Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri og fleiri. Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.
Sýningarlengd er rúmlega 4 klst.
Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.
Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag. Leikgerð April De Angelis heitir á frummálinu My Brilliant Friend Part 1 & 2 og er byggð á bókum Elenu Ferrante My Brilliant Friend, The Story of A New Name, Those Who Leave and Those Who Stay og The Story of the Lost Child. Útgefandi: Europa Editions. Bækurnar voru gefnar út á íslensku af bókaforlaginu Bjarti og heita í íslenskri þýðingu Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi og Sagan af barninu sem hvarf.
Þjóðleikhúsið 73. leikár, 2021–2022. Frumsýning á Stóra sviðinu 5. mars 2022. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.
1. þáttur: 85 mínútur.
25 mín hlé eftir 1.þátt.
2. þáttur: 55 mínútur. 15 mínútna hlé eftir 2. þátt.
3. þáttur um 45 mínútur.
Leikgerð
Leikstjórn
Þýðing
April de Angelis
Yaël Farber
Salka Guðmundsdóttir
Leikmynd Ilmur Stefánsdóttir
Dramatúrg Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Búningar Filippía I. Elísdóttir
Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist Valgeir Sigurðsson
Hljóðmynd Valgeir Sigurðsson Aron Þór Arnarsson Valgerður Guðnadóttir
Sýningarstjórn Elín Smáradóttir
Leikmyndarframleiðsla Hildur Evlalía Unnarsdóttir - teymisstjóri Michael John Bown - smiður Alex John George Hatfield - smiður Arturs Zorģis - smiður Haraldur Levi Jónsson - smiður Valdimar Róbert Fransson - smiður Rebecca Scott Lord - málari Valur Hreggviðsson - málari Dagur Alex Ingason Lena Birgisdóttir Siobhán Antoinette Henry
Sviðshreyfingar Emily Terndrup Conor Doyle Búningadeild Leila Arge - yfirumsjón Berglind Einarsdóttir - yfirumsjón Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Geirþrúður Einarsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Sif Erlingsdóttir Hljóðdeild Þóroddur Ingvarsson Leikmunadeild Mathilde Anne Morant - yfirumsjón Emelía Rafnsdóttir Sviðsdeild Ásdís Þórhallsdóttir - sviðsstjóri Alex John George Hatfield - yfirumsjón Jasper Bock Siobhán Antoinette Henry Melkorka Embla Hjartardóttir Tóta Kolbeinsdóttir
Aðstoðarsýningarstjórn Elísa Sif Hermannsdóttir Aðstoðarmaður leikstjóra Anna María Tómasdóttir Textaaðstoð Auður Finnbogadóttir Aðstoð við búninga Sara Sigurðardóttir Umsjón með börnum Ísabella Rós Þorsteinsdóttir Björk Gísladóttir Chaiwe Sól Patiswa Drifudóttir Aníta Rós Þorsteinsdóttir Leikgervadeild Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir - yfirumsjón Ingibjörg G. Huldarsdóttir - yfirumsjón Silfá Auðunsdóttir Hildur Ingadóttir Áshildur María Guðbrandsdóttir
Bardagaþjálfun Jón Viðar Arnþórsson Ljósakeyrsla Ýmir Ólafsson Davíð Már Almarsson Eltiljós Rökkvi Sigurður Ólafsson Saga Einarsdóttir Eglé Sipaviciute Broddi Gautason Laufey Haraldsdóttir Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Persónur og leikendur Lenù (Elena) Greco Unnur Ösp Stefánsdóttir Lila (Rafaella) Cerullo Vigdís Hrefna Pálsdóttir Lenù (Elena) Greco eldri Guðrún S. Gísladóttir Lenù (Elena) litla / Imma Eldey Erla Hauksdóttir Hulda Gissurardóttir Flóvenz Lila (Rafaella) litla / Tina Eva Jáuregui Ronja Pétursdóttir Immacolata Greco Harpa Arnardóttir Vittorio Greco Sigurður Sigurjónsson Elísa Greco Steinunn Arinbjarnardóttir Nunzia Cerullo Arndís Hrönn Egilsdóttir Fernando Cerullo Þröstur Leó Gunnarsson Rino Cerullo Hákon Jóhannesson Lidía Sarratore / Silvana / blaðakona Elva Ósk Ólafsdóttir Donato Sarratore / útgefandi Pálmi Gestsson Nino Sarratore Atli Rafn Sigurðarson Pietro Airota Sveinn Ólafur Gunnarsson
Don Achille Caracci / Stefano Caracci / rödd Gennaros Stefán Hallur Stefánsson Alfonso Caracci / verkstjóri Bjarni Snæbjörnsson Pinu (Pinuccia) Caracci / Nadia Galiani Lára Jóhanna Jónsdóttir Manuela Solara / Prófessor Galiani Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Marcello Solara Hilmir Jensson Michele Solara Snorri Engilbertsson Gigliola Spagnuolo Birgitta Birgisdóttir Melina Cappuccio / ljósmyndari / Julia / söngur Valgerður Guðnadóttir Bruno Soccavo / Antonio Cappuccio Oddur Júlíusson Maestra Oliviero / Nella Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Enzo Scanno Hjalti Rúnar Jónsson Pasquale Peluso Sigurbjartur Sturla Atlason
Framúrskarandi vinkona
Grecofjölskyldan
Immacolata Greco móðir Lenù
Vittorio Greco faðir Lenù dyravörður
Lenù (Elena) litla
Elísa Greco yngri systir Lenù giftist Marcello Solara
Pietro Airota prófessor eiginmaður Lenú
Bruno Soccavo verksmiðjueigandi
Donato Sarratore lestarvörður og ljóðskáld
Lenù
Lenù (Elena) eldri
(Elena) Greco
Lidía Sarratore
Prófessor Galiani
Imma Dóttir Lenù og Ninos Nino Sarratore
Maestra Oliviero kennari
Sarratorefjölskyldan
Nadia Galiani fyrsta kærasta Ninos, gerist kommúnisti
Helstu persónur og tengsl þeirra Cerullofjölskyldan
Nunzia Cerullo móðir Lilu
Fernando Cerullo faðir Lilu skóari
Melina Cappuccio ástkona Donatos Sarratore
Nella á Ischia frænka Oliviero býr á Ischia
Lila litla
Rino Cerullo bróðir Lilu
Lila
Antonio Cappuccio bifvélavirki fyrsti kærasti Lenù
Lila (Rafaella) Cerullo
Don Achille Caracci okurlánari
Stefano Caracci kaupmaður
Pinuccia Caracci (Pinu) giftist Rino Cerullo
Pasquale Peluso byggingaverkamaður og kommúnisti
Enzo Scanno sonur ávaxtasalans
Gigliola Spagnuolo giftist Michele Solara
Manuela Solara bareigandi og okurlánari
Alfonso Caracci
Caraccifjölskyldan
Tina dóttir Lilu og Ensos
Marcello Solara
Michele Solara
Solarafjölskyldan
Elena Ferrante Elena Ferrante er einn vinsælasti höfundur Ítalíu og hefur sent frá sér bækur sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Elena Ferrante er í raun skáldanafn, en rithöfundurinn sjálfur fer huldu höfði. Þekktasta verk Ferrante er Napólífjórleikurinn sem sýning Þjóðleikhússins Framúrskarandi vinkona er byggð á: Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi og Sagan af barninu sem hvarf. Bækurnar fjórar komu fyrst út á árunum 2011 til 2014. Þær voru gefnar út á íslensku af bókaforlaginu Bjarti. Leikgerð April De Angelis af fjórleiknum var frumsýnd hjá Rose Theatre árið 2017 og endurfrumsýnd í Breska þjóðleikhúsinu árið 2019. HBO hefur framleitt sjónvarpsþáttaraðir, byggðar á bókunum, sem hafa notið mikilla vinsælda um allan heim. Nú í vor sýnir RÚV þriðju þáttaröðina. Meðal annarra bóka Elenu Ferrante eru L‘amore molesto, I giorni dell’abbandono, La figlia oscura og La vita bugiarda degli adulti. Ferrante sendi frá sér barnabókina La spiaggia di notte og bók um reynslu sína sem höfundur, La frantumaglia. Bækur Ferrante Dagar höfnunar og Lygalíf fullorðinna voru gefnar út á íslensku af bókaforlaginu Benedikt og Óþægileg ást kom út hjá bókaforlaginu Bjarti. Kvikmyndir hafa verið byggðar á skáldsögum Ferrante L‘amore molesto, I giorni dell’abbandono og La figlia oscura. Kvikmyndin Lygalíf fullorðinna er til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum og á efnisveitum um þessar mundir.
April de Angelis Leikgerð April de Angelis My Brilliant Friend (Framúrskarandi vinkona) var frumflutt hjá Rose Theatre árið 2017 og endurfrumsýnd í Breska þjóðleikhúsinu árið 2019. April De Angelis hefur samið leikrit, leikgerðir, útvarpsleikrit og handrit fyrir sjónvarp. Meðal leikrita hennar eru Extinct (Theatre Royal Stratford East), The Village (Theatre Royal Stratford East), Jumpy (Royal Court, Duke of York’s Theatre, Melbourne og Sydney), Wild East (Royal Court), A Laughing Matter (Out of Joint í Breska þjóðleikhúsinu), A Warwickshire Testimony (Royal Shakespeare Company), The Positive Hour (Out of Joint í Hampstead Theatre), Playhouse Creatures (Sphinx Theatre Company í Haymarket Theatre, Old Vic Theatre og Chichester Festival Theatre) og The Life and Times of Fanny Hill (The Old Fire Station Oxford og Bristol Old Vic). Hún samdi handrit söngleiksins Gin Craze (Royal Derngate), gerði leikgerð af Wuthering Heights (Birmingham Rep) og Frankenstein (Royal Exchange Manchester), og samdi librettó óperunnar Flight (Glyndebourne Opera). Meðal verkefna í sjónvarpi er Aristophanes (Channel 4) og meðal handrita fyrir útvarp er leikgerðin Peyton Place (BBC Radio).
Yaël Farber Yaël Farber er margverðlaunaður leikstjóri og leikskáld frá Suður-Afríku sem hefur sett upp fjölda rómaðra sýninga í leikhúsum víðsvegar um heiminn. Sýningar hennar hafa jafnframt verið sýndar á leikferðum víða um heim. Nýjasta uppfærsla Farber er Macbeth eftir Shakespeare í Almeida leikhúsinu í London, með James McArdle og Saoirse Ronan í aðalhlutverkum, en sýningin hlaut einróma lof. Nýleg uppfærsla Farber á Hamlet eftir Shakespeare með Ruth Negga í titilhlutverkinu, sem frumflutt var í Gate Theatre í Dublin, var fyrir nokkru sýnd í St. Anne’s Warehouse í Brooklyn í New York við frábærar undirtektir. Farber leikstýrði Blóðbrúðkaupi eftir Lorca í nýrri leikgerð Marinu Carr í Young Vic leikhúsinu í London og fékk sýningin afar góðar viðtökur. Uppfærsla Farber á The Crucible eftir Arthur Miller hjá Old Vic leikhúsinu í London er meðal rómuðustu leiksýninga þessa sögufræga leikhúss. Sýningin var tilnefnd til tvennra Olivier verðlauna, til Evening Standard verðlaunanna fyrir leikstjórn og hlaut fimm Broadway World verðlaun, meðal annars fyrir leikstjórn. Eftir fjölda sýninga fyrir fullu húsi var uppfærslan tekin upp og sýnd í 20 löndum. Farber samdi og leikstýrði Salomé fyrir Shakespeareleikhúsið í Washington, en sýningin hlaut 10 tilnefningar til Helen Hayes verðlaunanna 2016 og sjö verðlaun, m.a. fyrir besta leikrit og bestu leikstjórn, og var enduruppsett í London. Aðrar þekktar sýningar Farber eru m.a. Les Blancs í Breska þjóðleikhúsinu, Boesman & Lena í Signature Theater í New York, Knives in Hens í Donmar Warehouse í London og hennar eigin verk Nirbhaya sem sýnt var á Indlandi og Edinborgarhátíðinni og Mies Julie sem var m.a. sýnt á Edinborgarhátíðinni. Meðal verðlauna sem Farber hefur unnið til eru Olivier Best Revival (2015), Broadway World Best Director (2014), Asian Media Award (2014), The Amnesty Freedom of Expression Award (2013), Best of Edinburgh Award (2012), Scotsman Fringe First Awards (2000, 2012, 2013), Herald Angel Awards (2003, 2012, 2013), South Africa’s Fleur du Cap (2012), Vita Award (1991), Naledi Award (2002, 2008, 2013), Boston’s Elliot Norton Award (2013), Canada’s Dora Mavor Moore Award (2014) og BBC Sony Award (2001). Hún var útnefnd listamaður ársins í Suður-Afríku árið 2003. Leiksýningar Farber hafa verið sýndar á leikferðum í fjölda borga í Bandaríkjunum, Bretlandi, Afríku, Kanada, Ástralíu, Japan, Evrópu, á Indlandi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Singapore og Hong Kong. Hún hefur verið gestalistamaður við Lincoln Center Theater Directors Lab í New York, Mabou Mines Theatre Company í New York, Haus der Kulturen der Welt í Berlín, The Public Theater í New York og Sundance Institute Theatre Lab í Utah. Hún stýrði leikstjórnarbrautinni við National Theatre School of Canada á árunum 2009-2012.
Frumsýnt 25. mars
Gerðu meira úr kvöldinu ÍTÖLSK LEIKHÚSVEISLA FYRIR SÝNINGU Tómatsúpa með basil – nýbakað brauð og pestó og freyðandi drykkur. FYRRA HLÉ Ítalskur veisluplatti – íslenskir ostar, skinkur og pylsur, ólífur, möndlur og fleira góðgæti. SEINNA HLÉ Tiramísú, hinn klassíski ítalski eftirréttur í íslenskri útgáfu.
Gestaaðstaða og veitingaþjónusta í Þjóðleikhúsinu hefur verið stórbætt. Við hömpum í senn glæsilegu höfundarverki Guðjóns Samúelssonar arkitekts og bætum þjónustu og allan aðbúnað gesta. Sýningin á Framúrskarandi vinkonu er sannkölluð leikhúsveisla og á henni eru gerð tvö hlé. Þú getur gert ennþá meira úr kvöldinu með því að panta veitingar (með 48 klst. fyrirvara) og njóta þriggja rétta kvöldverðar fyrir sýningu og í hléum. Þeir sem panta veitingar fyrirfram eiga frátekið borð í leikhúsinu.
Napólíplatti í íslenskri útgáfu – kjörið að deila Tómatar, mozzarella, basilíka, ólífur, hráskinka, salami, pestó, brauð, íslenskir ostar.
Ljúffengar veitingar fyrir sýningu og í hléi Nú getur þú pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann, í miðasölu eða í gegnum vefinn, með að minnsta kosti 48 klst. fyrirvara.
Veitingar fyrir hópa
Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is.
Freyðandi drykkir og makkarónur Búbblur og sætindi.
Grænkeradiskur Salat, ólífur, sólþurrkaðir tómatar, avocado-franskar, soft taco oumph, mangósalsa, chili-majó, tómatar, basilíka, rauðlaukur, ólífupestó, brauð.
Blandaðar súkkulaðirúsínur Súkkulaðihúðaðar rúsínur.
Leikhússnittur Rækjur og egg, roastbeef og remúlaði, kjúklingasalat og fl.
Heimagerðar kartöfluflögur með unaðslegri kryddblöndu Kartöfluflögur, salt, dill og fleira óvænt.
„Það er ekki til neitt sem heitir ópólitískt leikhús“ Viðtal við Yaël Farber leikstjóra
Hver voru fyrstu viðbrögð þín þegar Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri bauð þér að leikstýra Framúrskarandi vinkonu hér í þjóðleikhúsinu? Það var einstaklega falleg tilviljun að daginn sem Magnús Geir hafði samband við mig hafði ég rétt lokið við að lesa síðustu blaðsíðuna í síðustu bókinni í fjórleik Ferrante, sem sýningin er byggð á. Sumt virðist einfaldlega vera… óumflýjanlegt. Ég vissi að ég yrði að taka verkefnið að mér. Napólífjórleikur Ferrante er stórkostlegt afrek. Femínisminn í verkinu er í senn ofsafenginn og hljóðlátur. Sú róttæka ákvörðun að gera sögu um vináttu tveggja kvenna að þungamiðju frásagnar felur í sér yfirlýsingu um að líf þeirra, í öllum sínum birtingarmyndum, sé jafn mikilvægt og hvaða saga sem er um stríð og karlmenn. Það er á sinn hátt byltingarkennt að óska eftir því við áhorfendur að þeir verji kvöldstund í söguna um Lenù og vináttu þeirra Lilu. Það setur ný viðmið, ólík þeim viðmiðum feðraveldisins sem við erum svo vön, ómeðvitað, að skoða hlutina út frá. Ég átti ekki annarra kosta völ en að segja já við umleitan Magnúsar Geirs – jafnvel þótt um leið leitaði á mig spurningin: Hvernig í ósköpunum er hægt að þjappa þessum yfirgripsmiklu bókum saman í eina kvöldstund í leikhúsinu? Hvað freistaði þín við það að leikstýra verkinu á Íslandi? Mig hefur lengi langað til að setja á svið leiksýningu á Íslandi. Ég sá fyrir mér að í slíkri vinnu gæti ég nálgast ákveðinn frumkraft. Það listafólk sem þessi litla þjóð hefur getið af sér og ég þekki til hefur haft mikil áhrif á mig. Mér virtist að annars vegar tækifærið til að vinna með verk höfundar, Ferrante, sem ég dáist svo mjög að, og hins vegar hrjúfleiki þjóðarsálarinnar og landslagsins á Íslandi – myndu í sameiningu mynda gjöfula uppsprettulind sköpunar fyrir nýtt verk.
Framúrskarandi vinkona er byggð á verki sem samanstendur af fjórum bókum með flóknum söguþræði og fjölda persóna, og gerist á löngu tímabili. Hvað vildir þú einkum leggja áherslu á við sviðsetninguna? Leikgerðarhöfundurinn, April de Angelis, gaf mér góðfúslegt leyfi til að gera þá breytingu á leikgerðinni að hafa sögumann í miðju frásagnarinnar, líkt og gert er í bókunum. Í mínum huga er innileikinn í rödd Elenu/Lenú, hvernig hún upplifir vaknandi kynvitund, aukið frelsi og þá þjáningu sem fylgir hinu kvenlega hlutskipti, grundvallaratriði. Ég vil í leiksýningum mínum skapa heim sem er mjög leikhúslegur, en um leið á sinn hátt kvikmyndalegur. Í eðli sínu er leikhús ritúal, þar sem við berum á borð fjölda myndlíkinga og erkitýpa. Í stað þess að leggja áherslu á að nýta þau margvíslegu tækifæri sem gefast til að fjalla um heiður í þessari sögu, langaði mig til að gefa meira rými hinum flóknari þáttum í vegferð tveggja kvenna sem eru að ryðja sér braut í heiminum, þvert á þær skorður sem feðraveldið og fátæktin sem þær eru fæddar til setja þeim. Mig langaði líka til að snerta á hinni undarlegu og fallegu erótísku spennu sem er alltaf til staðar í vináttu kvenna, og hvernig við leitumst stöðugt við að ná taki hver á annarri. Þú hefur starfað sem leikstjóri í leikhúsum í fremstu röð víðsvegar um heiminn, en leikstýrir nú í fyrsta sinn á Íslandi. Er það að vinna með leikhúsfólki hér á landi á einhvern hátt ólíkt því sem þú hefur kynnst annars staðar? Það hefur verið sannkölluð gjöf að vinna með teymi listrænna stjórnenda í sýningunni. Ljósahönnuðurinn okkar, hljóðhönnuðir og tónskáld, leikmyndarhöfundur, búningahöfundur, dramatúrg… hver og einn þessara listamanna hefur miðlað öflugum frumkrafti sem á einhvern hátt er mér
kunnuglegur – jafnvel þótt ég hafi alist upp í Afríku. Kannski er fyrir hendi á milli andstæðnanna nyrst og syðst á hnettinum einhvers konar samsvörun sem myndar tengingu. Ég hef líka fundið einstakan samhljóm með hugsunarhætti leikaranna. Hér er mjög mikil þrautseigja fyrir hendi. Listafólk er reiðubúið að strita eins og púlshestar til að ná upp á fjallstoppinn. Hér líður mér með undarlegum hætti eins og ég sé komin heim til mín. Hér er ákveðin jarðtenging. Tenging við frumkrafta. Þetta virkar allt saman mjög kunnuglegt á mig. Hefðir þú leikstýrt þessu verki á annan hátt ef þú hefðir unnið að því á öðrum stað í heiminum? Hver einasta leiksýning mín er sérsniðin að því fólki sem ég skapa hana með í rýminu. Það er næstum ómögulegt fyrir mig að skapa bara í höfðinu, ein í rými einhvers staðar, og þröngva svo sköpunarverki mínu upp á hópinn. Þeir sem ég er að vinna með hverju sinni hafa alltaf mikil áhrif á sýn mína á verkið. Hvernig endurspeglar sagan í verkinu okkar tíma? Bækur Ferrante eru eins og net sem er kastað út yfir víðáttumikið svæði, og nær að fanga fjölmörg brýn málefni sem skipta okkur miklu máli á okkar tímum, og munu halda áfram að gera það. Við lifum á tímum sem hafa afhjúpað hið fallvalta eðli heimsmyndar sem markast af ofbeldi gagnvart konum. Sömuleiðis hafa átök stéttanna orðið óbærilegri eftir því sem bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Við sjáum líf okkar spretta upp af þessum blaðsíðum, og vonandi birtast á þessu leiksviði. Framúrskarandi vinkona nær utan um svo margt sem verður að gefa rödd. Hvernig myndirðu lýsa leikstjórnaraðferðum þínum? Eins og ég nefndi þá er leikhúsið í mínum huga ritúal. Sviðsverk verður að ná til innsta kjarna áhorfenda. Ég sé leikhúsið fyrir mér sem „vettvang fyrir frelsi borgaranna til athafna“ eða „civic space“. Rými sem er ekki veraldlegt. Rými þar sem við getum komið saman til þess að horfa á vatnsflötinn endurspegla ásjónu okkar, í þeim tilgangi að skilja okkur sjálf betur. Ég býð áhorfendum upp á að fara á staði sem þeir gætu óttast að heimsækja – þar getum við kveikt á kyndlinum og fengið þá til að ganga inn í myrkrið með okkur. Myrkrið er staður þar sem ímyndunaraflið þrífst og mikill kraftur býr, og þar gefst okkur færi á að skapa nýja mynd af okkur sem samfélagi. Ég vinn á mjög líkamlegan og tilfinningalegan hátt með leikurunum. Og þegar allir hafa stillt sig inn á þá bylgjulengd – þá bið ég leikarana að vinna af mikilli nákvæmni og skapa blöndu af ritúali, leikhúsi og því samfellda flæði sem kvikmyndin getur boðið upp á. Epískar sögur sem eru sagðar á kraftmikinn og nærgöngulan hátt.
unnið hratt og kröftuglega að því að skapa þær myndir sem ég sé fyrir mér - og styrkja þær enn frekar. Æfingar hjá mér eru mjög líkamlegar. Við vinnum með allan líkamann og þá kemur andi verksins óhjákvæmilega í kjölfarið. Það er oft sterkur pólitískur undirtónn í sýningunum þínum. Hvernig sérð þú hlutverk leikhússins í samtímanum fyrir þér og hlutverk þitt sem leikstjóra? Það er ekki til neitt sem heitir ópólitískt leikhús. Ekkert í lífi okkar er ópólitískt. Hver einasta saga sem við segjum hefur pólitíska merkingu. Stundum liggur sú merking einmitt í því sem EKKI er sagt. Ég legg mig fram um að vera vakandi um meðvitaða eða ómeðvitaða pólitíska skírskotun verksins, veiti henni athygli og án fyrirgangs kem ég því þannig fyrir að hún birtist í kjarna sýningarinnar. Vegna áhrifa Covid-heimsfaraldursins hefur vinna þín við Framúrskarandi vinkonu teygt sig yfir tveggja ára tímabil, með hléum. Þú dvaldir einnig langdvölum á Íslandi á milli æfingatímabilanna. Hefur þetta haft áhrif á vinnu þína við sýninguna? Það hefur reynst mikil áskorun að viðhalda slagkraftinum í vinnunni, vegna þess hversu oft við höfum þurft að gera hlé á æfingum og hefja þær að nýju. En um leið hefur þessi langi tími gefið okkur færi á að þróa sýninguna í áföngum. Áskoranirnar hafa falið í sér ýmsa möguleika, og það hefur verið mikil áskorun að viðhalda alltaf neistanum. Að endingu verður sýningin mótuð af þessum óvenjulega tíma – og það er bæði flókið og einstakt. Viðtal: HHG og MTÓ
Macbeth hjá Alm ei (James McArdle da leikhúsinu og Saoi Ljósmyn rse Rona d: Almei n). da
Þú vinnur náið með kóreógraf, eða höfundi sviðshreyfinga, í nær öllum sýningum þínum, myndirðu vilja segja okkur meira um þessa samvinnu? Á mínum yngri árum vann ég með suður-afrísku listafólki, sem notar alltaf allan líkamann til tjáningar. Þar fyrirfinnst ekki leiklist sem snýst bara um tjáningu fyrir ofan herðar. Ég aðhyllist ekki kartesískar hugmyndir um að hið vitsmunalega drottni yfir öllu. Líkaminn býr yfir sinni eigin greind – sem er ofar rökhugsuninni. Í upphafi vann ég án kóreógrafs, en þó alltaf á mjög líkamlegan hátt. Nú bý ég við þann munað að vinna með frábærum höfundum sviðshreyfinga eins og Emily Terndrup, og nýt þess að hafa einhvern með mér sem getur
l Theatre Les Blancs hjá Nationa ani og Sheila Atim). í London (Danny Sap son. Pers an Joh d: Ljósmyn
Unnur Ösp Stefánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002 og hefur starfað við leikhús og kvikmyndir sem framleiðandi, leikari og leikstjóri. Hún hefur m.a. starfað í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar, Vesturporti, Lyric Hammersmith og Young Vic. Meðal leikhlutverka eru Nóra í Dúkkuheimilinu, Hallgerður langbrók í Njálu, Maríanna í Brot úr hjónabandi, Gréta í Hamskiptunum og Donna McAuliff í Elsku barni. Hún stóð að sjónvarpsseríunni Föngum og lék m.a. í Verbúðinni og Ófærð. Hún leikstýrði m.a. Vertu úlfur, Mamma Mia! og Kæru Jelenu. Hún hefur hlotið fjölda leiklistarverðlauna, m.a. Grímuna fyrir leik, leikstjórn og handrit, Edduverðlaun og Menningarverðlaun DV.
Bjarni Snæbjörnsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007, lærði söng við Söngskólann í Reykjavík og Complete Vocal Institute og lauk MA gráðu í listkennslu frá LHÍ. Hann leikur í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu í vetur og flytur eigin einleik, Góðan daginn faggi, í Kjallaranum. Hann hefur leikið í ýmsum sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og leikhópum, m.a. Stertabendu, og verið í sýningarhóp Improv Ísland. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum, m.a. Hæ Gosi, Stellu Blómkvist, Venjulegu fólki og kvikmyndinni Birtu. Hann hefur komið víða fram sem söngvari, m.a. á söngleikjatónleikum, og er í söngleikjadúóinu Viggó og Víólettu.
Vigdís Hrefna Pálsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002, lauk mastersprófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk mastersprófi í leikstjórn við University of Kent 2020. Hún hefur leikið í fjölda verkefna í Þjóðleikhúsinu, en meðal þeirra eru Ronja ræningjadóttir, Samþykki, Súper, Gott fólk, Húsið, Álfahöllin, Heimkoman, Karítas, Sjálfstætt fólk, Macbeth, Vesalingarnir, Heimsljós, Hreinsun, Lér konungur, Hænuungarnir, Oliver og Mýrarljós. Hún lék Auði í Litlu hryllingsbúðinni hjá LA og í Höllu og Kára og Grettissögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Súper, Húsinu og Eldrauninni.
Elva Ósk Ólafsdóttir lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1989. Hún leikur í Sjö ævintýrum um skömm og Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu og víðar, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún lék hér m.a. í Gauragangi, Þreki og tárum, Oleönnu, Óskastjörnunni, Komdu nær, Brúðuheimilinu, Horfðu reiður um öxl, Veislunni, Hart í bak, Hafinu og Svartalogni. Hún lék m.a. í Húsi Bernörðu Alba og Íslandsklukkunni hjá LA, Ég er meistarinn í Borgarleikhúsinu, Hamskiptunum hjá Vesturporti og í kvikmyndunum Hafið og Köld slóð. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Brúðuheimili og Edduna fyrir Hafið og var tilnefnd til Grímunnar fyrir Veisluna og Hjónabandsglæpi.
Arndís Hrönn Egilsdóttir lærði leiklist og leikhúsfræði í París. Hún hefur starfað sem leikkona á sviði, í sjónvarpi, í útvarpi og kvikmyndum og er ein af forsvarsmanneskjum leikhópsins Sokkabandið. Meðal sýninga sem hún hefur leikið í í Þjóðleikhúsinu eru Samþykki og Engillinn. Í Borgarleikhúsinu lék hún í Lóaboratoríum, Bláskjá, Dúkkuheimilinu og Hystory. Hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndunum Saumaklúbbnum og Héraðinu, lék í Ölmu og Þröstum og í sjónvarpsþáttaröðunum Brot, Föngum og Pressu. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Engilinn, Hystory og Gunnlaðarsögu, og til Eddunnar fyrir Héraðið, Pressu og Þresti. Atli Rafn Sigurðarson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1997. Hann leikur í Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann hefur farið með fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu, í Borgarleikhúsinu, hjá leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann leikstýrði Djöflaeyjunni, Heimkomunni og Frida… viva la vida í Þjóðleikhúsinu og Brák á Söguloftinu. Hann var meðal handritshöfunda í Sjálfstæðu fólki og Djöflaeyjunni. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Mýrina, Grímuna fyrir Lé konung, Menningarverðlaun DV fyrir Engla alheimsins og var tilnefndur til Grímunnar fyrir Engla alheimsins, Grjótharða, Leg, Halldór í Hollywood og Eilífa óhamingju. Birgitta Birgisdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006. Hún leikur titilhlutverkið í Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hér hefur hún m.a. leikið í Kafbáti, Ör, Atómstöðinni – endurliti, Meistaranum og Margarítu, Útsendingu, Slá í gegn, Samþykki, Húsinu, Jónsmessunæturdraumi, Risaeðlunum, Hafinu, Góðu fólki, Djöflaeyjunni og Frida… viva la vida. Hún lék m.a. í Amadeusi, Gretti, Degi vonar, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum og Hystory í Borgarleikhúsinu. Hún lék í MammaMamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Atómstöðina, Húsið og Fólkið í kjallaranum.
Guðrún S. Gísladóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1977. Hún leikur í Út að borða með Ester og Kafbáti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Meðal sýninga hér eru Engillinn, Allir synir mínir, Pétur Gautur, Stundarfriður, Ég heiti Ísbjörg ég er ljón og Mávurinn, og hjá LR Mávurinn, Dagur vonar og Salka Valka. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, m.a. Fórninni eftir Tarkovský. Hún hlaut Grímuna fyrir Mýrarljós og var tilnefnd fyrir Konuna við 1000°, Dagleiðina löngu, Íslandsklukkuna, Vegurinn brennur og Þrettándakvöld. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Agnesi barn guðs. Harpa Arnardóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1990. Hún lauk mastersnámi í ritlist við Háskóla Íslands 2014 og frumsýndi leikrit sitt Bláklukkur fyrir háttinn á Listahátíð í Reykjavík 2018. Hún hefur leikstýrt og leikið í fjölda verkefna í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og með leikhópum. Hún leikstýrði hér Kafbáti, Karítas og Jónsmessunótt, og í Borgarleikhúsinu Dúkkuheimili, Medeu og Ég hleyp. Hún hefur verið tilnefnd til menningarverðlauna DV og Eddunnar, og fengið tilnefningar til Grímunnar fyrir leik sinn í And Björk of course, Sporvagninum Girnd, Dubbeldusch, Dauðasyndunum, Sjöundá og Endatafli. Hún hlaut Grímuna fyrir leik í Steinar í Djúpinu og leikstjórn á Dúkkuheimilinu. Hákon Jóhannesson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2018. Hann leikur í Ástu, Nashyrningunum, Kardemommubænum og Sýningunni okkar í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék hér áður í Meistaranum og Margarítu og Jónsmessunæturdraumi. Hann lék í söngleiknum Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar og lék í sjónvarpsþáttunum Brot. Hann hefur starfað bæði í sjónvarpi og útvarpi, og séð um innslög í þáttunum Vikan með Gísla Marteini. Hann kom fram fyrir hönd fréttamiðilsins Iceland Music News í tengslum við Eurovision í Ísrael árið 2019.
Hilmir Jensson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann hefur leikið í ýmsum verkefnum í Þjóðleikhúsinu, með leikhópum og danshópum og í sjónvarpsþáttum. Hér lék hann m.a. í Þínu eigin leikriti I og II, Macbeth, Karma fyrir fugla, Bjart með köflum, Lé konungi og Ballinu á Bessastöðum. Í Borgarleikhúsinu lék hann m.a. í Flóði og Billy Elliot. Hann lék í SOL, Gálmu og Ég er vindurinn hjá Sóma þjóðar, í Hvörfum hjá Lab Loka og Spuna eða Kamelljóni fjárhirðisins í Skemmtihúsinu. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Flateyjargátunni, Hlemmavideo og Makalaus og kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Útvarpsleikrit Hilmis og Tryggva Gunnarssonar SOL hlaut Grímuna.
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (Sigga Eyrún) útskrifaðist úr söngleikjadeild Guildford School of Acting. Hún lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík, FÍH og CVI og er með kennsluréttindi (M.Art.Ed) frá LHÍ. Hún leikur í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu í vetur og lék hér í Vesalingunum. Hún lék m.a. í sýningunum Endurminningar Valkyrju í Tjarnarbíói, Mary Poppins, Sarínó Sirkúsinn, Grettir og Superstar í Borgarleikhúsinu, Hrekkjusvín í Gamla bíói og Uppnám (Viggó og Víóletta) í Leikhúskjallaranum. Hún hefur talsett fjölda teiknimynda, komið víða fram sem söngkona, meðal annars í Söngvakeppni RÚV, og gaf út sólóplötuna Vaki eða sef.
Hjalti Rúnar Jónsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2016. Hann leikur í Umskiptingi í Þjóðleikhúsinu í vetur og lék í Kabarett og Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum hjá sjálfstæðum leikhópum sem leikari og höfundur. Hann lék í Galdragáttinni og þjóðsögunni sem gleymdist eftir Umskiptinga og lék einleikinn Þingeying! sem hann samdi með leikhópnum Halastjörnunni. Hann er einn af stofnmeðlimum leikhópsins Single Ensemble. Á barnsaldri lék hann í kvikmyndinni Ikingut. Hann var tilnefndur til Eddunnar fyrir Ikingut og tilnefndur til Grímunnar fyrir Galdragáttina og þjóðsöguna sem gleymdist.
Sigurbjartur Sturla Atlason útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2016. Í vetur leikur hann annað titilhlutverkið í Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu, og er jafnframt einn af höfundum tónlistar í sýningunni. Meðal kvikmynda og sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru Ófærð 2 og Lof mér að falla. Hann hefur leikið í þremur uppfærslum Íslensku óperunnar. Hann hefur fengist við leikstjórn í framhaldsskólum, í net- og sjónvarpsseríum og á vefmiðlum. Einnig hefur hann getið sér orð sem tónlistarmaður undir listamannsnafninu Sturla Atlas, gefið út plötur og tónlistarmyndbönd og komið fram víðsvegar á tónlistarhátíðum. Hann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016.
Lára Jóhanna Jónsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hún hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, sjónvarpi og kvikmyndum. Hér lék hún m.a. í Shakespeare verður ástfanginn, Þitt eigið leikrit I og II, Loddaranum, Efa, Horft frá brúnni, Góðu fólki, Í hjarta Hróa hattar, Sporvagninum Girnd og Hleyptu þeim rétta inn. Í Borgarleikhúsinu lék hún m.a. í Eldhafi og Galdrakarlinum í Oz. Hún lék í kvikmyndunum Lof mér að falla, Undir trénu, Roklandi og Valhalla og í sjónvarpsþáttunum Svörtu söndum, Ófærð 2, Flateyjargátunni og Heimsendi. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Sporvagninn Girnd og Shakespeare verður ástfanginn og Eddunnar fyrir Lof mér að falla.
Sigurður Sigurjónsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976. Hann leikur í Út að borða með Ester og Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann hefur farið með fjöldamörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og víðar, leikstýrt mörgum leiksýningum og leikið í fjölmörgum kvikmyndum og í sjónvarpi. Meðal fyrri verkefna hér eru Einræðisherrann, Maður sem heitir Ove, Amadeus, Bílaverkstæði Badda, Gauragangur, Don Juan og Villiöndin. Meðal leikstjórnarverkefna hér eru Hafið, Maður í mislitum sokkum, Glanni glæpur, Dýrin í Hálsaskógi og Sitji guðs englar. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Undir trénu og Hrúta og var tilnefndur til Grímunnar fyrir Maður sem heitir Ove.
Oddur Júlíusson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2013 og stundaði dansnám við Listdansskóla Íslands. Hann leikur í Ástu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann lék hér m.a. í Slá í gegn, Ronju ræningjadóttur, Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi, Loddaranum, Fjarskalandi, Tímaþjófnum, Oddi og Sigga, Hafinu, Lofthrædda erninum Örvari, Í hjarta Hróa hattar, ≈ [um það bil], Hleyptu þeim rétta inn, Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og Óvitum. Hann lék í kvikmyndunum Málmhausi, Vargi og Gullregni og þáttaröðunum Pabbahelgum og Ráðherranum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir ≈ [um það bil] og Atómstöðina. Pálmi Gestsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann leikur í Nashyrningunum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá árinu 1983 og farið hér með fjölda burðarhlutverka, en meðal nýlegra verkefna hans eru Nashyrningarnir, Útsending, Risaeðlurnar, Macbeth og Lér konungur. Ásamt félögum sínum í Spaugstofunni hefur Pálmi tekið þátt í gerð yfir 400 sjónvarpsþátta. Meðal nýlegra kvikmynda og sjónvarpsþátta eru Fyrir framan annað fólk, Ófærð og Svörtu sandar. Pálmi var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ör, Jónsmessunæturdraum, Hænuungana og Fyrirheitna landið.
Snorri Engilbertsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2012 og stundaði leiklistarnám við École Philippe Gaulier í París. Hann lék hér m.a. í Atómstöðinni – endurliti, Þínu eigin leikriti I og II, Samþykki, Óvini fólksins, Horft frá brúnni, Góðu fólki, Húsinu, Heimkomunni, ≈ [um það bil], Konunni við 1000°, Sjálfstæðu fólki – hetjusögu, Segulsviði, Harmsögu, Litla prinsinum, Dýrunum í Hálsaskógi, Macbeth og Englum alheimsins. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Fyrir framan annað fólk, Gauragangi, Sumarlandinu og Astrópíu. Hann var tilnefndur til Eddunnar fyrir Fyrir framan annað fólk og Sumarlandið. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Hafið. Stefán Hallur Stefánsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006. Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Vér morðingjar, Aldrei óstelandi, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi. Hér hefur hefur hann m.a. leikið í Meistaranum og Margarítu, Samþykki, Góðu fólki, Ofsa, Hreinsun, Heddu Gabler, Bakkynjum, Legi og Þeim ljóta. Hann leikstýrði hér Þínu eigin leikriti I og II, Litla prinsinum og Sögustund: Búkollu. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu. Hann hlaut Grímuna fyrir Samþykki og Gott fólk og var tilnefndur fyrir Lúkas, Ég vil frekar að Goya… og ≈ [um það bil].
Steinunn Arinbjarnardóttir útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún leikur í Ástu og Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék einleikinn Ausu í Mengi. Hún hefur leikið í ýmsum auglýsingum, sjónvarpsþáttum og stuttmyndum. Hún er einn af stjórnendum Iceland Documentary Film Festival. Hún stundaði nám á framhaldsstigi í fiðluleik í Tónlistarskóla Reykjavíkur og nútímadansi í Listdansskóla Íslands. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lauk leiklistarprófi frá Drama Centre í London 1990. Hún leikur í Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikið fjölda hlutverka í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, nú síðast í kvikmyndinni Leynilöggu og sjónvarpsþáttunum Svörtu söndum. Hún lék hér m.a. í Nashyrningunum, My Fair Lady, Villiöndinni, Þremur systrum, Sjálfstæðu fólki og Efa. Hún lék m.a. í sjónvarpsþáttunum Föngum, Rétti, Stellu Blómkvist og Vitjunum. Hún hefur sent frá sér bækur, stýrt sjónvarpsþáttum og var útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins. Hún hlaut Grímuna fyrir Ríkarð III og var tilnefnd fyrir Nashyrningana og Efa. Hún hlaut Edduna fyrir Fanga og Rétt, og evrópsku sjónvarpsverðlaunin Fiba d’or fyrir Rétt. Sveinn Ólafur Gunnarsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006 en lærði einnig íslensku og heimspeki við Háskóla Íslands. Hann hefur leikið í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Meðal verkefna í leikhúsi eru Lífið, Rocky, Er ég mamma mín?, Fool for Love, Illska og Sóley Rós. Meðal verkefna í sjónvarpi og kvikmyndum eru þáttaraðirnar Pressa og Pabbahelgar og kvikmyndirnar Vonarstræti, Héraðið, Hrútar, Málmhaus, Á annan veg, Mannasiðir og Hjartasteinn. Hann var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir leik í fjórum síðastnefndu kvikmyndunum. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Rocky og var tilnefndur fyrir Fool for Love, Illsku og Sóleyju Rós. Valgerður Guðnadóttir lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist frá The Guildhall School of Music and Drama í London árið 2000. Hún hefur farið með burðarhlutverk í fjölda leiksýninga og óperuuppsetninga, m.a. í Vesalingunum, West Side Story, Rocky Horror, Gauragangi, Töfraflautunni, Carmen, Brúðkaupi Fígarós og Rakaranum frá Sevilla, m.a. hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Gaflaraleikhúsinu. Hún hefur komið víða fram sem einsöngvari hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna fyrir Söngvaseið og var tilnefnd fyrir Mömmu klikk og Phantom of the Opera. Hún hefur tvívegis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1985. Hann leikur í Jólaboðinu og Kafbáti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum. Hér hefur hann m.a. leikið í Hafinu, Föðurnum, Þetta er allt að koma, Koddamanninum, Viktoríu og Georg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Degi vonar, Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Tárum úr steini, Nóa albínóa og Eins og skepnan deyr. Hann hlaut Grímuna fyrir Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn og var tilnefndur fyrir Föðurinn, Allir á svið og Þetta er allt að koma. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.
Eldey Erla Hauksdóttir er í 6. bekk í Grandaskóla. Hún æfir fimleika af kappi og spilar á píanó. Hún hefur leikið í auglýsingum en stígur nú í fyrsta sinn á leiksvið. Hulda Gissurardóttir Flóvenz er nemandi í 6. bekk. Hún hefur verið í ballettskóla frá þriggja ára aldri og lærir á píanó í Tónskóla Sigursveins. Hún hefur sótt leiklistarnámskeið og námskeið hjá Stelpum rokka þar sem hún hefur sungið og spilað á hljómborð og bassa. Hún hefur leikið ýmis hlutverk í skólaleikritum, leikið í auglýsingu og sungið á jólaskemmtun. Eva Jáuregui fæddist í Madríd en flutti til Íslands árið 2020 og stundar nú nám við Langholtsskóla og Tónskóla Sigursveins. Hún lék og söng í óperunni Street Scene við Konunglegu óperuna (Teatro Real) í Madríd og í Como un juego de niños í Auditorio Nacional tónleikahúsinu í Madríd. Hún hefur leikið á fiðlu frá leikskólaaldri, á píanó í nokkur ár og sungið með barnakórunum Pequeños Cantores de la JORCAM í Madríd og Graduale Futuri í Langholtskirkju. Hún lék í stuttmyndinni Norn eftir Maite Jáuregui. Ronja Pétursdóttir er í 4. bekk í Álftamýrarskóla. Hún leggur stund á fimleika í Gróttu og er á öðru ári í þverflautunámi í Tónskóla Sigursveins. Hún hefur brennandi áhuga á sviðslistum og hefur talsett kvikmyndir en Framúrskarandi vinkona er hennar fyrsta hlutverk á sviði.
Salka Guðmundsdóttir er þýðandi, leikskáld og dramatúrg. Hún lærði leiklistarfræði við Aberystwyth-háskóla í Wales og ritlist við Glasgow-háskóla. Meðal þýðinga Sölku má nefna Drög að sjálfsmorði eftir Alice Birch, Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee og söngleikinn Vorið vaknar eftir Wedekind, Sheik og Sater. Frumsamin leikverk hennar eru meðal annars Súldarsker, Breaker og útvarpsleikritið Eftir ljós. Barnaleikrit hennar Hættuför í Huliðsdal var sýnt í Þjóðleikhúsinu á vegum leikhópsins Soðið svið. Hrafnhildur Hagalín hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og dramatúrg um árabil. Verk hennar eru m.a. Ég er meistarinn, Hægan, Elektra, Norður, Sek og Flóð, auk fjölda úvarpsverka, leikgerða og þýðinga. Nýlega kom út eftir hana ljóðabókin Skepna í eigin skinni, hjá Máli og menningu. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Menningarverðlaun DV, Grímuverðlaunin og Rithöfundaverðlaun RÚV. Hún var listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu 2014 -2020 og starfar nú sem listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra í Þjóðleikhúsinu. Ilmur Stefánsdóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einkaog samsýninga og lagt stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Hún hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er hluti af listrænu teymi Þjóðleikhússins og í vetur gerði hún hér leikmynd fyrir Rómeó og Júlíu. Hún er einn stofnenda CommonNonsense hópsins. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir myndlist og störf í leikhúsi, m.a. Grímuverðlaunin fyrir Ríkharð lll, Bláa hnöttinn, Njálu, Dúkkuheimili og Hreinsun. Filippía I. Elísdóttir hefur starfað við á annað hundrað sýninga sem búninga- og sviðsmyndahönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búninga- og sviðsmyndahönnuður hefur hún unnið við leiksýningar, óperur og kvikmyndir, jafnt á Íslandi sem erlendis, og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru Nashyrningarnir, Vertu úlfur, Súper og Húsið og í Borgarleikhúsinu Ríkharður III, Rocky Horror og Medea. Hún hlaut Grímuna fyrir Ríkharð III, Töfraflautuna, Ofviðrið, Sweeney Todd, Virkjunina, Woyzeck, Engla alheimsins og Dúkkuheimili. Hún hlaut Fálkaorðuna árið 2016.
Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Badisches Staatstheater og ýmsum leikhópum. Hann hannaði lýsingu í mörgum sýningum þegar hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu á árunum 1982-2005. Hann er nú yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins. Meðal nýjustu verkefna hans eru Rómeó og Júlía, Nashyrningarnir og Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Ríkharður III og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins, nú síðast fyrir Vertu úlfur. Valgeir Sigurðsson hefur samið tónlist af ýmsu tagi og flutt tónlist sína víða um heim, en hefur einnig starfað sem upptökustjóri fjölda hljómplatna. Hann samdi tónlist fyrir Vertu úlfur og Meistarann og Margarítu í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur samið tónverk og kammertónlist fyrir m.a. City of London Sinfonia, Scottish Ensemble, Winnipeg Symphony, Crash Ensemble, Alarm Will Sound, Nordic Affect og Daniel Pioro. Hann hefur samið tónlist fyrir leiksýningar, dansverk og kvikmyndir, og eftir hann liggja þrjár kammeróperur og tónleikhúsverk. Hann hlaut Grímuna fyrir Vertu úlfur og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir sólóplötu sína DISSONANCE, og var tilnefndur til Eddunnar fyrir Draumalandið. Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuna fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Kafbát og Atómstöðina. Emily Terndrup er leikstjóri, leikari, dansari og kennari. Meðal verkefna hennar sem höfundur sviðshreyfinga og kóreógraf eru The Tragedy of Macbeth (Almeida Theatre), Romeo and Juliet (Lincoln Center Clark Studio) og FABLE, Debut og The Wilder Papers (The Knockdown Center). Hún var listrænn stjórnandi McKittrick Hotel á árunum 2016 og 2019-21. Meðal þeirra sviðsverka sem hún hefur komið fram í eru Sleep No More (Punchdrunk), Dēmos (Liz Roche), Broken Theater (Bobbi Jene Smith), Carnivore og The Dust We Raised (Luke Murphy-Attic Projects), Wonderland, Mama Call, Blush, Fold Here og Pupil Suite (Gallim Dance Company) og A Colored Image of the Sun (Shannon Gillen + Guests). Conor Doyle lærði kóreógrafíu og dans við The London Contemporary Dance School. Hann hefur starfað með Punchdrunk frá árinu 2006, komið fram með hópnum, leikstýrt og séð um sviðshreyfingar. Hann var aðstoðarleikstjóri og aðstoðarkóreógraf í Sleep No More (New York og Shanghai) og The Drowned Man. Conor var „director of events“ fyrir McKittrick Hotel NYC 2014 – 2016. Meðal annarra verkefna eru The Ten Gifts (Taikoo Hui), Metamorphoses (Gucci) og Lost in Play (Minsheng Art Wharf). Conor hefur komið fram í sýningum hjá The Young Vic, Breska þjóðleikhúsinu og Glyndebourne Opera House.
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Hans Kragh, þjónustustjóri Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri nýrra leikhúsgesta Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Gréta Kristín Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Kjallarans og Loftsins Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur Leikarar Almar Blær Sigurjónsson Atli Rafn Sigurðarson Baldur Trausti Hreinsson Birgitta Birgisdóttir Bjarni Snæbjörnsson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Edda Björgvinsdóttir Eggert Þorleifsson Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Gunnar Smári Jóhannesson Hallgrímur Ólafsson Hákon Jóhannesson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Hilmir Snær Guðnason Ilmur Kristjánsdóttir Katrín Halldóra Sigurðardóttir Kjartan Darri Kristjánsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Ragnheiður K. Steindórsdóttir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Sverrir Þór Sverrisson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valgerður Guðnadóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Örn Árnason Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Elísa Sif Hermannsdóttir Kristín Hauksdóttir María Dís Cilia
Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir Silfá Auðunsdóttir Valdís Karen Smáradóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Hólmfríður Berglind Birgisdóttir Ingveldur E. Breiðfjörð Leila Arge Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Hljóð Kristinn Gauti Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Elvar Geir Sævarsson Kristján Sigmundur Einarsson Ljós Halldór Örn Óskarsson, deildarstjóri Jóhann Bjarni Pálmason Jóhann Friðrik Ágústsson Ólafur Ágúst Stefánsson Leikmunir Trygve Jónas Eliassen, deildarstjóri Ásta Sigríður Jónsdóttir Halldór Sturluson Mathilde Anne Morant Valur Hreggviðsson Leikmyndasmíði Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Michael John Bown, yfirsmiður Arturs Zorģis Haraldur Levi Jónsson
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Í yfir sjötíu ár hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Svið Ásdís Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Jón Stefán Sigurðsson Jasper Boch Siobhán Anoinette Henry Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Erna María Rafnsdóttir Halla R. H. Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir Kolka Heimisdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Óðinn S. Ágústsson, forstöðumaður Ólafur Ágústsson, matreiðslumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Helga Einarsdóttir, ræsting Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Davíð Gunnarsson, bakdyravörður Gautur A. Guðjónsson, bakdyravörður Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.
Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is