Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu

Page 1

LITLA SKRÍMSLIÐ OG STÓRA SKRÍMSLIÐ í leikhúsinu eftir Áslaugu Jónsdóttur


LITLA SKRÍMSLIÐ OG STÓRA SKRÍMSLIÐ í leikhúsinu

eftir Áslaugu Jónsdóttur

Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og teikningar á hreyfimyndum: Áslaug Jónsdóttir Hreyfimyndir: Sigurður Ó. L. Bragason Búningar: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðmynd: Sigurvald Ívar Helgason Leikmunir, yfirumsjón: Helga Björg Gylfadóttir Tónlist: Vivaldi, Mozart, Grieg o.fl. Sönglag: Kristinn Gauti Einarsson Hljóðfæraleikur í sönglagi: Valdimar Olgeirsson (kontrabassi), Halldór Smárason (píanó), Kristinn Gauti Einarsson (trommur) Leikmyndarsmíði: Ingvar Guðni Brynjólfsson Tæknistjórn á sýningum: Ólafur Ágúst Stefánsson / Jóhann Friðrik Ágústsson Umsjón Kúlunnar: Þórey Selma Sverrisdóttir

Leikarar: Stóra skrímslið: Baldur Trausti Hreinsson Litla skrímslið: Friðrik Friðriksson

Þjóðleikhúsið 2011–2012, 63. leikár, 18. viðfangsefni Frumsýning í Kúlunni 28. desember 2011.


SKRÍMSLASÖNGURINN Viljir þú eiga í vini gott skjól, vertu þá sannur og traustur. Enginn vill vin sem er frekja og fól: já, fantinum neitaðu hraustur! Sáttir tveir! Þá syngjandi leikum vel saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Ef næðir í hjartanu sorg eða sút og sjáir þú eintóma galla: Vert’ ekki leiður og vintu þinn klút, að vininum skaltu þér halla! Vinir tveir! Úr vandanum ráðum við saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Ef leynast í myrkrinu dularfull dýr og dapur þú skelfur af ótta: Við óhræddir sýnum hvað í okkur býr og ófétin rekum á flótta! Snjallir tveir! Ef snúum við bökunum saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Texti: Áslaug Jónsdóttir Lag: Kristinn Gauti Einarsson

Þú getur hlustað á Skrímslasönginn á heimasíðu eða Facebook-síðu Þjóðleikhússins og sungið með!


Áslaug Jónsdóttir hefur skrifað og myndskreytt fjöl­margar bækur fyrir börn, þar á meðal sex bæk­u r um litla skrímsl­ið og stóra skrímsl­ið sem hún skrif­aði með fél­ögum sínum Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Leik­sýn­i ng­i n um skrímsl­i n er byggð á þremur fyrstu bók­u num: Nei! sagði litla skrímsl­ið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkr­i nu. Fyrsta leik­ rit Áslaugar, Gott kvöld sem sýnt var í Kúl­u nni í Þjóð­leik­hús­i nu, hlaut Grímuna – Íslensku leik­ list­a r­verð­laun­i n 2008 sem besta barna­sýning leikársins. Fyrir sama leikrit var Áslaug tilnefnd til Norrænu leik­skálda­verðlaunanna 2010. Brúðuleikverkið Sindri silfurfiskur var frum­sýnt í Kúlunni í Þjóð­leik­húsinu árið 2009 og tilnefnt til Grímu­verðlaun­a nna í flokkn­u m besta barna­ sýning leik­á rsins. Sindri silfur­f iskur syndir um heims­i ns höf og hefur í þrí­gang verið val­i nn til sýn­i ngar á alþjóð­legar barna­leik­hús­hátíðir, BIBU 2010 í Svíþjóð, ASSITEJ 2011 í Svíþjóð og Big Break í Moskvu 2011. Þórhallur Sigurðsson (leikstjóri) hefur leikstýrt fjölda sýninga fyrir börn og full­orðna og einnig leikið í mörg­um sýningum. Hann fór meðal annars með aðal­hlutverk í barna­sýning­un­um Bangsímon, Litla Kláusi og Stóra Kláusi, Ferðinni til tungls­ins og Kardemommu­bænum. Hann lék líka í skóla­sýning­unum Inúk og Nætur­galan­um. Meðal barna­sýninga sem Þórhallur hefur leik­ stýrt eru Krukku­borg, Amma þó, Emil í Kattholti, Blái hnötturinn og Jón Oddur og Jón Bjarni. Hann leik­stýrði jóla­sýn­ing­unni Leitin að jól­unum sem fékk Grímu­verð­laun­in sem besta barna­sýn­ ing ársins árið 2006 og er nú sýnd sjöunda leik­á rið í röð. Hann leik­stýrði verk­un­um Góðu kvöldi, sem fékk Grímuna sem barna­sýning ársins 2008, og Sindra silfur­f iski eftir Áslaugu Jóns­dóttur sem sýnd voru í Kúl­unni. Þórhallur hefur leik­stýrt mörg­um brúðu­sýn­ing­um, þeirra á meðal Trölla­ leikjum, Bannað að hlæja, Leifi heppna, Gosa, Mjallhvíti, Eglu í nýju ljósi og Kjartani eða Bolla. Baldur Trausti Hreinsson (stóra skrímslið) hefur leikið í mörgum leikritum fyrir börn og full­ orðna. Af barna­sýn­ing­u m sem hann hefur leikið í má nefna Sögu­stund, sýn­ingu sem krökk­u m í eldri deild­u m leik­skóla var boðið á, og var byggð á ævin­týrinu um Karlsson, Lítinn, Trítil og fugl­ ana. Hann lék sjálfan Bastían bæjar­fógeta í Kardemommu­bænum og lék lækn­inn í söng­leikn­u m Oliver. Svo lék hann hvorki meira né minna en Tíma­þjófinn, Hávaða­segg, Öskur­apa, Óláta­belg, Fýlu­pokann, Leiðinda­skjóðu og Hrekkja­svínið í Góðu kvöldi! Hann lék líka pabb­a nn í Sitji guðs englar. Friðrik Friðriksson (litla skrímslið) hefur leikið í mörgum leik­r itum fyrir börn og full­orðna, en hann er líka leik­stjóri. Hann hefur meðal annars leik­stýrt öllum Sögu­stundar-sýning­u num í Þjóð­leik­húsinu. Fyrsta Sögu­stund­i n var byggð á Búkollu, sú næsta á ævin­t ýr­i nu um Karls­son, Lítinn, Trítil og fugl­a na og nýjasta sögu­stundin fjall­aði um Hlina kóngsson. Af hlut­verkum í barna­sýn­i ngum sem Friðrik hefur leikið má nefna út­farar­stjór­a nn í Oliver, bak­a r­a nn í Kardemommu­bænum, bak­a ra­d reng­i nn í Dýr­u n­u m í Hálsa­skógi og litla dverg í Skila­boða­­skjóð­ unni. Hann lék líka Pétur Pan og Móglí í sam­nefndum sýn­i ngum. Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Umsjón: Sigurlaug Halldórsdóttir. Útlit: PIPAR\TBWA. Ljósmyndir: Eddi. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningin tekur um 45 mínútur.


a l s m í r k s Sönn skemmtun ! Fleiri sögur um skemmtilegu skrímslin eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler.

w w w.forlagid.i s – alvör u b ókave rslun á net inu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.