Vertu úlfur

Page 1


Vertu úlfur

Leikverk eftir Unni Ösp Stefánsdóttur byggt á samnefndri bók Héðins Unnsteinssonar Leikari Björn Thors Leikstjórn Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikmynd og myndbandshönnun Elín Hansdóttir Búningar Filippía I. Elísdóttir Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson

Lífsorðin 14 1. Notaðu andardráttinn 2. Borðaðu hollan mat í félagsskap annarra

Dramatúrg Hrafnhildur Hagalín Tónlist í leiksýningu Valgeir Sigurðsson Hljóðhönnun Elvar Geir Sævarsson Nánari upplýsingar um leiksýninguna, viðtöl við Héðin Unnsteinsson, Unni Ösp og Elínu Hansdóttur og fleira er að finna á leikhusid.is/syningar/vertu-ulfur

3. Hreyfðu þig daglega 4. Lifðu í punktinum 5. Upplifðu náttúruna 6. Gleymdu þér 7. Mundu að brosa 8. Agaðu sjálfan þig 9. Vertu til staðar 10. Stattu með sjálfum þér 11. Láttu þig langa í það sem þú hefur 12. Þjónaðu í auðmýkt 13. Trúðu og treystu 14. Finndu sjálfan þig í öðrum

Ljósmyndir Þunglyndi (baksíða): Börkur Sigþórsson Manía (forsíða): Jorri / Listrænn hópur Vertu úlfur Ljósmyndir úr sýningu og hönnun plötuumslags: Jorri Þjóðleikhúsið Leikárið 2020–2021 Frumsýning á Stóra sviðinu 22. janúar 2021 Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is


Byggt á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Leikgerð Unnar Aspar Stefánsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, er byggð á nýlegri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur! sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Aðstandendur leiksýningarinnar hafa einnig leitað fanga í öðrum verkum eftir Héðin, og má þar nefna ýmsar blaðagreinar hans, svo sem greinina „Andrúmsloft á geðdeildum“ , ljóð, fyrirlestra og viðtöl. Héðinn Unnsteinsson hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Hann er formaður Geðhjálpar.

Um tónlistina

Frumsamin tónlist í sýningunni, fyrir utan titillög, er eftir Valgeir Sigurðsson. Nánari upplýsingar um tónlist í sýningunni má finna á vef leikhússins. Vertu úlfur – Titillag er eftir Emilíönu Torrini og Markétu Irglová. Texti og flytjandi: Emilíana Torrini. Lagið Kötturinn vill inn er eftir Prins Póló. Texti: Emilíana Torrini. Flytjandi: Prins Póló Hljómplata með tónlist úr sýningunni, titillögum hennar og Lífsorðunum 14 er gefin út í 39 eintökum. Allur ágóði rennur til Geðhjálpar.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.