Umskiptingur - leikskrá

Page 1

1


Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri o.fl. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningin tekur rúma klukkustund. Ekkert hlé.

Þjóðleikhúsið 73. leikár, 2021–2022. Frumsýning í Kassanum 19. mars 2022. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

2


Sigrún Eldjárn

Umskiptingur

Þjóðleikhúsið 2021 - 2022 3


Leikarar Sævar mannabarn Arnaldur Halldórsson

Ofur-pabbi Hjalti Rúnar Jónsson

Bella mannabarn Katla Líf Drífu-Louisdóttir

Ofur-Sól Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir

Viktoría tröllskessa / pylsugerðarkona Arndís Hrönn Egilsdóttir

Ofur-Máni Andri Páll Guðmundsson

Steini tröllabarn Auðunn Sölvi Hugason

Listrænir stjórnendur Leikstjórn Sara Martí Guðmundsdóttir Leikmynd, búningar og brúður Snorri Freyr Hilmarsson Tónlist og tónlistarstjórn Ragnhildur Gísladóttir Söngtextar Sigrún Eldjárn Sara Martí Guðmundsdóttir Ragnhildur Gísladóttir

4

Hljóðhönnun Kristján Sigmundur Einarsson Ragnhildur Gísladóttir Lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson Sviðshreyfingar Rebecca Hidalgo


Aðrir aðstandendur sýningarinnar Sýningarstjórn og umsjón Jón Stefán Sigurðsson Aðstoðarmaður leikstjóra Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Umsjón með börnum Aníta Rós Þorsteinsdóttir Tæknistjórn á sýningum Ásta Jónína Arnardóttir Brúðugerð Leikmunadeild Leikmunadeild Ásta S. Jónsdóttir – yfirumsjón Leikgervadeild Áshildur M. Guðbrandsdóttir – yfirumsjón

Búningadeild Berglind Birgisdóttir – yfirumsjón Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Berglind Einarsdóttir Geirþrúður Einarsdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Sif Erlingsdóttir Svanhvít Thea Árnadóttir - tröllabúningagerð Leikmyndargerð Hildur Evlalía Unnarsdóttir - teymisstjóri og málari Michael John Bown – smiður Arturs Zorģis – smiður Elísabet Arna Valsdóttir – málari Brynja Kristinsdóttir – málari Valur Hreggviðsson – málari Tónlistarupptökur Halldór Gunnar Pálsson (gítarleikur, hljóðritun, hljóðblöndun tónlistar og hljómjöfnun), Tómas Jónsson (hljómborð), Magnús Magnússon (trommur og ásláttarhljóðfæri), Aron Þór Arnarson (upptaka og hljóðblöndun á röddum).

5


6


Tröllasöngur

Korriró og krakkaormar Kyrja, kyrja, kyrja þennan söng Korriró og krókódílar Korriró, krókódílar, klósett og fánastöng! Korriró og krakkaormar Kyrja, kyrja, kyrja þennan söng Korriró og krókódílar Klósett og fána… Tröllin í fjöllunum Tralla lalla la Fjöllin í tröllunum Tralla lalla la Trunt trunt trunt Og tralla lalla la Tralla la lalla Lalla laaaaaaa! Prumpum í fjöllunum Hristum og hristum rassarófurnar Rífum allt í sundur Rífum allt í sundur Tryllum litlu tófurnar Þú ert táfýlusokkahundur táfýlusokka… Dillidó og dillidillidó Draslið er úti um allt Korriró korriró korriró korriró Komdu með pipar og salt Pipar og salt og allt úti um allt Já, allt úti um allt Allt úti um allt Korriró korriró Korri korri korriró Hó hó hó hó Hó hó hóóóó!!!

7


Sigrún Eldjárn

Höfundur leikritsins Hvað eru umskiptingar og hvers vegna vildir þú skrifa leikrit um umskiptinga? Umskiptingar koma stundum fyrir í íslensku þjóðsögunum. Þar eru það yfirleitt álfar sem ræna litlu mannsbarni en skilja gamlan og ófrýnilegan álfakarl eftir í staðinn. Það er umskiptingurinn. Í þessu leikriti er það aftur á móti tröllskessa sem er orðin svo þreytt og uppgefin á sprellfjörugu tröllakrökkunum sínum að hún lætur einn þeirra í skiptum fyrir sætt og krúttlegt mannsbarn. Hún heldur að það sé miklu eftirsóknarverðara að eiga hana Bellu en Steina, sinn eigin tröllastrák! Mér fannst þetta dálítið sniðug hugmynd því ég veit að fólk heldur oft að það sem aðrir eiga sé miklu betra en það sem það á sjálft. Þú starfar sem mynd- og rithöfundur og hefur skrifað fjölmargar barnabækur. Er ólíkt að semja bækur og leikrit? Það er talsverður munur. Aðallega vegna þess að þegar ég geri bækur þá ræð ég öllu sjálf, skrifa söguna og teikna myndirnar. Ég ræð hvernig persónurnar líta út og hvað þær segja og gera. Í leikhúsi gilda önnur vinnubrögð, þar er miklu meiri samvinna. Þar er fullt af fólki sem tekur við sögunni minni og leggur síðan sitt af mörkum í sköpunarferlinu. Þar er til dæmis leikstjóri, leikarar, leikmyndahönnuður, búningahönnuður, hljóðhönnuður og tónlistarfólk og margir fleiri. Þá kvikna alls kyns nýjar hugmyndir sem geta gert söguna mína enn betri. Það er mjög skemmtilegt og spennandi að sjá hvað út úr slíku kemur. Hvar væri helst að finna tröll á Íslandi? Mjög víða á Íslandi eru klettar sem líkjast mjög tröllum sem orðið hafa að steini. Þeir eru kannski með stórt nef, mosahárkollu og blóm út úr eyrunum. Mér finnst líklegt að nálægt slíkum klettum gætu búið alvörutröll. Líka þar sem eru hellar sem gott er að búa í og löng og hlykkjótt göng í hrauninu.

8

Hefur þú einhvern tímann villst í óbyggðum? Ég hef nú aldrei villst neitt alvarlega úti í náttúrunni. Það er miklu meiri hætta á því að villast inni í ókunnugri stórborg. Til að villast ekki er mikilvægast að hafa augun opin og festa sér vel í minni ýmiss konar kennileiti á leiðinni, til dæmis skrítinn klett, kræklótt tré, brotið skilti, furðulegan pylsuvagn eða eitthvað þess háttar. Þá er yfirleitt hægt að rata rétta leið til baka. Hefur þú ríka fegurðarþrá? Já, ég held að ég hafi fegurðarþrá eins og Viktoría tröllskessa. En fegurðina má finna úti um allt. Hún getur falist í einhverju stóru en líka einhverju pínulitlu og nauðaómerkilegu. Hún getur meira að segja verið alveg ósýnileg inni í huga fólks. Hvert ferð þú í berjamó? Ég fer oftast í berjamó fyrir norðan, í Svarfaðardalnum. Þar er hægt að tína krækiber, bláber og aðalbláber en líka aðalber og þau eru best. Mér finnst langbest að borða berin fersk, til dæmis inni í rjómapönnukökum. Mér finnst líka gott að frysta hluta af þeim, steingleyma þeim í frystinum og finna þau svo aftur um miðjan vetur. Þá verð ég svo glöð! Bíddu aðeins við, eru aðalbláber og aðalber ekki sömu berin? Nei, aðalbláber og aðalber eru ekki alveg sömu berin. Aðalber eru dekksta afbrigðið af aðalbláberjum. Þau eru næstum svört og vaxa t.d. í Svarfaðardal. Átt þú einhverja góða berjauppskrift? Ég geri stundum berjaböku sem er þannig að góður slatti af bláberjum, aðalbláberjum og/eða aðalberjum er settur í bökuform. Síðan er þeytt saman egg, dálítill sykur og hveiti og blöndunni hellt jafnt yfir berin. Þetta er svo bakað í ofni og út kemur dásamleg berjabaka sem gott er að borða með þeyttum rjóma eða vanilluís. Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Ætli mér finnist ekki best að hafa sterkt sinnep, dálítið remúlaði og steiktan lauk. Jafnvel súrar gúrkur ef þær eru í boði. En hvernig skyldi vera að prófa að blanda pylsubitum út í berin í berjabökunni áður en deiginu er hellt yfir? Ætli það sé gott? Sennilega ekki!


Sara Martí

Ragnhildur Gísladóttir

Viltu nefna nokkur barnaleikrit sem þú hefur leikið í eða leikstýrt? Fyrsta leikritið sem ég lék í eftir útskrift úr leiklistarskóla var einmitt barnaleikritið Skilaboðaskjóðan í Þjóðleikhúsinu. Ég hef leikstýrt þónokkrum barnaleikritum, eins og Karíusi og Baktusi, Pílu Pínu, Trénu og Jólasýningu Þorra og Þuru.

Hvað vildir þú leggja sérstaklega áherslu á varðandi tónlistina í Umskiptingi? Í þessu leikriti legg ég áherslu á að tónlistin sé auðlærð og það er oftast erfiðasta tónlistin að semja. Ég legg mig fram um að hafa hana skemmtilega og sönghæfa. Svo þarf hún, alveg eins og verurnar í leikritinu, að vera fjölbreytt og einnig ævintýraleg þar sem það á við. Mér finnst mikilvægt í þessu leikriti að tónlistin höfði til sem flestra aldurshópa.

Leikstjóri

Hvað finnst þér mikilvægast við sviðsetningu á barnaleikritum? Mikilvægast er að velja barnaleikrit sem ég myndi vilja sjá sjálf á sviði, og svo auðvitað að velja skemmtilegt samstarfsfólk sem brennur jafn mikið og ég fyrir því að gera gott barnaefni. Hvað hefur þér þótt skemmtilegast við að leikstýra Umskiptingi? Skemmtilegast hefur verið að vinna með öllu því hæfileikaríka fólki sem ég þekkti ekki áður en vinnan hófst. Ég held að ég sé búin að eignast vini fyrir lífstíð. Hvert ferð þú í berjamó? Við fjölskyldan eigum bústað í Hvalfirði og þar er allt krökkt af berjum á haustin. Þegar ég borða ber vil ég hafa mikið af berjum, mikið af þeyttum rjóma og mikið af hunangi! Hvar væri helst að finna tröll á Íslandi? Í Dimmuborgum í Mývatnssveit! Hefur þú ríka fegurðarþrá? Já, heldur betur. Ég hef mikla þörf fyrir fegurð í kringum mig og fæ útrás fyrir hana með því að gera fallegt heima hjá mér, og stundum jafnvel heima hjá öðrum. En svo er auðvitað bara best að umkringja sig góðu fólki. Þá verður allt fallegt. Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Tómat og steiktan undir, remúlaði yfir.

Höfundur tónlistar

Hvert ferð þú í berjamó? Síðastliðið sumar fór ég í berjamó hjá Helgafelli fyrir sunnan Hafnarfjörð og þar sá ég alls konar ber, krækiber, bláber, aðalbláber, hrútaber og meira að segja rifsber sem ég hef ekki fundið áður nema úti í garði hjá frænku minni. Talandi um stór ber… þarna voru líka lambaspörð… Best finnst mér að borða ber beint á staðnum þar sem ég tíni þau. Mér finnst ber missa mikið bragð við að skola þau. Hvar væri helst að finna tröll á Íslandi? Tröll eru allt í kringum okkur eins og álfarnir og englarnir og bara alls konar geimverur. Hefur þú einhvern tímann villst í óbyggðum? Einu sinni var ég í hestaferð með nokkrum vinum mínum hjá Heklu á leið í Landmannalaugar. Það var þoka, seint um kvöld í júlí. Minn hestur var ekki á því að hreyfa sig eins hratt og restin af hópnum, orðinn þreyttur, þannig að við drógumst aftur úr. Það var smá skrítið fyrst að finna að við vorum alveg villt þarna en það veitti mér öryggi að vera með Skorra (hestinum) og mér leið vel því það var logn og blítt veðrið. Þokan hafði þau áhrif að klettamyndir tóku að mótast. Ég lék mér að því að sjá alls konar verur myndast í klettaþokunni og þær voru stórkostlegar. Þarna heyrðust líka mjög framandi og skrítin hljóð, kannski álfasöngur eða tröllasmábörn að hjala. Ég gerði mér þarna ljósa grein fyrir því að álfar og tröll eru til. Við Skorri stoppuðum bara og ákváðum að bíða róleg eftir því að einhver vina minna úr hópnum kæmi til baka og sækti okkur. Það gekk eftir. 9


10


11


12


13


Ofurmennasöngur

Hér er ofurlítið ofurfólk sem ferðast vítt um heiminn Að bjarga öllum börnunum sem biðja okkur um það Þau sem eru í hættu stödd hrópa þá á okkur! Kalla á Ofur-pabba og ofur-börnin hans, kalla á Ofur-Mána og Ofur-Sól og Ofur-pabba Ef hryllilegir villikettir birtast eins og norn við björgum öllum fyrir horn Fyrir horn, horn Björgum fyrir horn fyrir horn horn horn Ef það kemur norn ef það kemur norn með horn! Ef það kemur norn Ef það kemur norn með horn!

14


15


Arnaldur

Myndir þú vilja eiga dreka sem gæludýr? Ég væri til í að eiga dreka sem gæludýr af því að þeir eru mjög flottir og ég held að það gæti verið mjög spennandi að vera með dreka á heimilinu. En ég á hundinn Fléttu og hún er eiginlega dreki í dulargervi.

Í hvaða skóla ert þú? Ég er nemandi í 10. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.

Hvaða gæludýr myndir þú annars helst vilja eiga? Ég væri helst til í að eiga önd sem gæludýr því mér finnst þær svo fyndnar og sætar.

Sævar mannabarn

Hefur þú komið fram áður? Ég var Jólastjarna Björgvins árið 2017. Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að fara með hlutverk Lars í söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu árin 2019-20 og eftir það tók við hlutverk unglingsstráks í leikritinu Er ég mamma mín? í Borgarleikhúsinu. Svo lék ég Tommí í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu sem var afskaplega skemmtilegt. Þar að auki hef ég tekið þátt í mörgum öðrum sýningum og verkefnum. Hvað er skemmtilegast við það að leika í Umskiptingi? Það sem mér finnst skemmtilegast við að leika í Umskiptingi er hversu ævintýralegur söguþráðurinn er og svo er samstarfsfólkið allt svo yndislegt. Hvert ferð þú í berjamó? Ég tíndi ber síðasta haust við sumarbústaðinn okkar í Grímsnesi. Þar vaxa bæði krækiber og bláber. Þau fóru reyndar öll beint upp í munninn á mér og ofan í maga. Bestu minningar mínar um berjatínslu eru með ömmu minni þegar ég var lítill. Amma er alltaf rosalega dugleg að tína bláber og býður okkur í ber með rjóma og sykri á hverju hausti. Síðan býr hún til bestu bláberjasultu í heimi. Ef þú myndir vakna einn upp í tröllahelli, hvað myndir þú taka til bragðs? Ætli ég myndi ekki fyrst og fremst athuga hvort ég væri vakandi og ef svo væri myndi ég reyna að koma mér út úr hellinum. Ef það myndi ekki ganga, myndi ég biðja tröllin að búa til nesti fyrir mig og grátbiðja þau að hjálpa mér að komast heim. Hvaða ofurkrafta myndir þú helst vilja hafa? Ef ég hefði ofurkrafta myndi ég helst vilja geta fjarflust (teleport), þ.e.a.s. geta komið mér á milli staða á augabragði.

16

Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Þegar ég fæ mér pylsu eða pulsu fæ ég mér alltaf ,,eina með öllu“.

Katla Líf

Bella mannabarn Í hvaða skóla ert þú? Barnaskóla Hjallastefnunnar, sjöunda bekk. Hefur þú komið fram áður? Já, ég hef verið í Söngleikjadeild DBB og við gerum leikrit á hverri önn, sem er geggjað. Ég hef til dæmis sungið á Jólagestum Björgvins, dansað á sviði á nemendasýningum, verið í leikritum í Borgarleikhússkólanum, hef sungið á allskonar veitingastöðum þegar tækifæri gefst til að hoppa upp á svið, hef unnið með KrakkaRÚV og leikið í nokkrum bíómyndum og auglýsingum. Hvað er skemmtilegast við það að leika í Umskiptingi? Hafa allt þetta skemmtilega fólk í kringum mig og að leika með því. Hvert ferð þú í berjamó? Ég fer ekki það oft, en þegar ég fer þá fer ég í Hvalfjörðinn. Svo hef ég líka aðeins tínt ber á Ströndum og í kringum Þingeyri, fyrir vestan. Ég hef líka gróðursett ber og tínt heima hjá mér. Bæði hindber og jarðarber. Jarðarber á brauð er það besta sem til er. Annars hindber og bláber úr sveitinni og vínber og bara öll ber. Ef þú myndir vakna ein upp í tröllahelli, hvað myndir þú taka til bragðs? Ég myndi pottþétt vera svo „Aleee eeee eeein“! Nei, djók, ég myndi örugglega reyna að finna leiðina út og flýja.


Hvaða ofurkrafta myndir þú helst vilja hafa? Hmm... ég myndi vilja geta fjarflust (teleport), eða flogið, eða nei, ég myndi vilja hafa sömu krafta og Dr. Strange. Þá gæti ég fjarflust og flogið og bara allskonar. Myndir þú vilja eiga dreka sem gæludýr? Ööö já. Vegna þess að það væri skemmtilegt og þá gæti ég kannski farið á bakið á honum og flogið. Hvaða gæludýr myndir þú annars helst vilja eiga? Einhyrning með vængi. Einhyrningur er bara mest „kúl“ dýr í heimi og það er alltaf draumadýrið. Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Tómat og steiktan.

Auðunn Sölvi

Steini tröllabarn Í hvaða skóla ert þú? Ég er í 5. bekk í Setbergsskóla. Hefur þú komið fram áður? Þegar ég var 7 ára fékk ég hlutverk Sigga sítrónu í Mömmu klikk! í Gaflaraleikhúsinu. Ég lék 90 sýningar í því hlutverki og var kosinn leikari ársins á Sögum árið 2020. Svo hef ég tekið þátt í mörgum sýningum hjá Dansskóla Birnu Björns, bæði í dansi og söngleikjadeild. Ég lék einnig í bíómyndinni Svar við bréfi Helgu, hef komið fram á Jólagestum Björgvins, hef leikið í stuttmyndum og þáttum hjá KrakkaRÚV, verið kynnir á Sögum verðlaunahátíð barnanna og talsett barnaefni. Svo er ég á 1. ári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins.

Hvað er skemmtilegast við það að leika í Umskiptingi? Það er rosalega skemmtilegt að vera með leikhópnum og sjá sýninguna byggjast upp og lifna við. Svo auðvitað hlakka ég mikið til að byrja að sýna. Hvert ferð þú í berjamó? Ég fer stundum í sumarbústað og þá höfum við farið að tína ber úti í laut. Mér finnst bláber best og bláberjasulta á ristað brauð er mjög góður matur. Ef þú myndir vakna einn upp í tröllahelli, hvað myndir þú taka til bragðs? Ég hugsa að ég myndi bara hlaupa út og garga á hjálp, það er nú ekki flókið. Hvaða ofurkrafta myndir þú helst vilja hafa? Auðvitað að geta flogið. Myndir þú vilja eiga dreka sem gæludýr? Já, það væri geggjað að eiga dreka, upp á gamanið. Það væri frábært ef þetta væri fljúgandi dreki, þá myndi ég setjast á hann og fljúga um með honum. Hvaða gæludýr myndir þú annars helst vilja eiga? Ég á kött og hún Hrafna mín er auðvitað besti köttur í heimi. Á kvöldin leggst hún hjá mér og ég les fyrir hana kvöldlesturinn. Svo elskar hún myndir af Andrési önd og félögum. Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Ég hef hrækt pulsum út úr mér frá því ég smakkaði þær fyrst. En pulsubrauð er geggjað!

17


Sólarlagið

Sólin hún er sæt og fín sólin brosir glöð til þín Sólin sýpur appelsín og semur lítið lag Skín á litla krakka og krókódílajakka við látum bara flakka bullið í allan dag! Syngjum Sólarlagið syngjum í allan dag! 18


19


Tinna Margrét

Andri Páll

Í hvaða skóla ert þú? Ég er í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Í hvaða skóla ert þú? Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á leiklistarbraut.

Ofur-Sól

Hefur þú komið fram áður? Ég hef leikið í skólaleikritum eins og Legi og Reimt í FG, og hef komið fram sem söngkona í ólíku samhengi. Hvað er skemmtilegast við það að leika í Umskiptingi? Að fá að vinna með svona frábæru og skemmtilegu fólki. Að fá að upplifa það að leika í Þjóðleikhúsinu. Hvert ferð þú í berjamó? Síðustu árin hef ég ekki gert mikið af því að tína ber, en ég gerði það oft þegar ég bjó í Svíþjóð og þá elskaði ég að borða þau með kaffirjóma og sykri. Ég held mest upp á bláber. Ef þú myndir vakna ein upp í tröllahelli, hvað myndir þú taka til bragðs? Ég myndi skoða mig aðeins um til að vita hvort einhver hætta væri á ferðum, og svo myndi ég hlaupa út um leið og tröllamamma sæi mig ekki. Hvaða ofurkrafta myndir þú helst vilja hafa? Ég myndi vilja geta gefið fólki jákvæða orku, til að láta því líða betur. Myndir þú vilja eiga dreka sem gæludýr? Uuuu já, það væri ógeðslega nett! Hvaða gæludýr myndir þú annars helst vilja eiga? Helst hund eða kött því það er svo gaman að leika við þá. Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Ég fæ mér ALLTAF tómatsósu, undir og yfir, og steiktan lauk. 20

Ofur-Máni

Hefur þú komið fram áður? Já, í Pétri Pan, Cluless, Reimt og Legi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Einnig í Amal og næturgestirnir í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Hvað er skemmtilegast við það að leika í Umskiptingi? Að fá að vinna með skemmtilegu og góðu fólki. Hvert ferð þú í berjamó? Ég fer alltaf upp á Heimaklett í Vestmannaeyjum að tína ber. Þar eru sko bestu berin. Bláber eru uppáhalds berin mín og mér finnst best að borða þau bara ber. Ef þú myndir vakna einn upp í tröllahelli, hvað myndir þú taka til bragðs? Ég myndi hringja beint í Neyðarlínuna. Hvaða ofurkrafta myndir þú helst vilja hafa? Að geta flogið. Myndir þú vilja eiga dreka sem gæludýr? Nei, alls ekki, ég er hræddur við dreka. Hvaða gæludýr myndir þú annars helst vilja eiga? Hund. Hundar eru yndislegir og góðir. Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Allt nema hráan.


Arndís Hrönn

Hjalti Rúnar

Í hvaða barnasýningum hefur þú leikið? Ég hef ekki leikið í mörgum barnasýningum. Ég lék síðast í Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu. Þá lék ég mömmu Tomma og Önnu.

Í hvaða barnasýningum hefur þú leikið? Fyrsta barnasýningin sem ég lék í var Pétur Pan, þegar ég var lítill strákur. Ég lék nú síðast í Benedikt búálfi, og hef leikið í nokkrum þar á milli.

Hvað er skemmtilegast við að leika í barnaleikritum? Gleðin og stuðið.

Hvað er skemmtilegast við að leika í barnaleikritum? Ævintýraheimurinn og ímyndunaraflið sem þarf til að ná til yngstu áhorfendanna.

Viktoría tröllskessa

Hvert ferð þú í berjamó? Ég fór oft í berjamó sem barn. Mér finnast bláber best. Svo man ég eftir að hafa tínt jarðarber í Svíþjóð. Ég held að jarðarberjabragð sé eitt besta bragð í heimi. Ég vil helst bara berin hrein en ég set oft jarðarber og bláber út á grísku jógúrtina mína. Hvar væri helst að finna tröll á Íslandi? Ég held að það séu tröll úti um allt á hálendinu. Hefur þú einhvern tímann villst í óbyggðum? Ég er alltaf að villast eitthvað en svo finn ég alltaf mína leið. Hefur þú mikla fegurðarþrá? Já, ég held að ég sé mjög lík Viktoríu tröllskessu að þessu leyti. Mér finnst sjúklega gaman að skoða föt og kaupa mér fallega kjóla. Ég er líka alltaf að kaupa mér kerti og servíettur til að gera fallegt og notalegt í kringum mig. Svo elska ég að ferðast um heiminn og skoða alla fegurðina sem í honum finnst.

Ofur-pabbi

Hvert ferð þú í berjamó? Ég ólst upp í sveit svo ég hef oft farið í berjamó, yfirleitt á Norðausturlandi. Uppáhaldsberin mín eru aðalbláber, og þau borða ég alltaf með rjóma (út á kinn). Hvar væri helst að finna tröll á Íslandi? Þau eru alveg ábyggilega í Hraundranga í Öxnadal! Hefur þú einhvern tímann villst í óbyggðum? Já. Ég byrjaði á því að gráta mjög mikið, síðan andaði ég aðeins og róaði mig, þá fór ég strax að kannast við hvar ég væri. Hefur þú mikla fegurðarþrá? Já, og til að fá útrás fyrir hana finnst mér best að komast upp á heiði eða fjall og njóta fallegs útsýnis í náttúrunni. Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Eina með öllu, takk.

Hvað vilt þú hafa á pylsunni þinni? Sterkt sinnep, remúlaði, steiktan og hráan lauk.

21


22


23


Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

24


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.