Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2022

Page 24

Hæfnigreining á starfi slökkviliðsmanna Starf slökkviliðsmanna er óeigingjarnt og ábyrgðarfullt starf í þágu samfélagsins. Meginviðfangsefni starfsins er að tryggja öryggi með fullnægjandi viðbúnaði við eldsvoðum, mengunaróhöppum, björgun fastklemmdra og öðrum björgunarstörfum. Slökkviliðsmenn sækja sér menntun á vegum Brunamálaskólans sem veitir þeim, sem og eldvarnaeftirlitsmönnum um land allt, tækifæri til að öðlast þá þekkingu, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er vegna starfsins. Því er mikilvægt að skólinn bjóði upp á góða og aðgengilega menntun sem mætir þörfum slökkviliða landsins og tryggir slökkviliðsmönnum aðgengi að nútímalegu námsefni sem er uppfært reglulega í takt við breytingar og nýjungar á starfssviðinu. Í maí 2021 skipaði þáverandi félagsog barnamálaráðherra starfshóp um málefni Brunamálaskólans. Starfshópnum var falið það verkefni að móta framtíðarsýn og stefnu Brunamálaskólans, endurskrifa reglugerð um skólann, sem og að huga að tengingu hans við almenna skólakerfið. Hóp-

24

Á vakt fyrir Ísland

urinn var skipaður fulltrúum Húnæðisog mannvirkjastofnunar, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félagi slökkviliðsstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, félagsog barnamálaráðuneytinu og menntaog menningarmálaráðuneytinu. Í gegnum árin hafa komið fram óskir um að efla nám slökkviliðsmanna og koma því á þann stað að það fáist metið til áframhaldandi náms. Meðal annars hefur verið óskað eftir því að koma náminu inn til Menntamálastofnunar og var það einn af inngangspunktum starfshópsins. Fljótlega kom í ljós að færsla náms slökkviliðsmanna til Menntamálastofnunar er ekki jafn einfalt og í fyrstu var talið. Þar má meðal annars nefna að leyfisbréfs kennara er krafist innan menntastofnana og fækkar því umtalsvert í þeim hópi leiðbeinenda sem myndu teljast hæfir til kennslu námsins. Af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að láta hæfnigreina starf slökkviliðsmanna til að auðvelda mat á náminu inn í menntakerfið.

Framkvæmd hæfnigreiningar Starfshópurinn leitaði til Fræðslumið-

stöðvar atvinnulífsins (FA) til að annast greiningu á starfi slökkviliðsmanna með það að markmiði að meta hvaða hæfni þurfi til að gegna starfinu. Slík greining kallast hæfnigreining og byggir á hæfniþáttum sem raðast á hæfniþrep. Hæfnigreiningar FA hafa reynst vel þar sem aðkoma atvinnulífs er hluti af ferlinu og hefur verið þróuð aðferð við að greina lykilhæfni starfa. Hæfniþættirnir sem FA notar koma frá kanadíska ráðgjafafyrirtækinu HRSG og lýsa á hlutlægan hátt mikilvægi hæfni fyrir atvinnulífið og hafa verið þýddir og aðlagaðir að íslenskum aðstæðum. Niðurstaða hæfnigreiningar er síðan útfærð í svonefndan starfaprófíl sem innheldur skilgreiningu á því starfi sem verið er að greina og hæfnikröfum sem til starfsins eru gerðar. Hæfnigreining fór þannig fram að skipaður var stýrihópur og í honum voru sömu aðilar og skipaðir höfðu verið í starfshópinn. Stýrihópurinn ásamt sérfræðingum FA skipulögðu síðan greiningarvinnuna og boðuðu 21 slökkviliðsmann til þátttöku á greiningarfundum frá mismunandi slökkviliðum landsins, bæði úr hópi almennra slökkviliðsmanna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.