Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn 1999. Leikmyndir einfaldleikans. MARGRÉTJÓNSDÓTTIR

Page 1

16

SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999

MORGUNBLAÐIÐ

LISTIR

Fókus hér, fókus þar MYMILIST Gerðarsafn

BLÖNDUÐ TÆKNI ANITA HARDY KASLO, SISSÚ PÁLSDÓTTIR OG STEINA VASULKA Til 31. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 200.

Eitt af málverkum Margrétar Jónsdóttur í Listasafhi Kópavogs.

Leikmyndir einfaldleikans MYIMDLIST Gerðarsafn

KYRRALÍFSMYNDIR OLÍU- OG EGGTEMPERAVERK MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 31. oktöber. Aðgangurkr. 200 íallthúsið. MALARINN Margrét Jónsdóttir lætur ekki deigan síga í viðleitni sinni við.að höndla einfaldleikann, sem er ein erfiðasta þraut málaralistarinnar. Lengi voru dúkar listakonunnar víðfeðmir flekar, jafnvel svo jaðraði við yfirstærðir að mörgum fannst, en svo kom hún öllum á óvart með sýningu á smámyndum sem voru gerðar á norrænu vinnustofunni á Sveaborg, Svíavirki. En einmitt þessar pælingar í smáum stærðum virðast hafa skerptsýn Margrétar á þá hnitmiðuðu burðarása og hryn myndbyggingarinnar sem eru svo nauðsynlegir til að gera einfaldleikann sannfærandi, eitthvað meira en bara einfaldleika sem tilgang og markmið í sjálfu sér. Og í raun gera smáu stærðirnar meiri kröfur, vegna þess að gerendur verða að glíma við að skapa þá yfirhöfnu, mónumentölu, spennu sem kemur sjálfkrafa í yfirstærðunum. Lögmálið er nefnilega, að áhrifamáttur slíkra mynda rýrnar iðulega stórlega við smækkun á ljósmynd, á meðan hann heldur sér og jafnvel eflist varðandi minni myndir. Einmitt þessvegna sem menn álíta gjarnan, að ýmís sígild listaverk sem þeir þekkja úr listverkabókum séu margfalt stærri en þau eru í raun og verða yfir sig hlessa er þeir standa loks frammi fyrir þeim og uppgötva að þau eru kannski vart meira en lófastór! Myndefni Margrétar er í höfuðdráttum hið sama, langa mjóa sprænan sem fylgt hefur henni um árabil vel virk sem fyrr, en nú kemur hún fram sem leki úr kaffibollum, eða kaffibollar eru sjálfstæðar einingar frá ýmsum sjónarhornum. Eðlilega vinnur Margrét í minni stærðum ytra, það gerir flutningavandamálið, og á þessari sýningu gerði hún þær í París, sem segir okkur að farsælast sé að listakonan sé á sem mestri hreyfingu milli landa, víkkar líka sjónhringinn sem hér er merkjanlegt. Stóru flekarnir eru þannig ekki lengur takmark hjá Margréti, heldur sú markaða stærð sem hentar staðsetningu og viðfangsefnunum hverju sinni, þannig skiptist sýning hennar í Gerðarsafni í tvo hluta, stór verk og meðalstór og nú gengur dæmið upp sem aldrei fyrr. Kannski mest um vert hve áferðin er hreinmettuð og safarík í einfald-

leika sínum, fletirnir jafnan ferskir og lifandi þó svo nær einlitir séu í minni myndunum. Satt að segja var áferð verka hennar á köflum dálítið þokukennd og óþægileg fyrir augað, eitthvað svo undarleg og óraunhæf. Má það hafa verið til að ögra og laða fram sértækar stemmningar, gilt að vissu marki en sannfærði þó ekki til fulls. Er svo er komið hugsar Margrét fyrst og fremst um myndflötinn í heild sinni, innbyrðis jafnvægi allra þátta, og tekst að gera það áhrifaríkar en nokkru sinni fyrr. Hin beina frásögn og hlutlægu ytri tilvísanir hafa að nokkru vikið fyrir myndrænni skipan þar sem innri lífæðar málverksins fá mál. Og það virðist sama hve einfaldar myndirnar eru, alltaf eru einhver myndræn átök í þeim sem höfða til skilningarvita skoðandans. Rík ástæða til að minna hér á, að litir, línur og form hafa sál og sitt eigið mál, hugmyndafræði og heimspeki, á það er stöðugt verið að minna á sýningum ytra, sem ég varð áþreifanlega var við á ferðalagi mínu um Evrópu nýverið. í stuttu máli, Margrét Jónsdóttir er listakona á uppleið. Bragi Ásgeirsson

ÞRJÁR vinkonur sem þekkjast frá Santa Fe £ Nýju Mexíkó hafa nú sett saman sýningu í kjallara Listasafns Kópavogs. Þær eru Steina Vasulka, Sissú Pálsdóttir og Anita Hardy Kaslo, og gera þær heiðarlega tilraun til að samþætta verk sín þannig að sýningin myndi eina heild en virki ekki sem þrefóld einkasýning. Þetta gera vinkonurnar með því að vinna sýninguna sem eina samfellda heild. Yfirskriftin er „Arþúsunda arkitektúr", titill sem ber í sér spádómsfræ um leið og hann vísar aftur í tímann til okkar óræða upphafs. Hið merkilega við samstarf þeirra Steinu, Sissú og Anitu er að svo ólíkum manneskjum skuli koma til hugar að flétta saman verk sín með sameiginlegri sýningu. Ekkert í ferli þeirra bendir til að þær hafi fengist við skyld viðfangsefni hingað til og reyndar má sjá að framlag þeirra á sér fullkomlega óskyldar rætur. Hvað er það þá sem vakir fyrir vinkonunum þrem, og á hvaða forsendum starfa þær? Ef til vffl hefur það farið framhjá mörgum íslendingnum að ímynd listamannsins sem einmana snillings er á hröðu undanhaldi. Enginn veit það betur en Steina Vasulka, sem ætíð hefur starfað í nánum tengslum við aðra skapandi einstaklinga. Teymi er kjörorð dagsins, ekki síst þegar tæknilist á borð við myndbönd er annars vegar. Framþróun skjálistarinnar var einfaldlega óhugsandi án félagsskapar ólíkra uppfinningamanna, myndkönnuða og hugmyndaríkra tæknifræðinga af ýmsum toga. Slík teymi starfa saman í bróðerni, óeigingjarnt og af fullkomnum heilindum. Oðruvísi næðist lítill árangur. Svona forsendur virðast Uggja að baki sýningu Steinu, Sissú og Anitu. Þær eru allar af þeim móderníska meiði sem tekur tilraunina fyrir verkið. Slíkt hispursleysi gagnvart útkomunni er næsta sjaldgæft á tímum póstmódernísks maníerisma þar sem allt þarf helst að vera slétt

Uósmyndir Anitu Hardy Kaslo. Hún er arkitekt að mennt, en ljósmyndari í hjáverkum. Ljósmyndir Anitu virðast við fyrstu sýn fullkomlega óhlutbundnar, en sú vitneskja að ljósmyndir eru ávallt af einhverju rekur menn tíl að ráða í gáturnar sem við þeim blasa. Myndefni sitt sækir hún til tveggja ólíkra átta; litskyggna af krabbameinsæxli og eigin smásjárljósmynda af frjókornum fengnum úr hýbýlum Anasazifrumbyggja, forfeðra Hopi-indiánanna í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, en menningu þeirra má rekja allt aftur til fyrstu aldar okkar tímatals. Líkt og tölvustýrðar myndbandsmyndir Steinu frá Nýja-SjáMorgunblaðið/Sverrir landi, Grænlandi og IsFrá sýningunni „Arþúsunda arkitektúr". landi, eru myndir Anitu stundum í fókus og og fellt svo áhorfandinn þurfi nú stundum ekki. Allt fer það eftir því á ekki að brúka ímyndunaraflið alltof hvaða blett er einblínt. Þannig mætmikið og trufla með því óslökkvandi ast myndirnar á veggnum myndunum í klefanum og nú skapast nýjar hrifningarþörf sína. Hvort heldur sem það er gert af víddir og ný tengsl. Það sem hjá Sisráðnum hug eður ei þá minnir sú virtust inúísk snjóhús, tengjast myrkvaður klefinn sem þær deila allt í einu neðanjarðarhýsum frummeð sér, Steina og Sissú, töluvert á byggjanna í Pueblo Bonito í Nýju Merzbau Kurts heitins Schwitters. Mexíkó, sem rekja má aftur til tólftu Þetta er einhvers konar hellir með aldar. Líkt og kiva-myndir, eða Anasazi-fólksins formmyndunum úr hvítu frauð- klefaveggmyndir plasti, sem virka bæði sem högg- teygja verk þeirra Steinu Vasulka, myndræn skipan í rými og skermar Sissú Pálsdóttur og Anitu Hardy fyrir myndbönd Steinu. Þau flæða Kaslo sig frá hinu alvíða, heimsum svæðið frá skjávörpunum og horna milli, til hins þrengsta búrekast á frauðplastsfletina líkt og af skapar í iðrum hkamans. Og nú öðlast klefi þeirra Steinu tilviljun. Þannig eru sumir hlutar hreyfimyndanna í fókus, meðan aðr- og Sissú enn eina víddina; þá lífir berast um svæðið eins og óhlut- rænu. Mætti ekki skoða helli þeirra eins og Jónas eða Spýtu-Gosi könnbundin litamynstur. Við innganginn í klefanum - sem uðu innviði hvalsins? Hið lífræna ef til vill mætti skynja sem snjóhús kerfi sem kallast á við landamæraúr heimildarmynd Flahertys, Na- leysi heimsbyggðarinnar og óendnook norðursins, ef hann væri ekki anleik sagnfræðinnar gefur árþúsvinkvennanna svona víður og stór - myndar frauð- unda arkitektúr plastið hleðslumynstur sem fangar þriggja þann heimspekilega grunn myndvarpið með einstaklega eftir- sem sýning þeirra hvílir á. Þannig tektarverðum hætti. Það er eitthvað er sýning Steinu, Sissú og Anitu í mikilfenglegt við þessi hvítu form öllum sínum svífandi léttleik og tilog flæðandi myndir; eitthvað sem viljunarkennda anda verðugur óður frekar minnir á auðnir norðursins til eilífðarinnar, sem er undirskrift sýningarinnar þar sem við nálgumst en brennda náttúru Nýju Mexíkó. óðfluga nýjan aldatug. Framan við klefa Steinu og Sissú hanga svo veglegar cibachromeHalldór Björn Runólfsson

Italía á Islandi MYIVDLIST Gerðarsafn

MÁLVERK OG SKÚLPTÚR ÖRN INGI Sýningin er opin frá 12 til 18 alla daga nema mánudaga og stendur til 31. október. Aðgangur kr. 200. ÍTALÍA hefur lengi verið Mekka myndlistarmannsins. Þar í landi búa menn að hátt í þrjú þúsund ára gamalli myndlistarsögu og ganga til daglegra verka sinna innan um fagra smíðisgripi etrúanna, steinbrýr og höggmyndir Rómverjanna og undursamleg listaverk endurreisnarmannanna. Islenskum listamanni hlýtur að þykja þetta öfundsvert því hér heima er vart nokkuð að finna sem vitnar um lengri menningarsögu en sem svarar svo sem þremur mannsöldrum og mestalla okkar ellefuhundruð ára sögu höfum við íslendingar staðið nokkuð utan við þá miklu menningarstrauma sem Italir hafa siglt í miðjum. Hvert er þá svar listamannsins við þessu? Hvernig tekur hann á menningarsögunni og heimfærir hana upp á

okkar fallega en hrjóstruga eyland? Örn Ingi ferðaðist frá Akureyri til ítalíu og hreifst eins og von var af öllu því sem þar bar fyrir augu. En þegar heim kom hófst hann handa við að vinna úr því sem hann hafði séð og afraksturinn er stærsta sýning sem þessi sérstaki og fjölhæfi Jistamaður hefur haldið til þessa. A sýningunni í Gerðarsafni eru þrjár raðir af málverkum sem taka á ítalíuferð hans og sýna hvernig hin gamla miðjarðarhafsmenning fellur að íslensku landslagi og íslensk menning að Miðjarðarhafinu. í einni myndröðinni hefur Örn Ingi fellt ítalskar höggmyndir og hefðir inn í íslenskt, norðlenskt landslag: Uppi á hrjóstrugri heiði stendur marmaraskúlptúr við hliðina á grjótvörðu sem áður vísaði ferðamönnum leiðina tO byggða og á Mývatni siglir fólk um í gondóla að hætti Feneyinga. í annarri má sjá brúður sem minna á kjötkveðjuhátíðir ítala gægjast fram innan um birkihríslur og glaðlega hraunfossa. I þriðju málverkaröðinni fer Orn Ingi hins vegar aðra leið og heiðrar einn framsýnasta listamann síðustu aldar, Sölva Helgason, með

Verk á sýningu Arnar Inga. því að raða myndskrauti í hans anda kringum myndir frá ítalíu. 011 þessi málverk eru síðan í miklum gylltum römmum sem Örn Ingi flutti sérstaklega heim sunnan úr álfu til að fullkomna þennan samruna ítalíu og íslendingsins. Eins og von er til er sýning Arnar Inga fjölbreytt og til viðbótar málverkunum eru alls kyns uppsetningar og jafnvel sjónvarpsskjár þar sem skoða má heimildamyndir sem hann hefur gert. Á gólfinu er líka skemmtileg uppsetning þar sem rammgert búr stendur inni í hringlaga spegli. I búrinu eru

ítölsku brúðurnar úr málverkunum og gestir geta óhultir speglað sig í gólfinu meðan þeir virða fyrir sér þessar erlendu verur. Þá er á sýningunni röð portrettljósmynda í miklum römmum sem listamaðurinn smíðaði sjálfur. Örn Ingi hefur lag á því að búa til óvæntar samsetningar sem á frísklegan og hispurslausan hátt tulka flóknar og jafnvel margræðar hugmyndir. Hér hefur hann tekist á við stærsta verkefni sitt til þessa og það er óhætt að segja að honum farist það vel úr hendi. Jón Proppé


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.