Margrét Jónsdóttir Sýningarskrá. Grafíksalurinn/IPA GALLERY 2019.
Ég fæ oft þá gagnrýni að ég sé alltaf vælandi, fórnarlömb eru alltaf vælandi meðan ekki er hlustað en fjárhagslegt ofbeldi er talið sjálfsagt á landinu okkar og lítil sem engin viðurlög á gerendur. Það eru 11 ár frá Hruni og ennþá duga ekki útgreidd laun mín sem listgreinakennari fyrir föstum mánaðarlegum gjöldum, það gleymist oft að konur eru á mun lægri launum á vinnumarkaðinum, menntaðar kvennastéttir ná ekki að lifa af dagvinnulaunum. Í dag er meirihlutinn konur í listageiranum og verk seljast ekki nema undir tombóluverði (jólabasar) en um 90% menntaðra listamann vinna aðra vinnu til að geta starfað sem listamenn og leggja því margfalt meira til myndlistarinnar og þjóðfélagsins en þeir fá til baka."