LITLA SKRÍMSLIÐ OG STÓRA SKRÍMSLIÐ í leikhúsinu eftir Áslaugu Jónsdóttur
LITLA SKRÍMSLIÐ OG STÓRA SKRÍMSLIÐ í leikhúsinu
eftir Áslaugu Jónsdóttur
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og teikningar á hreyfimyndum: Áslaug Jónsdóttir Hreyfimyndir: Sigurður Ó. L. Bragason Búningar: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðmynd: Sigurvald Ívar Helgason Leikmunir, yfirumsjón: Helga Björg Gylfadóttir Tónlist: Vivaldi, Mozart, Grieg o.fl. Sönglag: Kristinn Gauti Einarsson Hljóðfæraleikur í sönglagi: Valdimar Olgeirsson (kontrabassi), Halldór Smárason (píanó), Kristinn Gauti Einarsson (trommur) Leikmyndarsmíði: Ingvar Guðni Brynjólfsson Tæknistjórn á sýningum: Ólafur Ágúst Stefánsson / Jóhann Friðrik Ágústsson Umsjón Kúlunnar: Þórey Selma Sverrisdóttir
Leikarar: Stóra skrímslið: Baldur Trausti Hreinsson Litla skrímslið: Friðrik Friðriksson
Þjóðleikhúsið 2011–2012, 63. leikár, 18. viðfangsefni Frumsýning í Kúlunni 28. desember 2011.
SKRÍMSLASÖNGURINN Viljir þú eiga í vini gott skjól, vertu þá sannur og traustur. Enginn vill vin sem er frekja og fól: já, fantinum neitaðu hraustur! Sáttir tveir! Þá syngjandi leikum vel saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Ef næðir í hjartanu sorg eða sút og sjáir þú eintóma galla: Vert’ ekki leiður og vintu þinn klút, að vininum skaltu þér halla! Vinir tveir! Úr vandanum ráðum við saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Ef leynast í myrkrinu dularfull dýr og dapur þú skelfur af ótta: Við óhræddir sýnum hvað í okkur býr og ófétin rekum á flótta! Snjallir tveir! Ef snúum við bökunum saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Texti: Áslaug Jónsdóttir Lag: Kristinn Gauti Einarsson
Þú getur hlustað á Skrímslasönginn á heimasíðu eða Facebook-síðu Þjóðleikhússins og sungið með!
Áslaug Jónsdóttir hefur skrifað og myndskreytt fjölmargar bækur fyrir börn, þar á meðal sex bæku r um litla skrímslið og stóra skrímslið sem hún skrifaði með félögum sínum Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Leiksýni ngi n um skrímsli n er byggð á þremur fyrstu bóku num: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkri nu. Fyrsta leik rit Áslaugar, Gott kvöld sem sýnt var í Kúlu nni í Þjóðleikhúsi nu, hlaut Grímuna – Íslensku leik lista rverðlauni n 2008 sem besta barnasýning leikársins. Fyrir sama leikrit var Áslaug tilnefnd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2010. Brúðuleikverkið Sindri silfurfiskur var frumsýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu árið 2009 og tilnefnt til Grímuverðlauna nna í flokknu m besta barna sýning leiká rsins. Sindri silfurf iskur syndir um heimsi ns höf og hefur í þrígang verið vali nn til sýni ngar á alþjóðlegar barnaleikhúshátíðir, BIBU 2010 í Svíþjóð, ASSITEJ 2011 í Svíþjóð og Big Break í Moskvu 2011. Þórhallur Sigurðsson (leikstjóri) hefur leikstýrt fjölda sýninga fyrir börn og fullorðna og einnig leikið í mörgum sýningum. Hann fór meðal annars með aðalhlutverk í barnasýningunum Bangsímon, Litla Kláusi og Stóra Kláusi, Ferðinni til tunglsins og Kardemommubænum. Hann lék líka í skólasýningunum Inúk og Næturgalanum. Meðal barnasýninga sem Þórhallur hefur leik stýrt eru Krukkuborg, Amma þó, Emil í Kattholti, Blái hnötturinn og Jón Oddur og Jón Bjarni. Hann leikstýrði jólasýningunni Leitin að jólunum sem fékk Grímuverðlaunin sem besta barnasýn ing ársins árið 2006 og er nú sýnd sjöunda leiká rið í röð. Hann leikstýrði verkunum Góðu kvöldi, sem fékk Grímuna sem barnasýning ársins 2008, og Sindra silfurf iski eftir Áslaugu Jónsdóttur sem sýnd voru í Kúlunni. Þórhallur hefur leikstýrt mörgum brúðusýningum, þeirra á meðal Trölla leikjum, Bannað að hlæja, Leifi heppna, Gosa, Mjallhvíti, Eglu í nýju ljósi og Kjartani eða Bolla. Baldur Trausti Hreinsson (stóra skrímslið) hefur leikið í mörgum leikritum fyrir börn og full orðna. Af barnasýningu m sem hann hefur leikið í má nefna Sögustund, sýningu sem krökku m í eldri deildu m leikskóla var boðið á, og var byggð á ævintýrinu um Karlsson, Lítinn, Trítil og fugl ana. Hann lék sjálfan Bastían bæjarfógeta í Kardemommubænum og lék lækninn í söngleiknu m Oliver. Svo lék hann hvorki meira né minna en Tímaþjófinn, Hávaðasegg, Öskurapa, Ólátabelg, Fýlupokann, Leiðindaskjóðu og Hrekkjasvínið í Góðu kvöldi! Hann lék líka pabba nn í Sitji guðs englar. Friðrik Friðriksson (litla skrímslið) hefur leikið í mörgum leikr itum fyrir börn og fullorðna, en hann er líka leikstjóri. Hann hefur meðal annars leikstýrt öllum Sögustundar-sýningu num í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta Sögustundi n var byggð á Búkollu, sú næsta á ævint ýri nu um Karlsson, Lítinn, Trítil og fugla na og nýjasta sögustundin fjallaði um Hlina kóngsson. Af hlutverkum í barnasýni ngum sem Friðrik hefur leikið má nefna útfararstjóra nn í Oliver, baka ra nn í Kardemommubænum, baka rad rengi nn í Dýru nu m í Hálsaskógi og litla dverg í Skilaboðaskjóð unni. Hann lék líka Pétur Pan og Móglí í samnefndum sýni ngum. Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Umsjón: Sigurlaug Halldórsdóttir. Útlit: PIPAR\TBWA. Ljósmyndir: Eddi. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningin tekur um 45 mínútur.
a l s m í r k s Sönn skemmtun ! Fleiri sögur um skemmtilegu skrímslin eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler.
w w w.forlagid.i s – alvör u b ókave rslun á net inu