ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993
10
Menning
Leitað á mið lífs og dauða Margrét Jónsdóttir í Norræna húsinu
Tilfinningar hafa ekki verið efst á baugi í umræðu um listir á undanfórnum árum. Myndlistarmenn virðast í síauknum mæli vttja seha sig á vald rökhyggjunni og efnislegum viðmiðum á borð við rúmmál hluta og flatarmál rýmis á kostnað andlegra gilda. Það viðhorf að myndverk túlki innri veruleika listamannsins hefur að miklu leyti vikið fyrir því viðhorfi að myndverkið hafi einungis til að bera tilvísanir í efnisheiminn; eigin efhasamsetningu. Margrét Jónsdóttir, sem nu sýnir verk sín í kjallara Norræna hússins, heldur hinum andlegu og riífinningalegu gildum hins vegar til streitu í málverkum sínum.
Landvættir í vatnslit
Á sýningu Margrétar eru alls 26 verk; 15 vatnshtamyndir á handgerðah pappír og 11 olíumálverk. Vatnslitamyndirnar sýna allar landvætti eins og Margrét sér þá; sem auga, hvirfilbyl eða hringiðu í landslagi sem
konan er hins vegar í vandræðum með vatnsUtatæknina og hættir til að fara of margar umferðir með vatnslitinn. Verk númer 21 og 22 standa þó vel fyrir sínu, einkum þó vegna góðrar samsvörunar forma á myndfletinum. Þann eiginleika skortir því miður of mörg verk Margrétar á þessari sýningu - olíumálverk ekki síður en vatnshtamyndir.
Helgimyndir í olíu
Nokkur olíuverkanna vísa til helgimynda. Þar ber fyrir augu tvo heilaga anda; annan
Myndlistarkonan Margrét Jónsdóttir.
minnir einna helst á mannveru. Verk þessi eru að vissu leyti áframhald þeirra grjót- og trévera sem skutu rótum í léreft Margrétar fyrir nokkrum árum og hún virðist nú hafa hrist af striganum yfir á pappírinn. Lista-
Myndlist Ólafur J. Engilbertsson með kaleik og sjö oblátur á diski en hinn með fjóra steina á gulldiski. Tvær aðrar myndir hafa slíkar tilvísanir í íkona kirkju-
sögunnar og tvær til viðbótar sýna dúfur friðarins í katakombum Rómar. Allar einkennast af svífandi verum á svörtum grunni að rnidanskilinni mynd sem ber heitið „Brauðið dýra" og sýnir gyllt brauð, úlf, hendur og tvö undarleg höfuð á djúpbláum grunni sem skortir þó alla dýpt. Það sem háir þessum myndverkum er fyrst og fremst vald yflr myndfletinum. Listakonan ræður greinilega mun betur við minni fleti. Þrjár myndir, sem allar bera heitið „Lífsvatnið", eru þó þarna undanskildar. Þar sprettur lífsvatnið fram úr grænu frjósemisbergi og veitir andrúmi hinnar náttúrulegu sjálfkviknunar inn á þessa sýningu sem að öðru leyti er um of byggð á utanaðkomandi steingerðum klisjum. Greinilegt er að mörk lifs og dauða eru öðru fremur viðfangsefhi listakonunnar, en því miður virðist hún ekki hafa fiskað vel að þessu sinni á þeim djúpmiðum. Sýning Margrétar Jónsdóttur stendurtilsunnudagsins 19. september.
Háskólabíó og Sambíóin - Sliver: *
Gunnar heillar Spennufall í erótíkinni Borgfirðinga Tónleikar voru í Logalandi í Reykholtsdal í fyrri viku. Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari söng einsöng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. Á efnisskránni voru sönglóg eftir Emil Thoroddsen, Johann Strauss, Franz Lehár. Wilhelm Peterson-Berger, Giuseppe Verdi, Georges Bizet, Jules Massenet, Giacomo Puccini og Francesco Cilea. Emil Thoroddsen er eitt hæfileikaríkasta tónskáld Islendinga og var gaman að heyra þarna flokk laga eftir hann. Að öðru leyti var efhisskráin verk erlendra höfunda og verður ekki annað sagt en að Finnur Torfi Stefánsson hún hafl verið mjög fjölbreytt. Þarna voru hugh'úf lög eftir Lehár og Strauss. Franskar óperuaríur eftir Bizet og Massenet og ítalskar eftir Verdi, Puccini og Cilea. Sænsk þjóðlög og lög eftir Berger komu að svolitlum norrænum anda. Gunnar Guðbjörnsson virtist vera jafnvel heima í öllu þessu efni og sýndi óvenjulega Ustræna breidd sem sjaldgæft er að heyra á tónleikum hérlendis. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeirri þróun sem átt hefur sér stað í söng þessa unga söngvara undanfarin ár. Svo virðist sem hann hafl einsett sér aö fara sér hvergi óðslega og stytta sér hvergi leið heldur taka hvert skref á réttum tima og í réttri röð. Nú virðist svo sem allir þræðir séu saman komnir í höndum hans og hann stígur fram ekki aðeins sem frábær söngvari heldur sem tónlistarmaður og túlkandi. Gunnar hefur nefnilega meira fram að færa en gullfallega rödd sem náttúran gaf honum í vöggugjöf. Hann hefur náð frábæru valdi á meðferð raddarinnar svo að hún verður honum þjált verkfæri til túlkunar hinna fjölbreytilegustu tilfinninga og hughrifa eftir því sem tónlistin býður upp á. Hann hefur fullkomið vald á öllum hugsanlegum styrkbrigðum og litbrigðum. Hvert lag fær sína sérstöku meðhöndlun aö þessu leyti og áheyrandanum verður fljótt ljóst að hver hending er úthugsuð og útfærð af mikilli nákvænmi. Píanóleikur Jónasar Ingimundarsonar var mjög smekklegur og margt hhomaði fallega hjá honum þótt öryggi heföi stundum mátt vera meira.
Tónlist
Japanskur kórsöngur Tónleikar af óvenjulegra taginu voru haldnir í Norræna húsinu á föstudagskvöld. Þar söng The Nordic Choral Society of Japan verk eftir norræna höfunda. Kórsrjóri var Shozo Ohtsuka. Flutt voru verk eftir P.H. Nordgren, K. Tikka. K. Jeppesen, C. Nielsen, Þ. Sigurbjörnsson, B. Sjöberg, S. Lie, E. Grieg, A.H. Sveinsson, H.J. Höjgaard. H. Kjerulf, P.J. Harmikainen, L.B. Söderlundh, R. Takl, K. Yamada og,S. Ohtsuka. Auk þess voru flutt ýmis norræn þjóðlög. Kórinn er blandaður og skipaður japönsku fólki eingöngu. Markmið kórsins er að syngja norræna tónlist og yfirleitt er það gert á viðeigandi þjóðtungu. Efnisskráin var mjög fjölbreytt ogflestlögjn hh'óm- Finnur Torf i Stefánsson uðu kunnuglega. Þetta voru aö meginstofni lög sem fólk á Norðurlöndum elst upp viö. Hins vegar var túlkun Japananna óvenjuleg og hafði dálítið sérstakt aödráttarafl. Raddstyrkur kórfélaga virtist minni en menn eiga að venjast meðal kóra á Norðurlöndum. Hins vegar voru ýmis blæbrigöi fjölbreyttari, má þar t.d. nefna styrkbrigði sem voru oft mjög vel útfærð. Abba labba lá er dæmi um lag sem heppnaðist mjög vel að þessu leyti. Yfirleitt var flutningurinn fíngerður og kurteislegur og hafði yfir sér þokka sem gaf hinum alþekktu lögum að sumu leyti nýjan svip sem fór þeim mörgum mjög vel. Snurður máttifinnahér og þar í flutningnum, en heildaráhrifin voru góð og efrirminnileg.
Tónlist
Fáar konur vestur í Hollywood hafa verið jafh um- á móti ósagt látið hver hann er. talaðar síðustu misserin og ljóskan Sharon Stone sem Hinu skal ekki leynt að mynd þessi, Sliver, hlýtur skaust upp á spennuþrunginn og erótískan stjörnu- að vera með þeim allra slöppustu meðal svokallaðra himininn fyrir það m.a. að krossleggja fæturna á réttu erótískra spennumynda. Fyrir það fyrsta er ekki í augnabliki í viðurvist Michaels Douglas í myndinni henni vottur af spennu og í öðru lagj ekki snefill af Ógnareðli. erótík. Hún er aftur á móti uppfull af leiðinlegri Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mörg flatneskju, enda handritið bragðlítið og þunnildislegt Hollywoodmeyjan, þar á meðal hin sjálfskipaða kyn- í meira lagi. Það var skrifað af sama manninum og lífsdrottning Madonna, reynt að feta í fótspor hennar, með misjöfnum árangri. Nú er komið að Sharon Stone sjálfri að bæta um betur með myhdinni SUver, erótískri háspennumynd eins og hún er kölluð. Guólaugur Bergmundsson Stone leikur bókaritstjóra hjá foriagi í New York. Hún er nýskilin, eftir sjö ára misheppnað hjónaband, og ekki á því að festa sig í bráð. Hún er þó ekki fyrr skrifaði Ógnareðli, sem var öllu skárra, þótt ekki flutt í nýju glæsilegu íbúðina í glæsilega fjölbýhshús- væri það merkilegur pappír. inu en að hún lendir á séns með öðrum íbúa blokkarMeginþema handritsins, og þar með níyndarinnar, innar, ungum og stæltum manni (Baldwin). Sá er nú er gægjueðli mannskepnunnar. Sú náttúra eða ónáttekki allur þar sem hann er séður, ekki fremur en úra, eftir því hvernig menn líta á málið, fær aftur á margir aðrir. Og ástarsamband þeirra verður engin móti svo yfirborðslega og ómerkilega umfjöllun að smásmíð. áhorfandinn er engu nær. Þegar í upphafi myndarinnar gerist voveiflegur atÖll umgjörðin er aftur á móti agalega smart, algjört burður í fina húsinu: ung stúlka hrapar til bana ofan hætekk-fyuirí. En það hrekkur skammt. af svölum á tuttugustu hæð. Og okkur er talin trú um Sharon Stone hefur sennilega tekist að ganga af eróað eitthvaö hræðilegt eigi eftir aö gerast aftur. tísku spennumyndunum dauðum með þessu afreki Skömmu áður en stúlkan dó sást maður læðast inn sínu. í íbúöina hennar. Kastaði maðurinn henni fram af og Sliver. er hann sá sem klæðnaður hans bendir til að hann sé? Handrit, eftlr bók Ira Levin: Joe Eszterhas. Sannleikurinn kemur svo í ljós á síðustu mínútun- Leikstjóri: Phillip Noyce. um, nokkuð óvæntur en samt þó ekki. Það skal aftur Leikarar: Sharon Stone, Tom Berenger, William Baldwin.
Kvikmynciir
Þjóðin tapaði - Þjóðín vann! - uppboð á Hótel Borg í fyrrakvöld
Það fór eins og sagt var hér í blaðinu á föstudaginn var þar sem greint var frá þeim málverkum sem þá voru sýnd fyrir uppboð sem fram fór í gærkvöldi: Það var best þá það sem ekki var komið inn á uppboðið og báru þar af Spilamenn Snorra Arinbjarnar, sem mynd var birt af með umfjölluninni. Uppboð hafa ekki verið haldin á Hótel Borg síðastiiðin ár. Ástæðan var hvort tveggja að húsakynnin voru óhentug og niðurníðsla Borgarinnar og læging mikil. Nú var efnt til málverkauppboðs þar í endurreistum salarkynnum, sem svo sannarlega hæfa alhöfninni. En Borgin hefur samt ekki verið stækkuð og því var þröngt á þingi því margir hafa áhuga á að fylgjast með uppboðum og taka þátt í þeim. Þess vegna varð líka mollulegt þegar líða tók á uppboöiö og loftlítið undir það síðasta. Næst held ég væri heillaráð að opna fremri salinn ef boðið verður aftur upp á þessum ágæta stað. Að öðru leyti var uppsetningin góð og framganga starfsmanna uppboðsins og hótelsins hin besta. Boðin voru níutíu og eitt verk. Eins og jafnan áður var verð misjafht - frá fjórum þúsundum og upp í tæpa milljón - fáar myndir þó á yfirverði og svo sem ekki fleiri en efhi stóðu til á verði sem ekki sómdi. í heildina tekið var verðiö nokkuð hærra en á síðasta uppboði, sem haldiö var í júníbyrjun, en það hefur orðiö raunin undangengin ár, að á fyrsta uppboði haustsins er verð hvað hæst á árinu. Staðfestist það verð á næsta uppboði merkir það, að verð á málverkum hefur náö því lágmarki sem þaö fer í meðan yfirstandandi fjármagnskreppa er hvorki meiri né minni. Til örvunar fyrir fjárfesta skal það upplýst hér að málverk sem í gær var selt á rúmlega 400 þúsund krón-
ur var keypt á uppboöi fyrir rúmum tveimur árum og þá á hundrað þúsund kronur sléttar, þannig að fjárfesting í góðri kúnst er síst lakari en hver önnur sem gefst. Spilamenn Snorra Arinbjarnar var seld hæstu verði á uppboðinu í gær. Fyrir þá mynd voru greiddar 990 þúsund krónur. Myndin ber öll sterkustu höfundareinkenni þessa sérstæða myndlistarmanns og í henni er
Myndlist Ulfar Þormóðsson auk þess sérstaklega glæsilegur leikur að ljósi og skugga. Ekki mun blessuð þjóðin samt fá að horfa á hana í sínum húsakynnum á næstunni, því þjóðlistasafhiö svaf hana af sér eins og svo margar áöur og fyrr; kannski hafa peningaráðin líka verið naum eftir hina góðu pípulögn með fittings, sem safhið keypti handa þjóðinni fyrir skömmu. Það er svo sem aldrei að vita. En þjóðin tapaöi sum sé af Spilamönnunum, en vann hana ehgu að síður, því einstaklingur af henni, með óþekkt spil í erminni, keypti hana og ef að vanda lætur fer hún svo sem ekki í geislavarnargeymslur hjá honum, manninum þeim, frekar en aörar hans myndir. Lýsing á myndirnar og sýning á þeim á boðinu var hvort tveggja meðlþví sem best gerist og uppboðshaldarinn stóð sig með prýöi aö venju.