5 minute read
Hæfnigreining á starfi slökkviliðsmanna
Starf slökkviliðsmanna er óeigingjarnt og ábyrgðarfullt starf í þágu samfélagsins. Meginviðfangsefni starfsins er að tryggja öryggi með fullnægjandi viðbúnaði við eldsvoðum, mengunaróhöppum, björgun fastklemmdra og öðrum björgunarstörfum. Slökkviliðsmenn sækja sér menntun á vegum Brunamálaskólans sem veitir þeim, sem og eldvarnaeftirlitsmönnum um land allt, tækifæri til að öðlast þá þekkingu, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er vegna starfsins. Því er mikilvægt að skólinn bjóði upp á góða og aðgengilega menntun sem mætir þörfum slökkviliða landsins og tryggir slökkviliðsmönnum aðgengi að nútímalegu námsefni sem er uppfært reglulega í takt við breytingar og nýjungar á starfssviðinu. Í maí 2021 skipaði þáverandi félags- og barnamálaráðherra starfshóp um málefni Brunamálaskólans. Starfshópnum var falið það verkefni að móta framtíðarsýn og stefnu Brunamálaskólans, endurskrifa reglugerð um skólann, sem og að huga að tengingu hans við almenna skólakerfið. Hópurinn var skipaður fulltrúum Húnæðisog mannvirkjastofnunar, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félagi slökkviliðsstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, félags- og barnamálaráðuneytinu og menntaog menningarmálaráðuneytinu. Í gegnum árin hafa komið fram óskir um að efla nám slökkviliðsmanna og koma því á þann stað að það fáist metið til áframhaldandi náms. Meðal annars hefur verið óskað eftir því að koma náminu inn til Menntamálastofnunar og var það einn af inngangspunktum starfshópsins. Fljótlega kom í ljós að færsla náms slökkviliðsmanna til Menntamálastofnunar er ekki jafn einfalt og í fyrstu var talið. Þar má meðal annars nefna að leyfisbréfs kennara er krafist innan menntastofnana og fækkar því umtalsvert í þeim hópi leiðbeinenda sem myndu teljast hæfir til kennslu námsins. Af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að láta hæfnigreina starf slökkviliðsmanna til að auðvelda mat á náminu inn í menntakerfið.
Framkvæmd hæfnigreiningar
Advertisement
Starfshópurinn leitaði til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) til að annast greiningu á starfi slökkviliðsmanna með það að markmiði að meta hvaða hæfni þurfi til að gegna starfinu. Slík greining kallast hæfnigreining og byggir á hæfniþáttum sem raðast á hæfniþrep. Hæfnigreiningar FA hafa reynst vel þar sem aðkoma atvinnulífs er hluti af ferlinu og hefur verið þróuð aðferð við að greina lykilhæfni starfa. Hæfniþættirnir sem FA notar koma frá kanadíska ráðgjafafyrirtækinu HRSG og lýsa á hlutlægan hátt mikilvægi hæfni fyrir atvinnulífið og hafa verið þýddir og aðlagaðir að íslenskum aðstæðum. Niðurstaða hæfnigreiningar er síðan útfærð í svonefndan starfaprófíl sem innheldur skilgreiningu á því starfi sem verið er að greina og hæfnikröfum sem til starfsins eru gerðar. Hæfnigreining fór þannig fram að skipaður var stýrihópur og í honum voru sömu aðilar og skipaðir höfðu verið í starfshópinn. Stýrihópurinn ásamt sérfræðingum FA skipulögðu síðan greiningarvinnuna og boðuðu 21 slökkviliðsmann til þátttöku á greiningarfundum frá mismunandi slökkviliðum landsins, bæði úr hópi almennra slökkviliðsmanna
og stjórnenda. Haldnir voru þrír fundir með greiningarhópnum, hver um sig þrjár klukkustundir, þar sem þátttakendur unnu við að skilgreina starfið (kjarna og viðfangsefni) og velja svo á milli fyrirfram skilgreindra upplýsinga, svokallaða hæfniþætti. Niðurstöður fundanna voru yfirfarnar og metnar af sérfræðingum FA og raðað á hæfniþrep og birtar í formi starfaprófíls. Almennt voru hæfniþættir fyrir starf slökkviliðsmanna á þrepi 3 miðað við hæfniramma um íslenska menntun samkvæmt ofangreindri töflu. Niðurstöðurnar munu síðan nýtast sem viðmið við gerð starfstengdrar námskrár Brunamálaskólans, uppbyggingu námsvísa og til að auðvelda tengingu á náminu inn í þrep menntakerfisins svo sem við raunfærnimat á móti viðmiðum starfsins. Þannig nýtist starfaprófíllinn sem mikilvægt gagn inn í vinnu starfshópsins og mun nýtast frekar við mótun á stefnu og framtíðarsýn skólans. Í maí sl. fór svo fram hæfnigreining á starfi eldvarnaeftirlitsmanna og var ferlið byggt upp með samskonar hætti en í greiningarhópnum voru 12 eldvarnaeftirlitsmenn frá ólíkum slökkviliðum um land allt. Sérfræðingar FA eru nú að ljúka þeirri vinnu og meta niðurstöðurnar sem verða einnig birtar í formi starfaprófíls fyrir starf eldvarnaeftirlitsmanns von bráðar. Samtals fundaði starfshópur um málefni Brunamálaskólans í níu skipti á starfstímanum og sköpuðust góðar og gagnlegar umræður um starfsemi skólans. Til viðbótar hefur starfshópurinn tekið þátt í fundum vegna hæfnigreininga og hópurinn verið samstíga um meginmarkmið verkefnisins. Það er að efla menntun slökkviliðsmanna og gera þeim kleift að nýta þá þekkingu sem þeir sækja hjá Brunamálaskólanum til áframhaldandi náms og hefur sá möguleiki opnast með tilkomu starfaprófíla fyrir störf innan slökkviliða. Starfshópur um málefni Brunamálaskólans var samstíga um niðurstöðurnar og hafa þær þegar verið sendar í áframhaldandi ferli hjá innviðaráðuneytinu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að birta niðurstöðurnar opinberlega í framhaldi af því. Starfshópurinn vill þakka veittan stuðning og það aðhald sem hópurinn hefur fengið á starfstímanum og ítrekar að menntun slökkviliðsmanna verður ávallt tryggð þó að frekari stefnumótun og framtíðarsýn sé í farvatninu. Höldum áfram því samstarfi sem við höfum náð að byggja upp og gerum okkar besta til að þjóna okkar landi. Starfshópur um málefni Brunamálaskólans
Selfoss
TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998
Kynntu þér byggingaraðilann
Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverrsins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverr og ýmsu eiru. ÞúÞú vandarvandar þigþig –– endaenda erer ákvörðuninákvörðunin umum aðað kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í lírnu.
Gæðakerr
Gæðakerr ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttektúttekt á á hverrihverri fasteignfasteign fyrirfyrir afhendingu.afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi.
Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað ogog munmun áframáfram starfastarfa um ókomna tíð.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Bryggjuhverr
www.tgverk.is