Byggt á sjálfsævisögulegri
frásögn Héðins Unnsteinssonar
Leikgerð Unnar Aspar Stefánsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, er
byggð á nýlegri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar
Vertu úlfur! sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Aðstandendur leiksýningarinnar hafa einnig leitað fanga í öðrum verkum eftir Héðin, og má þar nefna ýmsar blaða-
greinar hans, svo sem greinina „Andrúmsloft á geðdeildum“ , ljóð,
fyrirlestra og viðtöl.
Héðinn Unnsteinsson hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála
í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda
og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Hann er formaður Geðhjálpar.