg forlög, meðan óleyst eru hin þrjú miklu vandamál aldarinnar, hnignun mannsins í öreiga­ stétt, niður­læging konunnar vegna hungurs, kröm barnsins í myrkrinu, meðan það viðgengst að þjóð­ félagið geti fært þegna sína í kaf; með öðrum orðum og frá enn víðtækara sjónarmiði, meðan fáfræði og vesöld þrífast á jörðu, þá ættu bækur sem þessar ekki að vera ritaðar að ófyrirsynju. Hauteville-House, 1. janúar 1862“ (Inngangsorð Vesalinganna eftir Victor Hugo. Þýðing: Einar H. Kvaran og Ragnar H. Kvaran, yfirfarin af Torfa H. Tulinius).

22


23


Söngleikurinn Vesalingarnir Söngleikurinn Vesalingarnir var frumsýndur í London árið 1985 og sló samstundis í gegn. Hann hefur verið sýndur í fjölmörgum löndum og sópað að sér verðlaunum. Vesalingarnir hafa verið sýndir í London frá árinu 1985, og er verkið sá söngleikur sem hefur verið lengst samfellt á fjölunum í heiminum. Söngleikurinn Vesalingarnir á sér langa sköpunar­ sögu. Höfundar söngleiksins, þeir Alain Boublil handritshöfundur og Claude-Michel Schönberg tón­skáld, sömdu fyrst saman söngleik byggðan á frönsku byltingunni, La Révolution Française, sem var frum­sýndur í París árið 1973 og braut blað í söng­leikja­gerð í Frakklandi, en höfundarnir sömdu hann undir áhrifum frá rokkóperunni Jesus Christ Superstar. Söngleikurinn um byltinguna naut mikilla vinsælda og nú sneru höfundarnir sér að því að semja söngleik byggðan á hinni þekktu skáldsögu Victors Hugos, Vesalingunum. Ljóðskáldið Jean-Marc Natel var fengið til að semja söngtexta. Þessi fyrsta gerð Vesalinganna var frumsýnd í París árið 1980 og sló í gegn í Frakklandi, en vakti litla athygli utan heimalandsins. Ári síðar hlustaði breski leiksýninga­f ramleið­ andinn Cameron Mackintosh á hljómplötu með verk­i nu, hreifst af því og setti sig í samband við höf­u ndana. Hafin var vinna við að endursemja verkið, skipta út nokkrum lögum, bæta og breyta. 24

Trevor Nunn, sem þá var leikhússtjóri The Royal


Shakespeare Company, var fenginn til að leik­stýra.

Schön­berg og Alain Boublil áttu oft eftir að leiða

Hann vildi að leikhúsið hans stæði að upp­setn­

saman hesta sína á ný, og þeir sömdu meðal annars

ingunni, en það þótti óvenjulegt að ríkisrekið leik­

söngleikina Miss Saigon (1989) og Martin Guerre

hús skyldi fara í þess háttar samstarf við einkarekið

(1996).

fram­leiðslufyrirtæki. John Caird leikstýrði ásamt

Haldið var upp á tíu ára afmæli Vesalinganna með

Nunn. Breskur textahöfundur, Herbert Kretzmer, var

stórtónleikum í Royal Albert Hall í október árið 1995.

fenginn til að semja söngtexta og ljóðskáldið James

Sautján leikurum sem farið höfðu með hlutverk Jeans

Fenton til að vinna í leikgerðinni ásamt höfund­

Valjeans í ólíkum löndum var boðið að syngja saman

unum.

lokalag tónleikanna, hverjum á sínu tungumáli.

Undirbúningur sýningarinnar stóð í tvö ár og loks var frumsýnt í Barbican leikhúsinu þann ­8. októ­ber árið 1985. Viðtökur gagnrýnenda voru yfir­

Einn þeirra var Egill Ólafsson sem hafði farið með hlutverk Jeans Valjeans í Þjóðleikhúsinu. Vesalingarnir voru jólasýning Þjóðleikhússins

leitt neikvæðar og hefur framleiðandinn Cameron

árið 1987. Leikstjóri var Benedikt Árnason og þýð­

Mackintosh lýst því hvernig honum féll allur ketill í

ingu gerði Böðvar Guðmundsson. Í þeirri sýningu

eld þegar hann las blöðin daginn eftir frumsýningu.

léku tveir af leikurunum í sýningunni nú, þau Egill

Hann hringdi niðurdreginn í miðasöluna. Sölu­

Ólafsson sem fyrr segir og Ragnheiður Steindórs­

maðurinn sem svaraði var hissa á að honum hefði

dóttir sem lék Fantine. Auk þeirra fóru með helstu

tekist að komast í gegnum símkerfið, því að allar

hlutverk Jóhann Sigurðarson (Javert), Sigurður

línur höfðu logað stanslaust, og miðarnir runnu út.

Sigur­jónsson (Thénardier), Lilja Þórisdóttir (Madame

Sigurganga Vesalinganna var rétt að hefjast. Leik­

Thénardier), Aðalsteinn Bergdal (Enjolras), Sverrir

hús í öðrum löndum tóku fljótt við sér, og smám

Guðjónsson (Marius), Sigrún Waage (Éponine) og

saman skaut hver sviðsetningin á eftir annarri

Edda Heiðrún Backman (Cosette). Sýningunni var

upp kollinum. Vesalingarnir hafa verið þýddir á

afar vel tekið, og sáu hana yfir 35 þúsund gestir.

21 tungu­mál og settir upp í 43 löndum, í yfir 300 borgum. Sýningakvöld Vesalinganna í atvinnu­ leikhúsum í heiminum eru fleiri en 47.000 og alls hafa yfir 60 milljónir manna séð söngleikinn. Geta má þess að þeir félagar Claude-Michel

25


26


27


Selma Björnsdóttir (leikstjórn) hefur starfað við fjölda leiksýninga sem söng- og leikkona, dansari, leik­stjóri og danshönnuður. Hún leik­ stýrði söngleiknum Oliver! og Karde­mommu­­ bænum í Þjóðleikhúsinu, Gosa í Borgar­leik­ húsinu og Grease í Loftkastalanum. Hún var meðleikstjóri og kóreógraf í The Heart of Robin Hood hjá Royal Shakespeare Company. Tvær barnasýninga hennar hafa verið tilnefndar til Grímunnar.

Kate Flatt (sviðshreyfingar) lærði dans við the Royal Ballet School. Hún hefur starfað sem kóreógraf og leikstjóri í heimalandi sínu Bretlandi og víðar. Hún hefur meðal annars unnið við ballet, leikhús, nútímadans, kvik­ myndir, óperur og söngleiki. Hún samdi kóreó­ grafíu fyrir frumuppfærsluna á Vesa­­­l ing­u num 1985 hjá Royal Shakespeare Company og hefur einnig samið kóreógrafíu fyrir fleiri upp­færslur verksins.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (tónlistar­ stjórn) lauk einleikaraprófi í klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins 1986 og burtfararprófi í tónsmíðum frá Tón­l istarskóla Reykjavíkur 1989. Hann hefur starfað sem lagasmiður/tónskáld, upptökustjóri, útsetjari og gítarleikari við fjölda ólíkra verkefna. Hann hefur samið tónlist fyrir sex söngleiki og verið tónlistarstjóri fjölda söngleikja.

Sigurvald Ívar Helgason (hljóðstjórn) hefur starfað við leikhús frá árinu 1996 sem tækni­ maður og við hönnun hljóðs og lýsingar. Hann hefur starfað hjá LR, Vesturporti og Íslenska dansflokknum, og er nú fastráðinn við hljóðdeild Þjóð­leikhússins. Hann sá hér um hljóðmynd/hljóðstjórn fyrir Bjart með köflum, Listaverkið og Litla skrímslið og stóra skrímslið. Hann hefur einnig sinnt hljóðstjórn á tónleikum.

Friðrik Erlingsson (þýðing) hefur sent frá sér skáldsögur fyrir börn og fullorðna og skrifað handrit kvikmyndanna Þórs, Litlu lirfunnar ljótu og Benjamíns dúfu. Hann hefur samið fjölda söngtexta, meðal annars við lög eftir Gunnar Þórðarson og Ingva Þór Kormáksson og fyrir Jóhönnu Guðrúnu, Guðrúnu Gunnars­ dóttur, Sigríði Beinteinsdóttur, Björgvin Halldórsson, Leone Tinganelli, Borgardætur og Frost­r ósir.

Lárus Björnsson (lýsing) hóf störf hjá Þjóðleik­ húsinu haustið 2006 eftir tuttugu ára starf hjá Leikfélagi Reykja­v íkur. Lárus hefur lýst á annað hundrað leiksýningar, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, LR, Íslensku óperuna, Nemendaleikhúsið, Íslenska dansflokkinn, Loft­k ast­a lann, Leikfélag Íslands og Þjóðleik­ hús Færeyinga. Hann hefur mörgum sinnum verið tilnefndur til Grímunnar, nú síðast fyrir Alla syni mína.

Finnur Arnar Arnarson (leikmynd) útskrif­ aðist úr Myndlista- og handíða­skóla Íslands 1991. Hann hefur gert fjölda leikmynda, meðal annars hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu, LR, LA og Þjóðleikhúsinu, nú síðast fyrir Heddu Gabler. Hann starfar jafnframt sem myndlistarmaður og á að baki fjölda einka- og samsýninga. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik­ mynd í Íslandsklukkunni og Kryddlegnum hjörtum.

Ólafur Ágúst Stefánsson (lýsing) hefur starf­að sem ljósamaður og ljósahönnuður hjá Þjóðleikhúsinu frá 2008. Meðal ljósa­ hönnunar­verkefna hans hér eru Litla skrímslið og stóra skrímslið, Sögu­stund, Ballið á Bessastöðum, Oliver og Karde­mommu­­bærinn, sem og samstarfs­verkefnin Af ástum manns og hrærivélar og Verði þér að góðu. Hann hefur hannað lýsingu fyrir Landnámssetrið og Brúðuheima.

María Th. Ólafsdóttir (búningar) hefur hannað búninga fyrir fjölda sviðs­verka og sjónvarp. Verkefni hennar í Þjóðleikhúsinu eru Ballið á Bessastöðum, Oliver!, Karde­ mommu­bærinn, Þrek og tár og West Side Story. Meðal annarra verkefna eru Dísa ljósálfur í Austurbæ, Gosi í Borgarleikhúsinu, Hárið og Ávaxtakarfan í Gamla bíói og Latibær 28 og Grease í Loftkastalanum.

Henrik Linnet (myndbandshönnun) útskrif­ aðist frá Gerrit Rietveld Akademíunni í Amsterdam 2006 með BA-gráðu í sjónlistum. Hann hefur unnið að myndbandsgerð síðan, bæði að eigin verkum og við eftir­v innslu auglýsinga og kvikmynda. Meðal sýn­i nga sem hann hefur unnið við eru Oliver! í Þjóðleikhúsinu, Gauragangur í Borgar­leik­ húsinu og Töfraflautan hjá Íslensku óperunni í Hörpu.


29


Stefán Hallur Stefánsson (aðstoðar­leik ­stjóri) útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006. Hann hefur starfað með Þjóð­leikhúsinu, LR, Vesturporti, Vér Morðingjum, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans, og leikið í kvik­myndum og sjónvarpi. Nýjustu verkefni hans hér eru Heimsljós, Hreinsun, Lér konungur og Hedda Gabler. Nýjasta leikstjórnarverkefni hans er Eftir lokin hjá SuðSuðVestur. Kristín Hauksdóttir (sýningarstjóri) lauk námi í sýningarstjórn frá Mountview Theatre School í London vorið 1981. Hún hefur síðan starfað sem sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið og haft með höndum sýningarstjórn fjöl­ margra verkefna leikhússins, leiksýn­i nga, ballett­sýninga, söngleikja og óperusýninga. Hún var meðal annars sýningarstjóri Vesa­ linganna er verkið var sviðsett í Þjóðleikhúsinu árið 1987. Sigríður Soffía Níelsdóttir (aðstoð við sviðs­­ hreyfingar) lauk námi frá dansbraut LHÍ 2009. Hún hefur unnið sjálfstætt sem dans­a ri og -höfundur, meðal annars með Shalala-flokki Ernu Ómarsdóttur, Íslenska dansflokknum, DF-Krumma og gjörn­i ngahópnum Bristol Ninja Cava Crew. Í haust söng hún eitt af aðalhlutverkum óper­u nnar Red Waters eftir Barða Jóhannson, Keren Ann og Sjón í Frakklandi. Agla Bríet Gísladóttir (Éponine yngri) er átta ára gömul og er nemandi í Melaskóla. Hún hefur æft fimleika í fimm ár, síðast í Gróttu. Hún hefur verið eina önn í Söngskóla Maríu og er í barnakór Neskirkju.

30

Ari Páll Karlsson (Gavroche) er fjórtán ára nemandi í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Hann hefur lært á píanó frá árinu 2001. Hann lék í Oliver! í Þjóðleikhúsinu 2009. Hann hefur um þriggja ára skeið tekið þátt í uppfærslum Bæjarleikhússins í Mosfellsbæ. Hann lék í Lísu í Undralandi 2010 og Hár­ spreyi 2011. Hann starfrækir ásamt öðrum stuttmyndagerðina JÁ-Myndir, sem sýnir myndir sínar á YouTube.


Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Éponine) útskrif­aðist úr leiklistardeild LHÍ 2002. Nýjustu verkefni hennar í Þjóð­leikhúsinu eru Hreinsun, Allir synir mínir og Leitin að jólunum. Meðal annarra verkefna eru Hamlet hjá LA, Sól og Máni og Ronja Ræningjadóttir hjá LR og kvikmyndirnar Sumar­landið og 1. apríl. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik í Frelsi, Svartri mjólk og Öllum sonum mínum og söng í Gretti. Atli Þór Albertsson (ýmis hlutverk) útskrif­ aðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann lék meðal annars í Hrekkju­svínum og Kabarett í Gamla bíói, Milljarðamærinni í Borgar­ leikhúsinu, Abbababb í Hafnarfjarðar­leik­ húsinu og Fló á skinni, Þjóni í súpunni, Lilju, 39 þrepum, Þögla þjóninum og Rocky Horror hjá LA. Hann var einn af stjórnendum Strákanna á Stöð 2 og hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Baldur Trausti Hreinsson (ýmis hlut­verk) lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1997. Hann hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá leikhópum og í kvikmyndum. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Svartur hundur prestsins, Litla skrímslið og stóra skrímslið, Lér konungur og Allir synir mínir. Hann fór með aðalhlutverk í kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi. Bjarni Snæbjörnsson (ýmis hlutverk) útskrif­ aðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og lauk kennslu­r éttindanámi frá LHÍ 2011. Hann lauk 5. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og lærði söng við Complete Vocal Institute. Hann lék hlutverk Péturs í Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu, hefur leikið hjá sjálfstæðum leikhópum og komið fram sem Viggó í hinu konunglega söngleikjapari Viggó og Víólettu. Edda Arnljótsdóttir (ýmis hlutverk) lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1990. Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsinu í tuttugu ár, en meðal nýlegra verkefna hér eru Bjart með köflum, Leitin að jólunum, Allir synir mínir, Ballið á Bessastöðum, Íslandsklukkan, Brennuvargarnir og Fagnaður. Hún lék einnig í Yfirvofandi. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Þetta er allt að koma, Mýrarljós og Pétur Gaut.

31


Eggert Þorleifsson (biskupinn af Digne) hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóð­leik­húsinu, LR og leikhópum, og í sjónvarpsmyndum, kvikmyndum og skemmtiþáttum. Nýjustu verk­efni hans hér eru Hedda Gabler, Lér kon­ ungur, Hænuungarnir, Oliver! og Utan gátta. Hann hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Belgíska Kongó og var tilnefndur fyrir Hænu­u ngana, Utan gátta og Chicago. Hann leikur í Afmælis­veislunni í vor.

Halldóra Elín Einarsdóttir (Cosette yngri) er níu ára gömul og gengur í Ísaks­skóla. Hún syngur með kór Ísaksskóla og æfir ballett hjá Listdansskóla Íslands. Hún hefur sótt námskeið hjá Leynileikhúsinu og hefur lært á fiðlu.

Egill Ólafsson (Javert) starfar sem söngvari, leikari og tónsmiður. Hlutverk hans á leik­ sviði, í kvikmyndum og sjón­varpi eru rúm­ lega sjötíu. Hann hefur samið tónlist fyrir tuttugu og fimm leiksýningar, meðal annars söngleikina Gretti og Evu Lunu. Hann lék Jean Valjean í uppfærslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum 1987. Hann hefur meðal annars verið liðsmaður Spilverks þjóðanna, Þursaflokksins og Stuðmanna. Elva María Birgisdóttir (Éponine yngri) er níu ára gömul og er nemandi í Foldaskóla í Grafarvogi. Hún hefur stundað fiðlunám við Tónlistarskóla Grafarvogs í fjögur ár. Hún æfði ballett eina önn, en hefur æft fimleika í fimm ár, nú síðast hjá Fjölni. Hún tók þátt í leiksýningu Latabæjar í Laugar­d alshöllinni árið 2010.

Heiða Ólafsdóttir (ýmis hlutverk) útskrifaðist sem leikkona úr Circle in The Square Theater School í New York 2009, lærði söng við Söng­ skólann í Reykjavík og lauk eins árs master­ class frá Complete Vocal Institute í Danmörku. Hún fór með aðalhlutverk í Bjart með köflum í Þjóðleikhúsinu og lék í Buddy Holly í Austur­ bæ. Hún hefur komið víða fram sem söngkona og gaf út sólóplötuna Hluti af mér.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson (Marius) sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 2007 og söngkeppnina Bandið hans Bubba 2008 og hefur komið víða við sem söngvari og tón­ skáld, meðal annars með Deep Purple tribute band, Eldbergi og Todmobile. Hann fór með aðalhlutverk í Rocky Horror hjá LA og Hárinu hjá Silfurtunglinu í Hofi. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir söng í Rocky Horror.

Hrefna Karen Pétursdóttir (Cosette yngri) er níu ára og nemandi í Salaskóla. Hún er í kór Salaskóla og stundar blokk­f lautunám í Tónlistarskóla Kópa­vogs. Frá haustinu 2009 hefur hún sótt námskeið í Söngskóla Maríu Bjarkar og komið fram á tónleikum þar. Hún kom fram á DVD-disknum Söngvaborg 6 þar sem hún söng meðal annars einsöng. Hún hefur einnig lagt stund á ballet, jazzballet og fimleika.

Friðrik Friðriksson (ýmis hlutverk) útskrifaðist úr Leiklistar­skóla Íslands 1998 og hefur leikið fjölda hlut­verka hjá LR og Þjóðleikhúsinu, nú síðast í Litla skrímslinu... Hann leikstýrði Verði þér að góðu og Húmanímal hjá leikhópnum Ég og vinir mínir og hefur þrívegis leikstýrt Sögustund í Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til 32 Grímunnar fyrir leik í Legi og Sumarljósi og fyrir leikstjórn á Húmanimal.

Hilmir Jensson (ýmis hlutverk) útskrif­aðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Bjart með köflum, Lé konungi, Ballinu á Bessastöðum og Leitinni að jólunum, og var aðstoðarmaður leikstjóra í Finnska hestinum og Hreinsun. Hann lék í Gálmu og Ég er vind­u rinn hjá Sóma þjóðar og í Spuna eða Kamelljóni fjárhirðisins í Skemmtihúsinu. Hann hefur iðkað dans frá unga aldri.

Jana María Guðmundsdóttir (ýmis hlutverk) útskrifaðist úr Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow 2009 og lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2006. Hún lék í Lilju, Lyklinum að jólunum og söngleiknum Rocky Horror hjá LA. Hún lék Sheilu í Hárinu og í Saknað hjá Silfur­ tunglinu, en hún er einn stofnenda þess. Hún hefur komið fram sem söngkona í tónleikaröðinni Söng­f uglar í Salnum.


Jóhannes Haukur Jóhannesson (Enjolras) útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann hefur leikið burðarhlutverk í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, LR, LA og víðar, meðal annars í söngleikjunum Grease, Hárinu (2003 og 2011), Kabarett, Litlu hryllingsbúðinni, Legi, Abbababb, Rocky Horror og Söngvaseið. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Eilífa hamingju. Nýleg verkefni hér eru Gerpla og Heimsljós.

Valgeir Hrafn Skagfjörð (Gavroche) er á fimmtánda aldursári og er í Valhúsa­skóla á Seltjarnarnesi. Hann fékk ungur áhuga á leiklist og sótti námskeið hjá Leynileikhúsinu. Einnig var hann eina önn hjá Sönglist. Hann lék Hrapp í uppfærslu Þjóð­leik­hússins á Oliver!. Einnig hefur hann leikið í innlendum og erlendum sjónvarpsauglýsingum. Árið 2011 lék hann í kvikmyndinni Okkar eigin Osló.

Margrét Eir (ýmis hlutverk / Madame Thénardier) hefur starfað sem söngkona og leikkona í yfir tuttugu ár. Hún lauk námi í leiklist við Emerson College í Boston 1998, útskrifaðist úr Raddskóla Kristin Linklater í New York 2007 og stofnaði söngskólann MEiriskóli árið 2009. Meðal sýninga sem hún hefur leikið í eru RENT, Með fullri reisn hjá Þjóðleik­hús­i nu, Hárið í Gamla bíói og Oliver! hjá LA.

Valgerður Guðnadóttir (Fantine) útskrifaðist úr framhaldsdeild Guildhall School of Music and Drama vorið 2000, en áður hafði hún lokið 8. stigi frá Söng­skólanum í Reykjavík. Hún lék í Þjóðleikhúsinu árið 1995 Maríu í West Side Story, en meðal nýlegra hlutverka eru Papagena í Töfraflautunni hjá Íslensku óperunni og Linda í Gaura­gangi hjá LR. Hún hlaut Grímuna sem söngvari ársins fyrir Söngvaseið.

Margrét Vilhjálmsdóttir (Madame Thénardier) útskrifaðist úr Leiklistar­skóla Íslands 1994 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, LR og víðar, sem og í kvikmyndum. Hún hefur einnig leikstýrt eigin verkum. Hún hlaut Grímuna fyrir Lé konung og var tilnefnd fyrir Ívanov, Dínamít og Eldhús eftir máli. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Mávahlátur og var tilnefnd fyrir Fálka og Brúðgumann.

Vigdís Hrefna Pálsdóttir (Cosette) útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002 og lauk masters­ prófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Hún hefur farið með fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu, hjá LA og leikhópum. Hún fór með aðalhlutverk í söngleikjunum Oliver! og Ástin er diskó lífið er pönk í Þjóðleikhúsinu og Litlu hryll­i ngs­ búðinni hjá LA. Hún lék í Hreinsun og Heimsljósi hér í vetur.

Orri Huginn Ágústsson (ýmis hlutverk) útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann hefur farið með fjölda hlut­verka hjá LR, LA og leikhópum og tekið þátt í dansleikhúsverkum með Íslenska dansflokknum og fleirum, gjörn­i ngum og tilraunaleikhúsi. Meðal söng­ leikjaverkefna hans eru Jesus Christ Super­ star í Borgarleikhúsinu, Abbababb í Hafnar­ fjarðarleikhúsinu og Kabarett og Hrekkjusvín í Gamla bíói.

Þór Breiðfjörð (Jean Valjean) útskrifaðist úr söngleikjadeild Arts Educational London Schools 1997 og hefur komið fram í fjölda söngleikja í Bretlandi, Þýska­landi og Skandi­ navíu, en einnig starfað sjálfstætt sem tón­ listarmaður. Meðal hlutverka sem hann hefur farið með eru Jean Valjean, Javert, Enjolras og biskupinn af Digne í Vesa­l ing­u num, titil­h lut­ verkið í Óperudraugnum og Júdas í Jesus Christ Superstar.

Ragnheiður Steindórsdóttir (ýmis hlut­verk) lauk prófi frá The Bristol Old Vic Theatre School 1975 og hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið frá 1983. Hún lék hlutverk Fantine í Vesalingunum 1987 og hefur farið hér með aðalhlutverk í söngleikjunum Gæjum og píum, Oliver! og Fiðlaranum á þakinu og í My Fair Lady hjá LA. Hún hefur leikið fjölmörg önnur hlutverk á sviði, í kvikmyndum, útvarpi og sjónvarpi.

Þórhallur Sigurðsson / Laddi (Thénardier) hefur komið víða við sem skemmtikraftur, leikari og tón­l istar­m aður. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga og söngleikja í Þjóð­leik­ húsinu, Borgarleikhúsinu, Gamla bíói og víðar, sem og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann lék hér meðal annars Fagin í Oliver! 1989, tannlækninn í Litlu hryllingsbúðinni í 33 Gamla bíói og titilhlutverkið í Galdrakarlinum í Oz hjá LR.


Þórunn Arna Kristjánsdóttir (ýmis hlutverk) útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hún nam við Tónlistarskóla Ísafjarðar og lauk B.Mus gráðu í söng frá tónlistardeild LHÍ 2006. Hún hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Heimsljósi, Sögustund: Ævintýrinu um Hlina kóngsson, Leitinni að jólunum, Bjart með köflum, Ballinu á Bessastöðum og Finnska hestinum, og leikur í Afmælisveislunni síðar í vetur. Ævar Þór Benediktsson (ýmis hlutverk) útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Heimsljósi, Sögustund: Ævintýrinu um Hlina kóngsson, Bjart með köflum, Ballinu á Bessastöðum og Leitinni að jólunum. Hann lék í Hvað ef? á vegum 540 Gólf og sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni og Heimsendi. Hann hefur unnið við útvarp og sjónvarp og skrifað tvö útvarpsleikrit og tvær bækur.

Nánari upplýsingar um feril listamanna er að finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is.

Sýningin tekur um tvo tíma og fimmtíu mínútur. Eitt hlé. Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Útlit: PIPAR\TBWA. Ljósmyndir: Eddi. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Miðasölusími: 551 1200. Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is Netfang Þjóðleikhússins: leikhusid@leikhusid.is 34 Heimasíða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is


35


36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.